__MAIN_TEXT__

Page 1

Háhraða internet og hágæða sjónvarp

Grófin 19, Keflavík

EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.560 Kr/mán.

Símar: 456-7600 & 861-7600 bilathjonustan@bilathjonustan.is

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

VARAHLUTIR

Verksmiðjuábyrgð á þínum bíl er tryggð með vottuðum varahlutum frá Stillingu

Í FLESTA BÍLA Á LAGER FRÁ

OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA KL. 8–18 fimmtudagur 31. janúar 2019 // 5. tbl. // 40. árg.

Tvö hótel á Suðurnesjum meðal þeirra bestu Ferðasíðan vinsæla Tripadvisor birti nýlega lista yfir bestu hótelin á Íslandi árið 2018. Á meðal þeirra tíu bestu eru tvö á Suðurnesjum. Annars vegar Hotel Berg í Reykjanesbæ og hins vegar Silica Hotel við Bláa lónið í Grindavík. Aðeins eru fimm hótel utan höfðurborgarinnar á listanum en um er að ræða flest þekktustu og glæsilegustu hótel landsins. Það er VisitReykjanes sem vekur athygli á þessu. Vefsíðan Tripadvisor er stærsta ferðasíða heimsins og hefur þar af leiðandi gríðarlegt vægi í ferðageiranum og sérstaklega þegar kemur að gistingu. 455 milljón gestir heimsækja síðuna á mánuði og alls eru rúmlega 700 milljón umsagnir á síðunni sem var stofnuð árið 2000.

Vetrarríki við smábátahöfnina í Grófinni. Hótel Berg í baksýn en það er eitt af tíu bestu hótelum landsins, eins og sjá má í frétt hér á forsíðunni.

Auka raforkuframleiðslu á Reykjanesi án þess að taka meira upp úr auðlindinni -Samfélagið á Suðurnesjum þarf meira rafmagn og heitt vatn á næstu árum Raforkuframleiðsla er nú í sögulegu hámarki í orkuverum HS Orku í Svartsengi í Grindavík og í Reykjanesvirkjun. „Við erum í dag mjög bjartsýn á langvarandi, stöðuga, endurnýjanlega vinnslu á Reykjanesi, eins og sagan hefur reyndar sýnt í Svartsengi, þar sem reynslan er orðin yfir fjörutíu ára. Við ætlum að gera enn betur

því bæði á Reykjanesi og í Svartsengi eru núna uppi áform um að auka framleiðslu án þess að taka meira upp úr jörðinni, segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku en fyrirtækið gekk í gegnum tímabundna erfiðleika í raforkuvinnslu í Reykjanesvirkjun 2016 og 2017. Orkuvinnsla datt um tíma niður í 60% sem var verulegt áhyggjuefni.

Leiguverð hækkaði mest á Suðurnesjum Leiguverð tveggja herbergja íbúða á Suðurnesjum hækkaði mest á landinu milli áranna 2017 og 2018 eða 46%. Munur á leiguverði 2ja og 3ja herbergja íbúða er einnig hæstur á Suðurnesjum eða 30%. Undanfarin tvö ár hefur leiguverð

hækkað meira en kaupverð íbúðarhúsnæðis. Vísitala leiguverðs er byggð á þinglýstum samningum um húsaleigu. Kaupverð hefur þó hækkað meira síðustu sjö ár. Leiguverð hefur hækkað um 77,2% frá árinu 2011 en kaupverð um 95,5%.

Ljóst er, að sögn Ásgeirs, að samfélagið á Suðurnesjum og víðar þarf meira rafmagn og verði ekki brugðist við því er öruggt að þrengingar verði og þá er ekki verið að tala um raforku til stóriðju. Ásgeir segir í viðtali við Víkurfréttir að einnig þurfi að auka við heitavatns framleiðslu hjá HS Orku og finna þurfi ný vatnsból fyrir byggðirnar á Suðurnesjum. Nánar um málið í miðopnu blaðsins á síðum 8–9.

Orkuvinnslusvæðið á Reykjanesi.

Febrúartilboð - Fljótlegt og gott 37% 52%

50%

299

1.190

139

áður 598 kr

áður 1.889 kr

áður 289 kr

kr/pk

Rauð vínber 500g box

kr/pk

Kalkúnabollur 500g

Opnum snemma lokum seint

kr/stk

Egils Orka 0.5L

Krambúðin Innri — Njarðvík Tjarnabraut 24

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. janúar 2019 // 5. tbl. // 40. árg.

Hagvöxtur á Suðurnesjum frá hruni einstakur Frá hruni bankanna hefur framleiðsla vaxið meira á þremur landsvæðum en annars staðar: Suðurnesjum, Suðurlandi og Norðurlandi eystra þar sem hagvöxtur var 15–18%, langt yfir landsmeðaltali sem var 10%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var af Byggðastofnun um hagvöxt landshluta frá hruni og fram til 2016 og greint er frá á vef Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Meginskýringin á hagvexti á árunum 2008 til 2016 er vöxtur í þjónustugreinum sem snúa margar að ferðaþjónustu. Sá vöxtur ræður mestu um hagvöxt á Suðurnesjum, þar sem Keflavíkurflugvöllur hefur þanist út. Flugvöllurinn var næstmesta hagvaxtarsvæðið á árunum 2008 til 2016, ekki langt á eftir Suðurlandi og eru ferðamannagreinarnar verslun, hótel, samgöngur og fleira hvergi eins mikilvægar og á Suðurnesjum en hlutur þeirra óx úr 22% árið 2009 í 29% 2016. Umferð um völlinn jókst um 160% á tímabilinu samkvæmt upplýsingum Hagstofu. Vöxtur í sjávarútvegi tengist Kefla-

víkurflugvelli en árið 2016 var 88% meira flutt út af nýjum fiski með flugvélum en 2008. Þessi breyt­ing skil­ar sér í mun hærra afla­verðmæti en fersk­ur fisk­ur sem flutt­ur er út með flugi get­ur skilað allt að 20% hærra verði til fram­leiðand­ans en fryst­ur fisk­ur. Vöxturinn á Suðurnesjum var geysimikill eftir 2012 og hefur fólki fjölgað mikið á svæðinu. Suðurnesin hafa verið eftirsótt til búsetu og eru nú orðið fjórða stærsta sveitarfélag landsins. Á árunum 2016 og 2017 fluttu rúmlega þúsund fleiri frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja og Suðurlands en hina leiðina. Fram að hruni bankanna var straumurinn líka í þessa átt. Ætla má að dýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu ráði hér nokkru. Margir sækja áfram vinnu í höfuðborginni.

Hópurinn sem fékk úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni. VF-mynd/DagnýMaggýjar.

UPPBYGGINGARSJÓÐUR ÚTHLUTAR 54 MILLJÓNUM

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur úthlutað 54.420.000 kr. til verkefna á Suðurnesjum en samtals bárust 55 umsóknir upp á rúmlega 135 milljónir króna. Alls hlutu 36 verkefni styrk og fara 6.000.000 kr. til fjögurra verkefna sem flokkast undir stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála, 22.220.000 til sautján verkefna sem flokkast undir menning og listir og 26.200.000 í styrki til fimmtán verkefna sem flokkast undir atvinnuog nýsköpun. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem ætlað er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum og er auglýst eftir umsóknum árlega. Formaður úthlutunarnefndar, Fríða Stefánsdóttir, afhenti styrkina en úthlutunarnefnd er skipuð af stjórn

Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Umsóknir eru metnar út frá markmiðum og áherslum sem fram koma í Sóknaráætlun Suðurnesja og reglum sjóðsins. Verkefnastjóri er Björk Guðjónsdóttir.

Stæstu úthlutun fengu verkefnin

Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum 5.000.000 kr. Örplast í sjávarlífverum 3.000.000 kr. Veröld vættanna í Reykjanes Geopark 3.000.000 kr. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og Norðuróp fyrir uppsetningu á Fiðlaranum á þakinu 3.000.000 kr. Safnahelgi á Suðurnesjum 3.000.000 kr. Útivistarstígur um sjávartengdar minjar í Grindavík 3.000.000 kr.

Aðgerðir fyrir vaxtarsvæðið Suðurnes

Verkefnið er tilkomið vegna ábendingar frá SSS vegna íbúafjölgunar á Suðurnesjum Á næstu dögum hefst vinna við vaxtarsvæði í tengslum við Byggðaáætlun 2018–2024 sem samþykkt var á þingi sl. haust en markmið þess er að gera ríki og sveitarfélög færari um að bregðast við þenslu á vaxtarsvæðum.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Verkefnið er tilkomið vegna ábendingar frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum en einungis hafði verið gert ráð fyrir stuðningi við brothættar byggðir í byggðaáætlun. Hins vegar er það mat SSS að vaxtarsvæðum fylgi líka margar áskoranir eins og dæmin sanna á Suðurnesjum þar sem uppbygging þjónustu og fjárveiting ríkis hefur ekki náð að halda í við hraða íbúafjölgun. Komið verður á fót samráðsteymum ráðuneyta, viðkomandi sveitarfélaga, Byggðastofnunar og eftir atvikum fleiri aðila fyrir þau svæði sem eru skilgreind sem vaxtarsvæði utan

höfuðborgarsvæðisins, s.s. Suðurnes, suðurfirðir Vestfjarða og Árnessýslu. Verkefni teymanna er að draga fram þær áskoranir sem svæðin standa frammi fyrir og leiða saman lykilaðila varðandi stefnumótun og aðgerðir fyrir svæðið til lengri og skemmri tíma. Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri SSS, segist binda miklar vonir við að verkefnið muni skila einhverju fyrir Suðurnes, þó ekki væri nema að ríkið gangið í takt við sveitarfélögin á Suðurnesjum. „Þessi vöxtur hefur verið sveitarfélögum hér á svæðinu mikil áskorun því flýta hefur þurft

uppbyggingu á þjónustu með tilheyrandi kostnaði. Okkur hefur þótt skorta á skilning á þessari sérstöðu hjá ríkinu en slíkri þróun fylgja vaxtaverkir og er áskorunin ekki síðri en þegar litið er til brothættra byggða.” Eftir áföll síðustu ára hefur íbúum á Suðurnesjum fjölgað mikið og hratt eða um tæplega 5.000 manns á sex árum, hlutfallslega mest þó síðastliðin tvö ár. Að sögn Berglindar má fjölgunina aðallega rekja til stórfelldrar aukningar í ferðaþjónustu á undanförnum árum og hefur þeirri þróun óhjákvæmilega fylgt margvíslegar áskoranir á svæðinu í tengslum við heilbrigðisþjónustu, félagslega innviði og aðstoð við íbúa af erlendum uppruna.

