Víkurfréttir 28. tbl. 42. árg.

Page 1

Miðvikudagur 28. júlí 2021 // 28. tbl. // 42. árg.

Faðir knattspyrnunnar í Keflavík Á sunnudag var afhjúpaður minnis­ varði um Hafstein Guðmundsson, sem er kallaður faðir knattspyrn­ unnar í Keflavík, á heimavelli Kefl­ víkinga. Haf­steinn var aðal­hvatamaður að stofnun Íþrótta­banda­lags Kefla­ vík­ur (ÍBK) árið 1956 og gegndi for­ mennsku þess frá upp­hafi til ársins 1975. Hann var spilandi þjálf­a ri Kefla­v ík­urliðsins á ár­un­um 1958 til 1960 og í for­mannstíð Haf­steins varð ÍBK fjór­um sinn­um Íslands­ meist­ari á mesta blóma­skeiði knatt­ spyrn­unn­ar í Kefla­vík. Fyrst 1964 og síðan 1969, 1971 og 1973 og þá varð ÍBK einnig bikar­meist­ari 1975. Á myndinni standa börn Haf­ steins, þau Haukur, Svala, Hafdís og Brynja, við minnisvarðann um föður sinn. Nánar er fjallað um afhjúpun minnis­varðans á bls. 2 í Víkur­ fréttum vikunnar.

Miðvikudagur

sportið

11 .

Fótbolti og körfubolti á síðum 14 & 15

ÁGÚST

„VIRK var mitt björgunarskip,“

Hvernig verður verslunarmannahelgin hjá þeim?

VÍKURFRÉTTIR Í SUMARGÍR

Suðurnesjafólk spurt hvernig það ætli að verja helginni

Víkurfréttir koma næst út miðvikudaginn 11. ágúst. Við stöndum vaktina á vf.is alla daga en svörum ekki mikið í síma. Það má samt alltaf ná í okkur með tölvupósti á vf@vf.is, hvort sem þú þarft að auglýsa eða koma efni í okkar miðla.

segir Gunnlaugur Hólm Torfason sem var orðinn aðframkominn vegna kulnunar og álags í starfi.

LJÓSLEIÐARINN er kominn!

Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER

GIRNILEG TILBOÐ Í NETTÓ UM HELGINA! TILBOÐ GILDA 29. JÚLÍ -- 2. ÁGÚST

40%

11.490,- kr/mán.

AFSLÁTTUR

Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

- sjá síður 8 & 9

20% AFSLÁTTUR

Grísahnakkafille

1.499

KR/KG

ÁÐUR: 2.499 KR/KG

Nautaframfille Í hvítlaukspipar - Norðlenska

4.399

KR/KG ÁÐUR: 5.499 KR/KG

30% AFSLÁTTUR

BERJADAGAR

Bláber - Hindber - Brómber

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

FAÐIR FÓTBOLTANS Í KEFLAVÍK Afhjúpaður var minnisvarði um Hafstein Guðmundsson á heimavelli Keflvíkinga síðasta sunnudag. Hafsteinn Guðmundsson lagði mikla áherslu á starf yngri flokka og sýndi einstaka framsýni í hugsun, hann lagði grunninn að velgengni keflvískar knattspyrnu með ástríðu fyrir íþróttinni innanbrjósts en hugsjón Hafsteins hefur einkennt íþróttastarf Keflavíkur alla tíð síðan.

Sigurður Garðarsson, formaður knattspyrnudeildarinnar.

Rúnar V. Arnarson leiddi undirbúningshópinn og mælti nokkur orð fyir afhjúpun minnisvarðans.

Sigurður Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, minntist Hafsteins í ræðu þegar hann bauð gesti velkomna í sam­ sæti sem haldið var af þessu tilefni og sagði Sigurður að Hafsteinn væri einn af máttarstólpum íslenskrar knattspyrnu og jafnframt höfundur þeirrar velgengni sem keflvísk knatt­ spyrna hefur notið síðustu 65 árin. „Hafsteinn Guðmundsson var sannur Keflvíkingur. Þegar hann flutti hingað suður með sjó til þess að sinna íþróttakennslu, þá 28 ára gamall, var knattspyrnuiðkun í Keflavík skammt á veg komin. Ungó­ menn stunduðu mest frjálsar íþróttir og KFK var aðeins eins árs gamalt

félag. Aðeins var stunduð knatt­ spyrna í meistaraflokki og ekkert skipulagt barna- og unglingastarf var hafið, enda aðstaða að skornum skammti á litlum grasbletti í skrúð­ garðinum okkar,“ sagði Sigurður meðal annars. Þegar Hafsteinn fluttist til Kefla­ víkur hafði hann leikið knattspyrnu með meistaraflokki Vals og auk þess leikið fjóra landsleiki fyrir Ís­ lands hönd, þá hafði hann tekið að sér þjálfun knattspyrnuliða víða um landið. „Það má því vel segja að með Haf­ steini hafi fylgt sú afrekshugsun sem einkennt hefur allt íþróttastarf í Keflavík alla tíð síðan. Hafsteinn

lagði alla tíð mikla áherslu á þjálfun og keppni yngri flokka. Hann hafði ætíð mikla trú á framtíðinni og lagði mikið upp úr því að kenna ungu fólki að gera ávallt betur og ná fram því besta hjá sjálfum sér – og fyrir liðið sitt. Það dylst því engum, sem býr með ástríðu á knattspyrnu innanbrjósts, að Hafsteinn Guðmundsson sýndi einstaka framsýni í hugsun og vann mörg afrek með athafnasemi sinni í þágu knattspyrnunnar í Keflavík. Of langt mál væri þó að telja þau öll upp hér og nú.“ Sigurður þakkaði undirbúnings­ nefndinni fyrir að standa að því að minnast þeirra sem hafa lagt mikið á sig til að fylla í sögu knattspyrnunnar hjá Keflavík og lauk máli sínu á þeim orðum að Hafsteinn Guðmundsson verður ávallt í minningunni sannur Keflvíkingur. Meðal þeirra sem tóku til máls eftir afhjúpun minnisvarðans var Guðni Bergsson, formaður Knatt­ spyrnusambands Íslands, sem hrósaði framtakinu og sagði það hvatningu fyrir aðra að fylgja í kjöl­ farið. Nauðsynlegt væri að minnast þeirra sem hafa lagt jafn mikið að mörkum og Hafsteinn gerði í þágu knattspyrnunnar.

Haukur, sonur Hafsteins, afhjúpaði minnisvarðann um föður sinn.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hrósaði framtakinu.

Haf­steinn Guðmundsson er með réttu nefnd­ur faðir knatt­spyrn­ unn­ar í Kefla­vík. Hann var for­ maður Ung­menna­fé­lags Kefla­vík­ ur 1978-1981, sat í stjórn KSÍ og var landsliðsein­vald­ur 1969-1973. Haf­steinn var sæmd­ur ridd­ara­ krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu, heiður­skrossi ÍSÍ, heiður­skrossi KSÍ, gull­merki ÍBK, heiðursgull­ merki Kefla­vík­ur, gull­merki Knatt­spyrnu­deild­ar Kefla­vík­ur og hann var heiðurs­fé­lagi UMFK.

Athöfnin fór fram skömmu áður en leikur meistaraflokkur Keflavíkur tók á móti Breiðabliki í efstu deild karla í

knattspyrnu og flykktust gestir út á völl eftir athöfnina til að horfa á sitt lið vinna tveggja marka sigur á gestunum.

Frá athöfninni á heimavelli Keflvíkinga.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Nafnarnir Jón Jóhannsson og Jón Ólafur Jónsson, úr gullaldarliði Keflvíkinga, að öllum líkindum að spjalla um fótbolta.

Gestir hlýða á ræðumenn.

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Það kætti Keflvíkinga í stúkunni ósegjanlega þegar boltinn hrökk af Joey Gibbs og í mark Blikanna til að koma Keflavík yfir í leiknum. Til hliðar og að neðan eru svip­ myndir úr leiknum. Vf-myndir: JPK

Stöðugar uppfærslur og úrslit íþróttaleikja

vf.is


Meiriháttar tilboð í júlí! 229 kr/stk

27%

áður 329 kr

30%

218 kr/stk

GOTT VERÐ

296

áður 299 kr

kr/pk

Billys pizzur

áður 449 kr

2 teg. - 170 gr

250 kr/stk

Bugles

3 tegundir

Whole Earth gos 330 ml.

áður 499 kr

50%

35%

2

fyrir

Colgate tannbursti

1

Twister Medium

389 kr/pk

40%

áður 599 kr

Coop kartöflur og kartöflubátar

299 kr/pk áður 499 kr

Maísstönglar

38%

Coca-Cola

Venjulegt og án sykurs

2 stk

99 kr/stk Prins Póló XXL

40%

50 gr

33%

áður 159 kr

180 kr/pk áður 599 kr

Skittles

377 kr/pk

599 kr/pk

áður 629 kr

áður 899 kr

2 teg. - 174 gr

70% Colgate tannkrem 100 ml - Blue Mint Gel

Kjörís frostpinnar

2 teg. - 10 stk í pakka

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Kynntu þér ný og spennandi vikutilboð á facebook.com/krambud Krambúðirnar eru 22 talsins. Á Akranesi, Borgarbraut, Borgartúni, Búðardal, Byggðarvegi, Eggertsgötu, Firði, Flúðum, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hólmavík, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Laugarvatni, Lönguhlíð, Menntavegi, Reykjahlíð, Skólavörðustíg, Selfossi og Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Vogar fagna fjölbreytileikanum Gangbrautir skreyttar með regnbogalitunum Mikil þátttaka var í vinnuskólanum í Vogunum þetta sumarið þar sem ungmenni unnu ýmis störf við garð­ yrkju, vallarumsjón, skráningu fugla, grasslátt og fleira. Hópur ungmenna tók að sér að myndskreyta bæinn og ákveðið var að mála gangbrautir í bænum í litum regnbogans. Að sögn Guðmundar Stefáns Gunnarssonar, íþrótta- og tómstundafulltrúa Voga og ábyrgðarmanns vinnuskólans, var það gert til að fagna fjölbreyti­ leikanum. „Svo virðist sem mikill einhugur ríki í bænum því að fleiri en einn fengu þá hugmynd að sýna stuðning í verki og mála einhverjar gang­ brautir í bænum í öllum regnbogans litum. Einn hugmyndasmiðanna, Jenetta Líf, fékk það verkefni að

Ljósmynd: Jón Steinar Sæmundsson

Fagradalshraun skal það heita Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur staðfest ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar um að það hraun sem nú rennur við Fagradalsfjall verði nefnt Fagradalshraun.

mála gangbrautina við skrifstofu sveitarfélagsins og fékk vinkonu sína með í það verkefni,“ segir hann en með skreytingunni vilji sveitarfélagið sýna að Vogar séu fyrir alla.

Grindavíkurbær óskaði í lok mars eftir tillögum frá almenningi að heitum á ný náttúrufyrirbæri innan sveitarfélagsins. Alls bárust 339 hug­ myndir að heiti á hraunið. Bæjar­ stjórn samþykkti örnefnið Fagradals­ hraun á fundi sínum þann 25. maí og vísaði örnefninu til staðfestingar mennta- og menningarmálaráðherra með vísan til laga nr. 22/2015.

Gangbrautir Voga eru málaðar í öllum regnbogans litum – og í litum Þróttar.

Hyllir undir lok eldgossins?

Verslunarmannahelgin hjá Þóru Lind Halldórsdóttur:

Tjaldið í skottinu og tónlistin í botni – Hvernig eru plönin hjá þér um verslunar­ mannahelgina? „Planið er að setjast upp í bíl með vinkonu minni, vera með tjald í skottinu, setja góða tónlist á, elta góða veðrið og gera það besta úr aðstæðunum.“ – Breyttust plönin eitthvað vegna covid? „Já, það má segja að plönin hafi tekið stóra U-beygju vegna covid. Ég var komin með miða á Þjóðhátíð og gistingu í Vestmannaeyjum alla verslunarmannahelgina en það bíður betri tíma.“ – Hver er skemmtilegasta minningin þín af verslunarmannahelginni? „Ég á nokkrar góðar, til dæmis þegar ég fór á Þjóðhátíð 2014 og var með stórum vinahópi í húsi alla helgina og það var geggjað veður. Á líka góða minningu af því að vera upp í sveit þar sem maður fór t.d. á hestbak, fjórhjól og hafði það notalegt.“ – Er eitthvað sem þér finnst ómissandi þessa helgi? „Ég hef í rauninni aldrei átt einhverja hefð varðandi þessa helgi en hún er alltaf skemmtileg þegar maður eyðir henni í stemmningu í góðra vina hópi og með fólki sem manni þykir vænt um – en jú lopapeysan er ómissandi!“

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Sýnileiki Reykjaness eykst Nýir liðsmenn hafa skilað gríðarlegri aukningu í aðsókn á miðla Markaðsstofu Reykjaness Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur borist öflugur liðsauki í sumar en þrír starfsmenn voru ráðnir til þess að sinna verkefnum fyrir Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark. Starfsmennirnir eru Hörður Krist­ leifsson, ljósmyndari, Gunnhildur Björg Baldursdóttir og Smári Hólm Jónsson og voru þau ráðin með styrk frá Vinnumálastofnun. Verkefni þeirra eru öll á sviði markaðsmála og má þar nefna upp­ færslu á nýrri vefsíðu Markaðsstof­ unnar, samskipti við fjölmiðla og greinaskrif, sem og birtingu efnis á samfélagsmiðlum. Liðsaukinn hefur þegar skilað Markaðsstofunni gríðar­ legri aukningu á miðlum og má þar nefna að fylgjendur YouTube-rásar Markaðsstofu Reykjaness (Visit Reykjanes Iceland) eru nú orðnir

yfir 1.400. Sýnileiki Reykjanessins hefur því verið aukinn margfalt í sumar og þá hefur nýjasta viðbótin, eldgosið í Geldingadölum, haft mikið aðdráttarafl og verið góð kynning fyrir Reykjanes.

Leitað eftir nöfnum sem enda á ...dalur

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

11-13:30

alla virka daga

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verulega hefur dregið úr virkni eldgossins í Fagradalsfjalli en það hefur nú verið í gangi í um fjóra mánuði. Gosið hófst föstudaginn 19. mars og hefur vakið mikla eftirtekt og verið aðdráttarafl fjölmargra Íslendinga sem og erlendra ferðamanna. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði í sjónvarpsfréttum RÚV að farið væri að draga úr hraunflæði úr gosstöðvunum á Fagradalsfjalli en gosvirknin hefur verið stopul frá því í lok júní og gígurinn jafnvel legið í dvala dögum saman. „Af hverju er þetta?,“ spyr Magnús Tumi. „Þetta bendir til þess að framboðið, þ.e. magnið niðri, það sé minna að hafa og þess vegna verður þetta óstöðugt. Það getur leitt til þess að gosrásin taki að þrengjast en þetta getur tekið langan tíma.“ Magnús Tumi segir hvorki skjálftavirkni né annað bendi til að gosið vilji brjótast upp á öðrum stað þannig að nú sé að draga úr gosinu og það muni að öllum líkindum fjara út á næstu einum til tveimur mánuðum. „En það er enga ábyrgð hægt að taka á svona,“ bætir hann við. „Þetta er bara áframreikningur á þeim tölum sem við höfum núna síðast og þetta getur breyst.“

Götuheiti í nýtt hverfi Reykjanesbæjar

Séð yfir Reykjanesbæ.

Opið:

Forliðurinn vísar til Fagradals­ fjalls sem dregur nafn sitt af dal, vestan í fjallinu. Fagradalsfjall var og er eitt þekktasta örnefnið í nágrenni hraunsins. Þá vísar for­ liðurinn einnig til Fagradalsfjalls­ kerfisins sem hraunið rennur úr en það er eitt af nokkrum eldstöðva­ kerfum á Reykjanesskaga.

Nýtt hverfi er í undirbúningi í Reykjanesbæ og er framhald af Dalshverfi. Eins og gefur að skilja fylgja nýju hverfi margar nýjar götur sem eru nú nafnlausar en

það gengur ekki til lengdar, segir í frétt á heimasíðu bæjarins. Þess vegna vill umhverfis- og skipu­ lagsráð að leita til bæjarbúa um til­ lögur að nýjum götunöfnum.

Götunöfnin verða níu talsins en einnig þarf nafn á hverfistorgið, við torgið verður endastöð strætó og leikskóli. Ekkert hámark eða lág­ mark er á fjölda tillagna og ekki þarf, þó heimilt sé, að tileinka ein­ stökum götum nöfnin. Skilyrðin eru að ending göt­ unafna sé dalur og nöfnin séu hverfinu til sóma. Óhætt er að vísa í þjóðsögur, ævintýri eða kennileiti og sögu svæðisins. En allar tillögur eru vel þegnar. Sett verður saman valnefnd sem tekur saman álitlegustu nöfnin og verði fjöldi tillagna í samræmi við væntingar verður endanlegt val ákveðið með íbúakosningu. Veittar verða viðurkenningar fyrir valin nöfn.

Víkurfréttir koma næst út miðvikudaginn 11. ágúst.

Við stöndum vaktina á vf.is alla daga en svörum ekki mikið í síma. Það má samt alltaf ná í okkur með tölvupósti á vf@vf.is, hvort sem þú þarft að auglýsa eða koma efni í okkar miðla. Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


Enn meiri afsláttur af reiðhjólum

25%

Allt að

50% afsláttur!

SUMAR

ÚTSALA t s ú g á . 4 Lýkur Sjá tilboðin á byko.is LOKAÐ MÁNUDAGINN 2. ÁGÚST Góða skemmtun um verslunarmannahelgina

Verslaðu á netinu á byko.is


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Yfir hundrað tonn á handfæri

Sumarstemmningin hjá VF! Víkurfréttir verða áfram í sumargírnum fram í ágúst. Verðum með hálfsmánaðar útgáfu á blaðinu en vf.is er alltaf vakandi og þar er að finna nýjustu fréttir og íþróttir.

Júlímánuður svo til að verða búinn, netabátarnir er margir komnir af stað og hefur veiðin hjá þeim verið þokkaleg. Þeir byrjuðu út af Sandgerði en hafa fært sig inn í Faxaflóann, Maron GK er með 68 tonn í tuttugu róðrum, Halldór Afli GK 54 tonn í 22, Langanes GK 35 tonn í sautján og Grímsnes GK 34 tonn í 21 en bæði Langanes GK og Grímsnes GK munu fara að eltast við ufsann núna í ágúst. Sunna Líf GK með nítján tonn í tíu róðrum og Guðrún GK 21 tonn í fjórtán. Enginn línubátur er á veiðum frá Suðurnesjum en í Grindavík komu Vísisbátarnir með afla, þeir eru síðan komnir í sumarfrí og eru þar með allir stóru línubátarnir frá Suðurnesjum komnir í frí. Reyndar var þetta nokkuð merki­ legt því að Páll Jónsson GK kom til Grindavíkur með 80 tonna afla en með þeirri löndun lauk skipstjórn­ arferli Gísla V. Jónssonar sem hafði verið skipstjóri í 48 ár og hjá Vísi í Grindavík í hátt í 25 ár. Annars er ég staddur núna á Bakkafirði á Norðausturlandi og við þennan litla bæ er mjög svo mikil tenging við Suðurnesin. Til að mynda á árunum frá 1980 til 1990 voru margir bátar frá Suður­ nesjum sem komu austur á Bakka­ fjörð til þess að róa á handfærum, t.d Ragnar GK sem var um fimmtán

tonna stálbátur og Fram KE sem var ellefu tonna bátalónsbátur. Enn þann dag er tenging við Suðurnesin því núna eru þrír bátar að landa hérna sem allir voru í Sandgerði í vetur og munu allir þessir bátar koma aftur til Sand­ gerðis í haust. Þetta eru Kvika GK sem er á handfærum og hefur landað á Bakkafirði 6,3 tonnum í tveimur róðrum. Nýi Víkingur NS sem er á strandveiðum og hefur landað fimm tonnum í átta róðrum og Gjafar GK sem hefur landað 3,4 tonnum í þremur róðrum. Einn af þeim bátum sem á heima­ höfn á Bakkafirði er sómabáturinn Tóti NS. Þessi bátur byrjaði sögu sína frá Keflavík og hét þá Þrándur KE. Magnús Jónsson átti bátinn og réri hann á handfærum allt árið. Yfirleitt byrjaði hann róðra frá Sandgerði en færði sig síðan vestur

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

á Suðureyri, var þar yfir sumarið og kom síðan aftur til Sandgerðis. Þrándur KE var, á árunum 1993 til 1995, með aflahæstu hand­ færabátum á landinu og náði því að veiða yfir hundrað tonn á ári, einungis á handfærin. Tveir af stærstu bátunum sem hafa róið frá Bakkafirði áttu báðir tengingu við Suðurnesin, t.d eikar­ bátur sem hét Ágúst Guðmundsson GK frá Vogum. Hann var seldur til Bakkafjarðar og fékk þar nafnið Ver NS. Síðan var þar báturinn Sjöfn II NS sem var gerður út frá Bakka­ firði í um fimmtán ár, hann endaði sína útgerðarsögu sína í Grindavík og hét þá þar Gullfaxi GK og sögu þess báts lauk árið 2003.

AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI Það er margt sem maður reynir og rekur sig á sem ljósmyndari. Það hefur um árabil verið þannig hér í kirkjugarðinum í Grindavík að æða­ kollur hafa gert sig heimakomnar, fundið sér hreiðurstað, verpt og komið upp sínum afkvæmum. Allt í sátt við menn, lifandi og gengna. Það hefur verið árviss viðburður hjá undirrituðum að fara í garðinn að vori og heilsa upp á gengna ástvini og einnig þessa verndara þeirra og vorboða, sjálfar æðakollurnar. Í nokkur skipti hafði verið kolla sem verpti á sama stað og var svo spök og róleg að þurfti að lyfta henni af hreiðinu til að skoða undir og setja hana svo til baka aftur í sömu stöðu. Í einni af þessum skoðunarferðum mínum kom upp forvitni um hvað mörg egg væru undir og mynda her­ legheitin í bak og fyrir. Þar sem ég nálgaðist kolluna, sem var á sínum stað áleit ég auðvitað að þarna væri sú spaka og geðgóða komin enn eitt árið – en þar skjöpl­ aðist mér heldur betur og ballið byrjaði! Af þvílíkri varfærni og nærgætni teygði ég mig í átt að henni til að strjúka henni blítt og svo í fram­ haldinu, ef mér tækist vel upp með klappið, kíkja undir hana. Nema hvað, þegar ég er rétt kominn með höndina að henni þá hvæsir hún og goggar í hönd mína. Ég var nú alveg fullviss um að þetta væri nú full­ mikil dramatík í einni kollu og held

Þegar kollan gaf skít í mig með kungfu-sparki

mínu striki, nema hvað að þá tekur hún þetta svaka stökk að mér með hvæsi, kungfu-sparki og 360° snún­ ingi þannig að sjálfur Bruce gamli Lee hefði verið stoltur af. Á þessu augnabliki hefði sjálf­ sagt skynsamari maður en aulinn ég

Jón Steinar Sæmundsson

látið sér segjast og látið sig hverfa – en ekki ég. Aftur bý ég mig undir að klappa henni og aftur tekur hún þessa snilldarrútínu sína og undirrit­ aður sannfærist ennfrekar um óþarfa dramatík og geðillsku þessarar kollu, hún hlýtur í ofanálag við allt annað að vera femínisti. Það er nú ekki eins og þetta sé áreitni eða þannig, einungis einföld náttúruskoðun. Jæja, nú var gerð tilraun no. 3 til að fá þetta úrilla illfygli til að þýðast mig og á alveg sama hátt og áður þá tekur hún hvæsið, stökkið með kungfu-sparkinu, nema hvað að núna þegar hún hefur snúið sér í 180° og með skutinn í áttina að mér að þá opnar hún allar lúgur upp á gátt og hreinlega gefur skít í kallinn, klárar sinn snúning, lendir fimlega og leggst á sín egg.

