Page 1

• fimmtudagur 15. júní 2017 • 24. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Kyndilberar rauðra! Litaganga hverfanna í Grindavík fer fram á föstudeginum á Sjóaranum síkáta og mjög skrautleg. Þá fara bæjarbúar í skrúðgöngu úr sínum hverfum og á bryggjuball við höfnina. Hverfin hafa hvert sinn lit sem setur svip á gönguna. Hér eru það kyldilberar rauða hverfisins sem vöktu athygli með rauðum blysum í fararbroddi göngunnar úr sínu hverfi en allar litagöngurnar sameinuðust í eina göngu við Grindavíkurkirkju og gengu svo saman á hátíðarsvæðið. Fleiri myndir frá Sjóaranum síkáta í miðopnu blaðsins. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Næsta skref til skoðunar á sameiningu Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs samþykkti samhljóða á fundi sínum í síðustu viku að skipuð verði samstarfsnefnd Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs til þess að kanna möguleika á sameiningu. Samstarfsnefnd verði skipuð þremur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi og skal skila tillögum sínum til sveitarstjórnanna fyrir 30. júlí nk. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hefur samþykkt samhljóða tillögu. Sveitarfélögin skipa þrjá fulltrúa hvort í samstarfsnefnd. Tveir bæjarfulltrúar og bæjarstjóri frá hvoru sveitarfélagi taka sæti í nefndinni.

ÖRYGGI ÍBÚA ÓGNAÐ ●●Stefnumótun og stjórnun heilsugæslu HSS uppfyllir í mörgum tilfellum ekki kröfur um góða stjórnun og skýra stefnumótum. Ráða þarf bót á skorti lækna og hjúkrunarfræðinga hjá HSS Veruleg gagnrýni er á starfsemi heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að því er kemur fram í úttekt Embætti landlæknis sem gerð var í apríl-maí sl. „Hluta af vanda heilsugæslu HSS má rekja til skorts á stefnumörkun og ósýnileika framkvæmdastjórnar. Ekki er skráð með sýnilegum hætti hver stefna heilsugæslunnar er, hvaða árangri heilsugæslan hyggst ná, né hvernig árangur er gerður sýnilegur sjúklingum og starfsfólki,“ segir

í skýrslunni og bent er á að mönnun lækna og hjúkrunarfræðinga sé ónóg á Heilsugæslu HSS og megi lítið út af bera til að öryggi sé hugsanlega ógnað vegna ófullnægjandi mönnunar. Í grein frá tveimur deildarstjórum Slysa- og bráðamótttöku HSS í Víkurfréttum í dag kemur fram að stofnunin fái mun minna fjármagn en aðrar sambærilegar heilbrigðisstofnanir hér á landi.

Í úttekt landlæknis er bent á marga þætti í starfseminni sem megi betur fara. Fagfólk vanti á öllum sviðum, húsnæði uppfylli ekki nútímakröfur og aðgengi að læknisþjónustu á dagvinnutíma sé ábótavant. Starfsfólk geri þó sitt besta við erfiðar aðstæður. Læknir sem rætt var við í útttektinni á fullyrti að álagið á læknum HSS væri meira en á bráðamóttöku LSH þar sem hann starfaði áður en hann hóf störf við HSS. Það er ljóst að

Þetta endar með hörmungum

FÍTON / SÍA

„Þetta er klárlega dæmi um ógnun á öryggi íbúa að ekki sé starfandi hjúkrunarfræðingur á nóttunni og um helgar í svona annasömu sveitarfélagi sem er það fimmta stærsta á landinu. Á flestum vinnustöðum er samráð um framtíðina. Það er leitast við að leysa vandamál sem koma upp eins og að auka mönnun í takt við álag. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að starfsfólk hreinlega brenni út. Þetta er ekki gert á HSS! Við erum ennþá þrjú, ár eftir ár að

einföld reiknivél á ebox.is

hlaupa hraðar og hraðar og reyna hvað við getum en þetta er ekki dæmi sem gengur upp. Nú þegar eru reyndir hjúkrunarfræðingar að hætta störfum sökum álags sem fólk hreinlega treystir sér ekki í lengur. Hvar endar þetta? Þetta endar með hörmungum. Ár eftir ár eftir ár eykst álagið, það fjölgar íbúum, það fjölgar ferðamönnum, það fjölgar slysum, ásamt mikilli fjölgun hælisleitenda, aldr-

aðra og veikra einstaklinga og biðtíminn eykst eðlilega í kjölfarið. Af hverju eiga Suðurnesjamenn ekki sama rétt og aðrir landsmenn á góðri heilbrigðisþjónustu? Af hverju er þetta ekki lagað ár eftir ár eftir ár? Af hverju fær HSS ekki meira fjármagn? Af hverju er framkvæmdastjórn HSS ekki sýnilegri og talar máli sinnar stofnunar út á við? segja deildarstjórar Slysa- og bráðamótttöku HSS m.a. í grein í blaðinu í dag.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

mjög mikið álag er á heilsugæslunni og bráðamóttökunni og voru komur á bráðamóttökuna yfir 16 þús. árið 2016 sem er svipaður fjöldi og kemur á bráðamóttökuna á Akureyri. Í skýrslunni kemur fram að mönnun hjúkrunarfræðinga á heilsugæslunni sé ófullnægjandi, þá vanti á bráðamóttökuna. Framkvæmdastjórn HSS hefur óskað eftir auknu fjármagni til að bæta mönnun hjúkrunarfræðinga þannig að mönnun á slysa- og bráða-

móttöku verði sólarhringsmönnun alla daga. Í úttekt Ríkisendurskoðunar kemur jafnframt fram að hlutfall læknisviðtala á heilsugæslustöðvum á dagvinnutíma á Suðurnesjum er það lægsta á landinu árið 2015. Ljóst er að kostnaður við yfirvinnu er hærri en við dagvinnu og því er fjárhagslegur ávinningur fyrir stofnunina að sem mest afköst náist í dagvinnu, auk þess sem hagsmunum notenda þjónustunnar er betur mætt.

á Suðurnesjamagasín á Hringbraut alla fimmtudaga kl. 20:00 og 22:00

fyrir áhorfið!

ÍSBAÐ Í GRINDAVÍK ÁTTRÆÐIR HEIÐABÚAR FISKUR OG FRANSKAR HJÁ ISSA ... og margt annað áhugavert í þætti vikunnar! Ábendingar um áhugavert efni í þáttinn má senda á póstfangið vf@vf.is eða með því að hringja í síma 421 0002 milli kl. 09-17 alla virka daga.


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 15. júní 2017

Há tíðni reykinga og léleg mæting í krabbameinsleit ●●helstu ástæður hærri tíðni krabbameins í Reykjanesbæ Í lýðheilsuvísi frá Embætti landlæknis sem kom út í vikunni kemur fram að dánartíðni vegna krabbameina í Reykjanesbæ sé marktækt hærri en á öll landinu. Þá séu einnig fleiri sjúkrahúslegur vegna langvinnrar lungnateppu.

Stórbruni í Sandgerði Mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi við Hlíðargötu í Sandgerði á þriðja tímanum sl. föstudag. Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út vegna brunans. Engin slys urðu á fólki en eignatjón er mikið.

Enginn var heima í húsinu þegar eldurinn kom upp. Vitni lýsa því að sprenging hafi heyrst og í sömu mund hafi eldurinn breiðst út og mikinn reyk lagt frá húsinu. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði mikill eldur við gafl hússins og einnig hafi eldur komist í þak. Slökkviliðsmenn réðust strax til atlögu við eldinn, bæði við

húsgaflinn og með því að rjúfa þakið á húsinu, sem er timburhús. Slökkvistarfi var að mestu lokið um kl. 16 eða einum og hálfum tíma eftir að útkall barst. Þá eru eldsupptök óljós. Húsráðandi sagði að við gafl hússins, þar sem talið var að eldurinn hafi komið upp, hafi verið skápur sem í hafi verið dós með viðarvörn og einnig bensínbrúsi. Grill og gaskútur voru ekki á þeim stað þar sem eldurinn virðist hafa komið upp. Tæknideild lögreglu mun fara með rannsókn brunans. Meðfylgjandi mynd var tekin af Hilmari Braga.

Í úttekt Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins vegna fyrirspurnar Víkurfrétta varðandi nýgengi krabbameina í Reykjanesbæ kemur fram þessi munur orsakist sennilega af hárri tíðni reykinga í Reykjanesbæ. Þá sé einnig líklegt að hækkuð tíðni leghálskrabbameins tengist lágri mætingu í leit, en mæting kvenna í krabbameinsskoðun í Reykjanesbæ hefur á tímabilinu 1997 til 2016 verið lakari en að meðaltali á landinu öllu. Hins vegar sé ekki hægt að útiloka að aðrar orsakir skýri einhvern hluta af hækkuðu nýgengi þessara tveggja gerða krabbameina. Nýgengi lungnakrabbameins var hærra í Reykjanesbæ en á landinu öllu á tímabilinu 2007 til 2016 og ný-

gengi leghálskrabbameins var tvöfalt hærra í Reykjanesbæ. Nýgengi tíðustu meinanna, þ.e. krabbameins í blöðruhálskirtli hjá körlum og brjóstum hjá konum var hins vegar nokkru lægra í Reykjanesbæ en á landinu öllu en munurinn var ekki marktækur. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis hefur jafnt og þétt dregið úr reykingum á Suðurnesjunum eins og á landinu öllu en reykingar hafa þó lengst af verið algengari hér en í öðrum heilbrigðisumdæmum og var tíðnin að jafnaði 10 prósentustigum hærri í Reykjanesbæ þar til á síðustu árum. Um 85% lungnakrabbameina orsakast af reykingum en þar sem reykingatíðni hefur dregist mjög saman í Reykjanesbæ síðustu áratugi, jafnvel meira en á landsvísu, má búast við að talsvert dragi úr tíðni lungnakrabbameins og fleiri langvinnandi sjúkdóma næstu áratugi. Einnig lækkar regluleg mæting í leghálskrabbameinsleit bæði dánartíðni og nýgengi meinsins vegna þess að forstig sem finnast eru fjarlægð svo

þau ná ekki að verða að krabbameini. Fyrir árin 1996, 2006 og 2016 var mæting kvenna í Reykjanesbæ í leit 59%, 55% og 58%, miðað við 66%, 61% og 68% á landinu öllu. Á undanförnum árum hefur Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands fengið allnokkrar fyrirspurnir víðsvegar af landinu um óvenju mikinn fjölda krabbameinstilfella á tilteknum stöðum. Þetta hefur í hverju tilviki verið athugað og virðist helst vera um tilviljunarsveiflur að ræða. Vegna fámennisins er erfitt að greina marktækan mun milli staða á Íslandi. Ákveðnir drættir hafa þó komið í ljós þegar heildarmyndin er skoðuð og almennt gildir að nýgengi krabbameina er hærra í Reykjavík og nágrenni en úti á landsbyggðinni. Þetta gæti skýrst af ólíkum lífsháttum, betra aðgengi að greiningu og skimun og því að fólk flytji til höfuðborgarsvæðisins þegar veikindi herja á.

ALLTAF PLÁSS Í B Í L N UM

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.

SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900

Sjálfvirk landamærahlið á Keflavíkurflugvelli

Jón Pétur Jónsson hjá lögreglunni á Suðurnesjum opnaði nýju sjálfvirku landamærahliðin formlega. VF-mynd: Hilmar Bragi.

FLUGSTÖÐIN STÆKKUÐ UM 7.000 FERMETRA

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK NÝ VARA

BioMiracle lífrænt AloeVera spray • • • • • • • • •

98% hreint lífrænt spray fyrir andlit og líkama Ríkt af AloeVera og E vítamíni, kælir og gefur mikin raka Mjög gott undir förðun Kælir og róar sólbrennda húð Fyrir alla aldurshópa Ekki fitugt og klístrað Fyrir viðkvæma húð. Án parabena Engin gervi litarefni

Verð 1190 kr.

■■Ný sjálfvirk landamærahlið voru tekin í notkun á Keflavíkurflugvelli sl. laugardagsmorgun. Hliðin eru hluti af framkvæmd við stækkun landamærasalarins á flugvellinum og eru samstarfsverkefni Isavia, lögreglustjórans á Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóra. Verkefnið er hluti af 7.000 fermetra stækkun flugstöðvarinnar en auk landamærasalar hefur biðsvæði farþega og verslunar- og veitingasvæði í suðurbyggingu verið stækkað. Með stærri landamærasal og aukinni sjálfvirkni mun fjöldi farþega sem geta farið um landamærin á klukkustund fara úr um 2.600 og allt upp í 3.700 manns, þegar fullum afköstum verður náð. Þetta mun bæta mjög afköst í landamæraeftirliti og auka þægindi farþega sem fara yfir landamærin, hvort sem þeir eru á leið til Íslands, frá Íslandi eða að millilenda á leið sinni milli Evrópu og Norður-Ameríku.

80 ára!

Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarksverði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi.

fyrir áhorfið! Hringbraut 99 - 577 1150

Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00.

á Suðurnesjamagasín á Hringbraut alla fimmtudaga kl. 20:00 og 22:00

Skátafélagið

Heiðabúar ... og margt annað áhugavert í þætti vikunnar!

Ábendingar um áhugavert efni í þáttinn má senda á póstfangið vf@vf.is eða með því að hringja í síma 421 0002 milli kl. 09-17 alla virka daga.


Þjóðhátíðar dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Reykjanesbæ 11:00 40 ára afmælishlaup Víðavangshlaup knattspyrnudeildar UMFN, skráning á staðnum. Hlaupið frá Íþróttavallarhúsi UMFN á Afreksbraut. 5km og krakkahlaup. Veitingar í boði eftir hlaup. 12:30 Hátíðarguðþjónusta í Ytri-Njarðvíkurkirkju Prestur: Sr. Baldur Rafn Sigurðsson 13:40 Skrúðganga undir stjórn Heiðabúa leggur af stað frá Skátaheimili Heiðabúa. Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leiðir gönguna. 14-16 Hátíðardagskrá í skrúðgarði Þjóðfáninn dreginn að húni: Axel Jónsson, matreiðslumaður Þjóðsöngurinn: Karlakór Keflavíkur Setning: Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Ávarp fjallkonu: Erna Hákonardóttir, körfuknattleikskona Ræða dagsins: Fida Abu Libdeh, framkvæmdarstýra Skemmtidagskrá á sviði í skrúðgarði Bryn Ballet Akademían Ingó veðurguð Danskompaní Mæja jarðarber, Mikki og Lilli, Karíus og Baktus og fleiri úr Leikfélagi Keflavíkur Jón Jónsson Skemmtun í skrúðgarði Hestateyming Hoppukastali Tæwondo - kasta blöðrum í pílur, kasta bolta í dósir og henda hringjum á glerflöskur Júdó - þrautabraut, bændaganga Sölutjald frá Ungmennaráði körfuknattleiksdeilda UMFN og Keflavíkur Sölutjald frá Skátafélaginu Heiðabúum

17.júní 2017 Kaffisala kl. 14:30 - Kaffisala Kvenfélags Keflavíkur í Hvammi við Suðurgötu kl. 13:30-16:30 - Kaffisala Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í Myllubakkaskóla kl. 13-17 - Kaffisala Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í Njarðvíkurskóla Kvölddagskrá í Ungmennagarði í umsjón Leikfélags Keflavíkur 20:00-22:00 Fram koma: Sólborg Guðbrandsdóttir Danskompaní Klettasöngur við kamínueld með Guðlaugi Ómari Minigolf, sápufótbolti og fleiri skemmtilegir leikir í garðinum. Söfn og sýningar Rokksafn Íslands, Hljómahöll 11:00-18:00 ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Duus Safnahús, menningarog listamiðstöð Reykjanesbæjar 12.00-17.00, fjöldi nýrra sýninga, ókeypis fyrir alla.


markhönnun ehf

Opið á 17. júní í öllum Nettó verslunum

GRÍSARIF FULLELDUÐ BBQ ÓFROSIÐ KR KG ÁÐUR: 998 KR/KG

-30%

699

-35%

NETTÓ KJÚKLINGUR HEILL FERSKUR KR KG ÁÐUR: 798 KR/KG

694

SS LAMBALÆRI GRILLSAGAÐ FROSIÐ KR KG ÁÐUR: 1.998 KR/KG

1.299

Hæ hó jibbí jey!

