■ Steindór Gunnarsson, sundþjálfari, segir raunhæft að einhver úr sundhópi ÍRB komist á næstu Ólympíuleika
Það þarf ákveðinn aga til að rífa sig upp fyrir allar aldir og mæta á sundæfingu
Þokan læðist inn
Rekstur Suðurnesjabæjar 2024 fór langt fram úr væntingum
■ Jákvæð niðurstaða upp á 376 milljónir Ársreikningur Suðurnesjabæjar fyrir árið 2024 var samþykktur samhljóða í bæjarstjórn þann 7. maí og staðfestir hann mjög góða rekstrarniðurstöðu – langt umfram það sem fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
Rekstrarniðurstaða samantekinna reikninga A- og B-hluta sveitarfélagsins var jákvæð um 376 milljónir króna, samanborið við áætlaðar 67 milljónir. Fyrir A-hluta bæjarsjóðs var niðurstaðan 322 milljónir, en aðeins var gert ráð fyrir 69 milljónum.
Sterkur rekstur og aukið veltufé
Veltufé frá rekstri nam 879 milljónum, sem er um 12% af rekstrartekjum, og fjárfest var fyrir 975 milljónir í varanlegum rekstrarfjármunum. Ný langtímalán námu 425 milljónum en handbært fé hækkaði um 170 milljónir og var 718 milljónir í lok árs.
Skuldaviðmið sveitarfélagsins lækkaði úr 65,4% í 62,3% og er vel innan þeirra marka sem lög kveða á um (150%). Þá uppfyllir Suðurnesjabær jafnvægisreglu sveitarstjórnarlaga með jákvæðri rekstrarniðurstöðu þriggja ára í samanteknum reikningum.
íbúum fjölgaði um 5% á árinu Í lok árs 2024 voru 4.091 íbúi skráður í Suðurnesjabæ samkvæmt Hagstofu Íslands, sem er fjölgun um 194 einstaklinga frá árslokum 2023, eða 5%.
Rekstur málaflokka í A-hluta var nánast samkvæmt áætlun en niðurstaða í B-hluta og hjá Eignasjóði reyndist betri en áætlað var. Allt bendir til þess að Suðurnesjabær standi á traustum fjárhagslegum grunni með vaxandi íbúafjölda og öfluga innviði.
Lýðheilsuráð óskar eftir upplýsingum frá íþróttafélögum um áfengissölu
Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar mun óska eftir upplýsingum frá íþrótta félögum bæjarins um hvort áfengi sé selt á íþróttaviðburðum og hvaða reglur gildi þá um slíka starfsemi. Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins 15. maí, eftir að ályktun barst frá Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafull trúa (FÍÆT) þar sem lýst var áhyggjum af sölu áfengis í tengslum við íþróttavið burði.
Lýðheilsuráð leggur áherslu á að skipulagning viðburða taki mið af ör yggi, forvörnum og vellíðan allra þátttak enda og gesta, og telur mikilvægt að skýr viðmið og verklagsreglur séu til staðar þar sem áfengissala kemur við sögu.
Þessi mynd úr auglýsingu kemur upp á netinu þegar leitað er að áfengi og íþróttafélögum.
Nýr miðbæjarkjarni í mótun í Reykjanesbæ
■ Íbúar hvattir til þátttöku í hugmyndavinnu – könnun opin til 22. maí
Reykjanesbær vinnur að metnaðarfullu verkefni um uppbyggingu á svokölluðum Akademíureit, sem er staðsettur austan við Reykjaneshöllina á horni Þjóðbrautar og Krossmóa. Tilgangurinn er að skapa lifandi miðsvæðiskjarna sem tengir saman bæjarhluta, mannlíf og
þjónustu – og íbúar eru hvattir til að leggja sitt af mörkum í mótun svæðisins.
Starfshópur hefur verið myndaður af hálfu bæjarins til að undirbúa uppbyggingu svæðisins og móta forsendur þess áður en það verður boðið út til fjárfesta
og hönnuða. Verkefnið er unnið í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið ALTA sem sérhæfir sig í skipulagsog byggðaþróun.
„Þið í Reykjanesbæ þekkið bæinn best og því er stór hluti okkar vinnu að leita eftir ykkar hugmyndum og sjónarmiðum,“ segir Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi hjá ALTA. Samkvæmt greiningu ALTA er Akademíureiturinn í lykilstöðu – miðsvæðis í þéttbýli Reykjanesbæjar, við mikið íþróttasvæði og nálægt fjölbreyttri samfélagsþjónustu og almenningssamgöngum.
Hann tengist einnig vel við Kefla-
víkurflugvöll og er því talinn afar hentugur fyrir nýjan samkomustað og lifandi byggðarkjarna. Mikil áhersla er lögð á samráð við íbúa og hagsmunaaðila og er það hafið með opinni spurningakönnun sem stendur til 22. maí. Niðurstöður hennar verða notaðar við gerð forsagnar að skipulagi svæðisins, sem síðar verður afhent hönnuðum og þróunaraðilum sem móta endanlega framtíðarsýn reitsins.
Íbúar eru hvattir til að taka þátt en könnunina er að finna á vef Reykjanesbæjar. Könnunin er opin fram til fimmtudagsins 22. maí.
reykjanesbær vinnur að metnaðarfullu verkefni um uppbyggingu á svokölluðum akademíureit, sem er staðsettur austan við reykjaneshöllina á horni Þjóðbrautar og krossmóa. vF/Hilmar bragi
Voga fyrir árið 2024 var sam þykktur samhljóða í bæjarstjórn með sjö atkvæðum. Niðurstaðan sýnir verulegan viðsnúning í rekstri sveitarfélagsins og stað festir að Vogar uppfylla nú fjár hagsleg viðmið samkvæmt reglu gerð.
Samkvæmt ársreikningi námu tekjur samstæðu A- og B-hluta 2,45 milljörðum króna á árinu 2024, sem er 200 milljónum um fram áætlun. Rekstrargjöld námu 2,1 milljarði, og var rekstrarniður staða fyrir afskriftir því jákvæð um 346 milljónir. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 160 milljónir króna – 110 milljónum betri en áætlun gerði ráð fyrir.
Skuldastaða batnar
Skuldaviðmið sveitarfélagsins lækkaði úr 69% í árslok 2023 í 58% í lok árs 2024, sem gefur jákvæða vísbendingu um fjárhagslegt svigrúm til áframhaldandi upp-
Styrking eignastöðu
Rekstrartekjur jukust um 17% milli ára, en kostnaður hækkaði um 11%. Bæjarstjórn segir tekjuaukninguna einkum skýrast af fjölgun íbúa og hagræðing í rekstri hafi einnig skilað árangri.
aukning frá 189 milljónum árið 2023 og 70 milljónum árið 2022. Þetta styrkir getu sveitarfélagsins til að fjármagna framkvæmdir með rekstrarfé. Fjárfestingar ársins námu 189 milljónum króna. Meðal stærstu verkefna voru framkvæmdir við nýtt heilsugæsluhús sem opnaði í ársbyrjun 2025, endurbætur á kennslustofu við Heilsuleikskólann Suðurvelli, viðhaldsframkvæmdir í Stóru-Vogaskóla og endurgerð sundlaugar í íþróttamiðstöðinni.
Efnahagsreikningurinn sýnir einnig verulega breytingu, þar sem fasteignir og lóðir hækkuðu um 876 milljónir króna vegna reikningshaldslegrar breytingar á lóðaleigu. Heildareignir sveitarfélagsins í árslok 2024 námu 3,66 milljörðum króna, samanborið við 2,65 milljarða árið áður. Í bókun bæjarstjórnar var lögð áhersla á mikilvægi ráðdeildar og áframhaldandi ábyrgðar í rekstri. Bæjarstjórn þakkaði jafnframt starfsfólki sveitarfélagsins fyrir mikilvægt framlag til þessa góða árangurs.
Fyrirtækjadagar
– 23. maí af öllum skrifborðsstólum og rafdrifnum skrifborðum
OPIÐ ALLA VIRKA DAGA 9 – 18
LAUGARDAGA 10 – 17
Skorað á Landsnet að tryggja afhendingaröryggi
raforku á Suðurnesjum
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar gerir ekki athugasemd við nýja kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2025–2034, en ítrekar mikilvægi þess að tryggja afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum. Málið
raforku, ásamt markaðsþróun og öðrum þáttum sem hafa áhrif á raforkukerfið. Í gegnum áætlunina fá orkufyrirtæki, notendur, sveitarfélög og aðrir hagaðilar yfirsýn yfir fyrirhugaðar framkvæmdir og for-
Umhverfis- og skipulagsráð lagði áherslu á að sérstaklega væri nauðsynlegt að tryggja stöðugt og öruggt rafmagn til Suðurnesja, þar sem íbúafjölgun og uppbygging
■ Hagræðing og betri aðkoma markmiðið
Grenndarstöðvum í Reykjanesbæ verður breytt í sumar með það að markmiði að bæta aðgengi, útlit og hagræða í rekstri. Þetta kom fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar sem haldinn var 16. maí síðastliðinn.
