Page 1

Áramótamagasín Sjónvarps Víkurfrétta

„Blanda af kakói og hugleiðslu er alveg dásamleg“ -segir Telma Dögg Guðlaugsdóttir, nýráðinn útibússtjóri Securitas á Suðurnesjum

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN

Brot af því besta frá sjónvarpsárinu 2017

26-27

facebook.com/vikurfrettirehf

fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Yfir 3000 sjúkraflutningar á Suðurnesjum Nýtt met hefur verið slegið í sjúkraflutningum á Suðurnesjum. Aldrei áður í sögu sjúkraflutninga hjá Brunavörnum Suðurnesja hefur fjöldi flutninga farið yfir 3000 á einu ári. Það gerðist hins vegar um jólin og þegar Víkurfréttir fóru í prentun á miðvikudag stóð talan í 3024 flutningum og enn nokkrir dagar eftir af árinu. Eldra met í sjúkraflutningum er 2650 sjúkraflutningar frá síðasta ári.

HVER VERÐUR MAÐUR ÁRSINS Á SUÐURNESJUM?

Jólasemmning í miðbænum Það var jólasemmning í miðbæ Keflavíkur á Þorláksmessukvöld en það er orðin hefð að fólk fjölmenni á Hafnargötu, rölti í búðir og heilsi upp á jólasveinana sem gefa börnunum nammi. Blásarar frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hafa tekið þátt í að byggja upp stemmningu á Aðventunni í Reykjanesbæ í mörg ár og spilað fyrir gesti og gangandi við Hafnargötuna. VF-mynd: Páll Ketilsson

Eins og mörg undanfarin ár munu Víkurfréttir standa fyrir vali á Suðurnesjamanni ársins nú um áramót. Óskað er eftir tilnefningum frá lesendum blaðsins. Ábendingum um verðuga einstaklinga til að hljóta nafnbótina „Suðurnesjamaður ársins 2017“ má koma á tölvupóstfangið vf@vf.is.

Um 90 björgunarsveitarmenn við leit í Reykjanesbæ að kvöldi jóladags

Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, hrósar björgunarsveitunum í pistli sem hann skrifar á fésbókina um jólin. Lögreglan fékk að kvöldi jóladags tilkynningu um aðila sem var týndur í Reykjanesbæ en ljóst var að það þurfti að finna manninn fljótt. Úti var kalt, -4 gráður, auk vindkælingar.

Björgunarsveitarmenn úr Ægi í Garði sem tóku þátt í leitinni. Mynd af fésbók Ægis.

FÍTON / SÍA

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

einföld reiknivél á ebox.is

„Við lögreglumenn á vaktinni fórum út að leita en miðað við hversu stórt leitarsvæðið var áttuðum við okkur á því að við þyrftum aðstoð við leitina. Klukkan 21:18 á jóldagskvöldi höfðum við samband við svæðisstjórn Björgunarsveitarinnar Suðurnes og óskuðum eftir því að þeir kæmu á lögreglustöðina og að við myndum í sameiningu fara yfir málið. Í framhaldinu var ákveðið, þar sem um var að ræða alvarlegt atvik, þá var sett á allsherjarútkall á allar björgunarsveitir á Suðurnesjum, einnig var leitað til sveita á svæði 1 sem er höfuðborgarsvæðið. Klukkan 21:34 (16 mínútum síðar) voru fyrstu sveitir farnar út að leita.

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

fimmtudagur 28. desember 2017 // 51. tbl. // 38. árg.

Á jóladagskvöldi þegar allir vilja vera heima hjá fjölskyldum sínum voru mættir til leitar 90 björgunarsveitarmenn frá öllum sveitum á Suðurnesjum, sjálfboðaliðar, sem skiptust í gönguhópa, fjórhjólamenn, bílaflokka og tvo bátaflokka, voru klárir ásamt sporhundum frá Reykjavík og dróna frá sérsveitinni og menn þaðan. Aðilinn fannst heill á húfi og var hlúð að honum. Það er ekki spurning í mínum huga að það að hafa aðgang að þessum snillingum hjá björgunarsveitunum er algerlega ómetanlegt og vil ég með þessu þakka öllum þeim sem komu og aðstoðuðu okkur við leitina fyrir óeigingjarnt starf,“ skrifar Sigvaldi Arnar lögregluvarðstjóri í pistlinum.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


L

andsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Hlutverk fyrirtækisins er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi.

Orka til framtíðar

Jarðvarmastöðin á Þeista­ reykjum er nýjasta aflstöð Íslendinga. Hún var gang­ sett 17. nóvember 2017, en áttatíu árum fyrr var elsta aflstöðin, Ljósafossstöð, gangsett. Margt hefur breyst á þessum tíma. Uppbygging raforku kerfisins hefur verið ein af forsendum velmegunar og lífskjara á Íslandi og hér hefur orðið til einstæð þekking á sviði endurnýjanlegrar orku.

Við allan undirbúning og framkvæmdir við Þeistareyki hefur markmiðið verið að reisa hagkvæma og áreiðan­ lega virkjun sem tekur mið af um hverfi sínu og náttúr­ unni. Þegar virkjun er reist er mikilvægt að vandað sé til allra verka, bæði til að lágmarka umhverfisáhrif vegna fram kvæmdanna en líka til að tryggja að fram­ kvæmdin skili þjóðinni arði til lengri tíma.

Landsvirkjun hefur frá upp­ hafi unnið endurnýjanlega orku. Vitundarvakning um umhverfis­ og loftslagsmál á heimsvísu hefur aukið verulega verðmæti slíkrar raforku. Skynsamleg ráð­ stöfun fjármuna hjá fyrir­ tækinu hefur einnig gert það að verkum að hægt verður að greiða hærri fjárhæðir í arð til eiganda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar. Við erum stolt af því.

Við óskum landsmönnum öllum gæfu á nýju ári og þökkum farsælt samstarf á liðnum árum.


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. desember 2017 // 51. tbl. // 38. árg.

LOKAORÐ

Bakaði kökur og styrkti Barnaspítalann um hálfa milljón

SÆVARS SÆVARSSONAR

Næsta ár Áramótin eru á næsta leyti. Fyrir mitt leyti eru áramótin algjört sinnep. Ég elska þó flugelda, brennur, annála og áramótaskaup ekkert meira en góðu hófi gegnir. Nei, það er önnur ástæða fyrir því áramótin hafa alltaf heillað mig. Áramótin bjóða nefnilega upp á nýtt upphaf. Þau eru lok ákveðins tímabils á sama tíma og þau eru upphaf nýs. Áramótin vekja bæði von í brjósti voru og væntingar um að það tímabil sem er í vændum verði á einhvern hátt betra en það sem er að líða. Það breytir ekki máli hversu ferleg fortíðin var eða nútíðin er og hve myrkrið er mikið því um leið og maður sér áramótin nálgast gefur að líta örlitla ljósatæru við enda ganganna. Það er svo lýsandi að vita til þess að maður getur hafið nýtt ár frá grunni, lagt öllum þeim löstum sem maður hefur tileinkað sér og tekið upp nýja siði – á nýju ári! Þetta heillar mig mikið því hversu upplífgandi er það fyrir sérhlífnasta núlifandi Íslendinginn að vita til þess að hann þarf ekki að leggja öllum sínum löstum í dag eða á morgunn.

Það er orðið um seinan og því gerum við það bara síðar. Frestum þessu aðeins. Þannig hefur þetta verið alla mína tíð. Ég veit ekki hversu oft ég hef ætlað mér að hætta að borða skyndibitamat eða hætta að drekka gos á næsta ári. Þá hef ég ætlað mér að byrja í ræktinni á næsta ári frá árinu 2009 en einhverra hluta vegna er ég ekki enn byrjaður. Ég er enn að fresta því. Hver ástæðan er veit ég í sjálfu sér ekki en það er að minnsta kosti ljóst að næsta ár er löngu komið, hjá öllum nema aðdáendum Liverpool. Tja, ætli ég byrji ekki bara í ræktinni þegar Liverpool verður Englandsmeistari? Jú, ég byrja í ræktinni á næsta ári... Að lokum skil ég ykkur eftir með frumsamdri limru sem fjallar um ungan mann sem fór aðeins of geyst inn í áramótin. Satan er settlegur fýr sýgur í sjöunda gír leyfar af kóki nú liggur í móki og Lausnarans dyr hann knýr Gleðilegt ár, það er að segja næsta ár!

JÓLA- OG NÝÁRSKVEÐJUR

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@ vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Ásta Kristín Hólmkelsdóttir, sími 421 0001, asta@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@ vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið asta@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

01–07

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

08–17

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

18–19

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

20–21

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

22–23

AUGLÝSINGA SÍMINN ER

„Þetta er það skemmtilegasta og besta sem ég hef gert í lífinu,“ segir hin sextán ára gamla Elenora Rós sem á dögunum afhenti Barnaspítala Hringsins styrk að upphæð 482 þúsund króna sem hún safnaði á eigin spýtur. Elenora er bakaranemi við Menntaskólann í Kópavogi en hún byrjaði að baka kökur og selja þær þann 6. desember 2016. „Ég ákvað að gera stórt góðverk áður en ég yrði átján ára. Ég bjó til Facebook-síðu og þetta gekk betur en ég hefði nokkurn tímann geta ímyndað mér. Ég fékk yfirleitt tvær til fjórar pantanir í hverri

viku og flestar kökurnar kostuðu á bilinu þrjú til sjö þúsund krónur. Ég lagði mikið upp úr því að hafa þær fallegar og bragðgóðar, en ódýrar,“ segir hún. Elenora er sjálf með meðfæddan sjúkdóm og hefur því dvalið töluvert á Barnaspítala Hringsins í gegnum tíðina. Vegna þessa vildi hún gefa til baka. „Það tók mig eitt ár að safna þessum peningi og ég labbaði út af spítalanum með tárin í augunum. Mér finnst Barnaspítalinn svo innilega

LEGGJA TIL FJÁRVEITINGU VEGNA GRINDAVÍKURVEGAR - Tvö hundruð milljónir til endurbóta

SENDUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR OG ÖÐRUM SUÐURNESJAMÖNNUM OKKAR BESTU

845 0900

„Þetta er það besta sem ég hef gert í lífinu,“ segir verðandi bakarinn Elenora Rós sem vildi gefa til baka

421 0001

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að veittar verði 200 millj. kr. til endurbóta á Grindavíkurvegi vegna umferðaröryggismála. Þetta kemur fram á Facebook-síðu alþingismannsins Vilhjálms Árnasonar. Vilhjálmur segist vera óendanlega þakklátur fyrir tillöguna og hlakki til að greiða sitt atkvæði við aðra umræðu fjárlaga. Umferðaröryggi séu eitt brýnasta verkefni stjórnvalda. „Mikil samvinna og samráð bæjaryfirvalda í Grindavík, stærstu fyrirtækjanna á svæðinu, þingmanna

suðurkjördæmis, Vegagerðarinnar, samgönguráðherra og starfsfólks ráðuneytisins, fjárlaganefndar, fjármálaráðherra, fjölmiðla o.fl. hefur skilað þessum áfanga. Þetta þýðir að nú getum við hafist handa á næsta ári við fyrsta áfanga í því að aðskilja akstursstefnur á Grindavíkurvegi og auka umferðaröryggi á einum áhættusamasta og slysamesta vegi landsins. En verður verk að vinna og veit ég að samstaðan um það mun halda áfram. Þakklátur segi ég - Gleðileg jól kæru vinir.“

hlýr staður og ég get ómögulega lýst tilfinningunni þegar ég knúsaði Hringskonur með bros á vör og þær þökkuðu mér fyrir.“ Á Facebook-síðu Barnaspítalans er Elenoru þakkað kærlega fyrir stuðninginn.

Úr nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018: 11 SAMGÖNGU- OG FJARSKIPTAMÁL.

11.10 Samgöngur. Gerð er tillaga um 755 millj. kr. tímabundið framlag til samgöngumála sem skiptist í þrennt. Í fyrsta lagi 480 millj. kr. til þess að leggja bundið slitlag á veginn um Skriðdal og endurbæta hann. Í öðru lagi 200 millj. kr. til endurbóta á Grindavíkurvegi vegna umferðaröryggismála. Loks 75 millj. kr. til almenningssamgangna á landsbyggðinni. Einnig er lögð til leiðrétting á skiptingu fjárveitinga þannig að 511 millj. kr. færist af öðrum gjöldum yfir á tilfærslur til samræmis við skiptingu síðustu ára.

Nautalundin hennar ömmu ómissandi Jóhanna María Kristinsdóttir segir að ein af hennar uppáhaldsáramótahefðum sé þegar hún fái „Eggs Benedict“ hjá foreldrum sínum á nýársdag en hún fagnar nýja árinu ásamt fjölskyldunni sinni í Reykjavík. Jóhanna útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands í lok nóvember og það stendur upp úr hjá henni á árinu sem er að líða. Hvar verður þú um áramótin? „Í Reykjavík með móðurömmu minni, afa og öllum afleggjurum þeirra og viðhengjum, allt í allt erum við tuttugu og tvö.“ Hvað ætlar þú að borða um áramótin? „Innbakaða nautalund a la amma Unnur borið

fram með piparrjómaostasósu, gratíneruðum kartöflum. Síðan er frönsk súkkulaðikaka og heimalagaður ís í eftirrétt.“ Strengir þú eða hefur þú strengt áramótaheit? „Já, ég hef undanfarin ár alltaf strengt sama heitið en bæti alltaf einu nýju við fyrir hvert ár. Síðustu

áramót var viðbótin að „hugsa minna, gera meira“.“ Hvað stendur upp úr á árinu hjá þér? „Án efa þegar ég söng á útskriftartónleikum mínum í klassískum söng frá Listaháskóla Íslands í Salnum í Kópavogi núna í lok nóvember.“ Eru einhverjar áramóta/nýárshefðir hjá þér? „Áramótin eru alltaf haldin með móðurfjölskyldu minni og innbakaða nautalundin hennar ömmu er löngu orðin ómissandi liður í veisluhöldunum. Á nýársdag um hádegi bjóða mamma og pabbi alltaf góðum vinum og föðurfjölskyldu í „Eggs Benedict“ sem er ein af mínum uppáhalds hefðum.“


! l a v r ú a r i e Aldrei m ja s e n r u ð u S r u ð a k r a m a is R MAGNAÐ IR BARDAGA R!

RISA R U RAKETT

KAK

ÁRSINSA SVAKAL ER EG!

KRAKKA PAKKAR

NÝIR FLOTTIR KAPPAR

RIR FRÁBÆYLDU K S L Ö J F R PAKKAÐIR 6 STÆR

Notum alltaf flugeldagleraugu - líka fullorðnir

Risaflugeldamarkaðurinn okkar er eins og áður í Björgunarsveitarhúsinu. Allir velkomnir.


markhönnun ehf

KALKÚNASKIP MEÐ FRÖNSKU KRYDDI KR KG

3.598 -25% BEEF WELLINGTON TILBÚIÐ TIL BÖKUNAR. KR KG ÁÐUR: 7.998 KR/KG

5.999

RAUÐ VÍNBER KR KG ÁÐUR: 898 KR/KG

449

-50%

KJÚKLINGUR BRINGUSKIP

1.798

KR KG ÁÐUR: 1.998 KR/KG HANGILÆRI ÚRBEINAÐ

2.659

KR KG ÁÐUR: 3.798 KR/KG

-36% HANGIFRAMPARTUR ÚRBEINAÐUR KR KG ÁÐUR: 2.798 KR/KG

-30%

1.791

-30%

OKKAR LAUFABRAUÐ 8 STK KR PK ÁÐUR: 1.367 KR/PK

957

-30%

LB KARAMELLUTERTA STÓR. 900 GR. KR STK ÁÐUR: 1.898 KR/STK

1.329

HAMBORGARHRYGGUR ÚRBEINAÐUR KR KG

2.998

Tilboðin gilda 28. - 31. desember 2017 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

M


HAMBORGARHRYGGUR MEÐ BEINI KR KG

1.189

VEISLUFUGL MEÐ FYLLINGU

1.090

KR KG ÁÐUR: 1.298 KR/KG

ÁÐUR: 1.585 KR/KG

HANGILÆRI MEÐ BEINI

2.158

KR KG ÁÐUR: 2.398 KR/KG

HUMAR HÁTÍÐARSÚPA 850 ML

KALKÚNN 1/1 FRANSKUR KR KG

1.298

998 HUMAR SKELBROT STÓRT. 1KG. KR KG ÁÐUR: 5.949 KR/KG

-25%

KR STK

-40%

5.354

GRÍSABÓGUR HRINGSKORINN KR KG ÁÐUR: 998 KR/KG

HUMAR ÁN SKELJAR 800 GR. POKI. KR PK ÁÐUR: 4.998 KR/PK

798

2.999

COOP FLÖGUR SEASALT 175 GR./SOURCREAM & ONION/BLACK PEPPER & CHIVES KR PK ÁÐUR: 298 KR/PK

194 FLINTSTONES PARTÝDRYKKUR EPLA / JARÐABERJA KR STK

299

KAMPAVÍNSGLÖS 12 PK KR STK

1.698

-38%

-35% VÍNGÚMMÍ XTRA. 300 GR. KR PK ÁÐUR: 298 KR/PK

194

FIRESTARTER ORKUDRYKKUR 250ML KR STK ÁÐUR: 159 KR/STK

99

MARS 4PK SNACKSIZE 135,2 GR. KR PK ÁÐUR: 298 KR/PK

194 -35%

X-TRA FLÖGUR SALT/SOURCREAM/BBQ KR PK ÁÐUR: 298 KR/PK

194

-35%

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Ísafjörður · Egilsstaðir · Selfoss

www.netto.is


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. desember 2017 // 51. tbl. // 38. árg.

Jólastemmning í miðbænum á Þorláksmessu

Það var jólasemmning í miðbæ Keflavíkur á Þorláksmessukvöld en það er orðin hefð að fólk fjölmenni á Hafnargötu, rölti í búðir og heilsi upp á jólasveinana sem gefa börnunum nammi. Sjónvarp Víkurfrétta leit við í fjörið og sýndi í beinni útsendingu frá Hafnargötunni á Facebooksíðu Víkurfrétta, ræddi við kaupmenn og fólk á staðnum. Veðurguðirnir voru líka í sannkölluðu jólaskapi því veðrið var frábært, logn og hiti við frostmark. Fjölmargar fjölskyldur nýttu sér það og mættu með börnin sem vildu ræða við jólasveinana sem komu í stórri rútu frá Isavia. Hafnargötunni var lokað á litlum kafla þar sem rútan var staðsett. Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék jólalög undir stjórn Hörpu Jóhannsdóttur eins og undanfarin ár. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Þorláksmessu.

Þorláksmessuskatan á Réttinum vel sótt

Það var þéttur straumur fólks í Þorláksmessuskötuna á Réttinum í hádeginu á Þorláksmessu en þar borðuðu hátt í 300 manns skötu, saltfisk, plokkfisk, síldarrétti nú eða bara hangikjöt og uppstúf. Sjónvarp Víkurfrétta var með beina útsendingu frá skötuveislunni á Réttinum þar sem rætt var við veitingamanninn og gesti. Upptöku má sjá á fésbókarsíðu Víkurfrétta. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr skötuveislunni. Vf-myndir: Páll Ketilsson


Súper

r a d l e g u l F

SÖLUSTAÐUR OKKAR ER NÚ AÐ NJARÐARBRAUT 1, REYKJANESBÆ. SENDUM ÚT UM ALLT LAND! (NEMA VESTMANNAEYJAR) PANTAÐU NÚNA Á WWW.SUPERFLUGELDAR.IS


FLUGEL

KNATTSPYRNU

TIL STYRKTAR BARNA- OG UNG

RÐ FRÁBÆRT VE M Á FLUGELDU

SKOTHELD ÞJÓNUSTA

OPNUM

28. DESEMBER

OPNUNARTÍMI 28. des 15:00-22:00 29. des 15:00-22:00 30. des 12:00-22:00 31. des 10:00-16:00

S S


ELDASALA

NUDEILDAR KEFLAVÍKUR

G UNGLINGADEILD, MEISTARAFLOKKI KVENNA OG KARLA

STA

SKJÓTUM KEFLAVÍK Á TOPPINN

SKOTTERTUR Í ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM

Við treystum á íbúa Reykjanesbæjar að styðja vel við bakið á okkur.

SÖLUSTAÐUR: GAMLA K-HÚSIÐ VIÐ HRINGBRAUT Í KEFLAVÍK


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. desember 2017 // 51. tbl. // 38. árg.

Farsælt komandi ár Keilis Árið 2008 útskrifuðust 85 nemendur í fyrstu útskrift Keilis, en síðan þá hafa yfir þrjú þúsund einstaklingar lokið námi við skólann. Deildirnar eru nú orðnar fjórar með á annan tug námsframboða, starfsfólk hátt í eitt hundrað og árleg velta nálægt einum milljarði. Keilir var stofnaður þann 4. maí 2007 og fagnaði því tíu ára starfsafmæli á árinu sem er að líða. Á þessum tíma hefur fjöldi háskólamenntaðra á Suðurnesjum margfaldast samhliða því að námstækifærum hefur fjölgað á svæðinu. Keilir hefur frá upphafi kappkostað að bjóða upp á nám sem höfðar jafnt til þarfa nútíma nemenda og krafa atvinnulífsins, og þannig mætt örum breytingum í kennsluháttum og á vinnumarkaði. Það hefur margt áunnist á undanförnum áratug en að sama skapi er margt framundan.

Breyttir kennsluhættir og aðlögun kennslurýmis

Nú fer kennsla í skólum Keili að mestu leyti fram sem vendinám. Þar er hefðbundnu skólastarfi snúið við, nemendur sækja upptökur kennara og kennslustundir rafrænt hvar og hvenær sem þeim hentar, en vinna heimavinnuna í skólastofunni. Í kjölfarið á breyttum kennsluháttum hafa skólar Keilis einnig unnið að breytingum á námsmati þar sem dregið er úr vægi lokaprófa og boðið upp á fjölbreyttara mat á lokaprófum eða þeim útrýmt algerlega. Með breyttum áherslum í kennsluháttum hefur Keilir einnig ákveðið að aðlaga námsrýmin betur að kröfum og þörfum nemenda. Skólahúsnæðið ber þess merki að það hefur verið hannað sem rými fyrir hefðbundið kennsluform þar sem kennarinn stendur við töflu og miðlar efninu til nemenda sem sitja í röðum uppstilltra borða. Þetta form hentar ekki nútíma kennsluháttum og munu skólastofur Keilis taka breytingum á næsta ári þar sem prófað verður áfram með fjölbreyttari og sveigjanlegri uppsetningu námsrýma bæði innan og utan veggja kennslustofunnar. Þá hefur Keilir sett upp fullkomið upptökuver fyrir kennara með ýmiskonar búnaði sem nýtist þeim til að miðla kennsluefninu sem best til nemenda. Þetta upptökuver stendur einnig öðrum skólum og fyrirtækjum til boða sem vilja taka upp námsefni undir handleiðslu kennara með reynslu af vendinámi.

Keilisgarðar í undirbúningsferli og fjölbreyttara námsframboð

Mikill fjöldi nemenda Keilis koma langt að til að sækja nám við skólann, bæði af landsbyggðinni og erlendis frá. Þrátt fyrir fjölda íbúða á Ásbrú, hefur gríðarleg fjölgun íbúa í sveitarfélaginu á undanförnum misserum, ásamt uppbygging þjónustufyrirtækja í ferðaþjónustu, leitt til þess

að skortur er á aðgengilegu og hagkvæmu íbúðarhúsnæði fyrir nemendur á Suðurnesjum. Því sótti Keilir í haust um leyfi til byggingar 100 herbergja stúdentagarða við Grænásbraut 913 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Umsóknin hefur verið samþykkt hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar og mun Íbúðarlánasjóður afgreiða umsókn um styrkveitingu vegna byggingarinnar fljótlega á nýju ári. Ef allt gengur eftir gætu fyrstu nemendurnir fengið inni á nýjum Keilisgörðum strax haustið 2018. Þá mun Keilir halda áfram þróunarvinnu og undirbúningi á næsta ári við að auka námsframboð og valmöguleika nemenda á öllu skólastigum að sækja sér viðeigandi nám í framsæknu og nútímalegu skólaumhverfi. Vonir eru bundnar við að nám í tölvuleikjagerð til stúdentsprófs verði loksins samþykkt á næsta ári, auk þess sem áhugi er fyrir auknu samstarfi við utanumhald kennslu á seinni stigum grunnskóla í nýjum skóla á Ásbrú í anda NÚ skólans í Hafnarfirði.

Íþróttaakademía fær evrópska gæðavottun

ÍAK einkaþjálfaranám Keilis hlaut á dögunum alþjóðlega viðurkenningu og vottun á náminu á vegum Europe Active stofnunarinnar. Vottunin er gæðastimpill á því námi sem skólinn hefur boðið upp á undanfarin ár og mun auka sýnileika útskrifaðra nemenda á alþjóðavísu. Með vottuninni verða útskrifaðir einkaþjálfarar framvegis skráðir í EREPS gagnagrunn þeirra og öðlast þar með evrópska vottun á færni sinni. Vottunin gildir ekki fyrir fyrrverandi nemendur námsins, en skólinn hefur ákveðið að bjóða upp á Masterclass námskeið fyrir útskrifaða ÍAK einkaþjálfara þar sem þeir munu geta öðlast þessa vottun í framhaldinu. Þá er vaxandi áhugi á styrktarþjálf-

aranáminu, sér í lagi meðal íþróttafélaga, en námið tekur á styrktar- og ástandsþjálfun íþróttafólks. Starfsheiti styrktarþjálfara hefur fest sig í sessi og hefur fagið fengið aukna viðurkenningu fagfólks. Á árinu sem er að líða var í fyrsta skipti boðið upp á einkaþjálfaranám Keilis á ensku undir heitinu NPTC Nordic Personal Trainer Certificate. Námið fer að öllu fram í fjarnámi og luku fyrstu nemendurnir náminu í vetur. Stefnt er að því að bjóða upp á NPTC á alþjóðlegum markaði og hefur Bretinn Ben Pratt verið ráðinn verkefnastjóri fyrir námið, en hann hefur verið stundakennari við Keili undanfarin ár. Stefnt er að því að bjóða upp á annað ár í háskólanámi leiðsögumanna í ævintýraferðaþjónustu í framtíðinni og mun undirbúningur fyrir námslínuna hefjast á næsta ári. Undanfarin ár hefur skólinn boðið upp á átta mánaða Certificate nám á vegum Thompson Rivers University, en áhugi hefur verið meðal nemenda og skólastjórnenda að bjóða einnig upp á meiri sérhæfingu þar sem nemendur munu útskrifast með Diplómagráðu að loknu tveggja ára námi. Vonast er til þess að nemendur sem hefja leiðsögunám í ævintýraferðamennsku hjá Keili haustið 2018 munu geta tekið námslínu til diplómagráðu í greininni haustið 2019.

Aldrei fleiri nemendur á Háskólabrú

Breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi Háskólabrúar á árinu og er það núna einvörðungu kennt í lotum. Skólagjöld í námið voru lækkuð í kjölfarið, auk þess sem ákveðið var að nemendur gætu hafið fjarnám tvisvar árlega, á haustin og vorin, en staðnám einungis á haustin. Tæplega þrjú hundruð umsóknir bárust í námið fyrir haustönn 2017 og stunda

um áramótin samtals 365 nemendur nám í Háskólabrú Keilis. Þá er verið að hanna vinnulotur þannig að hægt verði að bjóða upp á persónulegri nálgun í fjarnámi, auk þess sem vinna verður lögð í að halda betur utan um mögulega brottfallsnemendur meðal annars með virkari aðkomu umsjónarkennara í minni nemendahópum. Áfram verður unnið að undirbúningi alþjóðlegrar Háskólabrú og er stefnt á að fyrsti hópurinn hefji nám haustið 2018.

Flugakademía Keilis á fljúgandi siglingu

Mikill skortur er á flugmönnum á heimsvísu og ör vöxtur íslenskra flugfélaga hafa umbylt starfsumhverfi og möguleikum nýútskrifaðra atvinnuflugnema. Samtals stunda um þrjú hundruð nemendur flugtengt nám í Flugakademíu Keilis og hefur verið aukin ásókn í atvinnuflugmannsnám á undanförnum misserum. Þá hafa um 600 nemendur útskrifast frá því að skólinn hóf starfsemi árið 2008. Flugakademía Keilis hefur verið leiðandi aðili í atvinnuflugmannsnámi á Íslandi á undanförnum árum. Nýjar og tæknivæddar kennsluvélar skólans hafa bylt verklegri þjálfun flugnema og með nýjum kennsluháttum hefur bóklegt nám aðlagast þörfum og kröfum nútíma nemenda. Vegna aukinna umsvifa hefur Flugakademía Keilis fest kaup á fjórum nýjum DA40 kennsluflugvélum sem munu bætast við flugflota skólans snemma á árinu 2018. Eftir kaupin hefur skólinn til umráða alls fjórtán kennsluvélar, auk fullkominna flugherma, en á næsta ári bætist við nýr flughermir fyrir þjálfun á DA42 tveggjahreyfla flugvél skólans. Keilir bauð fyrstur skóla á Íslandi upp á samtvinnað atvinnuflugmannsnám árið 2013 og í nóvember síðastliðnum bauð skólinn upp á svokallað cadet nám í samstarfi við Icelandair, þegar 25 nemendur hófu námið. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkt nám hefur staðið nemendum til boða á Íslandi en þar aðstoðar Icelandair nemendur við fjármögnun námsins, auk þess sem

samþykktir nemendur njóta forgangs til starfa hjá þeim að námi loknu. Mikill áhugi nemenda á þessari námsleið ýtir undir aukið samstarf við fleiri flugfélög um sambærilegt nám á þeirra vegum, og hefur verið ráðinn sérstakur verkefnastjóri sem mun halda utan um innleiðingu cadet námsins fyrir innlend og erlend flugfélög. Skólinn mun á næstu misserum halda áfram að þróa kennsluhættina og mæta enn betur kröfum framtíðarnemenda. Kennslufyrirkomulag skólans hentar vel fyrir nemendur sem koma lengra að og er fyrirhugað að bjóða upp á bóklega kennslu í fjarnámi á næsta ári. Þá er einnig verið að skoða möguleika á setja upp ústöðvar, bæði hérlendis og erlendis, fyrir verklega þjálfun flugnema. Skortur á flugkennurum ein helsta ógnin við frekari uppbyggingu skólans, auk þess sem styrking krónunnar hefur dregið úr ásókn erlendra flugnema. Þá þrengja aukin umsvif flugfélaga á Keflavíkurflugvelli að kennsluflugi. En áframhaldandi vöxtur innlendra og erlendra flugfélaga, og mikill yfirvofandi skortur á atvinnuflugmönnum, þýðir að framtíð Flugakademíu Keilis er björt.

Tæknifræðinám hjá Keili á vegum Háskóla Íslands

Meðal helstu nýjunga sem tengjast tæknifræðináminu er verkefni á vegum Háskóla Íslands um innleiðingu fagháskólanáms á Íslandi og hefur umsókn um undirbúningsferli fyrir fagháskóla verið samþykkt í menntamálaráðuneytinu. Fagháskólanáminu mun ljúka með associate-gráðu og orðið brú inn í áframhaldandi háskólanám í tæknifræði þar sem það hentar vel fyrir hagnýta nálgun tæknifræðinnar. Þá verða inntökuskilyrði ekki miða við stúdentspróf líkt á í háskólum, heldur byggja meðal annals á raunfærnimati. Auknir möguleikar verða til að stunda námið í fjarnámi og með vinnu, meðal annars í samstarfi við háskólasetur á landsbyggðinni, og mun það auka tækifæri nemenda á landsbyggðinni.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. desember 2017 // 51. tbl. // 38. árg.

13

Dúx FS stefnir á nám í afbrotafræði

Heillandi að komast inn í hug glæpamanna - Júlía Svava Tello útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Júlía dúx á haustönn FS

Áttatíu og fimm nemendur úrskrifuðust á haustönn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja en brautskráning var í skólanum 20. des. sl. Júlía Svava Tello var dúx en hún var með 8,7 í meðaleinkunn. Í hópnum voru 73 stúdentar, níu úr verknámi og 15 úr starfsnámi. Nokkrir útskrifuðust af tveimur brautum. Konur voru 44 og karlar 41. Alls komu 67 úr Reykjanesbæ, sjö úr Grindavík, fjórir úr Garði, einn úr Sandgerði og einn úr Vogum. Einnig útskrifuðust nemendur úr Reykjavík, Mosfellsbæ, Vestmannaeyjum, Sauðárkróki og Fáskrúðsfirði. Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Birkir Alfons Rúnarsson, Geirmundur Ingi Eiríksson, Iðunn Erla Guðjónsdóttir og Ingunn Kara Gunnarsdóttir fengu viðurkenningar fyrir störf í þágu nemenda. Kristrún Björgvinsdóttir, Selma Rut Ómarsdóttir og Tryggvi Ólafsson fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í spænsku. Ína Steinunn Pálsdóttir og Sigurjón Gauti Friðriksson fengu viðurkenningar fyrir árangur sinn í félagsfræði, Erik Oliversson fyrir þýsku, Guðrún Pálína Karlsdóttir fyrir myndlist, Linda Þórdís B. Róbertsdóttir fyrir sálfræði og Unnur Guðmundsdóttir

fyrir árangur í viðskiptagreinum. Rúnar Örn Ingvason fékk verðlaun frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í tæknigreinum og gjöf frá Isavia fyrir árangur í vélstjórn. Magnþór Breki Ragnarsson fékk viðurkenningu fyrir árangur sinn í félagsfræði og hann fékk einnig gjöf fyrir störf í þágu nemenda. Gintare Butkuté fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í spænsku og bókfærslu og Halla Margrét Helgadóttir fyrir spænsku og stærðfræði. Magnús Magnússon fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir spænsku og stærðfræði og gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Júlía Svava Tello fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir spænsku, félagsfræði og sálfræði, gjöf frá danska sendiráðinu fyrir árangur sinn í dönsku og gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum. Laufey Jóna Jónsdóttir fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í stærðfræði og efnafræði, gjöf frá Fræðasetrinu í Sandgerði fyrir góðan árangur í raungreinum, gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði og gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í stærðfræði og raungreinum. Kristján Ásmundsson skólameistari

Þau Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Sigrún Birta Eckart og Þórdís Anja Ragnarsdóttir fengu öll 25.000 kr. styrk úr styrktarsjóði FS fyrir góða frammistöðu í tjáningu og ræðumennsku.

afhenti 100.000 kr. námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Júlía Svava Tello styrkinn. Júlía Svava hlaut einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Ragnheiður Gunnarsdóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita útskriftarnemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Þau Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Sigrún Birta Eckart og Þórdís Anja Ragnarsdóttir fengu öll 25.000 kr. styrk fyrir góða frammistöðu í tjáningu og ræðumennsku.

Dagskráin var með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Iðunn Erla Guðjónsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Anna Karlsdóttir Taylor kennari flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Að venju fluttu nemendur skólans tónlist við athöfnina en bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék við upphaf athafnarinnar og Karen Jóna Steinarsdóttir lék á þverflautu.

„Ég er mjög fegin að klára þetta. Þessi önn var svolítið krefjandi,“ segir hin 19 ára gamla Júlía Svava Tello, en hún útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja á dögunum. „Ég hef alltaf átt rosalega auðvelt með að læra. Ég þarf ekki að hafa mjög mikið fyrir náminu,“ segir Júlía, en hún útskrifaðist af félagsfræðibraut með meðaleinkunnina 8,7 eftir þrjú og hálft ár í náminu. Við útskriftina fékk hún viðurkenningar fyrir góðan árangur í spænsku, félagsfræði, sálfræði, dönsku og samfélagsgreinum. Aðspurð hvernig Júlía hafi farið að því að ná svona góðum árangri segist hún vera með gott minni. „Ég hef verið með fínar einkunnir allar annirnar mínar,“ segir hún. Þegar Júlía lærir fyrir próf les hún yfir efnið og útbýr flettispjöld á Quizlet. „Þannig reyni ég að læra það helsta.“ Hún segist ekki hafa átt í vandræðum með það að tvinna saman námið og félagslíf. „Ég er ekki í neinum íþróttum en ég hafði alveg tíma til að hitta vinkonur mínar og svoleiðis.“ Nú þegar Júlía er útskrifuð stefnir hún á það að starfa áfram í öryggisleit Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í allavega hálft ár, en eftir það íhugar hún að fara í afbrotafræði. „Draumurinn er að fara út að læra, en ef það gengur ekki upp fer ég örugglega í Háskóla Íslands. Ég hef verið rosalega óákveðin með hvað mig langi að

læra. Fyrst langaði mig alltaf að verða sálfræðingur. Það heillar mig að vita hvernig mannshugurinn virkar,“ segir Júlía, en sálfræði var hennar uppáhalds fag í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Núna nýlega hefur mig hins vegar langað að vinna eitthvað með glæpamenn, en samt eitthvað tengt sálfræðinni líka. Ég horfði mikið á glæpaþætti eins og CSI og Criminal Minds þegar ég var yngri og mér fannst svo heillandi hvernig þeir náðu glæpamönnunum og rannsökuðu það hvernig þeir hugsa. Það heillaði mig mikið.“

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðs 2013-2030 Rósaselstorg, Garðvangur og hindrunarfletir Bæjarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðs 2013-2030 í samræmi við 31.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin snýr að því að gerð er tillaga að breyttri landnotkun við Rósaselstorg þar sem svæði fyrir athafnastarfsemi er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu, ásamt því að dregið er úr byggingarmagni við Rósaselstorg. Landnotkun við Garðvang, þar sem áður var hjúkrunarheimili, er breytt úr svæði fyrir samfélagsþjónustu í svæði fyrir íbúðarbyggð, í þeim tilgangi að finna svæðinu ný not. Þá er gerð breyting á takmörkunum hindrunarflata Keflavíkurflugvallar í samræmi við Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013-2030. Tillaga að að breytingu á aðalskipulagi, ásamt umhverfisskýrslu verða aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.svgardur.is, frá og með 28. desember. Skipulagstillagan og umhverfisskýrsla verða til sýnis á bæjarskrifstofum, Sunnubraut 4, 250 Garður og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b Reykjavík. Ábendingar og athugasemdir við aðalskipulagstillögu skal senda til skipulagsfulltrúa á netfangið jonben@svgardur.is. Einnig er hægt að senda athugasemdir merktar „Breyting á Aðalskipulagi Garðs“ á, Sveitarfélagið Garður, Sunnubraut 4, 250 Garður. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til föstudagsins 9. febrúar 2018. Bæjarstjórn vonast til þess að sem flestir kynni sér þá breytingu á landnotkun sem tillagan markar stefnu um. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri

solborg@vf.is


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. desember 2017 // 51. tbl. // 38. árg.

Bæjarstjórar við áramót

KJARTAN MÁR KJARTANSSON, BÆJARSTJÓRI Í REYKJANESBÆ:

ÁSGEIR EIRÍKSSON, BÆJARSTJÓRI Í VOGUM:

Þriðja barna- Strengi sjaldan barnið og áramótaheit Eiríksson, bæjarstjóri í endurskipu- Ásgeir Vogum á Vatnsleysuströnd, strengir sjaldan eða aldrei áramótaheit en lagning hjá á árinu bættist í barnafjöldann í bæjarfélaginu fjölskyldunni. Árið 2017 hefur verið viðburðaríkt hjá Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, bæði í einkalífinu og svo það sem tengist vinnunni. Hvar verður þú um áramótin? Við hjónin verðum heima og fáum til okkar einhverja fjölskyldumeðlimi. Hvað ætlar þú að borða um áramótin? Það hefur alltaf verið kalkúnn og ég á ekki von á öðru þetta árið. Strengir þú eða hefur þú strengt áramótaheit? Já ég hef alltaf strengt áramótaheit eða sett mér skrifleg markmið í nokkrum liðum í tengslum við fjölskyldu, fjármál, tómstundir, heilsu, vinnu o.s.frv. og ætla að gera það núna líka. Ég hef ofurtrú á svona aðferðum. Eru einhverjar áramóta/nýárshefðir hjá þér? Nei, í sjálfu sér ekki. Hvað stendur upp úr á árinu hjá þér? Það er nokkur atriði sem standa upp úr. Í einkalífi er það fæðing þriðja barnabarnsins í lok október og andlát mömmu þann 14. desember. Í vinnunni eru það lok endurskipulagningar efnahags Reykjanesbæjar og frábær frammistaða allra sem að þeirri vinnu komu. Hvað verður stærsta málið í þínu bæjarfélagi á komandi ári? Í fyrsta lagi að láta aðlögunaráætlunina, sem samþykkt var í apríl, standast og síðan ýmsar lausnir í mörgum málaflokkum til að mæta fordæmalausri íbúafjölgun.

Hvar verður þú um áramótin? Ég verð í frístundahúsinu mínu í Skorradal. Hvað ætlar þú að borða um áramótin? Ekki búið að ákveða ennþá, líklega önd. Strengir þú eða hefur þú strengt áramótaheit? Ég strengi sjaldan eða aldrei áramótaheit, reyni frekar að vinna jafnt og þétt að eigin framförum. Eru einhverjar áramóta/nýárshefðir hjá þér? Engar sérstakar áramótahefðir, annað en að njóta samverunnar með sínum nánustu. Hvað stendur upp úr á árinu hjá þér? Tvö ný barnabörn bættust í hópinn, eru nú orðin sjö talsins. Ég telst vera ríkur maður! Hvað verður stærsta málið í þínu bæjarfélagi á komandi ári? Áframhaldandi uppbygging í sveitarfélaginu verður stærsta málið í sveitarfélaginu, við finnum glöggt að hinn mikli uppgangur á Suðurnesjunum er líka hjá okkur, ekki síst er mikil spurn eftir húsnæði. Við munum halda áfram í gatnagerð og úthluta fleiri lóðum. Á árinu 2018 verður væntanlega mikið byggt af íbúðarhúsnæði og sjáum við því fram á heilmikinn vöxt.

Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma

GAUJA GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 14. desember sl. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju 28. desember kl. 13:00. Magnús Jón Kjartansson Finnbogi Gunnar Kjartansson Sigrún Kjartansdóttir Ingvi Jón Kjartansson Kjartan Már Kjartansson Viktor Borgar Kjartansson

Sigríður Kolbrún Oddsdóttir Þuríður Kristín Hallgrímsdóttir Bjarni Jóhannes Guðmundsson Erna Ólafsdóttir Jónína Guðjónsdóttir Margrethe Ödegaard

FANNAR JÓNASSON, BÆJARSTJÓRI Í GRINDAVÍK:

SIGRÚN ÁRNADÓTTIR, BÆJARSTJÓRI SANDGERÐIS:

MAGNÚS STEFÁNSSON, BÆJARSTJÓRI Í GARÐI:

Sinni bústörfum fyrir áramót

Spennandi að vinna að sameiningunni

Fékk litla prinsessu

Fannar Jónasson tók við stöðu bæjarstjóra 1. janúar 2017 og árið hefur verið viðburðaríkt hjá nýjum bæjarstjóra Grindavíkur. Hann sinnir m.a. bústörfum fyrir áramótin.

Það er margt sem stendur upp úr á árinu hjá Sigrúnu Árnadóttur, bæjarstjóra í Sandgerði, en hún segir að það verði spennandi að vinna að sameiningu Sandgerðis og Garðs. Sigrún svaraði nokkrum spurningum VF.

Hvar verður þú um áramótin? Mér tókst að krækja í konuefnið mitt fyrir meira en aldarþriðjungi og allar götur síðan höfum við varið áramótunum með tengdaforeldrum mínum á heimili þeirra austur í Rangárþingi. Svo verður enn og aftur að þessu sinni, en að auki verða aðrir afkomendur þeirra heiðurshjóna og fylgifiskar þar saman komnir – stór hópur orðinn. Eftir þessa samverustund sofum við hjónin rótt á nýársnótt í sumarhúsi okkar fyrir austan. Hvað ætlar þú að borða um áramótin? Ýmsar afurðir úr dýra- og jurtaríkinu, en hamborgarhryggur með öllu tilheyrandi er hvað vinsælastur. Strengir þú eða hefur þú strengt áramótaheit? Sú var tíðin að einhverjar hugmyndir um áramótaheit kviknuðu á gamlársdag sem voru yfirleitt brostnar skömmu eftir áramót. Dæmi um þetta er heit um að tálga af sér jóla- og áramótaspikið. Nú orðið hef ég trú á að vel ígrunduð og tímasett áform um bætta frammistöðu skili betri árangri en skyndiákvarðanir. Eru einhverjar áramóta/nýárshefðir hjá þér? Meðan tengdapabbi stundaði búskap af krafti var það siður okkar og sona hans að sinna bústörfum þegar líða tók á gamlársdag. Það kom fyrir að við hefðum örlitla brjóstbirtu meðferðis og reyndum að leyna því eftir bestu getu, en innsæi eiginkvennanna er ótrúlegt svo allt komst upp þegar heim var komið. Við höfum þó haldið þessari hefð til haga, enda á tengdó ennþá nokkrar frístundaskjátur. Hvað stendur upp úr á árinu hjá þér? Þessu er auðsvarað. Ég var ráðinn bæjarstjóri frá 1. janúar og þetta ár hefur algerlega mótast af því. Við hjónin fluttum til Grindavíkur stuttu eftir ráðninguna og við höfum unað hag okkar afar vel í þessu góða bæjarfélagi. Þetta ár hefur verið gríðarlega lærdómsríkt og gefandi. Ég er innilega þakklátur bæjarstjórninni fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt, þakklátur mínu góða samstarfsfólki fyrir samstarfið og ekki síst bæjarbúum fyrir holl og góð kynni. Hvað verður stærsta málið í þínu bæjarfélagi á komandi ári? Grindavíkurbær er öflugt bæjarfélag með sterkan fjárhag og mikla fjárfestingagetu. Það eru ýmsar framkvæmdir í vinnslu og undirbúningi en langstærsta einstaka verkefnið á næsta ári er bygging nýs íþróttahúss. Íþróttalífið er kröftugt og mikið er lagt upp úr íþróttastarfi barna og unglinga sem og þeirra sem eldri eru og nokkur keppnislið Grindvíkinga skipa sér meðal þeirra fremstu á landinu. Hið nýja íþróttahús mun bæta enn frekar þá annars góðu aðstöðu sem fyrir er í Grindavík. Ég óska Grindvíkingum og öðrum Suðurnesjamönnum gleðilegs og gæfuríks komandi árs.

Hvar verður þú um áramótin? Við verðum heima í Sandgerði um áramótin, dóttir okkar, tengdasonur og þrír synir þeirra verða hjá okkur. Það er mikil tilhlökkun fyrir brennunni sem verður nú á nýjum stað í fjörunni við Sjávarbrautina. Flugeldum verður svo skotið á loft skammt frá og búast má við tilkomumiklu sjónarspili. Hvað ætlar þú að borða um áramótin? Það er nú bara ekki alveg ákveðið, líklegt er þó að humar með möndluhrísgrjónum, mangósalsa og öðru góðgæti verði fyrir valinu. Strengir þú eða hefur þú strengt áramótaheit? Já, ég hef oft gert það í gegnum árin og misjafnt hvernig efndir hafa orðið. Heitstrengingum um áramót hefur því fækkað með árunum. Á þessum tímamótum þykir mér gott að horfa yfir farin veg, finna þakklæti og hugleiða hvað mér er kærast, hvað skiptir máli og hvað ég vil hafa að leiðarljósi næsta árið. Eru einhverjar áramóta/nýárshefðir hjá þér? Nýárshefðirnar eru mjög hefðbundnar og í íslenskum anda. Hvað stendur upp úr á árinu hjá þér? Það er margt sem stendur upp úr á þessu ári. Ég er svo lánsöm að eiga einstaklega gott samstarfsfólk og sl. vor fórum við ásamt mökum saman í mjög eftirminnilega og skemmtilega gönguferð um skosku hálöndin. Svo er ég afskaplega glöð yfir þeim árangri sem við höfum náð í Sandgerðisbæ, bærinn kemur sterkur til leiks í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Hvað verður stærsta málið í þínu bæjarfélagi á komandi ári? Það er spennandi áskorun að vinna að sameiningunni við Garð og vanda vel það verk. Nú er einstakt tækifæri til að leggja góðan grunn að nýju og öflugu sveitarfélagi sem getur hnökralaust tekist á við brýn verkefni af styrk og krafti.

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, var staddur á Tenerife um síðustu áramót og þar er erfiðara að fylgja eftir gömlum fjölskylduhefðum. Nú verður hann með kalkún í áramótamatinn. Hvar verður þú um áramótin? Ég verð með allri fjölskyldunni heima hjá okkur í Garðinum um áramótin. Hvað ætlar þú að borða um áramótin? Við ætlum að borða kalkún á gamlárskvöld, með gómsætum forrétti og eftirrétti. Kalkúnn er oft í matinn hjá okkur á gamlárskvöld. Strengir þú eða hefur þú strengt áramótaheit? Ég hef yfirleitt sett mér einhver markmið með sjálfum mér við hver áramót, það hefur reynst vel og ætli það verði ekki gert núna. Eru einhverjar áramóta/nýárshefðir hjá þér? Ekki beint hefðir, en við reynum að komast að áramótabrennu og skjóta upp flugeldum. Síðan eru ýmsar hefðir innan fjölskyldunnar, en það er misjafnt hvernig þær eru hafðar í heiðri m.a. eftir aðstæðum. Til dæmis vorum við fjölskyldan stödd á Tenerife um síðustu áramót og þá var erfitt að fara eftir öllum hefðum, til dæmis fundum við ekki áramótbrennu þar! Hvað stendur upp úr á árinu hjá þér? Það sem stendur upp úr hjá mér persónulega er þegar ég eignaðist mitt annað barnabarn, yndislega litla prinsessu sem fæddist daginn eftir minn afmælisdag. Á vettvangi sveitarfélagsins stendur án efa upp úr að íbúarnir samþykktu að sameinast Sandgerðisbæ, það eru merkileg tímamót. Hvað verður stærsta málið í þínu bæjarfélagi á komandi ári? Næsta ár verður sögulegt hjá sveitarfélaginu, sameining sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar verður án efa eitt allra stærsta málið. Einnig verða sveitarstjórnarkosningar, sem marka einnig ný tímamót hjá sveitarfélaginu. Ég held við finnum varla stærri mál á vettvangi sveitarfélagsins á næsta ári.


KA

BÚMM! -30% AF HARÐPARKETI -30% AF FLÍSUM -30% AF HÁÞRÝSTIDÆLUM -30% AF EINHELL RAFMAGNSVERKFÆRUM -40% AF HOUSE OF YARN GARNI -40% AF PLASTBOXUM -30% AF POTTUM OG PÖNNUM -30% AF BARNABÍLSTÓLUM -40% AF GLÖSUM, BOLLUM OG KÖNNUM -30% AF HUNDA- OG KATTAMAT -30% AF MYNDARÖMMUM -40% AF SPILUM OG LEIKFÖNGUM -40% AF KLUKKUM -40% AF JÓLAVÖRU -30% AF LJÓSUM - 30% AF LOFTAÞILJUM -30% AF MOTTUM OG DREGLUM -40% AF BAÐFYLGIHLUTUM -30% AF BÍLAHREINSIVÖRUM -30% AF ÖRYGGISSKÓM -30% AF ÁLTRÖPPUM OG STIGUM -30% AF CAT VINNUSOKKUM -30% AF JÁRNHILLUM -30% AF TRANEMO VINNUFÖTUM -40% AF KAFFI- OG MATARSTELLUM

VALDAR VÖRUR Á ENN BETRI AFSLÆTTI!

VÁ!

Komdu og gerðu góð kaup!

Auðvelt að versla á byko.is


16

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. desember 2017 // 51. tbl. // 38. árg.

VINNUR MEÐ VINSÆLASTA TÓNLISTARFÓLKI LANDSINS - Of mikið að gera hjá Birni Vali sem starfar meðal annars með Emmsjé Gauta, Reykjavíkurdætrum og fleiri þekktum tónlistarmönnum

Grindvíkingurinn Björn Valur Pálsson starfar með þekktasta tónlistarfólki landsins um þessar mundir, en hann er meðal annars plötusnúður, „producer“ og útvarpsmaður. Árið hefur verið viðburðarríkt hjá honum og þegar blaðamaður Víkurfrétta heyrði í honum var hann á fullu að undirbúa jólatónleika sem fóru fram rétt fyrir jól. Þeir tónleikar byrjuðu fyrst sem grín en urðu að sex jólatónleikum. Björn Valur ætlar að eyða áramótunum í faðmi fjölskyldunnar og það er nóg af verkefnum framundan hjá honum á næsta ári. Hvað ert þú að gera þessa dagana? „Síðustu dagar hafa farið í undirbúning fyrir Julevenner Emmsjé Gauta sem voru í Gamla Bíói dagana 21., 22. og 23. desember. Hugmynd sem var fyrst bara upp á grín varð allt í einu að sex jólatónleikum vegna mikillar eftirspurnar.“

Þeir sem komu fram á tónleikunum voru meðal annars Aron Can, Jói P og Króli, Salka Sól og Helgi Björns, ásamt Emmsjé Gauta. „Annars er ég inn á milli í stúdíóinu að gera takta og taka upp fyrir komandi verkefni.“ Með hvaða listamönnum ert þú að

vinna núna? „Ég var að enda við að klára lag með Reykjavíkurdætrum sem heitir „Hvað er málið“. Myndbandið við það lag kom út þann 22. desesmber sl. Ég er líka að vinna með Emmsjé Gauta að nýrri plötu sem kemur á næsta ári og við Arnar í ÚlfurÚlfur erum að vinna saman að plötu líka. Svo er ég alltaf að gera takta og senda hingað og þangað.“ Hvað er eftirminnilegasta „giggið“ þitt? „Þjóðhátíð á þessu ári var frekar klikkuð, að spila fyrir svona mikið af fólki er alltaf gaman. Annars fór ég í ágúst á þessu ári með Emmsjé Gauta og Kela trommara út til Þýskalands að spila á festivali sem heitir Haldern

Pop. Þar spiluðum við á stútfullum bar af fólki og stemningin var alveg ótrúleg. Þar var enginn frá Íslandi en allir dönsuðu og reyndu að syngja með öllum lögunum. Það var alveg fáránlega gaman og ég held að þeir séu búnir að bóka okkur aftur á næsta ári.“ Er alltaf nóg að gera? „Já, eiginlega of mikið að gera ef eitthvað er, en það er bara gaman að halda sér aktívum. Maður þarf dálítið að harka í þessum bransa til að ná langt þannig maður verður að vera tilbúinn að eyða tíma í þetta. Annars er búið að vera minna að gera að spila þessa síðustu mánuði en þá ég bara meira upp í stúdíói.“

Hvað ætlar þú að gera um áramótin? „Ég ætla að eyða áramótunum með konunni og fjölskyldum okkar. Við ákváðum að breyta til og leigðum okkur Air BnB íbúð í Reykjavík rétt hjá Hallgrímskirkju og ætlum að vera öll saman þar.“ Hvað mun árið 2018 bera í skauti sér hjá þér? „Ég ætla að reyna að vinna með eins mikið af fólki og ég get. Það er svo ótrúlega mikið af nýju og upprennandi tónlistarfólki á Íslandi og þá sérstaklega í hiphop senunni. Mig langar að vinna með sem flestum og er strax kominn með nokkra sem ég ætla að vinna með. Einnig langar mig að ferðast meira og spila út um allt.“

Elvar Þór Magnússon hélt ræðu fyrir hönd útskriftarnema.

Útskriftarhópurinn.

Vox Felix tók nokkur lög.

MSS útskrifar 54 nemendur Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum (MSS) útskrifaði þann 20. desember sl. 54 nemendur við hátíðlega athöfn á fimmtu hæð í Krossmóa. Eftir athöfnina var út-

skriftarnemum og gestum þeirra boðið upp á léttar veitingar. Elvar Þór Magnússon hélt ræðu fyrir hönd útskriftarnema og ungmennakórinn Vox Felix söng jólalög.

MSS fagnar tuttugu ára afmæli þann 1. febrúar nk. og hefur verið haldið upp á það með margvíslegum hætti á þessu ári og fagnað verður áfram á næsta ári.

Þetta var í þriðja sinn sem sameiginleg útskrift námsleiða í öllum áföngum var haldin en MSS leggur áherslu á það að fagna beri öllum áföngum og eru þau afar stolt af árangri nemenda

sinna. Útskrifað var af fimm námsleiðum þessa önnina, Félagsliðabrú, Skrifstofuskóla, SMR, Grunnmenntastoðum og Menntastoðum.


18

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. desember 2017 // 51. tbl. // 38. árg.

Notalegt að eiga yfir hátíðirnar

Jólabarnið flýtti sér í heiminn

Jóhanna Ósk Pedersen og Aron Örn Birkisson eignuðust dreng á aðfangadagskvöld á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en þetta var annar drengurinn þeirra hann var 49 cm og 3355 grömm. Settur dagur hjá Jóhönnu var 2. janúar nk. og kom því litli snáðinn í heiminn nokkrum dögum fyrir settan dag. „Fæðingin gekk vel, ég var komin upp á spítala um hálf níu á aðfangadagskvöld og var hann kominn í heiminn kl. 23:04.“ Þegar Jóhanna er spurð hvernig hafi verið að eiga yfir hátíðirnar segist hún hafa náð að borða í flýti og opnað þrjár gjafir áður en hún fór

upp á spítala og þar sem hún segist hafa fengið bestu jólagjöfina. Fyrstu dagar fjölskyldunnar hafa gengið vel og eru þau öll að kynnast nýja fjölskyldumeðlimnum og læra á hvert annað. „Við vissum að við ættum von á dreng en fyrir eigum við átján mánaða strák sem tekur nýja bróður sínum ágætlega.“

„Ég var í baðinu nánast allan tímann og fæddi hana þar, ég var samt ekkert að búast við henni strax þar sem ég gekk níu daga fram yfir á síðustu meðgöngu,“ segir Heiðrún Björk Ingibergsdóttir en hún og Lúkas Daníel Malesa eignuðust stúlku á jóladag á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Stúlkan var 3640 grömm eða 14 merkur og 50 cm. Settur dagur var á Þorláksmessu þann 23. desember en fæðingin gekk mjög vel.

Heiðrún segir að það hafi verið notalegt að eiga yfir hátíðirnar og að rólegt hafi verið á fæðingardeildinni. „Ég fékk alla þá aðstoð sem ég þurfti við fæðinguna.“ Fyrstu dagarnir hafa gengið vel hjá fjölskyldunni, fyrsta nóttin var örlítið erfið þar sem jólabarnið svaf lítið en síðan þá hefur þetta gengið eins og í sögu. „Við vissum að það væri lítil stelpa á leiðinni og þetta er okkar annað stúlkubarn en eldri skvísan okkar er tveggja og hálfs árs.“

Þekking í þína þágu

Er þinn tími kominn fyrir frekara nám? Fjarnám Menntastoða er sveigjanlegt og sniðið að þörfum fullorðinna námsmanna. Þú lærir þegar þér hentar og þar sem þú vilt! Menntastoðir er undirbúningur til áframhaldandi náms og miðar við háskólabrú Keilis og frumgreinadeildir við Bifröst og H.R. Einnig má nýta einingar úr Menntastoðum inn í nám í framhaldsskóla s.s. grunn að iðnnámi.

Kjörorð Menntastoða MSS eru: » Framúrskarandi fjarnámskennsla » Sveigjanleiki í námi, óháð tíma og rúmi » Metnaðarfull þjónusta og stuðningur við nemendur

Fjarnám og staðnám hefst í janúar 2018 og tekið er við skráningum núna

Sindri Heiðarsson Til að byrja með var ég ekki viss um hvort að það gengi upp að vera í skóla á sjó. En svo hefur allt gengið vonum framar. Allir starfsmenn MSS koma svo mikið til móts við þarfir mínar að hálfa væri nóg. Ég er að róa í skiptakerfinu 3-1 og hef aldrei þurft að taka auka frí túr til að sinna náminu.

Frekari upplýsingar veitir Áslaug Bára, verkefnastjóri í síma 412 5952 eða í gegnum netfangið aslaug@mss.is


Sex þúsund vinningar í Jólalukku 2017 eru flognir út 2017 2017 2017 2017

Lokaútdráttur - vinningshafar iPhone X frá NETTÓ í Njarðvík: Kristín Helgadóttir, Fífudalur 6, Njarðvík 120 þús. kr. gjafabréf í NETTÓ í Njarðvík: Lilja G. Kjartansdóttir, Skólavegi 44, Keflavík ICELANDAIR ferðavinningur frá Víkurfréttum: Alexandra Pitak, Vallarási 18, Njarðvík 15.000 kr. gjafabréf frá NETTÓ í Grindavík: Hrund Skúladóttir að Austurhópi 25, Grindavík 15.000 kr. gjafabréf frá NETTÓ í Grindavík: Sirrý Ingólfsdóttir Ásvöllum 6b, Grindavík Konfektkassar í NETTÓ Njarðvík: Árni Gunnarsson, Hjallavegi 5, Njarðvík Snjólaug A. Hauksdóttir, Sjafnarvellir 16, Keflavík Jóhannes Högnason, Háaleiti 34, Keflavík Björk Garðsdóttir, Hlíðargötu 21, Sandgerði Ragnheiður Stefánsdóttir, Norðurgarði 13, Keflavík María Rán Ágústsdóttir, Kópubraut 24, Njarðvík Stefanía Hákonardóttir, Seljudal 11, Njarðvík Jóhanna Valtýsdóttir, Pósthússtræti 3, Keflavík Anna María Jónsdóttir, Lágseylu 7, Njarðvík Örn B. Sverrisson, Hraunholti 3, Garði Hafrún Ægisdóttir, Lindartúni 6, Garði

Amelía Sól, Oddnýjarbraut 3, Sandgerði Guðrún María Brynjólfsdóttir, Arnarhrauni 21, Grindavík Hjördís Ingólfsdóttir, Faxabraut 81, Keflavík Kolfinna Njálsdóttir, Elliavellir 19, Keflavík Sveinbjörg Þórðardóttir, Hjallagötu 8, Sandgerði Klara Guðjónsdóttir, Brekkustíg 4, Njarðvík Reynar Einarsson, Sunnubraut 10, Garði Agnes M. Garðarsdóttir, Fífumóta 10, Njarðvík Guðrún Ólafssdóttir, Hjallagötu 4, Sandgerði

VIÐ ÞÖKKUM EFTIRTÖLDUM AÐILUM FYRIR ÞEIRRA ÞÁTT Í JÓLALUKKUNNI 2017: Bláa Lónið // Pylsuvagninn // KFC // Sigurjónsbakarí // Sporthúsið // Einka.is // Langbest Fernando’s // Olsen Olsen // Rétturinn // Geysir bílaleiga // Sambíó Keflavík


20

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. desember 2017 // 51. tbl. // 38. árg.

Sigurvegari í heimakeppni Biggest Loser

„Þegar hugarfarið er í lagi kemst allt á réttan stað“

VF-mynd: Sólborg

- Ólafía Kristín Norðfjörð segir Biggest Loser einmitt það sem hún þurfti til að öðlast heilbrigðan lífstíl

„Ég hafði oft hugsað um það að skrá mig, en mig langaði að reyna að gera þetta sjálf. Þetta var svolítið síðasta skrefið til að öðlast heilbrigðan lífstíl. Ég var orðin þreytt á því að vera að rokka fram og til baka í þyngdinni, það var mjög erfitt andlega. Ég hafði heldur ekki trú á því að ég myndi komast inn í keppnina. Ég var 115 kíló og sú léttasta sem komst inn,“ segir Ólafía, en frá því að keppnin hófst hefur hún misst rúm fjörtíu kíló. „Ég upplifi mig ennþá eins og ég sé yfir hundrað kíló og fólk þarf stundum að minna mig á að ég sé það ekki. Þetta er eitthvað sem ég er að vinna með núna, að átta mig á því að ég hafi náð öllum þessum árangri.“

Fann sig í CrossFit Suðurnes

Ólafía segist hafa glímt við aukakíló frá því hún var unglingur. „Mataræðið var rosalegur veikleiki hjá mér og ég fann ekkert sem mér þótti skemmtilegt í líkamsræktinni. Þetta helst svo rosalega í hendur, mataræðið og hreyfingin,“ segir Ólafía, en hún byrjaði í CrossFit Akureyri sumarið 2016, þegar fjölskyldan bjó fyrir norðan. Þegar hún flutti suður færði Ólafía sig yfir í CrossFit Suðurnes. „Mér fannst það yndislegt og mér var mjög vel tekið þar. Þetta er loksins eitthvað sem ég finn mig í.“

VIÐTAL

„Þetta er eitthvað sem ég þurfti. Ég er ógeðslega sátt,“ segir Ólafía Kristín Norðfjörð um keppnina Biggest Loser, en hún var send heim eftir átta vikur á Bifröst þar sem liðið æfði saman á meðan keppninni stóð. Ólafía stóð svo uppi sem sigurvegari í „heimakeppninni“ í úrslitunum sem fram fóru í nóvember síðastliðnum.

Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is

Ólafía á CrossFit æfingu.

Ólafía ásamt liðinu sínu. Eitt símtal á átta vikum

Að mæta á Bifröst og byrja keppnina segir Ólafía hafa verið ótrúlega skrýtið. „Maður sat í rútunni og var að reyna að spjalla við liðið. Ég var alltaf að spyrja mig hvað ég væri eiginlega að gera þarna. Þetta var pínu óraunverulegt.“ Liðið fékk ekki vera í samskiptum við fólkið sitt heima og þar af leiðandi ekki með símana sína. Ólafía, sem er tveggja barna móðir, fékk að hringja einu sinni í fjölskyldu sína á þessum átta vikum. „Það var það erfiðasta. En þegar ég fékk þetta símtal friðaði það mig svolítið. Ég var búin að hugsa það að fara bara heim til þeirra. Þessi óvissa var svo mikil. Ég vissi alveg að þeim

Markmið Ólafíu fyrir lokaþáttinn var að ganga upp á Esjuna. Það tókst í fyrsta sinn í nóvember.

liði vel, en ég þurfti bara að heyra það. Þegar ég fékk svo þetta símtal bjargaði það öllu og ég hélt áfram.“

Hlustaði ekki á neitt væl

Gurrý var þjálfari Ólafíu í keppninni en mataræðið var mjög stíft og æfingarnar margar. „Við borðuðum fimm sinnum á dag og það hentaði mér rosalega vel. Við vigtuðum allt ofan í okkur, sem var eitthvað sem ég hafði hugsað mér að prófa áður en hafði ekki metnaðinn í það þá,“ segir Ólafía og bætir því við að hún hafi verið mjög sátt með Gurrý. „Ég þurfti einhvern sem sagði mér að hætta að væla og Gurrý gerði það. Hún hlustaði ekki á neitt væl.“ Þá voru æfingarnar hjá liðinu einnig mjög skemmtilegar að sögn Ólafíu. „Það sem hélt mér gangandi á Bifröst voru æfingarnar hjá Gurrý. Ég hlakkaði alltaf til að fara á æfingar hjá henni. Þær voru erfiðar, en eitthvað sem maður þurfti. Þegar við vorum ekki á æfingum hjá henni fannst mér dagarnir líða hægt.“ Liðið var þó duglegt að finna sér eitthvað til að dunda sér við. „Við Arna náðum rosalega vel saman og við fundum okkur alltaf eitthvað að gera. Við gátum farið í heita potta, fórum í göngutúra og fleira. Svæðið þarna er eitt flottasta svæðið á Íslandi.“ Ólafía segir liðið hafa passað upp á hvert annað. „Það komu dagar sem voru bara ógeðslega erfiðir, en þá kom einhver og bankaði upp á hjá manni og bað mann um að koma niður. Við vorum ótrúlega góður hópur þarna.“

Losaði sig við grímuna

Eftir átta vikur fór Ólafía heim. „Það

var geðveikt. Ég hitti stelpurnar daginn eftir og það var bara smá eins og í bíómynd. Þær voru ótrúlega glaðar að sjá mig,“ segir hún. Eftir Biggest Loser ferlið segist Ólafía vera eins og önnur manneskja andlega. „Ég fór í keppnina með rosalega mikla grímu, en ég ákvað bara að losa mig við hana. Ég ætlaði að nýta mér þetta tækifæri,“ segir Ólafía en hún segist hafa komið heim frá Bifröst algjörlega brotin. „Ég veit ekki hvað ég grét í marga daga eftir að ég kom heim og ég átti mjög erfitt með að aðlagast lífinu aftur. Það endaði þannig að ég þurfti að fá veikindaleyfi frá vinnu, sem er eitthvað sem ég hef aldrei þurft að gera áður út af andlegri heilsu.“

Hætt í felum

Um leið og fjölskyldan flutti suður fór Ólafía og hitti sálfræðing. „Það bjargaði öllu og þá fór allt upp á við. Fjölskyldan mín talar um það núna, hvað það sé mikill munur á mér síðan í byrjun árs. Ég var alltaf glöð innan um aðra og faldi það bara hvernig mér leið. Úti á við var ég alltaf brosandi, en allir heima fundu fyrir vanlíðaninni því ég lét það bitna á þeim.“ Í dag segist Ólafía þó hætt að fela það hvernig henni líði. „Í byrjun árs hefði ég alltaf sagt að ég hefði það gott ef fólk spurði, en núna segi ég frekar bara að mér líði ekki vel. Ég má eiga slæma daga og það er alveg heilbrigt.“ Þegar hún lítur til baka segir hún

Fjölskyldan saman.

hugarfarið hafa verið ástæða þess að hún náði jafn miklum árangri og raun ber vitni. „Einhvern veginn kemst allt á réttan stað þegar hugarfarið er í lagi. Um leið og maður fer að vinna í andlegri heilsu fara hlutirnir að rúlla með. Ég hef heyrt það að þegar fólki fer að líða vel andlega fari því að líða vel líkamlega.“ Sem móðir segist Ólafía finna mikinn mun á lífi sínu dagsdaglega eftir að hafa losað sig við öll þessi kíló. „Áður var það bara pína fyrir mig að fara með stelpurnar út að leika. Ég sá það ekki fyrir mér að ég gæti klætt þær báðar í útifötin og komið þeim út. Ég var bara búin á því og fannst það erfitt. Ég nennti orðið ekki að gera hluti af því ég var alltaf þreytt. Ég finn mikla breytingu á þessu öllu í dag.

Maraþon og markmiðasetning

Það sem tekur nú við í lífi Ólafíu eru ný markmið en hún segir markmiðasetningu nauðsynlega. „Ég ætla að halda áfram að æfa CrossFit af því mér þykir það skemmtilegt. Svo ætla ég að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu næsta sumar. Ég er búin að setja mér markmið fyrir næstu tvö árin.“ Ólafía segist klárlega mæla með Biggest Loser. „Mín upplifun þarna var ekkert nema góð. Fólkið sem stóð á bak við þetta var frábært. Þetta var algjörlega startið sem ég þurfti til að koma lífi mínu í betra horf.“


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. desember 2017 // 51. tbl. // 38. árg.

21

„Núna veit ég að ég get þetta“ - Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir lenti í þriðja sæti í Biggest Loser

Dagbjört ásamt liðinu sínu.

snerust æfingarnar að miklu leyti um CrossFit. Eftir keppnina segist hún mun léttari á sér. „Það er rosalega mikil breyting á líkamanum á mér. Þó svo að kílóin hafi ekki farið hratt niður hjá mér, þá er ég öll að breytast. Ég var líka að lyfta og hef fengið vöðva. Mér finnst til dæmis auðveldara að fara inn í búð og versla mér föt. Ég er búin að fara niður um svona átta fatastærðir.“

Meirihluti keppenda fer aftur í sama farið

Dagbjört hafði alltaf verið í einhverjum æfingum áður en hún tók þátt í Biggest Loser, en síðastliðið ár var hún í „Þitt Form“ hjá Freyju Sigurðardóttur í Sporthúsinu. „Ég elska hana. Hún er algjörlega búin að taka mig að sér,“ segir Dagbjört,

VF-mynd: Sólborg „Ég er ótrúlega þakklát að hafa fengið að taka þátt,“ segir Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir um keppnina Biggest Loser, en Dagbjört endaði í þriðja sæti í keppninni. Hún segist hafa ákveðið að kýla á það og skrá sig í keppnina eftir að hafa séð umsóknina auglýsta nokkrum sinnum á netinu. „Ég er mun léttari á mér í dag. Ég hafði oft hugsað það að ég væri til í að komast á einhvern stað þar sem ég fengi hjálp og væri bara að hugsa um sjálfa mig,“ segir Dagbjört en hún

en hún mun áfram æfa hjá Freyju. Aðspurð segist Dagbjört mæla með keppninni en að fólk verði þó að vera tilbúið að vinna vinnuna. „Þetta er leikur, þetta er gaman, en það er líka fullt sem er erfitt. Þetta hjálpar manni algjörlega en maður verður að vera tilbúinn bæði í hausnum og hjartanu. Mér var sagt að um 90% af fólkinu sem keppir í Biggest Loser í heiminum verði aftur feitt. Þetta er ógeðslega erfitt eftir á líka, ég er alveg að ströggla núna,“ segir hún. Markmið Dagbjartar eru þó að halda áfram að æfa. „Það þýðir ekkert að fara í þetta í sjö mánuði og fylgja þessu svo ekkert eftir. Núna hugsa ég öðruvísi. Áður sá ég ekki að ég gæti þetta. En núna veit ég að ég get þetta.“

solborg@vf.is

LAUS STÖRF

hefur nánast allt sitt líf verið í yfirþyngd og átt erfitt með mataræðið. Í keppninni, sem stóð í heild sinni yfir í sjö mánuði, missti hún rúm 33 kíló.

umhverfi og það var ekkert áreiti. Það voru bara allir að gera það sama,“ segir Dagbjört.

Allir hjálpuðust að

Hún segir það þó hafa verið áskorun að vera á Bifröst, en hún var þar í níu vikur. „Þegar sex ólíkir einstaklingar eru settir saman í íbúð og þurfa allt í einu að fara að gera allt saman, þá kemur manni ekkert alltaf vel saman. En maður reyndi að vera jákvæður,“ segir hún. Rauða liðið, sem Dagbjört var hluti af, æfði þrisvar á dag en tók einn hvíldardag í viku. Sá agur innihélt þó alltaf einhverja hreyfingu, til dæmis göngutúr. „Hvíldin var líka mjög mikilvæg. Okkur leið mjög vel þarna og það var aldrei nein ofþjálfun,“ segir hún. Evert, þjálfari rauða liðsins, er eigandi CrossFit Reykjavík og því

„Ég borðaði ekki rétt og ég þarf að passa það núna. Þegar við mættum á Bifröst var okkur sagt hvað við ættum að borða. Við vorum á Paleo-fæði sem er hreint mataræði. Við þurftum að vera á algjörlega hreinu fæði fyrsta mánuðinn en þetta var mjög góður matur. Við pöntuðum inn og elduðum saman. Þetta var einhvern veginn ekkert mál. Við vorum í vernduðu

Hvíldin mikilvæg

Dagbjört ásamt Evert, þjálfara sínum.

NJARÐVÍKURSKÓLI VELFERÐARSVIÐ

Grunnskólakennari í 70% starf Starfsfólk á heimili fatlaðra barna

Umsóknum í ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

VIÐBURÐIR OPNUNARTÍMI YFIR JÓL OG ÁRAMÓT Ráðhús -þjónustuver og bókasafn

Sundmiðstöð/Vatnaveröld

Lokað 24.-26. desember Opnar kl. 10:00 27. desember Lokað 30. desember-2. janúar Aðra daga er hefðbundinn opnunartími.

Opið 23. desember til kl. 16:00 Lokað 24.-26. desember Opið 31. desember til kl. 11:00 Lokað 1. janúar Aðra daga er hefðbundinn opnunartími.

Íþróttamiðstöð Njarðvíkur

Duus Safnahús og Rokksafn

Opið 23. desember til kl. 13:00 Lokað 24.-26. desember Lokað 31. desember og 1. janúar Aðra daga er hefðbundinn opnunartími.

Lokað 24. og 25. desember Lokað 31. desember og 1. janúar Aðra daga er hefðbundinn opnunartími. Gleðilega hátíð!


22

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. desember 2017 // 51. tbl. // 38. árg.

Bjóða fólki að sprengja Hljómahöll um áramótin

Flugeldasala knattspyrnudeildar Keflavíkur verður nú fyrir áramótin eins og síðustu ár. Flugeldasalan er til húsa í gamla K-húsinu Hringbraut 108. „Það er fullt hús af góðum vörum á fínu verði,“ segir Jón Benediktsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur við Víkurfréttir. Að þessu sinni eru nýjar tertur í boði en þær heita Ljósanótt og Hljómahöll. Flugeldasalan er opin fimmtudag kl. 16-20 og föstudag og laugardag kl. 10-22. Þá er opið á sunnudag, gamlársdag, kl. 10-16. Stuðningsmenn Keflavíkur eru hvattir til að kíkja við og skoða úrvalið enda er flugeldasalan mikilvægur hluti af fjáröflunarstarfi deildarinnar.

Keflvíkingar með skotterturnar Hljómahöll og Ljósanótt. VF-mynd: Hilmar Bragi

Tekur á móti nýja árinu í faðmi fjölskyldunnar

DREKASKÁTAR GEFA TIL FJÖLSKYLDUHJÁLPAR Drekaskátar Heiðabúa færðu Fjölskylduhjálp jólapakka þann 4. desember síðastliðinn, en Fjölskylduhjálp mun svo í framhaldinu dreifa pökkunum til barna. Drekaskátar fóru einnig í heimsókn á Hlévang þar sem þeir sungu fyrir heimilisfólk og færðu því jólakort sem þau höfðu sjálf unnið.

Ágústa Jóna mun eyða áramótunum í faðmi tengdafjölskyldu sinnar í Grindavík í ár og bíður spennt eftir ljúffengum mat hjá tengdapabba sínum. Hún strengir ekki nýársheit en utanlandsferð er meðal þess sem stendur upp úr hjá henni á árinu. Hvar verður þú um áramótin? „Við fjölskyldan verðum í Grindavík hjá tengdaforeldrum

mínum.“ Hvað ætlar þú að borða um áramótin? „Það verður eitthvað

ljúffengt hjá tengdapabba eins og alltaf.“ Strengir þú eða hefur þú strengt áramótaheit? „Nei, það geri ég ekki og hef ekki gert.“ Hvað stendur upp úr á árinu hjá þér? „Það sem stendur upp úr á árinu er ferð okkar fjölskyldunnar til Tenerife og þjóðhátíð þar sem öll fjölskyldan var einnig saman komin.“ Eru einhverjar áramóta/nýárshefðir hjá þér? „Nei, get ekki sagt það.“

JÓLADAGAR Í REYKJANESBÆ

ÞAKKA FYRIR SIG! Samtökin Betri bær óska Suðurnesjamönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og jólasveinum samstarfið í desember. Færum öllum aðilum sem studdu verkefnið „Jóladagar í Reykjanesbæ“ bestu þakkir.


Slippfélagið • Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 421 2720 og 590 8500 • Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • slippfelagid.is


24

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. desember 2017 // 51. tbl. // 38. árg.

Hvetur bæjarbúa til þess að tala vel um bæinn sinn

- Sjö manna fjölskylda flutti í Reykjanesbæ og líkar vel

Elín Hermannsdóttir vakti athygli á Facebook-síðunni „Reykjanesbær gerum góðan bæ betri“ á dögunum þegar hún skrifaði færslu um það að fjölskylda hennar væri flutt í bæinn og alls staðar þar sem hún kæmi fengi hún hlýtt og gott viðmót. Þá sagði hún einnig í færslunni að sér þætti fólkið í bænum yndislegt. Elín bauð blaðamönnum Víkurfrétta í heimsókn til fjölskyldunnar í Njarðvík og spjallaði um lífið í Reykjanesbæ.

Æskuvinurinn alltaf talað vel um Reykjanesbæ

Fjölskyldan flutti til Njarðvíkur í byrjun maí á þessu ári, en Elín segir fjölskylduna alsæla með lífið í Reykjanesbæ. Saman eiga þau hjónin fimm börn á aldrinum þriggja til fimmtán ára og hafa þau öll náð að aðlagast vel í bænum. Stórfjölskyldan átti heima í blokkaríbúð í Hafnarfirði en langaði að breyta til og því var ákveðið að selja íbúðina í Hafnarfirði og flytja í Reykjanesbæ eða nánar tiltekið í Njarðvík. „Æskuvinur Hilmars, mannsins míns, býr hér og hann hefur alltaf talað vel um bæjarfélagið þannig við ákváðum að slá til þegar ég sá þetta hús til sölu. Um leið og við komum hingað fundum við fyrir því hvað það væri góður andi hérna. Allir eru svo

hjálplegir og það eru allir tilbúnir að leiðbeina okkur. Alls staðar er samstaða í bæjarfélaginu og það finnst mér einkenna bæinn.“

Smullu inn í skólann

Elín starfar á Tjarnarseli og lofar vinnustaðinn sinn, en þar segist hún finna fyrir góðum anda. Hilmar starfar sem rafvirki og sinnir verkefni í Njarðvík um þessar mundir þannig það er stutt fyrir þau að fara í vinnuna. „Börnin hafa aðlagast vel, þau eru í Njarðvíkurskóla og þar er hlúð vel að nýjum nemendum. Elsti strákurinn okkar var til að mynda að klára níunda bekk þegar við fluttum hingað og byrjaði í tíunda bekk í haust. Það er ekki auðvelt að rífa sig upp á þessum aldri en öll börnin okkar hafa samt

Besta áramótaheitið að gera eitthvað fyrir sjálfa sig Grindvíkingurinn Birgitta Hrund Káradóttir hefur strengt þónokkur áramótaheit í gegnum tíðina og hefur náð að standa við sum þeirra og önnur ekki. Stórfjölskylda hennar hittist öll heima hjá henni en árið 2017 var viðburðarríkt þar sem fæðing nýjasta fjölskyldumeðlimsins stóð upp úr.

Hvar verður þú um áramótin? Ég verð heima hjá mér um áramótin með stórfjölskyldunni. Hvað ætlar þú að borða um áramótin? Við eldum kalkún og reyktan hátíðarkjúkling. Strengir þú eða hefur þú strengt áramótaheit? Já, ég hef sko strengt áramótaheit og strengi reglulega áramótaheit þar sem ég ætla að venja mig af ýmsum ósiðum, sem og megrunin auðvitað. Besta

áramótaheit sem ég hef strengt var þegar ég ákvað að gera eitthvað fyrir sjálfa mig á hverjum degi. Bara að taka smá stund úr deginum til að hugsa um líkama eða sál, ræktin, göngutúr, lestur, hárþvottur, naglalakk og svo framvegis. Það var örugglega besti árangurinn í áramótaheitunum, ég náði því alveg fram í mars. Hvað stendur upp úr á árinu hjá þér? Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn í fjölskyldunni, Freyja Mekkín, fædd 23. maí. Eru einhverjar áramóta/ nýárshefðir hjá þér? Á áramótunum safnast stórfjölskyldan saman heima hjá okkur, borðar saman, sprengir flugelda og svo er venjulega spilað eftir að börnin eru farin í rúmið.

Elín ásamt yngsta syni sínum, Hjörvari Inga. Jónína Guðmundsdóttir VIÐTAL Rannveig Sólborg Guðbrandsdóttir rannveig@vf.is solborg@vf.is

sem áður smollið hérna inn og það virðist allt svo auðvelt.“ Þegar fjölskyldan flutti hingað í byrjun maí voru aðeins þrjár vikur eftir af skólanum, en börnin ákváðu samt sem áður að byrja í skólanum og voru í honum í þrjár vikur áður en að sumarfríið hófst. Elín segir að það hafi verið mjög gott þar sem þau hafi þá náð að eignast vini fyrir sumarið.

finnst henni umhverfið í Reykjanesbæ öruggt. „Hér er passað upp á það að enginn sé útundan. Við fengum símtal í sumar, þegar við vorum nýflutt, og við spurð hvort dóttur okkar vantaði ekki leikfélaga. Okkur fannst það svo fallegt. Mér finnst svo mikil samstaða hérna.“

Húsnæðiskaupin voru lukkupottur

Yngsti sonur þeirra hjóna komst strax inn á leikskóla þegar þau fluttu í bæinn og hefur hann aðlagast leikskólalífinu vel. „Það er eins og við höfum alltaf búið hérna. Mér finnst ótrúlega krúttlegt hvað allir þekkja alla. Það er frekar ólíkt Hafnarfirði.“ Elín er alin upp í Kópavoginum en Hilmar er Hafnfirðingur í húð og hár.

Fjölskyldan þurfti ekki að standa í stórræðum þegar þau fluttu í húsnæðið sem þau búa í og segir Elín að þau hafi dottið í lukkupottinn. Fjölskyldan er komin hingað til lengri tíma enda sé það stórt skref að fara úr bæjarfélagi sem þau hafi lengið búið í. Flutningarnir hafi því ekki verið skyndiákvörðun. „Elsti strákurinn okkar ætlar í FS og honum lýst vel á skólann. Við höfum verið að spyrjast fyrir og það eru flestir í FS, það er svo frábært að vera með þennan góða skóla hérna og ég persónulega sæki ekki mikla þjónustu í höfuðborgina, það er allt til staðar hér.“

Mikil neikvæðni í bæjargrúppunni

Frábær þjónustulund í Reykjanesbæ

Krúttlegt hvað allir þekkja alla

Elín hefur verið inn á Facebook-síðunni Reykjanesbær - gerum góðan bæ betri síðan í maí og að hennar sögn grasserar þar of mikil neikvæðni. „Mér fannst umræðan oftast vera neikvæð. Ég reyni alltaf að hrósa, hvar sem ég er, í búðum og víða og fólk kann ekki alltaf að taka því af því það fær örugglega mikið af neikvæðni daglega. Það er svo margt gott hér í Reykjanesbæ sem önnur bæjarfélög hafa ekki.“ Stórfjölskyldan er ánægð með þjónustuna sem henni er veitt og sérstaklega það sem gert er fyrir börnin. Þá

Það er eins og við höfum alltaf búið hérna. Mér finnst ótrúlega krúttlegt hvað allir þekkja alla.

Reykjanesapótek hefur einnig fengið hrós á umræddri Facebook-síðu og segir Elín að þjónustan þar sé frábær. „Þetta er besta apótek sem ég hef verslað við og ég mun hvergi annars staðar versla. Eigandinn er frábær og ef mann vantar eitthvað utan opnunartíma þá opnar hún apótekið. Það er mikill kostur að geta farið á læknavaktina og svo beint til hennar,“ segir Elín og nefnir það einnig að þjónustan í Skóbúðinni á Hafnargötunni sé frábær. „Þegar maður kemur inn í verslanirnar hérna er manni heilsað.“

Mikilvægt að tala vel um bæjarfélagið sitt

Þegar Elín er spurð hver viðbrögðin við færslunni hennar í grúbbunni hafi verið segir hún þau hafa verið ótrúleg. „Ég er búin að fá fullt af skilaboðum og samstarfsfólkinu mínu fannst þetta frábært. Þeim finnst frábært að loksins hafi einhver komið með eitthvað jákvætt þarna inn. Persónulega finnst mér margt ljótt koma þarna inn. Við þurfum líka að tala vel um bæjarfélagið okkar,“ segir hún.

Njarðvíkingur en ekki Reykjanesbæingur

Fjölskyldan hélt sín fyrstu jól í nýju bæjarfélagi og framundan hjá þeim er vinna, skóli og íþróttir. „Við hlökkum til komandi mánaða. Það er svo margt í boði fyrir börn hér í Reykjanesbæ, gott fótboltastarf og svo er fimleikaaðstaðan frábær, það er allt gert til þess að öllum líði vel í bæjarfélaginu, það er hlýlegt og notalegt.“ Þegar vinnufélagar Elínar spurðu hana hvar hún byggi sagðist hún búa í Reykjanesbæ. Þeir voru þá fljótir að leiðrétta það að hún byggi í Njarðvík þegar hún sagði þeim heimilisfangið. „Mér var sagt að ég væri Njarðvíkingur, segir Elín og hlær.“

Elín Hermannsdóttir, Hjörvar Ingi þriggja ára, Mikael Freyr tólf ára, Ísak Máni fimmtán ára, Kristjana ellefu ára, Hilmar Ægir Þórðarson og Bergþóra Kristín sjö ára.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. desember 2017 // 51. tbl. // 38. árg.

25

Sextíu styrktar-milljónir í 37 verkefni

Fulltrúar styrkþega með forráðamönnum Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja. VF-mynd/Guðlaugur Sigurjónsson. Úthlutað hefur verið styrkjum fyrir árið 2018 úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Auglýst var eftir styrkumsóknum í október sl. Umsóknir sem bárust voru samtals 73 talsins og hljóðuðu styrkbeiðnir upp á tæplega 227 milljónir króna. Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs úthlutar nú 60.450.000 til 37 verkefna. 14.250.000 fara í styrki til sjö verkefnanna sem flokkast undir stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. 18.700.000 fara í styrki til 20 verkefna sem flokkast undir menningu og listir. 27.500.000 fara í styrki til 10 verkefna sem flokkast undir atvinnu- og nýsköpun. Fulltrúar sjóðsins afhentu styrkina skömmu fyrir jól á Park-Inn hótelinu í Reykjanesbæ.

