{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade.

Page 1

Vox Arena sýnir Burleque Opið lengur

Einnig heimsókn í Kaffitár, skipslíkön Jónatans Stefánssonar og svipmyndir frá Nettómótinu í körfubolta.

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

S U Ð U R N E S J A

fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is

MAGASÍN

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Gullskipið sýnt á Safnahelgi Het Wapen van Amsterdam var hollenskt skip sem sigldi frá Austur-Indíum árið 1667. Það strandaði á Skeiðarársandi 19. september 1667. Skipið var hlaðið dýrmætum varningi og með 200 manns innanborðs. Af þeim björguðust 60 eftir mikla hrakninga en hinir 140 létust úr sjóvolki og kulda. Skipið hefur alltaf verið kallað „Gullskipið“ á Íslandi en þess var leitað í mörg ár, án árangurs. Jónatan Stefánsson, íbúi í Miðhúsum í Sandgerði, á nákvæmt líkan af skipinu. Líkanið var smíðað í fangelsi í Víetnam. Það og önnur skipslíkön verða til sýnis á heimili Jónatans á Safnahelgi á Suðurnesjum um komandi helgi. Rætt er við Jónatan í Suðurnesjamagasíni í á Hringbraut og vf.is. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Rósa Víkingsdóttir á langveikt barn:

Bærinn hafnaði öllum tilboðum í Stapaskóla

„Óvissan er verst“

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur hafnað öllum tilboðum sem bárust í byggingu Stapaskóla í Reykjanesbæ. Ástæðan er að tilboðin voru öll verulega yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði uppá rúmlega 3.487 milljónir króna. Þrjú fyrirtæki buðu í verkið. ÞG verktakar rúmlega 4.736 milljónir króna, MT Hogard rúmlega 3.839 milljónir króna og Munk var með tilboð upp á rúmlega 3.779 milljónir króna. Lægsta tilboðið var því tæpum 300 milljónum króna yfir kostnaðaráætlun.

Rósa Víkingsdóttir, hjúkrunarfræðingur og móðir langveiks barns, sendi opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra í síðustu viku í Morgunblaðið. Í bréfinu talar hún um hversu mikið álag er á foreldra sem eiga langveik börn. Jenný, dóttir hennar er með arfgengan efnaskiptasjúkdóm sem ræðst á taugakerfið og nefnist Batten Disease, en líftími einstaklinga með sjúkdóminn er 20-30 ár. Jenný er blind og flogaveik og þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. - Sjá nánar á síðu 2 í blaðinu í dag.

AÐALSÍMANÚMER 421 0000 FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR

12°

fimmtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.

4kg

REYKJANESBÆR

40kg

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

FRÉTTASÍMINN 421 0002

SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI

-20°

150kg

GRINDAVÍK

14°

1250kg

VOGAR

12°

75kg

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.

Rósa Víkingsdóttir á langveikt barn:

„Óvissan er verst“ - Segir mikilvægt að foreldrar fái að sinna sínu hlutverki

Rósa Víkingsdóttir, hjúkrunarfræðingur og móðir langveiks barns, sendi opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra í síðustu viku í Morgunblaðið. Í bréfinu talar hún um hversu mikið álag er á foreldra sem eiga langveik börn.

Jenný, dóttir hennar er með arfgengan efnaskiptasjúkdóm sem ræðst á taugakerfið og nefnist Batten Disease, en líftími einstaklinga með sjúkdóminn er 20 til 30 ár. Jenný er blind og flogaveik og þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs.

Jenný hefur verið með liðveislu frá öðrum bekk en þá greindist hún með augnbotnahrörnun sem varð til þess að hún varð blind. Seinna greinist hún með sjúkdóminn eftir að hún fékk flogaköst tólf ára gömul. Þá var ljóst að hún þurfti meiri umönnun. „Sólahringsummönnun hófst í september á síðasta ári en búið er að útbúa framtíðarbúsetu í bílskúrnum heima þar sem að starfsfólk hefur aðstöðu en þar er meðal annars bað og eldhús. Það er mikilvægt að það sé metnaður settur í mönnun þeirra sem sinna umönnun.“ Rósa segir að það sé mikil óvissa í framtíðinni, sú óvissa tengist meðal annars því hvort hún geti haldið áfram að sinna sínu starfi, hvort að sumarfrí sé möguleiki og hvort það sé hægt að lifa eðlilegu lífi með fjölskyldunni. „Home in Home“ er ný stefna, hún snýst um það að hafa börnin sín sem lengst heima af því að auðvitað vill maður hafa þau sem lengst hjá sér í því umhverfi sem þeim líður vel í.“

Tjáir tilfinningar sínar með svipbrigðum

Rósa Víkingsdóttir, hjúkrunarfræðingur, ásamt Jenný dóttur sinni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í síðustu viku. VF-mynd: Hilmar Bragi

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Eins og fram hefur komið hér að ofan getur Jenný ekki tjáð sig og þarf aðstoð við að sinna sínum daglegu þörfum. „Hún er með besta móti þannig séð, er andlega kát en það þarf að hjálpa henni að fá næringu og sinna daglegu þörfum. Hún þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs, þarf flutning úr rúmi í stól. Hún hefur ekki mikið úthald á sama stað í einu, kannski klukkutíma í senn. Hún hlustar á DVD-myndir, við lesum fyrir hana og spjöllum við hana. Hún notar eitt og eitt orð, tjáir tilfinningar sínar með svipbrigðum og með brosi, en hún er mjög kát þessa dagana.“ Jenný hefur verið í fjóra mánuði að heiman og dvelur núna á HSS en Rósa og fjölskylda hennar eru að bíða eftir því að fá fullnægjandi mönnun til þess að Jenný komist heim.

Óvissan er verst

Sjúkdómurinn hennar Jennýjar gerir engin boð á undan sér en hann er í jafnvægi í nokkra mánuði og svo ágerist hann en að lokum kemur hún til með að missa alla færni. „Hún veiktist í Noregi í fyrra en hún hafði áður veikst 2016, hún var búin að

845 0900

„Það er mikilvægt að það sé tryggt að við getum verið í okkar hlutverki sem foreldrar, ég vil sjá umræðuna fara í þann farveg og benda á það.“

vera á góðu róli á lyfjunum sínum þar til 2016 og svo líður rúmt ár þar til að sjúkdómurinn ágerist. Það var

í nóvember í fyrra í Noregi. Það er óvissan sem er verst í þessu, maður vill fá að lifa sem eðlilegasta lífi. Ég vinn 50% vinnu í heimahjúkrun og vil geta farið til hennar og veitt henni umhyggju sem foreldri eftir vinnu, ekki sem umönnunaraðili, því að starfsfólk og foreldri eru ekki það sama. Mér finnst líka mikilvægt að hafa hana heima í sínu umhverfi.“ Rósa segir að það sé mikilvægt að fá fólk til starfa í umönnun og það þarf að benda á hvað starfið er gefandi og lærdómsríkt. Hún segir einnig að ríki og bær þurfi verklagsreglur og framtíðarstefnu um það hvernig eigi að sinna langveikum börnum.

rannveig@vf.is

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Leiðrétting á auglýsingu frá Starfsmannafélagi Suðurnesja vegna stjórnarkjörs 2018

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Það slæddist inn meinleg villa í auglýsingunni sem kom í blaði Víkurfrétta 28. febrúar. Þar kemur fram að formaður stjórnar sé í kjöri ásamt tveimur aðalmönnum og tveimur varamönnum í stjórn. Það rétta er að formaður er ekki í kjöri þetta árið, hann var kosinn í fyrra, 2017, til tveggja ára.

