Víkurfréttir 30. tbl. 41. árg.

Page 1

Verð frá 3.890 kr/mán

Sérkjör fyrir elliog örorkuþega

að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

COVID-19 er dauðans alvara Guðný Kristín Bjarnadóttir veitir innsýn í reynsluheim þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á veirunni

Natasha Moraa Anasi

MAGNAÐUR MIÐVÖRÐUR

Ferðast innanlands

5 plötur

Víkurfréttir fagna 40 ára afmæli

uppáhalds

SAMTÍMASAGA SUÐURNESJA RITUÐ FRÁ DEGI TIL DAGS

karenar sturlaugs

Fljótlegt, einfalt og virkilega gott!

k k é f n ú R a r d n a S draumastarfið!

Opnum snemma lokum seint

GOTT VERÐ

759 kr/pk

Fisherman máltíðir Fiskibollur eða plokkfiskur

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

FRÉTTIR • VIÐTÖL • MANNLÍF • SPORT • 74 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU!


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

25 til 30% afköst í sumar miðað við 2019 segir Ásgeir Elvar Garðarsson hjá Bílaleigunni Geysi. Tvær bílaleigur í þrot. Margar í erfiðleikum

Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri Bílaleigunnar Geysis. VF-mynd/pket

Spurning hvernig framhaldið verður hjá bílaleigum

„Sumarið hefur verið öðruvísi en við áttum svo sem ekki von á öðru en samdrætti þegar allt fór í frost, bara spurning hversu miklum. Nú er þetta spurning um framhaldið, haustið, veturinn og ekki síst næsta ár,“ segir Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri Bílaleigunnar Geysis í Reykjanesbæ. Nýlega var greint frá því að tvær bílaleigur með starfsemi í nágrenni Keflavíkurflugvallar hafi hætt rekstri. Bílaleigan Green Motion, sem var með aðsetur á Vesturgötu í Keflavík, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta og Lagoon Car Rental hefur farið sömu leið. Báðar leigurnar voru nokkuð umsvifamiklar síðustu árin. Ásgeir Elvar segir að eitt af verkefnunum hjá Geysi á þessu ári hafi verið að minnka bílaflotann í ljósi afleiðinga COVID-19 og hafi það gengið vel. Í fyrrasumar hafi fyrirtækið verið með nærri 1200 bíla en í sumar hafi þeir verið um sjöhundruð. Víkurfréttir hafa heyrt svipaða sögu frá fleiri bílaleigum þar sem þær hafa allar reynt að minnka bílaflotann. Margir nýlegra bílaleigubíla hafa selst í vor og sumar á sama tíma og sala á nýjum bílum hefur dregist mikið saman. „Í sumar höfum við verið á um 25 til 30% afköstum miðað við í fyrra. Íslendingar hafa verið duglegir að leigja húsbíla og þeir hafa verið nær allir í leigu góðan part sumarsins. Verðið samt helmingi lægri en það var. Útlendingar hafa líka mætt og leigt húsbíla og bílaleigubíla. Það fer hins vegar enginn með mikinn forða frá sumrinu inn í haustið og veturinn. Það er

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

ljóst að fjöldi ferðamanna verður áfram í lágmarki og mikil óvissa framundan. Geysir á sem betur fer langa og góða sögu á Íslandi og við eigum flottan kúnnahóp á innanlandsmarkaði.

Í vetur munum við því hlúa vel að honum og setja frekari fókus á landann hér heima. Þetta eru skrýtnir tímar en við berjumst áfram.“ sagði Ásgeir Elvar Garðarsson.

Óvanaleg sjón í agústmánuði. Fjöldi bílaleigubíla er ekki í útleigu hjá bílaleigunum.


ALLT TIL ALLS Í NÆSTU NETTÓ! Grill Grísakótilettur Léttreyktar

1.264 ÁÐUR: 2.299 KR/KG

-40%

-50%

KR/KG

-45% Bleikjuflök Með roði

Helgarsteik Krydduð

1.979

KR/KG ÁÐUR: 3.298 KR/KG

-30%

-36% Skinney ýsubitar

KR/PK ÁÐUR: 1.649 KR/PK

KR/KG ÁÐUR: 1.869 KR/KG

-28%

1.196 Avocado í neti 700 gr

299

KR/PK ÁÐUR: 598 KR/PK

Vínarpylsur Nettó

ÁÐUR: 2.399 KR/KG

KR/KG

SJÁVARFANG Í KVÖLD?

Humar hátíðarsúpa 850ml

1.154

1.200

Fersk bláskel 750 gr

1.399 ÁÐUR: 1.999 KR/PK

-30%

KR/PK

Heilsuvara vikunnar!

-50%

395

-28%

KR/PK ÁÐUR: 549 KR/PK

-25%

Chili pipar borgarar 2 x 120 gr

Now Omega 3 100 töflur

KR/PK ÁÐUR: 799 KR/PK

KR/STK ÁÐUR: 1.639 KR/STK

575

1.229

Tilboðin gilda 13.— 16. ágúst

Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Litið um öxl og horft fram á veginn

Það er gaman að horfa fjörutíu ár aftur í tímann í fjölmiðlun á Suðurnesjum þegar Víkurfréttir fagna 40 ára afmæli 14. ágúst. Þegar við horfum til baka er af mörgu að taka því á þessum tíma höfum við gefið út um tvö þúsund tölublöð af Víkurfréttum og blaðsíðurnar eru nálægt fimmtíu þúsund. Sá sem þetta ritar byrjaði í blaðamennsku hjá stofnendum Víkur­ frétta innan við tvítugt. Blaðið er hugsanlega fyrsta eða alla vega eitt af fyrstu fríblöðum landsins og er arftaki forvera þess, Suðurnesja­ tíðinda, sem var selt í lausasölu. Hlutverk Víkurfrétta var það sama, að segja fréttir frá Suðurnesjum en til að byrja með var áherslan lögð á umfjöllun úr Keflavík og Njarðvík. Nafnið er tekið úr seinni hluta nafna bæjarfélaganna og var dreift í verslanir, bensínstöðvar og fleiri staði tvisvar í mánuði. Þar gat fólk náð sér í eintak.

Nýir eigendur Um áramótin 1982–1983 var fyrirtækið Víkurfréttir ehf. stofnað af undirrituðum og Emil Páli Jónssyni og keyptum við blaðið af Prentsmiðjunni Grágás sem hélt þó áfram að sjá um umbrot á því og prenta. Nýir eigendur voru með háleit markmið, það stærsta að gefa blaðið út vikulega og það gerðist skömmu eftir eigendaskiptin og alla tíð síðan hefur blaðið komið út vikulega að undanskildum stuttum tíma þar sem blaðið kom út tvisvar í viku.

Tíu árum síðar fór Emil úr fyrirtækinu og hefur undirritaður ásamt fjölskyldu rekið fyrirtækið síðan. Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri Víkurfrétta, sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í 32 ár hefur tekið saman pistil um áhugaverða sögu Víkurfrétta sem sjá má annars staðar í blaðinu.

Miklar tæknibreytingar Tæknibreytingar hafa verið miklar á þessum fjórum áratugum þar sem stafræn bylting er stærst en hún hefur komið sterkt inn í fjölmiðlun síðustu tvo áratugina og gert líf útgefenda, blaða og fréttamanna mun léttara. Þeir þurfa þó áfram að ná í sitt efni, fréttir og viðtöl en nú er auðveldara að koma því á framfæri. Það hefur verið markmið Víkurfrétta í öll þessi ár að fjalla um menn og málefni á Suðurnesjum. Sambandið við Suðurnesjamenn hefur verið afar gott og gert okkar starf auðveldara því alla tíð höfum við fengið margar ábendingar og margir haft samband og hjálpað okkur að gera blaðið og síðar alla okkar miðla betri. Starfsemi Víkurfrétta óx hægt og bítandi og með tímanum bættust við vefmiðlar, fleiri út-

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

gáfur og sjónvarpsmennska. Reksturinn hefur heilt yfir gengið ágætlega og fyrirtækið ber enn sömu kennitölu, á 38. starfsári. Þegar starfsemin var hvað mest voru nærri tuttugu manns sem komu að útgáfu tveggja blaða Víkurfrétta, á Suðurnesjum og í Hafnarfirði, auk margvíslegrar annarar starfsemi á sviði fjölmiðlunar.

Breytingar á fertugsafmæli Í upphafi fjörutíu ára afmælisárs voru ýmsar hugmyndir í gangi í tilefni tímamótanna og árið byrjaði vel – en svo kom alheimsveira og setti lífið í annan farveg. Við stóðum frammi fyrir verulegum áskorunum á sama tíma og Pósturinn sagði upp blaðadreifingu en nánast alla tíð hefur Víkurfréttum verið dreift ókeypis í hús og fyrirtæki á Suðurnesjum. Í upphafi COVID-19 ákváðum við að hætta prentun á blaðinu og gefa það út rafrænt. Rekstrarlegar áskoranir á veirutímum voru miklar og því var þessi ákvörðun tekin. Það hefur gengið vel og flest blöðin hafa verið með fimmtán til tuttugu þúsund heimsóknir en áður var blaðinu dreift í 8500 eintökum. Þetta er í takti við mikla stafræna þróun þar

sem margir daglegir hlutir fara þar fram eins og flestir þekkja. Þessi breyting, að hætta prentun, er líklega ein stærsta breyting sem gerð hefur verið í starfsemi útgáfunnar í fjörutíu ár. Það er ljóst að framtíðin í fjölmiðlun er í rafrænum heimi og því ekki líklegt að blaðið verði prentað aftur eins og áður var gert. Það er þó alltaf í skoðun og allir möguleikar skoðaðir en þó ljóst að því verður ekki dreift inn á hvert heimili þar sem Pósturinn hefur gefið það út að slík þjónusta sé ekki lengur í boði. Að stofna dreifingarþjónustu teljum við ekki raunhæfan möguleika og því er þetta veruleikinn sem við stöndum frammi fyrir. Það er vissulega möguleiki að prenta blaðið og dreifa því á hinum ýmsu stöðum eins og gert var á upphafsárum blaðsins og það er alltaf í skoðun. Rafræn útgáfa hefur hins vegar fært okkur enn meiri tækni og möguleika í blaðaútgáfu sem ekki er hægt á pappír eins og til dæmis með birtingu myndskeiða (video) og fleiri þátta. Þá er plássið nóg í rafrænum heimi og það höfum við nýtt okkur og lagt enn meiri áherslu á að búa til meira og fjölbreyttara lesefni. Því hefur verið vel tekið. Við hvetjum eldri borgara, sem sumir hverjir hafa ekki verið sáttir með þessa breytingu, til að lesa blaðið í spjaldtölvu eða tölvu og taka þátt í þessari miklu tæknibreytingu.

Samkeppnin Við hjá Víkurfréttum erum hvergi hætt og ætlum að halda áfram þó svo að áskoranir séu ýmsar. Því er ekki að neita að helstu samkeppnisaðilarnir eru samfélagsmiðlar. Það er rétt að vekja athygli á því að þar fer ekki fram ábyrg umfjöllun sem fjölmiðlar sinna, þó margt skemmtilegt komi fram. Samfélagsmiðlar lúta ekki sömu kröfum og íslenskir fjölmiðlar sem þurfa að fara að reglum varðandi virðisaukaskatt. Það skekkir samkeppnisumhverfið verulega. Samfélagsmiðlar eru í eigu stórfyrirtækja úti í heimi sem þurfa ekki að standa skil á neinu úr sínum rekstri hér á landi. Að lokum vill undirritaður þakka lesendum og samstarfsaðilum að ógleymdum mörgum starfsmönnum sem hafa komið að starfsemi Víkurfrétta. Við vonum að heimsfaraldri ljúki sem fyrst og lífið getið orðið eðlilegt aftur. Páll Ketilsson ritstjóri


24“

30%

Reiðhjól 24” götuhjól, 21 gíra Shimano skiptingu.

34%

25.000 49620077 Almennt verð: 37.995 Þú sparar:

Reiðhjól

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

12.995

26” götuhjól, 6 gíra með brettum, bögglabera og körfu.

Fjöldi aukahluta

30.000 26“

49620232 Almennt verð: 42.995 Þú sparar:

12.995

LAGERHREINSUN

á hjólum og öðrum völdum vörum - sjá á byko.is 26“

Reiðhjól 26” götuhjól, 21 gíra Shimano skipting.

24.000

Reiðhjól

28” götuhjól, 6 gíra með brettum og bögglabera.

49620235 Almennt verð: 34.995 Þú sparar:

31%

10.995

34%

19.000 49620200 Almennt verð: 28.995 Þú sparar:

9.995

26“

Reiðhjól 26” götuhjól, 6 gíra með brettum, bögglabera og körfu.

19.000 49620201 Almennt verð: 28.995 Þú sparar:

9.995

34%

Auðvelt að versla á byko.is

28“


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Pizzaofn og útigrill á Pakkhúsreitnum í Reykjanesbæ Fjöllistahópurinn Hughrif í bæ hefur farið mikinn í Reykjanesbæ í sumar eins og Víkurfréttir hafa greint vel frá. Nýlega kláraði hópurinn að setja upp pizzaofn og útigrill á Pakkhúsreitnum fyrir aftan Fishershúsið.

FJÖLNOTA HÁTALARI FYRIR BÆJARBÚA Fjöllistahópurinn Hughrif í bæ setti upp Bluetooth-hátalara við eitt sæluhúsanna á Bakkalág í Keflavík. Bæjarbúar eru hvattir til þess að nýta sér hátalarann. Þar er tilvalið að slaka á yfir góðri hljóðbók, æfa nýjustu TikTok-danssporin, rifja upp jógastöður eða gera hressandi útiæfingar yfir kraftmiklum tónum, segir á Facebook-síðu Reykjanesbæjar. Hátalarinn er tímastilltur og er opinn frá 10:00 til 22:00.

„Við hvetjum bæjarbúa til þess að nýta sér þetta. Svæðið er afar líflegt og því tilvalið fyrir fjölskyldur og vini að fara þangað og gera sér glaðan dag. Það þarf að fylla pizzaofninn vel af kolum, tvo poka eða meira, svo hann hitni vel. Kolin má setja í hrúgu innst í ofninn en ekki ofan á sjálfan pizzasteininn. Komið síðan með tilbúnar pizzur eða tilbúið deig og útbúið þær á staðnum,“ segir í tilkynningu frá hópnum á Facebook-síðu Reykjanesbæjar.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

Pop-up sýning úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar Á sjó er pop-up sýning úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar og að þessu sinni er þemað sjómennskan, sem er tenging við sögu Suðurnesja og staðsetningu Duus Safnahúsa við sjóinn og smábátahöfnina. Listasafnið á mikið safn verka sem sýna sjómenn að störfum, báta í höfn og sjósett skip. Vegna aðstæðna verður ekki sýningaropnun að þessu sinni en Á sjó opnaði fyrir almenna sýningu laugardaginn 8. ágúst og stendur til 25. ágúst þegar byrjað verður að setja upp sýningu Listasafnsins fyrir Ljósanótt árið 2020. Þeir listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Áki Gränz, Ásta Árnadóttir, Eiríkur Smith, Eggert F. Guðmundsson, Erlingur Jónsson, Finnur Jónsson, Jón Gunnarsson, Jón Stefánsson, Jónas Marteinn Guðmundsson, Kjartan Guðjónsson, Óskar Jónsson, Steinþór Marinó Gunnarsson og Sveinn Björnsson.


Ljósanótt

Á tímum Covid-19 lengjum við afsláttartímabilið til að forðast að fjöldi komi saman í einu í versluninni.

Hefst 17. ágúst og lýkur 5. september.

30% afsláttur

af öllum

vörum*

*Afsláttur gildir ekki af tilboðsvöru.


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Rokkveislan mikla verður ekki! Nú er ljóst að rokkveislan mikla verður ekki á Ljósanótt. Sóttvarnareglur sem kynntar voru í vikunni og gilda frá og með 14. ágúst og til 15. september gera áfram ráð fyrir hámarki 100 manns á samkomum og tveggja metra reglan er í fullu gildi. Það kemur í veg fyrir að hægt er að halda Með blik í auga í Stapanum. „Þessi niðurstaða gerir það að verkum að fyrirhugaðir tónleikar haustsins verða ekki. Helgi Björnsson er búinn að selja upp ferna tónleika í lok ágúst, Björk í Hörpunni, Ljósanótt farin og Blikið verður ekki um næstu mánaðarmót. Mikil vonbrigði því ég hafði gert mér vonir um, eftir að hafa hlustað á forsætisráðherra tala, að tekið yrði meira tillit til menningar- og listviðburða,“ segir Guðbrandur Einarsson, einn aðstandenda Rokkveislunnar miklu, á Facebook þegar sóttvarnareglurnar höfðu verið kynntar.

Fjölskyldudögum í Vogum frestað – Ratleikur og flugeldasýning á sínum stað

Tekin hefur verið ákvörðun að fresta hátíðarhöldum á vegum Sveitarfélagsins Voga á Fjölskyldudögum í ár. „Eins og menn vita er þessi ákvörðun tekin í ljósi aðstæðna og með sóttvarnarreglur að fyrirrúmi. Þó einhverjar hátíðir hafi farið fram í sumar hefur flestum ef ekki öllum stærstu hátíðunum verið slegið á frest, nú síðast Menningarnótt í Reykjavík,“ segir á vef Sveitarfélagsins Voga. Íbúar Sveitarfélagsins Voga eru hvattir til að skreyta bæinn þrátt fyrir þetta og nota hverfalitina. Umhverfisverðlaun sveitarfélagsins verða veitt eftir sem áður, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þá er fólk hvatt til að gera

sér glaðan dag um helgina eftir því sem aðstæður leyfa og njóta samveru með fjölskyldunni. „Flugeldasýningin okkar verður á sínum stað kl. 23:00 á laugardaginn og hvetjum við fólk til að vera útivið og njóta sýningarinnar

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

en virða að sjálfsögðu allar nándarreglur,“ segir jafnframt í fréttinni. Einn dagskrárliður af áætlaðri dagskrá Fjölskyldudaganna verður látinn halda sér en það er Ratleikurinn. Þátttakendur geta sótt smáforritið Ratleikur í snjalltækin sín

og á laugardaginn verður opnað á tvo ratleiki í Vogum. Það á að vera auðvelt að ljúka þeim án þess að þurfa að koma nálægt nokkrum manni. Þeir sem ljúka leiknum geta sótt vinning í Verslunina Vogum sem eru einn ís og eintak af Þrautabókinni (takmarkað magn af henni, nær ótakmarkað magn af ís). Þá segir: „Við vonum, og teljum okkur reyndar vita, að íbúar sýni þessu skilning og treystum á að við munum bara mæta tvíefld til leiks á Fjölskyldudögum 2021.“10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Íbúum Suðurnesja fjölgað um 307 frá áramótum

Mikil fjölgun íbúa hefur verið í Innri-Njarðvík á undanförnum árum.

Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um 175 frá síðustu áramótum og voru 19.598 um síðustu mánaðamót. Þetta gerir fjölgun íbúa upp á 0,9%. Íbúum Grindavíkur hefur fjölgað um 41 á sama tímabili og eru nú 3.549 talsins, fjölgunin er upp á 1,2%. Suðurnesjabær er næstfjölmennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum með 3.648 íbúa og fjölgun upp á 62 frá síðustu áramótum eða 1,7% fjölgun. Íbúum í Sveitarfélaginu Vogum fjölgar hins vegar hlutfallslega

mest, þar hefur orðið 2,2% fjölgun á tímabilinu. Íbúar Voga eru í dag 1.337 og hefur fjölgað um 29 á tímabilinu. Reykjanesbær varð í fyrsta skipti stærri en Akureyri fyrir fáum misserum. Íbúar Akureyrar eru í dag 19.101 og vantar því 497 íbúa til að jafna Reykjanesbæ sem er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins. Aðeins Reykjavík, Kópavogur og Hafnarfjörður eru fjölmennari.

Taka 100 milljónir króna að láni til að fjármagna þjónustumiðstöð

Vogar lýsa áhyggjum af skerðingu framlaga Uppgjör fyrri hluta árs 2020, sex mánaða uppgjör bæjarsjóðs og stofnana Sveitarfélagsins Voga, hefur verið lagt fram. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum sínum af skerðingu framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem hefur veruleg áhrif á afkomu sveitarsjóðs. Bæjarráð hvetur því ríkisvaldið til að huga alvarlega að því að bæta Jöfnunarsjóði tekjutap sitt og með því móti verði sjóðnum gert kleift að rækja skyldur sínar gagnvart sveitarfélögunum í landinu. Það eru fleiri sveitarfélög sem finna fyrir lækkuðum framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Samkvæmt yfirliti um enduráætlun framlaga lækka framlög til Suðurnesjabæjar um 72,5 mkr. Ástæðan eru efnahagsleg áhrif af Covid-19faraldrinum, sem valda samdrætti í skatttekjum ríkissjóðs og leiða til þess að tekjur Jöfnunarsjóðs lækka frá því sem áætlað var.

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga. Um er að ræða 100 milljóna króna lán til fimmtán ára. „Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við skilmála lánasamnings sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til fjármögnunar byggingar þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna, efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs sem var samþykkt samhljóða.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

Hjóla- og göngustígur í uppnámi vegna afturköllunar landeiganda á samþykki Á framkvæmdaáætlun þessa árs hjá Sveitarfélaginu Vogum var gert ráð fyrir að leggja nýjan göngu- og hjólreiðastíg milli Voga og Brunnastaðahverfis, meðfram Vatnsleysustrandarvegi. Hér er um að ræða stíg sem er 2,5 m á breidd, þar sem annar helmingurinn er ætlaður gangandi vegfarendum en hinn helmingurinn hjólreiðamönnum. Stígurinn liggur að langstærstum hluta innan svokallaðs veghelgunarsvæðis, sem er það svæði beggja megin við veginn sem tilheyrir veginum og er þar með á forsjá Vegagerðarinnar.

„Þó er á örfáum stöðum nauðsynlegt að sveigja stíginn lítillega út fyrir þetta svæði og fara með því inn á lönd í einkaeigu. Leitað var samþykkis landeigenda fyrir þessum frávikum og var svo komið

Sambærilegur hjólaog göngustígur hefur verið lagður milli Garðs og Sandgerðis og tengir þessi tvö hverfi Suðurnesjabæjar. Bið verður á að stígur verði lagður frá Vogum í Brunnastaðahverfi.

að allir voru búnir að samþykkja. Þá gerðist það að einn landeigandi afturkallaði samþykki sitt, sem þýðir að framkvæmdin er í uppnámi,“ segir Ásgeir Eiríksson,

bæjarstjóri í Vogum í pistli sem hann skrifar. Vegagerðin hefur þegar samþykkt myndarlegan styrk vegna framkvæmdarinnar, enda er hann til þess fallinn að auka til muna öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem ferðast um þessar slóðir. Það lítur því út fyrir að ekkert verði af framkvæmdinni, að óbreyttu, segir bæjarstjórinn.

Ferskir vindar í Suðurnesjabæ í desember 2021 og janúar 2022 Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar verður haldin í Suðurnesjabæ í desember 2021 og janúar 2022. Gengið hefur verið frá samningum um hátíðina á þessum tíma, að því fram kemur í gögnum bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Ferskir vindar fóru síðast fram á tímabilinu 14. desember 2019 til 12. janúar 2020 en 45 listamenn voru þá að störfum víðsvegar um Suðurnesjabæ.

VF-mynd: Hilmar Bragi

Jafnlaunavottun mikilvægt skref í að framfylgja jafnréttisáætlun Suðurnesjabæjar Jafnlaunavottun hefur verið innleidd hjá Suðurnesjabæ en hún er hluti af því að framfylgja jafnréttisáætlun Suðurnesjabæjar sem samþykkt var undir lok árs 2019. „Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir ánægju með vottunina sem er mikilvægt skref í að framfylgja jafnréttisáætlun Suðurnesjabæjar sem samþykkt var í nóvember 2019. Með vottun-

inni staðfestist að hjá Suðurnesjabæ séu launaákvarðanir kerfisbundnar og að reglulega sé fylgst með því að starfsfólk sem vinnur jafnverðmæt og sömu störf fái sambærileg laun

óháð kynferði eða öðrum ómálefnalegum þáttum,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

COVID-19 er dauðans alvara Fólk á erfitt með að ímynda sér þau skelfilegu áhrif sem veiran getur valdið

Heimsfaraldurinn COVID-19 hefur markað djúp spor í okkar daglega líf og kemur til með að hafa varanleg áhrif á líf okkar allra. Við höfum séð heimsmyndina taka stórkostlegum breytingum á ótrúlega skömmum tíma og allir hafa þurft að endurskoða sinn lífsmáta. Nú þegar „önnur bylgja“ faraldursins hefur verið að herja á Íslendinga eftir að búið var að kveða veiruna niður og þjóðin þarf aftur að takast á við kórónuveiruna heyrast enn raddir sem vilja meina að COVID-19 sé alls ekki eins alvarlegt og haldið sé fram. Það er áberandi hve margir eru ekki tilbúnir að samþykkja þá lífskjaraskerðingu sem fylgir þeim takmörkunum sem sóttvarnalæknir leggur til að farið sé eftir til að vinna bug á veirunni – hugarfarið „þetta gerist ekki fyrir mig“ er of algengt og fólk kærulaust. Það er þetta hugarfar sem var til þess að Guðný Kristín Bjarnadóttir samþykkti að veita lesendum Víkurfrétta innsýn í reynsluheim þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á COVID-19 en hún og fjölskylda hennar gengu í gegnum hræðilega lífsreynslu sem valdið hefur sárum sem munu aldrei gróa að fullu. Hjónin Guðný Kristín Bjarnadóttir og Jónas Finnbogason eru bæði fædd og uppalin á Ísafirði. Eins og margt ungt fólk héldu þau í nám til Reykjavíkur þar sem þau svo ílengdust. Þegar þau fluttu í bæinn voru þau tvö með þrjú börn en fyrr en varði höfðu þrjú til viðbótar bæst í hópinn. Þar sem húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu var hærra en ung og barnmörg fjölskylda hafði ráð á varð það úr að þau festu kaup á húsnæði í Sandgerði þar sem þau búa. Blaðamaður Víkurfrétta settist niður

með þeim hjónum og fékk að heyra sögu þeirra.

Sumarfrí á Vestfjörðum

vera að ferðast mikið í þessu ástandi, við kíktum á Bíldudal en megnið af tímanum vorum við inn á Ísafirði með pabba.“

Þegar við setjumst niður er fjölskyldan nýkomin úr sumarfríi sem þau vörðu í sumarbústað fjölskyldunnar í Haukadal í Dýrafirði. Þau ferðuðust lítillega um Vestfirðina auk þess að verja tíma með pabba Guðnýjar sem býr á Ísafirði. „Það má segja að tíminn fyrir vestan hafi farið í að sleikja sárin,“ segir Guðný. „Maður vill ekkert

– Þið fenguð nú að kynnast kórónuveirunni, ertu til í að segja okkur ykkar upplifun af því sem gerðist? „Já, við fengum heldur betur að kynnast COVID-19. Þetta hófst þannig að við fórum, foreldrar mín, ég, systir mín og maðurinn hennar, til Kanaríeyja í mars. Sólarhring eftir að við komum til Kanarí

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

byrjaði pabbi að veikjast og við héldum að þetta væri eitthvað eftir ferðalagið, hann væri bara eitthvað slappur. Svo versnaði honum bara alltaf þannig að við erum nokkuð viss að hann hafi smitast á Íslandi áður en við fórum út – en hann sýndi aldrei þessi Covid-einkenni sem alltaf var verið að hamra á svo við vorum eiginlega bara á því að þetta gæti ekki verið Covid. Svo fórum við systurnar heim en þau ætluðu að vera lengur og önnur systir okkar ætlaði út til þeirra. Þegar ég lendi hérna þann 14. mars virðist allt vera farið af stað, bara á þeim stutta tíma sem það tók okkur að fljúga heim. Þá er búið að setja á útgöngubann á Kanarí, allir sem koma heim eru settir í sóttkví og þar fram eftir götunum. Þá fór allt í gang við að koma þeim heim enda var pabbi fárveikur úti – en eins og ég segi þá var hann aldrei með þessi dæmigerðu einkenni. Mamma og pabbi komu svo heim aðfaranótt 19. mars og ég sótti þau á flugvöllinn. Pabbi, sem var að verða áttræður, stóð þá varla undir sér og þau voru alveg búin á því.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Þeir vissu ekkert hvert ætti að fara með hann, þetta er auðvitað í byrjun faraldursins og enginn vissi neitt ...

Hver vísar á annan „Strax morguninn eftir að þau komu heim fór ég að leita eftir hjálp fyrir þau, fá lækni eða eitthvað því við máttum auðvitað ekki mæta á heilsugæsluna. Hjúkrunarfræðingar sögðu okkur að hafa samband við heilsugæsluna, heilsugæslan benti á 1700 sem vísaði á heilsugæsluna – allir vísuðu hver á annan. Ég hringdi á neyðarlínuna en það var talið betra að tala fyrst við lækni þar sem ekki var talið að hann væri með Covid. Þetta endaði svo á því þegar Jónas kom heim úr vinnu síðdegis og sá hvað pabbi var veikur að hann hringdi aftur í neyðarlínuna og við sögðumst þurfa að fá bíl núna því værum búin að gefast upp á að leita aðstoðar. Þegar sjúkrabíllin loks kom var pabbi orðinn svo máttfarinn að það þurfti börur til að færa hann í sjúkrabílinn og skömmu eftir að hann er farinn er hringt í mig. „Hvert eigum við að fara með hann?“ Þeir vissu ekkert hvert ætti að fara með hann, þetta er auðvitað í byrjun faraldursins og enginn vissi neitt en það endaði á

Hér eru foreldrar Guðnýjar, Bjarni Líndal Gestsson og Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, á góðri stund á Kanarí fyrir nokkrum árum síðan.

því að það var farið með hann á Landspítalann og hann lagður inn á A7, Covid-deildina. Svo kom í ljós daginn eftir að hann var með Covid.“ – Þá var hann búinn að vera veikur í tvær vikur eða hvað? „Já eða lengur. Hann var búinn að vera slappur í einhvern tíma og sennilega veikur í meira en tvær vikur.“

Öll fjölskyldan í sóttkví „Ég var auðvitað búin að vera í sóttkví en nú var öll fjölskyldan sett í sóttkví og pabbi var auðvitað

á spítalanum. Við máttum ekkert hitta hann, sýkingin var alltaf á uppleið hjá honum en svo fyrir eitthvað kraftaverk fór honum að batna. Þær voru mjög hissa á því á spítalanum hvað hann hefði náð sér fljótt en hann var þar í fjórar nætur og var þá sendur heim. Pabbi var ennþá veikur en sýkingin var á niðurleið og hann var að taka lyf, gera öndunaræfingar og svo vorum við í sambandi við hjúkrunarfræðing á hverjum degi.“ – Var hann heilsuhraustur fyrir þetta? „Já, hann er auðvitað fullorðinn en fyrir utan að hafa fengið krabbamein fyrir nokkrum árum sem var skorið í burtu þá var hann nokkuð heill heilsu. Í dag er hann líkamlega heilsuhraustur en andlega hliðin kannski ekkert upp á það besta. Þarna vorum við hjónin, mamma og fimm börn komin í sóttkví og pabbi í einangrun. Svo veiktust mamma og Jónas á sama tíma, þau fóru saman í sýnatöku sem sýndi jákvætt og þá voru þau komin í einangrun.“

Sjálfskipaðir hjúkrunarfræðinginn standa vaktir Jónas og Guðný upplifðu þær skelfilegu afleiðingar sem kórónuveiran getur haft í för með sér.

„Ég og elsta dóttir mín urðum eiginlega sjálfskipaðir hjúkrunarfræðingar við þetta og tókum vaktir

Þarna vorum við hjónin, mamma og fimm börn komin í sóttkví og pabbi í einangrun. Svo veiktust mamma og Jónas á sama tíma ... til að fylgjast með þeim, hún tók næturvaktir og ég dagvaktir. Ég hafði keypt súrefnismettunarmæli og við þurftum að fylgjast með súrefni og hita, svo þurfti að elda og fá þau til að borða og allt þetta. Þar sem við vorum í sóttkví og enginn mátti koma inn á heimilið var litla aðstoð að fá og við gerðum það sem við gátum. Þau veiktust bæði alvarlega en mamma var með undirliggjandi sjúkdóma og við þurftum að fylgjast mjög vel með henni, skráðum allt niður; hitann, mett-


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ákvörðun mömmu

Ég fékk að kveðja mömmu á miðvikudeginum eftir að hún lést, var sú eina sem fékk það ... – Hvað þýðir það? „Fimmtán er hámark, næst skref eftir það er bara öndunarvél.“

Biðin

Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir fæddist 28. nóvember 1941, hún lést af völdum COVID-19 þann 1. apríl 2020.

unina og ég talaði við hjúkrunarfræðing á hverjum degi. Svo fór mettunin að hrapa niður og ég vildi láta líta á hana en mamma bar sig vel, sagðist bara vera svolítið þreytt. Það var úr að sjúkrabíll var sendur eftir henni bara til að láta

líta á hana. Hún vildi engar börur og ég studdi hana út í sjúkrabílinn sem fór með hana á spítalann. Skömmu eftir komuna á spítalann hrakaði henni mjög og strax daginn eftir var hún komin í tólf lítra af súrefni.“

ATVINNA RÆSTINGAR

Starfsfólk óskast til ræstistarfa í grunnskólum Reykjanesbæjar Vinnutímar eru frá kl 13:30 til 17:00 (eða eftir samkomulagi). Leitað er að einstaklingum 20 ára eða eldri. Tungumál: Íslenska eða enska. Krafa: Hreint sakavottorð. Áhugasamir farið inná www.allthreint.is og fyllið út starfsumsókn.

„Fljótlega var mamma komin í fimmtán lítra af súrefni og ég var í stöðugu sambandi við lækni og hjúkrunarfræðinga, átti í fínum samskiptum við þau. Það var bara verið að bíða og sjá og alltaf að vonast eftir því að hún færi að taka við sér. Á mánudeginum fékk ég að fara í heimsókn til mömmu, við höfðum ekkert fengið að hitta hana nema maðurinn minn og pabbi því þeir voru sýktir. Jónas hafði verið svo veikur daginn áður að hann hafði farið á göngudeildina og fengið vökva í æð svo hann var hressari þennan dag. Ég fór inn um sérinngang og var klædd í þessa múnderingu til að hitta mömmu. Það var svolítið áfall að sjá hvað hún var rosalega veik, með súrefnisslöngur í nefinu og maska. Svo var maður að reyna að tala við hana og strjúka með hanska. Hún gat lítið talað, var svo móð og þótti vont að taka maskann af. Ég var hjá henni í um einn og hálfan tíma, þá fór ég heim en Jónas og pabbi voru áfram því það átti að vera fundur með lækninum.“

„Læknirinn kom seinni partinn og þá sagðist hann halda að veiran væri búin að sigra mömmu, að hann teldi að þeir gætu ekki gert neitt frekar fyrir hana. Hún vildi ekki fara í öndunarvél því þeir töldu að það myndi ekki gera neitt fyrir hana – en það var hennar ákvörðun að vilja ekki reyna það. Hún var alveg með á nótunum og tók því bara að þetta væri búið. Hún var alveg búin að sætta sig við það en einu áhyggjurnar sem hún hafði var að langömmubörnin hennar væru ekki búin að fá gjafirnar sem þau höfðu keypt á Kanarí, að þær kæmust nú örugglega til skila. Í kjölfarið fengu systkini mín að heimsækja hana en auðvitað íklædd þessari sóttvarnamúnderingu. Á þriðjudagskvöldinu vildi pabbi ekki fara frá mömmu en hann var ekki í neinu standi til vera hjá henni alla nóttina svo við fengum það í gegn að systir mín fengi að vera hjá henni. Klukkan fjögur var pabbi kominn aftur og hann var hjá henni þegar hún fór. Mamma dó í hádeginu á miðvikudeginum 1. apríl, hún missti meðvitund seinni part þriðjudags og fjaraði svo út.“

Miður sín af sorg „Ég fékk að kveðja mömmu á miðvikudeginum eftir að hún lést, var sú eina sem fékk það, og þegar ég kom heim var ég auðvitað miður mín, ég hafði misst mömmu mína. Jónas var heima, fárveikur inni í herbergi í einangrun og daginn eftir, þegar maður kom aftur til sjálfs síns, þá áttaði ég mig á hvað hann væri orðinn veikur og hefði þurft að fara á spítalann daginn sem mamma deyr. Þá hringdi ég á sjúkrabíl fyrir Jónas og hann var eins og pabbi, það þurfti að bera hann út í bílinn. Jónas var svo veikur að hann strax var settur í súrefni. Hann var

