krían er mætt í stórum hópum á garðskaga. Fyrstu fuglanna varð vart á sunnudag og svo enn fleiri á mánudaginn. krían er að koma frá suðurskautinu þar sem hún heldur sig á meðan vetur ríkir á norðurslóðum. krían leggur að baki um 70.000 km flug á ári. Ferðalagið milli suðurskautsins og íslands tekur marga mánuði þar sem krínan nýtir sér vindstrauma meðfram ströndum meginlanda.
Undirbúningur Ljósanætur hafinn
Undirbúningur fyrir Ljósanótt 2025 er hafinn af fullum krafti og kynnti Guðlaug M. Lewis menningarfulltrúi vinnu fagráðs hátíðarinnar á fundi menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar þann 28. apríl. Þar var farið yfir fjárhagsáætlun hátíðarinnar og næstu skref í undirbúningi hennar.
Ljósanótt fer fram dagana 4. til 7. september í ár og hefur hún í gegnum tíðina vaxið og dafnað með öflugri þátttöku íbúa, félaga og fyrirtækja. Á næstu dögum munu berast formleg erindi til fyrirtækja um framlög til hátíðarinnar. Menningar- og þjónusturáð hvetur eindregið alla, bæði fyrirtæki, félög og einstaklinga, til að taka virkan þátt í að skapa einstaka upplifun með því að styðja við hátíðina með krafti og nærveru.
Ljósanótt er lýst sem hátíð bjartsýni, ljóss og birtu þar sem við fögnum lífinu, gleðinni og samveru. Hún hefur á síðustu árum orðið einn stærsti samfélagsviðburður Reykjanesbæjar og nær um allt bæjarfélagið.
BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ, hófst 2. maí og stendur til 11. maí. Á hátíðinni eru börn, ungmenni og fjölskyldur settar í forgang með fjölbreyttum og skemmtilegum hætti. Markmið hátíðarinnar eru meðal annars þau að auka lífsgæði og vellíðan barna og íbúa Reykjanesbæjar og að skapa vettvang fyrir börn og fjölskyldur til virkrar þátttöku í samfélaginu. Allir viðburðir á BAUN eru ókeypis. Einn slíkur var í reiðhöll Hestamannafélagsins Mána um síðustu helgi þegar hestafólk bauð yngstu bæjarbúunum á hestbak. Viðburðurinn var vel sóttur og gleðin skein úr andlitum barnanna að fá að njóta návistar við hestana á Mánagrund. Fleiri myndir frá viðburðinum verða birtar á vf.is í vikunni.
VF/Hilmar Bragi
Spurði um gistingu en þarf að fjarlægja óleyfishús
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur tekið fyrir fyrirspurn frá Eggerti Kjartanssyni, f.h. Brix production, um mögulega skiptingu lands Austurkots á Vatnsleysuströnd. Í fyrirspurninni kom einnig fram áhugi á því að reisa eitt til tvö 35 fermetra hús á lóðunum, sem notuð yrðu sem skammtímagistirými til útleigu. Í afgreiðslu nefndarinnar kemur fram að ekkert deiliskipulag sé fyrir svæðið, en að mögulegt væri að setja inn heimild um gistingu ef deiliskipulag yrði unnið. Nefndin benti þó jafnframt á að við Austurkot 1 standi hús sem hafi verið flutt á staðinn án leyfis byggingarfulltrúa. Það hús sé því í óleyfi og þurfi að fjarlægja.
Halldóra Fríða tekur við sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar
n Guðný Birna nýr formaður bæjarráðs á meðan á tímabundinni ráðningu stendur
Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar, sem haldinn var 30. apríl síðastliðinn, var samþykkt að Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir taki formlega við starfi bæjarstjóra á meðan veikindaleyfi Kjartan Más Kjartanssonar varir. Samþykktin gildir til 1. júní 2025. Í kjölfar breytingarinnar samþykkti bæjarráð einnig að Guðný Birna Guðmundsdóttir taki við formennsku í bæjarráði og Bjarni Páll Tryggvason verði varaformaður til sama tíma.
Breytingarnar eru gerðar í samræmi við bæjarmála samþykkt Reykjanesbæjar og miða að því að tryggja eðlilega stjórnsýslu og jafna dreifingu verkefna í fjar veru bæjarstjóra.
Halldóra Fríða mun áfram gegna sínu hlutverki sem kjörinn fulltrúi í bæjarráði og bæjarstjórn og halda atkvæðarétti sínum. Kjartan Már Kjartansson, sem er ráðinn bæjarstjóri en ekki kjörinn fulltrúi, hefur í sinni fjarveru ekki atkvæðarétt í ráðum eða nefndum.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÖRN KRISTINSSON
Vallarbraut 10, Reykjanesbæ
lést á Landspítalanum v/Hringbraut, mánudaginn 28. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 8. maí klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Nýrnafélagið kt: 670387-1279 Banki: 0334-26-001558
Kolbrún Gunnlaugsdóttir
Jóhann Hafþór Arnarson
Rut Eygló Arnardóttir Þórunn Sif Friðriksdóttir
Rósmundur Örn, Guðrún Arna, Kolbrún Ósk, Dögun Myrk og Andrea Mist
Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur, frændi og vinur,
HJÖRTUR KRISTJÁN HJARTARSON
Brekkustíg 29A, Reykjanesbæ
varð bráðkvaddur á heimili sínu miðvikudaginn 16. apríl. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, föstudaginn 9. maí klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir.
Kristín Guidice, Hjörtur Kristján Daníelsson
Hafsteinn Hjartarson Davíð Hjartarson Lára Björg Grétarsdóttir Julija Navarskaité frændsystkini og vinir hins látna.
HREINSUM
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
Nú liggja fyrir áform m.a. um frekari uppbyggingu gagnavera og byggingu gróðurhúsa á atvinnusvæði Reykjanesbæjar sunnan við Fitjar, kallað AT12 í skipulagi. Miðað við þau áform þarf að auka verulega við byggingarheimildir. Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir 198.284 fermetrum en auka þarf byggingarmagn í 283.500 fermetra.
Núverandi starfsemi á AT12 er fyrst og fremst gagnaver. Svæðið er utan áhrifasvæðis Keflavíkurflugvallar. Það er þó viðkvæmt fyrir notkun leysigeisla eða sambærilegra ljósa samkvæmt skipulagsreglum Keflavíkurflugvallar. Notast verður við myrkrunartjöld sem draga fyrir gróðurhúsin sem rísa á svæðinu til að draga úr neikvæðum áhrifum ljósmengunar. Hljóðmengun er ekki talin veruleg, segir í gögnum umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar.
Kynningu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir reitinn er lokið. Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt að senda skipulagið til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu. atNorth og hin stóru gagnaverin á Íslandi, Borealis Data Center og Verne Global fengu nýlega Upplýsingatækniverðlaun Ský - Skýrslutæknifélags Íslands 2025. Verðlaunin voru fyrir framlag þeirra til upplýsingatæknigeirans á Íslandi. Borealis og Verne eru einnig með
Íþrótta- og tómstundaráð Suðurnesjabæjar lýsir yfir ánægju sinni með mikla aukningu í heimsóknum í íþróttamannvirki sveitarfélagsins á fyrsta ársfjórðungi ársins. Samkvæmt nýjustu tölum hefur heimsóknum fjölgað um 29,8 prósent miðað við sama tímabil í fyrra, sem samsvarar 17.250 fleiri heimsóknum.
