Víkurfréttir 51. tbl. 2017

Page 1

Áramótamagasín Sjónvarps Víkurfrétta

„Blanda af kakói og hugleiðslu er alveg dásamleg“ -segir Telma Dögg Guðlaugsdóttir, nýráðinn útibússtjóri Securitas á Suðurnesjum

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN

Brot af því besta frá sjónvarpsárinu 2017

26-27

facebook.com/vikurfrettirehf

fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Yfir 3000 sjúkraflutningar á Suðurnesjum Nýtt met hefur verið slegið í sjúkraflutningum á Suðurnesjum. Aldrei áður í sögu sjúkraflutninga hjá Brunavörnum Suðurnesja hefur fjöldi flutninga farið yfir 3000 á einu ári. Það gerðist hins vegar um jólin og þegar Víkurfréttir fóru í prentun á miðvikudag stóð talan í 3024 flutningum og enn nokkrir dagar eftir af árinu. Eldra met í sjúkraflutningum er 2650 sjúkraflutningar frá síðasta ári.

HVER VERÐUR MAÐUR ÁRSINS Á SUÐURNESJUM?

Jólasemmning í miðbænum Það var jólasemmning í miðbæ Keflavíkur á Þorláksmessukvöld en það er orðin hefð að fólk fjölmenni á Hafnargötu, rölti í búðir og heilsi upp á jólasveinana sem gefa börnunum nammi. Blásarar frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hafa tekið þátt í að byggja upp stemmningu á Aðventunni í Reykjanesbæ í mörg ár og spilað fyrir gesti og gangandi við Hafnargötuna. VF-mynd: Páll Ketilsson

Eins og mörg undanfarin ár munu Víkurfréttir standa fyrir vali á Suðurnesjamanni ársins nú um áramót. Óskað er eftir tilnefningum frá lesendum blaðsins. Ábendingum um verðuga einstaklinga til að hljóta nafnbótina „Suðurnesjamaður ársins 2017“ má koma á tölvupóstfangið vf@vf.is.

Um 90 björgunarsveitarmenn við leit í Reykjanesbæ að kvöldi jóladags

Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, hrósar björgunarsveitunum í pistli sem hann skrifar á fésbókina um jólin. Lögreglan fékk að kvöldi jóladags tilkynningu um aðila sem var týndur í Reykjanesbæ en ljóst var að það þurfti að finna manninn fljótt. Úti var kalt, -4 gráður, auk vindkælingar.

Björgunarsveitarmenn úr Ægi í Garði sem tóku þátt í leitinni. Mynd af fésbók Ægis.

FÍTON / SÍA

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

einföld reiknivél á ebox.is

„Við lögreglumenn á vaktinni fórum út að leita en miðað við hversu stórt leitarsvæðið var áttuðum við okkur á því að við þyrftum aðstoð við leitina. Klukkan 21:18 á jóldagskvöldi höfðum við samband við svæðisstjórn Björgunarsveitarinnar Suðurnes og óskuðum eftir því að þeir kæmu á lögreglustöðina og að við myndum í sameiningu fara yfir málið. Í framhaldinu var ákveðið, þar sem um var að ræða alvarlegt atvik, þá var sett á allsherjarútkall á allar björgunarsveitir á Suðurnesjum, einnig var leitað til sveita á svæði 1 sem er höfuðborgarsvæðið. Klukkan 21:34 (16 mínútum síðar) voru fyrstu sveitir farnar út að leita.

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

fimmtudagur 28. desember 2017 // 51. tbl. // 38. árg.

Á jóladagskvöldi þegar allir vilja vera heima hjá fjölskyldum sínum voru mættir til leitar 90 björgunarsveitarmenn frá öllum sveitum á Suðurnesjum, sjálfboðaliðar, sem skiptust í gönguhópa, fjórhjólamenn, bílaflokka og tvo bátaflokka, voru klárir ásamt sporhundum frá Reykjavík og dróna frá sérsveitinni og menn þaðan. Aðilinn fannst heill á húfi og var hlúð að honum. Það er ekki spurning í mínum huga að það að hafa aðgang að þessum snillingum hjá björgunarsveitunum er algerlega ómetanlegt og vil ég með þessu þakka öllum þeim sem komu og aðstoðuðu okkur við leitina fyrir óeigingjarnt starf,“ skrifar Sigvaldi Arnar lögregluvarðstjóri í pistlinum.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.