Í dag eru sex grenndarstöðvar starfandi í sveitarfélaginu – tvær í Innri Njarðvík, tvær í Keflavík, ein á Ásbrú og ein í Höfnum. Flestar þeirra voru settar upp árið 2021. Nú hefur Reykjanesbær, í samvinnu við Kölku, hafið vinnu við endurskipulagningu stöðvanna og verður breytingum hrundið í framkvæmd í vor eða sumar.
Með breytingunum er stefnt að því að gera grenndarstöðvarnar aðlaðandi og snyrtilegar svo þær styðji betur við markmið um aukna
endurvinnslu og bætta flokkun íbúa. Óskað var eftir afstöðu ráðsins til núverandi og mögulegra nýrra staðsetninga, sérstaklega í tengslum við ný hverfi og breytingar á deiliskipulagi eldri hverfa. Einnig var óskað eftir skýrum reglum um leyfisveitingar fyrir skjólveggjum við stöðvarnar. Ráðið samþykkti að heimila breytingar á deiliskipulagi Dalshverfis III, Dalshverfis I og Tjarnarhverfis til að gera ráð fyrir grenndarstöðvum. Þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir önnur svæði, skal gera ráð fyrir slíku í nýju skipulagi ef staðsetning hentar. Að öðrum kosti skal kynna tillögur að staðsetningum sérstaklega áður en endanleg ákvörðun er tekin.
Akurskóli
Hönnun og smíði
Starfsmenn skóla óskast
Heilsuleikskólinn Heiðarsel
Leikskólakennari/starfsmaður í leikskóla
Njarðvíkurskóli
Forstöðumaður frístundaheimilis
Velferðarsvið
Dagdvalir aldraðra - Sumarstörf
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ?
Almenn umsókn
Pétur mikli hefur verið á þönum á hafnarsvæðinu í Njarðvík síðustu misseri. vF/Hilmar bragi
Dýpkun Njarðvíkurhafnar að ljúka
■ Skjólgarður kemur næst en varðskipin láta ekki sjá sig Framkvæmdum við dýpkun Njarðvíkurhafnar er nú að ljúka og undirbúningur hafinn að næsta áfanga, sem felur í sér gerð skjólgarðs sunnan við núverandi hafnarmannvirki. Þetta kom fram á fundi atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar sem haldinn var þann 15. maí.
Dýpkunarframkvæmdirnar hófust fyrir ári síðan og náðu til hafnarsvæðisins sjálfs og innsiglingarinnar. Verkefnið er liður í eflingu hafnarinnar og að bæta móttökugetu hennar. Áður hafði, í maí 2023, verið undirrituð viljayfirlýsing milli Reykjanesbæjar, Reykjaneshafnar, Landhelgisgæslu Íslands og þáver-
andi dómsmálaráðherra um að koma þar upp aðstöðu fyrir skipastól Landhelgisgæslunnar, samhliða uppbyggingu skjólgarðsins.
Ekki hefur þó tekist að ná endanlegu samkomulagi við stjórnvöld um uppbyggingu aðstöðunnar, þrátt fyrir fullan vilja af hálfu Reykjaneshafnar og bæjarins. Af þeim sökum samþykkti atvinnu- og hafnarráð að fara mætti fram með einfaldari útfærslu á skjólgarðinum en upphaflega var gert ráð fyrir. Sú útfærsla mun þó ekki útiloka frekari uppbyggingu fyrir Gæsluna í framtíðinni, þegar samkomulag næst.
Grindavík leggur fram metnaðarfulla aðgerðaáætlun
■ Sprunguviðgerðir og raforkuöryggi í forgangi
■ Bæjarstjórn krefst tafarlausra aðgerða
„Endurreisnin er hafin. Við höfum trú á framtíð Grinda víkur,“ segir í yfirlýsingu bæjar stjórnar Grindavíkur sem nú hefur kynnt víðtæka aðgerða áætlun til að styðja við uppbygg ingu samfélagsins eftir hamfar irnar sem dunið hafa yfir bæinn.
Samstillt átak og skýr framtíðarsýn
Upplýsingar um laus störf má finna á reykjanesbaer is
reykjanesbaer is
„Við höfum unnið aðgerðalista sem tekur á fjölmörgum þáttum, bæði til skamms tíma og lengri tíma litið,“ segir í pistli bæjarstjórnar. Þar kemur fram að markmið listans sé ekki aðeins að framkvæma heldur einnig að kalla eftir samstöðu og skýrri forgangsröðun hjá öllum sem koma að málefnum Grindavíkur.
Bæjarstjórn leggur áherslu á að sumarið 2025 verði nýtt sem tækifæri til sóknar og uppbyggingar.
„Það er brýnt að samstaða náist um næstu skref og að þau komi til framkvæmda af fullum þunga.“
Helstu verkefni í forgangi
Í aðgerðaráætluninni eru verkefni flokkuð eftir forgangi. Meðal brýnustu verkefna eru:
• Niðurrif altjónshúsa til að rýma fyrir uppbyggingu og auka öryggi.
• Sprunguviðgerðir innan þéttbýlis, sem skapa grundvöll fyrir endurkomu íbúa og eðlilegri notkun byggðar.
greining á nýtingu eigna Þórkötlu, sem á að styðja við atvinnulíf og samfélag. Í flokki verkefna sem krefjast frekari úrvinnslu eru meðal annars framtíðarskipulag innviða, varavatnsból á Vatnsheiði og endurbætur á skóla- og félagsaðstöðu.
Einnig þarf að hækka Kvíabryggju í Grindavíkurhöfn um allt að 1,5 metra til að hún þoli flóð. rafmagnsmálin „óásættanleg“
Bæjarstjórn dregur fram sérstaklega alvarlega stöðu raforkuöryggis í bænum og segir hana ógna bæði öryggi og uppbyggingu: „Ótryggt raforkuöryggi í Grindavík er óásættanlegt og staðan ógnar bæði öryggi og uppbyggingu bæjarins. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og viðvaranir hefur ekki tekist að tryggja bæjar-
rétt á öruggri grunnþjónustu og raforka er ein af undirstöðum samfélagsins.“
bærinn tilbúinn með fjármagn – nú er aðkomu ríkisins beðið Grindavíkurbær hefur lýst sig reiðubúinn til að leggja fram allt að 200 milljónir króna til að hraða sprunguviðgerðum og öðrum brýnum verkefnum. Íbúarnir bíða nú svara frá Grindavíkurnefnd forsætisráðuneytisins, Alþingi og öðrum aðilum.
„Við vonum að við þurfum ekki að bíða lengi eftir viðbrögðum. Með samstilltu átaki, og áframhaldandi góðu samstarfi við ykkur, kæru Grindvíkingar, höldum við áfram að byggja upp bæinn okkar, skref fyrir skref,“ segir að lokum í pistlinum.
Hoppandi heljarmenni í Grófinni
Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is
Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín?
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
Þeir höfðu ekki tölu á því hversu margar ferðir þeir höfðu stokkið ungu mennirnir sem stukku fram af hafnargarðinum í Grófinni og í höfnina í blíðunni á síðdegis á þriðjudaginn. Það var ástæða til að kæla sig, enda hitinn nálægt 20 gráðum . VF/Sigurbjörn Daði
Stafalogn og
AFLAFRÉTTIR
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Margir pistlanna hjá mér byrja á einhverju sem tengist náttúrunni eða veðri – hvort sem það eru eldgos, jarðskjálftar, snarvitlaust veður eða sjógangur sem heldur mönnum í landi dögum saman. Nú er það hins vegar annað og óvenjulegra veðurfar: spegilsléttur sjór, stafalogn og hiti sem minnir á sumarblíðu.
Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga
Það er fátt betra en að vera á sjó í slíkum aðstæðum, einn á ballarhafi. Þegar þessi pistill er skrifaður er einmitt svona blíða, og margir bátar eru á sjónum – aðallega strandveiðibátar sem landa í Keflavík, Grindavík og Sandgerði. Langflestir eru þó í Sandgerði, sem hefur verið ein stærsta höfn landsins það sem af er strandveiðivertíðinni.
Eldeyin kallar
Góðviðrið hefur einnig gert mönnum kleift að sækja lengra út – nokkrir skipstjórar hafa nýtt tækifærið og haldið út að Eldey og þar í kring, þar sem von er á ufsa ef hæfni og heppni fara saman.
björgunarsveitin í viðbragðsstöðu
Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu
HEYRN.IS
bátarnir voru á veiðum norður af Garðskagavita – Gunni Grall að eins lengra úti. Engin hætta skap aðist, og báðar björgunaraðgerðir gengu vel.
línubátarnir færa sig til
Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði hefur haft í nógu að snúast að undanförnu. Á innan við viku hafa þau tvisvar sinnum þurft að fara út á björgunarskipinu Hannesi Hafsteini til að sækja báta með vélarbilun.