KJÚKLINGABRINGUR DANSKAR 900 GR. KR PK

1.184

GREAT TASTE JARÐARBER 1 KG KR PK ÁÐUR: 399 KR/PK

299

-40% KJÖTSEL GRILL SVÍNAHNAKKI ÚRBEINAÐUR. ÓFROSINN. KR KG ÁÐUR: 2.298 KR/KG

1.379

SNICKERS 10PK 355 GR. KR PK ÁÐUR: 499 KR/PK

399

-20%

ANANAS GOLD DEL MONTE KR KG ÁÐUR: 358 KR/KG

-50%

-25%

179

NESTLE KIT KAT 4PK 4 X 41.5 GR. KR PK

168

Tilboðin gilda 15. - 18. júní 2017

KINDER EGG 3 STK KR STK ÁÐUR: 398 KR/PK

299

-25%

Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


NAUTALUNDIR ERLENDAR FROSNAR KR KG

LAMBAFRAMHRYGGJASNEIÐAR ÓFROSIÐ KR KG ÁÐUR: 2.498 KR/KG

2.999

1.998

-20%

-35% REYKT ÝSUFLÖK BEINLAUS M/ROÐI ÓFROSIÐ KR KG ÁÐUR: 2.545 KR/KG

1.654

GINA KAFFIPÚÐAR 50 STK KR PK ÁÐUR: 498 KR/PK

398

LYONS TOFFYPOPS 240 GR. KR PK ÁÐUR: 289 KR/PK

199

KJÖTSEL LAMBALÆRI KRYDDAÐ BLÁBERJA ÓFROSIÐ KR KG ÁÐUR: 1.598 KR/KG

1.390

PFANNER SAFI TRÖNUBERJA 1L KR STK ÁÐUR: 249 KR/STK

199

-20%

-31%

ÝSUBITAR 1 KG. ICE FRESH. KR KG ÁÐUR: 1.698 KR/KG

-30%

1.189

-20% CAPRI SONNE 330 ML KR STK ÁÐUR: 159 KR/STK

-38%

99

ORANGE & PEACH

MULTIVITAMIN

MANGO MARACUJA

KIRSUBER GRANAT

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Ísafjörður · Egilsstaðir · Selfoss


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 15. júní 2017

Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar

,,Bókasöfn eru frábærir staðir“

NÝTT & NOTAÐ ÓTRÚLEGASTA BÚÐIN Í BÆNUM!

kr 2.900rðir 2-9 5 litir, stæ

-Hvetur fólk með börn að hafa barnabækur á sem flestum stöðum og alltaf í bílnum. Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar, gefur innsýn í sinn bókaheim.

4.900kr stærðir 36

-48

STYRKTU MATARSJÓÐ FJÖLSKYLDUHJÁLPAR ÍSLANDS

Baldursgötu 14, Reykjanesbæ Opið mán-fös 13-18 Sími: 421 1200

Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall ástkærs föður okkar, tengdaföður, bróður og afa

Bjarna Heiðars Helgasonar (Bóa) Fífumóa 1D, Njarðvík Sólveig Steinunn Bjarnadóttir Sigfús Aðalsteinsson Vilhjálmur Magnús Thelma Björgvinsdóttir Helga Sigrún Helgadóttir Valgerður Helgadóttir og barnabörn

Ingibjörg Bryndís er með margar bækur á náttborðinu og hefur alltaf lesið mikið. Hún var mjög ánægð þegar bókasöfn hættu að hafa þá reglu að eingöngu mætti hafa þrjár bækur í einu að láni. Hún hefur alltaf lesið mikið og alls konar bækur rata til hennar. Núna er hún með Ferðahandbók Búlgaríu, The book of joy eftir Dalai Lama og Desmond Tutu, Leitin að tilgangi lífsins eftir Viktor Frankl, Sterkari í seinni hálfleik eftir Árelíu Eydísi og bókina Í hálfkæringi og alvöru eftir Árna Björnsson. Ingibjörg á margar eftirlætisbækur en Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness stendur alltaf upp úr. Einnig nefnir hún Spámennina í Botnleysufirði eftir Kim Leine, Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi og Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren en þá bók segir Ingibjörg að hafi haft mest áhrif á hana. Ingibjörg les reglulega barnabækur og nýtur 3 ára barnabarn hennar góðs af því. Eftirlætis höfundar Ingibjargar eru nokkrir en henni koma fyrst í hug Halldór Laxness, Astrid Lindgren, Guðrún frá Lundi og sakamálasögur Henning Mankell. Sannsögulegar skáldsögur eru þær bækur sem Ingibjörg les helst og ljóðabækur en hún nokkuð margar sjálf og þær tekur hún aftur og aftur fram og les. Dalalíf og Íslandsklukkan eru bækur sem allir hefðu

gott af því að lesa að mati Ingibjargar. Í þessum bókum er frábært að kynnast lifnaðarháttum fólks áður fyrr og hafa í huga að ekki er langt síðan fólk bjó við allt aðrar aðstæður. Ingibjörgu finnst best af öllu að lesa í rúminu en hún les líka í bílum, flugvélum, á ferðalögum og á unglingsárunum stundaði hún að lesa í baði við litla hrifningu annarra á heimilinu. ,,Mér finnst líka gott að lesa hérna í Bókasafninu, aðstaðan er svo góð og bókasöfn eru frábærir staðir.“ Ingibjörg mælir með nokkrum bókum í sumarlesturinn; Spámennirnir í Botnleysufirði, Dalalíf og Í seinni hálfleik. Bókin sem myndi rata með Ingibjörgu á eyðieyju yrði sennilega Íslandsklukkan því hún getur lesið hana aftur og aftur og velt fyrir sér sögunni í ýmsu samhengi. Í sumar ætlar Ingibjörg að ferðast til Búlgaríu og er að sjálfsögðu farin að kynna sér land og þjóð með Ferðahandbók Búlgaríu. Þá ætlar hún að njóta íslenska sumarsins, ferðast vestur og að sjálfsögðu lesa! Bókasafn Reykjanesbæjar er opið alla virka daga frá klukkan 09-18 og á laugardögum frá klukkan 11-17. Á heimasíðu safnsins sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn er hægt að mæla með Lesanda vikunnar

Mælir með næturlífinu í Höfnum

●●Hannes Hólm Elíasson svarar spurningum um lífið og tilveruna suður með sjó

Auglýsi eftir starfsfólki í sumar í 3ja mánaða verkefni, jafnvel lengur vegna veitingavagns á Fitjum og í Grindavík. Góð laun í boði fyrir rétta aðila. 2-2-3 vaktir.

Ferilskrá og upplýsingar sendist á issi@issi.is

Hvað ertu að bralla þessa dagana? Í augnablikinu vinn ég í sprengju- og vopnaleit á Keflavíkurflugvelli en ég er að plana að fara aftur í skóla eftir smá pásu. Hvað finnst þér best við að hafa alist upp á Suðurnesjunum? Það er án efa menningin og fólkið. Ég hef kynnst yndislegu fólki á mínum árum á Suðurnesjunum og ég myndi ekki skipta því út fyrir neitt. Ef þú ættir að mæla með einhverju einu af svæðinu fyrir ferðamenn eða þá sem búa ekki hér, hvað væri það?

Ég held að það sé bara klassískt að mæla með Bláa lóninu en ég myndi senda alla út í Hafnir fyrir næturlífið og menninguna (djók). Hvað ætlaru að gera í sumar? Í sumar ætla ég til Spánar með góðum vinum, drekka bjór og hlusta á góða tónlist á Secret Solstice og enda gott sumar í Dalnum á Þjóðhátíð. Hvað finnst þér betur mega fara í bænum? Það væri helst vegagerð. Það þarf að fylla upp í spor á Reykjanesbrautinni, laga holur og margt fleira.

AÐALFUNDUR Norræna félagsins í Reykjanesbæ

verður haldinn fimmtudaginn 22. júní kl. 20:00 í sal á jarðhæð Aðalgötu 1. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Óskar Birgisson, sími 421 0002, oskar@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


• ÁHERSLA Á VISTVÆNAR OG LÍFRÆNAR VÖRUR • ÓKEYPIS BLÓÐÞRÝSTINGSMÆLINGAR • ÓKEYPIS LYFJARÁÐGJÖF • ÚRVAL AF HJÚKRUNAROG STÓMAVÖRUM • ÁFYLLING Á SJÚKRAKASSA FYRIR FYRIRTÆKI OG STOFNANIR • FRÍ HEIMSENDINGARÞJÓNUSTA Á ÖLLUM SUÐURNESJUM!

Hnéstuðningshlíf með silikonpúða umhverfis hnéskel og léttum stuðningi í báðum hliðum. Hlífin er ofin með þrívíddarvefnaði sem tryggir þéttan og góðan stuðning og vinnur á móti bjúgmyndun. Þunnur vefnaður í hnésbót. Hlífin situr mjög vel. Gengur jafnt á hægri/vinstri. Notist t.d. við liðbandaskaða í hnjám, slitgigt og liðagigt, liðþófaskaða, Chondromalacia patella og Baker’s cysts.

Reimuð, nokkuð stíf ökklaspelka. Hindrar hliða rhreyfingar í ökklanum og minnkar líkur á to gnun. Leyfir frjálsa krep pu/ réttu hreyfingu í ökklanum.

15%

AFSLÁT

AF BLÓÐÞRÝ TUR STIN MÆLUM ÚT GSJÚNÍ

GOTT AÐ FYLGJAST MEÐ BLÓÐÞRÝSTINGNUM Í SUMAR Microlife BP A2 - Sjálfvirkur og auðveldur í notkun og nemur hjartaóreglu Microlife BP A6 - Sjálfvirkur, stilling fyrir tvo notendur, nemur gáttatif, hægt að hlaða niðurstöður í tölvu

Notist t.d til að fyrirbyggja tognanir, eftir tir alvarlegar tognanir, ef ta aðgerðir. Hægt að no bæði á hægri og vinstri.

VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMIN SAMAN HUGUM VIÐ AÐ HEILSUNNI FRÍ HEIMSENDINGAÞJÓNUSTA Á SUÐURNESJUM

Hólagötu 15 260 Reykjanesbæ. s: 421-3393 læknasími 421-3394 og fax: 421-3383 Nýr opnunartími: 9:00 til 20:00 virka daga - 12:00 til 19:00 laugardaga og sunnudaga. Vaktsími lyfjafræðings er 8211128.


8

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 15. júní 2017

Bæjarhátíð Grindvíkinga er sjómannahátíðin Sjóarinn síkáti. Hún fór fram í Grindavík alla síðustu viku en náði hámarki frá föstudegi og fram á sjálfan sjómannasunnudaginn. Litaganga hverfanna í Grindavík er árleg og mjög skrautleg en þá fara bæjarbúar í skrúðgöngu úr sínum hverfum og á bryggjuball við höfnina. Hverfin hafa hvert sinn lit sem setur svip á gönguna. Ljósmyndari Víkurfrétta var á Sjóaranum síkáta og tók þá meðfylgjandi myndir. Svipmyndir frá hátíðinni eru einnig í Suðurnesjamagasíni, vikulegum sjónvarpsþætti Víkurfrétta á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og vf.is.

Litadýrð á Sjóaranum síkáta


Sumarauki að verðmæti Honda CR-V Elegance Navi 4x4, bensín, sjálfskiptur kr. 5.590.000 Honda CR-V Elegance Navi 4x4, dísil, sjálfskiptur kr. 5.990.000

kr. 500.000

fylgir öllum Honda CR-V í júní*

Við lögðum af stað með meira. Meira pláss til að gera góða hluti, eiga góða daga, meira af góðum ferðum. Meiri bíl til að treysta á, aflmeiri, hagkvæmari, sparneytnari. Meira af því sem við gerum vel - gert enn betur. Já, og meira fyrir peninginn. www.honda.is

Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 7800 • www.bernhard.is

*Gildir ekki með öðrum tilboðum.

Sumarauki


ÍSLENSK

ORKUDRYKKUR

Aðeins

89

framleiðsla

Líka til sykurlaus

kr.

flaskan

59

69

kr. 250 ml

kr. 330 ml

ES Orkudrykkur 250 ml, 3 teg.

Pepsi eða Pepsi Max 330 ml

ÍSLENSK framleiðsla

798 kr. pk.

Pepsi eða Pepsi Max 9 x 500 ml

498 kr. pk.

Kókó mjólk 6 x 250 ml

1L

kr. 1 l

98

kr. 500 ml

198

Floridana Heilsusafi 1 lítri

Egils Kristall Límónu og jarðarberja, 500 ml

Heinz Tómatsósa 570 g

198

Allt að

100 þvottar

kr. 570 g

STÓR

1.998 kr. pk.

pakkning

Ariel Þvottaefni 6,5 kg, 100 þvottar

139 kr. pk.

ES Blautþurrkur 72 stk. í pakka

Nr.3 - 5 - 9kg Nr.4 - 8-16kg Nr.4+ - 9-18kg Nr.5 - 11-23kg Nr.6 - 15+kg

-

90 78 76 72 64

stk. stk. stk. stk. stk.

1.398 kr. pk.

