Víkurfréttir 45. tbl. 41. árg.

Page 1

PÓSTHÚSSTRÆTI 5 REYKJANESBÆ

NÝJAR ÍBÚÐIR VIÐ SJÁVARSÍÐUNA

Grensásvegur 11 - www.eignamidlun.is - Sími 588 9090

OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN KL. 15 - 16.

Hafnargötu 20 - Reykjanesbær - Sími 420 4000

Miðvikudagur 25. nóvember 2020 // 45. tbl. // 41. árg.

Appelsínugult átak Soroptimista Appelsínugular vegan-sápur og snúðar og kleinuhringir með appelsínugulu kremi standa Suðurnesjamönnum til boða í árlegu átaki Soroptimistaklúbbs Keflavíkur. Átakið hefst í dag, 25. nóvember, og stendur í sextán daga. Átakið er alþjóðlegt og heitir „Roðagyllum heiminn“. Hér eru þær Svanhildur Eiríksdóttir og Guðrún Antonsdóttir frá Soroptimistaklúbbi Keflavíkur ásamt Sigurjóni Héðinssyni, bakarameistara í Sigurjónsbakaríi, sem gefur allan ágóða af sölu appelsínugulu snúðanna og kleinuhringjanna átaksins.

SUÐURNESJAMAGASÍN Í ÞESSARI VIKU

Grenndargámar settir upp í Reykjanesbæ

Hrotur héldu vöku fyrir ljósmyndara á fjöllum

Byrjuðu að slást áður en þau kysstust EINNIG Í ÞÆTTINUM

ÍVAR Í LAMBAFELLSGJÁ OG APPELSÍNUGULIR SNÚÐAR HJÁ SIGURJÓNI

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Reykjanesbær greiðir 23 milljónir króna á mánuði í fjárhagsaðstoð Í september 2020 fengu 156 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar tæpar 23,3 milljónir. Í sama mánuði 2019 fengu 98 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru rúmar fjórtán milljónir króna greiddar. Í október 2020 fengu 153 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar um 23,2 milljónir. Í sama mánuði 2019 fengu 103 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru rúmar fimmtán milljónir króna greiddar. Þetta kemur fram í gögnum velferðarsviðs Reykjanesbæjar. Heildarfjöldi einstaklinga sem fengið höfðu fjárhagsaðstoð til framfærslu á árinu 2019 voru í október það ár 195 einstaklingar. Það sem af er þessu ári hafa

Enski boltinn er hjá okkur Þú pantar Enska boltann hjá Símanum og lætur þá vita að þú sért með áskrift á KTV hjá Kapalvæðingu.

319 einstaklingar fengið fjárhagsaðstoð sér til framfærslu og hefur einstaklingum á fjárhagsaðstoð því fjölgað um 63,6% á tímabilinu október 2019 til október 2020 eða um 124 einstaklinga. Í september 2020 fengu alls 240 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals rúmar 3,2 milljónir. Í sama mánuði 2019 fengu 187 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, rúmar 2,4 milljónir. Í október 2020 fengu alls 239 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, rúmar 3,2 milljónir. Í sama mánuði 2019 fengu 195 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, tæpar 2,5 milljónir króna.

Umhverfissvið Reykjanesbæjar í samstarfi við Kölku hafa í nokkurn tíma verið að undirbúa grenndargámastöðvar til flokkunar í Reykjanesbæ. Þetta yrðu stöðvar sambærilegar stöðvunum á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúar gætu flokkað gler, járn, plast og pappa í. Þá er einnig hugmyndin að Rauði Krossinn verði með fatasöfnun og íþróttafélög og eða Skátarnir yrðu með dósasöfnun. Til að byrja með er áætlunin að fara í fjórar stöðvar, í Dalshverfi, Ásbrú, Njarðvík og Keflavík, auk einnar í minni sniðum í Höfnum. Áætlaður kostnaður við uppsetningar á þessum stöðvum er um 5,5 milljónir króna. Þá er árlegur kostnaður við rekstur áætlaður um 7,5 milljónir króna. Málið var kynnt fyrir bæjarráði Reykjanesbæjar í síðustu viku sem hefur samþykkt erindið og falið sviðsstjóra umhverfissviðs að vinna áfram í málinu.

HELGIN BYRJAR Í NETTÓ! -44% Hamborgarhryggur

999

KR/KG ÁÐUR: 1.784 KR/KG

-55%

-50%

Kalkúnaleggir Lausfrystir – 3 í pakka

RTUURR SVAUD AG FÖST Í NETTÓ

Lægra verð - léttari innkaup

399

KR/KG ÁÐUR: 887 KR/KG

Ananas Gold Del Monte

220

KR/KG ÁÐUR: 439 KR/KG

RTUURR SVAUD AG FÖST Í NETTÓ

Tilboðin gilda 26.—29. nóvember

20 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Skólabörn kveikja á jólatrjám og engin áramótabrenna í Suðurnesjabæ Sökum takmarkana í þjóðfélaginu vegna Covid-19 verður kveikt á jólaljósum jólatrjáa í sínu hvoru hverfi Suðurnesjabæjar að morgni 1. desember með yngri deildum grunnskólanna.

Þá segir í fundargerð Ferða-, safna- og menningarráðs Suðurnesjabæjar að unnið sé að útfærslu flugeldasýninga í samráði við björgunarsveitirnar í Suðurnesjabæ. Sökum aðstæðna er lagt til að ekki verði brenna á gamlárskvöld í ár.

Jólaaðstoð félagasamtaka í Grindavík Neyðaraðstoð Kvenfélags Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Lionsklúbbs Grindavíkur, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Grindavíkurkirkju fer fram í ár eins og síðustu ár fyrir þá sem lítið fé hafa handa á milli um jólin.

Hægt er að sækja um úthlutun með því að leggja fram umsókn í Grindavíkurkirkju virka daga á milli kl. 09:00 og 12:00 frá og með 24. nóvember til og með 7. desember næstkomandi. Umsóknarformið má finna í tengli á vef Grindavíkurbæjar.

Vatnslaus útilaug og framkvæmdir á fullu allt í kring við nýja vatnsrennibraut, heita og kalda potta og ný gufuböð. Gröfur, tæki og vinnandi menn á framkvæmdasvæðinu.

Framkvæmdaleyfi fyrir hjólreiðastíg á Vatnsleysuströnd verði veitt Framkvæmdaleyfi Sveitarfélagsins Voga til gerðar göngu- og hjólastígs meðfram Vatnsleysustrandarvegi, frá gatnamótum Vogavegar að afleggjara að Austurkoti hefur verið samþykkt í Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins og hefur verið kynnt eigendum þeirra jarðeigna sem stígurinn liggur um og liggur samþykki þeirra fyrir framkvæmdinni. Leitað var umsagna um hana til Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar og Vegagerðarinnar. Skipulagsnefnd telur að ekki sé þörf sérstakrar grenndarkynningar þar sem framkvæmdin hefur þegar verið kynnt og leitað umsagna um hana. Skipulagsnefnd samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Framkvæmdir við Sundmiðstöð ganga vel – Ný vatnsrennibraut, nýir heitir og kaldir pottar og gufuböð. Framkvæmdir í Sundmiðstöð Keflavíkur ganga vel og ekki ólíklegt að útilaug og eldri pottar opni á næstu vikum en það er þó líka háð ákvörðun yfirvalda sem lokuðu öllum sundlaugum fyrir nokkrum vikum. Framkvæmdir á útisvæði hófust síðla sumars og voru komnar nokkuð á veg þegar ljóst var að taka þurfti upp göngusvæðið og ákveðið að leggja nýja hitalögn í það allt í kringum útisundlaugina og heitu pottana. Það mun hafa áhrif á framkvæmdatímann og tefur verkið eitthvað. Einhver töf hefur einnig komið upp hjá framleiðendum í útlöndum

í afhendingu hluta vegna veirunnar en vonast er til að hún verði ekki löng. „Það voru tæknileg atriði sem komu upp í framkvæmdunum við undirbúning vatnsrennibrautarinnar og fleira þannig að það þurfti að taka upp göngusvæðið úti við og nú er verið að setja niður hitaleiðslur sem er talsverð vinna. Það verður auð-

Velja jólahúsin í Suðurnesjabæ

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

Ferða-, safna- og menningarráði Suðurnesjabæjar hefur verið falið að standa fyrir vali á jólahúsi Suðurnesjabæjar og veita viðurkenningar fyrir skreytingar. Ráðið tekur verkefninu fagnandi og hvetur íbúa Suðurnesjabæjar til þess að skreyta hjá sér fyrir jólin og lýsa upp skammdegið. Gert er ráð fyrir að afhenda viðurkenningar fyrir best skreyttu jólahúsin 22. desember.

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

vitað miklu betra fyrir alla þegar því lýkur en framkvæmdir taka þar af leiðandi lengri tíma,“ segir Hafsteinn Ingibergsson, forstöðumaður, í stuttu spjalli við Víkurfréttir. Að sögn Hafsteins er ekki hægt að tímasetja framkvæmdalok en vinnan gengur vel. Í þessum framkvæmdum er verið að gera nýja heita potta til viðbótar við þá sem eru, nýjan kaldan pott, gufubað og útisvæði við búningsklefa. Þá verður sett upp ný og glæsileg rennibraut sem kemur frá Tyrklandi.

Stefnt að sjósetningu frystitogarans Baldvins Njálssonar í febrúar:

Eitt glæsilegasta skip íslenska flotans Smíði á nýjum Baldvini Njálssyni GK fyrir Nesskip í Garði gengur vel hjá skipasmíðastöðinni Armon í Vigo á Spáni. Vænst er til að skipið verði komið til Íslands fullbúið og tilbúið til veiða haustið 2021. Frystitogarinn Baldvin Njálsson verður eitt af glæsilegri skipum í íslenska fiskiskipaflotanum. Hann verður rúmlega 66 metra langur og leysir af hólmi eldra skip með sama nafni sem er að koma til ára sinna og var smíðað fyrir Nesskip í sömu skipasmíðastöð árið 1991. Nýja skipið verður fimmtán

metrar á breidd og með 3.000 kW Wärtsilä aðalvél. Skrúfan verður fimm metrar í ummál og verður nýr Baldvin Njálsson í hópi sparneytnustu skipa í þessum flokki, segir í Fiskifréttum. Um borð í skipinu verða flök og hausar fryst. Í því verður vöruhótel með þjarka sem tegundar- og stærðarflokkar og beinir afurðum að sjálfvirkum pökkunarbúnaði. Bretta­ staflari staflar pökkuðum afurðum tilbúnum til löndunar og útflutnings. Á millidekkinu verður flökunarvél og sjálfvirkur frystibúnaður. Lestin

er á tveimur hæðum og samtals er rúmmál hennar 1.600 rúmmetrar. „Skrokkurinn er að taka á sig mynd og skipasmíðastöðin miðar við það að sjósetja skipið í lok febrúar. Vinnan við smíðina hefur gengið mjög hratt og vel og allt eiginlega á áætlun. Þó komu upp örlítil vandamál í síðustu viku þegar starfsmaður í skipasmíðastöðinni greindist með kórónuvírusinn sem hefur aðeins hægt á ákveðnum deildum innan fyrirtækisins,“ segir Sævar Birgisson hjá Skipasýn sem hannaði skipið.


GRÆN OG ENDURBÆTT VERSLUN Í KROSSMÓUM Skoðaðu frábær opnunartilboð

99,977%

VIÐ MINNKUM KOLEFNISSPOR MEÐ BÆTTUM KÆLUM UM:

-50% Änglamark súkkulaðiplötur

-25%

240KR/PK

MAKU OG SISTEMA VÖRUR

ÁÐUR: 479 KR/PK

ÄNGLAMARK HEIMILISOG SNYRTIVÖRUR

450KR/PK

-50%

ÁÐUR: 899 KR/PK

Golí eplaedikshlaup 60 stk

ÁÐUR: 3.869 KR/PK

ÁÐUR: 3.499 KR/PK

2.979KR/PK -23% 2.239KR/PK

- Engin aukaefni!

Eldhúsrúllur 4 stk

Barna eyrnapinnar 60 stk

-50%

150KR/PK

Now Eve multivítamín 90 stk

2.117KR/PK

-50%

269KR/PK

ÁÐUR: 449 KR/PK

Bómullarskífur

-40%

-40%

ÁÐUR: 3.529 KR/PK

ÁÐUR: 299 KR/PK

Blautklútar

-36%

Nóa konfekt í lausu 800 gr

175KR/PK

-40%

Lægra verð – léttari innkaup

2.363KR/PK ÁÐUR: 3.939 KR/PK

-16%

Pepsi/ Pepsi Max 2 lítrar

ÁÐUR: 1.999 KR/STK

ÁÐUR: 237 KR/STK

-40% Tilboðin gilda frá föstudegi til sunnudags meðan birgðir endast.

-40%

Son þvottaefni Lavender –2 lítrar

1.199KR/STK

ÁÐUR: 349 KR/PK

Now Adam multivítamín 90 stk

Haribo jóladagatal

1.199KR/STK

ÁÐUR: 1.999 KR/STK

199KR/STK -32%

-28%

Stjörnu popp

Stjörnu ostapopp

ÁÐUR: 249 KR/PK

ÁÐUR: 249 KR/PK

169KR/PK

NETTÓ – Krossmóum 4, Reykjanesbæ – OPIÐ ALLA DAGA 10 –19

179KR/PK


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Framleiða vinsæl flöskudagatöl og jólasleða í frístundum

Jólasleðinn er vinsæll um þessar mundir.

– Bræðurnir Bjarni Sigurðsson og Björgvin Sigurðsson hafa nóg fyrir stafni Bræðurnir Bjarni Sigurðsson og Björgvin Sigurðsson eiga og reka Bitann, vinsæla ísbúð, grill og söluturn við Iðavelli í Keflavík. Þó svo það sé meira en nóg að gera í sjoppurekstrinum þá hafa þeir verið duglegir að finna sér eitthvað meira að gera. Síðustu vikur hafa bræðurnir vakið athygli á samfélagsmiðlum fyrir handverk sem þeir eru að fást við í frístundum. Fyrir þremur árum keyptu þeir sér lítinn Laser Engraver, tæki sem teiknar á hluti með leysigeisla og fóru að föndra í bílskúrnum hjá Björgvini. „Við erum svolítið hvatvísir og fáum hugmyndir sem við framkvæmum án þess að hugsa þær til enda,“ segja þeir og hlægja en síðan fyrsta tækið var keypt þá hafa þeir bætt við sig stærri tækjum og eru núna komnir með öfluga leysiskurðarvél.

Flöskudagatalið vinsæla.