Fyrst var það Gunni Grall KE sem dreginn var í höfn fyrir helgi, og þegar þessi pistill er skrifaður var komið að Vestmanni GK. Báðir
góð veiði við Eldey
Flestir minni línubátarnir eru nú farnir af svæðinu. Auður Vésteins SU og Vésteinn GK eru farnir austur á Stöðvarfjörð, Fjölnir GK fór til Hornafjarðar og Kristján HF sömuleiðis.
Það eru þó enn sex línubátar eftir, en aðeins þrír þeirra hafa róið: Indriði Kristins BA og Óli á Stað GK eru í Grindavík, en Margrét GK er í Sandgerði. Margrét mun stoppa í júní og hefja svo veiðar aftur í júlí, líklega frá Sandgerði – það kemur í ljós hvernig gengur þar. vísisbátarnir í löngu og keilu
Stóru línubátarnir sem Vísir ehf gerir út eru nú farnir að eltast við löngu og keilu, það sem kallað er að þeir séu „komnir í skrapið“.
Sighvatur GK hefur landað um 200 tonnum í tveimur róðrum og þar af voru 95 tonn landað í einni
löndun. Þegar þetta er skrifað mannaeyjar.
Páll Jónsson GK hefur verið við veiðar á Skerjunum utan við Eldey og landað 240 tonnum í tveimur róðrum. Í fyrri róðrinum var afli 75 tonn, þar af 12 tonn landað – í seinni löndun voru heildarafli 106 tonn, þar af 59 tonn langa, 7 tonn keila og aðeins 24 tonn þorskur. Togarinn Pálína Þórunn GK hefur einnig verið við Eldey með mjög blandaðan afla. Í fyrstu löndun togarans í maí voru 74 tonn og þar af 33 tonn þorskur. Heildarfjöldi tegunda var ellefu í þessari löndun.
Hulda björnsdóttir með þorsk í hundruðum tonna
Togarinn Hulda Björnsdóttir GK hefur verið að fiska vel í maí og er komin með 314 tonn í land eftir tvær löndunarferðir. Mest var ein löndun 159 tonn. Uppistaðan í heildaraflanum er þorskur – heil 250 tonn.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Larissa Sansour með fyrstu sýningu sína á Íslandi í Listasafni Reykjanesbæjar
Fimmtudaginn 22. maí kl. 18:00 opnar einkasýning listakonunnar
Larissu Sansour í Listasafni Reykjanesbæjar. Sýningin nefnist Fortíðin var aldrei, hún bara er, og markar fyrsta sinn sem verk hennar eru sýnd hér á landi. Öll eru velkomin á opnunina og aðgangur að sýningunni er ókeypis.
Sansour er palestínsk-dönsk listakona, fædd í Austur-Betlehem árið 1973, og hefur skapað sér alþjóðlega viðurkenningu fyrir kvikmyndainnsetningar sem takast á við pólitísk og persónuleg málefni
Palestínu. Hún hefur sýnt í virtum söfnum á borð við MOMA í New York og Tate Modern í London, og árið 2019 var hún fulltrúi Danmerkur á Feneyjatvíæringnum í myndlist. Verk hennar eru gjarnan
unnin í samstarfi við rithöfundinn og leikstjórann Søren Lind, og endurspegla sameiginlega sýn þeirra á fortíð, minningu og framtíð. Helga Þórsdóttir, safnstjóri
Listasafns Reykjanesbæjar, segir það mikinn heiður að hýsa fyrstu sýningu Sansour á Íslandi:
„Það er stórviðburður að verk Larissu Sansour séu nú sýnd á Íslandi í fyrsta sinn. Það er mikil eftirspurn eftir hennar verkum.
Meðal nýlegra einkasýninga hennar má nefna sýningar í Amos
Rex safninu í Helsinki og Göteborg Konsthall í Gautaborg.
Það er því mikill heiður fyrir
Listasafn Reykjanesbæjar að fá tækifæri til að vinna með henni og setja upp sýningu á verkum hennar. Verk Sansour fjalla um þá dystópíu sem hefur dunið á palestínsku þjóðinni frá 1948. Viðfangsefni verka hennar er svo nátengd
þeim atburðum sem nú eiga sér stað í Palestínu að halda mætti að listamaðurinn væri völva sem sér framtíðina fyrir.“
Sýningarstjóri er Jonatan Habib Engqvist, virkur á íslenskum og alþjóðlegum vettvangi, og segir hann sýninguna spegla jarðhræringarnar á Reykjanesskaga og fjölbreytt samfélag Suðurnesja.
Sýningin stendur frá 22. maí til 17. ágúst 2025.
Vakin er athygli á opnum ársfundi HSS Íbúar eru hvattir til að skrá sig á meðan húsrúm leyfir
Ársfundur HSS
Föstudaginn 23. maí frá klukkan 14:00 til16:00
Staður: Hótel Keflavík
Fundarstjóri: Guðfinna S. Bjarnadóttir
Skráning með tölvupósti á netfangið hss@hss.is
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri HSS
Dagskrá
Ávarp landlæknis
María Heimisdóttir
Ávarp forstjóra
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir
Sjálfbær rekstur
Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri
fjármála- og rekstrar
Heiðrun og þakkir til starfsfólks
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir
Svipmyndir frá starfsemi HSS
Kaffi og veitingar
Íbúasamráð
Opið samtal við stjórnendur
Börnin léku á als oddi í Hljómahöll
■ Valdefling barna í gegnum sköpun og túlkun
Á dögunum fór fram lokahátíð verkefnisins Leikgleði í grunnskólum Reykjanesbæjar. Í verkefninu hefur verið unnið með nám þar sem málörvun, gleði, leikur, hópefli, virk þátttaka nemenda og frjáls tjáning hefur verið í aðalhlutverki.
Verkefnið hófst í raun fyrir tveimur árum í leikskólum Reykjanesbæjar og gekk það vel að sótt var aftur um styrk í Sprotasjóð til að vinna með verkefnið í grunnskólum bæjarins í 1. og 2. bekk. Hljómahöllin var þétt setin þennan dag og öll komu börnin fram á þessu fræga sviði og hver veit nema sum þeirra eigi eftir að leggja einhvers konar listir fyrir sig í framtíðinni.
Ólöf Kristín Guðmundsdóttir eða Lóa eins og hún er jafnan kölluð, er kennsluráðgjafi á Menntasviði Reykjanesbæjar. Hún stýrir verkefninu og fékk sérfræðinga úr höfuðborginni, leikskólakennarana Ingibjörgu (Imma) Ásdísi Sveinsdóttur og Birte Harksen, sér til halds og trausts þennan sólríka dag.
„Hugmyndin af þessu öllu vaknaði þegar ég fór á námskeiðið Málörvun með sögum og söng sem var í Menntafléttunni hjá Há-
skólanum á Akureyri, Birte var kennari á því námskeiði. Þegar ég var á námskeiðinu fékk ég þá hugmynd að þetta væri akkúrat eitthvað fyrir okkur í Reykjanesbæ til að vinna með yngstu börnunum okkar. Ég átti samtal við leikskólastjóra í leikskólum bæjarins sem tóku allir vel í þessa hugmynd, svo sóttum við um styrk hjá Sprotasjóði sem við fengum og verkefnið fór á fullt og allir voru mjög áhugasamir í vinnunni. Í framhaldi af frábærum árangri með verkefnið sóttum við aftur um styrk til að færa vinnuna inn í fyrstu tvo bekki grunnskólanna þar sem áhersla var á að vinna með þyrlusögur og skuggaleikhús. Mikil og frábær vinna fór fram í öllum grunnskólunum í vetur og áhugi nemenda var mjög mikill eins og sést vel á þátttöku þeirra hér í dag. Margir skólar unnu metnaðarfull verkefni, eins og að gefa út bók þar sem nemendur gerðu sögu og teiknuðu
myndirnar. Einn skólinn sýndi hér myndband af leikriti sem var unnið út frá sögu sem nemendur bjuggu sjálf til, svo dæmi séu tekin. Kennarar voru einnig mjög áhugasamir og vann til dæmis einn kennari Meistaraprófs, ritgerð sína út frá vinnu með verkefnið Leikgleði.
Það hefur komið fram sú hugmynd að halda áfram með verkefnið næsta vetur bæði í leik-og grunnskólum, og er ég nokkuð viss um að svo verði, segir Ólöf.
Sögur og söngur
í starfi með börnum
Fyrir utan leikskólakennaramenntunina er Imma menntaður bókamenntafræðingur auk þess sem hún fékk kennsluréttindi í gegnum listnám sitt í Myndlistaog handíðaskólanum, sem í dag heitir Listaháskóli Íslands.