Verð gildir til og með 18. júní eða meðan birgðir endast

Pampers Bleiur Allar stærðir


100 % ÍSLENSKT

1 AM

17

0.ai

5/9/

11:0

mi

amb-

le-h

hSty

smas

6

x9 di90

ungnautakjöt C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

398 kr. 2x100 g

549

469

kr. 2x140 g

kr. 2x120 g

SH SMA YLE ST

LEGUR ENGINN VENJU

HAMBORGARI

ARI? DS HAMBORG L A H Á P P U N HVER ER IN

ÍSLENSKT Grísakjöt

ÍSLENSKT Lambakjöt

EINGÖNGU

2.598 kr. kg

miðlærissneiðar

1.298 kr. kg

Íslandslamb Lærissneiðar 1. flokkur, kryddaðar

20%

FULLELDAÐ

119 kr. 2 stk.

Smash Style Hamborgarabrauð 2 stk. í pakka

Bónus Grísakótilettur Kryddaðar

Aðeins að hita

verðlækkun pr. kg

26

stk. í boxi

1.487 kr. kg OS Samlokuostur Í sneiðum - Verð áður 1859 kr. kg.

498 kr. 800 g

Bónus Buffaló Vængir Fulleldaðir, 800 g

198 kr. 510 ml

Hunt’s BBQsósa 510 g

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 15. júní 2017

EYDÍS B. EYJÓLFSDÓTTIR HEFUR VERIÐ Í SKÁTASTARFI ALLT SITT LÍF

F.v. Helgi V. Biering, Eydís, Sigrún Ásta Jónsdóttir og Gunnhildur Þórðardóttir á afmælissýningunni.

Skátaheimilið við Hringbraut í Keflavík.

Ævinlega þakkl að hafa fengið að kynnast skátahreyfingunni Skátafélagið Heiðabúar er 80 ára á þessu ári. Það voru átta ungir drengir sem komu saman 15. september 1937 og stofnuðu félagið. Einn af þeim var Helgi S. Jónson sem varð fyrsti félagsforinginn. Sett hefur verið upp sýning í Duushúsum þar sem farið er yfir sögu félagsins og ýmsir munir sýndir úr sögu þess. Ein af þeim sem hefur verið viðloðandi skátafélagið Heiðabúa í mörg ár er Eydís Eyjólfsdóttir eða Dísa eins og hún er yfirleitt kölluð. Við settumst niður með henni í Duushúsum og ræddum við hana um skátastarfið og sögu Heiðabúa. Hver voru þín fyrstu kynni af skátunum? „Ég var níu ára og bjó á Akureyri og gerðist ljósálfur í Valinkunni á Akureyri og var þar í tvö ár. Síðan varð ég skáti á Akureyri þar sem ég kynntist fyrst skátahreyfingunni og lærði ýmislegt.“ Eftir fermingu flutti Dísa til Keflavíkur með fjölskyldu sinni, en faðir hennar var ættaður af Suðurnesjum. „Ég fór strax í skátafélagið Heiðabúa, starfaði þar í fjögur til fimm ár. Það var mjög skemmtilegt og þá var maður að kynnast nýjum félögum og tók þátt í starfinu eins og það var á þessum tíma. Ég fór á skátamót og starfaði sem venjulegur skáti en var ekki orðin skátaforingi þá.“ Árið 1960 flutti Dísa út í Sandgerði og bjó þar í tíu ár. Skátafélagið í Sandgerði, Stafnbúar, var endurlífgað og voru það stelpur úr Keflavík sem voru búnar að vera í Heiðabúum sem stóðu að því. „Þær tóku við félaginu og það komu mörg börn í skátafélagið, ég var aðeins með í því. Þær fóru á skátamót á Þingvelli 1962 með stóran hóp. Ég fór með og þar kom Lady Baden Powel í heimsókn, sem þótti mjög merkileg.“ Árið 1970 flutti hún aftur til Keflavíkur og hefur búið hér síðan. „Það var svo 1974 sem það var komið á mál við mig og ég spurð hvort ég vildi koma í ljósálfastarfið í Heiðabúum. Það var mjög líflegt starf hjá skátafélaginu á þessum tíma og vantaði foringja. Það voru svona 50, 60 stelpur og strákar á fundum. Skátastarfið var mjög líflegt á árunum 1970 til 80.“ Það var svo árið 1977 sem Magnús Gunnarsson var kosinn félagshöfðingi Heiðarbúa, en Dísa var aðstoðarfélagsforingi í tvö ár. „Svo gerist sá

sorglegi atburður að hann fellur frá, svo ungur og þá varð ég að taka við félaginu. Ég var félagsforingi í fimm ár og þetta voru fjörug ár. Það gekk mjög vel og það var mikið starf í félaginu. Ég hætti eftir þessi fimm ár sem félagsforingi og varð ritari félagsins í mörg ár og síðar gjaldkeri frá 1997 til 1998. Þá dró ég mig í hlé.“

Fjárhagur félagsins ekki góður í dag

Fjárhagurinn var mjög góður á þessum tíma. Félagið var með fermingarskeytasölu sem sá félaginu fyrir þeim fjármunum sem það þurfti. „Það er gaman að segja frá því hvernig skeytasalan var þegar ég kom fyrst til Keflavíkur, þá voru tjöld um allan bæ á fermingardögunum. Í tjöldunum voru stöðvar sem tóku á móti óskum um fermingarskeyti og síðan voru þau prentuð og skrifuð í skátahúsinu. Það voru líka margir skrautritarar hjá félaginu og við sáum um að senda peningaskeyti. Þetta var mikil vinna fyrir skátana, en gekk mjög vel. Skeytasalan er hætt núna enda sendir fólk ekki skeyti, notar bara tölvurnar. Skátafélagið er ekki vel statt fjárhagslega núna. Það er kominn tími á viðhald á skátahúsinu. Það vantar nýja fjáröflunarleið til að afla fjár fyrir viðgerðum á húsinu. Ég hef lengi hugsað um hvernig hægt sé að hjálpa til við fjármögnun til að greiða fyrir lagfæringar sem eru nauðsynlegar á skátahúsinu. Það þarf að leggja nýtt rafmagn, skipta um glugga og setja upp nýja ofna og fleira. Ég og fjölskylda mín ætlum að stofna sjóð, afmælis-,styrktar- og framkvæmdasjóð við skátahúsið. Ég er að vinna í því að fá fólk í sjóðstjórn. Ég hef trú á að fyrverandi skátar, fyrir-

tæki, félagasamtök og einstaklingar muni hjálpa skátafélaginu með þetta verkefni. Munum að margt smátt gerir eitt stórt. Ég hef trú á fyrrverandi skátum sem eru mjög margir. Skátafélagið hefur verið mjög öflugt frá því að skátafélagið var stofnað fyrir 80 árum. Skátahúsið er ein aðalástæðan fyrir því að skátastarfið hefur verið svona öflugt af því að skátarnir hafa alltaf haft sinn samastað.“ Hvenær var skátahúsið byggt? „Það voru búin að vera mikil húsnæðisvandræði í mörg ár og oft var skipt um húsnæði fyrir starfið á ýmsum stöðum í bænum. Svo sögðu skátarnar að þetta gengi ekki lengur og það yrði bara að byggja hús. Þá fengu þeir lóð langt fyrir ofan bæinn þar sem kartöflugarðarnir voru og þar hófust framkvæmdirnar. Skátahúsið var vígt 18. október 1947. Það voru skátarnir sem stofnuðu félagið og velunnarar sem byggðu húsið. Allt var byggt með höndum og í sjálfboðavinnu. Árið 1973 var ákveðið að byggja við húsið þar sem það þótti of lítið og starfið í félaginu öflugt á þessum tíma. Það voru líka skátar og velunnarar sem gerðu það. Einnig komu peningar frá sjóðum og frá bænum sem studdi vel við málefnið. Skátahúsið er eingöngu í notkun fyrir skátastarfið. Þetta hefur verið mjög gott fyrir skátana að geta bara labbað þarna út og inn og verið þar þegar þeim hentar.“ Hvað er gert í skátunum? „Skátastarfið er barna- og unglingastarf sem byggist á því að þau læri góðar reglur, það er skátaheitið og

Það hefur oft verið fjör í skátahúsinu í Keflavík.

skátalögin. Tákn skátanna er skátabúningurinn og klúturinn. Þau læra að bjarga sér, stunda útilíf og læra hnúta. Þau læra að bera virðingu fyrir hvoru öðru og í skátastarfinu eru allir jafnir. Það er alltaf gaman að sjá skáta sem hafa verið í starfinu sem eru orðnir nýtir þjóðfélagsþegnar í dag. Í skátunum hafa þau kannski komið fyrst fram og lært að standa á eigin fótum. Það er mikilvægt fyrir börn að geta tjáð sig og gert það sem þau vilja. Það er mikið lán fyrir mig að hafa verið skáti og ég hef alltaf verið viðloðandi skátastarfið. Það hefur hjálpað manni og kennt manni margt í gengum tíðina.“ Á hvaða aldri má byrja í skátunum og geta allir orðið skátar? „Ég held að það sé sjö eða níu ára en það er alltaf verið að breyta þessu. Nú eru það ekki lengur ljósálfar og yrðlingar heldur eru það drekaskátar, fálkaskátar og ýmislegt sem maður kann ekki nöfnin á. Það er starfandi „St. Georgs gildi“ fyrir fullorða. Þeir hafa alltaf stutt vel við skátastarfið og verið til staðar þegar þurft hefur. Þeir hafa saumað skikkjur þegar verið er að fara á skátamót. Við höfum keypt tjöld og síðast keyptum við þrjú tjöld þegar farið var á skátamót. Það var stór hópur sem fór á landsmót á Úlfljóts-

vatni og þau leituðu til okkar. Þegar verið var að byggja viðbygginguna þá voru þetta að mestu leyti eldri skátar sem komu að því. Það voru auðvitað breyttir tímar frá því áður þegar allt var steypt í höndum. Nú þurfti að kaupa ýmislegt og ýmsir verktakar gáfu vinnu og tæki.“ Nú er skátafélagið Heiðabúar 80 ára á þessu ári. Hvernig byrjaði þetta? Það var Helgi S. Jónsson sem stofnaði félagið og hann var fyrsti félagsforinginn. Það voru átta ungir drengir sem komu saman 15. september 1937. Þeir voru allir mjög duglegir og virkir í mörg ár. Þeir eru allir látnir í dag. Margir urðu merkir borgarar hér í Keflavík en sumir fluttu til Reykjavíkur, þar á meðal Gunnar Eyjólfsson leikari. Hann var síðar skátahöfðingi Íslands 1988 var kosin þegar Heiðabúar voru á landsþingi. Þá urðum við vitni að því þegar hann tók við. Hann sagði: „Ég er Heiðabúi og verð allaf Heiðabúi“. Þá færðu Heiðabúar honum Heiðabúa-klút og merki. Hann var alltaf stoltur af því að vera Keflvíkingur. Magnús Jónsson tók við félaginu 1970. Hann stofnaði „St. Georgs gildið“ hér í Keflavík. Og það voru tímamót fyrir stúlkur á fyrstu árum félagsins?


fimmtudagur 15. júní 2017

klát

„Það var í Heiðabúum árið 1943 sem stúlkur fengu fyrst að taka þátt í skátastarfi í heiminum. Þetta var stúlknasveit sem hét Liljan og var þriðja sveit. Í henni voru bara stúlkur, en það hafði ekki verið hægt fyrir stúlkur að ganga í skátana því skátastarfið sem var bara fyrir drengi. Þær voru mjög virkar og héldu lengi vel hópinn og hittust oft. Ég man eftir því að við höfðum hóf fyrir þær þegar þær urðu 40 ára. Þá komu þær flest allar og það var mjög skemmtilegt. Við eigum fína mynd af hópnum sem er á sýningunni í Duushúsum. Þær eru nokkrar látnar. Þær áttu mjög gott starf í félaginu og „St. Georgs gildinu“. Telur þú að það hafi orðið mikil breyting á skátastarfinu í þessi 80 ár? „Það er ekki hægt að segja annað. Það hefur allt breyst í þjóðfélaginu og líka í skátastarfinu. Margir úr Heiðabúum hafa farið á Jamboree, sem er alheimsmót skáta fyrir unglinga 14 til 18 ára. Það hafa þó nokkrir farið héðan. Ég var fjármálastjóri fyrir nokkra svona hópa sem fóru til Tælands, Chile, Hollands og Englands. Þá vorum við með verkefni fyrir unglingana og foreldrarnir komu líka að þessu. Þau unnu ýmis störf og unnu sér inn peninga. Það er gaman að segja frá því að þau fóru um áramótin til Tælands og Chile. Ég fékk kort frá einni stúlkunni sem sagði að ef ég hefði ekki hjálpað þeim við þessa ferð þá hefði hún aldrei komist. Þetta er toppurinn af skátastarfinu fyrir þessa krakka að komast á svona skátamót.“

13

VÍKURFRÉTTIR

Eydís Eyjólfsdóttir, fyrir framan skátatjald á afmælissýningu Heiðarbúa .

Telur þú að skátastarf hafi ennþá erindi við börn og unglinga? „Já alveg tvímælalaust, en það er svo mikið að gera hjá börnum og unglingum í dag. Það eru margir í íþróttum, allt krefst svo mikils tíma. En það eru ekki allir sem geta verið í íþróttum, þá er bara gott fyrir þau að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera í skátastarfi. Í dag eru um 50 starfandi í félaginu, það er líka svolítið mikið af eldri krökkum sem eru foringjar. Foreldrar eru að taka þátt í starfinu meira. Núverandi félagsforingi er Aníta Engley Guðbergsdóttir og hefur hún verið að virkja foreldra meira í starfinu.” Getur þú frætt okkur eitthvað um vörðuna fyrir utan húsið? „Varðan var vígð 23. september 1986 þegar Helgi S. Jónsson hefði orðið 75 ára og er varðan minnisvarði um Helga. Á vörðunni er lágmynd af honum í skátabúningi eftir Erling Jónsson. Þá var einnig haldin sýning í skátahúsinu á málverkum eftir Helga. Ekkja Helga vígði vörðuna og Steypustöðin í Njarðvík gaf áttavitann.“

Skáta skálarnir

„Jakob Árnason var einn af félagsforingjunum. Hann mætti á laugardagsmorgnum með nokkrum drengjum sem voru skátar. Þeir byggðu skátaskála sem hét Heiðarból, hann setti þeim verk fyrir daginn og þeir smíðuðu þennan skála. Skálinn var svo fluttur við Snorrastaðatjarnir og var þar í nokkur ár. Félagið átti land við Snorrastaðatjarnir en það var ekki í vegasambandi þarna. Því miður

Sýningin í Duushúsum er mjög áhugaverð enda hafa skátar sett svip á bæjarlífið.

fékk skálinn ekki að vera í friði. Það var kveikt í, skemmdarverk framin og hlutum stolið. Það var svo í fyrra sem taka þurfti það sem eftir var af skálanum, sem var fokið út um allar jarðir. Það þurfti að fjarlæga efnið og koma því í burtu. Það var félag sem var til í að gera þetta fyrir 900 þúsund en félagið hafði ekki efni á því. Hafsteinn, maðurinn minn, kom þá með þá hugmynd að fá þyrlu til að taka efnið. Þá kom Ásmundur Friðriksson alþingismaður og sagði að hann gæti fengið Landhelgisgæsluna til að koma og taka þetta. Þetta endaði þannig að við fengum nokkra hrausta menn til að koma, skipstjóra, nokkra vini okkar og nokkra skáta. Það sem eftir var af þessum skála var rifið, því miður. Allir gáfu vinnu sína, þannig að þetta kostaði félagið ekki neitt. Félagið á ekki neinn skála í dag þar sem ekki er hægt að fá að vera með hlutina í friði. „St Georgs gildið“ átti líka skála sem var á Stafnesi sem Gildisfélagarnir byggðu. Hann fékk heldur ekki að vera í friði og það endaði þannig að Jakob Árnason keypti skálann og flutti hann í burtu.”