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

Uppstillingarnefnd

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Fyrri tilkynning er ógild

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum.


JÓNSSON & LE’MACKS • jl.is • SÍA

ÁFRAM REYKJANES

Skólahreysti – hreystikeppni allra grunnskóla á landinu er hafin. Grunnskólar á Reykjanesi etja kappi í Skólahreysti fimmtudaginn 15. mars kl. 16:00 í íþróttahúsinu í Keflavík. Það er ókeypis inn og við hvetjum alla grunnskólakrakka til að mæta. Keppnin verður svo sýnd á RÚV í mars og apríl. /skolahreysti

MENNTA- OG MENNI NGARM ÁLAR Á

#skolahreysti

NEYTI

SKÓLAHREYSTI ER Í BOÐI LANDSBANKANS


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.

SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM 10. OG 11. MARS Söfn á Suðurnesjum bjóða í tíunda sinn upp á sameiginlega dagskrá helgina 10. – 11. mars n.k. og kallast þessi árlegi viðburður Safnahelgi á Suðurnesjum. Markmiðið hefur frá byrjun verið að kynna fyrir landsmönnum hin fjölbreyttu söfn og sýningar sem sveitarfélögin á Suðurnesjum bjóða upp á. Þetta er liður í menningarferðaþjónustu svæðisins og upplagt fyrir íbúa höfuðborgarinnar að renna í bíltúr hingað suður eftir um helgina og upplifa eitthvað af því fjölmarga sem hér verður í boði. Íbúar Suðurnesja eru að sjálfsögðu líka hvattir til að kíkja við og endilega að taka með sér gesti. Söfn, setur og sýningar á svæðinu eru mörg og fjölbreytt og margir skemmtilegir viðburðir verða á döfinni. Athygli

safnahelgi.is er vakin á því að ókeypis er inn á öll söfnin að þessu tilefni og um leið á þá dagskrá sem er í boði á hverjum stað nema annað sé tekið fram. Sveitarfélögin fimm á Suðurnesjum hafa unnið sameiginlega að undirbúningi

dagskrárinnar og er verkefnið stutt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Sjá má alla dagskrána á safnahelgi.is. Dagskráin er afar fjölbreytt; alls kyns sýningar, tónleikar, fyrirlestrar og margs konar uppákomur. Söfn, safn-

Einkasöfn opin í Garði Einkasafn Ásgeirs Hjálmarssonar í Græna bragga að Skagabraut 17 í Garði (á horni Skagabrautar og Nýja lands) verður opið á laugardag og sunnudag kl. 12-17 báða dagana. Ásgeir hóf þá vinnu sem varð að Byggðasafninu á Garðskaga og hefur nú sett upp einkasýningu á munum sem ýmist eru tengdir sjósókn, landbúnaði og lífinu í Garðinum. Einkasafn Hilmars Foss að Iðngörðum 2 í Garði (gengið inn á hlið hússins, í portinu) verður opið laugardag og sunnudag frá kl. 12:00–17:00. Hilmar hefur sett upp einkasýningu á munum sem eru sérstakir og sögulegir fyrir flugvéla- og bílasögu á Íslandi. Ævintýragarðurinn í Garði að Urðarbraut 4 verður opinn laugardag og sunnudag kl. 1217. Listamaðurinn Helgi Valdimarsson, íbúi í Garði, hefur byggt ævintýragarð á lóð sinni með glæsilegri hönnun lóðarinnar og gerð fjölda listaverka sem prýða lóðina. Nánar um safnahelgina í Garði í miðopnu Víkurfrétta í dag.

vísar og sýningar nálgast á annan tuginn og fjölbreytni safnanna er í raun einstök á ekki stærra svæði. Sjósókn og vinnsla sjávaraflans er kynnt á þremur söfnum í þremur mismunandi bæjarfélögum, Byggðasafninu í Garði, Kvikunni í Grindavík og Bátasafninu í Duus Safnahúsum. Náttúran er áberandi í Þekkingarsetri Suðurnesja og í Gestastofu Reykjaness jarðvangsins í Duus Safnahúsum og að sjálfsögðu í Orkuverinu Jörð í Reykjanesvirkjun. Í Duus Safnahúsum eru átta sýningarsalir með fjölbreyttum sýningum um sögu, listir og náttúru og þar verða t.d. leiðsagnir og gjörningar í tengslum við tvær sýningar á sunnudeginum. Óhætt er líka að nefna Slökkviliðsminjasafn Íslands í Safnamiðstöðinni í Ramma og sýningar Páls Óskars og Bjögga í Rokk-

safninu í Hljómahöllinni. Nokkur einkasöfn verða líka opin almenningi m.a. í Sandgerði og Garðinum og málþing um Stefán Thorarensen tónskáld verður haldið í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Menningarvika Grindavíkur hefst þessa sömu helgi og þar verður fjöldi viðburða alla helgina og er öllum m.a. boðið á opnunarviðburðinn í Grindavíkurkirkju á laugardeginum. „Við bjóðum alla velkomna og hvetjum fjölskyldur til að koma og njóta þess sem í boði er. Fjöldi góðra veitinga- og kaffihúsa er í bæjunum og víða er list- og handverksfólk einnig með sölu á munum sínum,“ segir í tilkynningu sem menningarfulltrúar sveitarfélaganna á Suðurnesjum sendu út. - Sjá nánari dagskrá á safnahelgi.is.

Listamaður í beinni og leiðsögn í Hjartastað

Jónatan Stefánsson er með líkan af Titanic á heimili sínu.

