Víkurfréttir 45. tbl. 2017

Page 1

JÚLÍUS VIGGÓ VAKTI ATHYGLI Í ÞÆTTINUM ÆVI

n n i g n E a l l a j p að s 13 ÞVÍ ÞEIR ERU SVO UPPTEKNIR Í EIGIN HEIMI

BRJÓSTSVIÐINN REYNDIST

hjartaáfall

INGÓ Á LANGBEST Í SUÐURNESJAMAGASÍNI FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20 OG 22 Á HRINGBRAUT OG VF.IS facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 16. nóvember 2017 // 45. tbl. // 38. árg.

Daggæsla í þjónustusvæði tjaldsvæðis

Tjaldstæðið í Grindavík.

Tíð umferðarslys á Grindavíkurvegi Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Grindavíkurvegi sl. mánudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum voru tveir þeirra slösuðu fluttir á Landspítalann í Fossvogi en sá þriðji á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Enginn er þó talinn hafa slasast alvarlega. Mikil hálka var á veginum þegar bílveltan átti sér stað og er bifreiðin illa farin. Tíð umferðarslys hafa verið á Grindavíkurvegi síðustu daga þar sem bílar hafa hafnað utan vegar. Ekki hafa orðið alvarleg slys á fólki í þessum slysum.

Arnór bætti við sig þriðju Súlunni Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2017, fór fram við hátíðlega athöfn í Duus Safnahúsum um síðustu helgi. Verðlaunin eru veitt þeim sem auðgað hafa menningarlíf Reykjanesbæjar og var þetta í tuttugasta og fyrsta sinn sem Súlan var afhent. Að þessu sinni hlaut menningarhópurinn „Með blik í auga“ verðlaunin fyrir framlag sitt til tónlistarlífs í Reykjanesbæ en frumkvöðlar og stýrimenn hópsins eru þeir Arnór B. Vilbergsson, Guðbrandur Einarsson og Kristján Jóhannsson. Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabetu Ásberg. Þetta er þriðja súlan sem Arnór fær. Sú fyrsta var til Kórs Keflavíkurkirkju undir stjórn Arnórs, svo fékk hann Súluna í eigin persónu í fyrra og svo nú sem hluti af Með blik í auga. Nánar er fjallað um verðlaunaafhendinguna í blaðinu í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi

Kosið til nýrrar bæjarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis næsta vor

Íbúar sögðu já!

Íbúar í Sandgerðisbæ og Sveitarfélaginu Garði samþykktu sameiningu sveitarfélaganna tveggja í íbúakosningu sem fram fór sl. laugardag, 11. nóvember. Í Garði samþykktu 71,5% íbúa sameininguna en 28,5% voru á móti. Á kjörskrá voru 1.134 og kusu 601 eða 53% þeirra sem voru á kjörskrá. Í Sandgerði var sameiningin samþykkt með 55,2% atkvæða en 44,8% voru á móti. Á kjörskrá voru 1.200 manns og kusu 662 eða 55,2%. Þrír seðlar voru

Ráðhús Sandgerðisbæjar.

Ráðhús Sveitarfélagsins Garðs

auðir og einn ógildur. Níu manna bæjarstjórn verður kosin í maí 2018 og í framhaldinu tekur hið nýja sveitarfélag til starfa. Einn bæjarstjóri verður fyrir sameinað sveitarfélag.

Íbúafjöldi í Garði var 1625 manns skv. síðustu tölum og Sandgerðingar eru 1760 talsins. Samtals gerir þetta 3385 íbúa. Þegar kosið verður til fyrstu bæjarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

FÍTON / SÍA

Loka þarf daggæslu við Hraunbraut í Grindavík en í fundargerð Grindavíkurbæjar kemur fram að hætta þurfi starfsemi í aðstöðu Krílakots við Hraunbraut 3a. Rakaskemmdir séu í húsnæði Krílakots við Hraunbraut 3a og húsnæðið því ekki hæft fyrir starfsemi vegna raka. Bæjarráð samþykkti að flytja starfsemina tímabundið í þjónustuhúsnæði tjaldsvæðis Grindavíkur og samþykkti fyrirliggjandi leigusamning við rekstaraðila Krílakots. Í fundargerð umhverfis- og ferðamálanefndar frá 9. nóvember sl. kemur fram að nefndin skilji þá aðkallandi stöðu sem komin sé upp og geri ekki athugasemd við að Krílakot færist tímabundið inn í þjónustuhús tjaldsvæðisins. Nefndin gerir aftur á móti athugasemd við samráðsleysi bæjarráðs við nefndina og þá starfsmenn bæjarins sem hafa með málefni tjaldsvæðisins að gera. Stefnt sé að opnun tjaldsvæðisins þann 1. mars 2018 og góðan fyrirvara þurfi til að undirbúa markaðsefni og auglýsingar fyrir komandi ferðamannatímabil.

einföld reiknivél á ebox.is

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

næsta vor má gera ráð fyrir að íbúar sveitarfélagsins verði komnir yfir 3500 talsins. Nýtt sveitarfélag verður því það næstfjölmennasta á eftir Reykjanesbæ og fjölmennara en Grindavík. Nýtt sveitarfélag verður 86 ferkílómetrar af stærð. Þar verða tveir megin byggðakjarnar auk byggðar í dreifbýli. Innan bæjarmarka sameinaðs sveitarfélags er alþjóðaflugvöllurinn á Miðnesheiði og þá eru í sveitarfélaginu tveir 18 holu golfvellir.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 45. tbl. 2017 by Víkurfréttir ehf - Issuu