{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade.

Page 1

Jólaverslunin er í mestri samkeppnin við útlönd

Janúartilboð - Fljótlegt og gott

Flestir keyptu jólagjafirnar í útlöndum fyrir þessi jól miðað við niðurstöður í könnun á vef Víkurfrétta, vf.is. Næst flestir sögðust kaupa jólagjafirnar í heimabyggð, þ.e. á Suðurnesjum. Rétt tæplega eitt þúsund manns tóku þátt í könnuninni.

65%

Niðurstaðan var þessi en spurt var:

40%

Hvar munt þú kaupa megnið af jólagjöfunum fyrir þessi jól? Svör: Í heimabyggð Á höfuðborgarsvæðinu Á netinu Í útlöndum

28% 25% 13% 34%

45%

89

347

179

áður 259 kr

áður 579 kr

áður 329 kr

kr/stk

Sítrónutoppur 0,5L

kr/stk

Pick Nick Roastbeef samloka

Opnum snemma lokum seint

kr/stk

Hámark próteindrykkur súkkulaði 250ml

Krambúðin Innri — Njarðvík Tjarnabraut 24

fimmtudagur 17. janúar 2019 // 3. tbl. // 40. árg.

Fíkniefni fundust við húsleit Lögreglan á Suðurnesjum fann talsvert magn fíkniefna í húsleit sem gerð var í húsnæði í Suðurnesjabæ í síðustu viku að fenginni heimild. Um var að ræða kannabis og kókaín. Einnig voru haldlagðir fjármunir sem taldir eru vera ágóði af fíkniefnasölu sem grunur leikur á að fram hafi farið á staðnum. Í öðru máli fundu lögreglumenn kannabis í bifreið sem stöðvuð var við hefðbundið eftirlit. Í þriðja málinu fannst einnig kannabis hjá húsráðanda sem lögreglumenn þurftu að ræða við út af öðru.

Leikskólinn Garðasel í Keflavík.

Stytta opnunartíma í Garðaseli Fræðsluráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að stytta opnunartíma leikskólans Garðasels frá og með haustinu 2019. Í bókun meirihluta fræðsluráðs segir að vegna takmarkaðrar nýtingar á dvalartímanum 16:30–17:15 og vandkvæða sem fylgja því að manna leikskólann á þessum tíma verður opnunartíminn styttur til kl. 16:30. Skal foreldrum barna á Garðaseli kynnt breytingin eins fljótt og vel og kostur er. „Eftir ár, í janúar 2020, verður óskað eftir stöðumati frá Garðaseli varðandi breytinguna þar sem leikskólinn mun kalla eftir viðbrögðum foreldra. Þó að líta megi á að ákveðin þjónustu­ skerðing eigi sér stað vill fræðsluráð horfa til þróunar í leikskólamálum á Íslandi undanfarin ár þar sem opn­ unartími er víðast hvar að færast til kl. 16:15 með tilliti til velferðar barna. Allir aðrir leikskólar í Reykjanesbæ loka kl. 16:15 og vill fræðsluráð hvetja vinnumarkaðinn til þess að koma til móts við foreldra ungra barna með sveigjanlegum vinnutíma,“ segir í bókuninni. Stytting opnunartímans var samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Y-, B-, S- og Á-lista. Fulltrúi D-lista sat hjá.

Íbúðir og hús í öllum stærðum og gerðum rísa nú í Dalshverfi Reykjanesbæjar. Þar hófst uppbygging fyrir hrun en í framkvæmdastoppi voru lausar lóðir víða inn á milli. Nú rísa hús á þessum lóðum, einbýli, raðhús og fjölbýli. Bæjarbúum fjölgar líka hratt og stefnir í að íbúar Reykjanesbæjar verði jafnvel orðnir fleiri en Akureyringar um næstu mánaðamót. Myndin var tekin yfir Dalshverfið nú í vikunni.

ÞORRANUM ÞJÓFSTARTAÐ HJÁ KEFLVÍKINGUM - sjáið stemmninguna á síðu 6 og á vf.is

Óeðlilegt álag og kulnun hjá kennurum

Óeðlilegt álag er á kennurum á Suðurnesjum og kemur það mikið niður á þeim. Margir kennarar eru að gefast upp undan því álagi. Einhver dæmi eru um kulnun í starfi hjá kennurum, segir í bókun Skúla Sigurðssonar, fulltrúa grunnskólakennara, á fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku.

Borga átta þúsund fyrir refinn Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt gjaldskrá fyrir refa- og minkaveiðar. Fyrir refi eru greiddar 8.000 krónur á dýr en fyrir yrðling fást 2.000 krónur. Verðlaun fyrir unninn mink eru 3.500 krónur á fullorðið dýr. Til þess að aðili fái greitt skv. framangreindri verðskrá þarf að liggja fyrir samningur hans við Grindavíkurbæ um veiðarnar.

Bókunin var lögð fram undir umræðu um starfsáætlun fræðslusviðs 2019 þar sem Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, kynnti drög að starfs­ áætlun ársins 2019. „Við trúnaðarmenn á Suðurnesjum viljum vekja athygli á því ástandi sem ríkir í grunnskólum á svæðinu. Eftir að hafa verið á fundi og rætt málin þá er samróma ályktun okkar að óeðli­ legt álag sé á kennurum og kemur það mikið niður á þeim. Margir kennarar eru að gefast upp á því álagi. Nú í haust eru einhver dæmi um kulnun í starfi hjá kennurum þann­

ig að fólk er komið í veikindafrí eða hreinlega er hætt að starfa í skól­ unum. Lítil úrræði á þeim málum sem koma upp í skólunum er stór þáttur í þessu ástandi. Það er sveitarstjórnar að vinna í því að bæta ástandið í skólunum og hafa úr­ ræði fyrir þá sem þurfa en ekki horfa framhjá vandamálinu og vona að það hverfi bara. Til framtíðar hljótum við öll sem samfélag að græða á því ef tekið er rétt á málunum í upphafi þannig að vandinn verði ekki stærri,“ segir Skúli Sigurðsson, fulltrúi grunn­ skólakennara, í bókuninni.

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. janúar 2019 // 3. tbl. // 40. árg.

Fjárhagur Suðurnesjabæjar á traustum grunni – Skuldahlutfall í árslok 2019 er áætlað 102,2% og handbært fé verði 712 milljónir króna Á fundi bæjarstjórnar þann 19. desember sl. var samþykkt fyrsta fjárhagsáætlun Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs. Niðurstöður og helstu lykiltölur áætlunarinnar sýna fram á að hið nýja, sameinaða sveitarfélag stendur á styrkum stoðum, bæði rekstrarlega og efnahagslega. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því sameining sveitarfélaganna tók gildi og nýtt sveitarfélag hóf starfsemi hefur verið unnið að því að sameina ýmsa þætti, svo sem bókhaldskerfi og ýmis kerfi sem því tengjast. Þrátt fyrir það tókst að ljúka við gerð rekstraráætlunar en í upphafi árs 2019 mun bæjarstjórn taka endanlegar ákvarðanir um fjárfestingar og framkvæmdir 2019. Heildartekjur sveitarfélagsins árið 2019 eru áætlaðar um 4 milljarðar. Heildarútgjöld fyrir afskriftir og fjármagnsliði eru 3,4 milljarðar. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði, þ.e.a.s. framlegð, er áætluð 554 milljónir, afskriftir eru áætlaðar 217 milljónir og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur kr. 189 milljónir. Rekstrarniðurstaða í samstæðu sveitarfélagsins er jákvæð 148 milljónir kr. Heildareignir sveitarfélagsins í árslok 2019 eru áætlaðar 8,1 milljarðar. Heildarskuldir og -skuldbindingar 4,1 milljarðar, þar af lífeyrisskuldbindingar 887 milljónir. Langtímaskuldir eru áætlaðar að verði 2,6 milljarðar, þar af við lánastofnanir 2,5 milljarðar. Áætlað er að skuldahlutfall í árslok 2019 verði 102,2% og skuldaviðmið samkvæmt sveitarstjórnarlögum 62,1%. Í sjóðstreymisyfirliti kemur fram að veltufé frá rekstri verði um 500 milljónir, afborganir langtímaskulda 180 milljónir. Áætlað er að fjárfestingar verði 290 milljónir og verða teknar ákvarðanir um einstök verkefni á

nýju ári, eins og fram kemur hér að framan. Handbært fé í árslok 2019 er áætlað 712 milljónir. Samkvæmt framansögðu uppfyllir sveitarfélagið ákvæði sveitarstjórnarlaga um efnahagslega stöðu, bæði hvað varðar niðurstöðu rekstrar og um skuldastöðu, þar sem skuldahlutfall verður undir þeim mörkum sem lög kveða á um. Með samþykkt fjárhagsáætlunar hefur bæjarstjórn lokið við að samræma gjaldskrár en í nokkrum liðum var einhver munur á gjaldskrám Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs. Álagningarhlutfall útsvars verður 14,52%, sem er það sama og hefur verið. Álagningarhlutfall fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði var lækkað úr 0,45 í 0,33%, með því er bæjarstjórn að koma til móts við íbúðaeigendur vegna þess hve fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkaði frá síðustu álagningu. Álagningarhlutfall fasteignaskatts af opinberum byggingum verður 1,32% og af atvinnuhúsnæði 1,65%. Lóðarleiga af lóðum í landi sveitarfélagsins verður 1,5%, fráveitugjald vegna íbúðarhús-

Áætlað er að skuldahlutfall í árslok 2019 verði 102,2% og skuldaviðmið samkvæmt sveitarstjórnarlögum 62,1%

næðis verður 0,14%, fráveitugjald vegna atvinnuhúsnæðis 0,10% og vatnsgjald hjá Vatnsveitu Sandgerðis verður 0,17%. Þá samþykkti bæjarstjórn viðmið um afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega af álögðum fasteignaskatti. Almenn þjónustugjaldskrá og gjaldskrá Sandgerðishafnar eru hækkaðar um 4% frá gjaldskrá 2018. Í fjárhagsáætlun felast ýmsar ákvarðanir bæjarstjórnar um starfsemi sveitarfélagsins og þjónustu við íbúana. Sem dæmi má nefna að fjárhæð hvatastyrks til barna og unglinga er hækkuð og verður 35.000 kr., barnafjölskyldur geta notið umönnunarbóta og niðurgreiðslu vegna dagforeldra fyrir yngstu börnin. Áfram er

lögð áhersla á öfluga og góða starfsemi grunnskólanna og tónlistarskólanna, ásamt því að bjóða góða þjónustu í leikskólunum. Áfram geta íbúar sveitarfélagsins notið þess að fara frítt í sund, sem og gjaldfrjálsan aðgang að bókasöfnunum. Aldraðir og öryrkjar eiga kost á því að komast í líkamsrækt endurgjaldslaust og áfram verður haldið með heilsueflingu fyrir aldraða. Hafin verðu vinna við nýtt aðalskipulag fyrir sveitarfélagið, unnið er að því að móta nýtt fræðslusvið þannig að sveitarfélagið annist sjálft þjónustu við skólana. Hér eru aðeins tilgreind örfá dæmi um starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins sem felst í fjárhagsáætlun.