FRÁ HAFI TIL HAFNAR OG MARGT ANNAÐ Í SANDGERÐI Frá hafi til hafnar er sýning sem haldin verður á heimili Jónatans Jóhanns Stefánssonar í Miðhúsum í Sandgerði á laugardag og sunnudag kl. 13-16. Á sýningunni verða skipslíkön, myndir og minningarbrot frá ævi sjómannsins. Margir merkilegi munir eru þar til sýnis frá ævi Jónatans. Náttúrugripasýning með yfir 70 uppstoppuðum dýrum verður í Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði. Þar má einnig sjá ýmis lifandi sjávardýr og jafnvel koma við þau. Sýningin er opin laugardag og sunnudag kl. 13-17 Sýningin er um franska heimskautafarann Jean-Baptiste Charcot, einn merkasta landkönnuð síðustu aldar en hann fórst með skipi sínu Pourquoipas? og áhöfn við Mýrar 1936 er einnig í Þekkingarsetri Suðurnesja og er opin á sama tíma. Nánar um sýningar á safnahelgi í miðopnu Víkurfrétta í dag.

Blaðauki

SAFNAHELG SUÐURNESJUI Á M

Blaðauki með dagskrá Safnahelgar á Suðurnesjum fylgir Víkurfréttum í dag. Blaðaukinn er í miðju blaðsins og er tilvalið að taka hann út úr blaðinu og hafa með sér á ferð um Suðurnes þegar njóta skal þeirra fjölmörgu viðburða sem eru í boði á Safnahelgi á Suðurnesjum.

DAGANA 10 .–11. MARS

Tveir skemmtilegir viðburðir verða í listasal Duus Safnahúsa á sunnudag kl. 15 sem enginn listáhugamaður ætti að láta framhjá sér fara. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur verður með leiðsögn um sýninguna Hjartastaður sem sett var upp í tilefni 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þar gefur að líta einstakt úrval málverka af Þingvöllum eftir marga helstu myndlistarmenn Íslands á 20. öld en verkin eru öll í eigu safnarans Sverris Kristinssonar. Hvernig hlutu Þingvellir þann sess sem þeir skipa í hjörtum okkar Íslendinga og hefur myndlistin haft þar áhrif á eða hvað? Þeir sem ekki hafa heyrt í Aðalsteini ættu að grípa tækifærið því hann er margfróður og mjög skemmtilegur á að hlýða. Á sunnudaginn fer einnig fram einstakur listviðburður í listasal þegar portrett málarinn Stephen Lárus Stephen málar portrett af lifandi módeli á staðnum og eru allir velkomnir að fylgjast með. Stephen, sem er sonur myndlistarkonunnar góðkunnu Karólínu Lárusdóttur, sýndi í Listasafninu árið 2014 ásamt nafna sínum Stefáni Boulter þar sem þeir tefldu saman mannamyndum á sýningunni Mannlegar víddir. Gjörningur Stephens verður í gangi á meðan á leiðsögn Aðalsteins stendur og því geta gestir slegið tvær flugur í einu höggi á sunnudag.

ÓKEYPIS Á Ö LL SÖ FN SÓKNARÁÆ TLUN SUÐURNESJA

Garður

Sandgerði

Keflavíkurflugvöllur

Reykjanesbær Vogar

Reykjanesbraut

Hafnir

Reykjanestá

Suðurstrandarvegu

Grindavík

r

Sjá dagskrá á safnahelgi .is

MENNINGARVIKA Í GRINDAVÍK

Menningarvika Grindavíkur er nú haldin í tíunda sinn og að vanda er dagskráin fjölbreytt. Formleg setning hátíðarinnar verður í Grindavíkurkirkju laugardaginn 10. mars kl. 16:00. Að þessu sinni er áhersla lögð á það sem sameinar okkur, sama hver bakgrunnur okkar er. Dagskrá Menningarviku er að finna á vef Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is. Nemendur leikskólanna hafa unnið með Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur myndhöggvara undir merkjum fjölmenningar og ákváðu að í stað þess að horfa á það sem gerir okkur mismunandi á einn eða annan hátt, horfum við á hvað það er sem við eigum sameiginlegt óháð uppruna, kyni eða aldri. Sýning á verkum þeirra verður í Kvikunni og áhugavert að sjá hvað það er sem þeim finnst sameina fólk og við eiga sameiginlegt. Sýningin heitir Hjartsláttur og gott fyrir fullorðna að hlusta á skilaboð unga fólksins okkar og hlusta um leið og við skoðum. Fjölbreyttir viðburðir verða í Grunnskólanum og nemendur Tónlistar-

skólans standa fyrir fjölbreyttri dagskrá. Áhersla er lögð á unga fólkið og listsköpun þeirra og á opnunarhátíðinni stíga ungir söngvarar á stokk og leyfa íbúum að njóta færni sinnar en þau hafa verið á námskeiði frá byrjun árs. Auk tónleikanna á opnunarhátíð Menningarviku halda þau tónleika í Kvikunni þar sem hóparnir fimm sem sótt hafa námskeiðið flytja dagskrá sína. Veitingastaðir bjóða Grindvíkingum til mikillar veislu og auk síns hefðbundna góðgætis heimsækja fjölmargir tónlistarmenn veitingin heim á Menningarvikunni. Í Kvennó verður litið til fortíðar þar sem sagt verður frá ævi og störfum fjögurra einstaklinga sem bjuggu í Grindavík á fyrri hluta 20. aldar og settu öll mark sitt á samfélagið. Stór og glæsilegur karlakór kemur alla leið frá Manchester á Englandi og flytur fjölbreytta dagskrá, Sævar Helgi skoðar himingeiminn með gestum Bókasafnsins, kynntar verða bækur sem snerta Grindavík og Grindvíkinga og á morgnana verður hægt að hlusta á áhugaverðar frásagnir á Bryggjunni.

Lokatónninn er svo sleginn á sunnudag, 18. mars með tónleikum Eyjólfs Ólafssonar í Grindavíkurkirkju og á laugardeginum heimsækja félagar í leikhópnum Lottu Grindavík með sýninguna Galdrakarlinn í Oz. Allir ættu sannarlega að finna eitthvað við sitt hæfi á Menningarvikunni. Sem fyrr er uppistaðan í Menningarvikunni framlag heimamanna auk þess sem fjöldi landsþekktra listamanna og skemmtikrafta sækja Grindvíkinga heim. Undanfarin ár hefur Menningarvikunni verið vel tekið og Grindvíkingar duglegir að taka þátt og njóta þess fjölbreytta úrvals viðburða sem í boði er. Allir leggjast á eitt við að bjóða uppá fjölbreytta og skemmtilega dagskrá og eru Grindvíkingar hvattir til að nýta sér tækifærið og fjölmenna á menningarviðburðina. Menningarvikan er skipulögð af Björgu Erlingsdóttur, sviðsstjóra frístunda- og menningarsvið en fjöldi fólks aðstoðar og leggur til hugmyndir, húsnæði og krafta sína.