Suma daga eru skátarnir áberandi í bæjarfélaginu

„Skátarnir gera ýmislegt í bæjarfélaginu og eru oft sjáanlegir. Ef við byrjum frá áramótum þá er það fyrst þrettándinn. Næst mætti telja sumardaginn fyrsta en þá er skrúðganga og guðsþjónusta. Á 17. júní aðstoða skátar í skrúðgarðinum þar sem þeir halda á stóra fánanum sem er dreginn að húni. Flaggstöngin er hönnuð af Helga

stofnfundinum, fyrsta fundinum sem haldinn var í félaginu. Þessir munir hafa verið geymdir á byggðarsafninu og varðveist vel. Ef fólk vill koma og líta á sýninguna þá geta þeir séð þá sem stóðu vel að þessu félagi og hafa haldið því gangandi. Þeir sem komu að uppsetningu sýningarinnar eru Sigrún Ásta Jónsdóttir, Gunnhildur Þórðardóttir, Haraldur Haraldsson og ég.“ Jón Kr. Magnússon skoðar gamlan skátabúning föður síns.

S. Jónssyni og er þjóðfáninn stærsti fáninn á landinu. Það eru alltaf einhverjir bæjarbúar sem hafa unnið gott starf fyrir bæinn sem fá þann heiður að draga fánann upp. Ég fékk þann heiður að draga hann upp árið 2006. Það var ár sjálfboðaliðans og ég var valin í þetta verkefni sem mér fannst mjög mikill heiður. Á Ljósanótt eru skátarnir í sambandi við gönguna. Skátarnir voru með kofabyggð eða smíðavelli í mörg ár. Á þessu afmælisári hafa verið ratleikir, fjallgöngur og núna síðast smiðjur fyrir börn í Duus húsum. Þar gátu þau unnið leður, tálgað, lært hnúta og ýmislegt. Það er ýmislegt í gangi hjá félaginu á þessu afmælisári.” Getur þú sagt okkur eitthvað um sýninguna sem er í Duushúsum núna? „Sýningin er í tilefni 80 ára afmælis félagsins. Félagið hefur eignast ýmsa merka muni og verðlaun í gegnum árin. Það er mikil saga á bakvið þetta félag. Við eigum fundargerðir frá

Dísa fékk þann heiður 2006 að draga stóra fánann í skrúðgarðinum að húni.

Gerir öllum gott að taka þátt í skátastarfinu

„Ég er ævinlega þakklát að hafa fengið að kynnast skátahreyfingunni, fengið að kynnast mörgum börnum og unglingum. Þetta eru allt vinir manns og maður hefur átt dýrmætar stundir. Gaman er að sjá hversu margir hafa spjarað sig vel. Þegar litið er til baka má sjá ráðherra, lækni, flugumferðastjóra, verkfræðing og fleiri. Ég held það geri öllum gott að taka þátt í skátastarfinu ef maður lifir eftir skátahugsjóninni, skátaheitinu og skátalögunum. Ég held að þetta séu einar bestu reglur sem hægt sé að lifa eftir,“ segir Dísa að lokum. Viðtal: Óskar Birgisson. Myndir: Óskar fyrir VF og úr einkasafni.

Viðtal við Eydísi og fullt af myndum úr starfinu í Suðurnesjamagasíni vikunnar.

Skemmtileg mynd úr skátaferð Heiðabúa fyrir mörgum árum.


14

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 15. júní 2017

Fjölmenn útskrift á tíu ára afmælisári Keilis ●●Yfir 1.500 nemendur hafa útskrifast af Háskólabrú

Útskriftarhópur Keilis í júní 2017. Mynd: Oddgeir Karlsson.

Keilir útskrifaði 115 nemendur við hátíðlega athöfn á Ásbrú föstudaginn 9. júní. Við athöfnina brautskráðust nemendur úr Háskólabrú, Íþróttaakademíu og Flugakademíu, auk nemenda í leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku á vegum Thompson Rivers University og Keilis. Með útskriftinni hafa nærri 250 nemendur lokið námi frá skólum Keilis á árinu og samtals 2.914 nemendur úr öllum deildum Keilis frá stofnun skólans árið 2007.

Í ræðu sinni velti Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, upp mikilvægi þess að bera virðingu fyrir skoðunum annarra, ásamt virðingu fyrir orðum, náttúrunni, samferðafólki og sjálfum sér. Hann hvatti útskriftarnemendur til að stökkva út fyrir þægindaramma sína og vera óhrædd við að gera mistök, þar sem þau eru liður í lærdómsferli þeirra. Þá hvatti hann nemendur til að halda lífi í gleðinni. Við útskriftina var Hrafnhildur Jóhannesdóttir, stærðfræðikennari í Keili og framúrskarandi kennari ársins 2014, kvödd og þakkað fyrir framlag hennar til kennslu á Háskólabrú Keilis.

Mikil aukning nemenda í flugtengdu námi

Flugakademía Keilis útskrifaði 18 atvinnuflugnema og hafa þá samtals 47 atvinnuflugmenn hafa útskrifast úr skólanum það sem af er ársins. Mikil aukning hefur verið í flugtengt nám í Keili, en tveir atvinnuflugmannsbekkir hófust í maí auk þess sem mikill fjöldi nemenda mun hefja nám við skólann í ágúst. Samtals hafa 175 einstaklingar

Fylgjast með hljóðstigi frá flugumferð Unnið er að uppsetningu á hljóðmælingakerfi á Keflavíkurflugvelli. Uppsetning þess var kynnt á íbúafundi í Reykjanesbæ í maí sl. Mælingarnar verða opnar almenningi á vef Isavia og þannig munu íbúar betur geta fylgst með hljóðstigi frá flugumferð og gert betur grein fyrir því í ábendingum hvaða flug skapi ónæði. Kerfið er sett upp af danska fyrirtækinu Brüel & Kjær og unnið hefur verið að því um nokkurra mánaða skeið. Nú hefur fyrsti fasi kerfisins verið settur í loftið og þar er unnt að sjá hljóðmælingar frá einum mælanna í rauntíma, en í fasa tvö verða flugupplýsingar tengdar við hljóðmælingarnar. Tenging við flugupplýsingar hefur tafist í forritun en búist er við að þær verði komnar inn í byrjun júlí. Í frétt á vef Víkurfrétta er að finna hlekk á hljóðmælingarnar.

Farþegum WOW air fjölgaði um 96% í maí

■■WOW air flutti 205 þúsund farþega til og frá landinu í maí eða um 96% fleiri farþega en í maí árið 2016. Þá var sætanýting WOW air 86% í maí í ár en hún var 85% í sama mánuði í fyrra. Sætanýtingin jókst þrátt fyrir 209% aukningu á framboðnum sætakílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra. Það sem af er ári hefur WOW air flutt um 963 þúsund farþega en það er 156% aukning farþega á sama tímabili frá árinu áður. WOW air flýgur nú til þrjátíu áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Í næstu viku hefst áætlunarflug til Pittsburgh í Bandaríkjunum en það er í fyrsta skipti sem boðið er upp á beint flug þangað frá Íslandi.

lokið atvinnuflugmannsnámi frá upphafi. Þá útskrifuðust fimm flugvirkjar. Samtals hafa þá 24 flugvirkjar útskrifast á árinu og 46 samtals á tveimur árum. Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíunnar, flutti ávarp. Dúx var Sigurbergur Ingi Jóhannsson með 9,44 í meðaleinkunn. Sigurbergur fékk gjafabréf frá WOWair og bók frá Icelandair. Ræðu útskriftarnema flutti Pontus Willby.

Íþróttaakademía Keilis brautskráir 47 þjálfara

47 nemendur útskrifuðust sem ÍAK þjálfarar úr Íþróttaakademíu Keilis, 33 einkaþjálfarar og 14 styrktarþjálfarar. Með útskriftinni hafa yfir 600 einstaklingar lokið þjálfaranámi frá Keili. Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis flutti ávarp. Aldís Hilmarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í ÍAK einkaþjálfun með 9,75 í meðaleinkunn og Þorgrímur Þórarinsson fékk viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í ÍAK styrktarþjálfun með 9,01 í meðaleinkunn. Þau fengu

bæði TRX bönd frá Hreysti og gjafabréf frá Under Armour. Heiðar Kristinn Rúnarsson nemandi í styrktarþjálfun flutti ræðu útskriftarnemenda fyrir hönd Íþróttaakademíu Keilis.

Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku vinsælt hjá íslenskum og erlendum nemendum

Íþróttaakademía Keilis og Thompson Rivers University í Kanada brautskráðu 18 nemendur úr leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku. Námið hefur vakið athygli bæði meðal íslenskra og erlendra nemenda og hafa samtals 63 nemendur útskrifast á fjórum árum meðal annars frá Kanada, Noregi og Spáni, auk Íslands. Næsta haust bætast enn fleiri þjóðir í þennan hóp, þar sem meðal annars tveir nemendur frá Grænlandi og einn frá Chile munu hefja nám við skólann. Sharman Learie, umsjónarmaður TRU Adventure Studies, flutti ávarp og Erik Stevensson hlaut viðurkenningu fyrir bestan námsárangur með 8,95 í meðaleinkunn. Fékk hann gjöf frá GG sjósport.

Yfir 1.500 nemendur hafa útskrifast af Háskólabrú Keilis á tíu árum

Háskólabrú Keilis brautskráði í 27 nemendur úr tveimur deildum, þar af átta úr fjarnámi. Brautskráðir voru nemendur af Félagsvísinda- og lagadeild og Viðskipta- og hagfræðideild. Það sem af er ársins hafa því samtals útskrifast 102 nemendur úr Háskólabrú Keilis en í ágúst bætist auk þess við útskritarhópur úr Verkog raunvísindadeild skólans. Samtals hafa 1.523 nemendur útskrifast úr Háskólabrú Keilis og var Daði Rúnar Jónsson, fimmtánhundruðasti nemandi Háskólabrúar, heiðraður með blómvendi. Berglind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Háskólabrúar, flutti ávarp. Dúx var Eiður Ágúst Kristjánsson með 8,96 í meðaleinkunn. Fékk hann bók frá Íslandsbanka og spjaldtölvu frá Keili sem viðurkenningu fyrir námsárangur. Erna Valdís Jónsdóttir flutti ræðu útskriftarnema.

Helmingi fleiri umsóknir í Háskólabrú Keilis en í fyrra ●●-Umsóknarfrestur lengdur vegna gríðarlegs áhuga og skólagjöld lækkuð um 40% Vel yfir tvöfalt fleiri umsóknir eru í Háskólabrú Keilis nú en á sama tíma í fyrra og er það mesti fjöldi umsókna sem borist hefur á sambærilegum tíma síðan árið 2009. Vegna mikils áhuga og fyrirspurna um námið undanfarna daga hefur skólinn ákveðið að framlengja umsóknarfrest um nám á komandi haustönn og verður unnið úr þeim eins og þær berast fram að sumarleyfum starfsfólks Keilis í júlí. Námsráðgjafar Keilis og forstöðumaður Háskólabrúar vinna þessa dagana úr umsóknum og eru allir umsækjendur sem uppfylla skilyrði boðaðir í persónuleg inntökuviðtöl. Vegna fjölda umsókna biður skólinn umsækjendur um að sýna biðlund en haft verður samband við þá sem allra fyrst. Á þeim tíu árum sem boðið hefur verið upp á aðfaranám til háskóla í Keili, hafa á bilinu 150 til 200 nemendur útskrifast árlega úr stað- og

fjarnámi Háskólabrúar. Samtals hafa þannig yfir 1.500 einstaklingar lokið náminu og hefur mikill meirihluti þeirra - eða um 85% - haldið áfram í háskólanám bæði hérlendis og erlendis við góðan orðstír. Keilir hefur boðið upp á aðfaranám til háskóla - frumgreinanám fyrir einstaklinga sem hafa ekki lokið stúdentsprófi - frá árinu 2007. Miklar framfarir hafa orðið á þessum tíma í kennsluháttum samhliða breyttum þörfum og kröfum nemenda, og hefur Keilir brugðist við með því að innleiða nýjungar í kennsluháttum og fjölbreyttari fyrirkomulag námsins. Nú geta nemendur því valið að sækja Háskólabrú í staðnámi eða fjarnámi, bæði með og án vinnu. Allt miðast þetta við að nemandinn geti tekið námið á sínum forsendum. Það er því ljóst að fólk er ánægt með nýtt fyrirkomulag og lægri skólagjöld,

en Í haust er í fyrsta skipti hægt að hefja nám í Háskólabrú í staðnámi eða fjarnámi með og án vinnu. Við þessar breytingar á fyrirkomulagi námsins ákvað Keilir einnig að lækka skólagjöld í Háskólabrú um 40% frá og með skólaárinu 2017 - 2018. Boðið er upp á Háskólabrú í samstarfi við Háskóla Íslands og gildir námið til inntöku í allar deildir háskólans. Keilir hefur markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluhættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Kannanir í Háskóla Íslands á gengi nýnema hafa sýnt að nemendur sem koma úr Háskólabrú Keilis eru meðal þeirra efstu yfir þá sem telja sig vel undirbúna fyrir háskólanám.


Húsnæðismarkaðurinn á Suðurnesjum Íslandsbanki býður þér að mæta á kynningarfund þar sem Magnús Árni Skúlason hagfræðingur hjá Reykjavik Economics mun fara yfir helstu niðurstöður skýrslu sem hann vann fyrir bankann nýverið um húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem hann mun kynna nýja úttekt á húsnæðismarkaðnum á Suðurnesjunum. Hljómahöllin, Reykjanesbæ Föstudaginn 23. júní kl. 8.30–9.30 Sérstök áhersla verður lögð á þá stóru árganga ungs fólks sem eru á leið á húsnæðismarkað á komandi árum og velt upp spurningum því tengdu: • Hverjar eru þarfir ungs fólks á húsnæðismálum og hvernig verður þeim mætt? • Er verið að byggja eignir sem henta þessum stóra markhópi? • Eru fyrstu kaupendur farnir að leita að eignum út fyrir höfuðborgarsvæðið? Skráning á islandsbanki.is


16

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 15. júní 2017

Garðmenn hafna forkaupsrétti

Bæjarráð Garðs hefur hafnað forkaupsrétti á fiskiskipinu Arnþóri GK-20. Samþykkti bæjarráðið samhljóða að hafna forkaupsréttinum en til stendur að selja skipið úr sveitarfélaginu án aflaheimilda. Arnþór GK er dragnótabátur sem hefur verið gerður út af Nesfiski hf. Báturinn er smíðaður á Ísafirði 1998 og er 72 brúttórúmlestir.