„Við vorum byrjaðar með verkefni í leikskólunum sem við kölluðum Leikur af bókum þar sem við lásum sögu og lékum söguna, það var mjög skemmtilegt og börnin höfðu mikið gaman af. Svo færðum við okkur inn í grunnskólana, sýndum börnum skuggaleikrit og verkefnið hefur vaxið og dafnað síðan þá. Þetta hefði samt aldrei gengið upp ef ekki væri fyrir vilja og áhuga allra kennaranna að taka þátt í þessu, hlutverk okkar Birte var bara að veita kennurunum innblástur og halda utan um verkefnið ásamt Lóu verkefnastjóra. Ég er sannfærð um að börnin hafa ofboðslega gott af þessu, þetta er mikil valdefling fyrir þau en þau fá bæði tækifæri á að skapa og leika, sumir setja sig í raun í hlutverk leikstjóra og ég veit að börnin hafa gott af því að æfa sig í að koma fram, þetta mun valdefla Birte sem er dönsk og kallar sig Birta, segir að þær Imma hafi lengi unnið að svona þróunarverkefnum
„Við vorum byrjaðar með verkefni í leikskólunum sem við kölluðum Leikur af bókum þar sem við lásum sögu og lékum söguna, það var mjög skemmtilegt og börnin höfðu mikið gaman af. Svo færðum við okkur inn í grunnskólana, sýndum börnum skuggaleikrit og verkefnið hefur vaxið og dafnað síðan þá. Þetta hefði samt aldrei gengið upp ef ekki væri fyrir vilja og áhuga allra kennaranna að taka þátt í þessu.“
inni í leikskólunum. Hún skýrði út hvað þyrlusaga þýðir og hvaðan þetta samheiti yfir það sem börnin eru að gera, kemur.
„Við Imma höfum verið að halda námskeið fyrir kennara og annað starfsfólk, í að nota sögur og söng í starfi með börnum. Þannig kom það til að við vorum beðnar um að vera sérfræðingar í þessu þróunarverkefni hér í Reykjanesbæ. Við byrjuðum inni í leikskólunum og svo var ákveðið að færa þetta inn í grunnskólana, fyrst fyrir 1. bekk en á þessu skólaári var 2. bekkur líka tekinn inn.
Ástæðan fyrir að þessi gjörningur er kallaður þyrlusaga er að drengur sem var að taka þátt í þessu, steig inn á sviðið og sagðist vera þyrla og lék þyrlu, þannig varð
til þetta samheiti, þyrlusaga. Þetta virkar þannig að barnið eða börn, fá hugmynd að sögu, skrifa hana niður ef þau eru byrjuð að læra að lesa og skrifa, sjá svo söguna fyrir sér og heimfæra hana yfir á svið í leikþátt. Sum börnin eru komin í hlutverk leikstjóra og úr verður að börnin njóta sín til hins ýtrasta við sköpun og túlkun, þau vinna verkefnið saman, læra að vinna saman. Ég er algerlega sannfærð um að þetta mun reynast börnunum frábært veganesti inn í lífið, ekkert endilega að þau leggi leiklist, söng eða dans fyrir sig, þetta mun bara nýtast þeim í sjálfu lífinu,“ segir Birta.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Hljómahöll
Listafólk framtíðarinnar
Hafsteinn Logi Atlason og Sóllilja Alaia Roa Valsdóttir eru í 2. bekk í Njarðvíkurskóla, þeim fannst verkefnið mjög skemmtilegt.
„Við erum saman í bekk og það er búið að vera rosalega gaman að taka þátt í þessu, við byrjuðum í fyrra í 1. bekk, vorum þá að skrifa þyrlusögur og það var gaman að sýna það hér í Hljómahöllinni. Lagið sem við æfðum og fluttum heitir Það er skemmtilegast að leika sér þegar allir eru með, við ætlum bæði að verða söngvarar þegar við verðum stór,“ sögðu bekkjarsystkinin.
Gabríela Rós Völudóttir og Sóldís Lilja Jónsdóttir eru í Heiðarskóla, það kæmi ekki á óvart að þær eigi eftir að leggja einhverja listgrein fyrir sig þegar þær verða stórar.
„Við höfum verið að æfa einu sinni í viku í allan vetur, þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Við ákváðum lagið sem við sungum á árshátíðinni okkar, það lag var líka í Krakkaskaupinu. Við ætlum að verða dansarar þegar við verðum stórar, við erum að æfa í Danskompaní. Jú, við ætlum líka að verða leikarar og söngvarar,“ sögðu þessar upprennandi listakonur að lokum.
Blómamarkaður Lionsklúbbsins
Æsu við Ytri-Njarðvíkurkirkju
Blómamarkaður Lionsklúbbsins Æsu verður við Ytri-Njarðvíkurkirkju dagana 27. til 29. maí frá klukkan
15:00 til 18:00. Allur ágóði af blómasölunni rennur óskiptur til líknarmála. Heitt verður á könnunni alla daga. Lionsklúbburinn Æsa hefur styrkt ýmis málefni og fært gjafir á starfsárinu.
Framtíðarstarf hjá GTS ehf.
í Reykjanesbæ
Viltu taka þátt í að skapa vistvænna samgöngur í Reykjanesbæ með GTS ehf.?
Við leitum að öflugum einstaklingum í eftirfarandi störf:
ä Vaktstjóri
Lausnamiðaður einstaklingur sem getur leitt teymi og haldið utan um daglegan rekstur.
ä Rútubílstjórar
GTS leitar nú að öflugum og þjónustuliprum rútubílstjórum til að sinna akstri rafmagnsrútna í Reykjanesbæ.
Starfið krefst ökuréttinda fyrir stóra farartæki (D-flokk) og metnaðar í þjónustu við farþega.
ä
Þjónustufulltrúar og aðstoðarfólk
Fyrir fólk með jákvætt hugarfar, þjónustulund og brennandi
áhuga á því að móta samfélag framtíðarinnar.
Við bjóðum:
4 Tækifæri til að taka þátt í frumkvöðlavinnu á sviði vistvænna samgangna
4 Nýtt og glæsilegt starfsumhverfi í Reykjanesbæ
4 Teymisvinna með fólki sem hefur brennandi áhuga á að gera gagn
4 Sveigjanleg störf og möguleiki á að vaxa með verkefninu
Þetta er tækifæri til að móta þína framtíð og leggja þitt af mörkum í nýsköpun og betri framtíð.
Sendu umsókn eða fyrirspurn á tiffi@gts.is
Við hlökkum til að heyra frá þér og vinna saman að því að byggja vistvænari og betri framtíð!
Viðgerðarmaður / Verkstæðismaður – Rafmagnsrútur og rafhlöðukerfi
Staðsetning: Reykjanesbær
Vilt þú taka þátt í að móta framtíð vistvænna samgangna á Suðurnesjum?
YES-EU ehf. leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi í hlutverk viðgerðarmanns/verkstæðismanns við viðhald og viðgerðir á rafmagnsrútum, auk vinnu við háspennukerfi og rafhlöður fyrir stærri ökutæki.
Um starfið
Sem viðgerðarmaður hjá YES-EU verður þú hluti af öflugu teymi sem sinnir:
• Reglubundnu viðhaldi og bilanagreiningu á rafmagnsrútum
• Uppsetningu, prófun og viðgerðum á rafhlöðum fyrir:
• pickup-trukka
• sendibíla
• rútur
• staðbundin rafhlöðukerfi (BESS)
• Vinnu með nýjustu tækni og búnaði sem tengist orkuskiptum í vaxandi rafbílaflota landsins
Reynsla af rafmagnsbílum, rafmagnsvinnu eða bílvinnu er mikill kostur – en miklu mikilvægara er að þú sért forvitinn, lausnamiðaður og tilbúinn að læra og vaxa með verkefninu.
Um YES-EU ehf.
YES-EU er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að orkuskiptum í samgöngum.
Við sérhæfum okkur í innflutningi, sölu og þjónustu á:
• Rafmagnsrútum og hópbifreiðum
• Hleðslulausnum fyrir rafbíla
• Rafhlöðuuppfærslum og þjónustu við BESS-kerfi
Við störfum með bílaleigum, sveitarfélögum og fyrirtækjum víða um land og leggjum áherslu á hagkvæmar, vistvænar lausnir.
Hvað við bjóðum
4 Tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu á sviði vistvænna samgangna
4 Glæsilegt og nýtt starfsumhverfi í Reykjanesbæ
4 Þjálfun og þróun í starfi – við leggjum áherslu á að þú fáir að vaxa
4 Teymisvinna með framsæknu og samhentu fólki
4 Sveigjanlegt vinnuskipulag og góð áhrif á samfélagið
Hljómar þetta spennandi?
Sendu okkur umsókn eða fyrirspurn á hjalti.sigmundsson@yes-eu.com
Við tökum vel á móti öllum sem vilja leggja sitt af mörkum til betri og grænni framtíðar.
