Víkurfréttir 12. tbl. 39. árg.

Page 1

20-21

FERÐAÞJÓNUSTAN ER ENNÞÁ Í VEXTI

Við getum aðstoðað lyfja.is | Krossmóa 4 facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. mars 2018 // 12. tbl. // 39. árg.

SULTUSLÖK Í MENNINGARVIKU Fátt virðist koma í veg fyrir að Sundhöll verði rifin Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti deiliskipulagstillögu vegna Framnesvegar 9-11 á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag en á lóðinni er húsnæði gömlu Sundhallar Keflavíkur. Samþykktin gefur verktakanum Húsanesi, leyfi til að byggja þrjú fjölbýlishús á lóðinni en mun til þess þurfa að rífa sundhallarbygginguna. Bæjarfulltrúar meirihluta bæjarstjórnar auk fulltrúa Framsóknarflokksins samþykktu deiliskipulagstillöguna. Áður hafði minnihluti Sjálfstæðisflokksins lagt fram tillögu um að málinu yrði frestað til að fara betur yfir álitamál sem komið hafa upp, til dæmis hvort bærinn geti verið skaðabótaskyldur í málinu og eins um vanhæfi eins fulltrúa meirihluta í Umhverfis- og skipulagsráði. Sú tillaga var felld með atkvæðum meirihlutans sem í umræðum sagðis nauðsynlegt að koma málinu í farveg. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs sagði í umræðum að Minjastofnun gæti enn beitt skyndifriðun sem væri þá þvert á fyrri skoðun þess á málinu og þannig fengið 6 vikna frest auk þess sem Skipulagsstofnun hefur 2 mánuði til að staðfesta deiliskipulagið. Hann sagði að bærinn væri ekki skaðabótaskyldur þó svo þessi ákvörðun hafi verið tekin.

Víkurfréttir frá 1980 til dagsins í dag á timarit.is - sjá nánar á síðu 19 í dag!

Menningin blómstrar á Suðurnesjum þar sem hver menningarviðburðurinn rekur annan. Menningarviku Grindavíkur er nýlega lokið en hún kom í kjölfar Safnahelgar á Suðurnesjum. Rannveig Jónína, ljósmyndari okkar í Grindavík, tók þessa mynd við setningu Menningarvikunnar í Grindavíkurkirkju. Þarna má sjá skemmtilega söngfugla og alveg sultuslaka stúlku sem hafði komið sér vel fyrir á kirkjugólfinu til að fylgjast með dagskránni. Í blaðinu í dag er svo sagt frá enn meiri menningardagskrá á Suðurnesjum.

Suðurbyggð, Útnes eða Ægisbyggð? - Kosið um nafn á sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis eftir páska Bæjarnöfnin Suðurbyggð, Útnes, Útnesjabyggð, Útnesjaþing, Ystabyggð og Ægisbyggð eru meðal þeirra nafna sem skráð hafa verið fyrir léni hjá Interneti á Íslandi. Róbert Ragnarsson, verkefnisstjóri hjá sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis, er þögull sem gröfin þegar kemur að nöfnum sem koma til greina á sveitarfélagið. Róbert sagðist í samtali við Víkurfréttir hafa skráð öll nöfn sem koma til álita eftir skoðun Örnefnanefndar. Það væru sjö eða átta nöfn sem hann hafi skráð til að tryggja að ekki yrði braskað með vefslóð sveitarfélagsins eftir að nafnið hefur verið valið. Víkurfréttir lögðust í nokkra rannsóknarvinnu og við leit á netinu fundust þau sex nöfn sem eru hér að framan. Áður hefur komið fram að

AÐALSÍMANÚMER 421 0000 FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR

12°

4kg

REYKJANESBÆR

40kg

Örnefnanefnd leitaði umsagnar sveitarfélaga á Suðurnesjum á nöfnunum Suðurnesjabær, Suðurnesjabyggð og Sveitarfélagið Suðurnes. Þau nöfn eru hins vegar ekki skráð fyrir vefslóðum. Sveitarfélögin Vogar og Grindavíkurbær töldu að bæjarnafn sem innihéldi „Suðurnes“ kynni að valda flækjustigi gagnvart þeim samtökum og sameiginlegu stofnunum sem eru í landshlutanum og kenna sig við Suðurnes. Ekki mun takast að kjósa um nafn á sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis fyrir páska. Örnefnanefnd hafði tíu nöfn til umsagnar. Örnefnanefnd hefur skilað umsögnum til nafnanefndar Garðs og Sandgerðis og óskað eftir frekari rökum fyrir einu nafni sem var til umsagnar. Að mati nafnanefndarinnar er

æskilegt að íbúar fái góðan tíma til að vega og meta tillögur að nýju nafni. Því hefur verið ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni fram í apríl. „Kynning á tillögum að nöfnum fer fram þegar umsagnarferli Örnefnanefndar er lokið,“ segir í tilkynningu frá nafnanefnd sveitarfélaganna. Könnun á viðhorfum íbúa til nafns á sameinað sveitarfélag mun fara fram í gegnum vefgátt þar sem íbúar á kjöraldri munu nota Íslykil til að greiða nafni atkvæði. Ný bæjarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi mun svo á fyrsta fundi sínum, 10. júní nk., staðfesta nafn á sveitarfélagið. Róbert Ragnarsson sagði að fyrst og fremst væri verið að finna nafn yfir stjórnsýsluna því byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði haldi áfram sínum nöfnum.

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

FRÉTTASÍMINN 421 0002

SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI

-20°

150kg

GRINDAVÍK

14°

1250kg

VOGAR

12°

75kg

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 12. tbl. 39. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu