Víkurfréttir 18. tölublað 46. árgangur

Page 1


- 18.maí

Suðurnesjabær hættir við formlegar sameiningarviðræður að sinni

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti samhljóða að ekki verði farið í formlegar sameiningarviðræður við sveitarfélögin Voga og Reykjanesbæ að þessu sinni. Í greinargerð sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar kom fram að samkvæmt þeirri tímaáætlun sem sveitarfélögin lögðu upp með í upphafi óformlegra viðræðna sé tíminn of naumur til að vinna málið áfram með viðeigandi undirbúningi og íbúasamráði, eins og krafist er samkvæmt sveitarstjórnarlögum.

Úlfar Lúðvíksson lætur af störfum

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum hefur látið af störfum og hefur uppsögnin tekið gildi. Úlfar segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, hafi tilkynnt sér að staða lögreglustjóra á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður.

Úlfar Lúðvíks son var skipaður í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum 16. nóvember 2020. Hann fékk stór verkefni í fangið því fyrsta eldgosið af ellefu hófst 19. mars 2021 en lögreglan kom mikið að eftirliti og stjórnun á gossvæðinu og hefur gert.

Njarðvík tapaði með minnsta mun

Njarðvík tapaði með einu stigi fyrir Haukum, 92-91, eftir framlengdan leik í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna í Hafnarfirði á þriðjudagskvöld. Njarðvík var í raun hársbreidd frá Íslandsmeistaratitlinum eftir ótrúlegan lokasprett. Njarðvíkurkonur höfðu orðið undir í einvíginu og voru komnar upp við vegg eftir að Haukar höfðu farið með sigur af hólmi eftir tvær fyrstu viðureiginr liðanna. Njarðvík vann svo tvo næstu og tryggði sér þar með oddaleik sem fram fór í Hafnarfirði á þriðjudagskvöld. Þar höfðu heimakonur betur. Leikurinn var æsispennandi og lokamínútur venjulegs leiktíma voru hreint ótrúlegar þar sem Njarðvík raðaði inn stigum í lokin og tryggði framlengingu 79-79. Framlengingin var sannkallaður háspennuleikur þar sem jafnt var á öllum tölum fram á síðustu sekúndu. Það fór svo að Haukar höfðu betur og sigruðu með 92 gegn 91 stigum Njarðvíkur. Njarðvíkurkonur mega þó vel við una en þær urðu bikarmeistarar í vetur og eina úrvalsdeildarliðið í körfunni sem skilaði verðlaunagrip til Suðurnesja. VF-myndir: pket

Miðvikudagur

Sterk rekstrarstaða í Reykjanesbæ árið 2024

REYKJANESBÆR

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Ársreikningur Reykjanesbæjar fyrir árið 2024 var samþykktur á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku með tíu atkvæðum. Margrét Þórarinsdóttir (U) sat hjá við afgreiðsluna. Meirihluti bæjarfulltrúa Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar lýsti ánægju með niðurstöðuna og sagði reikninginn staðfesta traustan og heilbrigðan rekstur í ört vaxandi sveitarfélagi.

Í bókun meirihlutans, sem Guðný Birna Guðmundsdóttir flutti, kemur fram að reksturinn hafi verið öflugur og verulega betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Afkoman var jákvæð og veltufé frá rekstri hækkaði á milli ára. Skuldahlutföll séu áfram innan ásættanlegra marka.

Áhersla var lögð á fjárfestingar í leik- og grunnskólastarfi, íþróttamannvirkjum og innviðum, en meðal framkvæmda má nefna áframhaldandi uppbyggingu við Holtaskóla og Myllubakkaskóla, nýja leikskóla og undirbúning vegna Drekadals. Þá var ný körfuboltahöll opnuð í Innri-Njarðvík og ný sundlaug þar verður tekin í notkun í sumar.

Meirihlutinn segir þessi verkefni og niðurstöður endurspegla markvissa stefnu og sýn um sterkt samfélag með góðum þjónustuinnviðum. „Við horfum bjartsýn fram á veginn,“ sagði í bókun meirihlutans.

Mikill fjöldi íbúa er að flytja í okkar frábæra bæ

Birna Guðmundsdóttir lagði fram á fundinum eftirfarandi bókun meirihluta bæjarfulltrúa Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar:

„Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fagnar árinu 2024 sem gekk mjög vel og heilbrigður ársreikningur staðfestir það. Tekjur bæjarsjóðs (A-hluti) var 27,8 milljarðar en gjöld bæjarsjóðs voru 25 milljarðar kr.

Tekjur samstæðu (A og B hluti) voru 40,5 milljarðar en rekstrargjöld 32,5 milljarðar kr.

Mikilvægar tölur hér þar sem tekjur standa undir gjöldum, bæði hjá bæjarsjóði og hjá samstæðunni. Enn eitt árið gættum við þess að tekjur séu umfram gjöld og að það sé afgangur fyrir fjárfestingar.

Fjárfest var á árinu 2024 fyrir sex milljarða og ber þar helst að nefna áframhaldandi verkefni okkar við að stækka og betrumbæta Holtaskóla og Myllubakkaskóla. Auk þess opnuðum við tvo leikskóla, Asparlaut og Tjarnarlund og erum að vinna að því að klára þann þriðja, leikskólann Drekadal. Auk þess opnuðum við stórglæsilega körfuboltahöll í Innri-Njarðvík og stefnt er að opnun nýrrar sundlaugar þar nú í sumar. Áætlun ársins með viðauka gerði upphaflega ráð fyrir 149 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu bæjarsjóðs sem endaði í 1.113 milljónum. Staðan er því mun betri en gert var upphaflega ráð fyrir, eða 964 milljónum betri niðurstaða. Ástæðan fyrir þessum mikla mun á tekjum liggur nær eingöngu í hækkun á útsvari, þ.e. mikill fjöldi íbúa er að flytja í okkar frábæra bæ en fjölgun íbúa undanfarin ár hefur verið að meðaltali um eitt þúsund nýir íbúar á ári undanfarin ár.

Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir, fjármagnsliði, skatta og hlutdeild minnihluta nam 8 milljörðum króna. Að teknu tilliti til þeirra liða var niðurstaðan jákvæð um 2.577 milljónir króna en áætlun ársins gerði ráð fyrir 1.220 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu hjá samstæðu sveitarfélagsins, eða 1.357 milljón króna betri rekstrarniðurstaða en gert var ráð fyrir.

Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs árið 2024 var 3 milljarðar, hækkun um 700 milljónir frá árinu áður.

Veltufé frá rekstri samstæðu árið 2024 var 7,4 milljarðar króna í samstæðu, hækkun um 1,1 milljarð frá árinu áður.

Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta stærðin sem segir til um

2,6 milljarða króna sem er eðlilegt á uppbyggingarfasa.

Þegar horft er til skulda þá er skuldaviðmið bæjarsjóðs 97,7% og skuldaviðmið samstæðunnar 105,6%. Skuldahlutfall bæjarsjóðs er 121,98% og samstæðunnar var 136,7%.

Þessar stærðir eru mjög mikilvæg viðmið fyrir sveitarfélög. Sveitarfélög á Íslandi geta ekki lagalega skuldsett sig óendanlega og þurfa að uppfylla skuldaviðmið sem er hlutfall heildarskulda af heildartekjum sveitarfélagsins en hlutfallið á að vera undir 150%.

Skuldir á hvern íbúa Reykjanesbæjar eru um 1,4 milljónir króna.

Þrátt fyrir lántökur á árinu 2024 og þrátt fyrir sex milljarða framkvæmdir – þá er þetta niðurstaðan.

Heilbrigður ársreikningur hjá

Mikið fjármagn hefur farið í endurbyggingu grunn- og leikskóla í reykjanesbæ. Hér sést yfir Myllubakkaskóla í keflavík.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS vf is

(S), Sverrir Bergmann Magnússon (S), Sigurrós Antonsdóttir (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Bjarni Páll Tryggvason (B), Díana Hilmarsdóttir (B) og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y).

Sjálfstæðisflokkurinn ítrekar áhyggjur af aukningu rekstrarkostnaðar

Margrét A. Sanders og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa

Sjálfstæðisflokks: „Í ljósi erfiðrar stöðu fjármála í Reykjanesbæ undanfarna mánuði er ánægjulegt að niðurstaða ársreiknings ársins 2024 sýni að rekstrarafgangur nemi 1,1 milljarði og að tekjur séu tæpum 3 milljörðum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Helstu ástæður aukinna tekna eru að útsvarsgreiðslur íbúa aukast um tæpa 2 milljarða á milli ára og þjónustutekjur sveitarfélagsins aukast um tæpan 1 milljarð. Eins og alkunna er hefur meirihlutinn þann háttinn á að vanáætla tekjur hvers árs og því má velta fyrir sér hver eðlilega áætluð tala hefði orðið. Sjálfstæðisflokkurinn ítrekar einnig áhyggjur sínar af aukningu rekstrarkostnaðar líkt og undanfarin ár. Það er verulegt áhyggjuefni að rekstrarkostnaður sveitarfélagsins hækkar mikið á hverju ári, og nemur hækkunin samkvæmt ársreikningi nú um 3 milljörðum á milli ára og er langt yfir áætlun. Fyrir ári síðan, við yfirferð ársreiknings sveitarfélagsins fyrir árið

2023, benti Sjálfstæðisflokkurinn á að handbært fé væri að lækka mikið og að bæjarsjóður gæti lent í vandræðum með að standa við Í ársreikningi 2024 kemur fram að handbært fé í lok árs 2024 var um 133 milljónir. Til að setja þá fjárhæð í samhengi eru rekstrargjöld um 2 milljarðar á mánuði og þar af eru laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins rúmlega 1 milljarður á mánuði. Við vekjum athygli á því að inni í þessum tölum er ekki kostnaður vegna fjárfestinga. Það er því ljóst að Reykjanesbær er kominn í vandræði með að standa við skuldbindingar sínar eins og kom fram í bókun okkar á síðasta ári.“

Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson og Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki. ársreikningurinn varpar ljósi á alvarlega lausafjárstöðu

Margrét Þórarinsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Umbótar: „Umbót gerir ekki athugasemdir við réttmæti ársreiknings Reykjanesbæjar og ber fullt traust til vinnu starfsmanna og löggilts endurskoðanda. Hins vegar varpar ársreikningurinn ljósi á alvarlega lausafjárstöðu sem Umbót hefur áður varað við, meðal annars vegna þess að handbært fé nam einungis 133 milljónum króna um áramót. Umbót situr hjá við samþykkt ársreikningsins til að undirstrika nauðsyn á gagngerri endurskoðun á fjármálastjórn sveitarfélagsins, þótt engar athugasemdir séu gerðar við réttmæti hans.“ Margrét Þórarinsdóttir, Umbót.

Miklar sveiflur í íbúaþróun á Suðurnesjum

Íbúafjöldi á Suðurnesjum

örum vexti á undanförnum árum. Langmest áhrif sáust í Grindavík þar sem íbúum fækkaði um heil 475 manns, sem nemur 33,7% fækkun. Fjöldinn fór úr 1.408 í 933. Þessi mikla fækkun skýrist

líklega af áhrifum náttúruhamfara og rýminga eftir jarðhræringar og eldgos á svæðinu, sem hafa raskað daglegu lífi bæjarbúa verulega. Í Sveitarfélaginu Vogum fjölgaði íbúum úr 1.793 í 1.872, sem er fjölgun um 79 manns eða 4,4%. Suðurnesjabær bætir við sig 114 íbúum og fer úr 4.218 í 4.332, sem jafngildir 2,7% fjölgun. Báðar þessar tölur benda til jákvæðrar þróunar í þeim sveitarfélögum, sem gæti tengst flutningum fólks frá Grindavík eða fjölgun í tengslum við atvinnu- og húsnæðisframboð. Heildarfjöldi íbúa á svæðinu fór úr 31.732 í 31.497, sem er fækkun um 235 einstaklinga. Þrátt fyrir fækkunina í heild þá má greina skýra tilfærslu íbúafjölda á milli sveitarfélaga.

VOR Á VATNSNESI

AFMÆLISHÁTÍÐ HÓTEL KEFLAVÍK

HOPPUKASTALAR | MATARVAGNAR | MOËT HLAUPIÐ

LISTASÝNING | VIÐBURÐIR Í KEF SPA

16.–18. MAÍ

Við fögnum 39 ára afmæli Hótel Keflavík með heilli helgi af list, tónlist, upplifunum og gleði fyrir alla fjölskylduna!

Vor á Vatnsnesi er nýr árlegur viðburður í Reykjanesbæ sem festir sig nú í sessi sem lítil bæjarhátíð – og verður bara stærri með hverju árinu! Hlökkum til að sjá ykkur öll á KEF

FIMMTUDAGUR 15. MAÍ

Konukvöld í KEF SPA & Kampavínskynning frá Kampavínsfjelaginu frá kl. 16:00

LAUGARDAGUR 17. MAÍ

10:30 | Moët kampavínshlaup Hótel KEF

Skráning á kef.is

12:00 | Lúðrasveit Reykjanesbæjar spilar við verðlaunaafhendingu Moët hlaupins

12:00–16:00

Hoppukastalar við Vatnsneshús – Frítt fyrir öll börn!

Matarvagnar frá Reykjavík Street Food við Vatnsneshús

Listasýning Eddu Þóreyjar Kristfinnsdóttur í Vatnsneshúsinu

19:00–23:00 | Eurovision partý í KEF SPA

FÖSTUDAGUR 16. MAÍ

12:00–16:00 Opnun listasýningar Eddu Þóreyjar Kristfinnsdóttur í Vatnsneshúsinu

16:00–21:00 80's Vibes í KEF SPA

18:00–21:00 Kósýbandið spilar á KEF Restaurant

SUNNUDAGUR 18. MAÍ

11:30 og 12:30

Leikhópurinn Lotta og barnabröns í KEF

12:00–16:00

Listasýning Eddu Þóreyjar Kristfinnsdóttur í Vatnsneshúsinu

Frítt inn í Duus Safnahús á sýningar Byggðasafns og jarðvangs alla helgina Afslættir og uppákomur í samstarfi við Samtökin Betri bæ 25% afsláttur af gjafabréfum Hótel KEF | Afmælismatseðill og kokteilaseðill í KEF Restaurant alla helgina

Með blokkum skal bæ byggja?

Fyrir rúmu ári síðan bjuggum við fjölskyldan í fjölbýlishúsahverfi í Reykjavík, eftir að hafa flutt þangað vegna rýmingar í Grindavík, og þá stóðum við frammi fyrir stórri spurningu: Hvar vildum við halda heimili til framtíðar? Eftir að hafa skoðað valmöguleikana vandlega kom ekkert annað til greina en Reykjanesbær. Það sem skipti mestu máli var öflugt íþróttastarf, góðir skólar, samfélag þar sem bæjarbúar þekkjast og taka virkan þátt og ekki síst raunhæft framboð af sérbýli á heilbrigðu verði. Allt eru þetta lykilatriði sem skapa þau lífsgæði sem við fjölskyldan viljum búa við og finnum sterkt fyrir hér í Reykjanesbæ.

Í nýsamþykktri húsnæðisáætlun meirihluta Samfylk ingar, Framsóknar og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ er gert ráð fyrir að 95,4% allra skipulagðra íbúða á árunum 2024–2033 verði í fjölbýlishúsum. Ég verð að viðurkenna að þegar ég las þessa áætlun hélt ég í fyrstu að um væri að ræða hús næðisáætlun Reykjavíkurborgar – ekki Reykjanesbæjar. Hvernig getur svona einhæf uppbygging talist skynsamleg, þegar við viljum skapa fjölbreytt samfélag með raunverulegum valkostum?

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem býr í Reykjanesbæ að uppbygging síðustu ára hefur að miklu leyti verið í formi fjölbýlishúsa. Því vekur það furðu að nú sé ætlunin að auka hlutfallið og stíga

nánast alfarið frá öðru búsetuformi. Enginn dregur í efa að fjölbýli eigi sinn stað í uppbyggingu – en lykilatriðið er jafnvægi. Við þurfum blandaða byggð þar sem fólk hefur raunverulegt val: hvort það vill búa í blokk, raðhúsi, parhúsi eða einbýli. Með þessu móti endurspeglast ólíkar þarfir og óskir bæjarbúa og tryggt er að samfélagið okkar þróist áfram á fjölbreyttan og heilbrigðan hátt.

eykjavík

Stefnan sem meirihlutinn boðar nú virðist ekki byggð á framtíðarsýn – heldur hugmyndafræði sem hentar kannski í þéttingarreitum Reykjavíkur, en á ekkert erindi við ört vaxandi fjölskyldu-

vænt sveitarfélag eins og Reykjanesbæ. Því miður er þetta eitt dæmi af mörgum um það hvernig núverandi meirihluti hefur markvisst reynt að gjörbreyta bæjarsál Reykjanesbæjar.

Ungt fólk og barnafjölskyldur eiga sér margar þann draum að eignast sérbýli og í sveitarfélagi eins og okkar á sá draumur að vera raunhæfur. Þegar einungis 4,6% íbúða sem byggðar verða næstu árin eiga að vera sérbýli, þá er verið að ýta þessum draumi út fyrir seilingar allra nema þeirra tekjuhæstu.

Reykjanesbær þarf stefnu sem byggir á fjölbreyttu húsnæði, metnaði í skipulagsmálum og virðingu fyrir samfélaginu okkar. Við verðum að átta okkur á þeim lífsgæðum og því samkeppnisforskoti sem við í Reykjanesbæ búum við, það er svo sannarlega engin ástæða til að tefla í tvísýnu þessu forskoti á höfuðborgarsvæðið með því að feta í fótspor meirihlutans í Reykjavík. Við eigum ekki að sætta okkur við að vera skuggamynd af Reykjavík – við eigum að vera við sjálf.