Vertu hluti af lausninni – og framtíðin verður rafmögnuð.
Fasteignaskattur felldur niður á flestum eignum í Grindavík
Á fundi bæjarráðs Grindavíkur þann 6. maí var lagt fram yfirlit yfir fasteignagjöld ársins 2025. Þar kom fram að í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar og lagaheimildir frá Alþingi verður fallið frá álagningu fasteignaskatts á flestar eignir innan þéttbýlismarka Grindavíkur á árinu 2025.
„Tillagan er sett fram í ljósi þess að enn eru takmarkanir á aðgengi og nýtingu fasteigna innan þéttbýlis í Grindavík,“ segir í fundargerðinni.
Álagning mun ekki eiga við um eignir sem falla undir a- og c-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga og eru innan þéttbýlis sam-
kvæmt aðalskipulagi Grindavíkur 2018–2032. Aðrar eignir í sveitarfélaginu munu fá álagðan fasteignaskatt. Samkvæmt tillögunni verður einnig fallið frá álagningu lóðarleigu, vatnsgjalda, fráveitugjalda og sorpgjalda fyrir árið 2025. Einungis aukavatnsskattur verður innheimtur samkvæmt álestri vatnsmæla.
Ákveðið hefur verið að færa fasteignagjöld ársins yfir á átta gjalddaga í stað tíu. Sá fyrsti verður 1. maí og sá síðasti 1. desember 2025. Heildarálögð gjöld í Grindavík árið 2025 nema 299,1 milljón króna.
Kynningarfundir fyrir Grindvíkinga í stað íbúaþings
Á fundi bæjarráðs Grindavíkur þann 13. maí var rætt um fyrirhugað íbúaþing Grindvíkinga sem átti að halda fyrir sumarleyfi. Samkvæmt afgreiðslu fundarins verður þinginu frestað til haustsins, en í staðinn verður boðað til þriggja opinna kynningarfunda á næstu vikum. Fundirnir verða haldnir á vegum Grindavíkurbæjar og Grindavíkurnefndar, og miða að því að upplýsa íbúa um stöðu mála og framvindu verkefna sem snúa að uppbyggingu og framtíð bæjarins.
Götugrill Grindvíkinga í Vogum um sjómannadagshelgina
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að veita styrk vegna götugrills sem Grindvíkingar í Vogum standa fyrir um sjómannadagshelgina. Í bókun sinni fagnar bæjarráð framtakinu og hvetur alla íbúa til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði.
Vortónleikaröð Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hófst í síðustu viku og lýkur með skólaslitum 23. maí. Hundruð nemenda stíga á svið í Hljómahöll og leika af fingrum fram. Víkurfréttir litu við þegar lúðrasveitir eldri og yngri léku fjöl-
Vor á Vatnsnesi sló í gegn
■ Yfir 1000 gestir komu í heimsókn og fögnuðu með Hótel Keflavík í sólinni
Það var sannkölluð vorstemning sem ríkti á Vatnsnesinu helgina 16.–18. maí þegar Hótel Keflavík hélt hátíðlega upp á 39 ára afmæli sitt með bæjarhátíðinni Vor á Vatnsnesi. Sólin skein allan tímann og lék við gesti og gangandi sem streymdu á svæðið en yfir 1000 manns lögðu leið sína í gleðina yfir helgina og nutu lífsins í góðum félagsskap og dásamlegu veðri.
Fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa
Hátíðin fór fram úr björtustu vonum skipuleggjenda og gleðin skein úr hverju andliti. Dagskráin var fjölbreytt og fyrir alla aldurshópa, frá hoppuköstulum fyrir yngstu kynslóðina og matarvögnum við Vatnsneshúsið, yfir í stórglæsilega listsýningu eftir listakonuna Eddu Þóreyju Kristfinnsdóttur sem fékk mikla athygli í sýningarsalnum.
kEF Center: lifandi hjarta nýs miðbæjar
„Við erum einstaklega glöð að hafa loks opnað dyrnar að Vatnsnesi og nýtt svæðið fyrir samverustundir og gleði bæjarbúa, því þetta er einmitt það sem við viljum: að móta lifandi og aðlaðandi miðbæjarkjarna í kringum Hótel Keflavík
hótelstjóri og eigandi Hótel Keflavíkur.
leikhópur, spa og kampavínshlaup
Leikhópurinn Lotta hélt líflega og krúttlega sýningu á túninu fyrir börnin við Vatnsnes, og í KEF SPA var boðið upp á allskyns viðburði á borð við konukvöld, 80’s kvöld og Eurovision-partý. Rúmlega 100
manns tóku þátt í glæsilegu Moët kampavínshlaupi Hótel Keflavíkur og voru keppendur hvattir áfram af góðri stemningu og glaðværum áhorfendum. Veglegir vinningar komu frá ýmsum fyrirtækjum sem styrktu viðburðinn og voru fyrir 1., 2. og 3. sæti karla og kvenna ásamt spennandi happdrætti þar sem nokkrir heppnir nældu sér í vinning. Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilaði nokkur lög við verðlaunaafhendingu við mikla
Ásamt frábærum tilboðum og uppákomum víðsvegar um allan bæ en fyrirtæki samtaka Betri Bæjar tóku sig saman um að taka þátt í dagskránni. Duus safnahús opuðu líka dyr sínar og buðu öllum gestum frían aðgang að listasýningum þar. glæsileg stemning og bjartar framtíðarvonir
„Við erum yfir okkur ánægð með hvernig þetta tókst allt saman. Veðrið, gleðin, þátttakan, þetta var meira en við gátum vonað,“ segir Lilja Karen Jónsdóttir, aðstoðarhótelstjóri og markaðstjóri Hótel Keflavíkur. „Ég er svo þakklát fyrir frábæra teymið okkar á KEF sem stóð að því að skipuleggja og alla þá sem lögðu okkur lið í að gera hátíðina svona glæsilega. Við viljum skapa lifandi samkomusvæði fyrir bæjarbúa á Vatnsnesinu og erum nú þegar byrjuð að plana næstu hátíð, sem verður enn stærri og glæsilegri þegar Hótel Keflavík fagnar 40 ára afmæli sínu þann 17. maí 2026.
Hátíðin markaði ekki aðeins tímamót heldur líka nýjan mögu-
leika fyrir miðbæjarstemningu í Reykjanesbæ og samkvæmt viðbrögðum gesta vill enginn missa af næstu hátíð, Vor á Vatnsnesi.“
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Elskulegur eiginmaður minn og sonur okkar, JÓN ÞÓR KARLSSON
flugstjóri í Bandaríkjunum, lést 11. maí, eftir skamma legu á St.Fransis sjúkrahúsinu í Tulsa, Oklahoma, Bandaríkjunum.
Minningarathöfn um hann verður í Vinita, Oklahoma, 14. júní kl. 11:00. Útför hans frá Keflavíkurkirkju verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandanda, Tonya Fay Karlsson Karl Hermannsson Margrét Lilja Valdimarsdóttir
Skjólið fær nýja aðstöðu
■ Mikilvægt úrræði fyrir fötluð börn í brennidepli
Bæjarráð Reykjanesbæjar leggur ríka áherslu á að finna framtíðar húsnæði fyrir Skjólið, frístundastarf fyrir fötluð börn og ungmenni í bæjarfélaginu. Á fundi bæjarráðs þann 15. maí var tekið vel í tillögu velferðarsviðs um að nýta aðstöðu leikskólans Drekadals að Grænásbraut 910 tímabundið, þegar leikskólinn flytur í nýtt húsnæði í sumar.
Skjólið er lögbundið og afar mikilvægt úrræði sem veitir börnum með fötlun stuðning eftir skóla.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að finna Skjólinu ekki aðeins tímabundið húsnæði, heldur einnig framtíðarlausn þar sem boðið verði upp á stærri og heildrænni þjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni. Í því samhengi hefur verið horft til húsnæðis hjúkrunarheimilisins Hlévangs að Faxabraut 13, en fyrirhugað er að íbúar hússins flytjist á nýtt hjúkrunarheimili á Nesvöllum í lok ársins 2025. Þá er einnig vel tekið í hugmyndir um að Skjólið geti fengið aðstöðu í Keili þegar Drekadalur flytur þaðan út, þó að Fimleikadeild Keflavíkur hafi þegar fengið þar rými. Málinu hefur nú verið vísað til stjórnar Eignasjóðs til frekari skoðunar.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA BJÖRNSDÓTTIR myndmenntakennari
Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ
lést á Hrafnistu Nesvöllum, þriðjudaginn 13. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 23. maí klukkan 12.
Sigurlaug Kristinsdóttir
Valur Bergmann Kristinsson
Björn Bergmann Kristinsson
Steinar Jóhannsson Ásdís Ýr Jakobsdóttir
Berglind Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma
SIGURBJÖRG JÓNA
ÁRNADÓTTIR BACHMANN
Njarðarvöllum 6, Njarðvík
lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 1. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á HSS 3. hæð.
Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi.
Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur.
Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson)
Það er með sorg í hjarta sem ég kveð elskulegan eiginmann minn og besta vin, Mumma. Hann kom inn í líf mitt árið 1968 er ég kom í Gagnfræðaskóla Keflavíkur, úr Garðinum. Við giftum okkur 19.apríl 1974 og fögnuðum því 51 árs brúðkaupsafmæli með börnum og barnabörnum þann 19. apríl síðastliðinn í hreiðrinu okkar. Það var yndisleg stund.
Ég þakka þér ár sem ég átti þá auðna að hafa þig hér.
Og það er svo margt að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð (Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku besti Mummi minn: „Það deyr enginn fyrr en maður deyr sjálfur.“ Mummi mun lifa með mér um ókomna tíð.
Minning þín sem stjarna skær skín í huga mér svo kær. Ég sendi út í húmið hljótt hundrað kossa góða nótt. (Íris Dungal)
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,
STEFANÍA BRAGADÓTTIR
Frá Grindavík
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, miðvikudaginn 14. maí. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, föstudaginn 23. maí klukkan 13.
Gunnar Oddgeir Sigurðsson
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Bjarney Gunnarsdóttir
Sigrún Gunnarsdóttir Erna Gunnarsdóttir
Sölvi Leví Pétursson
Vilberg Ingi Héðinsson
Heiðar Smári Birgisson Sigurður Þ. Ögmundsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Blessuð sé minning þín elsku Mummi minn, þín Veiga.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR
Aðalgötu 5, Keflavík
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 12. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 22. maí kl. 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki HSS fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Bjargey Einarsdóttir
Þórunn Einarsdóttir
Guðbrandur Einarsson
Björn Sigurbjörnsson
Jón Gunnarsson
Margrét Sumarliðadóttir
Sigríður Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Leggur áherslu á samvinnu og árangursmælingar í þágu farsældar barna
Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar leggur ríka áherslu á samvinnu allra hagaðila og reglulegar árangursmælingar við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Þetta kom fram á fundi ráðsins sem haldinn var 15. maí síðastliðinn. Á fundinum fór Eydís Rós Ármannsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu velferðarsviðs, yfir stöðu innleiðingar laganna hjá sveitarfélaginu og kynnti aðgerðir sem þegar eru hafnar í þeim efnum. Ráðið þakkaði fyrir góða og greinargóða kynningu á þessu mikilvæga málefni og lagði áherslu á að öll börn í Reykjanesbæ eigi að njóta samþættrar þjónustu sem stuðlar að velferð og farsæld. Þá hvatti ráðið sérstaklega til þess að settar verði reglulegar mælingar á árangri verkefnisins, þannig að hægt sé að fylgjast með þróun þess og bera saman niðurstöður milli ára.
Vill símalausa grunnskóla í Reykjanesbæ
Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar hvetur til þess að sett verði sameiginleg stefna um símalaust skólaumhverfi í öllum grunnskólum bæjarins. Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins 15. maí síðastliðinn. Í bókun ráðsins kemur fram að markmiðið sé að draga úr skjánotkun barna og ungmenna innan skólasamfélagsins, en slík stefna gæti stuðlað að betri námsárangri, auknu félagslegu samspili og heilbrigðari daglegri rútínu nemenda. Ráðið leggur til að bæjarstjórn feli menntasviði að vinna að mótun og innleiðingu stefnunnar í samstarfi við skólasamfélagið, með það að markmiði að hún taki gildi eigi síðar en við upphaf næsta skólaárs. Reykjanesbær geti þannig sýnt frumkvæði og ábyrgð í mikilvægu lýðheilsumáli.
Það þarf ákveðinn aga til að rífa sig upp
fyrir allar aldir og mæta á sundæfingu
■ Raunhæft að einhver úr sundhópi ÍRB komist
á næstu Ólympíuleika
Sundfólk úr sunddeild ÍRB hefur verið að gera það gott að undanförnu og eru nokkrir á leiðinni erlendis í sumar til að keppa fyrir Íslands hönd. Sunddeildir Keflavíkur og Njarðvíkur voru sameinaðar árið 2001 undir nafni ÍRB og hefur Steindór Gunnarsson allan tímann verið að þjálfa. Hann hefur í nítján ár af þessum 24 gegnt stöðu yfirþjálfara og hann segir framtíð sundíþróttarinnar í Reykjanesbæ bjarta.
Þessir sundmenn eru að fara keppa fyrir Íslands hönd í sumar:
Guðmundur Leo Rafnsson sem mun keppa á Smáþjóðaleikunum í Andorra um miðjan maí, á EM 23 í Slóvaíku í lok júní og á HM í Singapore í lok júlí.
Eva Margrét Falsdóttir mun keppa á EM 23 og Smáþjóðleikunum og Denas Kazulis mun keppa á Evrópumeistaramóti unglinga 18 ára og yngri en mótið verður haldið í Slóvakíu.
Þessir ungu og efnilegu sundmenn munu svo keppa á Taastrup open í Damörku; Daði Rafn Falsson, Denas Kazulis, Eydís Jóhannesdóttir, Julian Jarnutowski og Viktor Bergmann Arnarsson. Steindór fór yfir sinn feril sem sundþjálfari og ræddi líka um stöðu ÍRB.
„Ég hef þjálfað sund síðan 1991, fyrst hjá UMFN en síðan fyrir sameinað lið ÍRB síðan 2001, þar af í nítján ár sem yfirþjálfari. Sundmenn mínir hafa unnið samtals 378 Íslandsmeistaratitla og ég er auðvitað stoltur af því. Eins er ég stoltur af því að hafa þjálfað Evrópu- og Norðulandameistara auk Norðurlandameistara unglinga. Ég hef líka þjálfað Ólympíufara.
Það eru mikil efni hjá okkur í dag og vil ég sérstaklega minnast á Guðmund Leo í því sambandi en hann er eini sundmaðurinn í sögu ÍRB sem hefur náð lágmörkum fyrir heimsmeistaramót bæði í 50m og 25m laug. Hann er fjórfaldur Íslandsmeistari, vann 50, 100 og 200m baksund, og 100m skriðsund. Eva Margrét er líka mjög efnileg og er þrefaldur Íslandsmeistari (greinar?).
Þótt við keppum undir merkjum ÍRB þá er sundfólkið áfram tengt Njarðvík og Keflavík, ég myndi ekki segja að beinn rígur hafi verið þegar keppt var undir merkjum UMFN og Keflavíkur en vissulega var samkeppni, þú vildir gera
betur en granninn hinum megin við lækinn.
Í dag eru um 250 iðkendur, það telst nokkuð margt m.v. fjölda íbúa. Við erum með frábæra aðstöðu en það er vöntun á færum sundþjálfurum. Þegar ÍRB var stofnað árið 2001 gátum við bara æft úti svo það var mikil bylting þegar
Vatnaveröldin kom. Við byrjum æfingar kl. sex á morgnana í dag en vorum að byrja hálf sex, við erum með lyklavöldin, þ.e. það þarf ekki starfsmaður að opna fyrir okkur. Við æfum líka í Njarðvíkurlaug, í Akurskóla og Heiðarskólalaug, það er gott fyrir yngri iðkendur að geta labbað í sína laug. Í dag náum við að klára allar æfingar fyrir kl. átta en hér áður fyrr þurftum við að vera lengra fram á kvöldið.“
Mikill sjálfsagi
Það eru ekki allir íþróttamenn sem eru mættir á æfingu kl. sex á morgnana en sundmenn búa yfir miklum sjálfsaga og það virðist haldast í hendur með góðum árangri í námi.
„Ég vil trúa því að börn sem byrja að æfa sund tileinki sér góðan sjálfsaga og oftar en ekki gengur sundfólki betur í skóla, fjölmargir dúxar í FS undanfarin ár er sundfólk úr ÍRB. Það þarf ákveðinn aga til að rífa sig upp fyrir allar aldir og mæta á æfingu, þetta gerir sundfólk með glöðu geði. Sá sem æfir einstaklingsíþrótt stendur og fellur með sjálfum sér, hann getur ekki treyst á liðsfélaga eins og í boltaíþróttum.
Sundkona toppar í kringum 25 ára aldurinn en sundmaður getur verið að toppa upp að þrítugsaldri.
