„Hef aldrei verið jafn heilsuhraust og orkumikil eins og eftir að ég varð
Vegan“
Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18
- sjá síður 16-17
Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
SÚREFNIS- OG KÖFNUNAREFNISVERKSMIÐJA OPNAR Í VOGUM Stefnt er að því að flytja alla meginstarfsemi ÍSAGA í Voga á Vatnsleysuströnd í framtíðinni en ný 2,5 milljarða króna verksmiðja fyrirtækisins þar var tekin formlega í notkun af iðnaðar- og viðskiptaráðherra við hátíðlega athöfn á þriðjudag. Verksmiðjan framleiðir súrefni og köfnunarefni úr andrúmsloftinu og mun styðja við ört vaxandi íslenskan iðnað og framleiðslu, ásamt því að sjá heilbrigðisþjónustunni áfram fyrir hágæða súrefni á öruggan hátt. Sjá nánar á síðu 14 í blaðinu í dag.
Ársreikningur Reykjanesbæjar fyrir 2017:
Betri gangur hjá bænum ❱❱ Tekjur aukast, skuldir lækka, afgangur aldrei verið meiri
Ársreikningur samstæðu Reykjanesbæjar 2017 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar þriðjudaginn 17. mars. Í honum kemur fram að útsvarstekjur aukast verulega á milli ára m.a. vegna aukins íbúafjölda, skuldir og skuldbindingar lækka lítillega og afgangur af reglubundnum rekstri hefur aldrei verið meiri. Samkvæmt rekstrarreikningi A-hluta bæjarsjóðs nam afgangur af rekstri 1.222 milljónum króna. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld nam 2.203 milljónum króna. Eigið fé bæjarsjóðs í árslok 2017 nam 5.079 millj-
ónum króna og er eiginfjárhlutfallið 14,97%. Samkvæmt efnahagsreikningi nema veltufjármunir 8.749 milljónum króna, skammtímaskuldir 5.688 milljónum króna og veltufjárhlutfall 1,54. Heildarskuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs nema 28.850 milljónum króna og er skuldaviðmið 163,38%. Samkvæmt rekstrarreikningi samstæðu A og B hluta nam hagnaður af rekstri 1.321 milljón króna. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld nam 3.781 milljón króna. Eigið fé samstæðu A og B hluta í árslok 2017
SAMEINAST VS OG VR? Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, hefur ákveðið, í samráði við stjórn VS, að leggja til við aðalfund VS, sem haldinn verður 26. apríl nk. að samþykkt verði að fara í viðræður við VR um hugsanlega sameiningu félaganna. „Fari svo að aðalfundur samþykki slíka tillögu væri hægt að hefja slíkar viðræður nú þegar og ganga síðan til kosninga um sameiningu í haust þegar að niðurstaða viðræðna liggur
markhönnun ehf
AÐALSÍMANÚMER 421 0000
fyrir,“ segir Guðbrandur í aðsendri grein í Víkurfréttum í dag. Undanfarna daga hefur komið í ljós töluverður órói í félaginu. Órói og óánægja er enn til staðar þrátt fyrir félagsfund sem haldinn var í VS í síðustu viku. Á fundinum var samþykkt að vísa frá öllum tillögum B-lista framboðs, m.a. þeirri tillögu að framlengja framboðsfrest til stjórnarkjörs. Grein Guðbrands má lesa í blaðinu í dag. - Sjá nánar á síðum 4 og 8.
■
AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001
■
FRÉTTASÍMINN 421 0002
Eykur orku & einbeitingu!
199 miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.
nam 14.202 milljónum króna og er eiginfjárhlutfallið 24,41%. Samkvæmt efnahagsreikningi nema veltufjármunir 7.086 milljónum króna, skammtímaskuldir 7.899 milljónum króna og veltufjárhlutfall 0,9. Heildarskuldir og skuldbindingar samstæðu A og B hluta nema 43.972 milljónum króna og lækka á milli ára. Skuldaviðmið fer úr 208,5% í 189,55%. Bæjarráð og bæjarstjórn Reykjanesbæjar létu gera óháða fjárhagslega úttekt á rekstri bæjarins á árinu 2014. Afrakstur þeirrar vinnu kallast Sóknin og felur í sér fjóra þætti; í fyrsta lagi að auka framlegð í rekstri A-hluta, í öðru lagi að halda fjárfestingum í nýjum innviðum í lágmarki, í þriðja lagi að endurskipuleggja efnahag sveitarfélagsins og í fjórða lagi að stöðva fjárstreymi frá A-hluta yfir í B-hluta og gera B-hluta stofnanir og fyrirtæki sjálfbær. Á árinu 2017 náðust samningar við kröfuhafa Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar um endurskipulagningu efnahags. Reykjanesbær tók lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2017 sem nýtt var til að greiða upp langtímaskuldir hafnarinnar fyrir utan skuld hennar við Lánasjóð sveitarfélaga. Því til viðbótar nýtti Reykjanesbær nokkur hundruð milljónir af handbæru fé til að ljúka uppgjöri við kröfuhafa hafnarinnar. Í aðlögunaráætlun fyrir árin 2017 til 2022 er gert ráð fyrir að sveitafélagið nái undir 150% skuldaviðmið fyrir árslok 2022, segir í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ.
KR STK
NÝTT Í