Leikþáttur, leiðsögn og tónleikar í Duus Safnhúsum Þeir sem enn eiga eftir að kynna sér sýninguna Reykjanesbær – verndarsvæði í byggð? í Duus Safnahúsum verða hreinlega að nýta Safnahelgi á Suðurnesjum til þess. Á sýningunni er skoðað með hvaða hætti byggð þróaðist á svæðinu og það sem mikilvægara er, spurningum varpað til gesta um það hvernig þeir sjái fyrir sér framtíðarásýnd ýmissa svæða í bænum og hvort ástæða sé til að vernda einhver þeirra. Á sýningunni eru bæjarbúar hvattir til að láta í ljós skoðun á því hvernig þeir vilja t.d. sjá svæðið í kringum Duus Safnahús þróast og einnig til að koma með ábendingar um önnur svæði, svo sem í Njarðvík, Höfnum og á Ásbrú, sem þeir telja ástæðu til að vernda eða huga að með einhverjum hætti. Á sunnudag kl. 14 verður Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður byggðasafns Reykjanesbæjar með leiðsögn um sýninguna og á sama stað og tíma munu félagar úr Leikfélagi Keflavíkur gera tilraun til að fara með okkur í huganum aftur til fullveldisársins 1918 en í Duus Safnahúsum er þess einmitt minnst um þessar stundir á ýmsan máta að 100 ár eru liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Þennan sama dag kl. 15 er boðið upp á leiðsögn og listviðburð í listasal en lokaviðburður dagsins eru síðan tónleikar Kvennakórs Suðurnesja kl. 16 í Bíósal og eru þeir öllum opnir. Tónleikarnir eru liður í 50 ára afmælishátíð kórsins en þennan dag lýkur einnig sýningu Kvennakórsins sem spannar sögu hans og staðið hefur í Stofunni s.l. mánuð.


markhönnun ehf

Hagstæðu helgartilboðin eru hjá okkur BJÓRGRÍS KINNAR SOUS-VIDE KR KG ÁÐUR: 2.300 KR/KG

920

-60% HUMAR ÁN SKELJAR 800 GR. POKI. KR PK ÁÐUR: 4.998 KR/PK

3.499

Hollt og gott!

-30%

NAUTAFILLE FERSKT

-20% 3.814

MANGÓ

189

KALKÚNASNEIÐAR MARIN. KRYDDAÐAR KR KG ÁÐUR: 2.398 KR/KG

1.679

! u in ff ð ka

VÍNARBRAUÐSLENGJA BAKAÐ Á STAÐNUM KR STK ÁÐUR: 589 KR/STK

-40% 353

Gildir 8. - 14. mars

KR KG ÁÐUR: 378 KR/KG

-30%

Gott me

2.239

nnar

-50%

KR KG ÁÐUR: 4.768 KR/KG

HUMAR BLANDAÐUR. 700 GR. POKI KR PK ÁÐUR: 2.698 KR/PK

Ávöxtur viku

ÓDÝRT Í

NETTÓ VÍNARPYLSUR 10 STK. KR PK ÁÐUR: 528 KR/PK

-30%

370

Tilboðin gilda 8. - 11. mars 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

www.netto.is


ÍSLENSKT

Lúxus

Íslenskt grísakjöt

Grísakjöt

PÖRUSTEIK

AF NÝSLÁTRUÐU

1.198 kr. kg

1.398 kr. kg

698

Bónus Grísakótilettur Ferskar, með beini

Bónus Pörusteik Úrbeinuð, fersk

Ali Grísabógur Ferskur

1kg

SAMA VERd

kr. kg

PRÓTEINBOMBA

um land allt

Kassatilboð Afsláttur vegna dagsetningar 200kr verðlækkun

1.098 kr. 1 kg

1.498 kr. ks

1.398 kr. 200 g

Jarðarber Askja 1 kg, Spánn

Barebells Próteinbar Coconut - Choco, Kassi, 12 x 55 g

Gullfiskur Bitafiskur 200 g - Verð áður 1.598 kr.

4x2L

LÆGRA VERÐ!

4x2L

659

759

Egils Kristall kippa 4x2l

Pepsi og Pepsi Max Kippa, 4x2 lítrar

kr. 4x2 l

kr. 4x2 l

Verð gildir til og með 11. mars eða meðan birgðir endast

3.998 kr. stk. Nutrilenk Gold Fyrir þá sem þjást af verkjum og sliti í liðamótum, 180 töflur. Verð áður 4.598 kr.


r

100 % ÍSLENSKT

0.ai

amb-midi90x9

smashStyle-h

ungnautakjöt

6

11:01 AM

5/9/17

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

498 K

kr. 2x120 g

Íslandsnaut Smash Style Hamborgarar 2x120 g

750g

119 kr. 2 stk.

Smash Style Hamborgarabrauð 2 stk. í pakka

298 kr. 250 ml

Smash Style Hamborgarasósa 250 ml

298 kr. 750 g

LAMBALÆRI með villtum íslenskum kryddjurtum

Aviko Steikar Franskar Kartöflur Frosnar, 750 g

Fullmeyrnað

ÍSLENSKT Ungnautakjöt

4.598 kr. kg

4.598 kr. kg

1.359 kr. kg

Íslandsnaut Ungnauta Ribeye

Íslandslamb Lambafille

Kjarnafæði Heiðalamb Kryddað lambalæri

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


8

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.

REYKJANES HLÝTUR ALÞJÓÐLEGA TILNEFNINGU

Friðjón skipar efsta sæti xS í Reykjanesbæ Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ 2018 hefur verið samþykktur. Friðjón Einarsson skipar efsta sæti listans og Guðný Birna Guðmundsdóttir er í 2. sæti. Þau eru bæði núverandi bæjarfulltrúar listans. Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 26. maí 2018 er eftirfarandi: 1. Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi 2. Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi 3. Styrmir Gauti Fjeldsted, B.Sc í rekstrarverkfræði 4. Eydís Hentze Pétursdóttir, meistaranemi í heilbrigðisvísindum 5. Guðrún Ösp Theodórsdóttir, hjúkrunarfræðingur 6. Sigurrós Antonsdóttir, hársnyrtimeistari og sjálfstæður atvinnurekandi 7. Jón Haukur Hafsteinsson, forstöðumaður sérdeildar Háaleitisskóla 8. Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri og nemi 9. Elfa Hrund Guttormsdóttir, félagsráðgjafi 10. Valur Ármann Gunnarsson, leigubifreiðastjóri 11. Íris Ósk Ólafsdóttir, rekstrahagfræðingur 12. Sindri Stefánsson, hjúkrunarfræðinemi 13. Hulda Björk Stefánsdóttir, leikskólastjóri 14. Simon Cramer Larsen, framhaldsskólakennari 15. Hjörtur Magnús Guðbjartsson, sérfræðingur 16. Jurgita Milleriene, grunnskólakennari 17. Þórdís Elín Kristinsdóttir, félagsráðgjafi 18. Bjarni Stefánsson, málarameistari 19. Kristjana E. Guðlaugsdóttir, viðskiptafræðingur 20. Vilhjálmur Skarphéðinsson, eldri borgari 21. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, eldri borgari 22. Ingvar Hallgrímsson, rafvirkjameistari