Frá formlegri afhendingu gjafarinnar. Forstöðumaður Hæfingarstöðvarinnar ásamt þeim feðgum.

Vegleg gjöf til Hæfingarstöðvarinnar á Ásbrú ■■Nýlega barst Hæfingarstöðinni á Ásbrú vegleg gjöf frá Styrktarsjóði Sigurbjargar að upphæð 2.060.000. Um hundrað fyrirtæki á Suðurnesjum lögðu verkefninu lið með ýmsum hætti. Styrkurinn var nýttur til að kaupa tæki til að prenta á ýmsa hluti, eins og boli, penna, bolla o.fl. Hugmyndin er að selja vörurnar á vægu verði og eru þær komnar til sölu í Nettó Krossmóa sem gefur eftir álagninguna. Allur ágóði rennur til Hæfingarstöðvarinnar. Upphaf málsins er það að fyrir rúmu ári hafði þáverandi forstöðumaður Hæfingarstöðvarinnar á Ásbrú samband við sjóðinn þar sem hann hafði fengið upplýsingar um að sjóðurinn hefði áhuga að styrkja fólk með skerta starfsgetu. Í framhaldi af því var farið af stað með þessa söfnun. Upphaflega var ætlunin að gera þetta með Sigurbjörgu sem sjóðurinn heitir eftir en því miður lést hún áður en verkefnið var farið af stað. Sigurbjörg Axelsdóttir var fyrsti kjörni kvenkyns fulltrúi í bæjarstjórn Vestmannaeyja og lét svona verkefni sig mikið varða. Eftir andlát hennar tók sonur hennar, Óskar Axel Óskarsson, við kyndlinum ásamt eiginkonu sinni, syni sínum Óskari Axel yngri og félögum hans.

Vilja stærri og varanlegri mannvirki

Norðurljós gesthús ehf. hafa aftur sótt um lóðir að Norðurljósavegi 4 og 6 á Garðskaga og fylgir umsókninni nýtt fylgibréf og uppfærðar teikningar. Það er mat skipulags- og byggingarnefndar Garðs að lítið byggingamagn innan lóðarinnar sé ekki í anda gildandi deiliskipulags og þeirra skýringarmynda sem lagðar voru fram með skipulaginu. Deiliskipulag fyrir svæðið við Norðurljósaveg er hugsað undir uppbyggingu stærri og varanlegri mannvirkja, eins og segir í fundargerð ráðsins. Nefndin hefur falið skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um niðurstöðu nefndarinnar og hvort ekki sé hægt að gera breytingar til að auka nýtingarhlutfall lóðarinnar með færri og stærri byggingum. Það eru fleiri en Norðurljós gesthús ehf. sem falast eftir Norðurljósavegi 6 því Margrét Ásgeirsdóttir sækir um lóð undir gistiheimili á lóðinni. Málinu var frestað á síðasta fundi og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga.t

AUGLÝSING Um skipulag í Sveitarfélaginu Vogum. Tillögur að breytingu á deiliskipulagi Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 29. maí 2017 að auglýsa eftirfarandi tillögur að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Miðsvæði. Breytingin felst í eftirfarandi: Bætt er við götunöfnum og húsnúmerum innan skipulagssvæðisins. Í stað fjögurra einbýlishúsalóða og tveggja parhúsalóða sunnan Lyngholts er gert ráð fyrir fimm parhúsalóðum. Í stað tveggja einbýlishúsalóða og einnar parhúsalóðar sunnan Breiðuholts er gert ráð fyrir þremur parhúsalóðum. Bætt er við 38 m2 lóð og byggingarreit fyrir dreifistöð rafveitu við Skyggnisholt 3 ásamt því að skilmálar eru settir fyrir bygginguna. Vegna nýrrar lóðar minnkar lóð við Skyggnisholt 1 úr 5.000 m2 í 4.962 m2. Gert er ráð fyrir 6 íbúðum innan hvers byggingarreits (B) fyrir fjölbýlishús við Skyggnisholt en áður var aðeins gert ráð fyrir 4 íbúðum innan hvers byggingarreits. Fjölbýlishúsin eru sjö og því fjölgar íbúðum um 14, úr 28 í 42. Bætt er við upplýsingum úr deiliskráningu fornminja. Þá er bætt við skilmálum vegna framkvæmda í nánd við fornminjar og að samráð skuli haft við Minjastofnun Íslands vegna framkvæmda. Uppfærðar eru upplýsingar og tilvísarnir í lög og reglugerðir og upplýsingar og tilvísanir í gildandi aðalskipulag. Íþróttasvæði, tjaldsvæði og Aragerði. Breytingin felst í eftirfarandi: Breytt er fyrirkomulagi innan tjaldsvæðisins og nánar skilgreint hvaða hlutar þess eru fyrir tjöld annarsvegar og húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna hinsvegar. Þá er felldur burt göngustígur sem gert var ráð fyrir í gegnum tjaldsvæðið frá austri til vesturs. Staðsetning þjónustuhús breytist og færist það frá bílastæði og til norðurs um 50 m en með því er það betur staðsett miðsvæðis á tjaldsvæðinu. Hámarksstærð hússins er óbreytt eða 100 m2. Aðkoma að þjónustuhúsinu verður um þjónustuveg vestan tjaldsvæðis. Gert er ráð fyrir allt að 6 smáhýsum innan tjaldsvæðisins, austast á svæðinu. Hvert þeirra er að hámarki 25 m2 að flatarmáli og húsin ekki hærri en 3,5 metrar (húsgerð C). Aðkoma akandi umferðar að smáhýsunum verður um þjónustuveg frá bílastæði tjaldsvæðisins við Hafnargötu. Hafnarsvæði. Breytingin felst í eftirfarandi: Bætt er við götunöfnum og húsnúmerum innan skipulagssvæðisins. Í samræmi við gildandi lóðarblað og þess sem er í raun er legu götunnar Jónsvör breytt við gatnamót við Hafnargötu og hliðrast gatan til vesturs nær höfninni, jafnfram er breidd götunnar breytt. Með þessari breytingu skapast pláss fyrir nýja lóð, Hafnargötu 2. Innan þeirrar lóðar er þegar gömul bygging og er skilgreindur byggingarreitur umhverfis hana. Lóðarmörk núverandi lóða við Hafnargötu 4, 6, 8 og 10 og Jónsvör nr. 1 og 7 eru lagfærð til samræmis við gildandi lóðarblað. Húsagerð á lóð nr. 1. við Jónsvör er breytt úr „Verbúðir fyrir smábátaeigendur“ (B) í „Iðnaðarhúsnæði„ (A). Byggingarreitir á lóðum nr. 3, 5 og 7 við Jónsvör stækka úr 450 m2 í 600 m2. Byggingarreitirnir stækka til norðurs inn á lóðirnar en bindandi lína byggingarreita meðfram götu er óbreytt. Nýtingarhlutfall iðnaðarlóða við Jónsvör hækkar úr 0,3 í 0,55 og er ástæðan m.a. sú að að þegar hefur verið byggt á lóðunum umfram heimild skv. gildandi deiliskipulagi. Bætt er við 1020 m2 lóð fyrir gámasvæði við Jónsvör 9, en engin byggingarreitur verður innan lóðarinnar. Bætt er við kvöð um legu lagna á lóðunum við Hafnargötu 2 og Jónsvör nr. 1, 5 og 9. Uppfærðar eru upplýsingar og tilvísarnir í lög og reglugerðir og upplýsingar og tilvísanir í gildandi aðalskipulag. Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með mánudeginum 12. júní 2017 til og með mánudagsins 24. júlí 2017. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en mánudaginn 24. júlí 2017. Vogum, 12. júní 2017 f.h. bæjarstjórnar, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

Tobba Óskars opnar Gallerí á Hafnagötunni Tobba Óskars opnar Gallerí 17. júní á Hafnargötu 18 í Keflavík. Tobba er fjölhæfur listamaður, hún hefur verið að mála, sauma, gera skúlptúra og margt fl. Í nýja húsnæðinu verða verkin til sýnis og sölu og eru allir velkomnir að líta við.

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ á sunnudag Kæru Suðurnesjastelpur! Lykillinn að vellíðan er að hugsa á heilbrigðan hátt um sig sjálfan og aðra. Heilsa er allt í senn andleg, líkamleg og félagsleg. Konur eru því hvattar til að fagna því að þær eru eins ólíkar og þær eru margar og njóta þess fjölþætta ávinnings sem fylgir heilbrigðum lífsháttum svo sem jákvæðu hugarfari, daglegri hreyfingu og hollum matarvenjum. Mikil ánægja og þátttaka hefur verið í Kvennahlaupinu á undanförnum árum. Í Kvennahlaupinu eiga mæðgur, systur, mömmur, ömmur, frænkur og vinkonur á öllum aldri notalega stund saman. Hver og ein tekur þátt á sinn hátt og á sínum hraða, margar labba, aðrar skokka, sumar skokka og labba til skiptis og svo hlaupa líka einhverjar allan tímann. Hlaupið verður frá ýmsum stöðum á Suðurnesjum og í Reykjanesbæ verður hlaupið frá K-húsinu, Hringbraut 108 við fótboltavöllinn og er valið um þrjár vegalengdir; tvo, fjóra eða sjö kílómetra. Vegalengdin sem hver og ein kona velur er ekki aðalmálið heldur að vera með og hafa gaman. Gaman væri að sem flestar konur með og ef þú sérð þér ekki fært um að labba, skokka eða hlaupa, þá væri frábært ef þú myndir fara út í dyr heima hjá þér og hvetja hraustu konurnar þegar þær hlaupa fram hjá og jafnvel að hafa hressa tónlist í gangi. Þær sem verða út úr bænum þennan dag geta hlaupið hvar sem er á landinu eða erlendis. Aðalmálið er að hreyfa sig og vera með. Best er að skrá sig á fimmtudag og föstudag. Skráning fyrir Reykjanesbæ

fer fram kl.17-19 í K-húsinu, Hringbraut 108. Þátttökugjald er 2000 kr. fyrir eldri en 12 ára og 1000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Innifalið í verðinu er flottur ferskjubleikur bolur, verðlaunapeningur, Egils Kristall og frítt í sund eftir á í Vatnaveröld. Á sunnudaginn kl.10:30 geta þær skráð sig sem ekki komast í forskráninguna. Koma svo stelpur, náum núna að slá met í Reykjanesbæ og fá 600 stelpur til að vera með. Ekki bíða eftir rétta veðrinu til að hreyfa þig. Við búum á Íslandi. Rétta veðrið kemur nokkrum sinnum á dag. Hlökkum til að sjá sem flestar konur í hlaupinu á sunnudaginn kl.11. Byrjum með upphitun með Huldu Lár kl.10:55. Með hlaupakveðju, Guðbjörg, Maggý og Birna, verkefnisstjórar SJÓVÁ Kvennahlaups ÍSÍ í Reykjanesbæ 2017


Með fagmennsku og litagleði að vopni Í verslun Flügger í Reykjanesbæ finnur þú uppáhaldslitinn þinn og meira til. Með litagleði og ástríðu þjónustum við fagmenn jafnt og leikmenn í litavali og hverskonar ráðgjöf.

Farðu

með li

tapruf

á flug

uf

rá okk Komdu ur! og fáðu litapruf og takt u hjá o u þátt í kku Þú gæt ferðale ir unnið ik Flügg r ferð me er. ð WOW út í heim . 1. vinn ingur. Gjafabr éf frá W OW air 100 þú s. 2. vinn ingur. Vöruútt ekt hjá Flügge r 60 þú s. 3. vinn ingur. Vöruútt ekt hjá Flügge r 30 þú s. Dreg ið verð

ur 15. á

gúst.

Bjóðum nýjan verslunarstjóra okkar, Einar Lárus Ragnarsson velkominn til starfa. Hann hefur áratuga reynslu af málningu og allri málningartengdri vinnu.

fyrir fólk í framkvæmdum


18

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 15. júní 2017

Eiga Suðurnesjamenn ekki rétt á sömu heilbrigðisþjónustu og aðrir? ●● Um málefni Heilsugæslu HSS Heilbrigðismál hafa fengið mikinn og verðugan hljómgrunn undanfarin misseri á Íslandi. Taka þarf fram að umræðan er fyrst og fremst neikvæð tilkomin vegna fjárskorts, lélegrar mönnunar, aðstæðuleysis og aukins biðtíma í heilbrigðiskerfinu okkar. Heilsugæsla HSS fellur undir öll þessi atriði og gott betur en það. Undirritaðar starfa sem deildarstjórar slysa- og bráðamóttöku HSS. Ítrekað höfum við ásamt starfsmönnum okkar bent á ýmsa vankanta sem snúa að aðstöðu okkar, ómanneskjulegu álagi og lélegri mönnun hjúkrunarfræðinga. Ítrekað höfum við fengið þau svör að stofnunin búi við fjárskort og að ekki sé hægt að hliðra til í þeim málefnum. Ljóst er að HSS fær mun minna fjármagn en aðrar sambærilegar heilbrigðisstofnanir en samkvæmt Ríkisendurskoðun í mars 2016, útgjaldaheimildir heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni, kom fram að HSS fékk næstminnst allra heilbrigðisstofnana landsins tæpa 2,5 milljarða meðan að heilbrigðisstofnun Norðurlands fékk 4,7 milljarða sem er svipað og Suðurland fékk, Vesturland 4 milljarða og Austurland með 3 milljarða. Eina stofnunin sem fékk minna en við voru Vestfirðirnir með tæpa 2 milljarða en Vestfirðirnir eru talsvert minna samfélag en Suðurnesin.

Af hverju er þessi munur tilkominn?

Ef við setjum þetta upp í raunverulegt dæmi þá tökum við á móti svipuðum fjölda sjúklinga og bráðamóttakan á Akureyri. Á bráðamóttöku HSS starfa tveir hjúkrunarfræðingar á dagvakt milli 8 og 16 og tveir milli 16 og 24. Á miðnætti fara hjúkrunarfræðingarnir heim og það eru

því aðeins tveir læknar á vakt þessar átta klukkustundir frá 24-08. Um helgar er staðan enn verri því þá er aðeins mönnuð ein vakt af hjúkrunarfræðingum milli klukkan 11 og 19. Eftir það, eða í 16 klukkustundir er ekki starfandi hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni í samfélagi sem telur 16.800 manns í Reykjanesbæ eingöngu (maí 2017) ásamt því að þjónusta hin sveitarfélögin á Suðurnesjum auk Keflavíkurflugvallar.