Vilhjálmur Árnason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og íbúi í Reykjanesbæ.

Vetrarvertíð lokið – Strandveiðar teknar

AFLAFRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is

Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín?

Sendu okkur línu á vf@vf.is

Bílaviðgerðir

Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Rétturinn

Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga

Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki

Vetrarvertíðin 2025 lauk formlega þann 11. maí, samkvæmt dagatali. Sú dagsetning hefur þó varla sést á dagatölum undanfarinna ára. Um leið og vertíðinni lauk hófst önnur, því strandveiðitímabilið er komið á fullt. Margir bátar hafa hafið veiðar og landað afla í Keflavík, Grindavík og Sandgerði.

Strandveiðibátar víða að verki

Í Sandgerði hefur verið talsverð landanavirkni. Þar má nefna: Gaukur GK með 606 kíló í tveimur róðrum. Sandvík GK með 661 kíló í tveimur róðrum. Dóra Sæm HF með þrjú og hálft tonn í fjórum róðrum. Guðrún GK með 868 kíló í tveimur róðrum. Gola GK með eitt og hálft tonn í þremur róðrum. Arnar ÁR með þrjú og tvö tonn í þremur róðrum, þar af eitt og fjögur tonn í einni löndun þar sem töluverður ufsafli var með. Sæfari GK með eitt og sjö tonn í tveimur róðrum. Gunni Grall KE með eitt og eitt tonn í tveimur róðrum. Giddý GK með eitt og þrjú tonn í tveimur róðrum. Alla GK með eitt tonn í tveimur róðrum.

Dímon GK með eitt og átta tonn í þremur róðrum. Una KE með eitt og sjö tonn í tveimur róðrum.

Í Keflavík hefur Sigrún GK landað 780 kílóum.

Í Grindavík hafa eftirfarandi bátar landað: Sigurvon ÁR með eitt og sjö tonn í þremur róðrum. Hrappur GK með 824 kíló í tveimur róðrum. Kristbjörg KE með 961 kíló í tveimur róðrum.

Grindjáni GK með þrjú og sjö tonn í fimm róðrum. Ólafur GK með fjögur og tvö tonn í fimm róðrum.

Hafdalur GK með þrjú og sjö tonn í fjórum róðrum. Mest var eitt og níu tonn í einni löndun þar sem

mikið var af ufsa. Hawkerinn GK með tvö tonn í þremur róðrum. Verð á fiskmörkuðum hefur verið gott. Strandveiðibátarnir á Suðurnesjum hafa nýtt sér það vel. Þeir fá ekki aðeins þorsk heldur einnig aðrar tegundir sem hækka aflaverðmæti. dragnótabátar og djúpveiðar Frekar rólegt hefur verið hjá dragnótabátunum. Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK fóru ekki á sjó fyrr en eftir vertíðarlok. Sigurfari GK fór hins vegar austur að Skaftárósum og fékk þar 43 tonn í aðeins níu köstum. Það gerir tæplega fimm tonn að meðaltali í kasti. Af þeim afla voru 36 tonn steinbítur. Í Sandgerði hafa einnig landað: Aðalbjörg RE með 41,5 tonn í þremur róðrum. Maggý VE með 32 tonn í tveimur róðrum. Margrét GK með níu og þrjú tonn í tveimur róðrum.

línubátarnir flytja sig til

Flestir línubátarnir hafa fært sig yfir í Grindavík. Veiðin í byrjun maímánaðar var mjög góð en hefur síðan dregið úr.

Fjölnir GK hefur landað 77,5 tonnum í fimm róðrum. Fyrsti róðurinn var 20,8 tonn sem var tvílandað. Síðasta löndun bátsins var um sex tonn.

Óli á Stað GK hefur landað 20,7 tonnum í tveimur róðrum í Sandgerði og 52 tonnum í fjórum róðrum í Grindavík.

Gísli Súrsson GK hefur landað 68 tonnum í fimm róðrum, þar af mest 19,7 tonn í einum róðri. Auður Vésteins GK hefur landað 67 tonnum í fimm róðrum og mest 18,6 tonn í einni löndun. Indriði Kristins BA hefur landað 25 tonnum í tveimur róðrum í Sandgerði og 30 tonnum í þremur róðrum í Grindavík. togararnir og netabátarnir

Nokkrir togarar hafa einnig landað á svæðinu: Hulda Björnsdóttir GK með 159 tonn í einni löndun í Grindavík. Pálína Þórunn GK með 75 tonn í Sandgerði. Í Keflavík hafa netabátarnir verið virkir: Sunna Líf GK með 19,5 tonn. Addi Afi GK með 11,5 tonn. Halldór Afi GK með 17 tonn. Allir hafa þeir landað fimm sinnum og allir í Keflavík

Hringtorg fyrsta skrefið við Fitjar

MIKIL ÁHERSLA LÖGÐ Á UMFERÐARÖRYGGI

OG VERND ÚTIVISTARSVÆÐA

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur staðfest að útfærsla A sé vænlegasti kosturinn við hönnun nýrra gatnamóta Njarðarbrautar, Fitjabakka og Bergáss. Þetta kom fram á fundi ráðsins þann 9. maí þar sem farið var yfir samantekt forsendna og mat á valkostum umferðarmannvirkja á svæðinu.

Í bókun ráðsins segir að útfærsla A skori hæst þegar litið er til umferðarflæðis, öryggis og hagkvæmni – bæði með tilliti til kostnaðar og framkvæmdatíma. Valkostur B, sem einnig var til skoðunar, er sagður dýrari í framkvæmd, veita minni ávinning í öryggismálum og raski auk þess opnu útivistarsvæði sem nýtur hverfisverndar.

Fyrsti hluti samgöngubóta á svæðinu verður hringtorg við gatnamót Njarðarbrautar og Fitjabakka. Ráðið leggur ríka áherslu á að þessi framkvæmd komist sem fyrst á framkvæmdatöflu, enda sé

hún lykilatriði í að bæta flæði og öryggi umferðarmynsturs í og við Ásahverfið. Í framhaldinu mun verða unnið að hönnun nýrra gatnamóta við Grænás og lausna við gatnamót Njarðarbrautar og Bergáss. Einnig verður horft til betri tenginga við Ásahverfið í heild. Lagt er upp með að ljúka hönnunarvinnu fyrir Grænás á árinu 2025.

Markmið með verkefninu í heild er að auka umferðaröryggi, bæta aðgengi og tryggja að nærsamfélagið haldi sínum útivistarsvæðum og hverfisvernd.

Aðalfundur Krabbameinsfélags Suðurnesja

fer fram fimmtudaginn 22. maí nk. klukkan 18:30 að Hafnargötu 57 Park Inn hótel.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Félagar og velunnarar Krabbameinsfélags

Suðurnesja eru hvattir til að mæta.

Ástkær eiginmaður og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir og afi

GUÐMUNDUR BJARNI

GUÐBJÖRNSSON rafmagnstæknifræðingur, Steinási 12, 260 Reykjanesbæ,

Hafnargata fær

FRAMTÍÐARSÝN

Í nýútgefnum drögum að hönnunarhandbók fyrir Hafnargötu í Reykjanesbæ er lögð fram metnaðarfull framtíðarsýn um hvernig þessi mikilvæga gata – gjarnan kölluð „Lífæðin“ – geti þróast í lifandi, öruggt og aðlaðandi borgarrými. Verkefnið byggir á greiningu núverandi aðstæðna og leggur fram tillögur að skipulagi, efnisvali, lýsingu, gróðri og tengingum sem miða að því að efla miðbæinn sem hjarta mannlífs og þjónustu í bænum. Drög að hönnunarhandbókinni voru kynnt á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Tilgangur skipulagsins er að styrkja, treysta og setja stefnu um uppbyggingu og yfirbragð svæðisins.

lífæð miðbæjarins – áhersla á öryggi og vistvæni

Hafnargata er kölluð „Lífæðin“ í handbókinni og gegnir lykilhlutverki í ásýnd og samgöngum bæjarins. Gert er ráð fyrir að hún verði einstefnugata norður frá Tjarnarstíg, með 30 km hámarkshraða, og 15 km hraða þar sem einstefnan tekur við. Áhersla er lögð á gangandi og hjólandi umferð, öruggar þveranir og sjálflæst göturými án umferðarljósa.

Skýr stefna um ásýnd og aðgengi

Handbókin leggur upp með samræmt efnis- og litaval í yfirborðsefnum og götugögnum. Gangstéttir verða að lágmarki 2,5 metra breiðar, hjólastígar 1,8 metra og aðskildir frá gönguleiðum. Rýmin verða gerð aðgengileg með römpum og öðrum lausnum þar sem hæðarmunur er fyrir hendi. tengingar og bílastæði – í takt við framtíðina

Sérstök áhersla er lögð á tengingu við Ægisgötu og heilsustígakerfi.