Jóhann Friðrik leiðir Framsókn í Reykjanesbæ

Ellefu karlar og ellefu konur skipa framboðslista Framsóknar í Reykjanesbæ sem samþykktur var á félagsfundi í gærkvöldi. Jóhann Friðrik Friðriksson leiðir listann en Díana Hilmarsdóttir skipar annað sæti. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir er í þriðja sæti. Listi Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 26. maí 2018 er eftirfarandi: 1. Jóhann Friðrik Friðriksson, lýðheilsufræðingur 2. Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar 3. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, kennsluráðgjafi 4. Trausti Arngrímsson, viðskiptafræðingur 5. Bjarni Páll Tryggvason, flugumferðarstjóri 6. Eva Stefánsdóttir, viðskiptafræðingur 7. Sigurður Guðjónsson, löggiltur bifreiðasali 8. Halldór Ármannsson, útgerðarmaður 9. Magnea Herborg Björnsdóttir, leikskólakennari 10. Jóhanna María Kristinsdóttir, söngkona 11. Andri Fannar Freysson, tölvunarfræðingur 12. Aðalheiður Halldórsdóttir, grunnskólakennari 13. Guðmundur Stefán Gunnarsson, ráðgjafi á velferðarsviði og júdókappi 14. Drífa Sigfúsdóttir, fyrrv. forseti bæjarstjórnar 15. Róbert Jóhann Guðmundsson, málarameistari 16. Andrea Ásgrímsdóttir, PGA golfkennari 17. Hólmfríður Guðmundsdóttir, hússtjórnarkennari 18. Freyr Sverrisson, knattspyrnuþjálfari 19. Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir, tollvörður 20. Oddný Mattadóttir, húsmóðir 21. Ingvi Þór Hákonarson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður 22. Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi og viðskiptafræðingur

S TÖ R F Í F R A M L EI Ð S LU DEILD

TARAMAR

Við erum að leita eftir samviskusömum og ábyrgðarfullum aðilum til starfa í pökkun og við þrif í framleiðsludeild okkar. T A R A M A R framleiðir lúxus húðvörur í Sandgerði sem seldar eru um allan heim. Um er að ræða störf með nokkuð sveig janlegum vinnutíma. Óskað er eftir ferilskrá og kynningarbréfi frá umsækjendum sem sendist á netfangið info@taramar.is fyrir 12. mars. Nánari upplýsingar veita Ragnhildur eða Viðar í síma 570 7100.

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

Reykjanesið hefur verið tilnefnt til verðlauna í flokknum Earth Award, Best of Top 100 Destination showing global leadership in combatting climate cange and environmental degradation. Tilkynnt verður um verðlaunahafa í Berlín 7. mars og verður fulltrúi Reykjaness á staðnum.

Margt áunnist í ferðaþjónustunni á Suðurnesjum Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark hafa að undanförnu staðið fyrir opnum fundum um ferðamál á Reykjanesi í samstarfi við sveitarfélögin á Suðurnesjum. Á fundinum hefur starfsemi Markaðsstofu Reykjaness, Reykjanes UNESCO Global Geopark verið kynnt sem og stefna sveitarfélaganna í ferðamálum. Góð mæting hefur verið á fundina í öllum sveitarfélögum og fjörugar umræður en aukning ferðamanna og gistinátta hefur verið hvað mest á Suðurnesjum að undanförnu. Að sögn Eggerts Sólbergs Jónssonar verkefnastjóra Reykjanes UNESCO Global Geopark var markmið fundanna að ræða stöðu ferða-

þjónustunnar á Reykjanesi sem og að skoða þau verkefni sem eru framundan í þessari vaxandi atvinnugrein. Það hefur margt áunnist á síðustu árum, m.a. hvað varðar ábyrga markaðssetningu, skipulagningu innra starfs og uppbyggingu innviða. Það er horft til okkar og áfangastaðurinn Reykjanes hefur fengið viðurkenningar sem eftir hefur verið tekið. Það er þó ekki þar með sagt að starfinu sé lokið. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og vinna í átt að sjálfbærara samfélagi. Það skiptir miklu máli að ferðaþjónustan byggi sína tilveru á sátt við samfélagið og það er von okkar að þessir fundir ýti undir það.

Margrét Sanders leiðir xD í Reykjanesbæ Á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ á mánudagskvöld var tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista fyrir bæjarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ 26. maí 2018 samþykkt samhljóða. 1. Margrét Sanders, ráðgjafi 2. Baldur Þ. Guðmundsson, viðskiptafræðingur 3. Anna S. Jóhannesdóttir, rekstrar- og mannauðsstjóri 4. Ríkharður Ibsen, framkvæmdastjóri 5. Andri Örn Víðisson, kerfisfræðingur 6. Hanna Björg Konráðsdóttir, lögfræðingur 7. Ísak Ernir Kristinsson, háskólanemi 8. Þuríður B. Ægisdóttir, stjórnmálafræðingur 9. Sigrún Inga Ævarsdóttir, verkefnastjóri 10. Brynjar F. Garðarsson, háskólanemi 11. Jónína Birgisdóttir, ljósmóðir 12. Kristján Rafn Guðnason, yfirverkstjóri 13. Barbara Marí aSawka, sjúkraliði 14. Sigurður Mar Stefánsson, bókari 15. Anna Steinunn Jónasdóttir, stjórnmálafræðingur 16. Grétar Guðlaugsson, verkefnastjóri/byggingafr. 17. Birgitta Rún Birgisdóttir, flugfreyja 18. Páll Orri Pálsson, framhaldsskólanemi 19. Karólína Júlíusdóttir, viðskiptamenntun 20. Albert Albertsson, hugmyndasmiður 21. Böðvar Jónsson, viðskiptafræðingur 22. Árni Sigfússon, bæjarfulltrúi „Mikil stemmning ríkir í herbúðum sjálfstæðismanna sem ganga fylktu liði til komandi kosninga með nýjan oddvita listans, Margréti Sanders í fararbroddi,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

ÓLAFUR ÞÓR VILL LEIÐA NÝTT FRAMBOÐ Í GARÐI OG SANDGERÐI Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis, segist í færslu á fésbókinni tilbúinn til þess að leiða nýjan framboðslista um félagshyggju og lýðræði í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis. „Það eru spennandi tímar framundan hjá Sandgerðingum og Garðmönnum og það verður í mörg horn að líta á komandi árum. Ég er reiðubúinn til að taka sæti á nýjum framboðslista í nýju sveitarfélagi og er tilbúinn til þess að leiða hann í komandi kosningum. Ég hef það lánsamur að leiða bæjarstjórn Sandgerðisbæjar síðustu átta árin, á tíma sem hefur verið krefjandi,

stundum erfiður en líka ánægjulegur því við höfum séð árangur af vinnunni. Ég hef reynt að láta skynsemi og samtal ráða ferðinni og ég tel að þannig pólitík sé líklegust til að skila árangri fyrir nýtt sveitarfélag. Með það að leiðarljósi gef ég kost á mér til starfa á komandi kjörtímabili um leið og ég vona að reynsla mín og þekking geti orðið að gagni í nýrri bæjarstjórn,“ segir Ólafur Þór í færslunni. Hann hvetur fólk sem hefur áhuga á því að koma með í þetta skemmtilega ferðalag að gefa kost á sér til starfa.