Eftir stóð undirritaður útskitinn frá öxlum og niður úr. Lyktinni verður aldrei, og ég meina ALDREI, lýst með orðum hversu vond hún var, því þau orð eru einfaldlega ekki til. Ég verð nú að viðurkenna að í eitt augnablik hugsaði ég henni þegjandi þörfina þar sem ég stóð þarna einn og útskitinn í kirkjugarðinum en svo hugsaði ég hversu mikið hugrekki þetta væri hjá henni og auðvitað hárrétt viðbrögð. Hún er að verja sína dýrmætustu eign, afkvæmin sín, og gerði það lystavel. Því aulinn

ég hraktist sneyptur, útskitinn og illa lyktandi í burtu. Um leið og ég tek hatt minn ofan fyrir þessari kollu, og einnig öllum öðrum „kollum“ í dýraríkinu, þá ætla ég að þakka mínum sæla fyrir það að það var ekki nokkur manneskja á ferð í kirkjugarðinum akkúrat á þessum tíma. Það hefði sjálfsagt farið fyrir brjóstið á einhverjum að sjá mann afklæðast þarna. Þannig fór um „sjóferð“ þá. Jón Steinar Sæmundsson.


GÓÐA FERÐAHELGI!

MUNUM AÐ AKSTUR OG ÁFENGI FER EKKI SAMAN. VERUM TILLITSSÖM OG BROSUM Í UMFERÐINNI.

A K IÐ VAR LEG A ! vinalegur bær


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þrátt fyrir að vera ágætlega settur í einkalífi og fármálum leituðu sjálfsvígshugsanir á Gunnlaug Hólm Torfason sem var orðinn aðframkominn vegna kulnunar og álags í starfi. Gunnlaugur segir þetta hafa verið svakalegt tímabil og að líklega hafi fjölskyldan hreinlega bjargað lífi hans.

Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Myndir: Lárus Karl Ingason Viðtalið birtist fyrst í ársriti VIRK 2021

VIRK VAR M ITT BJ Ö RGU N AR S KI P „Ég segi allt fínt,“ segir Gunn­ laugur Hólm Torfason sem býr nú í Reykholti í Borgarfirði en vinnur í Keflavík. Í samtali við Gunn­ laug kemur fram að hann hafi ný­ lega lokið starfsendurhæfingu hjá VIRK sem hafi bjargað honum frá örvæntingu og sjálfsvígshugsunum til andlegrar og líkamlegrar heilsu. „Við hjónin keyptum okkur ein­ býlishús hér í Reykholti eftir kuln­ unarástandið. Hér er sú friðsæld og fegurð sem sálin þarfnast eftir lang­ varandi stríð við kvíða og heilsu­ leysi,“ bætir hann við. – En hvenær fór Gunnlaugur Hólm að finna fyrir kulnunareinkennum? „Þetta vatt upp á sig. Upphafsins er kannski að leita allt til þess tíma þegar ég sem vélstjóri hóf störf árið

1999 hjá fiskeldisfyrirtæki í Öxar­ firði. Á Kópasker fluttum við hjónin með ung börn og vorum þar í sex ár. Smám saman fór ég að finna fyrir þreytueinkennum sem ég taldi vera vegna vinnunnar. Við ákváðum því að flytja aftur til Keflavíkur, þar sem ég fæddist 1965 og ólst upp,“ segir Gunnlaugur. „Ég fékk vinnu hjá Sorpeyðingar­ stöð Suðurnesja í Keflavík. Samhliða stofnaði ég fljótlega fyrirtæki sem þjónustaði fiskeldisstöðvar. Í sjö og hálft ár vann ég eina viku í mánuði vaktavinnu hjá sorpeyðingarstöðinni og samhliða því vann ég fullt starf í fyrirtækinu mínu. Þetta tók á. Næturvaktir reyndust mér erfiðar og síminn gekk á fullu næstum allan sólarhringinn. Til þess að slaka á fór ég að fá mér í glas um helgar.“

Ég gekk gjörsamlega á vegg – Hvenær gerðir þú þér grein fyrir ofálaginu? „Ekki strax. Ég hætti að vinna hjá sorpeyðingarstöðinni árið 2013. Þá kom inn meðeigandi og jafnframt tók fyrirtækið að sér æ meiri þjónustu varðandi fiskeldið. Kvíði minn óx smám saman, ég gerðist félagsfælinn og fullur vanlíðunar. Svo kom að því einn daginn að ég gat ekki risið upp. Lá bara í rúminu og sá ekki leið til þess að vera áfram til. Ég hafði þá þurft að fara á bráðadeild vegna þess að ég var með allt of háan blóðþrýsting, þjáðist einnig af of­ þreytu, ofsakvíða og þunglyndi. Allur pakkinn. Ég gekk svo gjörsamlega á vegg. Ótrúlegt að upplifa þetta.“

n í s a g a m r Suma fan af ... er sumarútgá síni VF Suðurnesjamaga m brot af þar sem við sýnu höfum því besta sem við u mánuðum. framleitt á síðust

– Hvað kom þér til hjálpar? „Konan mín gerði sér grein fyrir hve illa ég var á mig kominn. Hún gekk í málið, fór beinlínis með mig á Heilsu­ gæslu Suðurnesja í Keflavík. Þar fékk ég viðtal við góðan lækni sem lagði til að ég myndi sækja um þjónustu hjá VIRK. Ég samþykkti það og hann sótti um fyrir mig. Mér leið þó áfram mjög illa og fannst dálítið erfiður tíminn þar til ég fékk samþykki fyrir þjónustu hjá VIRK. Samt tók það aðeins tvo mánuði. Þá var ég orðinn svo illa á mig kominn að ég gat engan veginn komið nálægt starfinu hjá fyrirtækinu. Ég hafði reyndar selt töluvert í því þegar þarna var komið sögu. Ég talaði því við meðeigendur mína sem sýndu líðan minni skilning. Eigi að síður sótti kvíðinn að mér sem aldrei fyrr. Ég hafði lengi átt erfitt með að sofa, vakti á nóttunni og fann fyrir vaxandi spennu. Ég forðaðist eftir megni að svara í síma og átti í mestu erfiðleikum með að svara tölvupósti. Ég einangraði mig líka æ meira. Loks kom sem sagt að því að ég gafst upp. Ég hafði vakað alla nóttina og lá bara í rúminu algjörlega búinn að vera. Það var í febrúar 2019 sem erfið­ leikarnir urðu mér óyfirstíganlegir. Þess skal þó getið að vetrarmyrkrið átti ekki neinn þátt í vanlíðan minni né heldur hafði ég þjáðst af neinni geðröskun fram til þess að kulnunin heltók mig.“

Var kominn með sjálfsvígshugsanir

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

– Hvernig stóðu fjármálin og einka­ lífið á þessum tíma? „Vel. Ég var ágætlega settur í einka­ lífi og fármálin voru líka í góðu lagi, bæði hjá mér sjálfum og fyrirtækinu. En þótt konan mín og börnin styddu mig og sýndu ástandi mínu skilning og hlýju var ég samt kominn með

Mér fannst sem ég myndi aldrei geta unnið neitt framar. Þetta var svakalegt tímabil. Líklega bjargaði fjölskyldan hreinlega lífi mínu þegar verst horfði ...

sjálfsvígshugsanir þegar ég fór í þjónustu hjá VIRK vorið 2019. Mér fannst sem ég myndi aldrei geta unnið neitt framar. Þetta var svaka­ legt tímabil. Líklega bjargaði fjöl­ skyldan hreinlega lífi mínu þegar verst horfði. Við hjónin eigum fjögur börn og ellefu barnabörn sem gerðu sitt til að gleðja mig. Jákvætt var líka að í upphafi fékk ég greitt veik­ indaleyfi hjá fyrirtækinu, síðan kom stéttarfélagið til skjalanna og í lok þjónustutímabilsins hjá VIRK var ég kominn með endurhæfingarlífeyri.

Ráðgjafi VIRK reyndist frábærlega Strax þegar ég komst í þjónustu hjá VIRK ákvað ég með sjálfum mér að neyta allra úrræða til þess að að ná mér á strik á ný. Ráðgjafi VIRK hjá mínu stéttarfélagi reyndist mér frábærlega. Við mótuðum saman áætlun. Ég hóf þegar meðferð hjá


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

sálfræðingi og áttaði mig til fulls á að áfengi var ekki leið til slökunar. Ég hætti því að fá mér í glas en fór í staðinn að stunda hugleiðslu, jóga og fór í heilsurækt. Það var gríðarlega erfitt að stíga fyrstu skrefin og ég vildi í fyrstu sjálfur reyna að vinda ofan af hinu slæma ástandi án lyfja. Smám saman tók ég þó að átta mig á að lyf gætu hjálpað. Ég gæti þannig fyrr losnað við streituna og kvíðann. Í framhaldi af þessari niðurstöðu fór ég á heilsugæslustöðina í Keflavík þar sem læknirinn minn ávísaði mér kvíðastillandi lyfi. Ég var þá enn þannig stemmdur að ég sat bara út í horni og ef einhver hringdi bjöllunni gat ég varla farið til dyra. Ég var sannarlega gjörsamlega búinn á því þegar ég komst í þjónustu hjá VIRK.“

Var líklega lengi í afneitun – Áttir þú erfitt með að lýsa ástandi þínu þegar verst var? „Líklega var ég nokkuð lengi í af­ neitun. En þegar ég fór til læknisins og síðan til VIRK tókst mér að tala af hreinskilni um líðan mína. Þrátt fyrir að ég væri á þeim tíma lokaður inn í eigin ruglingslegum heimi. Ég stríddi við ólýsanlegan kvíða vegna fyrirtækisins. Mér fannst ég ekki gera skyldu mína. Síðast en ekki síst dró ég ekki undan sjálfsvígshugsan­ irnar sem ásóttu mig. Vafalaust þess vegna var tekið fast á málum. Það var ekki fyrr en síðla árs 2019 sem ég fór að sjá til sólar. Úr­ ræðin sem ég og ráðgjafinn settum stefnuna á voru fyrst og fremst sál­ fræðiþjónusta, heilsurækt, hugleiðsla og jóga. Hugleiðslan hjálpaði mér heilmikið, ég tók að róast og í fram­ haldinu að hugsa minn gang. Hægt og bítandi byggði ég þannig upp and­ lega og líkamlega heilsu.“