MIKILVÆGT AÐ RÍKI OG LANDSHLUTAR TALI SAMAN Það var fjölmennur hópur fulltrúa Suðurnesja sem tók þátt í samtali um stefnu ríkisins í landshlutum, á ráðstefnu sem haldin var í Hveragerði á dögunum. Fulltrúar Markaðsstofu Reykjaness, Heklunnar, Reykjanes Geopark, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum tóku þátt í ráðstefnu og vinnustofu þar sem 100 manns mættu hvaðanæva af landinu. Þeirra á meðal voru fulltrúar ráðuneyta, fulltrúar ýmissa stoðstofnanna, fulltrúar markaðsstofa landshlutanna,

atvinnuþróunarfélaga og fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Keflvíkingurinn Eva Þóra Karlsdóttir hélt einnig fróðlegt erindi um uppbyggingasjóð EES á ráðstefnunni en Eva starfar sem samskiptafulltrúi hjá sjóðnum í Brussel. Þetta var í fyrsta sinn sem slík ráðstefna er haldin. Í lok ráðstefnu höfðu vinnuhóparnir komist að því að mikil-

vægt er að samtal milli allra þessarra aðila eigi sér stað og má því búast við að leikurinn verði endurtekinn. Til umfjöllunar voru hinar ýmsu stefnur ríkisins og hvernig samþætta má þær starfi í landshlutum. Efnisflokkar ráðstefnunnar voru: Samþætting áætlana, uppbyggingasjóður EES, stefnur í bígerð, umhverfis- og skipulagsmál, menning, uppbygging mannauðs og atvinnuþróun og nýsköpun.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Á myndinni eru frá vinstri: Eyþór Sæmundsson frá Markaðsstofu Reykjaness, Dagný Gísladóttir frá Heklunni, Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri SSS, Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri viðskiptaþróunar hjá Reykjanesbæ, Björk Guðjónsdóttir frá Heklunni, Þuríður H. Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness og Daníel Einarsson, forstöðumaður Reykjanes Global Unesco Geopark.


Sjóvá er efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni. Við gleðjumst yfir því að viðskiptavinir okkar séu ánægðari.

Útibú Reykjanesbæ 440 2450 Umboðsmaður Grindavík 426 7150


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. janúar 2019 // 5. tbl. // 40. árg.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Líflegt á miðunum

– Veiðin hjá bátunum hefur verið mjög góð undanfarna daga og veður verið gott á miðunum Hafnaði á ljósastaur við flugstöðina

Bifreið hafnaði á ljósastaur við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í síðustu viku. Áreksturinn var mjög harður og er bifreiðin mikið skemmd og óökufær. Myndin var tekin á vettvangi árekstursins við flugstöðina. VF-mynd: Hilmar Bragi

Mikið um óhöpp vegna hálku á Suðurnesjum

AFLA

Dragnótabátarnir, sem eru orðnir fjórir núna eftir að Aðalbjörg RE bættist í hópinn, róa allir frá Sandgerði. Sigurfari GK er með 61 tn í fjórtán. Siggi Bjarna GK 52 tní þrettán. Benni Sæm GK 46 tn í ellefu og Aðalbjörg RE 22 tn í fimm. Engin mokveiði hjá bátunum og reyndar yfir allt landið þá er veiði dragnótabátanna frekar slöpp, t.d. er Sigurfari GK næst aflahæstur allra dragnótabáta á landinu þrátt fyrir sín 60 tonn. Netabátarnir hafa fiskað nokkuð vel. Erling KE er með 155 tn í sextán og mest 24 tonn. Grímsnes GK 73 tn í þrettán, Maron gK 51 tní nítján, Halldór Afi GK 28 tní fimmtán. Bergvík GK 64 tn í ellefu. Allir þessir bátar hafa verið að veiðum skammt utan við Sandgerði og hafa allir bátarnir landað afla sínum í Sandgerði að mestu eða öllu leyti. Hraunsvík GK er í Grindavík og er kominn með 28 tn í níu róðrum Reyndar háir það stærri bátunum að þeir komast ekki með góðu þarna inn

vegna þeirra gríðarlega miklu tafa sem hafa orðið á framkvæmdum við Suðurgarð Sandgerðishafnar. Þessar framkvæmdir áttu að klárast 1. október 2018 samkvæmt útboði Vegagerðarinnar. Núna er að verða kominn 1. febrúar og tafir á þessum verklokum eru kominn í þrjá mánuði. Eins og ég hef áður sagt, það átti að semja við almennilegan verktaka eins og Ístak eða Hagtak og klára þetta verkefni á réttum tíma. Maður verður hálf pirraður þegar maður skrifar um þetta blessaða verk í Sandgerði en höldum áfram með fiskveiðar. Línubátarnir hafa margir verið að veiðum utan við Sandgerði og meira segja stóru línubátarnir frá Grindavík hafa líka verið að veiðum nokkuð djúpt úti frá Sandgerði. Guðrún Petrína GK er með 27 tn í fimm og mest 8,5 tonn í einni löndun sem er fullfermi hjá bátnum. Addi Afi GK 24 tn í fimm og mest 7 tn. Birta Dís GK 13 tn í þremur og mest 6 tonn. Ölli Krókur GK 4 tn í tveimur. Sævík GK 86 tn í fjórtán. Von GK 55 tn í þrettán. Dúddi Gísla GK 39 tn í átta frá Grindavik. Beta GK 26 tn í

FRÉTTIR

Mjög mikill fjöldi báta hefur verið að róa frá Sandgerði og hafa landanir verið allt upp í 30 á einum degi.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

fjórum. Beta GK er nýr bátur í Sandgerði. Eða réttara sagt þá er Beta GK skráður í Suðurnesjabæ og er fyrsti báturinn sem er skráður í Suðurnesjabæ. Eigandinn er Útgerðarfélag Sandgerðis sem á Von GK. Von GK og Beta GK eru samskonar bátar. Bátarnir leggja upp hjá Nýfiski sem að Nesfiskur á stóran hluta í. Reyndar lenti áhöfnin á Betu GK í því núna um daginn að þeir fengu gríðarstóra hönk af draugalínu í skrúfuna og þurfti að draga bátinn í land. Var það áhöfnin á Dóra GK sem dró Betu GK í land og Siggi kafari hjá Köfunarþjónustu Sigurðar ehf. skar úr skrúfunni á Betu GK. Þessi draugalína var svo mikil að hún fyllti eitt 500 lítra fiskikar. Engar skemmdir urðu á skrúfu eða stýri bátsins og gat báturinn farið til veiða eftir þetta ævintýri.

IT

SÝNT Í FRUMLEIKHÚSINU

30. janúar kl. 19.00 31. janúar kl. 19.00 1. febrúar kl. 19.00 3. febrúar kl.17.00

MIÐAVERÐ 2.000KR MIÐAPANTANIR Í SÍMA 421-2540 EFTIR KL. 14.00 EÐA Á FACEBOOK-SÍÐU LEIKFÉLAGS KEFLAVÍKUR Höfundur: Arnar Ingi Tryggvason

inni. Bílvelta varð á Grindavíkurvegi og ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Stapabraut með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar og á stóru grjóti sem þar var. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki í þessum óhöppum. Auk þessa hefur verið óvenjumikið um slys á gangandi vegfarendum sem rekja má til hálku. Hafa viðkomandi verið fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Gervigrasvöllur eða fjölnota hús í Suðurnesjabæ? Samþykkt hefur verið í bæjarráði Suðurnesjabæjar að skipa vinnuhóp til að meta kosti vegna uppbyggingar knattspyrnuvallar eða fjölnota húss með gervigrasi í Suðurnesjabæ. Minnisblað Magnúsar Stefánssonar bæjarstjóra var

lagt fram á og rætt á fundinum. Þá var samþykkt að vísa málinu til íþrótta- og tómstundaráðs til kynningar. Bæjarstjóra er falið að leita eftir tilnefningum í starfshópinn.

Horft yfir Garðinn sem er hluti Suðurnesjabæjar. Nú er gervigras eða fjölnota hús til skoðunar.

NÝTT UNGLINGALEIKR

Sýningar: 3. sýning: Miðvikudaginn 4. sýning: Fimmtudaginn 5. sýning: Föstudaginn 6. sýning: Sunnudaginn

Talsvert hefur verið um umferðaróhöpp af völdum hálku á undanförnum dögum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Á mánudag rákust tvær bifreiðir saman á Norðurljósavegi. Einnig lenti bifreið utan vegar á Reykjanesbraut. Áður höfðu tvær bifreiðir hafnað á ljósastaurum, önnur á Reykjanesbraut og hin á Njarðarbraut. Þá var bifreið ekið út af Garðvegi og önnur lenti út af Reykjanesbraut-

Leikstýrur: Guðný Kristjánsdóttir & Halla Karen Guðjónsdóttir

Þriðji hópurinn tekinn inn í Fjölþætta heilsueflingu 65+ Senn líður að því að fyrsti þátttökuhópurinn í verkefninu Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ verður útskrifaður og þriðji hópurinn tekinn inn í verkefnið. Kynningarfundur fyrir nýja þátttakendur verður haldinn að Nesvöllum fimmtudaginn 31. janúar kl. 19:30. Verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+ hófst í Reykjanesbæ um miðjan maí 2017. Markmið verkefnis er að gera eldri einstaklinga hæfari til að takast á við breytingar sem fylgja hækkandi aldri og spyrna við fótum gegn ýmsum öldrunareinkennum með markvissri

þjálfun. Markvissar þol- og styrktaræfingar eru lykilatriði í þátttöku auk fræðsluerinda um bætta næringu, lyfjanotkun samhliða þjálfun og ýmsa aðra heilsutengda þætti. Á kynningarfundi verður farið yfir markmið verkefnis, skipulag þess og helsta ávinning af verkefninu hingað til. Að loknum kynningarfundi á fimmtudag verður hægt að sækja um þátttöku í verkefninu sem mun hefjast um miðjan febrúar. Verkefnið er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Janusar heilsueflingar, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Sóknaráætlunar Suðurnesja.

Suðurnesjamagasín öll fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is


DA L NU ÍT RÖ TT NÝ

OPIÐ HÚS LAUGARDAG OG SUNNUDAG 2. OG 3. FEBRÚAR KL. 11–14

TRÖNUDALUR 1 Nýjar fullbúnar 3ja og 4ja herbergja vandaðar íbúðir með sérinngangi í tveggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ. Vandaðar innréttingar frá HTH og heimilistæki frá Ormsson.

SÖLUAÐILAR Hafnargata 15 - S. 420 4030 prodomo@prodomo.is

Hólmgarður 2c - S. 421 8787 fermetri@fermetri.is

Hafnargata 20 - S. 420 4000 studlaberg@studlaberg.is

Hafnargata 50 - S. 420 4050 - es@es.is

Stærðir eru frá 76,4 m2 til 92,3 m2

VERÐ FRÁ 29.500.000


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. janúar 2019 // 5. tbl. // 40. árg.

#VÆ10

Tíun Þorrablót

i ð r a G í ð i t ó l b da ris a

Suðurnesjamanna var haldið í tíunda sinn í Garðinum um liðna helgi. Þorrablótið er samstarfsverkefni Björgunarsveitarinnar Ægis og Knattspyrnufélagsins Víðis. Blótið hefur aldrei verið stærra en í ár og var húsfyllir. Fjölbreytt skemmtun var í boði og veisluborðin troðin af þorramat sem Axel Jónsson og hans fólk í Skólamat sá um. Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af þessum myndum og rúmlega 200 öðrum sem sjá má á vef Víkurfrétta, vf.is.

Ásmundur Friðriksson er upphafsmaður af þorrablóti Suðurnesjamanna í Garði og leiddi saman Víði og Ægi í verkefnið fyrir 10 árum. Axel Jónsson og Skólamatur hafa svo séð um þorramatinn öll þessi ár. Þeim voru færðar þakkir á blótinu um síðustu helgi en Axel tilkynnti að hann muni ekki leggja í súr framar og ætlar að snúa sér alfarið að skólamatnum. Ásmundur ætlar hin vegar að halda áfram að borða þorramat eins og enginn sé morgundagurinn. Hér eru Ási og Axel með henni Gullý, Guðlaugu Sigurðardóttur, framkvæmdastýru þorrablótsins.

#VÆ10

Þrír miðlar Víkurfrétta tryggja þér hámarksárangur!

1

2

3

VÍKURFRÉTTIR

VF.IS

SUÐURNESJAMAGASÍN

er vikulegt blað sem dreift er inn á hvert heimili og í fyrirtæki á Suðurnesjum í 9 þúsund eintökum. Fréttir, viðtöl, mannlíf, menning, listir og íþróttirnar.

er frétta-vefmiðill Suðurnesjamanna enda sækja hann um 5 þúsund manns á hverjum degi. Nýjustu fréttir frá Suðurnesjum á hverjum degi.

er vikulegur sjónvarpsþáttur Víkurfrétta, sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, sjónvarpsrás Kapalvæðingar og á vf.is. Margir Suðurnesjamenn horfa en líka margir utan svæðisins.

Fáðu tilboð í þínar auglýsingar í alla okkar miðla í síma 421 0000

Fjölskyldur fjölmenna á þorrablótið og eiga margar sín borð ár eftir ár ...


VERIÐ VELKOMIN Á HEILSU- OG LÍFSSTÍLSDAGA 24. JANÚAR - 6. FEBRÚAR

OFURTILBOÐ - GILDIR ÞENNAN EINA DAG Miðvikudagur 30. jan. Tilboð dagsins

40% AFSLÁTTUR

Föstudagur 1. feb.

Fimmtudagur 31. jan. Tilboð dagsins

Tilboð dagsins

37%

50%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Chia Go 150 G

Koko kókosdrykkur 1L

Fulfil 55 G - 4 bragðtegundir

ÁÐUR: 299 KR/STK

ÁÐUR: 329 KR/STK

ÁÐUR: 299 KR/STK

179 KR/STK

Laugardagur 2. feb. Tilboð dagsins

35% AFSLÁTTUR

188 KR/STK

165 KR/STK

Mánudagur 4. feb.

Sunnudagur 3. feb.

Tilboð dagsins

Tilboð dagsins

40%

45%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

GoGo Flower & GoGo Tropic 330 ML

Isola möndlumjólk 1 L - Venjuleg eða sykurlaus

Now Omega-3 1.000 MG 100 Softgels

ÁÐUR: 199 KR/STK

ÁÐUR: 440 KR/STK

ÁÐUR: 1.399 KR/PK

129 KR/STK

769 KR/PK

264 KR/STK

128

SÍÐUR AF FRÓÐLEIK OG TILBOÐUM!

HEILSU- &

LÍFSSTÍLSDAGAR ALLT AÐ

25%

AFSAFLHEÁILTSUT- OGUR UM

LÍFSSTÍLSVÖR

LÍFRÆNT VEGAN SÉRFÆÐI PBYGGING UP STA LLU HO KRÍLIN I ERF HV UM SS FITNE AR - 6. FEBRÚAR 2019 TILBOÐIN GILDA 24. JANÚ

Lægra verð – léttari innkaup

1

KYNNTU ÞÉR ÖLL FRÁBÆRU TILBOÐIN Í HEILSUBÆKLINGI NETTÓ


8

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

Orkuvinnsla í Reykjanesvirkjun hrapaði mikið árin 2016 og 2017 en er komin í fullt afl og framundan er meiri framleiðsla án þess að taka meira úr jörðinni. „Við erum í dag mjög bjartsýn á langvarandi, stöðuga, endurnýjanlega vinnslu á Reykjanesi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku

Aukum vinnsluna án þess að taka meira upp úr auðlindinni Við erum í dag mjög bjartsýn á langvarandi, stöðuga, endurnýjanlega vinnslu á Reykjanesi, eins og sagan hefur reyndar sýnt í Svartsengi, þar sem reynslan er orðin yfir fjörutíu ára. Við ætlum að gera enn betur en það því bæði á Reykjanesi og í Svartsengi eru núna uppi áform um að auka framleiðslu án þess að taka meira upp úr jörðinni, segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku en fyrirtækið gekk í gegnum tímabundna erfiðleika í raforkuvinnslu í Reykjanesvirkjun 2016 og 2017. Orkuvinnsla datt um tíma niður í 60% sem var verulegt áhyggjuefni. Þið voruð að eiga við tímabundna erfiðleika í vinnslunni á Reykjanesvirkjun, hvernig hefur gengið að vinna úr þeim? Staðan er mjög góð núna. Þetta voru tímabundnir erfiðleikar, sérstaklega á árunum 2016 og 2017. Það er rétt að hafa í huga að Reykjanesvirkjun var tekin í notkun árið 2006 og það tekur tíma að læra á nýtt jarðhitasvæði, hvernig það bregst við vinnslu og hvernig því er best fyrirkomið. Á árunum 2013, 2014 fór að bera á aðeins minnkaðri vinnslu á Reykjanesi. Virkjunin er hundrað megavött og sumarið 2016 var hún komin niður í rúmlega áttatíu megavött og þá urðum við fyrir áfalli. Vinnslan datt niður í rúm sextíu megavött, sem var mikið og þungt högg fyrir okkur. Við réðum ráðum okkar og fengum til aðstoðar við okkur innlenda sérfræðinga til að greina málið í hörgul og hófum mikla vinnu, sem allir starfsmenn HS Orku komu að með einum eða öðrum hætti, með það að markmiði að auka vinnsluna aftur. Í stuttu máli þá var vinnslan komin aftur upp fyrir áttatíu megavött um ári síðar eða haustið 2017, eins og hún hafði verið áður. Svo

hélt hún áfram að aukast, þangað til að haustið 2018 var hún komin í fullt afl og meira að segja núna, fyrir nýliðin áramót, komin aðeins umfram það. Þannig að vélarnar hafa verið að keyra svona aðeins umfram hámarksálag, ef svo má segja, eða hámarksgetu síðan seint á síðasta ári. Þetta hefur verið gert án þess að bora nýjar holur eða auka upptektina úr svæðinu. Þetta snýst um stýringu á vatnsborði jarðhitageymisins. Við höfum einfaldlega lært mjög mikið í gegnum þessar hremmingar og það er enginn skaði skeður á auðlindinni. Hitagjafinn, heita bergið, er til staðar. Vökvinn er til staðar. Þetta er meira spurning um það hvernig við högum vinnslunni þannig að svona megi verða til langrar framtíðar.

Þetta hefur verið gert án þess að bora nýjar holur eða auka upptektina úr svæðinu. Þetta snýst um stýringu á vatnsborði jarðhitageymisins. Við höfum einfaldlega lært mjög mikið í gegnum þessar hremmingar og það er enginn skaði skeður á auðlindinni ... Reykjanesvirkjun er hundrað megavött. Við ætlum að bæta við einni þrjátíu megavatta einingu og fara þá upp í hundrað og þrjátíu megavött. Fyrir því eru öll leyfi til staðar. Það ætlum við að gera án þess að taka meira upp úr borholunum. Við ætlum

að nýta betur það sem kemur til yfirborðs í dag. Svipað ætlum við að gera í Svartsengi, þar sem elstu einingarnar í vinnslu eru að verða yfir fjörutíu ára gamlar. Við ætlum að taka út elstu einingarnar sem eru frá þrjátíu og upp í fjörutíu ára gamlar, setja eina nýja einingu í staðinn sem mun tvöfalda afkastagetu gömlu vélanna, með sömu auðlindanýtinguna. Þá bætast við um það bil tíu megavött við vinnsluna í Svartsengi, aftur, án þess að taka meira upp úr jörðinni. Hvað fer Svartsengi þá í afli? Svartsengi er í dag sjötíu og fjögur megavött og fer þá í um áttatíu og fjögur. Reykjanesvirkjun fer úr hundrað í hundrað og þrjátíu. Það er næg eftirspurn eftir þessu rafmagni. Hvað er það sem gerðist? Eru þetta ný tæki eða eruð þið að fá meiri þekkingu á vinnslunni? Þetta er sambland af hvoru tveggja. Það er til betri vélbúnaður í dag til að nýta breiðara þrýstisvið, ef svo má segja. Við höfum líka lært mjög vel á það hvernig skynsamlegast er að nýta það sem upp úr jörðinni kemur. Við köllum það jarðsjó, það er vökvinn sem er í Bláa lóninu. Það sem upp úr holunum kemur er annars vegar gufa og hins vegar jarðsjór. Gufan er notuð inn á vélasamstæðurnar og jarðsjórinn er svo jafnvel látinn sjóða meira niður til að mynda lágþrýstigufu, til þess að framleiða meira rafmagn eða með öðrum hætti. Þannig að þetta er sambland af aukinni þekkingu og reynslu og framförum í búnaði. Okkur þykir þetta gott. Við erum stolt af því að geta byggt á þessari fjörutíu ára reynslu og horft til langrar framtíðar, miklu meira en fjörutíu ár fram í tímann. Að geta aukið vinnsluna án þess að taka meira upp úr auðlindinni.

ÞURFUM AÐ FINNA NÝ VATNSBÓL

RAFORKUFRAMLEIÐ

Samfélagið þarf meira rafmagn og það verða þreng Eftir viðsnúninginn til hins betra á Reykjanesi og smávægilegar viðbætur í Svartsengi án þess að bæta við vélbúnaði er raforkuframleiðsla HS Orku í dag í sögulegu hámarki. Hún hefur aldrei verið meiri og það hefur gerst án þess að hafa bætt við vélum að sögn Ásgeirs Margeirssonar. „Hvað raforkumarkaðinn varðar þá er staðan búin að vera þannig í nokkur ár að rafmagn hefur verið svona um það bil uppselt á Íslandi. Það er til lítið rafmagn til aukinnar notkunar. Stærri notendur, sem hafa viljað töluvert mikið rafmagn, hafa sumir hverjir þurft að hverfa frá af því það hefur ekki verið til rafmagn fyrir þá, hvorki hjá okkur né öðrum. Við erum nú mest að horfa til þess sem við köllum almenna markaðinn, heimili, venjuleg fyrirtæki og þjónusta í landinu, þ.e.a.s. ekki stóriðjumarkaðinn, þó við sinnum honum nú líka. Stóriðjumarkaðurinn tekur um áttatíu prósent af rafmagni landsins í dag og almenni markaðurinn um tuttugu prósent.“

viðbót, sem er nokkuð mikil aukning. Þá er ekki verið að tala um kísilver eða gagnaver, jafnvel ekki einu sinni rafvæðingu í samgöngum, rafbílana. Það er stundum svolítið gaman að setja þetta í samhengi við hina frægu, óformlegu byggingakranavísitölu. Það er svo mikið af byggingakrönum í landinu. Allt sem þeir eru að gera leiðir af sér rafmagnsnotkun, alls staðar. Samfélagið þarf meira rafmagn og það verða þrengingar, ef ekki verður brugðist við með því að auka við framleiðslu. Við ætlum að taka þátt í því til þess að sinna þörfum samfélagins.“

Orkuspárnefnd gerir ráð fyrir því að á hverju ári, næstu fimmtán, tuttugu árin og jafnvel lengur, þurfi að bætast við framleiðslugetu upp á um að jafnaði svona fimmtán megavött á ári ...