EFTIRTALIN VERKEFNI HLUTU STYRK.

Nr. 1. Grafík og vatnslitavinnustofur í Höfnum. Umsækjand og verkefnastjóri: Valgerður Guðlaugsdóttir. Flokkur: Menning. Reyndir listamenn miða þekkingu sinni bæði til almennings og skólabarna með því að halda opnar vinnustofur og sýningar í félagsheimilinu Höfnum. Listamennirnir kenna öðrum handverkið og skapa þannig andrúmsloft, hugmyndaauðgi og tilraunamennsku hjá ungum og öldnum. Verkefni hlýtur styrk að fjárhæð kr. 400 þús. Nr. 2. Hæfileikar SamSuð 2018. Umsækjandi: Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum. Verkefnastjóri: Stefán Arinbjarnarson. Flokkur: Menning. Með Hæfileikum Samsuð er skapaður vettvangur fyrir ungmenni á Suðurnesjum til að sýna og rækta hæfileika sína. Slík keppni dregur einnig fram að á Suðurnesjum er margt ungt hæfileikafólk sem er um leið góðar fyrirmyndir fyrir jafningjana og hvetur þá til dáða. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500 þús. Nr. 3. 100 ára afmæli fullveldis, Málþing. Umsækjandi: Menningarfulltrúar á Suðurnesjum. Verkefnastjóri: Guðjón Þorgils Kristjánsson. Flokkur: Menning. Tilgangur verkefnisins er að horfa um öxl og beina sjónum að því hvernig samfélag okkar hefur þróast á lýðveldistímanum og draga fram áhugaverða samlíkingu milli fortíðar og nútíðar í sögu okkar. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500 þús. Nr. 4. 50 ára afmæli Kvennakórs Suðurnesja. Umsækjandi: Kvennakór Suðurnesja. Verkefnastjóri: Guðrún Karítas Karlsdóttir. Flokkur: Menning. Af því tilefni að kórinn fagnar 50 ára afmæli verður sögu kórsins gerð skil á margvíslegan hátt. M.a. veglegir tónleikar þar sem flutt verður tónlist eftir Suðurnesjaskáld og textahöfunda ásamt sýningu um 50 ára sögu kórsins og þátt hans í menningarlífi á Suðurnesjum í gegnum tíðina. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 600 þús. Nr. 5. Saga og menning Kálfajarnarhverfis. Umsækjandi: Hilmar E. Sveinbjörnsson. Verkefnastjóri: Húbert Ágústsson. Flokkur: Menning. Markmið verkefnisins er að kynna sögu golfvallarsvæðis Kálfastjarnarvallar til að auka enn fremur á upplifun og ánægju af að leika golf. Gerð verða brautarskilti með viðbótarupplýsingum um sögu og mannvistarleifar. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 600 þús. Nr. 6. Skiltagerð – Skipskaða og strönd. Umsækjandi: Minja- og sögufélag Grindavíkukr. Verkefnastjóri: Bogi Adolfsson. Flokkur: Menning. Sett verða upp skilti sem veita fróðleik og þekkingu um skip sem hafa strandað við strandlengjuna í Grindavík og nágrenni. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 600 þús. Nr. 7. Söngvaskáld á Suðurnesjum. Umsækjandi og verkefnastjóri: Dagný Gísladóttir. Flokkur: Menning. Verkefnið miðar að því að kynna tónlistararf og tónlistarmenningu á Suðurnesjum. Verkefnið gefur jákvæða mynd af svæðinu og er atvinnuskapandi fyrir

tónlistarfólk. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 700 þús. Nr. 8. Kynning á bókmenntaarfinum. Umsækjandi: Bókasafn Reykjanesbæjar ásamt almenningsbókasöfnum í Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum. Verkefnastjóri: Stefanía Gunnarsdóttir. Flokkur: Menning. Markmið verkefnisins er að kynna bókmenntaarfinn, minna á gamla og góða höfunda og bókmenntaverk, kynna yngri höfunda og verk þeirra. Leggja áherslu á læsi og mikilvægi lesturs. Efl um leið menningarlífið á svæðinu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 700 þús. Nr. 9. Sjólist í Garði, endurbygging innan dyra. Umsækjandi og verkefnastjóri: Erna M. Sveinbjarnardóttir. Flokkur: Stofn- og rekstur á sviði menningar. Hollvinasamtök Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst vilja halda áfram að viðhalda menningarverðmætum. Markmiðið er að komandi kynslóðir fái að njóta hússins og læra þannig hvernig fyrri kynslóðir bjuggu. Auk þess sem menningartengd starfsemi fer fram í húsinu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 750 þús. Nr. 10. Skráning stríðsminja á Suðurnesjum. Umsækjandi og verkefnastjóri: Eiríkur Hermannsson. Flokkur: Menning. Markmið verkefnisins er skráning og mæling menningarminja um veru Breta og Bandaríkjamanna á Suðurnesjum. Fyrsti áfangi miðast við skráningu í sveitarfélögunum Garði og Sandgerði. Ummerki og minjar um stríðið verða mældar upp og færðar á kortagrunn deiliskipulags og sögukort og upplýsingaskilti sett upp. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800 þús. Nr. 11. Soð á Suðurnesjum. Umsækjandi og verkefnastjóri: Kristinn Guðmundsson. Flokkur. Menning. Teknir verða upp þættir á Reykjanesinu þar sem Soðarinn mun ganga um og stikla á sögum af Suðurnesjum. Á Reykjanesinu ætlar Soð að elda þjóðlega rétti af alúð og klaufaskap en með fullri virðingu fyrir náttúrunni á Suðurnesjum. Hráefnið í réttina verður fyrst og fremst fundið til á Suðurnesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800 þús. Nr. 12. Björgunarbáturinn Þorsteinn. Umsækjandi og verkefnastjóri: Guðjón Þorgils Kristjánsson. Flokkur: Stofn- og rekstur á sviði menningar. Gerð verður áætlun um varðveislu björgunarbátsins Þorsteins sem er fyrsti björgunarbátur landsins. Einnig varðveisla björgunarskýlis sem báturinn er geymdur í. Það er merkilegt og athyglisvert að báturinn skuli enn vera í eigu fyrstu björgunarsveitarinnar innan Slysavarnarfélags Íslands, Sigurvonar í Sangerði. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 millj. Nr. 13. Reykjanesviti, lagfæring vitans. Umsækjandi: Hollvinasamtök Reykjanesvita og nágrennis. Verkefnastjóri: Hallur Jónas Gunnarsson. Flokkur: Stofn- og rekstur á sviði menningar. Reykjanesviti er elsti vitinn á Íslandi og því nauðsynlegt að opna hann fyrir

almenningi. Til að hægt sé að bjóða almenningi inn þarf að lagfæra aðgengið að vitanum og gera lagfæringar að innan. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 millj. Nr. 14. Barnamenning í Reykjanesbæ. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Guðlaug María Lewis. Verkefnið er barnamenningarhátíð með þátttöku 10 leikskóla bæjarins allra 6 grunnskólanna, Fjölbrautarskóla Suðurnesja, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og dansskólanna tveggja í bænum. Markmið verkefnisins er m.a. að gera börn að þátttakendum í menningarlífi frá fyrstu tíð, gera skapandi greinum í skólastarfi hærra undir höfði og að viðurkenna mikilvægi skapandi hugsunar. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.1 millj. Nr. 15. Eiríkur Árni 75 ára, hátíðartónleikar. Umsækjandi og verkefnastjóri: Haraldur Árni Haraldsson. Flokkur: Menning. Markmið verkefnisins er að heiðra Eirík Árna Sigtryggsson, tónskáld og tónlistarkennara, sem er fæddur og uppalinn í Keflavík í tilefni af 75 ára afmæli hans. Að þakka honum störf hans í áratugi í þágu tónlistarmenningar og tónlistarmenntunar í bæjarfélaginu og að frumflytja og kynna nýja tónlist hins afkastamikla Suðurnesjatónskálds. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 millj. Nr. 16. Heimamenn 339. Umsækjandi: Grindavíkurbær. Verkefnastjóri: Björg Erlingsdóttir. Flokkur: Menning. Sýningarverkefni unnið í samvinnu Grindavíkurbæjar, tveggja listamanna og Listahátíðar auk þátttöku Akraneskaupstaðar og Þorlákshafnar. Sýning á útilistaverkum listamanna, innlendra og erlendra eftir dvöl og vinnu í bæjunum þremur. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 millj. Nr. 17. Hljómlist án landamæra – Umsækjandi: Sveitarfélögin 5 á Suðurnesjum. Verkefnastjóri: Guðlaug María Lewis. Flokkur: Menning. Markmið hátíðarinnar er að auka gæði, gleði, aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í menningarlífinu. Jafnframt að koma list fólks með fötlun á framfæri og auka samstarf á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 millj. Nr. 18. Með blik í auga. Umsækjandi og verkefnastjóri: Guðbrandur Einarsson. Flokkur: Menning. Tónlistarsýning sem haldin hefur verið á Ljósanótt sl. 7 ár. Markmiðið er að búa til tónlistarviðburð á svæðinu sem stenst samanburð við það sem best gerist og búa til skemmtun fyrir íbúa svæðisins. Verkefnið er handhafi Menningarverðlauna Reykjanesbæjar árið 2017. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 millj. Nr. 19. Sögur af Suðurnesjamönnum. Umsækjandi og verkefnastjóri: Páll Hilmar Ketilsson. Flokkur: Menning. Markmið með verkefninu er að taka viðtöl við einstaklinga á Suðurnesjum sem hafa skarað fram úr á ýmsan hátt og hafa sett mark sitt á sögu Suðurnesja. Má þar nefna einstaklinga sem skarað hafa fram úr á sviði menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Viðtölin verða síðan að-

gengileg á miðlum Víkurfrétta, sjónvarpi og rafrænum miðlum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 millj. Nr. 20. Þingvellir og þjóðarvitundin. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Valgerður Guðmundsdóttir. Flokkur: Menning. Verkefnið er sýning á Þingvallamyndum úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar og úr einkasafni Sverris Kristinssonar. Við veltum fyrir okkur gildi þessa helgasta staðar íslendinga fyrir þjóðarvitundina og einnig áhrifum Þingvalla á myndlist þjóðarinnar í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 millj. Nr. 21. Markaðssetning á heilsusalti. Umsækjandi og verkefnastjóri: Egill Þórir Einarsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Verkefnið stuðlar að uppbyggingu í matvælaiðnaði á Reykjanesi og nýtir auðlindir úr haf- og jarðsjó. Heilsusaltið er einstök afurð, sem er lágnatríum salt sem stuðlar að lækkun blóðþrýstings og er fyrirbyggjandi varðandi hjarta- og æðasjúkdóma. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 millj. Nr. 22. Reykjanes Retreat, hönnun og áætlanir. Umsækjandi og verkefnastjóri: Þóranna Kristín Jónsdóttir. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Verkefnið lýtur að áætlunargerð fyrir Reykjanes Retreat, sjálfbæra, skapandi og vistvæna dvöl og upplifun í samhljómi við náttúruna innan Reykjanes Geopark. Reykjanes Retreat verður óvenjulegur, heillandi og ævintýralegur áfangastaður, þar sem gestir komast í samband við sjálfa sig, náttúruna og sköpunargleðina. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 millj. Nr. 23. Eitt ár á Suðurnesjum. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Valgerður Guðmundsdóttir. Flokkur: Menning. Listasafn Reykjanesbæjar og Norræna húsið i Færeyjum verða í samstarfi með stóra ljósmyndasýningu. Norræna húsið leggur til sýninguna „Foroyar i et år“ og listasafnið sýninguna „Eitt ár á Suðurnesjum“. Í báðum sýningum hefur öllum heimamönnum verið boðið að senda inn ljósmyndir af daglegur lífi sinu á ákveðnum tíma. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1,5 millj. Nr. 24. Samkomuhúsið Kirkjuhvoll, endurbygging. Umsækjandi: Minjafélag Vatnsleysustrandarhrepps. Verkefnastjóri: Helga Ragnarsdóttir. Flokkur: Stofn- og rekstur. Samkomuhúsið Kirkjuhvoll á Vatnsleysuströnd var byggt árið 1932. Markmið félagsins er að gera Kirkjuhvol upp og færa í upprunalegt horf. Húsið mun verða nýtt fyrir smærri samkomur og tilfallandi verkefni auk þess sem sögu hússins og félaganna sem það byggðu verða gerð skil. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1,5 millj. Nr. 25. Ferskir Vindar, alþjóðleg listahátíð. Umsækjandi: Ferskir vindar, menningarfélag. Verkefnastjóri: Mireya Samper. Flokkur: Menning. Ferskir vindar er alþjóðleg listahátíð sem haldin hefur verið í Garði annað hvert ár frá árinu 2010. Með Ferskum vindum blása nýir vindar um samfélagið og stuðla að jákvæðri þróun og uppbyggingu í menningarmálum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 millj. Nr. 26. Safnahelgi á Suðurnesjum. Umsækjandi: Sveitarfélögin 5 á Suðurnesjum. Verkefnastjóri: Valgerður Guðmundsdóttir . Flokkur: Menning. Safnahelgi á Suðurnesjum er sameiginleg kynning allra safna, sýninga og setra á Suðurnesjum sem liður í menningarferðaþjónustu utan hins hefðbundna ferðamannatíma. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 millj. Nr. 27. P.L.A.I. markaðssókn. Umsækjandi: Helgasport ehf. Verkefnastjóri: Helgi Guðfinnsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Verkefnið lýtur að markaðssókn á erlenda markaði fyrir líkamsræktarkerfið sem Helgi Jónas Guðfinnson hefur hannað og þróað á síðustu sjö árum. Markmiðið með verkefninu er að bjóða uppá skemmtilega, fjölbreytta og örugga þjálfun. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 millj. Nr. 28. Samfélagsvísindi á Suðurnesjum. Umsækjandi: Þekkingarsetur Suðurnesja. Verkefnastjóri: Hanna María Kristjánsdóttir. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Verkefnið gengur út á að innleiða samfélagsvísindi á Suðurnesjum og þróa afmörkuð verkefni ætluð almenningi, sem hluta af raunverulegum vísindarannsóknum. Mögulegur ávinningur af verkefninu er aukinn umhverfisvitund,

aukið virði umhverfis í hugum íbúa og betri möguleikar þeirra stofnana er standa að umsókninni til tengingar út í nærsamfélagið. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2,5 millj. Nr. 29. Uppbygging á Bakka, innanhúss. Umsækjandi: Minja- og sögufélag Grindavíkur. Verkefnastjóri: Örn Sigurðsson. Flokkur. Stofn- og rekstur. Bakki er talinn vera eins sú elsta uppistandandi sjóverbúð á Suðurnesjum. Bakki hefur þess vegna mikið sögu- og menningargildi fyrir Suðurnes. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3 millj. Nr. 30. Útskálahús, endurgerð. Umsækjandi: Sveitarfélagið Garður. Verkefnastjóri: Jón Ben Einarsson. Flokkur Stofn- og rekstur. Á Útskálum stendur elsta prestsseturshús landsins og var það byggt árið 1889. Endurgerð hússins stendur yfir og má rekja upphaf verkefnisins til ársins 2004 þegar endurgerð hússins hófst. Að endurgerð lokinni nýtist húsið fyrir menningarviðburði og getur verið til sýnis fyrir almenning og ferðamenn. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3 millj. Nr. 31. FIBRA tilraunahús í Grindavík. Umsækjandi: Fibra ehf. Verkefnastjóri: Regin Eysturoy Grímsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Hér er um nýja gerð húsa að ræða, sem munu verða endingarbetri, leka ekki, þola betur jarðskjálfta og eru viðhaldsfrí. Auk fleiri góðra kosta. Hér er sótt um styrk til að hanna tilraunahús. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3 millj. Nr. 32. Nýr talsmaður. Umsækjandi: Reykjanes jarðvangur ses. Verkefnastjóri: Eggert Sólberg Jónsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Reykjanes Geopark ætlar sér að þróa nýjan talsmann fyrir Reykjanes. Markmiðið er að koma upplýsingum og fróðleik á framfæri við yngstu kynslóðina. Talsmaðurinn mun auðvelda öll samskipti við börn og auka þannig staðarvitund þeirra og þekkingu á umhverfismálum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3 millj. Nr. 33. Þróun skimunarforrits í máltækni. Umsækjandi og verkefnastjóri: Bryndís Guðmundsdóttir. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Markmiðið er að þróa nýja vöru í forrit fyrir spjaldtölvur. Íslenska málhljóðamælinn, sem metur framburð íslensku málhljóðanna með byltingarkenndum hætti. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3 millj. Nr. 34. Glærmöttull, útbreiðsla og áhrif. Umsækjandi: Náttúrustofa Suðvesturlands. Verkefnastjóri: Óskar Sindri Gíslason. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Aðkomutegundir í sjó eru umtalsvert vandamál víða um heim, því þær breyta oft umhverfinu og aðstæðum hinna náttúrulegu tegunda sem fyrir eru og getur jafnvel leitt til útrýmingar innlendra tegunda. Rannóknirnar beinast að glærmöttli sem nýlega fannst á Suðurnesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3 millj. Nr. 35. Endurbygging Gömlu búðar. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Tryggvi Þór Bragason. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Verkefnið lýtur að uppbyggingu Gömlu búðar sem reist var af H.P. Duus kaupmanni í Keflavík árið 1871. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 4 millj. Nr. 36. Taramar, útrás til Bretlands. Umsækjandi: Taramar ehf. Verkefnastjóri. Guðrún Marteinsdóttir. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Megin markmið verkefnisins er að undirbúa sókn fyrir vörur TARAMAR á erlenda markaði með áherslu á Bretlandsmarkað. Þrátt fyrir aukið framboð á lífvirkum snyrtivörum þá er enn til staðar stórt tækifæri sem einkennist af skorti á hreinum og öruggum vörum sem hafa sannanlega lífvirkni og sjáanlega áhrif á húð. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 4 millj. Nr. 37. Fjölþætt heilsuefling í sveitarfélögum. Umsækjandi og verkefnastjóri: Janus Friðrik Guðlaugsson. Flokkur Atvinnu- og nýsköpun. Megin markmið verkefnisins er að efla heilsu og velferð eldri aldurshópa í viðkomandi sveitarfélögum, Reykjanesbæ og Vogum. Með þátttöku þeirra í fjölþættri og markvissri heilsurækt. Ráðgjöf um næringu og aðra heilsufarsþætti þannig að hinir eldri geti lengur tekist á við athafnir daglegs lífs og dvalið lengur í sjálfstæðri búsetu. Markmið er jafnframt að draga úr útgjöldum tengdum sérhæfðri þjónustu fyrir hina eldri. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 5 millj.


26

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. desember 2017 // 51. tbl. // 38. árg.

Blanda af kakói og hugleiðslu er alveg dásamleg - segir Telma Dögg Guðlaugsdóttir, nýráðinn útibússtjóri Securitas á Suðurnesjum

Telma Dögg Guðlaugsdóttir tók nýlega við starfi útibússtjóra Securitas á Suðurnesjum.

„Fyrstu vikurnar hafa verið frábærar, ég hef fengið svo góðar móttökur meðal starfsmanna og viðskiptavina. Það er auðvitað mikið að læra, ég hef hangið á bakinu á starfsfólki en það hafa allir sýnt því fullan skilning og mikla þolinmæði. Desember hefur líka verið viðburðarríkur og mikið um að vera sem er bara gaman. Nýja starfið leggst rosalega vel í mig og eftirtektarvert hvað það er góður starfsandi hjá Securitas,“ segir Telma Dögg Guðlaugsdóttir, nýráðinn útibússtjóri fyrirtækisins á Suðurnesjum. Kona tekur við eftir að tveir karlar hafi stýrt fyrirtækinu. Heldurðu að konur séu með annan stjórnunarstíl? Nei það held ég ekki. Ég held frekar að stjórnunarstíll fólks stýrist af persónugerð þess frekar en kyni. Allt snýst þetta um að ná því besta fram í fólki og fá alla til að vinna að sama markmiði. Eru viðbrigðin mikil frá síðasta starfi? Ég var áður mannauðsstjóri Airport Associates í átta ár og tók þátt í þeim mikla vexti sem hefur átt sér stað þar undanfarin ár. Ég veit ekki

hvort ég geti sagt að viðbrigðin séu mikil þó störfin séu talsvert ólík. Ég er þó aftur komin með annan fótinn á Keflavíkurflugvöll þar sem Securitas er með mörg stór verkefni í gangi og mikil tækifæri framundan þar eins og við vitum. Stóra áskorunin er þó sú sama að manna þau fjölmörgu verkefni sem framundan eru. Nú hefur Securitas verið í miklum vexti á Suðurnesjum undanfarin ár. Getur þú sagt okkur aðeins frá því? Þegar bæjarstjórinn okkar, Kjartan Már Kjartansson, opnaði útibúið í

janúar 2009 voru um 30 starfsmenn starfandi. Nú 9 árum síðar hefur sá fjöldi rúmlega tvöfaldast, starfsmennirnir eru orðnir rúmlega 70 og starfsemin breyst talsvert. Á þessum árum höfum við meðal annars sinnt verslunarþjónustu og bílastæðaþjónustu sem nú hefur lagst af en við hefur bæst PRM þjónustan (þjónusta við fatlaða og hreyfihamlaða farþega) á Keflavíkurflugvelli sem fer ört stækkandi sem og staðbundin gæsla. Aukin tækni í öryggislausnum hefur fært okkur aukin tækifæri og hefur fjöldi

tæknimanna t.d. farið úr einum í tíu. Eins hefur fjöldifarþega rúmlega tvöfaldast á þessum tíma. Með þessum öra vexti varð ljóst að húsnæðið á Hafnargötunni var sprungið og festi Securitas því kaup á nýju og stærra húsnæði að Iðavöllum 13 í Reykjanesbæ og flutti starfsemi sína þangað í lok árs 2016. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Ég hef verið dugleg að sækja hin og þessi námskeið og fundi á vegum lærdóms- og þekkingarfyrirtækja s.s. hjá MSS, Dokkunni, Stjórnvísi, Dale Carnegie, Opna háskólanum og fleirum. Það er líka alveg magnað hvað maður getur lært af samstarfsfólkinu og um að gera að tileinka sér það. Hvernig nærir þú líkama og sál? Ég hugleiði á hverjum degi og drekk hjartaopnandi kakó frá Guatemala. Kakóið er stútfullt af magnesíum og andoxunarefnum, eykur súrefni til heilans og skerpir fókus. Þessi blanda af kakói og hugleiðslu er alveg dásamleg og algjörlega ómissandi partur

NÁM: Bs í viðskiptfræði og MBA frá Auburn University Montgomery. STÖRF: Alls konar, t.d. blaðaútburður, afgreiðslustörf í verslunum, flugvélaræsting, farþegaþjónusta, leikskólaleiðbeinandi, þjónustufulltrúi, fulltrúi á fjármálasviði, mannauðs- og fræðslustjóri og nú útibússtjóri MAKI: Magnús Ólafsson BÖRN: Fjögur stykki - Ólafur Andri, Kristófer Orri, Drífa og Kamilla BÍLL: Toyota SÍMI: Samsung af deginum. Svo stunda ég jóga og hef einnig stundað Superform í Sporthúsinu í nokkur ár sem er algjört æði og mæli eindregið með. Góðir göngutúrar gera líka helling fyrir líkama og sál. Að lokum. Hvað eyðir þú miklum tíma á samfélagsmiðlum á dag? Um það bil hálftíma.

Björgunarsveitirnar treysta á bæjarbúa - flugeldamarkaðir í björgunarsveitahúsum í öllum bæjarfélögum Suðurnesja Flugeldamarkaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes er sem fyrr í húsi björgunarsveitarinnar að Holtsgötu 51 í Reykjanesbæ. Markaðurinn er opinn fimmtudag og föstudag kl. 13:00 - 22:00. Laugardaginn 30. desember er opið 10:00 til 22:00 og sunnudaginn 31. desember, gamlársdag, er opið kl. 10:00 til 16:00. Félagar í björgunarsveitinni voru mættir snemma í hús á miðvikudagsmorgun til að setja upp flugeldasölustaðinn en úrvalið hefur aldrei verið meira en nú. Mikið af nýjum vörum, sem ekki hafa verið áður í boði, eru nú í hillum flugeldasölunnar. Fjölskyldupakkar af ýmsum stærðum og skottertur í úrvali. Björgunarsveitin Suðurnes treystir á stuðning íbúa í Reykjanesbæ fyrir áramótin en flugeldasalan er stærsta einstaka fjáröflun björgunarsveitarinnar og á að standa undir rekstri sveitarinnar allt næsta ár. Verkefnum björgunarsveita hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og fjölmörg

verkefni á hverju ári eru einnig mjög tímafrek og kalla á fjölmennt lið björgunarsveitarfólks. Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum treysta á flugeldasölu nú fyrir þessi áramót. Þannig er björgunarsveitin Þorbjörn með flugeldasölu í björgunarsveitarhúsinu í Grindavík, Skyggnir í Vogum er með flugeldasölu og einnig Sigurvon í Sandgerði. Þá er björgunarsveitin Ægir með flugeldasölu í samstarfi við Kiwanisklúbbinn Hof í Garði. Allar flugeldasölur björgunarsveitanna eru í björgunarsveitarhúsum í viðkomandi sveitarfélögum.

Þau stóðu vaktina hjá Björgunarsveitinni Suðurnes við uppsetningu á flugeldamarkaði björgunarsveitarinnar. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson


VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. desember 2017 // 51. tbl. // 38. árg.

27

Jólastemmning á nýja staðnum Securitas bauð til fagnaðar fyrr í desember og mættu margir í veitingar og stuð á nýja staðnum. Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri.

JÓLADAGAR Í REYKJANESBÆ

ÞAKKA FYRIR SIG! Samtökin Betri bær óska Suðurnesjamönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og jólasveinum samstarfið í desember. Færum öllum aðilum sem studdu verkefnið „Jóladagar í Reykjanesbæ“ bestu þakkir.


28

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. desember 2017 // 51. tbl. // 38. árg.

200 milljónir til að bæta öryggi á Grindavíkurvegi

Minning

Gauja Guðrún Magnúsdóttir F. 12.07.31 - D. 14.12.17 Mamma hefur verið orðin veikari en við gerðum okkur grein fyrir. Hún ólst upp hjá frænkum sínum, Laugu og Jónu, og var alltaf kölluð Gauja á Framnesi. Þær voru kennslukonur og gerðu kröfur til mömmu. Mamma var ákveðin í að sýna okkur meira svigrúm í æsku en hún naut sjálf. Ég man t.d. aldrei eftir því að hún hafi nokkru sinni skammað mig heldur þvert á móti komst maður upp með að henda af sér fötum hvar sem var, æfa sig stundum lítið á fiðluna og koma seint heim á kvöldin án spurn­ inga daginn eftir. Á unglingsárunum ætlaði ég að hætta í fiðlunáminu og hennar viðbrögð voru; „Elsku vinur, þú ræður þessu sjálfur.“ Engin pressa eða þrýstingur. Þegar ég kynnti Jónu mína til leiks á jólum árið 1977, þá aðeins 15 ára gamla, vakti það mikla ánægju því þar var á ferð alnafna annarrar ömmusysturinnar; Jónínu Guðjónsdóttur. Mamma tók Jónu vel og urðu vinaböndin sterk fram á síðasta dag. Jóna ræddi oft við mömmu um æskuárin og það þótti mömmu gaman. Ein sagan var um píanónámið hjá Viktori Urbancic í Reykjavík. Þangað ferðaðist mamma frá Keflavík og fékk pening fyrir 2 rútumiðum í senn frá Framnessystrum. Á göngu úr rútunni í Þjóðleikhúsið, þar sem kennslan fór fram, lá leiðin fram hjá Gamla bíói. Eitt árið var verið að sýna mynd sem

hafði að geyma kafla úr uppáhaldstónverki mömmu, píanókonsert nr. 2 í c-moll eftir Rachmaninoff. Upphæðin sem hún fékk fyrir rútumiðum var rúmlega fyrir miðaverðinu. Afganginn lagði hún til hliðar og safnaði fyrir bíómiða. Þegar hún átti orðið nóg fór hún í bíó til þess eins að hlusta á tónlistina. Hún hafði ekki tölu á því hversu oft hún fór á myndina en það var oft. Á þessum tíma voru hljómflutningstæki ekki almenningseign og þetta eina leiðin fyrir hana að heyra uppáhalds tónverkið sitt. Mamma var einn af stofnfélögum Kvennakórs Suðurnesja og söng með honum í áratugi. Á síðustu árum

var hún meðlimur í Eldey, kór eldri borgara, og naut þess að syngja með vinum sínum. Hún fór með kórnum í ferð til Þýskalands og fyrir skömmu í heimsókn til vinakórs í Reykjavík þar sem þau sungu og nutu samveru. Kórfélagar sinntu mömmu vel og sáu til þess að hún kæmist á æfingar eftir að hún hætti að keyra sjálf. Fyrir það er þakkað af heilum hug. Elsku mamma var líka yndisleg amma og þótti vænt um að vera boðin í barnaafmæli og að fá barnabörnin í heimsókn. Hún var alltaf til í að koma á mannamót, í barnaafmæli, til okkar í mat eða á tónleika. Hún mætti hress og kát í 8 ára afmæli Kristófers langömmustráks í lok nóvember sl. og ræddi þar m.a. áðurnefnda kórferð til Reykjavíkur sem hafði greinilega veitt henni mikla ánægju. Ég mun minnast elsku mömmu sem hægverskrar konu sem vildi öllum vel. Hún flíkaði ekki skoðunum sínum en lá ekki á þeim við okkur sem stóðum henni næst. Það var því oft gaman að ræða við hana um ýmis mál þegar sá gállinn var á henni. Að lokum eru mömmu og pabba færðar þakkir fyrir allt. Systkinum, fjölskyldu og frændfólki færi ég innilegar samúðarkveðjur og þakkir til allra sem sinntu mömmu vel. Kjartan Már

Það er gleðilegt að sitja í þingsal rétt fyrir jólahátíðina og greiða góðum málum atkvæði. Sérstaklega er það gleðilegt þegar málefnin tengjast kjördæminu okkar. Öryggismál í umferðinni eru eitt af mikilvægustu málum stjórnvalda á hverjum tíma og fagna ég því sérstaklega að nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, ætli að leita allra leiða til að fækka slysum.

Fækkum slysum

Fjármunum til vegabóta er vel varið. Alvarleg slys á fólki og mannslíf eru samfélagslega dýr. Grindavíkurvegur hefur verið með hættulegustu og slysamestu vegum landsins og því augljóst að úrbóta var þörf. Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að verja skuli 200 milljónum króna til endurbóta á Grindavíkurvegi vegna öryggismála. Ég er þakklát fjárlaganefnd fyrir skilning á málinu en þakka jafnframt góðu samstarfi við bæjaryfirvöld í Grindavík, fyrirtækja á svæðinu og þverpólitísku samstarfi allra þingmanna kjördæmisins og fleiri aðila sem lögðu hönd á plóg.

Olíuleki eyðileggur drykkjar­ vatnið í 100 ár

Samkvæmt gögnum Vegagerðarinnar hefur umferð um Grindavíkurveg við Seltjörn aukist um nærri 60% á milli áranna 2011 og 2016. Árið 2016 fóru að meðaltali nærri 5.000 bílar daglega um veginn yfir sumartímann og meira en 3.700 yfir vetrartímann. Íbúum í Grindavík hefur fjölgað um rúm 14% á sl. fimm árum og Bláa Lónið

er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Árið 2016 var gestafjöldi Bláa Lónsins yfir ein milljón og að meðaltali komu 48 rútur þangað daglega auk mikils fjölda fólksbíla. Margt fleira styður að flýta þarf úrbótum á Grindavíkurvegi, m.a. að Grindavíkurvegur er á vatnsverndarsvæði. Ef jeppi fer út af veginum og úr honum leka hundrað lítrar af olíu þá eru líkur á því að olían geti eyðilagt drykkjarvatn hér á Suðurnesjum sem getur orðið til þess að matvælavinnsla leggist af á svæðinu. Drykkjarvatn verður því ónýtt í um hundrað ár og ekki mögulegt að bjóða upp á drykkjarvatn úr krönum á flugstöðinni svo dæmi sé tekið. Áfram verður verk að vinna og fleiri verkefni sem nauðsynlegt er að koma í framkvæmd. Ég hef fulla trú á því að það góða samstarf sem ég rakti hér fyrir ofan muni halda áfram og þannig getum við í sameiningu aukið öryggi í umferðinni. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

VEGLEGT FRAMLAG Í VELFERÐARSJÓÐ SUÐURNESJA Á 85 ÁRA AFMÆLI VSFK - Konur og fólk af erlendum uppruna meirihluti félagsmanna Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, VSFK, fagnar 85 ára afmæli 28. desember. Þann dag árið 1932 komu 19 verkamenn saman til fundar í samkomuhúsinu Skildi, með það fyrir augum að stofna verkalýðsfélag. Alls hafa fimm verkalýðsfélög sameinast VSFK. Í júlí 1974 sameinuðust Verkalýðsfélag Hafnahrepps og Verkalýðsfélag Vatnsleysustrandarhrepps félaginu. Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur og VSFK sam-

einuðust árið 1989 og þann 1. janúar 1998 sameinuðust VSFK og Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps. Að lokum sameinaðist Bifreiðafélagið Keilir VSFK þann 5. febrúar 1999. Félagið gætir hagsmuna verkafólks

og sjómanna í Garði, Reykjanesbæ og Vogum. VSFK á aðild bæði að Starfsgreinasambandi Íslands og Sjómannasambandinu. Í gegnum aðildina að þessum landssamböndum, er félagið eitt af aðildarfélögum Alþýðusambands Íslands. Í þau 85 ár sem félagið hefur starfað hafa aðeins verið fjórir formenn í félaginu. Þeir Guðni Guðleifsson, Ragnar Guðleifsson, Karl Steinar Guðnason og Kristján Gunnarsson. Ekki verða veisluhöld hjá félaginu á þessum tímamótum. Þeirra var þó minnst með veglegu framlagi í Vel-

ferðarsjóð Suðurnesja sem notaði fjárhæðina til að styðja við þá sem minnst mega sín á Suðurnesjum fyrir jólin. Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, sagði að félaginu vegni vel á þessum tímamótum. Í dag séu félagsmenn VSFK yfir 5400 talsins. 54% þeirra séu konur og 52% félagsmanna eru af erlendum uppruna. Kristján segist horfa bjartsýnn fram á veginn. Atvinnuleysi á svæðinu sé í sögulegu lágmarki og atvinnulífið á fullri ferð. Þá sé framundan kjarasamningagerð hjá félaginu.

