30 Hrósað fyrir flott form eftir langa baráttu við búlimíu
11 ára stöðvaði þjóf! og Dýrin í Hálsaskógi
S U Ð U R N E S J A
MAGASÍN á dagskrá Hringbrautar fimmtudagskvöld kl. 20:00
a Ekki gleym ! a p p o að p facebook.com/vikurfrettirehf
twitter.com/vikurfrettir
instagram.com/vikurfrettir
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Ys og þys á Keflavíkurflugvelli Keflavíkurflugvöllur sefur aldrei og þar gengur lífið sinn vanagang. Flugvélar koma og fara og það sem af er ári hafa yfir sjö milljónir farþega farið um flugvöllinn. Hér að ofan má sjá sannkallaðan ys og þys. Á sama tíma og háttsettir gestir stíga um borð í þotu frá bandarísku strandgæslunni rennir flugnemi frá Keili úr hlaði. Á meðan þetta allt á sér stað hefur lögreglan í nógu að snúast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Um það má lesa í blaðinu í dag. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Ríkið sveltir Suðurnes Sú staðreynd að minna fjármagn komi frá ríkisvaldinu til Suðurnesja en annarra landsvæða kemur sveitarstjórnarfólki á Suðurnesjum ekki á óvart. Reykjanesbær fékk Dr. Huginn Þorsteinsson, ráðgjafa hjá Aton, til að vinna úttekt á stöðu fjárveitinga ríkisins til verkefna á Suðurnesjum í samhengi við þann uppgang sem verið hefur á svæðinu.
Greint er frá helstu niðurstöðum fundarins í umfjöllun í blaðinu í dag. Íbúafjölgun í Reykjanesbæ hefur verið fordæmalaus á undanförnum árum, allt upp í tæp 8% á ári, sem er langt umfram landsmeðaltal. Íbúum Reykjanesbæjar hefur t.a.m. fjölgað um 3.000 manns frá árinu 2013. Þessi fjöldi samsvarar öllum íbúum Grindavíkur. Ekkert lát virðist vera
á þessari fjölgun íbúa. Þrátt fyrir vöxtinn í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum hafa fjárveitingar ríkisins ekki vaxið með sama hætti. Í samantekt Dr. Hugins kemur fram að Reykjanesbær sé að gera sitt til að mæta þessum áskorunum en það sé ekki nóg. Samhliða vexti vanti fjármagn frá ríkinu til að mæta nýjum verkefnum. „Við þurfum að
bæta þjónustu við fólk sem flyst inn í samfélagið erlendis frá. Framlög ríkisins til verkefna á Suðurnesjum eru almennt lægri en til sambærilegra verkefna í öðrum landshlutum. Það er því mikilvægt að fá skýringar og leiðréttingu á þessu af hálfu ríkisins,“ sagði Huginn í samantekt sinni í skýrslunni. ❱❱ Sjá umfjöllun á síðum 22-23
Segja upp strætóakstri eftir tugmilljóna króna mistök
Alvarleg mistök gerð við útreikninga. Rekstri SBK lýkur á sama tíma SBK hefur sagt upp þjónustusamningi um akstursþjónustu milli höfuðborgarinnar og Suðurnesja. Samningurinn er við Samband sveitarfélaga á Suðurnesja, SSS, og á við um svokallaða Leið 55 hjá Strætó. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sem eru eigandi SBK, segir að alvarleg mistök hafi verið gerð við útreikninga þegar tilboð var gert í aksturinn árið 2014. SBK hafi þurft að greiða tugi milljóna með akstrinum á ári og móðurfélag SBK hafi einnig komið að málum. Með sama áframhaldi stefndi reksturinn í þrot. Félagið hafi átt fund með SSS í september og síðan hafi samningnum verið sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. Stjórn SSS hefur bókað um málið en þar segir: „Í bréfi SBK kemur fram að fyrirtækið ætli sér ekki að efna samninginn sem þeir gerðu við SSS að undangengu útboði árið 2104. Lögfræðistofunni LOGOS falið að svara bréfinu fyrir hönd stjórnar S.S.S. í samræmi við framlögð
FÍTON / SÍA
AÐALSÍMANÚMER 421 0000
einföld reiknivél á ebox.is
gögn. Framkvæmdastjóra og formanni falið að vinna verkefnið áfram í samræmi við umræður stjórnar“. Berglind Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sagði í samtali við Víkurfréttir að þessa daganna væri
■
AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
fimmtudagur 26. október 2017 // 42. tbl. // 38. árg.
unnið að því að kanna réttarstöðu SSS, sem og að huga að því hvernig hægt er að leysa úr þessari flóknu stöðu sem er komin upp. „Við höfum jafnframt fundað með Vegamálastjóra og munum vinna þetta áfram með Vegagerðinni,“ sagði Berglind. SBK mun um áramót renna inn í rekstur Kynnisferða. Merkjum SBK verður áfram haldið á lofti og félagið verður áfram með starfsstöð í Grófinni í Keflavík. Flestum bílstjórum fyrirtækisins hefur verið boðin áframhaldandi vinna en markaðsmál SBK verða nú í höndum Kynnisferða sem mun nýta sölukerfi sitt fyrir SBK í framtíðinni.
■
FRÉTTASÍMINN 421 0002
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
S U Ð U R N E S J A
MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is