Vantar 15 megavött á ári næstu 15– 20 ár

Nýlega hefur verið aukið við heitavatnsframleiðslu hjá HS Orku og Ásgeir Margeirsson segir að finna þurfi ný vatnsból fyrir byggðirnar á Suðurnesjum. „Við erum að horfa til þess hvar og hvenær við þurfum að auka hana enn frekar því að byggðirnar á Suðurnesjum stækka svo hratt. Við erum í fyrsta lagi núna, í samstarfi við sveitarfélögin, að horfa til þess að það þurfi að finna ný vatnsból fyrir byggðirnar á Suðurnesjum. Það er verið að vinna að því verkefni. Samhliða þarf einnig að kortleggja til að geta ákveðið síðar hvar og hvernig við ætlum að framleiða meira heitt vatn. Það má búast við því að eftir svona fimm ár eða rúmlega það, örugglega innan tíu ára, þá þurfi að vera til meiri framleiðslugeta á hitaveituvatni. Við þurfum þá að hafa varmagjafann til þess og ferskvatnið sem er hitað upp. Það er í dag verið að skoða nokkra möguleika á því,“ segir Ásgeir.

Ásgeir segir að á vegum Orkustofnunar gefi Orkuspárnefnd út raforkuspá, þar sem reynt er að horfa fram í tímann, hversu mikið rafmagn þurfi að vera til reiðu í landinu í framtíðinni. „Orkuspárnefnd gerir ráð fyrir því að á hverju ári, næstu fimmtán, tuttugu árin og jafnvel lengur, þurfi að bætast við framleiðslugetu upp á að jafnaði um fimmtán megavött á ári. Það tekur mjög langan tíma að undirbúa hvert og eitt af þessum verkefnum þannig ef við horfum bara tíu til fimmtán ár fram í tímann þá þarf hundrað og fimmtíu megavött í

Miklir möguleikar í Grindavík

Hvernig sjáið þið enn frekari virkjun og hvernig ætlið þið að ná í meiri orku næstu áratugi? Það eru í raun og veru til þrjár leiðir. Það er í jarðvarma, vatnsafli og vindorku. Í jarðvarmanum er það þá fyrst þessi umrædda stækkun, um þrjátíu megavött, á Reykjanesi og lítil stækkun með bættum vélbúnaði í Svartsengi. Við sjáum svo fram á nýtingu auðlindarinnar í Eldvörpum líka. Það er vissulega afar viðkvæmt mál en það eru allar heimildir gefnar og öll leyfi til fyrir


VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

9

fimmtudagur 31. janúar 2019 // 5. tbl. // 40. árg.

Hallarnir á hringferð

Séð yfir Reykjanesvirkjun og nágrenni í lok janúar 2019.

- sjá blaðið í

Fjórhjólafjör á Suðurnesjum

dag

Innbrotsþjófar við rúmstokkin n

- sjá opnu

- sjá viðtal á

bls. 8

ÞRENNA 31. tölublað •

NÆSTUM

NÝIR

31. árgangur •

Skuggar í dulú ð þokunnar

Víkurfréttir ehf.

Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbær Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka Auglýsingadeild daga kl. 09-17 421 Fréttadeild 421 0001 0002 Aðrar deildir 421 0000

Fimmtudagurinn

Coke + pylsa + Eitt sett

12. ágúst 2010

Víkurfréttamyn d: elg

Lítill Gamaldagsí s, Minni sykur, minni fita.

Þétt þoka lagðist hverfið var sveipaðyfir utanverðan Reykjaness kagann að morgni líkt eins og skuggar dulúð og fólkið við dags í vikunni hins liðna væru Stekkjarkot birtist í göngum. Stórar sem leið. Allt skuggamyn þar umlétti þó fljótlega farþegavélar urðu að á sveimi. Svo þétt var þokan dum í annarlegri birtunni, snúa og allt komst í eðlilegt horf. frá Keflavíkurflugvelli og að röskun varð á flugsamlenda í Reykjavík. Þokunni

Þ

Vík urf rét

FÓTBOLTAMY NDIR

FÁST HÉR!

kr. 100,-.

tir í 30 ár

rjátíu ár eru síðan út á Suðurnesju Víkurfréttir komu fyrst m en fyrsta út 14. ágúst eintakið kom í útgáfu á vegum Víkur1980. Var blaðinu frétta ehf. Um í Keflavík og dreift tíma gaf það unum. Þá varNjarðvík í verslunum ókeypis einnig út tímaritið og stofnSölu- og þjónustuu TVF og í tæp sex ár unni Grágás blaðið gefið út af Prentsmið mboð Víkurfréttir í Keflavík sem í Reykjanes Suðurnesjatíðindi. í hafði áður gefið j- Hafnarfirði og bæ í Garðabæ. út Í dag rekur Núverandi eigandi, K.Steinarsson fyrirtækið tvo Páll Ketilsson, fréttavefi, vf.is una í ársbyrjun og kylfing1983 með Emil keypti útgáf- ur.is og stofnuðu og sameiginle Páli Jónssyni ga eru þeir meðal Fljótlega var þeir fyrirtækið Víkurfrétti tuttugu vinfarið að gefa r ehf. sælustu um tíma komu blaðið út vikulega vefja landsins. Víkurfréttir út Þá keypti hlut Emils tvisvar í viku. en hefur VF sinnt fréttaþjónPáll ustu í fyrirtækinu síðan rekið fyrirtækið fyrir aðra 1993 www.heklakef.is ásamt fjölskyldu og hefur Í sumar hefur fjölmiðla í gegnum Blaðið er borið árin. sinni. frá Eimskipsm VF t.d. framleitt sjónvarpsþ í 8500 eintökuminn á öll heimili á Suðurnesju ótaröðinni og er stærsti ætti m www.draumalid ingamiðill id.is svæðisins Mikil frétta- og auglýs- verið á Ríkissjónvarpinu. í golfi sem sýndir hafa Í haust verður þróun hefur gefið út afmælisbla orðið tímamótun ð í tilefni af um.

BÍLAR

hm 2010

kr. 390,-

alla helgin

a

Þú verður að prufa!

Fótboltam yndir og möppur Fást hjá okk ur

VERÐUR MYND AF ÞÉR Í PAKKA! Ekki henda bréfinu utan af pökkunum

12 krakkar fá 1000 myndir af sér með í pakkana í sumar Sendu 10 draumaliðspakkn ingar á Draumaliðið og þú fótboltastjarna gætir orðið í sumar

Á TIMARIT.IS Öll blöðin frá 1980 og til dagsins í dag

Þorrablót

Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður haldið á Nesvöllum, stóra salnum, laugardaginn 2. febrúar 2019. Borðhald hefst kl. 19.00. Forsala aðgöngumiða verður miðvikudaginn 30. janúar 2019 og byrjar kl. 15.00. Miðaverð 6.000 kr.

ÐSLA Í SÖGULEGU HÁMARKI

gingar, ef ekki verður brugðist við með því að auka við framleiðslu rannsóknarboranir í Eldvörpum. Við ætlum að rannsaka þá auðlind betur en gert hefur verið. En það eru líka allar líkur á því að verði sú auðlind nýtt, þá verði ekki reist orkuver í Eldvörpum sjálfum, heldur töluvert langt frá. Jafnvel nær suðurströndinni, fyrir vestan Grindavík, þar sem virkjun gæti verið reist með svipuðum hætti og á Reykjanesi, þar sem vélar eru sjókældar. Þar verður til volgur sjór til fiskeldisnota, eins og gert er á Reykjanesi. Á þessu svæði er einmitt mjög mikið um fiskeldi. Þar verður hugsanlega einnig unnin sú viðbót sem þarf í heitavatns framleiðslunni fyrir byggðirnar. Það gæti komið þaðan. Þetta eru verkefni á könnunarstigi. Síðan sjáum við fyrir okkur hugsanlega frekari aukningu á Reykjanesi en við erum með leyfi til þess að stækka þá virkjun í hundrað og áttatíu megavött. Þar kemur inn í myndina fræg vélasamstaða sem er búin að vera til allnokkuð lengi. Hún stendur inni á gólfi á Reykjanesi. Það hefur ekki verið til gufa fyrir þá vél ennþá en það sem við höfum verið að gera undanfarið og erum að gera í dag, ásamt með prófunum á djúpborunarholunni sem eru framundan á þessu ári, þá kunna að vakna möguleikar á að nýta þá vél á Reykjanesi, þannig að við fullnýtum þá heimildir okkar til orkuvinnslu á Reykjanesi. Þannig að hún verði notuð í tengslum við djúpborunina? „Það er hugsanlegt. Við vitum það ekki alveg ennþá. Það fer eftir því hvað holan gefur og hvers konar efnafræði, hitastig og þrýsting er um að ræða. En það gæti farið svo, já. Við erum þess fullviss um að vélin verði notuð þó síðar verði og annars staðar.“

AÐALFUNDUR MÁNA Framhaldsaðalfundur Mána fer fram þriðjudaginn 19. febrúar kl. 20 í reiðhöll Mána. Dagskrá: 1. Reikningar 2018 2. Lagabreytingar 3. Önnur mál Stjórn Mána

Ásgeir segir að á sínum tíma hafi verið talað um fimmtíu megavatta raforkuvinnslu í Eldvörpum en ekki sé verið að horfa til þess. „Við erum að horfa til þrjátíu megavatta. Það er ein hola í Eldvörpum nú

þegar. Hún var boruð árið 1983. Hún er orðin býsna gömul. Það styttist í fertugt. Hún gæti gefið svona sex til átta megavött, sú hola. Það er búið að prófa hana aftur nýlega. Við teljum að, með því að bora á Eldvarpa svæðinu, verði hægt að nýta þrjátíu megavött.“

„Þá verði ekki reist orkuver í Eldvörpum sjálfum, heldur töluvert langt frá. Jafnvel nær suðurströndinni, fyrir vestan Grindavík, þar sem virkjun gæti verið reist með svipuðum hætti og á Reykjanesi, þar sem vélar eru sjókældar. Þar verður til volgur sjór til fiskeldisnota, eins og gert er á Reykjanesi“ ...

Verða þá miklar byggingarframkvæmdir á svæðinu? „Ekki á Eldvörpum sjálfum, nei. Það þarf vissulega borteiga og að bora, en borteiga er í sjálfu sér hægt að fjarlægja aftur. En það yrðu þá gufulagnir, þær gætu hugsanlega að einhverju leyti verið neðanjarðar, til dæmis ofan í vegi, sjást ekki á yfirborði og leitt í burtu frá svæðinu. Það er mjög stíft horft til þess að hreyfa ekki við gígaröðinni í Eldvörpum og meira að segja frekar að reyna að snúa við þeirri þróun sem þar er, þar sem að ágangur gangandi fólks er farinn að setja mark sitt á gígaröðina. Mosi skemmist og gönguleiðir traðkast og þess háttar því það er frjálst aðgengi þarna um.“

ORLOFSHÚS PÁSKAR 2019 Valkostir: Akureyri, Hraunborgir 2 hús, Flúðir, Ölfusborgir og Svignaskarð. Leigutími: 17.–26. apríl. Leigugjald kr. 25.000.Umsóknarfrestur er til hádegis föstudaginn 1. mars nk. Hægt er að skila umsóknum á vs@vs.is eða á skrifstofu félagsins og má nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu vs.is eða á skrifstofu. Dregið verður úr innsendum umsóknum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins, Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ eða í síma 421-2570. Orlofsnefnd


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

m e s n n i Smiður a g n i t i fór í ve n n a s n a r b Það er engin vafi á því að Bói er frumkvöðull í eðli sínu og örugglega eilítið ofvirkur eins og margir fleiri af hans kynslóð sem eru harðduglegt fólk. Sigurbjörn Sigurðsson heitir maðurinn réttu nafni en er alltaf kallaður Bói. Hann hefur alltaf verið með mörg járn í eldinum og óhræddur við að láta drauma sína rætast. Bói byrjaði á því að læra skipasmíði, fór svo seinna út í að læra húsasmíðar en dreymdi alltaf um að opna eigið veitingahús og lét drauminn rætast árið 1997 þegar hann opnaði Kaffi Duus. Við kíktum í spjall til hans og rákum úr honum garnirnar.

„Mamma sagði við okkur bræðurna: „Bói þú verður smiður og Steini þú verður rafvirki,“ og við bara hlýddum mömmu okkar. Undir niðri dreymdi mig samt alltaf um að opna veitingastað. Ég man ég var oft að spyrja Villa pulsu út í alls konar innkaup hjá honum, hvar hann fengi hráefnið og svona, því ég var svona að þreifa fyrir mér með þessa pælingu. Svo þegar ég opnaði Kaffi Duus þá sagðist Villi fatta hvers vegna ég var alltaf að forvitnast hjá honum sem aðrir gerðu ekki heldur keyptu bara af honum pulsu. Maður hefur alltaf verið duglegur að vinna. Ég man þegar ég var smágutti þá voru hlutverkin skýr á heimili okkar. Við bræðurnir rérum á bátnum með pabba út frá Höfnum en systur okkar fimm sinntu heimilisstörfum með mömmu. Það var gaman að alast upp í Höfnum en þar bjuggum við í nokkur ár og lékum okkur úti í náttúrunni. Svo flutti fjölskyldan til Keflavíkur,“ segir Bói. Hann segist hafa verið fenginn til þess að vera dyravörður í Stapa um tvítugt, til þess að fækka órólegum gestum á böllunum í Stapa. „Já, ég var alltaf dálítið órólegur og Hafsteinn sagði að ég væri betur geymdur sem dyravörður í Stapa

VIÐTAL

Dreymdi um að opna veitingastað

Marta Eiríksdóttir

Í árdaga Kaffi Duus.

marta@vf.is

Eftir fyrsta opnunardaginn, þegar ég sá að innkoman var aðeins 1.700 krónur, þá runnu á mig tvær grímur og ég fór einnig að efast ...

því ég væri alltaf með svo mikil læti á böllunum. Ég kunni vel við mig í dyravörslunni,“ segir Bói og hlær dátt og bætir við: „Svo fór ég að æfa júdó og það átti vel við mig og ég var með í að stofna júdódeild Keflavíkur. Ég fékk útrás og keppti í júdó. Ég stofnaði Trébæ með Stebba Bjarna og vorum við að smíða saman í nokkur ár eða þar til ég þoldi svo illa rykið og ákvað að hætta.“

Þótti glötuð staðsetning

„Það blundaði alltaf í mér að opna veitingastað og svo þegar ég fékk þessa lóð sem Kaffi Duus stendur á í dag og að auki leyfi til þess að setja upp sumarbústað hérna sem ég átti til, þá var ekki aftur snúið. Menn höfðu enga trú á því samt að reka veitingahús hérna í Grófinni við hlið gömlu dráttarbrautarinnar sem var að vísu ekki lengur í notkun sem slík. Við vorum í jaðrinum á bænum þá en aðalsvæðið var um miðja Hafnargötu. Eftir fyrsta opnunardaginn, þegar ég sá að innkoman var aðeins 1.700 krónur, þá runnu á mig tvær grímur og ég fór einnig að efast,“ segir Bói alvarlega.

Bræðurnir Bói og Steini.

Á þessum árum var herinn ennþá staðsettur á Vellinum fyrir ofan byggð og Kaninn duglegur að sækja veitingahúsin niðurfrá í Keflavík. Íslendingar voru ekki farnir að borða eins mikið úti þá eins og Ameríkanar gerðu. „Það má eiginlega segja að Kaninn hafi bjargað okkur í byrjun og komið okkur af stað. Þetta fór að rúlla með viðskiptum þeirra. Ég hafði matarskammtana stóra því það vildu Ameríkanarnir og ég hef haldið þessu síðan, verið örlátur á matinn sem gestir staðarins fá á diskinn. Svo þróast þetta í að verða mjög vinsæll veitingastaður á meðal Kana og einnig Íslendinga. Það varð okkur mikill skellur þegar Kaninn fór af landi brott en þá hvarf stór hluti viðskiptanna með þeim. Við vorum að rembast við að lifa af og svo kom hrunið. Þá byrjaði ég að víkka út starfsemina og bauð upp á dansgólf hér sem var mjög vinsælt. Umgengnin varð samt slæm og fór illa með staðinn. Fólk var of drukkið á þessum böllum og skemmdir urðu á húsnæðinu vegna þess. Fólk var að dansa uppi á borðum og ég sá að þetta átti ekki saman, að vera með böll og góðan veitingastað. Þá hætti ég að bjóða upp á langa helgaropnun með dansi. Í dag einbeitum við okkur að því að reka góðan veitingastað og kaffihús og erum með

Fjórtán herbergja hótelviðbygging í smíðum. opið frá klukkan ellefu til ellefu en eldhúsið lokar að vísu klukkutíma fyrir lokun.“

Sömu laun fyrir alla

„Í dag er staðan allt önnur. Ferðamenn hafa breytt öllum rekstri veitingahúsa hér á landi. Við erum einnig að fá Íslendinga og mér finnst gaman að fá þá. Ég finn að Íslendingar vilja fá þjónustu hjá okkur á íslensku og sumir verða móðgaðir ef það er ekki í boði. Við reynum því að vera með íslenskt starfsfólk einnig eða einhvern

í sal sem talar íslensku. Það er samt ekki auðvelt að fá íslenskt starfsfólk því það sækir ekki um þessi störf á meðan annað er í boði, því miður. Ég borga sömu laun hvort sem ég er með Íslendinga eða útlendinga. Það er samt einhvern veginn þannig að það þykir ekki eftirsóknarvert í dag að starfa sem þjónn fyrir landann. Ég er með úrvals starfsfólk frá Frakklandi, Indlandi og Litháen sem hefur verið hjá mér lengi. Sumir tala íslensku en ég stend sjálfan mig að því að tala sjálfur við fólkið á ensku þegar ég


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Við erum með 80% fisk á matseðli og fáum hráefnið mjög ferskt beint frá bátunum. Við erum einnig með lamb, salöt og hamborgara. Svo erum við einnig með indverska rétti og ákveðinn kynningarmatseðil fyrir útlendinga til að kynna fyrir þeim íslenskan mat ...

fimmtudagur 31. janúar 2019 // 5. tbl. // 40. árg.

er að flýta mér því þau tala hægar íslensku. Ég er að endurskoða þetta því ég veit það hjálpar þeim ef ég er þolinmóður þegar ég tala við þau á íslensku. Það er þetta bráðlæti í okkur Íslendingum. Ég sá þetta mjög glöggt þegar við fengum kokk eitt sinn sem talaði ekki ensku. Þá tók ég þá ákvörðun að tala strax við hann á íslensku, vera ekkert að flækja þetta með ensku og maðurinn var farinn að tala íslensku eftir þrjá mánuði. Svo þetta er hægt ef við viljum,“ segir Bói.

Spennandi matseðill

„Við erum með 80% fisk á matseðli og fáum hráefnið mjög ferskt beint frá bátunum. Við erum einnig með lamb, salöt og hamborgara. Svo erum við einnig með indverska rétti og ákveðinn kynningarmatseðil fyrir útlendinga til að kynna fyrir þeim íslenskan mat. Við leggjum metnað okkar í að bjóða veitingar á sanngjörnu verði. Í hádeginu erum við með hlaðborð þar sem súpa og kaffi er innifalið en fyrir þetta borga gestir okkar 2.300 krónur. Ég útbý sjálfur matseðilinn, ásamt kokkunum mínum, og legg upp úr því að hafa íslenskt einnig á matseðli. Annars vil ég segja að allt þetta útlenda starfsfólk hefur aukið við matarmenningu okkar hér á landi. Við höfum lært helling af þessu fólki. Erlenda starfsfólkið mitt er duglegt og samviskusamt en það skiptir miklu máli að hægt sé að treysta þeim. Þau eru þakklát fyrir að vera hér á landi og hafa safnað vel svo þau eiga bæði húsnæði og bíl.“

Er að opna hótel

„Framundan eru miklar breytingar en við erum að opna 14 herbergja glæsilegt hótel hér í húsnæði sem er sambyggt við Kaffi Duus og mun heita Hótel Duus. Þarna verður frábært útsýni fyrir gesti okkar. Þá munum við samnýta veitingahúsið hótelinu og bjóða upp á morgunmatinn hér, hádegismat og kvöldmat ef gestir vilja. Kaffi Duus verður auðvitað opið áfram almenningi en hingað er vinsælt að koma og fá sér kaffi og tertu um miðjan dag. Á kvöldin er vinsælt að borða góðan mat og sumir koma til að fá sér í glas. Allt á rólegum nótum.

11

Þannig viljum við reka staðinn í dag og gera vel við gesti okkar. Við erum byrjuð að fá fyrirspurnir vegna hótelsins en þar viljum við einnig taka á móti Íslendingum sem eru til dæmis að fara í flug eða langar að njóta Ljósanætur með okkur. Staðsetning hótelsins er frábær. Gestir geta notið þess að fara í hvalaskoðun héðan, farið á söfn bæjarins eða fengið sér göngutúr um bæinn. Hafnargatan og gamli bærinn lokkar með verslunum og fleiru. Það eru óteljandi möguleikar. Vesturbærinn er að verða demantur bæjarins og yfirvöld gera sér grein fyrir því, þau sjá gullið í staðsetningu gömlu húsanna hérna. Ég væri til í að sjá víkingaskipið verða flutt frá Njarðvíkunum og hingað niðureftir, selja húsið inni á Fitjum og stilla skipinu upp hér í dráttarbrautinni gömlu og breyta í safn utan um skipið og sögu landnámsins. Ég er viss um að það myndi skila sér í auknum ferðamannastraumi niður í miðbæ. Saga víkinga heillar útlendinga og Íslendinga. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Bói sem hlakkar greinilega til að upplifa ný ævintýri í kringum reksturinn.


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. janúar 2019 // 5. tbl. // 40. árg.

Mjög fyndin og skemmtileg sýning! – sagði gestur sýningarinnar

Leikfélag Keflavíkur lætur ekki deigan síga og nú í samstarfi við Gylturnar, þær Guðnýju Kristjáns og Höllu Karen, var enn eitt leikverkið frumsýnt á fjölum Frumleikhússins um síðustu helgi. Vel gert krakkar!

Frumleikhúsið var fullt af hlæjandi gestum á öllum aldri um síðustu helgi þegar unglingadeildin Gargandi Gleði, frumflutti leikverk sitt. Furðuverk heitir sýningin sem unglingarnir sjálfir áttu hugmyndina að en Arnar Ingi Tryggvason sá um að líma saman textann og fangaði vel tungumál unglinganna. Hann sá einnig um að semja söngtextana í sýningunni. Vel gert hjá Arnari Inga. Furðuverk er lifandi og skemmtileg sýning sem öll fjölskyldan ætti að hafa gaman af að sjá.

Hvað vilja unglingar tala um?

Fyrir þá sem vilja kynnast heimi unglinga dagsins í dag þá gæti verið

forvitnilegt að fara á þessa skemmtilegu leiksýningu. Það var bráðfyndið að heyra hvernig íslensk tunga vafðist fyrir sumum þegar þau voru að reyna að tala og nota orð eins og fullorðnir en töluðu vitlaust með einbeittum brotavilja. Þegar maður er unglingur þá vill maður líka segja allt í einu. Þessi leikhópur fékk svo sannarlega að njóta sín á leiksviði Frumleikhússins. Þau voru samhent og flott, dönsuðu ótrúlega samstillt og sungu vel. Tónlistin var skemmtileg og leikgleðin sveif yfir vötnum. Frábær og vel heppnuð sýning hjá Gyltunum sem leikstýrðu hópnum. Leiksýning sem allir verða að sjá.

Við gripum þær glóðvolgar og spurðum hvað þeim fannst um sýninguna: Leikhópurinn ásamt leikstjórum sýningarinnar. Iðunn Ingvarsdóttir:

FSingur vikunnar

„Mér finnst þetta mjög fyndið og skemmtilegt. Ég skil alveg hvað krakkarnir eru að tala um.“

Nói Sigurðarson

er FSingur vikunnar að þessu sinni. Hann er sautján ára Keflvíkingur sem segir gott að búa á Suðurnesjum því það er svo stutt í allt.

Guðlaug María Lewis:

„Ég verð alltaf bara svo hrifin af unglingum sem hafa hugrekki til að leika á sviði, að þau þori á þessum aldri. Bara svo frábært!“

Valgerður Guðmundsdóttir:

Guðlaug María Lewis fór í Frumleikhúsið ásamt dóttur sinni, Sóleyju Halldórsdóttur en Valgerður Guðmundsdóttir var ásamt barnabarni sínu, Iðunni Ingvarsdóttur.

Sóley Halldórsdóttir:

„Mjög skemmtilegt leikrit. Unglingar á mínum aldri hafa gaman af svona

sýningu. Ég þekki marga krakka sem eru að leika á sviðinu.“

„Já, ég er svo sammála og mér finnst einnig frábært að krakkar geti starfað í alvöru leikhúsi eins og í Frumleikhúsinu. Að við skulum vera með svona aðstöðu hér á Suðurnesjum. Þetta þekkist ekki í höfuðborginni. Við erum að ala upp leikhúsgesti framtíðarinnar.“

Verndarsvæði í Þórkötlustaðahverfi Bæjarstjórn Grindvíkurbæjar samþykkti á fundi sínum þann 30. nóvember 2018 að leggja fram tillögu að verndarsvæði í byggð innan Þórkötlustaðahverfis í Grindavík til mennta- og menningarmálaráðherra, sbr. 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Svæðið sem um ræðir er um 50 ha að stærð og nær yfir túnastæði Þórkötlustaða eins og áætlað er að það hafi verið stærst. Svæðið er austast innan skilgreinds þéttbýlis Grindavíkurbæjar skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins og afmarkast af Austurvegi til norðurs, af túnmörkum og hlöðnum túngörðum við Slokahraun til austurs, strandlengju Þórkötlustaðabótar til suðurs og við Kóngahraun við Þórkötlustaðanes til vesturs. Tillagan fjallar um verndargildi byggðarinnar í hverfinu en ljóst er að menningarminjar í Þórkötlustaðahverfi hafa varðveist vel og í þeim fólgin löng saga svæðisins.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Tillagan ásamt viðaukum liggur frammi á bæjarskrifstofu Grindvíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, frá 30. janúar 2019 til og með 13. mars 2019. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is Þeir sem vilja er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með 13. mars 2019. Senda skal skriflegar athugasemdir til Sigurðar Ólafssonar, sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs eða á netfangið sigurdur@grindavik.is. Íbúafundur verður einnig haldinn í Kvikunni þann 13. febrúar 2019 kl. 17:30, þar sem tillagan verður kynnt og íbúum gefinn kostur á að koma með fyrirspurnir og ábendingar.

Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut. Hver er helsti kosur FS? Nálægt heimili mínu. Hver eru áhugamálin þín? Það er körfubolti. Hvað hræðistu mest? Ég er lofthræddur. Hvaða FSingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Siggi Skag fyrir uppistand. Hver er fyndnastur í skólanum? Siggi Skag. Hvað sástu síðast í bíó? Creed 2. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Nocco-vél. Hver er helsti gallinn þinn? Of rómantískur. Hver er helsti kostur þinn? Oftar en ekki í stuði. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Twitter, Instagram, Snapchat. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Lengja nestistímann. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Kurteisi. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Mjög gott og bara á uppleið. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Bara að vera kátur. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Stutt í allt.

Uppáhalds... ...kennari? Þorvaldur. ...skólafag? Íslenska. ...sjónvarpsþættir? Peaky Blinders. ...kvikmynd? Shawshank Redemption. ...hljómsveit? Post Malone. ...leikari? Will Ferrell.

Umsjón: Jón Ragnar Magnússon

Guðlaug María, Sóley, Iðunn og Valgerður voru mjög ánægðar með Furðuverk.


ALVÖRU ÚTSALA Í MÚRBÚÐINNI Lutool rafhlöðuborvél 24V Li-Ion Verð nú

25-40%

Geymslubox og kassar. Margar stærðir.

8.704 10.880

TUR AFSLÁT

Áður

Verð nú frá

kr.

218 kr.

af allri málningu 20%

4.793

Verðdæmi: Plastkassi 52L m/hjólum og loki

kr. Verð nú Verð áður 6.390 kr.

Verð nú

BLÖNDUM ALLA HEIMSINS LITI AFSLÁTT UR

AFSLÁTT UR

Snjóskóflur og snjósköfur í miklu úrvali Verð frá

af öllum Supacell LED perum

MIKIÐ ÚRVAL

DRIVE Bílskúrsryksuga fyrir vatn & ryk 20 lítra tankur 1200 Wött

7.996 9.995

1.584 kr.

Áður

236

20%

Rafmagnshitablásari 2Kw Verð nú

1.592

AFSLÁTT UR

5.994

Áður 9.990 kr.

Vatnsheld úlpa. Verð nú:

50%

AFSLÁTT UR

Þýsk gæðavara

20%

29.168 Áður kr. 38.890

AFSLÁTT UR

Delta Mach2 vinnubuxur. Verð nú:

Síðerma varmabolur. Verð nú:

3.992 kr.

3.992 kr.

Áður 4.990 kr.

Áður 4.990 kr.

40%

Áður kr. 14.990

25%

4.395

Áður 8.790 kr.

Delta vinnuföt - mikið úrval af flottum vönduðum fötum

WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta.

11.243

Spandy 1200W Cyclone pokalaus heimilsryksuga

Áður 11.990 kr.

CERAVID SETT

Lutool Combo Kit allt settið aðeins

LED vinnuljós 30W m/ hleðslubatteríi Verð nú

kr.

9.592 kr

Skál: „Scandinavia design“

Tu-RWL0430W

Áður 1.990 kr.

kr.

3-6 lítra hnappur

AFSLÁTT UR

40%

AFSLÁTT UR

5.592

AFSLÁTT UR

25%

kr. Verð áður 1.790 kr.

20%

Verð frá kr.

AFSLÁTT UR

1.343

Rafmangshitablásarar 2kW. til 15kW Verð nú frá kr.

20%

20%

25%

AFSLÁTT UR

Verðdæmi: Deka Projekt 10L, Gljástig 10. St.A

Skrúfvél 12V

30%

AFSLÁTT UR

i tatæk Fjölno 300W

Olíufylltur rafmagnsofn 2000W Verð nú

5.943

Áður 8.490 kr.

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Verð áður 4.995

7.794 12.990 35%

25%

AFSLÁTTUR

Oulin Florens eldhústæki Verð nú

7.729 11.890

Áður

Reykjavík

3.996

Gua-543-1 vegghengdur vaskur, 1mm stál, einnig fáanlegur í borð

AFSLÁTT UR Stingsög - Sverðsög 12V

Egematur Aria

Áður kr.

AFSLÁTT UR

AFSLÁTT UR

20%

AFSLÁTTUR

Afslættir gilda til 31/1/2019 aðeins á auglýstar vörur og á meðan birgðir endast.

kr.

Guoren-BO Hitastýrt sturtutæki með niðurstút. kr.

9.743 Verð áður 12.990


14

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. janúar 2019 // 5. tbl. // 40. árg.

Í skólunum okkar á að vera gott starfsumhverfi – þar sem starfsfólki og nemendum líður vel Í síðustu bæjarstjórnarkosningum lagði Framsóknarflokkurinn áherslu á að brugðist yrði við auknu brottfalli úr kennarastétt í Reykjanesbæ með aðgerðum sem bæði væru til þess fallnar að tryggja kennurum bætt starfsumhverfi og betri laun.

Sérstakt mið tekið af auknu álagi á starfsfólk í leikog grunnskólum

Lagði flokkurinn fram hugmyndir um sóknarsamning þess efnis. Skömmu eftir kosningar samþykktu grunnskólakennarar nýjan kjarasamning þar sem laun hækkuðu auk þess sem eingreiðsla kom til og annaruppbót eftir hverja önn. Leikskólakennarar samþykktu svo nýjan kjarasamning í kjölfarið auk þess sem kennarar og stjórnendur í tónlistarskólum gerðu slíkt þið sama. Í málefnasamningi meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar var því áhersla lögð á það að bæta starfsumhverfi kennara á kjörtímabilinu þar sem ljóst var að nýjum samningum fylgdi veruleg útgjaldaaukning. Í málefnasamningi segir: „Unnið verði að sóknarsamningi í menntamálum. Við gerð fjárhagsáætlunar á kjörtímabilinu verði sérstakt mið tekið af auknu álagi á starfsfólk í leik- og grunn-

skólum. Fjármunum verði forgangsraðað árlega til málaflokksins sem nemur 3% af núverandi útgjöldum til málaflokksins.“

Mesta aukning útgjalda til fræðslumála

Strax í byrjun kjörtímabils vann Framsóknarflokkurinn hugmyndir í nokkrum liðum varðandi bætt starfsumhverfi starfsfólks í skólum í takt við fyrirliggjandi málefnasamning og hefur nú þegar verið ákveðið að fulltrúar bæjarins heimsæki alla grunn- og leikskóla í Reykjanesbæ með það fyrir augum að kalla eftir samtali um bætt starfsumhverfi þeirra. Við ákvörðun um framkvæmdir í fjárhagsáætlun 2019 var nær öllum nýframkvæmdum forgangsraðað til uppbyggingar í málaflokknum. Má þar m.a. nefna viðbyggingu til þess að bæta starfsaðstöðu kennara í Holtaskóla, viðbyggingu við Myllubakkaskóla, stækkun á Öspinni, stækkun á leikskólanum Hjallatúni að ógleymd-

Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,

GUÐRÚN JÓNÍNA EINARSDÓTTIR (Nína) Kirkjuvegi 5, Reykjanesbæ,

lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudagskvöldið 24. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 5. febrúar kl 13:00. Loftur Eðvarð Pálsson Einar Marteinn Þórðarsson Helga Sigurðardóttir Viktor Rúnar Þórðarson Hrafnhildur Ósk Sigurðardóttir Viktoría Loftsdóttir Ómar Guðmundsson Guðbjartur Páll Loftsson Lára Ottesen Eðvarð Eyberg Loftsson Þórey Guðný Marinósdóttir Sigrún Signý Loftsdóttir Guðrún Loftsdóttir ömmu- og langömmubörn

um nýjum Stapaskóla sem þegar var á teikniborðinu. Aukning útgjalda til fræðslumála í Reykjanesbæ var, þegar upp var staðið, rúm 9% sem var langtum meiri aukning en til annarra málaflokka. Stór hluti þeirrar aukningar skýrist vitaskuld vegna launahækkana en einnig hafa umsvif aukist verulega með aukinni íbúafjölgun og breyttu samfélagsmynstri sem kallar á meiri þjónustu við börn af erlendum uppruna. Í heild fara um sjö milljarðar króna til fræðslumála í Reykjanesbæ árlega.

Bókun á 319. fundi Fræðsluráðs

Á 319. fundi Fræðsluráðs Reykjanesbæjar lagði Skúli Sigurðsson, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, fram bókun þar sem vakin er athygli á óeðlilegu álagi meðal kennara á svæðinu. Nefndi Skúli sérstaklega í því sambandi kulnun í starfi sem hefur verið mikið til umræðu í íslensku samfélagi að undanförnu. Sé staðan eins alvarleg og kemur fram í umræddri bókun kallar það á sérstaka úttekt á starfsumhverfi stéttarinnar hér í bæ. Mikilvægt er að gott samstarf sé við starfsmenn, kennara og skólastjórnendur í Reykjanesbæ um bætt starfsumhverfi þeirra og allir leggist á eitt í því sambandi. Ein af kröfum verkalýðshreyfingarinnar í núverandi kjarasamningaviðræðum er einmitt bætt starfsumhverfi vinnandi stétta. Er þá m.a. horft til styttingu vinnuvikunnar í þeim efnum auk þess sem sveigjanlegur vinnutími hefur einnig borið á góma. Kennarar sömdu um aukna viðveruskyldu í síðustu kjarasamningum og má vera að þar hafi verið um afturför að ræða. Vera má að nauðsynlegt sé að veita kennurum á ný aukið svigrúm til þess að sinna verkefnum sínum eins og þeim hentar best svo lengi sem það komi ekki niður á þeim verkefnum sem þeim ber að sinna. Ef marka má yfirlýsingar formanns grunnskólakennara þykir ekki ólíklegt að umrætt kerfi verði til umræðu við gerð næstu kjarasamninga stéttarinnar.

Hvað er til ráða?

Hér í bæ höfum við á að skipa mörgum afbragðs kennurum sem

tryggja gott vinnuumhverfi. Í skólastarfi er mikilvægt að stjórna vinnuálagi eins og unnt er og auka hæfni starfsfólks til þess að sinna sínum verkefnum.

Hvað getur starfsmaðurinn gert?

Reykjanesbær góður valkostur

Við sem starfsmenn berum ábyrgð á eigin heilsu. Ef heilsan brestur fer allt annað úr skorðum. Mikil viðvarandi streita hefur slæm áhrif á andlega og líkamlega líðan okkar. Því verðum við að taka ábyrgð á eigin heilsuhegðun með því að fá nægan svefn, stjórna álagi með því að takast ekki á hendur of mörg verkefni í starfi sem og einkalífinu. Álag getur verið að ýmsum toga og hafa sumar starfstéttir rétt á handleiðslu eða niðurgreiðslu á þjónustu sé þess þörf. Kennarar hafa til að mynda rétt á því að sækja þjónustu fagfólks s.s. sálfræðinga í allt að tíu skipti á hverju tólf mánaða tímabili. Mikilvægt er að stöðva óæskilegt ferli sem leitt getur til kulnunar í starfi með því að þekkja sín takmörk og leita sér aðstoðar áður en í óefni er komið.

Hvað getur vinnustaðurinn gert?

Öll berum við ábyrgð á að sinna okkar störfum af kostgæfni og heiðarleika. Hjá Reykjanesbæ starfar fagfólk sem hefur fasta viðveru í skólum bæjarins. Hægt er að leita til þeirra varðandi starfstengd úrræði auk þess sem stjórnendur í skólum eiga ávallt að vera til staðar sé þess þörf. Vinnustaðurinn þarf að gera áhættumat sálfélagslegra þátta samkvæmt lögum og vinna þannig markvisst að því að

GUÐNA INGIMUNDARSONAR (Guðna á trukknum) Heiðursborgara Garðs

Sigurjóna Guðnadóttir Ásgeir M. Hjálmarsson Ingimundur Þórmar Guðnason Drífa Björnsdóttir Árni Guðnason Hólmfríður I. Magnúsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Í Reykjanesbæ hefur náðst góður árangur í skólastarfi og mikilvægt að við höldum áfram á sömu braut. Reykjanesbær hefur vaxið mikið á undanförnum árum og hefur mikil og fagleg vinna átt sér stað hjá fræðslusviði bæjarins til þess að bregðast við breyttum aðstæðum. Skólastjórnendur, kennarar og starfsfólk skóla hafa öll lagst á eitt til þess að mæta þeim áskorunum sem við blasa og eiga þau þakkir skyldar. Það er ástæða fyrir því að bæjarfélagið er eftirsóknarverður búsetuvalkostur. Fyrir þau okkar sem eigum börn á skólaaldri skiptir miklu máli að skólastarfið sé til fyrirmyndar. Til þess að svo megi verða áfram þarf starfsumhverfi starfsfólks í skólum að vera viðunandi. Börnunum okkar þarf að líða vel í skólanum. Skólabyggingar og aðbúnaður þarf að vera í takt við þarfir á hverjum tíma og virkt samstarf til staðar á milli heimilis og skóla. Við erum að gera margt mjög gott og megum ekki festast í neikvæðni heldur horfa á lausnir sem geta fært okkur fram á við. Ég hlakka til þess að heyra frá starfsfólki skóla og vinna með þeim að bættu starfsumhverfi á næstu misserum. Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ

GÖNGUM Á TÓLF FJÖLL Á ÁRINU 2019 – Aukinn áhugi á fjallgöngum

Við þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og kærleiksríka vináttu við andlát elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa,

Tryggja þarf jafnvægi á milli vinnu og einkalífs eftir fremsta megni, huga þarf að vinnutímatilhögun, athafnafrelsi starfsmanna ...

við gerum einnig ríkar kröfur til. Tímabundið álag í vinnu er eðlilegur hluti flestra starfa og mikilvægt að starfsfólk og stjórnendur geri sér grein fyrir þeim raunveruleika og vinni markvisst að því að auka bolmagn starfsmanna til þess að takast á við erfið verkefni. Góð líðan á vinnustað er háð mörgum samverkandi þáttum. Tryggja þarf jafnvægi á milli vinnu og einkalífs eftir fremsta megni, huga þarf að vinnutímatilhögun, athafnafrelsi starfsmanna, starfskröfum og upplýsingaflæði á vinnustað, svo eitthvað sé nefnt. Góð samskipti eru einnig lykilþáttur í því að bæta starfsumhverfi kennara. Í nútímasamfélagi má segja að vinnuveitendur og starfsmenn bera sameiginlega ábyrgð á að vinnuumhverfið sé heilsusamlegt.

Mikil vakning er meðal almennings um hvers kyns útivist. Áhugi á fjallgöngum hefur vaxið hratt. Sem dæmi má nefna að nýlega boðaði Ferðafélag Íslands til kynningarfundar um fjallgöngur á árinu, um 400 manns mættu. Áhugahópur fólks á Reykjanesi um fjallgöngur hefur sett sér það markmið að ganga a.m.k. á tólf fjöll á árinu 2019 og munu byrja strax í febrúar. Ekkert gjald verður tekið fyrir þátttöku en fólk kemur sér saman um ferðir (í einhverjum tilvikum verður splæst í rútuferð). Kynningarfundur verður haldinn í Keili á Ásbrú fimmtudaginn 31. janúar kl. 20:00. Þar verða hugmyndir að fjöllum ársins kynntar og rætt um fyrirkomulag, undirbúning, búnað o.s.frv. Nú er tækifæri til að slást í skemmtilegan hóp. Fjöll sem horft er til á árinu: Þórðarfell, Eldvörp, Gullbringa, Móskarðshnjúkar, Esja, Heiðarhorn, fjöllin við Landmannalaugar, Sogin og Grænavatnseggjar, Lambafellsklofi, Snæfellsjökull, Leggjabrjótur, Trölladyngja og Keilir. Allir velkomnir.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 31. janúar 2019 // 5. tbl. // 40. árg.

15

Katla María íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2018 Katla María Þórðardóttir var valin Íþróttamaður Suðurnesjabæjar en viðurkenningin var veitt í fyrsta sinn eftir sameiningu Garðs og Sandgerðis. Katla María var lykilmaður í liði Keflavíkur sem vann sér sæti í Pepsideild kvenna í knattspyrnu. Katla María lék alla leiki liðsins en hún hefur leikið 59 leiki með Keflavík og skorað í þeim ellefu mörk og það þrátt fyrir að vera varnarmaður. Hún var einnig lykilmaður í U17 landsliðinu og lék alla leiki þess á árinu, fimm talsins, og var m.a. fyrirliði í einum þeirra. Þá var Katla valin í U19 landslið Íslands á árinu og lék með því átta leiki á síðasta ári. Þeir sem tilnefndir voru sem Íþróttamenn Suðurnesjabæjar 2018 eru: Tíu íþróttamenn voru tilefndir og hér eru Atli Viktor Björnsson, fimleikar flestir þeirra ásamt Evu Rut Vilhjálmsdóttur. Daníel Arnar Ragnarsson, taekwondo Hafsteinn Þór Friðriksson, golf Katla María Þórðardóttir, knattspyrna (Keflavík) Kristján Þór Smárason, körfuknattleikur Magnús Orri Arnarsson, fimleikar Special Olympics Rúnar Gissurarson, knattspyrna (Reynir) Róbert Ólafsson, knattspyrna (Víðir) Ægir Már Baldvinsson, júdó Eva Rut Vilhjálmsdóttir fékk viðurkenningu frá Íþrótta og tómstundaráði fyrir framúrskarandi störf að íþrótta og æskulýðsmálum í sveitarfélaginu.

GÓÐ FRAMMISTAÐA LYFTINGAFÓLKS FRÁ SUÐURNESJUM Á REYKJAVÍKURLEIKUNUM Lyftingafólk frá Suðurnesjum stóð sig vel á Reykjavíkurleikunum 2019 í ólympískum lyftingum og kraftlytingum. Katla Björk Ketilsdóttir tók 76 kg. í snörun og 88 kg. í jafnhendingu, samanlögð þyngd 164 kg. sem skilaði henni 1. sæti í -64 kg. flokki og 3. sæti yfir heildarkeppendur kvenna.