„Þessar tölur sýna svart á hvítu hversu mikilvæg starfsemi fer fram í þessum mannvirkjum,“ segir í afgreiðslu ráðsins.
Aðstaðan í íþróttamannvirkjum bæjarins nýtist vel og fjölbreytt. Þar fer m.a. fram kennsla í skólaíþróttum
starfsemi á Suðurnesjum. Verne Global á nokkuð langa sögu í starfsemi á Ásbrú í Reykjanesbæ en fyrirtækið hóf hana árið 2007 og hefur stækkað jafnt og þétt síðan. atNorth er með viðamikla starfsemi á Fitjum en þar er fyrirtækið með tólf byggingar undir gagnaver og hyggur á enn frekari stækkun. Hér á landi rekur atNorth þrjú stór gagnaver, ICE01 í Hafnarfirði, ICE02 í Reykjanesbæ og ICE03 á Akureyri. atNorth er með starfsemi í fjórum af fimm Norðurlöndunum og hefur fjögur ný gagnaver í byggingu, tvö í Finnlandi og tvö í Danmörku.
Nýverið tilkynnti atNorth um 41,2 milljarða króna fjárfestingu í stækkun gagnavera á Íslandi en við bætist fjárfesting viðskiptavina fyrirtækisins í tölvubúnaði sem nemur nálægt 300 milljörðum króna. Um er að ræða umfangsmestu stækkun sem íslenskt gagnaver hefur ráðist í og innifelur umtalsvert magn af hátæknibúnaði. Leigja þurfti sérhæft flutningaskip til að flytja hluta búnaðarins og kallaður var til stærsti krani landsins til að hífa búnaðinn inn á lóð gagnaversins en þar kom fram að fyrirtækið væri að auglýsa eftir starfsfólki á Íslandi. Um fjörutíu manns starfa hjá því á Fitjum en síðan er annar eins fjöldi frá verktökum á Suðurnesjum en fyrirtækið auglýsti nýlega eftir starfsfólki.
og sundi fyrir báða grunnskóla sveitarfélagsins, starfsemi frístundaheimilanna, þrekæfingar fyrir eldri borgara og unglinga, sundæfingar, vatnsleikfimi og fjölbreytt hóptímastarf. Þá má nefna karla-jóga, þrektíma, zumba, pilates, spinning, línudans og ekki síður þrjár mismunandi jógaæfingar með Mörtu. Einnig er boðið upp á æfingar í júdó, körfubolta, handbolta og fótbolta, auk fjölmargra viðburða sem halda utan um öflugt tómstunda- og íþróttalíf í bænum. Ráðið telur þessa aukningu staðfesta að fjárfesting í íþróttamannvirkjum skili sér með bættri lýðheilsu, öflugri samfélagsþátttöku og ánægðari íbúum.
Nú liggja fyrir áform m.a. um frekari uppbyggingu gagnavera og byggingu gróðurhúsa á atvinnusvæði reykjanesbæjar sunnan við Fitjar. vF/Hilmar bragi
Viljayfirlýsing um lóð
fyrir framleiðslu á sjálfbæru þotueldsneyti
n Kadeco, Suðurnesjabær og IðunnH2 undirrita samkomulag um mögulega uppbyggingu í Bergvík
Viljayfirlýsing um úthlutun lóðar fyrir mögulega framleiðslu á sjálfbæru þotueldsneyti hefur verið undirrituð af Kadeco, Suðurnesjabæ og nýsköpunarfyrirtækinu IðunnH2. Lóðin er staðsett í Bergvík, innan K64 Hringrásariðngarðsins, sem liggur að hluta innan bæjarmarka Suðurnesjabæjar. Þar hefur Kadeco unnið að þróun og skipulagi svæðisins í samstarfi við bæði Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ. Um er að ræða landsvæði í eigu íslenska ríkisins, en Suðurnesjabær fer með skipulagsvald á svæðinu. Verkefnið fellur vel að framtíðarsýn K64 Hringrásariðngarðsins sem
Í tilkynningu frá Kadeco kemur fram að öll aðkoma að verkefninu er háð því að skilyrði laga og reglugerða séu uppfyllt, þar á meðal að lóðaúthlutun fari fram á opinn og gagnsæjan hátt. Einnig verður deiliskipulag að fá samþykki áður en framleiðsla getur hafist. Kadeco og Suðurnesjabær lýsa vilja sínum til að styðja við uppbyggingu verkefna sem þessi, sem eru í takt við markmið um sjálfbærni og orkuskipti á flugvallarsvæðinu. Framleiðsla á rafeldsneyti sem nýta má í flugumferð styður jafnframt við samkeppnishæfni Íslands á sviði grænnar orku og vistvænnar tækni.
Þau munu horfa til sólar
Í Suðurnesjabæ mun Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóri umhverfismála verða aðalmaður og Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu-og fjármálasviðs til vara.
Fyrir Sveitarfélagið Voga er Guðrún Kristín Ragnarsdóttir aðalmaður og Hólmgrímur Rósenbergsson varamaður. kringum atburðinn. Almyrkvi er sjaldgæft og áhrifamikið fyrirbæri og búast má við miklum áhuga frá bæði innlendum og erlendum gestum. Undirbúningur og viðbragðsáætlanir eru því lykilatriði og leggur Reykjanesbær áherslu á samræmda og faglega nálgun í samstarfi við önnur sveitarfélög á svæðinu.
Góð þátttaka í Stóra plokkdeginum
Stóri plokkdagurinn fór fram sunnudaginn 27. apríl og var fólki hvarvetna í Reykjanesbæ boðið að taka þátt í átaki til að hreinsa umhverfið með því að tína rusl í sínu nærumhverfi. Sett voru upp plokk-ker á fjórum stöðum í bænum þar sem hægt var að skilja eftir ruslið, en auk þess gátu íbúar sent póst á umhverfismiðstöðina til að láta sækja það.
Sjálfbærniráð Reykjanesbæjar fagnar vel heppnuðum degi og sendir þakkir til allra þeirra sem
Norð-austursvæði Keflavíkurflugvallar
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar samþykkti á fundi sínum 10. apríl 2025, að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi norð-austursvæðis Keflavíkurflugvallar til að skilgreina nýjar lóðir í samræmi við 43. gr. skipulagslaga.
Deiliskipulagsbreytingin felst í að skilgreina nýja 900 m 2 lóð fyrir varaaflsstöð og nýja 1200 m 2 lóð fyrir neyðarkyndistöð með viðeigandi tækja- og tengibúnaði.
Lóðin Pétursvöllur 34 fellur að sama skapi niður sem og heimild um að reisa aðkomuhús og þjónustuhlið.
Tillagan er aðgengileg á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, sem og á vef Keflavíkurflugvallar frá 2. maí 2025 til og með 13. júní 2025. skipulagsgatt.is
Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillöguna og koma með sínar athugasemdir eigi síðar en 13. júní 2025 í gegnum
Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
tóku þátt og lögðu hönd á plóg við að fegra bæinn. Í ljósi þess að veðrið á Suðurnesjum getur verið skrautlegt og vindasamt vill ráðið minna á að mikilvægt sé að plokka líka á venjulegum dögum – jafnvel í stuttu rölti.