Góðar sögur af Reykjnesi tilnefndar til verðlauna Ímyndarátakið Reykjanes – við höfum góða sögu að segja hefur verið tilnefnt til Árunnar sem eru árangursverðlaun ÍMARK, íslensks markaðsfólks en þeim er ætlað að beina sjónum að herferðum sem skilað hafa framúrskarandi árangri. Góðar sögur er samstarfsverkefnið sveitarfélaga á Suðurnesjum og fyrirtækja en það er leitt af Heklunni, atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja. Framkvæmd er í höndum HN - Markaðssamskipta.

TJALDSVÆÐI GRINDAVÍKURBÆJAR HLÝTUR GÆÐAVIÐURKENNINGU TRIPADVISOR Tjaldstæðið í Grindavík hefur hlotið gæðaviðurkenningu Trip Advisor fyrir árið 2017, eða „Certificate of excellence.“ Þessa viðurkenningu geta aðilar á TripAdvisor fengið sem fá ítrekað góða dóma frá gestum og halda stöðugt uppi góðri þjónustu. Tjaldsvæði Grindavíkur hefur hlotið mjög góða dóma frá gestum og er með 4,5 stjörnur af 5 mögulegum á TripAdvisor, 4,5 á Google Maps og fullt hús stiga, 5 stjörnur, á Facebook. Það er því nokkuð ljóst að gestum líkar vel við tjaldsvæðið Grindavíkurbæjar og endurspeglar mikil fjölgun gesta og gistinátta frá ári til árs þessa stjörnugjöf.

Ráðning skólastjóra Gerðaskóla kynnt á miðvikudag Alls sóttu sex umsækjendur um auglýsta stöðu skólastjóra Gerðaskóla í Garði. Jóhann Geirdal, sem nú gegnir stöðunni, sagði upp starfi sínu á dögunum frá og með næsta skólaári. Tillaga um ráðningu skólastjóra verður lögð fyrir fund bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs nk miðvikudag, þann 7. mars.


V I LT Þ Ú V E R Ð A HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

Dagný starfar hjá farþegaþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Hún er hluti af góðu ferðalagi.

FR AMTÍÐARSTÖRF Í FARÞEGA AKSTRI

UMSJÓNARMAÐUR REKSTRARINNVIÐA

BÓKARI S U M A R S TA R F

Isavia óskar eftir að ráða bílstjóra. Helstu verkefni eru rútuakstur með flugfarþega til og frá flugstæðum að Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt umhirðu rútu og bíla.

Isavia óskar eftir að ráða umsjónarmann rekstrarinnviða á Keflavíkurflugvöll. Helstu verkefni er að annast rekstur gatnakerfis, opinna svæða, vatns- og fráveitukerfa og annarra innviða á Keflavíkurflugvelli.

Isavia óskar eftir að ráða bókara í sumarstarf. Helstu verkefni felast í skráningu, merkingu og bókun reikninga, afstemmingu lánadrottna og öðrum tilfallandi verkefnum.

Um framtíðarstarf er að ræða í vaktavinnu. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Guðbergsson hópstjóri, olafur.gudbergsson@isavia.is. Hæfniskröfur

Nánari upplýsingar veitir Stefán Jónson, forstöðumaður skipulagsmála, stefan.jonsson@isavia.is.

Próf á hópferðabifreið er skilyrði

Fullnaðarskírteini fyrir B réttindaflokk í ökuskírteini

Vandvirkni og skipulag er nauðsynlegt

Góða færni í íslensku og ensku

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is.

Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

• •

Menntun sem nýtist í starfi Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum

Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi

Góð samstarfs- og samskiptahæfni

Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia hefur hlotið gullmerki PwC fyrir launajafnrétti og við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um þau störf sem í boði eru.

S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A

Hæfniskröfur •

Hæfniskröfur

Nánari upplýsingar veitir Helga Erla Albertsdóttir, deildarstjóri reikningshalds, helga.albertsdottir@isavia.is.

UMSÓKNARFRESTUR: 18. MARS

Viðurkenndur bókari eða menntun sem nýtist í starfi er kostur

Reynsla af bókhaldi er skilyrði

Þekking og reynsla af vinnu við Navision bókhaldskerfið er kostur

Kunnátta í öllum helstu tölvuforritum

Skipulögð og öguð vinnubrögð


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.

Í edrúmennskunni er auðveldara að tækla þessa hluti og fjallar söngleikurinn lauslega um það og mína dvöl á meðferðarheimilum. Þar var ég að berjast við þessar tilfinningar ásamt alkahólismanum.

Skrifaði söngleik í edrúmennsku Mystery boy verður alltaf hluti af mér

„Þetta er sett upp sem kómísk ástarsaga um ungt fólk sem í leit sinni af sannleikanum og ástinni lendir í furðulegu ferðalagi og óvæntum ævintýrum. En þrátt fyrir að viðfangsefnið sé alvarlegt er mikilvægt að koma auga á spaugilegu hliðarnar og hafa gaman.”

í grunninn erum við öll tónlist. Við systkinin vorum kannski heppin að kynnast þessum víbring snemma,“ segir Smári leyndardómsfullur. Hugmyndin að söngleiknum kviknaði stuttu eftir að Smári kom úr meðferð frá Staðarfelli á Fellsströnd í Dölunum í desember 2016.

LÍFIÐ AUÐVELDARA EDRÚ

ÆTLAÐI AÐ SKILJA VIÐ MYSTERY BOY

Að sögn Smára er lífið auðveldara edrú: „Sveiflunar eru minni og ég er miklu stöðugri, glaðari og hamingjusamari. Kvíðinn sem fylgdi drykkjunni er horfinn og það er ólýsanlega góð tilfinning, kvíðinn er nefnilega lúmskur djöfull. Kvíði er eðlileg tilfinning en samfélagið okkar er að breytast svo hratt að stundum týnumst við bara í þessum hraða og látum. Líkaminn veit ekki hvernig hann á að bregðast við öllu áreitinu og fer á yfirsnúning, fyllist af kvíða og ótta. Í edrúmennskunni er auðveldara að tækla þessa hluti og fjallar söngleikurinn lauslega um það og mína dvöl á meðferðarheimilum. Þar var ég að berjast við þessar tilfinningar ásamt alkahólismanum.”