JOB OFFER

IN A CLEANING COMPANY

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Staff needed for cleaning in schools in Reykjanesbær Working hours 13:30 to 17:00 (or by agreement). We look for people 20 years or older. Language: Icelandic or good English. Must have: Clean criminal record. Interested go to www.allthreint.is and fill out a job application

Foreldrar Guðnýjar, Ágústa og Bjarni, höfðu verið par Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

í yfir sextíu ár.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Sex vikur í sóttkví

r, ásamt yngstu börnunum. Jónas, eiginmaður Guðnýja svo orkulaus að hann gat ekki talað í síma svo öll okkar samskipti voru í gegnum hjúkrunarfræðing. Jónas var inni í fimm nætur og tveir dagar voru eins og hjá mömmu – það var bara verið að bíða og sjá. Það var eiginlega eins og ég væri að fara í gegnum sama ferlið með hjá mömmu, sömu samtölin. Ég hélt að hann væri að fara líka.“

Fimmtán metrar „Þegar þarna var komið var ég líka sett í einangrun og þau vildu senda mig í sýnatöku, ég hafði þegar farið í tvær og í bæði skiptin reynst neikvæð. Sýnatakan reyndist enn og aftur neikvæð. Elsta stelpan mín var þá ein með öll börnin í sóttkví og að hugsa um pabba, ég var í einangrun og Jónas á spítala. Ég fékk

Ágústa og Bjarni áttu man margar gæðastundir sa um. eins og má sjá á myndun

svo loksins símtalið um að Jónas væri farinn að braggast og þau væru jafnvel að hugsa um að senda hann heima, hann hafði gengið fimmtán metra með stuðningi en án súrefnis – hann hékk eiginlega á þeim en það þótti afrek að komast þessa fimmtán metra. Þær voru ótrúlega ánægðar hvað honum hefði farið fram. Svo var Jónas sendur heim í þessu ástandi því starfsfólkið á Covid-deildinni var svo hrætt um að það væri væntanleg holskefla vegna páskanna og það var verið að senda þá heim sem var hægt. Þau vissu að heima fengi hann góða þjónustu, við værum vön og réðum við þetta. Hann svaf eiginlega alla þessa viku sem hann var í einangrun, var bara í móki.“

– Þegar allt er tekið saman, hve lengi voruð þið fjölskyldan í sóttkví? „Við vorum samtals í sex vikur, þetta reyndi á en það voru allir indælir við okkur, fóru í búð og vildu allt fyrir okkur gera. Bjarni, sá yngsti, fékk meira að segja sendingu heim af leikskólanum. Það þótti öllum svo undarlegt að allar sýnatökur sem ég fór í reyndust neikvæðar, ég var búin að vera í miklu samneyti við þá sem höfðu veikst án þess að veikjast sjálf, svo ég var send í mótefnamælingu. Hún reyndist jákvæð og ég mældist með mótefni en veit ekkert hvenær ég hef veikst. Ég hafði verið þreytt og slöpp, með smá pirring í hálsi um tíma, en það er engin leið að sjá hvenær ég gæti hafa veikst. Þeir sögðu að mögulega hefði veiran ekki verið nógu sterk í hálsinum í sýnastökunni til að mælast eða ég gæti jafnvel hafa veikst fyrir löngu síðan. Það væri engin leið að vita það en ég treysti því engan veginn að ég geti ekki fengið þetta aftur, veiran er að stökkbreytast og þeir eru líka að læra inn á þetta. Þannig að ég tek enga sénsa.“

Var brugðið fyrst eftir sóttkví „Mér brá þegar ég fór í fyrsta skipti út í búð eftir að hafa verið lokuð í sóttkví. Ég var með hanska, sprittuð og var að passa mig en það var enginn að virða tveggja metra regluna og fólk teygði sig jafnvel yfir hausinn á manni til að sækja vörur í hillurnar. Svo að sjá í sumar öll þessi fótboltamót, allir að hittast og skemmta sér hver ofan í öðrum. Núna er komin önnur bylgja af því að fólk er ekki

Jónas var svo veikur að hann strax var settur í súrefni. Hann var svo orkulaus að hann gat ekki talað í síma svo öll okkar samskipti voru í gegnum hjúkrunarfræðing ...

að passa sig, það er ekki að gera eins og fyrir það er lagt. Fólk gerir sér engan veginn grein fyrir hve alvarlegt þetta er. Mér finnst það bara sorglegt, það létust tíu manns og fjölmargir veiktust. Það er bið eftir endurhæfingu því fólk hefur skerta starfsgetu eftir að hafa veikst í mars. Jónas minn, sem er heilsuhraustur maður, gat ekki keyrt lengra en upp í Borgarnes þá var hann sprunginn – alveg búinn á því bara við það eitt að keyra bíl. Ég held að fólk ætti að passa sig betur, það margborgar sig.“

Útför mömmu Eftir allar þær raunir sem fjölskylda Guðnýjar hafði gengið í gegnum og þau loks búin að komast yfir veikindin var komið að því að jarðsetja móður hennar.


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

... einu áhyggj­ urnar sem hún hafði var að langömmubörnin hennar væru ekki búin að fá gjafirnar sem þau höfðu keypt á Kanarí ... Því átti eftir að fylgja ýmis vandkvæði sem jók aðeins á sársauka fjölskyldu í sorgarferli. „Fyrir nokkrum árum siðan höfðu bæði mamma og pabbi verið búin að útbúa áætlun í kirkjunni á Ísafirði um hvernig þeirra óskir um útför þau sæju fyrir sér þegar kallið kæmi. Hún vildi bara vera jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju, í sínum heimabæ þar sem hún hafði alltaf búið. Hún var mjög trúuð hún mamma. Ég sótti um undanþágu til að vera viðstödd kistulagninguna en fengum það ekki þannig að ég

og krakkarnir mínir sátum hérna heima og systir mín streymdi athöfninni á Facebook. Rétt áður en þau mættu í kistulagninguna komu þau skilaboð að kistan mætti ekki vera opin, þannig að restin af fjölskyldunni fékk í raun ekki að kveðja. Séra Skúli [Ólafsson] sá um athöfnina, við þekktumst því hann hafði verið prestur á Ísafirði. Hann gerði þetta ótrúlega vel og á hrós skilið fyrir hve falleg athöfnin var hjá honum.“

Fjölskyldan sár og reið út í Þjóðkirkjuna „Svo vorum við að reyna að fá að halda jarðarförina á Ísafirði en þá var Covid-ástandið orðið slæmt fyrir vestan og komin tilmæli frá sóttvarnalækni um að vera ekki með samkomur þar sem fleiri en fimm komu saman. Þetta voru tilmæli, ekki lög, en presturinn fyrir vestan vildi ekki taka þá ákvörðun að leyfa tuttugu manns að koma saman í kirkjunni og ráðfærði sig við biskup. Biskup neitaði að verða við þessari bón þótt fjölskyldan vildi virða þessa ósk mömmu og jarðsetja hana frá Ísafjarðarkirkju. Eins og ég segi þá voru þetta aðeins tilmæli en ákvörðun biskups var ekki haggað og því fór athöfnin fram í Neskirkju og séra Skúli jarðsöng. Ég get ekki skilið þessa ákvörðun biskups því þetta var sami hópur og hittist í Neskirkju, þessar tuttugu manneskjum, og ég

get ómögulega séð hvaða munur var á því að þessi sami hópur gæti hist í Neskirkju en ekki í Ísafjarðarkirkju – þetta voru tilmæli og engin lög yrðu brotin. Þess má geta að Ísafjarðarkirkja tekur 300 manns í sæti og tuttugu manns hefðu hæglega rúmast inni í henni án þessa að brjóta tveggja metra regluna, þar að auki voru engar aðrar athafnir í kirkjunni á þessum tíma. Mamma var búin að velja lög og sálma sem organistinn lék og séra Skúli gerði eins vel og hægt var að gera úr aðstæðum, þetta var mjög falleg útför en þarna fannst mér Þjóðkirkjan skella hurðum á okkur aðstandendur þegar við þurftum hvað mest á henni að halda. Við leigðum bílaleigubíl sem við bárum kistuna í að athöfn lokinni, svo ókum við fjölskyldan öll saman vestur með mömmu þar sem hún var greftruð og þá voru engin vandkvæði að vera öll saman í kirkjugarðinum, þar vorum við meira að segja fleiri en tuttugu því systur hennar voru viðstaddar greftrunina – en af því að þetta var haldið úti var það í lagi.“

Minningarathöfn í Ísafjarðarkirkju

Útförin var mjög falleg og séra Skúla tókst að framkvæma hana eins vel og hægt var miðað við aðstæður.

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

„Ég var rosalega reið, er ennþá reið, út í Þjóðkirkjuna því mér fannst þetta bara ljótt. Hún á að vera til staðar fyrir fólk á svona tímum. Við ákváðum svo að halda minningarathöfn fyrir vestan og hún var haldin í júní. Þá gátum við meira uppfyllt óskir mömmu en

... þarna fannst mér Þjóðkirkjan skella hurðum á okkur aðstandendur þegar við þurftum sem mest á henni að halda samt ekki alveg. Mamma og pabbi höfðu valið lög eftir Elvis Presley sem voru leikin á panflautu, þessi lög vildu þau láta leika sem forspil fyrir athöfn í kirkjunni. Svona tónlist hefur margoft verið leikin í jarðarförum, líka í Ísafjarðarkirkju áður. Þá mátti ekki spila af disk, organistinn vildi ekki leyfa það og sagði að það ætti að nota tónlistarfólk af svæðinu. Það endaði á því að organistinn lék lög af disknum en við könnuðumst ekki við nema tvö þeirra sem hún spilaði fyrir athöfn. Þarna vorum við að reyna að uppfylla óskir mömmu en aftur var skellt á okkur. Þetta gerði mig ennþá reiðari, því það þekkist alveg að lög séu leikin af


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

diskum við svona athafnir, enda er ég núna búin að segja mig úr Þjóðkirkjunni.“

Heilbrigðisstarfsfólki þakkað „Seinna þurfti Jónas að fara í vinnuferð til Grænlands og hann fór því að verða sér út um vottorð o.þ.h. Hann notaði tækifærið og þakkaði starfsfólk Covid-deildarinnar fyrir þá þjónustu sem það

veitti enda stóðu þau sig vel á erfiðum tímum eins og allir vita. Talið barst í framkvæmd kistulagningar og útfararinnar og þá hváði starfsfólkið, það skildi ekki hvers vegna okkur hafði ekki verið leyft að vera viðstödd kistulagninguna. Þau töluðu um að fólk hefði jafnvel fengið að koma erlendis frá beint í jarðarför og svo í sóttkví en af hverju við fengum ekki að vera viðstödd vitum við ekki.“

Guðný með mömmu sinni í minigolfi á Kanarí.

Lífið heldur áfram „Það hafa engir fleiri úr fjölskyldunni veikst eftir þetta, enda kannski enn varkárari eftir þá lífsreynslu sem við höfum gengið í gegnum. Þetta hefur líka orðið til þess að annað fólk okkur tengt, vinir og kunningjar, hafa líka verið mjög passasöm og gætt vel að sér. Það sá að þetta er ekki bara pest. Þessi veira er ekki eins léttvæg og margir halda fram, það fólk gerir sér enga grein fyrir því hvað þetta er rosalegt og gerist hratt. Þótt þú veikist ekki mikið þá geturðu verið lengi að glíma við eftirköstin, hve lengi veit enginn í raun og veru – eða hvort fólk nái sér að fullu yfirleitt. Vill fólk í alvöru taka áhættuna á því? Ég óttast mjög að verið sé að slaka of mikið á reglunum. Nú erum við bara að reyna að halda áfram með lífið. Þetta reyndi á og framundan er mikil vinna. Jónas er ekki með fulla starfsgetu og þarf á endurhæfingu að halda. Þetta liggur á sálinni á fjölskyldunni, sjálfsásakanir sækja að fólki og það þarf tíma til að vinna úr sorginni – en lífið heldur áfram.“

Þótt þú veikist ekki mikið þá geturðu verið lengi að glíma við eftirköstin, hve lengi veit enginn í raun og veru – eða hvort fólk nái sér að fullu yfirleitt. Vill fólk í alvöru taka áhættuna á því?

yfið sitt til að vinna Guðný og fjölskylda notaði sumarle í Haukadal í Dýrafirði. úr sorginni í bústað sínum sem er

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Viðburðir í Reykjanesbæ

Háaleitisskóli – Kennari Háaleitisskóli – Starfsmaður skóla Velferðarþjónusta – Liðveisla Reykjanesbær – Almenn umsókn

Á sjó - POP-UP sýning Á sjó er pop-up sýning úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar og að þessu sinni er þemað sjómennskan, sem er tenging við sögu Suðurnesja og staðsetningu Duus Safnahúsa við sjóinn og smábátahöfnina. Listasafnið á mikið safn verka sem sýna sjómenn að störfum, báta í höfn og sjósett skip. Sýningin stendur til 25. ágúst

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Sýning á galdraheimi bókmenntanna Harry Potter varð fertugur 31. júlí og í tilefni þess er sýning í Átthagastofu Bókasafnsins sem ber heitið "Galdraheimur bókmenntanna".


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

HVALIR Í GRINDAVÍK Í RAUNSTÆRÐ Götumálverk sem hægir á umferð við Hópskóla

Nýtt götumálverk á hluta Suðurhóps í Grindavík er farið að taka sig mynd. Verkefnið, sem hannað er af Margréti Ósk Hallgrímsdóttur, er ætlað að sýna sjávarríkið við Grindavíkurhöfn og að hægja á umferð í götunni. „Götumálverkið er í nánd við Hópskóla og þvi tilvalið til þess að hægja á umferð í kringum skólann. Ég er svo heppin að fá að vera vinnuskólanum innan handar hér í Grindavík sem ég fæ að aðstoða við að klára verkið. Við byrjuðum þann 20. Júlí og stefnum að því klára verkið á næstu dögum,“ segir Margrét. Sjálf er Margrét alin að stórum hluta upp í Grindavík en flutti til Reykjavíkur til þess að læra grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands. Margrét hefur komið að margvíslegum verkefnum fyrir Biskupsstofu og Miðstöð sameinuðu þjóðanna svo dæmi séu tekin. „Verkið er frekar einfalt og barnvænt og þarf að höfða til barnanna. Þetta eru lífverur sem búa í sjónum umhverfis Grindavík. Það er líka einkar skemmtilegt að segja frá því að hvalirnir eru allir í raunstærð. Hrefnan, Hnýsurnar og Hnúfubakurinn,“ segir Margrét. Allir sem sóttu um í vinnuskóla Grindavíkurbæjar fengu vinnu og voru launaðir starfsmenn 221 um síðustu mánaðamót.

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.


AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Fyrsti togarinn í 50 ára sögu Vísis en hvar er makríllinn? Ágústmánuður er ansi merkilegur mánuður, hann er jú eini mánuðurinn ársins þar sem karlmenn eru skírðir svo til í höfuðið á, ansi margir Íslendingar heita jú Ágúst. Tvennt annað er merkilegt við ágúst, hið fyrra er það að þessi mánuður og desember eiga eitt sameiginlegt. Báðir þessir mánuðir eru síðasti mánuðurinn í einu ári. Jú, við vitum öll að desember er síðasti mánuður hvers árs. En það er nefnilega ágúst líka. Hann er síðasti mánuðurinn í ári sem kallast fiskveiðiár. 1. september ár hvert kemur ný kvótaúthlutun út og þá færist aðeins líf í veiðarnar. Við á Suðurnesjunum sjáum kannski lítið af því vegna þess að vanalega fer allur stóri línubátaflotinn, sem er gerður út frá Grindavík, norður og austur í land til veiða og er öllum fiskinum ekið suður til vinnslu. Það gæti þó verið einhver breyting á því vegna þess að bæði fyrirtækin Þorbjörn ehf. og Vísir ehf. hafa lagt sitthvorum línu-

bátnum og komið með togskip í staðinn. Þorbjörn ehf. lagði Sturlu GK og keypti í staðinn 29 metra togbát sem heitir í dag Sturla GK og mun áhöfnin sem var á línubátnum Sturlu GK fara yfir á togbátinn Sturlu GK. Það sama hefur gerst hjá Vísi en þar hefur línubátnum Kristínu GK verið lagt og heitir hann í dag Steinn GK, þeir hafa leigt togarann Bylgju VE frá Vestmannaeyjum til eins árs. Er þetta nokkuð merkilegt því að Vísir hefur í 50 ára sögu sinni aldrei gert út togara, þótt fyrirtækið hafi gert út báta sem voru á trolli en aldrei togara. Spurning hvort þetta breyti einhverju gagnvart því að bátarnir séu úti á landi að landa fiski og öllum fiski sé ekið suður eða hvort tog-

skipin verði við veiðar við sunnanvert landið og landi í sinni heimahöfn. En aðeins að öðru. Undanfarin ár hefur verið mikið líf og fjör í Keflavík vegna fjölda báta sem stunda makrílveiðar á handfæri en núna þá er því miður allt steindautt. Bátarnir náðu að landa smá slatta í lok júlí en í ágúst hefur ekkert fundist og þó nokkrir bátar eru bara hættir að leita, t.d er Ragnar Alfreðs GK og Fylkir KE báðir farnir vestur til veiða með handfærum og veiða þá þorsk og fleira. Siggi Bessa SF sem hefur lagt komu sína suður undanfarin ár er kominn til Grindavíkur þegar þetta er skrifað en að sögn Unnsteins, skipsstjóra á bátnum, þá fannst enginn makríll á allri leiðinni suður og ætlaði hann að leita

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

aðeins meira hérna við Suðurnesin en ef ekkert finnst þá ætlar hann að sigla aftur til Hornafjarðar. Að makrílinn skuli ekki láta sjá sig er mikill tekjutap fyrir marga, t.d sjómennina á bátunum, vinnslurnar sem unnu makrílinn og Reykjaneshöfnina en tekjur hafnarinnar af öllum þessu mikla makrílafla skipti þó nokkru miklu. Á myndinni sem fylgir með má sjá Andey GK, Rán GK og Von GK, allir þessir bátar hafa leitað nokkuð duglega en ekkert fundið og enginn af þessum bátum hefur landað einu grammi af makríl núna í ár. Og að lokum hinn hluturinn sem er merkilegur við ágúst. Jú, hann er náttúrlega uppáhaldsmánuðurinn minn því ég á afmæli ... gaman gaman.


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

ANNAÐ LÍF

fyrir föt og fylgihluti „Trendport er fatamarkaður þar sem fólk kaupir og selur notuð föt og fylgihluti, svo sem veski, skó og ýmislegt skart. Við erum bæði með barna- og fullorðinsbása, þannig að hvort heldur sem þú ert að leita að fötum á þig eða börnin þá eru allar líkur á því að þú getir gert góð kaup,“ segir Þórlaug Jónatansdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Trendport ehf., sem nýverið opnaði við Hafnargötu 60 í Keflavík. — Hvernig kom þetta til? Hugmyndin kviknaði þegar ég var að fara í gegnum skápana síðastliðið haust og fannst ég þurfa að losa mig við eitthvað af þeim fötum sem ég var ekki mikið að nota. Ég hafði auðvitað oft gefið í rauða krossinn en ég var með föt sem voru kannski ekki kominn á þann stað að gefa þau. Þá fór ég að skoða þessa fatamarkaði. Þá þurfti að fara til Reykjavíkur og einnig var löng bið eftir að fá leigðan bás auk þess sem það er vesen að þurfa að keyra 80 km fram og til baka til að sjá um básinn. Þannig komst ég að þeirri niðurstöðu að það hlyti að vera markaður fyrir þessa þjónustu á Suðurnesjunum.

Nú geta Suðurnesjamenn stokkið til og verslað þegar þeir sjá eitthvað til sölu inni á Trendport – til sölu gúppunni á Facebook sem þau langar í. Því það er stór hluti af svona markaði að það eru sífellt að koma „nýjar“ vörur í básana og því þarf oft að vera snöggur til að ná henni. — Hvernig voru viðtökurnar? Þetta fór alveg langt fram úr okkar björtustu vonum og kom okkur skemmtilega á óvart. Við vissum ekki alveg við hverju mætti búast með því að opna fatamarkað í miðjum júlí í miðjum Covid faraldri, þegar útsölur eru í hámarki og allir í ferðalögum. En það var

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

bæði mikill áhugi á því að leigja bása og svo hefur verið stanslaus sala frá því að opnuðum. Það sýnir sig líka að flottar vörur, sérstaklega merkjavara stoppar ekki lengi og selst á góðu verði, bæðir fyrir seljendur og kaupendur. — En hvernig virkar þetta? Trendport er eins einfalt og hugsast getur fyrir bæði viðskiptavini og þá sem vilja selja notaðar flíkur. Þú leigir hjá okkur bás, skráir fötin sem þú vilt selja inn á innri vefinn okkar ásamt því að ákveða verðin þín sjálfur. Eftir það færðu afhent strikamerki sem þú festir við hverja flík og hengir upp á básinn, en innifalið í básaleigunni eru herðatré, stærðarmerkingar og þjófavarnir. Svo getur þú farið heim og fylgst með sölunni heima á innra kerfinu hjá okkur. Við stöndum í raun vaktina fyrir þig og seljum vörurnar fyrir þig. — Er þetta umhverfisvænt? Það sem heillaði mig líka var hugmyndin um að endurnýta. Það er nóg til af fatabúðum með ný föt. Og með aukinni verslun landans við netverslanir erlendis, þar sem

fólk kaupir föt sem það getur ekki mátað og þarf í raun að giska á stærðirnar, þá stuðlar það að enn frekari fatasóun en hefur verið undanfarið. Með því að kaupa og selja notuð föt og fylgihluti eignast þau annað líf. Það dregur úr mengun og bætir þar af leiðandi umhverfið og stuðlar að betri heimi. Svo er ekki verra að geta fengið smá pening fyrir í leiðinni. Hér er hægt að selja af sér það sem maður notar ekki en týmir ekki að henda eða gefa.“ Ég held við gerum okkur ekki grein fyrir því að textílframleiðsla stendur fyrir um 10% af kolefnislosun á heimsvísu. Það er meira en frá farþegaflugi sem þó hefur verið mikið í umræðunni. Íslendingar eru orðnir mun meðvitaðri um umhverfismálin, sóun og endurnýtingu. Við þurfum að tileinka okkur ný viðhorf, og með því að nýta fötin betur þá drögum við úr þessum áhrifum á umhverfið. Þannig finnum við það hjá viðskiptavinunum, bæði söluaðilum sem og kaupendum að þessu fylgir ákveðin vellíðan sem er gaman að vera hluti af.


Ljósanótt

Á tímum Covid-19 lengjum við afsláttartímabilið til að forðast að fjöldi komi saman í einu í versluninni.

Hefst 17. ágúst og lýkur 5. september.

30% afsláttur

af öllum

vörum*

*Afsláttur gildir ekki af tilboðsvöru.


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Adam Ægir til Víkings Kantmaðurinn Adam Ægir Pálsson úr Lengjudeildarliði Keflavíkur hefur verið seldur til Víkings í Reykjavík. Adam hefur leikið alla leiki Keflavíkur í deildinni í sumar og skorað í þeim fjögur mörk. Á Facebook-síður knattspyrnudeildarinnar segi: „Adam Pálsson sem hefur spilað í stöðu vinstri kants undanfarið kveður Keflavík að þessu sinni og gengur til liðs við Víking Reykjavík. Adam kom til liðs við Keflavík 2017 og byrjaði að spila með 2. flokki og vann sig upp hægt og rólega inní meistaraflokk félagsins. Adam var orðinn fastamaður í byrjunarliðinu undir lok seinustu leiktíðar og hefur verið einn besti leikmaður liðsins það sem af er yfirgangandi tímabili.“

Fyrsti Norðmaðurinn í Njarðvíkurnar Johannes Dolven, 24 ára norskur landsliðsmaður, er spenntur fyrir því að koma og leika með Njarðvík í Domino’s-deildinni í körfubolta Johannes Dolven er 24 ára norskur landsliðsmaður. Johannes er 206 cm miðherji sem útskrifaðist úr Barry University í vor en þar skilaði hann 9,1 stigi og 7,1 frákasti að meðaltali í leik. Í Barry lék hann með Njarðvíkingnum Elvari Má Friðrikssyni tímabilið 2017–2018. Elvar Már mun leika í Litháen á næstu leiktíð eins og VF greindi nýlega frá. „Sögulega séð er Njarðvík eitt besta liðið sem leikið hefur á Íslandi með sautján Íslandsmeistaratitla. Mér fannst þetta hljóma mjög vel og frábært að fá tækifæri í deild sem ég veit að er góð. Þá er Ísland spennandi staður. Þjálfarinn í liðinu hefur verið hluti af þjálfarateymi landsliðs Íslands og man eftir því að hafa séð mig í ýmsum Evrópumeistaramótum, það hefur eflaust hjálpað mér í því að liðið hafði áhuga á að

fá mig,“ sagði Johannes í viðtali við vefsíðuna altomnba.com. Ryan Montgomery er 22 ára Bandaríkjamaður. Hann er 198 cm og getur leikið báðar framherjastöðurnar. Hann útskrifaðist úr Lee University í vor en þeir eru í 2. deild NCAA eins og Barry. Ryan var með 18,1 stig, 5,9 fráköst, 1,5 stoðsendingu og 1,3 stolna bolta að meðaltali í leik á lokaári sínu með Lee University.

GRINDVÍKINGAR FÁ EISTA Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við eistneska landsliðsmanninn Joonas Jarvelainen fyrir komandi keppnistímabil í Domino’s-deild karla. Joonas er 202 sentimetrar á hæð sem getur leyst stöðu miðherja og sem stór framherji. Joonas er þrítugur að aldri og á að baki nokkuð farsælan feril í heimalandi sínu en einnig leikið í Bretlandi. Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, er ánægður með að hafa gengið frá samkomulagi við Joonas:

„Hann býr yfir góðum sóknarhæfileikum og var til að mynda stigahæsti leikmaðurinn í efstu deildinni í Eistlandi á síðustu leiktíð. Hann hefur einmitt spilað lungann úr sínum ferli í Eistlandi en spilaði einnig tvö tímabil í Bretlandi með ágætum árangri. Hópurinn er að verða nokkuð þéttur og hlökkum til að sjá hann á parketinu sem fyrst,“ segir Daníel Guðni. Joonas Jarvelainen lék með Tal Tech í eistnesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og var með 18,35 stig að meðaltali í leik.

Guðmundur og Stefanía þjálfa hjá UMFG

Johannes í leik með norska landsliðinu gegn Íslandi árið 2018.

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur ráðið nýja yfirþjálfara yngri flokka fyrir næsta tímabil. Hjónin Guðmundur Bragason og Stefanía Jónsdóttir munu sameiginlega taka að sér verkefnið. Þau Guðmundur og Stefanía sem hafa um árabil verið hluti af körfuboltafjölskyldunni í Grindavík, bæði sem leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk. Þau hafa gríðarlega þekkingu á körfuknattleik sem mun án nokkurs vafa nýtast deildinni við að efla sitt starf og gera gott starf enn betra. Þau hófu störf þann 1. ágúst síðastliðinn og væntir körfuknattleiksdeild UMFG mikils af starfi þeirra í vetur, segir í frétt UMFG.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Ungur körfuboltakappi úr Njarðvík fer til félags á Spáni

Róbert Sean með foreldrum sínum, Berglindi og Brenton, og Jóni Arnóri Stefánssyni sem aðstoðaði fjölskylduna í þessu máli.

Njarðvíkingurinn Róbert Sean Birmingham mun ganga til liðs við Baskonia á Spáni fyrir næsta tímabil. Brenton Birmingham, faðir hans, greinir frá þessu á Facebook. Robert mun leika með unglingaliði Baskonia. Róbert er fimmtán ára gamall og hefur leikið með öllum yngri flokkum Njarðvíkur. Þá fékk hann tækifæri með úrvalsdeildarliði UMFN í Domino’s-deildinni á síðasta tímabili þegar hann skoraði sín fyrstu stig í efstu deild gegn

Róbert Sean (lengst til vinstri) lék sinn fyrsta leik með úrvalsdeildarliði Njarðvíkur gegn Fjölni í efstu deild í mars 2020.

Fjölni í Njarðtaksgryfjunni. Þá hefur Róbert leikið með yngri landsliðum Íslands. Brenton, faðir hans, lék lengst af með Njarðvík en einnig með Grindavík. Hann er einn af bestu erlendu leikmönnum sem hafa leikið hér á landi.

Saski Baskonia leikur bæði í ACB og EuroLeague og er staðsett í Vitoria-Gasteiz á Spáni. Liðið er sem stendur ríkjandi Spánarmeistari, en frá aldamótum hafa þeir í fjögur skipti orðið meistarar.

Brenton í Ljónagryfjunni

Faðir Róberts, Brenton Birmingham, var einn besti útlendingur sem hefur leikið á Íslandi. Hann lék með Njarðvík stærsta hluta ferilsins en einnig um tíma með Grindavík. Hér sést hann í búningum beggja liðanna en báðar myndirnar voru teknar í Ljónagryfjunni. Víkurfréttir birtu ítarlegt viðtal við Brenton í jólablaði árið 2016. Það er hægt að finna á timarit.is.


24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Natasha Moraa Anasi hefur komið sér vel fyrir í Keflavík:

Magnaður miðvörður sem skorar mörk – Hefur leikið 100 leiki á Íslandi og segist hvergi hætt

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 25

Natasha Moraa Anasi hefur verið frábær í sumar með liði Keflavíkur í Lengjudeild kvenna. Keflavíkurstelpur verma efsta sæti deildarinnar eftir sjö umferðir, þær hafa ekki tapað leik og eru með ótrúlega markatölu, hafa skorað 22 mörk en aðeins fengið á sig fjögur. Dröfn Einarsdóttir er markahæst í Lengjudeildinni með sex mörk en Natasha og tvær aðrar hafa skorað fimm. Fyrirliðinn segir þær stefna ótrauðar á sæti í efstu deild að ári og ekkert virðist ætla að koma í veg fyrir það. 100 leikir á Íslandi Natasha kom til Íslands árið 2014 og lék fyrstu tímabilin með ÍBV en skipti yfir í Keflavík fyrir fjórum árum. Núna hefur hún leikið 100 leiki á Íslandi, 50 með ÍBV og 50 með Keflavík, og eins og hún er að spila í dag á hún örugglega aðra 100 leiki eftir. „Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilin þá bjóst ég ekki við að ílengjast þetta lengi á Íslandi þegar ég kom hingað fyrst árið 2014 en hér er ég enn og finnst það frábært. Það kom mér mjög á óvart um daginn þegar ég sá að ég væri búin að leika þetta marga leiki, ég bara vissi það ekki og finnst það geggjað. Ég varð mjög glöð að sjá hve margir leikirnir eru orðnir, vonandi á ég

aðra 100 leiki eftir. Nú er ég orðin íslenskur ríkisborgari og búin að stofna til fjölskyldu á Íslandi svo ég er ekkert á förum á næstunni.“

Lék með landsliði Íslands Natasha hefur fundið sig vel í íslenska fótboltanum, hún hefur m.a. verið valin leikmaður ársins síðustu tvö ár hjá Keflavík og var valin maður Inkassodeildarinnar 2018 af Fótbolti.net. Eftir að henni var veittur íslenskur ríkisborgararéttur í desember á síðasta ári hefur hún leikið tvo landsleiki fyrir Ísland, báða á Pinatar Cup

óttir eftir fyrsta Natasha og Sigríður Lára Garðarsd á þessu ári. landsleikinn á Pinatar Cup í mars

Falleg fjölskylda. Natasha og Rúnar með börnunum sínum , þeim Óliver og Harper Eyju.

sem fram fór á Spáni í mars á þessu ári. „Ég vona að ég fái að leika fleiri landsleiki fyrir Ísland en ég einbeiti mér bara að því að spila góðan fótbolta og þó Keflavík sé ekki að leika í efstu deild fæ ég vonandi fleiri tækifæri hjá Jóni Þóri [Haukssyni, þjálfara íslenska landsliðsins] en ég reyni ekki að hugsa um það. Bara sýna mitt besta, æfa vel og hafa gaman.“

... Það kom mér mjög á óvart um daginn þegar ég sá að ég væri búin að leika þetta marga leiki, ég bara vissi það ekki og finnst það geggjað ...

– Segðu mér Natasha, hvernig byrjaði fótboltaferillinn hjá þér? „Ég var fimm ára gömul og í leikskóla, ég var alltaf mjög stór og sterk og kennari kom til mömmu og spurði hvort ég spilaði einhverja íþrótt. Þegar mamma svaraði: „Nei, hún er ekki byrjuð ennþá,“ sagði hann að ég væri að fara að spila fótbolta með hans liði. Svo ég fór að spila með þeim og ég bara elska fótbolta. Ég prófaði líka körfubolta og var góð í honum en ég elska fótboltann.

lauk B.A. námi í stjórnmálafræði. Núna er ég í Háskóla Íslands að taka Master í alþjóðasamskiptum, það gengur ljómandi vel og ég held að ég eigi u.þ.b. eitt ár eftir.“

Stefnir á Master að ári

Ætluðu að gifta sig í sumar

Ég lék bæði fótbolta og körfubolta í gegnum mína skólagöngu en þegar ég var á unglingsárum (High School) hætti ég í körfunni. Ég hef einbeitt mér að fótboltanum eftir það og fór á knattspyrnustyrk í Duke-háskólann í Norður-Karólínu þaðan sem ég

Natasha kynntist Rúnari, unnusta sínum, í mars 2016. „Ég var nýkomin aftur til Vestmannaeyja og hann superlike-aði mig á Tinder, við byrjuðum að spjalla saman og hann bauð mér síðan í heimsókn til að horfa á körfuboltalið Duke spila í beinni. Mér leist


d með cago Chi í i sinn mömmu

Eyja á góðri stun HarÍper 26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM 40 ÁR

Rómantískin blómstraði þegar Rúnar bað Natasha fyrir tveimur árum síðan í bátsferð í Eyju m.

Ég elska að vera mamma og það er hvergi betra að ala upp börn en á Íslandi ...

Natasha fæddist í Bandaríkjunum en foreldrar hennar eru frá Kenía.

Hér er Natasha ásamt foreldrum sínum og systkinum sem öll eru búsett í Bandaríkjunum.

svo vel á hann að ég tók þriggja tíma bátsferð með Herjólfi til Þorlákshafnar til að koma og hitta hann hér í Njarðvík ... og hér erum við í dag.“ Rúnar bað Natasha í bátsferð í Eyjum fyrir tveimur árum og þau höfðu áætlað að gifta sig í júní nú í sumar. „Kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir að það gæti gerst og við höfum ekki ennþá ákveðið nýja dagsetningu, kannski á næsta ári,“ segir Natasha sem fæddist í Texas í Bandaríkjunum en foreldrar hennar eru frá Kenía. „Ég á stóra fjölskyldur úti, foreldrar mínir og systkini búa í Bandaríkjunum en svo á ég marga ættingja í Kenía. Á tímum Covid-19 er betra að bíða með að halda brúðkaup þar sem ekki

Natasha lék með Dukeháskólanum áður en hún kom til Íslands.

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

einu sinni er hægt að bjóða nánustu fjölskyldu til athafnarinnar.“

Elskar að vera mamma Þau Natasha og Rúnar búin að koma sér upp heimili í Reykjanesbæ, hún er orðin tveggja barna móðir, á stjúpsoninn Óliver (tíu ára) og saman eiga þau Rúnar dótturina Harper Eyju (þriggja ára). „Ég elska að vera mamma og það er hvergi betra að ala upp börn en á Íslandi,“ segir Natasha sem hefur notið þess að eyða tíma með börnum sínum í sumar.

Ég fór á knatt­ spyrnustyrk í Duke-háskólann í Norður-Karólínu þaðan sem ég lauk B.A. námi í stjórn­ málafræði. Núna er ég í Háskóla Íslands að taka Master í alþjóða­ samskiptum ...


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 27

Hefur gaman af að ferðast – Hvað hefurðu verið að gera í sumar? „Ég er búin að fara í nokkur ferðalög sem er nokkuð óvanalegt því vanalega er sumarið frátekið vegna fótboltans. Þó það sé leiðinda staða á málum í fótboltanum þá hafa þessar sérstöku aðstæður gefið mér tækifæri til að sjá meira af Íslandi að sumri til. Meira að segja maðurinn minn, sem hefur búið alla sína ævi á Íslandi, segist vera búinn að sjá fleiri staði en nokkurn tíma. Svo hef ég reynt að vera heima með börnunum og hafa gaman með þeim. Það er bara búið að vera að njóta í sumar. Við Rúnar elskum að ferðast og höfum gert talsvert af því, við höfum ferðast saman til margra landa og eftir tímabilið 2014 ferðaðist ég um Evrópu, fór til Englands, Þýskalands, Danmerkur. Svo er ég búin að fara til Mexíkó og Spánar líka, ég er búin að ferðast mikið.“ – Hefurðu heimsótt Kenía? „Já en síðast þegar ég fór þangað var ég þriggja ára. Mig langar að fara þangað aftur fljótlega, ég er búin að segja að það sé næsta ferðalag sem ég verði að fara í.