„Saman getum við gert Reykjanesbæ að fallegum og snyrtilegum bæ alla daga, ekki bara þegar við höldum sérstaka plokkdaga,“ segir í bókun ráðsins. Það sé mikilvægt að bæjarbúar haldi áfram að taka þátt í að hlúa að umhverfi sínu, hver á sinn hátt.
ÍBÚAFUNDUR Í SUÐURNESJABÆ
Í tilefni af opnun heilsugæsluþjónustu
í Suðurnesjabæ verður haldinn íbúafundur til að kynna þjónustu heilsugæslunnar
Fundurinn verður þann 13. maí kl. 17:00 í samkomuhúsinu í Sandgerði
Hvetjum íbúa að mæta á fundinn
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar. Mynd: Suðurnesjabær
ORÐALEIT
Finndu tuttugu vel falin orð
Nemenda- og fjölskylduráðgjafar í grunnskólum Reykjanesbæjar
Í grunnskólum Reykjanesbæjar starfa ráðgjafar sem sinna nemendum og foreldrum þeirra. Markmiðið með þessum störfum er að mynda góð tengsl við heimilin og brúa bilið á milli heimilis og skóla. Stór þáttur ráðgjafanna er að aðstoða nemendur og foreldra þeirra sem er eru að glíma við skólaforðun, líðan og tilfinningar.
MÁVAGARG VOTLENDI
GARÐURINN
KRÍAN
VORVERKIN
FÉ
KÓKÓMJÓLK REYNIR VELUR FLUTNINGABÍLAR REYKUR GATA
ÁRANGUR
KERTI
RAUS
TAÐA
Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is
Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín?
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
Rétturinn
Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga
Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki
Á unglingastigi vinna ráðgjafar með for eldrum/aðstandendum og unglingnum sjálfum til að finna leiðir saman til að fá nemanda til að mæta í skólann. Unnið er með tilfinningar, og fundið út í sameiningu hvað er að valda þessu og stundum eru gerðir samningur um hvernig nemandi ætlar að mæta betur og sett upp skref sem unnið er eftir. Þessu er svo fylgt eftir með reglulegum fundum, í gegnum skilaboð, sms eða tölvupósta. Það kemur fyrir að ráðgjafi fari heim til nemenda til að koma þeim af stað og er þetta allt gert í miklu og þéttu samstarfi við foreldra/aðstandendur. Einnig er unnið með líðan nemenda á unglingastigi og annan vanda sem þau eru að glíma við. Með yngri nemendur er reynt að koma inn eins snemma og hægt er ef barn er t.d. að glíma við kvíða eða annan tilfinningavanda. Unnið er með fjölskyldu nemenda um hvernig er best að fyrirbyggja kvíðann, hvað er hægt að gera svo að barni líður betur. Skoðað
er hvernig gengur heima og hvernig gengur í skólanum og hvaða leiðir er best að fara. Mikilvægt er að komast að niðurstöðu með fjölskyldunni um hvernig og hvað er best að vinna með þannig að allir gangi í takt, að barnið fái sömu skilaboð heima og í skóla um skólasókn og mikilvægi þess að mæta í skólann. Það hefur borið á því að yngstu börnin fái að vera heima þegar þau eru að glíma við kvíða því það er erfitt að senda barnið sitt grátandi í skólann, ef það finnur til í maganum og fl. sem getur bent til kvíða. En okkar reynsla er sú að ef þau fá að vera heima í tíma og ótíma verður það fljótt að vinda upp á sig og erfiðara að mæta í skólann og tilfinningar, bæði foreldra og barn,a fara í mikið ójafnvægi.
Grundvöllur þess að vinnan gangi vel er náin samvinna með nemendum og foreldrum/forráðamönnum. Snemmtæk íhlutun skiptir máli fyrir alla aðila og
mikilvægt að foreldrar/forráðamenn finni góðan stuðning frá skólanum þannig að það myndi traust á milli aðila þannig að góð samvinna heimila og skóla verði til fyrirmyndar.
Flest allir grunnskólar í Reykjanesbæ eru með ráðgjafa sem starfa að fullu eða í hlutastarfi í þessum málum, þessi vinna hófst í mars 2023, fyrst í einum skóla og þetta skólaár 2024 – 2025 hafa eins og fyrr segir, flest allir skólar unnið í þessa átt. Árangur af vinnunni er góður og þau mál sem hafa reynst flókin á einhvern hátt hafa fengið farveg í samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og þau unnin nánar með velferðarsviði Reykjanesbæjar. Segja má að þessar nýju stöður í grunnskólum Reykjanesbæjar séu enn í þróun og er hver skóli að vinna og þróa þessar stöður út frá sínum skóla. Unnið er eftir sama grunni og vonandi með tímanum verður til sérkunnátta í hverjum skóla.
Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, fjölskyldufræðingur í Holtaskóla.
Strandveiðarnar hafnar
– apríl lokið með góðum afla
AFLAFRÉTTIR
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Tíminn líður áfram og nú er apríl mánuður kominn á enda, sem þýðir að strandveiðitímabilið 2025 er hafið. Hinn hefðbundni hrygningarfriður stóð yfir í apríl en eftir að honum lauk var veiði bátanna mjög góð. Tíðarfarið lék við sjómenn, sem hjálpaði til við góðan afla.
Stórar landanir í grindavík
Apríl reyndist afar góður í Grindavík, þó að landanir hafi ekki verið margar voru þær stórar. Tveir stórir línubátar lönduðu þar og sex togarar, auk tveggja frystitogara, komu með afla. Alls komu um 3.080 tonn af ísfiski á land í Grindavík og þar að auki um 1.360 tonn frá frystitogurunum. Hrafn Sveinbjarnarsson GK landaði 562 tonnum og Tómas Þorvaldsson GK kom með 802 tonn. Alls voru landanir í Grindavík 58 talsins. Hulda Björnsdóttir GK var aflahæsti togarinn með 552 tonn í fjórum löndunum. Línubáturinn Sighvatur GK landaði 406 tonnum í fimm löndunum og Páll
Jónsson GK, einnig á línu, kom með 396 tonn í fjórum löndunum. Þá má nefna að Áskell ÞH landaði 350 tonnum og Vörður ÞH 320 tonnum. Báðir eru þeir 29 metra langir togarar.
lítill afli í keflavík/Njarðvík
róðrum og Óli á Stað GK með 179
Færabátar lönduðu einnig talsverðum afla í Sandgerði. Þar má nefna Líf GK með 7,1 tonn í fimm róðrum, Dóru Sæm GK með 7,1 tonn í þremur róðrum, Fagravík GK með 6,6 tonn í fjórum og Dímon GK með 4 tonn í þremur róðrum.
