Grindvíkingar áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla Grindvíkingar eru komnir áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 4:2 sigur á Víði í Garði. Keflvíkingar eru úr leik eftir 2:0 tap fyrir Valsmönnum. Þá tapaði Njarðvík fyrir Þrótti Reykjavík með tveimur mörkum gegn fjórum og Reynir Sandgerði tapaði 0:2 fyrir Víkingi Reykjavík. Myndin er úr viðureign Víðis og Grindavíkur á Nesfisksvellinum í Garði. Nánar er fjallað um Mjólkurbikarinn á vef Víkurfrétta, vf.is.
Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18 Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
„Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir“
fimmtudagur 3. maí 2018 // 18. tbl. // 39. árg.
Grillað fyrir hátíðargesti
Dýrin í Hálsaskógi fjölmenntu á 1. maí í Reykjanesbæ og boðuðu frið. VF-myndir: hbb
Fjölmennur baráttufundur 1. maí í Stapa Verkafólk fjölmennti á baráttufund og hátíðardagskrá 1. maí í Stapa í Reykjanesbæ. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, var ræðumaður dagsins. Annars var það menningin sem réð ríkjum í Stapanum. Flest öll dýrin úr barnaleikritinu Dýrin í Hálsaskógi hjá Leikfélagi Keflavíkur mættu og skemmtu fólki. Einnig kom Kvennakór Suðurnesja og þau Valdimar Guðmundsson og Sigríður Thorlacius sungu fyrir gesti. Fleiri myndir frá hátíðardagskránni eru á vef Víkurfrétta, vf.is.
Rauði liturinn er einkennandi fyrir 1. maí og það veit þingkonan Oddný G. Harðardóttir. Listasmiðjur og alls kyns uppákomur voru hluti af mikilli barnaskemmtun sem haldin var í Reykjanesbæ um síðustu helgi í tilefni af Listahátíð barna, sem nú er haldin í þrettánda sinn í Reykjanesbæ. Skessan í hellinum bauð upp á lummur í harðri samkeppni við skátana sem grilluðu bæði pulsur og pylsur, allt eftir því hvar fólk býr. Listahátíð barna heldur áfram og stendur til 13. maí nk. Þannig eru Duus Safnahús undirlögð af listaverkum tengd hátíðinni og ástæða til að hvetja fólk til að kíkja á sýningarnar sem þar eru.
AÐALSÍMANÚMER 421 0000
■
AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001
SAMLOKUR & SALÖT
RJÚKANDI HEITT KAFFI
BAKAÐ Á STAÐNUM
MIKIÐ ÚRVAL, FÍNT Í HÁDEGISMATINN
NÝMALAÐ ILMANDI KAFFI
KLEINUHRINGIR, RÚNSTYKKI OG FLEIRA
■
FRÉTTASÍMINN 421 0002
HRINGBRAUT REYKJANESBÆ AFGREIÐSLUTÍMAR:
VIRKA DAGA
ALLTAF OPIÐ HELGAR
ALLTAF OPIÐ
S U Ð U R N E S J A
MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is