Báðir bræður mínir og systir mín eru búin að fara en ég á það eftir. Kannski það verði brúðkaupsferðin okkar.“ Í Kenía er tungumálið Swahili talað og blaðamanni lá forvitni á að vita hvort Natasha, sem er fædd í Bandaríkjunum, tali Swahili. „Nei, ég skil það alveg en ég tala það ekki. Mamma reyndi að kenna mér Swahili þegar ég var lítil og þá talaði ég bæði ensku og Swahili – en þegar ég byrjaði í skóla fór ég alfarið að tala ensku og mamma gafst upp á að reyna að kenna mér meira.“

Natasha og Rúnar elska að ferðast saman, hér eru þau í Mexíkó.

Fótboltinn á veirutímum Aðspurð um hvernig henni lítist á stöðu knattspyrnumála í dag segir Natasha: „Þetta hefur verið mjög erfitt eins og málin hafa þróast, hefur reynt mjög andlega á leikmenn en mér finnst það mjög jákvætt að það sé verið að reyna að finna leiðir til að hægt sé að halda áfram með deildina. Mér finnst það spennandi jafnvel þó það verði án áhorfenda, það breytir auðvitað stemmningunni á leikjum en eftir að hafa farið í gegnum æfingar á sóttvarnartímum verða leikmenn bara ánægðir að fá að spila.“

Það verður því gaman að fylgjast með þessari frábæru knattspyrnukonu þegar hún og samherjar hennar reima aftur á sig knattspyrnuskóna en að öllum

Vegna aðstæðna hefur Natasha fengið tækifæri til að ferðast um Ísland í sumar. Hér eru hún með Rúnari í Stuðlagili sem Íslendingar hafa verið duglegir að heimsækja í ár.

líkindum leikur Keflavík gegn botnliði Völsungs í Lengjudeild kvenna á Nettóvellinum næstkomandi sunnudag.


28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Oddný Guðbjörg Harðardóttir og Eiríkur Hermannson fóru víða með hjólhýsið sumarið 2020

Eyðibýli við Litlalón á Snæfellsnesi.

Góðar súpur við þjóðveginn Oddný Guðbjörg Harðardóttir og Eiríkur Hermannsson byrjuðu sumarfríið 2020 á ferðalagi um Snæfellsnes með hjólhýsið sitt. Þangað var farið bæði vegna þess að veðurspáin var góð fyrir það svæði og Oddnýju langaði að fara í rólegheitum um gömlu heimahagana. Þau gistu í hjólhýsinu á tjaldstæðinu í Stykkishólmi. Víkurfréttir fengu Oddnýju til að segja frá sumarfríi hennar og Eiríks og ferðalögum þeirra innanlands nú í sumar. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

„Fjölskylda mín bjó á Gufuskálum á árunum 1959–1965. Pabbi vann þar við lóranstöðina. Við vorum fyrsta íslenska fjölskyldan sem settist þar að en fyrir voru m.a. indjánar sem reistu mastrið sem er hæsta mannvirki landsins og eitt af hæstu mannvirkjum í heimi, rúmir

400 metrar. Dagný, yngri systir mín, hélt því lengi fram að pabbi hefði reist mastrið aleinn en svo var nú ekki. Við fórum marga afleggjara út frá aðalveginum um nesið sem leiða að alls konar minjum um fyrri tíð og fallegum sögulegum stöðum. Létum Djúpalónssand og Arnarstapa vera í þetta sinn enda fórum við þangað með gömlum skólafélögum í fyrra.

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

Frá Snæfellsnesi stoppuðum við eina nótt á Þingvöllum og fórum þaðan að Flúðum enda var þar spáð sól og blíðu. Á öllum okkar

ferðum eru hjólin með í för. Frá Flúðum hjóluðum við út í Reykholt og heimsóttum Friðheima. Mátulegur hjólatúr, rétt um 23 km í allt. Á Þingvöllum var sól en dálítið rok. Eiríkur var að ganga frá inni í hýsinu þegar ég ákvað að nýta tækifærið og setjast í sólina í skjóli bak við hjólhýsið. Ég hafði ekki setið lengi þegar það skondna gerðist að ég heyri konu kalla á manninn sinn. Hún sagði: „Þarna situr alþingismaður og sólar sig í stað þess að vera að vinna í þágu þjóðarinnar!“ Hún lagði áherslu á tvö síðustu orðin. Við gerðumst túristar í Reykjavík í tvo daga og hjóluðum hring um borgina eftir góðum hjólastígum. Það er dásamlegt að hjóla um Laugardalinn og Fossvoginn þó það sé líka gaman að hjóla um miðbæinn. Þessi leið sem er bæði borg og sveit í senn er rúmir 20 km. Mæli með þessu og gott er að


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 29

Fjölskylda mín bjó á Gufuskálum á árunum 1959–1965. Pabbi vann þar við lóranstöðina. Við vorum fyrsta íslenska fjölskyldan sem settist þar að en fyrir voru m.a. indjánar sem reistu mastrið sem er hæsta mannvirki landsins og eitt af hæstu mannvirkjum í heimi, rúmir 400 metrar.


30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Keflvíkingur á kefli“ tekin á Snæfellsnesi.

Þaðan héldum við til Akureyrar og gistum á tjaldstæðinu í Hömrum við Kjarnaskóg. Það er alltaf gaman að koma til Akureyrar og frábært að hjóla inn í Eyjafjarðarsveit og heimsækja Jólahúsið og svo þaðan niður í bæ. Ætlunin var að halda lengra austur á bóginn en þá spáði kulda á norðausturlandi svo við pökkuðum saman eftir tvær nætur og héldum vestur í Búðardal. Eirík hafði dreymt um að heimsækja Haukadalinn þar sem hann var í sveit. Það eru komin svo mörg ár síðan að gamli bærinn að Núpi er rústir einar. Eiríkur sagði mér margar skemmtilegar sögur úr sveitinni, t.d. þegar hann hafði skipti á Obbu systur sinni fyrir bleika hryssu en af þeim kaupum varð reyndar aldrei. Einnig sagði hann mér frá miklum slag við mannýga rollu þar sem hann hafði betur með hjálp mjólkurbrúsa. Ég hafði reyndar heyrt allar sögurnar áður en það gerði ekkert til.“

Reiðhjól eru alltaf tekin með í ferðalagið.

æja við Braggann fræga í Nauthólsvíkinni og fá sér kaldan drykk. Síðan fórum við aftur af stað út á land. Byrjuðum á Hvammstanga og eigum örugglega eftir að koma

þangað aftur. Hvammstangi kom skemmtilega á óvart með góðri aðstöðu á tjaldstæðinu, skógrækt og fallegu umhverfi.

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

– Hvaða viðkomustaðir voru áhugaverðastir? Eitthvað sem kom skemmtilega á óvart? „Við heimsóttum sýndarveruleikasafnið á Sauðárkróki þar sem fjallað er um Sturlungaöldina og baráttuna um Ísland á 13. öld. Ég mæli með því að sem flestir tíu ára og eldri skoði safnið og taki þátt í Örlygsstaðabardaga í gegnum sýndarveruleika. Ég var frekar treg

til að setja á mig búnaðinn sem leiddi mig inn í bardagann en þegar bardaginn var hafinn stóð ekki á mér að kasta grjóti um leið og ég varði mig með skildi og greip spjót til að yfirbuga andstæðinga. Alveg frábær upplifun og þessi hluti Íslandssögunnar gleymist vart eftir þessa safnaferð. Einnig fórum við í Vínlandssetrið í Búðardal. Það segir frá Eiríki rauða, Leifi heppna, kvenhetjunni Guðríði Þorbjarnardóttur og landkönnun norrænna manna í Vesturheimi. Sagan er sögð og gestir fylgjast með í gegnum heyrnartæki og færa sig eftir sögusviðið sem gert er lifandi með haganlegu handverki. Mjög skemmtilegt og fróðlegt að heimsækja þetta safn. Við þræddum ýmsa góða matsölustaði á ferðalögunum en upp úr standa súpurnar. Ég mæli sérstaklega með fiskisúpunni á Gilbakka á Hellisandi þar sem Keflvíkingurinn Anna Þóra Böðvarsdóttir er vertinn en einnig með tómatsúpunni í Friðheimum í Reykholti og sveppasúpunni hjá Flúðasveppum. Afar góð hádegishressing á öllum stöðunum.“ – Hefur þú ferðast mikið innanlands? „Við höfum á undanförnum árum ferðast mikið innanlands og farið um nánast land allt. Við áttum ágætt fellihýsi í mörg ár en undan-


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 31

Frá Hvammstanga.

farin þrjú sumur höfum við átt hjólhýsi sem við notum eins mikið og kostur er. Landið okkar er svo fallegt og alltaf gaman að ferðast um Ísland, einkum í góðu veðri. Strax eftir verslunarmannahelgi áttum við frábæra daga í Borgarfirði með gömlum vinum til rúmlega 40 ára. Sá hópur kynntist í aðfaranámi Kennaraháskóla Íslands og hefur margt brallað um dagana. Í þetta skipti var óvenjurólegt yfir hópnum en húsráðendur voru búin að skipuleggja frábæra gönguferð um Jafnaskarðsskóg (sem ég kýs að kalla jafnaðarmannaskóg). Þangað hafði ég aldrei komið og vissi hreinlega ekki um en þessi skógur er alger perla. Þetta voru yndislegir dagar með yndislegum vinum. Um síðustu helgi var árleg útilega Söngsveitarinnar Víkinga, sem Eiríkur maðurinn minn tilheyrir, á Laugarlandi í Holtum. Það er skemmst frá því að segja að aldrei hef ég verið í blautari útilegu. Félagsskapurinn var frábær eins og alltaf en mér fannst rigningin ekki góð.“ – Áttu þér uppáhaldsstað sem þú sækir oft eða er eitthvað sem þig langar virkilega að skoða? „Ég veit ekki hvort ég get talað um sérstakan uppáhaldsstað en Þakgil, Kirkjubæjarklaustur og Ásbyrgi

koma þó upp í hugann. Svo erum við að láta okkur dreyma um að komast inn í Landmannahelli og Landmannalaugar áður en ágúst er liðinn en þangað hef ég ekki komið mjög lengi. Vonandi tekst það.“ – Hvernig er COVID-19 ástandið að leggjast í þig um þessar mundir og hverjar finnst þér horfurnar vera inn í haustið og veturinn? „Veiran er hættuleg og við verðum að gera allt sem við getum til að halda henni niðri. Gerum kröfur til okkar sjálfra með persónulegu sóttvörnunum og svo til stjórnvalda um að taka upplýstar og góðar ákvarðanir um allt sem varðar heilsu landsmanna og efnahag. Ég hef miklar áhyggjur af einmitt heilsu fólks og afkomu þeirra sem misst hafa vinnuna en ekki síður af börnum og ungmennum ef skólahald fer úr skorðum. Við gætum verið að kljást við langvarandi félagslegar og efnahagslegar afleiðingar ef skólahald fer mikið úr skorðum í vetur. Stjórnvöld verða að taka ákvarðanir sem treysta hagsmuni almennings frá öllum hliðum. Það verður krefjandi en undir þeim kröfum verða stjórnvöld að standa.“

Oddný og Eiríkur fóru í frábæra gönguferð um Jafnaskarðsskóg í Borgarfirði.


32 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sandra Rún með foreldrum og systkinum á útskriftarmynd þegar hún lauk meistaragráðu frá Barklee Collage of Music (Global Entertainment and Music Business).

Akkúrat það sem mig hafði dreymt um Sandra Rún Jónsdóttir úr Sandgerð hefur tekið við skólastjórn Tónlistarskóla Rangæinga Sandgerðingurinn Sandra Rún Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Tónlistarskóla Rangæinga. Sandra Rún er 26 ára og er með bakkalárgráðu frá Listaháskóla Íslands í skapandi tónlistarmiðlun auk meistaragráðu frá Barklee Collage of Music (Global Entertainment and Music Business). Hún starfar nú sem skóla- og hljómsveitarstjóri hjá Skólahljómsveit Austurbæjar en hefur einnig sinnt tónlistarkennslu við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Tónlistarskólann í Garði auk þess að starfa sem deildarfulltrúi við Tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún stundaði tónlistarnám frá barnsaldri og leikur á blásturshljóðfæri. Hún hefur tekið þátt í lúðrasveitarstarfi, spilað með léttsveit og starfað með Bjöllukór Tónlistarskólans í Reykjanesbæ. Þá hefur Sandra Rún tekið virkan þátt í margvíslegu kóra- og leikhússtarfi. – Hvernig kom það til að þú ákvaðst að sækjast eftir skólastjórastöðunni í Tónlistarskóla Rangæinga? Eftir að ég útskrifaðist úr háskólanámi var ég svo heppin að fá tíma-

bundna afleysingu á skrifstofu við Tónlistardeild Listaháskólans. Þegar það var farið á líða á árið mitt þar og ég farin að leita mér að öðru vantaði afleysingu sem stjórnandi hjá Skólahljómsveit

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

Austurbæjar og var mér boðin sú staða. Ég fann mig mjög vel í því starfi og eftir því

sem leið á veturinn fann ég mig alltaf betur og betur og var nokkuð viss um að þetta starf væri eitthvað sem hentaði mér og ég gæti hugsað mér að vinna við. Ég er algjört sveitarbarn, kem úr sveit að norðan og elst síðan að mestu upp í Sandgerði og eftir að búa nokkur ár í Reykjavík var mig farið að langa út á land. Þannig að þegar ég sá auglýsinguna um skólastjórastöðuna hjá Tónlistarskóla Rangæinga varð ég mjög spennt því þetta var akkúrat það sem mig hafði dreymt um, að komast út á land og vinnan sem mig langaði í svo það get ekki verið betra.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 33 Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– Ráðningarferlið var sérstakt og í gegnum Zoom-fjarfundarforritið. Hvernig var að fara í gegnum ráðningarferli í fjarfundarbúnaði? Það var frekar skrýtið og stressandi, því það er ekki hægt að miðla öllu í gegnum fjarfundabúnað. Það er erfiðara að skila persónuleika sínum, nærveru o.þ.h. í gegnum tölvuskjá en ég hlýt að hafa skilað einhverju því ég fékk boð í næsta viðtal sem var á staðnum en ekki í gegnum Zoom. Þau buðu s.s. þremur einstaklingum af átta sem fóru í Zoom-viðtal að koma í annað viðtal sem haldið var hérna á Hvolsvelli og ég fór inn á starfsmannafund, kynnti sjálfa mig og svaraði spurningum starfsmanna skólans. Það var mjög taugatrekkjandi að standa þarna fyrir framan alla og tala um sjálfan sig en um leið og ég gekk inn leið mér mjög vel og var þetta bara ekkert mál. Þegar ég fékk svo símtalið að þau vildu bjóða mér starfið þá var ég ekki alveg að trúa því en svo tók gleðin og spenningurinn yfir þegar ég áttaði mig á því hvað þetta allt saman þýddi. – Og núna þegar skólastarfið er að byrja, þá eru einnig áskoranir vegna Covid-19. Hvernig finnst þér að fara inn í haustið í þessu ástandi? Það er frekar skrýtið og óþægilegt. Ég er ekki viss hvort ég geti boðað starfsmannafund hér í skólanum því ég hef ekki beint rými til að halda tveggja metra reglunni með alla starfsmennina í einu. Annars gekk allt mjög vel hér á vormánuðum og reynslan sem myndaðist þá mun sannarlega nýtast nú ef svo ber undir. Það er ekkert skemmtilegt að byrja skólaárið í þessum takmörkunum en ég tek þessum áskorunum og reyni mitt besta við að leysa það sem leysa þarf og svo verður bara spennandi að sjá hvað tíminn leiðir í ljós í þessu COVID19-ástandi. Við allavega byggjum bara ofan á þá reynslu sem kom í vor og bíðum svo bara og sjáum hvort við komum kennslunni ekki bara sem fyrst í nokkuð eðlilegt horf. Í búning Lúðrasveitar Verkalýðsins.


34 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sandra Rún leikur á þverflautu.

Sandra Rún kennir á trompet í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

– Hvernig leggst nýja starfið í þig? Það leggst mjög vel í mig. Ég hef heyrt að það sé spenningur að fá mig hér í samfélaginu sem gerir mig smá stressaða en líka bara spennta að byrja og kynnast öllum og öllu hér. Það er pínu skrýtið að vera orðin skólastjóri svona ung en það er bara skemmtileg áskorun að vera yngst í starfsmannahópnum. Við erum með þrjá kennslustaði; á Hvolsvelli, Hellu og Laugalandi í Holtum. Það eru um sautján kennarar og 310 nemendur sem eru dreifðir um alla sýsluna. Að-

búnaðurinn er mjög góður, þ.e. nóg rými og vel útbúnar kennslustofur. – Segðu okkur aðeins um þig. Hvernig fékkst þú tónlistaráhugann? Ætli tónlistaráhuginn hafi ekki bara komið í gegnum tónlistarnámið. Það var mikil tónlist á heimilinu þar sem við fjögur systkinin vorum öll í tónlist og mamma líka og pabbi söng í kór. Þeir sem hafa haft mestu áhrifin á minn tónlistarferil eru nokkrir. Ætli það sé ekki aðallega hún móðir mín því það er hún sem

setti okkur öll systkinin í tónlistarnám. Hún hélt manni í tónlistarnáminu í gegnum erfiða tímabilið þegar maður nennir þessu ekki og vill hætta. Hún hélt systur minni í námi út 10. bekk og þá þakkaði hún mömmu fyrir að hafa haldið sér í námi svo hún gerði það einnig við okkur hin. Systir mín spilar einnig stóran sess í mínu tónlistaruppeldi því hún var fyrsti þverflautukennari minn og kom mér í lúðrasveit. Hún var einnig í léttsveitinni í Reykjanesbæ og var ég alveg dolfallinn aðdándi þeirra – en hún Karen Sturlaugsson hefur skipt ótrúlega miklu máli í því hvert ég er komin í dag. Uppeldið í gegnum lúðrasveitina, léttsveitina og bjöllukórinn hjá Karen hefur algjörlega mótað mig í þá átt sem ég kaus að fara með minn tónlistarferil. Þessar þrjár hafa allar verið mínar helstu klappstýrur þegar ég hef þurft á að halda og talað mig til þegar trúin á sjálfa mig var ekki alveg til staðar. Án þeirra þriggja væri ég ekki á þeim stað sem ég er í dag. – Hvernig var þín tónlistarskólaganga? Hún er mjög flókin og fjölbreytt. Ég byrjaði í Tónlistarskólanum í Sandgerði þegar ég var í fyrsta bekk og stundaði nám á þverflautu, trompet og píanó í yfir þretán ár. Ég byrjaði minn hljómsveitarferil þar í Lúðrasveit Tónlistarskóla Sandgerðis. Einnig tók ég grunnpróf og miðpróf á þverflautu og grunnpróf á trompet. Ég stundaði líka að hluta nám á trompet og þverflautu við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar ásamt að því að vera í tónfræði þar. Ég var í hljómsveitum í Reykjanesbæ; lúðrasveit, léttsveit og bjöllukór. Með lúðrasveitinni og bjöllukórnum fór ég í nokkrar utanlandsferðir og ætli bjöllukórsferðirnar standi ekki upp úr vegna tækifæranna sem við fengum sem voru

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 35

Karen Sturlaugsson hefur skipt ótrúlega miklu máli í því hvert ég er komin í dag. Uppeldið í gegnum lúðrasveitina, léttsveitina og bjöllukórinn hjá Karen hefur algjörlega mótað mig í þá átt sem ég kaus að fara með minn tónlistarferil.