Núna fyrir jólin hafa þeir verið að bjóða ýmiss konar jólavöru sem er leysiskorin í bæði akrýlefni og tréplötur. Búnaðinn hafa þeir þó hugsað fyrir listsköpun og að geta skorið út muni úr vönduðum efnum. Meðal jólavöru sem þeir eru að bjóða í dag eru jólasleðar, sem m.a. eru notaðir undir flöskur eða annað, og svo vinsælt flöskudagatal. Dagatalið er uppsett með Malt- og Appelsínflöskum á Bitanum en þolir vel sterkari drykki. „Við erum bara rétt að læra á búnaðinn. Ætli við séum ekki komnir með 10% þekkingu á því sem hægt er að gera en möguleikarnir eru endalausir í til dæmis útskurði og framleiðslu muna,“ segja Bjarni og Björgvin. Efnin sem þeir eru að vinna mest með þessa dagana eru akrýlefni eins og plexigler en einnig plötur úr MDF eða HDF, sem er vandaðri útgáfa af MDF-efninu. Þeir hafa verið að endurvinna úr hráefnum sem falla til hjá öðrum framleiðendum og hafa því verið í grænum skrefum. Bjarni og Björgvin eru í hópum á netinu þar sem leysiskurðarfólk

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

deilir því sem það er að fást við og hvaða efni er verið að vinna með. Þeir segjast vilja komast yfir betri hráefni en þau sé erfitt að nálgast hér á landi. „Við horfum öfundaraugum á félaga okkar erlendis þegar við sjáum þann við sem þeir eru að nota,“ segir þeir bræður sem stefna á að komast t.a.m. yfir rósavið til að skella undir leysirinn. Þá eru þeir einnig með prentara sem getur prentað á ýmiss konar muni. Þá hafa þeir aðgang að úrvali útskurðarteikninga sem er hægt að kaupa fyrir hvert verkefni. Vörurnar sem þeir eru að framleiða selja þeir í netverslun á slóðinni www.nolon.is og þá má einnig finna á Facebook undir nafninu Helms Forge en faðir þeirra, Sigurður Gústafsson sem nýlega er látinn, bar millinafnið Hjálmar. „Hann er með okkur í anda þegar við erum að bardúsa í framleiðslunni og hlær að og með okkur,“ segja þeir Bjarni og Björgvin í samtali við Víkurfréttir.

HAF NAR GÖTU 29 / S ÍM I 4 2 1 8 5 8 5

r u g a d u t s ö f r u t r a Sv

% 0 5 20 kóm s m u l l ö r af afsláttu nn 27. nóv. i föstudag

opið frá kl 8 til 20

Bræðurnir Bjarni Sigurðsson og Björgvin Sigurðsson við muni sem þeir hafa leysiskorið og bjóða til sölu í netverslun og á Bitanum við Iðavelli í Keflavík.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is


Þú mátt ekki miss af þessu!a

SVARTUR FÖSTUDAGUR

30% afsláttur 25% afsláttur

Grillfylgihlutir Geislahitarar Eldstæði

Búsáhöld • Pottar og pönnur Glös • Matar- og kaffistell • Eldföst form • Bökunarvörur • Hitakönnur Espressokönnur • Leikföng Öll innimálning • Járnhillur Háþrýstidælur • OS Iceland Kuldagallar • Dovre ullarnærföt

20% afsláttur

Valdar Snickers Valin rafmagnsvörur verkfæri

Smáraftæki • Baðtæki Handklæðaofnar Handlaugartæki Handlaugar • Salerni

Valin inniljós og perur

25-30% 25-40% 20-30% afsláttur afsláttur afsláttur

Verslaðu í vefverslun BYKO

SENT

Frí heimsending úr vefverslun

HEIM

Auðvelt að versla á byko.is

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Tilboð gilda til 30. nóvember eða á meðan birgðir endast.

frá þriðjudegi til mánudags!


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Póstsendillinn er löngu farinn að þekkja mig með nafni Gígja Sigríður gerir gott í matinn heima hjá sér og er duglegur matarbloggari Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, flugfreyja, sælkeri og matarbloggari, segir það algert möst að eiga sörur í frysti yfir hátíðarnar. Hún kaupir allar gjafir á netinu og segist vera mikill netsjoppari. Eftirminnilegasta jólagjöfin er sú sem hún fékk í fyrra og hún var af stærri gerðinni. Matarbloggarinn gaf okkur að sjálfsögðu uppskriftir sem sjá má hér í umfjölluninni.

Laxasnittur Frábærar í jólaboðið sem forréttur Innihald: Pönnukökur Graflaxsósa Graflax Rjómaostur Dill

– Ertu byrjuð að kaupa jólagjafir? Ég er byrjuð og búin. Mér finnst rosalega gaman að gefa jólagjafir og ég byrja löngu fyrir jól að spá í hvað ég vil gefa hverjum og einum. Á Singles Day, 11/11, náði ég að afgreiða allar gjafirnar á sjö mismunandi netsíðum og póstsendillinn er löngu farin að þekkja mig með nafni, enda netsjoppari mikill. – Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Það er mjög gaman að sjá hversu margir eru búnir að jólaskreyta snemma en ég held að við skellum því bara upp á fyrsta í aðventu eins og síðastliðin ár. – Skreytir þú heimilið mikið? Ég tel mig skreyta nokkuð mikið. Við fjölskyldan erum með óskrifaða reglu að bæta einhverju við á hverju ári, bæði seríum og jóladóti. Ég skreyti alla vega það mikið að ég þarf að tæma hillurnar til að koma skrautinu fyrir. – Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Sörur eru algjört möst, ég elska að eiga sörur í frysti yfir hátíðarnar.

Aðferð: Ég notaði tilbúið pönnukökuduft, auðvitað er hægt að gera pönnukökur eftir amerískri pönnukökuuppskrift líka. Litlar pönnukökur eru steiktar á pönnu. Pönnukökurnar eru smurðar með graflaxasósunni og graflaxi, rjómaostur og dill sett ofan á.

M&M kökur Í fyrra keypti ég svo sæta gjafapoka fyrir sörurnar svo gestir geti tekið með sér heim. – Hvernig sérðu desember fyrir þér í jólastemmningu í ljósi Covid-19? Jólin verða öðruvísi, ég held að þau verði frekar róleg í ár og við getum notið þeirra betur með okkar nánasta fólki. Við eigum stórar fjölskyldur og ég er viss um stóru jólaboðunum verði slaufað af jafnt sem jólatónleikunum sem við erum vön að sækja.

endurspegla myndir sem við eigum – en eftirminnilegt er að ég og systir mín vorum oft í eins kjólum og ég man eftir að hafa hugsað af hverju ég þyrfti alltaf að vera klædd eins og hún þar sem hún er fimm árum yngri. – Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? Nei, ég hef ekki komið mér upp á lagið með að sækja messur. Ég hef þó farið á tónleika í kirkjum yfir hátíðarnar.

– Eru fastar jólahefðir hjá þér? Það voru meira fastar jólahefðir þegar ég var yngri en núna er komið að okkur að skapa jólahefðir með börnunum okkar og ég er spennt fyrir því.

– Eftirminnilegasta jólagjöfin? Eftirminnilegasta jólagjöfin var á síðasta aðfangadag en þá fór Ásgeir Elvar, unnusti minn, á skeljarnar og bað mig um að giftast sér. Aðfangadagur sem gleymist ekki.

– Hveru eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Þetta er erfið spurning, mér finnst minningarnar aftur í tímann bara

– Er eitthvað sérstakt sem þig langar í jólagjöf? Nei, það er ekkert á óskalistanum þetta árið. – Hvað verður í matinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Ég hef séð um matinn á aðfangadag á heimili okkar síðustu fimm ár og þá hef ég alltaf humar í æðislegri sósu á brauði í forrétt. Í aðalrétt hef ég verið óhrædd við að prófa nýja hluti en ég hef verið með rjúpur, hreindýr og Beef Wellington. Í desert hef ég verið með heimatilbúinn Toblerone og piparkökuís en í fyrra prófaði ég að gera æðislega góða Toblerone súkkulaðimús sem ég gef ykkur uppskriftina af. Páll Ketilsson pket@vf.is

Þessi uppskrift er æðislega góð, kökurnar eru dúnamjúkar og bráðna uppí manni. Innihald: Þetta er stór uppskrift og gerir um 50–60 kökur. Auðvelt að gera uppskriftina helmingi minni ef þið eruð hógvær. 300 gr smjör við stofuhita 2 bollar púðusykur ½ bolli sykur 2 tsk vanilludropar 2 egg 4 bollar hveiti 2 pakki vanillu Royal búðingsduft 2 tsk matarsódi 1 tsk salt 150 gr súkkulaðidropar 150 gr hvítir súkkulaðidropar 300 gr M&M Aðferð: Ofninn er hitaður í 180 gráður Fjórðungur af M&M tekinn til hliðar til að nota ofan á kökurnar (ég tók grænu og rauðu frá því þær eru jólalegastar). Hrærið saman í hrærivélinni smjör, púðusykur, sykur í um tvær mínútur og bætið svo eggjunum og vanilludropunum út í og hrærið. Í aðra skál blandið saman hveiti, vanillubúðingsdufti, matarsóta og salti og bætið því svo út í hrærivélina (best að nota hnoðarann á hrærivélinni en ekki þeytarann). Í lokin er súkkulaðidropunum og M&M bætt við og hnoðað með höndunum þar til allur mulningur hefur blandast saman í deigið. Deigið er næst hulið með filmu og sett í ískáp í um klukkutíma. Þegar deigið hefur stífnað aðeins eru gerðar litlar kúlur og M&M raðað ofan á. Ekki hafa áhyggjur af því að deigið sé of þykkt eða stíft, það á að vera þannig. Kökurnar fara inn í ofn í tíu til tólf mínútur, eða þar til þær hafa aðeins tekið lit. Leyfið þeim að kólna í um tíu mínútur áður en þær eru teknar af plötunni. Njótið vel :-) með ískaldri mjólk! mmm


Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.

Skoðaðu Kolsvört tilboð á husa.is

Afgreiðslutímar í Reykjanesbæ til jóla Mán-fös: 8:00-18:00 Lau: 10:00-16:00 Timbur-og lagnadeild loka kl. 14:00

Sun: 11:00-15:00 Timbur-og lagnadeild lokuð


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Jólaveisla á Kaffi Duus hefst 28. nóvember Forréttir Humarsúpa með rjóma, brauð og smjör Graflax með hvítlauksbrauði, eggi og sinnepssósu Síld og síldarsalat Andarbringa, marineruð í bláberjum með þurrkuðum ávöxtum og bláberjasósu

Aðalréttir Hangikjöt með grænum baunum og uppstúfi Fyllt lambalæri með sósu og brúnuðum kartöflum Kalkúnabringa með meðlæti og sveppasósu Sinnepsgljáð Bayonneskinka með rauðvinssósu

Meðlæti Rauðkál, gular baunir, ferskt salat, sulta, laufabrauð, rúgbrauð, Waldorfsalat, ristað grænmeti, smjör.

Eftirréttir Ávaxtakokteill Súkkulaðiterta með rjóma og ís Crème brûlée með rjóma og ís

Verð á mann 8.500 kr. Hægt er að fá veisluna heim ef pantað er með dags fyrirvara og veisla sótt.

Verð á mann 7.500 kr.

Take away tilboð hjá Kaffi Duus Alltaf 20% afsláttur í hádeginu (sjá á Facebook). 20% af hádegismatseðli og 30% af kvöldmatseðli

Pantanir í Síma 421-7080

Thanksgiving Kalkúnaveisla fimmtudag 26. nóvember í hádagi og kvöldi.

Verð á mann 3.500 kr.

Black Friday Föstudaginn 27. nóvember 20% afsláttur af kvöldmatseðli og drykkjum.

Sími 421-7080 eða duus@duus.is

Rannveig Garðarsdóttir ætlar að vera í sumarbústaðnum um jólin.

Jólagleði í bílnum á Keflavíkur­ veginum gleymist seint – Rannveig Garðarsdóttir kaupir flestar jólagjafirnar á Suðurnesjum Rannveig Garðarsdóttir, eða Nanný göngugarpur til margra ára, á margar góðar minningar frá jólum og heldur í nokkrar hefðir eins og það að baka eplaköku sem er borðuð á jóladag. Gítar er ein eftirminnilegasta og ein óvæntasta jólagjöfin sem hún hefur fengið. – Ertu byrjuð að kaupa jólagjafir? Já, ég er byrjuð að kaupa jólagjafir og reyni að kaupa flestar jólagjafirnar hér á Suðurnesjum en ég hef líka verið að kaupa á netinu. Það er alveg ný en áhugaverð reynsla fyrir mig. – Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Ég byrja alltaf snemma að tína til jólaskrautið og það sem kemur alltaf fyrst upp úr jólakassanum á hverju ári er gamall, hvítur og feitur snjókarl sem spilar og ruggar sér í lendunum. Það er búið að mynda öll börn í fjölskyldunni við að dansa við karlinn og er hann orðinn eins konar fjölskyldueign. – Skreytir þú heimilið mikið? Ég hef alltaf skreytt mikið fyrir jólin og hef mjög gaman af bæði gamaldags og náttúrulegu jólaskrauti eins og jólakúlur frá ömmu og afa sem brotna mjög auðveldlega og svo er gaman að nota nýhoggið jólatré úr náttúrunni. Í ár verður jólunum eytt í sumarhúsinu og verður spennandi að skreyta þar. – Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Þegar maður er búin að koma sér í það að borða ekki sykur og allur matur á helst að vera lífrænn þá þarf ekki að baka fyrir jólin en þá kemur sér vel að eiga systur sem bakar af list. Hún sér um að ég fái að smakka t.d. hálfmána og sörur um hver jól. Það er ein gömul hefð sem mér þykir vænt um og ég hef viðhaldið frá langömmu ef ekki lengra aftur, það er að búa til eplaköku fyrir jólin eftir gamalli uppskrift frá þeim. Ég ólst upp við það að borða þessa eplaköku alltaf á jóladagsmorgun.

– Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Fyrstu jólin sem ég man eftir eru þegar ég hef verið u.þ.b sex ára og bróðir minn tveggja ára. Við bjuggum á efri hæð við Hafnargötu í Keflavík, mamma og pabbi ráku leikfanga- og húsgagnaverslun á neðri hæðinni. Það var mikið um að vera í kringum verslunarreksturinn á þessum árum, pabbi og mamma voru mikið í búðinni og við systkinin lékum okkur í kjallara hússins sem var eins konar kyndiklefi með olíuofni. Þar var líka gamall peningakassi úr verslun langafa okkar og langömmu sem ráku þarna verslun frá því snemma á tuttugustu öld. Í minningunni er eins og verslunin hafi verið opin langt fram á kvöld, öll kvöld, en það þarf ekki að vera rétt, alla vega var verslunin opin til klukkan 23:00 á Þorláksmessu og þá átti pabbi eftir að keyra út húsgögnin og setja þau saman fyrir kaupendurna. Það gat tekið hálfa nóttina og langt fram á aðfangadag. Á þessum tíma eyddum við alltaf aðfangadagskvöldi með stórfjölskyldunni hjá ömmu á Snorrabraut í Reykjavík og það var alltaf svolítil spenna um hvort við næðum alla leið fyrir klukann 18.00. Þessi jól sem ég man fyrst eftir hafði pabbi komið í seinna lagi heim en þegar hann kom var mamma tilbúin með okkur systkinin í jólafötunum og lagt var af stað á Keflavíkurveginn sem hann hét þá. Við vorum komin rétt fram hjá fallegu tjörnunum (sem eru nú horfnar) í Kúagerði þegar jólaklukkurnar

Páll Ketilsson pket@vf.is

byrjuðu að klingja í útvarpinu og fréttaþulur bauð okkur gleðileg jól. Ég gleymi seint jólagleðinni sem ríkti þarna inni í Dodge Veapon bílnum í bikamyrkri þegar við þræddum okkur yfir Hvassahraun. – Eftirminnilegasta jólagjöfin? Ég hef fengið mjög margar eftirminnilegar jólagjafir í gegnum tíðina, t.d. ein jólin í kreppunni þegar litlu hlutirnir skiptu svo miklu máli fékk ég pakka frá manninum mínum og í honum voru gítarneglur. Ég var alveg himinglöð með gjöfina en svo birtist annar stærri pakki og í honum var ekki bara gítartaska heldur líka nýr gítar, mjög eftirminnilegt. – Er eitthvað sérstakt sem þig langar í jólagjöf? Efst á óskalistanum mínum er að fá góðar fréttir af bóluefni fyrir Covid19. – Hvað verður í matinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eftir að börnin fóru að heiman höfum við hjónin verið að einfalda lífið hjá okkur og erum komin í þá stöðu að okkur er boðið í mat á aðfangadagskvöld. Matarhefðir hjá fjölskyldunni hafa verið mjög fjölbreyttar en hefðbundnar en stundum hefur verið margréttað á borðum, t.d er hamborgarhryggur fyrir manninn minn og þau sem borða svínakjöt og svo er fylltur kjúklingur eða hnetusteik fyrir mig.

– Hvernig sérðu desember fyrir þér í jólastemmningu í ljósi Covid-19? Ég sé fyrir mér og vona að nánasta fjölskyldan geti hist en það verður beðið með stærri fjölskylduboð. – Eru fastar jólahefðir hjá þér? Jólahefðir eru nokkrar í fjölskyldunni minni. Ein er sú að við stórfjölskyldan hittumst og skreytum piparkökur, bæði litlar og einnig fær hver fjölskyldumeðlimur eitt stórt piparkökuhjarta sem er alltaf sniðið af gamalli teikningu frá mömmu minni til að skreyta. Svo skemmtir fólk sér við að geta upp á hver gerði hvað, síðan fá allir með sér sitt hjarta heim til að hengja upp heima hjá sér.

Garðarshólmi Leikfanga- og húsgagnaverslunin daga. við Hafnargötu í Keflavík í gamla


AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

Skrúfan datt af og báturinn varð stjórnlaus Einn bátur vekur nokkra athygli umfram aðra en það er Katrín GK. Skipstjórinn þar kallast Klemmi og hann á sér nokkra ansi góða staði en hann hefur, öfugt við hina bátana, farið út seint á kvöldin, verið að veiðum yfir nóttina og komið í land um hádegisbilið, langt á undan hinum bátunum. Sömuleiðis hefur Klemmi verið við veiðar inn í Faxaflóanum og hefur verið einn að veiðum þar, báturinn er á bölum og hefur verið að fá um fimm til sex tonn í róðri. Síðan er það Sævík GK, báturinn kom að norðan og fór beint á veiðar út af Stafnesi og í einum róðrinum þá datt skrúfan af bátnum og báturinn varð stjórnlaus, var kallað eftir aðstoð. Svo heppilega vildi til að Jónas Sigurður Kristinsson, skipstjóri á Birnu GK, var á leið í sinn fyrsta róður og hann tók kallinu, fór að Sævík GK og tók bátinn í tog til Njarðvíkur. Þar var báturinn tekinn í tog og honum hent upp í slipp og skipt um skrúfu – og má geta þess að Sævík GK var með um tólf tonn í línuna

sem þeir lögðu og í næsta túr þá voru þeir með fjórtán tonn. Með þessum pistli fylgir með drónamyndband sem var tekið þegar að bátarnir voru að koma til Njarðvíkur. Aðeins meira varðandi þetta því að Kristinn, eða Kiddi, sem er faðir Jónasar skipstjóra á Birnu GK þekkir mjög vel til björgunarstarfa því að hann og t.d. faðir minn, Reynir Sveinsson, voru í mörg ár saman í björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði. Endum þetta á stóru netabátunum. Núna eru þrír bátar frá Suðurnesjum á ufsaveiðum við Suðurlandið því að Erling KE hefur bæst í þann hóp. Hann byrjaði reyndar á Selvogsbanka og landaði þá í Grindavík, veiðin þar byrjaði vel en minnkaði síðan og hann færði sig þá austar. Grímsnes GK er kominn með 107 tonn í fimm, Langanes GK 78 tonn í fimm og Erling KE 72 tonn í fjórum.

Og ennþá er þessi blessaða covid-veira í gangi, biðraðir við búðir út um allt út af tíu manna samkomutakmarkinu. Þetta hefur þó enginn áhrif á sjávarútveginn, í það minnsta hérna á Suðurnesjum. Mikil fjölgun á bátum hefur verið á aðeins einni viku frá því að síðasti pistill var skrifaður því bátar komu bæði að austan og að norðan. Þeir bátar sem komu suður voru Óli á Stað GK og byrjaði hann vel fyrir sunnan með tæplega átta tonna löndun, Geirfugl GK kom líka en þeir eru báðir í eigu Stakkavíkur og voru báðir að róa frá Siglufirði. Ekki voru komnar inn aflatölur fyrir Geirfugl GK þegar þessi pistill var skrifaður. Frá Austurlandinu komu þrír bátar og voru allir þessir bátar í samfloti að austan, þeir voru Dóri GK, Margrét GK og Daðey GK. Dóri GK og Margrét GK komu frá Neskaupstað en Daðey GK kom frá Breiðdalsvík. Eins og greint hefur verið frá hérna þá eru línumiðin út af Sandgerði ein af þeim elstu á landinu en saga línuveiða út frá Sandgerði er orðin yfir 100 ára gömul og kemur það því ekki

á óvart enn allir bátarnir sem hafa komið hafa allir verið að róa frá Sandgerði. Veiðin hjá bátunum er bara býsna góð og sumir bátanna byrja bara strax, t.d. Steinunn HF en báturinn var fyrstur til að koma frá Austurlandinu og eftir um 36 klukkutíma siglingu fór báturinn til Sandgerðis, tók olíu, beitu, og beint út aftur og lagði línuna. Aldeilis harka þar. Báturinn hefur landað sjö tonnum í tveimur róðrum. Strákarnir bæði á Dóra GK og Margréti GK gerðu þetta líka en áhöfnin á Margréti GK kom við í Grindavík, tók þar beitu og fóru beint út af Stafnesi og lagði línuna þar. Aflatölur voru ekki komnar inn þegar þetta er skrifað. Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

Y A D I R F K C A L B verslanirnar verða opnar frá kl. 8 TIL 20

föstudaginn 27. nóvember

tilboð í öllum verslunum og veitingastöðum


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Við vorum að keppa og æfa saman með landsliðinu í taekwondo. Ferðuðumst saman út um Evrópu til að taka þátt í mismunandi mótum og vorum æfingafélagar ...

Byrjuðu að slást áður en þau kysstust Hjónin Helgi Rafn Guðmundsson og Rut Sigurðardóttir búa í Reykjanesbæ ásamt tveimur börnum sínum. Þau eru bæði mikið íþróttafólk, íþróttafræðingar að mennt og hafa tileinkað sér einkar heilbrigðan lífsstíl. Helgi er einkaþjálfari og yfirþjálfari taekwondo-deildar Keflavíkur og Rut er deildarstjóri frístundaþjónustu Suðurnesjabæjar þar sem hún vinnur m.a. að heilsueflingu bæjarbúa. Rut kemur frá Akureyri en Helgi er úr Sandgerði og gekk í grunnskóla þar en þau hafa búið í Reykjanesbæ síðustu fimmtán ár.

Kynntust í gegnum íþróttir „Við kynntumst í gegnum íþróttirnar,“ segir Helgi. „Við vorum að keppa og æfa saman með landsliðinu í taekwondo. Ferðuðumst saman út um Evrópu til að taka þátt í mismunandi mótum og vorum æfinga-

félagar þegar ég bjó og var í skóla á Akureyri.“ „Ég segi stundum að við byrjuðum á að sparka og kýla í hvort annað áður en við byrjuðum að kyssast,“ segir Rut og hlær. „Þetta er svolítið öfug þróun,“ bætir Helgi við. – Hafið þið stundan aðrar íþróttir en taekwondo? „Ég er alin upp í hestamennsku,“ svarar Rut. „Ég og dóttir mín erum komnar á fullt í það aftur, svo var ég í handbolta þegar ég var yngri og listhlaupi á skautum – en svo prófaði maður allar íþróttir í náminu.“ Helgi segist hafa verið í fótbolta þegar hann var krakki, eins og flestir.

Helgi að sækja í bardaga.

Rut „coachar“ Helga í keppni í bardaga. Mynd: Tryggvi Rúnarsson

„Það var kannski ekki margt í boði í Sandgerði, ekki mikið íþróttalíf og ég hafði ekki mikinn áhuga á íþróttum fyrr en ég varð unglingur. Þá var það áhugi minn á bardagalistum og bardagaíþróttum sem vakti áhugann og þegar ég komst að því að það væri nýstofnað taekwondo-félag í Keflavík þá stökk ég strax til og byrjaði að æfa taekwondo – en ég er búinn að prófa margar íþróttir í gegnum íþróttafræðina, eins og Rut segir. Við höfum örugglega prófað flestar tegundir af líkamsrækt sem eru til og meirihlutann af þeim bardagalistum sem eru stundaðar á Íslandi hef ég stundað að einhverju leyti. Ég hef mikinn áhuga á mörgum íþróttum en aðallega bardagaíþróttum.“

Rut hefur þrisvar sinnum orðið Norðurlandameistari.

– Þið eruð þekkt fyrir heilsusamlegt líferni, hefur það alltaf verið þannig? „Já, ég er eiginlega alin alin upp af tveimur bændum svo það var sveitalegt mataræði hjá mér – sem er mjög hollur matur. Þegar ég var fjórtán ára fékk ég svo þá flugu í höfuðið að hugsa mikið um það sem maður væri að láta ofan í sig og allt sem tengist heilbrigðum lífsstíl – og það hefur eiginlega verið þannig síðan,“ segir Rut en Helgi hefur aðra sögu af sér að segja: „Reyndar var ég alls ekki þar þegar ég var yngri, það var mikið verið að borða óhollan mat og þegar ég var krakki borðaði ég mikið sælgæti og gos. Það var ekki fyrr en ég byrjaði að æfa íþróttir að þetta breyttist. Það var alltaf verið að predika að maður næði ekki góðum árangri í íþróttum nema maður myndi borða hollt. Það var þá sem ég hætti að drekka gos og fór að einbeita mér að því að læra meira um næringu. Hvað ég þyrfti að borða til að ná betri árangri sem íþróttamaður, það var aðallega á unglingsárunum og eftir það að ég fór að setja fókusinn á það. Það er alveg rétt að við leggjum mikla áherslu á hollan mat og bara heilbrigðan lífsstíl.“ „Við höfum kennt börnunum strax hverjir fæðuflokkarnir séu og að lesa utan á matvörurnar,“ segir Rut. „Þau vita alveg ótrúlega mikið í næringarfræði miðað við aldur og auðvitað ætti það að vera þannig alls staðar. Að það sé val einstaklingsins hvað hann sé að setja í sinn líkama.“ „Þegar maður hefur vitneskju getur maður tekið meðvitað val,“ bætir Helgi við. „Það er svo auðvelt að blekkjast af markaðssálfræðinni og taka bara það næsta sem þú sért, er mest auglýst eða í flottustu litunum. Með því að taka meðvitað val eru miklu meiri líkur á að þú náir þessum heilbrigða lífsstíl sem tengist því að borða hollan mat.“ Helgi, sem er yfirþjálfari tae­ kwondo-deildar Keflavíkur, hefur verið duglegur við að koma þessum fróðleik áfram til iðkenda sinna. Fyrirlestrar um næringarfræði og fleira eru hluti af æfingaprógrami hans. „Maður reynir að koma þessum skilaboðum til krakkanna. Að þau geti tekið ákvörðun og beðið um það sem þau vilja borða. Þau hafa kannski ekki þá kunnáttu sem þarf til að vita hvað er þeim fyrir bestu og ég reyni að kenna krökkunum að velja það sem er hollt. Ekki bara velja það sem er bragðgott heldur hugsa fyrst um hvað er gott fyrir þau. Þá líður þeim betur og hafa þá orku sem þarf til að ná betri árangri.“ Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

Hann getur hjólað einn hring og síðan gert tíu stærðfræðidæmi – ég get ekki ímyndað mér hvernig honum myndi líða ef hann þyrfti að sitja allan dagin ...