Ákvað að leita á nýjar slóðir – Hvenær fannst þér tímabært að hefja vinnu á ný? „Ég stefndi á að fara aftur til starfa hjá fyrirtækinu mínu í upphafi árs 2020. En við þá tilhugsun eina versnaði mér aftur og kvíðinn tók að sækja á mig á ný. Fljótlega varð því ljóst að sú fyrirætlun að fara aftur til vinnu í fyrirtækinu myndi ekki ganga. Ég hélt áfram í þjónustunni hjá VIRK og þremur mánuðum síðar tók ég ákvörðun um að selja það sem ég átti eftir í fyrirtækinu og leita á aðrar slóðir. Annað var bara ekki í boði.“ – Hvert stefndir þú á atvinnu­ markaði eftir sölu fyrirtækisins? „Ég ákvað að sækja um afleysinga­ vinnu hjá Sorpeyðingarstöð Suður­ nesja í Keflavík um sumarið og fékk hana. Ekki var um að ræða mögu­ leika á að byrja í hálfu starfi. Ég varð að kasta mér út í djúpu laugina, ef svo má segja, fara í hundrað prósent starf seinnipartinn í maí 2020. Það voru mikil viðbrigði en það hjálpaði mér mikið að ég þekkti staðinn og samstarfsfólkið og kunni til verka. Mér jókst sjálfstraust, fékk aftur trú á sjálfan mig.“

Aldrei liðið eins vel og nú – Hvað kom til að þú ákvaðst að flytja búferlum, kaupa hús í Reyk­ holti í Borgarfirði? „Í markþjálfun sem ég sótti á vegum VIRK var eitt þeirra markmiða sem ég setti mér að flytja á frið­ sælan stað. Þann draum höfðum við hjónin lengi átt. Við ókum jafnan framhjá Reykholti á leiðinni í sumar­ bústaðinn okkar í Fljótstungulandi og smám saman mótaðist sú hug­ mynd að þar væri eftirsóknarvert að

Mér hefur aldrei liðið eins vel á ævinni eins og nú. Ýmislegt hefur þó breyst, ég er ekki eins mannblendinn og ég var, einbeitingin er ekki alveg komin, ég les minna og horfi minna á sjónvarp í frítímum. Áður hafði ég áhuga á ljósmyndun en sinni því lítt nú. Ég á því eitt og annað óunnið ennþá ...

búa. Þegar okkur stóð svo til boða að kaupa hús í Reykholti slógum við til. Við höfðum engu að tapa. Ég sæki nú þaðan vinnu í sorpeyðingarstöðina í Keflavík viku í senn og held þá til í hjólhýsi. Þetta er ekki löng leið að keyra – flutningurinn í Reykholt er ein besta ákvörðun sem við höfum tekið hjónin.“ – Ertu búinn að ná fullri heilsu? „Mér hefur aldrei liðið eins vel á ævinni eins og nú. Ýmislegt hefur þó breyst, ég er ekki eins mannblendinn og ég var, einbeitingin er ekki alveg komin, ég les minna og horfi minna á sjónvarp í frítímum. Áður hafði ég áhuga á ljósmyndun en sinni því lítt nú. Ég á því eitt og annað óunnið ennþá. Ég var kominn á þann myrka stað að hugsa um að taka eigið líf. Allt sem fyrir mig var gert hjá VIRK kom mér til heilsu og vinnu á ný. VIRK var mitt björgunarskip.“

SÉRFRÆÐINGUR Í MÁLEFNUM ELDRI BORGARA

OG STUÐNINGSÞJÓNUSTU HJÁ FÉLAGSÞJÓNUSTU SUÐURNESJABÆJAR SUÐURNESJABÆR LEITAR AÐ ÖFLUGUM OG FRAMSÝNUM EINSTAKLINGI TIL AÐ HAFA UMSJÓN MEÐ MÁLEFNUM ELDRI BORGARA OG STUÐNINGSÞJÓNUSTU SVEITARFÉLAGSINS. UM ER AÐ RÆÐA 100% STARF. STARFIÐ HEYRIR UNDIR DEILDARSTJÓRA FÉLAGSÞJÓNUSTU, SEM TILHEYRIR FJÖLSKYLDUSVIÐI SVEITARFÉLAGSINS. SUÐURNESJABÆR ER NÆSTSTÆRSTA SVEITAFÉLAGIÐ Á SUÐURNESJUM, MEÐ UM 3.700 ÍBÚA OG UM 300 STARFSMENN. SUÐURNESJABÆR SINNIR FÉLAGSÞJÓNUSTU FYRIR SVEITARFÉLAGIÐ VOGA SAMKVÆMT SAMNINGI. Helstu verkefni og ábyrgð ■ Umsjón með félagslegri heimaþjónustu og stuðningsþjónustu. ■ Móttaka umsókna um þjónustu, mat á þjónustuþörf, ■ gerð þjónustuáætlana og -samninga. ■ Skipulag þjónustu og gerð vaktaáætlana. ■ Teymisvinna þvert á deildir og stofnanir sveitarfélagsins sem og við aðrar þjónustustofnanir. Um er að ræða lögbundin verkefni samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum um málefni aldraðra og lögum um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir. Þá starfar starfsmaður samkvæmt öðrum almennum lögum og reglugerðum sem gilda fyrir opinbera aðila, svo sem stjórnsýslulögum, lögum um opinber skjalasöfn og lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Menntunar- og hæfniskröfur ■ Starfsréttindi í félagsráðgjöf eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi. ■ Þekking og reynsla af vinnslu og meðferð mála með einstaklingum og fjölskyldum ■ Mjög góð tölvufærni. ■ Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í starfi. ■ Góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku. ■ Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvætt viðhorf og geta til að vinna undir álagi. ■ Áhugi á og geta til að sinna þverfaglegri teymisvinnu.

Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst nk. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og settur fram rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is, með fyrirsögninni „Umsókn um starf sérfræðings hjá félagsþjónustu Suðurnesjabæjar“. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Áhugasamir einstaklingar, sem uppfylla framangreindar menntunar- og hæfniskröfur, eru hvattir til að sækja um. María Rós Skúladóttir, deildarstjóri félagsþjónustu, veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 425 3000 eða netfangið mariaros@sudurnesjabaer.is.


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Á meðal stærstu málaskóla landsins Töfrar ástarinnar í Bíósal Duus Safnahúsa

Tónleikagestir voru vel með á nótunum Tónleikarnir Töfrar ástarinnar fóru fram fyrir fullu húsi gesta fimmtu­ dagskvöldið 8. júlí í Bíósal Duus Safnahúsa. Á efnisskrá voru þekktar aríur og lög frá Norðurlöndunum sem Alex­ andra Chernyshova, sópran, og Svafa Þórhallsdóttir, mezzósópran, sungu listavel við undirleik Gróu Hreins­ dóttur á píanói.

Saga Akademía-málaskóli í Reykjanesbæ er á meðal stærstu málaskóla landsins. Stofnandi og eigandi er Karl Smári Hreinsson, íslenskukennari. Skólinn var stofnaður árið 2007 og þjónustaði þegar mest var um 300 nemendum árlega. Aðaláhersla er á íslenskukennslu fyrir nýbúa, auk þess er kennd pólska, enska, spænska, rússnesku og franska í skólanum. Námið fer fram með ýmsum hætti; í hópum, einstaklingskennslu og/eða í gegnum fjarfundabúnað á Skype og Zoom. Þrír til fjórir starfsmenn eru í föstu starfi auk lausráðinna kennara. Skólinn er með starfsleyfi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og vinnur samkvæmt námskrá ráðuneyt­ isins. Margir nemenda Sögu Akademíu koma frá Vinnumálastofnun, Virkstarfsendurhæfingu og stórum fyrirtækjum á Reykjanesi. Þar má nefna Icelandair, Bláa lónið, Airport Associates, bílaleigur, hótel, veitingastaði og fiskvinnslufyrirtæki.

Gott orðspor spyrst út „Margir nemendur eru nokkur ár í skólanum, eru jafnvel að læra ís­ lensku og ensku á sama tíma,“ segir Karl Smári og heldur áfram: „Endur­ koma nemenda er einnig mikil enda erum við að fá bestu nemendurna, nemendur sem vilja læra.“ Átta ár síðan byrjað var á fjar­ kennslu þannig að þegar Covid skall á var stór hluti nemenda þegar í fjarkennslu svo áhrif faraldursins á starfsemi skólans voru ekki svo mikil að sögn Karls Smára. Í málakennsl­ unni er lögð mikil áhersla á málfræði og hefur skólinn til grundvallar mál­ fræðibækur sem Karl Smári og fleiri kennarar hafa samið. „Íslenskan er erlendum nem­ endum okkar miserfið,“ að sögn Karls Smára. „Nemendum frá AusturEvrópu gengur betur en þeim sem koma frá Asíu þar sem meiri líkindi

eru með tungumálunum, t.d. gengur pólskum nemendum almennt mjög vel með íslenskuna,“ en langstærsti hluti nemendanna er frá Póllandi.

Bókaútgáfa samhliða málaskóla Saga Akademía hefur, auk kennslu­ bóka í íslensku, gefið út nokkrar bækur sem fjalla um sögu Tyrkja­ ránsins á Íslandi 1627. Adam Nic­ hols, prófessor við Maryland-há­ skóla í Bandaríkjunum, hefur ásamt Karli Smára þýtt Reisubók séra Ólafs Egilssonar á ensku. Enski titillinn er The Travels of Reverend Ólafur Egilsson. Einnig hafa þeir félagar í sameiningu skrifað tvær bækur á ensku um Tyrkjaránið á Íslandi. Fyrri bókin kom út á síðasta ári, og fjallar um Tyrkjaránið í Grindavík 1627, og síðari bókin, sem kom út fyrir um tveim vikum, fjallar um

Verslunarmannahelgin hjá Sæmundi Má Sæmundssyni:

Fylgist með úr fjarlægð

– Hvernig eru plönin hjá þér um verslunarmannahelgina? „Planið er að skreppa í bústað á Þingvöllum með vinkonu minni og bara taka því rólega. Svo er ég að vinna á sunnudeginum.“ – Breyttust plönin eitthvað vegna covid? „Nei, plönin breyttust ekkert þar sem ég ætlaði ekkert að fara á neinar útihátíðir.“ – Hver er skemmtilegasta minningin þín af verslunarmannahelginni? „Ég á ekki margar minningar af verslunarmannahelginni þar sem ég hef nánast alltaf verið að vinna. Í staðinn geri ég alltaf eitthvað skemmtilegt helgina á eftir, eins og að fara á Gay pride og á Fiskidaginn mikla á Dalvík.“ – Er eitthvað sem þér finnst ómissandi þessa helgi? „Finnst ómissandi að vakna klukkan fjögur til þess að græja mig í vinnu og horfa á öll Þjóðhátíðarsnöppin. Þá lofa ég sjálfum mér að ég skuli fara á næsta ári ... en það hefur ekki orðið af því ennþá.“

Jón Hilmarsson ungo@simnet.is

Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum 1627. Þessar bækur eru samtals um 800 blaðsíður og eru ítarlegasta efni sem gefið hefur verið út á ensku um Tyrkjaránið á Íslandi. Adam Nichols er prófessor í Ma­ ryland-háskólanum og kenndi í nokkur ár um og eftir 1990 við Ma­ ryland-háskóla í herstöðinni á Kefla­ víkurflugvelli, þegar þeir Karl Smári og Adam kynntust. Þeir ákváðu að þýða íslenskt bókmenntaverk yfir á ensku og fyrir valinu varð Reisubók séra Ólafs Egilssonar. Séra Ólafur var prestur í Vestmannaeyjum þegar Tyrkjaránið átti sér stað árið 1627. Honum var rænt ásamt 242 öðrum Vestmannaeyingum. Ólafur fékk leyfi til að fara til Íslands og safna fé til að kaupa út fjölskyldu sína og aðra Íslendinga. Eftir heimkomuna og eftir hvatningu frá Skálholtsbiskupi skrifaði hann ferðabók um för sína frá Vestmannaeyjum til Afríku. Reisubók séra Ólafs Egilssonar er ein besta og ítarlegasta heimild sem við eigum um Tyrkjaránið á Íslandi, þegar alls um 400 manns var rænt og tugir manna voru drepnir. Bókin er einstök í heiminum, lýsing manns sem var rænt og síðan ferðinni til baka frá Afríku.