Myndataka fyrir Tónleika í Valencia.


36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Frá Hvolsvelli í Ragnárþingi Ytra. Mynd af hvolsvollur.is m.a. að spila á tónleikum í Carnigie Hall í New York og að opna tónleika Sigur Rósar í Toronto. Við í bjöllukórnum spiluðum í nokkur ár á Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og á Norður og Niður hátíðinni sem haldin var í Hörpu af Sigur Rós ásamt því að taka upp disk með efni Sigur Rósar. Ég fékk tækifæri á meðan ég var í framhaldsskóla að leysa af í nokkrar vikur, bæði tónfræði og hljóðfærakennslu, sem var mjög lærdómsríkt því ég hafði stefnt á að sækja um nám á hljóðfærakennarabraut í Listaháskólanum en eftir þessar vikur í afleysingum fannst mér mun skemmtilegra að kenna tónfræði en einkatíma á hljóðfæri svo þarna vissi ég ekki alveg hvað ég átti að gera. Ég vissi að mig langaði að vinna við tónlist. Karen sá að eitthvað var að, ég var ekki alveg viss um hvað ég vildi gera og tók mig inn á skrifstofuna sína og við settumst niður og skoðuðum hvað var í boði. Ég endaði á að sækja um nám í skapandi tónlistarmiðlun, komst ég inn í námið við LHÍ og gæti ekki verið sáttari með þá ákvörðun. Í náminu í LHÍ fékk ég tíma á bæði þverflautuna og trompetinn. Í gegnum námið í miðlun unnum við mikið með alls konar hópa og viðburði. Einhvern veginn fann ég mig í stjórnendahlutverki í mörgum þeirra og því lengra sem leið á námið endaði ég alltaf meira og meira í hlutverkum á bak við tjöldin og fannst það henta mér mjög vel. Ég fór í nemendapólitík Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

þar sem ég endaði sem formaður nemendafélags tónlistardeildar og sat því í nemendaráði LHÍ og endaði einnig sem formaður þar og sat sem formaður beggja félaga í tvö ár. Þrátt fyrir að finna mig mjög í þessu námi var ég ekki viss hvað myndi taka við. Fannst ég ekki tilbúin að fara út á vinnumarkaðinn og langaði í framhaldsnám. Eftir langa rannsóknarvinnu og hjálp marga leiðbeinanda fann í nám við Berklee College of Music. Berklee er bandarískur háskóli en þau eru með útibú í Valencia á Spáni. Ég fór því til Spánar í mastersnám í Global Entertainment and Music Business og útskrifaðist með masterspróf sumarið 2018. – Þú ert sest að á Hvolsvelli, hvernig er að flytja í nýtt samfélag? Þekktir þú eitthvað til þarna? Ég flutti til Hvolsvallar um mánaðarmótin júní/júlí því ég vildi koma mér fyrir og aðeins að kynnast bæjarfélaginu áður en allt fór á fullt í vinnu. Ég þekki ekkert til hérna, er að norðan úr Kelduhverfinu og af Suðurnesjunum svo allar mínar tengingar eru á þeim slóðum en mér fannst mjög spennandi að fara í nýtt samfélag þótt það sé frekar erfitt. Þegar samfélagið er svona lítið eins og hér getur verið erfitt að kynnast fólki en það kemur held ég þegar skólinn fer af stað og maður fer í félagstarf hérna í bænum. Ég er allavega mjög spennt fyrir framhaldinu hérna.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 37

Þeir sem hafa haft mestu áhrifin á minn tónlistarferil eru nokkrir. Ætli það sé ekki aðallega hún móðir mín því það er hún sem setti okkur öll systkinin í tónlistarnám. Hún hélt manni í tónlistarnáminu í gegnum erfiða tímabilið þegar maður nennir þessu ekki og vill hætta.


38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fimm uppáhaldsplötur Karen J. Sturlaugsson

Karen Janine Sturlaugsson er aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, hún fæddist og ólst upp nálægt Boston, Massachusetts og er elst af fjórum systkinum. Karen ólst upp í mikilli tónlistarfjölskyldu – þótt pabbi hennar starfaði sem lögfræðingur varði hann öllum frítíma sínum í að spila og stjórna tónlist. Karen var alltaf í kringum tónlist og hlustaði mikið á tónlist heima, s.s. söngleiki, lúðrasveitar- og djasstónlist, en var líka á fullu að spila sjálf (í fyrstu á píanó og svo á trompet). Sem táningur var hún í sinfóníuhljómsveit sem ferðaðist mikið um Bandaríkin og Evrópu. Föðuramma og -afi hennar voru frá Íslandi svo Karen kom oft til Íslands til að heimsækja ættingja, þar hitti hún Björn sem síðar varð eiginmaður hennar. Eftir háskóla flutti Karen til Íslands, nýbúin að giftast Birni. Þau eiga tvö börn, Sturlaug Jón og Rebekku Bryndísi. Karen kenndi við Tónlistarskólann í Keflavík og varð skólastjóri þar áður en Tónlistarskóli Reykjanesbæjar var stofnaður, síðan þá aðstoðaskólastjóri við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Hún hefur stjórnað ýmsum hljómsveitum í gegnum árin: Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík sem varð Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, stofnaði Léttsveit Tónlistarskólans í Keflavík sem varð Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og svo stofnaði hún Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Hljómsveitir hennar hafa verið mjög virkar í gegnum árin og þær hafa tekið þátt í mörgum mótum, ferðast mikið til útlanda og spilað í upptökum. Karen hefur stjórnað Lúðrasveit Verkalýðsins frá árinu 2018.

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 39

The Beatles: Le t It

Be Það var mjög er fitt að gera upp á milli Abbey Road, Hvíta albú msins, og Let It Be … en Let It Be varð fyrir valinu. Ég var m eira að segja í Bítlaklúbb með þremur vinkon u m þegar ég var í fjórða bek k!

etamorphisis Paul Hindemith: Symphonic Mhás kólaárunum fékk

en plata. Á Í þessu tilfelli er þetta frekar verk Blomstedt, heimsfægum sinfóníuég tækifæri til að læra hjá Herbert níu. Þetta verk var meðal þeirra hljómsveitarstjóra, í Suður-Kalifor að stjórna og spila – og var ég gjörverka sem við lærðum. Ég var bæði samlega heilluð af þessu verki.

Bjöllukór Tónli starskóla Reykjanesbæja r: Klukk – Sigur Rós in bell s Yndis

Hjaltalín: Sleepdrunk Seasons

legar útsetninga r eftir Inga Garðar Erlendss on – lög Sigur R ósar, spiluð af Bjöllu kór Tónlistarsk ól a Reykjanesbæja r. Ótrúlega skem mtileg verkefni sem by rjaði með því að við spiluðum sem u pphitunarband fyrir Sigur Rós í Toron to og seinna hél dum við tónleika á N orður og Niður tónlistarhátíð Sigur R ósar í Hörpu.

Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim í gegnum árin og við hjónin vorum dugleg að mæta að hlusta á þau þegar þau voru að byrja.

ár Sýrlandi r a m u S : n n e m ð Stu ndi. ta á plötur frá Ísla

að hlus Ég hef alltaf verið r 22 ára n þangað til ég va Ég ólst upp í Bosto nnum imsókn nokkrar si he í að ng hi m ko – en ég íslenskri poppst ti nn ky Þá r. gu nar sem unglin s og Jóhann, Gun nú ag M m se o sv t, tónlis erk ar, Trúbrot, Spilv Þórðarson, Hljóm enn upp inna stóðu Stuðm Se . ri ei fl og na an þjóð tímana sem ég átti ðu gó la al á ig m i úr og minnt landi! í heimsóknum á Ís

Málið er að ég hlusta á mikið af alls konar tónlist, hef ALLTAF gert. Ég hlusta mikið á lúðrasveitir og djasshljómsveitir, ólst upp við að hlusta mikið á söngleiki (elska söngleiki – frábært tímabil síðasta haust þegar við í Tónlistarskólanum settum upp Fiðlarann á þakinu!) og Herb Alpert and the Tijuana Brass, Chuck Mangione, Chicago ... fyrir utan alla klassísku tónlistina! (Ég ferðast með sinfóníuhljómsveit út um alla evrópu þegar ég var táningur).


40 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Oddgeir ljósmyndari fór í fyrirsætuhlutverkið með fermingarfjölskyldunni, þeim Sævari Sævarssyni, Hildi Maríu Magnúsdóttur, dóttur þeirra Heiðrúnu Lind og Gabríel Aron fermingardreng.

BROSAÐ Í GEGNUM GRÍMUNA Í FERMINGARMYNDATÖKUNNI „Það er skrýtið að vera gera þetta að sumri. Vanalega er vorið undirlagt undir fermingarmyndatökur en við þurfum öll að lúta takmörkum veirunnar,“ segir Oddgeir Karlsson, ljósmyndari, en síðustu daga hefur hann mundað

myndavélina í gríð og erg. Fyrirsæturnar hafa verið fermingarbörn og fjölskyldur þeirra. Fyrirsætur sem ætluðu að sitja fyrir á vordögum en gera það núna síðsumars, útiteknar og spara þannig ljósatíma.

Hildur María Magnúsdóttir og Sævar Sævarsson, foreldrar fermingarstráksins Gabríels Arons, voru mætt til Oddgeirs í myndatöku og eitt „propsið“ var að sjálfsögðu gríma sem þau settu upp til gamans. „Þetta verður eftir-

minnileg ferming á veirutímum,“ sögðu þau við fréttamann Víkurfrétta sem smellti nokkrum myndum af þeim hjá Oddgeiri. Páll Ketilsson pket@vf.is

Gabríel Aron fermingardrengur í stúdíóinu hjá Oddgeiri.

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 41

Séra Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavíkurkirkju verður án efa brosandi í komandi fermingum á veirutímum.

Fermt í öllum kirkjum í ágúst og september Ein ferming fór fram í lok mars, degi fyrir fyrsta samkomubann en það var í Njarðvík. Grindvíkingar ferma 23. Ágúst. Í Keflavíkurkirkju verður fermt 28.-29. Ágúst og aftur 12.-13. September. Í Njarðvík og Garði verða fermingar 20. og 27. september.

Stækkaði tvisvar upp úr nýju fermingarfötunum Fermingar á Suðurnesjum í lok ágúst og fram til loka september „Þetta verður öðruvísi og ýmislegt skondið í þessu. Ég veit til dæmis um að einn fermingardrengur er búinn að stækka svo ört frá því í apríl þegar hann átti að fermast og hefur þurft að fara í tvígang að fá stærri fermingarföt í versluninni,“ segir Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavíkurkirkju, aðspurð út í komandi fermingarhelgar síðsumars. Erla segir að þau hafi beðið eftir tilkynningu frá yfirvöldum í þessari viku. Tvær helgar og fjórir fermingardagar voru áætlaðir í Keflavíkurkirkju síðustu helgina í ágúst og aðra helgina í september. Fyrirhugað var að vera með fermingu fyrir og eftir hádegi laugardaga og sunnudaga þessar helgar en í ljósi nýrra takmarkana verða

athafnirnir helmingi fleiri með helmingi færri fermingarbörnum í hvert skipti eða fjórar hvern dag í stað tveggja. „Upphaflega átti að vera með 28 börn í hverri athöfn en nú hefur verið ákveðið að þau verði fjórtán. Við erum að klára útfærsluna á þessu og munum gefa þetta út á næstu dögum,“ segir Erla en

VF heyrði í henni á miðvikudag, skömmu eftir tilkynningu frá þríeykinu varðandi takmarkanir. Að sögn Erlu mun hvert fermingarbarn þannig fá einn kirkjubekk fyrir sína nánustu til að vera viðstödd athöfnina. Athöfnin verður styttri þar sem ekki verður gengið til altaris.

„Við ætlum að gera okkar besta þannig að þetta verði hátíðlegt og skemmtilegt. Við náðum þó að klára fermingarundirbúninginn í mars, að vísu vantaði einn dag upp á en það slapp til. Þegar fermingum lýkur svo núna förum við að undirbúa næstu fermingartörn,“ sagði Erla og bætti því við aðspurð að margir hafi hætt við fermingarveislur, einhverjir ætli þó að bjóða til fagnaðar en allir eru meðvitaðir um að fara varlega.


42 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Vatnsnes auglýst til langtímaleigu Reykjanesbær hefur auglýst húsið Vatnsnes við Vatnsnesveg 8 í Keflavík til langtímaleigu. Um er að ræða staðsteypt hús byggt árið 1934, einangrað að innan og pússað að utan. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er húsið skráð 268,5 fermetrar. Bjarnfríður Sigurðardóttir, ekkja Jóhanns Guðnasonar, gaf Keflavíkurbæ húsið árið 1969 með sérstöku gjafabréfi með þeirri kvöð að húsið yrði nýtt fyrir Minjasafn Keflavíkur og til varðveislu gamalla minja. Bjarnfríður lést árið 1974 og tók Keflavíkurbær þá við húsinu. Áform eru uppi um endurskoðun skipulags á Vatnsnesi en þó þannig að þetta hús standi og lóðin verði óbreytt. Húsið þarfnast verulegra og kostnaðarsamra endurbóta, bæði að utan og innan. Gert er ráð fyrir að leigutaki, í samráði við Reykjanesbæ, sjái um að framkvæma endurbætur á húsinu sem uppfylla ströngustu kröfur og greiði þannig leiguna, að hluta eða öllu leyti, segir á vef Reykjanesbæjar.

Húsið er leigt með þeirri kvöð að umráðaaðili tryggi varðveislu gamalla minja í húsinu, svo sem húsbúnaðar og mynda og ábyrgist að sett verði upp upplýsingaskilti þar sem fjallað er um sögu hússins og umhverfisins. Þá skal nafnið Vatnsnes tengt þeirri starfsemi sem fram fer í húsinu. Loks skal umráðaaðili tryggja að húsið verði opið almenningi ef þess er óskað t.d. í tengslum við safnadaga, menningarhátíðir og þess háttar. Tillögur að nýtingu hússins skulu sendar bæjarstjóra Reykjanesbæjar með rafrænum hætti á Vatnsnesvegur8@reykjanesbaer. is eigi síðar en 1. september 2020. Áskilinn er réttur til að hefja viðræður við einn eða fleiri aðila eða hafna öllum tillögum.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.


ALLT TIL ALLS Í NÆSTU NETTÓ! Grill Grísakótilettur Léttreyktar

1.264 ÁÐUR: 2.299 KR/KG

-40%

-50%

KR/KG

-45% Bleikjuflök Með roði

Helgarsteik Krydduð

1.979

KR/KG ÁÐUR: 3.298 KR/KG

-30%

-36% Skinney ýsubitar

KR/PK ÁÐUR: 1.649 KR/PK

KR/KG ÁÐUR: 1.869 KR/KG

-28%

1.196 Avocado í neti 700 gr

299

KR/PK ÁÐUR: 598 KR/PK

Vínarpylsur Nettó

ÁÐUR: 2.399 KR/KG

KR/KG

SJÁVARFANG Í KVÖLD?

Humar hátíðarsúpa 850ml

1.154

1.200

Fersk bláskel 750 gr

1.399 ÁÐUR: 1.999 KR/PK

-30%

KR/PK

Heilsuvara vikunnar!

-50%

395

-28%

KR/PK ÁÐUR: 549 KR/PK

-25%

Chili pipar borgarar 2 x 120 gr

Now Omega 3 100 töflur

KR/PK ÁÐUR: 799 KR/PK

KR/STK ÁÐUR: 1.639 KR/STK

575

1.229

Tilboðin gilda 13.— 16. ágúst

Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


44 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þ

ann 14. ágúst verða liðin 40 ár frá því fyrsta tölublað Víkurfrétta leit dagsins ljós. Víkurfréttir hafa komið út óslitið í fjóra áratugi. Fyrstu árin kom blaðið út hálfsmánaðarlega eða til ársloka 1982. Þá var blaðið gefið út af Prentsmiðjunni Grágás í Keflavík. Núverandi útgáfufyrirtæki, Víkurfréttir ehf., keypti útgáfu blaðsins um áramótin 1982–1983 og þá var strax ákveðið að gefa blaðið út vikulega fljótlega á nýju ári. Vikuleg útgáfu á blaðinu hófst svo í mars 1983 og hefur verið síðan.

Hjónin Ásdís Björk Pálmadóttir og Páll Hilmar Ketilsson eru eigendur Víkurfrétta.

Saga Suðurnesja rituð VÍKURFRÉTTIR FAGNA 40 ÁRA AFMÆLI 14. ÁGÚST síðar færðist blaðadreifingin til Íslandspósts sem dreifði Víkurfréttum inn á öll heimili og í fyrirtæki á Suðurnesjum þar til á þessu ári að Íslandspóstur hætti dreifingu á fjölpósti inn á heimili, m.a. á Suðurnesjum. Síðasta tölublaðinu var dreift í hús í mars á þessu ári en síðan þá hefurt blaðinu verið dreift rafrænt með góðum árangri og miklum vikulegum lestri.