Áfram verður haldið við að byggja upp og efla starfsemi sveitarfélagsins þar sem þjónusta við íbúana og velsæld þeirra verður í forgangi, um það er full samstaða meðal kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn. Bókun bæjarstjórnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar segir m.a.: „Að þessu sinni fer vinnsla fjárhagsáætlunar fram við óvenjulegar aðstæður þar sem sameining sveitarfélaganna tók gildi fyrir rúmum sex mánuðum og ekki hefur verið eðlilegt svigrúm til þess að vinna að áætlunargerðinni með venjubundnum hætti. Fjárhagsáætlun verður nánar yfirfarin á nýju ári, einnig mun bæjarstjórn taka ákvarðanir um einstakar fjárfestingar í byrjun árs 2019. Fjárhagur og rekstur sveitarfélagsins stendur á traustum grunni og hefur mikla möguleika til framtíðar til að eflast enn frekar með aukinni þjónustu við íbúana og samfélagið í heild.“

BARNABARNIÐ MITT KOM FYRST Í HEIMINN! Víkurfréttir hafa það fyrir sið að segja frá fyrsta barni ársins sem búsett er á Suðurnesjum. Í síðasta tölublaði Víkurfrétta var greint frá fyrsta barni ársins sem fæddist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HSS. Vinsamleg ábending var svo send blaðinu frá ömmu sem sá viðtalið við nýbakaða foreldra í blaðinu í síðustu viku en hún benti góðfúslega á að fyrsta fædda barn Suðurnesja hefði verið barnabarnið hennar. Barnið fæddist í Reykjavík og þess vegna fórst fyrir að tilkynna barn þetta til blaðsins.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Stúlkubarnið fæddist aðfararnótt 2. janúar árið 2019 klukkan 03:05 á Landspítalanum. Blaðamaður snaraði sér í að hafa samband við foreldra stúlkubarnsins sem eru þau Magnea Guðríður Frandsen, læknanemi og Bjarki Þór Wium Sveinsson, trésmíðanemi, búsett í Vogum við Vatnsleysuströnd. Þetta er fyrsta barn þeirra Magneu og Bjarka.

Litla daman lét bíða eftir sér

„Hún átti nú að fæðast 17. desember 2018 hér suðurfrá á HSS en lét heldur betur bíða eftir sér. Ég var búin að vera að fara í mæðraskoðun hjá HSS og það leit allt vel út en þegar ég fór svona langt framyfir settan fæðingardag þá var ákveðið að senda okkur inneftir til Reykjavíkur. Við vorum í sambandi við ljósmæðurnar á HSS og það var ákveðið að við færum í gangsetningu á landspítalanum á nýársmorgun þar sem ég var þá komin yfir 42 vikur. Við keyrðum svo til Reykjavíkur í rólegheitunum og gangsetningin gekk fljótt þar sem ég var þegar komin með smá útvíkkun. Þetta endaði samt þannig að sú litla var tekin með sogklukku því það voru komin fram streitumerki hjá henni og púlsinn lækkaði stöðugt en hún var í sambandi við monitor allan tímann,“ segir Magnea. Bjarki og Magnea segjast bæði vera alsæl og þakklát fyrir hvað allt gekk vel. Bjarka fannst merkilegt að fylgjast með á fæðingarstofunni innfrá en Magnea hafði farið í meðgöngujóga og notaði öndun til þess að halda sér rólegri.

Fagmannleg vinnubrögð heilbrigðisstarfsfólks

„Stella frænka mín var ljósmóðir þarna og okkur fannst við mjög heppin með það. Annars var hún Magnea mjög róleg. Það var mjög athyglisvert að fylgjast með henni anda svona rólega í gegnum fæðinguna. Ég var stundum að fara á taugum og var búinn að ímynda mér þetta eins og í bíómyndunum, öskur og læti til að koma barninu út en þessi fæðing var

ekki þannig,“ segir Bjarki og hlær. Já feður geta stundum verið stressaðir þegar þeir fylgjast með fæðingu og ættu kannski að læra slakandi fæðingaröndun einnig. „Ég var búin að lesa mjög góða bók eftir ljósmóðurina Ina May Gaskin sem nefnist Ina May´s Guide to Childbirth en viðhorf hennar er meira svona andleg nálgun við fæðingu, þar sem mælt er með hugleiðslu, slökun og öndunaræfingar fyrir fæðingu. Ég fór einnig í meðgöngujóga sem er mjög góður undirbúningur. Andrúmsloftið í fæðingunni á Landsspítalanum var mjög notalegt og rólegt. Læknateymið var mjög fagmannlegt. Þarna var einnig teymi frá vökudeild. Allt þetta fólk stóð tilbúið ef eitthvað færi

úrskeiðis. Það gaf okkur öryggistilfinningu,“ segir Magnea. „Læknaliðið sem var viðstatt fæðinguna fylgdist vel með og þau töluðu svona læknamál sem ég skildi ekki orð af. Það var fullt af fólki þarna til staðar. Þau töluðu mjög lágt, voru mjög tillitssöm og svo var jógatónlist þarna,“ segir Bjarki greinilega uppnuminn og glaður. Þau segjast vera alsæl og alveg í skýjunum með fallegasta barn í heimi. Auðvitað. Þau vilja skíra litlu stelpuna og bjóða fjölskyldunni til veislu en það verður ekki alveg strax, fyrst er að jafna sig og venjast nýju mikilvægu hlutverki. marta@vf.is


Kynntu þér sumarstörfin bluelagoon.is/atvinna og sæktu um

SUMARSTÖRF Í EINSTÖKU UMHVERFI Við leitum að metnaðarfullum starfsmönnum með ríka þjónustulund í fjölbreytt og spennandi störf í sumar. Við leggjum áherslu á góða samskipta- og samstarfshæfni og bjóðum upp á þægilegan vinnutíma og góðan aðbúnað. MEÐAL STARFA Í BOÐI

- Móttaka og gestgjafar - Þjónustu- og gæslustörf - Ýmis störf á veitingasviði - Ræstingar og þvottahús - Sölustörf í verslunum - Ýmis störf á hóteli - Skrifstofustörf Umsóknarfrestur er til og með 31. mars. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 18 ára aldri.

Einstakt umhverfi

Frábær starfsandi

Skemmtilegt félagslíf

Góður matur

Góð fríðindi

Þjálfun og fræðsla

Rútuferðir til og frá vinnu

2-2-3 vaktavinna eða dagvinna


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. janúar 2019 // 3. tbl. // 40. árg.

Meirihluti bæjarráðs Grindavíkur „Algjörlega styður álagningu veggjalda búin að fá

Bæjarráð Grindavíkur telur brýnt að leitað verði leiða til að stórauka fjárveitingar til samgönguframkvæmda með umferðaröryggi að leiðarljósi. Jafnframt styður bæjarráð álagningu veggjalda svo flýta megi tilteknum framkvæmdum á sviði samgöngumála. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem fulltrúar B- og D-lista lögðu fram á fundi bæjarráðs Grindavíkur í síðustu viku og samþykkt með tveimur atkvæðum framangreindra flokka en fulltrúi U-lista sat hjá. Fulltrúar M-, S- og U-lista bókuðu við sama tækifæri: „Fulltrúar S-, M- og U-lista taka heilshugar undir þann hluta ályktunar meirihluta bæjarráðs þar sem segir: „Bæjarráð Grindavíkur telur brýnt að leitað verði leiða til að stórauka fjárveitingar til samgönguframkvæmda með umferðaröryggi að leiðarljósi.“ Hvað varðar seinni hluta ályktunarinnar þá vilja fulltrúar S-, M- og U-lista bóka eftirfarandi: „Á meðan landsmenn kalla eftir endurbótum á vegakerfinu eykur ríkið stöðugt skattlagningu á bíleigendur sem notuð er í annað. Samt er talað um að ekki séu til peningar til viðhalds og uppbyggingar samgöngumannvirkja sem eru þó einhverjar arðbærustu framkvæmdir sem hægt er að ráðast í. Samkvæmt heimildum og sundurliðuðum tölum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, um tekjur ríkissjóðs af umferðinni á árunum 2014 til 2018 kemur fram að heildartekjur ríkissjóðs af ökutækjum verði um eða yfir 330 milljarðar króna að árinu 2018 meðtöldu. Á þessum árum, 2014–2018, var sam-

kvæmt reikningum og áætlunum ríkisins veitt til viðhalds vega og nýframkvæmda rúmum 73 milljörðum kr. sem er nánast sama tala og áætlaðar tekjur ríkissjóðs af ökutækjum bara á árinu 2018.

Með öðrum orðum þá eru tæpir 258 milljarðar króna sem innheimtir eru af eigendum ökutækja á þessum árum ekki notaðir til viðhalds og uppbyggingar innviða í samgöngukerfinu, heldur í eitthvað annað.“ Fulltrúar S-, M- og U-lista vilja enn fremur leggja til að ályktun bæjarráðs Grindavíkur hljóði þannig: „Bæjarráð Grindavíkur telur brýnt að leitað verði leiða til að stórauka fjárveitingar til samgönguframkvæmda með umferðaröryggi að leiðarljósi. Leggur bæjarráð til að markaðar tekjur ríkisins af ökutækjum verði allar lagðar til uppbyggingar og endurbóta á vegakerfi landsins og skattlagning/gjaldtaka verði í samræmi við þörfina á gjaldheimtu. Enn fremur verði leitað nýrra leiða til þess að fjármagna viðhald og löggæslu á vegum landsins eins og t.d. með komugjöldum á ferðamenn en með mikilli fjölgun þeirra á síðustu árum hefur álag á samgöngumannvirki og alla grunnþjónustu aukist til mikilla muna. Veggjöld eru enn ein skattlagning á ökumenn sem nú þegar borga á milli 70–80 milljarða á ári í skatta af ökutækjum sínum og hafnar bæjarráð hugmyndum um veggjöld ef ekki koma jafnframt til lækkanir annarra álaga á bifreiðaeigendur.“ Ályktun B- og D-lista var samþykkt með tveimur atkvæðum. Fulltrúi U-lista sat hjá.

Bjarni Rúnar nýr byggingafulltrúi hjá Grindavíkurbæ Bjarni Rúnar Einarsson hefur verið ráðinn byggingarfulltrúi Grindavíkurbæjar og tók hann við starfinu af Sigmari B. Árnasyni. Frá þessu er greint á vef bæjarins. Bjarni Rúnar er borinn og barnfæddur Grindvíkingur á 38. aldursári. Samhliða námi á iðnbraut í húsasmíði hóf hann störf hjá Grindinni og starfaði þar til ársins 2005. Bjarni Rúnar hélt utan til Danmerkur í fjögurra ára nám í byggingarfræði. Við heimkomu 2008 hóf hann störf hjá ALARK arkitektum og starfaði þar fram að síðustu áramótum. Bjarni Rúnar er í sambúð og á þrjú börn.

Álagningarseðlar fyrir árið 2019 Tilkynning til eigenda fasteigna í Reykjanesbæ um álagningu ársins 2019

nóg af þessu helvítis rugli“

– Allt á suðupunkti á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ Margrét Ólöf A. Sanders, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, brást mjög reið við bókun Margrétar Þórarinsdóttur bæjarfulltrúa Miðflokksins á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í síðustu viku. Margrét Sanders barði af afli í ræðupúlt bæjarstjórnar um leið og hún sagðist „algjörlega búin að fá nóg af þessu helvítis rugli í þessum Miðflokki“. Margrét Þórarinsdóttir bókaði í upphafi fundar vegna lögsóknar Gildis lífeyrissjóðs á hendur Reykjanesbæ. „Miðflokkurinn harmar lögsókn Gildis lífeyrissjóðs. Þetta mál varðandi höfnina er allt hið undarlegasta. Sú vinnuregla er til staðar að þegar á að fara í hafnarframkvæmdir í sveitarfélagi þá á að semja fyrst við ríkið varðandi fjármögnun. Meirihlutinn á þeim tíma fór með skófluna og byrjaði framkvæmdir og ætlaði svo að fá fjármagn frá ríkinu en það sést á því hverjir eru kröfuhafar. Því var marghafnað af ríkinu og því fór sem fór og íbúar Reykjanesbæjar sitja uppi með allar skuldirnar. Miðflokkurinn harmar þessi vinnubrögð og íbúar bera ENGA ábyrgð á þessu fjármálasukki,“ segir í bókun Margrétar Þórarinsdóttur, oddvita Miðflokksins. „Algjörlega er ég undrandi hvernig Miðflokkurinn byrjar nýtt ár. Hvað er að?,“ spurði Margrét Sanders og hélt áfram: „Hvar er framtíðarsýnin? Hvar er það sem þið stefnið

að til framtíðar? Þið byrjið á því með bókun hvernig einhver fortíð var og farið rangt með.“ Margrét Sanders sagði að vel hafi verið farið yfir málaferli Gildis lífeyrissjóðs í bæjarráði og hvatti hún nöfnu sína til að afla upplýsinga um það. Gildi væri ekki að standa sig og væri eini kröfuhafinn sem væri ekki að ganga að kröfum bæjarins. „Svo komið þið og talið um einhverja fortíðardrauga og líka farið með rangt mál eins og það sé bara sukk og svínarí. Eru þá menn á snekkjum og búnir að stela frá bænum? Hvað eruð þið að tala um? Ég er algjörlega búin að fá nóg af þessu helvítis rugli í þessum Miðflokki,“ sagði Margrét Sanders og var reið eins og sjá má í myndskeiði á vef Víkurfrétta. „Ég ætla að biðja bæjarfulltrúa að gæta orða sinna í pontu svo ég þurfi ekki að fara að beita hamrinum sem ég er nýbúinn að laga. Það hefur greinilega einhver beitt honum í fortíðinni,“ sagði Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar.

Jöfnunarsjóður greiði niður skólamáltíðir

Miðflokkurinn fagnar auknu fjármagni upp á 62 milljónir frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga með bókun og tillögu á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. „Hér er tækifærið til að nýta þetta fé til að styrkja efnaminni fjölskyldur í Reykjanesbæ og bjóða upp á systkinaafslátt af skólamáltíðum. Alþýðusamband Íslands hefur lagt áherslu á það að mikilvægt sé að koma til móts við tekjuminni fjölskyldur og draga úr gjaldtöku, m.a. vegna skólamáltíða. Rökstuðningurinn fyrir því að afnema gjaldtöku á skólamáltíðum hefur verið að mismuna ekki börnum á grundvelli efnahagslegrar stöðu foreldra þeirra í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og létta undir með

barnafjölskyldum. Reykjanesbær á ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum. Miðflokkurinn leggur því til að þetta fé verði lagt til að taka fyrsta skrefið í því að gera skólamáltíðir í Reykjanesbæ gjaldfrjálsar,“ segir í bókun Margrétar Þórarinsdóttur, bæjarfulltrúa Miðflokksins. Á fundinum var borin var upp tillaga Miðflokksins um að áætlaðar umframtekjur frá Jöfnunarsjóði verði notaðar til að gera skólamáltíðir gjaldfrjálsar. Tillagan var felld með tíu atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Miðflokksins.

Álagningar- og breytingarseðlar fasteignagjalda verða nú einungis á rafrænu formi og birtir á íbúavef Reykjanesbæjar, mittreykjanes.is og vefnum island.is Þó geta þeir sem þess óska fengið senda álagningar- og/eða greiðsluseðla með bréfpósti með því að hafa samband við þjónustuver Reykjanesbæjar í síma 421 6700 eða netfangið thjonustuver@reykjanesbaer.is Greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda birtast eingöngu sem kröfur í netbanka og eru innheimtar þar, en greiðendur 76 ára og eldri fá þó áfram seðla. Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda Gjöld ársins dreifast á 10 gjalddaga sem eru fyrsta dag hvers mánaðar frá og með 1. febrúar. Fasteignaeigendum er bent á boðgreiðslur með greiðslukortum og beingreiðsluþjónustu bankanna til hagræðis. Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn í síma 421 6700 eða netfangið thjonustuver@reykjanesbaer.is

Starfshópur fjallar um skipulag líknar- og lífslokameðferðar á Suðurnesjum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem gera á tillögur að skipulagningu líknar- og lífslokameðferðar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi. Greint er frá þessu á vef ráðuneytisins. Hópnum er ætlað að taka saman yfirlit yfir þá þjónustu sem stendur til boða sjúklingum sem eru í þörf

fyrir líknar- og lífslokameðferð og búa í heilbrigðisumdæmum þessara landsvæða, greina núverandi þörf fyrir líknar- og lífslokameðferð á starfssvæði viðkomandi heilbrigðisstofnana, gera tillögur um skipulag og framkvæmd líknar- og lífslokameðferðar á svæðinu og gera áætlun um kostnað við undirbúning og rekstur í samræmi við tillögurnar.


Þekking í þína þágu

Starfstengt nám á þínum forsendum – Sveigjanlegir kennsluhættir og tengsl við atvinnulífið MSS býður margvíslegt starfstengt nám sem hefur það að markmiði að efla færni á vinnumarkaði og skapa þér ný tækifæri. Viltu skipta um starfsvettvang eða verða eftirsóttari starfskraftur? Skrifstofuskólinn Skrifstofuskólinn, grunn- og framhaldsnám eflir færni í bókhaldi og veitir innsýn í rekstur fyrirtækja. Kennt er á bókhaldsforritið Navision.

Ummæli nemenda:

Ásdís Erla Jónsdóttir Skrifstofuskólinn er í alla staði frábær. Góðir kennarar, gott skipulag, góður andi og alveg frábærir námsfélagar. Ég mæli eindregið með skrifstofuskólanum.

Inga Snæfells Reimarsdóttir Námið er mjög áhugavert og skemmtilegt og hefur staðist allar mínar væntingar. Það mun nýtast mér í mínu starfi og opna fyrir mig aðra möguleika á vinnumarkaðnum.

Jógakennaranám – NÝTT á Suðurnesjum MSS býður nú 200 klukkustunda jógakennaranám í fyrsta sinn á Suðurnesjum. Áhersla lögð á verklega kennslu og góðan undirbúning fyrir starf jógakennara að loknu námi. Námið er viðurkennt af jógakennarafélagi Íslands.

Fagnámskeið Fagnámskeið starfsmanna leikskóla, grunnnám fyrir umönnun og gæslu leikskólabarna. Tilgangur námsins er að auðvelda námsmönnum að takast á við verkefni sem þeim eru falin í starfi, efla sjálfstraust þeirra og lífsleikni og stuðla að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms.

Nánari upplýsingar og skráning á mss.is


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. janúar 2019 // 3. tbl. // 40. árg.

SsangYong Rexton vakti mikla athygli á fjölmennri frumsýningu hjá Bílabúð Benna Krókhálsi síðasta laugardag.

4X4 jeppi ársins á sýningu hjá Bílabúð Benna

SsangYong Rexton verður á sýningu hjá Bílabúð Benna, Njarðarbraut 9 í Reykjanesbæ nk. laugardag. Rexton vakti mikla athygli þegar hann var frumsýndur um síðustu helgi og nú fá Suðurnesjamenn að skoða þennan nafntogaða lúxusjeppa. Hann hlaut titilinn 4X4 jeppi ársins samkvæmt árlegri úttekt 4X4 Magazine, sem er eitt þekktasta fagritið um jeppa. Samkeppnin var hörð, en niðurstaða dómnefndar var afgerandi; SsangYong Rexton hlaut hæstu einkunn, bæði sem besti jeppinn og bestu kaupin og þar með titilinn „Best 4X4 of the year“. Gestur Benediktsson, sölustjóri Bílabúðar Benna, segir að Rexton sé einn fárra jeppa í dag sem byggður sé á grind, með læstum millikassa og lágu drifi. „Þar með er sannarlega ekki allt upp talið því að Rexton er hlaðinn tæknibúnaði og þægindum sem láta mun dýrari jeppa blikna í samanburði,“ segir Gestur. „Fólk er sammála gagnrýnendum um að Rexton sé stórglæsilegur, jafnt utan sem innan. Stærðin kemur líka flestum á óvart, enda fer vel um sjö manns. Þá vekur athygli að dráttargetan er heil þrjú tonn og svo á verðið örugglega eftir að gleðja marga,“ segir Gestur.

„Við hlökkum til að sýna Suðurnesjamönnum þennan verðlaunajeppa, ásamt öðrum fjórhjóladrifnum jeppum úr SsangYong fjölskyldunni á Njarðarbraut 9, í Reykjanesbæ,“ segir í tilkynningu frá Bílabúð Benna. Sýningin er laugardaginn 19. janúar kl. 10:00 – 16:00. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið – starfsmaður á heimili fatlaðra barna Björgin – sálfræðingur í 80% starf Velferðarsvið – deildarstjóri á heimili fatlaðrar konu Hæfingarstöð – deildarstjóri Björgin – leiðbeinandi í 70% starf Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - #Metoo Miðvikudagurinn 23. janúar kl. 19.30: #MeToo kvenna af erlendum uppruna: Upplýsingar og valdefling. Opinn fræðslufundur. Wednesday 23 January at 19:30 o´clock. #MeToo women´s of foreign origin: Information is empowerment. Open meeting at the Public Library. Skólaþjónusta - Foreldrafærninámskeið Skráning er hafin á námskeiðið „Uppeldi barna með ADHD“ sem hefst 30. janúar nk. Upplýsingar á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is undir Foreldrafærninámskeið.

Þorrafjör í Keflavík Það var mikil gleði og stuð á Þorrablóti Keflavíkur 2019 sem fram fór síðasta laugardag. Tæplega 700 manns skemmtu sér og þjófstörtuðu svo um munaði Þorranum á Íslandi í ár. Að venju stilltu gestir sér upp í anddyri íþróttahússins og brostu framan í ljósmyndara Keflavíkur, Hermann Sigurðsson en hann fór líka inn í sal og smellti af þar. Hér

má sjá nokkrar myndir frá kvöldinu en yfir 200 ljósmyndir má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is.


4X4 OF THE YEAR AWARDED BY 4X4 MAGAZINE

SSANGYONG REXTON FRUMSÝNING Í BÍLABÚÐ BENNA REYKJANESBÆ Á LAUGARDAG

„Yfirdrifið pláss er fyrir ökumann og farþega og yfirbragðið og efnisval innandyra allt eins og í mun dýrara farartæki“ Morgunblaðið

„Risastórt skref hjá SsangYong“ Automotive Blog UK

„Sópar samkeppninni til hliðar“ Automotive World

„Hörku samkeppni - Rexton sigraði“ 4X4 Magazine

„Dráttarkraftur án hliðstæðu“ The Irish News

„5 stjörnur af 5 mögulegum“ The Sentinel

„Klárlega sigurvegari í sínum flokki“ The Guardian

Verið velkomin á glæsilega frumsýningu SsangYong Rexton á Njarðarbraut 9 á laugardag. Nýi verðlaunajeppinn, Rexton, verður í öndvegi ásamt fjórhjóladrifnum jeppum úr SsangYong fjölskyldunni.

Birt með fyrirvara um verð- og textabrengl

Frumsýningin stendur frá kl. 12:00 til 16:00, á laugardaginn, 19. janúar og eru allir hjartanlega velkomnir.

Verð frá

6.990.000 kr.

ssangyong.benni.is. Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330

Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2020

Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Skemmtilegt fjölskyldu­ sport

Íslenski hesturinn er hestakyn sem er skylt norska lynghestinum og er af mongólskum uppruna. Talið er að víkingar hafi flutt með sér þessa hesta þegar þeir settust að á Íslandi fyrir meira en 1.000 árum síðan. Hesturinn er óvenju sterkbyggður, heilsuhraustur, þrautseigur og veðurþolinn. Hann státar af jafnaðargeði og vingjarnlegu eðlisfari og fyrir það hefur hann aflað sér mikillar aðdáunar. Einnig er hann sterkari á taugum heldur en mörg stærri hestakyn. Íslenski hesturinn er þekktur fyrir sínar fimm ólíku gangtegundir; fet, brokk, stökk, tölt og skeið. Á bæjarmörkum Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar er Mánagrund, heilt hestaþorp þar sem félagsmenn Mána hafa byggt upp mjög flott útivistar­ svæði undanfarin rúm fjörutíu ár. Í dag eru félagsmenn Mána eitthvað rúmlega 350 talsins og hafa verið samtaka í að byggja upp svæðið saman. Félagsmenn eiga reiðhöll sem þeir vígðu árið 2009 með fund­ araðstöðu en þeir seldu hluta sinn í félagsheimilinu á Mánagrund til Bridgefélags Suðurnesja. Þeir leigja af þeim salinn til að halda árshátíðir og þess háttar. Það er hópreið nokkrum sinnum á ári hjá félagsmönnum þegar þeir fara saman m.a. í þorrareið í janúar og kvennareið í maímánuði. Hestamennska liggur nánast niðri á haustin þegar hestarnir eru í fríi frá eigendum sínum og fara í hagann fram að jólum. Við rákumst á Snorra Ólason einn fagran vetrardag í hestaþorpinu á Mánagrund þegar hann var að beisla hest en Snorri hefur verið viðloðandi hesta frá barnæsku. „Ég hef verið í hestamennsku síðan ég var krakki. Ég byrjaði með föður­ bróður mínum Gunnari Árnasyni og afa Sigurði Sturlusyni, sem var verslunarstjóri í Járn og skip á sínum tíma. Ég var líka með hesta öll sumur í sveit hjá ömmu og afa þegar ég var lítill í Skógum í Öxarfirði. Bærinn eyðilagðist í jarðskjálfta árið 1976 en þá seig landið svo mikið að þau fluttu burt. Hér í Keflavík voru hesthúsin fyrst uppi í Turner sem var svæði fyrir ofan Reykjanesbraut. Svo byggðu þeir upp Mánagrund en voru í raun löngu byrjaðir að rækta landið þar og fengu landgræðsluverðlaun árið 1996. Það er búið að vera að byggja upp þetta útivistarsvæði í fjörutíu ár eða lengur. Hestamannafélagið Máni

var formlega stofnað árið 1965. Áður voru hestakarlar úti um allan bæ með hesthús eða kofa en hestar voru þá einnig stundum á þvælingi á götum Keflavíkur,“ segir Snorri og blaða­ maður minnist þess að hafa rekist á hestastóð eldsnemma einn morgun sem krakki á leið til ömmu sinnar.

Öll fjölskyldan í hestum

Hrönn Ásmundsdóttir er eiginkona Snorra, þau eiga þrjú börn. Ásmundur Ernir er 26 ára, Jóhanna Margrét er 23 ára og Signý Sól er 14 ára. Öll fjöl­ skyldan hefur verið í hestamennsku frá því að börnin voru lítil. Inni í hest­ húsi fjölskyldunnar á Mánagrund er fjöldi verðlaunabikara og verðlauna­ peninga sem prýða kaffistofuna. „Það er fullt af þessu já og meira til heima. Fjölskyldan á þetta saman. Tvö elstu börnin okkar eru tamn­ ingamenn í dag. Þau eiga kærasta og kærustu sem eru einnig í hesta­ mennsku og þau búa á sitthvorum sveitabænum á Suðurlandi þar sem

VIÐTAL

Í hestamennsku frá barnæsku

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

þau vinna við þetta. Við erum öll í hestamennsku. Þetta er lífs­ stíll sem gefur okkur mikið. Það er einnig góður félagsskapur hérna á Mánagrund. Mikil stemning alltaf og sérstaklega þegar útreiðar hefjast í kringum jól. Aðaltímabilið er frá desember fram í júlí, ágúst en þó eru margir að stunda útreiðar á sumrin og taka þátt í keppni þá og eða stunda ferðalög á hestum sem er afar vinsælt hér á landi þótt einhverjir hestar fari á beit strax í júní. Á veturna erum við með námskeiðahald og frábært æskulýðsstarf á Mánagrund. Reið­ leiðirnar hérna eru óteljandi með fallegu útsýni til allra átta. Þetta eru gamlar rollugötur eða fornir slóðar um alla heiði og einnig reiðstígar sem félagar í Mána hafa sjálfir búið til,“ segir Snorri.

Við vorum í fararbroddi að mótmæla strax þegar reisa átti álverið í Helguvík og svo aftur þegar starfsemi kísilversins átti að fara af stað. Við lítum á þetta svæði sem frábært útivistarsvæði ...

Signý Sól, Hrönn, Jóhanna Margrét, tengdadóttirin Stella Sólveig, Ásmundur Ernir og Snorri.

Vantar þig heyrnartæki?

Er þetta dýrt sport? „Kannski í upphafi þegar kaupa þarf nauðsynlegan útbúnað. Svo þarf auð­ vitað að kaupa hross og hús eða leigja pláss sem er alveg í boði hérna en þegar þetta allt er komið þá er þetta ekkert dýrt eða eins og einn sígar­ rettupakki á dag. Það er ekki meira en það. Beitilandið á sumrin hér á Mánagrund fyrir hestinn kostar að­ eins um 4.000 krónur á mánuði,“ segir Snorri og bætir við að þetta sé sport sem getur leitt til betra lífs hjá svo mörgum eins og t.d. ungu fólki sem finnur engan tilgang í lífi sínu. „Gefðu syni þínum hest og þú gerir hann að manni,“ sagði Churchill eða eitthvað í þá áttina. Þetta er alveg rétt því hestar geta haft góð áhrif á okkur mannfólkið.“

Hvað færð þú út úr þessu? „Útivist og hreyfing, fyrst og fremst. Samvera með skepnum og fólki. Af­ slöppun og ró frá stressinu í mann­ heimum. Það er hresst lið í hesta­ mennsku, jarðbundið fólk. Mér finnst þetta afstressandi, gott að koma hingað og kúpla sig út, njóta líðandi stundar. Hérna er fólk með sama áhugamál. Það má segja að þetta sé jafnréttisíþrótt því hér er ekkert kyn­ slóðabil þegar komið er á fullorðinsár en þá er fólk að keppa sín í milli þvert á aldur og kyn. Þetta er annað heimili okkar og á vorin er geggjaður tími, alveg einstakt þá. Það er alltaf gaman þegar tímabilið hefst í kringum jólin,“ segir Snorri sem segir jafnframt frá því að passa þurfi upp á hestana um áramót til þess að þeir fælist ekki. Þetta kvöld hafa menn kveikt ljós inni hjá hestunum svo þeir sjái ekki eins vel blossana frá flugeldum sem skotið er á loft utandyra alls staðar. Útvarp er einnig haft á svo hestarnir heyri minna í hávaðanum frá flugeldunum og frekar í tónlist.

Mánafélagar mótmæla kísilveri

Það vakti mikla athygli þegar fé­ lagsmenn Mána mættu á hestbaki í mótmælagöngur bæjarbúa vegna

Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja. Mikið úrval af hágæða heyrnartækjum.

Reykjanesbær - 30. janúar Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880

Jóhanna Margrét á Stimpli frá Vatni á HM í Danmörku.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. janúar 2019 // 3. tbl. // 40. árg.

á timarit.is

9

FS-INGUR VIKUNNAR

ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG

Ásmundur Ernir á Spöl frá Njarðvík keppir þarna á HM í Hollandi.

Samvera með skepnum og fólki. Af­slöppun og ró frá stressinu í mannheimum. Það er hresst lið í hestamennsku, jarðbundið fólk. Mér finnst þetta afstressandi ...

Á ÞAÐ TIL AÐ VERA OF ÞRJÓSKUR Hermann Nökkvi Gunnarsson langar að flytja til Bandaríkjanna og fá sér starf í viðskiptalífinu þar. Hann er sextán ára og viljastyrkur er helsti kostur hans að eigin sögn. Hermann Nökkvi er fyrsti FS ingur vikunnar á nýju ári. Á hvaða braut ertu? Flugvirkjalínu eins og er. Hvaðan ertu og hvað ertu gamall? Ég kem úr Reykjanesbæ og er sextán ára. Hver er helsti kosur FS? Skemmtilegir nemendur og starfsfólk. Hver eru áhugamálin þín? Pólitík, sérstaklega pólitísk hagfræði, amerískur fótbolti og heimspeki. Hvað hræðistu mest? Pólitíska innrætingu menntakerfisins. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Kristín Fjóla og Júlíus Viggó. Þau eru bæði bráðgáfuð og vel að máli farin. Ég býst við að sjá þau í sviðsljósinu í framtíðinni. Hver er fyndnastur í skólanum? Richard enskukennari. Hvað sástu síðast í bíó? Aquaman, góð mynd. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Góðan mat. Hver er helsti gallinn þinn? Ég á það stundum til að vera of þrjóskur, þó ég telji að ég hafi í gegnum tíðina grætt meira á því en tapað. Hver er helsti kostur þinn? Viljastyrkur. Ég er tilbúinn að leggja mig allan fram við að ná mínu fram. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Facebook, Instagram og Snapchat. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Fjarvistarkerfinu. Það er fáránlegt og ætti að breyta því! Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Mjög gott. Það virðist vera sem flestir geti fundið sér vini sem er sterkt merki um að gott félagslíf sé til staðar. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Flytja til Bandaríkjanna og fá mér starf í viðskiptalífinu. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjunum? Hellingur af frábæru fólki hér sem gerir það skemmtilegt að búa hér. Svo er auðvitað það besta í þessum bæ, sem hægt er að gera en það er að kíkja á Gunna í Kost.

Uppáhalds:

Þetta kvöld hafa menn kveikt ljós inni hjá hestunum svo þeir sjái ekki eins vel blossana frá flugeldum sem skotið er á loft utandyra alls staðar. Útvarp er einnig haft á svo hestarnir heyri minna í hávaðanum ...

Signý Sól á hestinum Rektor frá Melabergi. veit engin hvað þessi útblástur mun gera okkur þó það verði lyktarlaus mengun. Menn hafa miklar áhyggjur af þessari starfsemi. Kísilver spúa út allskonar eiturefnum. Þegar til lengri tíma er litið, hvaða afleiðingar munu verða af starfsemi kísilversins fyrir okkur öll? Það var ótrúleg skammsýni af bæjaryfirvöldum á sínum tíma að búa til svona iðnaðarhverfi í Helgu­ vík,“ segir Snorri ákveðið.

Skemmtilegur tími að hefjast hjá hestafólki kísilversins í Helguvík. Þeir voru mjög harðir og létu vel í sér heyra vegna starfsemi kísilversins. „Við vorum í fararbroddi að mót­ mæla strax þegar reisa átti álverið í Helguvík og svo aftur þegar starf­ semi kísilversins átti að fara af stað. Við lítum á þetta svæði sem frábært útivistarsvæði og vorum alveg hissa á golfurum að láta ekki í heyra meira í sér. Við viljum hafa hreint loft. Það

Snorri Ólason og Rosti frá Melabergi.

„Það er líflegt starf framundan á Mánagrund. Fræðslustarf og nám­ skeiðahald með viðurkenndum leið­ beinendum verður í vetur að vanda en nú er nám í hestamennsku komið á háskólastig á Íslandi. Það er mikið um að vera hérna á veturna en á sumrin erum við með hestanámskeið fyrir börn. Það er mjög vinsælt. Þetta er fjölskyldusport og því fólk á öllum aldri saman hérna,“ segir Snorri og hlakkar greinilega til.

-kennari? Steini. -skólafag? Málmsmíði. -sjónvarpsþættir? House of Cards. -kvikmynd? The Green Mile. -hljómsveit? Metallica. -leikari? Johnny Depp.

Kæru viðskiptavinir Skóbúðarinnar. Við erum að flytja tímabundið vegna framkvæmda á Hafnargötu 6A. Opnum á nýjum stað 21. janúar


10

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. janúar 2019 // 3. tbl. // 40. árg.

Fjarskiptafyrirtækið Kapalvæðing er með tengingar við um 80% heimila í Reykjanesbæ:

VITA HVAR BÆJARBÚAR GEYMA SJÓNVARPSFJARSTÝRINGUNA – Bjóða meiri myndgæði og nethraða en samkeppnisaðilar

Kapalvæðing er fjarskiptafyrirtæki í Reykjanesbæ sem hefur verið starfandi í aldarfjórðung og á sér þó aðeins eldri sögu því fyrirtækið byggir á grunni kapalkerfis sem Viðar heitinn Oddgeirsson hóf að leggja í Keflavík og Njarðvík fyrir áratugum til að auka við fjölbreytni í sjónvarpsþjónustu á svæðinu þegar aðeins var í boði ein sjónvarpsrás eftir að útsendingum kanasjónvarpsins var hætt í gegnum loftnet en bæjarbúar náðu þeim útsendingum um tíma.

Grínast er með það að Erlingur Bjarnason viti hvar á heimilinu helmingur bæjarbúa geymi sjónvarpsfjarstýringuna.

Í fararbroddi í ljósleiðaravæðingu Reykjanesbæjar

Kaninn bauð upp á afþreyingu í sjónvarpi

Menn áttuðu sig fljótt á því að það var mikil afþreying í útsendingum Kanasjónvarpsins og því var kapalkerfið kærkomið. Um það var dreift rás Ríkissjónvarpsins og svo gervihnattasjónvarpsstöðvum, enda heimamenn orðnir háðir því að horfa á mikið af amerísku sjónvarpsefni. Menn lögðu meðal annars mikið á sig til að reyna að ná sjónvarpsmerkinu sem var beint frá herstöðinni á Keflavíkurflugvelli og að ratstjárstöðinni í Rockville. Það var svo árið 1994 sem Viðar seldi kapalfyriræki sitt, Koax, til nýrra eigenda og Kapalvæðing var stofnuð. Áfram var haldið að leggja

koparstrengi um Keflavík og Njarðvík en tíu árum síðar, árið 2004, hófst ljósleiðaravæðing Kapalvæðingar sem stendur enn og nú ná kaplar fyrirtækisins til 80% heimila í Reykjanesbæ og dreifikerfið er enn að stækka. Tugir kílómetra af ljósleiðarastrengjum hafa verið lagðir í Reykjanesbæ af Kapalvæðingu. „Kapalvæðing hefur að markmiði að veita gæðaþjónustu á hagkvæmu verði. Við erum stolt af því að geta boðið betra verð, meiri myndgæði og nethraða en samkeppnisaðilar okkar,“ segir Erlingur Bjarnason hjá Kapalvæðingu.

„Ljósleiðaravæðing bæjarfélagsins gengur vel og er Kapalvæðing þar í fararbroddi,“ segir Erlingur. „Við sjáum þúsundum viðskiptavina fyrir háskerpusjónvarpstengingum og háhraðainterneti. Einnig sjáum við ýmsum fyrirtækjum fyrir ljósleiðaratengingum, m.a. eru nokkrir skólar og stofnanir Reykjanesbæjar samtengdar á ljósleiðaraneti okkar“. Internet- og sjónvarpskerfi Kapalvæðingar byggir á ljósleiðaranetinu sem hefur verið lagt um Reykjanesbæ. Fyrstu árin var aðaláhersla Kapalvæðingar á sjónvarpsþjónustu með því að dreifa bæði innlendu og erlendu sjónvarpsefni um dreifikerfi sitt. Þannig er yfir 100 sjónvarpsstöðvum dreift um kerfi Kapalvæðingar. Með aukinni netnotkun ákvað Kapalvæðing að nýta öflugt dreifikerfi sitt í Reykjanesbæ og bjóða heimilum sem eru tengd kerfinu upp á háhraðainternettengingar og nú eru í boði tengingar sem sem gefa 101–505 Mb/s hraða. Á hluta Ásbrúar eru svo í boði enn öflugri tengingar eða 1000 Mb/s. Nú starfa þrír starfsmenn við daglegan rekstur fyrirtækisins, Gunnar E. Geirsson er framkvæmdastjóri, Erlingur Bjarnason annast skrifstofu og sölu og Elías Jóhannsson er í tækniaðstoð. Auk þess starfa fjölmargir undirverktakar hjá fyrirtækinu í lagnavinnu og tengingum en öll ný hverfi og byggingar eru tengdar ört stækkandi dreifikerfi Kapalvæðingar. Lagnir eru lagðar í alla opna skurði og þá eru gröfukarlar að störfum út um allan bæ að koma fyrir lögnum.

Veit hvar bæjarbúar geyma fjarstýringuna

Það er stokkið til strax ef beðið er um aðstoð, enda þekkjum við marga. Það er svo gefandi að veita góða þjónustu í sínum heimabæ ... línulegu dagskrá sem þar sé í boði. Sjónvörp í dag séu öll með innbyggðum móttökurum og því sé bara ein fjarstýring. Hann segir að unga fólkið sé hins vegar frekar að sækjast bara eftir internetinu og örfáum stöðvum til að horfa á. Yngra fólkið sæki orðið allt sitt sjónvarpsefni í gegnum netið og efnisveitur sem þar eru. Það sé þó áhugavert að sjá að þegar unga fólkið stofnar fjölskyldu og er komið með börn þá verður breyting. Þá komi þörf fyrir að fá sjónvarpsefni og sérstaklega barnaefni í sjónvarpi. „Unglingarnir vilja svo bara internet og háhraða og við höfum það,“ segir Erlingur.

Þjónustan er einnig persónuleg og grínast er með það að Erlingur viti hvar helmingur bæjarbúa geymi fjarstýringuna að sjónvarpinu, því hann hafi komið inn á mörg heimili í bænum til að stilla sjónvarpsstöðvar inn á sjónvarpstækin. „Það er stokkið til strax ef beðið er um aðstoð, enda þekkjum við marga,“ sagði Erlingur og bætti við: „Það er svo gefandi að veita góða þjónustu í heimabæ sínum.“ Erlingur segir að þróunin hafi fylgt Kapalvæðingu. Áður fyrr var fólk með myndlykla eða móttökubox en nú er sá búnaður innbyggður í öll nýjustu flatsjónvörpin. Kapalkerfi eins og er í Reykjanesbæ eru nefnilega vel þekkt fyrirbæri, bæði í Evrópu og Ameríku, og því eru sjónvarpstækin í dag aðlöguð að kapaltækninni. Á kapalkerfi Kapalvæðingar er dreift öllum innlendum sjónvarpsrásum og einnig fjölda erlendra rása. Mjög vinsæl rás á kerfinu er hins vegar „bæjarrásin“ sem formlega heitir Augnablik en gengur svo sem undir ýmsum nöfnum. Hún er jafnvel kölluð Víkurfrétta-rásin, þó hún sé alveg ótengd Víkurfréttum. Þar hefur mátt sjá allt sjónvarpsefni sem Víkurfréttir hafa framleitt í gegnum tíðina og þar eru t.a.m. sýndir vikulega þættirnir

Unglingarnir vilja svo bara internet og háhraða

Erlingur segir að eldra fólkið í bænum sé mjög hrifið af kapalkerfinu og þeirri

PÁSKA- OG SUMARÚTHLUTUN Starfsmannafélag Suðurnesja auglýsir orlofshús félagsins laus til umsóknar.

Kapalvæðing býður upp á háhraðainternettengingar og nú eru í boði tengingar sem sem gefa 101–505 Mb/s hraða. Á hluta Ásbrúar eru svo í boði enn öflugri tengingar eða 1000 Mb/s.

Umsóknarfrestur vegna Páska er til 11. febrúar 2019 úthlutað 18. febrúar 2019. Umsóknarfrestur vegna Sumars er til 22. mars 2019 úthlutað 25. mars 2019.

Um er að ræða eftirtalin orlofshús: Munaðarnes Þrjú hús með heitum potti Verð kr: 30.000–35.000

Reykjaskógur Eitt hús með heitum potti Verð kr: 35.000

Akureyri Tvær íbúðir Verð kr: 30.000

Páskaúthlutun er frá 18. til 25. apríl 2019. Sumarúthlutun er frá 31. maí til 16. ágúst 2019 (vikuleiga). Búið er að opna fyrir umsóknir. Hægt er að sækja um orlofshús á vef félagsins stfs.is eða vera í sambandi við starfsfólk á skrifstofu félagsins að Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ. Sími 421 2390.

Auglýsingin er einnig á vefsíðu okkar www.stfs.is

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Orlofsnefnd STFS

„Sjónvarpið verður alltaf til en það mun breytast. Það er allt að færast á netið en sjónvarp verður alltaf til. Fólk vill fá afþreyingu en hún verður í öðru formi,“ segir Erlingur og bætir því við að Kapalvæðing fylgist vel með örum breytingum og muni fylgja þeim eftir. Þeir félagar hjá Kapalvæðingu segja fyrirtækið hafa ákveðið forskot fram yfir önnur fjarskiptafyrirtæki sem dreifa sjónvarpi og neti í Reykjanesbæ. Kapalvæðing eigi sitt dreifikerfi og geti því boðið hraða og góða þjónustu inn á um 80% heimila í bænum. Fólk geti í flestum tilvikum verið komið með tengingu samdægurs. Kapalvæðing er lítið fyrirtækið í samanburði við fyrirtækið eins og Símann eða Vodafone en Erlingur segir að með því að bjóða gott verð fyrir sjónvarps- og netþjónustu þá sæki fólk á öllum aldri í þjónustu Kapalvæðingar.

Suðurnesjamagasín sem Víkurfréttir framleiða fyrir Hringbraut og vf.is. Þá eru einnig mjög heimilislegir þættir á rásinni sem sýna ljósmyndir úr myndasöfnum bæjarbúa. Þannig hefur Erlingur varið ófáum stundum í að skanna upp úr myndasöfnum bæjarbúa og setja upp myndasýningar á bæjarrásinni.

Starfsemin öll á einum stað við Hafnargötu

Kapalvæðing hefur nýlega flutt starfsemi sína í húsnæði að Hafnargötu 21 í Keflavík við aðalverslunargötu bæjarins. Þar hefur öll starfsemi fyrirtækisins verið sameinuð á einn stað; sala, þjónustu og lager. „Framtíðin er björt hérna,“ segir Erlingur að lokum. Viðtal og myndir: Páll Ketilsson og Hilmar Bragi Bárðarson


ALVÖRU ÚTSALA Í MÚRBÚÐINNI Lutool rafhlöðuborvél 24V Li-Ion Verð nú

25-40%

Geymslubox og kassar. Margar stærðir.

8.704 10.880

TUR AFSLÁT

Áður

Verð nú frá

kr.

218 kr.

af allri málningu 20% Verðdæmi: Deka Projekt 10L, Gljástig 10. St.A

4.793

Verðdæmi: Plastkassi 52L m/hjólum og loki

kr. Verð nú Verð áður 6.390 kr.

Verð nú

DRIVE Bílskúrsryksuga fyrir vatn & ryk 20 lítra tankur 1200 Wött

AFSLÁTT UR

af öllum Supacell LED perum Verð frá kr.

7.996 9.995 20% Áður

MIKIÐ ÚRVAL

kr. Verð áður 1.790 kr.

40%

AFSLÁTT UR

5.592 20%

Rafmagnshitablásari 2Kw Verð nú

1.592

AFSLÁTT UR

Tu-RWL0430W

Áður 1.990 kr.

kr.

LED vinnuljós 30W m/ hleðslubatteríi Verð nú

kr.

5.994

Áður 9.990 kr.

AFSLÁTT UR

50%

Vatnsheld úlpa. Verð nú:

236

9.592 kr

AFSLÁTT UR

Áður 11.990 kr.

50%

Síðerma varmabolur. Verð nú:

AFSLÁTT UR

Drive slípirokkur 115mm 910W Verð nú

3.992 kr.

Áður 4.990 kr.

Spandy 1200W Cyclone pokalaus heimilsryksuga

4.395

Áður 8.790 kr.

Delta vinnuföt - mikið úrval af flottum vönduðum fötum

20%

AFSLÁTT UR

2.995 5.990

Áður

AFSLÁTT UR

1.343

Rafmangshitablásarar 2kW. til 15kW Verð nú frá kr.

BLÖNDUM ALLA HEIMSINS LITI 20%

25%

AFSLÁTT UR

20%

Delta Mach2 vinnubuxur. Verð nú:

kr.

AFSLÁTTUR

Egematur Aria

3.992 kr.

Lutool Combo Kit allt settið aðeins

11.243

3.996

Áður 4.990 kr.

Verð áður 4.995

Áður kr. 14.990

40%

25%

Skrúfvél 12V

AFSLÁTT UR

30%

AFSLÁTT UR

Gua-543-1 vegghengdur vaskur, 1mm stál, einnig fáanlegur í borð

7.794 12.990 Áður kr.

AFSLÁTT UR

35%

AFSLÁTT UR

Stingsög - Sverðsög 12V i tatæk Fjölno 300W

Olíufylltur rafmagnsofn 2000W Verð nú

5.943

Áður 8.490 kr.

Oulin Florens eldhústæki Verð nú

7.729 11.890

Áður

kr.

20%

AFSLÁTTUR

BOZZ- LH2202 Hitastýrt sturtutæki með niður eða uppstút (rósettur fylgja)

7.112 8.890 Áður kr.

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Afslættir gilda til 31/1/2019 aðeins á auglýstar vörur og á meðan birgðir endast.


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. janúar 2019 // 3. tbl. // 40. árg.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Veiðin góð þegar viðrar til veiða Þótt núna sé liðinn svo til hálfur janúar þá hefur ennþá ekki mikið ræst úr sjósókn hérna á svæðinu, því veður hefur verið frekar leiðinlegt,

Gaman að vinna í fiski Strangar reglur í fiskvinnslu

Mjög strangar reglur gilda í dag í allri fiskvinnslu enda er verið að vinna með matvæli. Það er af sem áður var þegar margir Íslendingar unnu í fiski og fóru þá á stígvélunum sínum, jafnvel moldugum, inn og út úr frystihúsinu. Alls konar fólk var að fara inn í vinnslusalinn en þetta er allt stranglega bannað í dag. Blaðamaður fékk að finna fyrir þessu þegar taka átti ljósmynd af hjónunum í lok viðtalsins inni í vinnslusal. Blaðasnápur var snarlega rekin úr útiskóm áður en farið var inn á vinnslusvæðið. Beðin um að fara í vinnuslopp, í hrein stígvél og fékk hárnet á höfuðið.

AFLA

Gísli Reynisson

FRÉTTIR

Þegar bátarnir hafa komist á sjó hefur veiðin hjá þeim verið samt nokkuð góð, hjá netabátunum er Erling KE kominn með 48 tn í 7 róðrum. Erling KE er búinn að vera að flakka með netin, hefur verið inná Faxaflóanum, nokkrar mílur út frá Sandgerði og á svæðinu frá Stafnesi að Hafnarbergi. Grímsnes GK er ennþá að eltast við ufsann og hefur landað 23 tn í 3 og af því er ufsi 20 tonn. Maron GK 14 tonn í 9 róðrum. Halldór Afi GK 6,1 tn í 6. Bergvík GK, gamla Daðey GK, hefur mokfiskað, var með 25 tonn í aðeins 3 róðrum og mest 11,8 tonn í einni löndun en báturinn hefur landað í Sandgerði og verið að veiðum þar fyrir utan. Hjá línubátunum hefur fiskast ágætlega þegar gefur á sjóinn. Guðrún Petrína GK 5,4 tn í 1. Addi Afi GK 2,9 tn í 1. Sævík GK 35 tn í 6. Von GK 25 tn í 7. Dúddi Gísla GK 15,4 tn í 4. Alli GK 3,6 tn í 1. Af stærri bátum er Sturla GK með 141 tn í 2. Sighvatur GK 105 tn í 1. Fjölnir GK 98 tn í 1. Hrafn GK 92 tn í 2. Kristín GK 88 tn í 1. Páll Jónsson GK 84 tn í 2. Jóhanna Gísladóttir GK 64 tn í 1. Hafdís SU 56 tn í 8 en báturinn landar í Sandgerði. Gísli Súrsson

Starfið mitt:

gisli@aflafrettir.is

GK 54 tn í 8, Auður Vésteins SU 60 tn í 9 og Vésteinn GK 44 tn í 8, allir á Stöðvarfirði. Óli á Stað GK 45 tn í 10, Hulda GK 42,3 tn í 9 og Guðbjörg GK 30 tn í 4. Reyndar er Guðbjörg GK kominn í slipp núna. Og það má geta þess að Guðbjörg GK var næstaflahæstur allra línubáta árið 201,8 miðað við línubátar sem eru yfir 15 bt að stærð, en að sjálfsögðu minni en stóru línubátarnir eins og Þorbjarnar- og Vísisbátarnir. Var Guðbjörg GK með 1750 tonn árið 2018. Var þó langt á eftir aflahæsta bátnum sem var Sandfell SU sem er gerður út af Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði, en skipstjórarnir á Sandfelli SU eru báðir frá Grindavík, Rafn Franklín Arnarson og faðir hans Örn Rafnsson. Hjá dragnótabátunum er Sigurfari GK með 16 tn í 5 og Siggi Bjarna GK 14,6 tn í 5 og það má geta þess að Siggi Bjarna GK var árið 2018 þriðji aflahæsti dragnótabáturinn það ár með um 1480 tonna heildarafla.

Suðurnesin muna fífil sinn fegurri á sviði sjávarútvegs en undanfarin ár hefur fiskvinnsla og bátaútgerð dregist mikið saman á svæðinu. Nýfiskur er eitt af stærri fiskvinnslufyrirtækjum á svæðinu en það er staðsett í Sandgerði. Mjög fáir Íslendingar starfa við fiskvinnslu í dag miðað við fyrri ár en atvinnugreinin er samt sem áður mikilvæg fyrir þjóðina og fiskur hefur verið ein helsta útflutningsvara landsins. Áður störfuðu Íslendingar við fiskvinnslu en í dag eru það nær eingöngu útlendingar sem starfa við þessa mikilvægu atvinnugrein okkar og færa landinu björg í bú. Duangdee og Pim Sinpru eru hjón sem starfa bæði hjá Nýfiski og hafa verið búsett á Íslandi mörg undanfarin ár. Við tókum þau tali á vinnustaðnum þeirra.

Fluttu úr sólinni hingað Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi

NJÁLL TRAUSTI ÞÓRÐARSON andaðist á Hrafnistu Nesvöllum mánudaginn 7. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 22. janúar kl. 13. Kolfinna Árnadóttir Ástfríður Svala Njálsdóttir Árný Dalrós Njálsdóttir Gísli Sigurðsson Jóhanna Njálsdóttir Kári Þorgrímsson Þórdís Anna Njálsdóttir Erlendur Salómonsson Kolfinna Njálsdóttir Óskar Birgisson og fjölskyldur.

Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma,

Duangdee kom fyrst sautján ára gamall til Íslands frá Tælandi árið 1995 til að passa barn fyrir systur sína sem bjó í Reykjavík. Þá var hann í tvö ár og fór svo aftur heim í fimm mánuði en kom svo aftur og hefur unnið við fiskvinnslu síðan. Konan hans Pim flutti hingað árið 2004 en þau þekktust áður. Þau búa í eigin íbúð í Keflavík og eiga tvo syni sem eru ellefu og tólf ára gamlir. „Ég er fjörutíu ára og ég kem frá borg sem heitir Petchabone í Tælandi en þar búa 300.000 íbúar. Ég hef unnið hjá Nýfiski undanfarin tvö ár og finnst gott að vinna hér. Það er líka stutt til Keflavíkur þar sem við búum en ég vann áður við fiskvinnslu í Grindavík,“ segir Duangdee. „Ég er fjörutíu og fjögurra ára. Ég átti heima á bóndabæ í Tælandi rétt hjá borginni Nakhon Sawan. Þar eru foreldrar mínir með kindur, kýr og hænur. Þau eru einnig að rækta

banana og bambus, allskonar grænmeti og ávexti. Ég kom til Íslands árið 2004 og byrjaði strax í Nýfiski og hef alltaf unnið hér. Ég tók frí þegar við vorum að eignast börn, þá var ég heima að passa strákana okkar sem eru báðir fæddir á Íslandi. Þeir eru í Myllubakkaskóla. Annar er að læra á gítar og hinn er að æfa taekwondo,“ segir Pim og brosir.

Hjónin tala bæði íslensku

Þeim finnst báðum mikilvægt að tala íslensku og hafa lagt sig fram um að læra málið. „Ég fór á íslenskunámskeið síðast árið 2016, mér finnst mikilvægt að tala íslensku við Íslendinga,“ segir Duangdee. „Ég er oft að læra íslensku á námskeiði hjá MSS. Mörg íslensk orð eru erfið en ég vil læra meira. Ein kona og margar konur til dæmis, eintala og fleirtala, málfræðin er erfið en gaman að læra málið. Strákarnir okkar tala góða íslensku. Þeir tala bæði tungumálin, tælensku og íslensku.

Mikið hreinlæti

Starfsfólk í fiskvinnslu þarf að sótthreinsa hendur sínar áður en það fer inn í vinnslusal að vinna með fisk. Hárnet fer sem sagt á höfuð og hrein stígvél eru geymd inni við hlið vinnslusalarins, allir fara í hreinan slopp og svuntu. Einnota hanskar eru einnig skilyrði. Ef starfsfólk þarf að fara á klósettið þá þarf það að fara aftur úr þessu öllu og skilja það eftir innan öryggissvæðisins. Hreinlæti er mjög mikilvægt. Starfsfólkið fer á námskeið þar sem það lærir allt um starfið, svo tekur almenn þjálfun við. Það þarf að nýta vel hráefnið og snyrta vel fiskinn. Æfingin skapar meistarann.

Hvað finnst þeim um starfið?

„Mér finnst gaman að vinna í fiski. Nú vinn ég líka í gæðaskoðun og er einnig stundum að snyrta, pakka og vigta fisk í pakkningar, aðallega ferskan þorsk, ýsu og karfa. Ég þarf að skoða vel fiskinn sem fer frá Nýfiski, má ekki vera bein eða neitt. Þegar ég vinn í gæðaskoðun þá fæ ég aukabónus, það er gott,“ segir Pim. „Ég er að keyra lyftara og mér finnst starfið mitt mjög gott. Ég byrja hálftíma áður en fólk mætir á morgnana, stundum byrja ég klukkan hálf sex og

SVANFRÍÐUR SVERRISDÓTTIR Suðurgötu 25, Reykjanesbæ,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn 13. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 25. janúar kl.13. Jón Ásgeir Eyjólfsson Sverrir Þór Jónsson Snorri Már Jónsson Una Björg Ingimundardóttir Andri Páll Jónsson Elmar Örn Jónsson Daníel Freyr Jónsson Lilja Bjarklind Kristinsdóttir Aron Ingi Jónsson Birna Dögg Kristjánsdóttir systkini og barnabörn.

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

stundum hálf sjö en við erum oftast búinn klukkan þrjú á daginn. Ég er ánægður með launin mín sem eru mun hærri en í Tælandi en þar er mikil fátækt og léleg laun. Við eigum okkar eigin íbúð í Keflavík og bíl,“ segir Duangdee. „Það er mjög dýrt að lifa á Íslandi, að kaupa í matinn og svona. Launin mættu vera hærri miðað við hvað allt er dýrt,“ segir Pim.

Ísland er fallegt land

Það hljóta að vera viðbrigði að flytja til Íslands úr sól og hita Tælands. Hvað segja þau við því? „Mér finnst veðrið á veturna ekki gott en allt í lagi á sumrin. Mér finnst landið hérna mjög fallegt,“ segir hún en hann hefur aðra skoðun á veðrinu sem kemur Íslendingi á óvart: „Mér finnst mjög gott að vera hér í svala loftinu, það er gott að hafa kalt stundum. Betra að anda hér en í Tælandi en þar er allt of heitt og mikill raki. Það er mun betra hér,“ segir hann. marta@vf.is


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. janúar 2019 // 3. tbl. // 40. árg.

13

Hátíðleg menningarbyrjun á nýju ári

Rúnar Þór og Alexandra sungu saman nokkur lög af fjölbreyttri söngdagskrá.

Það var margmenni sem sótti hátíðartónleika á nýarskvöld í Ytri-Njarðvíkurkirkju en að þeim stóðu þau Rúnar Þór Guðmundsson, tenór, og Alexandra Chernyshova, sópran. Þau fengu í lið með sér Helga Hannesson, píanóleikara, kur lög á tónleikunum. Skólakór Stóru-Vogasklóla söng nok og Hiroshi Itou, sérstakan gest frá Japan og mikinn fiðlusnilling. Til að krydda tónleikana enn frekar söng Skólakór Stóru-Vogaskóla. Á dagskránni voru mörg þekkt lög, íslensk og erlend, sem söngfólk flutti, eitt og sér eða saman. Rúnar er nýfluttur heim eftir dvöl í Noregi en hann hefur sinnt sönglistinni samhliða öðru námi og starfi. Alexandra hefur látið að sér kveða á Suðurnesjum á undanförnum árum með eftirtektarverðum hætti. Þau fluttu lög eins og „Nóttin var sú ágæt ein“ eftir Sigvalda Kaldalóns og „Little talks“ með Of Monters and Men, nokkur óperulög, söngleikjalög og þekkt dægurlög. Gestir sem fjölmenntu í kirkjuna fóru ánægðir heim eftir vel heppnaða tónleika sem voru rós í hnappagat aðstandenda og Söng- og tónlistarfólkinu var vel fagnað í lokin. skemmtilegt upphaf í menningarflóru svæðisins á fyrsta degi ársins. pket@vf.is

Söngvaskáld haldin í síðasta sinn Gunni Þórðar, Ellý og Jóhann G.

Tónleikaröðin Söngvaskáld á Suðurnesjum verður haldin í síðasta sinn árið 2019 með þrennum tónleikum í Hljómahöll en markmiðið er að vekja athygli á ríkum tónlistararfi Suðurnesjamanna á afslöppuðum stofutónleikum þar sem saman fara ljósmyndir, sögur og tónlist. Þau sem standa að baki tónleikaröðinni eru þau Dagný Maggýjar, handritshöfundur og kynnir, Arnór B. Vilbergsson, organisti í Keflavíkurkirkju, og Elmar Þór Hauksson, söngvari. Þau segja tónlistarröðinni hafa verið vel tekið frá upphafi en hún hófst árið 2016 og hefur fjallað um níu söngvaskáld fyrir fullu húsi.

„Þetta hefur verið skemmtilegt verkefni og frábært hvað Suðurnesjamenn hafa tekið því vel en það er óhætt að segja að við séum komin með okkar fastagesti sem kaupa miða á alla tónleikana á hverju ári. En nú er svo komið að við höfum fjallað um helstu söngvaskáldin svona fyrir utan þá sem eru starfandi í dag svo við teljum að

Sönghópur Suðurnesja auglýsir eftir karlaröddum, bæði tenor og bassa.

Sönghópur Suðurnesja er skemmtilegur sönghópur undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar og er að syngja hress, skemmtileg og falleg lög. Hópurinn hittist á fimmtudögum í Akurskóla kl. 20.

nú sé tímabært að hætta, nema annað komi í ljós,“ segja þau og hlæja. Verkefnið hefur vakið athygli og var valið til kynningar á hugmyndadögum Rúv á síðasta ári sem mögulegt dagskrárefni í útvarpi. „Það væri gaman ef af því yrði enda höfum við tekið upp alla tónleikana með það fyrir augum, enda er hér um að ræða mikilvæga sögulega heimild þar sem við höfum tekið viðtöl við söngvaskáldin og fengið að nota myndir úr einkasöfnum þeirra. Þetta efni er því hvergi annars staðar til.“ Söngvaskáldin sem fjallað verður um í ár eru Gunnar Þórðarson 7. febrúar, Ellý Vilhjálms 7. mars og Jóhann G. Jóhannsson 4. apríl. Tónleikarnir verða, að sögn tónleikahaldara, með svipuðu sniði og áður þar sem áhersla er lögð á notalega samverustund. „Við eigum svolítið erfitt með að taka okkur alvarlega og vera í þessu virðulega tónleikaformi, enda finnst okkur miklu betra að við skemmtum okkur líka, það smitar sér til áhorfenda sem oft hafa verið virkir þátttakendur á þessum tónleikum í óvæntum uppákomum.“ Þeir sem kaupa miða á alla þrenna tónleikana fá 15% afslátt á miðaverði sem er 4.900 kr. Miðasala er hafin og fer fram á hljomaholl.is.

Áhugasamir hafi samband við formanninn Steinu Þóreyju Ragnarad í síma 896-4020.

Auglýst eftir styrkumsóknum í Menningarsjóð Reykjanesbæjar 1. Þjónustsamningar við menningarhópa Ákveðnu fjármagni verður varið í þjónustusamninga við menningarhópa í bæjarfélaginu árið 2019 eins og verið hefur. Um ýmis konar þjónustu af hálfu menningarhópanna getur verið að ræða s.s. þátttöku í viðburðum, námskeiðahald o.fl. í þeim dúr gegn ákveðinni greiðslu. 2. Verkefnastyrkir til menningartengdra verkefna Ákveðnu fjármagni verður varið í verkefnastyrki á árinu 2019 sem miða að því að hægt verði að fá fjármagn til einstakra menningarverkefna sem standa munu bæjarbúum til boða á árinu. Eyðublöð eru á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is undir Allar umsóknir: Menning. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi 3. febrúar nk. á netfangið menningarfulltrui@reykjanesbaer.is eða í þjónustuver Ráðhúss Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12.


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. janúar 2019 // 3. tbl. // 40. árg.

Hættar að sperra okkur á lappir á morgnana Kvennahittingur í bókasafninu í Reykjanesbæ. Farið yfir helstu mál samfélagsins. Ánægðar þegar bæjarstjórinn heilsar upp á þær.

Nokkrar konur hittast þrisvar í viku í Bókasafni Reykjanesbæjar og eiga þar góða stund saman þar sem farið er yfir hin ýmsu mál auk þess sem þær borða saman. Þær byrjuðu á þessu fyrir þremur árum og síðan hefur hópurinn stækkað. Blaðakona Víkurfrétta heilsaði upp á stöllurnar einn daginn rétt eftir hádegi en þá voru þær búnar að borða saman hjá Angelu sem rekur Ráðhúskaffi. Konurnar sem voru á staðnum þennan daginn heita Árný, Ásdís, Bína, Ella, Eygló og Svala. Þær voru hressar og alveg til í Víkurfréttaspjall.

Fullt af skemmtilegum konum

„Við byrjuðum svona fjórar, fimm konur að hittast hérna fyrir þremur árum til þess að brjóta upp daginn og prjóna saman. Nú erum við stundum tíu sem hittumst hérna þrisvar í viku en hittingurinn byrjar alltaf á hádegismat hjá henni Angelu okkar og svo förum við hérna í hornið okkar og prjónum saman. Bókasafnið tekur svo vel á móti okkur,“ segir Svala. „Við erum allar komnar á eftirlaun og viljum stytta okkur stundir, hittast og hlæja saman. Það er svo gott fyrir sálina. Við hugsum um hver aðra. Ef ein mætir ekki þá athugum við hvort allt sé í lagi. Þetta finnst konunum gott og gefur þeim öryggistilfinningu,“ segir Eygló og Árný bætir við: „Einhverjar eru ennþá með karla heima en koma þá hingað ef þeir eru leiðinlegir.“ Þetta finnst þeim öllum fyndið og hlæja dátt að þessari athugasemd. „Æ! Ekki skrifa þetta ef einhverjir karlar móðgast,“ segir einhver. „Jú, jú, þetta þola karlarnir alveg, þeir

Skemmtilegur kvennahópur sem bjóða fleiri konur velkomnar! hafa nú húmor fyrir sjálfum sér. Nei, öllu gríni slepptu þá er svo gott að hitta aðrar konur og ræða saman. Við erum félagsverur og höfum þörf fyrir að hittast og vera saman. Við tölum um allt mögulegt, landsins gagn og nauðsynjar. Það gleður okkur mikið þegar bæjarstjórinn kemur til okkar og heilsar sérstaklega upp á okkur hérna. Já, og bæjarfulltrúar einnig, eins og Friðjón Einars. Þeir sýna okkur svo mikla virðingu. Þeir nenna að setjast hérna hjá okkur og hlusta á það sem við höfum fram að færa og ræða við okkur. Við elskum þá,“ segir Svala og hinar taka undir þetta. „Svo erum við mitt í hringiðunni, bókasafnið er eins og félagsmiðstöð. Hingað kemur fólk á öllum aldri og einnig fólk sem er að flytja til landsins,“ segir Eygló. „Já og við brosum til þeirra og bjóðum þau velkomin til landsins með því að sýna þeim hlýlega framkomu. Annars er ég líka að passa barnabörnin mín þrjú minnstu, einu sinni í viku og það er líka það skemmtilegasta sem ég geri.

Við borðum saman um kvöldið, það er svo notalegt að eiga stund með þeim,“ segir Svala. Eru allar konur velkomnar? „Já, já, já. Við tökum vel á móti öllum konum sem vilja hitta aðrar konur. Þær þurfa ekki endilega að prjóna en ef þær vilja það eða fá aðstoð við prjónaskapinn þá eru margar flinkar í hópnum. Bína er til dæmis ekkert að prjóna en hún kemur samt,“ segir Ásdís. „Ja, ég var nú bara að lesa dagblöðin á bókasafninu þegar ég tók eftir þessum hópi kvenna og heilsaði upp á þær. Síðan þá hef ég komið hingað og finnst mjög gaman að hitta þær,“ segir Bína. „Við búum langflestar einar, annaðhvort erum við ekkjur eða fráskildar en sumar eru með eiginmenn. Það skiptir auðvitað engu máli. Sumar vilja hittast á hverjum degi og það gerum við sem búum einar. Það er svo dýrmætt að hafa svona góðan félagsskap á efri árum. Það er svo

margt í boði fyrir eldri borgara. Við förum einnig á Nesvelli og borðum þar inn á milli. Það fer svona eftir matseðlinum,“ segir Svala og hlær og hinar hlæja með henni. „Við nennum ekki lengur að elda heima hjá okkur og erum hættar að sperra okkur upp á morgnana. Loksins þegar maður er komin á eftirlaun er gott að njóta frítímans vel, sofa lengur á morgnana ef maður vill og svona,“ segir Ásdís og hlær. „Já, það er dýrt að henda mat þegar við eldum heima bara fyrir einn, þá er hagstæðara að borða á Nesvöllum og hér í Ráðhúskaffi. Það er svona þegar maður á engan hund sem borðar afgangana,“ segir Árný. „Þetta er góður félagsskapur og engin þarf að vera einmana,“ segir Ella. „Við hittum alls konar fólk hérna. Á föstudögum kemur hópur flugstjóra hingað sem búa á Suðurnesjum og fá sér kaffi. Þeir spjalla stundum við okkur og það er svo góð lykt af þeim,“ segir Ásdís dreymin og hinar taka undir það hvað þeir séu allir sætir

og góðir ungir menn. „Svo eru það Valdi og strákarnir á okkar aldri en þeir hittast líka hérna á morgnana og fá sér kaffi saman. Það er gaman að hitta þá líka,“ segir Svala. „Heyrðu þarna kemur Kjartan Már vinur okkar,“ segir einhver þegar bæjarstjórinn kemur labbandi til okkar og heilsar hópnum með virktum. „Já, við erum svo miklar vinkonur,“ segir hann og þær skella upp úr. Hvað með hreyfingu? „Ég fer mikið út að ganga, það finnst mér æðislegt og heldur mér hressri,“ segir Svala og hinar taka undir, að þær séu eitthvað að hreyfa sig en gætu sjálfsagt gert meira af því og byrja að tala um heilsuátakið sem Reykjanesbær stóð fyrir og Janus sem ennþá er að leiðbeina eldri borgurum í átt til betra lífs. Hver veit nema þær fari líka að hreyfa sig markvisst saman með vorinu? marta@vf.is

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Risahelgi hjá Njarðvíkingum í glímunni

Um helgina hélt Glímusamband Íslands tvö stór mót. Á föstudagskvöld fór fram Bikarglíma Íslands. Í -80kg flokki unglinga varð Ingólfur Rögnvaldsson í öðru sæti og Bjarni Darri Sigfússon, íþróttamaður Reykjanesbæjar, sigraði í þeim flokki. Þeir félagar deildu með sér sömu sætum í +80kg flokki fullorðinna. Í +80kg flokki unglinga varð Jóel Helgi Myndarlegur hópur verðlaunahafa frá Njarðvík. Reynisson í þriðja sæti og Kári Ragúels Víðisson gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn. kvenna. Í -80kg flokki sigraði Bjarni Darri, Í opnum flokki fullorðinna komu Heiðrún Fjóla Jóel Helgi varð í öðru sæti og Kári Ragúels Pálsdóttir og Kári Ragúels Víðisson öllum á varð þriðji, þannig að í þessu flokki voru Njarðóvart og kræktu í þriðja sætið með því að leggja víkingar með öll verðlaunin. Bjarni sigraði nokkra geysisterka andstæðinga. einnig +80kg flokkinn en meiddist snemma í Á laugardaginn fór svo fram Íslandsmótið í úrslitaglímunni og gat ekki keppt í fullorðinsbackhold. Njarðvíkingar sigruðu alla unglinga- flokkum. Ingólfur Rögnvaldsson varð í öðru flokkana. Heiðrún Fjóla sigraði +70kg flokk sæti og Jóhannes Pálsson varð í því þriðja.

Téður Jóhannes er yngsti keppandi Njarðvíkur, en hann er langyngsti einstaklingur sem hefur keppt á þessu móti og mikið afrek að krækja í verðlaunasæti. Í -80kg flokki fullorðinna varð Kári Ragúels annar á eftir Evrópumeistaranum í flokknum, glímumanninum Thomas Kérebel. Ingólfur Rögnvaldsson krækti svo í þriðja sætið í flokknum. Heiðrún Fjóla varð önnur í +70kg flokki eftir harða úrslitaglímu við Tiphain Lagal, Evrópumeistara í greininni. Jóhannes Pálsson gerði svo hið ótrúlega og varð annar í -90kg flokki karla á eftir Thomas Kerebel. Drengurinn er aðeins þrettán ára gamall en er örugglega kominn af Agli Skallagrímssyni í beinan karllegg. Guðmundur Stefán Gunnarsson batt endahnútinn á frábæra helgi Njarðvíkinga og sigraði Opinn flokk karla þar sem hann lagði Ásmund Hálfdán Ásmundsson, fyrrverandi Evrópumeistara í greininni. Gunnar Örn Guðmundsson var svo valinn efnilegasti glímumaður Glímusambands Ísland.

Gunnar Örn Guðmundsson er efnilegasti glímumaður Glímusambands Ísland.

NORÐURLANDAMÓT Í TAEKWONDO UM HELGINA

Norðurlandamótið í taekwondo verður haldið laugardag og sunnudag í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Búast má við glæsilegu móti og er von á hátt í 300 keppendum frá öllum Norðurlöndunum. Keppni í bardaga fer fram á laugardag en formum á sunnudag.


til

Komdu og gerðu frábær kaup!

Ekki missa af þessu

prósent afsláttur

SÍÐASTA HELGIN!

20 40 til

Parket & flísar

prósent afsláttur

Sjáðu öll tilboðin á byko.is 30% Bílafylgihlutir • 30% Mottur og dreglar • 30% Föndurvörur 20-40% Parket og flísar • 30% Inni- og útiljós • 40% Matar- og kaffistell 40% Glös, bollar og könnur • 40% Pottar og pönnur • 40% Bökunarform, eldföst form • 40% Búsáhöld • 40% Klukkur • 40% Myndarammar 40% Kósy vörur, luktir,kerti,vasar,teppi,hillur,borð • 40% Garn • 40% Plastbox 40% Spil og leikföng • 30% Einhell rafmagnsverkfæri • 30-40% af völdum rafmagsverkfærum BOSCH og RYOBI • 30% BOSCH háþrýstidælur 30% Verkfæratöskur og skápar • 30% Kuldagallar • 30% Öryggisskór 30% Áltröppur og stigar • 30% CAT vinnusokkar • 30% Dovre ullarnærföt 30% Járnhillur • 20-50% Blöndunartæki • 30% Allt Damixa 30% Skil rafmangsverkfæri og fjöldi annarra vara á tilboði!

Auðvelt að versla á byko.is - sendum um allt land

25 prósent afsláttur

Málning

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndbrengl.

20 60


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Janúar er mættur í allri sinni dýrð, margir fagna honum eftir allt sukkið í desember en aðrir kvíða honum. Það eru samt ákveðnar hefðir sem fylgja þessum fyrsta mánuði ársins en þá fer t.d. fram HM í handbolta, þorrablótin detta í gang og fólk flykkist í líkamsræktarstöðvarnar. Ég hef reyndar lítið gert af því að kíkja í ræktina undanfarin ár en þorrablótin og HM hafa skipað stóran sess í skammdeginu. Nú varð loksins breyting á og tekin sú magnaða ákvörðun að fara í ræktina og ekki bara það heldur að skrá sig í „átak“ ásamt 250 öðrum aðilum af öllum stærðum og gerðum. Geggjaður hópur undir handleiðslu samviskusamra og öflugra kennara. Augnskanninn í Sporthúsinu bræddi gjörsamlega úr sér þegar undirritaður mætti þangað fyrstu vikuna á nýju ári, hann kannaðist ekki við þessi fallegu augu eftir allt of langa fjarveru. „Wendy’s closed 2006,“ sagði skanninn við mig með blíðri röddu. Þá var bara að skella sér í afgreiðsluna og skrá sig aftur, henda sér í djúpu laugina og ekkert helvítis múður. Byrjaði á því eins og svo margir aðrir að láta mæla mig í bak og fyrir, fituprósenta, cm mæling og kílóin vigtuð (var næstum sendur á hafnarvigtina). Ég mun seint segja það að ég hafi notið þess að láta klípa mig og mæla en þau sem sáu um þetta voru blíð og góð við kallinn. Niðurstaða mælinga var eins og við

Póstur: vf@vf.is

LOKAORÐ

Afkomuviðvörun hjá bakaríunum

Sími: 421 0000

Örvar Þ. Kristjánsson var að búast, fituprósentan allt of há en ég vonast til þess að hún hrynji á sama hraða og fylgi Miðflokksins eftir Klaustursmálið, þá verður kallinn klár í Speedo-skýluna í sumar. Það verður svo mælt aftur eftir tólf vikur og þá skal sjást árangur. Markmið voru sett og þau voru ansi háleit en það er ekki annað hægt þegar maður heitir Örvar en að spenna bogann hátt. Það er virkilega erfitt að koma sér af stað en samt nokkuð gaman, afar skemmtilegt fólk sem maður hittir í ræktinni og það er til dæmis afar hvetjandi að sjá jafnvel mun eldra fólk í fínu standi (eins og ritstjóra þessa blaðs sem dæmi). Hreyfingin er svo eitt en mataræði annað. Mér skilst að bakaríin í bæjarfélaginu hafi sent frá sér afkomuviðvörun þegar það fréttist að ég væri byrjaður í átaki en það mun vonandi með tíð og tíma jafna sig. Matarkarfan hefur svo snögglega hækkað á heimilinu því jú á okkar frábæra landi er mikið dýrara að borða hollt en óhollt. Næstu vikur og mánuðir verða spennandi. Megavika og Héðinsbollur bless í bili og halló brokkolí og blómkál.

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

MUNDI

En gott er að borða gulrótina, grófa brauðið, steinseljuna, krækiber og kartöflur og kálblöð og hrámeti.

Lögregla ætlar að sekta foreldra og tilkynna til barnaverndaryfirvalda Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið að sekta ökumenn bifreiða sem ekki setja börn í löglegan öryggisbúnað. Lögreglan hefur síðustu daga verið með eftirlit við leikskóla í Reykjanesbæ og því miður eru foreldrar ekki að standa sig vel þegar kemur að öryggisbúnaði barna.

Lögreglan lýsti ástandinu til fyrirmyndar við leikskólann Skógarás á Ásbrú og engin afskipti þar sl. fimmtudagsmorgun. Hins vegar tók steininn úr við annan leikskóla í bænum og þar voru mál í miklum ólestri hjá foreldrum. Í einu tilviki var barn laust og liggjandi í aftursæti bílsins þegar komið var á leikskólann. „Það að setja börnin ekki í löglegan öryggisbúnað er ekki í lagi og eftir að hafa skoðað þessi mál og séð ástandið síðustu daga þá verðum við að stíga niður fæti og beita viðurlögum. Sektin

við því að setja barn ekki í viðurkenndan öryggisbúnað er 30.000 krónur,“ segir lögreglan í tilkynningu. Ökumenn verða ekki bara sektaðir því málinu verður einnig sjálfkrafa vísað til barnaverndaryfirvalda, enda er það vanræksla við barnið að setja það ekki í löglegan öryggisbúnað og það er á ábyrgð ökumanns hverju sinni að börn að 15 ára aldri spenni öryggisbelti og/eða noti annan viðurkenndan búnað eins og bílstóla og sætispúða. Það virðist hafa haft áhrif á ökumenn að tilkynna um hertar aðgerðir gegn þessum alvarlegu brotum að hafa ekki börnin í viðurkenndum öryggisbúnaði því strax daginn eftir voru allir ökumenn með allt á hreinu og í samtali við Víkurfréttir sagði Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, að honum væri ekki kunnugt um að nokkur hafi verið sektaður en sektum verði beitt verði ökumenn uppvísir að broti.

Íbúafundur og netkönnun um Ljósanótt Ljósanótt verður 20 ára næsta haust og í tilefni þeirra tímamóta er gott að líta yfir farinn veg með framtíðina í huga. Menningarráð hefur því ákveðið að leita til bæjarbúa með tvennum hætti: Annars vegar með því bjóða íbúum til spjallfundar með þjóðfundasniði um hátíðina og framkvæmd hennar í Stofunni í Duus Safnahúsum þriðjudaginn 29. janúar kl. 19.30 og hins vegar að bjóða íbúum að taka þátt í netkönnun þar sem íbúar eru spurðir um viðhorf og upplifun á Ljósanótt. Ertu með hugmynd að viðburði, tónleikum, afþreyingu eða einhverju öðru skemmtilegu á Ljósanótt? Eða langar bara að taka þátt í umræðum. Taktu þátt í íbúafundinum og netkönnuninni, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 3. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 3. tbl. 2019

Víkurfréttir 3. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 3. tbl. 2019

Advertisement