Kenna börnunum heima Helgi og Rut eiga tvö börn, Heiðu Dís sem er átta ára og Vigni Nóa sem er sex ára. Þau spá mikið í fæðuna og kunna að lesa utan á matvörur. Heiða Dís var ekki nema sex ára þegar hún uppgötvaði sjálf að óholl matvæli væru ódýrari en þau hollu. „Þetta var eitt af fyrstu skólaverkefnunum okkar, að versla. Þar geturðu lesið, lært að leggja saman o.þ.h. – þá kom dóttir mín til mín og spurði: „Af hverju eru svona margt af því sem er óhollt ódýrara en það sem er hollt?“ – hún gat séð það sjálf að matur sem innihélt mikinn sykur var yfirleitt ódýrari en þar sem var ekki sykur,“ segir Helgi. Það er óhætt að segja að þau hjónin fari ótroðnar slóðir í uppeldi barna sinna. Þau tóku þá ákvörðun að vera með börnin sín í heimakennslu. – Hvernig stóð á því að þið völduð heimakennslu? Helgi verður fyrir svörum: „Ég kynntist bandarískum manni sem á íslenska konu þegar dóttir okkar var tveggja ára. Þau búa hluta ársins í Bandaríkjunum og hluta ársins á Íslandi. Nú ég spurði hann hvernig

ð að stækka Fjölskyldan við þa um. m fyrir nokkru ár

skólinn virkaði, þar sem þau eru á flakki milli staða. Þau sögðust heimakenna og gætu þá gert það hvar sem er í heiminum. Í framhaldi vöknuðu margar spurningar hjá mér, ég hafði heyrt af heimakennslu í Bandaríkjunum og víðar en aldrei vitað að það væri möguleiki fyrir íslensk börn. Ég spurði hann spjörunum úr og svo skoðuðum við margar rannsóknir sem hafa verið gerðar á fjölskyldum og börnum sem hafa farið í gegnum það að vera í heimakennslu. Svo kom í ljós að það er hægt að gera þetta á Íslandi og við ákváðum að prófa þetta. Það er til reglugerð, sem stendur reyndar til að breyta, sem segir að hafi foreldri eða forráðamaður kennsluréttindi þá sé hægt að sækja um undanþágu frá því að barnið þurfi að mæta í skóla og þú getir kennt heima í staðinn. Þetta er gert í samráði við skólastjórn sveitarfélagsins og þjónustuskóla. Okkur var úthlutaður þjónustuskóli, sem er í okkar tilfelli hverfisskólinn sem dóttir mín hefði farið í, og þar er nefnd sem við hittum einu sinni í mánuði, umsjónarkennarinn hennar og deildarstjórar sem eru að vinna með okkur. Við erum að uppfylla alls konar kröfur; menntakröfur, kröfur um aðstöðu, námsmat og annað slíkt. Við kennum eftir aðalnámskrá en okkur er í sjálfsvald sett hvernig við gerum það. Við getum þá sniðið námið frekað að þeirra þörfum til að ná þeim markmiðum sem eru í aðalnámskrá.“

og brjóta skóladaginn upp með stuttum hreyfiæfingum eða útiveru. Hann getur hjólað einn hring og síðan gert tíu stærðfræðidæmi – ég get ekki ímyndað mér hvernig honum myndi líða ef hann þyrfti að sitja allan daginn. Þetta hentar honum rosa vel.“ „Það er hægt að mæta þessu ólíku þörfum þegar hópurinn er lítill,“ bætir Helgi við. „Það er svo auðvelt. Við getur farið hvenær sem er út, þurfum ekki að bíða eftir neinni bjöllu. Við getum breytt skipulagi dagsins á augnablikinu ef að tilfinningin er þannig. Vera inni eða úti. Við getur farið í bílnum í annað sveitarfélag, farið í aðrar sundlaugar, heimsótt söfn ... Við getum gert það sem er svo mikið mál að gera með stóran hóp þar sem þarf að fá leyfi fyrir öllu sem þú geri, ferlið er svo langt og þungt. Það er svo auðvelt fyrir okkur að breyta og aðlaga. Við erum ekki háð fjörutíu mínútna lotum og klukku sem þýðir að ef þeirra til-

Helgi og Rut nota m.a. jóga til að brjóta upp daginn í heimakennslunni. Það er ekki alltaf auðvelt að halda einbeitingu við æfingarnar. Mynd: Hilmar Bragi finning er einn daginn að vera mjög dugleg að reikna, og þeim langar að reikna, þá getum við bara lesið meira einhvern annan dag.“ – Eru margir að gera þetta á Íslandi? „Nei, það eru ekki margir. Það hefur eitthvað aukist út af Covid, skólum verið lokað og fólk er að sjá að þetta er möguleiki. Líka af því það er verið að breyta reglugerðinni og gefa fólki meiri frelsi til að geta gert þetta ef aðstæður leyfa það. Ég held að þegar við byrjuðum þá hafi Heiða Dís verið sú eina sem var í heimakennslu á landinu en það eru fjölskyldur sem hafa gert þetta og við erum búin að vera í sambandi við fjölskyldur sem hafa gengið í gegnum alla sína skólagöngu í heimanámi.“ – En hvað með félagslega þáttinn? „Það er mikið spurt um félagslega þáttinn, hann var það fyrsta sem ég spurði þann sem kynnti mig

– Og hvernig hefur þetta gengið? „Það hefur gengið mjög vel. Þau fá að blómstra á sinn hátt á sama tíma og þau eru að læra það sem er krafist af þeim.“ „Það er eins og með hann [Vigni Nóa], hann var að byrja í fyrsta bekk og er rosalega orkumikill,“ segir Rut. „Það er frábært að sjá hvernig er hægt að mæta honum

fyrir þessu,“ svarar Helgi. „Þetta er líka sá þáttur sem maður hafði mestar áhyggjur af, að maður yrði að passa upp á þetta. Það er líka tekið fram í reglugerðinni að börn þurfa að stunda einhverjar tómstundir, íþróttir eða æskulýðsstarfsemi þar sem þau eru að umgangast jafningja. Við pössum vel upp á það, börnin eru að stunda íþróttir og tómstundir. Þau eru miklar félagsverur og húsið okkar líkist oft félagsmiðstöð – reyndar ekki núna í þessu Covid-ástandi en alla jafna er húsið fullt af krökkum. Það var líka eitt af því sem við skoðuðum ítarlega rannsóknir hjá börnum sem hafa verið í heimakennslu, það hafa reyndar ekki verið gerðar svona rannsóknir hér heima en í löndum þar sem heimakennsla er stunduð. Þessar rannsóknir sýna að börn sem eru í heimakennslu standa ekkert síður að vígi en þau sem eru í skólakerfinu.“

Það verður skemmtilegt viðtal við Helga og Rut á dagskrá í Suðurnesjamagasíni vikunnar þar sem þau ræða nánar um heilbrigðan lífsstíl og heimakennslu. Myndskeiðið verður aðgengilegur í rafrænni útgfáfu á fimmtudag kl. 20:30. Mynd: Hilmar Bragi

SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað, sérfræðingur hjá Heyrnartækni, verður í Reykjanesbæ í desember.

Reykjanesbær 9. desember

Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heiða Dís æfir dans á fullu.

Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880


sport

Miðvikudagur 25. nóvember 2020 // 45. tbl. // 41. árg.

Elías og Sara Rún í sigurliðum – Jón Axel og félagar töpuðu í Þýskalandi Þrír körfuboltamenn frá Suðurnesjum voru í eldlínunni með sínum liðum um helgina. Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti góðan leik í öðrum sigri Siauliai í LKL deildinni í körfubolta í Litháen. Eftir erfiða byrjun hefur liðið sigrað í síðustu tveimur leikjum sínum. Elvar lék 29 mínútur með liðinu og skoraði nítján stig, tók fjögur fráköstu og gaf sjö stoðsendingar. Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var atkvæðamestur með Fraport Skyliners í þýsku Bundesligunni þegar liðið tapaði þriðja leiknum í röð síðasta laugardag. Jón Axel skoraði tólf stig, tók fjögur fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal tveimur boltum. Sara Rún Hinriksdóttir átti góðan leik með Leicester Rider sem vann Nottingham Wildcats í bikarkeppninni í Englandi. Lokatölur urðu 61:48 og skoraði Keflvíkingurinn ellefu stig, tók sex fráköstu og gaf fjórar stoðsendingar á þeim 30 mínútum sem hún lék.

Daníel Leó í sigurliði Blackpool Daníel Leó Grétarsson og félagar hans í Blackpool unnu Peterborough United 2:1 í ensku C-deildinni um helgina. Grindvíkingurinn hefur verið að festa sæti sitt í liði Blackpool undanfarið en þetta var þriðji deildarsigur liðsins í röð. Jákvæðra áhrifa Daníels Leó virðast gæta í leik liðsins og Blackpool hefur unnið alla þá leiki sem Daníel Leó hefur verið í byrjunarliðinu, þrjá deildarleiki og einn bikarlei. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er Blackpool komið í 14. sæti C-deildarinnar með sextán stig.

Elías óstöðvandi í Hollandi Elías Már Ómarsson skoraði eitt mark í 4:1 sigri Excelsior á AZ Alkmaar, Jong AZ en Keflvíkingurinn er langmarkahæsti leikmaður B-deildarinnar í knattspyrnu í Hollandi. Framherjinn úr Keflavík hefur skorað fimmtán mörk í þrettán deildarleikjum. Í síðustu átta leikjum hefur hann skorað átta mörk. Excelsior er í 8. sæti með tuttugu stig eftir þrettán leiki.

ÚTBOÐ SVEITARFÉLAGIÐ VOGAR ÓSKAR EFTIR TILBOÐUM Í VERKIÐ:

„GÖNGU- OG HJÓLASTÍGUR MEÐFRAM VATNSLEYSUSTRANDARVEGI“. Verk þetta felst í gerð malbikaðs göngu- og hjólastígs sem byrjar við gatnamót á Vogavegi í Vogum og liggur svo meðfram Vatnsleysustrandarvegi. Heildarlengd stígs er um 2470 m. Er verkinu nánar lýst á uppdráttum, verklýsingu og magnskrá. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt 4200 m3 Fyllingar 5600 m3 Malbik 6375 m2 Verklok skulu vera eigi síðar en 21. maí 2021.

Brot af því besta hjá Keflvíkingum í ár Ekkert lokahóf var haldið hjá knattspyrnudeild Keflavíkur í ár vegna þeirra sóttvarnaraðgerða sem eru í gildi en það hefur verið fastur liður eftir hvert tímabil. Árangur Keflvíkinga var glæsilegur í sumar og bæði karla- og kvennalið þeirra vann sér sæti í efstu deild. Keflvíkingar dóu ekki ráðalausir og brugðu á það ráð að gera árið upp með öðrum hætti. Val á bestu og efnilegustu leikmönnum Keflvíkinga fór fram með rafrænum hætti og hér að neðan má sjá hver útkoman varð.

Meistaraflokkur kvenna

Meistaraflokkur karla

­ atasha N Moraa Anasi, fyrirliði meistaraflokks kvenna, var valin ­leikmaður ársins hjá konunum.

Markaskorarinn Joey Gibbs var valinn besti leikmaðurinn hjá körlunum.

Efnilegasti leikmaðurinn er Amelía Rún Fjeldsted. Kristrún Ýr Holm var valin besti félaginn.

Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir útboðsgögnum með því að senda tölvupóst á netfangið skrifstofa@vogar.is eða hringja í síma 440 6200 og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá þá útboðsgögnin send í tölvupósti.

Gullskóinn hlaut Natasha Moraa Anasi sem skoraði fjórtán mörk í sautján leikjum.

Útboðsgögn verða afhent frá og með föstudeginum 27. nóvember 2020.

Fallegasta markið átti Claudia Nicole Cagnina þegar hún skoraði sigurmark gegn Aftureldingu 12. september.

Tilboðum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eigi síðar en föstudaginn 11. desember 2020, kl. 10:30. Opnun tilboða fer fram á fjarfundi með „Teams“, fundarkerfi 11. desember 2020, kl. 11:00. Þeir bjóðendur sem vilja tengjast opnunarfundinum skulu senda beiðni um það á netfangið skrifstofa@vogar.is og verður þeim þá sendur hlekkur til að tengjast fundinum.

Efnilegasti leikmaðurinn er Kian Williams.

Silfurskóinn fékk Paula Isabelle Germino Watnick með átta mörk í sextán leikjum

Flestar stoðsendingar átti Natasha Moraa Anasi, átta samtals.

Joey Gibbs fékk gullskóinn en hann skoraði 21 mark í nítján leikjum. Silfurskóinn hlaut Kian Williams með fimm mörk í fjórtán leikjum Fallegasta mark sumarsins skoraði Kian Williams á móti Vestra á Nettóvellinum 26. júlí.

Val á bestu og efnilegustu leikmönnum 2. flokks karla fór einnig fram með rafrænum hætti og hér hvernig það val endaði.

2. flokkur karla Vogum, 24. nóvember 2020 Skipulags- og byggingarfulltrúi

Leikmaður ársins: Björn Bogi Guðnason. Mestu framfarir: Einar Sæþór Ólason. Besti félaginn: Fannar Freyr Einarsson. Sannur Keflvíkingur: Guðjón Elí Bragason.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Færri iðkendur en vanalega Rut Vestmann er formaður Íþróttafélagsins Ness sem er íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum. Starfsemi félagsins hefur verið takmörkunum háð undanfarið eins og hjá öðrum íþróttafélögum en í Nes eru viðkvæmari hópur iðkenda en í mörgum öðrum félögum.

... við erum reyndar með viðkvæmari hóp en margir aðrir og þótt það verði leyfðar æfingar kemur örugglega hluti iðkenda til með að fara rólega af stað.

Rut Vestmann, formaður Íþróttafélagsins Ness.

– Hvernig gengur starfið? „Eins og hjá öðrum lagðist allt niður,“ segir Rut í upphafi samtals okkar, „en við erum búin að opna aftur fyrir sundið. Yngri iðkendurnir eru flestir þar. Annað starf, fyrir eldri iðkendur, liggur ennþá niðri.“ – Hafa iðkendur eitthvað getað æft sjálfir, fyrir utan skipulagða starfið? „Það hefur ekki verið mikið um það, allar sundlaugar auðvitað lokaðar þannig að sundfólkið hefur ekki verið að æfa.“

Margar íþróttagreinar stundaðar hjá Nes – boccia vinsælast

– Takið þið mikið þátt í mótum? „Í ágúst ákváðum við að vera með tvö til þrjú innanfélagsmót í vetur fyrir sundkrakkana en Covid hefur nú komið í veg fyrir það, þá ætluðum við jafnvel að bjóða einhverju einu félagi að taka þátt með okkur. Nú svo tökum við alltaf þátt í Nýársmóti ÍF í sundinu. Fyrir eldri krakkana hafa verið mót í öllum greinum en það er heilmikið starf í kringum vinsælustu greinina okkar, boccia. Þar eru alltaf nokkur mót á ári. Síðan höfum við farið annað hvert ár á Malmö Open í Svíþjóð en því miður höfum við ekki farið síðustu tvö ár, núna var það Covid og þar á undan kom eitthvað upp á sem kom í veg fyrir það. Stefnan er að fara 2022 þegar Covid verður vonandi búið. Annars ljúkum við alltaf árinu með boccia-móti sem endar í pizzaveislu, síðan höldum við uppskeruhátíð líka.“

– Hvað ert þú annars búin að vera lengi formaður? „Ég tók nú bara við í maí, í miðjum Covid-faraldri, svo ég er ekki búin að ná almennilega að verða hluti af þessu starfi. Ég á tvo drengi sem eru í félaginu, þeir eru í yngri hópnum í sundi, og þannig kynntist ég starfinu.“ – Hvað tekur svo við, hvenær rætist úr starfinu? „Ég veit nú bara jafn mikið og aðrir – en vonandi verður hægt að fara með íþróttastarfið sem fyrst, við erum reyndar með viðkvæmari hóp en margir aðrir og þótt það verði leyfðar æfingar kemur örugglega hluti iðkenda til með að fara rólega af stað.“

Minni innkoma á þessum tímum Rut segir að félagið treysti að miklu leyti á styrki en iðkendur greiði líka félagsgjöld sem eru sennilega með þeim lægstu hér á svæðinu. Minna hefur verið að koma í kassann í ár og því ætlar Nes að fara í fjáröflun á nýju ári. „Allur rekstur í kringum félagið er unninn í sjálfboðavinnu, eins og ég er formaður en er í rauninni í framkvæmdastjórastöðu og sé um flestallt allt fyrir félagið. Stjórnin og aðrir sjálfboðaliðar eru líka mjög duglegir að sinna félaginu. Þau eru öll með tengingu við fatlaða iðkendur, ýmist núverandi eða fyrrverandi. Mörg hver hafa verið hérna í mörg ár, þau byrjuðu kannski með ung börn í félaginu sem er orðið fullorðið fólk í dag.