„Það er ekki til peningur fyrir þessu!“

Þetta er klárlega dæmi um ógnun á öryggi íbúa að ekki sé starfandi hjúkrunarfræðingur á nóttunni og um helgar í svona annasömu sveitarfélagi sem er það fimmta stærsta á landinu. Mönnun hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökunni hefur þó breyst í gegnum árin, við unnum ekki rauða daga á bráðamóttökunni fyrr en árið 2015 til dæmis. Þegar leitað er eftir skilningi af hverju ástandið sé svona er ávallt sama svarið, það er ekki til peningur fyrir þessu! Ár eftir ár eftir ár eykst álagið, það fjölgar íbúum, það fjölgar ferðamönnum, það fjölgar slysum, ásamt mikilli fjölgun hælisleitenda, aldraðra og veikra einstaklinga og biðtíminn eykst eðlilega í kjölfarið. Samkvæmt rannsókn Sigrúnar Sæmundsdóttur og Guðlínar Jónu Ómarsdóttur hefur aukning í komum á erlendum ferðamönnum á

bráðamóttöku HSS aukist um 344% milli áranna 2005 og 2016. Engu að síður erum við alltaf þrjú að vinna á bráðamóttökunni, tveir hjúkrunarfræðingur með einum lækni þar til við förum heim og skiljum lækninn einan eftir með ábyrgð heimsins á sínum herðum. Þetta er hræðilegt, pínlegt og ótrúlegt að ástandið sé ennþá svona og að við fáum engin svör. Ef við miðum okkur við aðrar bráðamóttökur þá hefur verið næturvakt hjúkrunarfæðings á Selfossi síðan árið 2011 og enn lengur á Akureyri þar sem eru tveir hjúkrunarfræðingar eru á næturvakt á bráðamóttöku.

Íbúum og ferðamönnum fjölgar og álagið eykst

Á flestum vinnustöðum er samráð um framtíðina. Það er leitast við að leysa vandamál sem koma upp eins og að auka mönnun í takt við álag. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að starfsfólk hreinlega brenni út. Þetta er ekki gert á HSS! Við erum ennþá þrjú, ár eftir ár að hlaupa hraðar og hraðar og reyna hvað við getum en þetta er ekki dæmi sem gengur upp. Nú þegar eru reyndir hjúkrunarfræðingar að hætta störfum sökum álags sem fólk hreinlega treystir sér ekki í lengur. Hvar endar þetta? Þetta endar með hörmungum. Af hverju eiga Suðurnesjamenn ekki sama rétt og aðrir landsmenn á góðri heilbrigðisþjónustu? Af hverju er þetta ekki lagað ár eftir ár eftir ár? Af hverju fær HSS ekki meira fjármagn? Af hverju er framkvæmdastjórn HSS ekki sýnilegri og talar máli sinnar stofnunar út á við? Samkvæmt Lýðheilsuvísum Landlæknis fyrir árið 2017 kom fram varðandi Suðurnes að fjölgun íbúa væri yfir landsmeðaltali sem sýnir klárlega mikla íbúfjölgun undanfarinna ára en bara árið 2016 fjölgaði íbúum Reykjanesbæjar um meira en 7%. Auk þess

er martækt aukin streita fullorðinna og fleiri sjúkrahúslegur vegna langvinnrar lungateppu. Dánartíðni vegna krabbameina er marktækt meiri og einnig ótímabær dauðsföll vegna langvinnra sjúkdóma. Þetta er allt dæmi um veikt fólk sem þarf okkar aðstoð. Allir veikir flugfarþegar koma fyrst inn á bráðamóttöku HSS og allir slasaðir ferðamenn úr Bláa lóninu nema í örfáum tilfellum þar sem þeir fara beint á Landspítalann. Mesta álagið sökum þessara veiku ferðamanna lendir því á bráðamóttöku HSS. Bráðamóttakan er mjög lítil en hún samanstendur af fimm stofum, þar af voru þrjár þeirra áður skrifstofur. Bráðamóttakan er opin, óvarin og starfsfólk því móttækilegra fyrir hættum sem þar kunna að skapast.

vinnubrögð og gæðastarf. Þessi skýrsla er ekki falleg en segir allt sem segja þarf um það sem þarf að laga og bæta innan heilsugæslunnar. Við þurfum nauðsynlega hjálp við að endurbyggja okkur upp og hlúa að starfsfólkinu okkar og skjólstæðingum sem til okkar leita. Okkur skortir stefnu og það er mjög margt sem þarf að laga. Fyrst og fremst verða bæði framkvæmdarstjórn HSS og þingmennirnir okkar að gera sér grein fyrir því að við sinnum lífsnauðsynlegri þjónustu fyrir veikt fólk. Við erum þjónusta og eigum að vera góð þjónusta. HSS hefur allt til að bera til að vera flaggskip heilbrigðis í nærsamfélagi okkar en til þess þurfum við heljargrip að vinna. Við þurfum betri aðstöðu, aukna fjármögnun og betri mönnun.

Betri aðstöðu, aukna fjármögnun og betri mönnun

Við eigum ekki skilið annars flokks þjónustu. Við eigum skilið bestu þjónustu sem hægt er að fá í okkar nærsamfélagi.

Samkvæmt hlutaúttekt Landlæknis á starfsemi heilsugæslu HSS kom fram að stefnumörkun var ófullnægjandi, málefni húsnæðisins, mönnunar og starfsaðstöðu var ófullnægjandi, umbóta var þörf hvað varðar stjórnun,

Guðný Birna og Íris Kristjánsdóttir. Deildarstjórar Slysa- og bráðamóttöku HSS.

Píratar ósáttir með heilsugæsluna „Hvorki er um heildræna gæðastefnu né kerfisbundið umbótastarf að ræða á heilsugæslu HSS. Ýmis konar verkefni sem unnin eru víðs vegar á heilsugæslunni eru ekki samhæfð og ekki sýnileg öllu starfsfólki heilsugæslunnar,“ segir í fréttatilkynningu Pírata á Suðurnesjum, en stjórn flokksins segist vera uggandi yfir þróun í heilbrigðismálum á svæðinu. Þá benda þau einning á nýútkominn lýð-

heilsuvísi frá embætti Landlæknis, sem bendir á að dánartíðni vegna krabbameina sé hæst á Suðurnesjum. Ástandið verði minna og minna ásættanlegt eftir því sem fjöldi flugfarþega um svæðið stóraukist sem og íbúafjöldi, á meðan stóriðja hreiðri um sig á svæðinu með fyrirsjáanlegri skerðingu á loftgæðum. Þá segist stjórn Pírata á Suðurnesjum krefjast úrbóta strax.

FISKUR OG FRANSKAR HJÁ ISSA Í GRINDAVÍK fyrir áhorfið! á Suðurnesjamagasín á Hringbraut alla fimmtudaga kl. 20:00 og 22:00

... og margt annað áhugavert í þætti vikunnar!

Ábendingar um áhugavert efni í þáttinn má senda á póstfangið vf@vf.is eða með því að hringja í síma 421 0002 milli kl. 09-17 alla virka daga.


GARÐVEISLA 25%

R ÁTTU L S F A

20%

AFSLÁTTUR

Kailber Ferðagasgrill 2x2,5KW brennarar, grillflötur 196,0cm2, 5KW, vagn fylgir

Áður kr. 29.980

Kailber KG-1503 Gasgrill 3x3KW brennarar, grillflötur 252,0 cm2, 9KW Áður kr. 39.900

22.390

20%

AFSLÁTT UR

31.890

ið Flott í ferðalag Grilláhöld, 3 stk. í setti

990

Áður kr. 1.390

MOWER bensín sláttuorf Vél 0,7KW 31CC Skurðarbreidd 255 > 480mm

Áður kr. 21.990

Meister jarðvegsdúkur 9961360 5x1,5 meter

680

Kailber KG-KG-2 Gasgrill 4x3,5KW brennarar, grillflötur 303,6 cm2,14KW

20%

20%

AFSLÁTTUR

Strákústur 30cm breiður

Áður kr. 52.880

AFSLÁTTUR

42.290 Tia - Garðverkfæri

440-490 Slönguhjól

990

490

40 l kr. 890

695 895

Garðkanna 10 L

kr. pr. stk.

Garðúðari. Ál, 3 arma.

1.690

Gróðurmold 20 l

17.590

Tia greinaklippur

1.590

Mei-9961400 Sterkur Hellu & jarðvegsdúkur 10m2

2.690 Pretul greinaklippur

895

Trup hekkklippur 23060

1.245

Proflex Nitril vinnuhanskar

395

15m Garðslanga með tengjum

PRETUL úðadæla 5 l. Trup 24685

20%

AFSLÁTTUR

Tilboð í auglýsingunni gilda til 19/6

Lavor One Plus 130 háþrýstidæla 130 Max bar 420 l/klst. Fylgihlutir: Burstar, sápubrúsi & Turbóstútur.

Mei-9957210 Skilrúm í garðinn 9mx15cm

995 140 Max bar 450 l/klst. 1900KW

ruslapokar Einnig 200 lítra 10 stk. kr. 795 (65my)

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

1.480

25%

AFSLÁTT UR

Sterkir Cibon strákústar 45cm 1.267 kr. áður 1.690 60cm 1.421 kr. áður 1.895

1.490

25 stk. 110 lítra

14.390

9.990

1.390

2.490

Lavor Galaxy 140 háþrýstidæla

Áður kr. 17.990

Áður kr. 12.490

Cibon Fúgu vírbursti 3x10 laga m/skafti

Mei-9993150 Upptínslutól 60cm

995

20%

AFSLÁTT UR

Gott verð fyrir alla, alltaf !

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


20

VÍKURFRÉTTIR

NÝTT & NOTAÐ ÓTRÚLEGASTA BÚÐIN Í BÆNUM!

2.900kr margar gerðir

2.900kr margar gerðir

STYRKTU MATARSJÓÐ FJÖLSKYLDUHJÁLPAR ÍSLANDS

Baldursgötu 14, Reykjanesbæ Opið mán-fös 13-18 Sími: 421 1200

LAUS STÖRF

fimmtudagur 15. júní 2017

Minntist Gríms Karlssonar við opnun sumarsýninga Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltr úi Re ykjanesbæjar, minntist Gríms Karlssonar skipstjóra og líkanasmiðs við opnun sumarsýninga í Duus Safnahúsum sl. föstudag. Grímur lést 7. júní sl. „Stuttu eftir síðustu aldamót kynntist ég höfðingjanum Grími Karlssyni, fyrrverandi skipstjóra og líkanasmið. Þannig hagaði málum að ég gegndi stöðu menningarfulltrúa í Reykjanesbæ og fyrir lá það stóra verkefni að stofna Bátasafn Gríms Karlssonar en Grímur hafði þá til margra ára verið einn ötulasti bátalíkanasmiður landsins. Eftir hann lágu nokkur hundruð líkön skipa og báta sem öllum fylgdi saga. Grímur kunni þær auðvitað allar og sagði manna best frá þeim. Hann var nefnilega ekki bara handlaginn smiður heldur líka vel fróður sagnamaður. Með Grími fór fríður flokkur harðduglegra baráttujaxla með Árna Johnsen í fararbroddi og það var ekki að spyrja að útkomunni; á lokadaginn, 11. maí árið 2002 var Bátasafn Gríms Karlssonar opnað í Duus Safnahúsum

Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir

Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf.

Grímur Karlsson.

sakna Gríms og hans miklu ástríðu. Við þökkum honum samfylgdina og sendum fjölskyldu hans samúðarkveðjur.“

UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is.

UMHVERFISSVIÐ Byggingarfulltrúi FRÆÐSLUSVIÐ Sérkennsluráðgjafi leik- og grunnskóla HEIÐARSKÓLI Þroskaþjálfi MÁLEFNI FATLAÐS FÓLKS Umönnunarstarf á heimili VINNUSKÓLI 9. OG 10. BEKK Sumarstörf á B-tímabili

í Reykjanesbæ. Grímur var enginn venjulegur maður, hann var frekar í ætt við Berserki. Líkanasmíðin var hvorki atvinna hans né áhugamál, hún var fyrst og fremst ástríða hans og fátt og fáir sem gátu staðið í vegi fyrir honum þegar hann tók kúrsinn. Ekkert fannst honum jafnast á við bátana og þá sögu sem þeir stóðu fyrir og fannst t.d. illa varið því plássi sem ekki færi undir bátalíkön í Duus Safnahúsum. Hann hefði auðveldlega getað fyllt alla 8 salina í sýningarhúsunum með bátum og fannst engin þörf á fjölbreytilegra í sýningarhaldi og þá allra síst þessu listadóti sem „enginn hefði hvort eð er áhuga á“. Þarna skildi á milli okkar Gríms og við tókumst á, oftar en einu sinni og það stundum hressilega. En alltaf var samt hlýtt á milli okkar enda blóðskyld, bæði komin af sjómönnum af Snæfellsnesinu og fannst báðum allt í lagi þó hvessti stundum. Bátasafn Gríms Karlssonar er og verður hjartað í Duus Safnahúsum og við sem þar störfum, eigum eftir að

Austurbraut 6, Keflavík, fnr. 208-6910, þingl. eig. Ísak Þór Ragnarsson og Eva Björk Sigurborgardóttir, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, þriðjudaginn 20. júní nk. kl. 09:40. Borgarvegur 13, Njarðvík, fnr. 2092942 , þingl. eig. Sonja Hermanns-

dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 20. júní nk. kl. 09:55. Birkitún 11, Sveitarfélagið Garður, fnr. 229-9875 , þingl. eig. Ámundi Sigurður Þorsteinsson, gerðarbeiðendur Vörður tryggingar hf. og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 20. júní nk. kl. 09:20.

Landsbankinn hf., þriðjudaginn 20. júní nk. kl. 10:25. TJÚLLA, GK, Garður, (FISKISKIP), fnr. 2595 , þingl. eig. Grunnvíkingur ehf, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 20. júní nk. kl. 08:50 á Vatnsnesvegi 33, Keflavík.

Laut 26, 50% eignarhlutur gerðarþola, fnr. 227-7709 , þingl. eig. Kristín Sigurjónsdóttir, gerðarbeiðandi

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 13. júní 2017 Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.

Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

VIÐBURÐIR LÉTTUR FÖSTUDAGUR Á NESVÖLLUM Spilabingó föstudaginn 16. júní kl. 14:00. Allir hjartanlega velkomnir. 17. JÚNÍ DAGSKRÁ Í SKRÚÐGARÐINUM 13.40 14.00 14.40 20.00

Skrúðganga leggur af stað frá skátaheimilinu Hátíðardagskrá hefst í skrúðgarði Fjölskylduskemmtun í skrúðgarði Unglingaskemmtun í 88 húsinu Gleðilega þjóðhátíð

LEIÐSÖGN SÝNINGARSTJÓRA Sunnudaginn 18. júní kl. 15.00 verður Bjarni Sigurbjörnsson með leiðsögn um sýningu Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

Fimmtudagskvöld kl. 20:00

LEIKSKÓLAKENNARAR/ÞROSKAÞJÁLFAR VANTAR TIL STARFA Í GEFNARBORG Leikskólinn Gefnarborg auglýsir eftir leikskólakennurum í 100% stöður. Leikskólinn Gefnarborg er einkarekinn fjögurra deilda leikskóli í Garði. Í leikskólanum er unnið metnaðarfullt starf með áherslu á virðingu og jákvæð samskipti, læsi, fjölmenningu og umhverfismennt. Æskilegar menntunar- og hæfniskröfur eru: Háskólagráða í leikskólakennarafræðum eða önnur uppeldismenntun Góð færni í samskiptum Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð Ef ekki fást starfsmenn með uppeldismenntun verða ráðnir leiðbeinendur. Við hvetjum karlmenn jafnt sem kvenmenn til að sækja um. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf 15. ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur er til 30. júní 2017. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu leikskólans http://www.gefnarborg.is Nánari upplýsingar veita leikskólastjóri og rekstraraðili í síma 422- 7166 og 898-7206


fimmtudagur 15. júní 2017

21

VÍKURFRÉTTIR

A17 - Íslensk abstraktmyndlist í Duus ●● leiðsögn sýningarstjóra næsta sunnudag, 18.júní kl. 15.00. Listasafn Reykjanesbæjar opnaði sýninguna A17 sem fjallar um íslenska abstraktmyndlist við upphaf 21. aldar sl. föstudag í Listasal Duus Safnahúsa. Þar má sjá verk eftir Áslaugu Írisi Katrínu Friðjónsdóttur, Höddu Fjólu Reykdal, Halldór Ragnarsson, Loga Bjarnason, Magnús Helgason, Mörtu Maríu Jónsdóttur og Söru Oskarsson. Í sýningarskrá segir m.a.: „Abstraktmyndlist hefur átt undir högg að sækja í íslensku myndlistarlífi á undanförnum áratugum og af samtölum við þátttakendur í sýningunni má ráða, að til þess að skapa abstraktmyndlist hafi þeir nánast þurft að kúpla sig út úr íslensku myndlistarlífi, finna sér nýja listaskóla og aðra „senu“. Þá opnaðist fyrir þeim „nýr heimur“, eins og haft er eftir einum þátttakanda í sýningunni. Og hvað var það sem þessi „nýi heimur“ hafði til síns ágætis? Viðmæl-

endur nefna m.a. alþjóðlegt tungumál abstraktlistarinnar, ríkulegt huglægt myndmál, frjálsræði, óútreiknanlega framvindu, tilfinningalega „hleðslu“ og þann möguleika að skapa sér einkalegt svigrúm til tjáningar. Allt þetta er fyrir hendi í verkum þeirra sjö listamanna sem getur að líta á sýningunni í Duus Safnahúsum. Þeir vilja láta taka sig alvarlega og ætla ekki að hliðra fyrir öðrum viðhorfum fyrr en í fulla hnefana. Sýningarstjórar eru Aðalsteinn Ingólfsson og Bjarni Sigurbjörnsson og mun Bjarni verða með leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 18. júní kl. 15. Sýningin stendur til 20. ágúst 2017. Listasafn Reykjanesbæjar er staðsett í Duus Safnahúsum og er opið alla daga frá 12 til 17.

BYGG býður þér til starfa Rafvirkjameistari

www.bygg.is

Okkur vantar vanan rafvirkjameistara með okkur í lið vegna uppbyggingu Hlíðarhverfis, Reykjanesbæ. Upplýsingar veitir Gunnar S:693 7310, gunnar@bygg.is

Pípulagningameistari Okkur vantar vanan pípulagningameistara með okkur í lið vegna uppbyggingar Hlíðahverfis, Reykjanesbæ. Upplýsingar veitir Gunnar S:693 7310, gunnar@bygg.is

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. (BYGG) hefur á undanförnum árum byggt yfir 3.000 glæsilegar íbúðir á almennum markaði. Fyrirtækið hefur einnig byggt íbúðir fyrir Félag eldri borgara og húsnæðisnefndir í Reykjavík og Kópavogi. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 220 manns og er meðalstarfsaldur hár. Hjá fyrirtækinu er öflugt starfsmannafélag. Traust atvinna í boði.

Launþega eða verktaka. BYGG byggir á 32 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði.

& NOTAÐ ÓTRÚLEGASTA BÚÐIN Í BÆNUM! NÝTT

Jakki . . . . . . 4.900kr Kjóll . . . . . . 3.900kr Hné netsokkar . 990kr Skór . . . . . 6.900kr

MATRÁÐUR ÓSKAST Vísir hf. óskar eftir að ráða matráð í mötuneyti fyrirtækisins að Miðgarði 3 í Grindavík. Helstu verkefni og ábyrgð eru rekstur mötuneytis, matseld og frágangur. Hæfniskröfur: - Menntun á sviði matreiðslu er kostur - Reynsla af matreiðslu í stofnun eða fyrirtæki er æskileg - Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð - Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum Nánari upplýsingar veitir Erla Ósk Pétursdóttir í síma 856-5717. Umsóknarfrestur er til 18. júní. Umsóknir óskast sendar á visir@visirhf.is merktar „Umsókn – mötuneyti“.

STYRKTU MATARSJÓÐ FJÖLSKYLDUHJÁLPAR ÍSLANDS

Baldursgötu 14, Reykjanesbæ Opið mán-fös 13-18 Sími: 421 1200

Vísir hf. Hafnargötu 16 240 Grindavík Sími: 420-5700 visirhf.is


22

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 15. júní 2017

Forstöðumaður MSS útskrifast úr leiðsögunámi skólans ●●Úti í náttúrunni líður Guðjónínu Sæmundsdóttur best Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, útskrifaðist á dögunum úr leiðsögunámi skólans en í því hefur hún verið síðastliðið ár. Guðjónína er ferðamálafræðingur frá Högskolen i Lillehammer, náms- og starfsráðgjafi frá Háskóla Íslands og hún fór einnig í eins árs tölfræðinám við Universitetet i Osló. Nú er hún orðin leiðsögumaður með sérþekkingu á Reykjanesinu. Guðjónína lýsir sjálfri sér sem mikilli útivistarmanneskju sem hefur gaman af göngu. „Mér finnst æðislegt að vera úti í náttúrunni og labba upp á fjöll. Þar líður mér best.“

Hún telur að námið muni nýtast vel í starfi sínu hjá MSS. „Þó maður sé ekkert endilega að hugsa um að starfa við þetta, þá lærir maður svo mikið af praktískum hlutum sem gaman er að segja frá. Hér í MSS sinnum við mörgum erlendum verkefnum og fáum hópa til okkar. Ég hef verið að sjá um þessa hópa og segja þeim ýmislegt, en núna veit ég miklu meira um þetta og get svarað fleiri spurningum,“ segir Guðjónína. Í síðustu viku fór starfsfólk MSS til Helsinki í Finnlandi vegna Evrópuverkefnis en hópurinn endaði á að skrá sig í tíu kílómetra maraþon. „Hlaupið var æðislegt og sólin skein. Það voru þó ekki allir starfsmenn sem hlupu en þeir voru þá stuðningur fyrir okkur hin, hvöttu okkur af stað og tóku svo á móti okkur í lokin. Þetta var alveg frábært hópefli og styrkti hópinn enn betur.“ Námið, sem er 23 einingar, er kennt nokkur kvöld í viku, á einu ári og gert er ráð fyrir því að fólk geti sinnt því með vinnu. Guðjónína lýsir því sem lærdómsríku og skemmtilegu. Síðast

Guðjónína með félögum sínum sem útskrifuðust á sama tíma sem leiðsögumenn.

útskrifaðist hópur leiðsögumanna frá MSS árið 2005 en það var ekki fyrr en í fyrra sem tilsettur fjöldi nemenda náðist aftur. „Maður vonast til að komast af stað með þetta aftur því þetta kveikir svo mikið áhugann á Reykjanesinu. Ungt fólk á mikið erindi í þetta því við viljum líka fá unga leiðsögumenn, ekki bara eldra fólk. Þú þarft að vera orðinn 21 árs til þess að fá inngöngu, vera með stúdentspróf eða eitthvað sambærilegt.“ Með henni í náminu voru meðal annars bílstjórar, kennarar og fólk sem tekur á móti erlendu kvikmyndafólki til landsins. „Þetta er bara fólk sem er að gera ýmislegt.“ Hún segir aukningu í ferðaþjónustunni á Íslandi kalla á fleiri leiðsögumenn. „Við höfum svo miklu meira að bjóða hér á Reykjanesinu heldur en margir gera sér grein fyrir. Reykjanesið er allt ótrúlega flott. Maður keyrir um og sér víðáttuna, jafnvel þar sem svæðið er flatt. Það er bara svo sérstakt að sjá svona rosalega langt.“ solborg@vf.is

Guðjónína að lokinni útskrift og eftir maraþonið í Finnlandi.

VIÐ ERUM AÐ LEITA AÐ ÞÉR!

SUMARSTÖRF - TILVALIÐ FYRIR NÁMSFÓLK

SUMAR- OG AFLEYSINGASTÖRF Í VERSLUN OG TIMBURSÖLU

17. JÚNÍ KAFFI KKD. KEFLAVÍKUR

MYLLUBAKKASKÓLA FRÁ KL.13:30 - 16:30 1500 KR // 12 ÁRA OG YNGRI 500 KR

Við leitum að hressum og duglegum einstaklingum á öllum aldri í afleysingar um helgar og í fjölbreytt sumarstörf 2017. Í boði eru bæði störf í verslun og timbursölu sem fela í sér almenna afgreiðslu og ráðg jöf til viðskiptavina. Nauðsynlegt er að hafa ríka þjónustulund og góða hæfni í mannlegum samskiptum ásamt því að vera stundvís, jákvæður og heiðarlegur. Lyftarapróf er kostur. Umsókn skal senda á verslunarstjóra BYKO á Suðurnesjum, Írisi Sigtryggsdóttur, á netfangið iris@byko.is


fimmtudagur 15. júní 2017

Systurnar Jóhanna og Stefanía á leið á Heimsleikana

Thelma og Emilía áfram hjá Keflavík Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur í körfuknattleik, mun spila áfram með liðinu á næsta tímabili. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari liðsins staðfesti þetta í samtali við VF en áður hafði karfan.is greint frá málinu. Þá segir að Thelma hafi verið að skoða skóla erlendis en ætli að skoða þá aftur að ári liðnu. Í fyrra skilaði Thelma að meðaltali ellefu stigum, sjö fráköstum og þremur stoðsendingum í leik, en Keflavík varð bæði Íslands- og bikarmeistari. Í viðtali VF við Sverri eftir að Keflavík hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn fyrr í vor sagði hann líkur á því að Thelma og Emilía Ósk Gunnarsdóttir færu utan en það hefði verið mikil blóðtaka fyrir liðið. Sverrir sagði við VF að líklega færi Emilía ekki heldur og myndi spila með Keflavík á næstu leiktíð.

23

VÍKURFRÉTTIR

●●-Fengu brons á Evrópumótinu í CrossFit

Systurnar Jóhanna Júlía og Stefanía Júlíusdætur

Systurnar Jóhanna Júlía og Stefanía Júlíusdætur eru afrekskonur í íþróttum en síðustu ár hafa þær stundað CrossFit af kappi. Í síðustu viku tryggðu þær sér sæti á Heimsleikunum í CrossFit, sem fram fara í Bandaríkjunum í byrjun ágúst næstkomandi, þegar þær unnu til bronsverðlauna í liðakeppni Evrópumótsins sem fram fór í Madrid á Spáni.

„Á Heimsleikana vilja allir fara og keppa, sá sem vinnur það mót verður heimsmeistari. Fimm efstu sætin í einstaklingskeppninni og fimm efstu sætin í liðakeppninni komast áfram á Heimsleikana,“ segir Jóhanna Júlía í samtali við Víkurfréttir. „Við vorum búin að æfa mikið af æfingum sem allir liðsmennirnir vinna saman að. Núna þarf maður bara að

vera undirbúinn fyrir allt á Heimsleikunum. Maður gæti keppt í hlaupi eða sjósundi til dæmis. Sá sem býr til æfingarnar ákveður oft nýjar æfingar á hverju ári,“ segir Jóhanna. Systurnar æfðu lengi vel sund en báðar tóku þær þátt í skólahreysti sem unglingar. Þar setti Jóhanna Íslandsmet í armbeygjum, samtals 177 stykki, sem hefur enn ekki verið slegið.

Grindavík fékk FH í heimsókn

Grindavík hefur farið vel af stað í sumar og er í einu af efstu sætum Pepsi-deildar karla. Grindavík fékk FH í heimsókn í gærkvöldi. Lesa má um leikinn á vef vf.is

Þrjú mörk og þrjú stig hjá Keflavík

Keflvíkingar hafa náðu að hrista af sér jafnteflisdrauginn með góðum þriggja marka sigri á Haukum í Inkasso-deildinni á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla. Liðin mættust á Nettó-vellinum í Keflavík 7. júní. Frans Elvarsson kom Keflavík yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Ísak Óli Ólafsson bætti við öðru marki Keflavíkur á 52. mínútu og Marko Nikolic skoraði þriðja og síðasta mark Keflvíkinga. Keflvíkingar eru með 9 stig og eru í 5. sæti deildarinnar

Njarðvíkingar komnir á toppinn í annarri deild

Njarðvíkingar sigruðu Magna frá Grenivík 1:0 á Grenivíkurvelli í 2. deild karla á laugardaginn. Þetta var mikill baráttuleikur og heimamenn byrjuðu með talsverðri pressu en Njarðvíkingar náðu að setja mark á 11. mínútu þegar Theodór Guðni skoraði eftir flott upphlaup. Eftir markið tók við mikill barátta en mörkin urðu ekki fleiri og því var þetta lokaniðurstaðan. Njarðvíkingar náðu með sigrinum að komast á topp 2. deildar með 14 stig.

STÖRF HJÁ IGS 2017 IGS leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytileg og skemmtileg störf hjá fyrirtækinu. Um er að ræða störf í Hlaðdeild, Farþegaafgreiðslu og við næturþrif í flugeldhúsi.

Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, sveiganleika og árvekni. Unnið er á vöktum. Umsækjendur þurfa í sumum tilfellum að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið og standast próf, áður en til ráðningar kemur. Um vaktarvinnu eru um að ræða. Nánari upplýsingar um aldurstakmark og hæfniskröfur:

Víðir tapaði fyrir Hugin í Garðinum

Knattspyrnufélagið Viðir mátti þola 1:0 tap gegn Hugin frá Seyðisfirði í annarri deildinni á laugardaginn. Markið kom í uppbótartíma og var það Gonzalo Zamorano Leon sem kom boltanum í netið fyrir Hugin. Víðir er í fimmta sæti með átta stig. Næsti leikur Víðis er á föstudaginn á Höfn í Hornafirði gegn Sindra. Víðismenn ákváðu á mvánudaginn að slíta samstarfi við Bryngeir Torfason þjálfara liðsins. Sigurður Elíasson, aðstoðarþjálfari Víðis, tekur tímabundið að sér þjálfun liðsins en leit að eftirmanni Bryngeirs er þegar hafin.

Fyrsti sigur Reynis í sumar í deildinni

Reynir Sandgerði sigraði Bersekki 1:0 á Sandgerðisvelli í þriðju deildinni á föstudaginn. Leikurinn fór rólega af stað og hvorugu liðinu tókst að skora mark í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik kom eina mark leiksins og það skoraði Tomislav Misura fyrir Reyni á 75. mínútu og þannig var lokastaðan. Eftir leikinn er Reynir kominn upp í 7. sæti deildarinnar með fjögur stig.

Þróttur Vogum í sjötta sæti eftir tap á Ólafsfirði

Þróttur Vogum tapaði 2:0 fyrir KF frá Fjallabyggð á Ólafsfjarðarvelli í þriðju deild karla á laugardaginn. Þróttarar eru í sjötta sæti með sjö stig og leika næst við Dalvík/Reyni 16. júní á Vogabæjarvelli.

Hlaðdeild:

Lágmarksaldur 19 ár, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, enskukunnátta

Farþegaafgreiðsla

Starfið felst m.a. í innritun farþega og annarri tengdri þjónustu við þá. Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði, góð tungumála- og tölvukunnátta Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið

Flugeldhús- næturþrif

Lágmarksaldur 18 ár, íslensku- og/eða enskukunnátta Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is fyrir 22. júní 2017

JOB VACANCIES AT IGS 2017 IGS searches for individuals in diverse and fun jobs at the company. The vacancies are in Ramp Services, Passenger Services, Flight Kitchen- night cleaning Emphasis is placed on service, punctuality, flexibility and alertness. Applicants, in some cases, need to be ready to attend a preparatory course and pass a test before recruiting. Shift work. Further information on age limit and eligibility requirements:

Ramp Services:

Minimum age 19 years; general Driving license and equipment license preferable. Must speak English.

Passenger Service:

The work involves passenger check-in and other related services. Minimum age 20 years; A-level preferable (but not required), good language and computer skills. Applicants must be ready to attend a preparatory course.

Flight Kitchen- night cleaning:

Minimum age 18 years; Icelandic and / or English skills

Jón Ingi og Kristján Evrópumeistarar í snóker 40+ Keflvíkingurinn Jón Ingi Ægisson og félagi hans, Kristján B. Helgason urðu Evrópumeistarar í tvímenningi í snóker, 40 ára og eldri en mótið fór fram í Albaníu um sl. helgi. Þeir félagar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni en unnu svo Belga í 8-liða úrslitum 4:0. Í undanúrslitum lágu svo

Skotar 4:0 og frændur þeirra frá Írlandi voru svo síðasta liðið sem mátti þola tap gegn sterku íslensku liði. Jón Ingi hefur farið mikinn í snókernum að undanförnu en hann varð í 2. sæti á Íslandsmótinu eftir úrslitaleik við Kristján.

Applications are submitted electronically on the IGS website, see www.igs.is before June 19, 2017


Mundi

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Löggan var bara að biðja manninn um að setja ljósin á...

Póstur: vf@vf.is

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Auglýsingasími: 421 0001

facebook.com/vikurfrettirehf

Strákar í byssuleik

Örvars Kristjánssonar

snúningur.) Þarna er látið eins og að menn séu að gera þetta af gamni sínu og með einhverjar annarlegar hvatir í huga. Vissulega þarf að taka umræðuna um þessi mál og hún er bráðnauðsynleg en mikið pirrar það mig að sjá kjörna fulltrúa stjórnmálaflokka tala niður til lögreglunnar á þennan hátt. Mættu frekar reyna að finna fjármagn handa þessari fjársveltu stétt! Persónulega hef ég afar góða reynslu af þessari ágætu starfsstétt (nema þegar ég hef verið sektaður) og þekki mikið af gæðafólki sem þar starfar en auðvitað eru svartir sauðir í þessari stétt sem og öllum öðrum. Heilt yfir er lögreglan okkar mjög vel þjálfuð og það er staðreynd að lögreglumenn æfa nú talsvert mikið meðhöndlun og notkun skotvopna. Mig grunar að fæstir lögreglumenn kjósi það að bera skotvopn alla daga en vildu gjarnan hafa þau nálægt t.d í læstum boxum í bifreiðum sínum ef þannig aðstæður kæmu upp þar sem til þeirra yrði að grípa. „Við erum með óvopnaða lögreglu, bara kylfur“ hefur maður ofar en ekki sagt við erlenda gesti

M ið Fj stö ö ð H lbra ol u H tas t ri n k ó Að gb li a ra Ba lga ut l ta / N or Va dur ðu t sg rtú Ál nsh arð sv o l u n H ell t r ei ir H ðar ei ga H ðar rð ei s ur H ðar kóli ei b H ðar rau e i se t Ve ðar l s e Fi tur ndi sc g G he ata am rs Vi li hú n b s H am æri or in nn M nbj ni yl a r H lub g af a St nar kka já g sk Kr ni B ata óli o l N ssm ái es ó H ve i ja llir Ó llav la e M fslu gur ið n st du öð r

Miðstöð » Vatnsholt » Heiðarsel » Fischershús » Myllubakkaskóli » Nesvellir » Miðstöð 07:30 07:31 07:32 07:34 07:36 07:39 07:41 07:44 07:45 07:46 07:48 07:51 07:52 07:54 07:55

8:00-17:00 Mín. yfir klst. 00 01 02 04 06 09 11 14 15 16 18 21 22 24 25

með stolti og það réttilega en tímarnir hafa heldur betur breyst. Það er nóg að horfa til nágrannalanda okkar og skoða þau hryðjuverk sem þar hafa verið framin á síðustu árum. Á þeim bænum svífast menn einskis í illsku sinni og þótt það sé stórt „EF“ þá er það eigi að síður möguleiki að eitthvað álíka gæti gerst hér á landi. Við getum líka horft okkur nær, morðið á ungri konu í byrjun janúar sem þjóðin upplifði í miklum hryllingi – hrottafengið morð á ungum manni fyrir framan fjölskyldu og vini í Mosfellsveit fyrir skemmstu. Þótt ekkert okkar vilji það að lögreglan beri skotvopn að staðaldri þá tel ég það engu að síður óhjákvæmilegt í ljósi þeirrar þróunnar sem hefur verið. Sorglegt en ég treysti því fólki sem starfar á þessum vettvangi og hefur þekkinguna og reynsluna til þess að meta þetta. Ef þeirra mat er á þann veginn þá samþykki ég það með glöðu geði og það pirrar mig nákvæmlega ekki neitt að sjá vopnaða lögreglumenn.

Miðstöð » Skógartorg » Keilir » Virkjun » Grænás » Miðstöð 8:00-18:00 Mánudaga - föstudaga

Miðstöð Krossmói Bolafótur Grænásbraut Skógartorg Keilir Háaleitisskóli Fjörheimar Keilir Bogabraut Bolafótur Ólafslundur Miðstöð

07:30 07:32 07:35 07:37 07:39 07:41 07:43 07:45 07:47 07:48 07:52 07:54 07:55

Mín. yfir klst. 00 02 05 07 09 11 13 15 17 18 22 24 25

18:00 18:02 18:05 18:07 18:09 18:11 18:13 18:15 18:17 18:18 18:22 18:24 18:25

leyfðum hámarkshraða, til dæmis á rúmlega 100 km hraða á Vogavegi þar sem hámarkshraði er 50 km og á 100 km hraða á Hafnargötu í Vogum þar sem hámarkshraði er 30 km. Háskaakstrinum lauk á hafnarsvæðinu þaðan sem ökumaðurinn lagðist til sunds. Lögregla skipaði honum að koma í land sem hann gerði að lokum. Hann og farþegi, sem var í bílnum með honum, voru handteknir og færðir á lögreglustöð.

STRÆTÓ-APPIÐ OG RAUNTÍMAKORT

Miðstöð » Fitjar » Akurskóli » Furudalur » Kambur » Fitjar » Miðstöð 8:30-17:30 Mánudaga - föstudaga

18:00 18:01 18:02 18:04 18:06 18:09 18:11 18:14 18:15 18:16 18:18 18:21 18:22 18:24 18:25

Ökumaður, sem lögreglumenn á Suðurnesjum hugðust hafa tal af í vikunni, gaf allt í botn og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Hann ók á ofsahraða á undan lögreglubílnum alllangan veg og endaði för sína á hafnarsvæðinu í Vogum þar sem hann stökk í sjóinn. Hann játaði ölvunarakstur. Lögregla hugðist, við hefðbundið eftirlit á Reykjanesbraut, benda manninum á að hann æki án þess að hafa ökuljósin kveikt þegar hann gaf í. Honum var veitt eftirför og ók hann á köflum margfalt yfir

15. júní - 15. ágúst Miðstöð Krossmói Bolafótur Fitjar Stekkjargata Akurskóli Hafdalur Furudalur Engjadalur Akurskóli Stekkjargata Fitjar Bolafótur Ólafslundur Miðstöð

M ið R stö ey ð Kr kja o v N ssm íku es ó rto N v e i rg ja llir Bo rðv l ík G afó urto ræ tu r G ná r g ræ s Bo ná g s Sk ab bra ó ra u Ke ga ut t i rto El lir rg d H ey áa Vi lei rk tis Fj jun skó ö li Ke rhe i im Ke lisb ar ilir rau Bo t g G ab r æ ra G ná ut ræ s Bo ná bra l s ut N afó ja tu H rð v r ja í k Ó llav urto la e r M fslu gur g ið n st du öð r

Miðstöð Fjölbraut Holtaskóli Aðalgata Vatnsholt Heiðarskóli Heiðarsel Vesturgata Fischershús Vinaminni Myllubakkaskóli Krossmói Nesvellir Ólafslundur Miðstöð

Lagðist til sunds á flótta frá lögreglunni

LOKAORÐ

Sumaráætlun gildir

Mánudaga - föstudaga

instagram.com/vikurfrettir

M ið R stö ey ð Kr kja o v N ssm íku es ó rto N v e i rg ja llir Bo rðv l ík St afó urto e tu r Fi iná r g tja s St r e St kkja e r Ak kkja kot u r Sp rsk gat ó ó a H atj li af ör U dal n nn ur As ard p a Fu ard lur r a Be uda lur y lu En kid r g a U jad lur rð a Ka arb lur m ra Ak bu ut u r St rsk ek ól St kja i e r Fi kkja gat tja r a St r kot ei Bo ná l s N afó ja tu H rð v r ja í k Ó llav urto la e r M fslu gur g ið n st du öð r

Skiptar skoðanir eru á vopnaburði lögreglunnar og svo hefur verið í talsverðan tíma. Það má samt segja að umræðan hafi sjaldan eða aldrei verið jafn hávær og núna. Á undanförnum vikum á fjölmennum mannamótum þá hefur sést til vopnaðra lögreglumanna sem hefur ollið talsverðum deilum í samfélaginu, þá helst á samfélagsmiðlum þar sem flest mál eru leidd til lykta nú til dags. Flestir sýnist manni vera lítið að kippa sér upp við þetta en svo er vissulega hópur sem er alfarið á móti þessu. Umræðan er oftast málefnanleg og báðir aðilar færa ágæt rök fyrir sínu máli en þó hafa ákveðnir stjórnmálamenn innan Vinstri grænna sem dæmi, keppst við að gera lítið úr lögreglunni m.a kallað þessa ágætu starfsstétt „stráka í byssuleik“ og að henni sé ekki treystandi fyrir neinni ábyrgð. (Það mætti ímynda sér ofsafengin viðbrögð í samfélaginu ef t.d Brynjar Níelsson kallaði hjúkrunarfræðinga „stelpur í dúkkuleik“ næst þegar sú stétt á í kjaradeilum en það er samt útúr-

twitter.com/vikurfrettir

07:30 07:31 07:34 07:36 07:38 07:39 07:40 07:42 07:45 07:46 07:47 07:49 07:51 07:54 07:55

Mín. yfir klst. 30 31 34 36 38 39 40 42 45 46 47 49 51 54 55

18:30 18:31 18:34 18:36 18:38 18:39 18:40 18:42 18:45 18:46 18:47 18:49 18:51 18:54 18:55

M ið R stö ey ð Kr kja o v N ssm íku es ó rto N v e i rg ja llir Bo rðv l ík St afó urto e tu r Fi iná r g tja s Se r l La javo n g Ki dn ur rk á m D juv sb jú o æ Fi piv gur rin tja og n St r ur e Bo iná l s N afó ja tu H rð v r ja í k Ó llav urto la e r M fslu gur g ið n st du öð r

Sími: 421 0000

PÖNTUNARÞJÓNUSTA Miðstöð » Grænás » Hafnir» Grænás » Miðstöð Mánudaga - föstudaga

Miðstöð Krossmói Bolafótur Steinás Fitjar Seljavogur Kirkjuvogur Djúpivogur Fitjar Steinás Bolafótur Ólafslundur Miðstöð

07:30 07:31 07:33 07:33 07:33 07:41 07:42 07:43 07:51 07:52 07:53 07:54 07:55

8:00-18:00 Mín. yfir klst. 00 01 03 03 03 11 12 13 21 22 23 24 25

18:00 18:01 18:03 18:03 18:03 18:11 18:12 18:13 18:21 18:22 18:23 18:24 18:25

Nú geta viðskiptavinir okkar sótt sér nýtt Strætó-app beint í símann, bráðsnjallt forrit þar sem þú finnur þína leið, næstu biðstöð, hvenær næsti vagn kemur og allt í rauntíma. Það skiptir ekki máli hvort síminn er af gerðinni iPhone eða með Android-stýrikerfi. Allir geta sótt sér Strætó-appið og senn bætast notendur Windows Mobile í hópinn. Rauntímakortið er líka inni á strætó.is og þar getur þú fylgst með hvar þinn vagn er staddur. Þá getur þú klárað kaffið, hafra- grautinn og stjörnuspána í rólegheitunum áður en þú röltir út á biðstöð. Strætó-appið og rauntímakortið eru tækninýjungar sem létta líf viðskiptavina okkar.

UPPLÝSINGAR UM STRÆTÓ REYKJANES Upplýsingar um Strætó Reykjanes er hægt að nálgast hjá Hópferðum Sævars í síma 421-4444, á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is eða senda fyrirspurnir á straeto@reykjanesbaer.is

strætó REYKJANES Í samstarfi við Strætó bs.

Víkurfréttir 24 / 2017  

VF 24. tbl. 38. árg. 2017

Víkurfréttir 24 / 2017  

VF 24. tbl. 38. árg. 2017

Advertisement