Páll Ketilsson pket@vf.is

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Úr verslunum inn á heimili Fyrstu árin var Víkurfréttum dreift í verslanir og þjónustufyrirtæki þar sem lesendur nálguðust blaðið. Víkurfréttir voru arftaki Suðurnesjatíðinda sem var selt í lausasölu og áskrift en útgáfu þeirra var hætt nokkrum mánuðum áður en nýja blaðið kom út. Víkurfréttir eru eitt af fyrstu fríblöðum á landinu. Fljótlega var þjónustan efld í Keflavík og Njarðvík og Víkurfréttir komu sér upp sveit blaðbera sem dreifðu blaðinu inn á heimili alla fimmtudaga. Í öðrum sveitarfélögum var blaðið áfram í verslunum og á bensínstöðvum. Best var þjónustan þó í Höfnum þar sem Jón Borgarsson og fjölskylda sáu um dreifingu blaðsins inn á öll heimili þar til fjölda ára. Skömmu Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

Í sauðalitunum

Ráðamenn þjóðarinnar á hverjum tíma hafa verið tíðir gestir á ritstjórn Víkurfrétta á ferðum sínum um kjördæmið. Hér er Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, ásamt Páli Ketilssyni ritstjóra í febrúar 1987. Þarna heldur Steingrímur á Víkurfréttum sem voru gefnar út þriðjudaginn 17. febrúar en á þessum tíma voru Víkurfréttir gefnar út tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum.

Fyrstu árin máttu lesendur sætta sig við svart/hvítt blað í viku hverri og enginn kvartaði, enda tíðkaðist að blöðin væru ekki litprentuð. Dagblöðin voru svart/ hvít eða prentuð í mesta lagi einn aukalit. Litprentun var í Víkurfréttum um jól og þá aðeins á útsíðum. Árið 1994 urðu umskipti hjá Víkurfréttum. Prentun blaðsins fluttist frá Prentsmiðjunni Grágás yfir til Stapaprents. Fljótlega eftir þá breytingu var broti blaðsins breytt, síðurnar minnkaðar um


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 45

Emil Páll Jónsson, Stefanía Jónsdóttir og Páll Hilmar Ketilsson við veglegt auglýsingaskilti á húsgafli á ritsjórnarskrifstofum Víkurfrétta, Víkurfréttahúsið, við Vallargötuna árið 1988. Emil Páll var ritstjóri Víkurfrétta í tíu ár ásamt Páli. Stefanía var skrifstofustjóri blaðsins í tvo áratugi.

Fyrsta tölublað Víkurfrétta í prentun hjá Prentsmiðjunni Grágás í ágústmánuði árið 1980. Blaðið kom út 14. ágúst fyrir réttum 40 árum síðan. Útgefandi var Vasaútgáfan. Hér eru það prentararnir Stefán Jónsson og Baldur Baldursson með fyrstu örkina af blaðinu við prentvélina.

þó áfram í svart/hvítu. Þetta var tímafrek prentun, litasíður þurftu að vera komnar til prentunar á þriðjudegi í blaði sem kom út á fimmtudegi. Þetta þýddi í raun það að forsíðan var tilbúin tveimur sólarhringum áður en blaðið kom út.

Meiri lit, meiri lit

Forsíða Víkurfrétta í október 1993. 10% og litprentun hafin á um helmingi blaðsins. Stapaprent hafði yfir að ráða prentvél sem gat prentað sextán síður á örk, þannig voru átta síður í lit og aðrar átta í svart/hvítu. Allt umfram það var

Á þessum tíma var ásókn í litaauglýsingar að aukast mjög, jafnframt því sem kröfur auglýsenda um að skila auglýsingum til prentunar ekki fyrr en daginn fyrir útgáfudag urðu háværar. Þetta gerðist á sama tíma og mikil tölvubylting varð í uppsetningu blaða en gríðarleg bylting varð við þá breytingu. Það var því ljóst að breytingar varð að gera á prentun blaðsins til að svara kröfum um meiri hraða við vinnslu og lengri skilafrest áður blaðið færi til prentunar. Það var því síðla árs 1999 að Víkurfréttir sömdu við Prentsmiðjuna Odda um prentun blaðsins, jafnframt var fullvinnsla blaðsins til prentunar komin til Víkurfrétta. Blaðið var því búið að

Hilmar Bragi Bárðarson kom í starfskynningu til Víkurfrétta árið 1986, þá sextán ára gamall. Hann var kominn í fullt starf við útgáfu Víkurfrétta í febrúar 1988 sem blaðamaður og ljósmyndari. Hilmar tók við stöðu fréttastjóra í október 1993 og starfar enn hjá Víkurfréttum, 34 árum eftir að hann kom fyrst til blaðsins. Á myndinni er hann við ritvélina 16 ára gamall.


46 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ein af uppáhalds myndum okkar, tekin við Garðvang í Garði 27. október 1983.

koma sér upp eigin prentsmiðju, þannig þó að prentvélin var á hinum enda símalínunnar. Víkurfréttum var skilað til prentunar á svokölluðu PDF-sniði og blaðið sent til prentunar í gegnum netið. Aftur urðu breytingar á prentun blaðsins í apríl 2011 en þá tók Landsprent við prentun Víkurfrétta. Þá var blaðið í fyrsta skipti prentað á dagblaðapappír. Landsprent prentaði blaðið þar til í mars á þessu ári þegar tekin var um það ákvörðun, í byrjun COVID-19, að hætta prentun og dreifa blaðinu bara rafrænt.

Afmælisár hjá Víkurfréttum – vefur í aldarfjórðung

aukinn kraftur í vefinn og hann uppfærður daglega með nýjustu fréttum. Aðsóknin fór að aukast umtalsvert við þetta og í dag eru Víkurfréttir á netinu mikið sóttur vefur þar sem Suðurnesjamenn sækja sér fréttir, auk þess að nálgast Víkurfréttir þar í rafrænu formi í hverri viku.

Það er ekki bara prentaða útgáfa Víkurfrétta sem stendur á tímamótum og fagnar 40 árum, því netútgáfan varð 25 ára þann 15. júní síðastliðinn. Víkurfréttir hafa verið í fremstu röð á netinu frá upphafi, vf.is er fyrsti íslenski fjölmiðillinn sem dreifði fréttum á netinu án endurgjalds. Fyrstu árin var vefurinn þó aðeins uppfærður vikulega, á fimmtudögum þegar blaðið var komið úr prentun. Um áramótin 1999–2000 var hins vegar settur

Helgarblað og sjónvarpsdagskrá ... og jafnvel tvisvar í viku

Forsíða Víkurfrétta í nóvember 1994 en þarna tók Stapaprent við prentun blaðsins af Grágás, sem hafði prentað blaðið frá 1980.

Víkurfréttir hafa prófað ýmislegt á þessari fjörutíu ára göngu. Sumt gengur og annað ekki. Þannig var Víkurfréttum um tíma dreift tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. Dreifingu tvisvar í viku var fljótlega hætt. Víkurfréttir tóku við útgáfu blaðsins Reykjaness á sínum tíma og gáfu það út fyrir Sjálfstæðisflokkinn um nokkurt skeið eða þar til útgáfa

Áður en Víkurfréttir hófu sjálfar að setja upp blaðið fyrir prentun þá var útlit blaðsins teiknað upp fyrir umbrotsfólkið í prentsmiðjunni. Á myndinni vinstra megin rissar Páll Ketilsson upp útlit á fréttasíðu í Víkurfréttum 14. apríl 1994. Síðuna má sjá á innfelldu myndinni. Á myndinni hægra megin má sjá starfsfólk Víkurfrétta árið 2013 þegar farið var í „vísindaferð“ í prentsmiðju Landsprents. Á myndinni eru Olga Björt Þórðardóttir, Þorsteinn Kristinsson, Hilmar Bragi, Sigfús Aðalsteinsson, Rut Ragnarsdóttir, Aldís Jónsdóttir og Páll Ketilsson. Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 47

Á fyrstu starfsárum Víkurfrétta fyrir Stöð 2 komu upp nokkrar stórar fréttir og voru þær jafnvel í beinni útsendingu. Greint var frá sprengjuhótun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í beinni útsendingu. Þarna er Páll Ketilsson í farsímanum að ræða við Ingva Hrafn Jónsson sem var í myndveri Stöðvar 2. Hilmar Bragi á myndavélinni. Á milli þeirra sést í Karl Ottesen. Að neðan tekur svo Eyþór Sæmundsson viðtal við Gunnar Þorsteinsson og þá er snjallsíminn notaður sem myndavél. Svona breytist tæknin.

Verð kr. 599,- m/vsk.

68 SJÓÐHEITAR SÍÐUR! Margrét Kara Sturludóttir

segir frá framtíðaráformum sínum

UNDIRBÝR AMERÍSKA

ÓSKAR Á ARNEYNNI

DRAUMINN

Stórlax

Í RÚSSLANDI Hörku stelpur Hjóluðu 850 km. Jakobsstíg á Spáni

�� ���� ������� ����

��������� ���������� ��������

����� ������ �� �������

���� ������� ��

HERRA SANDGERÐI Reynir Sveinsson tekur sér ýmislegt fyrir hendur Í DJÚPA DALI GEÐHEILSUNNAR Guðrún Ágústa segir sína sögu

��������

BÚNINGASAFNIÐ Dunni og Inga úr Grindavík með sérstakt safn í Noregi DÚXINN Edda Rós Skúladóttir í léttu og skemmtilegu spjalli 5 690310 023216

2. tölublað / 8. árgangur / júlí 2007 / blað nr. 25 / verð kr. 599,- m/vsk.

R U T F A R LÍFSK Í LILJU LÍF fólksins! Sminka fræga

Astrópía Ragnhildur Steinunn

��������� ���������� ����������

� �������������� ������������

Matur og vín í útlöndum - Bílar - Ljósmyndun og margt fl. TVÖ BLÖÐ Í EINU QMEN - FERSKUR BLAÐAUKI SEM KRYDDAR TILVERUNA!

�� ������������� � �������������

������������

�� �����������

Tímarit Víkurfrétta kom út nokkuð reglulega í næstum áratug. Fyrsta tölublaðið kom út árið 1999. Hér er forsíða frá 2007. þess var lögð niður. Þannig var Reykjanesi dreift á miðvikudögum og Víkurfréttum á fimmtudögum. Nokkrum árum síðar keyptu Víkurfréttir vikuritið SjónvarpsPésann sem dreift var á Suðurnesjum. Útgáfa þess var löguð að útgáfu Víkurfrétta en var síðan fljótlega hætt, enda þrengingar á

auglýsingamarkaði og ekki pláss fyrir sjónvarpsdagskrárblaðið. Víkurfréttir hófu útgáfu á Tímariti Víkurfrétta á haustmánuðum 1999. Tímaritið kom út einu sinni það árið en sama haust var gerð tilraun með útgáfu Helgarblaðs Víkurfrétta, sem var blað sem var selt. Sú tilraun varð ekki fullreynd.

Víkurfréttir hafa verið í hringiðu frétta í 40 ár. Hér er fjölmennur bæjarstjórnarfundur þar sem nafnið á Reykjanesbæ var heitasta fréttamálið þá stundina. Viðtökur voru góðar en umtalsverða fjölgun hefði þurft í starfsliði blaðsins til að gefa út sérstakt helgarblað. Helgarblaðstilraunin stóð í mánuð og gefin voru út þrjú Helgarblöð Víkurfrétta. Kraftur var hins vegar settur í útgáfu Tímarits Víkurfrétta strax

árið 2000 og blaðið gefið út reglulega í nokkur ár. Víkurfréttir gáfu einnig út í mörg ár vikulegt fréttablað varnarliðsins, The White Falcon. Því var dreift á Keflavíkurflugvelli og að sjálfsögðu var það á „amerísku“ fyrir varnarliðsmenn. Í prentsmiðjunni með jólablað í árdaga Víkurfrétta. F.v.: Hilmar Bragi Bárðarson, Páll Hilmar Ketilsson, Stefanía Jónsdóttir, Aldís Jónsdóttir og Emil Páll Jónsson.


48 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Víkurfréttamenn hafa verið að fást við sjónvarpsvinnslu frá árinu 1993 og í dag eru Víkurfréttir með vikulegan sjónvarpsþátt frá Suðurnesjum á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Myndin hér að ofan er hins vegar tekin í Vestmannaeyjum árið 1996 þar sem Víkurfréttir tóku þátt í dagskrárgerð frá Íslandsmóti í golfi fyrir Stöð 2. Á myndinni eru f.v.: Björn Sigurðsson, Hilmar Bragi Bárðarson, Hreiðar Júlíusson og Páll Ketilsson.

Framleiðsla á sjónvarpsefni

Stærra og efniSmeira blað í hverri viku!

Víkurfréttir

Grundarvegur 23, 260 Reykjanesbær

Íslensk vara

Kræsingar og kostakjör

Sími: 421 0000

Víkurfréttir hafa í mörg ár framleitt sjónvarpsefni fyrir innlendar sjónvarpsstöðvar. Þannig hefur sjónvarpsstöðin Hringbraut sýnt þáttinn Suðurnesjamagasín í nokkur ár en þátturinn er framleiddur af Víkurfréttum. Þátturinn S var áður sýndur á ÍNN og hóf Æsispennandi göngu sína af alvöru þar árið 2013. Þá voru Víkurfréttir með fréttakörfuknattleikir þjónustu fyrir Stöð 2 til margra ára og sjá í dag um myndatökur fyrir Páskar! bæði Stöð 2 og RÚV þegar fréttHörpu í Dubai næmir viðburðir eiga sér stað á Suðurnesjum. Póstur: vf@vf.is

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Klettagos & Klettavatn Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is

Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

vf.is

F immtu dA G u Rinn 14. A PRíl 20 11 • 15. töl u bl A ð • 32. á RG A nGu R

›› mannlífið

Víkurfréttir ehf.

Guðshús barna og unglinga

› Síður 14-15

› Síða 13

› Síður 20-21

igurður Ingimundarson tekur líklega við þjálfun Keflavíkurliðsins í körfuknattleik. Gunnar Jóhannsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir að viðræður við Sigurð væru hafnar en hann hefur ekki verið við þjálfun frá því hann sagði skilið við lið Njarðvíkur fyrr á tímabilinu. Sigurður er sigursælasti þjálfari landsins en hann hefur unnið 5 Íslandsmeistaratitla með liðinu, 2 bikarmeistaratitla ásamt fjórum deildarmeistaratitlum. Engar fregnir hafa borist af málum kvennaliðs Keflavíkur en það er einnig án þjálfara eftir að Jón Halldór Eðvaldsson sagði skilið við þjálfun liðsins eftir að hafa unnið þrjá titla á tímabilinu en hann lét af störfum eftir 5 ár með liðinu.

Das Auto.

Nýttu þér kosti metans með Volkswagen. Metan er innlendur og umhverfisvænn orkugjafi sem er helmingi ódýrari en bensín.

Tvær forsíður úr sögu Víkurfrétta. 47. tölublað 1999 en það er fyrsta tölublað Víkurfrétta sem prentað var í prentsmiðjunni Odda. Þá er hérna líka forsíða af einu af þremur helgarblöðum Víkurfrétta sem gefin voru út síðla árs 1999. Víkurfréttir gáfu út Bæjartíðindi, bæjarblað fyrir Grindavík, í nokkurn tíma.

Strandhögg á höfuðborgarsvæðinu Víkurfréttir ehf. bættu enn einni rós í hnappagatið árið 2002 þegar Víkurfréttir hófu útgáfu á systurblaði í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi þann 31. október 2002. Blaðið var í sama broti og Suðurnesjaútgáfan. Útgáfunni var hætt í júlí 2008. Samhliða blaðinu var rekinn fréttavefur fyrir sama svæði.

Vefur um golf Ein afurð Víkurfrétta í útgáfumálum er sérvefur um golfíþróttina sem nálgast má á slóðinni www.kylfingur.is. Þar er fjallað um golf innanlands og utan. Kylfingur. is er fimmtán ára á þessu ári. Stærsta einstaka verkefni Víkurfrétta frá árinu 2000 til ársins 2015 var ritstýring og útgáfa Golf á Íslandi, tímarits Golfsambands Íslands. Páll Ketilsson ritstýrði blaðinu frá árinu 2002 og hélt utan um útgáfuna í öll þessi ár en hún hefur verið stór þáttur í starfsemi Golfsambandsins.

›› viðtal

Hönnun vekur athygli erlendis

Keflavík ræðir málin við Sigurð Ingimundarson

Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbær Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

›› listir

Árshátíð NFS í Stapa

Harpa Gunnarsdóttir starfar sem flugfreyja hjá Emirates Airlines 14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011

Lúxuslíf

K. Steinarsson ehf.

Njarðarbraut 13 - 260 Reykjanesbæ Sími 420 5000

í Reykjanesbæ að Holtsgötu 52

(við Njarðarbraut)

Opið allan sólarhringinn

- sjá nánar á bls. 23

Það er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er 2:2. Oddaleikur verður í viðureign liðanna í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennan er ekki minni í úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar orðin 2:0 fyrir Keflavík eftir tvo æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB

TM

Fitjum NÝTT

Morgun verð matseð arill Aðeins í boði á Subway Fitjum

SUMARDEKK OG FELGUR Á ALLAR GERÐIR BIFREIÐA

- sjá miðopnu Víkurfrétta í dag

VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND | www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |

K. Steinarsson – Njarðarbraut 13 420 5000 - heklakef@heklakef.is

Margir góðir starfsmenn Fjölmargir hafa starfað hjá Víkurfréttum þau 40 ár sem blaðið hefur verið gefið út. Sumir hafa stoppað stutt á ritstjórninni, á meðan aðrir hafa verið lengur. Páll Ketilsson, ritstjóri, hefur verið eigandi blaðsins frá árinu 1983 og unnið við það nánast frá stofnun því hann var lausapenni hjá stofnendunum. Hilmar Bragi Bárðarson hefur starfað hjá Víkurfréttum í 32 ár. Aldís Jónsdóttir er nýhætt störfum á skrifstofu blaðsins eftir 30 ár í starfi. Stefanía Jónsdóttir lét af störfum hjá fyrirtækinu eftir 20 ára starf sem skrifstofustjóri. Fyrstu árin var Emil Páll Jónsson meðeigandi Páls að blaðinu en árið 1993 keypti Páll Ketilsson og fjöl-

N1 GRÆNÁSBRAUT 552

Easy ÞvoTTaEfni

Easy MýkingarEfni

aloE vEra 2.7 kg

2l

15. tölublað 2011 var fyrsta 989 339 tölublað Víkurfrétta sem var prentað í prentsmiðju Morgunblaðsins, Landsprenti. kr/stk. Tilboðsverð!

Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

kr/stk. Tilboðsverð!

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is

skylda fyrirtækið að fullu og Emil lét af störfum. Of langt mál er að telja upp allan þann fjölda starfsmanna sem hafa starfað við blaðið. Fjölmargir hafa komið við sögu á Víkurfréttum og notað blaðið sem stökkpall yfir á landsmiðlana. Á næstu vikum og mánuðum munum við rifja upp ýmislegt úr 40 ára sögu Víkurfrétta með ýmsum hætti í öllum miðlum VF. Af nógu er að taka en fjöldi tölublaða frá 1980 til dagsins í dag eru um tvö þúsund og blaðsíðurnar nærri 46 þúsund.

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

Meira í leiðinni


24“

30%

Reiðhjól 24” götuhjól, 21 gíra Shimano skiptingu.

34%

25.000 49620077 Almennt verð: 37.995 Þú sparar:

Reiðhjól

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

12.995

26” götuhjól, 6 gíra með brettum, bögglabera og körfu.

Fjöldi aukahluta

30.000 26“

49620232 Almennt verð: 42.995 Þú sparar:

12.995

LAGERHREINSUN

á hjólum og öðrum völdum vörum - sjá á byko.is 26“

Reiðhjól 26” götuhjól, 21 gíra Shimano skipting.

24.000

Reiðhjól

28” götuhjól, 6 gíra með brettum og bögglabera.

49620235 Almennt verð: 34.995 Þú sparar:

31%

10.995

34%

19.000 49620200 Almennt verð: 28.995 Þú sparar:

9.995

26“

Reiðhjól 26” götuhjól, 6 gíra með brettum, bögglabera og körfu.

19.000 49620201 Almennt verð: 28.995 Þú sparar:

9.995

34%

Auðvelt að versla á byko.is

28“


62 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Við hittum marga á ferðalaginu og gaman var að hitta gamlan skólabróður og sveitunga, Kristinn Bjarnason.“

Hjónin Ásgeir Margeirsson og Sveinbjörg Einarsdóttir við Hvítserk.

Alltaf best að fer

– segir Ásgeir Margeirsson sem fór hringveginn í sumar

Hjónin Ásgeir Margeirsson og Sveinbjörg Einarsdóttir skelltu sér hringveginn í sumarfríinu. Þau ferðuðust á einkabíl og nýttu sér hótelgistingu allt í kringum landið. Víkurfréttir fengu Ásgeir til að svara nokkrum spurningum um sumarferðalagið og deila myndum úr því með lesendum. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– Var ferðalagið um landið skipulagt fyrirfram eða var fríið látið ráðast af veðri og vindum? „Það var skipulagt fyrirfram og tekin hliðsjón af veðurspám, sem reyndar gengu ekki alveg eftir eins og vonast var til.“ – Hvaða viðkomustaður var áhugaverðastur? „Þeir voru margir, s.s. Vatnsnes, Stuðlagil, firðirnir á Austfjörðum og Þakgil.“ Skyldustopp á Akureyri – en samt ekki besti ísinn! Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

– Eitthvað sem kom skemmtilega á óvart? „Já. Við hittum mjög marga vini og kunningja á ferðalaginu, það voru svo margir „á hringnum. Einnig var áhugavert hve margir bílar voru með hjólhýsi eða fellihýsi og mikla undrun okkar vakti, við þessar skrýtnu aðstæður, hve fáar rútur voru á hringveginum.“ Ásgeir segir að nokkuð margir hafi verið á ferli á hringveginum þegar hann var þar á ferðinni í sumar. – Hver er kosturinn við það að ferðast innanlands? „Það er alltaf best, svo einfalt er það. Maður upplifir alltaf eitthvað nýtt á ferð um landið og vissulega


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 63

Sólin og skýin keppast um Akureyri.

rðast innanlands Austfjarðaþoka á Djúpavogi.


64 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sólin er sannarlega skýjum ofar á Austfjörðum.

Dásamlegt á Djúpavogi.

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 65

Við Stuðlagil.

er einnig gaman að koma aftur á staði sem maður hefur vitjað fyrr.“ – Hefur þú ferðast mikið innanlands? Áttu þér uppáhaldsstað sem þú sækir oft eða er eitthvað sem þig langar virkilega að skoða? „Ég hef ferðast mjög mikið innanlands og víða og uppáhaldsstaðirnir eru margir. Enn á ég eftir að skoða margt, s.s. fara betur um Norðausturland.

– Á eitthvað að ferðast meira núna í haust? „Það er mjög líklegt, einhverjar styttri ferðir.“ – Hvernig er COVID-19 ástandið að leggjast í þig um þessar mundir og hverjar finnst þér horfurnar vera inn í haustið og veturinn? „Þetta er afar sérstakt ástand og merkileg lífsreynsla. Það góða er að lausnin er tiltölulega einföld; við öll sem eitt gætum vel að okkur, fylgjum leiðbeiningum og þá mun okkur vel farnast.“

Á ferðalaginu hitti Ásgeir bróðurdóttur sína, Erlu Maríu Árnadóttur, sem búsett er í Danmörku, við Rjúkandifoss á Jökuldal.

Leeds-hornið á Kaffi Sumarlínu á Fáskrúðsfirði naut vaxandi vinsælda í sumar.


66 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Að ferðast með vinum og fjölskyldu innanlands gerir öll ferðalög betri - segir Grindvíkingurinn Otti Rafn Sigmarsson, sem ferðaðist innanlands í sumar Otti Rafn Sigmarsson fór með fjölskylduna í tvær stórar ferðir þetta sumarið. Í fyrra skiptið var farið á Vestfirði og í seinna skiptið var fjölskyldan bæði á suður- og vesturlandi, samtals í rúmar þrjár vikur. Otti svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttir og deilir myndum úr ferðalaginu með lesendum. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

— Hvaða ferðamáta notaðir þú? „Ég nota bæði hjólhýsi og tjald en það fer svolítið eftir því hvert er verið að fara hvað er notað hverju sinni.“

Grillað undir Hjörleifshöfða með góðum vinum. Börnunum fannst það snjallræði að opna pylsusjoppu í helli sem við fundum þar.

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

— Var ferðalagið um landið skipulagt fyrirfram eða var fríið látið ráðast af veðri og vindum? „Ferðin á Vestfirði var skipulögð fyrirfram en seinni hlutinn núna í lok sumars fór að mestu eftir veðri.

Það stóð alltaf til að renna austur á land en veðrið þar var ekkert sérstakt á meðan við vorum á þvælingi þannig að það bíður betri tíma.“ — Hvaða viðkomustaður var áhugaverðastur? „Dynjandi var áhugaverðastur fyrir þær sakir að við heimsóttum hann í byrjun júní og þá var enginn þar, ekki sála. Það var bæði öðruvísi og frábær upplifun.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 67

Börnin undir Merkjárfossi í Fljótshlíð

— Eitthvað sem kom skemmtilega á óvart? „Það kom okkur svolítið á óvart að hafa gist í fjórar nætur í Vestmannaeyjum þar sem það var logn alla dagana. Sennilega eru þeir dagar skráðir í einhverjar sögubækur núna.“ — Fannst þér margir vera á ferli á þeim slóðum þar sem þú varst á ferðinni? „Í Vestfjarðarferðinni í byrjun júní var nánast enginn á ferðinni, hvorki Íslendingar né erlent ferðafólk. Núna um síðustu mánaðarmót var hinsvegar ekki þverfótað fyrir fólki, sama hvar maður kom, jafnvel fleira fólk en síðasta sumar.“ — Hver er kosturinn við það að ferðast innanlands? „Það er mun auðveldara að ferðast með vinum og fjölskyldu innanlands sem gerir öll ferðalög betri.

Í Húsadal í Þórsmörk í frábæru veðri fyrr í sumar.


68 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fjölskyldan við Dynjanda, alein og sæl þrátt fyrir úrhellis rigningu

Svo er líka ákaflega gaman að hitta vini og vandamenn hér og þar.“ — Hefur þú ferðast mikið innanlands? Áttu þér uppáhaldsstað sem þú sækir oft eða er eitt-

hvað sem þig langar virkilega að skoða? „Ég hef alla mína tíð ferðast mikið og þar kemur ekki upp helgi yfir sumartímann þar sem ég er heima hjá mér. Þórsmörk á alltaf

sérstakan sess í mínu hjarta og þangað kem ég á hverju ári. Hálendið heillar líka og það get ég skoðað endalaust.“

— Á eitthvað að ferðast meira núna í haust? „Já, ég ætla að taka eina viku á hálendinu núna í lok ágúst og svo geri ég ráð fyrir að vera á einhverju

Börnin að leika sér í sandinum á Spáni gæti staðið hér en myndin er tekin á Rauðasandi í júní í alveg geggjuðu veðri.

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 69

Grill og fossastopp við Gljúfrabúa undir Eyjafjöllum. Eitt af því skemmtilegasta sem við gerum er að stoppa hér og þar og slá upp grillveislu og njóta náttúrunnar á sama tíma.

Börnin að vaða inn í Steinholtsgjá á Þórsmerkurleið.

helgaflakki í september ef veður og Covid leyfir.“ — Hvernig er COVID-19 ástandið að leggjast í þig um þessar mundir og hverjar finnst þér horfurnar vera inn í haustið og veturinn? „Ástandið er orðið afskaplega þreytt og þessi skref afturábak núna síðsumars eru ekki til þess að laga það. Ég er samt nokkuð bjartsýnn á þetta líði hjá núna án þess að verða eins alvarlegt og í vor og ég held að fólk sé líka betur undir það búið. Komandi vetur verður samt bæði skrítinn og erfiður með nýjum samkomureglum en ég held að við sem samfélag munum bara koma sterkari út úr þessu þegar yfir líkur.“


70 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fanný Axelsdóttir, mannauðs- og samskiptastjóri Skólamatar fór víða um Ísland í sumar.

Gaman að vera túristi á Íslandi Sumarið hefur verð dásamlegt hjá mér og mínu fólki. Við höfum ferðast töluvert um landið okkar yndislega, fótgangandi, á bíl, bát og með þyrlu,“ segir Fanný Axelsdóttir, mannauðs- og samskiptastjóri Skólamatar í Reykjanesbæ, en með nýrri skólatíð eykst starfsemi fyrirtækisins eftir hlé í sumar. Fanný fór um landið í sumar eins og margir aðrir og heillaðist af landinu. „Ég fór t.d. að Jökulsárlóni og hugleiddi upp við einn jökla­ klumpinn sem var alveg mögnuð upplifun. Síðan var Ásbyrgi það sem kom mér mest á óvart, þvílík fegurð. Seljalandsfoss, Reynisfjara og Siglufjörður voru líka virkilega fallegir áfangastaðir. Eftirminnilegast var samt þyrluferðin sem við fórum með Reykjavík Helicopters yfir höfðuborgarsvæðið og yfir fjallagarðana í Árnessýslu og lentum á leynistað á Hengli, mæli eindregið með því. Ég verð svo að mæla með bæði VÖK böðunum á Egilstöðum og sjóböðunum á Húsavík. Ég fór einnig með börnin mín til Vestmannaeyja og Rib Safari bátsferðin var sjúllað ævintýri. Það er virkilega gaman að vera túristi á Íslandi og ég ætla að gera

svo miklu meira af því að ferðast um fallega landið okkar. Fanný er einn stjórnenda Skólamatar ehf. og er mannauðs- og samskiptastjóri fyrirtækisins. Hún segir að COVID-19 hafi haft veruleg áhrif á reksturinn en nýlega gerði fyrirtækið samning við nokkra skóla á Seltjarnarnesi. „Já, COVID-19 hafði veruleg áhrif á rekstur Skólamatar eins og flestra fyrirtækja. Skólastarf breyttist verulega, nemendur mættu sjaldnar í skólann ef eitthvað og færri nemendur gátu nýtt sér skólamatinn í hádeginu. Óvissan í byrjun var mikil og við urðum að hugsa hratt. Breytingar á afgreiðslu og framreiðslu máltíða þýddi miklar breytingar fyrir framlínustarfsfólk og stjórnendur en með miklu samstarfi margra ólíkra aðila náðist að bjóða nemendum upp á mat alla kennsludaga. Við erum virkilega stolt af því hvað

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

hægt var að bjóða upp á hollan og góðan mat þrátt fyrir miklar takmarkanir. Já og nú hafa leik- og grunnskólar á Seltjarnarnesi bæst í hópinn en einnig hafa fleiri skólar bæst við í þeim sveitarfélögum sem við þjónustum nú þegar. Við höfum verið virkilega heppin með það að verkefnum fjölgar og framleiðslan hér á Iðavöllunum í Reykjanesbæ í takt við þau.“ – Nú er mikil óvissa í kringum COVID-19 þessa dagana, veistu hvernig málum verður háttað í fyrirtækinu ykkar nú þegar skólar eru að hefja starfsemi? „Við erum við öllu búin og í raun mun betur undirbúin fyrir næstu atrennu heldur en við vorum í vor. Við leggjum auðvitað ríka áherslu á fara eftir fyrirmælum yfirvalda og verja starfsfólkið okkar á sama tíma og við bjóðum viðskiptavinum upp á hollan og ferskan

mat sem við eldum frá grunni. Nú miðast okkar plön við að geta breytt skipulagi í mötuneytum í takt við stöðuna í COVID-19. Við þurfum að læra að lifa með þessu breytta landslagi og öll þurfum við jú að borða,“ sagði Fanný..

Páll Ketilsson pket@vf.is

„Við höfum verið virkilega heppin með það að verkefnum fjölgar og framleiðslan hér á Iðavöllunum í Reykjanesbæ í takt við þau.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 71

Á ferð og flugi á Íslandi Fanný og börn hennar, Þórunn Fríða og Matthías Bjarndal, hafa notið Íslands í sumar í þyrluflugi og heimsókn á hina ýmsu ferðamananstaði, eins og sjá má á myndunum.


72 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Garðskagi er magnaður staður til útivistar.

ð i e l u g n ö g g e l l Fa

á Garðskaga

Gönguleiðin er með bundnu slitlagi. Sjóhúsin framundan.

Í Garðinum er hægt að ganga fallega og greiðfæra gönguleið frá Garðskagavita og með ströndinni að höfninni í Gerðum. Stígurinn er með slitlagi á löngum kafla og óhætt er að segja að sagan sé við hvert fótmál. Meðfylgjandi myndir voru teknar á gönguleiðinni á kaflanum frá byggðasafninu á Garðskaga og að sjóhúsinu við Lambastaði. Á gönguleiðinni má drekka í sig fersk sjávarloftið og njóta útsýnis yfir Faxaflóa á aðra hönd og gömlu byggðina í Útgarðinum á hina en hún nýtur verndar og ekki verður hróflað frekar við henni.

Það má gefa sér góðan tíma á gönguleiðinni og setjast á bekk.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

Söguskilti við gömlu sjóhúsin á Lambastöðum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 73

DODDI LITLI MEÐ FJÓRAR ÚTGÁFUR AF CASABLANCA

Doddi litli, Þórður Helgi Þórðarson, útvarpsmaður og tónlistarmaður gaf nýlega út nýja útgáfu af laginu Casablanca sem kom út árið 1983. Ekki nóg með það heldur gaf hann út lagið í fjórum útgáfum.

„Þetta er pínu nostalgíu sprengja því ég man ekki eftir mörgum íslenskum Italo lögum í gegnum tíðina en sú tónlistarstefna var ráðandi snemma á níunda áratug síðustu aldar. Kannski er þetta fyrsta íslenska Italo diskó-lagið,“ segir Doddi en útgáfurnar eru allar komnar á Spotify, þ.e. Italo Disco, Synth/Dark wave, Techno og EDM. Öllum útgáfunum fylgja myndbönd. „Endilega kíktu á þetta og sjáðu hvort þú komist ekki í fíling,“ sagði Njarðvíkingurinn sem er ein af morgunröddunum á Rás 2.

Smelltu á Spotify merkið til að hlusta.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta


Mundi

facebook.com/vikurfrettirehf

Vinnandi hendur ...

twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Örvhentur ...

Lögreglan fer nú milli staða og fylgist með hvort veitingahúsaeigendur séu að setja upp aðstöðu sína þannig að hægt sé að fylgja tveggja metra reglunni. Samt sitja allir hlið við hlið og engin borð ná að vera tveir metrar á breidd eða í radíus. Strætóbílstjórar keyra flestir með grímu en farþegarnir virðast flestir vera án þeirra.

Sem atvinnurekandi í ferðaþjónustu hef ég fengið að kynnast flestum hliðum veiruvandamálsins. Viðskiptin hafa hrunið. Uppsagnir hafa fylgt í kjölfarið. Við lofuðum að bjóða því starfsfólki sem fékk uppsögn vinnu ef hægt væri. Þegar umsvifin voru aðeins meiri en búist var við í júlí var leitað til starfsmanna um snúa

aftur til vinnu. Allir sem leitað var til, kusu frekar að vera áfram á atvinnuleysisbótum. Bendir annað hvort til þess að ég sé hörmulegur vinnuveitandi – eða kerfið okkar sé eitthvað skakkt. Af hverju vill fullfríkst fólk frekar gera ekki neitt og þiggja atvinnuleysisbætur en vinna? Það er kannski líka alveg hægt að spyrja af hverju eru þeir sem nota vinstri hönd frekar en hægri kallaðir örvhentir? Eru þeir ekki alveg jafn rétthentir, bara á vinstri?

LOKAORÐ

Það er margt furðulegt að eiga við þessa dagana. Veira sem við köllum COVID-19 stýrir ferðinni. Ferðaþjónusta um heim allan er í lamasessi. Í sumum löndum er skylda að ganga með grímur, í öðrum ekki. Hér á landi er skylda að halda tveggja metra reglu en samt ekki. Það er bannað að leika knattspyrnu en það má sækja öldurhúsin – en samt bara til 23:00 á kvöldin. Maður gerir nefnilega minni skandala þegar maður er pöddufullur klukkan 22:30 en klukkan 01:30.

MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR

Njótið lífsins. Spilið golf. Það er það eina sem er öruggt.

Ný þáttaröð hefur göngu sína á Hringbraut fimmtudaginn 20. ágúst kl. 20:30 Allt það nýjasta frá Suðurnesjum í hverri viku! FIMMTUDAGA KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS