__MAIN_TEXT__

Page 1

magasín SUÐURNESJA

á Hringbraut og vf.is öll fimmtudagskvöld kl. 20:30

Háhraða internet og hágæða sjónvarp

MENNING

EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.890 kr/mán.

■ FIÐLARINN Á ÞAKINU

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

■ MÁR OG SÖNGUR FUGLSINS ■ HLJÓMLIST ÁN LANDAMÆRA

fimmtudagur 28. mars 2019 // 13. tbl. // 40. árg.

Íbúar Suðurnesja sitji við sama borð Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar um stöðu sveitafélagana á Suðurnesjum og vonar að hún nái fram að ganga. Þetta kemur fram í tillögu sem samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. „Eins og fram kemur í tillögunni er staða Suðurnesja um margt sérstök og miklar sveiflur verið í atvinnulífi. Íbúafjölgun síðustu ár hefur verið fordæmalaus með tilheyrandi álagi á félagslega innviði, ekki síst þá sem eru á forræði ríkisins s.s. heilbrigðisþjónustu, löggæslu, framhaldsskóla, vegakerfi o.fl. Fulltrúar sveitarfélaganna ásamt forsvarsmönnum helstu ríkisstofnanna á Suðurnesjum hafa fundað með þingmönnum, ráðherrum, ráðuneytisstjórum og öðrum fulltrúum

ríkisins og vakið athygli á þeim margvíslegu áskorunum sem opinberar stofnanir, bæði ríkis og sveitarfélaga, standa frammi fyrir. Málflutningur Suðurnesjamanna hefur fengið góðar undirtektir en efndir og viðbrögð látið á sér standa. Á meðan hefur íbúum fjölgað enn frekar og staðan versnað. Furðu sætir að þrátt fyrir að gerðar hafi verið breytingar á úthlutun úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga með tilliti til vaxtarsvæða hefur dregið úr fjárveitingum til ríkisstofnanna á svæðinu á sama tíma. Bæjarstjórn

Reykjanesbæjar vill einnig benda á að tillagan er í megindráttum í samræmi við verkefnismarkmið um vaxtarsvæði núgildandi byggðaáætlunar og þegar hefur verið samþykkt á Alþingi. Því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að hefja vinnu sem miðar að því að gera ríki og sveitarfélög færari um að bregðast við þenslu á vaxtarsvæðum án tafar. Íbúar á Suðurnesjum fara fram á að sitja við sama borð og aðrir landsmenn enda eiga nýir íbúar sama tilkall og rétt til opinberrar þjónustu óháð fyrri búsetustað. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa lagt sig fram um að sinna þeim skyldum og verkefnum sem þeim ber, með tilheyrandi uppbyggingu félagslegra innviða, og gera þá kröfu að ríkið geri slíkt hið sama,“ segir orðrétt í tillögunni sem var samþykkt samhljóða eins og fyrr greinir.

Atvinnuleysistölur hækka -Um 850 manns án vinnu á Suðurnesjum í lok mars

Sundurtætt stokkönd við Afreksbraut í Reykjanesbæ.

Fálki tætti í sig stokkönd á Afreksbraut

Vígalegur fálki hefur gert sig heimakominn að undanförnu í Móa- og Hlíðarhverfi Reykjanesbæjar en einnig hefur sést til hans á flugvallarsvæðinu. Fálkinn situr oftast á ljósastaur og mænir haukfráum augum á umhverfið í leit að bráð en auk þess fylgist hann með daglegu flugi stokkanda, sem færa sig reglulega á milli Fitja og Miðnesheiðar. Ein slík varð fálkanum að bráð á ferð sinni yfir Afreksbraut í Reykjanesbæ nýverið og gæddi hann sér í mestu makindum á andabringunum við bílastæðin. Þegar yfir lauk var lítið annað eftir af öndinni en haus og fiður eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Það var Valur Ketilsson sem myndaði fálkann sem stóð á öndinni í orðsins fyllstu merkingu og tætti fuglinn í sig. Þriðju myndina af fálkanum tók Sigurður B. Magnússon þar sem fálkinn stóð vaktina í brautarljósunum á Keflavíkurflugvelli.

Um 850 manns á Suðurnesjum voru á atvinnuleysisskrá 25. mars sl. samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar eða 5,1%. Hildur Gísladóttir, forstöðumaður stofnunarinnar á Suðurnesjum segir að það hafi orðið veruleg breyting síðustu tvo mánuði síðasta árs en síðan hafi bæst á atvinnuleysisskrána jafnt og þétt. Í febrúar bættust við 154 einstaklingar og 26. mars voru komnir rúmlega eitthundrað til viðbótar. Af þeim 850 manns sem nú þegar eru á atvinnuleysisskrá eru um 500 manns útlendingar. Langflestir koma frá fyrirtækjum og aðilum sem tengjast ferðaþjónustu.

til baka. Fari illa hjá WOW er ekki ólíklegt að sá hópur missi vinnuna. Airport Associates er einn af stærstu kröfuhöfum WOW en það ásamt fleiri stórum kröfuhöfum samþykkti að breyta skuldabréfum í hlutafé. Sigþór Skúlason, forstjóri félagsins sagði við visir.is í vikunni að það væri samdómaálit körfuhafa að það hafi verið heillavænlegri leið en að WOW færi í þrot. Tölur úr rekstri WOW sýni algjöra umbreytingu á rekstri félagsins undanfarna mánuði og rekstrarhöfur séu góðar.

Ljóst er að komi til gjaldþrots WOW air mun það hafa veruleg áhrif á Suðurnesjum en mest hjá Airport Associates sem hefur verið stærsti þjónustuaðili WOW á svæðinu. Fyrirtækið sendi út nærri þrjúhundruð uppsagnarbréf í nóvember síðastliðinn en dró svo um 200

Marstilboð - Fljótlegt og gott 50%

54%

Fálkinn stendur vaktina í flugbrautarljósunum á Keflavíkurflugvelli.

69 kr/stk

áður 149 kr

Fálkinn stendur á öndinni og undirbýr máltíð dagsins.

Coca Cola 3 tegundir, 33cl

40%

149 kr/stk

áður 299 kr

Hnetuvínarbrauð Myllan

Opnum snemma lokum seint

479 kr/pk

áður 798 kr

Pulled pork hamborgari Stjörnugrís, 2x120g

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnarbraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. mars 2019 // 13. tbl. // 40. árg.

Breytingar á eig­ endahópi HS Orku Innergex Renewable Energy Inc. hefur gengið frá samningi um sölu á öllum hlutum í félagi sínu, Magma Energy Sweden A.B., sem er eigandi 53,9% hlutar í HS Orku hf. Kaupverðið er sagt 304,8 milljónir bandaríkjadollara eða um 37 milljarða króna. Kaupandinn er stór innviðafjárfest­ ingarsjóður Macquarie Infrastructure and Real Assets (MIRA). Kaupin eru háð tilskyldum skilyrðum og meðferð forkaupsréttar á hlutum í Magma Energy Sweden A.B. „Í nýliðnu söluferli endurspeglaðist

mikill áhugi fjárfesta á HS Orku, sem við teljum jákvæðan vitnisburð um þróun félagsins og það góða starf sem hæft starfsfólk okkar vinnur,“ segir Ásgeir Margeirsson forstjóri HS Orku hf. í tilkynningu frá félaginu.

Hamingja í Grindavík Grinda­vík er ham­ingju­sam­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins sam­kvæmt nýrri könn­ un Embætt­is land­lækn­is á ham­ingju Íslend­inga. Dóra Guðrún Guðmunds­ dótt­ir, sviðsstjóri áhrifaþátta heil­brigðis hjá Embætti land­lækn­is, kynnti niður­stöðurn­ar, á alþjóðlega ham­ingju­deg­in­um, á málþingi í Há­skóla Íslands þar sem fjallað var um ham­ingju, heilsu og vellíðan. Þegar ham­ingja er skoðuð eft­ir sveit­ ar­fé­lög­um trón­ir Grinda­vík á toppn­ um. Í könn­un­inni eru íbú­ar spurðir hvernig þeim líður á skal­an­um 1-10 þar sem 1-3 merk­ir óham­ingju­sam­ur, 4-7 hvorki né og 8-10 ham­ingju­sam­ur. Grinda­vík er í efsta sæti með 8. Þar á eft­ir koma Akra­nes, Hvera­gerði og Fjarðabyggð með 7,9. Ef svör­in eru skoðuð eft­ir því hvort

íbú­ar telja sig ham­ ingju­sama, óham­ i n g j u­s a m a e ð a hvorki né sést að 73,2% svar­e nda í Grinda­vík eru ham­ ingju­sam­ir en aðeins 3,3% óham­ingju­sam­ir. Hæsta hlut­fall óham­ingju­samra er í Vest­manna­eyj­ um, eða 9,6% svar­enda í bæn­um.

Þrjú sækja um Heiðarskóla Þrír einstaklingar vilja stöðu skóla­ stjóra við Heiðarskóla í Reykjanesbæ en staðan var auglýst laus til um­ sóknar á dögunum.

Skipuð í sögunefnd Keflavíkur Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur skipað Kristinn Þór Jakobsson, Ragnhildi Árnadóttur, Erlu Guðmundsdóttur, Árna Jóhannsson og Stefán Jónsson í sögunefnd Keflavíkur 1949 – 1994. Til vara hefur Skúli Þorbergur Skúlason verið skipaður í nefndina. Þá samþykkti bæjarráð jafnframt erindisbréf nefndarinnar.

Taka undir áhyggjur Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur undir áhyggjur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sambands Sveitar­ félaga á Suðurnesjum vegna áforma um skerðingu framlögum til jöfn­ unarsjóðs sveitarfélaga og hvetur ríkisstjórn Íslands til að endurskoða afstöðu sína. Bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga var lögð fram á fund­ inum.

FRAMLÖG TIL VOGA SKERÐAST UM 27 MILLJÓNIR KRÓNA

- bæjarráð Sveitarfélagsins Voga ályktar um Jöfnunarsjóð Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur nýlega vakið athygli á því að ríkisstjórnin áformar frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á næstu tveimur árum. Samkvæmt úttekt sem framkvæmd hefur verið á vegum Hag- og upplýsingasviðs Sambandsins hefur þessi frysting framlaganna þau áhrif að útgjaldajöfnunarframlag og framlag vegna jöfnunar fasteignaskatta munu skerðast. Í úttektinni má sjá að framlög til Sveitarfélagsins Voga muni skerðast um rúmlega 27 m.kr. að óbreyttu, á þeim tveimur árum sem frystingin

nær til. Sé sú tala sett í samengi við rekstur sveitarsjóðs þá er áætlaður rekstrarafgangur á þessu ári áætl­ aður um 24 m.kr., þannig að glöggt

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Umsækjendur um starfið eru: Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, Rafn Markús Vilbergsson og Þormóður Logi Björnsson.

má sjá að skerðing sem þessi hefur veruleg áhrif á rekstur bæjarsjóðs okkar, segir Ásgeir Eiríksson, bæjar­ stjóri í Vogum í vikulegum pistli sem hann skrifar. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga sam­ þykkti sérstaka bókun vegna þessara áforma á fundi sínum í vikunni, þar sem áformuðum skerðingunum er mótmælt.

Óttar Ari Gunnarsson hefur tekið við rekstri hjólbarðaverkstæðis Sólningar í Njarðvík. VF-myndir: pket

Nýr rekstraraðili Sólningar í Njarðvík „Byrjunin lofar góðu og þetta leggst bara vel í mig. Við munum halda áfram að þjónusta Suðurnesjamenn eins og við höfum gert í mörg ár,“ segir Óttar Ari Gunnarsson, nýr rekstraraðili hjólbarðaverkstæðisins Sólningar við Fitjabakka í Njarðvík. Rekstur Sólningar ehf. hætti nýlega en Óttar sem starfað hefur á verkstæði þess í Njarðvík undanfarin ár tók við keflinu eftir áramótin og stofnaði fyrirtæki utan um reksturinn. Hann segir reksturinn hafa gengið vel og er bjartsýnn. „Ég er með marga ráð­ gjafa sem segja mér til ef mig vantar ráð þannig að þetta er í góðu lagi,“ segir hann léttur í bragði. Sólning í Njarðvík hefur verið lengi með hjól­ barðaþjónustu og margir Suðurnesja­ menn hafa nýtt sér hana. Óttar segir að bílaleigurnar hafi verið stór við­ skiptavinur undanfarin ár en einnig hinn almenni bíleigandi. „Ég er með hressa og duglega karla hérna með mér svo ég hef engu að kvíða. Við leggjum áherslu á að veita góðu þjónustu. Það er stutt í næstu

dekkjavertíð. Mér finnst ekki ólíklegt að hún hefjist fljótlega eftir páska en auðvitað fer það eftir veðri,“ sagði Óttar Ari.

Lög og atriði úr Kardimommubænum verða leikin og sungin á árshátíð Heiðarskóla.

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Heiðarskóli með afmælisleiksýningu í tilefni 20 ára afmælis skólans 845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Föstudaginn 29. mars fer árshátíð Heiðarskóla fram í 20. sinn. Í tilefni þess að skólinn á 20 ára afmæli verða árshátíðaratriðin með örlítið breyttu sniði. Lög og atriði úr Kardimommubænum verða leikin og sungin á árshátíð 1. - 3. bekkja og 4. - 7. bekkja þannig að úr verður heildarverk á hvorri árshátíð

fyrir sig. Æfingar hafa farið fram hjá Guðnýju í leiklist, hjá Mumma í tónmennt og hjá umsjónarkennurum. Gaman verður að sjá hvernig til tekst. Nemendur í leiklistarvali á unglinga­ stigi munu svo flytja þeirra útgáfu af leikritinu í heild sinni á árshátíð unglingastigs en löng hefð er fyrir því

FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR

12°

4kg

REYKJANESBÆR

40kg

að leiklistarvalið setji á svið leikverk að vori fyrir nemendur skólans og almenning. Sýningin stendur yfir í u.þ.b. 80 mínútur og munu almennar sýningar á verkinu verða sýndar á sunnudaginn kl.16.00 og á miðviku­ daginn kl.18.00. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Heiðarskóla.

SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI

-20°

150kg

GRINDAVÍK

14°

1250kg

VOGAR

12°

75kg


OPIÐ HÚS LAUGARDAGINN 30. MARS KL. 14:30–15:30 Trausti fasteignasala kynnir: Glæsilegar 3ja herbergja íbúðir að Bogabraut 952 í Reykjanesbæ. Íbúðirnar eru 89,3–97,2 m2 og hverri íbúð fylgir geymsla. Íbúðirnar hafa verið endurnýjaðar að miklu leyti

Seinna stigahús komið í sölu

Verð frá 26,5 milljónum BOGABRAUT 952

Hafið samband við Garðar B. Sigurjónsson, aðstoðarmann fasteignasala, í síma 898-0255 og á gardarbs@trausti.is eða Kristján Baldursson, hdl. og löggiltur fasteignasali, í síma 867-3040 og á kristjan@trausti.is


4

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. mars 2019 // 13. tbl. // 40. árg.

Ást við fyrstu sýn Hin þýska Linda Bergmann er yfir sig ástfangin af Íslandi. Linda býr ásamt Einari manni sínum í Njarðvík þar sem hún nýtur rólyndislífs og nálægðar við náttúru. Linda og Caro, besta vinkona hennar, kynntust íslenskum mönnum sínum einmitt á sama barnum með nokkra vikna millibili þegar þær dvöldu á Íslandi sumarlangt. Hún heldur úti vinsælli bloggsíðu (Dear Heima) og er virk á Instagram þar sem hún mærir Reykjanesið ótt og títt. VIÐTAL

Linda segist hafa heyrt af Íslandi áður en hún kom hingað en landið var þó ekki á radarnum hjá henni ef svo má segja. Hún er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Sigurrós og þegar þeir gáfu út myndina Heima þá gaf hún foreldrum sínum hana í jólagjöf. „Við horfðum á myndina og hugsuðum: „Hvaða staður er þetta?“ Við verðum að fara þangað.“ Linda sem er fædd og uppalin í Hannover kom svo fyrst hingað til lands árið 2012 í stutta ferð. „Ég vildi ekki fara héðan aftur. Það er hálf vandræðalegt og klisjukennt að segja frá því en þetta er bara sannleikurinn. Ég féll í stafi yfir fegurð landsins.“ Eftir að hún kom aftur til Þýskalands skrifaði hún mikið um ágæti Íslands á bloggsíðu sinni. Það varð svo til þess að henni var boðið aftur til Íslands í fjölmiðlaferð ásamt Caro sem bloggaði með henni auk þess sem þær ráku saman verslun. „Við áttum algjört töfraaugnablik í þeirri ferð þegar við stóðum uppi á Langjökli í fallegu veðri. Við ákváðum að hérna yrðum við að prófa að búa, fá reynslu heimamanna beint í æð.“

Markaðsstofa Reykjaness visitreykjanes.is

Stórborgarlífið lýjandi og leiðinlegt

Þær vinkonur bjuggu þá í Köln og þótti stórborgarlífið orðið lýjandi og leiðinlegt. Þá hófst söfnun fyrir Íslandsdvöl og þær stöllur fluttu aftur í foreldrahús og létu sig dreyma um lífið á Íslandi. „Við komum hingað um vor 2015 og fluttum í bílskúr sem við héldum að væri lítil íbúð, það reyndist þó skúr sem okkur líkaði bara vel við,“ segir Linda og hlær. Eftir að Caro kynntist Loga sínum í fyrstu vikunni voru þau þrjú á stanslausri ferð um landið. „Með hverjum deginum sem leið varð ég staðráðin í því að þetta væri staðurinn sem mér væri ætlaður,“ segir Linda og ætla má að örlagadísirnar hafi verið sama sinnis. Hún kynnist Einari í síðustu viku dvalarinnar og örlögin gripu þannig í taumana og breyttu öllu. Linda flakkaði á milli Íslands og Þýskalands eftir að sumardvölinni lauk. Hún flutti svo endanlega til Íslands og hefur

Staðurinn Uppáhaldsstaðurinn minn er Kleifarvatn, þó að ég elski allan Reykjanesskagann.

Margir fallegir staðir á Reykjanesi

hún því verið hérna í nærri fjögur ár. „Ég sé ekki eftir neinu og langar aldrei að fara aftur til baka. Fólk hefur sagt við mig að einn daginn muni ég vakna við það að lífið sé orðið hversdagslegt, það hefur ekki gerst og ég er ennþá ástfangin af Íslandi.“

Sagan af því hvernig þær vinkonur fundu ástina á Íslandi þykir það áhugaverð að ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands gerði sér ferð hingað til að taka hús á turtildúfunum. Eins hafði stærsta útvarpsstöð Þýskalands samband og vildi fá að heyra af þeim vinkonunum. Þær Linda og Caro fóru að fá áhuga á því að skrifa aftur eftir að þær settust hér að og deila reynslu sinni frá lífinu á Íslandi, þannig að úr varð bloggið Dear heima. Þar fjalla þær um íslenska náttúru, ferðalög og allt milli himins og jarðar sem þeim er hugleikið. Nú sér Linda ein um að skrifa á síðuna sem er uppfull af fróðlegu efni. Hún er augljóslega ástríðufull þegar kemur að Íslandi sem lýsir sér í þeim ítarlegu upplýsingum sem finna má á síðunni og fallegu­myndunum sem teknar eru um land allt. Þjóðverjar eru í meirihluta fylgjenda Lindu en Bandaríkjamenn og Íslendingar eru þar einnig. Hún segir þá þýsku vera duglega að hafa samband við hana og kommenta á færslur hennar. Linda er frekar persónuleg á bloggi sínu og fólki virðist líka það vel. „Ég hélt að bloggið væri dautt. En ég er að sjá að það er ennþá á lífi og fer jafnvel vaxandi.“ Linda leggur mikið upp úr útliti á miðlum sínum og metnaðurinn skín í gegn þegar maður skoðar síðurnar. Um hundrað þúsund gestir heimsóttu bloggið á mánuði þegar mest lét en núna er Instagram-síðan líka sífellt að verða vinsælli en þar fylgjast rúmlega þrettán þúsund manns með ævintýrum Lindu á Íslandi.

Linda og Einar maður hennar fjárfestu í íbúð í Ytri-Njarðvík og þar líkar þeim lífið. En af hverju hér í Reykjanesbæ? „Mér líkar ákaflega vel við Reykjanesið og finnst það yndislega fallegt svæði. Við fundum svo íbúð hérna sem okkur þótti frábær og ákváðum þá að flytja.“ Áður höfðu þau skoðað hús við sjávarsíðuna í Suðurnesjabæ sem þau voru nálægt því að kaupa en Lindu dreymir um að eignast athvarf í sveitasælu á Íslandi. „Það er svo friðsælt hérna á Reykjanesi og afskekkt á einhvern hátt. Mér finnst það hálf sorglegt að fólk skuli nánast bara heimsækja Bláa lónið og fara svo héðan. Það eru svo margir fallegir staðir að sjá hérna. Hér er gott að ljósmynda, sem mér finnst að fólk gæti nýtt betur þar sem allir eru uppteknir af því að ná góðum myndum á Instagram hjá sér,“ segir Linda. Hún segist ekki spennt fyrir þeim ferðamannastöðum hérlendis sem eru hvað vinsælastir sökum fjölmennis. „Ég hef svo oft verið spurð: „Af hverju Ísland?“ Ég næ ekki auðveldlega að koma því í orð. Þegar ég kom hingað vissi ég bara að ég var komin heim. Margir sem ég ræði við og hafa komið hingað nefna að landið sé rólegt og veiti fólki ákveðna hugarró.“ Linda er sammála því og hefur breytt miklu í sínu lífi frá því að hún flutti frá amstri stórborga í Þýskalandi. Hún er mun umhverfisvænni núna og hugsar ekki eins mikið um peninga og eignir. „Ég spái í því hvað gerir mig raunverulega hamingjusama, hvað ég vilji virkilega. Hvernig samskipti vil ég eiga við fólk?“ Nýlega fór hún að nema næringarfræði og hefur hún umturnað sínu eigin mataræði. Hún borðar ekki sykur, er vegan og hefur aldrei liðið betur. Linda segir að við Íslendingar tökum því oft sem sjálfsögðum hlut að hafa stutt í náttúruna og hafið. Svo ekki sé minnst á allt plássið sem við höfum. „Loftið hérna er líka svo hreint að í hvert skipti þegar ég fer til Þýskalands þá svimar mig hreinlega fyrstu dagana vegna þess hve munurinn er mikill.“ Linda er því dugleg að benda manninum sínum á það fallega í náttúrunni og dregur hann út um allar trissur til þess að njóta útivistar. Hann, eins og svo margir Íslendingar, sér ekki allt sem við eigum hér á meðan þeir sem alast upp í öðru umhverfi sjá hvað Ísland er einstakt. „Ég held að heimurinn sé að verða svo erilsamur og stór. Fólk er uppfullt af streitu og þarf að læra að slaka á og tengjast því sem virkilega skiptir máli. Aldrei hafa t.d. verið skrifaðar fleiri sjálfshjálparbækur en núna. Þannig tel ég að fleiri eigi eftir að horfa til Íslands sem griðarstaðs þar sem hægt er að aftengjast. Þess vegna finnst mér Reykjanesið vera heillandi staður því hann hefur upp á allt þetta að bjóða.“

Logi, Caro, Linda og Einar.


QuickDrive™

– – ByltINg í ÞVottatíMa

Ný tækni, þvær betur á helmingi styttri tíma.

TM

TM

TM

WD80N642 Þvottavél/Þurrkari

WW80M642 Þvottavél

DV80M62532 Þurrkari

WW90M643 Þvottavél

8 KG. Þvotti. og 5 KG. Þurrkun. 1400 SN. Eco Bubble. Sambyggð þvottavél og þurrkari. Þvær og þurrkar á 3 tímum og öllu stýrt frá símanum.

8 KG. 1400 SN. Eco Bubble. „Add wash“ Orkunýting A+++ 10 ára ábyrgð á mótor. Hægt að stilla allt í símanum.

Barkalaus. 8 KG. 1400 SN. Orkunýting A+++. „Air wash“ 81 mín. þurrktími í hraðþurrkun. Hægt að stilla allt í símanum.

9 KG. 1400 SN. Eco Bubble. Styttir þvottatíma um nær helming. Ný og bætt hugsun í ullarþvotti. Hægt að stilla allt í símanum.

