VÍKURFRÉTTIR Í NÆSTU VIKU Skilafrestur auglýsinga á hádegi miðvikudaginn 23. maí
Síðasta tölublaði Víkurfrétta fyrir kosningar verður dreift fimmtudaginn 24. maí og föstudaginn 25. maí. Vegna hvítasunnuhelgar verður skrifstofa blaðsins lokuð mánudaginn 21. maí en opnar að nýju þriðjudaginn 22. maí.
Opnunartími
Skilafrestur auglýsinga er til hádegis miðvikudaginn 23. maí. Póstfang auglýsingadeildar er andrea@vf.is. Skilafrestur greina í næsta blað er hins vegar til hádegis þriðjudaginn 22. maí. Póstfang fyrir aðsendar greinar er vf@vf.is.
mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18 Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Skjólgóður ljósmyndari! Þegar RÚV tók viðtal á dögunum við bandarískan hershöfðingja við minnismerki við Grindavíkurveg um „Hot Stuff“, flugvél sem fórst fyrir 75 árum í Reykjanesfjallgarðinum, þurfti gott skjól fyrir norðanáttinni. Oddgeir Karlsson ljósmyndari reyndist skjólgóður eins og sést á myndinni.
Allir oddvitarnir ósáttir með kísilver í Helguvík Oddvitar framboða fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ eru allir mjög ósáttir hvernig starfsemi kísilvers United Silicon í Helguvík var áður en verksmiðjan lokaði. Það er mikil breyting frá því sem var í upphafi kjörtímabils þegar nokkur samhljómur var með starfsemi kísilversins. Nokkrir oddvitanna vilja enga starfsemi kísilvera. Oddvitar framboðanna átta eru í viðtali í Víkurfréttum og þeir spurðir út í hver séu stærstu kosningamálin, áherslur þeirra framboða og framtíðarsýn Reykjanesbæjar. Oddvitar meirihlutans, þ.e. Beinnar leiðar, Samfylkingar og Frjáls afls nefna stærsta mál kjörtímabilsins, fjármál Reykjanesbæjar, og telja mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem fetuð hefur verið í tíð meirihlutans með þeim árangri að reksturinn hefur ekki verið betri í langa tíð en ársreikningur Reykjanesbæjar 2017 var samþykktur samhljóða á
bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. Hin framboðin, Framsóknarflokkur, Miðflokkur, Píratar og Vinstri græn, nefna öll heilbrigðismál sem eitt stærsta málið en undir það taka líka hinir flokkarnir. Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur verið í minnihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar á kjörtímabilinu sem er að ljúka er með heilbrigðismálin en einnig framlög
AÐALSÍMANÚMER 421 0000
■
ríkisins til stofnana á svæðinu og leggja áherslu á samstöðu í því máli sem og öðrum. Viðtölin við oddvitana eru á bls. 16 og 17.
AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001
■
Skuldlaus bær með sjávarútveg á heimsmælikvarða „Sjávarútvegur er burðarstoð hér í atvinnulífinu. Við erum með gríðarlega öflug og flott sjávarútvegsfyrirtæki, ekki bara á landsvísu, heldur einnig á heimsvísu,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur en hann tók við þeirri stöðu fyrir einu og hálfu ári síðan og að hans sögn gengur bæjarfélaginu vel. Grindavíkurbær hefur staðið vel fjárhagslega undanfarin ár og er með eina bestu stöðu landsins fjárhagslega. Eftir þetta kjörtímabil er Grindavíkurbær að skila góðu búi og er rekstarafgangur hans samkvæmt ársreikningi síðasta árs rétt um tæpar þrjú hundruð milljónir. Langtímaskuldir bæjarins eru engar, fjárfestingargetan er mikil, þannig að hægt verður að gera marga góða hluti í framtíðinni án þess að taka lán, borga niður afborganir og greiða vexti. - Sjá nánar í miðopnu.
FRÉTTASÍMINN 421 0002
MEÐ HVERRI KEYPTRI SANTA MARIA OSTASÓSU FÆST TORTILLA SNAKK MEÐ 30% AFSLÆTTI, 139 KR. POKINN
+ fimmtudagur 17. maí 2018 // 20. tbl. // 39. árg.
Gildir 17. - 21. maí 2018
KROSSMÓI 4 IÐAVELLIR 14
S U Ð U R N E S J A
MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is