Víkurfréttir 18. tbl. 43. árg.

Page 1

Miðvikudagur 4. maí 2022 // 18. tbl. // 43. árg.

Njarðvíkingar Íslandsmeistarar

H Á M A R KA Ð U VIRÐI ÞINNAR FASTEIGNAR FÁÐU TILBOÐ Í SÖLUFERLIÐ FRÍ LJÓSMYNDUN OG FASTEIGNASALI S Ý N I R A L LA R E I G N I R

PÁLL ÞOR BJÖRNSSON

FYRSTI KOSSINN Í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

Sýning Leikfélags Keflavíkur, „Fyrsti kossinn“, hefur verið valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins og verður sett upp á fjölum Þjóðleikhússins. Verkið er eftir þau Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaug Ómar Guðmundsson. Valið var tilkynnt á hátíðarkvöldverði á aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi. Björn Ingi Hilmarsson úr dómnefnd Þjóðleikhússins mætti og tilkynnti valið. Sýningin var sett upp í Frumleikhúsinu í vetur og sló sýn-

JÓTLEGRI L F

ingamet. Leikfélag Keflavíkur segir heiðurinn mikinn en þetta er í þriðja sinn sem Leikfélag Keflavíkur fer með sýningu á svið Þjóðleikhússins. „Þetta er auðvitað mikil viðurkenning fyrir öflugt starf félagsins og þeirra sem að sýningunni standa en framundan eru æfingar og svo verða að öllum líkindum tvær til þrjár sýningar í byrjun júní súkkulaði sem auðvitaðCorny verða auglýstar sér50 gr staklega,“ segir Guðný Kristjánsdóttir hjá Leikfélagi Keflavíkur í samtali við Víkurfréttir.

K

OS

TURIN

N

Það vantaði ekki gleðina þegar Njarðvíkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna með sigri á Haukum í hreinum úrslitaleik á sunnudagskvöld. Lokatölur urðu 51:65. Njarðvík vann þrjá útileiki í úrslitunum gegn Haukum en þær grænu komu upp úr 1. deild í fyrra og því er árangurinn magnaður hjá ljónunum úr Njarðvík. „Ég er ógeðslega stoltur af stelpunum. Þær voru frábærar í þessum leik og þá voru stuðningsmenn okkar líka frábærir. Það munaði miklu að hafa þá,“ sagði Rúnar Erlingsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir leikinn. Nánar er fjallað um sigur Njarðvíkinga á íþróttasíðum í blaðinu í dag og á vf.is. VF-mynd: Jóhann Páll Kristbjörnsson

LÖ G G I LT U R F A S T E I G N A S A L I

PA L L@A L LT.I S | 560-5501

FLJÓTLEGRI KOSTURINN Mexíkóskt þema í kvöld?

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Svavar Valgeirsson frá Lyfjavali tók fyrstu skóflustunguna á stórri jarðvinnuvél frá Ellerti Skúlasyni. Fulltrúar allra sem koma að framkvæmdinni standa við vélina. VF-mynd/pket.

Lyfjaval opnar bílaapótek í Reykjanesbæ

Reykur í íbúð frá potti á eldavélinni Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja hjálpuðu þremur einstaklingum út úr íbúð þar sem kraumaði reykur frá potti sem hafði gleymst á eldavél í íbúð í fjölbýlishúsi á Ásbrú klukkan korter yfir sex á sunnudagsmorgun. Reykkafarar fóru inn og fundu pott sem gleymst hafði á eldavél og fóru með hann út. Fólkinu var svo hjálpað við að komast út og íbúðin var reykræst.

Lyfsalinn ehf. hefur samið við Aðaltorg ehf. um byggingu nýs apóteks undir nafni Lyfjavals á reitnum við Courtyard by Marriott hótelið í Reykjanesbæ. Apótekið verður bílaapótek, auk þess sem þar verður hefðbundið apótek sem gengið er inn í. Apótek Suðurnesja flytur starfsemi sína í þetta nýja og glæsilega húsnæði undir lok árs. Apótek Suðurnesja var stofnað 1996 en hefur verið rekið sem hluti af Lyfjavali til fjölda ára. Við þessi tímamót mun apótekið verða rekið undir nafni Lyfjavals. Lyfsalinn á og rekur þrjú apótek undir merkjum Lyfsalans og þrjú undir merki Lyfjavals. „Þetta eru mjög svo ánægjulegir tímar fyrir okkur starfsfólkið þar sem bílaapótekið verður án efa til þess að auka þjónustu okkar við íbúa á Reykjanesinu öllu. Okkur þykir staðsetningin einstaklega spennandi þar sem þetta svæði er svo miðsvæðis fyrir svo marga, ferðamenn og heimamenn í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ, “ segir Tanja Veselinovic, lyfsöluleyfishafi í Apóteki Suður-

nesja. Hún hefur unnið sem lyfsali í Apóteki Suðurnesja í um tíu ár og segir að vissulega verði eftirsjá að fyrri staðsetningu og gamla húsinu en þessi breyting sé til hagsbóta fyrir alla. Stefnt er að því að Lyfjaval muni bjóða upp á lengri opnunartíma en hingað til á svæðinu. Gert er ráð fyrir opnun apóteksins undir lok árs. Ingvar Eyfjörð er framkvæmdastjóri Aðaltorgs. Hann segist hæst ánægður með að fá Lyfjaval inn á torgið sem byggist nú hratt upp. „Við erum ánægðir með að fá bílaapótek inn á torgið. Lyfjaval hefur mikla reynslu af því að reka bílaapótek og þessi þjónusta mun smellpassa inn í það þjónustuframboð sem þarna er að byggjast upp og tilkynnt verður um á næstu vikum,“ segir Ingvar. Hann segir að eins og áður komi allir verktakar framkvæmdarinnar af Suðurnesjum. HUG Verktakar ehf. sjá um byggingu apóteksins ásamt Lagnaþjónustu Suðurnesja ehf., Nesraf ehf. og Ellerti Skúlasyni ehf. en hönnunin var í höndum Arkís Arkitektar og Verkís.

Sveitarfélagið stóðst áraun heimsfaraldurs Bókun vegna ársreiknings Reykjanesbæjar og stofnana fyrir árið 2021

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

„Þessi síðasti ársreikningur kjörtímabilsins sýnir að sveitarfélagið hefur staðist þá áraun sem heimsfaraldur hafði í för með sér og er tilbúið til að standa undir þeirri þjónustu sem veita þarf til framtíðar,“ segir í bókun meirihluta Bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem lögð var fram á fundi hennar þriðjudaginn 3. maí. Þar segir jafnframt: „Heildartekjur samstæðu (A og B hluta) voru 28,1 milljarður og rekstrargjöld 23,2 milljarðar. Að teknu tilliti til afskrifta, fjármagnsliða og skatta var niðurstaðan jákvæð um 317 milljónir en í áætlun hafði verið gert ráð fyrir 2,5 milljarða halla á samstæðu sveitarfélagsins. Heildartekjur bæjarsjóðs (A hluta) voru 21,8 milljarður og rekstrargjöld bæjarsjóðs námu 18,2 milljörðum.

Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 3,6 milljarða en að teknu tilliti til þeirra liða var niðurstaðan jákvæð um 2,1 milljarð, en í áætlun hafði verið gert ráð fyrir 2,9 milljarða halla á bæjarsjóði. Það sem skýrir þessa jákvæðu niðurstöðu er að í ársreikningi er reiknuð einskiptis tekjufærsla vegna yfirtöku eigna frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign yfir í bæjarsjóð. Einnig má nefna að gjaldfærð lífeyrirskuldbinding var talsvert hærri en ráð var fyrir gert og hefur hún einnig veruleg áhrif á endanlega niðurstöðu. Hins vegar er með réttu hægt að halda því fram að sveitarfélagið standi sterkt þrátt fyrir að atvinnuleysi á Suðurnesjum hafa farið í 24,5%. Atvinnuleysið minnkar hins vegar hratt þessa dagana og

væntingar um að staðan verði orðin ásættanleg með fjölgun ferðamanna nú í sumar. Eiginfjárstaða sveitarfélagsins hefur batnað verulega og má þar nefna að árið 2014 ár er hrein eign bæjarsjóðs 2,1 milljarður en er nú 12,6 milljarðar. Hrein eign samstæðu eru nú 28,3 milljarðar en var 7,5 milljarðar í árslok 2014. Þess má geta að á þessum tíma hafa skuldir HS Veitna aukist um rúma 7 milljarða og hefur það áhrif á útreikning skuldahlutfalls/skuldaviðmiðs þrátt fyrir að það muni á engan hátt hafa áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Skuldaviðmið er skv. reikningi 102% hjá bæjarsjóði og 120% í samstæðu sem er langt undir þeim viðmiðunarreglum sem gilda um fjármál sveitarfélaga. Það er því ljóst að vel hefur tekist við að halda jafnvægi í rekstri um leið og lagt hefur verið í verulegar fjárfestingar án lántöku. Hin nýja og glæsilega bygging Stapaskóli er gott dæmi um það. Þar sem nú er komið að lokum þessa kjörtímabils viljum við kjörnir fulltrúar Beinnar leiðar, Framsóknarflokks og Samfylkingar nota tækifærið og þakka öllum samskiptin, bæði samstarfsfólki í bæjarstjórn og starfsmönnum öllum. Þá hefur nefndarfólk unnið af kostgæfni við að láta hlutina ganga og viljum við þakka fyrir alla þá vinnu sem þau hafa lagt af mörkum. Nú tekur við nýr kafli og viljum við óska þeim velfarnaðar í störfum sínum sem taka við keflinu og stýra skútunni áfram en við erum stolt af þeim verkum sem við höfum fengið að vinna að og erum þess fullviss að framtíð Reykjanesbæjar er björt.“


VISSIR ÞÚ AÐ:

Hvatagreiðslur hafa hækkað úr 28.000 í 45.000 á kjörtímabilinu? Reykjanesbær tók ekki lán við byggingu Stapaskóla? Meirihlutinn kom að því að setja á fót frístundarútu sem einfaldar foreldrum grunnskólabarna lífið og veitir börnum aukin tækifæri til þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi?

Halldór 4.sæti

Helga María 2.sæti

Valgerður 1.sæti

Birgir Már 3.sæti

Sigrún Gyða 5.sæti

Sameinumst um að setja X við Y á kjördag þann 14.maí

Davíð Már 6.sæti


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins á Garðskaga, Tanja Halla Önnudóttir, safnvörður byggðasafnsins, og Jóhanna Kjartansdóttir, sem starfað hefur fyrir byggðasafnið í vetur, tóku á móti gestum í opnunarhófinu.

Skálað í appelsíni

– við opnun Verzlunar Þorláks Benediktssonar í Byggðasafninu á Garðskaga

Verzlun Þorláks Benediktssonar, sem rekin var í Akurhúsum í Garði frá árinu 1921 til ársins 1972, hefur gengið í endurnýjun lífdaga. Innréttingar verslunarinnar hafa verið settar upp í hlöðunni í Byggðasafninu á Garðskaga og allt umhverfi verslunarinnar endurskapað. Gamla verslunin fær nú hlutverk móttöku byggðasafnsins og þar verður jafnframt safnbúð. Byggðasafnið á Garðskaga hefur nú verið opnað að nýju eftir tals-

verðar endurbætur og endurskipulagningu. Við opnunina var skálað í appelsíni með lakkrísröri og var það í anda Verzlunar Þorláks Benediktssonar. Í þau 51 ár sem verslunin var rekin í Akurhúsum í Garði var það hápunkturinn hjá ungdómnum í Útgarðinum að fara í búðina og fá Egils appelsín í gleri með lakkrísröri. Ef það var ekki í boði þá voru í það minnsta keyptar karamellur. Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins á Garð-

skaga, Tanja Halla Önnudóttir, safnvörður byggðasafnsins, og Jóhanna Kjartansdóttir, sem starfað hefur fyrir byggðasafnið í vetur, tóku á móti gestum í opnunarhófinu með framangreindum veitingum, sem í minningu Garðmanna einkenndu verslunina. Áður en gestum var boðið að skoða endurgerða verslunina var boðið upp á menningardagskrá í móttöku safnsins. Meðal annars léku nemendur og kennarar Tón-

Sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 14. maí 2022

KJÖRSTAÐIR Í SUÐURNESJABÆ Kjörfundur fyrir kjósendur í póstnúmerum 245 og 246 Sandgerði er í Sandgerðisskóla. Kjörfundur fyrir kjósendur í póstnúmerum 250 og 251 Garður er í Gerðaskóla. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjördagur sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022.

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, afhenti Byggðasafninu á Garðskaga einnig síðasta stimpil bæjarstjóra Sveitarfélagsins Garðs. Tanja Halla Önnudóttir, safnvörður, tók stimpilinn til varðveislu á safninu. listarskólans í Sandgerði á forláta hljóðfæri sem eru í safnkosti byggðasafnsins, rafmagnsgítar frá árinu 1965 og orgel sem talið er frá því í kringum aldamótin 1900. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, afhenti Byggðasafninu á Garðskaga einnig síðasta stimpil bæjarstjóra Sveitarfélagsins Garðs og verður hann varðveittur á safninu. Fram kom í máli Margrétar, forstöðumanns safnsins, að með opnun á endurgerðri Verzlun Þorláks Bene-

diktssonar væri að opna sýning í mótun sem ætti að segja verslunarsögu Garðs og Sandgerðis en á veggjum er að finna bæði myndir og texta sem segja frá verslunarsögu sveitarfélaganna sem nú eru Suðurnesjabær. Bætt verður inn munum með reglulegum hætti næstu vikur og mánuði, þannig að gestir geta komið aftur og aftur og séð breytingar og nýja muni. Sumaropnun Byggðasafnsins á Garðskaga frá maí til september verður kl. 10–17 alla daga.

Kjörstaðir opna kl. 09:00 og loka kl. 22:00. Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Sandgerðisskóla sími 893 3730 Talning atkvæða fer fram á sama stað.

Yfirkjörstjórn Suðurnesjabæjar

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið: á timarit.is

11-13:30

alla virka daga

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Við opnunina var leikið á hljóðfæri úr safnkosti byggðasafnsins.


Sigraðu innkaupin! Tilboð gilda 5.-8. maí

Kindafillet

2.924

25%

kr/kg

3.899 kr/kg

Sigraðu innkaupin og fáðu betra verð á matvöru með Samkaupa appinu

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Eru tengsl milli Breiðdalsvíkur og Suðurnesja? AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Frá vettvangi brunaútkallsins.

Gísli Reynisson

Miklar skemmdir á íbúð eftir eld og reyk

gisli@aflafrettir.is

Suðurnesjamenn geta verið ansi sáttir með aprílmánuð sem nú er lokið, því mikið líf var í höfnunum þremur og afli góður. Mest var um að vera í Grindavík. Eftir að hrygningarstoppinu lauk fór allur línubátaflotinn sem var við veiðar utan við Sandgerði til Grindavíkur og hefur verið þar. Veiði bátanna var góð og skal hérna litið á nokkra. Rétt er að hafa í huga að bátarnir lönduðu bæði í Sandgerði og Grindavík. Hafrafell SU með 289 tonn í 23 róðrum og Sandfell SU með 279 tonn í 23 róðrum. Ansi mikill afli hjá þessum tveimur bátum sem eru í eigu Loðnuvinnslunar á Fáskrúðsfirði. Öllum afla af bátunum var síðan ekið til vinnslu á Fáskrúðsfirði. Kristján HF með 263 tonn í 20 róðrum. Auður Vésteins SU með 232 tonn í 23 róðrum. Gísli Súrsson GK með 199 tonn í 22 róðrum. Indriði Kristins BA með 191 tonn í átján róðrum. Háey I ÞH með 165 tonn í ellefu veiðiferðum og öllu landað í Grindavík. Daðey GK með 152 tonn í sextán róðrum. Sævík GK með 134 tonn í sextán, báðir líka í Grindavík. Dragnótabátar Nesfisks réru lítið í apríl, enda var mikill fiskur í boði á markaði og Nesfiskur keypti fiskinn þar í staðinn, enda er kvóti bátanna orðinn lítill. Tveir dragnótabátar sem réru frá Sandgerði fóru yfir 100 tonnin. Maggý VE var með 114

Íbúðin er mikið skemmd eftir brunann.

tonn í níu róðrum og Aðalbjörg RE sem var með 106 tonn í tíu. Hjá netabátum var Erling KE langhæstur af bátunum frá Suðurnesjunum. Hann var með 308 tonn í tuttugu róðrum og mest öllu landað í Sandgerði. Bátarnir hans Hólmgríms réru í apríl en Grímsnes GK réri reyndar aðeins til 11. apríl. Var hann þá búinn að landa 79 tonnum í níu róðrum. Öfugt við undanfarin ár þar sem að Grímsnes GK hefur stundað netaveiðar allt árið og verið með aflahæstu netabátum landsins þá mun svo ekki vera núna í ár, því ákveðið hefur verið að Grímsnes GK muni fara á rækjuveiðar og þá leggja upp hjá Meleyri á Hvammstanga, en það fyrirtæki á Nesfiskur. Grímsnes GK hefur haft rækjuheimild og fékk úhlutað um 97 tonnum af rækju núna en báturinn hefur ekki verið á rækju síðan árið 2016. Ta l a n d i u m þ e n n a n b át , Grímsnes GK, sem við höfum nokkuð oft minnst á í þessum pistlum mínum, að núna er ég staðsettur á Breiðdalsvík og það snjóar og snjóar. Hélt að það væri komið sumar. Hmm. Næsti bær við Breiðdalsvík heitir Stöðvarfjörður. Árið 1963 kom þangað nýr bátur sem hét

Heimir SU og var sá bátur gerður út að mestu til síldveiða fram til ársins 1967, þegar að nýr og stærri Heimir SU kom. Gamli Heimir SU var seldur til Hnífsdals og fékk þar nafnið Mímir ÍS. Með því nafni var báturinn gerður út í sjö ár, fram til 1974 þegar að báturinn var aftur seldur austur og þá til Eskifjarðar. Hét þá Hafalda SU. Báturinn kom til Suðurnesja árið 1978 þegar að Ásgeir hf. í Garði kaupir bátinn og fékk hann þá nafnið Ásgeir Magnússon GK. Árið 1981 fékk hann nafnið Árni Geir KE og 1985 kom nafn Happasæls KE á bátinn. Með því nafni var báturinn gerður út til 2001. Áður en báturinn fékk nafnið Grímsnes GK árið 2005, þá hét báturinn Sædís HF og Mímir ÍS. Sem sé, ég næ svo sem næstum því að tengja staðinn sem ég er á núna við Suðurnesin, og reyndar hefur það verið þannig síðustu ár að minni línubátarnir frá Suðurnesjum eins og t.d. Daðey GK og Sævík GK hafa róið frá Breiðdalsvík yfir sumarið og eitthvað fram á haustið. Annars er framundan 11. maí, sem er lokadagur vetrarvertíðarinnar árið 2022 og mun aðeins verða fjallað nánar um það síðar.

Rétt fyrir klukkan tvö aðfaranótt laugardags kom tilkynning frá neyðarlínu um eld í fjölbýli á annari hæð í Reykjanesbæ. Í upphafi var ekki vitað hvort maður væri innandyra svo reykkafarar voru sendir inn í leit til að útiloka það. Mikill reykur og hiti var innandyra en slökkvistarf gekk vel. Miklar skemmdir eru á íbúðinni eftir eld og reyk en eldsupptök eru óljós en lögregla fer með rannsókn málsins. Einn dælubíll og körfubíll voru sendir á vettvang. „Að vakna upp um miðja nótt við það að heimili manns stendur í ljósum logum er skelfileg lífsreynsla. Eins og að vera fastur í hræðilegri martröð sem þú getur ekki vaknað upp af. Það sem vakti mig var svefnherbergishurðin sem glamraði í hurðarfalsinu, líkt og hún gerði alltaf í jarðskjálftunum síðasta vetur því hún er örlítið laus í faginu. Þess vegna hélt ég í svefnrofanum að það hefði komið skjálfti. En glamrið varð að þungum höggum, ég hrökk upp og spratt fram úr rúminu. Þá fann ég brunalyktina. Ég opna hurðina og kolsvartur reykjarmökkurinn kemur á móti mér. Ég hrópa af öllum lífs og sálar kröftum á strákinn minn en fékk ekkert svar. Náði að komast inn í herbergið hans en hann var ekki

í rúminu sínu. Þetta var það skelfilegasta af öllu - að vita ekki um hann. Þarna sá ég ekki orðið handa minna skil í kolsvörtu reykjarkófinu svo ég reyndi að halda niðrí mér andanum og fetaði mig meðfram veggnum að útidyrahurðinni og náði að komast fram á stigagang. Ég hafði gripið með mér símann af náttborðinu til að geta hringt á hjálp. Stuttu síðar er slökkviliðið komið og neyðarlínan slítur samtalinu. Ég hringi þá í strákinn minn og til allrar Guðs blessunar svaraði hann. Hann hafði ekki verið heima. Allir komust út úr húsinu heilir á húfi. Ég vil þakka nágrönnum mínum hugulsemina fyrir að hlúa að mér og koma mér í föt því ég var hálfnakinn þegar ég komst út. Sérstaklega vil ég þakka frábæra starfsfólkinu sem tók á móti mér á HSS fyrir alúðlega aðhlynningu um nóttina. Og lögreglunni og slökkviliðinu fyrir vel unnin störf,“ skrifar náttúruljósmyndarinn Ellert Grétarsson í færslu á fésbókarsíðu sinni en eldsvoðinn varð í íbúð hans en eldsupptök munu hafa verið í fjöltengi í stofunni. Ellert þakkar jafnframt fólkinu sínu, fjölskyldu og vinum sem hafa umvafið hann með hlýju og kærleik og hjálpað að komast yfir versta áfallið.

OPIÐ HÚS LAUGARDAGINN 7. MAÍ OG SUNNUDAGINN 8. MAÍ KL. 13:00 TIL 16:00

Glerfín ljósmyndasýning

Ljósmyndir frá Víkurfréttum prýða glerveggi á slökkvistöðinni. Myndirnar eru teknar á starfssvæði Brunavarna Suðurnesja. Njótið!

Brunavarnir Suðurnesja bjóða Suðurnesjafólki að koma og skoða nýja slökkvistöð við Flugvelli í Reykjanesbæ ásamt tækjabúnaði laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. maí kl. 13 til 16 báða dagana. Allir velkomnir!


Þú færð okkar besta verð á tm.is

Hugsum í framtíð


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Líf og fjör á BAUN

Barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ hófst þann 28. apríl og stendur til 8. maí. Það má með sanni segja að BAUNin hafi slegið rækilega í gegn í fyrra þegar bærinn fylltist af krökkum og foreldrum þeirra sem flökkuðu á milli staða með BAUNabréf í hönd og tóku þátt í allskonar verkefnum og söfnuðu um leið stimplum í BAUNabréfið sitt.

BAUN frjósamur jarðvegur fyrir börnin BAUN er barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ árið 2022. BAUN er skammstöfun fyrir barn annars vegar og ungmenni hins vegar. BAUN hefur einnig táknræna merkingu þar sem baunir eru fræ sem með réttri næringu og góðu atlæti springa út og breiða úr sér. Þannig er barna- og ungmennahátíð frjósamur jarðvegur fyrir börnin okkar og gefur þeim tækifæri til að rækta hæfileika sína og blómstra, segir í kynningu á hátíðinni. Hátíðin í ár var sett í Duus Safnahúsum með opnun á listsýningum barna og ungmenna í Reykjanesbæ. Leikskólabörn settu BAUN og opnuðu svo sýningu sem leikskólabörn hafa unnið að í vetur og sett hefur verið upp í aðalsal Listasafns Reykjanesbæjar.

Ársfundur 2022 Ársfundur sjóðsins verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, fimmtudaginn 19. maí 2022 og hefst kl. 18:00. Dagskrá fundar: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 3. Önnur mál Í stjórn sjóðsins eru: Sigurður Ólafsson, formaður Anna Halldórsdóttir, varaformaður Kristín Magnúsdóttir Eyrún Jana Sigurðardóttir Örvar Ólafsson Þór Hreinsson Framkvæmdastjóri: Gylfi Jónasson

Öllum leikskólabörnum og grunnskólabörnum upp í 7. bekk var afhent glænýtt BAUNabréf. Tilgangur bréfsins er að hvetja börn og fjölskyldur til að fara á kreik og taka þátt í ýmsum skemmtilegum verkefnum og svara spurningum eða safna stimplum í bréfið sitt. Þegar ákveðinn fjöldi verkefna hefur verið leystur er hægt að skila inn lausnasíðu úr BAUNabréfinu og þá eiga börnin möguleika á að vera dregin úr potti og vinna til veglegra verðlauna.

Fjölmargt spennandi er á dagskrá Fjölmargt spennandi er á dagskrá BAUNar í ár. Má þar nefna Listahátíð barna í Duus Safnahúsum þar sem gefur að líta listsköpun barna frá leikskóla og upp í framhaldsskóla. Hæfileikahátíð grunnskólanna fór fram í Stapa þar sem úrvalsatriði frá árshátíðum grunnskólanna eru sýnd og í ár var þeim líka streymt samtímis í alla skóla bæjarins. Sérstakt Skessuskokk fór fram og nokkrar spennandi listasmiðjur og lengi mætti telja. Frekari upplýsingar um tilboð og sérstaka viðburði verða birtar á vefsíðunni Visit Reykjanesbær undir Viðburðir en þar má einnig sjá alla dagskránna sem lýkur síðdegis sunnudaginn 8. maí nk.

2021

2020

11.890 -5.293 34.695 -359 40.934 206.573 247.507

11.473 -4.740 23.606 -345 29.994 176.579 206.573

Fjárfestingar

145.275 95.311 240.586

112.552 89.212 201.764

Kröfur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Innlán og aðrar eignir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðskiptaskuldir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Annað Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris

1.625 5.404 108 6.921 247.507

1.580 3.330 101 4.809 206.573

Ýmsar kennitölur Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar . . . . . . . . . . . . . . . . Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar . . . . . . . . . . . . . . . . Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu fimm ára . . . . . . . . . . . Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu tíu ára. . . . . . . . . . . . . . Tryggingafræðileg staða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

16,4% 11,0% 7,6% 6,5% -2,6%

12,9% 9,1% 5,5% 5,6% 1,5%

Breytingar á hreinni eign: Iðgjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Lífeyrir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hreinar fjárfestingatekjur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarkostnaður. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Breyting á hreinni eign til greiðslu lífeyris Hrein eign frá fyrra ári Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris Efnahagsreikningur: Eignahlutir í félögum og sjóðum Skuldabréf og aðrar fjárfestingar

* fjárhæðir í milljónum króna

Ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu meðan á honum stendur. Þeir sjóðfélagar sem hyggjast nýta sér það eru beðnir um að skrá sig á festa@festa.is í síðasta lagi kl. 12:00 á aðalfundardegi og fá þá uppgefna slóð til að tengjast. Fulltrúar með kosningarétt þurfa þó að mæta á staðinn til að taka þátt í kosningum. Ávöxtun séreignardeildar 2021 Hrein eign séreignardeildar nam 1.189 milljónum króna í árslok 2021, þ.a. námu eignir sparnaðarleiðar II 1.113 milljónum króna. Hrein nafnávöxtun sparnaðarleiðar I, sem hóf starfsemi á miðju ári 2018, nam 3,38% eða -1,4% í hreina raunávöxtun. Sparnaðarleið II skilaði 14,39% í hreina nafnávöxtun eða 9,11% í hreina raunávöxtun. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sparnaðarleiðar II undanfarin tíu ár er 5,52%.

Sameinaður Lífeyrissjóður Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands

Sími: 420 2100 - netfang: festa@festa.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 9

Útskriftarverk listnámsbrautarnema FS á BAUN Nemendur sem eru að ljúka stúdentsprófi á listnámsbraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sýna útskriftarverk sín í Bíósal Duus Safnahúsa um þessar mundir. Sýningin er líka hluti af BAUN, barna og ungmennahátíð í Reykjanesbæ. Ljósmyndari Víkurfrétta leit við og myndaði afraksturinn sem er mjög áhugaverður og flottur hjá unga listafólkinu í FS. Á efstu myndinni eru nemendur með Írisi Jónsdóttur, kennara þeirra.

Viðburðir í maí BAUN, barna- og ungmennahátíð er alls ráðandi í byrjun maí og hefur bærinn iðað af lífi undanfarna daga. Hátíðin heldur áfram næstu daga og margir skemmtilegir viðburðir framundan. Hægt er að fylgjast með allri dagskrá á visitreykjanesbaer.is og á facebooksíðunni Baun. Þá verða tónleikar með Prins Póló og Moses Hightower í Hljómahöll

og Listasafn Reykjanesbæjar opnar afar spennandi sýningu Gabríelu Friðriksdóttur og Björn Roth. Að vanda er þétt dagskrá í Bókasafni Reykjanesbæjar með virkilega áhugaverðum viðburðum svo sem um ræktun í gróðurhúsi og gróðurkössum, krakkakosningar, skyndihjálp fyrir ung börn og fleira og fleira. Við hvetjum ykkur öll til virkrar þátttöku í þessum frábæru viðburðum.

Barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ er í fullum gangi og stendur til 8. maí. Á BAUN er markmiðið að börn, ungmenni og fjölskyldur geti gert ýmislegt skemmtilegt saman tengt barnamenningu þeim að kostnaðarlausu. Öll leikskólabörn og grunnskólabörn upp í 7. bekk hafa fengið afhent BAUNabréfið sem er eins konar leiðarvísir um hátíðina. Góða skemmtun.

Störf hjá Reykjanesbæ Fræðslusvið - Sálfræðingur Garðyrkjudeild – Sumarstörf Heiðarsel - Deildarstjóri Heiðarskóli - Umsjónarmaður fasteignar Háaleitisskóli - Grunnskólakennanri á mið- og elsta stig Háaleitisskóli - Kennari í Nýheima Háaleitisskóli - Námsráðgjafi Myllubakkaskóli - Stuðningsfulltrúi Njarðvíkurskóli/sérdeildin Ösp - Starfsmenn skóla Stapaskóli - Aðstoðarskólastjóri / leikskólastig Starfsmaður á Hæfingarstöð – Sumarstarf Starfsmaður á Hæfingarstöð – Tímavinna Velferðarsvið - Starfsfólk á heimili fatlaðra barna Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur Starf við liðveislu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum heimasíðu Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

Prinspóló og Moses Hightower

Sporbaugur / Ellipse

Foreldramorgun: Svefn ungbarna

HLJÓMAHÖLL 12. MAÍ

LISTASAFNIÐ 28. MAÍ

BÓKASAFNIÐ 5. MAÍ KL. 11:00

Prinsinn og Moses ætla að fagna sjálfum sér og hvor öðrum, sem og glóðvolgri músík sem þeir eru að þrykkja út í kosmósið. Tónleikarnir fara fram fimmtudaginn 12. maí í Stapa í Hljómahöll.

Sporbaugur er einkasýning Gabríelu Kristínar Friðriksdóttur og Björn Roth. Myndheimur beggja hefur yfir sér framúrstefnulegt ævintýralegt yfirbragð, þar sem súrrealísk túlkun á umhverfi mannsins er alltaf til staðar, þó með ólíkum hætti sé.

Linzi Trosh Axelsdóttir sálfræðingur á HSS og eigandi svefnro.is, fyrirtækis sem veitir foreldrum barna svefnráðgjöf mætir með erindi á Foreldramorgunn fimmtudaginn 5. maí kl. 11:00. Erindið er ókeypis og allir foreldrar og lítil kríli hjartanlega velkomin.

Á réttri hillu með Virpi Jokinen

Ræktun í gróðurhúsi Krakkakosningar og gróðurkössum 2022

BÓKASAFNIÐ 5. MAÍ KL. 20:00

BÓKASAFNIÐ 10. MAÍ KL. 17:00

BÓKASAFNIÐ 12 -14. MAÍ

Virpi Jokinen, vottaður skipuleggjandi, verður með fyrirlestur í Bókasafninu fimmtudagskvöldið 5. maí kl. 20.00. Virpi ræðir um hvernig gott skipulag nýtist sem verkfæri í átt að bættri líðan. Erindið er ókeypis og allir hjartanleg velkomnir.

Ræktun matjurta í gróðurhúsi og gróðurkössum fyrir heimili er viðfangsefni fræðsluerindis Konráðs Lúðvíkssonar og Fanneyju Jósepsdóttur frá Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands sem haldið verður í Bókasafninu þriðjudaginn 10. maí kl. 17:00 Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Sveitastjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí en börnin ætla að láta skoðanir sínar á barnastarfi safnsins í ljós. Kosið er í bókasafninu 12. – 14. maí á opnunartíma safnsins. Krakkarnir fara í kjörklefann okkar og kjósa þar á milli þriggja valmöguleika um hvað þau vilja helst gera og sjá í bókasafninu sínu.

Kíktu Visit Reykjanesbær til að sjá alla dagskránna Á Visit Reykjanesbær má finna margvíslegar upplýsingar um Reykjanesbæ og þá afþreyingu sem þar er í boði fyrir börn og fullorðna. www.visitreykjanesbaer.is


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Framtíðin björt í ört vaxandi bæjarfélagi Kjartan Már Kjartansson er tilbúinn að starfa áfram sem bæjarstjóri Reykjansbæjar verði eftir því leitað. Endurskipulagning fjármála Reykjanesbæjar tók 90% af tíma og orku stjórnenda árin 2014 til 2018. Horfir til betri vegar á flestum sviðum en áfram áskoranir. Smelltu á myndskeiðið til að horfa á viðtal við

Kjartan í Suðurnesjamagasíni

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

„Ég er tilbúinn að starfa áfram sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar ef eftir því verður leitað. Þetta er skemmtilegt og lifandi starf sem hefur verið mjög gefandi síðustu átta ár. Það hafa skipst á skin og skúrir en framtíðin er mjög björt í mest vaxandi sveitarfélagi á Íslandi,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar en hann hefur verið bæjarstjóri í 8 ár. Hvað einkenndi kjörtímabilið 2014-2018? Kjartan segir að það hafa verið áskorun og stórt verkefni sem beið nýs meirihluta og hans sem bæjarstjóra árið 2014 en þá var fjárhagsstaða Reykjanesbæjar slæm. „Endurskipulagning efnahags og fjármála Reykjanesbæjar tók 90% af tíma og orku stjórnenda m.a. viðræður við kröfuhafa og mikil samskipti við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Það var góð samstaða í bæjarstjórn um að taka þyrfti á málum af mikilli festu. Það

skipti sköpum og var mikil samstaða um flestar hagræðingaraðgerðir sem ráðist var í hjá bæði meiri- og minnihluta.“ Bæjarbúar þurftu líka að taka þátt í baráttunni með því að greiða hæstu álögur og þá þurftu starfsmenn einnig að taka þátt í hagræðingunni, er það ekki? „Langflestir starfsmenn og íbúar sýndu hagræðingaraðgerðum skilning auk þess sem íbúar tóku á sig auknar álögur í formi aukaálags á útsvar og hærri fasteignaskatta.

Samtímis var mikill uppgangur í flugumferð á Keflavíkurflugvelli, flugfélagið WOW Air stækkaði hratt og næg atvinna var fyrir alla sem vildu og gátu unnið. Allt þetta hjálpaði til við að rétta fjárhaginn af með auknum tekjum.“ Síðla árs 2016 hóf kísilver United Silicon starfsemi sem, eftir mikla hrakfallasögu, endaði með stöðvun starfseminnar um mitt ár 2017. Kjartan segir að enginn áhugi sé hjá Reykjanesbæ að þessi starfsemi fari í gang á nýjan leik. Horfa þurfi til

nýrra leiða í Helguvík, m.a. með svokölluðum grænum leiðum. Á árunum 2014 til 2018 var mikil íbúafjölgun, m.a. út af útþennslu ferðaþjónustunnar með Keflavíkurflugvöll á svæðinu. Hvernig gekk að takast á við þessa áskorun? „Erlent vinnuafl streymdi til landsins og íbúum í Reykjanesbæ fjölgaði úr 14500 í tæplega 19000 eða um 30%. Fjölgunin kallaði á margskonar uppbyggingu t.d. skóla og leikskóla sem gerði okkur erfitt fyrir því sveitarfélagið átti lítið sem ekkert handbært fé, og frekari skuldsetning með lántökum var óheimil.“ Þið voruð með Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga með gleraugun á ykkur á sama tíma og þið voruð í viðræðum við kröfuhafa. Hvernig gekk að takast á við fjárhagsvandann og ná niður skuldum bæjarins? „Vinna við endurskipulagningu efnahags gekk nokkuð vel á sama tíma og skuldaviðmið samstæðunnar lækkaði úr 233% í 137% á kjörtímabilinu 2014-2018. Við þurftum að komast niður fyrir 150% skuldaviðmið og það tókst.“ Hvað hefur einkennt kjörtímabilið sem nú er að ljúka þ.e. 2018-2022? „Í upphafi kjörtímabilsins, sumarið 2018, var útlitið bjart, mikið að

gera á flugvellinum, hátt atvinnustig og allt á fullu. Íbúum hélt áfram að fjölga. Um haustið fór að halla undan fæti hjá WOW sem fækkaði flugvélum og hóf að draga saman seglin. Sú vegferð endaði með gjaldþroti félagsins í mars 2019. Í kjölfarið hófst erfiður tími fyrir marga íbúa og fjölskyldur, atvinnuleysi jókst hratt en íbúum hélt samt áfram að fjölga með tilheyrandi áskorunum fyrir allt og alla, ekki síst starfsfólk félagsþjónustunnar. Reykjanesbær fagnaði 25 ára afmæli árið 2019 með ýmsu móti. Meðal annars kom forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í opinbera heimsókn ásamt eiginkonu sinni Elízu Reid. Það var ánægjulegt að geta sýnt forsetahjónunum margt áhugavert og skemmtilegt í ört vaxandi sveitarfélagi þar sem fjórði hver íbúi er af erlendum uppruna. Það er ein af mörgum áskorunum sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir og við brugðumst við með að ráða sérstakan verkefnastjóra fjölmenningarmála sem sinnir málefnum þessara íbúa. Við höfum t.d. verið tvisvar sinnum með pólska menningardaga í samvinnu við pólska samfélagið í Reykjanesbæ. Við þurfum áfram að tengja þennan hluta íbúa við íslenska samfélagið en samvinnan hefur gengið vel þó auðvitað megi alltaf gera betur.“

Bæjarstjórinn rýnir í símann með Helga Arnarssyni, fræðslustjóra í Duus Safnahúsum en hann er einn af nánum samstarfsmönnum Kjartans á bæjarskrifstofunni.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 11

Hjörtur Zakaríasson, þáverandi bæjarritari fylgdi Kjartani fyrstu skrefin þegar hann mætti fyrsta daginn í starfi bæjarstjóra.

Kjartan Már og Jóna Guðjónsdóttir kona hans með forsetahjónunum sem komu í opinbera heimsókn til Reykjanesbæjar 2019.

Kjartan Már hefur reglulega hitt nýja íbúa í hinni miklu fjölgun. Hér er hann með 18. þúsundasta íbúanum. Nú eru íbúarnir tæplega 21 þúsund.

Kjartan Már mætir í sundlaugina flesta daga.

Kjartan Már sat sinn 300. fund í bæjarstjórn í nóvember 2021. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar afhenti honum blóm í tilefni tímamótanna. Hvernig gekk að reka sveitarfélagið í heimsfaraldri með tilheyrandi áskorunum? „Í febrúar 2020 skall á heimsfaraldur Covid 19 með afleiðingum sem öllum eru kunnar, miklum takmörkunum og gríðarlegu atvinnuleysi m.a. vegna mikils samdráttar á flugvellinum. Að undanförnu hefur ástandið lagast mikið og atvinnuleysi sem fór mest í 26% komið niður fyrir 10% og fer hratt lækkandi. Samfélagið er að komast í svipað horf og fyrir faraldur með miklum vexti í ferðaþjónustu og öðru. Við höfum rætt mikið að það þurfi að fjölga tækifærunum í atvinnumálum og það er stöðugt verið að skoða þau mál. Ofan í heimsfaraldur urðu svo miklar jarðhræringar á Reykjanesi sem enduðu með því að eldgos hófst í Fagradalsfjalli í mars 2021. Eldgosið reyndist síðan mikil auglýsing fyrir Ísland og ferðamenn flykktust til landsins til að skoða það. Vegna áskorana vegna jarðhræringa í aðdraganda eldgoss settum við á laggirnar Neyðarstjórn Reykjanesbæjar og mikið púður fór í störf Almannavarna Suðurnesja en starfi bæjarstjóra fylgir formennska í báðum nefndunum.“

Eftir mögur ár frá árunum 2014 til 2018 þar sem framkvæmdir voru ekki miklar í bæjarfélaginu fóru hjólin fóru að snúast á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka, er það ekki? „Já, framkvæmdir hófust við byggingu Stapaskóla í ársbyrjun 2019 og fyrsti áfangi skólans var tekinn í notkun haustið 2020. Bygging 2. áfanga, sem hýsa mun nýtt glæsilegt íþróttahús og sundlaug, er hafin og bygging 3. og síðasta áfangans fyrir leikskólastigið hefst á næsta ári 2023. Þá hefur skólalóð Stapaskóla vakið mikla athygli og er nú unnið að undirbúningi þess að uppfæra allar skólalóðir grunnskólanna á næstu árum. Við höfum fjármagnað framkvæmdir við Stapaskóla úr bæjarsjóði, án þess að taka lán en heildarkostnaður mun nema um 5 til 6 milljörðum króna þegar yfir lýkur. En við gerðum meira. Við opnuðum nýjan gervigrasvöll á síðasta ári, bættum inniaðstöðu golfklúbbsins og nýtt borðtennisfélag fékk glæsilega aðstöðu svo eitthvað sé nefnt. Einnig var haldið áfram að byggja upp gamla og nýja göngustíga og útsvæði Sundmiðstöðvarinnar við Sunnubraut fékk andlitslyftingu.

Það var góð samstaða í bæjarstjórn um að taka þyrfti á málum af mikilli festu. Það skipti sköpum og var mikil samstaða um flestar hagræðingaraðgerðir sem ráðist var í hjá bæði meiri- og minnihluta...

Annað sem hefur einkennt þetta kjörtímabil er stefnumörkun í mörgum málaflokkum. Meginstefna sveitarfélagsins, sem ber yfirskriftina „Í krafti fjölbreytileikans“, var samþykkt í lok árs 2019 og er ætlað að varða veginn til 2030. Auk þess höfum við mótað stefnur í mörgum öðrum málaflokkum svo sem umhverfis- og loftslagsmálum og nýrri menntastefnu sem ber yfirskriftina „Með opnum hug og gleði í hjarta“. Kjartan segir að í lok síðasta árs, 2021, voru íbúar orðnir 20400 og skuldaviðmiðið komið niður í 120%. „Þetta hefur gengið vonum framar og ástæða til bjartsýni.“ Hvað bíður nýrrar bæjarstjórnar? „Fyrst og fremst skemmtilegir tímar og spennandi verkefni. Starfsemin á Keflavíkurflugvelli er óðum

að komast í samt horf og áhugi á svæðinu fer hratt vaxandi og margt í pípunum og atvinnu. Það eru fjölmörg áhugaverð verkefni framundan við þéttingu byggðar m.a. í Grófinni, á nokkrum svæðum við Hafnargötuna, á Vatnsnesi, í 2. og 3. áfanga Hlíðahverfis og í Dalshverfi III. Auk þess verður unnið að fjölgun atvinnutækifæra t.d. í Njarðvíkurhöfn, í fyrrum kerskálum Norðuráls í Helguvík, úti á Reykjanesi og á nærsvæðum flugvallarins í samvinnu Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, ISAVIA og Kadeco. Við þurfum að auka fjölbreytni í atvinnulífi og þannig dreifa eggjunum í fleiri körfur. Til þess að það sé hægt þarf íbúum að fjölga enn meira og það verður áframhaldandi áskorun að halda í við þá fjölgun með uppbyggingu innviða eins og leik- og grunnskóla en nú er

undirbúningur að byggingu þriggja nýrra leikskóla hafinn m.a. í Hlíðahverfi og Dalshverfi III. Þá mun ríkið byggja nýja heilsugæslustöð í Innri Njarðvík og nýtt hjúkrunarheimili á Nesvöllum í samvinnu við Reykjanesbæ. Á komandi kjörtímabili þarf einnig að innleiða margvíslegar stefnur og verkefni þeim tengdum m.a. grípa til markvissra aðgerða í loftlagsmálum, innleiða farsældarlögin svokölluðu og menntastefnuna. Þannig að það verður nóg að gera hjá nýrri bæjarstjórn og starfsfólki Reykjanebæjar,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri.

Páll Ketilsson pket@vf.is

Þökkum viðskiptavinum okkar til fjörutíu ára kærlega fyrir viðskiptin og góð samskipti. Óskum Nýsprautun, nýjum rekstraraðila hjólbarðaverkstæðisins til hamingju og góðs gengis í framtíðinni. Björn Marteinsson og Þórður Ingimarsson.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Keflvíski leikarinn Davíð Guðbrandsson hefur leikið í vinsælum sjónvarpsseríum að undanförnu á milli þess sem hann notar röddina í sögum á Storytel

Guð og lukkan með Davíð „Mér hefur brugðið fyrir á skjánum hér og þar undanfarið og það skrifast að ég held mest á guð og lukkuna, ljúfa strauma kosmósins, að ég hafi rambað á það að vera réttur maður á réttum stað. Svona er þetta oft, starf leikarans, maður rembist eins og rjúpa við staur án árangurs og svo þegar maður á síst von á því flæðir allt af stað,“ segir Keflvíkingurinn Davíð Guðbrandsson, leikari, en hann hefur verið nokkuð reglulega á sjónvarpsskjánum í vetur. Hann var t.d. meðal leikara í seríunni Ófærð og Verbúðinni en báðar nutu þær mikilla vinsælda.

,,Ekki glefsa, bíta!” Davíð í hlutverki Jónasar Kr. í Verbúð.

Ritstjórinn Hvernig var að vinna að þessum verkefnum. Þú tókst þig vel út sem ritstjóri dagblaðs í Verbúðinni. „Ég var svo heppinn að landa hlutverki Jónasar Kristjánssonar heitins, fyrrverandi frétta- og ritstjóra og eins áhrifamesta manns í sögu íslenskrar blaðamennsku. Í bókinni Frjáls og óháður fer Jónas yfir feril sinn og segir úgefandi hans í kynningu bókarinnar: „Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, er þekktur fyrir að láta skoðanir sínar í ljós og hrista upp í fólki. Hefur þrívegis verið rekinn úr starfi fyrir að segja sannleikann.“ Þótt hlutverk mitt væri lítið vildi ég gera því skil af virðingu og heilindum, án þess að skopskæla hans persónu eða fara í nokkursskonar eftirhermuleik. Ég undirbjó mig vel, las mikið og hlustaði og horfði á viðtöl við hann. Hann var með sérstakan talanda og ég leyfði mér að láta örla á honum í túlkun minni en þó ekki um of. Ég safnaði saman

þeim myndum sem ég fann af honum frá þessum árum og það var svo einn okkar allra fremsti gervahönnuður, Suðurnesjakonan Kristín Júlla Kristjáns, sem rak smiðshöggið á útlit minnar persónu og á hún mikið lof skilið fyrir það afrek sem hún vann í þessi seríu sem gerist á afar litríkum tímum í okkar menningarsögu. Verbúðin virðist hafa snert sameiginlega þjóðartaug okkar Íslendinga og ég enn eftir að hitta þá manneskju sem ekki ber þáttaröðinni vel söguna.“

í þeim aðstæðum sem þeir fæðast inn í, aðstæður sem við könnumst öll við úr okkar nærumhverfi, og oft á tíðum er það fullorðna fólkið sem er óhæft til þess að koma ungu krökkunum til aðstoðar og rétta þeim hjálparhönd, heldur gerir illt verra. Guðmundur Arnar er einstakur leikstjóri, hann er hæglátur og vandvirkur, umhyggjusamur, kurteis, aðlaðandi í háttum og framkomu og metnaður hans bráðsmitandi. Öll undirbúningsvinna og framkvæmd tökuferlisins var til fyrirmyndar, frábært listafólk sem að henni kemur útkoman og umfjöllun eftir því. Það er sannur heiður að fá að tilheyra þannig hópi. Sagan er erfið en sönn, grimm en falleg, sorgleg en sæt, ljót en ljúf. Þetta er sannarlega kvikmynd sem lætur engan ósnotinn.“

Sorgleg en sæt Hvað geturðu sagt okkur um nýjasta verkefnið, BERDREYMI? „Berdreymi er önnur kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar, leikstjóra Hjartasteins, og er hann einnig handritshöfundur. Eftir að hafa fengið símtal þar sem hann bauð mér hlutverk föður Adda, einnar aðalpersónu myndarinnar, fékk ég handritið sent til aflestrar. Ég settist niður, hóf lestur og gat ekki lagt það frá mér.

Ég get án efa sagt að kvikmyndahandritið er það allra besta sem ég hef lesið hingað til. Sagan gerist á óræðum tíma rétt fyrir aldamót og fjallar um ungan vinahóp sem reynir að gera sitt besta

Nokkrum augnablikum áður Davíð skutlaði sér í sjóinn við höfnina i Hafnarfirði í Ófærð.

Ævintýri í heimsfaraldri Hvernig hefur líf leikarans Davíðs Guðbrandssonar verið í heimsfaraldri?

Það segir sig sjálft að hringla með tökuplan fram og til baka vegna óviðráðanlegra aðstæðna er meira en að segja það, að flytja heilt stóð af mótorhjólum milli landshluta, að fljúga leikurum og starfsfólki hingað og þangað ...


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 13

Lögð verði enn meiri áhersla á þverfaglegt samstarf allra

Tökur á Ófærð í Sandvík og á Siglufirði.

Skólaforðun var til umræðu á síðasta fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar þar sem Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi gerði grein fyrir málinu. Lögð var fram samantekt grunnskólafulltrúa og yfirsálfræðings skólaþjónustu vegna fyrirspurnar frá kjörnum fulltrúa í fræðsluráði um umfang og ástæður skólaforðunar nemenda í grunnskólum. Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: „Í aðalnámsskrá grunnskóla er fjallað um jöfn tækifæri barna til náms. Eins og Umboðsmaður barna benti á árið 2018 og með tilliti til Barnasáttmála og skólaskyldu innan aðildarríkjanna, er mikilvægt að skoða hvað við getum gert til að halda börnum inni í skólasamfélaginu.

Með spurningum mínum var markmiðið að skoða hvort frekar væri um að ræða börn með einhverfu, geðrænan vanda eða aðrar raskanir sem mæti ekki í skólann svo mánuðum skipti og geti þá verið upphaf að enn stærri vanda. Það er von mín að þetta sé aðeins upphaf á því að skólastjórnendur hafi rýnt hópinn sinn og að fræðslusvið taki þessa vinnu áfram. Mikilvægt er að við notum tæknina og það sem þarf til að hvetja börn til skólasóknar.“ Fræðsluráð Reykjanesbæjar hvetur til þess að lögð verði enn meiri áhersla á þverfaglegt samstarf allra sem koma að menntun og velferð barna til að sporna við skólaforðun nemenda í grunnskólum. Ennfremur er lagt til að við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2023 verði gert ráð fyrir stöðugildum skólafélagsráðgjafa.

Kærður fyrir fjárdrátt í sjálfstæðu búsetuúrræði Guðbjörg Huldís, gervahönnuður, græjar Davíð í Ófærð.

„Upptökur á þriðju þáttarröð Ófærðar áttu sér stað í miðjum faraldri en með lagni og ótrúlegum sveigjanleika og skipulagi gekk það allt saman upp, við vorum hitamæld á hverjum morgni og sett í okkar hólf og allra smitvarna vel gætt, fórum reglulega í próf og ef upp kom smit var strax brugðist við því. Þess á milli komu tilslakanir og svo aftur hertar aðgerðir og ekki auðvelt verk að vera framleiðandi við slíkar aðstæður. Það segir sig sjálft að hringla með tökuplan fram og til baka vegna óviðráðanlegra aðstæðna er meira en að segja það, að flytja heilt stóð af mótorhjólum milli landshluta, að fljúga leikurum og starfsfólki hingað og þangað og koma þeim öllum fyrir á hótelum, að panta mat fyrir 90 manns, að afpanta mat fyrir 90 manns, að panta gistingu og afpanta svo daginn eftir vegna sóttkvíar og einangrunar. En á einhvern ótrúlegan hátt gekk þetta allt upp að lokum og úr varð mikið ævintýri.

Starfsmaður á velferðarsviði Suðurnesjabæjar er grunaður um að hafa dregið að sér að minnsta kosti eina og hálfa milljón frá tveimur þroskaskertum bræðrum sem búa í sjálfstæðu búsetuúrræði á vegum bæjarins. Málið hefur verið kært til lögreglu. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Ófærð er fyrir löngu orðin fastur punktur í íslenskri þáttagerð og ekki að ástæðulausu og von á seríunni á Netflix innan skamms. Annars fann ég satt best að segja minna fyrir þessu en margir. Ég starfa einnig mikið við talsetningu og lestur hljóðbóka og það er einfaldara og auðveldara í sniðum. Hjá Storytel er ég einn og innilokaður í litlu hljóðveri og þarf ekki að hitta sálu frekar en ég vil, er nettengdur við tæknimann sem situr með heyrartólin sín í stúdíoíbúð í Berlín eða í bílskúr raðhúss í Kópavogi. Sviðslistafólk landsins fann þó vel fyrir þessum lokunum og fjöldatakmörkunum, meira en margar aðrar stéttir því eins og við vitum var öllu skellt í lás í langan tíma með tilheyrandi röskunum og tekjutapi.“

Rannsóknarlöggan í Danaveldi Hvernig er svo staðan hjá þér á næstunni, hvað er framundan?

Berdreymi, heimsfrumsyning, rauði dregilinn í Berlin. „Nú hef ég nýhafið lestur á bókum danska metsöluhöfundarins Jussi Adler-Olsen um Deild Q fyrir Storytel og Forlagið. Þetta eru átta bækur talsins, hver annarri betri. Með hækkandi sól mun ég því loka mig af í myrkvuðum upptökuklefa og sökkva mér dýpra og dýpra ofan í harðan heim rannsóknarlögreglunnar í Kaupmannahöfn,“ sagði Davíð.

Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að lögreglan sé að rannsaka málið og miðar rannsókninni ágætlega fram. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, segir að bærinn hafi brugðist við um leið og málið kom upp. Starfsmanninum hefur verið sagt upp störfum.

Leikhúsferð

Félags eldri borgara verður farin laugardaginn 7. maí 2022. Farið verður í Borgarleikhúsið að sjá

„9 líf Bubba Morthens“ Farið frá Nesvöllum kl. 18.30. Leikhúsnefnd

Páll Ketilsson pket@vf.is

AÐALSAFNAÐARFUNDUR KEFLAVÍKURSÓKNAR OG KIRKJUGARÐA KEFLAVÍKUR

verður haldinn þriðjudaginn 10. maí klukkan 17:30 í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Dagskrá fundarins: Venjulega aðalfundarstörf . Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju og Kirkjugarðanefnd Kirkjugarða Keflavíkur Bak við tjöldin. Rvk studios Gufunesi.


Stefnir á að far a í lýðháskóla 14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Óskar Kristinn Vignisson, oftast kallaður Kiddi, er fimmtán ára og kemur frá Keflavík. Hann hefur gaman af fótbolta og líkamsrækt. Í frítíma hans býr hann til TikTok-myndbönd en Kiddi er með nokkur þúsund fylgjendur á forritinu. Óskar Kristinn er ungmenni vikunnar.

Katrín Freyja Ólafsdóttir er nítján ára og kemur frá Njarðvík. Hún hefur gaman af líkamsrækt og þjálfar frjálsar íþróttir hjá íþróttafélaginu Nes. Katrín stefnir á að fara í lýðháskóla í Danmörku eftir útskrift og langar að verða innanhússarkitekt. Katrín Freyja er FS-ingur vikunnar. Á hvaða braut ertu? Ég er á fjölgreinabraut. Hver er helsti kosturinn við FS? Helsti kosturinn við FS er allt skemmtilega fólkið og félagslífið. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Róbert Andri veður frægur leikari, hann var geggjaður í leikritinu Grease. Skemmtilegasta sagan úr FS: Þegar nemendafélagið fór saman í bústaðarferð og fórum í vatnsblöðrustríð. Hver er fyndnastur í skólanum Svava Ósk er fyndnust.

Hver eru áhugamálin þín? Mín áhugamál eru líkamsrækt og að ferðast. Hvað hræðistu mest? Ég hræðist mest að missa einhvern nákominn.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Ég myndi segja jákvæðni og góður húmor.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Þau eru svo mörg en hlusta mikið á Aron Can.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Ég stefni á að fara í lýðháskóla í Danmörku eftir útskrift en langar að verða innanhússarkitekt og einkaþjálfari í framtíðinni.

Hver er þinn helsti kostur? Minn helsti kostur er að ég er jákvæð og réttsýn.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Hress.

Hver er þinn helsti galli? Að vera sein er minn helsti galli. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum Ég nota TikTok mest.

r ótti nsd m n a o m l.c mai Her

d ttir@g run a H annsdo m l m e r e Th .h.h lma the

Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10. bekk. Í hvaða skóla ertu? Heiðarskóla. Hvað gerir þú utan skóla? Fer á fótboltaæfingar, ræktina eftir skóla en þegar ég er heima spila ég tölvuleiki og geri TikTok video. Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir og árshátíðar leikritið en skemmtilegasta bóklega fagið er enska. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Persónulega ég, vegna þess að ég er með nokkur þúsund TikTok fylgjendur frá mörgum löndum. Ef ég ætti að velja annan en mig þá væri það örugglega Sóley Halldórsdóttir því hún er með marga fylgjendur líka.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Það var skemmtilegast og fyndnast á sýningu á leikritinu þegar eiginlega allt klúðraðist. Þrátt fyrir það skemmtum við okkur vel. Hver er fyndnastur í skólanum? Það er Hildir Hrafn, þó djókin hans séu léleg þá er hann alltaf fyndinn! Hver eru áhugamálin þín? Fótbolti, TikTok og fara út með strákunum, ekki spurning.

Hver er þinn helsti galli? 100% vera óþolinmóður, sérstaklega í tölvunni. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Mest notuðu forritin eru TikTok en ég nota Snapchat og Insta ansi mikið.

Ung(menni) vikunnar: Óskar Kristinn

FS-ingur vikunnar: Katrín Freyja

Þúsundir fylgjenda á TikTok

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er ekki feimið og þegar ég get talað lengi við fólk án þess að leiðast. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Klára framhaldsskóla og verða fasteignasali.

Hvað hræðistu mest? Ég hræðist mest hunda og að sjá ekki botninn í vatni og sjó.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Fyndinn.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Starlight - Dave. Hver er þinn helsti kostur? Þegar það kemur að fótboltanum hleyp ég hratt. Annars finnst mér ég vera skemmtilegur.

KENNARAR UM ALDAMÓTIN 1900 Í tveimur síðustu þáttum var sagt frá 5 fyrstu kennurunum við Thorkilliibarnaskólann í Vatnsleysstrandarhreppi (í daglegu tali nefndur Suðurkotsskóli) og hvað um þá varð er þeir hurfu til annarra starfa. Þeir stoppuðu stutt við skólann, kenndu aðeins 1 eða 2 vetur hver. Hér segir frá þeim næstu, sem flestir stoppuðu lengur við. Sjötti kennarinn var Skagfirðingurinn Pétur Pétursson (f.1842), kenndi hér í 6 ár, 1877’83. Hann hafði stundað verslunarnám í Kaupmannahöfn og lokið prófi 1867. Náði hann vel til bæði nemenda og foreldra, náði mjög góðum árangri, að sögn séra Stefáns Thorarenssen í skýrslu um skólann. Pétur varð síðar bókhaldari, lögregluþjónn og loks bæjargjaldkeri í Reykjavík 1891 - 1907. Pétur var faðir Helga Pjeturs, náttúrufræðings og heimspekings (f.1872), en eiginkona Pégurs og móðir Helga var Anna Sigríður Vigfúsdóttir Thorarensen, píanókennari og frænka sr. Stefáns Thorarensen. Helgi lauk doktorsprófi í jarðfræði 1905, fyrstur Íslendinga og varð landsfrægur, setti m.a. fram sérstakar kenningar um framhaldslíf á öðrum hnöttum. Steingrímur Scheving (f.1859) var kennari 1883-’84. Hann var

prestlærður og vel látinn gáfumaður. Faðir hans, Sveinbjörn Hallgrímsson, var aðstoðarprestur á Kálfatjörn um 1850 og bjó þá í Halakoti, en varð síðar fyrsti ritstjóri Þjóðólfs og Ingólfs, og þjóðfundarmaður, og að endingu prestur í Eyjafirði. Steingrímur varð um tíma geðbilaður, að sögn Ágústs í Halakoti sem var nemandi í skólanum á þessum árum. Hann flutti síðar til Ameríku. Guðmundur Þorsteinsson 1884-’86, ”ættaður frá Haugi í Flóa, prýðilegur kennari og gáfumaður. Hann fluttist síðan til Ameríku 1885, bjó þar á Gimli í Nýja Íslandi og stundað lækningar, að sögn Ágústs. Guðni Felixson mun hafa kennt við skólann 1884-’85 og Snæbjörn Jónsson 1885-’86, en finnast ekki heimildir um þá. Sigurjón Jónsson var Rangæingur, f.1848. Var hann kennari við Suðurkotsskóla 1886-’98, samfellt í 12 ár, svo lengi sem hann lifði. Hann var að auki trésmiður og sóknarnefndarmaður og bjó í Minni-Vogum. Hann átti ríkan þátt í smíði núverandi kirkju að Kálfatjörn. Hann var einn af stofnendum stúkunnar Díönu 1896.

Árni Theódór Pétursson var kennari 1889-’91, aftur 1897-’98, og skólastjóri 1910’20 og nokkur ár oddviti. Hann fæddist í Nýjabæ í Vogum 1871, bjó um tíma í Hvammi ásamt konu sinni, Önnu Daníelsdsóttur frá Nýlendu, en reif Hvamm og flutti að Hábæ 1921. Það ár hætti hann bæði sem oddviti og kennari, bjó í Hábæ í 5 ár og stundaði sjó, skildi þá við konuna og flutti til Hafnarfjarðar. Árni var heimiliskennari að Kálfatjörn 1885-´89 og hélt einkaskóla í Vogum 1891-’97. Hann var kennari í Miðneshreppi 1898-1908 og í Njarðvík 1908-´10. Hann hafði ekki kennarapróf, en góð meðmæli frá fyrrgreindum stöðum, þegar hann var ráðinn hér skólastjóri / kennari 1910. Hann gengdi því starfi í áratug og segir frá því siðar. Hann sagði til börnum og unglingum flesta vetur til 1951. Jón Gestur Breiðfjörð kenndi 1898-1903. Hann var fæddur 1875, sonur Jóns J. Breiðfjörð hreppstjóra og útgerðarmanns á Efri-Brunnastöðum. Jón Gestur lauk

námi við Lærða skólann í Reykjavík 1893 og kenndi síðan í hreppnum, fyrst í Norðurkoti, svo í Suðurkoti, þar til hann lést 27. apríl 1903, öllum harmdauði. Jón Gestur Benediktsson í Suðurkoti, Vogum, hét eftir honum. Guðmundur Guðmundsson í Landakoti, sonur Guðmundar Brandssonar alþingis- og þjóðfundarmanns, var organisti í Kálfatjörn í 40 ár og kenndi á orgel og söng við skólann frá upphafi. Hann stofnaði stúkuna Díönu, ásamt Lárusi hómópata og fleirum, og var laginn við lækningar. Þegar séra Stefán Thorarensen lét af prestskap og skólanefndarformennsku sumarið 1886, tók við hvoru tveggja séra Árni Þorsteinsson (f.1851). Hann var formaður skólanefndar til 1910 og prestur til dánardags 1919. Hann tók við því amstri Stefáns að afla styrkja, skrifa skýrslur og ráða kennara, í samráði við oddvita. Auk

þess kenndi Árni söng og leikfimi og í nokkur ár almenna kennslu í Norðurkotsskóla. Hann var síðasti presturinn sem bjó á Kálfatjörn. Lengi vel var enginn titlaður skólastjóri við skólann, en frá 1884 eru oftast tveir kennarar að störfum samtímis, enda er þá farið að kenna á tveimur stöðum, í Þórustaða- og Kálfatjarnarhverfi, auk Suðurkots, og síðar á Vatnsleysu. Segir frá því í næsta þætti. Heimildir: Greinar í Faxa 1982 og 1990 ; bók Guðm.Björgvin bls.412 ; bók Ágústs í Halakoti; althingi.is ; Kennaratal á Íslandi, o.fl.

18. ÞÁTTUR

Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15

Mikill skóli og upplifun „Þetta var mikill skóli og upplifun. Maður sá allt og sjúkrabílinn var bara eitthvað allt annað dæmi,“ segir Ingvi Þór Hákonarson, sjúkraflutningamaður og starfsmaður hjá Brunavörnum Suðurnesja, en hann og félagi hans, Aron Rúnarsson, komu heim nýlega eftir að hafa sótt nám í bráðatækni í Boston. Hvernig kom það til að þið ákváðu að fara í nám í bráðatækni? „Ég var búinn að skoða þetta nám í nokkur ár og hafði mikinn áhuga á að fara erlendis og sækja mér þessa menntun. Brunavarnir Suðurnesja auglýsa svo að þeir ætla að senda tvo starfsmenn út í námið, svo við sóttum nokkrir um og við Aron urðum fyrir valinu.“ Um hvað snýst það? „Námið snýst aðallega um að ná sér í meiri þekkingu og meiri færni í starfi sem vonandi skilar sér í betri þjónustu við íbúa á svæðinu. Bráðatæknir hefur meiri heimildir til að framkvæma ákveðna hluti t.d. lyfjagjafir. Stefna Brunavarna Suðurnesja er að hafa bráðatækni á vakt á öllum vöktum hjá okkur. Vonandi munu þeir senda fleiri starfsmenn út síðar. Í dag erum við þrír og einn starfsmaður er núna staddur í Boston og mun klára námið í lok apríl. Átta aðrir Íslendingar stunda nám í sama skóla í Boston í dag.“

Undirbúningur mikilvægur Hvernig fór námið fram? „Það byrjaði á bóklegu námi sem hófst í nóvember 2020 og við kláruðum það 1. nóvember 2021. Ég varð alltaf að passa upp á að komast í netttengingu til að sinna náminu þó ég væri á ferðalagi með fjölskylduna um sumarið. Þann 1. nóvember 2021 héldum við svo út til Boston. Þar þurftum við að taka EMT-B sem er grunmenntun í sjúkrabílafræðum þó við værum búnir að taka það fyrir mörgum árum hér heima á Íslandi. Það tók okkur 3 daga með smá verklegri kennslu og bóklegu prófi og síðan hófst bootcamp í 11 daga. Þar vorum við einu Íslendingarnir ásamt 30 bandarískum nemum. Þessa 11 daga voru verklegar æfingar og byrjuðu allir dagar á bóklegu

prófi sem var gert til að sjá hvar við værum öll stödd í fræðunum. Reglulega tókum við svo verkleg próf og fengu þeir sem þurftu tækifæri til að taka þau aftur ef þeir náðu ekki prófinu. Á þessum 11 dögum voru um tíu nemendur sendir heim og þar með var þessu námi lokið hjá þeim. Kaninn er mjög harður á að nemendurnir séu vel undirbúnir fyrir námið og geti gert alla hluti upp á tíu. Bootcampið endar svo með verklegum prófum og bóklegu prófi, ef nemandinn nær þeim getur hann hafið verknám á sjúkrahúsi og svo síðar sjúkrabíl.“ Er það ekki sérstök lífsreynsla að fara í verknám á sjúkrahúsi og standa vaktir á sjúkrabíl í Boston? „Jú þetta var mikill skóli að taka verknámið í Boston. Sjúkrahúsið var þannig að maður sá allt og það var mikil reynsla að fá að upplifa það. Sjúkrabílinn var bara eitthvað allt annað dæmi. Við vorum á stað sem heitir Fall River og þeir sem störfuðum á sjúkrabílnum voru að vinna 24 tíma vaktir og var maður orðinn frekar tæpur þegar það voru bara 7 tímar eftir af vaktinni og þessir bílar stoppa lítið, þeir eru bara á fullu þessa 24 tíma. Þar sáum við allt, t.d fórum við í svakalega hnífaárás og mann sem var með skotáverka og margt fleira. Við tókum 300 tíma á sjúkrabíl. Þessir bílar sem eru með bráðatækni (paramedic) fara bara í þá flutninga sem eru forgangs flutningar. Á Íslandi flokkum við þá F-1 og F-2 og þeir eru allan sólarhringinn á bláum ljósum með sírenur.“ Hvernig mun þetta svo virka þegar þið hefjið störf aftur hjá BS? „Það breytist lítið. Við munum klárlega vera með meiri ábyrgð en áður. Brunavarnir Suðurnesja eiga frábæra starfsmenn sem leggja hart að sér til að þjónusta íbúa eins vel og hægt er.

Við munum klárlega koma til með að koma okkar þekkingu til allra starfsmanna BS,“ segir Ingvi Þór.

Ýkt í sjónvarpinu Það var freistandi að spyrja Ingva Þór hvort þeir hefðu fengið sömu upplifun og sjá má í mörgum þáttum um slökkvilið og sjúkrahús í bandarískum sjónvarpsþáttum. „Það er búið að ýkja alla hluti , t.d hvernig þeir vinna við sjúklinginn í sjónvarpinu og það sem er gert í alvöru er bara ekkert líkt því sem við sjáum á skjánum. Annað dæmi er þegar menn fara í reykköfun, þá setja menn maskann á sig og tengja sig áður en þeir fara í brennandi hús, en í sjónvarpsþáttnum fara þeir í brennandi húsið og þegar þeir eru komnir inn setja þeir grímuna á sig og tengja sig við kútin,n komnir í reykinn og drulluna. Þetta sérðu menn aldrei gera í alvörunni.“

Páll Ketilsson pket@vf.is

-Ingvi Þór Hákonarson og Aron Rúnarsson hjá Brunavörnum Suðurnesja sóttu nám í bráðatækni í Boston.

„Námið snýst aðallega um að ná sér í meiri þekkingu og meiri færni í starfi sem vonandi skilar sér í betri þjónustu við íbúa á svæðinu.“

Tímabundin staða:

Starfsmaður í innkaupadeild Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmann í afleysingu í innkaupadeild fram að áramótum. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt. Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun. Helstu verkefni og ábyrgð Starfið felst í móttöku á vörum, skráningu í innkaupakerfi, afhendingu á vörum til deilda, auk annarra tilfallandi verkefna. Starfinu fylgir töluvert líkamlegt álag. Æfing á svínsbarka var meðal þess sem félagarnir þurftu að gera í náminu.

Hæfniskröfur • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði • Æskilegt er að umsækjandi sé talnaglöggur • Góð kunnátta í excel • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur • Lögð er áhersla á sjálfstæði, þjónustulund og frumkvæði í starfi

Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Starfsmannafélag Suðurnesja hafa gert. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum ef við á. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Sótt er um hér: Laus störf - Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (hss.is) Umsóknarfrestur er til og með 16.05.2022.


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Málfundafélagið Faxi í Reykjanesbæ hélt framboðsfund í Stapa í samstarfi við Víkurfréttir og Reykjanesbæ sl. mánudagskvöld. Þar kynntu öll framboð í Reykjanesbæ framboð sín og fyrir hvað þau standa. Hraðaspurningar voru lagðar fyrir frambjóðendur um ýmis kosningamál og þá gafst frambjóðendum einnig tækifæri til að spyrja mótframbjóðendur um hin ýmsu mál. Fundurinn tókst vel en hann stóð í tvær klukkustundir og var streymt á vefsíðu Víkurfrétta og á fésbókinni.

Snjöll lefaið til að hor n! á fundin

Vissir þú þetta um Innri-Njarðvík?