Elstu krakkarnir sem eru að æfa hjá okkur eru rúmlega tvítug svo þau eiga nóg eftir. Ég var landsliðsþjálfari árið 2004 og fór þá með tvo sundmenn á Ólympíuleika í Aþenu, þetta voru Örn Arnarson og Íris
Edda Heimisdóttir en Íris er frá Reykjanesbæ og Örn skipti yfir til okkar hjá ÍRB svo ég þjálfaði þessa tvo Ólympíufara. Svo átti ég sundmenn á leikunum 2008, þau Erlu Dögg og Árna Má og Árna
svo aftur 2012. Jafnframt þjálfaðileikunum 2021 en það voru mjög skrýtnir leikar, á Covid tímum. Ég fór með honum á leikana og gat nánast ekki séð neitt af Japan, mér var bara heimilt að vera inniþorpinu í þann hálfa mánuð sem ég var í Tokyo. Síðan 2012 höfum við ekki átt neina en ég hef mikla trú á að við munum eiga fulltrúa á næstu leikum, árið 2028. Það erympíuleika, það er búið að lækka lágmörkin, t.d. í 100m bringusundi kvenna, þegar ég var að byrja þjálfa var lágmarkið 1:13,4 en í dag er það 1:06,8. Það hefur orðið mikil þróun í sundinu en við Íslendingar höfum náð að fylgja þeirri þróun vel og ég hef mikla trú á að ÍRB eigi góðan möguleika á að eiga fulltrúa á næstu Ólympíuleikum. Fyrir utan þessa krakka sem eru að fara keppa fyrir Íslands hönd í sumar eru fleiri mjög efnilegir sundmenn hjá okkur en það að keppa á Ólympíuleikum er æðsta takmark sundfólks og yrði mjög gaman ef draumurinn rætist árið 2028, ég hef fulla trú að sú verði raunin,“ segir Steindór. Þróun í sundþjálfun
Steindór man þann tíma sem hann tók sundæfingar upp á VHS-spólu, í dag hefur tækni fleygt mikið fram
en hvaða ráð er hann með fyrir hinn almenna borgara sem vill gera sund að sinni líkamsrækt en oft er talað um sund sem bestu alhliða líkamsræktina. „Við fáum aðila til Íslands til að halda þjálfaranámskeið en þjálfun hefur breyst gríðarlega undanfarin ár. Í dag eigum við upptökuvél sem myndar í kafi, það er augljóst hversu miklu betra það er en í gamla daga þegar maður tók upp ofan vatns. Það er gífurlegt magn kennslumyndbanda á Youtube og því er auðvelt að fylgjast vel með því nýjasta í sundtækninni. Sundþjálfari getur endalaust bætt við sig fróðleik og ég er á því að staða sundíþróttarinnar á Íslandi sé sterk, það er vel staðið að öllu hjá okkur í ÍRB að mínu mati. Það er mikill metnaður hjá okkur og dugnaður, við erum mjög góða stjórn og foreldrarnir eru virkir í starfinu, þetta helst allt saman í hendur og góður andi er í félaginu. Það er eitt sundfélag sem stendur okkur framar, SH [Sundfélag Hafnarfjarðar] en þá er gott að hafa eitthvað til að miða sig við, við stefnum sem hæst. Það vita allir hversu hollt er fyrir fólk að stunda líkamsrækt, sama hvaða nafni hún heitir en ég vil meina að sund sé besta alhliða líkamsræktin því þú ert að reyna á svo marga vöðva auk þess sem þú byggir upp úthald. Það er líka lítil sem engin meiðslahætta í sundi, maður fær ekki högg á liði t.d. Fólk er auðvitað misgott að synda og myndi ég hvetja áhugasama til að fara á sundnámskeið, ég hef séð um slíkt þar sem ég næ að stórbæta skriðssundstækni viðkomandi svo dæmi sé tekið. Það verður miklu skemmtilegra að synda þegar maður er betri að synda. Ég er bjartsýnn á framtíð sundíþróttarinnar hér í Reykjanesbæ, við stöndum vel á landsvísu og fyrir utan þá krakka sem eru að fara í landsliðsverkefni í sumar eru nokkrir mjög efnilegir. Það kæmi mér á óvart ef ekki verður keppandi frá ÍRB á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Steindór að lokum. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
sport
Þróttur
spútnik lið
Suðurnesja til þessa
Föðurbetrungur sem valdi frekar knattspyrnu
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Þórðarson jafnaði leikinn fyrir Njarðvík á 84. mínútu eftir að ÍR hafði komist yfir á 82. Njarðvíkingar eru þó í 2. sæti með 5 stig eftir einn sigur og tvö jafntefli. Næsti leikur er á föstudagskvöld á útivelli á móti HK.
Þór Ak - Keflavík 2-4 Gabríel Aron Sævarsson maður leiksins, hann setti tvö og lagði upp eitt sem var dæmt sjálfsmark. Sindri Snær Magnússon bætti fjórða markinu við. Næsti leikur Keflavíkur er á föstudagskvöldið á heimavelli á móti Leikni Reykjavík.
Þróttur R - Grindavík 2-2 Grindvíkingar með sinn fyrsta sigur en hann var torsóttur og fengu tveir leikmanna rautt spjald, þeir Adam Árni Róbertsson og Sölvi Snær Ásgeirsson. Mörk Grindvíkinga skoruðu Ármann Ingi Finnbogason, Breki Þór Hermannsson (2) og Adam Árni Róbertsson.
Næsti leikur Grindavíkur er á heimavelli á laugardaginn á móti Þór Akureyri.
2. DEILD KARLA
mennsku, ef ég myndi eingöngu skrá mig í skólann þá hlaupa skólagjöldin á mörgum milljónum og eftir slíkt nám stend ég betur að vígi þegar knattspyrnuferlinum lýkur. Ég myndi æfa og keppa við bestu aðstæður og spila heima á sumrin og ef ég held áfram að inum. Þrennan kemur bara síðar. Gengi okkar hefur verið mjög gott í upphafi móts, það er bara þessi eini leikur á móti Þrótti Reykjavík sem gefur súrt bragð í munninn en sá leikur var ekki leikinn við bestu aðstæður, hvasst og það kannski hentaði Þrótturunum betur en gott að halda stiginu en það þýðir ekki að grenja yfir því, það er bara upp, upp og áfram. Við erum að spila vel, erum á góðri leið í bikarnum svo sumarið lítur vel út. Við ætlum okkur beint upp og auðvitað yrði súrt fyrir mig að þurfa yfirgefa liðið um miðjan
Víðir - Þróttur V 0-2 Sannkallaður Suðurnesjaslagur og er völlur á Vogamönnum, þriðji sigurinn í jafnmörgum leikjum og þeir efstir í 2. deild með níu stig. Mörk Þróttara skoruðu Rúnar Ingi Eysteinsson og Eyþór Orri Ómarsson.
Næstu leikir liðanna: ÞrótturKFG á föstudagskvöld í Vogum, Höttur/Huginn - Víðir fyrir austan á laugardag.
3. DEILD
Reynir - ÍH 3-6
Slæmt tap Reynismanna sem hafa tapað tveimur leikjum í röð eftir að hafa unnið þann fyrsta og eru þeir í neðsta sæti 3. deildar með þrjú stig. Jordan Smylie skoraði þrennu fyrir Reyni.
Næsti leikur: Tindastóll - Reynir á laugardaginn á Sauðárkróki.
4. DEILD
Elliði - Hafnir 5-4
Hafnamenn hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa og sitja á botninum ásamt tveimur öðrum liðum. Mörk liðsins skoruðu Anton Freyr Hauks Guðlaugsson úr víti, Ísak John Ævarsson (2) auk sjálfsmarks.
„ÞRUMAÐÁÞRETTÁN“
Sonurinn hljóp í skarðið fyrir tippmeistarann
■ Gamla keppnisskapið fór að krauma
Vinningurinn í tippleik Víkurfrétta var greiddur út um síðustu helgi en þá fór úrslitaleikurinn í elstu og virtustu knattspyrnukeppni heims, FA cup, fram á Wembley leikvanginum í London. Það er höfðinginn Sigurður Óli Þórleifsson hjá Njóttu ferðum sem útvegar miða á leikinn og gistingu.
Tippmeistarinn tímabilið ´24´25 er Garðmaðurinn Guðjón Guðmundsson eins og margoft hefur komið fram en hann forfallaðist á síðustu stundu, sem betur fer gat eldri sonur hans, Ingimundur, hlaupið í skarðið og ferðuðust hann og blaðamaður Víkurfrétta árla laugardagsins, daginn sem úrslitaleikurinn fór fram. Leikurinn var hin mesta skemmtun og náði Crystal Palace að vinna sinn fyrsta stóra titil en þetta félag var stofnað fyrir u.þ.b. 120 árum síðan. Guðjón segist hafa verið með syni sínum í anda á meðan leikurinn fór fram.
