Page 1

• fimmtudagur 5. október 2017 • 39. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

LÆRÐI AÐ STANDA Á EIGIN FÓTUM ●●Bæta þarf Grindavíkurveg

Bæjarráð Grindavíkur tekur undir athugasemdir samráðshóps

FÍTON / SÍA

■■Bæjarráð Grindavíkur tekur undir athugasemdir samráðshóps um bættan Grindavíkurveg, þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. Þar kemur einnig fram að ekki sé nóg að horfa eingöngu til umferðarþunga þegar kemur að því að forgangsraða umbótum vega. Slysatíðni Grindavíkurvegar er gríðarleg, þrátt fyrir að það sé minni umferðarþungi á honum en öðrum vegum. Vegurinn er auk þess með mjög varasama kafla þar sem auðveldlega myndast hálka án fyrirvara yfir vetrartímann. Í fundargerðinni kemur einnig fram að Reykjanesið sé orðið mjög stórt atvinnusvæði sem fari ört vaxandi og þar er meðal annars Flugstöð Leifs Eiríkssonar nefnd ásamt Bláa Lóninu. Um Grindavíkurveg fara einnig miklir þungaflutningar, meðal annars flutningabílar með sjávarafurðir og hins vegar miklir fólksflutningar með rútum sem leið eiga í Bláa Lónið. Mikið af ungu fólki sækir skóla í Reykjanesbæ og til höfuðborgarinnar og einnig hefur umferð erlendra ferðamanna aukist á veginum. Fram kemur í fundargerðinni að umferðin á veginum sé því bæði fjölbreytt og flókin. Bæjarráð tekur auk þess undir hugmyndir Samráðshópsins um að hefja strax undirbúning samkvæmt tillögu 2 frá Vegagerðinni. Hafist verði handa við hönnun og skipulag svo það verði klárt þegar vegurinn fer inn á Samgönguáætlun. Það er mat bæjarráðs Grindavíkur að m.v. fjölgun umferðar á veginum þoli framkvæmdin enga bið. Þá tekur bæjarráð undir með hópnum, um að framkvæmdum á 2 + 1 vegi með aðskildum akstursstefnum, sem kostar m.v. útreikning Vegagerðarinnar, 1400 milljónir, verði áfangaskipt og jafnvel tekin í tveimur eða þremur áföngum. Hættulegustu kaflarnir verði teknir fyrst.

einföld reiknivél á ebox.is

Draumurinn að rætast hjá fram14 tíðar fatahönnuði

11

ANDRI RÚNAR OG LINDA BEST

Sport

FS fær 20% minna en aðrir skólar ●●Framlög til þekkingarsetra og símenntunar eru lang lægst á Suðurnesjum

Framlög til margra ríkisstofnana á Suðurnesjum eru mun lægri en margra sambærilegra annars staðar. Þetta birtist ekki síst í framlögum til menntastofnana á svæðinu sem mega sætta sig við mun lægri framlög en sambærilegar stofnanir. Þannig eru framlög til Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1.436 þúsund krónur á hvern nemanda í fjárlagafrumvarpi

ársins 2018 á meðan sambærilegir framhaldsskólar annars staðar á landsbyggðinni fá að jafnaði um 1.761 þúsund á hvern nemanda. Þetta er óásættanleg mismunun sem er erfitt að skilja, segir í ályktun aðal-

fundar SSS sem haldinn var 29.-30. september sl. „Þá er áhyggjuefni að framlög til þekkingarsetra og símenntunar eru lang lægst á Suðurnesjum auk þess sem áætluð fjárframlög til Keilis setja rekstur skólans enn einu sinni í uppnám þrátt fyrir fyrirheit af hálfu ríkisins um annað. Fjölgun íbúa á Suðurnesjum er meiri

heldur en á öðrum landsvæðum og honum fylgja mörg krefjandi verkefni sem kalla á að menntastofnanir geti sinnt hlutverki sínu. Því skorar aðalfundurinn á ríkisvaldið og þingmenn Suðurkjördæmis að tryggja að menntastofnanir á Suðurnesjum sitji við sama borð og stofnanir á öðrum landsvæðum þegar kemur að framlögum úr ríkissjóði.“

Yfir sex þúsund bein störf á Keflavíkurflugvelli í fyrra ■■Rúmlega sex þúsund bein störf voru á Keflavíkurflugvelli á árinu 2016 en tæplega helmingur þeirra eru störf hjá flugfélögum, flugmenn, flugfreyjur og önnur störf. Næst stærsti hópurinn eru starfsmenn fyrirtækja sem þjónusta flugvélar

eins og t.d. við farangursþjónustu. Þeir voru 1900 samtals á árinu 2016. Starfsmenn Isavia eru þriðji stærsti hópurinn á Keflavíkurflugvelli eða 780 manns. Rétt tæp sjöhundruð starfa við verslun, á veitingastöðum eða í bönkum í flugstöðinni, 221

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

starfaði við rútuakstur, flutninga eða bílaleigu,119 hjá Tollgæslunni, Lögreglunni eða í þjónustu við fatlaða. Samtals 6355 manns. Guðný María Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Isavia sagði í kynningu á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um sl. helgi að áfram yrði mikil aukning starfa á Keflavíkurflugvelli, nærri 900 störf að meðaltali til ársins 2020 en síðan um 455 störf að meðaltali árlega til ársins 2040. Farþegaspá til næstu tveggja áratuga sýnir áframhaldandi vöxt í fjölda ferðamanna til Íslands. Aukningin hefur verið 21% að meðaltali á ári frá 2010, samtals um 230% á milli áranna 2010 og 2016. Miðað við um nærri 900 ný störf á þessu ári má

gera ráð fyrir að rúmlega 7 þúsund manns hafi starfað á Keflavíkurflugvelli í sumar. „Það er ljóst að miklar áskoranir eru enn framundan á Keflavíkurflugvelli. Það verður mikil þörf á vinnuafli til að mæta miklum vexti á sama tíma og þensla er í hagkerfinu og mannaflaþörf er í atvinnulífinu,“ sagði Guðný og benti á að nauðsynlegt væri að tryggja innviði til að bjóða fólk velkomið inn í íslenskt samfélag. Hún sagði að rík áhersla væri lögð á umhverfismál í þessari miklu uppbyggingu á flugvellinum, m.a. í umhverfisstjórnunarkerfi, hljóðvist og loftgæðum, grunnvatns- og jarðvegsgæðum, úrgangsmálum og loftslagsbreytingum.


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 5. október 2017

Fæðingarstofa HSS sú eina á landinu sem lokar í einn mánuð á sumri:

Ólíðandi að barnshafandi konur þurfi að leita til Reykjavíkur - Berglind Ásgeirsdóttir hóf undirskriftasöfnun um málið

Í lögum um heilbrigðisþjónustu segir að heilbrigðisþjónustu skuli veita á viðeigandi þjónustustigi og að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Lög séu því brotin þegar barnshafandi konur á Suðurnesjum þurfi að sækja þjónustuna til Reykjavíkur, sem annars er veitt á HSS, vegna lokunar ljósmæðravaktar.

Lítill drengur á fæðingarstofu HSS.

„Ég varð mjög hissa þegar ég komst að því að fæðingarstofan á HSS sé sú eina á landinu sem lokar í einn mánuð á sumrin,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, en nýverið fór hún af stað með undirskriftasöfnun þeirra sem óska eftir því að barnshafandi konur á Suðurnesjum hafi aðgang að ljósmóður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja allan sólarhringinn, allan ársins hring. Síðan árið 2013 hefur ljósmæðravaktin á HSS verið lokuð í einn mánuð að sumri þar sem einungis er hægt að sækja mæðravernd. Þær konur sem þurfa frekari þjónustu er gert að leita á Landspítalann í Fossvogi í stað þess að fá þjónustu á HSS, líkt og hina mánuði ársins.

Berglind eignaðist sjálf stúlku á fæðingardeild HSS síðustu Ljósanótt og fann því ekki beint fyrir þessari skerðingu sjálf. Hún hafi þó ákveðið að gera eitthvað í málunum og hafið undirskriftarsöfnun, en nú þegar hafa um það bil 1.500 manns skrifað undir. „Þetta skapar auðvitað stress og erfiðari upplifun á meðgöngunni. Ljósmæðurnar á HSS sem ég ræddi þetta við lýstu nú ekki mikilli ánægju með þetta fyrirkomulag því þær vilja auðvitað veita heildstæða þjónustu fyrir verðandi foreldra allt árið. Þetta er ólíðandi í svona stóru heilbrigðisumdæmi sem þjónar um 25.000 manns, samkvæmt tölum Hagstofunnar,“ segir Berglind. Í lögum um heilbrigðisþjónustu segir að heilbrigðisþjónustu skuli veita á viðeigandi þjónustustigi og að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Lög séu því brotin þegar barnshafandi konur á Suðurnesjum þurfi að sækja þjónustuna til Reykjavíkur, sem annars er veitt á HSS, vegna lokunar ljósmæðravaktar. Viðbrögðin við undirskriftasöfnuninni hafa verið góð að sögn Berglindar en með henni vonast hún til þess að

ná til sem flestra. „Það er gott að sjá að fólk lætur sig málið varða. Við þurfum að nýta kraft fjöldans til að knýja fram breytingar svo það verði ekki nein sumarlokun á fæðingardeildinni árið 2018. Andrúmsloftið og aðstaðan á fæðingardeild HSS er frábær og það er yndislegt að koma þangað. Ég átti báðar stúlkurnar mínar þar og gæti ekki hugsað mér annað.“

ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.

SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

ÓVISSUFERÐ ÓVISSUFERÐ ELDRI BORGARA FARIÐ VERÐUR 10. OKTÓBER.

Skráning í ferðina Brynja, Garði, 849-6284 Bjarney, Reykjanesbæ, 421-1961 / 822-1962 Örn, Vogum, 846-7334 Margrét, Grindavík, 896-3173 Rútan fer frá: Nesvöllum, Reykjanesbæ kl. 10:00 Víðihlíð, Grindavík kl. 10:30 Geymið auglýsinguna Ferðanefnd

Óásættanleg staða Suðurnesja í öldrunarmálum ●●Skorað á heilbrigðisráðherra að auka fjármuni til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 29.30. september 2017 skorar á Heilbrigðisráðherra að auka fjármuni til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, sérstaklega til heilsugæslusviðs. Biðtími eftir tíma hjá lækni getur verið allt að tvær vikur sem getur ekki talist ásættanlegt. Fram kemur í úttekt á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja, sem gerð var af Embætti Landlæknis í maí sl., að mönnun lækna og hjúkrunarfræðinga sé ónæg og lítið megi bera út af svo að öryggi sé hugsanlega ógnað vegna ófullnægjandi mönnunar. Auk þess sé heilsugæslan augljóslega undirmönnuð af fagfólki, ástandið sé þá sérstaklega slæmt í geðteymi og meðferðarteymi barna. Jafnframt kemur fram að húsnæði Heilsugæslunnar í Reykjanesbæ sé

barn síns tíma og uppfylli ekki nútímakröfur sem gerðar eru til húsnæðis heilsugæslustöðva. Mikilvægt er að húsnæðið verði lagað og uppfylli kröfur sem gerðar eru til þess. Þá hlýtur það að teljast einsdæmi á landsvísu að engin heilsugæsla sé í Garði og Sandgerði sem samtals telja á fjórða þúsund íbúa. Þessu þarf að breyta sem fyrst. Fundurinn gerir kröfu um uppbyggingu hjúkrunarrýma á Suðurnesjum. Það er í hæsta máta óeðlilegt að Suðurnesin, sem greitt hafa 1,2 milljarða í Framkvæmdasjóð aldraðra frá árinu 2008, skuli einungis hafa fengið 379,9 milljónir úr sjóðnum eða sem nemur 31% af inngreiðslum í sjóðinn. Sé gengið út frá forsendum miðspár Hagstofu Íslands um fjölgun aldraðra til ársins 2025 má búast við að öldruðum íbúum á Suðurnesjum fjölgi

um 857 á næstu 10 árum og 1.708 á næstu 20 árum. Sé stuðst við reiknireglu ráðuneytisins þyrftu að vera 182 hjúkrunarrými á Suðurnesjum árið 2025 og 267 rými árið 2035. Í dag eru aðeins 118 skilgreind hjúkrunarrými á Suðurnesjum. Þessi staða er með öllu óásættanleg fyrir íbúa Suðurnesja og gerir aðalfundurinn því þá kröfu til stjórnvalda að þau standi með sveitarfélögunum á Suðurnesjum í þeirri viðleitni að byggja upp hjúkrunarþjónustu við aldraða sem uppfyllir þörf, mæti nútíma- og framtíðarþörfum í málaflokknum og standist samanburð við önnur heilbrigðisumdæmi landsins. Fundurinn skorar á Velferðarráðherra að beita sér fyrir bragarbót í öldrunarþjónustu á Suðurnesjum þar sem ríki og sveitarfélögin verði leiðandi í nýrri nálgun í heildrænni þjónustu við aldraða.


Tilboð!

25%

NÝTT BLAÐ

AFSLÁTTUR AF ÖLLU PARKETI

LJÓS, PERUR, PARKET INNRÉTTINGAR OFL.

Til 16. október

GILDIR 28. SEPTEMBER - 16. OKTÓBER

Flettu blaðinu

20% AFSLÁTTUR AF

á www.byko.is

20% 20% AFSLÁTTUR AF VINNUFATNAÐI

OG ÖRYGGISSKÓM

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM PERUM OG LJÓSUM Til 16. október

AFSLÁTTUR AF

ICOPAL ÞAKRENNUM

25% 25%

AFSLÁTTUR AF ÖLLU TORIN

25%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM MATAR-

OG KAFFISTELLUM

Auðvelt að versla á netinu


markhönnun ehf

Barnadagar NUK STRUMPA VÍKINGAPELI KR STK ÁÐUR: 1.398 KR/STK

1.049

-25%

-25% MAM PELI EASY START 260ML 2PK KR PK ÁÐUR: 2.848 KR/PK

MAM SNUÐ ORIGINAL 0-6M 2 STK KR PK

1.386

-25%

2.174

ÁÐUR: 1.848 KR/PK

NUK GJAFASETT 2 LITIR KR PK ÁÐUR: 1.698 KR/PK

Fyrir strympur og strumpa!

1.274

-25%

-25% NUK STRUMPASNUÐ 0-6M / 1STK KR STK

397

ÁÐUR: 529 KR/STK

NÝTT Í

NUK STRUMPASNUÐ 6-18M / 1STK KR STK ÁÐUR: 529 KR/STK

397

NUK STRUMPASNUÐ 18-36M / 1STK KR STK ÁÐUR: 529 KR/STK

397

Endurskinsvörur Verð 898 kr.

Verð 398 kr.

Verð 1.798 kr.

Verð 798 kr.

Verð 398 kr. Verð 898 kr.

Tilboðin gilda 5. - 8. október 2017

Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


-15%

Anglamark barnavörur Ella's barnavörur

-15%

Libero bleyjur á lækkuðu verði

NÝTT Í

-15%

-15%

Hipp organic skvísur -15% NESTLE MIN FRUKT 90 GR. KR PK ÁÐUR: 179 KR/PK

152

HIPP LASAGNA 230 GR.

HIPP ZOO PASTA RJÓMA

HIPP SPAGETTI BOLOGNESE 230 GR.

338

KR STK ÁÐUR: 398 KR/STK

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Ísafjörður · Egilsstaðir · Selfoss


6

VÍKURFRÉTTIR

Indíana Dís er FS-ingur vikunnar

rsdóttir er 19 ára ó þ st Á ís D a n ía d In tíðinni stefnir am fr Í r. u g in ík lv Kef gmaður en á hún á að verða flu taskóla Suðuru ra lb jö F í m u n llu bö gaman að fara í i n en h st n n fi ja nes ennar er körfusleik. Áhugamál h sögn vantar bolti og að hennar neyti skólans. kanilsnúða í mötu FS-ingur: Indíana Dís Ástþórsdóttir. Á hvaða braut ertu? Félagsfræðibraut. Hvaðan ertu og aldur? 19 ára úr Keflavík. Helsti kostur FS? Félagslífið. Áhugamál? Körfubolti. Hvað hræðistu mest? Trúða. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Lilja Ösp fyrir að vera Queen Stella. Hver er fyndnastur í skólanum? Thelma Hrund Helgadóttir. Hvað sástu síðast í bíó? It. Hún var ömurleg. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Það vantar kanilsnúða. Hver er þinn helsti galli? Ég er þrjósk. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snapchat, Instagram og Facebook.

fimmtudagur 5. október 2017

Mér finnst ég vera heppin með fólkið í kringum mig Grindvíkingurinn Kristín Anítudóttir Mcmillan spilar fótbolta með Grindavík í Pepsi-deild kvenna og er mikil íþróttastelpa, henni finnst nálægðin við höfuðborgina kostur og í vetur býr hún á AkurHvað ertu að bralla þessa dagana? eyri. Við báðum Kristínu Ég stunda nám í Menntaskólanum á um að svara nokkrum Akureyri og spila fótbolta. Hvað finnst þér best við það að hafa spurningum um lífið alist upp á Suðurnesjum? Mér finnst ég vera heppin með fólkið í og tilveruna. kringum mig, allir eru mjög vingjarnEftirlætisKennari: Anna Ta ylo Fag í skólanum r : Félagsfræði. Sjónvarpsþættir: Ha Kvikmynd: Bayw waii Five O atch. Hljómsveit/tón listarmaður: Be yonce. Leikari: Channig Tatum. Vefsíður: Facebo ok. Flíkin: Úlpan mín . Skyndibiti: Mac arinn. Hvaða tónlist/l ag fíl pleasure)? Á ekke arðu í laumi (guily rt guilty pleasure.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég er bara 19 sko, ég veit það ekki. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Fokk. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mér finnst það fínt. Það er gaman í sleik á böllunum og svona. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ég ætla allavega að verða flugmaður. Hver er best klædd/ur í FS? Rósmarý Kristín og Fannar Gísla

legir og það þekkjast flest allir. Staðsetningin er góð, það er stutt í Keflavík og Reykjavík. Það er mjög mikið af íþróttafólki á Suðurnesjum og mér finnst það líka vera góður kostur við það að hafa alist upp hér þar sem ég er mjög mikil íþróttamanneskja. Ef þú mættir mæla með einhverju einu af svæðinu fyrir ferðamenn eða þá sem búa ekki hér, hvað væri það? Ég mæli með að fólk skoði sig um og fari ofan í Bláa Lónið. Hvað ætlar þú að gera í vetur? Ég bý á heimavist á Akureyri á veturna, þannig að ég verð bara að læra í vetur og með vinum mínum. Hvað finnst þér mega fara betur í Grindavík? Mér finnst vanta miðbæjarkjarna í bæinn okkar og svo mættu alveg vera einhverjir skyndibitastaðir sem eru í hollari kantinum eins og Serrano eða Local.

Nafn: Gunnlaugur Gylfi Bergþórsson. Hver eru áhugamálin þín? Körfubolti, tónlist og félagslífið. Í hvaða skóla ertu? Grunnskóla Grindavíkur. Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gamall? 10.- E og er 15 ára. Hvað finnst þér best við það að vera í Grunnskóla Grindavíkur? Félagslífið er mjög gott og aðallega vinirnir. Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera þegar þú útskrifast úr skólanum? Nei, mögulega búinn að plana skóla en ætli ég fari ekki á almenna braut.

Ertu að æfa eitthvað? Körfubolta Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera félagslyndir í því sem ég tek að mér, vera skapandi og vera með. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Raða fötunum mínum upp í skáp. Hvað er skemmtilegasta fagið? En leiðinlegasta? Stærðfræði er skemmtilegust en danskan er frekar leiðinleg, erum að vinna í svo leiðinlegri bók! Án hvaða hlutar geturðu ekki verið? Fjölskyldan, vinirnir og hundurinn eru öll ómissandi.

pítsa. a á Papas e, l l o k ú B : s matur r: Futur Uppáhald ds tónlistarmaðu rapparar. ir Uppáhal ara flest on Can, b chat. r p A a , n e S k : a p r p D sa Uppáhald hlutur: Síminn. gs. s Uppáhald r: Stranger Thin u t t á þ s Uppáhald

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


markhönnun ehf

www.netto.is

SÚPUKJÖT

FRÁ FJALLALAMBI

499

-54%

KR KG

ÁÐUR: 1.085 KR/KG

BOUNTY MINI

SUNWARRIOR

VÍNBER

6 PK. 171 GR. KR STK

SOL GOOD PROTEIN BAR

1 KG ASKJA KR STK

ÁÐUR: 298 KR/STK

ÁÐUR: 199 KR/STK

149

-50%

119

Coconut Cashew Cinnamon Roll Salted Caramel Blueberry Blast

KR STK

-40%

345

ÁÐUR: 689 KR/STK

-50%

Tilboðin gilda 5. - 8. október 2017 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss


LÆGRA VERÐ

Íslenskar

LÍFRÆNAR Gulrætur

500g

398 kr. 500 g

1.598 kr. 1 kg Lýsi Omega3 Forte 150 töflur

Akursel Gulrætur Lífrænar, 500 g

381kr. verðlækkun

4.998 kr. stk. Nutrilenk Gold Fyrir þá sem þjást af verkjum og sliti í liðamótum, 180 töflur. Verð áður 5.379 kr.

VEGAN

198 kr. 95 g

Sollu Maískökur 2 teg. 95 g

VEGAN

398

398

Linda McCartney’s Veganborgarar 227 g, 2 stk.

Anamma Veganvörur Naggar, bollur eða hakk, frosið, 300 g

398 kr. 750 ml

Sollu Rauðrófusafi 750 ml, lífrænt

kr. 300 g

kr. pk.

Sykurlaus

RÍFUR VEL Í

ORKUDRYKKUR

498 kr. 200 ml

59

kr. 250 ml

Sollu Engiferskot 200 ml, lífrænt

ES Orkudrykkur Sykurlaus, 250 ml

Engar hitaeiningar

398 kr. stk.

Blistex Varasalvi

Verð gildir til og með 8. október eða meðan birgðir endast

1.398 kr. pk. Finish Uppþvottavélatöflur 80 töflur


Ð

ÍSLENSKT

ÍSLENSKT Nautakjöt

Lambakjöt

2017

r.

698

slátrun

kr. kg

KS Lambasúpukjöt Frosið, 2017 slátrun

398 kr. kg

4.598 kr. kg

KS Lambasvið Frosin, 2017 slátrun

Íslandsnaut Ungnauta Ribeye

Bónus Allra Landsmanna FULLELDAÐ Aðeins að hita

Grísakjöt af

NÝSLÁTRUÐU

798

698

kr. kg

kr. kg

Bónus Grísahakk Ferskt

798

300kr

verðlækkun pr. kg

kr. kg

Ali Grísabógur Ferskur

Ali Spareribs Fullelduð - Verð áður 1.098 kr. kg

2

brauð í pakka Matarmiklar súpur

FULLELDAÐAR Aðeins að hita

149 kr. pk.

Hvítlauksbrauð 2 stk. í pakka

1.598 kr. 1 kg

1.498 kr. 1 kg

Mexíkósk Kjúklingasúpa 1 kg

Íslensk Kjötsúpa 1 kg

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


r a n n u k i Maður v

10

VÍKURFRÉTTIR

2001

fimmtudagur 5. október 2017

2017

Gerður Pétursdóttir, sem starfar sem fræðslustjóri Isavia, var valin „Maður vikunnar“ af Víkurfréttum fyrir sextán árum síðan og svaraði þá spurningalista í blaðinu. Við fengum hana til að svara sömu spurningunum, nú sextán árum síðar.

Nafn: Gerður Pétursdóttir. Fædd, hvar og hvenær: Reykjavík, 11.12.1969 Stjörnumerki: Bogamaður Atvinna: Leikskólastjóri Laun: Afspyrnu léleg Maki: Jón Ben Einarsson Börn: María Ben 8 ára og Skapti Ben 5 ára

Bifreið: Toyota Corolla station árgerð 95 Besti bíll: Toyota Versti bíll: Hef slæma reynslu af Ford Uppáhalds matur: Góð nautasteik, jafnvel á þessum síðustu og verstu tímum Versti matur: Hákarl, þorskalifur og annað ómeti Besti drykkur: Mjög árstíðarbundið Skemmtilegast í umferðinni: Tillitssemi og skynsemi Leiðinlegast í umferðinni: Bílstjórar sem eru ennþá í bílaleik Gæludýr: Börnin mín, þau fá að minnsta kosti flestar gælurnar Skemmtilegast í vinnunni: Brosandi barnsandlit Leiðinlegast í vinnunni: Ekkert ennþá Hvað kanntu best að meta í fari fólks: Jákvæðni, hreinskilni og glaðværð En verst: Neikvæðni og óhreinlyndi Draumastaðurinn: Hlýr og sólríkur með fallegri náttúru Uppáhalds líkamshluti á konum/ körlum: Enginn sérstakur en hæðin skiptir miklu máli

VIÐBURÐIR SAMKEPPNI UM NAFN Á NÝJAN SKÓLA Í DALSHVERFI Vilt þú taka þátt í samkeppni um nafn á nýjan skóla sem mun rísa í Dalshverfi? Samkeppnin er aðgengileg á vef Reykjanesbæjar og er öllum opin. Frestur til að skila inn hugmynd að nafni er mánudagurinn 16. október 2017. Eigandi/eigendur vinningstillögunnar verða boðaðir til þess viðburðar þegar fyrsta skóflustunga verður tekin.

Fallegasta kona/karl fyrir utan maka: Hugh Grant er sérlega sjarmerandi Bókin á náttborðinu: Þær eru u.þ.b. átta, bæði skáldsögur, ævisögur og mannræktarbækur Uppáhalds blað/tímarit: Gestgjafinn og Hús og Hýbýli Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Hef gaman af öllum þessum vellum sem karlar nenna yfirleitt ekki að horfa á t.d. Ally McBeal, Bráðavaktin, Vinir Íþróttafélag: Þar kemur þú að tómum kofanum en svona til að halda heimilisfriðinn. Áfram Keflavík! Uppáhalds skemmtistaður: Góð borðstofa með góðum vinum Þægilegustu fötin: Adidas buxurnar mínar og stór bolur Framtíðaráform: Koma börnunum mínum til manns, læra meira, þéna meira og reyna að njóta lífsins Spakmæli: Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir

Sömu spurningum svarað sextán árum síðar Atvinna: Fræðslustjóri Laun: Betri en oft áður Maki: Jón Ben, hefur fylgt mér síðustu 34 árin. Hann er eins og gott vín, verður betri með aldrinum Börn: María, hjúkrunarfræðinemi og körfuboltakona, Skapti, lyfjafræðinemi í námshléi og afgreiðslumaður í Fríhöfninni Bifreið: Nissan Qashqai Besti bíll: Eyðslugrannur og bilar sjaldan, ekki til í mér bíladella Versti bíll: Ford Escord, átti slíka druslu á námsárunum í Danmörku Uppáhaldsmatur: Grilluð nautaribeye, medium rare Versti matur: Hákarl er það eina sem mér dettur í hug og kannski ostrur Besti drykkur: Torres Brandy 10 með góðu kaffi Skemmtilegast í umferðinni: Ökumenn sem gefa séns og taka tillit Leiðinlegast í umferðinni: Ofurhugar á svaðalegum sportbílum Gæludýr: Einar Ingi (Dósalingur) ömmustrákurinn minn Skemmtilegast í vinnunni: Fólkið, verkefnin og partýin Leiðinlegast í vinnunni: Flækjustigið sem myndast stundum Hvað kanntu best að meta í fari

fólks: Glaðværð, víðsýni og hjartahlýju Dr aumastaðurinn: E lska að ferðast, Berlín er í uppáhaldi þessa dagana Uppáhalds líkamhluti á konum/ körlum: Hvað er flottara en hávaxinn og sterklega byggður karlmaður Fallegasta kona/karl fyrir utan maka: Alexander Skarsgård er ágætur, er svo góðu vön að þessi var erfið Bókin á náttborðinu: Er að hlusta á Jón Kalman lesa bók sína Fiskarnir hafa enga fætur á Rás 1. Þvílíkt snilldarverk, er reyndar að lesa/ hlusta í þriðja skiptið á þessa bók Uppáhalds blað/tímarit: Les örsjaldan tímarit Uppáhalds sjónvar psþáttur : Grey's Anatomy, Six feet under og alls konar fjölskyldudrama Íþróttafélag: Keflavík....en líka smá Njarðvík núna út af dótturinni Uppáhalds skemmtistaður: Mér finnst gaman að fara á tónleika á Rósenberg Þægilegustu fötin: Náttbuxur og Mikka mús bolurinn minn Spakmæli: Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig

Magnað að vinna með pabba sínum

LISTASAFN REYKJANESBÆJAR Sossa og Anton Helgi verða með leiðsögn um sýningu sína Blossi, sunnudaginn 8. október kl. 15 í Bíósal Duus Safnahúsa. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur. HLJÓMAHÖLL - VIÐBURÐIR FRAMUNDAN Fimmtudaginn 5. október – Moses Hightower á Trúnó Fimmtudaginn 12. október – Af fingrum fram, Valdimar Guðmundsson Fimmtudaginn 19. október – Eyþór Ingi á Trúnó Laugardaginn 21. október – Mugison á Trúnó (uppselt) Nánari upplýsingar og miðasala á hljomaholl.is.