Bílastæði verða færð niður í jarðveginn, m.a. í bílakjallara undir ný-

byggingum, til að rýma fyrir gróðri og dvalarrýmum. Bílastæði á yfirborði verða lögð með gegndræpum efnum og hönnuð með aðgengi og öryggi í huga.

Mannlíf, gróður og upplifun

Handbókin styður við virkt götulíf með sýnilegri starfsemi á jarðhæðum, góðri lýsingu og fjölbreytilegum rýmum. Gróður verður nýttur til að bæta loftgæði og skapa skjól, og blágrænar lausnir nýttar til að hreinsa ofanvatn og minnka flóðahættu.

Miðbær sem líflegur áfangastaður Þessi vinna við Hafnargötu er liður í stærra ferli við að móta miðbæ Reykjanesbæjar sem lifandi og sjálfbært borgarrými. Lögð er áhersla á samspil samgangna, gróðurs og mannlífs, og að götur verði meira en bara leiðir – heldur staðir þar sem fólk vill dvelja, versla og njóta.

REYKJANESBÆR

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Breiðbrautarreitur á Ásbrú

Vinnslutillaga að deiliskipulagi fyrir Breiðbrautarreit á Ásbrú liggur nú fyrir og markar mikilvægt skref í þróun svæðisins. Tillagan, sem unnin er af Stúdíó Jæja fyrir hönd Kadeco, tekur til reits sem afmarkast af Lindar-, Grænás- og Breiðbraut og miðar að því að skapa fjölbreytta og vistvæna byggð í nánum tengslum við sérkenni svæðisins.

lést í fallega Hreiðrinu okkar í Grímsnesi 25. apríl 2025. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 20. maí kl. 13.

Guðveig Sigurðardóttir

Guðbjörn Karl Guðmundsson

Inga Rósa Guðmundsdóttir

Davíð Már Guðmundsson

Bjarni Reyr Guðmundsson

Hansína Guðmundsdóttir Jóhann Ingi Kristjánsson

Júlía Svava Tello og barnabörn

Í tillögunni kemur fram að lögð sé sérstök áhersla á að skapa græna, gönguvæna og skjólsæla byggð sem taki mið af þeirri áhugaverðu sögu sem Ásbrú hefur. Þar sem áður voru byggingar sem þjónuðu hersetu, er nú unnið með metnaðarfulla sýn á fjölbreytta íbúðabyggð sem fellur vel að staðbundnum aðstæðum. Nýbyggingar munu skapa skjól fyrir ríkjandi norðan- og austanátt, en opnast til suðurs og vesturs – sem tryggir björt útsýni og betri nýtingu á sól og útivistarsvæðum.

Skapar nýja ásýnd með tengingu við rætur svæðisins

Samkvæmt hugmyndafræði tillögunnar er byggðamynstrið fjölbreytt og mótað með skýrum sjónásum á milli ólíkra svæða innan reitsins. Þetta á að stuðla að upplifun af rýmum í manneskjulegum kvarða og bjóða upp á marga möguleika til samveru, leiks og útivistar í sameiginlegum svæðum. Við hönnunina er einnig tekið mið af eldri byggingum sem þegar standa á Ásbrú og víða má finna

Helstu tölur og stærðir:

Fjöldi íbúða: 246

Fjöldi bílastæða: 290

Byggingarmagn: 26.386 m²

húsagerðir sem henta vel í samspil við nýja byggð. Umhverfið er þó á köflum berangurslegt og því er markmiðið að þétta og móta það á mannvænan hátt. Nýtt byggða-

opnar tengingar milli svæða þar sem gangandi og hjólandi eiga greiða leið.

Þróun í takt við rammaskipulag og staðaranda

Í lýsingu verkefnisins kemur fram að vinnan sé unnin í anda þeirra markmiða sem sett voru fram í rammaskipulagi fyrir Ásbrú. Þar er áhersla lögð á að tryggja vistvæna byggð með grænum tengingum, fjölbreytilegri húsagerð og opnum útirýmum sem styrkja mannlíf og samfélag.

Reiturinn verður þéttur, en án þess að missa sveigjanleika í útfærslum. Þeir staðir þar sem götur, stígar og hús koma saman eru mótaðir með tilliti til ríkjandi vindátta, birtu og landhalla – og eru nýbyggingar aðlagaðar með

TÓNLIST, LITADÝRÐ OG SAMFÉLAGSGLEÐI 19. OG 21. MAÍ Í BÍÓSAL DUUS HÚSA

Litagleði

og sól í hjarta á vortónleikum Kvennakórs Suðurnesja

Kvennakór Suðurnesja býður til vortónleika undir yfirskriftinni Litagleði dagana 19. og 21. maí í Bíósal Duus safnahúsa í Reykjanesbæ. Tónleikarnir eru hluti af árvissum viðburðum kórsins en að þessu sinni er þemað tileinkað fjölbreytileikanum í samfélaginu – og það með tónlistarvali sem spannar áratugi, heimsálfur og geira.

„Við vildum fagna vorinu og lífinu sjálfu með tónleikum sem bjóða upp á bæði gleði og dýpt,“ segir Guðrún Karítas Karlsdóttir, talskona kórsins. „Þetta er litrík dagskrá, bæði í efnisskrá og fram setningu – og við vonum að gestir fari heim með sól í hjarta.“

Fjölbreytt efnisskrá og litagleði í orðsins fyllstu merkingu

Á efnisskránni eru vel þekkt dæg urlög og poppsmellir á borð við True Colors eftir Cindy Lauper, Viva la Vida með Coldplay og Undir þínum áhrifum með Sálinni hans Jóns míns. Einnig verður flutt Only Time eftir Enyu, gospelverk, indjánasöngur og þjóðlag frá Fil ippseyjum.

„Við höfum valið lög sem við höfum elskað að syngja síðustu 20 ár – og bætt við nokkrum nýjum sem við vonum að verði vel tekið,“ segir Guðrún Karítas. „Það er eitthvað fyrir alla, og tónlistin á að höfða til fólks á öllum aldri.“

Kórkonur munu skreyta sig og salinn í litadýrð sem hæfir yfirskriftinni – og árstíðinni. „Við vildum fanga þetta augnablik vorsins þegar allt lifnar við og samfélagið vaknar til lífsins eftir veturinn.“

Tónleikarnir verða leiddir af kórstjóranum Dagnýju Þórunni Jónsdóttur, með Geirþrúði Fanneyju Bogadóttur við píanóið. Auk þeirra

(bassi) og Ragnheiður Eir Magnúsdóttir (þverflauta).

viðburðarríkur vetur að baki

Veturinn 2024–2025 hefur verið annasamur. Í september tók kórinn þátt í Ljósanótt með Syngjandi sveiflu í Duus safnahúsum og í október hélt kórinn utan til Grikklands þar sem hann keppti á alþjóðlegu kóramóti í Kalamata. Þar hlaut kórinn silfurverðlaun í tveimur flokkum – fyrir popp, djass og gospel annars vegar og í almennum flokki kvennakóra hins vegar.

„Við vorum ótrúlega stoltar af

Meiraprófsbílstjóri óskast í sumar

Aalborg Portland Íslandi ehf (API) hefur starfað hér á landi frá árinu 2000 við innflutning, sölu og dreifingu á hágæðasementi. Félagið rekur tvö 5 þúsund tonna síló fyrir sement í Helguvík í Reykjanesbæ. Bílstjórar félagsins dreifa sementi á sementssíló viðskiptavina.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Dreifing á sementi til viðskiptavina félagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur

• Meirapróf og reynsla af akstri dráttarbíla með vagn, góð samskiptahæfni og reglusemi.

• Lyftarapróf.

Kostur ef umsækjandi býr á Suðurnesjum.

Sótt er um starfið á Alfred.is https://alfred.is/starf/meiraprofsbilstjori-oskast-i-sumar

Kórkonur tóku einnig þátt í Þrett-ándagleði í Reykjanesbæ í janúar, fóru í æfingabúðir í Borgarfirði í mars og eru nú þegar byrjaðar að skipuleggja eitt stærsta verkefni kórsins til þessa – Landsmót íslenskra kvennakóra sem verður haldið í Reykjanesbæ 11.–13. júní 2026. „Við reiknum með um 500 kórkonum víðs vegar að af landinu,“ segir Guðrún Karítas. „Það verður stór stund fyrir bæinn okkar.“

Vortónleikarnir Litagleði fara fram í Bíósal Duus safnahúsa sunnudaginn 19. maí og þriðjudaginn 21. maí. Miðasala er hafin á tix.is og frekari upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum Kvennakórs Suðurnesja.

GTS tekur við almenningssamgöngum í Reykjanesbæ

GTS og YES -EU leiða vistvænar samgöngur í Reykjanesbæ

Samþykkt hefur verið í bæjar stjórn Reykjanesbæjar að ganga til samninga við GTS ehf. um að sinna almenningssamgöngum í Reykjanesbæ. Tvö tilboð bárust en GTS ehf. átti hagstæðasta til boðið í opnu útboði undir um sjón ráðgjafarfyrirtækisins Con sensa. Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem fékk samninginn segir að verkefnið felur í sér innleiðingu rafknúinna vagna sem uppfylla ströngustu umhverfiskröfur og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Með nýjum rafvögnum stefnir GTS að því að bæta loftgæði á svæðinu og lækka rekstrarkostnað.

Markmið GTS er að bæta al menningssamgöngur með vist vænum lausnum og háþróuðum rafhlöðukerfum. Þetta mun ekki aðeins stuðla að bættum loft gæðum heldur einnig auka gæði þjónustunnar fyrir íbúa, eins og segir í tilkynningunni.

Erlingur Bjarnason hefur verið ráðinn rekstrarstjóri GTS í Reykjanesbæ. Hann er Suðurnesjamaður með mikla stjórnunarreynslu, meðal annars frá Varnarliðinu og Kapalvæðingu.

„Við viljum veita íbúum fyrsta flokks þjónustu og gera almenningssamgöngur að raunhæfum valkosti fyrir alla,“ segir Erlingur.

YES-Eu kemur með nýsköpun í rafvæðingu

Erlingur bjarnason er rekstrarstjóri gtS í reykjanesbæ.

„Við viljum stuðla að grænni framtíð með tæknilausnum sem gera samgöngur umhverfisvænni og hagkvæmari,“ segir Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU.

Þá segir í tilkynningunni að þessar nýju vistvænu samgöngulausnir munu bæði auka atvinnu og styrkja samfélagið í Reykjanesbæ. Samstarf GTS og YES-EU er mikilvægt skref í átt að sjálfbærni og nýsköpun á Suðurnesjum.

YES-EU ehf., íslenskt nýsköpunarfyrirtæki, mun setja upp starfsstöð í Reykjanesbæ þar sem unnið almenningssamgangna. Starfsstöðin verður í Reykjanesbæ þar sem unnið verður við nýsköpunar í vistvænum lausnum fyrir rútur, sendibíla og staðbundin rafhlöðukerfi (BESS).

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Góð afkoma og traustur efnahagur í Suðurnesjabæ árið 2024

Ársreikningur samþykktur samhljóða – rekstrarafgangur umfram áætlun og skuldaviðmið vel innan marka. Meirihlutinn fagnar árangri og traustri stöðu.

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti samhljóða ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2024 á fundi sínum í vikunni. Reksturinn var mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, bæði í A og B hluta bæjarsjóðs, og sýnir reikningurinn traustan fjárhag og góða fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins.

Meiri tekjur, minni útgjöld

Heildartekjur A og B hluta námu 7.177 milljónum króna, sem er 399 milljónum króna yfir fjárhagsáætlun. Rekstrarniðurstaðan var jákvæð um 376 milljónir króna, en gert hafði verið ráð fyrir aðeins 67 milljóna afgangi. A hluti bæjarsjóðs skilaði sérstöku jákvæðu framlagi upp á 323 milljónir króna. Framlegð rekstursins – þ.e. af

telst sterkur mælikvarði á rekstrarstyrk sveitarfélagsins.

Skuldir lækka og betri fjárhagsstaða

Skuldahlutfall A og B hluta lækkaði á milli ára, fór úr 65,38% í 62,32%, og er því vel undir lögbundnu hámarki sveitarfélaga (150%). Hlutfallið í A hluta einum var 44,91%. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum stenst Suðurnesjabær þannig öll fjárhagsleg viðmið.

Heildareignir námu í árslok 11.454 milljónum króna, og eigið fé var skráð 4.893 milljónir. Handbært fé jókst um 170 milljónir á árinu og nam 718 milljónum í lok ársins.

Fjárfest fyrir 975 milljónir – helstu verkefni

Lokaframkvæmdum við leikskólann Grænuborg

Endurnýjun gólfs í Íþróttamiðstöð Garði.

Uppbyggingu lóða og öðrum innviðaframkvæmdum

Sjóvörnum

Ný langtím.alán að fjárhæð 425 milljónir króna voru tekin á árinu

Meirihlutinn fagnar árangri og traustri stöðu

Í bókun meirihluta bæjarstjórnar kom fram ánægja með árangurinn. Þeim var sérstaklega þakkað sem stóðu að eftirfylgni með fjárhagsáætlun og árangri í rekstri. Meirihlutinn telur sterka stöðu bæjarins skapa forsendur til að halda áfram uppbyggingu og þjónustu við íbúa með ábyrgum hætti.

Vinnumálastofnun hættir þjónustusamningi um alþjóðlega vernd

Vinnumálastofnun hefur sagt upp þjónustusamningi við Reykjanesbæ um móttöku og þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Málið var tekið fyrir á fundi velferðarráðs bæjarins þann 8. maí 2025, þar sem farið var yfir áhrif uppsagnarinnar á starfsemi velferðarsviðs.

Á fundinum gerðu Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, og Hilma H. Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis, grein fyrir stöðunni. Uppsögn samningsins mun hafa áhrif á rekstur, þjónustu og starfsmannahald innan sviðsins.

Samningurinn hefur verið undirstaða þeirrar þjónustu sem Reykja nesbær hefur veitt umsækjendum um alþjóðlega vernd, meðal annars hvað varðar ráðgjöf, stuðning og virkniúrræði. Því má gera ráð fyrir að breytingin hafi áhrif á bæði notendur og starfsfólk. Ekki liggur fyrir hvernig þjónustan verður útfærð til framtíðar eða hvort annar aðili taki við hlutverkinu. Velferðarráð mun áfram fylgjast náið með þróun mála og áhrifum hennar á velferðarþjónustu bæjarins.

Deilt um útboð á almenningssamgöngum í Reykjanesbæ

Meirihlutinn samþykkir samning en Sjálfstæðisflokkurinn telur forsendur brostnar og vill útboðið endurunnið

Samþykkt bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á niðurstöðu útboðs vegna almenningssamgangna í sveitarfélaginu vakti nokkra gagnrýni á síðasta fundi bæjarstjórnar sem haldinn var 7. maí. Meirihluti bæjarstjórnar lagði áherslu á að farið hefði verið að öllum lögum og að hagkvæmasta tilboðinu hefði verið tekið, en Sjálfstæðisflokkurinn lýsti sig algerlega andvígan samningsgerðinni og vildi hafna báðum tilboðum sem bárust.

Forsendur útboðsins rangar Í bókun frá Helgu Jóhönnu Oddsdóttur fyrir hönd fulltrúa Sjálfstæðisflokksins kom fram að flokkurinn hefði hafnað báðum tilboðum á fundi bæjarráðs 30. apríl. Flokkurinn gagnrýndi að tilboðin hefðu verið verulega yfir kostnaðaráætlun, og að útboðsgögnin hefðu verið gölluð – m.a. rangur fjöldi bíla, kílómetrafjöldi og raunkeyrsla.

Í bókuninni segir jafnframt að breytingar á gögnum í ferlinu gætu haft áhrif upp á tugi milljóna króna á ári, auk þess sem skaðabótaskylda gæti skapast. Flokkurinn kallaði eftir því að nýta tækifærið

til að endurskoða kerfið í heild, í ljósi þess að almenningssamgöngu kerfið hefur haldist óbreytt í nærri níu ár þrátt fyrir mikla fjölgun íbúa og aukna umferð.

Hagkvæmasta tilboðinu var tekið

Nýtt íbúðahverfi í undirbúningi á Suðurbrekkureit á Ásbrú

Ný vinnslutillaga að deiliskipulagi fyrir Suðurbrekkureit á Ásbrú liggur nú fyrir og markar stórt skref í áframhaldandi uppbyggingu hverfisins. Tillagan er unnin af A2F arkitektum fyrir Kadeco og snýr að 14,5 hektara svæði í suðausturhluta Ásbrúar sem áður var óbyggt. Gert er ráð fyrir allt að 219 íbúðum í einbýlishúsum, raðhúsum og litlum fjölbýlishúsum. Byggðin stallast niður með halla landsins og nýtir þannig birtu og útsýni til hins ýtrasta. Við Virkishæð verða allt að þriggja hæða hús sem skapa skjól og tengjast eldri byggð, en í austurhluta verða einbýlishús í hlýlegu og grænu umhverfi.