Dóttir matreiðslumeistara reynir að toppa sig á hverju ári Maren Helga Geirdal er búsett í Reykjanesbæ og býr þar ásamt manni sínum Halldóri og dóttur þeirra Júlíu Dís. Maren starfar hjá Air Iceland Connect en árið 2017 var ansi viðburðarríkt hjá henni og fjölskyldunni. Hvar verður þú um áramótin? Ég verð heima hjá mér í Kefla­ vík. Við tókum upp á því fyrir nokkrum árum að vera heima hjá okkur, bara við þrjú. Ára­ mótin áður höfðum við verið heima hjá foreldrum okkar en áttuðum okkur á því að við værum að eyða of miklum tíma í keyrslu og stress, fyrir utan þann hausverk að skipta niður jólum/áramótum svo allar fjölskyldur fengju jafn mikinn tíma. Hvað ætlar þú að borða um áramótin? Ég ætla bjóða upp á nautalund og lambafillé þar sem ég get ekki ákveðið mig. Að sjálfsögðu verður almennilegt meðlæti og rjómalöguð villis­ veppasósa með þar sem hún

smellpassar við báða kjötrétt­ ina. Ég er dóttir matreiðslu­ meistara svo ég reyni að toppa mig á hverju ári. Í eftirrétt verður svo Daim-ísterta með Snickers-sósu, það er það eina sem restin á heimilinu biður um. Strengir þú eða hefur þú strengt áramótaheit? Ég strengi ára­ mótaheit á hverju ári. Þau hafa nú samt breyst mikið síðustu árin. Ég var alltaf að stefna á að vera duglegri að gera hitt og þetta, grennast, hlaupa lengra, hlaupa hraðar, gera meira á heimilinu og fleira í þeim dúr. Í dag eru þau einfaldari, ára­ mótaheitin eru einfaldlega að setja fjölskylduna í fyrsta sæti og vera hamingjusöm. Maður

á það nefnilega til að rembast í einhverju kapphlaupi við aðra í stað þess að toppa sjálfa sig. Hvað stendur upp úr á árinu hjá þér? Þetta ár var frábært í alla staði! Ég byrjaði árið á að fara norður að kenna á vegum IGS, það endaði þannig að ég heillaðist af innanlandsfluginu. Nokkrum vikum síðar bauðst mér vinna hjá Flugfélagi Íslands sem ég tók eftir miklar vanga­ veltur. Í sumar útskrifaðist stelpan mín úr leikskóla, við maðurinn minn giftum okkur í haust og stelpan byrjaði í skóla. Ég er svo lánsöm að hafa fengið að ferðast mikið og fór t.d í fyrsta skipti til Grænlands sem mér fannst alveg frábært. Eru einhverjar áramóta/nýárs-

hefðir hjá þér? Hefðirnar eru enn að mótast hjá mér. Ég hef samt tekið eftir því að hér í Keflavík er mikið lagt í flottar flugeldasýningar í hverri götu. Ég held enn í hefðina frá því ég var barn og deginum er tekið með ró. Það er bröns í hádeg­ inu, göngutúr ef veður leyfir og kría tekin seinni partinn. Ég reyni að vera búin að skreyta svolítið glimmerað á gamlárs­ kvöld og við borðum heldur seint. Við að sjálfsögðu horfum á Skaupið og sprengjum á mið­ nætti. Númer eitt á miðnætti er að hringja í mömmu, það er eitthvað sem breytist aldrei. Ég er enn að venjast því að vera Skagamaður búandi í Keflavík og þetta símtal á miðnætti við mömmu bjargar ansi miklu. Ég hlakka til að móta mínar hefðir með minni fjölskyldu á næstu árum, þetta er allt svo spennandi.

GAMLÁRSDAGUR 31. DESEMBER

Hátíðarguðsþjónusta kl. 16:00 Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Prestur er sr. Fritz Már Jörgensson. NÝÁRSDAGUR 1. JANÚAR

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00 Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Prestur er sr. Erla Guðmundsdóttir.

Helgihald í

Njarðvíkurprestakalli áramót 2017-2018

Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík)

Gamlársdagur. Aftansöngur kl. 17.

Ytri-Njarðvíkurkirkja.

Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl.14. Einsöngur Emilía B.Óskarsdóttir. Prestar sóknanna prédika og þjóna fyrir altari við allar athafnir. Kirkjukór Njarðvíkur syngur við allar athafnir undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar. Meðhjálpari við allar athafnir er Pétur Rúðrik Guðmundsson.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222


Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári

HS VEITUR HF www.hsveitur.is


30

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. desember 2017 // 51. tbl. // 38. árg.

Fjölþætt heilsurækt Hörður heldur áfram í Reykjanesbæ Axel

Fjölþætt heilsurækt hefst á árinu 2018 með kynningarfundum 4. janúar.

„Þetta gekk virkilega vel og við höldum því ótrauð áfram með verkefnið,“ segir Janus Guðlaugsson, PhD-íþrótta- og heilsufræðingur en kynningarfundur um „Fjölþætta heilsurækt í Reykjanesbæ“ sem er heilsuefling fyrir eldri aldurshópa eða 65 ára og eldri, verður haldinn á Nesvöllum í Reykjanesbæ fimmtudaginn 4. janúar. Heilsueflingarverkefnið hófst sl. haust og þótti takast mjög vel og því ákveðið að halda áfram á sömu braut. Tveir fundir verða haldnir, kl. 17 fyrir þá sem hafa þegar tekið þátt í verkefninu og svo kl. 19.30 fyrir nýja þátttakendur.

kominn heim

Körfuboltamaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hefur skrifað undir hjá KeflavíkB ogÆR mun hann leika með RE YKJANES liðinu i Domino´s deild karla í körfu út þetta tímabil. Hörður lék áður með BC Astana í Kasakstan en fékk sig lausan frá samningi þaðan. Yngvi Hákonarson, formaður körfuknattleikssambands Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir að það hafi

OPINN ÍBÚAFUNDUR um deiliskipulagstillögur Víkurbraut 21-23 og Framnesvegi 11

Staður: Bíósalur Duus Safnahúsa Stund: 3. janúar 2018 Fundarstjóri er Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi. Frummælandi er Jón Stefán Einarsson arkitekt.

verið stór biti að landa Herði núna. Keflavík er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar svo það er töluverður liðsstyrkur að fá Hörð aftur á heimaslóðir. „Hann var sjálfur búinn að segja að hans fyrsti kostur væri Keflavík og við metum það við hann að hann vilji koma og spila aftur fyrir okkur, þannig þetta var auðvelt fyrir báða aðila.“

MARGRÉT HNEFALEIKAKONA ÁRSINS

RE YKJ ANMargrét E S B ÆRGuðrún Svavarsdóttir

hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness var valin hnefaleikakona ársins hjá Hnefaleikasambandi Íslands. Margrét er 19 ára gömul og hefur æft hnefaleika frá árinu 2012, hún

hefur unnið allar innlendar viðureignir sínar og er núverandi Íslandsmeistari í -75kg flokki kvenna. Margrét vann silfrið í sínum flokki á Norðurlandameistaramótinu í Danmörku í ár í úrslitaleik.

Eva Margrét Falsdóttir með Íslandsmet meyja

ÚTBOÐ Grindavíkurbær óskar eftir tilboðum í verkið „Íþróttamannvirki Grindavíkur“

Lauslegt yfirlit yfir verkið:

Um er að ræða viðbyggingu sem mun rísa norðan megin við núverandi íþróttahús. Byggingin mun verða 2130m2 og mun hún skiptast upp í þrjá hluta. A. 1. hæð mun innihalda forrými sem tengir íþróttamiðstöð og tengigang við nýjan íþróttasal ásamt búningsaðstöðu, áhaldageymslu, afgreiðslurými, ræstiherbergi, stigagang og lyftu. B. 2. hæð mun innihalda stigarými og lyftu ásamt fjölnotasal, salernisaðstöðu, lagnarými og stiga að þriðju hæð. C. Tæknirými mun verða staðsett á þriðju hæð byggingarinnar.

Helsta uppbygging og efnisval: Staðsteyptir sökklar og botnplata , forsteyptar samlokueiningar, gluggakerfi, staðsteyptir og gips innveggir, stáltrapiza , steinull og þakpappi í þök, léttir útveggir úr timbureiningum. Helstu verkþættir eru: Jarðvinna Uppsetning burðarvirkis Lagnir og loftræsing Raf- og öryggiskerfi Innanhússfrágangur Uppsetning búnaðar Utanhúsfrágangur Helstu stærðir íþróttarmannvirkis Grindavíkur: Uppbygging hæða 14032,6 m3 • 1. hæð 1608,2 m2 Brúttó 2 • 2. hæð 409,4 m Brúttó 1740,3 m3 • 3. hæð 112,5 m2 Brúttó 395,0 m3

Óskað er eftir verktökum með reynslu í sambærilegum verkum. Upphaf verks er fimmtudagur 15. febrúar 2018

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Áhugasamir sæki um útboðsgögn á netfanginu armann@grindavík.is og gefi upp nafn fyrirtækis og upplýsingar um tengilið. Gögn verða send út á rafrænu formi frá og með miðvikudeginum 3. janúar 2018. Bjóðendum er boðið til vettvangsskoðunar miðvikudaginn 14. janúar 2018, kl. 11:00 – 12:00 á Austurveg 1, Grindavík. Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en þriðjudaginn 23. janúar 2018, kl. 11:00.

Sundkonan Eva Margrét Falsdóttir setti Íslandsmet meyja í 50 metra bringusundi á Metamóti ÍRB í 25 metra laug og bætti þar með ÍRB met Erlu Daggar Haraldsdóttur frá árinu 2000. Gömul met féllu í bringusundi, í 50m bringusundi í meyjaflokki, eins og áður hefur komið fram, og í 100m bringusundi stúlknaflokki.

ÞEIR SEM SETTU MET Á MÓTINU VORU:

Eva Margrét Falsdóttir, 100m fjór (ÍRB/Kef), 50m skr (ÍRB/Kef) og 50m bringa (ÍRB/Kef/ Ísl) Íslandsmet meyja frá Erlu Dögg Haraldsdóttur frá 2001. Karen Mist Arngeirsdóttir 100m bringa (ÍRB/Nj), met frá Írisi Eddu Heimisdóttur frá 2001. Katla María Brynjarsdóttir 400m skr (Nj) 800mskr (ÍRB/Nj). Fannar Snævar Hauksson 50m skr (Nj). Denas Kazulis 400m skr (Nj).

ALEXANDER OG MATTHÍAS FRAMLENGJA HJÁ GRINDAVÍK Knattspyrnumennirnir Alexander Veigar Þórarinsson og Matthías Örn Friðriksson hafa skrifað undir nýja leikmannasamninga við knattspyrnudeild Grindavíkur. Alexander Veigar skrifaði undir samning til þriggja ára eða út árið 2020 og Matthías Örn skrifaði undir tveggja ára samning, út árið 2019.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 28. desember 2017 // 51. tbl. // 38. árg.

31

„Hef miklar væntingar fyrir komandi mánuðum“

Á sínum yngri árum lék Arnór Ingvi Traustason með yngri flokkum Njarðvíkur í knattspyrnu, hann fór síðan til Keflavíkur og lék með meistaraflokki fram til ársins 2014. Þá gekk hann til liðs við IFK Norrköping í Svíþjóð og náði góðum árangri með liðinu þar sem hann varð

meðal annars sænskur meistari árið 2015. Sumarið 2016 skrifaði hann svo undir samning við Rapid í Vín en fór þaðan til Grikklands og lék með AEK í sumar. Þar fékk hann lítið af tækifærum með liðinu og er því á leiðinni til aftur til Svíþjóðar, en í þetta skipti til Malmö. Arnór hefur leikið með íslenska landsliðinu í knattspyrnu og er undirbúningur fyrir HM í Rússlandi í fullum gangi þessa dagana en Arnór vill fá meiri spilatíma á vellinum vegna undirbúnings fyrir Heimsmeistaramótið. Arnór skrifaði á dögunum undir samninginn við Malmö og segist spenntur að takast á við það verkefni. „Mér líður vel í Svíþjóð, ég kann á deildina eftir að hafa verið þar áður í um tvö og hálft ár. Malmö er stór klúbbur með mikla sögu, liðið er sterkt og er alltaf að berjast um titilinn.“ Arnór mun verja jólunum hér heima á Íslandi í faðmi fjölskyldunnar en eftir hátíðirnar taka við flutningar til Svíþjóðar þegar æfingar með nýju liði hefjast. „Væntingarnar eru alltaf miklar hjá Malmö og ég hef fundið fyrir því, þannig ég hef líka miklar væntingar fyrir komandi mánuðum.“

KRISTMUNDUR OG SUNNEVA TAEKWONDO-FÓLK ÁRSINS Taekwondo-fólk ársins hjá Taekwondo-deild Keflavíkur eru Sunneva Eldbjörg Sigtryggsdóttir og Kristmundur Gíslason. Sunneva er ósigruð eftir bardagana á árinu og vann til Íslandsmeistaratitla, bæði í bardaga og í tækni. Hún komst í unglingalandslið Íslands í haust og hefur bætt sig mikið á árinu. Kristmundur hefur verið einn sterkasti keppnismaður landsins síðustu ár. Hann vann alla bardaga sem hann keppti innnanlands á árinu ásamt því að standa sig vel erlendis. Hann keppti t.a.m. á EM, HM og fjölda annarra erlendra móta og vann einnig sinn flokk á Íslandsmótinu. Valið var tilkynnt á jólaæfingu Taekwondo-deildar Keflavíkur.

Sigursæl systkin af Suðurnesjum

SVANHILDUR OG ATLI VALIN FIMLEIKAFÓLK ÁRSINS Svanhildur Reykdal Kristjánsdóttir og Atli Viktor Björnsson eru fimleikafólk ársins í Reykjanesbæ en þau voru heiðruð á árlegri fimleikasýningu félagsins á dögunum. Þau tvö eru Íslandsmeistarar í nokkrum greinum, vinnusöm og ætla sér langt í íþróttinni, hér að neðan má lesa umsagnir frá fimleikadeildinni um þau Svanhildi og Atla. Svanhildur er einstaklega dugleg og vinnusöm á æfingum. Hún gefst aldrei upp og ætlar sér að ná langt í íþróttinni sinni. Einnig má geta þess að Svanhildur hefur verið valin í úrvalshóp Fimleikasamband Íslands ásamt níu öðrum stúlkum á landinu. Svanhildur er Íslandsmeistari á stökki í 1. þrepi. Einnig varð hún í 1. sæti á stökki, tvíslá, gólfi og í samanlögðum stigum á haustmótinu í 1. þrepi

Atli er einstakur íþróttamaður, duglegur og vinnusamur á æfingum. Hann leggur sig 100% fram og er góð fyrirmynd fyrir aðra drengi í félaginu. Atli Viktor er Íslandsmeistari í 3. þrepi, einnig er hann Íslandsmeistari í hringjum, karlatvíslá og svifrá. Á haustmótinu í 2. þrepi stóð hann sig einnig mjög vel og var í 1. sæti á öllum áhöldum.

Davíð Hildiberg kjörinn sundmaður ársins Davíð Hildiberg Aðalsteinsson hefur verið kjörinn sundmaður ársins af Sundsambandi Íslands. Davíð stundaði nám í Arizona State háskólanum í Bandaríkjunum, en hann útskrifaðist í fyrra sumar og fjallaði lokaritgerð hans meðal annars um fjölnota sundaðstöður. Frá því að Davíð kom aftur heim hefur hann æft með ÍRB í Reykjanesbæ en hann hefur lengi verið með bestu baksundsmönnum landsins. Þetta er sagt um Davíð við val hans sem sundmann ársins hjá Sundsambandi Íslands: „Davíð Hildiberg stóð sig best allra íslenskra karla í sundi á árinu 2017. Fyrst ber að telja gullið á Norður-

landameistaramótinu hér í Reykjavík í byrjun desember en hann sigraði 100m baksund. Þá komst hann í úrslit í 50m baksundi á sama móti og endaði fjórði. Davíð vann svo til tveggja bronsverðlauna í einstaklingssundum

á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Hann var í landssveit Íslands í boðsundi sem setti tvö landsmet á mótinu og unnu til tveggja silfurverðlauna. Davíð þykir kurteis og rólegur í öllum samskiptum og hvetjandi og styðjandi við fólkið í kringum sig. Hann er frábær fyrirmynd yngra sundfólks og alltaf verið metnaðarfullur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er jákvæður og hefur stundað íþróttina af miklum þrótt síðastliðin ár. Hann er því vel að þessari viðurkenningu kominn.“

Matráður óskast í Keili Keilisfólk leitar að matráði til að sjá um létta matreiðslu í hádeginu fyrir starfsfólk og nemendur Keilis. Við leitum að hressri konu eða karli til að slást í skemmtilegan hóp Keilisfólks. Systkinin sigursælu með verðlaunagripina: Rakel, Heiða, Karen og Bjarki. Systkinin Rakel, Heiða, Karen og Bjarki Guðnabörn átti öll góðu gengi að fagna í ár, hvert í sinni íþróttagrein. Rakel Guðnadóttir vann tvöfaldan sigur á Bikarmótinu í fitness, þar vann hún sigur í sínum flokki og sigraði heildarkeppnina af öllum sigurvegurum flokkanna. Heiða Guðnadóttir varð klúbbmeistari Golfklúbbs Mosfellsbæjar í júlí og Karen Guðnadóttir varð klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja í áttunda sinn. Karen var einnig valin kylfingur ársins í Reykjanesbæ

eftir gott gengi í ár, en hún vann tvö mót á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Í maí fór Norðurlandamót fatlaðra í golf fram í Hels­ingør í Dan­mörku, þar gerði Bjarki Guðnason sér lítið fyrir og hampaði Norðurlandameistaratitlinum í sínum flokki. Karen systir hans var kylfuberi hjá Bjarka en hún hefur búið í Danmörku undanfarið ár.

Áhugasamir hafið samband við okkur á hjalmar@keilir.net eða í síma 893 5592.


UPERFORM

SÁSKORUN 2018 HEFST MÁNUDAGINN 8. JANÚAR

KYNNINGARFUNDUR MIÐVIKUDAGINN 3. JANÚAR Í KEILI KL. 19:30. STRAX AÐ KYNNINGARFUNDI LOKNUM HEFST SKRÁNING EN HÚN FER EINGÖNGU FRAM Í AFGREIÐSLU SPORTHÚSSINS ÞENNAN DAG. HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA YFIR 2.000.000 KR. 300.000 KR. Í BEINHÖRÐUM PENINGUM. SKRÁNINGARGJALD Í ÁSKORUN ER 13.990 KR. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.SPORTHUSID.IS

Víkurfréttir 51. tbl. 2017  
Víkurfréttir 51. tbl. 2017  

Víkurfréttir 51. tbl. 38. árg.

Advertisement