Tónleikagestir voru vel með á nót­ unum og tóku hverju lagi fagnandi. Sígríður Jóhannsdóttir, fyrrverandi þingmaður og kennari, sagði m.a.: „Þessir tónleikar voru í einu orði sagt alveg stórkostlegir og þessar þrjár listakonur fórum mikinn og held ég að enginn hafi verið ósnortinn undir þessum söng.“ Texti og myndir: Jón Hilmarsson

Valdimar og Anna hafa fengið nýja titla:

Mamma og pabbi Söngvarinn og básúnuleikarinn Valdimar Guðmundsson og unn­ usta hans, Anna Björk Sigurjóns­ dóttir, fengu nýja titla í síðustu viku þegar þeim fæddist heilbrigður og fallegur drengur. Nú eru þau for­ eldrar eða eins og Valdimar sagði sjálfur í færslu á Facebook: „Kæru vinir. Litli drengurinn okkar mætti með hvelli klukkan 22:46 mánudagskvöldið 19. júlí einungis rúmum tveimur tímum eftir að Anna missti vatnið. Hann er auðvitað algjörlega fullkominn á allan hátt, heilar sautján merkur og öllum heilsast vel. Nú erum við komin með nýja titla, mamma og pabbi, sem er eitthvað svo ótrú­ legt. Mikið sem við hlökkum til að horfa á þennan dreng vaxa og dafna og sigra heiminn.“ Valdimar var að vonum í skýj­ unum með erfingjann og sagði í samtali við Víkurfréttir að allt gangi rosalega vel. „Smá svefnleysi – en það er nú bara eðlilegt,“ sagði nýbakaður pabbi og hélt áfram að sinna föðurhlutverkinu. Myndir: Valdimar Guðmundsson

Gleðigjafanum virðist bara líða vel hjá pabba sínum eftir fyrstu baðferðina.

Tíkin Lísa virtist taka fréttum af fjölgun í fjölskyldunni af yfirvegun.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

V ÉL A M A Ð U R/ TÆK J AMAÐ U R Premium of Iceland, Sandgerði óskar eftir vélamanni/tækjamanni Starfslýsing og helstu verkefni: Vélstjórn og vélgæsla fyrir kæliog frystivélar. Viðhald fiskvinnsluvéla og húsnæðis.

Bátar í Sandgerðishöfn. VF-mynd: Hilmar Bragi

Stórfellt brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bátinn Bergvík GK 22 veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuð­ inum vegna stórfellds brottkasts þar sem hið minnsta 72 bolfiskum, aðal­ lega þorski, var kastað fyrir borð. Fiskistofa hefur notast við dróna við eftirlit á fiskislóðum, bæði nær landi sem og á togaraslóðum. Þetta er fyrsta tilfelli þar sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit en fyrstu málin er varða brottkast á togurum eru að koma inn á borð Fiskistofu er haft eftir Elínu Björgu Ragnarsdóttur, sviðsstjóra veiðieftirlits Fiskistofu, á vef Vísis. Fiskistofa varð vör umrætt brott­ kast við eftirlit þann 28. apríl síðast­ liðinn. Notast hafi verið við dróna með áfastri myndavél við eftirlitið og upptökubúnaður virkjaður eftir að eftirlitsmenn urðu varir við brott­ kast áhafnar. Jafnframt er haft eftir Elínu að stofnunin meti brottkastið

í umræddu tilfelli stórfellt og ekki hafi verið hægt að gríða til vægari aðgerðar en sviptingar. Fiskistofa metur svo að óþægi­ lega mikið sé um brottkast og hefur stofnunin óskað eftir samstarfi við fyrirtæki í sjávarútvegi til að berjast gegn slíkri umgengni við auðlindina. „Því við verðum að hafa það í huga að brottkast skaðar hagsmuni allra sem hafa hag af þessari ábyrgu nýt­ ingu auðlindarinnar og þess vegna er samstaða um að þessi hegðun verði ekki liðin. Hún er lykillinn að því að vernda þessa hagsmuni,“ segir Elín Björg Ragnarsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu, að lokum.

Menntunar- og hæfniskröfur: Vélstjórnarnám, rafvirkjun eða sambærileg menntun(athugið að reynsla getur verið metin til jafns við menntun). Reynsla af kæli- og frystivélum og viðhaldi fiskvinnsluvéla kostur.

Starfs- og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi miðað við menntun og reynslu. Um er að ræða fullt starf aðallega á dagvinnutíma. Umsóknir sendist á vilbert@premiumoficeland.is eða í síma 787 2333

M ECHANIK/SP EC J A L ISTA O D MA SZY N Firma Premium of Iceland, Sandgerði poszukuje mechanika/specjalisty od maszyn.

Ogólny zakres zadań: Obsługa i dozór chłodni i mroźni. Obsługa techniczna maszyn przetwórstwa rybnego oraz budynku.

Wymagania: Wykształcenie z zakresu mechaniki okrętowej, wykształcenie elektryczne lub podobne (Istnieje możliwość uznania doświadczenia zawodowego na równi z wykształceniem). Doświadczenie w obsłudze chłodni, mroźni oraz maszyn wykorzystywanych w przetwórstwie rybnym będzie dodatkową zaletą. Warunki pracy i płacy są zgodne z umowami zbiorowymi i są zależne od wykształcenia i doświadczenia. Praca na pełny etat, głównie w dziennym wymiarze czasowym.

Podania o pracę można składać na adres mailowy vilbert@premiumoficeland.is lub pod nr. tel. 787 2333

Birgir Þórarinsson mun leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

Tillaga uppstillinganefndar Mið­ flokksins um lista flokksins í Suð­ urkjördæmi til Alþingiskosninga 2021 var samþykktur á félagsfundi í síðustu viku með 93% atkvæða. Birgir Þórarinsson er annar tveggja þingmanna Miðflokksins en athygli vekur að hinn þing­ maður flokksins, Karl Gauti Hjaltason, er ekki á lista uppstill­ ingarnefndar. Karl Gauti hafði sóst eftir að leiða listann en hann gekk til liðs við Miðflokkinn eftir Klaustursmálið svokallaða, Karl Gauti var áður í Flokki fólksins.

Framboðlisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi er þannig skipaður: Birgir Þórarinsson, Vogum Vatns­ Bjarni Gunnólfsson, Reykja­ nesbæ leysuströnd Ari Már Ólafsson, Árborg Erna Bjarnadóttir, Hveragerði Svana Sigurjónsdóttir, Kirkju­ Heiðbrá Ólafsdóttir, Rangárþingi bæjarklaustri eystra Hulda Kristín Smáradóttir, Guðni Hjörleifsson, Vestmanna­ Grindavík eyjum Hafþór Halldórsson, Vestmanna­ Ásdís Bjarnadóttir, Flúðum eyjum Hrunamannahreppi Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Davíð Brár Unnarsson, Reykja­ Þorlákshöfn nesbæ Sólveig Guðjónsdóttir, Árborg Guðrún Jóhannsdóttir, Árborg Eggert Sigurbergsson, Reykja­ Gunnar Már Gunnarsson, nesbæ Grindavík Elvar Eyvindsson, Rangárþingi Magnús Haraldsson, Hvolsvelli eystra Sigrún Þorsteinsdóttir, Reykja­ Einar G. Harðarson, Árnessýslu nesbæ

KRAFA UM LÓÐAHREINSUN HAFNARGATA 101 VOGUM

Skorað er á eigendur lausafjármuna á lóð sveitarfélagsins við Hafnargötu 101 (grænn reitur) að fjarlægja þá fyrir 25. ágúst næstkomandi. Eftir þau tímamörk áskilur sveitarfélagið sér þann rétt að fjarlægja ósótta lausafjármuni og koma þeim í förgun. Eigendur annarra lóða við Hafnargötu er bent á skyldur sínar um að halda lóðum sínum hreinum og snyrtilegum sbr. 1. mgr. 18. gr reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002: 18. gr. Eigandi eða umráðamaður húss eða mannvirkis skal halda eigninni hreinni og snyrtilegri ásamt tilheyrandi lóð og girðingum, þannig að ekki valdi öðrum ónæði. Ekki má haga hreinsun húsa, húshluta og húsmuna þannig að leitt geti til óþrifnaðar eða ónæðis fyrir aðra. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hvað skiptir máli fyrir þau? Lengi vel hef ég velt fyrir mér hvers vegna við leggjum meiri áherslu á suma þætti umfram aðra í kennslu barna í grunnskóla. Ég veit að ég er fjarri því að vera eina manneskjan sem veltir því fyrir sér. Erum við raunverulega að leggja áherslu á það sem er mikilvægt? Erum við hugsan­ lega að leggja of ríka áherslu á þætti sem ekki eru nauðsynlegir öllum börnum? Er það sem við kennum virkilega það allra besta veganesti sem völ er á fyrir börnin okkar og samfélagið allt? Eða má gera breyt­ ingar? Ég hugsa reglulega um hvaða mögulegu breytingar gætu átt sér stað í samfélaginu ef við myndum leggja töluvert meiri áherslu á fé­ lags- og samskiptafærni barna. Hvað ef kennsla í sjálfsþekkingu, samskiptum og félagsfærni væri það sem fengi hvað mestan tíma innan stundatöflunnar? Verkefni í tengslum við listir, sköpun, kyn­ fræðslu, samfélagsfræði, tungumál og raungreinar myndu síðan fléttast inn í þessa þætti. Aðaláherslan væri á að hjálpa börnum að læra inn á sig og sína styrkleika og hvernig þau gætu átt í jákvæðum samskiptum við aðra. Með því værum við að hjálpa þeim að takast á við önnur verkefni í skólanum. Þessi sjálfs­ þekking og félagslega hæfni væri þá ekki það sem kæmi í kjölfar kennslu á þeim hefðbundu fögum sem við

þekkjum, heldur væri öfugt farið. Markviss kennsla í samskiptum og sjálfsþekkingu væri þá lykillinn að því að börnin gætu blómstrað í annars konar verkefnum í skólanum. Því meira sem ég hugsa um þetta, því fleiri spurningar sækja á mig. Mig langar að fá að spyrja þig nokkurra þeirra. Hvað heldur þú að mörg börn hefðu gott af því að læra betur á eigin tilfinningar og líðan? Hvað telur þú að mörg börn eigi eftir að takast á við krefjandi verk­ efni í lífinu? Hvað heldur þú að það gagnist mörgum börnum að verða öruggari í samskiptum? Ég tel að svarið við þessum spurningum sé einfalt. Öll. Öll börn. Það er sjaldnast skynsamlegt að alhæfa en ég held ég geti sagt með nokkurri vissu að öll börn hafi gott af því að aukin áhersla sé lögð á bætt samskipti og sjálfsþekkingu. Það er því nauðsynlegt að þjálfa og kenna þessa þætti. Við þurfum ekki að láta þau geta í allar eyður og giska hvernig eigi að haga sér í ákveðnum aðstæðum. Þau þurfa ekki að finna út úr þessu öllu sjálf, við getum að­ stoðað þau og leiðbeint með meira afgerandi hætti en við höfum áður gert. Ég tel að það eigi aðeins eftir að hafa jákvæð áhrif á líf þeirra, því það eru þessir þættir sem gera okkur hæfari í að takast á við þær áskoranir sem á vegi okkar verða.

Öll börn munu þurfa að takast á við erfiðleika og áskoranir, bæði per­ sónulegar og félagslegar. Það ætti því að gefa auga leið að ef við þjálfum hjá þeim samskipta- og vinafærni, þá mun það koma þeim til góða. Það mun ekki einungis gagnast börn­ unum okkar, hér og nú, heldur mun það vera öllu samfélaginu okkar til góða til framtíðar litið. Ég á í raun erfitt með að skilja hvers vegna við gefum þessum þáttum ekki meira vægi innan stundatöflunnar. Með því að leggja enn ríkari áherslu á þá þætti sem öll börn munu koma til með að geta nýtt sér í framtíðinni aukum við líkurnar á því að þau geti fylgt á eftir draumum sínum. Að þessu sögðu langar mig að um­ orða spurningarnar mínar sem ég lagði fram hér að ofan. Hvað heldur þú að margir fullorðnir einstaklingar hefðu gagn af því að þekkja betur eigin tilfinningar? Hvað heldur þú að það myndi gagnast mörgum full­ orðnum einstaklingum í dag að vera öflugri í samskiptum? Ég tel að það myndi gagnast flestum fullorðnum, langflestum. Því spyr ég aftur, erum við með áherslurnar á réttum stöðum? Elva Dögg Sigurðardóttir Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Í SUÐURNESJABÆ Lýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Garðs 2013–2030 Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt til kynningar lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi sveitarfélagsins Garðs 2013–2030. Breytingin felst stækkun svæðis með skilgreinda notkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis til suðurs á skilgreint opið svæði í núgildandi skipulagi. Lýsingin er kynnt á heimasíðu Suðurnesjabæjar, www.sudurnesjabaer.is og skulu athugasemdir og ábendingar hafa borist skriflega eigi síðar fimmtudaginn 25. ágúst 2021

Tillaga að deiliskipulagi við Iðngarða í Suðurnesjabæ Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti þann 7. október 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Iðngarða í Garði, Suðurnesjabæ skv. 1. mgr.41. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leitast er við að nýta landkosti svæðisins sem best og byggja á þeim grunni sem fyrir er en á svæðinu eru nú 26 hús, íbúðar-,atvinnu og iðnaðarhúsnæði. Samanlögð stærð svæðisins er um 21 ha, þar af 12,4 ha athafnasvæði, 1,5 ha íbúðasvæði og 7 ha opin svæði. Um er að ræða 42 misstórar lóðir undir fjölbreytta athafnastarfssemi og 2 nýjar íbúðahúsalóðir. Við gildistöku skipulagsins fellur eldra deiliskipulag við Iðngarða út sem var samþykkt 12. mars 1992.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis ofan Skagabrautar og Búmannasvæði í Suðurnesjabæ Bæjarráð Suðurnesjabæjar samþykkti þann 14. júlí 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis ofan Skagabrautar og Búmannasvæði í Garði, Suðurnesjabæ skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að húsgerð F, keðjuhús á einni hæð við Þrastarland og Kríuland fellur út. Í stað húsagerðar F kemur ný húsagerð I, tvíbýlishús á tveimur hæðum. Íbúðafjöldi breytist ekki. Í stað 14 keðjuhúsa koma 7 tvíbýlishús á tveimur hæðum og lóðamörk breytast. Lega syðri hluta götunnar Kríulands er einfölduð og lögð í beinu framhaldi af Þrastarlandi. Skipulagstillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Suðurnesjabæjar, Sunnubraut 4, Garði frá og með miðvikudeginum 8. júlí til og með fimmtudagsins 7. september 2021. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vef Suðurnesjabæjar, www.sudurnesjabaer.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til fimmtudagsins 7. september 2021. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa með tölvupósti á jonben@sudurnesjabaer.is, eða á bæjarskrifstofuna í Garði, b.t. skipulagsfulltrúa, Sunnubraut 4, 250 Garður. Jón Ben. Einarsson, skipulagsfulltrúi Suðurnesjabæjar.

Fyrir ungar fjölskyldur Draumar okkar og hugsjónir í Samfylkingunni eru um velferðar­ samfélag sem er fyrir alla. Þess vegna tölum við fyrir langtíma­ fjárfestingu í menntun, heilsu­ gæslu og umönnun barna. Þarna er grundvöllur velferðarinnar og eitt af einkennum norræna vel­ ferðarkerfisins. Við eigum langt í land að ná hinum norrænu ríkj­ unum á ýmsum sviðum, ekki síst þegar um stuðning við ungar fjöl­ skyldur er að ræða. Ungt barnafólk sem er að hefja sinn feril á vinnumarkaði er gjarnan um leið að koma sér þaki yfir höfuðið. Kostnaðurinn við þarfir barnanna, fæði, klæði og tómstundir, bætist þar við – og fyrir vikið verður álagið enn meira á fjölskyldurnar eða þá að barneignum er frestað. Barnafólk með meðaltekjur hér á landi veit ekkert hvað ég er að tala um þegar ég nefni barna­ bætur sem búbót fyrir ungar fjöl­ skyldur. Þau hafa aldrei fengið útborgun frá ríkinu sem ætluð er til að jafna stöðu þeirra gagnvart hinum sem ekki eru með börn á framfæri – og það er ekkert skrítið því samkvæmt ákvörðun ríkis­ stjórnarinnar byrja barnabæt­ urnar að skerðast við lágmarks­ laun sem eru nú 351 þúsund krónur á mánuði. Skerðingarnar hafa það í för með sér að ein­ staklingar sem eru með rúmar 600 þúsund krónur á mánuði fá ekkert. Auk þess eru bæturnar greiddar út fjórum sinnum á ári en ekki mánaðarlega og verða því ekki eðlilegur partur af mánaðar­ legum rekstri heimilisins. Ef barnabætur yrðu greiddar út mánaðarlega þá væru þær óskertar 31.208 krónur á mánuði með einu barni undir sjö ára hjá sambúðarfólki en 44.225 krónur til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir sjö ára yrði greiðslan 54.475 krónur á mánuði hjá sambúðarfólki en 77.625 krónur hjá einstæðum foreldrum.

Forgangsröðum skiptir máli Í norrænu velferðarríkjunum eru barnabætur hvergi tekjutengdar nema í Danmörku en þar hefjast skerðingar við mjög háar tekjur. „Þetta er alltof dýrt,“ segja íhaldsflokkarnir. Ef við tækjum það skref á næsta kjörtímabili að einstaklingar með 600 þúsund krónur á mánuði fái óskertar barnabætur þá þyrftum við að auka framlögin um níu milljarða króna á ári. Ríkisstjórnin ákvað að lækka skatta á banka og breyta skattstofni fjármagnstekna sem kostaði álíka upphæð fyrir ríkis­ sjóð. Þetta er allt spurning um forgangsröðun stjórnvalda. Við í Samfylkingunni röðum ungum fjölskyldum framar. Ég hef sem þingmaður lagt fram fjöldann allan af tillögum um betri kjör fyrir barnafólk. Flestar hafa verið felldar. Ég nýtti tækifærið þegar ég var fjármála­ ráðherra 2012 og sá til þess að barnabætur hækkuðu um 30% á milli ára. Fleiri ungar fjölskyldur fengu þá bætur en nú. Sjálfstæðis­ menn og Framsóknarmenn, sem tóku við eftir kosningar 2013, vildu frekar lækka veiðigjöldin en hækka barnabætur og komast nær því sem gerist í norrænum velferðarríkjum. Núverandi ríkis­ stjórn fylgir sömu stefnu. Það þarf að gera betur fyrir ungar fjölskyldur. En til þess þarf nýja ríkisstjórn eftir kosningar. Ríkisstjórn jafnaðarmanna. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Einkaflugnám nú í boði í fjarnámi Flugakademía Íslands bætir einka­ flugnámi í fjarnámi við náms­ framboð sitt í haust. Fjarnámið verður kennt samhliða staðnámi, en kennsla hefst 30. ágúst. Um­ sóknarfrestur er til og með 15. ágúst næstkomandi. Einkaflugnám í fjarnámi er kennt samhliða staðnámi. Námið tekur tíu vikur samtals með prófum og stendur yfir frá 30. ágúst – 5. nóv­ ember 2021. Námið byggist upp á CBT (Computer Based Training) þjálfun þar sem nemendur horfa á fyrir­ lestra og vinna svo verkefni og taka æfingapróf. Í fjarnámi er 10% mæt­ ingarskylda og verða tvær staðlotur á námstímanum. Nemendur hafa greiðan aðgang að kennara á meðan námskeiði stendur. Lokapróf verða haldin í skólanum um helgar en eins og í staðnámi þurfa nemendur að standast skólapróf til að fá próftöku­ rétt hjá Samgöngustofu. Þeir stað­ nemar sem þess óska geta fært sig yfir í fjarnám óski þeir þess. Einkaflugnám er ætlað þeim sem vilja verða einkaflugmenn og vilja stunda sjónflug á litlum einshreyfils

flugvélum, sér og farþegum sínum til ánægju. Námið er unnið í samræmi við samevrópskar reglur um flugnám, sem innleiddar eru á Íslandi frá Öryggisstofnun Evrópu (EASA) í gegnum EES-samninginn. Að loknu einkaflugnámi, öðlast þú samevr­ ópsk einkaflugmannsréttindi (PartFCL flugskírteini), sem veitir þér réttindi til að fljúga á einshreyfils flugvél í sjónflugi með farþega án endurgjalds víða um heim. Einka­ flugmannsnám er bæði skemmtilegt og krefjandi nám sem skiptist í bók­ legt nám og verklegt nám. Frekari upplýsingar og skráning á www.flugakademia.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Búsetuúrræði eldri íbúa og Framkvæmdasjóður aldraðra Það er alvarleg staða uppi þegar ekki er hægt að útskrifa eldra fólk af sjúkrahúsum vegna þess að það á ekki í önnur hús að venda. Til að leysa þennan vanda þarf að huga að búsetuúrræðum eldri íbúa, leysa fjárhagsvanda hjúkrunarheimila og greina þann grunnvanda sem bið­ listar í kerfinu eru. Þennan málaflokk þarf að taka föstum tökum. Eldra fólki fer hratt fjölgandi og nauðsynlegt að nálgast málaflokkinn frá mörgum hliðum, enda er ekki hér um einsleitan hóp að ræða. Margir eru frískir og fjörugir og bjarga sér sjálfir. Aðrir eru sæmilega frískir og þurfa frekar á félagslegri aðhlynningu að halda en heilbrigðis­ þjónustu. Síðan eru þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda af ýmsum toga. Þess vegna er nauðsynlegt að til staðar séu ýmiss konar úrræði sem uppfylla þarfir mismundandi hópa.

Þjónusta á hendi ríkis og sveitarfélaga Þjónustu við eldri íbúa hefur bæði verið sinnt af sveitarfélögum og ríki. Félagsleg heimaþjónusta, sem sveitarfélögin sinna, er fyrir þá sem búa í heimahúsum en þurfa aðstoð við að sjá um heimilishald og per­ sónulega umhirðu. Tilgangur heimahjúkrunar, sem er á forræði ríkis, er að gera fólki kleift að búa heima þrátt fyrir veikindi eða heilsubrest. Oft skarast þessir þjón­ ustuþættir og óvissa ríkir um hver á að gera hvað. Slík óvissa bitnar auðvitað mest á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda og því nauð­ synlegt að ríki og sveitarfélög skýri og skilgreini betur hvoru megin lækjar ábyrgðin liggur.

Ótækt að festa eldra fólk á sjúkrahúsum Það liggur fyrir, miðað við þá biðlista sem eru til staðar, að nauðsynlegt er að fjölga hjúkrunarheimilum. Það er auðvitað ótækt að ekki skuli vera hægt að útskrifa eldra fólk af sjúkra­ húsi vegna skorts á úrræðum. Þetta eykur allan kostnað við heil­ brigðisþjónustu þar sem verið er að nýta dýrasta úrræðið þegar aðrir kostir þyrftu að vera til staðar. Framkvæmdasjóður aldraðra var stofnaður árið 1999. Hann starfar á grundvelli laga um málefni aldraðra og er í vörslu heilbrigðisráðuneyt­ isins. Sjóðurinn er fjármagnaður með sérstöku gjaldi sem lagt er á þá sem skattskyldir eru á aldrinum 16 til 70 ára.

Sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunar­ þjónustu um allt land og skal fé úr honum varið til byggingar stofnana fyrir aldraða, þjónustumiðstöðva og dagdvala, að mæta kostnaði við nauð­ synlegar breytingar á slíku húsnæði og til viðhalds húsnæðis dagdvalar-, dvalar- og hjúkrunarheimila, auk ann­ arra verkefna sem stuðla að uppbygg­ ingu öldrunarþjónustu. Lagabreyting var gerð á sjóðnum árið 2004 og heimild veitt til þess að nýta sjóðinn til viðhalds hjúkrunarheimila.

Fjármunir nýttir í rekstur en ekki fjárfestingar Árið 2011 var hins vegar sett inn bráðabirgðaákvæði sem heimilaði að sjóðurinn yrði nýttur til reksturs og samkvæmt uppgjöri 2015 var staðan þannig að einungis 40% af fjármunum sjóðsins er nýttur í það sem hann var upphaflega stofnaður til, það er til fjárfestingar í úrræðum í öldrunarþjónustu. Þá hefur það verið haft eftir Sig­ urði Jónssyni, sem er fulltrúi Lands­ sambands eldri borgara í stjórn Framkvæmdasjóðs, að þriðjungur tekna sjóðsins hafi á árunum 2011– 2017 verið notaður í rekstur. Þá vekur það einnig athygli að sumir landshlutar hafa fengið tölu­ vert minna af fjármunum úr Fram­ kvæmdasjóði einhverra hluta vegna en slík mismunun ætti ekki að eiga sér stað.

Ríkissjóður fær lánað hjá Framkvæmdasjóði aldraðra Ríkissjóður skuldaði Framkvæmda­ sjóði aldraðra tæpa 2,9 milljarða króna í árslok 2019 samkvæmt árs­ reikningnum, sem var þá rúmlega gjaldið sem lagt var á fólk það ár. Það er um það bil kostnaðurinn við fullbúið 60 rýma hjúkrunarheimili. Mér finnst vel hægt að líkja þessu við formann húsfélags sem fengi lánað úr hússjóðnum til eigin nota. Eitthvað myndi nú verða sagt við því.

Ný búsetuúrræði Öldrunarþjónusta er talsvert fjár­ frekur málaflokkur og því er nauð­ synlegt að fjölga þeim úrræðum sem málaflokknum tilheyra, bæði til þess að auka fjölbreytni en einnig til þess að fara betur með fjármuni. Einn af þeim kostum sem rétt væri að skoða er búsetuúrræði einhvers staðar á milli þess að búa heima eða vera á hjúkrunarheimili. Það gæti verið kostur að byggja dvalarheimili þar sem hver og einn

Verslunarmannahelgin hjá Sigríði Guðbrandsdóttur:

Öryggið á oddinn á lokametrunum – Hvernig eru plönin hjá þér um Verslunar­ mannahelgina? „Ég ætla í sumarbústað foreldra minna með fjölskyldunni, slaka á og njóta þess að vera með þeim.“

hefði sína íbúð og boðið væri upp á sameiginleg rými eins og matsal og sali þar sem hægt væri að bjóða upp á félagslega virkni, líkamsrækt, tóm­ stundir og samveru. Það eru ekki allir sem treysta sér til að búa einir eftir að hafa til dæmis misst maka sinn og margir eiga það á hættu að einangrast félagslega. Ef fjármunir Framkvæmdasjóðs aldraðra væru nýttir til þess sem þeir voru upphaflega ætlaðir til, væri hægt að fjölga úrræðum í þessum málaflokki verulega. Guðbrandur Einarsson Skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi ­alþingiskosningum.

– Breyttust plönin eitt­ hvað vegna covid? „Nei, alls ekki. Planið var alltaf að eyða tíma með fjölskyldunni í öruggu umhverfi þar sem ég er gengin 34 vikur.“ – Hver er skemmtilegasta minningin þín af versl­ unarmannahelginni? „Engin ein minning sem stendur upp úr en þær minningar sem mér dettur í hug eru unglingalandsmótin úr æskunni, bústaðarferð með vinum og þau tvö skipti sem eg hef farið á Þjóðhátíð í eyjum.“ – Er eitthvað sem þér finnst ómissandi þessa helgi? „Nei, get ekki sagt það.“

VANTAR ÞIG VINNUFÉLAGA? Smágröfur til leigu sem létta þér verkin

Skjáskot úr ársreikningi Framkvæmdasjóðs aldraða 2019

Yanmar SV18 stærri

Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar,

SIGRÚNAR GUÐJÓNSDÓTTUR Greniteigi 9, Keflavík.

Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir alúð og góða umönnun. Guðjón Sigurðsson Steinunn Njálsdóttir Bjarni Ásgrímur Sigurðsson Hansborg Þorkelsdóttir Sigurður Sigurðsson Árný Þorsteinsdóttir Sveinbjörg Sigurðardóttir Guðsveinn Ólafur Gestsson barnabörn og barnabarnabörn

Yanmar SV08 litla

Njarðarbraut 1 260 Reykjanesbæ Sími: 421 4037 netfang: lyfta@lyfta.is www.lyfta.is

421 4037


Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is

sport

Miðvikudagur 28. júlí 2021 // 28. tbl. // 42. árg.

Með ástríðu fyrir íþróttum Einar Þór Björgvinsson er sjónvarpsstjóri Keflavík TV og hann elskar íþróttir íþróttir

Fjölmargir hafa fylgst með kappleikjum Keflavíkur sem hafa verið sýndir beint á netinu. Einar Þór Björgvinsson rekur sjónvarpsstöðina Keflavík TV og er einn brautryðjanda í því að sýna beint frá kappleikjum á netinu. Eins og nafnið gefur til kynna hefur Keflavík TV sýnt frá leikjum Kefla­ víkur – bæði í fótbolta og körfubolta. Einar byrjaði að fikta við þetta fyrir nokkrum árum og síðan þá hefur verkefnið undið upp á sig og er orðið heilmikið fyrirtæki í dag. Víkurfréttir ræddu við Einar Þór og Konráð Ólaf Eysteinsson sem hefur lýst leikjum af mikilli innlifun á Keflavík TV. „Ég var að fikta við þetta í svona tvö ár fyrir Nes svo fór sjónvarpsferillinn af stað hjá mér með Keflavík TV. Í júlí 2017 byrjaði ég með YouTuberás, Keflavík TV, og þá fóru hjólin að snúast. Við fengum eitthvað um 150 áskrifendur á fyrsta eina og hálfa árinu. Núna erum við komnir upp í 1.100 áskrifendur,“ segir Einar sem hefur verið iðinn við að streyma frá íþróttaviðburðum Keflvíkinga undanfarin ár.

Keflavík TV fjögurra ára „Stöðin er fjögurra ára, verður fimm ára á næsta ári,“ segir sjónvarps­ stjórinn. „Við byrjuðum með litla Canon-heimilisvél í tvö, þrjú ár. Svo fór fórum við í alvöru 4K Sony-vél. Það var Gunnar Magnús Jónsson [þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Keflavík] sem plataði mig fyrst í þetta, fékk mig til að sýna leiki frá kvennaboltanum í Inkasso-deild­ inni. Svo plataði Eysteinn [þjálfari meistaraflokks karla] mig í að sýna frá karlaboltanum líka.“ Sindri Kristinn Ólafsson [mark­ vörður Keflavíkur] Einar yfir í að mynda körfuboltann 2019. „Það var svolítið erfitt fyrir mig því þá voru Keflavík og Njarðvík að spila, sem var svolítið erfitt fyrir mig því ég mátti ekki öskra „áfram Keflavík“. Það var svolítið erfitt en hafðist og þegar leikurinn var búinn þá ákvað ég að ég þyrfti að vera hlut­

laus í framtíðinni – svo ég missi mig ekki aftur og öskri „áfram Keflavík“,“ segir Einar hlæjandi. Það er augljóst að Einar hefur rosalega gaman að því sem hann fæst við, að sýna frá íþróttavið­ burðum og hann er að þessu með hjartanu og sálinni. „Það er alltaf að verða meira og meira að gera. Þegar Covid-tak­ markanir voru í gangi vorum við beðnir um að sýna karla- og kvenna­ leiki þegar Stöð 2 Sport var ekki að sýna. Þá höfðum við bara aðgang að þráðlausu net sem var hinum megin í íþróttahúsinu og það var svolítið höktandi. Ég bölvaði þessu í sand og ösku og talaði við Einar Haralds [for­ mann og framkvæmdastjóra Kefla­ víkur] og ég sagði bara við hann: „Heyrðu, við viljum fá beintengingu hér!“ og benti á staðinn sem ég vildi fá tengilinn. Það var komið daginn eftir – það er allt gert fyrir mig.“

Eins og Rikki G eða Gummi Ben Einar og Konráð Ólaf Eysteinsson kynntust þegar þeir unnu saman í Dósaseli og þeirra vinskapur hefur bara vaxið með árunum þótt annar sé Keflvíkingur og hinn Njarðvík­ ingur. Skömmu eftir að Einar byrjaði með Keflavík TV fékk hann Konna vin sinn til að lýsa leik milli Kefla­ víkur og Nes. Það var árið 2017.

Einar er harður Keflvíkingur og Konni harður Njarðvíkingur.

Verslunarmannahelgin hjá Alexöndru Ýr Auðunsdóttur:

Með fjölskyldunni á Flúðum Einar og Konni eru perlu vinir með sameiginlegt áhu gamál.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

„Svo 2018 bað hann mig að lýsa leikjum í Inkasso-deildinni og 2019 byrjaði ég bara að lýsa,“ segir Konni, „og það gekk svona rosalega vel.“ „Hann fór á kostum,“ skýtur Einar inn í. „Fólk var að líkja honum við Rikka G eða Gumma Ben.“ „Ég hef mikla ástríðu fyrir íþróttum, körfubolta og fótbolta. Svo bað körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mig um að lýsa körfuboltaleikjunum hjá stelpunum í febrúar og ég fékk með mér minn besta mann í það,“ segir Konni og á auðvitað við Einar félaga sinn. „Svo við sáum um það og í úrslitakeppninni vorum við farnir að búa til peppvídeó fyrir stelpurnar – það vakti mikla ánægju.“ „Njarðvík keypti búnað sem ég var engan veginn sáttur við,“ segir Einar og hristir höfuðið. „Svo þeir þurftu alltaf að leigja búnaðinn frá Keflavík TV.“

Skapmikill „Ég varð einu sinni rosalega reiður þegar ég mætti og þá hafði gleymst að láta mig vita að Stöð 2 væri að fara að sýna frá leiknum. Ég varð alveg brjálaður við þá.“ Eftir að Keflavík fór upp í aðra deild hefur útsendingum Keflavík TV fækkað en Stöð 2 hefur sjón­ varpsréttinn á þeim leikjum – en Einar deyr ekki úr aðgerðarleysi. „Núna er ég að sýna frá leikjum RB United sem er að spila í fjórðu deild. Ég byrjaði á því 6. júlí svo það er mikið að gera hjá manni,“ segir Einar að lokum og við eigum örugg­ lega eftir að fá að sjá frá mörgum íþróttakappleikjum sem hann streymir frá í framtíðinni.

– Hvernig eru plönin hjá þér um verslunarmannahelgina? „Ég ætla vera á Flúðum með kærastanum mínum og fjölskyldu.“ – Breyttust plönin eitt­ hvað vegna covid? „Já, ég ætlaði á Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina.“ – Hver er skemmti­ legasta minningin þín af verslunarmannahelginni? „Þegar ég fór á Þjóðhátíð á sunnudeginum fyrir tveimur árum og Flúðir í fyrra.“ – Er eitthvað sem þér finnst ómissandi þessa helgi? „Samveran með fjölskyldu og vinum.“

Verslunarmannahelgin hjá Guðmundi Stefáni Gunnarssyni:

UXI 95 stendur upp úr – Hvernig eru plönin hjá þér um verslunarmannahelgina? „Ég verð heima að ditta að húsinu og stefni á að fara í stutta gönguferð einhvers staðar á Reykjanesinu.“

– Breyttust plönin eitthvað vegna covid? „Já, ég ætlaði á ungmennafélagsmót.“ – Hver er skemmtilegasta minningin þín af verslunarmannahelginni? „UXI 95 er klárlega besta verslunnarmannahelgi sem ég „man“ eftir.“ – Er eitthvað sem þér finnst ómissandi þessa helgi? „Í dag er ómissandi að vera með fjölskyldunni þessa helgi.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Elías Már á leiðinni í franska boltann

Elías var duglegur að skora fyrir Ecxelsior. Elías Már Ómars­ s on, knatt­ spyrnumaður frá Kefla­v ík, er að ganga í raðir franska B-deild­ar­liðsins Ni­mes frá Excelsi­or í Hollandi.

Ni­mes féll úr efstu deild franska boltans síðasta vor, þegar liðið endaði í nítjánda sæti af tutt­ugu, en stefn­ir beint aft­ur upp í efstu deild á ný.

Elías hef­ur leikið und­an­far­in þrjú tíma­bil með Excelsi­or sem lék í hol­ lensku B-deildinni á síðasta ári. Elías hefur skorað grimmt fyrir Excelsior og á síðasta tíma­bili varð hann næst­ marka­hæsti leikmaður deild­ar­inn­ar með 22 mörk í 37 leikj­um. Elías lék með meist­a ra­flokki Kefla­vík­ur frá 2012 til 2014 en þá fór hann til Vål­erenga í Nor­egi og lék með þeim í hálft ár. Eftir það fór Elías til Gauta­borgar í Svíþjóð áður en hann gekk til liðs við Excelsior. Elías hefur einnig leikið níu A-lands­ leiki og 33 leiki með yngri lands­ liðum Íslands.

KNATTSPYRNUSAMANTEKT

Pepsi Max-deild karla:

Magnaður sigur Keflvíkinga á Breiðabliki Keflavík - Breiðablik 2:0

Keflavík hafði betur gegn Breiðabliki í miklum baráttu­ leik á HS orkuvellinum. Þótt Blikar hafi verið meira við völd í leiknum sá sterkur varnarleikur Keflvíkinga við þeim og tvö góð mörk heimamanna gerðu útslagið. Það var gegn gangi leiksins þegar Keflavík komst yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir að Blikar tóku stutta markspyrnu og Joey Gibbs óð inn í teiginn, setti mikla pressu á varnarmann gestanna og náði að komast fyrir boltann sem hrökk af Gibbs og í netið við mikla kátína á pöllunum. Keflvíkingar bættu við öðru marki í byrjun seinni hálfleiks og vörn þeirra þétti sig eftir því sem leið á leikinn og með mikilli seiglu og baráttugleði höfðu Keflvíkingar tveggja marka sigur og sitja í áttunda sæti Pepsi Max-deildarinnar með sextán stig, einu stigi á eftir Leikni sem hefur leikið einum fleiri leiki.

Elías Már átti frábært tímabil og var valinn besti leikmaður litháísku deildarinnar.

Elvar Már leikur með Telenet Giants í Belgíu á næstu leiktíð Körfuknattleiksmaðurinn Elvar Már Friðriksson er á leiðinni til Telenet Giants í Belgíu en hann átti frábært tímabil með Siauliai í LKL-deildinni í Litháen þar sem hann var að lokum valinn besti leikmaður deildarinnar. Telenet Giants leikur í GNXT-deild­ inni í Belgíu og tekur þátt í EuroCup. Liðið endaði í þriðja sæti belgísku deildarinnar á síðasta tímabili og komst í undanúrslit úrslitakeppn­ innar. Þar á undan vann liðið belgíska bikarmeistaratitilinn tvö ár í röð.

Jón Axel í sum­ar­deild NBA Keflvíkingar börðust fyrir sigrinum.

Mörk Keflavíkur: Joey Gibbs (43’) og Frans Elvarsson (47’).

Lengjudeild karla:

2. deild karla:

ÍBV - Grindavík 4:1

Þróttur - Njarðvík 0:0

Grindavík tapaði illa fyrir ÍBV um helgina og mögu­ leikar þeirra um sæti í efstu deild eru teknir að dvína en með sigrinum eru Eyjamenn í öðru sæti, sex stigum fyrir ofan Grindavík sem er í því fimmta. Fram er með yfir­ burðarforystu í deildinni og hefur sex stiga forskot á næsta lið og á leik til góða. Á 38. mínútu komust Grindvíkingar yfir þegar Dion Acoff pressaði á markvörðinn sem náði ekki að losa sig við boltann og skoraði. Grindavík leiddi með einu marki í leikhléi en Eyja­ menn mættu kolvitlausir í seinni hálfleikinn og hrein­ lega keyrðu yfir Grindvíkinga, skoruðu fjögur mörk. Mark Grindavíkur: Dion Acoff (38’).

Leik Þróttar og Njarðvíkur hafði verið beðið með talsverðri eftir­ væntingu en báðum þessum liðum var spáð upp í næst­ efstu deild á næsta ári. Fyrir leikinn sátu Þróttarar í efsta sæti með 27 stig en Njarðvík í Hermann og lærisveinar því þriðja með 21 hans gleðjast þessa dagana stig. Liðin skildu enda efstir í 2. deild. jöfn, hvorugu liði tókst að skora. Þróttur er sem fyrr á toppi deildarinnar en Njarðvík er komið í fjórða sæti.

Lengjudeild kvenna:

2. deild karla:

Grindavík - Grótta 3:1

Reynir - Haukar 0:0

Grindavík vann góðan sigur á Gróttu með þremur mörkum frá framherjanum öfluga Christabel Oduro. Grindvíkingar voru tölu­ vert betri aðilinn framan af Oduro skoraði þrjú en eftir að komast í tvegga marka forystu datt liðið full og var stöðugt aftarlega og fékk að launum ógnandi. mark á sig og var undir tölu­ verðri pressu í lokin [2:1]. Oduro tryggði sigurinn með þriðja markinu í upp­ bótartíma og Grindavík er komið úr fallsæti, er í því sjöunda með ellefu stig.

Reynir tók á móti Haukum úr Hafnarfirði á sama tíma og leikur Þróttara og Njarðvíkinga fór fram. Bæði Reynir og Haukar eru um miðja deild og mátti búast við jöfnum leik, sem varð raunin. Reynismenn missti fyrirliða sinn, Strahinja Pajic, út af með rautt spjald á 76. mínútu en það kom ekki að sök, hvorugu liði tókst að skora. Niðurstaða jafntefli sem gerir lítið fyrir liðin og Reynir er í níunda sæti með sextán stig.

Mörk Grindavíkur: Christabel Oduro (25’, 53’ og 90’+3).

Pepsi Max-deild kvenna:

Keflavík - Stjarnan 1:2 Keflavík fékk ódýrt mark á sig í byrjun leiks en jafnaði fyrir leikhlé. Keflvíkingar sóttu linnulítið að marki Stjörnunnar allan síðari hálfleikinn og fengu nokkur ákjósanleg færi til að gera út um leikinn en vörn Stjörn­ unnar hélt. Það var algerlega gegn gangi leiksins þegar Stjarnan náði skyndisókn undir lok leiksins sem endaði með sigurmarki þeirra. Keflvíkingar eru komnar í fallsæti, tveimur stigur á eftir Tindastóli en Keflavík á leik til góða. Mark Keflavíkur: Aerieal Chavarin(37’).

Elvar Már, sem er alinn upp hjá Njarðvík, hefur leikið í Svíþjóð og Frakklandi auk Litháen. Þá er hann einn af lykilmönnum íslenska lands­ liðsins í körfuknattleik.

Grindvíski körfuknatt­leiksmaður­inn Jón Axel Guðmunds­son mun leika með liði Phoen­ix Suns í sum­ar­deild NBA í Las Vegas í næsta mánuði. Sum­ar­deild­in er hluti af und­ir­bún­ ings­tíma­bili körfu­bolt­ans vest­an­hafs

en mörg af stærstu liðum Banda­ríkj­ anna taka þátt í henni. Jón Axel gerði eins árs samning við þýska körfuboltafélagið Fraport Skyliner á síðasta ári en hann lék í fjögur ár þar á undan fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólabolt­ anum. Þar átti hann frábæran feril og árið 2019 var Jón Axel valinn leik­ maður ársins í Atlantic 10. Jón Axel tók þátt í NBA-nýliða­ valinu í haust en var ekki í hópi þeirra sextíu leikmanna sem voru valdir en gríðarlegur fjöldi leik­ manna tekur þátt í valinu á hverju ári. Vitað var af áhuga nokkura liða á Jóni Axel. Lið eins og Charlotte Hor­ nets, Sacramento Kings og Golden State Warriors voru þar nefnd til sögunnar. Sum­ar­deild NBA er leikin án fastra leik­menn liðanna og er hún hugsuð sem vettvangur til að gefa yngri leik­ mönnum, og samn­ings­lausum, tæki­ færi til að sanna sig.

FRÍSTUNDIR.IS Nýr upplýsingavefur um frístundastarf á öllum Suðurnesjum

3. deild karla:

Víðir - Dalvík/Reynir 1:0 Víðismenn léku við Dalvík/ Reyni við mjög erfiðar að­ stæður, hvassan vind og vætu. Víðismenn voru talsvert betra liðið en þeim tókst ekki að brjóta ísinn fyrr en undir lok leiksins þegar brotið var Jóhann Þór átti á Hammed Obafemi Lawal góðan leik og skoraði og vítaspyrna dæmd. Jóhann sigurmark Víðis. Þór Arnarson skoraði af ör­ yggi úr vítinu. Víðismenn lönduðu þremur mikilvægum stigum og eru í áttunda sæti deildarinnar með sextán stig, einu stigi á eftir Dalvík/Reyni, en Tindastóll og Einherji eru í fallsætunum með tíu stig.

STYRKT AF

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum

Mark Víðis: Jóhann Þór Arnarson (87’). vinalegur bær


Kristín Gyða Njálsdóttir

Hinrik Reynisson

Sigurbjörn Gústavsson

Ingibjörg Óskarsdóttir

Til staðar í Reykjanesbæ Tryggingaráðgjöf og þjónusta á persónulegum nótum. Hafnargata 36 | 440 2450 | sudurnes@sjova.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.