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum húsnæðisáætlun sveitarfélagsins til ársins 2033 eftir síðari umræðu þann 7. maí. Áætlunin var samþykkt með sjö atkvæðum meirihlutans en fulltrúar minnihluta sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Of mikil áhersla á fjölbýli

Í bókun frá Margréti A. Sanders fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins kom fram gagnrýni á að of mikil áhersla væri lögð á fjölbýlishús í framtíðaráætlunum sveitarfélagsins. Samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar voru 88% íbúða í byggingu í Reykjanesbæ á seinni

Grænn ás með gönguleið og útivistarsvæðum liggur í gegnum reitinn og tengist öðrum stígum í hverfinu. Skipulagið styður þannig við vistvænar samgöngur og lýðheilsu og gerir íbúum kleift að sinna daglegum erindum án þess að þurfa að treysta á bílinn. Tillagan er í samræmi við þróunaráætlun Kadeco og aðalskipulag Reykjanesbæjar. Þar er lögð áhersla á fjölskylduvænt og hlýlegt bæjarumhverfi, skjólgóð útisvæði, tengingu við menningararf og fjölbreytni í húsagerð. Vinnslan er enn á frumstigi og hefur ekki verið auglýst formlega sem deiliskipulag, en næstu skref felast í frekari útfærslu í samráði við skipulagsfulltrúa og umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar.

ákvað því að sitja hjá við afgreiðslu hennar.

Ekki nægilega skýr stefna

Margrét Þórarinsdóttir, fulltrúi Umbótar, lagði einnig fram bókun þar sem fram kom að ákveðnar athugasemdir flokksins hefðu verið teknar til greina. Hún gagnrýndi þó að skýr og raunhæf stefna um fjölbreytta íbúðagerð skorti enn í áætlunina og að hraði uppbyggingar samræmdist illa getu bæjarins til að fylgja eftir með innviðum. Umbót sat því einnig hjá við afgreiðslu. ábyrg framtíðarsýn

Guðný Birna Guðmundsdóttir lagði fram bókun fyrir hönd meirihlutans þar sem því var áréttað að allir bjóðendur fengu sömu upplýsingar, og að útboðið hefði verið unnið í samstarfi við Consensa, sem hefur víðtæka reynslu af opinberum útboðum. Í bókun meirihlutans sagði að Reykjanesbær fylgdi lögum og skilmálum í þessu ferli líkt og ávallt, og að ákvörðun bæjarráðs um að taka lægra tilboði hefði verið rökrétt og hagkvæm fyrir bæinn. Meirihlutinn óskaði jafnframt nýjum rekstraraðila almenningssamgangna velfarnaðar í komandi samstarfi.

Margrét Þórarinsdóttir, fulltrúi Umbótar, sat hjá við afgreiðslu málsins. Fundargerðir bæjarráðs voru annars samþykktar með ellefu atkvæðum og enginn greiddi atkvæði gegn.

KVENNAKÓR SUÐURNESJA

LITAGLEÐI

Vortónleikar í Bíósal Duus safnahúsa 19. og 21. maí kl. 20

Í ár fögnum við fjölbreytileika mannlífsins með litríkri og skemmtilegri tónlist. Komið og fagnið með okkur.

Stjórnandi: Dagný Þ. Jónsdóttir

Píanó: Geirþrúður F. Bogadóttir

Trommur: Þorvaldur Halldórsson

Gítar: Sigurður B. Ólafsson

Bassi: Jón Árni Benediktsson

Þverflauta: Ragnheiður Eir Magnúsdóttir

Miðasala á Tix.is, við innganginn og á Facebook-síðu kórsins

Miðaverð: 3.500 kr.

Suðurnesjamagasín

Hlaðvarp Víkurfrétta

www.rafholt.is

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

bakhjarlar Sjónvarps Víkurfrétta

Birgir Guðbergsson og árin í friðargæslunni

hlaðvarp / sjónvarp

finnur þú á vef Víkurfrétta, vf.is

Birgir Guðbergsson hefur starfað við friðargæslu hjá Sameinuðu þjóðunum frá árunum 1994, fyrst á Balkanskaganum en síðar í Afríku.

Birgir er núna sestur í helgan stein og hefur búið sér heimili bæði í Kenýa og Keflavík. Páll Ketilsson fékk Birgi til sín í upptökuver Víkurfrétta þar sem hann sagði frá lífinu í friðargæslunni og því sem á dagana hefur drifið. Verkefnin hafa verið fjölbreytt og sum eftirminnilegri en önnur, hvort sem það var aðstoð við að grafa upp lík eða smíða bíl fyrir páfann. Viðtalið við Birgi er í spilara Sjónvarps Víkurfrétta á vf.is og í hlaðvarpsveitum eins og Spotify.

Styrkjum til sex verkefna úthlutað úr Menningar sjóði Suðurnesjabæjar

Styrkjum úr Menningarsjóði

Suðurnesjabæjar var formlega úthlutað á sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl síðastliðinn. Athöfnin fór fram á Bókasafni Suðurnesjabæjar. Að þessu sinni hlutu sex verkefni styrki fyrir samtals 1.960.000 krónur, en alls bárust níu umsóknir innan umsóknarfrests. Ein umsókn barst of seint til að koma til greina við úthlutun.

Þau sem hlutu styrk í ár voru:

Skjólið fær nýja aðstöðu að Grænásbraut 910

Velferðarráð Reykjanesbæjar leggur til að frístundastarfið Skjólið, sem þjónar fötluðum börnum, flytjist í húsnæði leikskólans Drekadals að Grænás

Skjólsins í svokölluðu 88-húsi er orðin of lítil, og fyrirhuguð fjölgun barna í þjónustunni kallar á rýmri húsnæði. Á fundi velferðarráðs 8. maí lagði sviðsstjóri velferðarsviðs til að nýta aðstöðuna sem Drekadalur skilur

grænásbraut 910 er húsnæði keilis, þar sem nú eru bæjarskrifstofur reykjanesbæjar.

• Kristjana Kjartansdóttir og Helga S. Ingimundardóttir –fyrir gerð söguskiltis við Prestvörðu í Leiru. 500.000 kr.

• Þekkingasetur Suðurnesja – vegna markaðs- og kynningarverkefnis tengt Háskólaþjónustu setursins. 250.000 kr.

• Bogi Jónsson – fyrir lokafrágang við listaverkið Sólgangur. 150.000 kr.

• Byggðasafnið á Garðskaga – fyrir fræðslu um gömlu jólin og jólasiði. 110.000 kr.

• Bókasafn Suðurnesjabæjar – fyrir annan áfanga málþings um rithöfundinn Ingibjörgu Sigurðardóttur sem hefði orðið 100 ára í ár. 550.000 kr.

• Sigurbjörg Hjálmarsdóttir og Kári Sæbjörn Kárason – fyrir tónlistar- og bókakvöldið Inn með gleði og frið. 400.000 kr.

Í reglum sjóðsins kemur fram að hlutverk hans sé að efla menningarlíf í Suðurnesjabæ með því að styrkja einstaklinga og félagasamtök til virkrar þátttöku í menningarstarfsemi. Sjóðurinn fær árlegt framlag úr fjárhagsáætlun bæjarins og getur auk þess tekið við gjöfum til að styðja menningarverkefni.

Umhverfisdagar

legur árangur starfsfólks Brunavarna Suðurnesja í apríl

Aprílmánuður var annasamur hjá Brunavörnum Suðurnesja. Alls bárust 295 sjúkraútköll, þar af 86 í hæstu forgangsflokkum (F1 og F2), auk sautján slökkviútkalla, þar sem 8 voru í sömu forgangi. Samhliða mikilli útkallavirkni náðu sex starfsmenn merkum áfanga í menntun og hlutu sérstakar viðurkenningar.

Æfing, viðurkenningar og ný réttindi

Slökkviliðið stóð á dögunum fyrir umfangsmikilli æfingu sem gekk afar vel. Í kjölfarið var haldin hátíðleg athöfn þar sem árangri starfsfólksins var fagnað.

Tveir starfsmenn luku framhaldsmenntun frá Sjúkraflutningaskólanum og bera nú starfsheitið EMT-Advanced. Þeir fengu að gjöf hlustunarpípu frá BS í tilefni þessa árangurs.

Þá luku fjórir aðrir starfsmenn námi sem atvinnuslökkviliðsmenn.

Hviða fjárfestingafélag Suðurnesja

Suðurnesjabæjar

Skógarbraut 945

Sími 420 3288

haldnir 19.–26. maí

ÍBÚAR HVATTIR TIL SAMEIGINLEGS ÁTAKS

FYRIR SNYRTILEGRA OG GRÆNNA SAMFÉLAG

Umhverfisdagar Suðurnesjabæjar fara fram dagana 19. til 26. maí og er bæjarbúum boðið að taka virkan þátt í fegrun bæjarins í aðdraganda sumarsins. Starfsmenn umhverfismiðstöðvar verða á ferðinni um bæinn og aðstoða við hreinsun og snyrtingu þar sem þörf er á.

Eins og síðustu ár er lögð sérstök áhersla á að bæta nærumhverfi íbúa og hvetja alla til að taka til hjá sér. Íbúar eru hvattir til að klippa tré, hreinsa beð og raka lauf — og má garðaúrgangur, svo sem greinar og lauf, skilja eftir snyrtilega í pokum við lóðamörk, þar sem hann verður sóttur af starfsmönnum bæjarins.

Áburður verður borinn á opin svæði á vegum sveitarfélagsins og eru íbúar hvattir til að gera slíkt

hið sama á eigin lóðum og huga þannig bæði að fegurð og vellíðan gróðursins. Sú vinna sem íbúar leggja sjálfir í mun nýtast vel þar sem götu- og gangstéttarsópar sveitarfélagsins verða á ferð og sækja upp hrífur og rusl sem látið er liggja utan lóðamarka. Þeir sem vilja losa sig við stærri úrgang eða aðra ruslagáma eru hvattir til að nýta sér móttökustöð Kölku í Helguvík.

hvida@hvida.is hvida.is

Þeir hlutu að gjöf Leathermanhníf merktum starfsmannanúmeri þeirra, tákn um traust og fagmennsku í starfi.

Stöðug þróun og þjálfun

Brunavarnir Suðurnesja leggja mikla áherslu á stöðuga þjálfun og menntun starfsfólks síns, samhliða því að sinna krefjandi daglegu starfi við öryggi og björgun í samfélaginu. Frá stofnun hafa slökkviliðsmenn og sjúkraflutningateymi verið í fremstu víglínu við áföll, slysa- og eldviðbrögð – og apríl var engin undantekning.

eftir sig þegar leikskólinn flytur í nýtt húsnæði í sumar. Vilborg Pétursdóttir, teymisstjóri barnaog fjölskylduteymis, sat fundinn og útskýrði þörfina fyrir stækkun. Áætlað er að fimm til átta fötluð börn til viðbótar við þau sem þegar sækja Skjólið þurfi pláss í haust. Þar sem ekki er unnt að fjölga börnum í núverandi húsnæði, er flutningur nauðsynlegur. Húsnæðið að Grænásbraut 910 er í góðu ásigkomulagi og hentar vel fyrir starfsemi Skjólsins. Þar er sérinngangur, afmarkað útisvæði og ekki þörf á miklum aðlögunum til að mæta þörfum barnanna og starfsfólks. Ráðið telur flutninginn hagkvæman og skynsaman kost. Velferðarráð hefur því óskað eftir því við bæjarráð að veita formlega heimild til að Skjólið fái húsnæðið til umráða þegar Drekadalur flytur út í sumar.

rf í boði Reykjanesbæ

g smíði óli ur skóla kóli

Aðstoðarskólastjóri Starfsfólk skóla

Sérkennari

Heilsuleikskólinn Heiðarsel

Leikskólakennari/starfsmaður í leikskóla

Sérkennari

Leikskólinn Hjallatún

Aðstoðarleikskólastjóri

Stapaskjól

Forstöðumaður frístundaheimilis

Bókasafn Reykjanesbæjar

Sumarstarfsmaður Þjónustufulltrúi

Velferðarsvið

Sumarstarfsmaður í heima-og stuðningsþjónunstu

Búsetuúrræði fyrir fatlaða í Aspardal

Dagdvalir aldraðra - Sumarstörf

Upplýsingar um laus störf má finna á reykjanesbaer is

AÐALFUNDUR

Hviðu fjárfestingarfélags (áður Eignarhaldsfélag Suðurnesja)

Aðalfundur Hviðu fjárfestingarfélags verður haldinn mánudaginn 2. júní kl. 16 hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Dagskrá:

Hviða fjárfestingafélag Suðurnesja

hvida@hvida.is hvida.is Skógarbraut 945 Sími 420 3288

Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál.

Hviða fjárfestingafélag

Meistaramæðgin úr Grindavík

Það er kannski við hæfi að geta föðursins, Þorvaldar Sæmundssonar en hann þótti og þykir jafnvel ennþá, ansi liðtækur snókerspilari. Valdi hafði einkar gott lag á því að „batta“ ofan í [hvítu kúlu skotið í aðra kúlu sem fer af batta í gat á móti battanum] en nokkuð mikil snóker-menning var í gangi

í Grindavík í kringum 1990 og þá skein sól snóker-spilarans Valda Sæm hvað hæst. Hvert veit nema hann muni endurvekja snókeríþróttina í Grindavík og því skyldi hann ekki einhvern tíma verða kjörinn íþróttakarl Grindavíkur en nóg um pabbann, hvar liggja íþróttarætur móðurinnar?

íþróttabakgrunnur

„Ég er með talsverðan íþróttabakgrunn, ég stundaði bæði frjálsar íþróttir og handbolta í Árbænum. Ég var t.d. í úrtakshópi fyrir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000, ég keppti bæði í spjótkasti og kringlu svo það að kasta pílu er ekki það fyrsta sem ég geri í íþróttum. Ég held að það geti skipt máli hvort viðkomandi er með grunn í öðrum íþróttum, þetta þekkjum við t.d. í golfíþróttinni, knattspyrnumenn t.d. sem leggja golf fyrir sig að loknum knattspyrnuferlinum, eru venjulega fljótari að komast upp á lagið með golfið en aðrir en svo eru

auðvitað sumir sem eru bara með þetta í sér. Ég var nokkuð fljót að tileinka mér pílutæknina en ég byrjaði bara sem „pílumamma“ sem fylgdi syni sínum á mót og keyrði á æfingar. Síðan gerðist það fyrir u.þ.b. fjórum árum að önnur „pílumamma,“ Sandra Dögg sem sjálf var byrjuð að kasta, bauð mér á prufukvöld og ég hef í raun ekki litið til baka síðan þá. Þess má geta að Sandra er makkerinn minn í dag í tvímenningi. Ég hef náð ágætis árangri á árinu, er með tvo Íslandsmeistaratitla og stefni á fleiri ásamt góðum árangri í öðrum mótum. Ég var t.d. önnur stigahæst kvenna á landinu í fyrra á stigalista ÍPS. Við Alexander erum saman í landsliðinu, það er sko ekki leiðinlegt að vera þar með honum. Ég er með stór markmið og ætla mér að ná langt í íþróttinni.

Ef ég er alveg heiðarleg þá átti ég ekki von á að eiga möguleika á að hljóta þessa nafnbót, Íþróttakona Grindavíkur. Alexander var líka kjörinn íþróttamaður Grindavíkur í fyrra og ég lét mig ekki einu sinni dreyma um að við myndum hljóta þessa nafnbót saman einhvern tíma. Þess vegna er þetta ofboðslegur heiður, ég var í skýjunum bara með að vera tilnefnd en að hljóta svo nafnbótina og deila þessum heiðri með syni mínum er æðislegt!“

adam árni róbertsson skorar þriðja mark uMFg.

Veðurguðirnir skörtuðu sínu fegursta á laugardaginn en þá var merkilegur atburður í Grindavík, knattspyrnulið bæjarins var að leika fyrsta heimaleik í íþrótt síðan fyrir hamfarirnar í nóvember 2023. Knattspyrnudeildin lagði mikið í daginn, hoppukastalar og kandýfloss fyrir krakkana, grillaðir borgarar og til að ganga úr skugga um að veðrið yrði gott, var tónlistarmaðurinn Ingó Veðurguð fenginn til að skemmta.

komst strax í landsliðið í pílu

Alexander Veigar hlaut hefðbundið íþróttauppeldi í Grindavík og æfði bæði körfuknattleik og knattspyrnu. Fyrir rýmingu var Pílufélag Grindavíkur búið að opna glæsilega aðstöðu í nýju íþróttamannvirki Grindavíkur og voru æfingar hafnar hjá börnum og unglingum. Alexander var einnig efnilegur í knattspyrnu og var orðinn u.þ.b. sextán ára þegar hann setti knattspyrnuskóna upp í hillu og einbeitti sér af körfuknattleiknum. Hann byrjaði hins vegar að æfa pílukast um þrettán ára, það var svipað hjá honum eins og mömmu hans, Alex Máni vinur hans sem einmitt er sonur Söndru Daggar, dró hann á æfingu með sér.

Körfuknattleikur og píla fara mjög vel saman að mati Alexanders en stundum þarf körfuknattleikurinn að víkja þegar þetta tvennt skarast.

