{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade.

Page 1

Háhraða internet og hágæða sjónvarp

Opnunartími

EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.560 Kr/mán.

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Fjordvik á strandstað skömmu áður en skipið var dregið á flot. Dráttarbátar Faxaflóahafna koma Fjordvik að bryggju í Keflavík á föstudagskvöldið.

fimmtudagur 15. nóvember 2018 // 44. tbl. // 39. árg.

Bæjarfulltrúi í snúinni stöðu í heilbrigðisnefndinni Bæjarfulltrúar D-lista og J-lista áréttuðu á síðasta fundi bæjarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis „að afstaða bæjaryfirvalda Sveitarfélagsins Garðs frá því í maí 2017, um að heitloftsþurrkun fiskafurða skuli alfarið hætt í sveitarfélaginu, er enn í fullu gildi enda eiga allir íbúar sveitarfélagsins rétt á að búa í umhverfi sem [er] laust við mengun af hvaða toga sem hún er. Nefndinni [Heilbrigðisnefnd Suðurnesja] var kunnugt um þessa afstöðu meirihlutans þegar ákvörðun var tekin í málinu,“ segir í bókun meirihlutans í Garði og Sandgerði. Fulltrúi Sameinaðs sveitarfélags í heilbrigðisnefndinni er Haraldur Helgason en hann er einnig bæjarfulltrúi í sveitarfélaginu. Hann tók þátt í að samþykkja tímabundið starfsleyfi til heitloftsþurrkunar á fiskafurðum í Garði til 31. maí 2019. Með atkvæði sínu í Heilbrigðisnefnd Suðurnesja, sem er sérstakt stjórnvald, fer Haraldur því í raun gegn samþykkt sveitarfélagsins um að heitloftsþurrkun skuli alfarið hætt. „Fulltrúar sveitarfélaganna í nefndinni geta sannarlega lent í snúinni stöðu þegar þeir eru að fjalla um mál sem tengjast þeirra sveitarfélagi og það á við í þessu máli. Afstaða meirihlutans og þar með bæjarstjórnar í málinu er alveg skýr, lyktamengandi starfsemi á ekki heima í þéttbýli en það er líka skýrt að það er ekki bæjarstjórn sem fer með ákvörðunarvald í þessu í máli. Það vald liggur hjá heilbrigðisnefndinni og þar þarf að taka ákvarðanir út frá lögum og reglum og fyrirliggjandi gögnum. Ég treysti því að nefndin hafi farið vandlega yfir alla þætti í málinu áður en hún tók ákvörðun og þetta varð niðurstaðan,“ sagði Ólafur Þór Ólafsson, formaður bæjarráðs Sameinaðs sveitarfélags í samtali við Víkurfréttir. - Sjá nánar um bókanir á bæjarstjórnarfundi á síðu 2 í blaðinu í dag.

FJORDVIK FLAUT OG FARIN Sementsflutningaskipið Fjordvik náðist af strandstað í Helguvík rétt um viku eftir að skipið strandaði á leið til hafnar. Björgunarteymi kom götóttu skipinu úr grjótgarðinum og var það dregið til hafnar í Keflavík. Þaðan hefur skipið svo verið dregið til Hafnarfjarðar þar sem Fjordvik átti að fara í þurrkví til viðgerðar. Björgun skipsins var mikil aðgerð sem tókst vel. Á skrokki skipsins er stórt gat, um fjórir fermetrar, og því flókið verk að láta skipið fljóta. Það tókst og var skipið dregið yfir í Keflavíkurhöfn þar sem það var búið enn frekar fyrir drátt til Hafnarfjarðar. Þangað var skipið svo dregið á þriðjudagsmorgun og gekk ferðalagið vel. Á efstu myndinni má sjá Fjordvik á strandstað í Helguvík skömmu áður en skipið var dregið á flot. Á næstu mynd er svo verið að koma skipinu að bryggju í Keflavíkurhöfn. Myndin hér til vinstri var svo tekin með flygildi síðdegis á mánudag þar sem sjá má yfir skipið sem dælt er úr því í höfninni í Keflavík.

Mengunarvarnargirðing við Fjordvik í höfninni í Keflavík á mánudag.

VF-myndir: Páll Ketilsson og Hilmar Bragi Bárðarson

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

FRÉTTASÍMINN 421 0002

Þakkargjörð í Nettó Perur

-20% Kalkúnaskip Með frönskum kryddjurtum

Kalkúnn Erlendur - frosinn

1.198

KR/KG

2.991 ÁÐUR: 3.739 KR/KG

KR/KG

Tilboðin gilda 15.– 18. nóvember 2018

149

KR/KG

ÁÐUR: 298 KR/KG

-50%

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. nóvember 2018 // 44. tbl. // 39. árg.

Ekki afstaða bæjarstjórnar sem ræður ákvörðunum Heilbrigðisnefndar Suðurnesja - segir meirihluti bæjarstjórnar í Garði og Sandgerði um starfsleyfi fyrir heitloftsþurrkun á fiskafurðum í Garði Vegna ákvörðunar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja á 273. fundi hennar um að veita tímabundið leyfi til reksturs heitloftsþurrkunar í Garði vilja bæjarfulltrúar D-lista og J-lista árétta að afstaða bæjaryfirvalda Sveitarfélagsins Garðs frá því í maí 2017, um að heitloftsþurrkun fiskafurða skuli alfarið hætt í sveitarfélaginu, er enn í fullu gildi enda eiga allir íbúar sveitarfélagsins rétt á að búa í umhverfi sem laust við mengun af hvaða toga sem hún er. Nefndinni var kunnugt um þessa afstöðu meirihlutans þegar ákvörðun var tekin í málinu. Það er hins vegar ekki í valdi bæjarstjórnar að veita starfsleyfi heldur gerir heilbrigðisnefnd það sem sjálfstætt stjórnvald. Nefndin starfar innan þess ramma sem lög og reglur setja henni sem og þeim forsendum sem liggja fyrir hverju sinni. Það er því ekki afstaða bæjarstjórnar sem ræður þeim ákvörðunum sem Heilbrigðisnefnd Suðurnesja tekur,“ segir í bókun meirihluta bæjarstjórnar, D- og J-lista, sem lögð var fram á síðasta fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis. Fundargerð Heilbrigðisnefndar var til meðferðar bæjarstjórnar í síðustu viku þar sem hún var lögð fram en sjö af níu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sáu ástæðu til að ræða efni fundargerðarinnar. Óánægju gætir meðal íbúa í Garði sem finnst þeir hafa verið sviknir af loforðum í aðdraganda kosninga í vor. Lyktarmengun frá starfsemi heitloftsþurrkunar á fiskafurðum hefur verið íbúum í Garði til ama á undanförnum misserum. Engin starfsemi heitloftsþurrkunar hefur verið í sumar en að fengnu leyfi Heilbrigðisnefndar Suðurnesja hefst starfsemin nú að nýju með tímabundnu leyfi til 31. maí 2019. Á fundi bæjarstjórnar Garðs og Sandgerðis í síðustu viku lagði fulltrúi B-lista fram svohljóðandi tillögu: „Tillaga um að ákvörðun Heilbrigðisnefndar Suðurnesja um tímabundið starfsleyfi á heitlofsþurrkun fiskafurða að Iðngörðum 10a verði hafnað af bæjarstjórn Sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis og að for-

maður Heilbrigðisnefndar Suðurnesja kalli saman nefndarfund til að afturkalla leyfið“. H-listi lagði fram eftirfarandi bókun á fundinum: „Svikin loforð um að heitloftsþurrkun yrði alfarið hætt í Garðinum eftir maí 2018. Meirihluti D og J lista sitja aðgerðalaus hjá meðan fjöldi íbúa Garðs sjá fram á alvarlega skert lífsgæði næstu mánuðina“. Fulltrúi B-lista bókaði einnig á fundinum að B-listinn fordæmi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og meirihluta bæjarstjórnar um að leyfa heitlofsþurrkun fiskafurða að Iðngarði 10a í Garði. „Íbúar í námunda við verksmiðjuna hafa á undanförnum árum orðið fyrir töluverðum óþægindum og hafa skilyrði til búsetu verið hin verstu á tímabilum. Loforð og fyriráætlanir um betri aðbúnað fyrirtækins hingað til hafa ekki staðist. Það er því von mín og ég held að ég tali fyrir hönd flestra íbúa í námunda við Iðngarða

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

Iðngarðar 10A í Garði eru nálægt íbúabyggð. Nesfiskur hefur rekið þarna verksmiðju sem þurrkar fiskafurðir. Unnið er að uppbyggingu þurrkunarstöðvar á Reykjanesi og því sótti Nesfiskur um tímabundið starfsleyfi í Garði þar til næsta vor. VF-mynd: Hilmar Bragi að fyrirtæki taki tilliti til íbúa og hætti við áform sín um áframhaldandi heitlofsþurrkun fiskafurða á svæðinu,“ segir Daði Bergþórsson, bæjarfulltrúi B-listans í bókuninni. Ólafur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi óskaði eftir fundarhlé sem forseti veitti. Eftir fundarhléð var tillaga B-listans felld með sex atkvæðum

gegn einu frá B-lista. Fulltrúar H-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Ólafur Þór gerði grein fyrir afstöðu meirihluta við tillögu B lista og bókaði: „Fulltrúar meirihlutans hafna tillögu B-listans þar sem það er ekki í valdi bæjarstjórnar að samþykkja eða hafna starfsleyfi. Það vald er hjá HES [Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja],

Frá umferðarþingi ungmenna í Grindavík. VF-myndir/pket.

sem er sjálfstætt stjórnvald, enda kom sá skilningur fram í máli bæjarfulltrúans Daða Bergþórssonar á fundinum. Samt sem áður ákveður hann að leggja fram tillögu sem ekki fæst staðið og eru slík vinnubrögð ekki til eftirbreytni,“ segir í bókun Ólafs. Meirihluti bæjarstjórnar, D- og J-lista, lagði að lokum fram bókun sem getið er um í inngangi fréttarinnar. Afgreiðsla bæjarstjórnar var svo að fundargerðin var lögð fram en bæjarstjórn hefur ekki vald til að breyta ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar. Í heilbrigðisnefndinni situr m.a. bæjarfulltrúinn Haraldur Helgason fyrir sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Hann er jafnframt formaður Heilbrigðisnefndar Suðurnesja. Hann sat bæjarstjórnarfundinn í síðustu viku sem bókaði áréttingu um að afstaða bæjaryfirvalda Sveitarfélagsins Garðs frá því í maí 2017, um að heitloftsþurrkun fiskafurða skuli alfarið hætt í sveitarfélaginu, væri enn í fullu gildi.

Karín Óla Eiríksdóttir, formaður Ungmennaráðs Grindavíkur.

Málþing Ungmennaráðs Grindavíkur um öryggi í umferðinni:

Mikilvægt að auka fræðslu og hefja hana í grunnskóla „Málþingið heppnaðist mjög vel. Við vonum að það verði hlustað á okkur, ekki bara í framtíðinni heldur líka núna. Við teljum að fræðsla um umferðarmál til ungmenna sem hefjist í grunnskóla sé mikilvæg og nauðsynleg,“ sagði Karin Óla Eiríksdóttir, formaður Ungmennaráðs Grindavíkur en það stóð fyrir málþingi um umferðaröryggi 8.-9. nóv. sl. í Grindavík.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@ vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Meðal gesta á þinginu var Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og Þórólfur Árnason, framkvæmdastjóri Umferðarstofu. Karín Óla segir að það hafi verið mikil umræða í Ungmennaráði Grindavíkur í fyrra um að halda umferðarþing enda þurfi Grindvíkingar að aka einn hættulegasta veg landsins. „Við vildum fá fleiri til að ræða þetta. Ég fór svo á ráðstefnu í útlöndum um ungt fólk og lýðræði og þar var mér bent á að það væri hægt að sækja um svokallaðan Erasmus styrk fyrir málþingið sem ég og gerði. Við fengum síðan veglega styrk og fórum svo á fullt í haust að undirbúa það og bjóða öðrum ungmennum á það.“ Vegleg dagskrá var á málþinginu. Haldnar voru mál-

stofur og haldin voru erindi frá mörgum aðilum eins og t.d. Vegagerðinni, FÍB og Umferðarstofu og þá var horft gagnrýnum augum á Samgönguáætlun og á mögulegar sviðsmyndir framtíðarinnar þegar kemur að ökutækjum og umferðaröryggi. En krakkarnir gerðu sér líka glaðan dag með skemmtikvöldi í Grindavík og svo gisti allur hópurinn á hóteli í bæjarfélaginu. „Þetta var mjög skemmtilegt, fróðlegt og gagnlegt. Við unga fólkið fylgjumst með í lífinu og höfum skoðanir og viljum að það sé hlustað á okkur. Ekki bara þegar við verðum eldri,“ sagði Karín Óla.