Verð 159.900,-

Verð 139.900,-

Verð 139.900,-

Verð 119.900,-

Q DRIVE.

Q DRIVE.

Q DRIVE.

Q DRIVE.

SaMSUNg Q-Rator í símanum ath öllu þessu er hægt að stýra frá síma eða tölvu.

Ný tækni, Quick-Drive þar sem tromlubakið snýst á móti tromlusnúningnum og eykur vatnsflæðið til muna. (Þessi vél þvær með báðum höndum.) Með Eco Bubble tækninni blandast þvottaefni og vatn saman undir loftþrýstingi og myndar froðu sem smýgur hraðar inn í þvottinn og skilar sama þvottaárangri á lægra hitastigi.

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Skoðaðu okkar á efur nýr vúrvalið

Netverslun Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. Laugardaga kl. 11-15.

ormsson

HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535

Greiðslukjör *SENDUM UM LAND ALLT

Vaxtalaust í allt að 12 mánuði


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. mars 2019 // 13. tbl. // 40. árg.

GUÐBRANDUR SEGIR AF SÉR VEGNA ÁGREININGS VIÐ VR Yfirlýsingin í heild:

Guðbrandur Einarsson hefur sagt af sér sem formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna. Fyrirhuguð er sameining Verslunarmannafélags Suðurnesja, þar hefur Guðbrandur verið formaður í 21 ár, og VR um næstu mánaðamót. Við sameiningu VS og VR færist samningsumboð til VR en í yfirlýsingu segir Guðbrandur að: „Verulegur meiningarmunur er á milli mín og forsvarsmanna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjarasamningsgerð ...“

DAGBÓK LÖGREGLU

Um 150 bifreiðir stöðvaðar

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um 150 bifreiðir á Reykjanesbraut við Innri – Njarðvík á sunnudagskvöld í hefðbundnu umferðareftirliti. Allir ökumenn reyndust hafa sitt á hreinu nema einn sem ók sviptur ökuréttindum. Á undanförnum dögum hafa á annan tug ökumanna í umdæminu verið kærðir fyrir of hraðan akstur Sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Annar ökumaður var grunaður um ölvunarakstur. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af sex bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar og tveir óku án ökuréttinda.

Ég undirritaður Guðbrandur Einarsson, formaður LÍV, segi hér með af mér sem formaður sambandsins. Þeirri stöðu hef ég gengt í hartnær sex ár af auðmýkt og þakklæti fyrir að hafa verið trúað fyrir þessu mikilvæga verkefni. Þessi staða hefur gefið mér margt og veitt mér tækifæri til að takast á við ný verkefni s.s. að eiga mikil og náin samskipti við systursamtök á Norðurlöndum og kynnast fólki sem þar er í forsvari. Sú reynsla hefur kennt mér margt sem ég mun búa að. Þær breytingar hafa hins vegar orðið að það stéttarfélag sem ég hef verið í forsvari fyrir undanfarin 21 ár, sameinast VR þann 1. apríl og við það færist samningsumboð þess félags yfir til VR í kjölfarið. Þá er sú staða uppi að LÍV og VR hafa ekki átt samleið við gerð kjarasamnings, þrátt fyrir að hafa lagt fram sameiginlega kröfugerð. Verulegur meiningarmunur er á milli mín og forsvarsmanna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjarasamningsgerð og þar sem ég hef ákveðið að þyggja ekki starf hjá VR, þrátt fyrir boð þar um, tel ég eðlilegt að ég stigi úr stóli formanns Landssambands íslenskra verslunarmanna á þessum tímapunkti. Ég er fullur þakklætis fyrir þann tíma sem ég hef setið í stjórn LÍV sem nú telur tvo áratugi og kveð þennan vettvang fullur auðmýktar. Ég vil óska stjórn LÍV velfarnaðar í störfum sínum fyrir íslenskt launafólk og þakka þeim einstaklingum sem ég hef fengið að vinna með á þessum vettvangi fyrir einstök og góð kynni.

Ekki forsendur til að breyta samningi við Útlendingastofnun Útlendingastofnun hefur sent Reykjanesbæ erindi er varðar þjónustusamning vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd árið 2019. Í afgreiðslu bæjarráðs segir að Reykjanesbær sé nú þegar með samning við Útlendingastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og bæjarráð telji ekki forsendur til að breyta samningnum að svo stöddu. Húsnæðisúrræði fyrir hælisleitendur á Ásbrú voru einnig til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs. Þar var bæjarstjóra falið að vinna áfram í

málinu þar sem bæjarráð telur eðlilegt að slík starfsemi sé leyfisskyld og í samráði og sátt við samfélagið.

Grindavík segir nei við Útlendingastofnun Útlendingastofnun hefur óskað er eftir afstöðu bæjarráðs Grindavíkur til þess að gera þjónustusamning við stofnunina vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. Á fundi bæjarráð var málið afgreitt á þann veg að það getur ekki orðið við erindinu.

Hagstæð tilboð í verk í Vogum Tilboð í þrjú verk á vegum Sveitarfélagsins Voga voru opnuð á föstudaginn. Um er að ræða endurnýjun á norðurhluta Kirkjugerðis, framkvæmdir á og við tjaldsvæði sveitarfélagsins og endurnýjun yfirborðs Stapavegar. Alls bárust fimm til sex tilboð í hvert verk. „Sú ánægjulega niðurstaða varð að lægstu tilboð í öll verkin þrjú voru lægri en kostnaðaráætlun. Lægstu tilboð voru á bilinu 80–85% af kostnaðaráætlun, þannig að heildarfjárhæðin í verkin þrjú reyndust vera um níu

milljónum króna undir kostnaðaráætlun,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum. Bæjarráð fjallaði um niðurstöður útboðanna í vikunni og heimilaði að gengið yrði til samninga við lægst­ bjóðendur á grundvelli tilboða þeirra. Það voru verktakafyrirtækin Ellert Skúlason ehf. og Jón og Margeir ehf. sem voru með lægstu tilboð í verkin. Framkvæmdir við tjaldsvæðið hefjast innan skamms en því verki á að vera lokið í maí. Hin verkin tvö verða unnið síðar í vor og í sumar.

Óska eftir sex hæðum með 44 herbergjum Hótel Keilir, sem staðsett er við Hafnargötu í Keflavík, hefur lagt inn fyrirspurn til bæjaryfirvalda um stækkun hótels með viðbyggingu austanmegin sem verði alls sex hæðir með 44 herbergjum. Þá verður undirgöngum í byggingunni frá Hafnargötu lokað og komið yrði fyrir lyftu. Einnig er óskað eftir lóðarstækkun.

Erindi var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 26. október 2018 en frestað og óskað eftir nánari gögnum sem nú hafa verið lögð fram á uppdráttum dags 8. mars 2019. Nánari gagna er þörf, segir umhverfis- og skipulagsráð en gera þarf enn betur grein fyrir aðgengi og erindi hótelsins því frestað.

Þetta kostar að leigja á Suðurnesjum Þjóðskrá Íslands birtir reglulega upplýsingar um leiguverð á landinu. Teknar hafa verið saman upplýsingar um leiguverð eftir staðsetningu og stærðarflokkum fasteigna á landinu í febrúar 2019. Á Suðurnesjum er fermetraverðið 3.881 króna fyrir stúdíóíbúð, 2.327 krónur fyrir fermetra í tveggja herbergja íbúð, 2.091 króna fyrir fermetra í þriggja herbergja íbúð og 1.521 króna fyrir fermetra í fjögurra til fimm herbergja íbúð. Í leigugagnagrunni Þjóðskrár eru 672 samningar sem þinglýst var í febrúar 2019.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Menntunar- og hæfniskröfur • Leikskólamenntun æskileg • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum • Frumkvæði og faglegur metnaður • Samskiptahæfni og áhugi á að vinna í hóp • Reynsla af störfum með börnum • Ábyrgð og stundvísi • Góð íslenskukunnátta Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur til greina að ráða starfsmann með aðra menntun eða reynslu sem nýtist í starfi. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2019. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Guðjónsdóttir leikskólastjóri í síma 420-3160/896-5058 eða á netfangið ingibjorg.gudjonsdottir@leikskolinngardasel.is Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, undir Stjórnsýsla: Laus störf

AFLA

Heilsuleikskólinn Garðasel í Reykjanesbæ óskar eftir að ráða leikskólakennara til starfa. Garðasel er fjögurra deilda og hefur starfað samkvæmt viðmiðum Heilsustefnunnar frá 2012 þar sem markmiðin eru að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á leik, hreyfingu, næringu og sköpun í leik og starfi. Aðrar áherslur í starfi leikskólans eru læsi í víðum skilningi og stærðfræði þar sem m.a. er notast við kennsluaðferðina Leikur að læra. Einnig er leikskólinn þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli á vegum Landlæknisembættis Íslands. Einkunnarorð skólans eru: hreyfing, virðing, næring, skapandi starf. Umsækjandi þarf helst að geta hafið störf í apríl 2019. Um að ræða fullt starf.

FRÉTTIR

Garðasel Leikskólakennari

Geirfuglinn kominn aftur til Grindavíkur

Ekki er nú beint hægt að segja að veðurfarið hafið verið gott síðan síðasti pistill var skrifaður. Búið að vera mjög leiðinleg tíð og hafa minni bátarnir lítið komist á sjóinn. Þeir bátar sem þó hafa komist á sjó hafa fiskað nokkuð vel. Ef við lítum aðeins á netabátana þá er Erling KE með 288 tonn í sautján róðrum og er nokkuð langt frá efstu bátum. Kap II VE frá vestmannaeyjum er kominn í 429 tonn í tólf róðrum og annar bátur frá Vestmannaeyjum, Brynjólfur VE er í 393 tonnum í níu róðrum. Grímsnes GK með 191 tonn í átján. Maron GK með 135 tonn í átján. Þorsteinn ÞH með 101 tonn í þrettán. Halldór Afi GK með 63 tonn í sautján. Hraunsvík GK með 49 tonn í sextán. Valþór GK með 46 tonn í tólf. Bergvík GK með 54 tonn í átta og Sunna Líf GK 74 tonn í tíu róðrum. Nokkuð merkilegt að sjá hversu fáir netabátar eru á veiðum núna miðað við hvernig þetta var áður, þegar hafnirnar í Keflavík, Sandgerði og Grindavík voru fullar af netabátum sem voru að róa í marsmánuði, sem var alltaf stærsti netamánuður ársins. Ég hef af og til farið með lesendur aftur í tímann til þess að sjá hvernig

þetta var og förum í smá ferðalag núna 29 ár aftur í tímann og skoðum aðeins mars mánuð árið 1990. Í Grindavík var 4810 tonna afla í mars 1990. 33 bátar voru þá á netum frá Grindavík og Kópur GK var aflahæstur í Grindavík með 401 tonn í tólf róðrum. Hafberg GK kom þar á eftir með 272 tonn í nítján. Gaukur GK 262 tonn í sautján, Vörður ÞH 260 tonn í nítján, Geirfugl GK 260 tonn í átján og Þorsteinn GK 203 tonn í sextán. Í Sandgerði var landað 5230 tonnum í mars 1990. Þar voru 28 netabátar og var aflaskipið Arney KE aflahæst með 403 tonn í 23 róðrum. Sæborg RE var þar á eftir með 224 tonn í 21. Sigþór ÞH 173 tonn í nítján. Hafnarberg RE með 162 tonn í tuttugu. Ósk KE 149 tonn í 23 og Þorkell Árnason GK 129 tonn í tuttugu róðrum. Njáll RE var aflahæstur á dragnótinni og var með 117 tonn í fjórtán róðrum. Una í Garði GK var með 135 tonn í átta róðrum á línu.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Í Keflavík var landað 2621 tonnum á þessm tíma. Þar voru fjórtán netabátar og auk þess tólf smábátar á netum. Búrfell KE var aflahæst með 294 tonn í 22 róðrum. Happasæll KE með 278 tonn í 29 róðrum. Ágúst Guðmundsson GK með 262 tonn í 22. Langt var í næstu báta því að Svanur KE kom næstur með 74 tonn í fjórtán. Albert Ólafsson KE var með 167 tonn í ellefu róðrum á línu. Hérna að ofan var nafngreindur bátur sem var lengi gerður út frá Grindavík og hét Geirfugl GK. Núna árið 2019 er þetta nafn, Geirfugl GK, komið á bát sem Stakkavík ehf. í Grindavík var að kaupa eða fékk í skiptum fyrir annan bát sem að Stakkavík átti. Stakkavík ehf. lét Jóa Brands GK í skiptum fyrir Odd á Nesi SI og hann er í dag orðinn Geirfugl GK. Þessi bátur er kominn aftur í eigu Stakkavíkur, því að báturinn var í eigu þeirra frá 2013 til 2015 og hét þá Reynir GK og síðan Guðbjörg GK. Þar á undan þá var báturinn búinn að vera gerður út frá Grindavík í nokkur ár og hét þá Árni á Teigi GK. Þannig má segja að þessi bátur sé kominn enn og aftur heim og núna með nafn sem Grindavíkingar þekkja mjög vel, enda var Geirfugl GK gerður út í Grindavík í tugi ára. Geirfugl GK hefur hafið róðra og rær frá Skagaströnd á línu og hefur landað 41 tonni í 8 róðrum og mest 9,7 tonnum í einni löndun. Þar með eru þrír bátar frá Stakkavík að róa frá norðurlandi, því Guðbjörg GK er með 76 tonn í 11 róðrum og Óli á Stað GK með 68 tonn í 15 róðrum. Guðbjörg GK er á Skagaströnd en Óli á Siglufirði.


Gólfefnadagar 26. mars - 6. apríl

HARÐPARKET 8mm frá 1.490 kr. m2 10mm frá 2.590 kr. m2 12mm frá 2.490 kr. m2 Undirlag frá 176 kr. m2

FLÍSAR OG PARKET Yfir 100 tegundir flísa Veggflísar frá 950 kr. m2 Gólfflísar frá 950 kr. m2 Bílskúrsflísar frá 1.490 kr. m2

CERAVIVA TWILIGHT TT #4

Flísalím & fúga á flottu verði! MUREXIN Profiflex flísalím

Vatnsþétt og frostþolið flísalím, inni, úti, votrými og yfir hitalagnir. Þyngd: 25kg Verð

2.590 kr.

DÚKUR Í DÓS

MUREXIN FM 60 Flexfúga Frostþolin flísafúga Margir litir Þyngd: 2kg Verð:

795 kr.

Einnig til í 8 kg, verð 2.140 kr. Einnig til í 25kg, verð 2.890 kr.

MUREXIN rakaþéttikvoða Frábær kvoða fyrir votrými.

CERAVIVA SN #2

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

7kg –

5.290 kr.

25kg –

14.290 kr.

14kg – 8.190 kr.

CERAVIVA NERO SN #4

Gott verð fyrir alla, alltaf !


8

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

HEIFTARLEGT OFNÆMI RAK HANN ÚT Í SÁPUGERÐ Keflvíkingurinn Ólafur Á. Halldórsson lenti á sjúkrahúsi í Ameríku og í framhaldinu gerðust örlagaríkir atburðir. Í dag framleiðir hann sápu sem hann þolir sjálfur og miklu fleiri sem eru viðkvæmir á húð.

Framleiddu eigin sportfatnað

Ólafur hefur komið víða við á starfsferli sínum en lengstan hluta ævi sinnar hefur hann stýrt sér sjálfur, verið eigin herra og rekið eigin fyrirtæki. Það muna kannski einhverjir eftir sportvöruversluninni Sprota sem hann rak ásamt föður sínum á níunda áratugnum við Hringbraut í Keflavík en þar var Ólafur Júlíusson, fyrrum fótboltakappi, verslunarstjóri. „Við vorum þarna í nokkur ár, ég og pabbi, með saumastofu og verslun með sportfatnað, íþróttaskó, skíði og svona dót. Óskar Færseth keypti svo af okkur lagerinn og innréttingarnar og opnaði Sportbúð Óskars í kjölfarið. Við pabbi heitinn fórum út í þetta ævintýri saman, ég hafði verið verkstjóri hjá honum í Fiskverkun Halldórs Brynjólfssonar en pabbi var skipstjóri. Þessi fiskverkun var á Brekkustíg í Njarðvík og við sátum uppi með svo mikla skreið eitt árið, því þeir voru alltaf að hálshöggva hvern annan þarna í Nígeríu að við gátum ekki selt skreiðina þangað. Það var skreið upp í rjáfur í þúsund fermetra húsnæðinu og gríðarleg verðmæti lágu í þessu. Saltfiskurinn sem við verkuðum tók minna pláss.

Reksturinn var að stöðvast og allt var mjög erfitt. Við feðgarnir vorum að fikta við einhverjar hugmyndir um hvað við gætum gert saman til þess að hafa eitthvað að gera og skapa tekjur fyrir okkur og aðra. Maður var alltaf að hugsa þannig því það er jú lítið að borða þegar buddan er tóm. Við ákváðum þá að fara út í rekstur Sprota og Óli Júll sá um búðina. Ég var að teikna íþróttaföt fyrir búðina, hannaði útlitið og svo fengum við klæðskerameistara til þess að búa til sniðin í öllum stærðum og vorum með þrjár saumakonur hjá okkur. Þessi framleiðsla var fyrir okkar eigin verslun aðallega og var framleitt undir vörumerkinu HECO sem voru nöfn foreldra minna, Halldór, Elísabet og co. Mamma er ennþá á lífi og hjálpar mér oft hérna í sápugerðinni við að pakka og svona. Það er mjög fínt.“

Steini Eggerts kveikti í mér

„Ég er alltaf að skapa eitthvað, ég er bara þannig, teikna eða fá hugmyndir um hvað ég eigi að framleiða næst. Þannig koma einnig hugmyndir að sáputegundum. Þorsteinn Eggertsson kveikti í mér á sínum tíma þegar hann

AÐALFUNDUR STARFSMANNAFÉLAGS SUÐURNESJA verður haldinn mánudaginn 8. apríl kl. 20:00 í Krossmóa 4a , 5. hæð, 260 Reykjanesbæ.

Kaffiveitingar Félagar hvattir til að mæta

Stjórn STFS

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt lögum félagsins. Önnur mál.

kenndi mér teikningu í barnaskólanum. Hann stillti alltaf teikningum uppi á vegg eftir nemendur, myndir sem honum þóttu góðar. Ég teiknaði grínfígúrur níu ára gamall og hann sýndi þær á veggnum. Það gaf mér sjálfstraust að sjá að hann vildi sýna þær öðrum nemendum. Mér fannst svo gaman hjá Steina Eggerts í teiknitímum. Ég hef alltaf verið svona, alveg frá því ég man eftir mér fimm eða sex ára, alltaf að teikna á blað. Ég teikna ennþá mikið og hef meðal annars teiknað allar innréttingar hér í nýju búðinni, skipulag og fleira. Ég vil líka vita hvað hlutirnir kosta áður en ég fer út í framkvæmdina og þess vegna undirbý ég mig vel áður. Ég fór í húsasmíði á sínum tíma en kláraði aldrei sveinsprófið. Afi minn vildi hætta í fiskverkuninni hjá pabba og ég var kallaður inn í fjölskyldufyrirtækið og tók við verkstjórn, rekstri og framleiðslustjórn í átta ár þarna. Svo rákum við sportvöruverslunina í þrjú ár áður en við seldum þá verslun. Jú, ætli maður sé ekki frumkvöðull, vill alltaf vera að skapa og ryðja leiðina, búa til eitthvað nýtt,“ segir Ólafur og brosir á sinn hógværa hátt þegar hann minnist á starfsferil sinn og alla ábyrgðina hjá Fiskverkun HB sem hann tókst á við kornungur maðurinn, aðeins um tvítugt.

Fór í háskólanám uppi á Velli

Það vakti athygli á sínum tíma þegar það fréttist að Ólafur væri kominn í háskólanám uppi á Velli en þar fékk hann sérstakt leyfi íslenska Utanríkisráðuneytisins til þess að stunda nám með Ameríkönunum við University of Maryland. „Á þessum tíma var Öldungadeild eða kvöldskóli við Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem ég fór aftur í nám. Ég átti örfáar einingar eftir í stúdentspróf en gat ekki klárað það, ég byrjaði samt að skrifa háskólum í Bandaríkjunum og sendi tíu umsóknir af stað þangað. Þá svaraði mér háskóli í Maryland og sagði að þeir væru með útibú uppi á Velli, sögðust vera staðsettir á NATO Base í Keflavík. Þeim fannst sjálfsagt að ég færi í viðtal þangað á skrifstofuna þeirra, sem endaði þannig að ég fékk inngöngu. Það var allt mjög strangt í kringum þetta samt, því ég þurfti að sækja um sérstakan passa fyrir hverja önn og sjálfur íslenski utanríkisráðherrann skrifaði undir þetta leyfi. Þarna sótti ég tíma frá 1991 til 1994 og lærði stjórnunarfræði í rekstri fyrirtækja en kláraði ekki BA-námið. Þá var teikniáhugi minn farinn að aukast og mér fannst svo miklu meira spennandi að vinna við það á einhvern hátt. Mig langaði að sameina þá hæfileika mína við nám og gerði það í grafískri hönnun. Ég fann mjög spennandi nám

við háskóla í Atlanta, sótti um og fékk inngöngu. Við hjónin seldum allar eignir okkar hér á Íslandi og fluttum út með litla dóttur okkar í nokkur ár. Þarna lærði ég grafíska hönnun, vöruhönnun, markaðsstjórn og auglýsingastjórn. Þetta var frábært nám. Í dag er ég útskrifaður grafískur hönnuður og sé um að hanna allar umbúðir hér sjálfur. Ég prenta einnig sjálfur límmiðana og er sjálfum mér nógur í allri framleiðslu vörunnar sem ég er að búa til en það eru sápurnar og allt tengt baði og baðvörum. Ég bý til eigin sápuuppskriftir og það er engin sápa eins en það er alltaf ákveðinn grunnur sem þarf,“ segir Óli og vill ekki segja meir því leynd hvílir yfir allri uppskriftinni sem þarf í sápurnar hans.

Húðofnæmi örlagavaldur

Það kom samt ekki til af góðu að Óli fór út í þessa sápuframleiðslu því sjálfur lenti hann í heiftarlegu ofnæmi sem kom honum inn á spítala í Bandaríkjunum á meðan á náminu stóð. „Ég lenti í því í Atlanta að fá ofnæmi fyrir sápu sem varð svo alvarlegt að ég var lagður inn. Ég gat ekki notað neinar sápur. Þar fundu þeir út að ég væri með svona mikið ofnæmi fyrir sápuvörum. Í kjölfarið vorum við fjölskyldan úti að keyra eitt sinn um sveitahéruð Georgíu og ókum fram á bóndabæ þar sem verið var að fram-

VIÐTAL

Hann hefur teiknað frá blautu barnsbeini og var alltaf að pára á blað. Það var Þorsteinn Eggertsson sem opnaði fyrir alvöru áhuga hans á því að teikna þegar sá hinn sami kenndi honum teikningu í Barnaskólanum í Keflavík forðum daga. Við heimsóttum Ólaf Árna Halldórsson í fyrirtækið hans Sápuna sem er nýflutt í stórt og glæsilegt húsnæði í Reykjanesbæ.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

leiða náttúrulegar sápur, framleiddar frá grunni eins og gert var fyrir fimm þúsund árum. Þessi bóndi var einnig að selja alls konar dót, heimagerðar sultur og fleira heimagert. Ég keypti af honum sápu og prófaði og varð betri í húðinni því ég þoldi þessa tegund af sápu. Svo kynntist ég betur þessum bónda og hann kenndi mér að búa til mínar eigin sápur. Hér á landi fæst ekki allt hráefni sem þarf til sápugerðar og því flyt ég ennþá inn hluta af efninu.“

Ný hugmynd eftir Hrun

„Mörgum árum seinna stofnaði ég Sápuna eða árið 2009 í kjölfar hrunsins. Þá fannst mér ég verða sjálfur að skapa mér atvinnu svo aðrir gætu fengið starfið sem ég hafði. Ég ákvað að prófa að framleiða smá af sápum og fór með þær og kynnti fyrir verslunum og útbjó þær sem minjagripi. Ég fékk jákvæð viðbrögð og boltinn byrjaði að rúlla, smátt í fyrstu. Túrisminn var ekki byrjaður en það voru teikn á lofti um að ferðamönnum ætti eftir að fjölga hingað til lands á þessum árum. Ég vissi að Ameríkanar og Bretar þekktu svona hand-

Við feðgarnir vorum að fikta við einhverjar hugmyndir um hvað við gætum gert saman til þess að hafa eitthvað að gera og skapa tekjur fyrir okkur og aðra. Maður var alltaf að hugsa þannig því það er jú lítið að borða þegar buddan er tóm ...


VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

9

fimmtudagur 28. mars 2019 // 13. tbl. // 40. árg. SPURNING VIKUNNAR

gerðar sápur frá löndum sínum. Svo byrjaði ég að þæfa ull utan um sápuna sem ég bjó til en það er aðferð sem notuð var áður og eru til heimildir um frá árinu 1770. Ullin mýkir húðina þegar henni er strokið um húðina og hreinsar vel burt dauðar húðflögur. Þetta er skrúbbur sem gerir húðina silkimjúka. Þessi ullarsápa hefur verið allra vinsælasta varan hjá mér í gegnum árin og selst mjög vel. Ég hef stundum ekki undan því salan er það góð. Eftir að ég sá viðbrögð verslana við sápunni frá mér þá ákvað ég að gera fleiri tilraunir og búa til fleiri sápugerðir. Mér fannst þetta stórmerkileg uppgötvun að sjá eftirspurnina sem varð svo mikil og

hefur haldist til dagsins í dag. Ég er með íslenska ull í fimmtíu til sextíu litasamsetningum sem ég hef sjálfur búið til. Ég hanna vöruna og útlitið og nota íslenskt hráefni eins mikið og fæst. Svo hlusta ég á markaðinn, hvað er að seljast best hverju sinni. Ég bý til prufur og gái hvernig gengur. Sápurnar seljast í dag í mörgum verslunum en mig langaði að opna eigin verslun hér í gamla heimabænum og stækka vöruúrvalið í kringum sápurnar. Hér var ég að hugsa um samlanda mína, Íslendinga sem vilja kynnast þessari sápu. Íslendingar eru nefnilega ekki almennt að fara inn í túristabúðirnar. Þetta er svona baðverslun með allt sem þarf í dekrið heima. Heita vatnið okkar er lykillinn að hugmyndinni í þessari nýju verslun. Hér sel ég sápur í alls konar útgáfum en þær innihalda hrein náttúruleg efni sem henta viðkvæmri húð. Ég er einnig með sérstaka barnalínu í sápunni. Svo er ég með handklæði, ilmolíur, saltkristalslampa og fleira. Þeir sem vilja búa til sínar eigin sápur og baðbombur geta einnig komið hingað og keypt hráefni í það. Reglulega

Ég ákvað að prófa að framleiða smá af sápum og fór með þær og kynnti fyrir verslunum og útbjó þær sem minjagripi. Ég fékk jákvæð viðbrögð og boltinn byrjaði að rúlla, smátt í fyrstu ... hef ég verið með námskeið í sápugerð. Fyrirtæki og hópar hafa einnig pantað svona námskeið. Fólk hefur gaman af þessu.“

Heldurðu að það komi sumar í sumar? Guðrún Helgadóttir:

„Við skulum vona að það komi sumar í sumar, ég er bjartsýn á gott veður.“

Jónína Helga Skaftadóttir:

„Já, já, já, það verður góð tíð í sumar.“

Stormur Bragi Jóhannsson: „Auðvitað kemur sumar í sumar!“

„Já, að sjálfsögðu, ég er alveg 100% viss!“

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

Hráefnið er íslenskt og gott

„Ég nota íslenskt hráefni og kaupi af íslenskum bændum sem eru að framleiða efni sem ég get notað. Ég fæ íslenska tólg og fleiri einstaklega góð efni í sápugerð. Geitamjólk hef ég notað og íslenskt sjávarsalt. Vínur minn og nafni, bóndinn á Þorvaldseyri, selur mér íslenska repjuolíu sem hann framleiðir sjálfur. Svo hefur hann farið með mér um landið sitt til að moka ösku sem ég nota í sápur en askan er einstaklega góð til að skrúbba húðina. Ég hef einnig búið til sápur fyrir psoriasis-sjúklinga. Ég þarf sjálfur að passa mig. Ég er því aðaltilraunadýrið og prófa allar sápur á mér fyrst áður en ég set þær í sölu. Ef húðin mín þolir það þá þola fleiri blönduna því ég er svo viðkvæmur fyrir sápum og þvottaefni. Sápur í stykkjum henta oft betur þeim sem eru viðkvæmir en sápur í fljótandi formi. Það hefur reynsla mín kennt mér,“ segir Ólafur kankvís og býður alla velkomna í Sápuna í Reykjanesbæ.

Maríus Gunnarsson:

Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,

ÁSBJÖRN EGGERTSSON

Höfnum, síðast til heimilis að Miðgarði 5, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 11. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jarðsett var í Kirkjuvogskirkjugarði. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samtök lungnasjúklinga. Þökkum auðsýnda samúð. Jenný Karitas Ingadóttir Sigríður Ásta Ásbjarnardóttir Edward Morthens Guðný Sóley Ásbjarnardóttir Ingi Eggert Ásbjarnarson Anna Tabaszewska Ásbjörn og Auður Morthens

AÐALFUNDUR KAUPFÉLAGS SUÐURNESJA Aðalfundur KSK verður haldinn fimmtudaginn 28. mars kl. 18:00 í Krossmóa 4, 5. hæð. Aðalfundarfulltrúar og varamenn eru hvattir til að mæta. Dagskrá samkvæmt félagslögum Gestir: Þröstur Freyr Gylfason formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður og Hólmsteinn Brekkan framkvæmdastjóri Íbúðafélags Suðurnesja HSF.

Skúli Þ. Skúlason formaður KSK

Ómar Valdimarsson forstjóri Samkaupa

Boðið er til kvöldverðar að fundi loknum. Þröstur Freyr Gylfason

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Islandi

Ragnhildur Guðmundsdóttir Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 421 5409

formaður Íbúðafélags Suðurnesja HSF


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. mars 2019 // 13. tbl. // 40. árg.

Góður árangur nemenda FS á Íslandsmóti iðngreina Þann 14.–16. mars var haldið Íslandsmót iðngreina í Laugardalshöllinni og jafnframt var þar kynning á námsframboði framhaldsskólanna. Yfirskrift þessara daga var Mín framtíð sem ætlað var að höfða til unga fólksins og fá það til að velta því fyrir sér hvaða nám vekur áhuga þeirra og hvert það ætlar að stefna í framtíðinni. Margir lögðu leið sína í Laugardalshöllina og höfðu gaman af. Meðal annarra gesta kom Guðni forseti og heimsótti FS-básinn og fékk að prófa hinn eina sanna Pacman-leik í leikjavélinni sem nemendur okkar í rafiðnum og tölvugreinum bjuggu til.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja sendi átta keppendur í fjórum greinum og náðu þeir mjög góðum árangri. • Kacper Zuromski varð Íslandsmeistari í forritun. • Fannar Ingi Arnbjörnsson varð í öðru sæti í trésmíði.

• Hildur Sigrún Jóhannsdóttir varð í þriðja sæti í fantasíugreiðslu. • Jakob Daníel Vigfússon og Richard Dawson Woodhead urðu í þriðja sæti í liðakeppni í vefþróun.

Suðurnesjamenn geta verið stoltir af árangri nemenda Fjölbrautaskóla Suðurnesja, þeir fá góðan undirbúning fyrir frekara nám og störf í atvinnulífinu. Fjölbrautaskóli Suðurnesja er með fjölbreytt og gott námsframboð bæði í bóklegum og verklegum greinum. Nemendur sem hafa lokið námi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og farið í frekara nám hérlendis og erlendis hafa staðið sig mjög vel og verið vel undirbúnir fyrir framhaldið. Þetta er gott að hafa í huga nú þegar forinnritun stendur yfir fyrir 10. bekkinga fyrir næsta vetur en henni lýkur 12. apríl næstkomandi. Því er upplagt fyrir nemendur að hugsa um hvert hugurinn stefnir og hvaða starf þeir vilja leggja fyrir sig í fram-

tíðinni og hvaða námi þeir þurfi að ljúka til að ná því markmiði. Fyrir hönd Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Kristján Ásmundsson, skólameistari

Stofutónleikar Alexöndru Söngkeppni Samfés:

Þorsteinn varð í öðru sæti Þorsteinn Helgi Kristjánsson, nemandi í 10. bekk í Holtaskóla í Reykjanesbæ, varð í 2. sæti í söngkeppni Samfés sem haldin var síðasta laugardag. Þorsteinn söng og lék á gítar þegar hann flutti lagið Dear Brother. Lagið er frumsamið eftir hann og bróður hans, sem sömdu það saman um litla bróður sinn sem er trans.

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

AÐALSAFNAÐARFUNDUR KEFLAVÍKURSÓKNAR OG KIRKJUGARÐA KEFLAVÍKUR Verður haldinn þriðjudaginn 9. apríl klukkan 17:30 í Kirkjulundi

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Dagskrá fundarins: Venjulega aðalfundarstörf Kosning Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju og Stjórn Kirkjugarða Keflavíkur

Sópransöngkonan Alexandra Chernyshova, píanóleikarinn Olga Ermakova og leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir bjóða upp á stofutónleika laugardaginn 30. mars kl. 20:00 að Guðnýjarbraut 21. Dagskrá verður fjölbreytt og höfðar jafnt til þeirra sem unna sígildri tónlist og þeirra sem hafa gaman af að kynnast sígildri tónlist. Flutt verða þekkt verk eftir Pjotr Tchaikovskiy, Sergei Rachmaninov, Aleksandr Aljabiev, Aleksandr Vlasov og Dmitry Shostakovich. Guðrún Ásmundsdóttir fer með ljóð og sögur eftir þekkta Íslendinga. Listamenn munu leika og flytja tónlist í einstakri nálægð við áheyrendur. Stofutónleikar eru í samstarfi við Salon Classical tónleika í Pétursborg og tónlistarmenningarbrú milli Íslands og Rússlands „Russian Souvenir“ sem styrkt er af Sendiráði Rússlands á Íslandi. Stofutónleikarnir eru fyrir aðdáendur sígildrar tónlistar. Dagskrá tónleikanna fer fram á íslensku, sungið er á rússnesku og standa tónleikar í rúma klukkustund. Að tónleikum loknum er gestum boðið

uppá rússneskt te og rússneskt meðlæti. Stofutónleikar Alexöndru fengu styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er aðgangseyrir 2.500 kr. meðan húsrúm leyfir. Það er hægt að bóka miða á viðburðinn í gegnum netfangið alexandradreamvoices@icloud. com eða hringja á milli kl. 16:00 og 18:00 í síma 894-5254. Vinsamlegast prentið út staðfestingu á miðakaupum og hafið meðferðis á tónleikana.

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Viðburðir í Reykjanesbæ

Akurskóli – aðstoðarskólastjóri Lyngmói – starfsmaður á heimili fatlaðs fólks Háaleitisskóli – forfallakennari Garðasel – leikskólakennari Háaleitisskóli – grunnskólakennari Velferðarsvið – starfsfólk í sumardagvistun fyrir fötluð börn Leikskólinn Tjarnarsel – deildarstjóri Lyngmói – sumarstarfsmaður á heimili fatlaðs fólks Velferðarsvið – sumarstarf

Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudagurinn 28. mars kl. 20: Erlingskvöld. Þórarinn Eldjárn, Sólveig Jónsdóttir og Sigursteinn Másson lesa upp úr verkum sínum. Söngkonan Fríða syngur nokkur lög.

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Föstudagurinn 29. mars kl. 16.30: Bókabíó. Paddington 2 sýnd í miðju safnsins. Laugardagurinn 30. mars kl. 11.30: Notaleg sögustund með Höllu Karen sem syngur og les upp úr Rauðhettu og úlfinum. Hljómahöll - viðburðir framundan 4. apríl: Söngvaskáld á Suðurnesjum - Jóhann G. Jóhannsson 5. apríl: Baggalútur, tvennir tónleikar 11. apríl: Arnar Dór syngur lög Hauks Morthens Miðasala og nánari upplýsingar á www.hljomaholl.is


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. mars 2019 // 13. tbl. // 40. árg.

11

Guðbjörg er fimmti formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis á 87 árum:

Beint í djúpu laugina á óvissutímum Guðbjörg Kristmundsdóttir tók við formennsku í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis á aðalfundi félagsins í síðustu viku. VSFK var stofnað árið 1932 og í þessi 87 ár hafa aðeins verið fjórir formenn í félaginu. Þeir Guðni Guðleifsson, Ragnar Guðleifsson, Karl Steinar Guðnason og Kristján Gunnarsson. Guðbjörg er því fimmti formaður félagsins og fyrsta konan til að gegna embættinu. Guðbjörg tekur við á miklum óvissutímum. Óvissa er með WOWair en margir félagsmenn VSFK vinna á Keflavíkurflugvelli. Þá standa yfir viðræður um kjarasamninga þessa dagana. - Hver er Guðbjörg Kristmundsdóttir? „Ég er sveitatútta, alin upp úti á landi. Ég er Strandamaður í aðra ættina. Mamma er Akureyringur og alin upp í Garðinum, þannig að ég er með tengsl við Suðurnesin. Pabbi var hins vegar sjómaður og því var flutt reglulega og búið þar sem góð pláss fengust til sjós. Ég hef því búið víða um land og í flestum landshlutum. Ég hef síðan búið í Vogum síðustu fjórtán ár og það er met í mínu lífi því ég hafði áður búið lengst í þrjú ár á sama stað“. Guðbjörg er grunnskólakennari, auk þess að vera náms- og starfsráðgjafi og hafði starfað við það í tíu ár í StóruVogaskóla. Þegar verkalýðsfélögin tóku sig saman og opnuðu Starf sá Guðbjörg auglýst starf atvinnuráðgjafa.

„Ég hafði starfað sem námsráðgjafi og langaði að prófa starfsráðgjafann. Ég sótti um og fékk starfið og vann sem verkefnastjóri hjá Starfi í þrjú ár hér á skrifstofu verkalýðsfélagsins. Meðan ég var að starfa við þetta þá var ég í miklum tengslum við verkalýðsfélagið og það var eitthvað sem togaði mig þangað. Þegar ég hafði verið hérna í tvö ár þá færði ég mig frá Kennarasambandinu og yfir í VSFK og ákvað að reyna að komast að í stjórn félagsins. Ég fór inn í stjórn félagsins sem ritari í eitt ár. Þegar Starf lokaði bauð Kristján Gunnarsson mér vinnu hjá VSFK og á sama tíma, árið 2015, bauð ég mig fram til varaformennsku í félaginu. Þá var eiginlega ekki aftur snúið og ég sagði við Kristján að næsta skref væri að taka við formennsku í félaginu,“ segir Guðbjörg. Hún segir starfið hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis bæði áhugavert og skemmtilegt. „Mér fannst ég eiga vel heima í þessu.“ Guðbjörg hefur séð miklar og margskonar breytingar á VSFK frá því hún kom fyrst til starfa á skrifstofu fé-

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður VSFK. VF-mynd: Hilmar Bragi lagsins. Félagsmönnum hefur fjölgað mikið og þá sérstakleg af erlendu bergi. Í dag er meira en helmingur félagsmanna útlendingar og meirihluti félaga VSFK eru einnig konur. Guðbjörg segir einnig auðveldara að eiga samskipti við þessa félaga sem séu að stórum hluta menntað fólk að utan. „Og þetta fólk gerir kröfu um þjónustu og samskipti sem er frábært,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg tekur við Verkalýðs- og

sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis á miklum óvissutímum á Keflavíkurflugvelli og í miðjum kjarasamningum. Formaður VSFK þarf að sitja marga fundi og annar fundur Guðbjargar sem formaður var neyðarfundur vegna Keflavíkurflugvallar. Hún segist spennt að takast á við áskoranir næstu daga og vikna. „Það er bara að demba sér í djúpu laugina,“ segir hún. Síðustu daga hefur Guðbjörg og

hennar fólk hjá VSFK átt fundi með trúnaðarmönnum í fjölda fyrirtækja á starfssvæði verkalýðsfélagsins. „Það er fullt af verkefnum framundan. Við höfum opnað facebook-síðu fyrir félagið og þá er verið að vinna að fréttabréfi sem kemur út mánaðarlega og á dagskrá eru vinnustaðaheimsóknir og aukin samskipti við félagsmenn og fá þá til að vinna með félaginu.“ hilmar@vf.is

Orlofshús VSFK

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkursumar og nágrennis 2019

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður VSFK og Kristján Gunnarsson, fráfarandi formaður. VF-mynd: Hilmar Bragi

Guðbjörg Kristmundsdóttir nýr formaður VSFK Guðbjörg Kristmundsdóttir er nýr formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, VSFK. Aðalfundur félagsins fór fram á fimmtudaginn var. Kristján Gunnarsson lét af störfum sem formaður félagsins. Hann hefur starfað hjá félaginu í 29 ár. Stjórn félagsins þakkaði Kristjáni störf sín fyrir félagið. Einungis einn listi barst formanni kjörstjórnar, A-listi. Þar sem enginn annar listi kom fram var hann sjálfkjörinn. Hann skipa Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður, Hulda Örlygsdóttir ritari, Jón R. Halldórsson meðstjórnandi og Guðríður B. Kristjánsdóttir meðstjórnandi. Varamenn stjórnar eru Steingerður Hermannsdóttir og Kristinn G. Þormar. Til eins árs samkvæmt B-lið laga er Gunnar S Auðunsson vara-formaður og Böðvar Gunnarsson í varastjórn. Stjórn Sjómannadeildar er Kristinn G. Þormar formaður, Kristján Gunnarsson varaformaður, Jón Björn Lárusson ritari.

Að auki var kosið í trúnaðarmannaráð, varatrúnaðarmannaráð og í stjórnir sjóða félagsins. Allar upplýsingar um það má finna á síðu félagsins www.vsfk.is Staða VSFK er góð og gott aðhald á fjármálum að því Eyrún Jana Sigurðardóttir, fjármálastjóri félagsins, greindi frá á fundinum. Vegna þess var meðal annars hægt bæta við styrk vegna Tæknifrjóvgana í styrkjaflóru félagsins. Að auki var samþykkt að leggja 30 milljónir í vinnudeilusjóð VSFK Á fundinum voru einnig lagðar fram breytingatillögur vegna laga sjúkrasjóðs og laga félagsins.

Ágæti félagsmaður, opnað hefur fyrir Sumarumsóknir inn á orlofssíðu VSFK vsfk.is orlof.is/vsfk (Grænn takki merktur Orlofshús) Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út í sumar: 3 hús í Svignaskarði (Veiðileyfi í neðra svæði Norðurá í boði) 2 hús í Húsafelli (Hundahald leyft í húsi 64) 2 hús í Ölfusborgum 1 hús við Syðri Brú (Grímsnesi) 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabil er frá föstudeginum 24. maí til og með föstudagsins 23. ágúst 2019. Félagsmenn geta farið inn á www.orlof.is/vsfk og skráð sig inn með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum, fylla skal út orlofs umsókn með allt að 6 valmöguleikum. Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is – Orlofshús (grænn takki) Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 8. apríl 2019. Úthlutað verður 9. apríl samkvæmt punktakerfi. Niðurstaða verður tilkynnt með tölvupósti til félagsmanna sem sækja um. Orlofsstjórn VSFK

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. mars 2019 // 13. tbl. // 40. árg.

HVERT FER KJÓINN?

Kjóinn, ásamt skúminum, er sjófugl af kjóaætt og sérhæfir sig í að ræna fæðu af öðrum sjófuglum með því að elta þá þar til þeir sleppa fæðunni á flugi.

Ferðir íslenska kjóans hafa vakið áhuga fuglafræðinga sem starfa hjá Þekkingarsetri Suðurnesja og Háskóla Íslands og nýverið hlutu þeir styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja til þess að kanna ferðir hans nánar.

VIÐTAL

Dagný Maggýjar dagny@vf.is

Einn þeirra er Sölvi Rúnar Vignisson, fuglafræðingur sem starfar hjá Þekkingarsetri Suðurnesja, og segir hann að lítið hafi verið vitað um ferðir kjóans þar til Háskóli Íslands, Þekkingarsetur Suðurnesja og Náttúrustofa Suðvesturlands ásamt Náttúrustofu Norðausturlands settu út staðsetningartæki á kjóa árin 2013 og 2017.

„Niðurstöður þeirrar rannsóknar gáfu til kynna staðsetningu fimm eða sex vetrarstöðva kjóans sem ná frá vesturströnd Máritaníu niður til stranda Suður-Afríku og frá austurströnd Brasilíu niður að suðurodda Argentínu en þær upplýsingar fengust frá 30 kjóum.“ Merkingar fugla með staðsetningartækjum eru algengasta leiðin til að fylgjast með ferðum þeirra en þær eru bæði tímafrekar og kostnaðarsamar að sögn Sölva Rúnars þar sem handsama þarf sömu fuglana tvisvar auk þess sem tækin sjálf eru mjög dýr. „Því var ákveðið að kanna fjaðrir fuglanna en þær geyma mikilvægar upplýsingar um vetrarstöðvar þeirra og aðstæður þeirra. Kjóinn endurmyndar sumar fjaðrir sínar eftir að hann fellir þær á vetrarstöðvum en við það steypast einstakar og stöðugar samsætur

fæðu þeirra þar líkt og fingrafar inn í fjaðrir fuglanna. Með því að greina fjaðrirnar er hægt að greina upplýsingar um vetrarstöðvar þeirra og gengur verkefnið okkar sem nú hlaut styrk út á það.“ Verkefnið hefst í vor þegar fuglarnir hefja varp en þá verður hluti af fjöðrum tekinn. Nú þegar hafa fjaðrir verið teknar úr þeim fuglum sem fengu staðsetningartæki og endurspegla því gildi vetrarstöðvarinnar. „Með þessari nýju aðferð væri hægt að safna fjöðrum úr fjölda kjóa á Suðurnesjum og annars staðar á landinu án þess að eyða miklum kostnaði í tækjabúnað og sjá hver algengasta vetrarstöðin er,“ segir Sölvi Rúnar sem starfað hefur sem fuglafræðingur hjá þekkingarsetrinu frá árinu 2012. Þar starfar hann við rannsóknir á fuglum, fjörum og sjávarspendýrum.

Hvernig fugl er kjóinn og er mikið um hann á Suðurnesjum? „Kjóinn, ásamt skúminum, er sjófugl af kjóaætt og sérhæfir sig í að ræna fæðu af öðrum sjófuglum með því að elta þá þar til þeir sleppa fæðunni á flugi. Á varptíma skiptast foreldrar á um áleguna og að passa upp á ungann þegar hann er kominn úr eggi. Þeir fara til sjávar í fæðuleit við sjófuglabyggðir eða fæðusvæði annarra sjófugla ásamt því að éta sætukoppa, aðrar plöntur og stöku unga eða egg annarra fugla. Kjóinn verpir um allt land upp í um 700 metra hæð en helstu varpsvæði eru snögggrónir melir eða mólendi, helst nálægt sjó. Varp var töluvert hér á Suðurnesjum en svo virðist sem þeim fari fækkandi. Helstu varp­svæði eru á lítið grónum melum t.d. við Hafnarberg, Krýsuvíkurberg og í grennd við máfavörp og kríuvörp hér og þar á skaganum. Kjóinn er fimastur allra okkar fugla í flugi en hann er meðalstór fugl um 450–500g. Kvenfuglinn er ólíkt flestum fuglum stærri en karlfuglinn en enginn munur er á lit milli kynja. Kjóinn hefur mörg litarafbrigði en oftast er talað um ljósan og dökkan kjóa. Kjóinn fer yfirleitt að væla og barma sér til að lokka vegfarendur frá hreiðri sínu ef menn nálgast það og þaðan kemur orðið vælukjói. Sumir kjóar verja þó egg og unga með kjafti og klóm líkt og skúmurinn frændi þeirra, svo aðgát skal höfð í nærveru kjóa.“ En hver er sérstaða þessa verkefnis og hvaða þýðingu hefur það? „Vetrarstöðvar flestra íslenskra fuglategunda eru þekktar en kjóinn er erfiður viðureignar og því mjög

áhugavert og mikilvægt að skoða hvar hann heldur sig stærstan hluta úr ári. Kjóanum hefur verið að fækka mikið erlendis og vísbendingar eru um sambærilegar niðurstöður fyrir Ísland og það er okkar ábyrgð að

vernda fuglastofna til þess að viðhalda heilbrigðu vistkerfi.“ Gert er ráð fyrir að verkefnið skili niðurstöðum næsta haust og gefi þá vitneskju um mikilvægustu vetrarstaði íslenskra kjóa.

Kjóinn fer yfirleitt að væla og barma sér til að lokka vegfarendur frá hreiðri sínu ef menn nálgast það og þaðan kemur orðið vælukjói.

Iris Nadeau, sumarstarfsmaður frá Frakklandi, aðstoðar við merkingar kjóans síðasta sumar. Rúnar og Gunnar Þór Hallgrímsson við kjóarannsóknir.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. mars 2019 // 13. tbl. // 40. árg.

13

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

Við tímamót

– kveðja frá formanni VS

MARGIR Á ATVINNUBÍLASÝNINGU HEKLU Hjá Heklu í Reykjanesbæ hafa staðið yfir miklar endurbætur síðustu vikur og mánuði. Á dögunum var boðið til atvinnubílasýningar til að fagna verklokunum og kynna sýningarsal nýrra bíla og nýja vefverslun Heklu (www. hekla.is/vefverslun). Á verkstæði Heklu í Reykjanesbæ starfa sérhæfðir starfsmenn á sérútbúnu verkstæði fyrir atvinnubíla og fólksbíla. Lyftur hafa verið endurnýjaðar og allur búnaður uppfærður sem vöntun hefur verið á. Þá hafa merkingar verið uppfærðar og bætt við framsetningu aukahluta. Fjöldi fólks mætti á svæðið í tilefni sýningarinnar og skoðaði glæsilegt verkstæðið sem leit út eins og nýtt,

bragðaði á ljúffengum hamborgurum sem grillaðir voru á staðnum og þess notið að skoða bílaúrvalið eins og Volkswagen Caddy, Crafter, Transporter og Amarok. Einnig var á svæðinu glæsilegur 33“ breyttur Mitsubishi L200 sem vakti mikla lukku. Meðfylgjandi myndir voru teknar á sýningunni.

Þegar Jóhann Geirdal, þáverandi formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, afhenti mér lyklana af húsakynnum félagsins sagði hann við mig að ég ætti eftir opna dyr félagsins ansi oft í framhaldinu. Ekki óraði mig fyrir því þá, að ég ætti eftir að gera það í 21 ár eða u.þ.b. fimm þúsund sinnum. Tímamót Nú er hins vegar komið að tímamótum í starfi félagsins. Félagsmenn hafa nú tekið ákvörðun um að félagið verði sameinað VR og mun sú sameining taka gildi þann 1. apríl næstkomandi. VS, sem hefði orðið 65 ára á þessu ári, hefur á þessum tíma verið stór þátttakandi í ýmsum mikilvægum framfaraskrefum fyrir íslenskt launafólk og íslenskt samfélag. Ég hef fengið að vera með í þessum breytingum í rúma tvo áratugi og séð ýmislegt gerast sem hægt er gleðjast yfir. Það að stofna starfsmenntasjóði árið 2000 hefur aukið möguleika íslensks launafólks til að afla sér menntunar sem þeir hafa svo sannarlega nýtt sér. Krafan um framlag til starfsendurhæfingar gerði það að verkum að „Virk starfsendurhæfingarsjóður“ varð til og styður við þúsundir einstaklinga á hverju ári. Þá er rétt að minnast á að það voru stéttarfélögin sem kröfðust þess í kjarasamningunum 2015 að fá stofnstyrki til byggingar íbúða fyrir tekjulága félagsmenn. Það leiddi til stofnunar „Bjargs íbúðafélags“ sem hefur nú þegar hafið byggingu á hundruðum íbúða fyrir þennan hóp. Mikilvægi stéttarfélaga er því ótvírætt þótt þess sjái ekki alltaf stað frá degi til dags. Fækkun stéttarfélaga Stéttarfélögum hefur farið fækk-

andi á undanförnum árum, rétt eins og sveitarfélögum. Umræða um sameiningu VS og VR hófst fyrst árið 2007 en var sett til hliðar þegar þáverandi formaður VR fór frá. Þessi sameining mun til lengri tíma hafa jákvæð áhrif á bæði félögin. Svæðið er nú orðið eitt atvinnusvæði og því er ótvírætt hagræði af því að vera með eitt stórt félag á þessu svæði. Ég er því sannfærður um að sú ákvörðun um að sameina félögin sé rétt félagslega þó að hún hafi ekki verið nauðsynleg vegna fjárhagslegrar stöðu VS. VS mun fylgja ríkulegur heimanmundur. Félagið stendur sterkt fjárhagslega með eigið fé upp á rúman hálfan milljarð í eignum og lausafé og engar skuldir. Að lokum Ég hef við þessi tímamót tekið ákvörðun um að láta gott heita og þiggja ekki starf hjá VR þrátt fyrir boð þar um. Því fylgja vissulega blendnar tilfinningar en ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera hluti af VS í næstum þriðjung af líftíma félagsins. Sú reynsla sem ég hef öðlast verður ekki frá mér tekin og fyrir hana er ég þakklátur. Mig langar til að færa samstarfsfólki mínu og stjórn bestu þakkir fyrir frábært samstarf í gegnum tíðina. Bryndís og Salbjörg, starfsmennn VS, hafa verið mér miklu meira en bara samstarfsmenn og milli okkar hefur myndast djúpstæð vinátta eftir áratuga samstarf. Félagsmönnum óska ég velfarnaðar, fullviss um að hagsmunum þeirra verður vel sinnt í sameinuðu stéttarfélagi. Guðbrandur Einarsson, formaður og framkvæmdastjóri VS

SKIPULAG UM LOFTSLAG, LANDSLAG OG LÝÐHEILSU Hafin er vinna við gerð viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem mótuð verður nánari skipulagsstefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu.

Frá samæfningu Vox Felix og Gimsteina. VF-mynd: Hilmar Bragi

Lýsing

Æft af kappi fyrir Hljómlist án landamæra Síðustu daga hefur verið æft af kappi fyrir List án landamæra. Þar leiða fatlaðir og ófatlaðir listamenn saman hesta sína á skemmtilegri kvöldstund sem verður í Hljómahöll þriðjudagskvöldið 2. apríl kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis á skemmtunina og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld kl. 20:30 sýnum við frá æfingu þar sem Vox Felix undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og Gimsteinarnir undir stjórn Önnu Karenar Friðriksdóttur æfðu saman í Kirkjulundi. Þau eru þó alls ekki einu listamennirnir sem taka þátt í Hljómlist án landamæra því einnig verða listamenn á borð við Pál Óskar Hjálmtýsson, Sölku Sól og Ingó veðurguð, ásamt mörgum fleiri. Þeir Gunni og Felix sjá svo um að kynna öll atriði kvöldsins á svið. Fatlaðir listamenn koma síðan frá Suðurnesjum, Selfossi og Akranesi. Þá taka tveir fatlaðir einstaklingar þátt í verkefninu í ár, sem jafnframt eru að gefa út plötur um þessar mundir. Það eru þeir

Már Gunnarsson og Júlíus Arnar eða Júlli A eins og rapparanafnið hans er. Þær Halla Karen Guðjónsdóttir og Guðný Kristjánsdóttir leiða verkefnið en þetta er í fjórða sinn sem List án landamæra er haldin og nú sem Hjómlist án landamæra. Þær segja verkefnið bæði skemmtilegt og gefandi og allir séu meira en til í að taka þátt í verkefniu. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Listar án landamæra. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

Lýsing þar sem gerð er grein fyrir hvernig fyrirhugað er að standa að mótun stefnunnar liggur frammi til kynningar frá 16. mars til 8. apríl 2019. Lýsingin er aðgengileg á landsskipulag.is. Nálgast má prentað eintak hjá Skipulagsstofnun. Allir eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma á framfæri ábendingum um nálgun og efnistök til Skipulagsstofnunar. Frestur til að koma á framfæri ábendingum er til 8. apríl 2019. Ábendingar þurfa að vera skriflegar og geta borist bréfleiðis, með tölvupósti á landsskipulag@skipulag.is, eða á athugasemdagátt á landsskipulag.is.

Kynningar- og samráðsfundur Skipulagsstofnun stendur fyrir kynningar- og samráðsfundum um landið og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að koma og kynna sér hvernig fyrirhugað er að standa að mótun landsskipulagsstefnu og taka þátt í umræðum um æskilegar áherslur og aðgerðir í landsskipulagsstefnu varðandi loftslagsmál, landslag og lýðheilsu. Haldinn verður kynningarog samráðsfundur í Keflavík þann:

4. apríl kl 15-17

Hótel Park Inn Hús opnar kl 14.45

Nánari upplýsingar á landsskipulag.is Allir velkomnir Lýsing er kynnt samkvæmt 11. gr. skipulagslaga og 16. gr. reglugerðar um landsskipulagsstefnu.

Skipulagsstofnun - Borgartúni 7b - 105 Reykjavík


14

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. mars 2019 // 13. tbl. // 40. árg.

Davíð Snær Jóhannsson sló leikjamet í U17

Keflvíkingurinn Davíð Snær Jóhannsson skoraði annað marka Íslands í sigurleik U17 gegn Slóveníu í milliriði EM í Þýskalandi. Ísland vann 2:1 og Keflvíkingurinn lék sinn 28. leik með landsliði sautján ára og yngri sem er met. Fyrra metið áttu þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Valur Fannar Gíslason sem léku með liðinu á árunum 1992–1997. Íslands lék gegn heimamönnum Þýskalands á laugardag og lauk leiknum með 3:3 jafntefli, þá lék Ísland gegn Hvíta-Rússlandi á þriðjudag og vann stórsigur, 4:1. Með sigrinum endaði Ísland á toppi síns riðils og tryggðu strákarnir sér farseðilinn í lokakeppni EM 2019 sem fram fer í maí á Írlandi. Davíð Snær var í byrjunarliði Íslands í öllum leikjunum þremur og er því kominn í 30 leiki fyrir U17 landslið Íslands.

Andri Gíslason hefur bæst við leikmannahóp Njarðvíkur í knattspyrnu. Andri er fæddur 1992 og hefur leikið 108 mótsleiki með nokkrum félögum og gert í þeim 48 mörk. Andri lék með Víði síðasta sumar en kemur frá Austra, hann hafði í hyggju að spila með Fjarðabyggð í ár en snérist hugur.

Ingólfur (hvítur galli) glímir hér við Vilhelm Svansson úr Ármanni.

Ingólfur á toppi styrkleikalistans ❱❱ stóð uppi sem sigurvegari á Vormóti Júdósambands Íslands Um helgina fóru fram tvö sterk fullorðinsmót í fangbrögðum. Bæði mótin fóru fram í Reykjavík og Njarðvíkingar sendu sína sterkustu menn til keppni. Ingólfur átti góðan dag og með frábærri frammistöðu sigraði hann flokkinn og skellti sér á topp styrkleikalista Júdósambands Íslands í fullorðinsflokki. Frammistaða Ingólfs er til marks um uppgang júdóíþróttarinnar í Reykjanesbæ en þetta er í fyrsta sinn sem keppandi frá UMFN vermir efsta sæti styrkleikalistans.

Íslandsglíman

Á Vormóti Júdósambands Íslands keppti Ingólfur Rögnvaldsson í -66kg flokki karla, þetta er í fyrsta skipti sem hann er skráður til leiks í þessu móti í fullorðinsflokki. Mótið var gríðarsterkt og tveir af okkar bestu júdómönnum, þeir Vilhelm Svansson (Ármanni) og Dofri Vikar Bragason (JR), voru í flokki með Ingólfi.

Bjarni Darri Sigfússon keppti á Íslandsglímu Glímusambands Íslands þar sem keppt er um Grettisbeltið margfræga og hið eftirsótta Freyjumen og titlana Glímukóngur og Glímudrottning Íslands. Í Íslandsglímunni er keppt án tillits til þyngdar þannig að það var við rammann reip að draga fyrir Bjarna Darra sem vegur rétt um 70kg. Hann stóð sig vel í mótinu og þeir andstæðingar sem lögðu hann áttu erfitt með það. Bjarni endaði í fjórða sæti eftir erfitt mót.

AÐALFUNDUR UMFN verður haldinn miðvikudaginn 10. apríl 2019 kl. 20:00 í íþróttahúsinu í Njarðvík, félagssal okkar á annarri hæð.

Keflvíkingar semja við leikmenn Íslandsmeistari Inkasso-deildarlið Keflavíkur í knattspyrnu hefur fengið góðan liðsauka að undanförnu en félagið gekk frá samningum við þrjá leikmenn nýlega.

Jónas Guðni frá Keflavík bauð TansaníuKR-inginn Adolf Bitegoko velkominn. Adolf Mtasingwa Bitegoko gekk til liðs við Keflavík frá KR, hann er tvítugur Tansaníumaður sem hefur æft með Keflvíkingum í vetur og staðið sig vel að því er segir á heimasíðu félagsins. Adolf kom um mitt sumar í fyrra til KR og lék með þeim tvo leiki í Pepsideildinni. Hann lék stórt hlutverk í 2. flokks liði KR sem tapaði Íslandsmeistaratitlinum til Skagamanna á markatölu í fyrra. Adolf leikur sem miðjumaður og hefur fallið vel inn í ungan hóp liðsins, segir á keflavik.is. Þá samdi Keflavík við Dag Inga Valsson, 21 árs framsækinn miðjumann

sem kemur frá Leikni á Fáskrúðfirði en þar lék hann stórt hlutverk síðustu ár. Hann hefur leikið með liðinu í Inkasso-deildinni og skorað níu mörk. Þriðji leikmaðurinn sem um ræðir er Tómas Óskarsson sem er fæddur og uppalinn í Keflavík. Félagið endurnýjaði samning við hann nýlega en Tómas hefur leikið 25 leiki með félaginu í tveimur efstu deildum. Hann fór sem lánsmaður til Víðis í fyrra og á kappinn að baki einn U19 ára landsleik. Tómas er barnabarn Einars Gunnarssonar, miðvarðar úr gullaldarliði Keflavíkur.

í tíu dönsum

Njarðvíkingurinn María Tinna Hauksdóttir varð, ásamt dansfélaga sínum Gylfa Má Hrafnsyni, Íslandsmeistari í tíu dönsum í flokki ungmenna með því að sigra glæsilega alla tíu dansana en mótið fór fram um þarsíðustu helgi. Þau María Tinna og Gylfi hafa átt góðu gengi að fagna og fyrr í þessum mánuði sigruðu þau á Opna sænska mótinu í Ballroom-dönsum í U21 og urðu í 2. sæti í flokki fullorðinna. Í febrúar urðu þau bikarmeistarar í Ballroom-dönsum í flokki ungmenna. Framundan hjá þeim er Evrópumót um páskana og hið margrómaða Opna breska meistaramót, ein virtasta danskeppni í heimi, sem fram fer í Blackpool í maí.

Tómas Óskarsson er sonarsonur Einars Gunnarssonar, miðvarðar í gullaldarliði Keflavíkur.

Þrjár Keflavíkurstelpur í U19

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kaffiveitingar Bjóðum alla velkomna, Ólafur Eyjólfsson formaður

Andri Gíslason nýr leikmaður Njarðvíkur

Tvíburarnir Katla María og Íris Una með Sveindísi.

Þrír leikmenn Pepsi-deildarliðs Keflavíkur í kvennaflokki hafa verið valdar í U19 landsliðshóp sem tekur þátt í milliriðli undankeppni EM 2019. Þetta eru tvíburarnir Katla María og Íris Una Þórðardætur auk markahróksins Sveindísar Jane Jónsdóttur. Leikdagar verða 3.–9. apríl í Hollandi en með Íslandi í riðli eru einmitt Holland, Búlgaría og Rússland.

AÐALFUNDUR

Aðalfundur NES 2019 verður haldinn fimmtudaginn 4. apríl í Íþróttaakademíunni við Krossmóa kl. 18.00. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Stjórn Nes

Lið Heiðarskóla komið í úrslit Skólahreystis Heiðarskóli með þau Eyþór, Hildi Björgu og Klöru Lind báru sigur úr býtum í Skólahreystiriðli 1 miðvikudaginn 20. mars þegar keppt var í Hafnarfirði. Þau unnu með 68,5

stigum en nágrannar þeirra í Holtaskóla enduðu með aðeins hálfu stigi minna í 2. sæti, í 3. sæti lenti svo lið Stóru-Vogaskóla. Riðillinn sem liðin af Suðurnesjum og úr Hafnarfirði

skipa hefur ávallt verið talinn afar sterkur, ef ekki sá sterkasti, og hafa lið Suðurnesja nær undantekningarlaust skipað efstu sætin.


án landamæra HLJÓMAHÖLL ÞRIÐJUDAGINN 2. APRÍL KL.20.00

AÐGANGUR ER ÓKEYPIS OG ALLIR VELKOMNIR Á MEÐAN HÚSRÚM LEYFIR. KYNNAR ERU GUNNI OG FELIX Vox Felix undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og Gimsteinarnir undir stjórn Önnu Karenar Friðriksdóttur

Páll Óskar, Rósa Oddrún Gunnarsdóttir, Heiðrún Eva Gunnarsdóttir og Svanfríður Lind Árnadóttir

Már Gunnarsson og Sigga Ey

Ingó Veðurguð og Eggert Halldórsson

Páll Óskar og Lára Ingimundardóttir Salka Sól og Davíð Már Guðmundsson

Magnús Kjartan Eyjólfsson úr Stuðlabandinu, Arnar Árnason og Svavar Jón Árnason

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Listar án landamæra. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja

Salka Sól og Júlíus Arnar

Ingó Veðurguð, Freyr Karlsson, Eva Dögg Héðinsdóttir og Stefán Trausti Rafnsson Rakel Pálsdóttir, Jóhanna Nína Karlsdóttir og Laufey María Vilhelmsdóttir

SÓKNARÁÆTLUN SUÐURNESJA


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Daginn er tekið að lengja en það er ekki margt sem minnir á vorið þessa dagana. Neikvæðar fréttir dælast yfir okkur t.d. um stöðu WOW, yfirvofandi verkföll og kulnun í hagkerfinu. Ábyrgð fjölmiðla er mikil. Sjálfur hef ég áður skrifað um það að neikvæðar fréttir skipi allt of stóran sess á mörgum miðlum hér á landi. Fréttaflutningur af stöðu WOW sem dæmi hefur verið yfirgengilega neikvæður, staðan er vissulega ekki góð en neikvæðnin er full mikil fyrir minn smekk. Mánudaginn 25. mars fannst mér ákveðnir fjölmiðlar eiginlega vera í keppni, hver gæti birt sem neikvæðustu fréttina um stöðu félagsins. Erlendir miðlar fara svo á google translate og þýða fréttirnar og birta, ekki beint til þess að hjálpa fyrirtæki sem rær lífróður. Við sem búum á þessu svæði þekkjum eflaust öll einhvern sem starfar hjá þessu ágæta fyrirtæki og hugur okkar er hjá því fólki. Þarna erum við að tala um lífsviðurværi þúsunda manna og það vonast flestir eftir farsælli niðurstöðu fyrir allt þetta fólk og auðvitað okkur öll. Suðurnesin þekkja áföll í atvinnulífinu allt of vel. Árið 2006 fór herinn og svo skall fjármálakreppan hér á af fullum þunga árið 2008. Falli WOW núna hefur það slæm áhrif á allt þjóðarbúið, mest yrðu áhrifin hér á okkar svæði. Suðurnesin hafa verið að vaxa og rétta úr kútnum eftir „mögur“ ár, þannig viljum við sjá þau áfram. Persónulega, þá er ég afar jákvæður að eðlisfari og hef trú á að WOW komist yfir þessa erfiðleika en tíminn er naumur. Það er

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

LOKAORÐ

Barátta framundan

Sími: 421 0000

Kaninn er kominn aftur. Welcome Our Way!

Örvar Þ. Kristjánsson sagt í íþróttum að allt sé mögulegt og staða WOW er jafnvel ekkert svo ólík stöðu karlaliðs Keflavíkur í körfuboltanum sem eru undir í einvígi sínu gegn KR 0-2. Fæstir hafa trú á að menn snúi þessari stöðu við yfir í sigur nema þá kannski leikmenn og þjálfarar liðsins. Ekkert er ómögulegt og Keflavík sem dæmi hafa gert þetta áður, snúið 0-2 seríu yfir í 3-2 sigur með þremur sigrum í röð. Trúin flytur fjöll ekki satt? Starfsmenn WOW hafa sýnt mikla samheldni og hafa ekki verið öfundsverðir síðustu mánuði í þessari gríðarlegu óvissu sem hefur ríkt um framtíð flugfélags þeirra. Vonandi mun baráttan og samheldnin skila sér og málin fá farsælan endi. Þegar þessi pistill er ritaður eru jákvæðari fréttir að berast af stöðunni sem ég fagna mjög. Á marga góða vini og kunningja hjá WOW auk þess sem ég er stoltur íbúi hér á svæðinu og vil ekkert frekar en sjá okkur halda áfram að vaxa og dafna. Eigum við svo ekki að segja að Keflavík klári KR 2-3 og mæti mínum mönnum í Njarðvík svo í lokaúrslitum í vor? Hver veit en það er a.m.k. mikil barátta framundan á öllum vígstöðvum, sendi baráttukveðjur á ykkur öll.

Boeing P-8 Poseidon kafbátaleitarvél kemur til Keflavíkurflugvallar. Þota Icelandair í flugtaki í baksýn. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Breyta flugskýli og byggja flugvélaþvottastöð Útboðum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli er lokið og er búist við að þær hefjist á næstunni. Um er að ræða fyrstu framkvæmdir á vegum bandarískra stjórnvalda á Íslandi síðan varnarliðið hætti starfsemi haustið 2006. Frá þessu er greint á vef stjórnarráðsins. Undir lok síðasta árs voru undirritaðir verksamningar milli bandaríska sjóhersins og bandaríska verktakans Rizzani DE Eccher um tvenns konar framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Annars vegar er um að ræða viðhald og breytingar á flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli, hins vegar byggingu þvottastöðvar fyrir flugvélar við flugskýli 831. Framkvæmdunum er ætlað að bæta aðstöðuna fyrir kafbátaeftirlitsflugvélar Atlantshafsbandalagsþjóðanna. Þá hefur verið undirritaður verksamningur milli bandaríska sjóhersins og ÍAV um viðhald og endurbætur á

Sparaðu og við hvetjum þig áfram Landsbankinn greiðir 6.000 kr. mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðargrunn eða í verðbréfasjóð. Ef báðir kostir eru nýttir leggur Landsbankinn því til 12.000 kr. í mótframlag. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar. Nánari upplýsingar um sparnað og verðbréfasjóði má nálgast á landsbankinn.is/sparnaður.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Heildarfjárhæð verksamninganna þriggja er 25.250.000 Bandaríkjadalir eða rétt tæpir þrír milljarðar króna. Bandaríska varnarmálaráðuneytið stendur straum af kostnaði við framkvæmdirnar. Helstu verkþættir sem snúa að viðhaldi og breytingum á flugskýli 831 eru breytingar á hurðabúnaði, eldvarnarkerfum og styrking á gólfi þannig að hægt verði að taka inn í skýlið nýjar tegundir kafbátaeftirlitsflugvéla Atlantshafsbandalagsþjóðanna, P-8 Poseidon. Í tengslum við þvottastöðina þarf að setja upp

frárennsliskerfi og hreinsunarbúnað. Samanlagt tilboð Rizzani DE Eccher í þessi tvö verkefni hljóðar upp á 13.750.000 Bandaríkjadali, um 1,6 milljarða króna. Viðhaldsverkefni ÍAV á öryggissvæðinu taka til endurbóta á flugvélastæðum, akstursbrautum flugvéla og ljósakerfum fyrir flugvélastæði og akstursbrautir flugvéla. Áætlaður kostnaður er 11.500.000 Bandaríkjadalir, jafnvirði tæpra 1,4 milljarða króna. Verkefnin voru auglýst á Íslandi og í Bandaríkjunum í fyrra. Um er að ræða fyrstu framkvæmdir á vegum bandarískra stjórnvalda á Íslandi í að minnsta kosti tólf ár eða síðan varnarliðið hvarf af landi brott haustið 2006. Búist er við að framkvæmdir hefjist á næstunni og taki um tvö ár.

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 13. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 13. tbl. 2019

Víkurfréttir 13. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 13. tbl. 2019