„Ef maður spáir í það, þá gilda svipuð lögmál í körfuboltaskoti og pílukasti, þetta svokallaða „follow-through“ [láta kast- eða skothöndina fylgja hreyfingunni í gegn]. Hingað til hefur körfuboltinn verið númer eitt hjá mér en ég finn hvernig skiptingin er að verða nær 50/50. Það eru ýmis tækifæri fyrir mig til að ná árangri í pílukasti og nú þegar hef

ég keppt erlendis og ég hef þá trú á mér að ef ég held áfram að æfa og æfi eins og þeir bestu, geti ég náð langt í pílunni. Ég var valinn í landslið fullorðinna 2023 og hef verið þar síðan eftir að hafa verið í landsliði unglinga U-18 síðan ég var þrettán ára og nýbyrjaður að æfa pílu. Meðal móta sem ég hef unnið undanfarið er Reykjavík International Games tvö ár í röð, var stigahæsti karlinn á stigalista IPS, sigraði Grindavík Open, Sjally Pally og komst í undanúrslit í Euro tour í Riga. Einnig varð ég annar af tveimur Íslendingum sem skrifuðum söguna þar seinustu helgi þegar við komumst í úrslit á Iceland Open en það er í fyrsta skipti sem Íslendingum tekst það. Svo urðum við hjá Pílufélagi

Grindavíkur Íslandsmeistarar félagsliða þriðja árið í röð. Pílufélag Grindavíkur vann allar hugsanlegar liðakeppnir, bæði einmenning og tvímenning, m.a. skoruðum við karlaliðið 240 stig í úrslitaleiknum sem er nokkuð sérstakt myndi einhver segja í ljósi póstnúmers bæjarins. Þetta segir okkur hversu framarlega við Grindvíkingar stöndum í pílunni á landsvísu. Markmið mitt í pílunni nær lengra en verða Íslandsmeistari, ég ætla mér að komast í atvinnumennsku og tel það raunhæft markmið. Við mamma erum afskaplega stolt yfir því að vera íþróttakarl og -kona Grindavíkur árið 2024,“ sagði Alexander.

aftur hér í Grindavík og myndi ég segja að dagurinn hafi tekist full komlega, eina sem vantaði var sigur í leiknum en hann kemur bara næst.

Það skal alveg viðurkennt að þetta er búið að vera mjög erfitt frá rýmingu 2023, stundum vorum við alveg við það að bugast en við gáfumst aldrei upp og ég er rosa lega stoltur af samfélaginu mínu, af fólkinu mínu. Allt sem ég á í dag er vegna Grindavíkur, þess vegna er maður að leggja þetta á sig.

stöðu vallarstjóra Grindavíkur vallar um tíma en var búinn að láta af störfum sökum aldurs en var meira en til í að hjálpa knattspyrnudeildinni við að koma Stakkavíkurvellinum í stand fyrir sumarið. Hann átti erfitt með að hemja tilfinningar sínar á þessum

muni líta á þetta eins og hefur verið hjá körfuboltaliðunum, að sýna sig og sjá aðra Grindvíkinga,“ sagði Haukur.

vonina í brjósti fólks, sumarið er framundan og Sjóarinn síkáti, svo nú verður þetta bara upp á við hjá okkur, það er ég sannfærður um. Svo vona ég að mínir menn geri Stakkavíkurvöllinn að vígi og það verði erfitt fyrir andstæðinginn að mæta Grindavík, eins og var þegar ég spilaði,“ sagði Hjálmar.

„Ég er ofboðslega glaður, það er frábært að sjá alla þessa Grindvíkinga og ég verð bara meyr þegar ég hugsa um þetta. Ég var vallarstjóri fram í janúar 2023 og þá áttu heldri árin einfaldlega að taka við með alls kyns ævintýrum en þau urðu heldur betur öðruvísi. Þetta er búinn að vera erfiður tími, það fer vel um okkur í Hveragerði en við söknum Grindavíkur. Það var engin spurning í mínum huga að svara kalli Hauks og félaga í knattspyrnudeildinni og hef ég ekið hingað daglega með bros

hér í dag. Mín vinna undanfarið hefur verið að koma öllu í stand, finna út hvar línurnar eiga að vera, setja net í mörkin, koma vélum í gang o.s.frv. Starfsmenn Golfklúbbs Grindavíkur munu sjá um sláttinn á vellinum en þessi völlur hefur alltaf verið talinn mjög góður grasvöllur, það verður enginn knattspyrnumaður svikinn af því að leika á Stakkavíkurvellinum í sumar.

Varðandi leik dagsins þá hef ég bara enga tilfinningu fyrir því hvernig hann fer, mér finnst úrslitin í raun vera algert aukaatriði, aðalatriðið er að við erum að leika

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Panamaskurðurinn

Panamaskurðurinn hefur verið mikið í fréttum síðustu vikur eftir að Donald Trump upplýsti heiminn um stórkallalegar fyrirætlanir sínar um að taka hann „til baka“ af Panama. Að hans mati var þetta ljómandi hugmynd af því að Bandaríkin jú byggðu hann og ættu hann þá tæknilega ennþá. Einmitt það. Sagan er reyndar aðeins flóknari en það og gríðarlegar fjárfestingar hafa til að mynda verið gerðar síðan Panama tók alfarið við skurðinum 1999 á grundvelli samninga sem gerðir voru 1977. En það er ekki efni þessa pistils, heldur langar mig að deila þeirri mögnuðu upplifun sem ég fékk þegar ég skoðaði þetta stórkostlega mannvirki í vinnuferð til Panama í síðustu viku. Og það sem

var stórbrotnast var að fræðast um söguna, verkfræðina á bakvið framkvæmdina, framsýnina, stórhugann og fyrirhyggjuna sem skurðurinn stendur fyrir.

Án þess að fara í þá sögu í smáatriðum þá segja menn að fyrstu hugmyndir um skurðinn hafi komið fram 1513. Framkvæmdir hófust þó ekki af alvöru fyrr en um 1880 og var skurðurinn svo vígður 1914. Hvernig mönnum tókst að hanna og byggja slíkt mannvirki á þeim tíma er algjörlega magnað. Verkfræðin sem þarna liggur að baki stenst enn tímans tönn og eru til að mynda hlerar sem opna og loka fyrir vatnið á milli hólfa enn þeir sömu og þegar skurðurinn var opnaður 1914. Verkfræði með engu interneti, bara með hugviti, bókum og góðum útreikningum.

Þarna sá ég litla báta, risaskip og allt þar á milli ferðast um skurðinn. Hólf opnast og lokast, tæmd og fyllt og skipin mjakast áfram í gegn. Það tekur um 11 klukkutíma að fara í gegn og kostar dágóðar upphæðir, en á móti kemur að það sparast 21 dagur á siglingu, ótrúlegir fjármunir og eldsneytisnotkun með tilheyrandi mengun og umhverfisáhrifum.

Panamabúar eru mjög stoltir af skurðinum sínum og halda sögunni vel til haga. Hann er stór efnahagsleg stoð í hagkerfinu, sem og þeir ótal aðrir atvinnuvegir sem hann hefur byggt undir. Skurðurinn er mjög aðgengilegur ferðamönnum og er einn mest sótti ferðamannastaður landsins. Þetta minnti mig að því leyti til á Ísland,

RAGNHEIÐAR ELÍNAR

tekist að samræma sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda okkar með uppbyggingu í ferðaþjónustunni – Bláa lónið verandi skýrt dæmi. Þetta getur nefnilega allt farið svo ljómandi vel saman.

Þetta var algjörlega ógleymanleg heimsókn.

Mundi

Það sprettur ekki nýtt íþróttafélag úr (gervi)grasi

Forsvarsfólk reykjanesbæjar tyllti sér á drekann.

Leiksvæðið við Drekadal opnað

Leiksvæði við leikskólann Drekadal í Innri Njarðvík var vígt í síðustu viku og klipptu leikskólabörn á borða sem þau höfðu gert í tilefni opnunarinnar.

Róbert J. Guðmundsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs sagði frá verkefninu við opnunina en leiksvæðið er opið alla daga eftir kl. 16.30 en mun

síðan verða opið fyrir leikskólann þegar hann opnar síðar í sumar. Á leiksvæðinu er stór dreki sem vísar í Drekadal, einnig er kastalinn skip sem vísar í nálægð við sjóinn. Afgirt svæði er fyrir yngstu börn leikskólans, með leiktæki við hæfi. Aftan við leikskólann er hreyfisvæði, með þrautabraut, hreyfivelli og tjöldum.

Í Sandgerði var niðurstaðan afgerandi: Af 168 greiddum atkvæðum sögðu 29 já, 138 nei og 1 seðill var auður.

Í Garði var niðurstaðan naum, en ekki nægilega sterk: Alls greiddu 91 atkvæði. 46 sögðu já, 45

sögðu nei – en samkvæmt reglum þurfti 2/3 samþykki til að tillagan næðist. Það náðist ekki. Með því er ljóst að hvorugt félagið samþykkti tillöguna og því verður ekki af sameiningu félaganna í nýtt íþróttafélag. Tillaga um nýtt íþróttafélag felld í báðum byggðarkjörnum Suðurnesjabæjar

Tillaga um stofnun nýs sameinaðs íþróttafélags í Suðurnesjabæ var felld á auka aðalfundum beggja aðildarfélaga, Reynis í Sandgerði og Víðis í Garði, sem haldnir voru mánudaginn 12. maí.

Fjölmenntu til HSS

Íbúar í Suðurnesjabæ fjölmenntu á íbúafund sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja efndi til í Sandgerði á þriðjudag til að kynna starfsemi heilsugæslu sem opnar í Vörðunni í Sandgerði í byrjun júní. Heilsugæslustöðin verður opin á mánudags- og miðvikudagsmorgnum í sumar en þjónustudögum mun fjölga með haustinu. Í boði verður öll almenn heilsugæsluþjónusta fyrir íbúa Suðurnesjabæjar.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.