„Hjá eldri hópnum, sem eru þrettán ára og eldri, eru frjálsar íþróttir, lyftingar, sund og boccia. Boccia er það vinsælasta hjá eldri hópnum. Yngri hópurinn stundar aðallega sund og svo erum við að stefna á að byrja aftur með knattspyrnu fyrir þann hóp. Svo erum við líka með garpasund sem er fyrir alla, kannski frekar þá sem eru í eldri kantinum, það er með léttara æfingaprógram og meira gert fyrir félagsskapinn en keppni.“ – Hve margir iðkendur eru í félaginu? „Það hefur verið mjög mismunandi eftir árum. Í ár eru um fjörutíu iðkendur skráðir í félagið en það eru mjög fáir og það er náttúrlega bara Covid sem er að setja strik í reikninginn. Það eru reyndar aðeins fleiri að æfa en eru skráðir því þetta eru oft börn sem eru að finna sig í íþróttum, eru kannski bara búin að mæta í einn tíma og eiga eftir að prófa fleiri greinar en svo kom Covid. Ég býst nú við talsvert fleirum eftir áramót ef það rætist úr ástandinu.“

Eins og staðan er núna hjá okkur, innkoman er minni, þá ætlum að fara í fjáröflun eftir áramót og selja barmmerki merkt félaginu. Merkin eru tilbúin en við vildum bíða út af aðstæðum, við erum líka að selja þau á Facebook-síðunni okkar. Svo vil ég endilega koma á framfæri að það eru allir velkomnir á æfingar hjá okkur, hér æfa allir á sínum hraða og miðað við sína getu. Einstaklingum er mætt á þeirra forsendum,“ segir Rut að lokum. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Viðburðir í Reykjanesbæ Bókakonfekt í Bókasafni Reykjanesbæjar Fimmtudaginn 26. nóvember kl. 20.00 í beinu streymi frá Hljómahöllinni. Rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson, Auður Ava Jónsdóttir og Sólborg Guðbrandsdóttir lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Einnig er boðið upp á hugljúf tónlistaratriði. Jólasveinaratleikur og óskalistar jólasveinanna Taktu þátt í jólasveinaratleik í Bryggjuhúsinu í Duus safnahúsum og leitaðu að gömlu jólasveinunum sem hafa falið sig hér og þar um húsið. Þá er hægt og biðja Skessuna í hellinum um að koma óskalista til jólasveinanna. Hægt er að taka þátt í ratleiknum frá og með laugardeginum 28. nóvember til 6. janúar.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli – Sérkennslustjóri Velferðarsvið - Stuðningsþjónusta Reykjanesbær – Almenn umsókn Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Sundkapparnir Konráð Logi og Helgi Örn eru duglegir að mæta á æfingar hjá Nes.

Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Bókin um minkinn selst eins og heitar lummur

„Fjármálastjórar telja Minninguna um minkinn góð kaup. Það er alltaf hægt að treysta á þennan sama hvert verkefnið eða vitleysan er. Við æskuvinirnir ákváðum að gefa bókina út saman með þá von að styrkja Keflavík, þar sem við æfðum og spiluðum saman frá níu ára aldri, um einhverjar krónur. Það lítur allt út fyrir að það verði að veruleika,“ skrifar Sævar við myndina sem hann deilir af sér og Davíð Þór Jónssyni.

– Enginn kemst með tærnar þar sem frasakóngurinn Jimmy Miggins hafði hælana „Minningin um minkinn“ er snörp frásögn af bandaríska körfuboltamanninum Jimmy Miggins, heimspekingi sem heiðraði körfuboltalið Keflavíkur með nærveru sinni í aðeins þrjár vikur en skildi eftir sig minningar sem lifa að eilífu. Höfundur bókarinnar er Sævar Sævarsson sem gefur bókina út í félagi við æskuvin sinn, Davíð Þór Jónsson. Listamaðurinn Ethoríó Eyjólfsson myndskreytti bókina og Davíð Örn Óskarsson setti gripinn saman fyrir prentun. Stór hluti hagnaðar af sölu bókarinnar, sem gefin verður út í takmörkuðu upplagi, mun renna til styrktar körfuknattleiksdeildar Keflavíkur en ekki þarf að fjölyrða um þann mikla tekjumissi sem Keflavík og önnur félög hafa orðið fyrir vegna stöðunnar í þjóðfélaginu.

Bókaútgáfan ákveðin eftir nokkra bjóra „Þetta byrjaði allt í fyrstu Covidbylgjunni. Ég fór í að setja saman sögur af erlendum leikmönnum og ætlaði fyrst að byrja á þeim sem ég þekkti. Hugmyndin var að hafa samband við Tomma Tomm, Sigga Ingimundar, Sigga Valla, Jón Ben og fleiri sem þekktu gömlu kempurnar. Ég byrjaði á sögum af þeim leikmönnum sem ég þekkti best til og hafði umgengist. Þegar ég var kominn af stað og byrjaður að skrifa um Jimmy Miggins var ég strax kominn með svo mikið af efni að mér fannst það eitt og sér vera efni í góða grein. Eftir að hafa sest niður

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

„Snillingurinn mér við hlið er listamaðurinn Ethoríó Eyjólfsson sem myndskreytti þessa snörpu frásögn mína. Hugmyndin til að byrja með var að fá hann til að teikna sex til tíu myndir. Þegar yfir lauk urðu myndirnar um 50 í öllum stærðum og gerðum ...,“ skrifar Sævar við þessa mynd á Facebook. með nokkrum vel völdum aðilum og sagt þeim frá þessu og við drukkið tvo, þrjá bjóra, óx hugmyndin og við fengum þá hugmynd að gera bók úr þessu og fá einhvern til að myndskreyta hana. Ég hitti Ethoríó Eyjólfsson, sem myndskreytti bókina, og þá var hugmyndin komin. Fyrst átti bara að gefa út litla bók fyrir kjarna af strákum sem voru í körfunni í gamla daga og við myndum prenta nokkur eintök. Þegar Ethoríó kom svo með sínar hugmyndir og skissur, sem hann teiknaði eftir að hafa lesið handritið, sá ég strax að hann var búinn að rissa upp myndasögu í kringum bókina. Þetta voru einhverjar fimmtíu myndir og þá var ekki aftur snúið. Bókin kvarnast svo utan um athugasemdir og frasa frá sögupersónunni,“ segir Sævar

Sævarsson það hvernig hugmyndin varð að bók. – En af hverju varð „Minningin um minkinn“ fyrir valinu? „Minkurinn varð fyrir valinu því það er enginn leikmaður sem ég hef spilað með körfubolta eða yfir höfuð umgengist í gegnum ævina sem hefur átt viðlíka frasa og þessi einstaklingur. Hann var grófur á köflum og mér fannst það tilvalið. Hann var ótrúlega hnyttinn. Hann var og er rosalega kaldhæðinn. Að geta náð fimmtán til tuttugu frösum frá manni sem var með okkur í Keflavíkurliðinu í þrjár vikur, það er bara efni í bók. Það hljóta allir að vera sammála um það.“ – Veit hann um þessa bók? „Það er saga að segja frá því. Ég hafði upp á honum í fyrstu bylgjunni og sagði honum að ég væri að taka saman sögu nokkurra leikmanna og hvort hann gæti svarað nokkrum spurningum fyrir mig um að hvernig honum hafi liðið á Íslandi, hvernig þetta hafi verið og hvort hann muni „Besta körfuboltakona allra tíma vildi bók! Hún setur stórt G í orðið Goðsögn! Með okkur á myndinni er verðandi goðsögn í vínbransanum. Hann vildi líka bók. Við eigum margt sameiginlegt við Hafliði, t.d. að vera lélegri í körfubolta en mamma hans,“ skrifar Sævar við myndina af Önnu Maríu Sveinsdóttir og Hafliða Má Brynjarssyni.

eftir þessum tímabilum og hvað hann væri búinn að gera á ferlinum síðan hann var hér í Keflavík. Hann svaraði eins og honum var einum lagið í stuttum svörum, helst eins atkvæða orðum. Hann svaraði mér svona tvisvar eða þrisvar. Ég varð svo spenntur fyrir því að hann væri að svara mér og þegar hann sagði að ég mætti senda sér tölvupóst með spurningum, þá fór ég aðeins fram úr mér og sendi honum einhverjar tíu eða fimmtán spurningar, sem ég held að hafi verið kveikjan að því að hann hafi hugsað með sér: „Nei þessi maður er genginn af göflunum. Ég var þarna í þrjár vikur og þessi gæi er að senda mér fimmtán spurningar.“ Ég bara hef ekkert náð í hann síðan þetta var. Ég er búinn að senda honum upplýsingar um það að þetta hafi æxlast þannig að greinin hafi orðið að bók og það væri gaman að heyra í honum. Hann hefur ekkert svarað síðan þá. Ég hef ekki hugmynd um hvar hann er niðurkominn núna. Hann var einhvers staðar í Kaliforníu. Hann er örugglega búinn að blokka mig en ég er með símanúmerið hans, sem ég hef ekki látið reyna á. Ég hringi kannski í hann þegar ég er kominn í þúsund eintök af bókinni.“

Snörp frásögn og myndirnar tala Sævar segist hafa skrifað miklu meira en það sem fór í bókina. Hann hafi verið kominn með efni í allt að hundrað síðna bók. „Við ákváðum að hafa þetta snarpa frásögn og leyfa myndunum að tala svolítið og frasarnir, sem eru hans vörumerki, fá að njóta sín. Ég stytti textann og myndirnar njóta sín en það eru myndir á hverri einustu síðu, stundum tvær og jafnvel þrjár. – Var Minkurinn litríkur leikmaður? „Já, hann var litríkur og jafnvel litríkari utan vallar en innan. Hann náði aldrei að blómstra hjá okkur. Hann kom meiddur og eins og kemur fram í bókinni þá tók tíma fyrir okkur að útvega honum æf-

„Guðfaðir körfunnar í Keflavík vildi auðvitað bók. Það var við hæfi að taka mynd af okkur með myndir af þeim nöfnum í bakgrunni og innan um myndir af Lakers goðsögnum en söguhetjan ólst einmitt upp í Kaliforníu,“ skrifar Sævar við myndina af sér og Sigga Valla. ingabúnaði og vera hans hér var hin mesta þrautaganga. Svo var það þannig að honum þótti sopinn eilítið of góður, alla vega fyrir smekk Sigga Ingimundar. Honum var ekki skemmt. Maður sem fær sér miniature að drekka í flugstöðinni áður en lagt er upp í æfingaferð til Noregs. Tja, það er eitthvað sem segir manni það að hann eigi við vandamál að stríða,“ segir Sævar og hlær. Sævar segir að hann sé ennþá með þá hugmynd að taka saman sögur af litríkum leikmönnum sem hafa komið til Keflavíkur, bæði í körfuna og fótboltann. „Þessir erlendu leikmenn eru oft skemmtileg blanda inn í t.d. svona körfuboltalið. Þeir eru með öðruvísi uppeldi en við og koma úr ólíku umhverfi og því koma oft skemmtilegar sögur í kringum þá. Ég á nokkrar sögur og það er fullt af fólki í kringum Keflavík, Njarðvík og önnur lið sem muna eftir þessum karakterum. Það væri gaman að taka þessar sögur saman og miðað við viðtökurnar á þessari bók, þá er bara aldrei að vita nema maður ráðist í það. Þetta var líka rosa skemmtilegt samstarf við Ethoríó. Hann er algjör snillingur og það sem honum datt í hug eftir að hafa lesið handritið að bókinni er ótrúlegt. Það er hins vegar


V�KURFRÉTTIR à SU�URNESJUM � 40 à R // 15

Bjóða einnig myndir úr bókinni til sÜlu

ĂžaĂ° eru bara einstakir meistarar sem fĂĄ mynd af sĂŠr og ĂĄstarkveĂ°ju Ă­ bĂłkinni. „I sure love Siggi B...“ SigurĂ°ur B. MagnĂşsson og SĂŚvar SĂŚvarsson meĂ° bĂłkina. staĂ°reynd aĂ° ĂžaĂ° kemst enginn meĂ° tĂŚrnar Ăžar sem Jimmy Miggins hafĂ°i hĂŚlana Ăžegar kemur aĂ° skemmtanagildi.“

Gaman að geta gefið eitthvað til baka SÌvar gefur bókina út persónulega með Ìskuvini sínum, Davíð Þór Jónssyni. SÌvar segir að Þeir hafi verið sammåla um að Keflavík hafi gefið Þeim mikið í Ìsku og å unglingsårum Þegar Þeir voru að Þroskast og dafna sem einstaklingar. „Það er gaman að geta gefið eitthvað til baka svo ekki sÊ talað um å tímum eins og núna, Þar sem ekki er hlaupið

aĂ° ĂžvĂ­ aĂ° sĂŚkja pening Ă­ reksturinn. ĂžaĂ° var ĂžvĂ­ strax ĂĄkveĂ°iĂ° aĂ° taka stĂŚrstan hluta af hagnaĂ°inum af sĂślu bĂłkarinnar og styrkja KeflavĂ­k meĂ° ĂžvĂ­ – og ĂžaĂ° er gaman aĂ° segja frĂĄ ĂžvĂ­ aĂ° nĂş hĂśfum viĂ° nĂĄĂ° upp Ă­ kostnaĂ° viĂ° ĂştgĂĄfuna Ăžannig aĂ° allt sem kemur Ă­ kassann nĂşna rennur til KeflavĂ­kur,“ segir SĂŚvar.

Auk bĂłkarinnar „Minningin um minkinn“ Þå eru fleiri fjĂĄrĂśflunarmĂśguleikar meĂ° ĂştgĂĄfunni. Ăžannig teiknaĂ°i listamaĂ°urinn EthorĂ­Ăł nokkrar af myndum bĂłkarinnar Ă­ yfirstĂŚrĂ° og ÞÌr verĂ°a boĂ°nar til sĂślu sĂŠrstaklega ĂĄ fjĂĄrĂśflunarsamkomum eins og herrakvĂśldum. Þå mun KeflavĂ­kurkarfan fĂĄ helming sĂśfnunarfjĂĄrins og listamaĂ°urinn fĂŚr greitt fyrir sĂ­na vinnu. Af sjĂś stĂłrum myndum Ăşr bĂłkinni hafa Ăžegar veriĂ° seldar tvĂŚr ĂĄ sĂ­Ă°unni millilending.is. „ÞaĂ° eru einhverjir meĂ° tilfinningar til Minksins og svo er nĂş EthorĂ­Ăł listamaĂ°ur af guĂ°s nĂĄĂ° og myndirnar hans eru ĂłgeĂ°slega flottar. ĂžaĂ° er reyndar ein mynd Ăžarna sem er mjĂśg grĂłf og ĂŠg get ekki sett inn ĂĄ heimasĂ­Ă°una. Ég vil bara aĂ° fĂłlk sjĂĄi hana Ă­ bĂłkinni en hĂşn er til Ă­ fullri reisn ... stĂŚrĂ°. HĂşn fer hĂŚstbjóðanda ĂĄ einhverju herra- eĂ°a konukvĂśldi Ă­ nĂĄinni framtĂ­Ă°.“

„Stundum tefla menn ĂĄ tĂŚpasta vaĂ°. Ăžessir meistarar keyptu aĂ° sjĂĄlfsĂśgĂ°u bĂŚkur. MĂŠr aĂ° hĂŚgri hĂśnd er maĂ°urinn sem fann sĂśguhetjuna Ăžegar hann spilaĂ°i Ă­ Peperdine. MĂŠr aĂ° vinstri hĂśnd er sigursĂŚlasti ĂžjĂĄlfari sĂśgunnar og sĂĄ sem olli ĂžvĂ­ aĂ° bĂłkin er 60 bls en ekki 600“. Ă myndinni eru TĂłmas TĂłmasson, SĂŚvar SĂŚvarsson og SigurĂ°ur Ingimundarson.

– Þú ert eins og Herbert GuĂ°mundsson, ferĂ° hĂşs Ăşr hĂşsi meĂ° bĂłkina. „Þetta er kannski ekki alveg svoleiĂ°is. Ég byrjaĂ°i ĂĄ aĂ° taka myndir af mĂŠr meĂ° vinum og kunningjum meĂ° bĂłkina ĂĄ Instagram Story. Svo rak DavĂ­Ă° Þór mig Ă­ ĂžaĂ° aĂ° setja Ăžetta frekar ĂĄ Facebook og merkja fĂłlk ĂĄ Ăžessum myndum svo ÞÌr dreifĂ°ust vĂ­Ă°ar. NĂş er staĂ°an sĂş aĂ° ĂžaĂ° er eiginlega meiri eftirspurn eftir myndum meĂ° mĂŠr en bĂłkinni sjĂĄlfri. Ætli staĂ°an verĂ°i ekki sĂş fljĂłtlega aĂ° aĂ° Ăžeir sem kaupa bĂłk og fĂĄ mynd verĂ°a aĂ° borga aĂ°eins meira fyrir og karfan grĂŚĂ°ir ĂĄ ĂžvĂ­?“ „Minningin um minkinn“ er aĂ° fara vĂ­Ă°a og bĂŚkur komnar ĂĄ heimili Ă­ Borgarnesi, StykkishĂłlmi, ĂĄ Selfossi og um allt hĂśfuĂ°borgarsvĂŚĂ°iĂ°. „BreiĂ°holtiĂ° er nĂŚst stĂŚrsta sĂślusvĂŚĂ°iĂ° ĂĄ eftir KeflavĂ­k, enda Ăžekkja margir sĂśgur af drengnum. ĂžaĂ° er ĂĄhugafĂłlk um kĂśrfubolta og almennan fĂ­flaskap sem hafa gaman af aĂ° kaupa bĂłkina og styrkja um leiĂ° gott mĂĄlefni. Ăžetta hefur gengiĂ° ĂĄgĂŚtlega en verĂ°ur engin metsĂślubĂłk en KeflavĂ­k mun klĂĄrlega njĂłta góðs af Ăžessu. Ég ĂĄ orĂ°iĂ° fyrir kostnaĂ°i Ăžannig aĂ° allt

„GoĂ°sagnir Ăşr NjarĂ°vĂ­k vilja lĂ­ka lesa um Minkinn. Svo spenntur var Teitur fyrir bĂłkinni aĂ° hann henti sĂŠr strax Ă­ nĂ˝ja sĂłfann Ă­ nĂ˝ju Ă­búðinni Ă­ 230 KeflavĂ­k og hĂłf lestur. Mesti sigurvegari Ă­slensks kĂśrfubolta. Hefur veriĂ° geggjaĂ° aĂ° kynnast Ăžessu legendi undanfarna mĂĄnuĂ°i. NĂş er stefnan hjĂĄ honum sett undir 10 Ă­ forgjĂśf Ă­ golfinu og miĂ°aĂ° viĂ° eljuna og vinnusemina mun ĂžaĂ° takast Ă­ vetur Þó enginn golfvĂśllur sĂŠ opinn... Ef ĂžiĂ° viljiĂ° vera eins og Teitur Ă–rlygsson Þå Ăžarf ĂŠg aĂ° hryggja ykkur meĂ° ĂžvĂ­ aĂ° ĂžaĂ° er aĂ°eins einn Teitur Ă–rlygsson. ĂžiĂ° getiĂ° hins vegar lesiĂ° bĂłk eins og Teitur, Ăž.e. ef ĂžiĂ° kunniĂ° aĂ° lesa og skiljiĂ° Ă­slensku.“ sem kemur Ă­ kassann frĂĄ og meĂ° deginum Ă­ dag rennur beint Ă­ kĂśrfuna Ă­ KeflavĂ­k,“ segir SĂŚvar SĂŚvarsson. Ef lesendur hafa ĂĄhuga ĂĄ ĂžvĂ­ aĂ° tryggja sĂŠr bĂłkina er hĂŚgt aĂ° kaupa hana ĂĄ millilending.is.

17 HĂ“TEL UM ALLT LAND

GJAFABRÉF �SLANDSHÓTELA

EINSTĂ–K TILBOĂ?

og ótal mÜguleikar í boði • Gisting með morgunverði • Gisting með morgunverði og kvÜldverði • Gisting með morgunverði, kvÜldverði og spa • Veitingar, kvÜldverður eða brunch • Reykjavík Spa meðferðir • SÊrsniðin gjafabrÊf

GjafabrĂŠfin gilda ĂĄ FosshĂłtelum, Grand HĂłtel ReykjavĂ­k og HĂłtel ReykjavĂ­k Centrum

gjafabref@islandshotel.is | islandshotel.is/gjafabref


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Uppáhaldsstaðurinn eins og á annarri plánetu

– Ellert Grétarsson gefur út ljósmyndabók um náttúru og undur Íslands Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Ísland - náttúra og undur er önnur ljósmyndabók Ellerts Grétarssonar á tveimur árum. Bókin er á leið í dreifingu í bókaverslanir þessa dagana en bókina má einnig nálgast í forsölu á vefsíðunni elg.is. Þar er m.a. hægt að óska eftir árituðum eintökum sem boðin eru í ókeypis heimsendingu á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Fyrri ljósmyndabókin, Reykjanesskagi - náttúra og undur, kom út 2018 og fékk góðar móttökur.

„Mér þetta svo gaman að mig langaði að gera aðra bók, enda átti ég nóg af efni frá ferðum mínum um okkar fagra Ísland. Elstu myndirnar eru tólf, þrettán ára gamlar en þær yngstu eru frá því í sumar. Þetta er bók sem við ætluðum að gefa út í fyrra en af ýmsum ástæðum ákváðum við að fresta því þar til núna. Fyrir vikið þá held ég að ég sé kominn með miklu betri bók og vandaðri þar sem ég gat gefið mér nægan tíma í verkefnið,“ segir Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndari, um bókina sem hann er að senda frá sér að þessu sinni. „Þetta er ekki hefðbundin landkynningarbók fyrir erlenda ferðamenn. Bókin er hugsuð fyrir innanlandsmarkað, enda er hún bara á íslensku. Þú sérð ekki myndir þarna af Gullfossi og Geysi, Stuðlagili og

Í staðinn langaði mig að sýna Íslandi í öðru ljósi þar sem ég er með fókusinn á stöðum og náttúru­ fyrirbærum sem við sjáum ekki alltof margar myndir af ...

þessum stöðum sem við erum búin að sjá margar myndir af frá öllum sjónarhornum. Ég hef engu við það að bæta. Í staðinn langaði mig að sýna Íslandi í öðru ljósi þar sem ég er með fókusinn á stöðum og náttúrufyrirbærum sem við sjáum ekki alltof margar myndir af.“ – Hvernig hefur þú komist í tæri við þessa staði? „Á þeim árum sem ég starfaði með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum þá fór ég í margar spennandi gönguferðir með þeim um svæði sem maður hefði kannski ekki skoðað ella. Það er svolítið af myndum úr þeim gönguferðum. Þá hef ég mikinn áhuga á landinu og þá sérstaklega jarðfræðinni og í gegnum það grúsk allt hefur maður komist í tæri við fyrirbæri sem eru áhugaverð og forvitnileg. Í bókinni er ég m.a. að sýna furðulegar og sérkennilegar bergmyndanir. Við sjáum bergmyndanir í klettunum í Vesturdal, við sjáum bárujárnslagaða stuðlabergið í Breiðafirði og myndanir sem eru hvergi til annars staðar. Við sjáum rósamynstur í ónefndum helli hér á Reykjanesskaganum, móbergskúlurnar uppi á Laka og ýmisleg svona fyrirbæri sem ég reyni að útskýra líka. Ég er einnig með staði sem eru fáfarnir í bland við aðra staði sem við þekkjum líka. Sumir staðirnir eru ekki endilega fallegustu staðirnir á Íslandi en engu að síður mjög áhugaverðir og hafa mikil hughrif.“ – En þínir uppáhaldsstaðir í íslenskri náttúru, hverjir eru þeir? „Þeir eru nokkuð margir og staðir sem erfitt er að gera upp á milli. Þetta eru ekki endilega staðirnir sem búa yfir stórbrotnustu og fallegustu náttúrunni. Þetta eru helst staðir þar sem maður hefur orðið fyrir mestu hughrifunum og eru eftirminnilegir.

Minnisstæður dagur á göngu yfir kolsvartan jökul Ein mín uppáhaldsmynd er úr Skeiðarárjökli og tekin í gönguferð sem ég fór í með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum árið 2012. Þetta var í mjög skemmtilegum gönguhóp. Hann var fjölþjóðlegur. Það voru þarna feðgar frá Ísrael, einn Indverji, kona


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Magnaður staður og hugsanlega einn af þessum stöðum sem maður sér bara einu sinni.

Sérstaklega þegar við sváfum við jökulinn og þegar maður vaknaði á nóttunni við brestina og drunurnar í jöklinum. Þetta var allt eitthvað svo kyngimagnað ... frá Ástralíu og einn Hollendingur. Við löbbuðum á fjórum dögum frá Núpsstaðaskógum með allt á bakinu yfir jökulinn og Skaftafellsfjöllin og enduðum í Skaftafelli. Dagurinn þegar við löbbuðum yfir jökulinn er mér sérstaklega minnisstæður. Þetta var ári eftir Grímsvatnagos og það var mikil aska í jöklinum. Hann var á köflum alveg kolsvartur og mikil strýtumyndun. Svo rauk og gufaði úr þessu öllu og þegar við stóðum þarna og horfðum yfir jökulinn þá hugsaði ég: „Nei við erum ekki að fara þarna yfir.“ Leiðsögumaðurinn hélt það nú, þetta væri leiðin. Þegar maður var kominn út á jökulinn og í þetta landslag, þá hafði maður á tilfinningunni að maður væri staddur á annarri plánetu. Þetta var alveg magnað. Við þurftum oft að snúa við, því það voru ýmsar hindranir á vegi okkar. Hyldjúpar sprungur og svakalegir jökulsvelgir, aurbleyta eða jafnvel bara kviksyndi. Við þurftum að þræða framhjá þessu öllu og leiðin var mjög hlykkjótt og það tók allan daginn að komast þarna í gegn. Þetta var alveg magnað og þessi ferð var öll mögnuð. Sérstaklega þegar við sváfum við jökulinn og þegar maður vaknaði á nóttunni við brestina og drunurnar í jöklinum. Þetta var allt eitthvað svo kyngimagnað.

Hraut svo hátt að undir tók í fjöllunum Ég svaf lítið í þessari ferð og ef þú skoðar myndirnar úr henni þá sérðu að fyrstu næturnar voru tjöldin þétt saman í þyrpingu en þegar mynd-

Afskektir staðir og ekki í alfaraleið

irnar frá seinni áfangastöðunum eru skoðaðar þá sést að það eru margir metrar á milli tjaldanna. Þetta var þannig að við vorum tvö og tvö saman með tjald og skiptumst á að bera og málin atvikuðust þannig að ég lenti með Indverjanum í tjaldi. Hann hraut svo rosalega að það tók undir í fjöllunum og ég hef bara ekki heyrt annað eins. Síðustu nóttina þá gat ég ekki meira. Það var erfiður dagur framundan þar sem þurfti að fara yfir öll Skaftafellsfjöllin. Ég varð að geta sofið eitthvað þannig að ég tók svefnpokann minn og tók góða mosaþembu og lagðist þar. Ég vaknaði svo um morguninn alveg rennandi blautur því það hafði komið þoka um nóttina með náttfalli, þetta varð alveg ógleymanleg ferð og þetta er mitt uppáhaldssvæði og kannski eitthvað sem maður sér bara einu sinni. Lónsöræfin eru líka í uppáhaldi og ég hef farið þangað tvisvar og labbað þar í níu daga í tveimur ferðum. Þetta er stórbrotið svæði með sjö til átta milljón ára gamla megineldstöð, útkulnaða, sem að jökullinn hefur grafið djúpt niður í. Bergmyndanir og litir eru ólýsanlegir. Þetta er svæði sem þú ferð bara labbandi, þangað er ekki farið á bíl, svipað og Hornstrandir. Svo eru staðir eins og Þerribjörg við Kolmúla, vestanmegin við Héraðsflóa. Það er eftirminnileg gönguferð sem ég fór fyrir nokkrum árum með gönguhóp af Fljótsdalshéraði. Það var svakaleg ferð. Við þræddum snarbrattar hlíðar eftir örmjóum kindastíg og svo voru bara 200

metrar niður í sjó. Puðið var vel þess virði því þarna mætti manni alveg stórkostleg náttúra. Þarna er megineldstöð mikið rofin við haf. Það sem eftir stendur ofansjávar er í rauninni bara þversnið af eldfjalli. Þú sérð alla berggangana sem skera bergið þvers og kruss, ægifögur litasinfónía.

Í sumar fór ég og skoðaði fyrirbæri sem ég hef ekki séð áður. Lauffellsmýrar á Síðumannaafrétti. Ég labbaði þangað með drónann á bakinu og þar er eitt stórkostlegasta náttúruafstrakt sem þú finnur á landinu í þessum sérkennilegu mýrum sem eru mjög sjaldgæfar, þessi vistgerð, rimamýrar. Svo eru gervigígar þar rétt fyrir norðan. Það eru svo margir staðir sem maður gæti endalaust verið að tala um. Það er þetta sem ég er að reyna að sýna í bókinni, staðirnir sem þú hefur ekki séð á Instagram og öðrum stöðum.“ Ellert óttast ekki að hann sé að uppljóstra neinum leyndarmálum í bókinni sem verði til þess að átroðningur verði á þá staði. Þetta séu yfirleitt það afskektir staðir og ekki í alfaraleið.

Aðspurður um hvaða búnað hann sé að nota, þá segist Ellert reyna að fara eins léttvopnaður af ljósmyndagræjum í sínar ferðir. Það muni um hvert kíló í bakpokanum. Myndirnar í bókinni eru bæði teknar á ljósmyndavélar og einnig með dróna.

Sjá má viðtal við Ellert Grétarsson um bókaútgáfuna í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á vf.is og sjónvarpsstöðinni Hringbraut á fimmtudagskvöld kl. 20:30.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

25% AFSLÁTTUR

af öllu

miðvikudag til laugardags opið á laugardag til 16:00


18 // V�KURFRÉTTIR à SU�URNESJUM � 40 à R

Jóladagskrå 2020 í ReykjanesbÌ Menningar- og atvinnuråð ReykjanesbÌjar lýsir å síðasta fundi sínum ånÌgju með metnaðarfulla jóladagskrå stofnana ReykjanesbÌjar og hvetur íbúa til virkrar ÞåtttÜku í henni enda er hún Þeim að kostnaðarlausu.

JĂłlagarĂ°urinn alla laugardaga Ă­ desember og ĂĄ ĂžorlĂĄksmessu JĂłlagarĂ°urinn er nĂ˝tt verkefni sem ĂŚtlaĂ° er aĂ° vekja upp skemmtilega jĂłlastemmningu. RĂĄĂ°hĂşstorg og hluti skrúðgarĂ°sins verĂ°a skreytt og boĂ°iĂ° upp ĂĄ ĂłvĂŚntar uppĂĄkomur til aĂ° gleĂ°ja gesti og gangandi. Ăžar verĂ°a einnig sĂślukofar Ăžar sem Ă­bĂşar og aĂ°rir geta selt varning tengdan jĂłlum.

JĂłlasveinaratleikur og Ăłskalistar til jĂłlasveinanna

er sunnudaginn 6. desember kl. 13–16 í Duus Safnahúsum.

à aðventunni stendur fjÜlskyldum til boða að fara í ratleik í Duus Safnahúsum og leita að gÜmlu jólasveinunum sem hafa falið sig hÊr og Þar um húsið. Þå er hÌgt og biðja Skessuna í hellinum um að koma óskalista til jólasveinanna. Viðburðurinn er frå 5. desember til 6. janúar kl. 12:00–17:00 í Duus Safnahúsum.

JĂłlasveinn dagsins

Skreytum saman JĂłlastofu FjĂślskyldur bĂşa til kramarhĂşs, mĂşsastiga og jĂłlahjĂśrtu til aĂ° skreyta JĂłlastofuna Ă­ anda jĂłlatrĂŠsskemmtana Duus-fjĂślskyldunnar Ă­ upphafi tuttugustu aldar. Notaleg jĂłlafĂśndurstund fyrir fjĂślskyldur. ViĂ°burĂ°urinn

Stekkjastaur kemur til byggĂ°a Ăžann 12. desember og brĂŚĂ°ur hans einn af Üðrum ĂĄ hverju degi til jĂłla. Ăžeir munu koma viĂ° Ă­ Duus SafnahĂşsum daglega til jĂłla og bregĂ°a ĂĄ leik. HĂŚgt verĂ°ur aĂ° fylgjast meĂ° uppĂĄtĂŚkjum Ăžeirra ĂĄ Facebook-sĂ­Ă°u Duus SafnahĂşsa ĂĄ hverjum degi. ĂžrettĂĄndagleĂ°i verĂ°ur miĂ°vikudaginn 6. janĂşar. NĂĄnari ĂştfĂŚrsla hennar verĂ°ur kynnt sĂ­Ă°ar Ă­ ljĂłsi samkomutakmarkana.

JĂłlaskreytingar hafa smĂĄm saman veriĂ° aĂ° birtast Ă­ ReykjanesbĂŚ. Ă? vikunni var veriĂ° aĂ° setja upp jĂłlatrĂŠĂ° viĂ° Fisherstorg Ă­ nĂĄgrenni Duus safnahĂşsa. VF-mynd: pket

Skammast mín fyrir að baka ekki eins og Ümmur mínar gerðu Halldís Jónsdóttir er åhugasamur kylfingur og vÌri til í að sjå nýtt fleygjårn í jólapakkanum

VR Ăłskar eftir vĂśnduĂ°um sumarhĂşsum eĂ°a orlofsĂ­búðum ĂĄ leigu til framleigu fyrir fĂŠlagsmenn sĂ­na. ViĂ° leitum aĂ° hĂşsnĂŚĂ°i ĂĄ landsbyggĂ°inni fyrir nĂŚsta sumar. Ă hugasĂśm sendi upplĂ˝singar ĂĄ vr@vr.is fyrir 15. desember 2020. NauĂ°synlegt er aĂ° góðar ljĂłsmyndir og lĂ˝sing ĂĄ umhverfi fylgi meĂ°. Ă–llum tilboĂ°um verĂ°ur svaraĂ°. Eftirfarandi upplĂ˝singar Ăžurfa aĂ° fylgja tilboĂ°i: – – – –

Lýsing å eign og Því sem henni fylgir à stand eignar og staðsetning StÌrð, fjÜldi svefnplåssa og byggingarår Lýsing å mÜguleikum til útivistar og afÞreyingar í nÌsta någrenni

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVĂ?K | S. 510 1700 | WWW.VR.IS

Halldís Jónsdóttir, flugfreyja, er ein af mÜrgum sem nýta sÊr netverslun fyrir jólin en hún bakar ekkert og skammast sín svakalega fyrir Það. Halldís er åhugasamur kylfingur og yrði ekki mjÜg svekkt ef Það vÌri golfdót í jólapakkanum.

ĂĄr. Ăžar sameinuĂ°ust móður- og fÜðurfjĂślskyldan mĂ­n og viĂ° eyddum deginum saman. Ăžar var oft margt um manninn, veriĂ° aĂ° borĂ°a frĂĄ morgni til kvĂślds. Minnist Ăžess tĂ­ma meĂ° mikilli hlĂ˝ju og er glÜð aĂ° eiga Ăžessar góðu minningar.

– Ertu byrjuð að kaupa jólagjafir? Jå, heldur betur, Êg hef nýtt mÊr netverslunina og 11/11 kom sterkur inn.

– Hefurðu sótt messu um jólahåtíðina? Er ekki mjÜg kirkjurÌkin en fór í miðnÌturmessu å aðfangadagskvÜld fyrir mÜrgum årum og fannst mjÜg håtíðlegt.

– HvaĂ° meĂ° jĂłlaskreytingar, eru ÞÌr fyrr Ă­ ĂĄr? Ég er vĂśn aĂ° byrja aĂ° skreyta ĂĄ fyrsta Ă­ aĂ°ventu en er nĂşna bĂşin aĂ° setja ljĂłs Ă­ glugga og bĂŚti Ă­ hĂŚgt og rĂłlega. – Skreytir Þú heimiliĂ° mikiĂ°? Skreyti ekkert svaka mikiĂ°, frekar lĂĄtlaust en finnst Ăžessi tĂ­mi skemmtilegur og reyni aĂ° hafa hann huggulegan. – Bakar Þú fyrir jĂłlin og ef hvaĂ° Þå helst? Ég baka ekkert fyrir jĂłlin og verĂ° aĂ° segja aĂ° ĂŠg skammast mĂ­n svakalega fyrir ĂžaĂ°. SĂŠrstaklega Ă­ ljĂłsi Ăžess aĂ° Ăśmmur mĂ­nar, Gunna og HĂŚdĂ˝, voru bĂĄĂ°ar svaka bakarar og ĂŠg hefĂ°i betur lĂŚrt af Ăžeim.

– Eftirminnilegasta jĂłlagjĂśfin? Eftirminnilegasta jĂłlagjĂśfin eru sennilega skĂ­Ă°in sem viĂ° JĂłi bróðir fengum eitt ĂĄriĂ°. Pabbi hafĂ°i mikiĂ° fyrir aĂ° fela Ăžau en auĂ°vitaĂ° lĂĄgum viĂ° Ăşt Ă­ glugga og sĂĄum hann setja Ăžau Ăşt Ă­ skĂşr ĂĄ aĂ°fangadag. ViĂ° vorum svo mĂŚtt Ă­ JĂłnasarbrekku ĂĄ jĂłladag ĂĄ Atomic-skĂ­Ă°unum. – Er eitthvaĂ° sĂŠrstakt sem Ăžig langar Ă­ jĂłlagjĂśf? Til aĂ° ĂŠg geti nĂş bĂŚtt mig Ă­ golfinu, Þå held ĂŠg aĂ° meĂ° góðu fleygjĂĄrni (Wedge) og nokkrum tĂ­mum hjĂĄ golfkennara Þå smelli Ăžetta allt saman!

– Hvernig sĂŠrĂ°u desember fyrir ÞÊr Ă­ ljĂłsi Covid-19? JĂłlastemmningin Ăžessi jĂłl verĂ°ur lĂĄgstemmd eins og gefur aĂ° skilja. ViĂ° fĂśrum rĂłlega yfir og reynum aĂ° njĂłta sem best. – Eru fastar jĂłlahefĂ°ir hjĂĄ ÞÊr? JĂłlin hjĂĄ mĂŠr byrja Ă­ hĂĄdeginu ĂĄ ĂžorlĂĄksmessu, Þå eigum viĂ° hjĂłnin brúðkaupsafmĂŚli og viĂ° fĂśrum Ă­ mat til mĂśmmu og pabba Ăžar sem pabbi eldar spĂŚnskan saltfiskrĂŠtt. Ég reyni aĂ° vera bĂşin aĂ° Ăžessu helsta og viĂ° njĂłtum dagsins. UppĂĄhaldsdagur ĂĄrsins hjĂĄ mĂŠr og jĂłlin komin. – Hver eru fyrstu jĂłlin sem Þú manst eftir? Ég man alltaf eftir jĂłladegi sem var haldinn hĂĄtĂ­Ă°legur ĂĄ Hringbrautinni hjĂĄ Ăśmmu Gunnu og afa JĂła Ă­ mĂśrg

– HvaĂ° verĂ°ur Ă­ matinn hjĂĄ ÞÊr ĂĄ aĂ°fangadag? Ég er svo heppin aĂ° maĂ°urinn minn sĂŠr alveg um matseldina ĂĄ jĂłlunum. ViĂ° erum vanafĂśst og strĂĄkarnir okkar velja matinn. UndanfariĂ° hefur veriĂ° rĂŚkjukokteill, hamborgarhryggur og sĂşkkulaĂ°ikaka. Svo erum viĂ° mamma pĂ­nu dekraĂ°ar, viljum helst ekki reykt kjĂśt og fĂĄum kalkĂşnabringur.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Minningarorð

Anna Lísa Ásgeirsdóttir Anna Lísa Ásgeirsdóttir fæddist á Akureyri 12. mars 1941. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 3. nóvember 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Ásgeir Matthíasson (f. 3/7 1891 – d. 28/10 1955) og Anna Luise Matthíasson (f. 11/10 1913 – d. 28/12 1986). Eftirlifandi systir Önnu Lísu er Annetta (f. 23/12 1937). Anna Lísa bjó fyrstu árin sín á Akureyri og þaðan flutti fjölskyldan til Húsavíkur þar sem Anna Lísa átti góðar minningar,

um 1960 flutti hún síðan til Keflavíkur. Anna Lísa giftist þann 1.október 1977, Walter Gunnlaugssyni (f. 3/8 1935 – d. 3/10 2017). Dóttir Önnu Lísu er Anna Birgitta Nicholson (f. 19/6 1961), hún er gift Birni Línberg Jónssyni og eiga þau fjögur börn og sex barnabörn. Stjúpbörn eru María Guðrún, Erla, Vilhjálmur og Hildur.

Anna Lísa starfaði við skrifstofuog verslunarstörf, síðan stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki sem var verslun og snyrtistofa í Keflavík. Einnig var hún félagi í Oddfellowreglunni, þar sem hún starfaði af heilindum og kærleika. Útför Önnu Lísu fór fram í kyrrþey að hennar ósk.

Önnu Lísu Ásgeirsdóttur (Sússý) kynntist ég þegar hún rak snyrtistofu við Hafnargötuna í Keflavík. Hún vissi af því að ég hafi lært snyrtifræði og hana vantaði tímabundna afleysingu. Það var mikill lærdómur að vinna fyrir Önnu Lísu. Já, hún var af þýskum ættum og þá þurfti klukkan að vera rétt stillt fyrir hvern viðskiptavin og þá þýddi ekkert að vera að dúllast of lengi. Upp frá þessu urðum við miklar vinkonur og það skipti aldrei máli aldursmunurinn á okkur. Við fórum saman í innkaupaferðir til London, Amsterdam og ég hjálpaði til með að opna verslun í Portúgal. Ekkert stöðvaði hana og hennar einstöku framkvæmdargleði og skipulag skein ávallt í gegn. Hún gekk í hlutina og kynnti sér aðstæður á hverjum stað, lærði tungumálið og kom sér alltaf í samband við réttu aðilana og vann með þeim. Allar ferðirnar voru mér einstakar í upplifun og minningarnar um hversu mikil heimskona hún var, bóhem og naut lífsins. Anna Lísa var gift honum Walter Gunnlaugssyni og var hann gull af

manni. Þau voru mjög samrýnd og hann studdi hana í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Eftir að Anna Lísa hætti að vinna og Walter orðinn veikur, þá vorum við í sambandi nærri því daglega þar sem hún varð fljót að tileinka sér tölvutæknina og við skiptumst á pósti alla daga. Við áttum okkar gælunöfn sem við notuðum alla tíð um hvor aðra til loka dags, þær Sússý og Stússý. Já, við brölluðum margt og fórum margar ferðirnar til Reykjavíkur. Stundum fengum við okkur hádegismat á Borginni en Sússý var mjög skýr um að við skyldum sko ekki að fara á plaststólanna, heldur færum við þangað sem væri upp á dúkað. Ég skildi alltaf passa upp á það. Anna Lísa gekk inn í Oddellowregluna 1986 og starfaði þar mikið, meðal annars í félagi sem vann við að stofna fyrstu Rebekkustúkuna hér í Reykjanesbæ. Hún kynnti mig fyrir Oddfellowreglunni og hefur það verið mér mikil gæfa. Ég mun ævinlega vera henni þakklát fyrir það.