Emil Ragnar Ægisson tók 115 kg. í snörun og 142 kg. í jafnhendingu, samanlögð þyngd 257 kg. sem skilaði honum 1.sæti í -81 kg. flokki og 6. sæti yfir heildarkeppendur karla á mótinu.

Emil reyndi við 150 kg. í jafnhendingu sem hefði verið nýtt Íslandsmet en missti því miður jafnvægið þegar

Katla Björk varð í 1. sæti í -64 kg. flokki í ólympískum lyftingum.

hann reyndi að læsa þyngdinni upp fyrir haus. Halldór Jens Vilhjálmsson keppti í kraftlyftingum í -105 kg. flokki og tók 247,5 kg. í hnébeygju, 155 kg. í bekkpressu og 257,5 kg. í réttstöðulyftu, samanlögð þyngd 660 kg. sem skilaði honum 2. sæti í flokknum. Halldór náði einnig settu lágmarki til þátttöku á heimsmeistaramóti í klassískum kraftlyftingum. Fyrir hönd Massa í Njarðvík kepptu Katla Björk Ketilsdóttir, Emil Ragnar Ægisson og Halldór Jens Vilhjálmsson. Einnig frá Suðurnesjum kepptu þeir Ingólfur Þór Ævarsson og Aron Friðrik Georgsson en þeir kepptu fyrir hönd Stjörnunnar í ólympískum lyftingum. Ingólfur Þór Ævarsson tók 132 kg. í snörun og tvíbætti Íslandsmetið í jafnhendingu, 168 kg. og svo 175 kg. Samanlögð þyngd 307 kg. sem skilaði honum 1. sæti í -102 kg. flokki og 5. sæti yfir heildarkeppendur karla á mótinu. Aron Freyr keppti í í -120 kg. flokki og tók 295 kg. í hnébeygju (Íslandsmet), 185 kg. í bekkpressu og 280 kg. í réttstöðulyftu, samanlagt 760 kg. sem skilaði honum 1. sæti í sínum þyngdarflokki og 7. sæti yfir heildarkeppendur í karlaflokki. Þjálfari frá Massa var Sindri Freyr Arnarsson.

Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja. Mikið úrval af hágæða heyrnartækjum.

Reykjanesbær - 14. febrúar Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880

Katla María sveiflaði bikarnum sem fylgir nafnbótinni. VF-myndir/pket.

JÓN AXEL KOMINN Í ÞÚSUND STIG Grindvíkingurinn að slá í gegn í háskólakörfunni í Bandaríkjunum Körfuknattleiksmaðurinn Jón Axel Guðmundsson hefur verið að gera það gott í háskóla körfuboltanum í Bandaríkjunum. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 27 stig í 54-53 sigri Davidson gegn St. Louis í æsispennandi leik. Grindvíkingurinn skoraði sem sagt helming stiga liðsins auk þess að taka 5 fráköst og senda eina stoðsendingu. Hann tryggði sigur í leiknum með tveimur vítaskotum þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum. Alveg magnað hjá okkar manni. Jón Axel toppaði svo frammistöðuna með því að komast í 1000 stiga múrinn hjá Davidson.

Viðburðir í Reykjanesbæ Lífshlaupið hefst 6. febrúar - Notum endurskinsmerki Samtakahópurinn – þverfaglegur forvarnarhópur Reykjanesbæjar minnir á notkun endurskinsmerkja og að Lífshlaupið hefst 6. febrúar. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir eru hvött til þátttöku. Fjölþætt heilsuefling 65+ - kynningarfundur Fundurinn verður haldinn að Nesvöllum þann 31. janúar kl. 19:30. Nýir þátttakendur verða teknir inn í heilsuverkefnið. Markmiðið er að draga úr öldrunareinkennum með þjálfun. Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Þriðjudagurinn 5. febrúar kl. 19.30-20.30. Á ferðalagi með þarmaflórunni. Anna Katrín Ottesen sjúkraþjálfari fræðir um áhrif þarmaflórunnar á heilsu og nýjar leiðir til úrbóta.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Akurskóli – forfallakennari í 100% stöðu Umhverfissvið – deildarstjóri umhverfismála Fræðslusvið – skólastjóri Stapaskóla Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

LOKAORÐ

SÖNGVASKÁLDIÐ GUNNAR ÞÓRÐARSON „Ég hafði stór eyru og hlustaði á margs konar tónlist, helst rokk“ Það er óhætt að kalla hann poppskáld Íslands, lögin eru komin yfir sjö hundruð og mörg þeirra orðin að klassískum dægurlagaperlum. Hann stofnaði fyrstu íslensku bítlahljómsveitina, samdi fyrsta íslenska bítlalagið sem kom út á plötu og gerði Hljóma vinsælli en dæmi höfðu áður þekkst. Gunnar Þórðarson er umfjöllunarefni fyrstu tónleika tónleikaraðarinnar Söngvaskáld á Suðurnesjum þar sem fjallað er um frumkvöðla í íslenskri tónlistarsögu og þann ríka tónlistararf sem Suðurnesjamenn búa yfir. Tónleikarnir verða haldnir í Hljómahöll fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20:00 og er miðasala í Hljómahöll og á hljomaholl.is.

RAGNHEIÐAR ELÍNAR

Ég elska snjó Snjór í janúar hefur sömu áhrif á mannlífið og góðir sólardagar hafa í júní. Allt verður bjartara, fallegra og skemmtilegra. Börnin fara út að leika og það er erfitt að ná þeim inn í kvöldmat, það er bara of gaman úti. Alveg eins og þegar við vorum krakkar. Engar tölvur, bara snjóþota og brekka – og málið er dautt.

„Það var sjokk að koma til Keflavíkur og þekkja engan – og ég lenti ítrekað í slagsmálum í skólanum. Ég veit ekki af hverju ég tók á móti og gafst ekki upp því ég varð alltaf undir, líklega verið of þrjóskur til þess,“ segir Gunnar.

Gunnar var átta ára gamall þegar fjölskylda hans kom sér fyrir á Sunnubraut 11 í Keflavík. Faðir hans hafði fengið vinnu hjá ameríska hernum og hafði farið á undan til að undirbúa komu þeirra og byggja þar glæsilegt tveggja hæða hús. „Það var sjokk að koma til Keflavíkur og þekkja engan - og ég lenti ítrekað í slagsmálum í skólanum. Ég veit

ekki af hverju ég tók á móti og gafst ekki upp því ég varð alltaf undir, líklega verið of þrjóskur til þess,“ segir Gunnar. Í Keflavík snerist allt um fótbolta. Sparkvellirnir voru ekki merkilegir en þar var spilaður fótbolti alla daga enda hvorki til tölvur eða sjónvarp. Sveitapilturinn frá Hólmavík vakti furðu drengjanna á sparkvellinum,

Allt er svo hreint og fínt, bjart og tært. Alveg eins og þegar við vorum krakkar. Rauðar kinnar, kaldar tær og frosnir lopavettlingar. Og svo auðvitað heitt kakó þegar inn var komið. Við renndum okkur í skrúðgarðinum, nú hafa aðrar brekkur tekið við, en stemningin er sú sama. Og ennþá er fyrsta reglan auðvitað sú að það er bannað að borða gulan snjó. Ferðamennirnir elska snjóinn líka og einhvern tímann hefði það þótt saga til næsta bæjar að einhvern myndi í alvöru langa að koma hingað til lands að vetri til. En nú koma ferðamenn hingað gagngert til að upplifa snjó og vetur, eins og vinkona mín frá Singapore sem kom í heimsókn með fjölskylduna sína fyrir tveimur árum til að sýna drengjunum sínum snjó. Það var stórkostleg upplifun fyrir þá og jafnvel enn skemmtilegra fyrir okkur hin að verða vitni að því. Setningin sem lýsir upplifuninni best er án efa: „Look mom … it even snows on the plants!“

Sumarstörf á Keflavíkurflugvelli Ef þú hefur brennandi áhuga á að veita góða þjónustu í lifandi umhverfi átt þú mögulega samleið með okkur. Arion banki leitar að jákvæðum og kraftmiklum einstaklingum til að sinna gestgjafahlutverki, almennri gjaldkeraþjónustu og til að annast endurgreiðslu virðisaukaskatts í útibúi bankans á Keflavíkurflugvelli. Um vaktavinnu er að ræða. Hæfni og eiginleikar

Lubba finnst snjórinn líka sjúklega frábær og gönguferðirnar okkar eru sérstaklega skemmtilegar þessa dagana. Hann þreytist ekki á að elta fallandi snjókornin og stingur sér á bólakaf í skaflana. En það er eitt sem skyggir á upplifunina hjá okkur og það eru endalausu breiðurnar af hundaskít sem skildar eru eftir út um allan bæ og eru sérstaklega áberandi á hvítum snjónum. Þetta er einfaldlega ógeðslegt! Ég hef áður nefnt það á þessum vettvangi en ég ætla að segja það aftur: „Þeir sem geta ekki þrifið upp skítinn eftir hundana sína eiga bara ekkert með að halda hund!“ Snjórinn er æðislegur og hefur marga góða eiginleika. En þið, kæru hundaeigendur sem komið óorði á okkur hina, snjórinn býr ekki yfir þeim eiginleika að láta kúkinn hverfa. Pokar og ruslafötur gera það hinsvegar. En á meðan þetta er svona er regla númer tvö auðvitað sú að það er líka bannað að borða brúnan snjó!

MUNDI Þetta er nú skítt!

• Framúrskarandi þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar

• Góð enskukunnátta er skilyrði, önnur tungumálakunnátta er kostur

• Reynsla af þjónustustörfum er æskileg

• Góðir námshæfileikar

• Góð tölvukunnátta

• Sjálfstæð vinnubrögð

Við hvetjum áhugasama til að sækja um. Óskað er eftir að ferilskrá og einkunnir fylgi umsókn. Þú finnur hagnýt ráð um gerð ferilsskrár og kynningarbréfs á arionbanki.is/hagnytrad. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf um miðjan maí og starfað til loka ágúst 2019. Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2019. Unnið er úr umsóknum jafnóðum svo við hvetjum áhugasama til að sækja um sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað. Sótt er um störfin á arionbanki.is/storf. Nánari upplýsingar veita mannauðsráðgjafar okkar í gegnum netfangið sumarstorf@arionbanki.is.

arionbanki.is

Arion banki atvinna

einn þeirra hét Rúnar Júlíusson. Gunnar fór ekki eftir leikreglunum og átti það til að hlaupa með boltann í fanginu í markið. Drengjunum þótti hann því skrítin en þarna var tilkomin meðfædd þrjóska Gunnars sem fannst bara eðlilegra að reglunum yrði breytt. Fljótlega tók tónlistin yfir og fyrir Gunnar var ekki aftur snúið. „Ég hafði stór eyru og hlustaði á margs konar tónlist, helst rokk. En ég man hvað mér þótti það fráleitt að kaupa blokkflautu þegar ætlast var til þess af skólanum. Hafði engan áhuga á að blása í hana og stóð við það.” Gunnar Þórðarson verður í áhugaverðu viðtali í Víkur­ fréttum í næstu viku.

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 5. tbl. 40. tbl.  

Víkurfréttir 5. tbl. 2019

Víkurfréttir 5. tbl. 40. tbl.  

Víkurfréttir 5. tbl. 2019