Fyrir gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Reykjanesbæ

Sverrir Bergmann Magnússon, skipar 3. sæti S-lista Samfylkingarinnar og óháðra. Sigurrós Antonsdóttir, skipar 4. sæti S-lista Samfylkingarinnar og óháðra. Vissir þú að á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka var Stapaskóla byggður, glæsilegur skóli og byggður á hagkvæman hátt, í raun ódýrasti skóli sem byggður hefur verið undanfarin ár á Suðvesturhorninu? Skóli með flott útisvæði sem allir íbúar bæjarins geta sannarlega verið stoltir af. Og vissir þú að við tókum ekki lán til að byggja hann? Bærinn átti fyrir honum! Vissir þú að nú er í byggingu við Stapaskóla íþróttahús með frábærri aðstöðu til íþróttaiðkunar, með löglegum velli fyrir körfubolta með plássi fyrir 1.200 áhorfendum í sæti? Íþróttafélagið á eftir að ná fleirum áhorfendum inn á körfuboltaleiki til að afla meiri tekna. Vissir þú að sundlauginni sem verið er að byggja við Stapaskóla var breytt og hún stækkuð frá upprunalegum hugmyndum? Sundlaugin verður 25 metra löng sem stuðlar að frekari uppbyggingu okkar annars frábæra hóps ungs íþróttafólks hér í Reykjanesbæ.

Hún verður hverfislaug með heitum pottum – opin fyrir almenning og auðvitað fyrir fólkið í hverfinu. Hverfismiðstöðin Stapaskóli Vissir þú að Stapaskóli verður okkar þjónustumiðstöð í hverfinu með íþróttahúsi, almenningssundlaug og bókasafni sem verður opið öllum? Vissir þú af uppbyggingunni í Dalshverfi 3 þar sem hönnun og skipulag er til fyrirmyndar, með djúpgámum fyrir endurvinnslu og blágrænu ofanvatnslausnum? Mikil aðsókn var í lóðirnar og hverfið greinilega eftirsóknarvert fyrir fólk að búa í – eins og Innri-Njarðvík öll! Vissir þú að nú er tækifæri til að tengja hverfið okkar við útivistarparadísina Sólbrekkuskóg við Seltjörn? Á teikniborðinu er hjóla- og göngustígur frá enda Strandleiðarinnar til Seltjarnar og búið er að tryggja 70 milljónir frá Vegagerðinni. Það verður

Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi, skipar 1. sæti Umbótar X-U. frábært fyrir okkur að taka göngutúr eða hjólatúr þangað. Vissir þú að grenndarstöðvar eru í öllum hverfum þar á meðal tvær í Innri-Njarðvík en Reykjanesbær brenndi allt rusl þegar við Jafnaðarmenn tókum við árið 2014? Fleiri leikskólapláss í Innri Njarðvík Vissir þú að við höfum fest kaup á leikskóla sem rís snemma árs 2023 í Dalshverfi 3 og að auka á við leikskólapláss við leikskólann Holt – og við munum klára að byggja leikskólann við Stapaskóla á næstu árum? Vissir þú líka að fyrir átta árum voru hvatagreiðslurnar 7.000 kr. en hafa hækkað í 45.000 kr. og við ætlum að hækka enn meira þessa tölu? Allt fyrir börnin okkar og eldri borgara en við ætlum að koma á hvatagreiðslum fyrir þá líka. Vissir þú að við viljum hafa hlutina í lagi?

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti árið 2020 að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í framhaldi undirritaði bærinn síðan samstarfssamning um Barnvænt sveitarfélag. Í samningnum segir: „Að sveitarfélag innleiði Barnasáttmálann þýðir að það samþykki að nota sáttmálann sem viðmið í sínu starfi og að forsendur sáttmálans gangi sem rauður þráður gegnum starfsemi þess“. Í grein tvö segir „öll börn eru jöfn“ jafnræði að horft sé til réttindi barna. Í grein 27 segir „næring föt og heimili“. Að öll börn séu jöfn þýðir að öll börn eiga að geta neytt matar í skólum Reykjanesbæjar óháð efnahag foreldra. Undirrituð hefur ítrekað lagt fram fyrirspurnir, bókanir og tillögur varðandi gjaldfrjálsan eða niðurgreiddan skólamat fyrir fjölskyldur í Reykjanesbæ. Tillögum mínum hefur verið mætt af

áhugaleysi og jafnvel hroka af hálfu, Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar. Hins vegar hefur árangur náðst um systkinaafslátt þegar kemur að þriðja barni og aukin niðurgreiðsla eftir fjölda barna. Kjarnafjölskyldur Reykjanesbæjar eiga tvö börn og því þurfa þau að greiða fullt gjald. Það á að stíga skrefið til fulls. Það lýtur að jafnræði barna í skólakerfinu að hafa aðgang að hollum skólamat óháð efnahag. Meirihlutinn innleiðir Barnasáttmálann og á vefsíðu Reykjanesbæjar er fjallað um að skólamatur sé lýðheilsumál. Á sama tíma hefur meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar ítrekað fellt tillögur mínar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn. Hverjum treystir þú best til að innleiða gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Reykjanesbæ?

Fáránleg fyrirsögn

Af leikskólamálum

Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ og situr í 15. sæti á lista Beinnar leiðar.

Jónína Magnúsdóttir, skipar 1. sæti Bæjarlistans í Suðurnesjabæ. Fyrrverandi formaður skólanefndar Garðs 2014–2018. Núverandi aðalmaður í fræðsluráði Suðurnesjabæjar.

Mér finnst gaman að sterkum fyrirsögnum en finnst líka að þá þurfi eitthvað marktækt að vera á bak við þær. Guðbergur Reynisson skrifar ágætis grein um skoðanir sínar á umferðarmálum í Reykjanesbæ og hvernig hann sjái fyrir sér hvernig hægt væri að bæta úr. Ekki er ástæða til að gera athugasemd við þann hluta greinarinnar en full ástæða til að fjalla aðeins um val hans á fyrirsögn og sanngirnina sem að baki henni liggur.

Ástæðan fyrir því að við fullorðna fólkið erum beðin um að setja súrefnisgrímuna á okkur fyrst í flugvél áður en við setjum hana á börnin er einföld, ef þú ert ekki með súrefnið þá er líklegra að þú getir ekki hjálpað barninu. Líðan og aðstæður fullorðna hafa áhrif á börn meðvitað og ómeðvitað. Umönnunarstéttir eins og kennarar og hjúkrunarfræðingar eru líklegri til að brenna út í starfi. Miklar kröfur eru gerðar til starfsfólks í leikskólum. Til þess að ráðast að rótum vandans er mikilvægt að draga úr kröfum sem gerðar eru á starfsfólk, því of miklar kröfur draga úr stjórn viðkomandi á starfinu. Ein meginástæða þess að fólk brennur út í starfi er að það finnur að það hefur ekki stjórn. Því er mikilvægt að gefa fólki fleiri möguleika og aðstæður þar sem það getur haft stjórn á starfi sínu. Síðast en ekki síst er mikilvægt að veita starfsfólki

stuðning í starfi. Ef þú finnur fyrir samkennd og tilfinningalegum stuðningi ertu líklegri að finnast þú frekar vera við stjórn. Það er hagsmunamál fyrir börnin okkar að starfsfólki líði vel í starfi og geti þar af leiðandi sinnt gæðamenntun og þjónustu við börnin okkar. Hagsmunir starfsfólks og barna fara saman að þessu leyti. Mönnun hefur ávallt verið áskorun fyrir leikskólastigið og nú er svo komið að hann er orðinn raunverulegur og á sumum stöðum á landinu farinn að bitna verulega á þjónustunni. Þá þurfum við að horfast í augu við að mögulegar ástæður mönnunarvanda geta verið starfsaðstæður og álag. Við á Bæjarlistanum viljum sjá raunverulegan stuðning við starfsfólk sem vinnur með börnunum okkar í formi gagnvirkrar handleiðslu. Við höfum sett það í stefnuskrá okkar að vinna að

því í samstarfi við stjórnendur stofnana að skoða í hvernig formi sá stuðningur gæti komið hvað best út fyrir starfsfólk. Einnig að koma á vinnuhópi sem finnur leiðir til að fjölga fagmenntuðu starfsfólki leikskólanna ásamt því að greina starfsaðstæður og bæta úr þeim. Með því erum við ekki að segja að starfsaðstæður og líðan starfsfólks séu slæmar. Þessar leiðir sem hér eru nefndar eru til þess fallnar að vera fyrirbyggjandi og draga úr mönnunarvanda. Að því sögðu viljum við einnig koma því á framfæri að við viljum finna leiðir til að veita dagvistunarpláss frá því að fæðingarorlofi lýkur. Við á Bæjarlistanum leggjum mikla áherslu á fræðslumál í okkar stefnuskrá. Við höfum þekkingu, hæfni og forystu til að halda vel utan um þann málaflokk í Suðurnesjabæ.

Framtíðaraðstaða við Afreksbraut Eva Stefánsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar og skipar 18. sæti á lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Afreksbrautin er íþróttamiðja bæjarins og býður upp á mikil tækifæri til uppbyggingar fyrir íþróttahreyfinguna. Árið 2019 var framtíðin björt og stefnumótun íþrótta- og tómstundaráðs leit dagsins ljós, fyrst á dagskrá var gervigrasvöllur bak við Reykjaneshöllina sem heppnaðist með eindæmum vel. Á sama tíma voru teknar stórar ákvarðanir varðandi uppbyggingu keppnisvallar og sundlaugar í Innri-Njarðvík, það hyllir undir lok

þeirra framkvæmda og stutt í að samfélagið allt muni njóta þeirra gæða sem felast í því. Í dag er aðstaðan fyrir knattspyrnudeild UMFN óviðunandi. Mikill vöxtur hefur verið í knattspyrnudeildinni síðastliðin ár en í sumum tilfellum hefur deildin ekki búningsklefa til afnota fyrir aðkomulið. Þetta þarf að laga. Í Reykjanesbæ er einnig starfandi fimleikahús sem er löngu hætt að sinna þörfum sívaxandi deildar. Húsnæðið

uppfyllir ekki kröfur Fimleikasambandsins fyrir Íslandsmót og hindrar tekjumöguleika deildarinnar. Afleiðingarnar eru meira álag á sjálfboðaliða sem þurfa að afla tekna á annan máta. Þessar tvær deildir eru ekki með aðstöðu til framtíðar. Á næstu mánuðum þarf leggja áherslu á framtíðarsýn og klára deiliskipulag svæðisins. Hættum að ræða hlutina og byrjum að framkvæma.

Ekkert verið framkvæmt í 10 ár Það er ljóst að með auknum íbúafjölda hefur álagið á umferðarmannvirki bæjarins aukist og hætturnar um leið. Við getum öll sameinast um að eitt af stóru verkefnunum framundan er að gera gatnakerfið okkar sem öruggast og eflaust eru margar hugmyndir Guðbergs gott innlegg í þá umræðu en að ekkert hafi verið gert undanfarinn 10 ár er beinlínis rangt og í meira lagi ósanngjarn málflutningur. Fyrirsögnin er því miður bara pólitísk keila, án innihalds. Hvað hefur verið gert? Burtséð frá uppbyggingu nýrra hverfa í bænum er ljóst af ársreikningum bæjarins að hundruðum milljóna hefur verið varið til styrkingar umferða kerfisins í og við bæinn, hluti af þeim framkvæmdum hefur verið unnið í samvinnu við Vegagerðina, sem hefur fjármagnað þær framkvæmdir að stærstum hluta en með mótframlagi frá Reykjanesbæ. Því miður hefur fjárhagsgeta bæjarins ekki verið sú að unnt hafi verið að ráðast í allar þær framkvæmdir sem svo æskilegt hefði verið, af ástæðum sem Guðbergi ættu að vera vel kunnugar. • Byggt hefur verið hringtorg á mótum Aðalagötu og Reykjanesbrautar (Aðaltorg). • Byggt hefur verið hringtorg á mótum Þjóðbrautar og Reykjanesbrautar.

• Byggð hafa verið undirgöng við Fitjar, nýtt hringtorg við Fitjar, og nýr vegur frá því hringtorgi upp að Ásbrú og með tengingu við Reykjanes. • Unnið hefur verið að endurbótum á Hafnargötu, þar þurft hefur að skipta út skrauthellum íhaldsins fyrir varanlegt gatnaefni. • Unnið hefur verið að viðhaldi gatnakerfisins. • Unnið hefur verið að umferðargreiningu fyrir bæjafélagið, með framtíðarbreytingar í huga. • Unnið hefur verið að uppbyggingu hjóla og göngustíga, sem er mikilvægur hlekkur í umferðaröryggi barna og ungmenna, um leið og þeir skapa fjölbreytta möguleika til útivistar. Nú geta sumir sagt þessar hluti þessar framkvæmda sé á forræði Vegagerðarinnar og greiddar af þeim. Það er ekki rétt þar sem við hvert og eitt þessara hringtorga hefur bærinn þurft að greiða sinn stút út úr hverju hringtorgi af takmörkuðu framkvæmdarfé sem hefur því miður verið í kringum 200– 300 milljónir á ári. Hvað er framundan? Það er ljóst að eitt af stóru verkefnum framtíðarinnar er að ná tökum á stöðugt vaxandi umferðarþunga, sem bæði orsakast af fjölgun ferðamanna og fjölgun íbúa. Við eigum að sameinast um að leysa það svo vel sem unnt er um leið og við tölum ekki niður það sem vel hefur verið gert. Að byggja upp gott samfélag þar sem öryggi allra er gætt er langtímaverkefni þar sem stöðugt þarf að bregðast við. Það hefur verið gert. Sameinumst um að hafa umræðuna málefnalega og forðumst umræðu sem ekki á við rök að styðjast. Með sumarkveðju.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 17

Frá sveitasíma til snjalltækis

SKIL Á AÐSENDU EFNI Í KOSNINGABLAÐ VF

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Í nútímasamfélagi hefur ákveðinn hluti samskipta og þjónustu færst yfir á netið og samfélagsmiðla og fréttir eru aðgengilegar allan sólarhringinn á netmiðlum. Símar og spjaldtölvur gegna stærra og stærra hlutverki í daglegu lífi okkar og sífellt bætast við nýjar leiðir til samskipta og fréttaflutnings. Þetta er gjörbreyttur veruleiki frá því samfélagi sem eldra fólk ólst upp við og lifði við á fullorðinsárum sínum. Sjálfur er ég 45 ára og ólst upp við sveitasíma fyrstu ár ævinnar en svo tók sjálfvirki síminn við og við þekkjum framhaldið. Breytingarnar eru ótrúlega miklar á ekki lengri tíma. Þó svo að meirihluti eldra fólks eigi tölvur eða snjalltæki og noti reglulega þá upplifa sum þeirra aukna einangrun meðal annars vegna þessara samfélagsbreytinga. Sumt eldra fólk getur ekki nýtt tæknina eða þá möguleika sem henni fylgja og verður þá af afþreyingu, samskiptum við fjölskyldu og vini og getur ekki nýtt sér þá þjónustu sem möguleg er á netinu. Ný námskeið í tæknilæsi fyrir eldra fólk Í kjölfar útboðs Ríkiskaupa, höfum við í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu

þeirrar þjónustu, frétta og fróðleiks sem hægt er að sækja með nýrri tækni, og geta létt okkur lífið. Það er mikilvægt að draga úr einangrun og einmanaleika fólks og ég hvet fólk eindregið til að nýta sér þessa þjónustu til að öðlast meiri færni á tækniöld nútímasamfélags. Ég hlakka til að sjá viðbrögðin og hvernig við getum lært af þessu verkefni til að draga enn frekar úr félagslegri einangrun eldra fólks.

Drögum úr einangrun eldra fólks Ekkert kemur í staðinn fyrir bein samskipti við fólk, en nútímasamfélag býður upp á svo marga fleiri og gefandi samskiptamáta, auk allrar

Grindavík! Sjávarbærinn sem nær ekki að bjóða sjómönnum sínum örugga innsiglingu á erfiðum vetrardögum þegar öldurnar láta til sín taka. Íþróttabærinn sem bíður sínum iðkendum upp á heimaleiki í meira en 40 km fjarlægð þar sem fótboltavellir bæjarins eru undir ákveðnum regluviðmiðum. Fjölskyldubærinn sem fælir fjölskyldur til nærliggjandi sveitarfélaga til þess að eiga notalega stund saman í barnvænu, öruggu og hlýju sundumhverfi. Ársreikningar Grindavikurbæjar árið 2021 sýnir glögglega hagstæðu afkomu bæjarins enn eitt árið. Nokkrir bæjarstjórnarmenn gengu nýlega í pontuna og lýstu yfir stolti sínu á ársreikningnum – réttilega að mínu mati. En það eigum við einnig, kæru Grindvíkingar, að vera og það af okkur sjálfum og starfsmönnum bæjarins sem láta verkin tala og sýna aðgát í rekstri með okkar framlagi til Grindavíkurbæjar. Grindavíkurbær er fjölmennasti atvinnurekandi í Grindavík og það án þess að vera með starfsgildið mannauðsstjóra. Því þurfum við að breyta,

Stuðningur við jaðarsetta hópa Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, oddviti Pírata og óháðra í Reykjanesbæ. Þegar unnið er með fólk og jafnvel inni á þeirra heimilum er mikilvægt að starfsfólk finni hversu mikils virði það er og fái þjálfun í mannlegum samskiptum. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það er einnig hverjum manni hollt að líta í eigin barm og skoða hvort maður sé ekki sjálfur með bjálkann í eigin auga þegar flís náungans er skoðuð. Mér fannst a.m.k. rosaleg sú naflaskoðun sem ég þurfti sjálf að fara í en ég hefði aldrei trúað því að óreyndu að ég væri sjálf með fordóma gagnvart örorku enda sjálf 60% öryrki eftir vinnuslys sextán ára gömul. Ég, undirrituð, gerði eigindlega MArannsókn árið 2015 þar sem ég skoðaði hvernig öryrkjar upplifðu félagslega kerfið og sjúkratryggingar Íslands (TR) Það kemur og fram í viðtölunum hversu mikilvægt það er að allar stofnanir samfélagsins, skólakerfið og heilbrigðiskerfið vinni saman að heill og hamingju einstaklinganna. Sú stífni sem virðist endurspeglast í samskiptum við stofnanir hlýtur að vera eitthvað sem ráða þarf bót á enda held ég að kerfið hafi átt að þjónusta fólk en ekki snúast upp í andhverfu sína. Það þarf að koma til hvatning frá kerfinu til fólksins til þess að bæta stöðu sína en ekki ætti að vera ætlunin að refsa fólki fyrir sjálfsbjargarviðleitni enda hlýtur það að verða hagur alls samfélagsins að hjálpa sem flestum að komast út á vinnumarkað, hjálpa fólki til þess að hjálpa sér sjálft og verða fullgildir samfélagsþegnar. Atvinnuleysi og jafnvel í framhaldi þess, örorka fólks hefur í för með sér töluvert minni fjárráð, fólk sem fær bætur til þess að komast af hefur ekki efni á því að stunda nám í framhaldsskóla, hefur jafnvel ekki tök á námslánum þar af leiðir er þessi staða fólks hindrun þegar kemur að því að reyna að bæta stöðu sína með menntun við hæfi. Þeir sem eru með geðrænan vanda og fá endurhæfingu innan heilbrigðiskerfisins eru oft taldir skorta getu til að taka eigin ákvarðanir eða taka „rétta“ ákvörðun að mati sérfræðinga. Skjólstæðingar fá því ekki að taka þátt í ákvörðunum um eigin meðferð, fá kannski að ákveða matseðil sinn en ekki meðferðarforminu. Þessi afstaða sérfræðinga heldur skjólstæðingunum í enn lengra sambandi við sérfræðingana/stofnanir þar sem þeir læra ekki færni til að taka eigin ákvarðanir. Það getur enginn orðið sjálfstæður ef hann öðlast ekki færni til að taka mikilvægar ákvarðanir er snerta líf þeirra sjálfra. Merkingarbært val er ekki aðeins val um „hamborgara eða pylsur“ eða „heita pottinn eða sund“. Ef skjólstæðingurinn vill

Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið

undirritað samninga við átta fræðsluaðila um allt land um kennslu í tölvulæsi fyrir eldra fólk. Markhópurinn er fólk eldra en 60 ára sem vill þiggja námskeið í tæknilæsi á snjalltæki, eins og spjaldtölvur og snjallsíma. Um er að ræða sérsniðna kennslu sem hjálpar eldra fólki að nýta sér þjónustu og rafræn samskipti á netinu með það að markmiði að draga úr félagslegri einangrun, njóta afþreyingar á netinu og auka notkun á þjónustusíðum. Námskeiðin fela þannig í sér kennslu í notkun rafrænna skilríkja og vefsíðna sem nota þau, heimabanka, netverslun og fræðslu vegna samfélagsmiðla og efnisveitna. Þá verður farið yfir notkun á tölvupósti og önnur rafræn samskipti. Námskeiðin verða haldin víða og í hverjum landshluta. Gengið hefur verið frá samningi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum sem mun annast námskeið á Suðurnesjum.

salat eða fá að fara á bókasafn er hann óheppinn, hefur ekki val um annað en það sem sérfræðingarnir bjóða. Í notendastýrðri þjónustu þar sem valdefling er lykilatriði fær skjólstæðingurinn einmitt það val að taka ákvörðun sem hann vill og hentar honum, þarf ekki að taka mið af óskum sérfræðinganna. Von er mikilvægur þáttur í skilgreiningu á valdeflingu. Sá sem er vongóður trúir á mögulegar breytingar í framtíðinni og eigin árangur, án vonar getur það virst tilgangslaust að reyna. Skjólstæðingar sem tjá reiði sína eru oft greindir af sérfræðingum, að vera „í kvíðakasti“ eða „stjórnlausir“. Jafnvel þegar reiði er lögmæt og myndi teljast svo hjá „heilbrigðum“ einstaklingi og er enn eitt dæmið um það hvernig jákvæð gæði verður neikvætt þegar maður greinist með geðrænan vanda. Skjólstæðingar þurfa tækifæri til að læra um reiði, til að tjá hana á öruggan hátt og til að viðurkenna takmarkanir sínar. Mikilvægur þáttur í skilgreiningu okkar er að tilheyra hóp. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að valdefling er ferli sem hefur að gera með að upplifa tengsl við annað fólk. Það er ekki aðeins einn sem kemur og „lagar allt“ og hverfur svo á braut heldur er það sameiginlegt verkefni hópsins. Valdefling er meira en bara „tilfinning“ eða „líðan“, hún er undanfari breytinga. Þegar skjólstæðingurinn upplifir meira vald, finnst honum eða henni vera meira öryggi og upplifir meiri færni. Þessi staða leiðir til aukinnar getu til að stjórna eigin lífi, sem leiðir til enn meiri og betri sjálfsmyndar. Við höfum úrræði fyrir takmarkaðan hóp fólks með geðrænan vanda sem er Björgin en sá staður hentar ekki öllum þeim einstaklingum sem þurfa sérstakt úrræði í endurhæfingu sinn og til þess að losna úr félagslegri einangrun sem það hefur sett sig í vegna úrræðaleysis í heilbrigðiskerfinu utan höfuðborgarinnar, við erum EKKI að sinna öllum sem þurfa sérhæfða heilbrigðisþjónustu sem gæti þó verið veitt af þverfaglegu teymi heilbrigðisstofnunar og félagsþjónustu. Ég tel að við eigum að kortleggja stöðu þessa hóps, hvar liggja styrkleikar þess og er mögulegt að virkja þá og styðja til náms þar sem hæfnin og getan er til staðar. Við í Pírötum og óháðum viljum að þessi kerfi tali saman og kortleggi þarfir þessa hóps og klæðskerasníði úrræði sem hentar fólkinu því það er jú fólkið sem á að nýta þjónustuna en ekki sá sem skipuleggur hana þ.e. sérfræðingurinn. Þú skiptir máli!

vf@vf.is

Gerum góðan bæ enn betri Sverrir Auðunsson, skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Grindavík.

við þurfum sviðstjóra sem sýnir mannauðsmálum bæjarins jafn mikla athygli og fjármálastjóri sýnir kostnaðarliðum. Það eru starfsmenn bæjarins sem tryggja og framkvæma m.a. lögbundinni þjónustu til bæjarbúa. Við þurfum að hlúa betur að starfsmönnum bæjarins með því að auka fjárfestingu í þeirra starfsumhverfi, starfsþróun og starfsgildum. Ég trúi að fjárfestingarnar í mannauð Grindavíkurbæjar sé lykillinn í að bæta þjónustu og innviði bæjarins. Við erum með örugga höfn sem veitir framúrskarandi þjónustu til stærstu atvinnugreinar Grindavíkur en með aðstoð ríkisins er nauðsynlegt að við séum að skoða leiðir sem tryggir öruggari innsiglingu fyrir alla báta og skip sem vilja sækja höfnina í Grindavík. Við höfum verið að fjárfesta í íþróttamannvirkjum á svæðinu en það er ljóst að það er enn verk að vinna svo allir heimaleikir séu leiknir í Grindavík og sundlaugarsvæðið samræmist væntingum bæjarbúa. Samfélagið okkar samanstendur af mörgum ólíkum einstaklingum sem

allir hafa sína sögu að segja en það er einmitt þessi fjölbreytileiki sem gerir okkar samfélag bara litríkara. Margir af þessum einstaklingum kjósa að standa á hliðarlínunni á meðan aðrir gefa kost á sér í verkin. Þrátt fyrir það er mikilvægt að við tryggjum að við virðum hvoru tveggja og sýnum hvert öðru virðingu. Þó svo að okkar hugmyndir, skoðanir og/eða aðferðir séu ólíkar er ég viss um við eigum sameiginlega sýn og það er að bæta Grindavíkurbæ. Framundan eru breytingar á bæjarstjórninni og langar mig að þakka þeim sem frá hverfa fyrir sitt framlag, þið eigið hrós skilið fyrir vel unnin störf. Takk! Ef ég er svo lánsamur að taka sæti í bæjarstjórn fyrir hönd Framsóknar mun ég þurfa aðstoð. Ég mun biðja um hjálp, ég vona að hjálparhönd verði mér veitt þegar ég bið um hana. Ef ég er ekki að skilja málefnið nógu vel má útskýra það aftur fyrir mér svo ég geti öðlast betri skilning. Við munum ekki alltaf vera sammála en ég mun bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Þegar góðir hlutir gerast mun ég hrósa þeim sem koma að málinu og jafnframt veita uppbyggilega endurgjöf til þeirra þegar hlutirnir ganga hægt eða hreinlega ekki upp. Ég hleyp ekki frá ábyrgð, ég hef og er ávallt tilbúinn að axla og fagna ábyrgð. Mig langar að vera virkur og taka þátt í að bæta okkar samfélag, verum saman í liði, það þarf heilt samfélag til að gera Grindavík að enn betri bæ.

KJÖRFUNDUR

vegna sveitarstjórnarkosninga í Sveitarfélaginu Vogum 14. maí 2022 Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00 Kosið verður í Stóru-Vogaskóla, Tjarnargötu 2, gengið inn frá leikvelli Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga fram að kjördegi. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Eflum Suðurnesjabæ í ferða-, safna-, og menningarmálum Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir, 3. sæti D-listans í Suðurnesjabæ. Göngustígur á milli hverfa var mikil lyftistöng fyrir samfélagið og var það undirstaða sameiningu bæjarbúa. Göngustígurinn mun halda áfram allan hringinn, yfir í Reykjanesbæ og þar með verður það góð samgöngubót fyrir göngu- og hjólreiðafólk. Í Suðurnesjabæ höfum við söfn sem fræðir okkur á allan hátt, byggðasafnið segir sögu okkar bæjarbúa, bókasafnið veitir okkur upplýsingar og Þekkingarsetrið rannsakar umhverfið. Við verðum að standa vörð um söfnin okkar og eigum við að vera stolt af umhverfi okkar, sögu og menningu. Við búum í fjölmenningarsamfélagi og ætlum við að auka fjölbreytni í listaog menningarmálum svo sem tónlistarhátíð, myndlistahátíð og íþróttahátíð.

Byggjum upp atvinnulífskjarna í Reykjanesbæ Sighvatur Jónsson, 6. sæti B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi. Við fjölskyldan fluttum í Dalshverfi í Innri-Njarðvík sumarið 2018 skömmu eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Eitt af síðustu verkunum á æskuslóðunum í Vestmannaeyjum þá var einmitt að kjósa. Þegar við komum til Reykjanesbæjar blasti enn við kynningarefni Framsóknar fyrir kosningarnar. Brosmild og einbeitt andlit frambjóðenda horfðu til mín undir slagorðinu: „Við getum gert það!“ Ekki datt mér í hug þá að tæpum fjórum árum síðar yrði mér boðið að taka sæti á lista með þessu sama fólki og fleiri öflugum fulltrúum Framsóknar í Reykjanesbæ. Þegar leitað var til mín fyrr í vetur spurði ég mig að tvennu: Hvað hef ég lært af því að búa í Reykjanesbæ og hvað hef ég fram að færa til starfa fyrir sveitarfélagið? Kröftugt og fjölbreytt atvinnulíf Þegar ég flutti til Reykjanesbæjar vann ég á útvarpsstöðinni K100 og síðar sem fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Ég fjallaði um málefni Reykjanesbæjar og kynntist öflugu atvinnulífi við Keflavíkurflugvöll sem getur að sama skapi verið viðkvæmt, samanber áhrifin af falli flugfélagsins WOW air og heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í málefnaskrá Framsóknar á nýjum vef okkar www.framsoknrnb.is kemur fram að við viljum styrkja tengslin við

sjávarútveginn með landeldi á Reykjanesi og tryggja að Njarðvíkurhöfn verði nýtt enn frekar til viðhalds skipaflota landsins. Þá umræðu þekki ég vel frá Eyjum þar sem skipalyfta er of lítil fyrir stærstu skip flotans. Atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ Ég mun leggja áherslu á að atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ verði að veruleika. Ég hef verið mjög spenntur fyrir slíkum hugmyndum frá árinu 2008 þegar ég flutti aftur til Vestmannaeyja eftir tölvunarfræðinám í Danmörku. Undanfarin ár hef ég fylgst með umræðu um nýsköpunarsetur, skrifstofuhótel og ýmsa möguleika við tæknistörf á landsbyggðinni. Eftir Covidfaraldurinn eru störf án staðsetningar skyndilega orðin algengari en áður. Atvinnulífskjarni í heimabyggð styður við einstaklinga sem vinna fjarri vinnustaðnum að hluta. Sjálfur vinn ég fyrir hugbúnaðardeild Marel, ýmist í húsnæði fyrirtækisins í Garðabæ eða að heiman. Aftur vísa ég til frambjóðenda Framsóknar á auglýsingaskiltunum í Reykjanesbæ sumarið 2018 og slagorðsins: „Mengandi stóriðju burt!“ Margt hefur áunnist varðandi kísilverið í Helguvík á yfirstandandi kjörtímabili en málinu er ekki lokið. Framsókn í Reykjanesbæ vill enga mengandi stóriðju í Helguvík. Gerum gott samfélag enn betra.

Gott samfélag fyrir alla Laufey Erlendsdóttir, skipar 2. sæti á Bæjarlistanum í Suðurnesjabæ. Öll viljum við að börnin okkar vaxi og dafni vel og lifi við velferð, heilsu og hamingju. Ef foreldrar eru spurðir hvers þeir óska fyrir börn sín, eru það þættir eins og hamingja, heilbrigði, siðferði og að geta tekið virkan þátt í lífinu og samfélaginu sem foreldrum þykja mikilvægastir. Að mínu mati þurfa uppalendur, skólar og samfélagið að vinna saman að mótun einstaklingsins. Horfa þarf á þætti sem hjálpa ungmennum að dafna, eins og þrautseigju, uppbyggileg áhugamál, hæfileika, persónuleikastyrkleika auk utanaðkomandi þátta eins og stuðnings frá fjölskyldunni og góðra fyrirmynda. Að stunda reglulega hreyfingu hefur víðtæk áhrif á líðan einstaklingsins eins og við þekkjum flest. Hún hefur áhrif á andlega og líkamlega líðan, gæði svefns, sjálfstraust og hefur verndandi áhrif gegn þunglyndi og kvíða. Það er einnig mjög mikilvægt fyrir alla að eiga vini, tilheyra hópi og finna sig velkominn í hópnum. Þetta á við um fólk á öllum aldri. Því eiga allir aldurshópar að hafa aðstæður og hvatningu til að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Suðurnesjabær er heilsueflandi samfélag og snýst það um að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Auk þess á heilsa og líðan íbúa að vera í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.

Við þurfum því öll að leggjast á eitt við að skapa heilsueflandi samfélag. Foreldrar og aðrir uppalendur þurfa að vera góðar fyrirmyndir, hvort sem um ræðir í hreyfingu, mataræði, heilbrigðum lifnaðarháttum, uppbyggilegum samskiptum eða öðrum athöfnum. Besta forvörnin felst í því að læra af eigin reynslu í gegn um gleði og leik. Það er því gott að börn og ungmenni læri það snemma á lífsleiðinni að það felur í sér vellíðan að huga vel að heilsunni. Það er mun einfaldari leið en að predika um holla lifnaðarhætti. Bæjaryfirvöld þurfa hinsvegar að taka þátt í að skapa umhverfið. Aðstæður þurfa að vera góðar og hvetjandi fyrir alla að rækta útivist, hreyfingu og samveru. Því er mikilvægt að umhverfið sé vel skipulagt og hvetjandi með góðum og öruggum göngu- og hjólastígum, grænum svæðum og góðum leikvöllum. Þar kemur til ábyrgðar sveitarfélagsins. Við á Bæjarlistanum viljum setja í forgang góðar aðstæður í bæjarfélaginu okkar og auka forvarnir og hvatningu til allra aldurshópa um heilsueflandi lifnaðarhætti. Við viljum auka framboð íþróttagreina, styðja vel við íþróttafélögin í bænum, efla almenningsíþróttir og fjölga heilsueflandi úrræðum fyrir eldri borgara. Bæjarlistinn stendur fyrir faglega forystu og heilsueflandi samfélag. X-O.

Efla íbúa okkar af erlendum uppruna til að kynna sína menningu og hvetja þau til að halda viðburði. Við viljum að Samkomuhúsið í Garði verði lagfært og gert að menningarmiðstöð sveitarfélagsins og Samkomuhúsið í Sandgerði verði haldið við svo það missi ekki sjarma sinn svo stórir sem smáir viðburði geti notið sín í því húsi. Umhverfið á Garðskaga í heild er heillandi fyrir ferðamenn og fjöldinn allur sem leggur leið sína þangað til að njóta þessara einstöku náttúruperlu sem við höfum upp á að bjóða. Bæta þarf umhverfið þar til muna svo við getum verið stoltari af því svæði. Auka þarf tengingar betur sem til dæmis væri hægt með göngustíg frá gamla

Garðskagavita að Ósabotnum. Þar yrði sögunni með ströndinn gerð betur skil með skemmtilegum söguskiltum á leiðinni svo íbúar og gestir fræðist betur um sögur samfélagsins okkar. Suðurnesjabær hefur að geyma mikla sögu og menningu. Þar felast mörg atvinnutækifæri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í afþreyingu, gistingu og veitingarekstri. Svo sveitarfélagið okkar geti blómstrað í þessum málaflokkum er samvinna við íbúa mikilvægur þáttur. Hvatning og þátttaka er grunnurinn til að gera gott samfélag enn betra. Þessi málefni eru mér efst í huga, ég óska eftir þínum stuðningi.

Íþróttir sameina samfélög Birgir Már Bragason, skipar 3. sæti á lista Beinnar leiðar í komandi bæjarstjórnarkosningum. Margt gott hefur verið gert á síðasta kjörtímabili er varðar íþrótta- og tómstundamál í Reykjanesbæ. Búið er að gera vel heppnaðar endurbætur á útisvæði sundlaugarinnar, nýr gervigrasvöllur orðinn að veruleika og íþróttahús í byggingu við Stapaskóla. Þá var Bardagahöll Reykjanesbæjar tekin í notkun, ný aðstaða fyrir Borðtennisfélag Reykjanesbæjar og Golfklúbb Suðurnesja og einnig búið að tryggja siglingafélaginu Knörr aðstöðu við smábátahöfnina. Síðast en ekki síst var komið á fót frístundarútu sem keyrir yngstu börnin á æfingar. En betur má ef duga skal og nú er mikilvægt að vinna að langtímaáætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjanesbæ í nánu samráði við íþróttafélög bæjarins. Hlúa þarf vel að þeim íþróttagreinum sem þegar eru til staðar og ljúka við þær framkvæmdir sem setið hafa á hakanum. Ég sé fyrir mér að aukið samstarf milli íþróttafélaganna sem starfa hér í Reykjanesbæ geti bætt og aukið fjölbreytni þess gróskumikla starfs sem við erum svo heppin að búa við nú

þegar. Við getum verið stolt af því íþróttastarfi sem er unnið af öflugu fólki sem íbúar njóta góðs af og bæjarfélagið er þekkt fyrir. Fjölnota íþróttahús hafa víða eflt og jafnvel gjörbylt starfi íþróttafélaga. Hugmyndir um tengingu íþróttasvæða Keflavíkur og Njarðvíkur með fjölnota íþróttahúsi sem gagnast myndi fimleikadeildinni sem beðið hefur lengi eftir betri aðstöðu hugnast okkur hjá Beinni leið vel. Byggja mætti sameiginleg aðstöðu sem hýsir boltaíþróttir, fimleikadeildina, skotíþróttir, bardagaíþróttir og stuðla að fjölgun íþróttagreina til að ná til fleiri iðkenda og gefa minni og óhefðbundnari greinum aukið vægi og svigrúm. Íþróttir eru nefnilega ekki aðeins heilsusamlegar heldur sameina þær fólk og ýta undir félagsleg tengsl allra aldurshópa. Með karla- og kvennalið bæjarins bæði í körfu- og fótbolta í toppbaráttu efstu deilda ár eftir ár hefur það sýnt sig og sannað. Markvissar aðgerðir þarf til að stuðla að aukinni vellíðan og bættri andlegri heilsu allra aldurshópa og

eru íþróttir og tómstundir stór liður í því. Hvatagreiðslur hafa hækkað jafnt og þétt síðastliðin ár og mikilvægt að halda þeirri vegferð áfram. Einnig þarf að halda áfram hvatningu til eldri kynslóðarinnar um aukna virkni og hreyfingu og sér Bein leið fyrir sér að hvatagreiðslur eigi einnig að ná til þess aldurshóps. Til að styrkja okkar metnaðarfulla íþróttastarf enn frekar þarf að auka fjármagn til málaflokksins. Á meðan Reykjanesbær ver 1,2 m.kr. til íþróttaog tómstundamála ver Akureyri sem dæmi 2,3 m.kr. til sama málaflokks. Þá er nauðsynlegt að styrkja innviði íþróttahreyfingarinnar með auknum stöðugildum til að tækifæri séu til vaxtar líkt og á Akureyri þar sem 74 starfsmenn vinna að málefninu á meðan 47 sinna því hér. Við hjá Beinni leið viljum sameinast um að styðja enn frekar við íþróttafélögin í bænum og á sama tíma efla heilsu og vellíðan íbúa. Áfram Reykjanesbær!

Hreyfing og lýðheilsa Ásdís Ragna Einarsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Reykjanesbæ. Dagleg hreyfing er mikilvæg til þess að auka líkamlegan og andlegan styrk og vellíðan svo að fólki gangi betur að takst á við verkefni daglegs lífs. Það að hreyfa sig reglulega hefur fjölþættan ávinning fyrir heilsuna eins og rannsóknir staðfesta. Hreyfing minnkar líkurnar á flestum langvinnum sjúkdómum meðal annars líkurnar á að fá kransæðasjúkdóma, heilablóðfall, sykursýki af tegund 2, sumar tegundir krabbameina, stoðkerfisvandamál og geðröskun. Ávinningurinn af því að hreyfa sig takmarkast ekki við að fyrirbyggja sjúkdóma eða halda þeim í skefjum heldur eykur hreyfing líkamshreysti, vellíðan og lífsgæði almennt. Auk beinna áhrifa á heilsu og líðan geta lifnaðarhættir, sem fela í sér daglega hreyfingu, skapað tækifæri til að mynda og styrkja félagsleg tengsl. Hreyfing er einnig tengd öðrum heilbrigðum lífsháttum svo sem góðu mataræði og reykleysi og getur hjálpað til við aðrar jákvæðar breytingar á lífsháttum. Kyrrseta getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu og fjárhag fólks og það er ekki síður mikið í húfi fyrir samfélagið í heild. Rannsóknir benda til þess að meira en helmingur fullorðinna Íslendinga hreyfi sig ekki í samræmi við hreyfiráðleggingar. Tímaskortur og þreyta eru algengar skýringar fyrir lítilli hreyfingu hjá fullorðnum. Því er lögð sérstök áhersla

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

á að hreyfingin þurfi ekki að vera tímafrek eða erfið, til að hafa jákvæð áhrif á heilsu og stuðla að vellíðan nægir að stunda miðlungserfiða hreyfingu daglega í samtals hálftíma. Æskilegast er að stunda hreyfingu reglulega alla ævi en það er aldrei of seint að byrja. Umfram allt er mikilvægt að velja hreyfingu í stað kyrrsetu í daglegu lífi t.d. með því að velja göngu eða hjólreiðar sem ferðamáta eins oft og mögulegt er, þrífa heimilið, velja stigann í stað lyftunnar, ganga rösklega, synda eða skokka rólega og sinna garðvinnu. Kostir þess að takmarka kyrrsetu og stunda reglubundna hreyfingu eru ótvíræðir fyrir almenna heilsu og vellíðan. Möguleikar til hreyfingar og útivistar eru víðsvegar á Suðurnesjum og má þar nefna heilsustíga og fjölda gönguleiða í fallegri náttúru Reykjaness. Einnig er að finna fjórar hreyfistöðvar í Reykjanesbæ með fjölbreyttum útiæfingatækjum sem taka á öllum vöðvum líkamans og henta bæði fyrir unga sem aldna. Laugardaginn 7. maí næstkomandi milli klukkan 11 og 12 verður boðið upp á kennslu á útiæfingatækin í Skrúðgarðinum þar sem þjálfari frá Heilsuakademíu Keilis mun kenna bæjarbúum hvernig megi nota útiæfingatækin sér til heilsubótar.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 19

Skipulag og lóðaframboð Björn Sæbjörnsson, oddviti Sjálfstæðismanna og óháðra í Sveitarfélaginu Vogum. Ég tel mjög mikilvægt að í okkar sveitarfélagi sé ávallt nægt framboð lóða til úthlutunar og hefur D-listinn alltaf talað fyrir því og lagt á það áherslu. Hugsa þarf vel fram í tímann og haga deiliskipulagi þannig að nóg framboð sé og sveitarfélagið geti úthlutað lóðum eins og þörf krefur. Það er ekkert launungarmál til að hagur okkar fari að batna verðum við að hafa þetta grundvallaratriði í lagi. Þau svæði sem við horfum til núna er lágreist einbýlis og raðhúsabyggð ofan við dalahverfi (ÍB-5) og hafnarsvæðisins (Íb-6) þar sem við sjáum fyrir okkur blandaða byggð þjónustu og íbúða í fjölbýli. Við viljum sjá endurvinnslustöð Kölku við Jónsvör flutta á iðnaðarsvæðið, gamla vigtarskúrinn víkja og skipuleggja svæðið sem eina heild. Sveitarfélagið eignaðist Kirkjuholtið á síðasta ári og búið er að deiliskipuleggja svæðið fyrir íbúðabyggð og útivistarsvæði að hluta. Þessu var lokið í september og fæ ég ekki skilið af hverju er ekki búið að úthluta þessum lóðum nú þegar næg er eftirspurnin. Mjög mikilvægt er líka að ná samkomulagi við meðeigendur okkar á óskiptu heiðarlandi Voga svo hægt sé að úthluta atvinnulóðum og sveitalagið

geti skipulagt sína framtíðaruppbyggingu til lengri tíma. Við horfum líka til strandarinnar og Hvassahrauns og viljum gera fólki kleift að búa á þessum svæðum og eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Við höfum barist fyrir því á liðnu kjörtímabili að taka fyrstu skrefin í þessa átt í vinnu við endurskoðun aðalskipulags. Þar höfum við viljað fá frístundabyggðinni í Breiðagerði breytt í íbúðabyggð dreifbýli. Við höfum ekki haft erindi sem erfiði þrátt fyrir að allir þeir sem skiluðu inn athugasemdum og búa á svæðinu hafi viljað sjá þessa breytingu. Einnig voru lögfræðileg álit fengin sem sögðu að ekkert væri þessu til fyrirstöðu. Með því að hafna þessu koma þeir íbúar sem þarna búa áfram til með að borga sína skatta til annara sveitarfélaga þar sem þeir neyðast til að hafa lögheimili og engir nýir bætast í hópinn. Fordæmin eru til staðar í Brunnastaðahverfi. Þegar horft er lengra til framtíðar teljum við að Flekkuvíkin sem nú er skilgreind sem iðnaðarsvæði ætti að fara undir íbúðabyggð og líklega er það svæði eitt af þeim bestu nágrenni höfuðborgarsvæðisins þegar fram líða stundir.

Íþróttamál til framtíðar! Gísli Jónatan Pálsson, skipar 5. sæti á framboðslista Framsóknar í Suðurnesjabæ. Elvar Þór Þorleifsson, skipar 6. sæti á framboðslista Framsóknar í Suðurnesjabæ. Hvernig eigum við að haga stefnumótun okkar og framtíðarsýn? Verðum við ekki fyrst og fremst að skapa festu og fagleg vinnubrögð við áætlanagerð sveitarfélagsins. Þannig náum við fram betri nýting á fjármunum og sem skynsamlegustu uppbyggingu á innviðum og þjónustu. Við í Suðurnesjabæ verðum að ná saman um félags- og umhverfisleg tengsl á milli byggðakjarnanna, hvernig þau eigi að þróast. Við verðum ekki síst að ná saman um fjárhagslegar áherslur í því sambandi. Hvar sjáum við uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir okkur? Við stöndum á tímamótum hvað varðar

mótun á okkar ört stækkandi bæjarfélagi. Við í Framsókn viljum að teknar verið ákvarðanir vegna þessa með hag allra bæjarbúa til hliðsjónar. Við teljum að hugsun um fjölnota íþróttahús í Suðurnesjabæ vera afskaplega rómantíska en jafnframt verðum við sjá fyrir okkur hvort við eigum raunverulegt bolmagn til að reisa og reka slíkt hús. Það er klárt mál að börnin okkar í sameiginlegu liði Reynis/Víðis eru að dragast aftur úr. Við missum unga iðkendur yfir í önnur bæjarfélög. Gervigrasvöllur í Garði eða Sandgerði er nú í valkostagreiningu. Það mun fara fram samanburður á þeim

kostum, m.a. er varðar útfærslu, áætlaðan stofnkostnað og annað sem þarf að liggja fyrir við samanburð allra kosta, s.s. greining á rekstrarkostnaði. Við í Framsókn viljum taka samtalið við íbúa og atvinnulíf um samstarf við uppbyggingu eftirsóknarverðar aðstöðu og komast að niðurstöðu með samvinnu. Fjöldi fólks hefur flutt sig frá höfuðborgarsvæðinu í rólegra og fjölskylduvænna sveitarfélag, Suðurnesjabæ og fögnum við nýjum íbúum. Við viljum tryggja þátttöku allra til samtals. Núna er tækifærið til þess!

Erfitt val ... og þó Svanur G. Þorkelsson, leiðsögumaður, skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjanesbæ. Bæjarstjórnarkosningarnar nálgast í Reykjanesbæ sem annars staðar á landinu og þeir sem ekki eru búnir að lofa sínu atkvæði eða ætla að kjósa flokkinn sinn sem þeir hafa kosið síðan þeir fengu kosningarétt, eiga erfitt verk fyrir höndum. Þegar farið er yfir þær stefnuskrár sem birtar hafa verið og málflutningur þeirra sem ekki hafa birt neina stefnuskrá, er athugaður, kemur í ljós að málefnin eru afar áþekk ef ekki eins hjá öllum sem í framboði eru. Auðvitað er auðvelt að telja þá frá sem fyrirgert hafa sínu tilkalli til að vera í framboði með því einu að kenna sig við ákveðna flokka og fara þar fremstir stjórnarflokkarnir sem eru nýbúnir að ræna þjóðina, og þá einnig íbúa Reykjanesbæjar, miklum fjármunum með því að selja ættmennum sínum eina af bestu mjólkurkú landsmanna. En þeir sem hvergi komu þar nálægt geta staðið uppréttir og talað keikir um fleiri atvinnutækifæri, betri læknisþjónustu, örlátari framlög til íþrótta og grænt líf, eins og þeir gerðu fyrir fjórum árum, án þess að þurfa skammast sín fyrir það eitt að bjóða fram í nafni stjórnarflokks.

Af þeim hafa Píratar samt nokkra sérstöðu. Þeir eru eina framboðið sem talar fyrir algjöru gagnsæi stjórnsýslunnar og hafa frá upphafi verið fylgjandi rafrænni kosningu íbúa bæjarins um öll stærri mál. Önnur framboð hafa reyndar nú apað íbúakosninguna eftir Pírötum og er það vel, gott er gott, hvaðan sem það kemur. Þegar að stærsti hluti tíma fólks fer í að hafa í sig á er ekki von að fólk geti sett sig inn í öll mál sem stjórnsýsla bæjarfélagsins verður að eiga við á hverjum tíma. En er ekki betra að hafa í bæjarstjórn einhvern málsvara þess að þau mál sem verulega skipta alla máli, verði borin undir bæjarbúa? Og er ekki betra að hafa einhvern eða jafnvel einhverja í bæjarstjórn sem telja það óskoraðan rétt allra bæjarbúa að geta fengið að vita hvað er í bígerð og hvað er í raun og veru verið að undirbúa, hvað hlutirnir kosta og hvaðan peningarnir koma, ef og þegar þeir hafa áhuga á að kynna sér málin. Ef þú ert sammála því, þá skora ég á þig að setja X við P þann 14. maí næstkomandi.

Fjölskyldan fyrst! – Vinnum markvisst að því að gera Reykjanesbæ að fjölskylduvænu sveitarfélagi Birgitta Rún Birgisdóttir, skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Í síðustu grein minni kynnti ég til sögunnar stefnuáherslu sem hefur það að markmiði að flétta fjölskyldusjónarmið inn í allar meiriháttar ákvarðanir bæjarstjórnar. Takmarkið er að ráðstafanir og allar meiriháttar ákvarðanir bæjarstjórnar taki mið af fjölskyldum (í fjölbreyttum skilningi þess orðs). Í þessum stutta pistli langar mig að nefna til sögunnar nokkur verkefni sem nauðsynlegt er að skoða með hagsmuni fjölskyldna í huga. Það er ljóst að atvinnulífið og skólastarf í víðum skilningi þarf að tengja vel saman. Skólarnir okkar og leikskólar sinna mikilvægustu verkefnum samfélagsins: að undirbúa börnin okkar fyrir bjarta framtíð. En á sama tíma og skólarnir sinna þessu mikilsverða verkefni þá gera þeir líka foreldrum kleift að leggja stund á vinnu (og eða nám) sér og samfélaginu til hagsbóta. Þetta þarf að tengja enn betur saman. Þarna þarf að taka ákvarðanir sem hafa jákvæð áhrif á fjölskyldur. Það er algjör forsenda fyrir fjölskylduvænu samfélagi að boðið sé upp á leikskólapláss fyrir börn frá átján mánaða aldri. Það eykur þroska þeirra og á sama tíma gefur það foreldrum

tækifæri á að sækja fyrr út á vinnumarkaðinn. Félagsmiðstöðvar gegna mikilvægu hlutverki í að efla félagsþroska barna og ungmenna. Þær þjóna ekki tilgangi sínum nema þær séu aðgengilegar fyrir börn hvar sem þau búa í sveitarfélaginu. Við leggjum því áherslu á að félagsmiðstöðvar verði opnaðar í sem flestum hverfum sveitarfélagsins, t.d. í samvinnu við grunnskólana. Skipuleggja þarf frístundaakstur og strætisvagnaferðir með þarfir skóla-, íþrótta- og tómstundastarfs í huga. Hér skiptir lykilmáli að rýna í það hvernig verkefnið hefur gengið og ræða við foreldra, starfsfólk á þessu sviði en ekki síst börnin sjálf. Hvernig hefur til tekist og hvernig er hægt að gera enn betur? Síðast en ekki síst þrífast fjölskyldur ekki nema þær hafi bolmagn til að framfleyta sér. Kröftugt og fjölbreytt atvinnulíf gegnir þar lykilhlutverki. Líka skattaumhverfi sem tekur tillit til hagsmuna fjölskyldna. Í báðum tilfellum leikur sveitarfélagið mikilvægt hlutverk. Allt þetta þarf að skoða út frá sjónarhorni fjölskyldna. Fjölskyldan fyrst!

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga er hafin. Frá og með fimmtudeginum 28. apríl verður unnt að greiða atkvæði utan kjörfundar á eftirfarandi stöðum og tímum: Reykjanesbær, á skrifstofu sýslumanns að Vatnsnesvegi 33, virka daga frá klukkan 08:30 til 19:00. laugardagana 30. apríl og 7. maí frá klukkan 10:00 til 14:00, laugardaginn 14. maí frá klukkan 10:00 til 17:00 (einungis fyrir kjósendur utan umdæmis).

Sveitarfélagið Vogar, á skrifstofu sveitarfélagsins að Iðndal 2, mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 8:30 til 15:30, föstudaga frá klukkan 8:30 til 12:30.

Suðurnesjabær, á skrifstofu sveitarfélagsins að Sunnubraut 4, Garði mánudaga til fimmtudaga klukkan 9:30 til Grindavíkurbær, á skrifstofu sveitarfélags- 15:00 föstudaga klukkan 9:30 til 12:30. ins að Víkurbraut 62 (verslunarmiðstöð), virka daga frá klukkan 9:30 til 15:00. Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini). Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna íbúakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði, sem fram fer samhliða kosningum til sveitastjórna, fer einnig fram á fyrrgreindum stöðum og tímasetningum.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 26. apríl 2022 Ásdís Ármannsdóttir


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Hópurinn heimsótti fjölmörg fyrirtæki og félagskonur m.a. Paloma, Vigt, Bryggjan, VP Verkstæði, Benchmark Genetics, Torfæru og Rallycross útgerðin, Orkustöðina, HS veitur, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum MSS, Trendport og Duus hús.

sport

Vel heppnuð vorferð Suðurnesjadeildar FKA Sextíu konur í Suðurnesjadeild Félags kvenna í atvinnulífinu Atvinnurekendadeild Félags kvenna í atvinnulífinu (AFKA) fór í sína árlegu vorferð á dögunum sem heppnaðist mjög vel í alla staði og var áfangastaðurinn Suðurnesin þetta árið. „Það er ekkert annað en magnað að fylgjast með landsbyggðadeildum FKA springa út. Þessi vegferð kvenna á Suðurnesjum er einstök og virkilega gaman að fá að taka þátt í að skapa og endurskapa og ekki síst kortleggja tækifærin í deild sem telur hátt í sextíu konur og stækkar hratt,“ segir Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður FKA Suðurnes, fyrsti kvenformaður stjórnar HS Veitna, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og hjúkrunarfræðingur.

Nýjasta deild FKA er á Suðurnesjum Nýjasta deild FKA er á Suðurnesjum og þar er lögð áhersla á nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra kvenna á svæðinu með jákvæðni, seiglu og útsjónarsemi. „Með því að efla þátt kvenna í samfélaginu, eflum við okkur öll,“ segir Guðný en með henni er Fida Abu Libdeh varaformaður FKA Suðurnes í forsvari með félagsdeildina.

Styrkleikar í fjölbreytileikanum Dagskráin var þétt sem náði yfir tvo daga og gisti hópurinn á Hótel Keflavík. Viðburðurinn er hugsaður sem tengslamyndun og vettvangur til að styðja við kvenleiðtoga í að sækja fram og auka þátttöku og sýnileika í atvinnulífinu. Farið var í heimsóknir í fjölmörg fyrirtæki á Suðurnesjum, m.a. í Grindavík og Reykjanesbæ þar sem hópurinn fékk kynningu á starfsemi þeirra. Nokkrir stjórnendur og sérfræðingar hjá sveitarfélaginu Reykjanesbæ tóku á móti hópnum í bíósal Duus húsa í lok dags á laugardeginum og kynntu sín störf og helstu verkefni. „Við þurfum að nýta okkur styrkleikana sem felast í fjölbreytileika samfélagsins á Suðurnesjum með því að styðja konur í að sækja fram og sameina þær til aukins sýnileika og þátttöku,“ segir Guðný.

kynntust og áttu góða daga saman og skemmtilegt kvöld. Það voru þær Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir verkefnastjóri gæðamála, Ásdís Ragna Einarsdóttir verkefnastjóri lýðheilsumála, Ásta Kristín Guðmundsdóttir, teymisstjóri alþjóðlegrar verndar og samræmdrar móttöku flóttafólks, Eydís Rós Ármannsdóttir verkefnastjóri Velferðarnets – Sterkrar framlínu, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála og Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu sem allar eru félagskonur í FKA. Félagskonur FKA voru að sögn Guðnýjar heillaðar af útgeislun hópsins, þeirri sýn sem kynnt var og þeirri heildrænu nálgun þar sem unnið með margbreytileikann.

Atvinnusköpun og tækifærin

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari karlaliðs Grindavíkur, segist vera brattur fyrir átökin í Lengjudeildinni í sumar. Alfreð tók við Grindavík síðasta haust en hann er sjálfur uppalinn Grindvíkingur, lék um 40 leiki í efstu deild með félaginu og skoraði fimm mörk.

„Það var frábært að fá félagskonur af landinu í Reykjanesbæ og deildin hér á Suðurnesjum þakkar AFKA konum kærlega fyrir heimsóknina og frábæra ferð,“ segir Guðný Birna. Félagskonur FKA heimsóttu konur,

Það voru þær Aðalheiður Júlírós, Ásdís Ragna, Ásta Kristín, Eydís Rós, Halldóra, Hilma og Þórdís Ósk, sem allar eru félagskonur í FKA, sem kynntu heilsueflandi og metnaðarfulla heildarsýn á verkefni í Reykjanesbæ, sem höndlar með margbreytileikann og ferskar nálganir.

Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica og varaformaður FKA Suðurnes, og Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður FKA Suðurnes.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 21

Við viljum endur­ spegla bæjarfélagið okkar og sýna vinnusemi, einbeitingu og dugnað [...] Svo þegar við byrjum að vinna leikina þá fjölgar í fallegu stúkunni okkar ... Alfreð ásamt þjálfarateyminu á þessari leiktíð. F.v: Maciej Majewski, Milan Stefán Jankovic, Alfreð Elías Jóhannsson, Vladimir Vuckovic og Óttar Guðlaugsson.

Betra lið í hverri viku

Alfreð hóf þjálfaraferilinn með GG árið 2006 og hefur þjálfað lið Ægis í Þorlákshöfn, ÍBV, BÍ/Bolungarvík og síðustu fimm ár var hann með kvennalið Selfoss sem hann gerði meðal annars að bikarmeisturum árið 2019. Nú má segja að Alfreð sé kominn heim en hann gerði þriggja ára samning við Grindavík síðasta haust og segir undirbúningstímabilið hafa gengið mjög vel. „Ég er bara brattur fyrir tímabilið, þetta er það sem við erum búnir að vera að æfa fyrir í allan vetur og erum fullir eftirvæntingar fyrir fyrsta leik,“ sagði Alfreð þegar Víkurfréttir heyrðu í honum en keppni í Lengjudeildinni hefst nú í vikunni. „Liðið er að slípast til og verið að fínstilla. Við erum búnir að vera að prófa alls kyns útfærslur og leikmenn í vetur en nú held ég að þetta sé að smella saman.“

Vilja endurspegla bæinn sinn Þið hljótið nú að stefna á sæti í efstu deild, er Grindavík ekki lið sem á heima þar? „Jú, að sjálfsögðu finnst okkur að Grindavík sé lið sem eigi heima í efstu deild og við munum gera okkar besta til að tryggja Grindavík sæti þar. Við viljum endurspegla bæjarfélagið okkar og sýna vinnusemi, einbeitingu og dugnað.“ Alfreð segir að stemmningin í bænum sé mjög jákvæð og hann skynji mikinn stuðning. „Við héldum stuðningsmannakvöld um daginn, vorum með sameiginlegt fyrir karla-, kvennaliðið og GG. Það er í fyrsta

sinn í langan tíma sem við höldum þetta saman og það heppnaðist mjög vel, var vel sótt og fólk skemmti sér vel saman. Ég hef ekki fundið fyrir neinu nema góðvild og hlýju frá bæjarbúum sem hlakka til tímabilsins eins og við. Svo þegar við byrjum að vinna leikina þá fjölgar í fallegu stúkunni okkar.“ Nú mætið þið Aftureldingu á útivelli í fyrsta leik. Hvernig leggst sá leikur í þig? „Bara vel, við erum fullir tilhlökkunar að byrja – það verður gaman að sækja þrjú stig í Mosfellsbæ,“ segir Alfreð að lokum.

Hver eru markmið sumarsins hjá ykkur Grindvíkingum? „Markmiðið er að verða betra lið í hverri viku, bæta okkur sem leikmenn og lið. Þú færð mig ekki til að segja hvort við ætlum upp eða niður. Við munum einblína á okkur, leggja okkur fram við að bæta eigin leik, gera okkar besta og svo teljum við upp úr pokanum í haust.“

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Markaskorarinn Sigurður Bjartur Hallsson skipti yfir í KR eftir síðasta tímabil og Alfreð segir að eðlilega muni Grindvíkingar sakna krafta hans. „Hann skoraði sautján mörk í fyrra, næstum helming allra marka liðsins – en nú þurfa aðrir leikmenn að stíga upp og taka boltann. Við þurfum að dreifa mörkunum á fleiri – ekki treysta á einhvern einn.“

5.-7. MAÍ

GOLFSKÓDAGAR Í SKÓBÚÐINNI HAFNARGÖTU 29

Nýliðakynning hjá Golfklúbbi Suðurnesja

VILTU KYNNA ÞÉR GOLF OG FÁ AÐ PRÓFA?

20

% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM GOLFSKÓM

SÉRFRÆÐINGUR VERÐUR Á STAÐNUM FIMMTUDAGINN 5. MAÍ

Þann 9. maí hefjast nýliðakynningar hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Sigurpáll Geir Sveinsson, PGA golfkennari og íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja, ásamt leiðbeinanda, mun kynna golfíþróttina fyrir áhugasömum ásamt því að fara yfir grunnatriði golfsveiflunnar ásamt púttum og vippum. Námskeiðin miða að þeim sem langar að prófa golf eða eru að skríða sín fyrstu skref í íþróttinni. Miðað er við nýliða og þá sem hafa ekki náð 35 í forgjöf. Námskeið 1. 9. og 10. maí kl. 19.30–20.30. Námskeið 2. 9. og 10. maí kl. 20.30–21.30. Námskeið 3. 16. og 17. maí kl. 19.30–20.30. Námskeið 4. 16. og 17. maí kl. 20.30–21.30. Námskeið 5. 23. og 24. maí kl. 19.30–20.30. Námskeið 6. 23. og 24. maí kl. 20.30–21.30. Námskeiðið kostar aðeins 7.000 kr. og eru kúlur og áhöld innifalin. Fyrir þá sem síðan ganga í golfklúbbinn fæst gjaldið endurgreitt. Skráning er hafin á www.sportabler.com/shop/gs

Takmarkað sætaframboð!


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

GRÆNA HJÖRÐIN LÉT SITT EKKI EFTIR LIGGJA

Það er óhætt að segja að Njarðvík sé ríkt af stuðningsfólki. Græna hjörðin styður dyggilega við bakið á sínu liði og stemmningin í Ólafssal var engu lík en met var slegið í fjölda áhorfenda á úrslitaviðureign Hauka og Njarðvíkur – alls 1.378 áhorfendur sáu leikinn og sannarlega létu áhangendur Njarðvíkur heyra vel í sér þótt þeir væru aðeins um fjórðungur salar. Engin spurning að það hafði sitt að segja og hjálpaði liðinu til sigurs.

Ljónynjurnar fóru alla le

Kamilla Sól Viktorsdóttir fagnar góðri körfu.

Lára Ösp Ásgeirsdóttir bætti leik sinn verulega eftir því sem leið á tímabilið. Hún var með tvo stolna bolta gegn Haukum. Vilborg Jónsdóttir, fyrirliði Njarðvíkinga, naut þess að spila úrslitaleikinn en þetta var hennar síðasti leikur með Njarðvík í bili þar sem hún heldur vestur um haf og hefur háskólanám í Bandaríkjunum í haust.

Helena Rafnsdóttir átti sterka innkomu í úrslitaleikinn, gerði mikilvæg stig og stal boltanum þrisvar sinnum. Helena heldur í nám til Bandaríkjanna í haust og eftir leik sagði Helena Víkurfréttum að hún ætlaði að bæta sig sem leikmann og snúa aftur til Njarðvíkur. Mamma fyrirliðans gat ekki haldið aftur af tárunum þegar leiknum lauk.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, afhenti Njarðvíkingum ávísun fyrir afrekið og Kristín Örlygsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, gaf leikmönnum blóm sem þakklætisvott fyrir frábært tímabil.

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, var ákaflega stoltur af frammistöðu stelpnanna sem voru nýliðar í deildinni.

SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

Aliyah Collier var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar og er vel að þeim titli komin en Collier var Njarðvíkingum gríðarlega mikilvæg og óx henni ásmegin eftir því sem leið á tímabilið.


TIL HAMINGJU NJARÐVÍK ÍSLANDSMEISTARAR KVENNA 2022

HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI SUÐURNESJA EHF

FITJABRAUT 12 • 260 REYKJANESBÆ • SÍMAR 421-1399 / 861-1379 / 862-6962


Áríðandi vegna næsta blaðs Kosningablað Víkurfrétta kemur út í næstu viku. Blaðið verður aðgengilegt á vef Víkurfrétta í rafrænu formi á þriðjudagskvöld og í prentaðri útgáfu á miðvikudag. Opið er fyrir móttöku aðsendra greina til hádegis á mánudag. Athugið að aðeins er tekið á móti einni grein til birtingar á prenti frá hverju framboði. Allar greinar sem berast umfram verða eingöngu birtar á vef Víkurfrétta, vf.is. Aðsendar greinar á að senda á póstfangið vf@vf.is. Auglýsingar í kosningablaðið berist á póstfangið andrea@vf.is. Framboð eru beðin um að bóka auglýsingapláss tímanlega fyrir næsta blað.

Vilja útboð um rekstur heilsugæslu á Suðurnesjum Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem Alþingi ályktar að heilbrigðisráðherra feli Sjúkratryggingum Íslands að bjóða út rekstur heilsugæslu á Suðurnesjum. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Guðrún Hafsteinsdóttir. Með því að bjóða út rekstur annarrar heilsugæslustöðvarinnar er tryggt að heimilislæknum standi einnig til boða að reka eigin þjónustu eins og aðrir sérfræðilæknar hafa kost á. Leiða má líkur að því að auknir valmöguleikar hvað varðar rekstrarform hafi í för með sér að auðveldara verði að fá heimilislækna til starfa á Suðurnesjum. Sem kunngut er hefur reynst erfitt að fá sérfræðinga, hvort sem er á sviði læknisfræðinnar eða annarra sérfræðigreina, til starfa á landsbyggðinni og því mikilvægt að gera starfsumhverfi þeirra eins fjölbreytt og aðlaðandi og unnt er. „Nú eru tæplega 30.000 íbúar á þjónustusvæði HSS og um er að ræða fjórða stærsta sveitarfélag landsins. Almennt er miðað við að að baki hverri heilsugæslustöð séu um 12.000 íbúar. Þannig ættu í raun að vera þrjár heilsugæslustöðvar á Suðurnesjum. Nú er þar ein bráðamóttaka og ein heilsugæslustöð á Suðurnesjunum öllum. Það er

skortur á heilbrigðisstarfsfólki og gríðarlegt álag. Það er óviðunandi staða og það er mat okkar flutningsmanna að mikilvægt sé að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fái aukið rými til að sinna sinni lögbundnu þjónustu Kostir einkarekinna heilsugæslustöðva eru ótvíræðir og því full ástæða til þess að bjóða ekki einungis upp á þann kost á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig tryggja landsbyggðinni möguleika á að nýta sér þjónustu þeirra,” segir Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni kemur fram að reynslan af einkareknum heilsugæslustöðvum hafi verið góð og njóta þær almennt meira trausts en aðrar, sbr. þjónustukönnun Maskínu fyrir allar heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2019. Heilsugæslustöðvarnar eru nítján talsins. Þar kom fram að allar fjórar einkareknu heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu voru mjög ofarlega á lista yfir þær heilsugæslustöðvar sem nutu mests trausts, eða í efstu sjö sætunum. Í sömu könnun var spurt um ánægju sjúklinga með þá þjónustu sem heilsugæslustöðvarnar buðu upp á og var niðurstaðan afgerandi. Einkareknu heilsugæslustöðvarnar röðuðu sér í fjögur efstu sætin.

Varðskipið Þór kemur til hafar í Keflavík. VF-mynd: Hilmar Bragi

Varðskipin fá heimahöfn í Njarðvík „Það er álitlegur kostur að útvega Landhelgisgæslunni aðstöðu fyrir varðskip á Suðurnesjum. Forsendan fyrir því eru þær úrbætur sem ráðast þarf í á hafnaraðstöðunni og ég er bjartsýnn á að þær framkvæmdir gangi eftir í góðu samstarfi allra aðila,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Landhelgisgæslan hefur í vetur skoðað hugmyndir um hafnaraðstöðu fyrir varðskip Landhelgisgæslunnar utan Reykjavíkur. Í janúar á þessu ári fékk Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, Vilhjálm Árnason, þingmann til þess kanna möguleika á slíku á Suðurnesjum. Vilhjálmur leiddi viðræður Landhelgisgæslunnar og stjórnar Reykjaneshafnar um

þann möguleika að nýta Njarðvíkurhöfn fyrir varðskip Landhelgisgæslunnar. Dómsmálaráðherra hefur tekið þá ákvörðun að Landhelgisgæslan fari þessa leið að því tilskyldu að samningar náist við sveitarfélagið um nauðsynlegar úrbætur og aðgerðir sem ráðast þarf í á hafnarsvæðinu. Undanfarin ár hefur þrengt að varðskipum Landhelgisgæslunnar í Reykjavík vegna aukinnar umferðar skemmtiferðaskipa. Landhelgisgæslan hefur því lengi horft til þess að komast í varanlega aðstöðu með skipakost sinn þar sem hægt er að tryggja öryggi og starfsaðstöðu bæði fyrir áhafnir og þann búnað sem þarf til reksturs varðskipanna.

Opið hús hjá slökkviliðinu Ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja við Flugvelli í Reykjanesbæ verður sýnd almenningi um komandi helgi. Opið hús verður hjá Brunavörnum Suðurnesja laugardaginn 7. maí og sunnudaginn 8. maí kl. 13:00 til 16:00 báða dagana. Þar býðst Suðurnesjafólki að koma og skoða húsakostinn og tækjabúnað slökkviliðsins.

Mundi Njarðvíkingar munu verja Íslandsmeistaratitilinn með varðskipum ...

Bylgja ráðin skólastjóri í Sandgerði Bylgja Baldursdóttir, settur skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Sandgerðisskóla, hefur verið ráðin skólastjóri Sandgerðisskóla. Alls bárust sex umsóknir um starfið sem var auglýst nýverið. Umsækjendur um stöðu skólastjóra Sandgerðisskóla: Anna Björg Ingadóttir, skólastjóri. Bylgja Baldursdóttir, skólastjóri. Gerður Ólína Steinþórsdóttir, kennari. Hannesína Scheving Skarphéðinsdóttir, kennari. Vera Steinsen, tónlistarkennari og Þórdís Sævarsdóttir, fyrrv. skólastjóri.

Við boðum breytingar fyrir þig

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ Vertu velkomin(n) í vöfflukaffi eldri íbúa að Hafnargötu 64, laugardaginn 7. maí kl. 12:00 - 14:00


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.