Strandveiðar teknar við – veðrið ekkert sérstakt
Sandgerði var mjög lífleg í apríl með alls 213 landanir frá 45 bátum, sem komu með um 2.322 tonn alls. Sigurfari GK var aflahæstur með 239 tonn í tíu róðrum á dragnót. Hann var ekki aðeins aflahæstur í Sandgerði heldur einnig aflahæsti dragnótabáturinn á landinu í apríl. Indriði Kristins BA var með 189 tonn í fimmtán róðrum á línu, Siggi Bjarna GK með 183 tonn í tíu
Í Keflavík og Njarðvík var heldur lítið um aflabrögð í apríl. Þar frá netabátum. Bára SH, sem var að veiða sæbjúgu, landaði þó 24 tonnum í tíu róðrum. Erling KE var með 86 tonn í sjö róðrum og Friðrik Sigurðsson ÁR með 136 tonn í fjórtán róðrum. Bátarnir sem lönduðu fyrir Hólmgrím stóðu undir miklum hluta af þessum afla, eða alls 221 tonn. Sex bátar lönduðu fyrir hann, þar á meðal stálbáturinn Neisti HU sem var með tæp 8 tonn í sex róðrum. Mikið um að vera í Sandgerði
Þessi pistill er skrifaður á fyrsta degi strandveiða 2025. Veðrið var þó ekkert sérstakt, nokkur vindur og þungur sjór. Nokkrir bátar fóru snemma af stað, en flestir biðu þar til lægði, sem var um klukkan 10. Ekki liggja enn fyrir aflatölur fyrir þennan fyrsta dag veiðanna, en þær verða teknar saman í næsta pistli. Nú verður spennandi að sjá hvort loforð stjórnvalda um 48 daga strandveiðar í sumar standist. Sjómenn um allt land bíða þess með eftirvæntingu.
Dekkjahöllin opnar nýja þjónustustöð í Reykjanesbæ
Dekkjahöllin hefur opnað sína sjöttu þjónustustöð að Njarðarbraut 11 í Reykjanesbæ. Þessi nýja staðsetning býður upp á alhliða hjólbarðaþjónustu, þar á meðal umfelgun og dekkjahótel.
Dekkjahöllin var stofnuð árið 1984 og hefur byggt upp sterka stöðu í dekkjaþjónustu á Íslandi og er í dag eitt öflugasta dekkjafyrirtæki landsins. Nýja verkstæðið hefur nú opnað og eru þrjár dekkjalyftur, móttaka og heitt kaffi í boði, segir í frétt frá fyrirtækinu.
Dekkjahöllin er umboðsaðili leiðandi framleiðanda dekkja svo sem Continental, Yokohama og Falken, sem eru allt framleið-
endur í fremstu röð í heiminum og þekktir fyrir vandaða framleiðslu sem og að stuðla að umferðaröryggi. ,Dekkjahöllin er meðal annars systurfélag Öskju, Landfara og Bílaumboðsins Unu. Í tilefni opnunarinnar verða í boði sérstök opnunartilboð næstu vikurnar.
Reynir Stefánsson er framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar: „Á síðustu mánuðum höfum við tekið stór skref í að efla þjónustunet Dekkjahallarinnar. Í nóvember opnuðum við nýtt hjólbarðaverkstæði og lager í Miðhrauni í Garðabæ, sem gerir okkur kleift að þjónusta betur viðskiptavini í Garðabæ, Kópavogi og Hafn-
Samruni Samkaupa og Atlögu (áður Heimkaup) samþykktur
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Samkaupa og Atlögu (áður Heimkaup) sem eftirlitið hefur haft til skoðunar. Samkeppniseftirlitið hafði áður samþykkt heimild fyrirtækjanna til að byrja að framkvæma samrunann áður en skoðun eftirlitsins lyki og hefur sú vinna verið í gangi.
Samruninn er í takti við framtíðarstefnu Samkaupa og felur í sér margvísleg tækifæri fyrir sameinað félag. Söluvöxtur er áætlaður um 14% og sameiginlegt verslunarnet fer upp í 70 verslanir um allt land. Framundan er lokafrágangur samruna, samþætting og aflétting síðustu fyrirvara í samræmi við samrunasamning, segir í frétt frá Samkaupum.
Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa:
„Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu en félagið mun stækka og eflast við samrunann. Nettó hefur aukið sína markaðshlutdeild undanfarið með breyttri verðstefnu og stækkun verslananetsins mun styrkja stöðu Samkaupa enn frekar. Prís opnaði um mitt síðasta ár og hefur þegar skapað sér sterka stöðu á lágvörumarkaði með rekstrarhagkvæmni að leiðarljósi og með því að bjóða ávallt lægsta verðið. Á þægindamarkaði munu Samkaup geta aukið þjónustu sína enn frekar með stærra verslunarneti. Þá fjölgar í hluthafahópi Samkaupa með aðkomu nýrra einkafjárfesta sem mun einnig styrkja félagið, bæði fjárhagslega og í allri framtíðar stefnumótun.
Ég tók við forstjórastarfi Samkaupa fyrir þremur árum og lagði þá af stað í vegferðina að stækka félagið, bæði á dagvörumarkaði og með fjölgun tekjustoða. Ég tel að enn séu fjölmörg tækifæri til að að nýta verslunarnet Samkaupa betur, bæði með aukinni netverslun og með því að taka inn vörur sem félagið er ekki að selja í dag. Vildar-
arfirði. Nú höfum við opnað nýja þjónustustöð í Reykjanesbæ, sem er liður í því að færa okkur nær viðskiptavinum á Suðurnesjum. Við höfum frá upphafi verið á Akureyri og í mörg ár á Egilsstöðum. Það er því frábært að komast til Reykjanesbæjar og móttökur viðskiptavina eru þegar mjög góðar. Markmiðið okkar er einfalt – að bjóða örugga, faglega og fljótvirka þjónustu þar sem fólkið er.
daníel James róbertsson, starfsmaður dekkjahallarinnar fyrir framan nýtt verkstæði félagsins á Fitjum í Njarðvík.
Fríhöfnin opnar undir nýju nafni - Ísland - Duty Free
n Aukin áhersla á íslensk vörumerki
Fríhafnarverslanirnar á Keflavíkurflugvelli opna undir nýju vörumerki, Ísland – Duty Free, þann 7. maí nk. þegar nýr rekstraraðili, hinn þýski Heinemann tekur við verslununum. Vegna þessa verður ráðist í breytingar á fríhafnarverslunum í komu- og brottfararsal sem og við brottfararhlið og verður verslununum því lokað í nokkrar klukkustundir á meðan á breytingunum stendur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
kerfi Samkaupa er einn af lykil aðgreiningarþáttum félagsins en það telur nú rúmlega 90.000 vildarvini og veitir inneign þegar verslað er. Hægt er að nýta vildarkerfið enn betur við að auka tryggð viðskiptavina og sölu til þeirra. Við sameiningu Samkaupa og Atlögu (Heimkaupa) tel ég hins vegar rétt að staldra við og meta eigin stöðu. Ég hef starfað hjá félaginu í yfir 20 ár og hef um hríð haft áhuga á að skoða önnur tækifæri. Ég hef því tilkynnt stjórnarformanni félagsins að ég hyggist stíga til hliðar sem forstjóri Samkaupa. Ég treysti sterku stjórnendateymi félagsins til að taka við keflinu og ég mun vinna með stjórn þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn.“
Sigurbjörn Gunnarsson, stjórnarformaður Samkaupa:
„Það er ánægjulegt að samruni Samkaupa og Atlögu (Heimkaupa) hafi verið samþykktur af Samkeppniseftirlitinu en hann mun styrkja félagið til framtíðar. Það eru jafnframt tímamót að Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri hefur óskað eftir að stíga til hliðar. Gunnar hefur starfað hjá Samkaupum í yfir 20 ár í hinum ýmsu störfum og síðastliðin 3 ár sem forstjóri. Ég vil fyrir hönd stjórnar þakka Gunnari fyrir mikil og góð störf í þágu félagsins á undanförnum tveimur áratugum og óska honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Leit að nýjum forstjóra er hafin en Gunnar mun sinna starfinu þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn.“
„Með opnun Ísland – Duty Free mun vöruframboðið taka nokkrum breytingum og vöruúrval aukast en sérstök áhersla verður lögð á fjölbreytt framboð íslenskra vörumerkja þar sem að lágmarki 30% af öllu vöruframboði verður íslenskt.
Til að tryggja hnökralausa yfirfærslu og nauðsynlegar breytingar á verslunarsvæði munu allar fríhafnarverslanir loka tímabundið frá kvöldi 6. maí til morguns 7. maí nk.
Á meðan á lokun stendur fá farþegar sem ekki geta verslað í Ísland – Duty Free vegna lokana afhendan 20% afsláttarmiða sem gildir í eitt ár og hægt verður að nota við næstu heimsókn í fríhafnarverslanirnar.
Frank Hansen, framkvæmdastjóri Ísland-Duty Free:
„Þetta eru mjög ánægjuleg tímamót. Við höfum einsett okkur að bjóða viðskiptavinum okkar
upp á framúrskarandi úrval af erlendum og íslenskum vörum.
Þær breytingar sem við erum að gera á verslununum er eingöngu fyrsta skrefið í vegferð næsta árið, þar sem verslanir okkar í Keflavík verða endurhannaðar með það að markmiði að gera upplifun viðskiptavina sem ánægjulegasta. Þegar verslanir okkar verða komnar í sína endanlegu mynd á næsta ári mun það ekki fara fram hjá nokkrum sem þar verslar að hann er staddur á Íslandi, það mun endurspeglast í hönnun, miklu úrvali af íslenskum vörum og fjölbreyttum tilboðum til okkar viðskiptavina.“
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda á Íslandi hefur bent á í skrifum sínum að innkoma þýska fyrirtækisins sé ekki til góðs, og í raun, langt frá því. „Fríhöfnin er mikilvægasti útsölustaður margra minni og meðalstórra framleiðslufyrirtækja á Íslandi, til að mynda snyrtivöru-, sælgætis- og áfengisframleiðenda. Í sumum tilvikum fer meirihluti veltu þessara fyrirtækja í gegnum Fríhöfnina. Heinemann hefur sett fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt þannig að þýzka fyrirtækið nái 60-70% framlegð af vörum þeirra, að veita mun ríflegri greiðslufrest en verið hefur og jafnvel taka þátt í
þekkingu á vörunum. Það er rétt að taka fram að ekki stendur til að lækka verð til farþega á flugvellinum,“ segir m.a. í grein Ólafs á visir.is.
Víkurfréttir greindu frá þessum fyrirætlunum Isavia fyrir rúmu ári síðan þar sem bent var á hugsanlegar afleiðingar sem nú eru að raungerast. Þar var líka greint frá því að margir hefðu áhyggjur af framtíð starfsfólks Fríhafnarinnar sem er að lang mestu leyti búsett á Suðurnesjum, á milli 100 og 200 manns. Þó svo að þeim hafi öllum verið boðin áframhaldandi störf hjá nýjum rekstraraðila hafi menn áhyggjur af framtíðinni og störfum í Fríhöfninni eigi eftir að
gunnar Egill Sigurðsson hættir sem forstjóri Samkaupa.
Nýtt íþróttafélag
er nýtt hjarta í Suðurnesjabæ
n Sameining Reynis og Víðis í nýtt félag mun efla íþróttastarf, auka þátttöku og varðveita söguna Það eru tímamót í íþróttalífi Suðurnesjabæjar. Unnin hefur verið metnaðarfull áfangaskýrsla um stofnun nýs íþróttafélags, þar sem áhersla er lögð á samstöðu, fagmennsku og fjölbreytt tækifæri fyrir alla íbúa sveitarfélagsins. Með sameiningu félaganna Reynis og Víðis á að skapa nýtt afl í samfélaginu, nýtt hjarta sem slær fyrir framtíðina. Áfangaskýrslan var kynnt félagsmönnum Víðis og Reynis og öðrum íbúum Suðurnesjabæjar á mánudagskvöld. Auka aðalfundir beggja félaga verða svo haldnir mánudaginn 12. maí. Knattspyrnufélagið Víðir heldur sinn fund í Gerðaskóla kl. 20 og knattspyrnufélagið Reynir er með sinn fund í Reynisheimilinu á sama tíma á mánudagskvöldið.
Framtíðarsýn sem byggir á samráði Árið 2023 hófst víðtæk vinna við að móta framtíðarsýn íþrótta mála í Suðurnesjabæ. Íbúar, félög, skólar og hagsmunaaðilar komu að mótuninni. Niðurstaðan var skýr: tími er kominn til að efla starfsemi með sameiningu krafta. Fjórir meginþættir eru í fram tíðarsýninni:
raddir íbúanna höfðu mikið vægi Íbúafundur snemma árs 2025 var mikilvægur þáttur í vinnunni. Þar kom fram ríkur vilji til að auka fjölbreytni og aðstöðu. Jafnframt var áhersla lögð á að halda í söguna og menningararfinn.
Íbúar töluðu um mikilvægi þess að „hjartað“ færi ekki – en líkt og kom fram á fundinum, þá er hjartað ekki aðeins í nafni eða merki, heldur í fólkinu sem heldur starfinu gangandi. Með því að viðhalda sögu, hefðum og nafni geta ný félög orðið nýjar stoðir samfélagsins.
• Að allir hafi aðgang að hreyfingu og íþróttastarfi.
• Að íþróttir og nám styðjist innbyrðis.
• Að aðstaða og mannvirki taki mið af þörfum íbúa.
• Að mannauður og þátttaka eflist.
Sameinað félag eykur tækifæri allra
félaga sem fyrir eru. Í áfangaskýrslunni kemur fram að með einu öflugu félagi verði auðveldara að byggja upp betra aðgengi, fleiri íþróttagreinar og faglegt umhverfi. Þá má nýta fjármuni betur, samræma þjálfun og efla forvarnir. Félagið mun starfa undir sameiginlegri stjórn með framkvæmdastjóra og deildarstjórnum. Núverandi deildir verða grunnurinn, en opið verður fyrir stofnun nýrra
Nýtt nafn, nýr búningur – en arfleifðin lifir
Ákveðið hefur verið að íbúar og iðkendur fái sjálfir að hafa áhrif á nafn, búning, merki og liti nýja félagsins. Hugmyndasöfnun og kosningar verða haldnar og niðurstöður staðfestar opinberlega. Jafnframt verður saga Víðis og Reynis varðveitt með sýningum, í glerskápum í íþróttamannvirkjum, útgáfu efnis um sögu félaganna og sérstakri vefsíðu. Hugmyndir um heiðursmót, sögukvöld og jafnvel hlaðvörp hafa verið nefndar.
Einvígi Garðbúanna
Um helgina mun koma í ljós hver tippmeistari Víkurfrétta tímabilið ´24-´25 verður og ekki nema alger undur og stórmerki gerist, er ljóst að baráttan er á milli Garðbúanna Guðjóns Guðmundssonar og Björns Vilhelmssonar. Sá fyrrnefndi er með 27 rétta, Björn er með 26 og næstur kemur Brynjar Hólm með 21 leik réttan. Síðastur en jafnframt vinsælasti keppandinn (Dalalíf), er trommarinn geðþekki Joey Drummer, með 15 leiki rétta.
Forystusauðurinn Guðjón Guðmundsson ætlar sér að halda jarðtengingu þar til yfir lýkur.
„Eftir að hafa leikið knattspyrnu í „töttögu og femm ár“ hefur talsvert mikil reynsla safnast í bankann hjá mér og ég ætla mér að nýta hana. Þetta er enginn munur milli mín og míns gamla Víðisfélaga og vitandi hversu mikill keppnismaður Björn er, þá veit ég að ég má ekki slaka á í eina einustu sekúndu. Mig grunar að ég þurfi ellefu rétta á laugardaginn, ég lá alla vega mjög vel yfir þessum seðli og eigum við ekki bara að segja að ég jafni minn besta árangur til þessa, 12 réttir á fyrsta seðlinum sem ég keppti,“ segir Guðjón.
Björn Vilhelmsson var alltaf þekktur fyrir mikla baráttuhörku á sínum knattspyrnuferli og er greinilegt að hann tekur hörkuna með sér í tippleik Víkurfrétta.
„Það er bara einn réttur leikur á milli mín og Guðjóns, annar eins munur hefur verið unninn upp og gæti ég ritað heila opnu í Víkurfréttum af knattspyrnuleikjum sem ég tók þátt í að snúa við taflinu. Nú gildir bara að beita sálfræðinni á Guðjón, reyna að komast inn í
hausinn á honum, ég mun íhuga það leikskipulag vel í aðdraganda helgarinnar. Ég er alls ekki búinn að gefast upp og ætla mér eftir sem áður að vinna þennan leik og mæta á Wembley 17. maí,“ sagði Björn. Brynjar Hólm sér eftir á að hyggja að hann fagnaði Englandsmeistaratitli Liverpool full glaðlega og því fór sem fór. „Ég var smeykur um að fagnaðarlætin myndu koma mér í bobba í tippleiknum. Mér var bara mikið í mun að hjálpa mínum mönnum að landa Englandsmeistaratitlinum og tek þann titil frekar en tippmeistara Víkurfrétta, með fullri virðingu fyrir þeim frábæra titli. Ég sé sæng mína upp reidda og hlakka til að sjá einvígi Garðbúanna,“ sagði Brynjar. Joey var borubrattur að vanda. „Ég virkilega trúði fyrir þessar tvær lokaumferðir, sá töluna 33 fyrir mér sem hefði þýtt að ég hefði tekið 13 rétta í þeim báðum.
Stundum dreymir manni einhverja vitleysu svo ég neyðist til að játa mig sigraðan í þessum leik en ég ætla mér að enda þetta með reisn og ætla að vinna daginn, helst með 13 réttum,“ sagði Drummsen.
Skipulagt og gagnsætt ferli fram að stofnun
Áætlun um stofnun félagsins nær frá maí og fram í október 2025. Á þeim tíma verður kynning, hug myndavinna, atkvæðagreiðslur og undirbúningur. Stofnfundur fer fram í október, þar sem nýja félagið verður formlega stofnað, ný stjórn kosin og framtíðarsýn kynnt.
Samfélagsleg áhrif – og meiri jöfnuður
Skýrslan dregur fram að stofnun nýs félags muni bæta þjónustu,
efla heilsu og tryggja jafnrétti. Með auknum tækifærum fyrir börn og ungmenni, bættum samgöngum og fjölbreyttara starfi getur Suðurnesjabær orðið leiðandi afl í íþróttamálum á Suðurnesjum. Félagið verður vettvangur fyrir alla – óháð aldri, kyni, getu eða bakgrunni. Með sterkari stoðum og metnaðarfullri framtíðarsýn má byggja upp samfélag sem lætur ekki aðeins til sín taka í íþróttum, heldur í velferð íbúa almennt.
Heiðrum fortíðina – byggjum framtíðina Á lokasíðum skýrslunnar eru niðurstöður dregnar saman í einföldum en áhrifaríkum orðum: Íþróttir eru grunnur að heilbrigðu samfélagi. Börn sem hreyfa sig snemma halda áfram að hreyfa sig.
Með sameiningu Reynis og Víðis í eitt félag er lagður nýr og öflugur grunnur. Ekki til að afmá sögu –heldur til að styrkja hana og færa áfram til næstu kynslóða. Hátíð í október – nýtt félag formlega stofnað
Gert er ráð fyrir að formlegur stofnfundur nýja félagsins fari fram í október 2025. Þar verður kosin stjórn, kynnt nafn, litir og merki og framtíðarsýn formlega kynnt. Þá verður haldin hátíð þar sem íbúum og iðkendum verður boðið að fagna upphafi nýrrar vegferðar í íþróttastarfi sveitarfélagsins.
Með sameiginlegu afli, virðingu fyrir fortíðinni og trú á framtíðina, getur nýtt íþróttafélag í Suðurnesjabæ orðið sterkt hjarta í samfélagi sem lítur til framtíðar með gleði og kraft, segir í áfangaskýrslunni sem
Frá kynningarfundinum í gerðaskóla í garði.
Ólafur Þór Ólafsson kynnti skýrsluna í Sandgerði.
Frá fundinum í reynisheimilinu í Sandgerði.
Knattspyrnumaðurinn Daníel Leó Grétarsson er kominn með yfir tuttugu A-landsleiki og er að klára sitt ellefta ár í atvinnumennsku
Ekki alltaf dans á rósum
„Það yrði gaman að enda ferilinn með Grindavík en það er ómögulegt að segja til um hvenær það yrði. Mér líst vel á liðið núna eftir erfitt ár í fyrra en það er búið að vera hálf súríalíst að fylgjast með stöðu mála í mínum gamla heimabæ síðan hamfarirnar hófust árið 2023. Ég vona að það versta sé yfirstaðið og þessi frábæri bær og samfélag geti byggst upp aftur,“ segir atvinnuknattspyrnumaðurinn og Grind víkingurinn Daníel Leó Grétarsson. Hann hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er að klára sitt ellefta ár í atvinnumennskunni. Hann hefur farið nokkuð víða en er að klára annað tímabilið sitt í Danmörku og ætlar sér að eiga nokkur ár í viðbót í þessari draumaatvinnugrein knattspyrnumannsins en hann verður þrítugur á þessu ári.
Daníel segir að hann hafi haft mjög góða þjálfara í yngri flokkunum í Grindavík en sá sem hafði mest áhrif á hans knattspyrnuferil var Milan Stefán Jankovic.
„Þeir Jóni Óli Daníelsson, Eysteinn Húni Hauksson og Ægir Viktorsson voru mest með mig í yngri flokkunum og svo tók Milan Stefán við mér. Það var hann sem sá hafsent í mér og setti mig í þá stöðu en fram að því hafði ég verið miðjumaður en Jankó hafði greinilega það mikla trú á mér að þegar ég var í níunda og tíunda bekk sótti hann mig nokkrum sinnum í viku klukkan sex á morgnana og við tókum aukaæfingu í Hópinu. Þegar ég hugsa til baka þá man ég að mér fannst ég ekkert framúrskarandi leikmaður þegar ég var yngri en fyrst ég var valinn í pressuliðið og Shellmótsliðið á Shellmótinu í Eyjum hlýt ég nú eitthvað hafa getað. Ég stækkaði frekar seint eða um fermingaraldurinn, ég hafði alltaf verið miðjumaður og var t.d. markahæstur fyrsta árið mitt í öðrum flokki en það er síðan ekki fyrr en ég fer að koma inn í meistaraflokkinn sem Jankó var þá að þjálfa, sem ég færist niður í hafsentinn og þar hef ég verið síðan þá.
besta jólagjöfin
Ég valdist í einhver úrtök efnilegra leikmanna en man að ég var ekki valinn í það fyrsta og man hversu ósáttur ég var en sem betur fer notaði ég það sem bensín og æfði bara meira. Ég byrjaði að
ég var í þriðja og æfði bara með öðrum flokki, við vorum ekki það margir í mínum árgangi. Ég komst á bekkinn í meistaraflokki þegar ég var á fyrsta ári í öðrum flokki en þá var Guðjón Þórðarson með meistaraflokkinn. Grindavík féll og eftir það spilaði ég nánast ein göngu með meistaraflokki, þ.e. síð ustu tvö árin í öðrum flokki spilaði ég ekki mikið þar því ég var alltaf að spila með meistaraflokki. Það var auðvitað frábært tækifæri að byrja svo ungur að spila á fullum krafti í meistaraflokki og þarna er hafsentinn orðin mín staða og það leið ekki á löngu þar til boð um atvinnumennsku kom inn á borð til mín. Daginn eftir lokahófið 2014 flaug ég til Álasund í Noregi og var til reynslu í nokkra daga og man hversu glaður ég var fyrir jólin þegar ég fékk samningsboð, þetta var klárlega besta jólagjöfin þau jólin.“
atvinnumennskan ekki alltaf dans á rósum
Það tók smá tíma fyrir Daníel að komast í liðið hjá Álasund en svo festi hann sig í sessi.
„Ég var búinn að stefna að atvinnumennsku í nokkurn tíma, æfði mikið aukalega þegar ég var í FS, var á afreksbraut sem þýddi að við æfðum frá klukkan 8 til 10 í stað þess að vera í bókunum, ég lyfti oft í hádeginu svo ég æfði eins og atvinnumaður á þessum tíma. Það voru viðbrigði að fara út en sem betur fer fór Ásdís Vala konan mín með mér, það var gott að hafa hana og fá stuðning frá henni. Ég byrjaði fyrsta leikinn en svo var þjálfarinn rekinn og þá breyttist mín staða og það reyndi vissulega á. Sumir vilja meina að maður sé ekki búinn að „meika það“ fyrr en eftir tíu ár í atvinnumennsku, ég held að það sé eitthvað til í því. Það getur ýmislegt komið upp á, þjálfaraskipti eins og fljótlega eftir að ég gekk til liðs við Álasund, meiðsli koma upp hjá flestum og ég hef fengið minn skerf af því, hef tvisvar þurft að fara í aðgerð vegna
þess að ég fór úr axlarlið. Það þarf að vera með sterkan haus, líf atvinnumannsins er ekki bara dans á rósum svo ég er ansi stoltur yfir því að vera á mínu ellefta ári í atvinnumennsku.
Ég var í fimm og hálft ár hjá Álasund, var virkilega búinn að stimpla mig inn undir lok annars tímabilsins og var lykilmaður þar til ég vildi prófa nýja hluti. Þeir höfðu séð mig í landsleik þar sem ég lék sem vinstri bakvörður svo ég byrjaði í þeirri stöðu en átti síðan góðan fund og var gefinn séns á hafsents-stöðunni og hélt þeirri stöðu til loka ferilsins hjá Álasund. Þegar ég átti innan við sex mánuði eftir af samningnum mátti ég tala við önnur lið og tók ákvörðun um að ganga til liðs við Blackpool í Englandi. Þeir vildu síðan fá mig fyrr svo ég var keyptur til liðsins sem þá var í C-deildinni í Englandi. Það hafði lengi verið draumur að spila í Englandi og þetta var góður tími fyrir utan að ég fór úr axlarlið og missti því talsvert úr auk þess sem þetta er á þeim tíma sem covid var í gangi. Þetta voru viðbrigði,
...Ég var búinn að stefna að atvinnumennsku í nokkurn tíma, æfði mikið aukalega þegar ég var í FS, var á afreksbraut sem þýddi að við æfðum frá klukkan 8 til 10 í stað þess að vera í bókunum, ég lyfti oft í hádeginu svo ég æfði eins og atvinnumaður á þessum tíma. ..
bæ sem heitir Haderslev og er við landamærin að Þýskalandi. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel hér, við eigum þrjú börn, strákur fæddur 2018 og tvær stelpur, fæddar 2021 og 2023,“ segir Daníel.
Yfir 20 landsleikir
ég fór úr gervigrasfótbolta í alvöru karlafótbolta má segja, við fórum upp úr C-deildinni upp í Championship deildina. Ég aðlagaðist nokkuð fljótt og var í liðinu en svo fór ég úr axlalið og þurfti að fara í aðgerð. Þegar ég kom til baka úr meiðslunum var erfitt að komast í liðið og úr varð að þeir leyfðu mér að fara og ég samdi við Slask Wroclaw í Póllandi. Við fjölskyldan kunnum mjög vel við okkur þar en það var ýmislegt í fótboltakúltúrnum sem ég kunni ekki að meta svo við vorum bara í eitt og hálft þar. Þriðja barnið okkar var á leiðinni og ég lýsti yfir áhuga á að yfirgefa félagið og því var mjög gott þegar Sönderjysk í Danmörku sýndi mér áhuga og keypti mig. Ég er að klára annað tímabilið mitt og þetta hentar okkur fjölskyldunni eftir talsvert flakk. Ég skrifaði undir fjögurra ára samning og við vonumst til að vera hér í einhvern tíma því okkur líður mjög vel hér, Daninn er líkur okkur Íslendingum. Ég tel mig eiga talsvert inni og mun vonandi geta leikið sem atvinnumaður lengur en núverandi samningur gildir. Sönderjysk var í næstefstu deild þegar ég kom og við fórum beint upp, þetta er langtímaverkefni má segja og ég er ánægður að fá að taka þátt í að byggja þetta félag upp. Liðið er í
daníel leó í baráttunni við einn besta leikmann heims, Phil Foden frá Man. City í landsleik gegn Englandi.
Daníel var ekki valinn í unglingalandslið fyrr en hann var byrjaður að spila reglulega með Grindavík og fyrsta kallið kom frá U-19 landsliðinu. Hann lék talsvert með U-21 en kom ekki til álita í A-landsliðið fyrr en 2021 má segja. „Ég var kallaður í einhver úrtök, t.d. fyrir U-17 en komst ekki í liðið. ´95 árgangurinn var sterkur og sendum við t.d. tvö lið til leiks á Norðurlandamótið sem var haldið á Akureyri en ég komst í hvorugt liðið. Eftir að ég spilaði með U-21 var ég þrisvar valinn í A-landsliðsverkefni eftir áramót þar sem m.a. var farið til Bandaríkjanna. Eric Hamren sem tók við af Heimi var þá með liðið en svo tók Arnar Viðars við og þá byrjaði ég almennilega að spila. Þetta var auðvitað erfiður tími hjá landsliðinu eftir ótrúlegt gengi gamla bandsins. Ég hef haldið sætinu meira og minna síðan þá og er kominn með rúma tuttugu A-landsleiki. Ég var meiddur þegar Arnar Gunnlaugs tók við í sínum fyrstu leikjum en er búinn að heyra í honum. Ég er inni í myndinni og verð vonandi hluti af hópnum sem verður valinn fyrir leikina í sumar. Svo byrjar næsta undankeppni í haust, fyrir HM. Við erum með Frökkum, Úkraínu og Azerbaijan í riðli og ég tel raunhæft markmið vera að ná öðru sætinu, sem gefur umspil. Mér líst vel á Arnar sem þjálfara og er spenntur fyrir framtíðinni. Ég er á góðum stað hjá mínu félagsliði, er heill eftir síðustu axlaraðgerð og held mér vonandi heilum en maður getur aldrei sagt til um það. Það eina sem maður getur gert er að reyna bæta sig, maður má aldrei vera sáttur því þá getur maður sofnað á verðinum en fyrir utan atvinnumennskuna er ég í fjarnámi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Ég á að geta náð í einn til tvo samninga í atvinnumennsku í viðbót en hvort maður endar ferilinn á Íslandi er ómögulegt að segja til um en það yrði gaman að enda ferilinn með Grindavík,“ sagði Daníel Leó að lokum.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
á yngri árum með bikar á lofti.
titli fagnað með Synderysk.
Með blackpool á Wembley upp um deild. Fjölskyldan á áhorfendabekknum.
daníel leó grindavíkurbúningi.
Golfsumarið byrjar vel á Suðurnesjum
Golftíðin fer vel af stað og þar eiga veðurguðirnir stóran þátt en þeir hafa verið einstaklega mildir í vetur og fram á vor. Á bestu dögunum hafa mörg hundruð manns sótt golfvellina á Suðurnesjum, Hólmsvöll í Leiru, Kirkjubólsvöll í Sandgerði, Húsatóftavöll í Grindavík og Kálfatjarnarvöll í Vogum. Mikill fjöldi kylfinga af höfuðborgarsvæðinu hefur sótt Suðurnesin heim síðustu vikur og leikið golf því vellirnir á höfuðborgarsvæðinu hafa flestir ekki ennþá opnað. Á Hólmsvelli hefur nýr aðili tekið við veitingaþjónustnni, Hlynur Guðmundsson veitingamaður en hann lærði m.a. á Glóðinni í Keflavík. Hann rekur veitingasöluna Nítjánda –Bistro & Grill og ætlar að sjá til þess að kylfingar og gestir í Leirunni getið gengið að góðum veitingum vísum.
Elsku mamma
Þar sem mæðradagurinn er á næsta leiti kom upp í huga mér sú minning þegar dóttir mín horfði á mig skælbrosandi og sagði: „Mamma, ég elska pabba svo mikið! Hann er bestur“. Þetta var rétt eftir jólin sem er kannski sá árstími sem mömmur eru hvað þreyttastar og mér varð hugsað til þín. Ég man sjálf eftir að hafa hugsað þetta þegar ég var lítil, „pabbi er svo miklu skemmtilegri en mamma, hún er svo stressuð og þreytt“. Nú er ég stressuð og þreytt. En það sem blessuð börnin sjá ekki er hversu yfirgripsmikið mömmuhlutverkið er. Hvort sem maður á eitt, tvö eða tíu börn. Að vera mamma er nefnilega 190% staða, 24/7. Að vera mamma er að geta gert þúsund hluti og helst alla í einu. Hún þarf alltaf að vera á varðbergi yfir líkamlegri og andlegri heilsu barna sinna; fylgjast með,
spyrja þau um líðan þeirra, fá ráð frá öðrum, panta hjá lækni, tannlækni, augnlækni, hjartalækni, húðlækni og í ungbarnaverndina, muna eftir tímanum og mæta. Svo skipuleggur mamma ferðalög, upplifanir, pantar í leikhús, pakkar í töskur, kaupir sólarvörn og sandala og bakar. Hún kaupir líka afmælis- og jólagjafir fyrir börnin, frænkur, frændur, ömmur og afa, skógjafirnar þrettán, samveru- og nammidagatölin og jólapeysurnar.
Hún verður að muna eftir að taka gömul nestisbox með mygluðu brauði upp úr skólatöskunum og henda gömlum og grautsúrum íþróttafötum í þvott en fyrst þurfa þau að liggja í rodaloni. Að vera mamma er líka að veita ást og umhyggju, jafnvel þó að hún eigi lítið eftir. Vaka með nýfæddu barni margar nætur í röð, fylgjast með því að barnið þyngist nógu vel, passa hvað barnið fær
að borða, passa upp á næringu og nægan vökva. Hún kaupir meðal, gefur meðal, kaupir vítamín, góðgerla, lýsi, býr til hollustugrauta, finnur uppskriftir, les utan á pakkningarnar og frystir. Mamma passar líka að allir eigi ný föt, leikskólaföt, útiföt, inniföt, sundföt, jólaföt, náttföt, sokka og nærbuxur, og tekur gömlu fötin úr skápunum svo þeir fyllist ekki. Hún greiðir hár, pantar í klippingu, klippir neglur, baðar og burstar. Hún þarf að vita hvar allt er því yfirleitt er hún spurð áður en nokkur byrjar að leita og hún þarf oftar en ekki að hafa svör á reiðum höndum þegar spurningar vakna í litlum kollum um allt á milli himins og jarðar. Mamma vill líka að heimilið sé fallegur staður fyrir fjölskylduna svo hún innréttar, skoðar á netinu, kaupir leikföng, mottur, púða, sængurver, velur liti og gardínur. Og talandi um heim-
ÍRISAR VALSDÓTTUR
ilið þá verður mamma stundum svona eins og húsgagn sem allir vilja hafa á sínum stað, það er bara þarna, alltaf, og enginn getur lifað án þess. Elsku mamma mín, ég vil að þú vitir að nú skil ég. Og þó þér líði oft enn eins og húsgagninu sem enginn kann að meta þá veit ég núna hvað það er að vera mamma og ég á aldrei eftir að geta þakkað þér nóg fyrir allt.
heimt votlendis
Sjálfbærniráð Reykjanesbæjar hyggst hefja vinnu við að kortleggja svæði innan bæjarmarkanna sem gætu fallið undir votlendi sem hægt væri að endurheimta. Markmiðið er að draga úr kolefnisspori sveitarfélagsins og stuðla að sjálfbærri landnýtingu til framtíðar. Málið kom til umræðu á fundi sjálfbærniráðs í lok apríl þar sem Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður ráðsins, greindi frá stofnfundi nýs sjálfbærnihóps innan FKA – Félags kvenna í atvinnulífinu. Þar hélt Bryndís Marteinsdóttir, sviðsstjóri sjálfbærrar landnýtingar hjá Landi og skógi, erindi þar sem hún fjallaði m.a. um mikilvægi endurheimtar votlendis í baráttunni við loftslagsbreytingar.
Ráðið mun vinna áfram að málinu í samstarfi við Land og skóg og Votlendissjóð, með það að markmiði að greina möguleg svæði, meta umfang og setja fram raunhæfa áætlun um næstu skref. Endurheimt votlendis er talin ein áhrifaríkasta aðgerð sem sveitarfélög geta ráðist í til að binda kolefni, bæta vatnsbúskap og styrkja líffræðilega fjölbreytni.