VIÐ VÍBRUM ÖLL

Smári er enginn nýgræðingur í tónlist en hann er þekktur sem einn af systkinunum í Klassart. Þá hefur hann leikið með hljómsveitum eins og Tommygun Preachers, Lifun, Flugan, Sjálfumglöðu Riddararnir, Grammið, Farandskuggar og fleirum. Aðspurður segist hann ekki geta útskýrt þennan tónlistaráhuga þeirra en mikil tónlist hafi verið á heimilinu. „Uppeldið hlýtur að eiga stóran þátt í því. Það var til fullt af plötum heima sem hægt var að grúska í og við nýttum okkur það. Við víbrum öll og það sem víbrar gefur frá sér hljóð þannig að

„Upprunalega var hugmyndin að vera með kveðjutónleika fyrir Mystery Boy sem hefur verið mitt hliðarsjálf lengi. Hann fæddist fyrir 18 árum og hefur fylgt mér í gegnum súrt og sætt. Ég var að byrja nýjan kafla í mínu lífi eftir meðferð og ætlaði að skilja við Mystery Boy. Í ferlinu komst ég að því að Mystery Boy verður alltaf hluti af mér og ég þarf að hjálpa honum frekar en að gleyma honum. Þá kviknaði sú hugmynd að gera þetta að söngleik.” Smári hefur lært upptökustjórn en hafði ekki mikla reynslu af söngleikjum þegar hugmyndin kviknaði en áhuginn jókst eftir því verkinu miðaði áfram. „Ég fór af stað í þetta verkefni með litla sem enga vitneskju í farteskinu nema þá reynslu sem ég hef úr tónlistinni. Því lengra sem ég fór inn í verkið fór áhuginn minn fyrir söngleikjum og handritagerð að aukast. Ég fór að hafa þráhyggju fyrir þeim sem ég tel vera af hinu góða því ef á að gera hluti vel þarf að fá kafa djúpt í viðfangsefnið. Ég sökkti mér í allar bækur um söngleiki og handritagerð sem ég komst yfir og sótti einnig námskeið. Við erum búin að ráða til okkar hann Stefán Örn Gunnlaugsson (Íkorni) sem sérlegan tónlistarráðgjafa en hann hefur m.a. sett upp söngleik á Broadway. Með honum kemur inn gífurleg reynsla

og erum við afar þakklát að fá hann inn í verkefnið. Auk Stefáns nýt ég krafta Ástþórs Sindra Baldurssonar við að setja upp tónlistina með mér. Fleiri hafa komið nálægt tónlistinni og má þar nefna Björgvin Ívar bróðir Ástþórs og stórfrænda þeirra Gunnar Skjöld. Fríða systir er svo að aðstoða við söngtextana. Þarna er saman komið stórskotalið af geggjuðu fólki”, segir Smári og hlær.

séð eldmóðinn í mér, það er oft hægt að komast langt á honum einum og sér. Aðstaðan sem Leikfélagið hefur sett upp hér í Keflavík er frábær og er haldið vel utan um allt. Ég mjög heppinn að hafa fengið þau með mér í þetta verkefni.“ Leikfélagið hefur ráðið Jóel Sæmundsson til að leikstýra söngleiknum en æfingar munu hefjast á næstunni þegar valið hefur verið í hlutverk en

VIÐTAL

ÞAÐ ER HÆGT AÐ KOMAST LANGT Æfingar eru að hefjast hjá Leikfélagi Keflavíkur á söngleiknum Mystery boy Á ELDMÓÐNUM eftir tónlistarmanninn Smára Guðmundsson sem er að hluta byggður á edrú- Leikfélagið tók strax vel í hugmyndina þótt hún hafi ekki verið fullmótuð mennsku hans eftir meðferð þegar kvíðinn var farinn að taka völdin. þegar Smári hitti þau fyrst. hvöttu mig til að halda áfram Við hittum Smára á fyrsta samlestri í liðinni viku þar sem verkefnið var kynnt „Þau sem gaf mér aukinn styrk og kraft til að klára verkið og er ég þeim mjög og fengum að vita meira um Mystery boy. þakklátur fyrir það. Ætli þau hafi ekki

Dagný Maggýjar dagny@vf.is

stefnt er að því að frumsýna í apríl. En hverju mega áhorfendur eiga von á? Þetta verkefni gefur mér mikinn styrk, styrk til að halda áfram á edrúbrautinni og gefa gott fordæmi þar. Mér líður vel núna og mig langar að smita þeirri gleði í hjarta áhorfandans og það er megintilgangurinn með söngleiknum. Áhorfandinn má eiga von á miklu stuði, eilítilli dulúð og mörgum furðulegum fígúrum. Svo er tónlistin öll samin á gömlum skemmtara sem gefur söngleiknum sérstakan og skemmtilegan hljóm.


GÓÐ VERÐ Í MARS 169

WEETABIX CHOCO MINIS 600 G

349 KR/PK

VERÐ ÁÐUR 569 KR/PK

STJÖRNUPOPP 90–100 G 2 TEG.

582 KR/KG

KR/STK

VERÐ ÁÐUR 229 KR/STK

1.878/1.690 KR/KG

OREO KEX HJÚPAÐ 246 G

349 KR/PK

NÓA MEGA KROPP 200 G

NÓA KROPP M, PIPARDUFTI 180 G

KR/STK

VERÐ ÁÐUR 529 KR/STK

399

399

VERÐ ÁÐUR 499 KR/PK

1.419 KR/KG

KR/STK

2.217 KR/KG

VERÐ ÁÐUR 549 KR/STK

LINDU APPELSÍNUSÚKKULAÐI 40 G

1.995 KR/KG

99 KR/STK

VERÐ ÁÐUR 169 KR/STK

2.475 KR/KG

STABBURET LAX 90 G

299 KR/STK

VERÐ ÁÐUR 399 KR/STK

2.211 KR/KG

LARA KATTARFÓÐUR 75 G 4 TEG.

299

ROCKSTAR 500ML 4 TEG.

149 KR/STK

VERÐ ÁÐUR 249 KR/STK

298 KR/L

KR/PK

VERÐ ÁÐUR 449 KR/PK

AUNT MABLE MUFFINS 102 G 3 TEG.

3.987 KR/KG

129

KRISTALL EPLA 500 ML

KR/STK

VERÐ ÁÐUR 229 KR/STK

129

1.265 KR/KG

STABBURET MAKRÍLL 110 G

KR/STK

199

VERÐ ÁÐUR 199 KR/STK

258 KR/L

KR/STK

VERÐ ÁÐUR 269 KR/STK

1.809 KR/KG

HOMEBLEST 300 G

149 KR/PK

VERÐ ÁÐUR 199 KR/PK

497 KR/KG

HELLEMA KEX 500GR 2 TEG.