Að eiga vin er lífsins mesta mildi og margur fær að skilja kraftinn þann því það sem okkar tilvist gefur gildi er gæska sú sem vekur kærleikann.

Nú er komið að kveðjustund elsku vinkona. Ég hef þekkt þig alla tíð. Þið Anna Birgitta voruð mikið með okkur fjölskyldunni þegar ég var að alast upp og á ég margar góðar og skemmtilegar minningar frá þeim tíma. Ég kallaði þig Lísta því ég gat ekki sagt Lísetta eins og foreldrar mínir kölluðu þig. Við höfum umgengist hvor aðra mikið síðustu ár. Þú sagðir öllum sem við hittum að þú hafir keyrt mig um í hvítum barnavagni þegar ég var lítil, með glugga aftan á. Á brúðkaupsdaginn okkar Gunna keyrðir þú okkur í kirkjuna á fínu Cortínunni þinni. Ég man svo vel hversu hamingjusöm þú varst þegar þú kynntist honum Wolla þínum. Öllum líkaði vel við Wolla enda yndislegur maður með hjarta úr gulli. Þegar Wolli var á Hval 8, fór ég stundum með þér upp í Hvalfjörð til að hitta hann. Það var gaman að heyra sögur af ferðalögum ykkar enda af miklu að taka. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til ykkar, enda höfðingjar heim að sækja. Þegar veikindin bönkuðu upp á hjá Wolla, stóðst þú þig eins og hetja. Þú keyrðir honum til Reykja-

víkur í hvaða veðri sem var og hugsaðir um hann fram á síðasta dag. Þú varst alltaf svo fín og vel til höfð, bleiki liturinn var í uppáhaldi hjá þér, hvort sem það var í klæðaburði, förðun eða bara hlutir sem prýddu heimilið þitt. Þú varst mikil athafnakona, rakst snyrtistofu, snyrtivöruverslun og svo síðar sjoppu í Keflavík. Ekki má þá gleyma þegar þú opnaðir búð í Portúgal. Þú lést ekkert stöðva þig, lærðir tungumálið sem lék við þér. Oddfellowhreyfingin var þér afar mikilvæg. Þú misstir svo mikið þegar Wolli féll frá, þá fór að halla undan fæti og veikindi þín bönkuðu hratt upp á. Allt í einu varst þú orðin svo hjálparvana. Við höfum getað talað mikið saman og treyst hvor annari þrátt fyrir aldursmuninn. Þér var mjög annt um fjölskyldu mína og fylgdist vel með og spurðir frétta af þeim næstum daglega og átti Nína stað í hjarta þínu. Þú komst oft í heimsókn til okkar Gunna á meðan heilsan leyfði og oftast komst þú með eitthvað gott úr bakaríinu. Ég á eftir að sakna þess að sjá ekki nafnið þitt á símanum mínum þegar þú varst að hringja í mig og röddina þína: „Hvað segir

Ef kuldi fer um vitund vina þinna skal vonar glætan þín þeim gef yl og þegar vinir skrekk og skaða finna þá skal þitt hjarta einnig kenna til. Að njóta allra mildi með þeim snjöllu og merkilegum vinum sem þú átt það líkist því að eiga nóg af öll og efast síst um hjartans heita mátt. (Höf. KH) Sendi Önnu Birgittu, Hildi, Erlu, Maju, Villa og fjölskyldum mínar dýpstu samúðarkveðjur.

Frá af afhendingu styrks hjá Lionsklúbbi Njarðvíkur.

Happdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur að hefjast Sala happdrættismiða í happdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur er nú að hefjast. Að venju er glæsileg bifreið í fyrsta vinning, nú Hyundai i10 Comfort og að þessu sinni eru níu aðrir góðir vinningar. Fólk er hvatt til að ná sér í miða hjá Lionsfélaga eða í Nettó í Njarðvík en þar fá Lionsfélagar aðstöðu til að selja miða og bíllinn er þar til sýnis fram á Þorláksmessu þegar dregið er í happdrættinu. Allur ágóði af happdrættinu rennur til góðra málefna. Hefð er fyrir því að afhenda styrki til ýmissa aðila við upphaf miðasölu í Nettó en nú er ekki hægt að koma því við með góðu móti.

Meðal þeirra aðila sem fá eða hafa fengið stuðning frá Lionsklúbbi Njarðvíkur á þessu ári eru Velferðarsjóður Suðurnesja 800.000 kr., Fjölsmiðjan 500.000 kr., Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja 500.000 kr., Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Björgunarsveitin Suðurnes og fleiri aðilar. Lionsfélagar í Njarðvíkum hvetja fólk til að kaupa happdrættismiða og taka með því þátt í að styðja við góð málefni í heimabyggð. Guðbjörg S. Marteinsdóttir, deildarstjóri tómstundastarfs Nesvalla, tekur við styrk frá Lionsmönnum að upphæð 200.000 kr. til búnaðarkaup fyrir félagsstarf aldraðra Nesvöllum.

Elsku Sússý mín, megi sá sem öllu ræður umvefja sálu þína og gefi þér kærleik og frið, þar til við hittumst næst. Elsa Skúladóttir.

þú krúttmúsin mín?“ Þegar við Elsa sátum hjá þér á spítalanum daginn sem þú kvaddir, sagði hún mér svo skemmtilega ferðasögu af ykkur vinkonunum. Þið voruð í Amsterdam og höfðuð keypt ykkur fallegar kápur. Þegar komið var á Schipol-flugvöll þá vildir þú kaupa fullt af túlipönum í stíl við kápurnar ykkar. Þetta var þér líkt. Elsku Anna Lísa mín, nú ertu komin á stað þar sem öllum líður vel og þjáningar þínar að baki. Þú ert komin til Wolla þíns í Sumarlandið og þið sameinuð á ný. Takk fyrir samveruna og sjáumst seinna. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson)

Kirkjugarður Njarðvíkur

Jólalýsing

Byrjað verður að kveikja á jólaljósum í kirkjugarði Njarðvíkur laugardaginn 28. nóvember kl. 13:00 Tengigjald er 4.000kr fyrir hvern kross Opnunartímar eru sem hér segir: Laugardagur 28. nóvember frá 13:00 til 17:00 Þriðjudagur 1. desember frá 17:30 til 19:00 Fimmtudagur 3. desember frá 17:30 til 19:00 Laugardagur 5. desember frá 13:00 til 15:00 Fimmtudagur 10. desember frá 17:30 til 19:00 Laugardagur 12. desember frá 13:00 til 15:00 Þriðjudagur 15. desember frá 17:30 til 19:00 Laugardagur 19. desember frá 13:00 til 15:00 (síðasti opnunardagur)

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur í síma 660 3691 á milli 13-18 alla virka daga. Vegna Covid-19 þurfa þeir sem koma að virða grímuskyldu og tveggja metra regluna.

Elsku Anna Birgitta og fjölskylda, ég og fjölskyldan mín biðjum Guð að styrkja ykkur öll á þessum erfiðu tímum. Sigurveig (Siddý). Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

ÁSDÍS EYRÚN SIGURGEIRSDÓTTIR Skipastíg 22, Grindavík,

lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð laugardaginn 14. nóvember. Útförin hefur farið fram. Innilegt þakklæti til starfsfólks Víðihlíðar fyrir góða umönnun.

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG

Einar Björn Bjarnason Sæunn Kristinsdóttir Guðrún Bjarnadóttir Pétur Gíslason Þórkatla Bjarnadóttir Lúðvík Gunnarsson Sigurgeir Þór Bjarnason Kristjana Halldórsdóttir Sveinbjörn Bjarnason Ingibjörg S. Steindórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Mundi Ragga mín, ég skal lána þér mannbrodda!

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Tekist var á um jólagjafir til starfsmanna Reykjanesbæjar á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti á fundi bæjarráðs tvö þúsund króna hækkkun á gjafabréfi í Betri bæ en minnihluti Sjálfstæðisflokks og Miðflokks leggjast alfarið á móti hækkuninni og vilja að hækkunin renni til þeirra sem eru í erfiðleikum og ná ekki endum saman. Minnihluti bæjarstjórnar leggur til að þessi 20% hækkun á gjafabréfinu til starfsmanna Reykjanesbæjar renni til þeirra sem eiga í erfiðleikum með að ná endum saman. Í bókun meirihlutans kemur fram að starfsfólk bæjarins hafi unnið þrekvirki við erfiðar aðstæður og heildarhækkunin á gjöfinni sé 5% en auk gjafabréf fær hver starfsmaður árskort í sund sem er metið á 28 þúsund krónur. Hér má sjá bókanir í í þessu máli frá fundinum 17. nóvember: „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ leggjast alfarið á móti 20% hækkun jólagjafar til starfsfólks bæjarins eins og meirihlutinn samþykkti í bæjarráði. Í ljósi þess að einn af hverjum rúmlega fjórum einstaklingum á atvinnumarkaði í sveitarfélaginu eru án atvinnu og fjárhagslegra erfiðleika í heild hjá sveitarfélaginu, teljum við þessa hækkun taktlausa. Jólagjöfin er í formi gjafabréfs til að nýta hjá fyrirtækjum og þjónustuaðilum í „Betri bæ“ hér í Reykjanesbæ. Við leggjum til að þessi 20% hækkun á gjafabréfum renni til þeirra sem eiga í erfiðleikum með að ná endum saman. Velferðarsviðið fái þessa upphæð til að úthluta til þeirra sem mest þurfa á gjafabréfinu að halda.“

við fjölda fólks sem reiða sig á fjárhagsaðstoð bæjararins. Þessi tillaga er mikið réttlætismál fyrir það fólk.“ Margrét Þórarinsdóttir (M).

Margrét Sanders, Baldur Guðmundsson og Anna Sigríður ­Jóhannesdóttir, Sjálfstæðisflokki.

Díana Hilmarsdóttir (B), Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), ­Jóhann Friðrik Friðriksson (B) og Styrmir Gauti Fjeldsted (S).

„Bæjarfulltrúi Miðflokksins styður þessa framkomnu tillögu. Með henni er verið að koma til móts

Tillagan er felld með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm minnihlutans. Bókun frá meirihlutanum: „Meirihlutinn hafnar framkominni tillögu enda er um að ræða 5% hækkun á heildarvirði jólagjafar til starfsfólks. Starfsfólk bæjarins hefur unnið þrekvirki við erfiðar aðstæður og alls ekki boðlegt að tengja jólagjafir til starfsmanna við stöðu velferðarmála. Lögð hefur verið til veruleg hækkun til málaflokksins og væri frekari stuðningur við velferðarmál sjálfstæð ákvörðun. Það er sorglegt að verða vitni að lýðskrumi sem þessu og bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks til háborinnar skammar.“

LOKAORÐ

Tekist á um hækkun á jólagjöfum til starfsmanna Reykjanesbæjar

RAGNHEIÐAR ELÍNAR

Á HÁLUM ÍS Ég vara ykkur við – þetta er nöldur­ pistill. Í stuttu máli er staðan svona: Við megum ekki fara í ræktina, ekki í sund, ekki stunda íþróttir almennt, ekki fara til útlanda og varla upp í sumarbústað. Við megum ekki heimsækjast á, ekki fara jólahlaðborð eða halda heimapartý. Við látum þetta yfir okkur ganga í baráttunni við vondu veiruna, gerum gott úr þessu og skiljum það að til þess að ná tökum á þessu verðum við að færa þessar fórnir ... vonandi bara tímabundið og vonandi fer þessu að linna. Við pössum okkur og förum extra varlega til þess að valda ekki auknu álagi á heilbrigðiskerfið og förum ekki til læknis nema brýna nauðsyn beri til. En eitt megum við, og erum í raun hvött af Ölmu og félögum til að gera mikið af, og það er að fara út að ganga okkur til heilsubótar. Við Lubbi og Björk vinkona mín vorum reyndar löngu búin að fatta áhrifamátt heilsubótargöngunnar og förum daglega okkar sjö, átta kílómetra

hring, allan ársins hring, í öllum veðrum og í öllu færi. Við búum á Íslandi þar sem vetrarfærð á ekki að koma neinum á óvart. Veðrið undanfarið hefur verið stórkostlega fallegt og kjörið til útivistar, nema hvað að maður er í stöðugri lífshættu á gangstéttum og götum bæjarins vegna seinnar og slakrar frammistöðu bæjaryfirvalda hvað hálkuvarnir varðar. Það er sandað seint og illa og eftir einhverju mjög undarlegu og handahófskenndu leiðarkerfi þar sem heilu pörtunum af stígum er sleppt – og kannski eru það fyrirmæli frá sóttvarnaryfirvöldum að það eigi að tryggja fjarlægðarmörk með því að sanda bara fyrir einn, a.m.k. er sandröndin víða þannig að það kallar á að ganga í röð. Ástæða þess að ég er að missa mig úr pirringi yfir þessu er sú að veturinn er rétt að byrja og ég man vel hvernig veturinn var í fyrra og hversu illa þessum hlutum var sinnt þá. Því vil ég beina þeim tilmælum til Reykjanesbæjar að hysja upp

um sig og sýna nú metnað hvað þessa grunnþjónustu við okkur íbúa varðar. Þetta er ekki flókið en þetta skiptir miklu máli. Það þarf að sanda, salta og ryðja snjó þegar aðstæður krefjast – alltaf – og sama hvaða dagur er. Það frystir nefnilega og snjóar líka um helgar og á hátíðisdögum. Það þarf jafnvel að sanda, salta og ryðja snjó á sömu stöðunum dag eftir dag eftir dag ef aðstæður krefjast. Þetta er svona eins og þegar maður er nýbúinn að ryksuga allt heima hjá sér og einhver veður um allt á skítugum skónum – þá þarf maður einfaldlega að ryksuga aftur. Ótrúlega þreytandi en einfaldlega óhjákvæmilegt. Í alvöru – við megum varla gera neitt annað en að fara út að ganga og ekki viljum við fylla heilsugæsluna með fórnarlömbum hálkuslysa. Koma svo Reykjanesbær – sýna smá metnað! Sjáumst svo ofurhress á göngunni!