LAUS STÖRF - Feðginin Jana María Guðmundsdóttir og Guðmundur Hreinsson héldu tónleika í Hljómahöll AKURSKÓLI BÓKASAFN VELFERÐARSVIÐ

Skólaliðar Bókavörður í 70% starf Starfsfólk á heimili fatlaðra barna

Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

„Pabbi varð sextugur í lok ágúst og okkur fannst það verðug tímamót til að efna til tónleika,“ segir Jana María, en síðastliðið þriðjudagskvöld héldu þau feðginin tónleika í Hljómahöll. Þeim til halds og trausts var hljómsveitarstjórinn Magnús Kjartansson ásamt hljómsveit. „Það gekk virkilega vel. Áhorfendur gengu út af glaðir í bragði og fannst þetta frábær skemmtun. Lagavalið var fjölbreytt og flutningur með hljómsveit og Sönghópi Suðurnesja var lifandi blanda sem skilaði sér til vel til áhorfenda. Við erum sæl og þakklát eftir húsfylli á 60 ára afmæli Guðmundar og mælum sannarlega með svona afmælisveislu,“ segir Jana María. Á tónleikunum var farið í gegnum sögu og tónlist Guðmundar, en hann hefur lengi samið lög og texta. „Það er nokkuð magnað að vinna með pabba sínum,“ segir Jana

María, en hún hefur lengi verið í tónlist og mun í haust gefa út sína fyrstu breiðskífu sem ber heitið FLORA og inniheldur hennar eigin lagasmíðar og texta.


fimmtudagur 5. október 2017

11

VÍKURFRÉTTIR

Draumurinn að rætast hjá framtíðar fatahönnuði - Hinn 16 ára Helgi Líndal lærði að hanna skó í Los Angeles „Ég byrjaði að sauma föt 13 ára en síðan fékk ég mikinn áhuga á skóm,“ segir Helgi Líndal, en í september fór hann á námskeið Dominic Chambrone í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem hann lærði að handsmíða skó. Helgi, sem er 16 ára gamall, segir að þar með hafi draumurinn sinn ræst. „Ég átti bágt með að trúa því að ein af fyrirmyndum mínum væri að kenna mér. Ég rakst fyrst á Dominic á Youtube en ég sá að hann væri að halda námskeið annað slagið og ég endaði

gi skó Þessa dagana heilmálar Hel

á því að senda skólanum tölvupóst. Ég fékk svo svar stuttu síðar og þau buðust til að taka frá pláss fyrir mig.“ Dominic Chambrone er mjög frægur í bransanum að sögn Helga en hann er kallaður „The shoe surgeon". „Skólastofan er staðsett i miðbæ Los Angeles en þar lærðum við að taka venjulega skó í sundur og búa til nýja alveg eins, nema með öðruvísi efni. Það sem ég notaði var venjulegt kúaleður en með krókódíla prenti á sér,“ segir Helgi.

fyrir vin sinn.

Peysuna saumaði hann sjálfur, en á henni eru nöfn allra þeirra sem komu honum til LA.

Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is

Námskeiðið stóð yfir í fimm daga, en þar kynntist Helgi fólki víðs vegar um Bandaríkin sem deildu sama áhugamáli og hann, þó hann hafi verið lang yngstur. „Þetta var erfitt á köflum og við vorum öll að læra eitthvað nýtt. Námskeiðið stóð klárlega undir væntingum og þetta var æðisleg ferð og mögnuð reynsla,“ segir Helgi, en bætir því við að námskeiðið hafi kostað heilmikið. „Ég óskaði eftir styrkjum frá fyrirtækjum á Suðurnesjum og þau voru mörg sem styrktu mig. Ég er ótrúlega þakk-

að koma aftur til sín og l átur f y r ir vera lærlingur í viku. það.“ Minn stærsti draumur Ástæða þess er svo að hanna fyrir að Helgi stór fyrirtæki eða jafnby r j að i að vel að eiga mitt eigið sauma segir Helgi og Dominic fyrirtæki,“ segir hann. hann vera Chambrone. Foreldrar Helga fóru með fyrirmyndir honum til Los Angeles og segir sínar í fyrirtækinu hann þau hafa hjálpað sér ótrúInklaw. „Mér finnst lega mikið. „Mig langar að þakka JÖR líka geggjaður.“ Eftir fjölskyldunni minni og styrktaraðilnámið á listabraut í Fjölbrautaskóla unum mínum sem stóðu öll við Suðurnesja, stefnir Helgi svo á að fara bakið á mér.“ erlendis í skóla. „Dominic sagði mér

Við erum 15 ára!

20%

afsláttur af öllum skóm til laugardags OPIÐ TIL 20 Á FIMMTUDAG Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

Hilmar Harðarson,

Lyngholti 5, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, laugardaginn 30. september. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 12. október, klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Suðurnesja. Kt: 431095-2469, Banki: 0121-26-1525.   Ingunn María Hilmarsdóttir Ágúst Gunnarsson Þórey Ása Hilmarsdóttir Jóhannes K. Jóhannesson Gunnhildur Hilmarsdóttir Ahmed Kallel Guðmundur P. Hilmarsson barnabörn og barnabarnabörn.

Hafnargata 29 - s. 421 8585

Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta

Ástkær faðir minn, bróðir okkar, mágur og frændi,

Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja. Mikið úrval af hágæða heyrnartækjum.

Pálmi Kristinn Guðnason,

Háaleiti 7, Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík að kvöldi miðvikudagsins 27. September, eftir erfiða sjúkdómslegu. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 10. október kl. 13.   Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Ljósið, stuðningsmiðstöð krabbameinssjúkra.   Guðni Freyr Pálmason Ingibjörg Ágústa Guðnadóttir Magnús Óskar Ingvarsson Særós Guðnadóttir Baldur Elías Hannesson Sigrún Aðalsteinsdóttir Gísli Harðarson Guðný Jóna Guðnadóttir Ólafur Geir Magnússon og fjölskyldur.

Reykjanesbær 19. október Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 5. október 2017

Djúpborun á Reykjanesi gæti leitt til nýrra tíma í jarðhitanýtingu á heimsvísu

„Erum ennþá að læra á auðlindina á Reykjanesi. Ekki endalaus orka en endurnýtanleg. Gagnlegt fyrir landið að framleiða meiri raforku á Vestfjörðum,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku ■■Djúpborun á Reykjanesi gæti leitt til nýrra tíma í jarðhitanýtingu á heimsvísu en tilraunaverkefnið gekk mjög vel þar sem borað var niður á 4.600 metra dýpi en þar var hitinn mun meiri en í öðrum holum. „Þetta er alveg gríðarlega spennandi og íslenskur jarðhitaiðnaður er mjög þekktur um allan heim hvað jarðhita varðar, enn frekar eftir þessa borun á Reykjanesi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku en fyrirtækið starfrækir orkuverið Reykjanesvirkjun á Reykjanesi og orkuver í Svartsengi í Grindavík. Víkurfréttir ræddu við Ásgeir um ónóga raforkuframleiðslu á landinu í síðasta tölublaði en nú spyrjum við hann út í starfsemina á Reykjanesi og hugsanlega virkjun á Vestfjörðum en nokkur kurr og umræða hefur verið í tengslum við hana. „Það hefur gengið svona svolítið upp og niður á Reykjanesi. Þar höfum við lent í því að framleiðsla hefur minnkað en hún hefur aukist á ný. Við erum ennþá að læra á auðlindina en ég er þess sannfærður um að Reykjanesvirkjun muni ná fullu afli innan fárra ára og að hún verði stækkuð, þannig að það verði ekki meira tekið upp úr auðlindinni, heldur að það verði betri og meiri nýting á því sem upp kemur. Þar geti bæst inn svona 30 megavött í svokallaðri lágþrýstivél, sem ráðgert er að setja upp á Reykjanesi, að nýta þá vökva, sem kominn er upp til yfirborðs og er ekki nýttur í fyrstu tveimur vélunum sem eru til staðar í dag, með örlítið breyttri tækni.“ Getið þið náð í endalausa orku á Reykjanesi. Þetta er ekki endalaust en þetta er endurnýtanlegt. Ef við myndum hætta að reka virkjunina á Reykjanesi myndi svæðið jafna sig til fyrra horfs. Það er nauðsynlegur þáttur í rekstri jarðhitavirkjana á háhitasvæðum að draga niður í vatnsborði svæðisins til þess að auka gufumyndun. Ef við hins vegar hættum að reka þetta, lokum holunum þá hækkar vatnsborðið aftur, það tekur svolítinn tíma, hækkar hratt fyrst og er svo lengi að ná upprunalegu jafnvægi, en það er enginn skaði skeður, alls ekki. Það má stundum líkja þessu við, ef við hugsum okkur stöðuvatn með bleikjustofni í, hversu mikið má veiða á hverju ári án þess að skaða stofninn þannig að hann nái að viðhalda sér og hvað gerist svo ef þú hættir að veiða? Þetta jafnar sig aftur. Þetta eru svona hliðstæður. Það þarf að finna jafnvægið. Þegar maður byrjar þá veit maður það ekki, maður hefur hugmyndir um það byggðar á rannsóknum og prófunum.

Nýir möguleikar í i djúpborun

Síðan höfum við stigið stærra skref inn í kannski nýja tíma í jarðhitanýtingu sem er djúpborunarverkefni, þar sem við förum niður fyrir núverandi vinnslusvæði, má kannski segja svolítið af forvitni til að gá hvað er þar fyrir neðan. Það er svolítið dýr forvitni, þetta kostar mjög mikið. Þetta verkefni tókst stórkostlega, s.s. að bora holuna. Síðan á eftir að koma í ljós hvað hún getur gefið, en svona til samanburðar þá er hitastigið á auðlindinni í Svartsengi 240 stig, það er 300 stig á Reykjanesi, en við höfum mælt vel yfir 400 stiga hita í djúpu holunni á Reykjanesi, sem teygir sig niður á yfir 4.600 metra dýpi á meðan aðrar holur ná niður á 2.500 til 3.000 metra. Þetta gæti leitt til nýrra tíma í jarðhitanýtingu á heimsvísu, svo stórt er málið, en það á eftir að koma í ljós hvort það tekst. Þetta er rannsóknar- og þróunarverkefni. Alveg gríðarlega spennandi og íslenskur jarðhitaiðnaður er mjög þekktur um allan heim hvað jarðhita varðar, enn frekar eftir þessa borun á Reykjanesi, sem stóð frá ágúst í fyrra fram í janúar á þessu ári. En svo höldum við áfram til þess að mæta þörfinni og eiga til raforku. Þá er gjarnan hollt að

hugsa hvar sé skynsamlegt að framleiða meira rafmagn í þessu landi. Það getur verið heppilegra að framleiða rafmagn á ákveðnum stöðum til að ná meira jafnvægi í flutningskerfinu og þá er augljóst að það væri afar gagnlegt fyrir landið að framleiða meiri raforku á Vestfjörðum. Í því skyni erum við, í gegnum félag sem við eigum hlut í, Vesturverk á Ísafirði, að skoða virkjun Hvalár í Ófeigsfirði, sem er mjög umdeilt mál að sumra mati. Það þarf að styrkja flutningskerfið á Vestfjörðum. Það er óásættanlegt raforkuöryggi og ástand á Vestfjörðum. Það hamlar í dag atvinnuuppbyggingu á öllum Vestfjörðum alveg gríðarlega. Ein leiðin væri bara að styrkja flutningskerfið til Vestfjarða og fá rafmagnið einhvers staðar annars staðar frá. Það kostar milljarða eða milljarða tugi að gera það. Ég sé ekki fyrir mér að einhver ríki eða einhver fari bara að borga það sem styrk til að laga ástandið. Það hefur ekki gerst og ég sé það ekki gerast. Þess vegna er lang skynsamlegasta leiðin að horfa á ásættanlega og skynsamlega nýtingu auðlinda innan Vestfjarða, sem eru til staðar, framleiða rafmagn

sem eru í dag stöðuvötn, og já, þau munu stækka. En það verða ekki búin til ný vötn. Vatnsrennsli í fossum mun minnka, já, það er rétt, en það er afturkræft. Það er hægt að stýra rennsli þannig að fossar séu sýnilegir, til dæmis yfir ferðamannatímann. Það eru almennt ekki ferðamenn í vetrarbyljum á Ófeigsfjarðarheiði, en þeir eru á sumrin. Það er reyndar ekkert mjög auðvelt að komast þangað, en virkjunarframkvæmdir þýða vegabætur. Það verður miklu betri vegur yfir í Ófeigsfjörð og það verður vegur yfir Ísafjarðardjúp, sem að Strandarmenn bíða flestir spenntir eftir, það eiginlega vantar þá vegtengingu. En þetta hefur áhrif, en mannvirkin sjálf verða öll neðan jarðar. Pípan sem flytur vatnið niður í stöðvarhúsið er jarðgöng. Stöðvarhúsið er inni í fjallinu og svo jarðgöng frá stöðvarhúsinu og út í ós árinnar aftur. Þannig að það eina sem sést á því er, eigum við að segja, dyr á fjallinu, þar

sem hægt er að komast inn í stöðvarhús. Vötnin munu stækka, já, en þetta verða falleg fjallavötn. Ég sé fyrir mér í framtíðinni að það muni stóraukast ferðamannastraumur um þetta svæði. Það er þekkt á Íslandi á mörgum stöðum að vinnubúðir virkjanaframkvæmda enda sem hótel, á mörgum stöðum á landinu, og ég sé fyrir mér þjónustu við ferðamenn upp á Ófeigsfjarðarheiði, þar sem menn geta þá keyrt þangað upp eftir, skoðað náttúruna, gengið á Drangajökul eða yfir til Hornstranda eða hvert sem þeir vilja og aftur til baka, fengið gistingu, mat, þjónustu. Ég sé þess vegna fyrir mér bátasiglingar á þessum vötnum. Þetta skapar gríðarleg tækifæri. Við reynum að draga lærdóm af því sem gerst hefur hérna á Reykjanesskaganum, í auðlindagarðinum, þar sem það var algjörlega ófyrirséð hvað myndi gerast. HS Orka rekur hér tvær virkjanir. Hjá okkur starfa rúmlega 60 manns. Það starfa þúsund manns í fyrirtækjunum í Auðlindagarðinum.

Það var að koma fram gagnrýni frá samgönguráðherra um áhyggjur af nýtingu þessara svæða. Já, hann nefndi reyndar stefnuborun og tilfelli málsins er það að það mun enginn, hvorki við né aðrir, snerta gígaröðina í Eldvörpum. Nýting auðlindarinnar undir Eldvörpum yrði nýtt með stefnuborun. Það mun enginn snerta gígaröðina. Við viljum það ekki, við vinnum þetta í þéttu samstarfi við Grindavíkurbæ. Það ætlar enginn að snerta hana. Þessari stefniborun og tæki verður beitt og til þess að nýta hana. Það er alveg ljóst. Það verður ekkert orkuver reist við gígana. Þannig þú sérð möguleika á þessum stöðum. Já, já, ég sé það. Ef við nýtum ekki þessi tækifæri og förum skynsamlega í gegnum umræðuna þá verður orkuskortur í landinu og verð mun hækka. Það þýðir ekkert að segja bara: „Það má ekki gera þetta og það má ekki gera þetta,“ án þess að segja hvað á að gera. Við notum öll rafmagn, við notum öll gagnaver, við notum öll ál, við notum öll kísil, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við þurfum þetta. Svo má líka deila um hvort sé betra að framleiða ál eða kísil á Íslandi eða einhvers staðar annars þar sem jarðefnaeldsneyti er jafnvel breytt til þess að framleiða þessar vörur, eða framleiða þær hér eða annars staðar þar sem það er gert með hreinni orku. Það komu áhugaverðar tölur, sem ég sá nýlega, um það að mengun frá Kína berst á tiltölulega fáum klukkutímum yfir til Íslands með háloftavindum. Við búum í heimsþorpinu, við verðum að hugsa þannig ef við ætlum að ná einhverjum skynsamlegum árangri. Við megum ekki setja blöðkur á augun og horfa of þröngt. En við eigum að passa okkur vel, hvað við gerum og hvað við ákveðum að gera ekki. Allt sem við gerum hefur einhver áhrif, við þurfum að vega þau og meta. Er vatnið í fossunum á Vestfjörðum mikilvægara en fólkið sem býr á Vestfjörðum? Ég spyr. Sem getur ekki skapað atvinnutækifæri. Er kjarrið í Teigsskógi mikilvægara en fólkið sem er að reyna að búa á Vestfjörðum og fær ekki almennilega vegi? Við verðum að taka þessa umræðu af einhverju viti. Þá hefur því verið blandað í umræðuna að Hvalárvirkjun sé virkjun fyrir stóriðju. Það er algjörlega af og frá. Til þess er virkjunin einfaldlega ekki nógu stór. Í þessari spá um raforkuaukningu á næstu árum þá þyrfti landið eina svona Hvalárvirkjun á svona þriggja ára fresti til þess að mæta þörfinni. Ef Hvalárvirkjun verður að veruleika, sem ég trúi að verði, þá mun drjúgur hluti rafmagnsins fara strax til notkunar á Vestfjörðum og eftir tiltölulega skamman tíma, kannski tíu ár, kannski lengra, tuttugu ár, þá mun allt rafmagnið frá henni vera notað á Vestfjörðum. Ég hef aldrei skilið umræðuna um að það sé vont að flytja raforku út af einum landshluta. Ég hef nefnilega aldrei heyrt neinn andmæla því að það sé flutt inn til einhvers annars landshluta. Ég skil ekki þessa umræðu.

Sérðu fyrir þér auðlindagarð á Vestfjörðum? Já, öðruvísi en á Reykjanesi. En skynsamlega, heilstæða nýtingu á auðlindunum sem skapar tækifæri. Ferðaþjónustuvinkillinn, í tengslum við orkuvinnslu, er þekktur víða á landinu og hvergi meira en akkúrat í Svartsengi. Þar er Northern Light Inn hótelið hérna við hliðina á okkur (höfuðstöðvum HS Orku í Svartsengi) og Bláa Lónið, beint afsprengi orkuvinnslunnar. Svæðin verða aðgengilegri. Tökum Hengilsvæðið, þar sem Hellisheiðavirkjun og Nesjavallavirkjun eru.

Finnst þér umræðan hafa verið svolítið einsleit í þessu hjá umhverfissinnum? Það hefur verið sagt í umræðunni um Hvalárvirkjun að það hafi verið gerðar svo og svo miklar breytingar á verkinu eftir aðkomu okkar, að verkin séu orðin miklu stærri og slíkt. Nei, hún hefur ekki stækkað eftir aðkomu okkar, en já, við höfum breytt henni til þess að minnka umhverfisáhrifin. Ég virði sjónarmiðin um náttúruvernd og ég er náttúruverndarmaður sjálfur. Við kappkostum að vanda okkur alla leið.

„Það mun enginn snerta gígaröðina í Eldvörpum. Auðlindin þar verður nýtt með stefnuborun“

„Ég sé fyrir mér í framtíðinni að það muni stóraukast ferðamannastraumur um þetta svæði. Það er þekkt á Íslandi á mörgum stöðum að vinnubúðir virkjanaframkvæmda enda sem hótel, á mörgum stöðum á landinu,“ þar. Flutningur þess rafmagns mun borga þessi flutningsmannvirki, þ.e.a.s. til að flytja rafmagn eftir kerfinu þarf að borga, það kostar augljóslega að flytja rafmagn, og þær tekjur sem skapast af flutningi rafmagnsins borga þessi mannvirki á ásættanlegum tíma. Þess vegna væri mjög eðlilegt fyrsta skref að virkja Hvalá í Ófeigsfirði, leggja háspennustreng, ekki loftlínu, yfir Ófeigsfjarðarheiði, þá vestur í Ísafjarðardjúp og þaðan tengja síðan suður á Barðaströnd eða til Kollafjarðar, þá er komin tenging við línuna til Vestfjarðar, Mjólkárlínu. Síðan vinna að því að tengja úr Djúpinu út til Ísafjarðar, til þess að Vestfirðingar nái langþráðri hringtengingu flutningskerfisins, sem er brýn vöntun á. Eina leiðin til að þetta sé efnahaglega sjálfbært er að virkja innan svæðisins til þess að skapa tekjur til þess að borga þessi mannvirki.

Sætta sig ekki við leikreglur

Er erfið umræða um þetta mál? Mér þykir þessi umræða ekki erfið en mér finnst hún vera svolítið komin út í skurð ef ég má bara tala hreina íslensku. Öll mannanna verk hafa áhrif á umhverfið, alveg sama hvað við gerum. Við þurfum að vanda til verka og við þurfum að fylgja því sem við köllum leikreglur lýðræðisins. Við þurfum að fylgja lögum og reglum um það hvernig svona verkefni eru gerð. Mér þykir svolítið eins og sumir sætti sig ekki við leikreglurnar og séu ósáttir ef verkefnin komist þar í gegn. Vatnsaflsvirkjun eins og Hvalárvirkjun hefur áhrif á umhverfið. Vatni er safnað í lón,

Þar er stóraukið aðgengi og umferð ferðamanna um svæðið eftir að virkjanirnar komu, af því að aðstaðan er miklu betri. Þetta sé ég fyrir mér geta gerst í Krýsuvík, í Eldvörpum, og vel að merkja í Eldvörpum, af því ég nefni þau, því þau eru eitt af þeim verkefnum sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar.


Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.

fimmtudagur 5. október 2017

13

VÍKURFRÉTTIR

LADY litur mánaðarins

Blöndum alla liti

2782 DECO PINK Einstaklega góður rósartónn. Passlega gylltur og dempaður, virkar ótrúlega vel með gráum, grænum og töfrandi rauðum tónum.

25% afsláttur

af ALLRI LADY málningu frá Jotun

Gerðu fínt fyrir jólin

Tilboðsveisla í október í Húsasmiðjunni

Verkfæri á betra verði

30% afsláttur

TILBOÐ

27% afsláttur

8.845

kr

12.640 kr

Handlaugartæk

Kludi Tercio, einnar handa með botnventli. 8005610

35% afsláttur

TILBOÐ

9.940

kr

15.295 kr

Eldhústæki

Damixa Pine með hárri sveiflu. 8000032

Allt PARKET

25-40% afsláttur Byggjum á betra verði

25.995 35.565 kr

kr

Hleðsluborvél, 18 v + 50 fylgihlutir

2 stk., 2.0Ah Li-ion rafhlöður, hersla 50Nm, högg. 5151100

Frí heimsendinhugsa.is

slun í vefver EÐA MEIRA SLAÐ ER FYRIR 5.990 KR. EF VER


14

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 5. október 2017

m fótu eigin á da Lærði að stan nisfræði í Ungverjalandi Karen Lind lærði læk

Karen Lind Óladóttir er fæddur og uppalinn Grindvíkingur, en fyrir sex árum síðan ákvað hún að láta drauminn um það að verða læknir rætast. Hún skellti sér í inntökupróf í Ungverjandi, komst inn í námið og lét slag standa. Í dag er Karen útskrifuð úr skólanum og er að hefja kandidatsnámið sitt hér á Íslandi.

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að fara til Ungverjalands og læra læknisfræði? Mig langaði alltaf að læra læknisfræði en fannst inntökuprófið í Háskóla Íslands vera svo yfirþyrmandi. Að þurfa að rifja allt upp úr framhaldsskóla

hentaði mér ekki. Ég ákvað að prufa inntökuptófið fyrir Ungverjaland þar sem var lögð áhersla á líffræði, efnafræði og eðlisfræði. Það gekk svona glimrandi vel þannig að ég ákvað að skella mér bara til Ungverjalands. Var námið meira krefjandi en þú gerðir ráð fyrir? Já og nei. Ég vissi að námið væri krefjandi en þetta var líka krefjandi á annan hátt en ég bjóst við. Þar sem flest prófin eru munnleg þá var það ekki bara námsefnið sem maður var að berjast við heldur gat maður líka lent á prófdómurum sem áttu slæman dag og gerðu manni lífið leitt í prófinu. Maður var oft mikið að reyna að fókusa á það að láta þessa prófdómara ekki taka mann á taugum. Hvað fannst fjölskyldunni þinni um það að þú færir ein til Ungverjalands?

Þau tóku því bara vel enda langt frá því að vera versta hugmynd sem ég hef fengið. Mamma og pabbi fylgdu mér út, hjálpuðu mér að finna íbúð og komu svo reglulega í heimsókn á þessu sex ára tímabili sem ég var í náminu. Hvað lærðir þú af þessari reynslu, fyrir utan læknanámið? Ég lærði að standa á eigin fótum og treysta á sjálfa mig. Það var mikið stökk að fara frá því að búa hjá mömmu og pabba yfir í að flytja í annað land, tala ekki tungumálið og fara að búa ein ásamt því að vera í krefjandi námi. Hvað fannst þér erfiðast af þessu öllu saman? Það var erfiðast að yfirgefa fjölskyldu og vini eftir frí á Íslandi. Einnig var afar leiðinlegt að missa af ýmsum viðburðum, afmælisveislum, brúðkaupum, útskriftarveislum og svo framvegis. Nú ert þú á leiðinni aftur heim til Íslands, hvað tekur við? Nú ætla ég að byrja kandidatsnámið. Byrja á því að taka fjóra mánuði á heilsugæslu HSS og flyt svo til Akureyrar þar sem ég klára kandidatsárið á SAk. Ertu með einhverja skemmtilega sögu handa okkur frá Ungverjalandi? Þær eru nú margar „had to be there“ sögur en það er ein saga sem við rifjum oft upp og hlægjum af. en hún er þannig að einu sinni ætluðum við að kíkja ú í „einn drykk“ á mánudagskvöldi sem eru svakaleg djammkvöld í Ungverjalandi. Áður en við vissum af var klukkan orðin sjö á þriðjudagsmorgni og vorum við vinkonurnar komnar heim til bekkjarbróður okkar frá Saudi-Arabíu. Við vorum dressaðar upp í arabísk karlmannsföt og okkur kenndir arabískir þjóðdansar. Eftir þetta hættum við að þykjast bara ætla út í einn drykk.

Vilt þú vinna á líflegum vinnustað? N1 Reykjanesbæ óskar eftir að ráða kraftmikið og þjónustulipurt starfsfólk í fullt starf og hlutastörf. Hlutastörfin gætu vel hentað fyrir skólafólk eða eldriborgara sem hafa getu og vilja til að starfa lengur.

Helstu verkefni

Hæfniskröfur

• Almenn afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini

• Rík þjónustulund

• Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni

• Reynsla af sambærilegum störfum er kostur

Umsækjendur þurfa að vera liprir í samskiptum og eiga auðvelt með að vinna í hóp. Áhugasamir sæki um á www.n1.is – merkt framtíðarstörf. Nánari upplýsingar veitir Gísli Páll Jónsson, stöðvarstjóri í síma 659 1156 eða gisli.pall@n1.is Við hvetjum bæði kyn til að sækja um auglýst störf hjá fyrirtækinu.

VR-15-025

ATVINNA LAUSAR STÖÐUR Í ÖRYGGISDEILD Við leitum að starfsmanni í öryggisgæslu í gagnaveri Verne að Ásbrú, sem er tilbúinn að takast á við ögrandi og spennandi starfsumhverfi. Viðkomandi verður þátttakandi í uppbyggingu sem krefst aðlögunarhæfni, áhuga og vilja til að tileinka sér nýja þekkingu og tækni. Góð enskukunnátta er skilyrði.

Umsóknarfrestur er til 12. október 2017, viðkomandi þarf að geta hafi störf sem fyrst. Fyrirspurnir um nánari upplýsingar ásamt umsóknum sendist í tölvupósti til styrmirh@verneglobal.com.


fimmtudagur 5. október 2017

15

VÍKURFRÉTTIR

Blái herinn fær pallbifreið frá Toyota

Alþjóðleg æfing fyrir sprengjusérfræðinga á Keflavíkurflugvelli ■■Æfingin Northern Challenge 2017 hófst í vikunni á Suðurnesjum. Um er að ræða árlega alþjóðlega æfingu fyrir sprengjusérfræðinga og er hún sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Æfingin er í umsjón séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar, sem einnig annast skipulagningu hennar og stjórnun. Fjölmargir aðrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar koma að æfingunni auk þess sem varðskip, þyrla, sjómælingabátur og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar taka þátt. Atlantshafsbandalagið styrkir verkefnið. Northern Challenge-æfingin er haldin á starfssvæði Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, gamla varnarliðsvæðinu og hafnarsvæðum í nágrenninu. Þetta er í sextánda skipti sem Northern Challenge er haldin og stendur

Daníel Hansson, söluráðgjafi hjá Toyota á Íslandi, afhendir Tómasi J. Knútssyni, formanni Bláa hersins, nýja Toyota Hilux pallbifreið til afnota fyrir starfsemina.

- Umhverfissamtökin Blái Herinn og Toyota skrifuðu undir nýjan samstarfssamning á dögunum ■■Umhverfissamtökin Blái Herinn og Toyota á Íslandi skrifuðu undir nýjan samstarfssamning á dögunum, en Toyota umboðið hefur verið aðal styrktaraðili samtakanna síðan árið 2006. Umboðið færði Bláa hernum nýja Toyota Hilux pallbifreið til afnota fyrir starfsemina. Blái herinn er frjáls félagasamtök sem m.a. hafa ferðast um landið og hreinsað rusl í umhverfinu, staðið fyrir fræðsluerindum og hvatt til hreinsunarverkefna, en verkefni sam-

æfingin yfir í hálfan mánuð, dagana 1.-12. október. Að þessu sinni taka þátt 33 lið frá 15 ríkjum og heildarfjöldi þátttakenda er um 300. Þá fylgist fjöldi erlendra gesta með æfingunni. Tilgangur Northern Challenge er

að æfa viðbrögð við hryðjuverkatilfellum þar sem heimatilbúnar sprengjur koma við sögu. Samskonar búnaður og fundist hefur víðsvegar um heiminn síðastliðin ár er útbúinn og aðstæður í kring hafðar eins raunverulegar og hægt er. Einnig er rannsóknarþátturinn tekinn fyrir þar sem vettvangur er rannsakaður og farið er yfir sönnunargögn. Á æfingunni er notast við sérútbúna rannsóknarstofu sem sett er upp þessum tilgangi. Þá er jafnframt virkjuð sérhæfð stjórnstöð þar sem öll uppsetning og verkfyrirkomulag er samkvæmt alþjóðlegum NATO-ferlum.

HS Orka leitar að öflugum liðsmönnum til starfa

takanna eru unnin í sjálfboðavinnu. „Við stöndum í þakkarskuld við Toyota fyrir frábært samstarf og munum beita okkur af öllum mætti til að efla starfsemina og hafa áfram hvetjandi áhrif á aðra til framdráttar fyrir náttúru landins,“ segir Tómas Knútsson, stofnandi og formaður Bláa hersins. Blái herinn hefur hreinsað yfir 1.350 tonn af rusli úr umhverfinu okkar, yfir 3.000 manns hafa aðstoðað í þeim 150 verkefnum og vinnustundirnar eru yfir 55 þúsund.

Starfsmenn óskast Íslenskir aðalverktakar óska eftir dugmiklu starfsfólki í eftirfarandi störf: • • • •

Vélvirki / Járniðnaðarmaður / Blikksmiður

Rafvirkjar Píparar Trésmiðir Verkamenn

Meginverkefni er nýsmíði ásamt viðgerðum á stálpípukerfi og öðrum framleiðsluog gufuveitubúnaði orkuvera.

Um er að ræða skemmtileg og fjölbreytt störf í þjónustu, viðhalds- og nýframkvæmdum á Suðurnesjum. Upplýsingar veitir Einar Ragnarsson í síma 414 4313 eða einar.ragnarsson@iav.is. Umsókn skal skila inná vef ÍAV, www.iav.is. Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál. ÍAV hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um.

Við breytum vilja í verk

ÍAV hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | www.iav.is

ATVINNA

TÆKNIVÍK EHF ÓSKAR EFTIR RAFVIRKJA OG EÐA RAFVIRKJANEMA Í VINNU. VIÐ LEITUM EINNIG AÐ BÓKARA EÐA STARFSMANNI Á SKRIFSTOFU. Fyrirtækið er leiðandi í stýringum og forritun fyrir fiskeldi. Starfið felst í uppsetningu á töflum, stýringum og allri almennri raflagnavinnu. Upplýsingar í síma 895 3556 eða á netfangið gulli@eldi.is

Tæknivík

Helstu verkefni • Nýsmíði og viðhald. • Vinna við pípulagnir fyrir gufu, heitt og kalt vatn. • Almennt viðhald á loftræstikerfum. • Ber ábyrgð á að gögn er varðar verksviðið séu uppfærð. • Önnur verkefni sem falla til í rekstri.

Rafvirki Umsjón með háspennu- og lágspennubúnaði ásamt jafnstraumbúnaði (DC) sem er umfangsmikill í rekstri orkuvers. Helstu verkefni • Sinnir reglubundnu viðhaldi og bilanagreiningu á búnaði. • Ber ábyrgð á að viðhaldssaga og bilanaskráning sé skráð í viðhaldskerfi. • Ber ábyrgð á að teikningar og gögn er varðar verksviðið séu uppfærðar. • Úrvinnsla verkefna úr lögskipaðri rafskoðun. • Önnur verkefni sem falla til í rekstri.

Nánari upplýsingar veitir Petra Lind Einarsdóttir (ple@hsorka.is), mannauðsstjóri. Sótt er um starfið á heimasíðu fyrirtækisins. Umsóknarfrestur er til og með fimmtudags 12. október 2017. HS Orka á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Orkuverið í Svartsengi og Reykjanesvirkjun. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í framleiðslu endurnýjanlegrar orku í 40 ár og ætlar sér enn stærri hluti í orkuframleiðslu á umhverfisvænan hátt samfélaginu til hagsbóta. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 60 manna öflugur hópur með mikla reynslu og þekkingu á sínu sviði.

hsorka.is


16

VÍKURFRÉTTIR

Blossi:

Ljóðskáld, listakona og erótík

Söngsveitin Víkingar sló í gegn í Kórar Íslands ■■Söngsveitin Víkingar komst áfram eftir símakosningu í Kórar Íslands síðastliðið sunnudagskvöld. Þátturinn var sýndur í beinni útsendingu Stöðvar 2. Víkingarnir eru nú komnir áfram í undanúrslit eftir flutning þeirra á laginu Söknuður eftir Vilhjálm Vilhjálmsson. Kórstjóri Víkinganna er Jóhann Smári Sævarsson. Kór Keflavíkurkirkju tók einnig þátt í keppninni sama kvöld en komst ekki áfram. Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson er kynnir þáttanna og dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason og Bryndís Jakobsdóttir.

●●Leiðsögn Sossu og Antons Helga Jónssonar Sossa hefur áður málað myndir út Sossa og Anton Helgi Jónsson frá ljóðum úr bókum Antons en málverkin á þessari sýningu urðu til eftir munu taka á móti gestum á að listamennirnir ákváðu að vinna saman að sýningu með erótískum sýningu sinni, Blossa, næstundirtóni. Efniviðinn í málverkin Sossa sótt í ljóð eftir Anton sem komandi sunnudag kl. 15 í Duus hefur fæst hafa komið fyrir augu annarra og sum reyndar orðið til upp úr samstarfi Safnahúsum í Reykjanesbæ. Á sýningunni eru málverk eftir Sossu og innrömmuð ljóð eftir Anton Helga Jónsson sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Bæði eiga þau það sameiginlegt að hafa velt fyrir sér margbreytileika mannlífsins, hún í málverkum og hann í ljóðum. Með bros á vör og lífsgleðina að leiðarljósi hafa þau dregið upp myndir af alls konar fólki í verkum sínum. Blossi er samsýning þeirra á málverkum og ljóðum sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna.

fimmtudagur 5. október 2017

Láttu sjá þig

þeirra. Málverkin eru ekki hugsuð sem myndskreyting við ljóðin heldur verk sem sprottin eru af sama eða svipuðum blossa. Þannig vilja listamennirnir láta reyna á það hvernig málverk og ljóð geta hvort á sinn hátt miðlað heitum tilfinningum; ástarblossa milli karls og konu, karls og karls, konu og konu. Hverju miðlar málverkið? Hverju miðlar ljóðið? Hvað er mynd í ljóði? Hvað er ljóð í mynd? Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

■■Nú er að koma sá tími ársins þar sem dagsbirtunnar nýtur sem minnst og erfitt getur verið að greina svörtu fötin okkar sem við flest klæðumst á þessum árstíma. Við þekkjum öll þetta litla gagnsama öryggistæki sem heitir endurskinsmerki og er gætt þeim eiginleika að við sjáumst mikið fyrr í myrkrinu. Þau eru til í ýmsum útgáfum, lítil og stór, til að hengja utan á okkur, til að líma á flíkur og til að klæða okkur í. Einnig er til úrval af þessum mikilvægu öryggistækjum á dýrin okkar. Á heimasíðu Samgöngustofu eru ýmsar upplýsingar um endurskinsmerki og m.a. er þar sú staðreynd að ökumaður getur greint þann sem er með endurskinmerki í um 125 metra fjarlægð meðan sá sem er ekki með endurskinsmerki sést varla fyrr en keyrt er fram hjá honum. Nú er heilsu- og forvarnarvika Suður-

nesja í gangi og margir setja sér það markmið að hreyfa sig meira útivið til að bæta heilsu og auka lífsgæði og er því tilvalið að skoða stöðu á endurskini á þeim flíkum sem við klæðumst og bæta úr þar sem þörf er á. Endurskinsmerki fást í mörgum verslunum hér í bæ og hvetjum við íbúa til

að verða sér úti um endurskin til að vera öruggari þegar við eflum heilsu í forvarnarvikunni. Með ósk um að góðan vetur og að sjá ykkur sem best og lengst. Slysavarnadeildin Dagbjörg

Fyrsti fundur Kvenfélags Grindavíkur Við í Kvenfélagi Grindavíkur erum með fyrsta fund haustsins 9. okt í Gjánni, á okkar fyrsta fund kemur Anna Steinsen, stjórnendamarkþjálfi, eigandi KVAN og þjálfari og ætlar hún að fjalla um hvaða kröfur séu gerðar til kvenna, bæði af samfélaginu en ekki síst þeim sjálfum. Kröfurnar eru slíkar að næstum ómögulegt er að standa undir þeim. Við konurnar ætlum okkur oft svo mikið, viljum vera með allt á hreinu og standa okkur 100% í öllu sem við tökum okkur

fyrir hendur. Oftar en ekki situr okkar eigin þróun á hakanum. Kvenfélag Grindavíkur var stofnað 24. nóvember 1923. Í félaginu eru um 130 konur á öllum aldri. Félagið er aðili að K.S.G.K., Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem í eru tíu félög og um 700 félagskonur. Frá stofnun hefur aðal markmið félagsins verið að styðja og styrkja líknar- og velferðarmál í okkar nærsamfélagi með ýmsu móti. Jafnframt að búa konum á öllum aldri vettvang til að kynnast, efla

samvinnu, læra af hverri annarri og hafa gaman saman. Fjáröflunarleiðir félagsins eru margvíslegar og rennur allur ágóði til líknarmála. Félagið stendur fyrir ýmsum uppákomum og fyrirlestrum fyrir félagsmenn. Fundir eru haldnir einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina, október til maí. Áhugasamir geta haft samband við stjórnarkonur og eru að sjálfsögðu velkomnar á fundi. Með vinsemd og virðingu Sólveig Ólafsdóttir


ÁHUGAVERT Í SJÓNVARP?

STANDIÐ MEÐ OKKUR VAKTINA! Við hvetjum ykkur til að standa með okkur vaktina og benda á áhugavert efni í Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta. Sendið okkur ábendingu á vf@vf.is eða hringið í síma 421 0002

Suðurnesjamagasín er frumsýnt á Hringbraut á fimmtudagskvöldum kl. 20:00 Þátturinn er einnig sýndur á vf.is og fésbókarsíðu Víkurfrétta.

Vantar þig myndskeið á vefinn eða beina útsendingu? Bjóðum upp á upptökur á myndskeiðum fyrir vefinn og beinar útsendingar á fésbókarsíður. Hafið samband og leitið tilboða. Nánari upplýsingar á pket@vf.is


18

VÍKURFRÉTTIR

Ástandið skrýtið en tekur einn dag í einu

Mótmælendur á Katalóníutorgi í Barcelona.

-Jóna Júlíusdóttir er búsett í Barcelona þar sem mikil átök hafa átt sér stað síðustu daga fyrir kosningar. Fólk var bara að bíða og sjá hvað myndi gerast.“

Allt lokað í mótmælaskyni

Margar búðir voru lokaðar í Barcelona í mótmælaskyni.

■■„Ég heyri það á fólki heima að það er aðallega hrætt um mann eftir að hafa séð fréttamyndir. Yfirleitt hafa sömu fjögur myndbrotin verið endursýnd aftur og aftur en svo skiptir það auðvitað miklu máli hvort þú ert að lesa katalónsk blöð eða spænsk blöð,“ segir Jóna Júlíusdóttir, en hún býr í Barcelona rétt við Römbluna þar sem ástandið hefur verið frekar brothætt undanfarna daga vegna kosninga Katalóníubúa um sjálfstæði. Jóna var einnig staðsett í Barcelona í sumar þegar hryðjuverkaárásin átti sér stað.

Óeirðarlögreglan kölluð til

„Á laugardeginum fyrir kosningar var allt með kyrrum kjörum, fólk vissi í raun ekki við hverju það átti að búast eða hvað myndi gerast. Fólk var samt sem áður reitt vegna þess að einni og hálfri viku fyrir þá mætti „Guardia civil“ sem er óeirða- og herlögregla en því það var ekki treyst að lögreglan myndi mæta á svæðið. Mér skilst að katalónska lögreglan hafi neitað að taka þátt í aðgerðum og því var kallað á óeirðalögregluna til þess að hjálpa til.“

Áttu ekki að vekja athygli en gerðu það samt sem áður

„Óeirðarlögreglan mætti eins og frægt var orðið á „Looney Tunes“ snekkju til að vekja ekki athygli á sér, frekar stórt skip sem fór ekki framhjá neinum. Þeir réðust inn í Ráðhús Barcelona og þinghús Katalónínu, þar handtók lögreglan menn og það var þá sem fólk varð reitt. Sem betur fer var „La Merce„ strax um helgina sem er eitt stærsta götupartý Spánar, þar sem fólk skemmti sér konunglega og vildi ekki skemma þá hátíð með mótmælum.“

Kosningadagurinn sjálfur byrjaði með handtökum í stjórnstöð þeirra og óeirðalögreglan mætti á örfáa kjörstaði þar sem hún reyndi að ná kjörkössum. Það kom til átaka á einum eða tveimur þeirra og átökin stóðu yfir í um klukkutíma. Á langflestum stöðum fór allt friðsamlega fram, ég fór sjálf fram hjá tveimur kjörstöðum og þar var hópur fólks að standa vörð um hann og hjálpuðu þeim sem áttu erfitt með aðgengi til að kjósa. Allt var gert til að fólk gæti ekki kosið en fólk tók til sinna ráða.“

Klippt á sjónvarpskapla

„Á Katalóníutorgi var búið að setja upp risaskjá og fólk horfði á, bæði þeir sem voru með og þeir sem voru á móti. Síðan kemur allt í einu mótmælahópur sem klippir á útsendinguna, klippir sjónvarpskaplana í sundur. Tveimur tímum síðar var útsendingin ekki enn komin í gang og ég held það hafi ekkert verið gert til þess að koma henni í loftið aftur, það hefði eflaust verið klippt aftur á kaplana ef svo hefði verið. Um kvöldið var stór útifundur haldinn á Katalóníutorgi þar sem sagt var frá því að 90% hefðu kosið „já“ og að lýst yrði yfir sjálfstæði innan tveggja sólarhringa. Á mánudeginum, degi eftir kosningarnar, var fólk enn mjög reitt yfir framkomu stjórnvalda en það var samt ekki hægt að sjá nein merki um ólgu í fólki, andrúmsloftið var eins og

Fjölskylda og vinir með áhyggjur

„Ég heyri það alveg á fólki heima að það er aðallega hrætt um mann eftir að hafa séð fréttamyndir. Yfirleitt hafa sömu fjögur myndbrotin verið endursýnd aftur og aftur en svo skiptir það auðvitað miklu máli hvort þú ert að lesa katalónsk blöð eða spænsk blöð. Það er eins og tveir ólíkir hlutir séu að gerast miðað við fréttir frá spænskum eða katalónskum blöðum. Það er mikil reiði í fólki, sérstaklega vegna þess hvernig lögreglan kom fram, það skiptir engu máli hvort fólk sé aðskilnaðarsinnar eða vilji vera áfram partur af Spáni, þessi reiði er sameiginleg.“

Það besta sem þú getur gert fyrir heilsuna gæti komið þér á óvart

Á þeim námskeiðum og fyrirlestrum sem ég hef haldið kemur oft upp sú spurning hjá þátttakendum hvað sé mikilvægast til þess að efla heilsuna. Það er eðlilegt að þessi spurning komi upp enda hefur flestum verið sagt að leita ráða áður en farið er út í stórvægilegar breytingar á heilsufarslegri hegðun, s.s. mataræði eða hreyfingu. Því vill fólk fá að vita hvað sé skynsamlegast að leggja mesta áherslu á, eða eftir atvikum, hvað sé best að tækla fyrst. Þeir sem mig þekkja, vita að ég hef töluverða persónulega reynslu af því að glíma við offitu og get því miðlað þar af reynslu minni, en offita er flókinn sjúkdómur sem er afar kostnaðarsamur fyrir samfélagið og veldur miklum heilsufarslegum skaða til lengri tíma. Að halda sér í kjörþyngd er því vissulega mikilvægt en þó er það ekki sá þáttur sem ég vil meina að skipti mestu máli. Regluleg hreyfing er ekki bara góð fyrir líkamlega heilsu heldur hefur mikil og góð áhrif á andlega líðan. Ég hef hvatt alla á mínum fyrirlestrum og námskeiðum til þess að hreyfa sig reglulega og um langt skeið tiltók ég hreyfingu sem það aðalatriði sem mestu máli skipti fyrir góða heilsu. Í dag hefur áhersla mín þó breyst. Holl og fjölbreytt næring tryggir góða meltingu, veitir okkur orku til þess að takast á við daginn, heldur líkamsstarfseminni í jafnvægi og hefur einnig áhrif á andlega líðan okkar. Því legg ég áherslu á það í mínum fyrirlestrum að fólk sé meðvitað um hvað það lætur ofan í sig, hvernig vörur eru framleiddar og hvað sé raunverulegt innihald þeirra. Þrátt fyrir mikilvægi góðrar

næringar er það þó ekki sá þáttur sem mér finnst skipta mestu máli til þess að tr yggja góða heilsu, þó svo það sé augljóst flestum að góð næring sé afar mikilvæg. En hvað er það þá sem ég legg mest upp úr? Nú gætu einhverjir lesendur haldið að það sé svefninn. Ég hef vissulega skrifað töluvert um mikilvægi svefns, enda sýna rannsóknir að óreglulegur svefn hefur mjög skaðleg áhrif á heilsu okkar. Allir eiga að fá átta tíma svefn hið minnsta og setja sér markmið um að bæta svefnvenjur til þess að tryggja nauðsynlega hvíld. Ekki er það þó svefninn sem varð fyrir valinu að þessu sinni. Sá þáttur sem mér finnst skipta lang mestu máli fyrir heilsu okkar í dag eru einlæg, kærleiksrík og gefandi samskipti. Það að eiga góð samskipti við fjölskyldu, vini, vinnufélaga og samferðarmenn skiptir sköpum. Rannsóknir sýna að samfélagsleg einangrun og einmannaleiki hefur jafnvel verri áhrif á heilsu fólks en reykingar, óhollt mataræði og hreyfingarleysi. Maðurinn er félagsvera. Við byggjum samfélagsleg tengsl okkar á samvinnu og samhjálp. Góð samskipti tryggja þar góðan árangur. Öll þörfnumst við hvors annars. Öll tökumst við á við erfiðleika í lífinu og þá er fátt betra en þegar einhver réttir manni hjálparhönd. Því þurfum við að læra að setja okkur í spor hvors annars, leitast við að skilja mismunandi sjónarhorn og tryggja góð samskipti, heilsunnar vegna og okkar allra. Jóhann Friðrik Friðriksson

Kraftur þakkar fyrir sig

Tek einn dag í einu

„Ástandið er skrýtið og maður tekur einn dag í einu og ég veit í raun ekkert hvað mun gerast. Ég gantaðist einmitt við meðleigjandann minn sem er í París og kemur heim í vikunni að vera viðbúin undir að þurfa vegabréfsáritun til að komast heim, þó þetta sé kannski ekki eitthvað til að grínast með. Ástandið getur orðið grafalvarlegt og maður bara að taka einn dag í einu því maður veit í raun ekkert hvað morgundagurinn ber í skauti sér hér.“ Myndir: Jóna Júlíusdóttir

■■Perlað var með Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra, þann 30. september síðastliðinn. Perlað var í Reykjanesbæ og var góð mæting á viðburðinn og margir mættu, perluðu armbönd og létu gott af sér leiða.

Nettó, Kaffitár og Krabbameinsfélag Suðurnesja lögðu viðburðinum lið, hvert á sinn hátt. Veitingar voru í boði Nettó og Kaffitárs og Krabbameinsfélag Suðurnesja útvegaði sal fyrir viðburðinn. Kraftur vill þakka Nettó, Kaffitári og Krabbameinsfélagi Suðurnesja kærlega fyrir og einnig öllum þeim sjálfboðaliðum sem mættu og perluðu af krafti, án þeirra hefði þetta ekki tekist svona vel. Meðfylgjandi eru myndir frá þessum skemmtilega degi.

Allt með kyrrum kjörum viku fyrir kosningar

„Vikan fyrir kosningar var nokkuð friðsamleg. Fólk var vissulega reitt yfir þessum handtökum, óháð því hvort það vildi sjálfstæði eða ekki. Daginn fyrir kosningar var í raun ekki hægt að merkja að stór dagur væri framundan, því enginn vissi hvað myndi gerast.

„Tveimur dögum eftir kosningarnar voru allar búðir og opinberir staðir lokaðir, bæjarskrifstofur, heilsugæslur og annað slíkt. Flestar búðir voru líka lokaðar og þeir sem voru með opið voru með alla hlera niðri nema við innganginn. Borgin var hreinlega lokuð. Það var enn mikið um mótmælagöngur en ég gat samt ekki séð annað en að allt hafi farið friðsamlega fram. Ég varð ekki vör við neitt ofbeldi í mótmælagöngunum, né orðið vitni af lögregluofbeldi hina dagana, hvort sem það var við Katalóníutorg eða kjörstaði. Í miðborginni fór allt friðsamlega fram.“

fimmtudagur 5. október 2017

Margt fólk safnaðist saman til að mótmæla.


Kosningar 2017

fimmtudagur 5. október 2017

Páll leiðir Sjálfstæðisflokkinn

Pá l l Mag núss on l ei ðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, en listinn var samþykktur á fundi kjördæmisráðs Suðurkjördæmis. Í öðru og þriðja sæti eru alþingismennirnir Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason.

Listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er eftirfarandi: Páll Magnússon, alþingismaður Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Vilhjálmur Árnason, alþingismaður Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður Kristín Traustadóttir, endurskoðandi Hólmfríður Erna Kjartansdóttir, skrifstofustörf Ísak Ernir Kristinsson, deildarstjóri Brynjolfur Magnusson, lögfræðingur Lovísa Rósa Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Jarl Sigurgeirsson, tónlistarkennari Laufey Sif Lárusdóttir, umhverfisskipulagsfræðingur Jón Bjarnason, bóndi

Hjördís Guðrún Brynjarsdóttir, sjúkraþjálfari Bjarki V. Guðnason, sjúkraflutningamaður Helga Þórey Rúnarsdóttir, leikskólakennari Þorkell Ingi Sigurðsson, framhaldsskólanemi Ragnheiður Perla Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðingur Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Sandra Kolbrún Ísleifsdóttir, húsmóðir Geir Jón Þórisson, fyrrverandi lögreglumaður

Þótti vega að trúverðugleika sínum að taka sæti neðar

Þórólfur Júlían Dagsson úr Reykjanesbæ, sem varð í 3. sæti í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi, ákvað strax þegar úrslitin lágu fyrir að segja sig af listanum. Stuttu síðar vildi hann draga þá ákvörðun til baka en það var ekki samþykkt. Þórólfur sendi eftirfarandi frá sér í kjölfarið: „Þar sem ég sóttist eftir 1.2. sæti í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi en lenti í þriðja hef ég tekið þá ákvörðun að segja mig af listanum. Þetta ákvað ég strax eftir að úrslit voru ljós enda fannst mér það vega að trúverðugleika minum að taka sæti neðar en ég hafði sóst eftir. Ég veit nú að ég hefði betur beðið með þessa ákvörðun því fjöldi fólks hafði samband við mig í gær og bað mig um að taka þriðja sætinu því kraftar

mínir myndu sannarlega nýtast vel í komandi kosningabaráttu. Ég hafði því samband við kjördæmaráð til að kanna hvort ég gæti dregið þessa ákvörun til baka en ekki var fallist á það. Fyrri ákvörðun mín stendur því. Ég hef engan veginn sagt skilið við Pírata og ætla í framhaldinu að einbeita mér að sveitastjórnarkosningum sem einnig nálgast og vinna að því að við bjóðum fram sterkan lista í Reykjanesbæ.

Listi Pírata í Suðurkjördæmi verður því þannig skipaður: 1. Smári McCarthy 2. Álfheiður Eymarsdóttir 3. Fanný Þórsdóttir 4. Albert Svan 5. Kristinn Ágúst Eggertsson


Kosningar 2017

fimmtudagur 5. október 2017

Við lækkum verðlag, skatta og gjöld - Við hækkum laun og kaupmátt ■■Ég er vanur því að hlutirnir gangi í kringum mig, en þegar ég settist á þing vorið 2013 fannst mér allir hlutir ganga hægt fyrir sig. Smátt og smátt lærðist taktur þingsins og nú þegar ég lít til baka er ánægjulegt að hafa verið þátttakandi í mörgum góðum verkum. Ánægjulegast er að sjá hvernig raunverulegur ávinningur hefur verið í aukinni velferð og bættum kjörum fólks. Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn settist í ríkisstjórn 2013 hefur ríkissjóður skilað afgangi sem nýttur hefur verið til að greiða niður lán ríkisins um hundruð milljarða með samsvarandi lækkun vaxtagreiðsla ríkissjóðs. Lægstu laun voru 191.000 kr. á mánuði 2013 en verða 300.000 kr. í maí 2018, en sex mánuðum fyrr eða um næstu áramót verða lægstu bætur einstaklings í hópi eldri borgara 300.000 kr. eins og kröfur þeirra voru. Þá kemur fram að nærri helmingur ríkisstarfsmanna eða 43% þeirra eru með 800.000 kr. í laun á mánuði eða meira og þar af 13% með yfir eina milljón á mánuði eða meira. Á sama tíma hefur kaupmáttur launa aukist og nú er svo komið að í fyrsta skipti er staðfest að verðlag lækkar á vörum til neytenda. Afnám tolla og vörugjalda á verðlag hefur að mestu skilað sér til neytenda samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ sem nýlega var birt.

Lækkum skatta og gjöld

Það er í raun ótrúleg staða sem birtist fólki núna þegar við rifjum hana upp til að minna okkur á hvað staða heimilanna hefur batnað og við finnum það öll á eigin skinni. Vörugjöld voru afnumin 2015 og lækkuðu tekjur ríkissjóðs um 6,5 milljarða. Tollar á öllum vörum öðrum en búvörum voru afnumdir í tveimur áföngum áramótin 2016 og 2017 og var áætlað að tekjur ríkisjóð lækkuðu um sex milljarða króna en vegna aukinna ráðstöfunartekna heimilanna með tilheyrandi útgjaldaaukningu lækkuðu tekjur ríkissjóðs óverulega. Þá var hærra þrep virðisaukaskatts lækkað 2015 úr 25.5% í 24% og er vaskurinn þá sá lægsti í okkar helstu samanburðarlöndum. Neðra þrep skattsins hækkaði á sama tíma úr 7 í 11%. Þá var neðra þrep tekjuskatts einstaklinga lækkað og milli þrepið afnumið. Við getum haldið áfram að telja niður, stimpilgjöld af fyrstu íbúðakaupum felld niður og skattleysi séreignasparnaðar vegna íbúðakaupa tekið upp sem nýta má til að greiða inn á höfuðstól verðtryggðra lána eða inn á afborganir óverðtryggðra lána. Þá hafa vextir á lánum til íbúðakaupa lækkað frá árinu 2013 úr 5% í það sem best gerist hjá lífeyrissjóðunum 2.8% og verðbólgan hefur verið innan verðbólgumarkmiða Seðlabanka Íslands

allt þetta tímabil og komið böndum hækkun verðtryggingar. Tryggingagjaldið hefur lækkað úr 7,69% í 6,85% og við sjálfstæðismenn viljum áfram lækka gjaldið sem þó stendur undir mikilvægum velferðarpóstum í samfélaginu eins og fæðingarorlofi. Þá hefur frítekjumark fjármagnstekna hækkað, frítekjumark húsaleigutekna hækkað (aðeins greiddur skattur af 50% í stað 70% tekna), eignarskattar lagðir niður, sem var óréttlátur skattur sem fyrst og fremst kom niður á eldra fólki, og þá var skattafsláttur vegna hlutabréfakaupa tengdum nýsköpun felldur niður.

Stöðugleiki

Frá vorinu 2013 geng ég og við þjóðin öll öðru sinni til ótímabærra kosninga. Þær leggjast vel í mig vegna þess að þær snúast um að halda áfram á þeirri braut sem ég fór stuttlega yfir í þessari grein og er grunnurinn að þeirri auknu velferð sem við búum við í landinu. Valið í kosningunum 28. október nk. snýr um að viðhalda þeim stöðugleika sem er í landinu, treysta á þá kaupmáttaraukningu og hagvöxt sem við búum við, eða skattahækkanir og innistæðulaus loforð vinstri flokkanna sem standast ekki skoðun. Ásmundur Friðriksson alþingismaður

Suðurnesjafólk skipa efstu sæti Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi

Oddný leiðir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi Oddný G. Harðardóttir mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum, en framboðslisti flokksins var kynntur á á fjölmennum kjördæmisfundi í Reykjanesbæ á

þriðjudagskvöld síðastliðið. Listinn var samþykktur samhljóða. Marinó Örn Ólafsson situr í fjórða sæti og Guðný Birna Guðmundsdóttir í því fimmta, en þau eru bæði úr Reykjanesbæ.

Listi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi er eftirfarandi: Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur og bæjarfulltrúi Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi Marinó Örn Ólafsson, háskólanemi Guðný Birna Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og bæjarfulltrúi Miralem Haseta, húsvörður í Nýheimum Arna Huld Sigurðardóttir – Hjúkrunarfræðingur Guðmundur Olgeirsson – Framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Borghildur Kristinsdóttir – Bóndi Ástþór Tryggvason – Nemi og þjálfari Jórunn Guðmudsdóttir

– Stjórnarmaður í Öldungaráðui Suðurnesja Valgerður Jennýardóttir – Leiðbeinandi á leikskóla Ólafur H. Ólafsson – Háskólanemi Símon Cramier – Framhaldsskólakennari Jóhanna Sigurbjörnsdóttir – Fótaaðgerðafræðingur og háskólanemi Ingimundur Bergmann – Vélfræðingur Kristín Á. Guðmundsdóttir – Formaður Sjúkraliðafélagsins Árborg Kristján Gunnarsson – Fyrrverandi alþingismaður Karl Steinar Guðnason – Fyrrverandi alþingismaður Margrét Frímannsdóttir – Fyrrverandi alþingismaður

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti sex efstu frambjóðendur á framboðslistum í öllum kjördæmum á fjölmennum fundi síðdegis í gær. Efstu sæti listans í Suðurkjördæmi eru skipuð af Suðurnesjafólki en Jasmina Crnac, stjórnmálafræðinemi, leiðir flokkinn í kjördæminu. Á eftir henni er Arnbjörn Ólafsson, markaðsstjóri Keilis, og sú þriðja er Valgerður Björk Pálsdóttir, framkvæmdastjóri. Í fjórða og fimmta sæti kjördæmisins eru þær Guðfinna Gunnarsdóttir og Eyrún Björg Magnúsdóttir, en báðar eru þær framhaldsskólakennarar.

Ari Trausti leiðir lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Fyrsti framboðslisti Vinstri grænna fyrir komandi Alþingiskosningar var samþykktur nú um helgina. Listinn í Suðurkjördæmi var samþykktur á fundi kjördæmisráðs á Selfossi, en stillt var upp á listann. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður, leiðir listann eins og í kosningunum í fyrra. Efstu sætin eru óbreytt og er Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi í öðru sæti, Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri í þriðja sæti og Dagný Alda Steinsdóttir, innanhússarkitekt í fjórða sæti listans.

Listi Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi er eftirfarandi: Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Dagný Alda Steinsdóttir, innanhúsarkitekt Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi Gunnar Marel Eggertsson, skipasmíðameistari Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, nemi Gunnar Þórðarson, tónskáld Hildur Ágústsdóttir, kennari Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarmaður Einar Sindri Ólafsson, háskólanemi Ida Løn, framhaldsskólakennari Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Einar Bergmundur Arnbjörnsson, þróunarstjóri Anna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Jónas Höskuldsson, öryggisvörður Steinarr Guðmundsson, verkamaður Svanborg Jónsdóttir, dósent Ragnar Óskarsson, eftirlaunamaður Guðfinnur Jakobsson, bóndi


Íþróttir á Suðurnesjum

fimmtudagur 5. október 2017

„Efast að ég nái öðrum 100 leikjum“ segir Páll Guðmundsson, leikmaður Þróttar Vogum

„Ég var nú eiginlega bara hættur í fótbolta þegar ég ákvað að spila með Þrótti,“ segir Páll Guðmundsson eða Palli eins og hann er oftast kallaður en hann spilaði sinn 100. leik með knattspyrnuliðinu Þrótti Vogum í sumar og að hans sögn er umgjörðin í kringum liðið mjög góð og það skipti miklu máli. Við báðum Palla að svara nokkrum spurningum fyrir okkur eftir gott sumar Þróttara. Hvenær byrjaðir þú að spila með Þrótti Vogum? Ég kom í Þrótt sumarið 2013 þegar Þorsteinn Gunnars þjálfaði liðið í 4.deildinni. Þú hefur farið upp um tvær deildir með Þrótti Vogum, hvernig tilfinning er það? Tilfinningin er mjög góð. Það var verulega sætt þegar við komumst upp úr 4. deildinni, sem hefur reynst mörgum liðum ansi erfitt. En að fara svona fljótt upp í 2. deild er frábært. Þú spilaðir þinn 100. leik með Þrótti

í sumar, bjóstu við því að spila svona marga leiki með Þrótti þegar þú byrjaðir að spila með liðinu? Nei ég var nú eiginlega bara hættur í fótbolta þegar ég ákvað að byrja að spila með Þrótti. Þá voru hérna margir meistarar úr Grindavík sem var skemmtilegt að spila með. Síðan hafa árin liðið, Grindvíkingunum fækkað í liðinu en ég er enn að. Efast samt um að ég nái öðrum 100 leikjum. Hvað stóð uppúr í sumar fyrir utan það að þið komust upp um deild? Það var margt ansi sérstakt við þetta

sumar. En það sem menn muna er að liðið komst upp um deild og það er eftirminnilegast og það sem skiptir mestu máli. Hefur stuðningurinn og umgjörðin í kringum liðið skipt miklu máli í sumar? Já góður stuðningur og umgjörð er það helsta sem allir leikmenn tala um sem spila fyrir Þrótt. Og það skilar sér oft í góðum árangri. Ertu með góða ferðasögu fyrir okkur? Flestar góðar ferðasögur eru nú best geymdar bara innan hópsins. En það var "skemmtilegt" í sumar þegar við létum flugvél fulla af farþegum bíða á Reykjavíkurflugvelli í tæpan hálftíma því að einn leikmaður svaf yfir sig og fann svo ekki flugvöllinn. Hann skilaði sér þó á endanum en fékk ekki beint hlýjar móttökur. Hverju eigið þið að þakka þennan góða árangur undanfarin ár? Það hafa margir góðir leikmenn spilað hér undanfarin ár sem eiga stóran þátt í þessu. Hér er líka góð umgjörð og sérstök stemmning sem smitast á milli manna í hópnum og hvetur menn til að ná árangri fyrir félagið. Þeir sem standa að baki liðinu eiga svo mikið hrós skilið. Hvað er framundan hjá þér, ætlar þú að spila áfram með Þrótti næsta sumar? Það kitlar mikið að taka slaginn í 2. deild næsta sumar. En mér finnst nú líklegra að ég fari að segja þetta gott.

Arnór Ingvi

valinn í landsliðið Það er nóg að gera í vinnunni og svo verð ég faðir um áramótin og mér er sagt að þá hafi ég eitthvað minni tíma í svona tuðruspark. En það kemur bara í ljós hvað verður og hvort það sé ennþá þörf fyrir mig í liðið.

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Þekking í þína þágu

Verkefnastjóri á fyrirtækjasviði Við leitum að kraftmiklum og skipulögðum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum á fyrirtækjasviði MSS. Til að sinna starfinu þarf einstaklingurinn að hafa mikinn áhuga á fræðslumálum, hafa haldgóða þekkingu á atvinnulífinu, vera drífandi og skipulagður. Það þarf metnað, kraft og gott skipulag til að halda vel utan um starfið. Starfssvið

Menntunar- og hæfnikröfur:

• Kynningar og heimsóknir í fyrirtæki og sala á fræðslutilboðum • Hönnun og skipulagning námskeiða • Greining fræðsluþarfa í atvinnulífinu • Gerð fræðsluáætlana fyrir fyrirtæki

• Menntun sem nýtist í starfi • Færni í verkefnastjórnun og skipulögð vinnubrögð • Frumkvæði, sjálfstæði og lausnamiðað viðhorf • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum • Þekking og skilningur á atvinnulífinu

Umsóknir berast á netfangið ina@mss.is fyrir 22. október. Nánari upplýsingar veitir Guðjónína Sæmundsdóttir í síma 421 7500. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum er sjálfseignarstofnun. Miðstöðin er leiðandi á sínu sviði og leggur metnað í að skapa gott andrúmsloft bæði fyrir viðskiptavini og starfsmenn.

Suðurnesjamaðurinn Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður AEK, er í A-landsliðshópi karla sem tilkynntur var í dag. Íslenska liðið mætir Tyrklandi þann 6. október næstkomandi í Tyrklandi. Ísland leikur síðan á Laugardalsvelli gegn Kósóvó þann 9. október.

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is


Íþróttir á Suðurnesjum

fimmtudagur 5. október 2017

„Það skiptir miklu máli að fólk sé að vakna og hreyfa sig,“ segir einkaþjálfarinn Freyja Sigurðardóttir

Freyju Sigurðardóttur þarf vart að kynna fyrir Suðurnesjabúum en hún hefur verið á kafi í íþróttum og líkamsrækt frá unga aldri. Freyja hefur meðal annars keppt í Fitness með góðum árangri og heldur einnig úti námskeiðum fyrir konur á öllum aldri sem heita „Þitt Form“. Námskeiðin hennar njóta mikilla vinsælda og slegist er um að komast að hjá henni þegar ný námskeið eru auglýst. Við hittum Freyju í Sporthúsinu í tilefni af Heilsu- og forvarnarvikunni og töluðum við hana um líkamsrækt og fleira. Númer hvað er þetta námskeið í „Þitt Form“? „Þetta er námskeið númer 34. Við tökum alltaf hlé um jólin og á sumrin. Þannig að þetta er búið að ganga ótrúlega vel.“ Hvernig hefur þátttakan verið í gegnum árin? „Hún hefur verið ótrúlega góð. Það hefur verið fullt á öll námskeið frá því ég byrjaði og námskeiðin eru fyrir konur. Það eru 45 þátttakendur á hverju námskeiði og þrjú námskeið í

gangi í einu.“ Hvað telur þú vera lykilinn að svona góðri þátttöku á hverju námskeiði? „Lykillinn er gleði. Það er ótrúlega gaman að koma hérna inn og sjá konur á öllum aldri, þær eru frá 16 ára upp í 64 ára og allar koma hingað til þess að taka á því, hafa gaman og bara njóta.“ Er erfitt að fá konur í ræktina eða til þess að hreyfa sig? „Ég hélt það væri erfiðara en konur eru duglegar að tala sín á milli og þetta

er því fljótt að spyrjast út. Þessi salur sem við erum í er líka góður, hér eru engir gluggar og enginn að fylgjast með okkur. Þær sem eru feimnar fá bara að vera í sínu „prívati“ án þess að einhver sé að fylgjast með þeim.“ Hver er lykillinn að góðri heilsu að þínu mati? „Númer eitt, tvö og þrjú er hvíld, næring og að hreyfa sig. Í dag er mikið um tölvur, kyrrsetuvinnu og fleira. Það skiptir miklu máli að fólk sé að vakna og hreyfa sig því gigt og fleiri sjúkdómar eru oft eitthvað sem við erum bara að búa til sjálf. Það er fljótt að spyrjast út hvað fólk er að gera, fólk sem er að vinna á sínum sjúkdómum og sigrast á þeim er að tala og segja frá sínum árangri.“ Er mataræðið mikilvægt? „Mataræðið skiptir öllu. Ef þú ert ekki að standa þig í mataræðinu þá er í rauninni ekkert að gerast líkamlega þannig séð. Hreyfingin ein út af fyrir sig er þó alltaf góð, að styrkja líkama og sál. En ef þú ætlar að grennast sérstaklega þá er mataræðið mikilvægast.“ Þú ert núna ófrísk af barni númer fjögur. Hefur þú haldið áfram að hreyfa þig eins mikið á meðgöngunni og áður? „Ég hef breytt hreyfingunni aðeins. Ég er ekki eins mikið að hlaupa og hoppa núna en ég hreyfi mig á hverjum einasta degi, er að þjálfa „Þitt form“ námskeið og er líka með þjálfun niðri í tækjasal. Þannig ég hef minnkað aðeins æfingarnar en held áfram að þjálfa, er komin 32 vikur núna þannig það er lítið eftir hjá mér.“

Bræður í liði ársins Fotbolti.net gerði sumarið upp ■■Leikmenn Keflavíkur voru sigursælir þegar fotbolti. net gerði upp sumarið. Markmaðurinn Sindri Kristinn Ólafsson, Marc McAusland, Ísak Óli Ólafsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Jeppe Hansen eru allir í liði ársins í 1. deildinni hjá fotbolti.net. Kef laví k komst upp í Pepsi-deildina nú í sumar og kemur þ essi árangur því lítið á óvart.

Efnilegasti leikmaðurinn að mati fotbolti. net var Ísak Óli Ólafsson og markahæstur var Jeppe Hansen en h a n n s k or a ð i fimmtán mörk með Kef lvíkingum í sumar. Bræðurnir Sindri Kristinn Ólafsson og Ísak Óli Ólafsson eru báðir í liði ársins, en þess má einnig geta að Sindri er tvítugur og Ísak er aðeins sautján ára gamall.

Andri Fannar og Rafn Keflavík meistarar meistaranna bestir hjá fotbolti.net 2. deildin gerð upp

Hörður Fannar Björg vinsson, Styrmir Gauti Fjeldsted og Andri Fannar Freysson eru allir í liði ársins í 2. deildinni hjá fotbolta.net. Andri Fannar var valinn leikmaður ársins en hann fékk flest atkvæði allra leikmanna í liði ársins og Rafn

Lögðu Skallagrím örugglega

Keflavíkurliðið ásamt þjálfurum/mynd frá karfan.is

■■Keflavík vann nokkuð öruggan sigur á Skallagrími 93-73 þegar liðin mættust í „Meistarar meistaranna“ síðastliðinn sunnudag. Keflavíkurstúlkur voru með yfirhöndina nánast allan leikinn og sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í viðtali við karfan.is að hungrið væri enn til staðar og að liðið ætlaði sér alla þá titla sem í boði eru. Stigahæstar hjá Keflavík voru þær 18 stig, Emelía Ósk Gunnarsdóttir Birna Valgerður Benónýsdóttir með með 18 stig og 4 fráköst, Brittanny

Dinkins með 16 stig og 6 fráköst og Thelma Dís Ágústdóttir með 12 stig, 4 fráköst. Keflavík hefur leik í Domino’s-deild kvenna miðvikudaginn 4. október næstkomandi en þá mæta þær Snæfelli á Stykkishólmi.

Bjarni og Ægir keppa í bardagaíþróttum í Skotlandi Njarðvíkingarnir Ægir Már Baldvinsson og Bjarni Darri Sigfússon munu keppa á Inferno 9 bardagakvöldinu í Skotlandi sem fram fer þann 7. október næstkomandi. Ægir Már mun þar keppa í MMA en Bjarni Darri í uppgjafarglímu.

Vilbergsson var valinn þjálfari ársins. Njarðvík komst upp í Inkasso-deildina í sumar og áttu góðu gengi að fagna í annarri deildinni en þeir sigruðu hana sannfærandi með ellefu stigum meira en næsta lið.

Ægir Már er 18 ára gamall og mætir Aaron Towns í bantamvigt, en þetta er í fyrsta sinn sem Sleipnir í Reykjanesbæ sendir frá sér MMA-keppendur og þar af leiðandi fyrsti MMA-bardagi Ægis. Ægir er margfaldur Íslandsmeistari í júdó og taekwondo og hefur einnig unnið til verðlauna í brasilísku jiu-jitsu. Bjarni Darri mun keppa, eins og áður segir, í uppgjafarglímu á sama bardagakvöldi. Bjarni er einnig 18 ára gamall en hann er Íslandsmeistari unglinga í júdó, taekwondo og brasilísku jiu-jitsu.

MEISTARAFLOKKUR KARLA

KEFLAVÍK - VALUR TM-HÖLLIN FIMMTUDAGINN 5. OKTÓBER KL. 19:15

MEISTARAFLOKKUR KVENNA

KEFLAVÍK - VALUR TM-HÖLLIN LAUGARDAGINN 7. OKTÓBER KL. 16:30

GRILLAÐIR HAMBORGARAR

FYRIR LEIK


fimmtudagur 5. október 2017

Grindavík með sigur í lokaleik

- Andri Rúnar markakóngur ársins ■■Grindavík mætti Fjölni á heimavelli síðastliðinn laugardag og endaði leikurinn með 2-1 sigri Grindavíkur. Töluverð pressa var á Andra Rúnari markakóngi sumarsins að jafna eða bæta markametið í efstu deild en hann brenndi af víti á 21. mínútu. Milos Zeravica bætti hins vegar úr því og fylgdi skoti Andra Rúnars eftir og kom Grindavík yfir 1-0. Fjölnismenn jöfnuðu síðan metin á 54. mínútu en Andri Rúnar hélt spennunni gangandi út leikinn og nítjánda markið hans

kom á 88. mínútu þegar hann kom Grindavík í 2-1. Þar með varð Andri Rúnar markakóngur sumarsins ásamt því að bæta markametið í efstu deild. Andri Rúnar var valinn leikmaður ársins hjá KSÍ en það eru leikmenn sem kjósa um hver er bestur í deildinni. Andri var einnig markakóngur deildarinnar. Grindavík endaði í 5. sæti Pepsideildar karla í sumar og komu ansi mörgum á óvart með frammistöðu Andri Rún sinni en þeim var spáð falli. besti leikmar með verðlaunin sem aður Mynd Ben óný

og mark Þórhallsso ahæstur/ n

Andri Rúnar og Linda best

- Grindvíkingar gera upp knattspyrnusumarið ■■L okahóf knattspyrnudeildar Grindavíkur fór fram um síðastliðna helgi og var sumarið gert upp með viðurkenningum og verðlaunum. Andri Rúnar Bjarnason var valinn besti leikmaður karla ásamt því að vera sá markahæsti. Í öðru sæti í valinu um besta leikmanninn var Kristijan Jajalo og í þriðja sæti var Sam Hewson, en hann var einnig valinn mikilvægasti leikmaðurinn. Linda Eshun var valin besti leikmaður kvenna, í öðru sæti var Ril-

ani Aguiar Da Silva og í því þriðja Viviane Domingues. Ísabel Jasmín Almarsdóttir var efnilegust og var Sara Hrund Helgadóttir mikilvægasti leikmaðurinn. Markahæstu leikmenn Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna í sumar voru þær Rilani Aguiar Da Silva og Carolina Mendes. Sara Hrund Helgadóttir var einnig heiðruð um kvöldið fyrir sitt framlag fyrir félagið en hún þurfti að leggja takkaskóna á hilluna fyrr í sumar vegna höfuðmeiðsla. Í öðrum flokki karla var besti leikmaðurinn Sigurður Bjartur Hallsson en hann var einnig sá markahæsti. Liðstjórar Grindavíkur, þeir Arnar Már Ólafsson og Guðmundur Ingi Guðmundsson, fengu viðurkenningu fyrir ómetanlegt starf fyrir félagið. Myndir: Benóný Þórhallsson.

Góður árangur ÍRB á Bikarkeppni SSÍ 2017 Sundfólk stóð sig vel þrátt fyrir að tímabilið sé nýhafið ■■Bikarkeppni SSÍ fór fram í Vatnaveröld um helgina. Góður árangur náðist í mörgum greinum hjá Sunddeild ÍRB þrátt fyrir að tímabilið sé nýhafið. Margir bættu tímana sína, eða í alls 28 sundum, sem gefur góð fyrirheit um framhaldið. Í 1. deildinni endaði kvennalið ÍRB í öðru sæti í eftir hörkukeppni við lið SH og karlaliðið hafnaði í þriðja sæti. ÍRB sendi einnig kvennalið í 2. deildina sem gerði sér lítið fyrir og rúllaði upp deildinni annað árið í röð. Mikil breidd er í kvennaliðunum sunddeildarinnar en meðalaldurinn er ekki hár. Því er ljóst að kvenna-

deildirnar hjá sunddeildinni verða öflugar á komandi árum. Karlaliðið er með nokkur skörð en þar er sama staðan, meðalaldurinn ekki hár en framtíðin björt. Már Gunnarsson keppti með karlaliðinu og gerði sér lítið fyrir og setti fjögur met á mótinu í flokki s13. Því miður voru eingöngu tvö af þeim gild þar sem laugin var ekki í lögleg þar sem færanlega brúin hafði skekkst um einn millimeter. Því var síðan kippt í liðinn og Már sló í framhaldinu tvö önnur met. Hann er í góðu formi en hafði sett stefnuna á HM, sem var síðan frestað vegna jarðskjálfta.

Úthlutun byggingalóða í Sveitarfélaginu Vogum Sveitarfélagið Vogar auglýsir lóðir til úthlutunar fyrir íbúðabyggingar. Um er að ræða s.k. miðsvæði, fyrsta áfanga. Í þessum áfanga verður úthlutað lóðum undir fjölbýlishús (5 hús með 6 íbúðum hvert, 2 hús með 20 íbúðum hvort), parhús (5) og einbýlishús (5). Umsóknareyðublöð ásamt úthlutunarskilmálum og gjaldskrá er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, www.vogar.is Umsóknarfrestur er til 21. október 2017, og skal umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt fylgigögnum skilað til skrifstofu sveitarfélagsins, hvort heldur er með rafrænum hætti (tölvupóstur, umsókn á heimasíðu) eða með því að póstsenda gögnin á Sveitarfélagið Voga, Iðndal 2, 190 Vogar. Séu fleiri en ein umsókn um hverja lóð verður dregið úr gildum umsóknum. Skila skal greiðslumati með umsókn. Lágmarksupphæð er sem hér segir: Einbýlishús: kr. 40.280.000,- pr. lóð. Parhús: kr. 40.280.000,- pr. lóð. Fjölbýlishús I og II: kr. 134.400.000,Vogar eru staðsettir nokkurn veginn mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Í sveitarfélaginu búa nú um 1.230 íbúar. Megin áherslur atvinnulífsins eru á vettvangi matvælaframleiðslu. Í Vogum er starfræktur heildstæður grunnskóli (1. – 10. bekkur), ásamt leikskóla. Sundlaug, íþróttahús og íþróttamannvirki eru einnig til staðar. Öflugt íþróttastarf er á vegum Ungmennafélagsins Þróttar, sveitarfélagið starfrækir einnig félagsstarf fyrir unglinga og eldri borgara. Vogum, 29. september 2017, Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri

Mapp Benón


Mundi

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Verður þá reyktur Lundi á matseðlinum hjá Skólamat?

Póstur: vf@vf.is

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

Axel Jónsson fékk Lundann

Allir á völlinn! ■■Það er formlega komið haust, mörgum finnst sumarið kveðja allt of snemma en persónulega tek ég vetrinum fagnandi. Rútínan er komin í fullan gang og þá er körfuboltinn að hefjast sem í mínu tilfelli er mikið fagnaðarerindi, enda er ég Liverpool-maður og ekki yfir mörgu að gleðjast þar þessa dagana. Áður en ég renni yfir körfuna þá vil ég senda knattspyrnuliðum bæjarins innilegar hamingjuóskir en bæði Keflavík og Njarðvík fóru upp um deildir í sumar. Keflavík mun aftur spila í efstu deild og festa sig þar vonandi í sessi og Njarðvík sigraði 2. deildina og spreyta sig í Inkasso-deildinni næsta sumar. Reykjanesbær er mikill íþróttabær og á veturna þá á körfuboltinn sviðið. Flaggskip bæjarfélagsins um þessar mundir er hið unga og frábæra kvennalið Keflavíkur og er óhætt að segja að þær hafi slegið í gegn síðasta vetur. Ég hef fulla trú á að þær verji titla sína núna í vetur, þetta lið er einfaldlega það gott. Njarðvíkurstúlkur eru svo annað ungt og efnilegt lið en þeim er spáð falli af flestum „sérfræðingunum“ en ég er ekki í nokkrum vafa

um að þær komi til með að blása hressilega á þær spár. Það kemur a.m.k. ekkert lið til með að bóka sigur í Ljónagryfjunni í vetur. Karlarnir hefja einnig leik núna í vikunni og það verður gaman að sjá hvernig okkar liðum gengur. Hér á árum áður var þetta oft spurningin bara hvort liðið yrði Íslandsmeistari en síðustu 37 tímabil (Frá 1981) hafa Njarðvík (13) og Keflavík (9) orðið Íslandsmeistarar 22 sinnum karlamegin sem er ótrúlegur árangur! En sá stóri hefur reyndar ekki komið hér í bæ síðan árið 2009 og finnst mörgum um allt of langt liðið síðan það gerðist. Njarðvíkurliðinu er spáð ofar í vetur en hvorugu liðinu er spáð alvöru titlabaráttu. Það má hinsvegar aldrei afskrifa þessi tvö lið og ljóst að ef allt gengur upp þá eru möguleikar fyrir hendi. Keflvíkingar voru ekki langt frá því að skáka KR í fyrra og Njarðvík 2 árin þar á undan svo hver veit, kannski verður þetta ár Reykjanesbæjarliðanna? Ég vil hvetja bæjarbúa til þess að fjölmenna á leiki liðanna í vetur, það er svo mikilvægt að sína liðunum stuðning, bæði þegar vel og illa gengur. Deildirnar eru reknar af frábæru fólki báðum megin

instagram.com/vikurfrettir

LOKAORÐ Örvars Kristjánssonar

sem í sjálfboðavinnu berjast fyrir því dag og nótt að halda úti þessum glæsilegu liðum sem eru svo flott auglýsing fyrir bæjarfélagið okkar. Það eru breyttir tímar, hér á árum áður þá var í raun fátt annað í boði á veturnar en að skella sér á körfuboltaleik en nú er mikil afþreying í boði. Reynum að skipuleggja okkur, muna að það sem er í sjónavarpinu er hægt að horfa á tímaflakkinu og fjölmenna á Sunnubrautina og í Ljónagryfjuna í vetur. Frábær skemmtun í boði og félögin bjóða einnig uppá frábærar veitingar, pullurnar í Ljónagryfjunni eru lostæti og þá eru Keflvíkingarnir öflugir þegar þeir kynda í grillinu á Sunnubrautinni. Áfram Njarðvík….& Keflavík

■■Axel Jónsson veitingamaður, stofnandi og eigandi Skólamatar hlaut Lundann 2017 en það er viðurkenning sem Kiwanisklúbburinn Keilir í Reykjanesbæ veitir á hverju ári og hefur gert frá árinu 2002. Verðlaunagripurinn er uppstoppaður lundi sem er afhentur þeim einstaklingi sem þykir hafa látið gott að sér leiða eða unnið óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins, bæjarbúa eða bæjarfélagsins. Kiwanisfélagar efna á hverju hausti til Lundafagnaðar í KK-salnum í Reykjanesbæ þegar viðurkenningin er veitt og var nú sl. föstudagskvöld. Axel hefur verið viðloðandi veitingamennsku frá árinu 1978 en þá stofnaði hann Veisluþjónustuna en fimm árum síðar opnaði

hann fyrsta vínveitingastaðinn á Suðurnesjum, Glóðina, en hún var mjög vinsæl lengi. Núna rekur Axel og fjölskylda hans Skólamat, framsækið fyrirtæki sem framleiðir skólamat fyrir grunn- og leikskóla. Lundinn var fyrst afhentur árið 2002 og þá hlutu hann þeir Vilhjálmur Þorleifsson og Óskar Ívarsson, starfsmenn áhaldahúss Reykjanesbæjar, en þeir höfðu unnið í áratugi við að fegra bæinn.

Keilismaðurinn Ingólfur Ingibergsson afhenti Axel Lundann 2017.

Keflavíkurflugvöllur

og flugnám hjá Keili og Icelandair á Hringbraut alla fimmtudaga kl. 20:00 og 22:00

RKA

RAFBÍLAVÆÐINGIN OG HS O

k í v a fl e K í ð u r ð i e h Kynslóð fótboltakappar í þætti vikunnar! Suðurnesjamagasín er vikulegur fréttatengdur magasínþáttur frá Suðurnesjum framleiddur af starfsfólki Víkurfrétta. Ábendingar um áhugavert efni í þáttinn má senda á póstfangið vf@vf.is eða með því að hringja í síma 421 0002 milli kl. 09-17 alla virka daga.

Þú getur horft á þáttinn í sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is

Víkurfréttir 39. tbl. 2017  

Víkurfréttir 39. tbl. 38. árg.

Víkurfréttir 39. tbl. 2017  

Víkurfréttir 39. tbl. 38. árg.

Advertisement