„Því miður gat ég ekki komist í þessa frábæru ferð en sem betur fer gat Ingimundur sonur minn verið minn fulltrúi en hann hafði aldrei áður komið á Wembley. Ég fór á gamla Wembley-leikvanginn, varð vitni að sannkallaðri knattspyrnuveislu þegar Hollendingar með Johann Cruyff í broddi fylkingar, voru upp á sitt besta. Hollendingar tóku Endlendingana í kennslustund og leikurinn sem endaði bara 0-2, hefði þess vegna geta endað 0-10,
svo miklir voru yfirburðir Hollendinganna. Ég var með í anda á laugardaginn og horfði spenntur á, þetta var hörku skemmtilegur leikur á að horfa, þó svo að bara hafa verið skorað eitt mark í honum. Svona getur fótboltinn verið grimmur, City hefði unnið þennan leik í átta af hverjum tíu skiptum sem hann hefði verið leikinn, Palace komst varla fram yfir miðju fyrstu 30 mínúturnar og í fyrstu sókn sinni skora þeir eina mark leiksins. Það er með hreinum ólíkindum að VAR-dómarinn skyldi ekki sjá þegar markmaður Palace handlék boltann fyrir utan vítateig, og þ.a.l. vísa honum af velli, þetta segir mér enn og aftur að það á að afnema þetta VAR-dæmi. Ef svona augljósum atriðum er ekki snúið við, til hvers þá að vera með þetta? Þetta tefur leikina, tekur allt flæði í burtu og ég vil meina að þetta sé til meiri óþurftar en gagns. Það var einhvern tíma gerð rannsókn á rangstöðudómum í Englandi, í 96% tilfella höfðu línuverðirnir rétt fyrir sér, er það ekki nóg? Mistök
dómara hafa alltaf verið hluti af leiknum, marklínutæknin er að virka en leyfum leiknum annars bara að flæða, við viljum geta rifist á mánudegi um hvort dómur var réttur eða rangur. Annars er ég sæll og glaður með að hafa unnið þennan tippleik, ég hélt að það hefði verið búið að drepast á gamla keppnisskapinu en ég sá svo ekki var um að villast, að það er þarna ennþá. Ég mun alltaf muna lokadaginn í baráttu okkar Bjössa, ég ætlaði sko ekki að missa sigurinn úr höndunum og það var gaman að geta glatt soninn með því að hann gæti mætt á Wembley. Ég þakka kærlega fyrir mig,“ sagði Guðjón að lokum.
Fyrst sinn á Wembley
Það var aldrei vafi í huga Ingimundar, sonar Guðjóns að skella sér á Wembley. „Ég þurfti ekki að hugsa mig um tvisvar og sagði strax já. Ég hef oft farið út á leiki en aldrei á Wembley, þetta er ótrúlega flott mannvirki og við vorum heppnir með leik og svo var allt í aðdraganda leiksins ótrúlega flott. Englendingar bera greinilega mikla
gaman að sjá Crystal Palace vinna nágranna okkar í Manchester City. Það hefði verið skemmtilegra upp á stemninguna að sitja með stuðningsmönnum Palace en áhorfslega vorum við á mjög góðum stað. Það var gaman að sjá mark Palace, við gátum ekki verið á betri stað til að sjá það. Það var mikil dramatík í þessum leik, gaman að vera innan um City-stuðningsmenn þegar vítadómurinn var skoðaður og upplifa vonbrigði þeirra þegar vítaspyrnunni var klúðrað! Palace skoraði annað mark en það skoðað í VAR og dæmt ógilt, ég á lengi eftir að muna eftir þessum leik. Ég hef eins og ég segi, nokkuð oft farið út á leiki, m.a. með Tólfunni að styðja íslenska landsliðið og ég mun segja mínum mönnum frá þessum stuðningsmönnum Palace, þeir voru syngjandi og hvetjandi allan tímann og tóku stuðningsmenn City í karphúsið! Þegar City menn byrjaðu að syngja eitthvað af sínum lögum voru þeir kaffærðir af Palace-stuðningsmönnum og það var gaman að heyra þá kyrja sitt helsta lag, Glad all over, það lag
myndi sóma sér vel með góðumfréttir svo út að borða og ég fékk að velja staðinn, það kom ekkert annað til greina en Nando´s kjúklingastaðurinn! Við þurftum að vakna eldsnemma á leikdegi fyrir flugið og sem betur fer gat ég eitthvað sofið í vélinni en svo var bara haldið beint á Wembley. Hótelið sem Njóttu ferðir buðu upp á var á fullkomnum stað, við Standsted flugvöllinn og ég viðurkenni að það voru lúin bein sem lögðust á koddann á laugardagskvöld. Góður enskur morgunmatur tekinn og stutt frá hótelinu upp á flugvöll. Ekki amalegt að lenda á Íslandi um tvö-leytið og halda að maður hafi farið í vitlausa flugvél og væri lentur á Spáni! Ég er í skýjunum með þessa ferð og þakka hér með Víkurfréttum og Njóttu ferðum kærlega fyrir mig,“ sagði Ingimundur að lokum.
GETRAUNIR
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
FRÉTTASKOT!
Litagleði hjá Kvennakórnum
Kvennakór Suðurnesja hélt fyrri vortónleika sína í Bíósal Duus Safnahúsa á mánudagskvöld. Seinni vortónleikarnir eru svo á miðvikudagskvöldinu 21. maí kl. 20:00.
Tónleikarnir eru hluti af árvissum viðburðum kórsins en að þessu sinni er þemað tileinkað fjölbreytileikanum í samfélaginu – og það með tónlistarvali sem spannar áratugi, heimsálfur og geira. Miðasala er á tix.is og frekari upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum Kvennakórs Suðurnesja. Myndskeið frá æfingu kórsins má sjá á vef Víkurfrétta. Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónleikunum á mánudagskvöldið. VF/HBB
Mundi
Frá og með 28. maí geta þeir sem gert hafa hollvinasamning við Þórkötlu um gömlu eignir sínar í Grindavík gist í þeim yfir sumarið. Þetta er hluti af nýju tilraunaverkefni sem gildir frá lok maí til loka september 2025. Verkefnið er liður í því að efla tengsl Grindvíkinga við bæinn og undirbúa mögulega endurkomu í framtíðinni. Gistingin er aðeins heimil til sumardvalar en ekki til fastrar búsetu. Skilyrði fyrir heimildinni eru að eignirnar séu í ásættanlegu ástandi, staðsetning þeirra talin örugg og brunavarnir í lagi.
Fyrsta barna- og ungmennaþing Suðurnesjabæjar haldið með glæsibrag
Fram kemur í tilkynningu frá Þórkötlu að áhugi á gistingu hafi verið mikill frá því hollvinasamningar voru kynntir. Nú er sú heimild veitt með innheimtu umsýslugjalds. Þórkatla vonast til að þetta reynsluverkefni stuðli að endurreisn bæjarins þegar tími kemur.
Um fimmtíu börn og ungmenni úr 7.–10. bekk grunnskóla Suðurnesjabæjar tóku þátt í fyrsta barna- og ungmennaþingi sveitarfélagsins sem haldið var þriðjudaginn 13. maí. Það var Ungmennaráð Suðurnesjabæjar sem stóð að þinginu, sem fram fór í þeim tilgangi að efla lýðræðislega þátttöku og borgaravitund ungs fólks. Á þinginu fengu þátttakendur tækifæri til að ræða málefni sem þau telja skipta máli í daglegu lífi og samfélagi. Unnið var í sjö um
heilsa, umhverfi og samgöngur, íþróttir og tómstundir, netið og samfélagsmiðlar, skólinn, menning og viðburðir og samfélagið.
Innan hópanna þróaðist málefnaleg og öflug umræða þar sem fjölmargar hugmyndir og tillögur komu fram. Ungmennaráðið leggur áherslu á að skapa formlegan vettvang þar sem raddir barna og ungmenna fá að heyrast og hafa áhrif á ákvarðanir sem snúa að þeirra lífi og velferð. „Þetta er mikilvægt skref í að efla samráð og sýna ungu fólki að
það hefur eitthvað að segja í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingu frá Ungmennaráði Suðurnesjabæjar.
Niðurstöður þingsins verða teknar saman á næstu vikum og kynntar bæði innan skólasamfélagsins og fyrir bæjaryfirvöldum.
Stefnt er að því að tillögurnar nýtist við stefnumótun í málum sem varða börn og ungmenni í sveitarfélaginu.
Félagið hefur nú gengið frá kaupum á 943 eignum í Grindavík og heildarfjárfestingin nemur 71,6 milljörðum króna. Sótt er um hollvinasamning á www.torkatla.is.
Styður áform Þórkötlu og fagnar frumkvæðinu
Á fundi bæjarráðs Grindavíkur þann 13. maí var tekið fyrir bréf frá Fasteignafélaginu Þórkötlu þar sem kynnt voru áform um að heimila gistingu í eignum félagsins í Grindavík með viðauka við svonefndan hollvinasamning. Fulltrúar frá félagsþjónustu- og fræðslusviði, frístunda- og menningarsviði, skipulagsdeild og hafnarmálum voru gestir fundarins undir þessum dagskrárlið. Bæjarráð lýsti yfir ánægju með að málið væri komið í formlegan farveg og styður heilshugar við áformin. Þessi skref eru talin geta stuðlað að aukinni virkni í atvinnulífi og uppbyggingu samfélagsins eftir erfiðan vetur.