NÝLEGIR TOYOTABÍLAR Á TILBOÐSVERÐI

Toyota Aygo X

1,0 bensín, beinsk. Nýsk. 03.2018 Eknir 30 þús

Nývirði 1.930.000,Tilboðsverð 1.450.000,-

Toyota Auris TS Active Hybrid 1,8 bensín Sjálfsk. Nýsk. 03.2018 Eknir 30 þús

Tilboðsverð 3.350.000,-

Toyota Rav4 GX Plus 4WD 2,0 bensín, Sjálfsk. Nýsk. 03.2018 Eknir 40 þús

Nývirði 4.190.000,-

Nývirði 5.970.000,-

Tilboðsverð 4.890.000,-

Toyota Yaris Active

1,5 bensín, sjálfskiptur Nýsk. 03.2018 Eknir 30 þús

Nývirði 2.870.000,Tilboðsverð 2.390.000,-

Toyota C-HR C-ult Hybrid 1,8 bensín Sjálfskiptur Nýsk. 03.2018 Eknir 30 þús

Tilboðsverð 3.990.000,-

Toyota Land Cruiser 150 GX 2,8 dísel, sjálfsk. Nýsk. 02.2018 Eknir 30 þús

Nývirði 5.060.000,-

Nývirði 10.420.000,-

Tilboðsverð 8.890.000,-

Toyota Auris Active

1,2 bensín Sjálfsk. Túrbó Nýsk. 03.2018 Eknir 30 þús

Nývirði

Tilboðsverð 2.990.000,-

Toyota Corolla Live 1,33 bensín, beinsk. Nýsk. 03.2018 Eknir 30 þús

Nývirði 3.430.000,Tilboðsverð 2.690.000,-

Toyota Land Cruiser 150 VX 2,8 dísel, sjálfsk. Nýsk. 02.2018 Eknir 30 þús

3.840.000,-

Nývirði 12.740.000,-

Tilboðsverð 10.690.000,-

ALLIR BÍLARNIR ERU NÝÞJÓNUSTAÐIR ALLIR BÍLARNIR ERU MEÐ FIMM ÁRA VERKSMIÐJUÁBYRGÐ FRÁ SKRÁNINGARDEGI ALLIR BÍLARNIR ERU Á NÝJUM HEILSÁRSDEKKJUM SKOÐUM UPPÍTÖKUR Á FLESTUM GERÐUM BÍLA

REYKJANESBÆ


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. nóvember 2018 // 44. tbl. // 39. árg.

Vel heppnuð pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ:

Styrkir sambandið milli Pólverja og heimamanna „Ég er bara í skýjunum með hátíðina. Frábær þátttaka og skemmtilegur dagur hér í bókasafninu. Gefur okkur byr undir báða vængi um framhaldið að styrkja sambandið milli Pólverja og heimamanna,“ sagði Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, forstöðumaður fjölmenningarsviðs Reykjanesbæjar en húsfyllir varð á pólskri menningarhátíð á þjóðhátíðardegi Póllands. Boðið var upp á tónlistaratriði og pólskar veitingar í bókasafninu. Pólsk ungmenni voru kynnar og sáu um atriðin og stóðu sig með mikilli prýði. Þetta var í fyrsta sinn sem svona hátíð er haldin. Gerard Pokruszynski, sendiherra Pólverja á Íslandi mætti ásamt eiginkonu sinni á hátíðina og var mjög ánægður þegar VF ræddi við hann. „Í Reykjanesbær eru hlutfallslega flestir Pólverjar. Þessi hátíð verður örugglega til þess að styrkja frekar sambandið milli þeirra og íbúa á Suðurnesjum. Þeir eru mjög ánægðir og hafa margir atvinnu hér á svæðinu og vilja styrkja böndin. Það mun gerast, ég er sannfærður um það.“

Eins og sjá má á myndunum var húsfyllir og góð stemmning í bókasafninu en þetta er í fyrsta sinn sem svona hátíð er haldin á Suðurnesjum.

Hilma Hólmfríður fjölmenningarfulltrúi Reykjanesbæjar bauð auðvitað upp á Prins Póló frá Póllandi.

„BIG BAND“ TÓNLEIKAR

Sögð verður 30 ára saga stórsveita í Reykjanesbæ í máli og myndum

Stapi, Hljómahöll, fimmtudaginn 15. nóvember kl. 19.30 Fram koma Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Stórsveit Suðurnesja. Stjórnendur eru Eyþór I. Kolbeins og Karen J. Sturlaugsson.

Allir velkomnir, Skólastjóri

Boðið var upp á tónlistaratriði og gestir fengu smjörþefinn af pólskum lögum en líka öðrum.

Aldargömul herklæði frá Póllandi.


DOMINOS.IS

DOMINO’S APP

MEÐ APPINU EÐA Á NETINU! Þú getur flýtt fyrir og einfaldað pöntunarferlið með því að nota appið og vefinn. Þar getur þú pantað, greitt fyrirfram og fylgst með pöntuninni.


6

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. nóvember 2018 // 44. tbl. // 39. árg.

– Fólk er farið að forðast stressið í borginni og er að átta sig á þeim lúxus að geta fengið allt sem það þarf innan eigin bæjarmarka hér á Suðurnesjum. Einu sinni horfðu margir til verslunar í borginni en nú er fólk að átta sig á þeim þægindum sem fylgja því að aka styttra og versla frekar heima. Það besta er að þá erum við í leiðinni að styðja við meira lifandi og skemmtilegri bæjarfélög. Það eru væntanlega breyttir tímar framundan eða svo ályktar blaðamaður Víkurfrétta eftir að hafa hitt nokkra vegfarendur á öllum aldri við Hafnargötuna í liðinni viku. Það er gaman að sjá allt vöruúrvalið sem aðalverslunargata bæjarins býður viðskiptavinum sínum upp á. Þjónustu- og verslunarkjarnar hafa einnig sprottið upp hingað og þangað í stærsta bæ Suðurnesja og bætt um betur við fjölbreytt vöruúrval sem íbúum stendur til boða. Það má kannski segja að Lindex og fleiri keðjur hafa komið hingað til Suðurnesja til þess að hjálpa fólkinu sem býr hérna að versla heima, styðja þar með við verslun í heimabyggð, sem er hið besta mál. Það hefur mjög líklega verið keppikefli allra þeirra sem farið hafa af stað með verslun hér í heimabyggð að fólk ætti ekki að þurfa að leita til höfuðborgarinnar til að kaupa hitt og þetta en sá gamli vani hefur oft plagað vænlega verslun hér og nálægðin við borgina. Eins og ein orðaði það við blaðamann: „Að íbúar svæðisins eru orðnir rúmlega tuttugu þúsund talsins og ef allt þetta fólk myndi ákveða að versla heima þá væri öll verslun mjög blómleg hér á Suðurnesjum og þjónustustigið mjög hátt.“

Allt of mikil umferð í borginni

Miðað við viðbrögð þeirra vegfarenda sem blaðamaður rakst á í miðbæ Keflavíkur í vikunni þá eru jafnvel þessar breytingar í aðsigi á kaupvenjum þeirra sem búa hér á Suðurnesjum. Kannski allt umferðinni að þakka? Já, því það helsta sem fólk sá því til foráttu að kaupa vörur í Reykjavík í dag er öll þessi traffík og allt umferðaröngþveitið sem er orðið svo algengt á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er einnig betur að átta sig á því að þær verslanir sem bjóða vörur til sölu í heimabyggð eru samkeppnishæfar við bæði verð og úrval í höfuðborginni. Svo sparar það heilmikinn tíma að fá að versla vörur þar sem fólk býr, svo ekki sé minnst á eldsneytissparnað og meiri þægindi. Það var einmitt það sem fólk er farið að horfa í að umferðin er orðin svo mikil á brautinni en einnig umferðar-

VIÐTAL

Kaupvenjur fólks að breytast?

VERSLUN&VIÐSKIPTI

Best að versla í heimabyggð

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

teppan sem myndast næstum alltaf í Hafnarfirði en þar er alþekktur svokallaður flöskuháls og aftur í Garðabæ áleiðis til Kópavogs. Fólk þarf að eyða mun meiri tíma í ferðalag til borgarinnar en áður vegna umferðarteppu sem flestir lenda í á leiðinni. Nú skreppur maður ekki lengur sisvona til borgarinnar.

Björgvin Árnason verslunarstjóri og Sigurveig Þorsteinsdóttir afgreiðslustúlka.

ALLTAF MEÐ EITTHVAÐ SKEMMTILEGT Í GANGI

Minna stress að versla heima

– Persónuleg þjónusta númer eitt, tvö og þrjú

Húsgagnaverslunin Bústoð hefur verið rekin af Róberti Svavarssyni og fjölskyldu frá árinu 1975. Viðskiptavinirnir koma alls staðar frá,langflestir þeirra eru af Suðurnesjum en sumir koma af landsbyggðinni á leið sinni til útlanda og kaupa sér þá húsgögn áður en farið er í flug og láta senda heim til sín eftir samkomulagi.

Heitt kakó með rjóma

BJÖRGVIN ÁRNASON ER VERSLUNARSTJÓRI Í BÚSTOÐ, VIÐ TÓKUM HANN TALI.

vinsælt að gefa húsgögn eða rúm í fermingargjafir,“ segir hann. Er fólk farið að huga að jólum? „Já já, nýtt sófasett fyrir jólin eða borðstofusett er alltaf vinsælt. Fólk er einnig byrjað að panta sófasettið í sérstökum litum, en það þarf að gera tímanlega fyrir jól. Margir vilja fá að sofa í nýju rúmi um jólin. Svo erum við með mjög vönduð sængurverasett úr gæðabómull sem þú svitnar ekki í. Ég hafði aldrei áttað mig á því áður en ég fékk mér svona sjálfur, að bómull er ekki bara bómull. Ótrúlega gott að sofa í þessu. Mæli með svona vönduðu sængurverasetti í jólagjöf. Svo erum við alltaf með tilboðshorn og eitthvað skemmtilegt í gangi,“ segir Björgvin og snýr sér næst að hjónum sem komin eru inn í verslunina í leit að nýju sófasetti.

Fólk hafði jafnvel orð á því að eftir að flugfélögin fóru að rukka fyrir stærri töskur þá væri langódýrast að ferðast með handfarangur í dag. Minni taska kallaði á minni verslun í útlöndum eða eins og ein orðaði það að nú væri hún farin að upplifa meiri ánægju í utanlandsferðunum sínum og kæmi úthvíldari heim þegar hún væri ekki að þvælast lengur í verslunarmiðstöðvum erlendis heldur færi frekar á söfn eða í leikhús og út að borða. Maður þarf ekkert lengur að kaupa allt þetta dót í útlöndum því þetta fæst allt hérna heima og er yfirleitt á ágætis verði. Það kostar að fljúga og það kostar að aka til Reykjavíkur. Best væri því að versla heima. Já allskonar umræður fóru af stað þegar Víkurfréttir litu inn og hittu alls konar fólk á förnum vegi. Þegar fólk var spurt út í hvað það vildi upplifa í jólagjafarölti um bæinn þá var það kaffihús sem byði upp á heitt kakó með rjóma og góðri tertu til að gæða sér á. Það væri gaman að geta notið þess að setjast inn á kaffihús eða veitingastað sem byði upp á slíkt með jólatónlist og skapa í leiðinni fallega jólastemningu í hjarta fólks. Jólin eru tími til að njóta og vera saman. Það er ekki spurning að framundan gætu íbúar Suðurnesja notið þess að versla í heimabyggð, það er bæði persónulegra og líklega skemmtilegra en í leiðinni erum við að byggja til framtíðar góðan lifandi stað til að búa á þar sem öll nútímaþægindi bjóðast. Ró og friður fylgir jólagjafakaupunum heima í ár.

„Bústoð varð 43 ára á árinu og hefur alltaf verið rekin á sömu kennitölu. Verslunin er á þremur hæðum og líklega með þeim stærri á Suðurnesjum með yfir þúsund fermetra. Við viljum bjóða upp á persónulega þjónustu og gera vel við kúnnann. Við fáum t.d. stundum fyrirspurn frá fólki utan af landi sem er á leið til útlanda en langar að kaupa hjá okkur húsgögn kvöldið fyrir flug, þá kem ég stundum og opna. Stærsti kúnnahópurinn okkar er þó af Suðurnesjum. Margir fara í bæinn og fatta svo þegar þeir finna ekkert þar: „Já, Bústoð!“ og koma svo hingað og kaupa það sem fannst ekki í Reykjavík. Ég er líka mjög ánægður með hvað við seljum mikið til Reykjavíkur en það segir mér að við erum samkeppnis-

Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta

hæfir. Svo flytjum við vöruna upp að dyrum hér suðurfrá sem er mjög þægilegt fyrir fólk sem býr hérna,“ segir Björgvin og hefur orð á því að Bústoð sé oft ódýrari en margir samkeppnisaðilar. Eigendur Bústoðar leggi einmitt mikið upp úr því að fara öðru hvoru til útlanda til að kaupa vörur beint án milliliða því þeir vilji bjóða mikil gæði á sanngjörnu verði. „Við ákváðum að taka inn gjafavöru einnig sem hefur gengið mjög vel. Við stillum upp í versluninni með gjafavörunni svo fólk fái tilfinningu fyrir því hvernig má skreyta með henni. Ittala er mjög vinsælt en við bjóðum upp á matarstell og fleira sem vinsælt er að gefa í brúðargjöf. Gjafalistar fyrir brúðhjón liggja frammi í verslun okkar. Það sparar fólki sporin að þurfa ekki að fara til Reykjavíkur til að kaupa sömu vöru. Svo er alltaf

GRAFÍK-VINNUSTOFA Í HÖFNUM Í september var haldin vatnslita-vinnustofa í Höfnum sem tókst mjög vel og nú bjóða listamennirnir úr Höfnunum, þau Valgerður Guðlaugsdóttir og Helgi Hjaltalín, til grafík-vinnustofu í Höfnum.

Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja. Mikið úrval af hágæða heyrnartækjum.

Reykjanesbær - 26. nóvember Bókaðu tíma í síma 568 6880 - www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880

Vinnustofan verður staðsett í gamla skólahúsinu (safnaðarheimilinu) að Nesvegi 4 og hafa listamennirnir boðið kunningja sínum að taka þátt í að miðla þekkingu sinni á tækninni. Grafík-vinnustofan verður haldin laugardaginn 17. nóvember 2018 og mun Leifur Ýmir Eyjólfsson vera gestalistamaður á henni. Unnið verður frá 13 00 – 18 00.

Leifur Ýmir Eyjólfsson hefur unnið í ýmis efni á ferli sínum sem listamaður. Hann hefur meðal annars unnið innsetningar þar sem grafíkin fær að njóta sín. Hann hefur unnið með grafíkmiðla eins og silkiprent, ætingu, viðar og linoleum skurðarprent. Hann hefur kennt grafík við Listaháskólann og er stjórnarmeðlimur í íslenska grafíkfélaginu. Frír aðgangur og kaffiveitingar verða á staðnum. Komið á einstakan stað og njótið þess að skapa í notalegu vinnuumhverfi hjá starfandi listamönnum. Unnið verður án ramma og reynt verður að koma til móts við þarfir hvers og eins. Vinnustofan er styrkt af Uppbyggingarsjóði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.


15% afsláttur

af flestum SAMSUNG vörum* í nokkra daga Kæli- og frystiskápar, þvottavélar og þurrkarar, ofnar, helluborð, örbylgjuofnar, stór sjónvörp, minni sjónvörp, soundbarir, bassabox og ýmislegt annað.

R A G A D

A K LO

Í nokkra daga verða tilboð og afslættir á gæðavörum frá SAMSUNG í verslun okkar á Hafnargötu 23. Líttu við og gerðu góð kaup hjá traustum aðila. *Athugið að afslátturinn gildir ekki af öðrum sértilboðum sem eru í gangi. Ekki er gefinn afsláttur af símum, spjaldtölvum og úrum. FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. Laugardaga kl. 11-15.

ormsson

HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535

nýr vefur Netverslun Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði


8

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. nóvember 2018 // 44. tbl. // 39. árg.

Hefur þjónustað bæjarbúa í 50 ár VERSLUN&VIÐSKIPTI

Já, ég lagði mikla vinnu í þennan hring en aldrei var hann sóttur, svo nú er hann bara notaður sem sýnishorn ... silfurhringur með víkingablæ til sölu í versluninni, sem pantaður var á sínum tíma en ekki sóttur. „Já, ég lagði mikla vinnu í þennan hring en aldrei var hann sóttur, svo nú er hann bara notaður sem sýnishorn. Það er mjög sjaldgæft sem betur fer að fólk panti sérsmíði og sæki svo ekki,“ segir Eggert.

KENNDI STUNDUM Í DANMÖRKU

Eggert Hannah, gullsmíðameistari. Þær eru nokkrar verslanirnar í miðbæ Keflavíkur sem hafa starfað lengi. Ein þessara verslanna, líklega sú elsta fagnaði fimmtíu ára afmæli sínu fyrr á þessu ári en það er Úrsmíðaverslun Georgs V. Hannah, sem enn er rekin í sama húsnæði og fyrir fimmtíu árum. Hjónin Georg V. Hannah, úrsmíðameistari, og Eygló Geirdal eru búin að minnka við sig vinnu og farin að njóta góða lífsins í ríkari mæli. Þau eru núna í hlutastarfi í versluninni. Georg í úraviðgerðum en Eygló í bókhaldi og fleiru. Sonur þeirra, Eggert Hannah, gullsmíðameistari, keypti reksturinn af þeim og rekur verslunina að mestu leyti í óbreyttri mynd.

ARFLEIFÐIN HELDUR ÁFRAM

„Ég er búinn að vinna hér síðan ég var strákur, byrjaði líklega 12 ára að hjálpa til hérna. Ég keypti reksturinn af foreldrum mínum fyrir ári síðan og er með alla sömu þjónustu og áður í sambandi við úr og skartgripi. Rafhlöður í úr og margskonar úraviðgerðir. Skart-

gripaviðgerðir og sérsmíði. Ég hef mikið verið að sérsmíða skartgripi fyrir fólk undanfarið, jafnvel úr gömlu gulli sem fólk kemur með sjálft. Ég er gullsmíðameistari að mennt og hef að auki bætt við mig framhaldsmenntun í handáletrun og steinaísetningu,“ segir Eggert og fræðir blaðamann

einnig um að handáletrun kunni mjög fáir í dag. Hann er sjálfmenntaður í þessari list en bætti svo við sig og fór til Belgíu til að læra meira hjá toppsérfræðingum þar í landi. Til vitnis um þessa kunnáttu Eggerts er mjög fallega útskorinn karlmanns-

Þar sem Eggert hefur sérhæft sig í handáletrun þá var hann beðinn um að kenna við virtan skóla í Danmörku og halda námskeið þar í nokkur ár. Þarna kenndi hann frændum vorum listina að skera út í silfur og gull. Ennfremur kaupir Eggert gull af fólki og getur smíðað úr því ef fólk óskar þess eða borgað þeim út andvirði gullsins.

VINSÆLAR JÓLAGJAFIR

„Það við seljum mest af fyrir jólin er silfurskartið en þó eru alltaf einhverjir sem vilja fá vönduð úr í jólagjöf eða hágæða skart úr gulli með demöntum. Við seljum okkar eigin framleiðslu einnig og erum með þekkt merki frá ýmsum framleiðendum. Við getum alveg keppt við úrvalið og verðlag í borginni,“ segir Eggert og bendir á að mikið úrval trúlofunarhringa er í versluninni. Hægt er að panta sérsmíðaða hringi eða kaupa tilbúna hringi á staðnum þar sem Eggert áletrar nöfn viðkomandi. Ennfremur eru gerð göt í eyru í versluninni, bara svo eitthvað sé nefnt af allri þeirri þjónustu sem Eggert býður upp á. marta@vf.is

VIÐSKIPAVINIR GRIPNIR GLÓÐVOLGIR

LILJA SVEINSDÓTTIR:

ÓLÍNA JAKOBSDÓTTIR:

„Ég kom hingað með erfðagrip, gullhring sem mig vantaði að láta minnka. Ég er með ofnæmi fyrir gervidóti og get því bara verið með gull. Mér finnst verðið og þjónustan hérna góð og svo vil ég versla í heimabyggð.“

„Ég kem stundum hingað, ég er mikið fyrir skartgripi. Finnst gaman að gefa gjafir og er núna að kaupa gjöf. Mjög ánægð með að þurfa ekki að fara til Reykjavíkur.“

Raf / Bensín

30

Ekinn þús. km.

30

Myndir á vef Dísil Fjórhjóladrif Metan & bensín Sjálfskiptur Beinskiptur Rafmagnsbíll

Mitsubishi Outlander Instyle PHEV PLUG-IN HYBRID AT 2018 5.490.000 Afsláttur 600.000

Fleiri tilboðsbílar og myndir á netinu: heklarnb.is

4.890.000

107 VW Golf Variant Comfortline R-Line 1.4 TSI 2017 Afsláttur

3.990.000 300.000

3.690.000

6

Skoda Superb Limo 2.0 TDI

Nissan Qashqai Tekna 2wd

2016

2015

Afsláttur

3.690.000 550.000

3.140.000

58

66

3.150.000

Skoda Octavia Combi Ambition 1.6 TDI 2015

2.890.000 Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Símar 590 5091 og 590 5092 www.heklarnb.is


Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboð gilda eingöngu 15. nóvember

25% afsláttur

20% afsláttur

50% afsláttur

30% afsláttur

Snickers vinnuföt

s n i e ð A g a d n ein v! 15.nó

sjá á byko.is

30% afsláttur Búsáhöld

30% afsláttur

Jólaseríur & jólaskraut

25% afsláttur

Hreinsiefni & áhöld

25% afsláttur

25% afsláttur

30% afsláttur

30% afsláttur

25% afsláttur

25% afsláttur

25% afsláttur

Allt að

Rafmagnsverkfæri

Kuldagallar

FJÖLDI EINSTAKRA TILBOÐA Í VERSLUN

Gæludýrafóður

Járnhillur

Osram perur

Öll leigð tæki

30% afsláttur

Matar- & kaffistell

30% afsláttur LEIGUMARKAÐUR BYKO

Háþrýstidælur & iðnaðarryksugur

Gjöco innimálning

Skráðu þig á viðburðinn á facebook síðu BYKO og þú gætir unnið KitcenAid hrærivél!

Sonax bílavörur

Pottar & pönnur

Inni- og útiljós


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Líkami, efni og rými

Sýningin Líkami, efni og rými verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar 16. nóvember n.k. kl. 18:00. Á sýningunni eru leiddar saman myndlistakonurnar Eygló Harðardóttir, Ólöf Helga Helgadóttir og Sólveig Aðalsteinsdóttir. Það sem helst tengir þær saman er afar sterk tilfinning fyrir efniskennd og hvernig verk þeirra hverfast um lögmál myndlistar, forma, lita, rýmis og tíma. Pappír er ríkjandi í verkum þeirra allra en nálgunin við efnið er afar ólík.

Sýningin Líkami, efni og rými verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar á föstudag.

Í verkum Eyglóar sem rannsakað hefur virkni lita, hefur jaðar efnisins jafn mikið gildi og miðjan og má oft greina smit lita í umhverfinu þar sem verkin eru sýnd. Í verkum Ólafar Helgu eru samsetningar og huglægar tengingar á skjön við það sem búast má við. Efnið sem hún notar sem uppistöðu í verk sín hefur sögulega merkingu sem er mjög persónuleg en í höndum hennar umbreytist það í þekkjanlega hluti. Verk Sólveigar tengjast hugmyndafræðilegri

list. Hún hefur í sumum tilfellum kortlagt umhverfi sitt og minningar með líkamlegum mælieiningum. Verk Sólveigar tengjast kjarna efnisins, miðju rýmisins og hafa sterk tengsl við tímann. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir sem mun, ásamt listakonunum, vera með leiðsögn sunnudaginn 25. nóvember kl. 15:00. Sýningin stendur til 13. janúar 2019 og safnið er opið alla daga frá 12:00 til 17:00.

V I LT Þ Ú V E R Ð A HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

GAGNASÉRFR ÆÐINGUR

SÉRFRÆÐINGUR FJ Á R F E S T I N G A F E R L A

Isavia óskar eftir ábyrgum aðila sem sýnir frumkvæði og á auðvelt með að aðlaga sig að breytingum og þróun. Helstu verkefni eru að hafa umsjón með þróun á gagnaferlum og gæðum flug- og fjármálagagna, greining gagna og þátttaka í sjálfvirknivæðingu skýrslugerðar og mælaborða.

Isavia óskar eftir að ráða sérfræðing sem mun hafa umsjón og eftirlit með ferlum fjárfestingaáætlana og fjárfestingaheimilda ásamt þróun á gagnahögun fjárfestinga og framsetningu fjárhagslegra upplýsinga fjárfestinga í fjárfestingamælaborði.

Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af SQL fyrirspurnum • Reynsla af vinnslu og framsetningu á gögnum • Reynsla af exMon er kostur • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi: viðskiptafræði, verkfræði eða tengdar greinar. • Reynsla af fjárhagslegu utanumhaldi fjárfestinga er kostur • Mjög góð tölvukunnátta og færni í gagnavinnu • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Nánari upplýsingar veitir Guðfinnur Jóhannsson, deildarstjóri hagdeildar, gudfinnur.johannsson@isavia.is. Starfsstöð: Reykjavík eða Keflavík

Nánari upplýsingar veitir Guðfinnur Jóhannsson, deildarstjóri hagdeildar, gudfinnur.johannsson@isavia.is. Starfsstöð: Reykjavík eða Keflavík

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is.

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A

UMSÓKNARFRESTUR: 2 5 . N ÓV E M B E R


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. nóvember 2018 // 44. tbl. // 39. árg.

Ljós og náttúra Reykjanesskaga Nýjar ljósmyndir eftir Jón Rúnar Hilmarsson verða sýndar á sýningu í Bíósal Duus Safnahúsa frá 16. nóvember n.k. Sýningin stendur til 13. janúar 2019. Á sýningunni verða myndir sem sýna landslag og náttúru Reykjanesskagans. Myndirnar voru teknar á mismunandi árstíðum og tímum dags á síðustu tveimur árum. Höfundur stefnir að útgáfu ljósmyndabókar næsta vor og verða þessar myndir í þeirri bók sem kemur til með að dekka allt Ísland. Boðið verður upp á samtal við ljósmyndara 21. nóvember á opnunartíma safnsins.

SPURNING VIKUNNAR

Hvar ætlar þú að kaupa jólagjafirnar í ár? ALDÍS MATTHÍASDÓTTIR:

„Í Reykjanesbæ, heimabæ mínum. Ég hef oft verslað föt á syni mína í Vibes og þeir eru alltaf rosa ánægðir. Svo hef ég fengið mér flott föt hérna. Mér finnst oft bara stress í borginni. Ég verð bara pirruð þar þótt ég sé þaðan upprunalega en við fluttum hingað fyrir nokkrum árum.“

GEIR HALLGEIRSSON:

Ein af myndum Jóns Rúnars Hilmarssonar á sýningunni.

„Mestmegnis í heimabyggð af því að ég vil hafa þjónustu hér í bænum okkar. Ef allir fara til Reykjavíkur að versla þá leggst þjónustan af hér í bæ. Það segir sig sjálft, bara einfalt.“

ÍSAK RÚNAR ÓLAFSSON:

„Ég gæti keypt einhverjar gjafir hérna í Keflavík. Mér finnst ekkert ofsalega gaman að þvælast í Reykjavík og best væri ef ég fengi allar jólagjafirnar hér bara, það væri alveg lúxus.“

KOLBRÚN VIKTORSDÓTTIR:

„Örugglega bara hér í heimabyggð. Reyni helst að sleppa við að fara í Reykjavík. Mikið af bílum þar, bara geðveiki. Mér finnst gott að labba í búðirnar hérna þegar mér hentar. Miklu skemmtilegra.“

Hringur er flugumferðarstjóri í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Hann er hluti af góðu ferðalagi.

UMSJÓNARMAÐUR RÆSTINGA

V E R K E F N A S TJ Ó R I EIGNAUMSÝSLU

Isavia óskar eftir að ráða umsjónarmann ræstinga á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni eru daglegt eftirlit með ræstingu og samskipti við verktaka. Úrvinnsla, skýrslugerð og eftirfylgni við verktaka á reglubundnum samningsstjórnunarfundum. Eftirlit með framkvæmdaþrifum og öðrum verkefnum. Gæðaúttektir og önnur tilfallandi verkefni.

Isavia óskar eftir að ráða verkefnastjóra eignaumsýslu á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni eru utanumhald á byggingatengdum fjárfestingum, gerð kostnaðar og verkáætlana, úttektir, uppfærsla og utanumhald á BIM líkani í rekstri. Verkefnastjóri er tengiliður eignaumsýslu inn í framkvæmdir vegna BIM og í samskiptum við yfirvöld og hönnuði.

Hæfniskröfur • Menntun sem nýtist í starfi • Reynsla tengd gæða- og eftirlitskerfum • Reynsla eða þekking á ræstingum fasteigna • Góð tölvukunnátta er skilyrði • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði

Hæfniskröfur • Verk-, tæknifræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði • Góð kunnátta á Revit er skilyrði • Þekking á BIM aðferðafræðinni er skilyrði • Þekking á stafrænum ferlum við framkvæmdir er kostur

Nánari upplýsingar veitir Sævar Garðarsson, deildarstjóri eignaumsýslu, saevar.gardarsson@isavia.is. Starfsstöð: Keflavík

Nánari upplýsingar veitir Sævar Garðarsson, deildarstjóri eignaumsýslu, saevar.gardarsson@isavia.is. Starfsstöð: Keflavík

Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia hefur hlotið gullmerki PwC fyrir launajafnrétti og hvetjum við bæði konur og karla til að sækja um þau störf sem í boði eru.

11


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. nóvember 2018 // 44. tbl. // 39. árg.

Sveitastrákurinn baráttuglaði

Þorvaldur Örn Árnason er kominn á eftirlaun og kann því vel. Nú hefur hann tíma fyrir allt sem hann langar til. Nú getur hann sinnt hugðarefnum sínum en hann er þekktur fyrir að vera ötull baráttumaður fyrir verndun náttúrunnar. Þorvaldur Örn vaknar eldsnemma á morgnana og skellir sér í sund klukkan hálfsjö alla virka daga í sundlaugina í Vogum við Vatnsleysuströnd þar sem hann og fjölskyldan býr. Kenndi í FS

Þorvaldur Örn er elstur í fjögurra systkina hópi sem ólust upp saman. Hann fór aðeins þrjú ár í barnaskóla í sveitinni þar sem hann ólst upp en þá var þar aðeins skóli annan hvern dag í nokkra mánuði á árinu. Seinna fór hann í Skógaskóla og Menntaskólann að Laugarvatni. Eftir háskólanám í líffræði og kennsluréttindanám þá vann

hann við stundakennslu í Háskóla Íslands. Þorvaldur hefur komið víða við á starfsævi sinni. Hann skrifaði einnig nokkrar námsbækur, var námsstjóri í Menntamálaráðuneytinu, kenndi í framhaldsskólum, meðal annars í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og endaði kennaraferilinn við grunnskólann í Vogum við Vatnsleysuströnd.

Viðburðir í Reykjanesbæ Tónlistarskóli Reykjanesbæjar - Dagur íslenskrar tungu Verið velkomin á tónleika hljómborðsdeildar og söngdeildar í Bergi Hljómahöll föstudaginn 16. nóvember kl. 17:30. Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudagurinn 15. nóvember kl. 11:00: Foreldramorgunn. Dagný Erla Vilhjálmsdóttir sýnir og fræðir um ungbarnanudd. Föstudagurinn 23. nóvember kl. 16.30. Bókakonfekt barnanna – upplestur fyrir börn. Mömmugull og Nærbuxnaverskmiðjan í upplestri höfunda. Verið velkomin.

Þorvaldur Örn hefur nægan tíma til að lesa bækur núna. Stopult rafmagn á sveitabænum

„Ég er sveitastrákur, alin upp í Landeyjum í Rangárvallasýslu á bæ sem heitir Álfhólar. Það hefur margt breyst á þeim rúmum sjötíu árum sem ég hef lifað. Ég ólst upp við olíuljós og kerti en stöðugt rafmagn fengum við þegar ég var tólf ára. Við vorum með kýr sem við handmjólkuðum, kindur, hænur og hross. Ein útvarpsrás var á Íslandi þá sem sendi út á morgnana, í hádegi, um miðjan dag og á kvöldin en þess á milli var hlé á útsendingum. Stundum var jarðarförum útvarpað á milli morgunsendingar og hádegis. Þá hlustaði maður á jarðarför fólks sem maður þekkti ekki neitt en sálmarnir voru fallega sungnir. Útvörpin voru lampatæki og notuðu mikið af dýrum

Duus Safnahús - afhending Súlu og opnun sýninga Velkomin á afhendingu menningarverðlauna Reykjanesbæjar og opnun nýrra sýninga föstudaginn 16. nóvember kl. 18:00.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Ókrýndur sendiherra náttúrunnar

„Það er gaman að eiga ennþá aðgang að sveitinni minni og styrkja rætur sínar í leiðinni. Ég fer þangað og hjálpa til á bænum, geri við og sinni viðhaldi. Nálægðin við náttúruna í uppvextinum hefur sjálfsagt skipt sköpum þegar ég ákvað að verða líffræðingur. Ég brenn fyrir málefnum náttúrunnar og hef alltaf gert. Eitt af mörgum hugðarefnum mínum er að sporna við útbreiðslu lúpínunnar. Í dag er ég í sjálfboðaliðahópi sem vaktar nokkur svæði á Reykjanesskaga en við viljum sporna við útbreiðslu þessarar plöntu. Sem betur fer er Landgræðsla Ríkisins hætt að sá henni á Íslandi því það sjá það allir hvernig hún er að breyta ásýnd náttúru Íslands. Það hrjáir mig í dag hvað ég er forspár varðandi lúpínuna því ég er ekki saklaus. Á áttunda áratugnum var ég með í hópi fræðinga sem voru að rækta upp lúpínusvæði í landinu til þess að sporna við landfoki. Ég hafði ekki hugmynd um það þá að þessi planta yrði svona skæð sem raun ber vitni í dag. Þeir sem berjast gegn raflínum á Reykjanesskaga ættu líka að ganga til liðs við okkur, því þær raflínur verða ekki eins mikil sjónmengun og lúpínan í framtíðinni sem á eftir að þekja skagann okkar í um það bil eina öld ef ekkert verður að gert núna,“ segir Þorvaldur Örn og maður skynjar alvöru málsins.

Dauðans alvara

Þorvaldi finnst gaman að dunda í sveitinni. Heilsuleikskólinn Garðasel – leikskólakennari Njarðvíkurskóli – kennari í 80% afleysingastöðu Hæfingarstöð – þroskaþjálfi/iðjuþjálfi í 80-100% stöðu Fræðslusvið – talmeinafræðingur í tímabundið hlutastarf Reykjaneshöfn – hafnsögumaður Hæfingarstöð – matráður í 50% stöðu Málefni fatlaðs fólks – gefandi umönnunarstörf á heimili fatlaðra barna

rafhlöðum en stundum liðu nokkrar vikur hjá okkur án þess að við hefðum rafhlöðu,“ segir Þorvaldur Örn og blaðamaður fylgist vel með enda ekki á hverjum degi sem við heyrum svona lýsingar úr sveitum landsins. Þar sem kýrnar voru handmjólkaðar, þá kom það ekki að sök þótt rafmagn vantaði öðru hverju, annað en í dag þegar fjósin eru með rafdrifnar mjólkandi vélar. Bærinn Álfhólar eru enn í eigu fjölskyldunnar en systir Þorvaldar og dóttir hennar búa þar í dag ásamt einu barnabarni. Þær eru með mjólkandi kýr, eitthvað um tuttugu talsins, naut og kvígur. Systurdóttir Þorvaldar er einnig með mjög stórt hrossabú eða á annað hundrað hross sem hún er að temja, rækta og selja.

„Við fræðingarnir vorum á sínum tíma að þróa aðferð til að sá lúpínunni hér á landi. Gekk vel í tvö ár. Man þá að fræið spíraði illa fyrst eða um 15% og gerðum tilraunir með þau en sáum

Sönghópurinn Uppsigling hittist tvisvar í mánuði.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. nóvember 2018 // 44. tbl. // 39. árg.

13

Þorvaldur ásamt Heiðu eiginkonu sinni við Jökulsá á Fjöllum í sumar. VIÐTAL

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

nótur en mikið af söngtextum. Þú þarft ekki að syngja vel, bara hafa áhuga á því að syngja. Þessi hópur er opinn fyrir alla og það eina sem þarf er að hafa gaman af söng. Það eru sumir með gítar, mandólín og bassa og aðrir eru með hristur og ásláttarhljóðfæri. Allir syngja allt sem þeir kunna. Svo er kaffi og spjall í pásunni. Þetta er notalegt og þótt maður komi þreyttur á söngæfingu þá hressist maður eftir sönginn,“ segir Þorvaldur og vill hvetja alla sem langar að vera með að mæta næstkomandi föstudagskvöld í Skátaheimilið við Hringbraut í Keflavík.

Hvernig er að eldast?

svo að lúpínan var gáfaðri en við og lætur ekki öll fræin sín spíra í einu. Hún geymir fræforða í áratugi en þetta erum við að sjá í dag þegar við hreinsum hana burt á ákveðnum stað á hundrað fermetra svæði í Krísuvík sem við höfum vaktað og séð til þess að þar hefur engin lúpína náð að sá sér í sex ár. Í sumar komu þarna samt upp 85 nýjar plöntur og 38 í fyrra þrátt fyrir hreinsun hópsins. Þarna sjáum við skýrt hvað plantan er klók og geymir fræin endalaust má segja. Opið land hentar henni mjög vel eins og er hér á Suðurnesjum. Við viljum varðveita hraunið í Reykjanesfólkvangi sem er prýtt lyngi, mosa og fléttugróðri, en plantan potar sér alls staðar. Þar sem lúpínan skríður yfir

landið þá deyja aðrar plöntur eins og blóðberg, bláberjalyng og krækiberjalyng og fleira sem við þekkjum úr flóru okkar lands. Plönturnar fá ekki ljós því lúpínan skyggir á þær. Lúpínan getur vaxið í ófrjóu landi en í kjölfar hennar koma plöntur eins og kerfill sem við viljum alls ekki sjá út um allt. Það hafa margar tilraunir verið gerðar til að eyða lúpínunni á vissum blettum, en hún er erfið. Kindum hefur verið beitt á hana en þær hafa kosið að borða aðrar plöntur sem vaxa við hlið hennar því þær verða sljóar af efninu sem er í lúpínunni og hætta að mjólka. Þær eru klókar rollurnar og vilja hana ekki eftir nokkrar tuggur. Við munum sjá allt of mikið af lúpínu í framtíðinni hér á Íslandi ef henni

verður ekki haldið í skefjum. Fyrir þá sem vilja vera með í baráttunni þá erum við með áhugahóp um útrýmingu lúpínunnar á facebook sem við nefnum einmitt því nafni. Svo er ég í stjórn Sjáflboðaliðasamtaka um náttúruvernd en eitt af verkefnum okkar er að hafa hemil á útbreiðslu lúpínu á fáeinum stöðum. Það er mjög lærdómsríkt að fara í svona lúpínuferð með fróðu fólki í Reykjanesfólkvangi frá maíbyrjun til júní áður en plantan nær sér á strik,“ segir Þorvaldur Örn og á ráð handa þeim sem vilja losa sig við lúpínuna í nærumhverfi sínu í vor en það er að stinga rótina upp með skóflu strax þá áður en hún nær sér á strik. Ekki leyfa henni að fjölga sér meira því allir góðir hlutir geta

orðið vondir í óhófi bendir Þorvaldur réttilega á.

Söngurinn léttir lund

Það er gott að Þorvaldur Örn getur gleymt sér við söng á milli þess sem hann sinnir baráttumálum sínum. Þorvaldur er nefnilega einn af upphafsmönnum söngfélagsins Uppsiglingar sem hefur verið starfrækt í rúm tuttugu ár hér á Suðurnesjum. „Við hittumst annan hvern föstudag í Skátahúsinu í Keflavík og næst er það þá 23.nóvember klukkan 20:00. Þarna erum við tíu til þrjátíu manns, karlar og konur, að syngja með eigin nefi lög sem okkur langar til að syngja. Allir velja sér lag sem hópurinn syngur saman en við erum ekki með neinar

„Það er bara fínt. Ég er svo heppinn að vera í þokkalegum lífeyrissjóði hjá LSR og er orðinn svo mikill hátekjumaður að ég fæ nánast ekkert frá Tryggingastofnun. Ég er frískur. Ég fer í sund á morgnana og stundum í gönguferðir. Ég les dálítið af bókum og á netinu. Ég er einnig sjálfur duglegur að skrifa greinar. Mér finnst facebook vera fínn vettvangur fyrir skrifin mín. Þetta er notendavænn fjölmiðill götunnar og maður getur birt strax það sem mann langar. Ég hef gaman af því. Ég ver tímanum einnig með barnabörnunum og bardúsa í garðinum eða uppi í sveit. Við förum stundum í leikhús og höfum gaman af því. Svo hittumst við í Eldar, gömlu danshljómsveitinni sem ég spilaði með á árum áður en við vorum vinsælir á sjöunda áratugnum. Svo er ég eitthvað í pólítíkinni og í háskóla eldri borgara hér á Suðurnesjum, U3A. Já það er bara æðislegt að eldast,“ segir Þorvaldur Örn með bros á vör og fær mann til að hlakka til að verða frjáls eldri borgari.

Kraftmikill einstaklingur óskast Kjörbúðin í Sandgerði leitar að jákvæðum, ábyrgðarfullum og kraftmiklum verslunarstjóra sem hefur gaman af mannlegum samskiptum. STARFSSVIÐ • Ábyrgð á rekstri verslunar. • Samskipti við viðskiptavini og birgja. • Umsjón með ráðningu starfsmanna og almennri starfsmannastjórnun í verslun. • Ábyrgð á vöruframsetningu og áfyllingum. • Ábyrgð á birgðahaldi í verslun. • Önnur tilfallandi störf.

HÆFNISKRÖFUR • Marktæk reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi hjá verslunarog/eða þjónustufyrirtækjum. • Styrkleiki í mannlegum samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni, reglusemi og árverkni í hvívetna.

Viltu vinna á spennandi nýjum stað? Kjörbúðinni er ætlað að þjónusta bæjarbúa með því að bjóða gott úrval, lágt verð og ferskar vörur á hverjum stað. Með því vill Samkaup gera viðskiptavinum sínum um allt land kleift að versla daglega allar helstu nauðsynjavörur á samkeppnishæfu verði. Í sameiningu nýtum við styrkleika okkar í heimabyggð og byggjum upp enn sterkari kjörbúð.

Tekið er á móti umsóknum í gegnum www.samkaup.is (Mannauður/Atvinnuumsókn). Allar upplýsingar veitir Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri, í síma 421-5400 og í gegnum tölvupóst heidar@samkaup.is

Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember næstkomandi


14

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. nóvember 2018 // 44. tbl. // 39. árg.

SUÐURNESJAMAGASÍN á Hringbraut öll fimmtudagskvöld

0 3 : 0 2 . l k Hafnsögumaður hjá Reykjaneshöfn Reykjaneshöfn óskar eftir að ráða í eitt stöðugildi hafnsögumanns/hafnarvarðar við Reykjaneshöfn. Starfið felst m.a. í leiðsögu skipa, skipstjórn dráttarbáts auk annarra starfa. Nánari útlistun er að finna á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is og vef Reykjaneshafnar, www.reykjaneshofn.is

Gerð er krafa um að viðkomandi þarf til að bera líkamlega hæfni, m.a. til að klífa upp/niður lunningu skipa úti á rúmsjó.

Starfssvið • Þar sem í starfinu felst að vinna undir ákvæðum laga nr. 50/2004 um hafnarvernd þarf umsókninni að fylgja sakavottorð. Nánari upplýsingar gefur Halldór K. Hermannsson hafnarstjóri, halldor.k.hermannsson@reykjanesbaer.is eða í síma 897 6300. Umsóknarfrestur er til og með 3. desember 2018. Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

BÁRA HELGADÓTTIR Njarðarvöllum 6, Njarðvík

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 7. nóvember. Hún verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 15. nóvember klukkan 14. Jóhanna G. Egilsdóttir Skúli H. Hermannsson Helgi G. Steinarsson Aneta Grabowska Árni Einarsson Áslaugur S. Einarsson Guðrún Jóna O´Connor Arnar Einarsson Guðfinna Eðvarðsdóttir Guðlaug Einarsdóttir Hafsteinn Ingibergsson barnabörn og barnabarnabörn

Öflugt leiklistarstarf er rekið í Gerðaskóla í Garði. Síðasta vor settu nemendur upp leiksýninguna Rocky Horror Show og var aðsókn mjög góð. Aðgangseyrir var svo nýttur til mikilvægra tækjakaupa.

Nemendur í Gerðaskóla þakka bæjarbúum sem komu á leiksýninguna Rocky Horror í vor. Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur með þau tæki sem keypt voru eftir síðustu sýningu.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Reynsluboltar með netabáta Betur fór en á horfðist með strandið á Fjordvik sem fór upp í grjótgarðinn í Helguvík. Eins og komið hefur fram þá tókst að draga skipið til Keflavíkur, framhaldið er að draga það til Hafnarfjarðar í flotkví og sjá hvað verður hægt að gera við það. Helguvík er reyndar þannig að það eru ansi mörg skip sem koma þangað ár hvert með olíu, sement og yfir vertíðina að taka þar mjöl og lýsi. Uppsjávarskipin okkar, sem eru nú ekki neitt rosalega mörg því þau eru ekki nema rúmlega 20 talsins, þau láta sjá sig af og til í Helguvík, þó aðalega um veturinn þegar loðna gengur hérna framhjá. Fyrir utan það sjást þau mjög sjaldan, það er helst að þau komi við og losi hratið, sigli síðan til Reykjavíkur eða Hafnarfjarðar og landi þar frystum afurðum. Snúum okkur þá að því sem er að gerast í höfnunum hérna á Suðurnesjum. Þar ber hæst mikil fjölgun báta sem eru komnir til Sandgerðis. Lengi vel var Bjössi skipstjóri á Andey GK einn að veiða á línu. Núna ber svo til að þeim hefur fjölgað mjög mikið bátunum og er t.d. Hulda GK og Daðey GK báðir komnir frá Skagaströnd. Einn algjörlega nýr bátur, Benni SU, er líka kominn. Hann hefur verið gerður út frá Austfjörðum síðan árið 2007. Stutt er í næstu báta því að Guðbjörg GK og Óli á Stað GK eru komnir til Ólafsvíkur og hafa verið að landa þar núna í byrjun nóvember. Ef við skoðum línubátana sem eru stærri enn 15 Bt, þá er Rán GK með 3,8 tn í 2 í Grindavík. Daðey GK 5,7 tonn í 2. Andey GK 14 tonní 5. Máni II ÁR 16,4 tonn í 4, báðir í Sandgerði. Hulda GK 25 tonn í 6, allt í Sandgerði nema ein löndun sem var á Skagaströnd. Óli á Stað GK 39 tonn í 6 á Skagaströnd og Ólafsvík og Guðbjörg GK 44 tonn í 5 á sömu höfnum. Stærri bátarnir eru t.d. Hrafn GK með 139 tonn í 2. Valdimar GK 123 tonn í 2. Sturla GK um 200 tonn og þar af 120 tonn í einni löndun. Af minni bátunum þá er Dóri GK með 49 tn í 7 og Von GK 46 tn í 7 báðir á Neskaupstað. Dúddi Gísla GK 18 tn í 5 á Skagaströnd. Bergur Vigfús GK 3 tonn í einni löndun, en báturinn bilaði um daginn þegar hann var

AFLA

leikfélag Gerðaskóla

FRÉTTIR

Hæfniskröfur: • Gerð er m.a. krafa um skipstjórnarréttindi C, reynslu af skipstjórn auk annarra þátta sem tilgreindir eru nánar á vefjum Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar.

Keyptu tækjabúnað fyrir

gisli@aflafrettir.is

við veiðar þegar að beitningavélin bilaði. Addi Afi GK 8,8 tonn í 2 og þar af 5,3 tonn í einni löndun. Birta Dís GK 5 tonn í 2. Frekar rólegt er yfir aflanum hjá netabátunum. Þó gekk Valþóri GK ansi vel því að báturinn landaði í Sandgerði 12 tonnum í 2 róðrum og var ufsi um 10 tonn af þeim afla. Guðjón Bragason er tekin við skipstjórinni á Valþóri GK en Guðjón, eða Gaui Braga eins og hann er kallaður, var lengi vel skipstjóri á Grímsnesi GK og hefur langa sögu að baki sem skipstjóri á netabáti frá Sandgerði. Vel yfir 30 ára saga sem Gaui hefur. Grímsnes GK er aftur á móti ennþá að eltast við ufsann fyrir austan og hefur landað í Þorlákshöfn 35 tonnum í 3 róðrum. Erling KE er kominn á veiðar og hefur verið að landa í Sandgerði og landað þar 26 tonnum í 5 róðrum. Hefur báturinn verið að leggja netin í kringum Eldey og líka nokkuð djúpt úti af Sandgerði. Mest 14 tonn í róðri. Af hinum bátunum sem hafa verið að leggja netin í Faxaflóanum þá er veiðin frekar dræm. Maron GK með 5,4 tonn í 3 og mest 2,6 tonn. Halldór afi GK með 2,5 tonn í 4. Nýr netabátur er svo að koma á veiðar, því að báturinn sem eitt sinn hét Daðey GK og var yfirbyggður línubátur með beitningavél heitir núna Bergvík GK. Sá bátur er í eigu fyrirtækisins GunGum ehf. en að því fyrirtæki standa tengdasynir Þorsteins Erlingsonar, sem er eigandi af Saltveri ehf., sem gerir út Erling KE. GunGum ehf. á ekki bara Bergvík GK, því að þeir eiga líka Lóm KE, sem er gamli Örnin GK og Votaberg KE, sem hét áður Eiður ÓF frá Ólafsfirði. Allir þessir bátar voru á makrílveiðum í sumar og núna er semsé Bergvík GK að fara á netaveiðar. Skipstjórinn á bátnum er Hafþór Örn Þórðarson, sem var áður með Halldór afa GK og þar á undan Von GK. Hafþór hefur nokkuð mikla reynslu af netaveiðum eða í kringum 15 ár og hefur meðal annars leyst af á Grímsnesinu GK. Verður fróðlegt að sjá hvernig Bergvík GK muni ganga á netaveiðum. Nú þegar er búið að færa á bátinn 100 tonn af þorskvóta frá Saltveri sem kemur frá Erling KE.

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

netfang: litafegurd@gmail.com - gsm: 612-5918

Gísli Reynisson

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. nóvember 2018 // 44. tbl. // 39. árg.

15

Suðurnesjabær samþykktur samhljóða Bæjarstjórn sameinasð sveitarfélags Garðs og Sandgerðis hefur samþykkt samhljóða að heiti Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs verði Suðurnesjabær. Samþykktin var gerð á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Ákvörðun bæjarstjórnar byggir á ákvæðum 5. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og verður heiti sveitarfélagsins breytt í „Samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins“ að fenginni staðfestingu samgönguog sveitarstjórnarráðuneytisins, og tekur þar með gildi.

Heitið Suðurnesjabær fékk yfirburðastuðning í könnun meðal íbúa. Að mati bæjarstjórnar uppfyllir nafnið skilyrði 5. gr. sveitarstjórnarlaga um heiti sveitarfélaga enda er nafnið í samræmi við íslenska málfræði og málvenju. í afgreiðslu bæjarstjórnar er bæjar-

stjóra falið að óska eftir staðfestingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á nafninu Suðurnesjabær. Kosið var um nafn á sameiginlegt sveitarfélag laugardaginn 3. nóvember. Alls tóku 933 þátt í könnuninni af 2.709 sem höfðu kosningarétt. Þátttaka var 34,44% og skiptust atkvæði þannig að Heiðarbyggð hlaut 57 atkvæði, eða 6,1%, Suðurnesjabær hlaut 703 atkvæði, eða 75,3% og Sveitarfélagið Miðgarður hlaut 160 atkvæði, eða 17,1%.

Frá talningu atkvæða í könnun um nafn á sveitarfélagið.

Lions með blóðsykurmælingar föstudag og laugardag Næstkomandi helgi mun Lions á Suðurnesjum standa fyrir sinni árlegu blóðsykurmælingu í samvinnu við Lyfju, Krossmóa 4 Reykjanesbæ. Mælingar verða í Grindavík föstudaginn 16. nóvember frá kl. 13 -16 í Nettó, í Reykjanesbæ verða mælingarnar laugardaginn 17. nóvember í Krossmóa 4 frá kl. 13 – 16 og í Vogunum verða mælingar einnig á laugardaginn frá kl. 13 – 15 í Tjarnasal Stóru Vogaskóla. Mælingin er hluti af landsátaki Lionshreyfingarinnar og vitundarvakningu um sykursýki. Nóvember ár hvert er mánuður sykursýkisvarna hjá Lions. Þá bjóða Lionsklúbbar víðs vegar um land upp á fría blóðsykurmælingu. Markmiðið er að vekja almenning til umhugsunar um hættuna sem getur stafað af því að ganga með dulda sykursýki Mælingin er öllum að kostnaðarlausu og viljum við hvetja alla bæjarbúa til að nýta sér þessa þjónustu Lions og Lyfju.

Brennur verða með sama hætti í Garði og Sandgerði Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis samþykkti með átta atkvæðum að áramótabrennur verði með sama hætti og undanfarin ár og mótuð verði stefna um fyrirkomulag hátíðahalda í framtíðinni í samráði við samstarfsaðila. Fulltrúi B-lista var á móti við afgreiðsluna í bæjarstjórn.

Á sýningunni er farið yfir tildrög og sögu safnsins, en ekki síður er vakin athygli á mikilvægu starfi Byggðasafnsins í veröld og samfélagi sem breytist ört.

Við munum tímana tvenna 40 ár liðin frá stofnun Byggðasafns Reykjanesbæjar

Sýningin er sett upp til að minnast þess að nú eru 40 ár liðin frá því að bæjarstjórnir Njarðvíkur og Keflavíkur ákváðu að setja sameiginlega á stofn byggðasafn. Á sýningunni er farið yfir tildrög og sögu safnsins, en ekki síður er vakin athygli á mikilvægu starfi Byggðasafnsins í veröld og samfélagi sem breytist ört. Það fennir fljótt í sporin, en hlutverk Byggðasafnsins er að muna tímana tvenna og halda utan um söguna og fræða nútímann og komandi kynslóðir um fortíðina. Reykjanesbær býr yfir sérstæðri sögu, þar sem einmitt má greina afar skörp skil á milli

tveggja tíma; annars vegar höfum við fiskibæina sem byggðu allt sitt á fangbrögðum við hafið og hins vegar langa sögu varnarliðs sem nágranna innan

girðingar og uppbyggingu alþjóðaflugvallar. Sýningarstjóri er Eiríkur Páll Jörundsson forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar.

Ferða- safna- og menningarráð hafði lagt til að björgunarsveitirnar Sigurvon og Ægir verði fengnar til að sjá saman um brennu og flugeldasýningu. Ráðið leggur til að brennan og flugeldasýningin fari að þessu sinni fram í Garði á sama stað og undanfarin ár þar sem staðsetning og aðstæður eru með besta móti fyrir brennu. Af því verður ekki núna, heldur verða brennur og sýningar með sama sniði og áður.

ATVINNA TG raf í Grindavík óskar eftir teiknara til starfa Við leitum að metnaðarfullum og ábyrgðarfullum einstaklingi í fjölbreytt starf í teikningum rafbúnaðar. Hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfi Góð tölvukunnátta Reynsla í rafvirkjun er kostur Skipulag, sjálfstæði og áreiðanleiki í vinnu Stundvísi og samviskusemi Vönduð vinnubrögð Jákvætt viðhorf og lipurð í samskiptum

Minkapels til sölu. Sími: 4211661

TG raf er framsækið fyrirtæki í örum vexti þar sem mikill metnaður er lagður í að veita góða þjónustu og vinna náið með viðskiptavinum. Lögð er mikil áhersla á vönduð vinnubrögð og að skila verkum sem starfsmenn TG raf geta verið stoltir af. Til að auka sérþekkingu er TG raf skipt upp í þrjú svið:  Skipasvið  Iðnaðarsvið  Mannvirkjasvið Þvert á sviðin starfa einnig sérfræðingar með fjölbreytta reynslu og menntun, þar á meðal rafvirkjameistarar, tæknifræðingar og vélfræðingar.

Helstu verkefni: Teikningar stýringa Teikningar yfirlitsmynda Þátttaka í teymisvinnu við hönnun

SMÁAUGLÝSINGAR TIL SÖLU

TG raf ehf.

TG raf byggir á jákvæðu starfsumhverfi ásamt stundvísi og samviskusemi í allri vinnu.

Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á tgraf@tgraf.is fyrir 25. nóvember 2018.

Jákvæðni

-

Eldmóður

-

Traust

-

Framsækni

-

Fagmennska


16

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. nóvember 2018 // 44. tbl. // 39. árg.

FS-INGUR VIKUNNAR

VÍNBÚÐIN GRINDAVÍK

Helstu verkefni og ábyrgð

Hæfniskröfur

Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini

Jákvæðni og rík þjónustulund

Framstilling á vöru og vörumeðhöndlun

Góð hæfni í mannlegum samskiptum

Umhirða búðar

Almenn tölvukunnátta

Reynsla af verslunarstörfum er kostur

Unnið er alla föstudaga, kl. 15.00 -19.00 og annan hvern laugardag, kl. 10.30-14.30. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og sakavottorðs er krafist. Umsóknarfrestur er til og með 29. nóvember nk. Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is. Nánari upplýsingar: Guðlaug Íris Margrétardóttir – grindavik@vinbudin.is, 426 8787 og Thelma Kristín Snorradóttir – starf@vinbudin.is, 560 7700. Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum.

ÁTVR rekur 51 Vínbúð um allt land. Stefna ÁTVR er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.

kristinfjola00@gmail.com

Við leitum að jákvæðum og röskum einstaklingi sem er tilbúinn að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu.

VIÐTAL Kristín Fjóla Theodórsdóttir

Frábær tímavinna

LANGAR AÐ

FERÐAST

Í KRINGUM HEIMINN! Ásdís Marín Kristjánsdóttir er nemandi á Fjöl-

greinabraut. Hún er 18 ára Grindvíkingur sem hefur áhuga á ferðalögum, tungumálum og björgunarsveitastarfi. Hana langar til að ferðast í kringum heiminn einn daginn. Ásdís Marín er FSingur vikunnar að þessu sinni. Hver er helsti kostur FS? Helsti kosturinn er félagslífið myndi ég segja. Hvað hræðistu mest? Snáka. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Áslaug Gyða verður uppistandari eða frægur stærðfræðingur. Hver er fyndnastur í skólanum? Áslaug Gyða. Hvað sástu síðast í bíó? Johnny English Strikes Back. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Miklu meiri fjölbreytileika. Hver er helsti galli þinn? Ég of hugsa hluti. Hver er helsti kostur þinn? Ég er yfirleitt mjög fljót að læra nýja hluti. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Instagram, Snapchat og Spotify. Hverju myndi þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi breyta mætingakerfinu og láta nemendur vita fyrr ef kennarar komast ekki í tíma. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmorinn. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Mér finnst það fínt en það mætti vera aðeins fjölbreyttara. Það er yfirleitt sama fólkið að spila á böllum og skemmtikvöldin eru mjög svipuð. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Að ferðast í kringum heiminn. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Það þekkjast flestir og það er stutt að skjótast í Reykjavík.

Uppáhalds... ...kennari? Lovísa. ...skólafag? Enska ...sjónvarpsþættir? RuPaul’s Drag Race. ...kvikmynd? Austin Powers. ...hljómsveit/tónlistarmaður? Harry Styles. ...leikari?: Mike Myers.

Ert þú ekki örugglega að leita að okkur? Hjallastefnan ehf // Keilisbraut 774 // Reykjanesbæ

Leikskólinn Völlur upp á Ásbrú í Reykjanesbæ auglýsir eftir leikskólakennara til starfa sem fyrst. Við leitum að jákvæðum og lífsglöðum einstaklingum sem eru tilbúnir að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í leikskólastarfi. Leikskólinn Völlur býður upp á einstaklega gott starfsumhverfi á afar fallegum stað upp á Ásbrú. Leikskólinn er nú í tilraunaverkefni um styttingu vinnudags með það að leiðarljósi að aðstoða starfsfólk við að auka lífsgæði sín. Starfsfólk hefur því styttri viðveru með börnum í 100% starfi sem tryggir aukna orku og gleði í starfi með börnum sem og í einkalífi. Starfsfólk er í fríu fæði allan vinnudaginn og komið er til móts við séróskir um mataræði. Um er að ræða framtíðarstarf. Hafir þú áhuga á að sækja um, farðu þá inn á vef skólans Vollur.hjalli.is og veldu „Starfsumsókn“. Allar nánari upplýsingar fást með því að senda póst á vollur@hjalli. is eða hringja í síma 421-8410.

Íbúafundur um endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar Fundurinn verður haldinn í Merkinesi Hljómahöll 17. nóvember kl. 11:00 til 14:00. Bærinn hefur vaxið mikið og fyrirsjáanlegt að það haldi áfram um skeið. Bæjarbúum er boðið á umræðu og vinnufund um stöðu og stefnu bæjarins í skipulagsmálum. Boðið verður upp á léttar veitingar.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

VIÐTAL

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

fimmtudagur 15. nóvember 2018 // 44. tbl. // 39. árg.

ÖRLAGARÍK HNÉAÐGERÐ HJÁ BJARNA Það má eiginlega segja að þetta sé allt hnéaðgerðinni að þakka að út er komin ný barnabók eftir Bjarna Sigurðsson sem er fæddur og uppalinn í Garðinum. Steinninn í fjárhúsinu er bók sem hann skrifaði fyrir tíu árum, á meðan hann var að jafna sig eftir hnéaðgerð heima hjá sér og gat sig hvergi hreyft. Honum leiddist að liggja með löppina upp í loftið og nennti ekki lengur að vafra um á netinu og ákvað að búa til ævintýri til að skemmta syni sínum.

Bjarni Sigurðsson með barnabókina góðu

17

Hvaðan kemur hugmyndin? „Sagan kom til mín og flæddi fram á mjög stuttum tíma. Þessar persónur í bókinni eru flestar til. Í sögunni eru meðal annars bræður tengdapabba heitins sem og sonur minn en ég tek mér skáldaleyfi í þjóðlegum stíl þegar ég skrifa um fjárhúsin sem enn eru til og tröll sem sumir halda fram að séu til,“ segir Bjarni og glottir.

STÓRA

SERÍU HELGIN

Hann þekkir vel til fjárbúskapar þessara frænda sonar síns en fjölskyldan hefur fylgst með áhugamálsbúskapnum hjá þeim bræðrum Degi og Jónasi á Stafnesinu í Sandgerði í mörg ár.

Spennandi barnabók

„Ég nota það umhverfi sem ég þekki. Börnin okkar hafa fengið að kynnast þessum fjárbúskap þeirra bræðra og hefur fund-

ist rosa spennandi að fylgjast með lömbunum á vorin. Það er ævintýri í raun og veru eins og sagan sem er ævintýraleg með boðskap. Maður getur gert hvað sem er, ef maður leggur sig fram. Fyrst var þetta bara til að skemmta syni mínum á sínum tíma fyrir tíu árum á meðan ég var að jafna mig eftir hnéaðgerð. Ég las söguna einnig fyrir vini sonar míns og sá að þeim fannst hún skemmtileg. Svo setti ég þessi skrif til hliðar og hef verið að glugga í þetta í gegnum árin, klappa sögunni af og til en svo ákvað ég að nú væri tími til kominn að gera alvöru úr þessu og gefa bókina út sjálfur. Ég varð mér úti um teikniforrit og sé um alla hönnun í bókinni sjálfur. Það var lærdómsríkt,“ segir Bjarni og bendir á að með hverju seldu eintaki fari 500 krónur í orgelsjóð Keflavíkurkirkju. Bókin fæst jafnframt hjá Nettó, Keflavíkurkirkju og í Bitanum. Stefnt er að því að halda útgáfuteiti á Bitanum fljótlega og hægt er að fylgjast með á Facebook-síðunni Steinninn í Fjárhúsinu.

Fimmtudag til laugardags um land allt

ALLAR SERÍUR OG JÓLALJÓS

20-40% afsláttur


18

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. nóvember 2018 // 44. tbl. // 39. árg.

STRÁKAR Í ALLT OF STÓRUM STRIGASKÓM

Ekkert til að kvarta yfir - Njarðvíkingnum Guðlaugu líkar lífið vel í Florida

bæði úr körfuboltaliðinu og úr öðrum íþróttum hérna úti og erum við mjög dugleg að gera eitthvað saman þegar tími gefst. Mikill tími fer því líka í að horfa á og styðja hinar íþróttirnar. Melbourne bærinn sem Florida Tech er staðsettur í er frekar rólegur bær en við nokkrar úr körfuboltaliðinu erum mjög duglegar að ferðast í kring þegar tímabilið er ekki í gangi.“ Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart við að búa þarna úti? „Í raun og veru er ekki mikið sem kom mér á óvart þar sem ég hef komið svo oft til Florida áður. Aðallega er það hvað allir eru vingjarnlegir hérna og opnir fyrir að kynnast þér og hjálpa ef eitthvað kemur upp á. En það sem

Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is

kom mér mest á óvart er hvað fatastíllinn hérna í Melbourne bænum mínum er gjörsamlega enginn, en strákar eru til dæmis alltaf í strigaskóm þremur stærðum of stórum.“ Hvernig er þessi lífsreynsla fyrir íþróttafólk? „Ég mæli hiklaust með því að yngri körfuboltaiðkendur og aðrir yngri íþróttaiðkendur fari út í skóla til að spila ef þau hafa tækifæri á því. Þetta er mikil lífsreynsla að þurfa að standa á sínum eigin fótum í nýju landi og einnig mikið tækifæri að geta notað körfuboltahæfileikanna sína til að mennta sig.“ Ertu búin að bæta þig sem leikmaður? „Mér finnst ég klárlega búin að bæta mig sem leikmaður hérna úti. Stíllinn í körfuboltanum er í sjálfu sér allt öðruvísi en maður er vanur heima

þar sem það er miklu meiri agi og skipulag yfir öllu sem tengist körfuboltanum. Það fer alveg gríðalegur mikill tími í körfuboltann á hverjum degi þar sem það er allt gert til þess að gera mann að betri leikmanni og liðið að betri liðsheild. Því gefst mér endalaus tækifæri til að bæta veikleikana mína inn á vellinum.“ Hvernig leggst þetta tímabil í þig? „Mér finnst við vera með mjög skemmtilegt lið þetta árið þar sem helmingurinn af liðinu er Evrópu og því spilum við meira með evrópskum stíl heldur en undanfarin tvö ár. Sein-

asta ár var mikil vonbrigði fyrir liðið en við vorum með mjög hæfileikaríkt lið en liðsheildin var ekki til staðar en þetta tímabil lengst mjög vel í mig. Við erum eins og staða en er í dag búin að vinna fyrstu tvo leikina okkar og erum með stóra leiki framundan þar sem við förum meðal annars til Alaska á mót núna í enda mánaðarins. Með hverju árinu fæ ég meiri ábyrgð og persónulega ætla ég að vera meiri leiðtogi inn á vellinum í ár og að vera lykil leikmaður fyrir liðið mitt á eins mörgum sviðum körfuboltans eins og ég get.“

ÍSLENSK A SI A .IS ICE 90118 11/18

Hvernig líkar þér lífið í Florida? „Mér líkar það mjög vel, ég elska að vera hérna úti. Skólinn hentar mér fullkomlega bæði námslega og körfuboltalega séð. Ég bý nánast á ströndinni, það er heitt allt árið og allt miklu ódýrara en heima, ekkert til að kvarta yfir.“ Hvað gerir þú þegar námið og körfuboltinn eru ekki að trufla þig? „Þegar tímabilið er byrjað þá er ekki mikill tími í annað en námið og körfuboltann en annars reyni ég að nýta sólina eins mikið og ég get með því að fara á sundlaugarbakkann eða á ströndina. Florida Tech er þekktur fyrir að hafa nemendur víða að úr heiminum sem er mjög gaman að kynnast. Ég á góðar vinkonur og vini

VIÐTAL

Njarðvíkingurinn Guðlaug Björt Júlíusdóttir hefur það þrælfínt í Floridaríki Bandaríkjanna þar sem hún býr nánast á ströndinni, spilar körfubolta og nemur við Florida Tech háskólann. Hún er lykilleikmaður hjá skólanum og á sér háleit markmið. Guðlaug er að hefja sitt þriðja tímabil í skólanum en hún hefur vaxið mikið sem leikmaður á þeim tíma og myndi hiklaust mæla með lífsreynslunni fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á að samtvinna íþróttir og menntun.

HUGSAR ÞÚ Í LAUSNUM?

Icelandair leitar að öflugum liðsmanni í starf vaktstjóra (Duty Manager) í stjórnstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Stjórnstöðin (Network Control Center/NCC) sér um að daglegur rekstur leiðakerfis Icelandair sé sem hagkvæmastur og að röskun flugáætlunar hafi sem minnst áhrif á viðskiptavini félagsins. Vaktstjóri stýrir daglegum störfum innan NCC og er samræmingaraðili þeirra aðila sem þar starfa. STARFSSVIÐ: I Dagleg stjórn á leiðakerfi Icelandair

HÆFNISKRÖFUR: I Góð menntun sem nýtist í starfi

I Stýra aðgerðum NCC vegna seinkana og annarra frávika í rekstri leiðakerfisins

I Frumkvæði og skipulagshæfileikar

I Annast verkefni sem tengjast rekstri NCC

I Hæfni í ákvarðanatöku og mannlegum samskiptum

I Vinna að úrbótaverkefnum og öðrum tilfallandi verkefnum sem tengjast rekstri leiðakerfis Icelandair

I Góðir samstarfshæfileikar

I Þekking á starfsemi framleiðslusviðs Icelandair eða svipaðri starfsemi úr fluggeiranum er kostur I Mjög góð íslensku- og enskukunnátta er nauðsynleg

Við leitum að kraftmiklum einstaklingi í spennandi starf í góðu starfsumhverfi, þar sem öryggi, áreiðanleiki og hágæða vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Nánari upplýsingar veita: Erik Ólaf Eriksson I deildarstjóri Network Control Center I erike@icelandair.is Kristján Pétur Sæmundsson I ráðningastjóri I kristjanpetur@icelandair.is

+ Umsókn með ferilskrá óskast fyllt út á www.icelandair.com/is/um-okkur/storf-i-bodi/ eigi síðar en 21. nóvember nk.

AUGLÝSINGASÍMINN ER

HAUSTFAGNAÐUR Félags eldri borgara á Suðurnesjum

Haustfagnaðurinn verður haldinn á Nesvöllum laugardaginn 17. nóvember 2018 og hefst með borðhaldi kl 19:00 Miðasala í forsölu á Nesvöllum miðvikudaginn 14. nóvember 2018 á milli kl. 15:00 og 17:00 Einnig er hægt að kaupa miða hjá eftirtöldum:

421 0001 .is f v @ a e r and

Guðrún: 899-0533 Elísabet: 421-1669 Jóhann: 846-8125 Kolbrún: 462-2005 Baldvin: 662-3333 Verð 5.000 kr. F.E.B.S.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 15. nóvember 2018 // 44. tbl. // 39. árg.

19

VERNDARSVÆÐI Í BYGGÐ KRÓKSKOTSTÚN-LANDAKOTSTÚN Í SANDGERÐI Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis hefur lagt fram til kynningar skýrsluna Verndarsvæði í byggð, Krókskotstún-Landakotstún skv. 5. gr. laga um Verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að kynna sér efni skýrslunnar og koma með ábendingar og athugasemdir um þetta áhugaverða efni. Frestur til að gera athugasemdir við skýrsluna er til fimmtudagsins 20. desember 2018 og er skýrslan aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.gardurogsandgerdi.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa með tölvupósti á jonben@sandgerdi.is, eða á bæjarskrifstofuna í Garði, b.t. skipulagsfulltrúa, Sunnubraut 4, 250 Garður.

Opið golfmót haldið í Leirunni í nóvember

Það er ótrúlegt að í byrjun nóvember skuli vera mögulegt að halda golfmót á Íslandi þar sem leikið er af sumarteigum og inn á sumarflatir. Þetta gerðist þó um síðast liðna helgi þegar Golfklúbbur Suðurnesja hélt opið haustmót þar sem tæplega 100 manns tóku þátt.

TILLAGA AÐ BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI SANDGERÐISBÆJAR 2008–2024 ÍBÚÐARSVÆÐI SUNNAN SANDGERÐISVEGAR

10

5

T

samkvæmt skipulagi

1

Innmæld hús

5

8

AU

2

3

3

8

5

BR

7

GA

FAGURHÓLL

4

3

BO

8

Hús og lóðir

STAFNESVEG

UR

Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis samþykkti á fundi sínum 3. oktober 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Breytingin felst í að skipulagssvæði sem er skilgreint sem íbúðarbyggð ÍB 10 í núverandi skipulagi og er syðsti hluti þéttbýlisins, er stækkað um 2 ha. og íbúðum fjölgað úr 275 í allt að 400. Breytingartillagan, ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu verða til sýnis á bæjarskrifstofunni í Sandgerði, Vörðunni, Miðnestorgi 3, frá og með fimmtudeginum 15. nóvember n.k. til föstudagsins 14. desember 2018 og hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins www.gardurogsandgerdi.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til föstudagsins 28. desember 2018. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa með tölvupósti á jonben@sandgerdi.is, eða á bæjarskrifstofuna í Garði, b.t. skipulagsfulltrúa, Sunnubraut 4, 250 Garður. UT

11

6

5

18

16

GE

22

ISV

EG

19

URH

BYGGÐ

10

9

27

16 VINAMINNI

12

20

STAFNESVEG

22 BÁRUGERÐI

21

22

Gróðurhús

UR

19

17

12

18

15

11

13

10

MI

??

ÐT

ÚN

11

8

AVEGU

R

ÓLL

7

ÞINGH

28

23

9

25

VALLARHÚS

7

7

6

8

21

24

26

14

MI

5

FAG

ÐT

ÚN

ÓLL

17

UR

12

4

15

ND

1

3

Í

13

16

10

18

14

SA

20

2

REYNISSTAÐIR

12

3

4

ABRA

9

2

1

14

BOG

10

ÞINGHÓLL

12

7

24

26

STAFNESVEG

UR

SKIPULAGSSVÆÐIÐ SÉÐ ÚR SUÐVESTRI

34

32

Hús farið

Bæjarsker

Laugi fasteignasali sigraði punktakeppnina á frábæru skori.

Veður lék við kylfinga og í raun var mikið betra golfveður en var meirihluta „golfsumarsins“ sem nú er nýliðið. Hólmsvöllur og allar aðstæður voru í flottu ástandi eins og mátti sjá á skori kylfinga. Án forgjafar sigraði Tómas Eiríksson Hjaltested úr Golfklúbbi Reykjavíkur á 71 höggi (-1) og næstur á eftir honum kom annar GRingur, Arnór Ingi Finnbjörnsson, sem lék á pari vallarins, í þriðja sæti endaði svo Tómas Sigurðsson úr Golfklúbbi Flúða, en hann lék á 74 höggum (+2) Í keppni með forgjöf sigraði heimamaðurinn Guðlaugur H. Guðlaugsson, eða Laugi í Stuðlabergi, á 43 punkti. Það var annar GSingur, Ólafur Einar Hrólfsson, sem lauk leik í öðru sæti á 41 punkti og á sama punktafjölda í þriðja sæti endaði Guðmundur Rúnar Lúðvíksson, fyrrum vert í Leirunni og núverandi meðlimur í Golfklúbbi Setbergs. Gunnar Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja, sagði í viðtali við íþróttafréttamann Víkurfrétta það hafa verið kærkomið að geta haldið jafn vel heppnað golfmót sem þetta eftir afar rýra uppskeru sumarsins. „Þetta kemur sér afar vel enda reyndist sumarið okkur erfitt,“ sagði Gunnar.

Sálfræðingur á fræðslusviði

Hólshús

Rústir

SKIPULAGSSVÆÐIÐ SÉÐ ÚR SUÐAUSTRI

Miðkot

Hólkot

Setber

gI

Setberg II

Syðstakot

Fræðslusvið Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða sálfræðing til starfa í tímabundið 50% starf. Ráðningartími er 1. janúar 2019 til 30. júní 2019. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu samstarfi við kennsluráðgjafa, talmeinafræðinga, starfsfólk skóla, velferðarþjónustu og aðra sérfræðinga. Faglegt starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð, klínískar leiðbeiningar og að hagsmunir nemenda séu hafðir að leiðarljósi.

A útgáfa breyting: skýring:

TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI Í SANDGERÐI ÍBÚÐARSVÆÐI SUNNAN SANDGERÐISVEGAR

Starfssvið sálfræðings • Sálfræðilegar athuganir á börnum í leik- og grunnskólum • Fræðsla til barna og fjölskyldna þeirra • Ráðgjöf við starfsfólk í skólum • Vinnur í þverfaglegu teymi skólaþjónustu

Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember 2018. Nánari upplýsingar um starfið veitir Einar Trausti Einarsson yfirsálfræðingur, einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf

Laugavegi 26 • 101 Reykja

Íbúðarsvæð Tillaga að de

Bæjarsker 1

Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis samþykkti á fundi sínum 3. oktober 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íbúðabyggðar sunnan Sandgerðisvegar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er skilgreind sem íbúðarbyggð ÍB 10 í núverandi aðalskipulagi og er syðsti hluti þéttbýlisins í Sandgerði, alls u.þ.b. 32, 5 ha. Íbúðir geta orðið allt að 400 talsins á svæðinu þar sem um blandaða byggð einbýlis-, par-, rað-, og fjölbýlishúsa verður að ræða. Gert er ráð fyrir nýjum leikskóla á svæðinu ásamt opnum leiksvæðum. Skipulagið hefur verið lagað eins og kostur er að þeim fornminjum sem þarna eru þekktar og skráðar. Tillagan, ásamt greinargerð, skilmálum og forsendum verða til sýnis á bæjarskrifstofunni í Sandgerði, Vörðunni, Miðnestorgi 3, frá og með fimmtudeginum 15. nóvember n.k. til föstudagsins 14. desember 2018. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins www. gardurogsandgerdi.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við Tillöguna til föstudagsins 28. desember 2018. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa með tölvupósti á jonben@sandgerdi.is, eða á bæjarskrifstofuna í Garði, b.t. skipulagsfulltrúa, Sunnubraut 4, 250 Garður. Frístunda Lyngsel útihús

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Menntunar- og hæfniskröfur • Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur • Reynsla á sviði skólasálfræði og félagsþjónustu er æskileg • Sjálfstæði í vinnubrögðum • Lipurð í mannlegum samskiptum

SKIPULAGSSVÆÐIÐ SÉÐ ÚR NORÐAUSTRI

Virðingarfyllst, Jón Ben. Einarsson, skipulagsfulltrúi

efni:

Skýringarmyndir mkv.:

1: 2000 verk.nr.

teikn.n

07-26

3000


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Strandlengjan í Helguvík ...

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Gráu viscose-jakkafötin sem ég notaði svo ótrúlega mikið eða alveg þangað til ég fékk athugasemdina frá frænku minni: „Þú ert alltaf svo fín í þessum fötum,“ sem sagði mér að það væri kannski komið að leiðarlokum hjá mér og dressinu. Svarti, glansandi jakkinn með risastóru herðapúðunum sem passaði svo glimrandi vel við fjólubláa strokkapilsið mitt. Skær-neongula, últra skvísulega peysan mín sem ég er í á annarri hverri mynd á menntaskólaárunum. Og nær í tíma, dásamlega, mjúka, prjónaða minkasláin sem hefur haldið á mér hita í mörg ár og er alltaf í uppáhaldi. Listinn er auðvitað miklu lengri, en það sem þessar nokkrar uppáhaldsflíkur síðustu áratuga eiga sameiginlegt (fyrir utan þá augljósu staðreynd að eigandi þeirra hefur aðeins lent í tískuslysum í gegnum tíðina) er að þær eru allar keyptar í versluninni Kóda, verslun sem hefur verið rekin af metnaði og myndarskap við Hafnargötuna í 35 ár. Þeim hefur alltaf tekist að vera með puttann á púlsinum, á herðapúðatímabilinu kom ég iðulega með vinkonurnar úr höfuðborginni í verslunarferðir til Keflavíkur þar sem þær Kristín og Dóra pössuðu vel upp á að hafa allt það nýjasta og flottasta á boðstólum. Og núna eru þær systur, Kristín og Hildur, á tískuvaktinni og taka alltaf jafn vel á móti manni þegar maður lítur við í búðinni. Verslunin er einn af föstu punktunum á Hafnargötunni og vona ég sannarlega að hún verði þar áfram næstu 35 árin að minnsta kosti. Ég vil óska þeim systrum innilega til hamingju með afmælið og úthaldið og nota þetta tækifæri til þess að þakka þeim fyrir að gera bæinn okkar betri og skemmtilegri. Ég er mikill áhugamaður um líflegan miðbæ og held að við getum gert svo

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

LOKAORÐ

Hafnargötuhugleiðingar

Sími: 421 0000

RAGNHEIÐAR ELÍNAR miklu betur í að tryggja honum vöxt og viðgang. Metnaður bæjaryfirvalda í þessum efnum mætti sannarlega vera meiri og kalla ég enn og aftur eftir einhverri heildarsýn hvað skipulagsmál í miðbænum varðar. Ég ber hins vegar ótakmarkaða virðingu fyrir því dugnaðarfólki sem stendur í verslunarrekstri á Hafnargötunni ár eftir ár í erfiðri samkeppni við höfuðborgarsvæðið og sívaxandi netverslun. Ég hef rætt við þau mörg og veit að þetta getur verið strembinn rekstur, góð Ljósanæturhelgi og jólatraffík dugar einfaldlega ekki til að standa undir restinni af árinu. Og þá kemur að ábyrgð okkar íbúanna – verslunin nefnilega stendur og fellur með okkur. Við getum ekki bæði kvartað yfir líflausum miðbæ og gert öll okkar innkaup annars staðar. Ef ég vil ekki þurfa að fara til Reykjavíkur í hvert sinn sem ég þarf kaupa sundskýlu á son minn, þá kaupi ég þær auðvitað frekar hjá Sigga Björgvins í K-Sport. Þegar mig vantar skírnar- eða fermingargjafir byrja ég á að fara til Fjólu eða Hannah-feðga, öll gleraugu eru að sjálfsögðu keypt í Gleraugnabúðinni og þegar sjónvarpið gefur upp öndina er nærtækast að skjótast í Ormsson eða aðrar raftækjaverslanir hér á svæðinu. Og svo mætti lengi telja. Þetta eigum við og getum gert saman. Pössum upp á fólkið okkar og ég veit að það mun passa upp á þjónustuna við okkur. Gamla slagorðið „Verslum heima“ á kannski við nú sem aldrei fyrr.

Fyrsta skóflustungan orðin að veruleika. Hana tóku f.v. Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri BS, Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis, Friðjón Einarsson stjórnarformaður Brunavarna Suðurnesja, Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum og Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. VÍKURFRÉTTAMYND: PÁLL KETILSSON

Torfið flaug við Flugvelli Fyrsta skóflustungan að nýrri slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja við Flugvelli í Reykjanesbæ var tekin í síðustu viku. Það var greinileg eftirvænting hjá herramönnunum sem tóku skóflustunguna, því eftir að stunguspaðarnir höfðu verið reknir í jörð fékk torfið að fjúka hátt í loft upp, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Biðin hefur verið löng og ströng eftir nýrri slökkvistöð á Suðurnesjum en nú mun ný slík rísa við Flugvelli 29 í Reykjanesbæ. Á tuttugu árum hafa átta tillögur og ýmsar staðsetningar

verið á teikniborðinu. „Þetta er langþráður draumur og það er ekki hægt að segja annað að það hafi verið legið vel og lengi yfir þessu,“ sagði Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri þegar

samningur um byggingu stöðvarinnar var undirritaður á dögunum. Áætlaður kostnaður við bygginguna er 730 milljónir. Ístak er verktaki að húsinu og áætla þeir að húsið verið tilbúið innan árs. Jón telur það raunhæft enda sé um öfluga verktaka að ræða sem tekist hafa á við meira krefjandi og stærri verkefni.

OPINN KYNNINGARFUNDUR MEÐ PERSÓNUVERND Fundaröð Persónuverndar um nýja persónuverndarlöggjöf 2018 Mánudaginn 19. nóvember kl. 13:00-15:00 Hljómahöll, Reykjanesbæ Á fundinum verður fjallað um grunnreglur persónuverndarlaganna sem allir þurfa að kunna skil á, þýðingu þeirra fyrir einstaklinga og þær kröfur sem lögin gera til fyrirtækja og annarra sem vinna með persónuupplýsingar. Allir velkomnir! Nánari upplýsingar og skráning á www.personuvernd.is Kynningarherferðin er styrkt af Evrópusambandinu – The European Union‘s Rights, Equality and Citizenship Programme (2014-2020)

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 44. tbl. 39. árg.  

Víkurfréttir 44. tbl. 2018

Víkurfréttir 44. tbl. 39. árg.  

Víkurfréttir 44. tbl. 2018

Advertisement