269 KR/PK

VERÐ ÁÐUR 399 KR/PK

538 KR/KG

BAVARIA 330 ML 2 TEG.

99

LAY´S 175 G

199 KR/STK

VERÐ ÁÐUR 249 KR/STK

1.137 KR/KG

KR/STK

VERÐ ÁÐUR 199 KR/STK

300 KR/L

MÖNDLUSTYKKI 160 G

299 KR/PK

VERÐ ÁÐUR 449 KR/PK

1.869 KR/KG


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.

FRIÐRIK ÁRNASON FIDDI

Njarðarvöllum 2, Njarðvík, lést á Hrafnistu Nesvöllum, mánudaginn 19. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Nesvalla fyrir sérstaklega góða umönnun og hlýju.

FS- ingur vikunnar

Ástkær frændi okkar og vinur,

„Ég er skíthrædd við neikvætt fólk“

Aðstandendur

SUNNUDAGURINN 11. MARS KL. 11

Helgihald í

Njarðvíkurprestakalli 8. mars til 14. mars 2018.

Ytri-Njarðvíkurkirkja

Fermingarmessa 11. mars kl. 10:30 í Njarðvíkurkirkju (Innri). Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 13. mars kl.19:30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Vinavoðir miðvikudaginn 14. mars kl.10:30-13:30. Spilakvöld aldraðra og öryrkja fimmtudaginn 8. mars kl.20:00. Umsjón hefur starfsfólk kirkjunnar og Lionsklúbbur Njarðvíkur.

Njarðvíkurkirkja (Innri)

Fermingarmessa 11. mars kl. 10:30 í Njarðvíkurkirkju (Innri). Foreldramorgun í Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 13. mars kl.10.30. Umsjón hefur Emilía B. Óskarsdóttir. Spilavist Systrafélags Njarðvíkurkirkju í safnaðarheimilinu þriðjudaginn 13. mars kl.20. Umsjón hefur Helga Þóra Jónasdóttir. Æskulýðsstarfssemi KFUM/K í Njarðvíkurkirkju (Innri) 8. mars kl. 19:30-20:30. Umsjón hefur Heiðar Örn Hönnuson.

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Fjölskyldumessa. Þátttakendur í Skapandi starfi koma fram í söng. Arnór organisti spilar og leiðir söng. Fermingarbörn taka þátt með lestrum á bænum. Súpa og brauð í boði eftir messu. Frjáls framlög í baukinn renna til verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar til styrktar byggingu steinhúsa fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Sr. Fritz Már og sr. Erla leiða messuna. SUNNUDAGURINN 11. MARS KL. 20

Æskulýðsmessa. Hljómsveitin Sálmari spilar og syngur. Fermingarbörn lesa texta og flytja bænir. Að lokinni messu bjóða fermingarbörn uppá kaffihús í Kirkjulundi. Kaffi, kakó og heimabakað á 500 kr. Ágóði rennur í verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar til styrktar byggingu steinhúsa fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Sr. Fritz Már og sr. Erla leiða messuna MIÐVIKUDAGUR 14. MARS KL. 12

Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar. Hugleiðing, bæn ásamt söng og orgelspili. Gæðakonur bera fram matarmikla súpu og brauð. Velkomin öll til okkar. MIÐVIKUDAGUR 14. MARS KL. 13

Seekers bænastund með flóttafólki er öllum opin. Sr. Toshiki Toma, ásamt Keflavíkurprestum, leiðir stundina í Kapellu vonarinnar. MIÐVIKUDAGUR 14. MARS

Kl. 15:15 - fermingarfræðsla fyrir stráka. Kl. 16:05 - fermingarfræðsla fyrir stelpur.

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

FS-ingur: Sigrún Birta Eckard. Á hvaða braut ertu? Ég er á listnámsbraut. Hvaðan ertu og aldur? Ég er úr Sandgerði en bjó samt í Danmörku í 13 ár og ég er 18 ára. Helsti kostur FS? Mjög góðir kennarar. Hver eru þín áhugamál? Áhugamálin mín eru list, tónlist, kvikmyndir og að ferðast. Hvað hræðist þú mest? Ég hata kóngulær og er skíthrædd við neikvætt fólk. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ég myndi segja Dagný Halla Ágústsdóttir. Hún er svo virk í öllu, sérstaklega tónlist. Hver er fyndnastur í skólanum? Mér finnst Einar Guðbrandsson mjög fyndinn. Hvað sástu síðast í bíó? Ég sá myndina Game Night. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Tyggjó og betri samlokur.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er með geggjaðan tónlistarsmekk. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Lengra hádegi og frjáls mæting. Hvað heillar þig mest í fari fólks? Sjálfstraust og bros. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mér finnst það fínt. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Stefnan mín núna er að verða listakona. Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum? Mér finnst fólkið æðislegt og allt er bara mjög fallegt hérna. Hvað myndirðu kaupa þér ef þú ættir þúsund kall? Kaffi og köku.

EFTIRLÆTIS...

... kennari: Íris Jónsdóttir er æðisleg! ... mottó: „If it ain’t broken why fix it?” ... sjónvarpsþættir: RuPaul’s Drag Race, Rick and Morty og Friends. ... hljómsveit/tónlistarmaður: The 1975 er all time fave! ... leikari: Einmitt núna Jennifer Lawrence. ... hlutur: Plötuspilari.

Grunnskólanemi vikunnar

„Langar að verða söng- eða leikkona“ Betsý Ásta Stefánsdóttir er nemandi í Akurskóla en henni finnst skemmtilegast að syngja og vera í fótbolta.

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

NÝ BÓNSTÖÐ AÐ IÐAVÖLLUM 9 Alþrif og bón fyrir alla bíla

Opnunartilboð 25% afsláttur

Splunkuný og fullkomnustu tæki til bílaþrifa. HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Sigrún Birta Eckard er FS-ingur vikunnar en hún bjó í Danmörku í þrettán ár og hatar kóngulær.

Sækjum og keyrum bíla í fyrirtæki og á heimili. Opið frá kl. 8 til 18 alla virka daga. Laugardaga frá kl. 10 til 18. Iðavellir 9 - Keflavík - Sími 552 9442

Grunnskólanemi: Betsý Ásta Stefánsdóttir. Í hvaða skóla ertu? Akurskóla. Hvar býrðu? Innri Njarðvík. Hver eru áhugamálin þín? Leiklist og söngur. Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? Ég er tólf ára og er í 7. bekk. Hvað finnst þér best við það að vera í skólanum? Líklegast allir vinirnir. Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Ég ætla að reyna að komast inn í Kvennó. Ertu að æfa eitthvað? Nei ekki akkúrat núna. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Syngja og vera í fótbolta. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst ekki margt leiðinlegt en finnst ekkert svakalega gaman að taka til. Hvað myndir þú kaupa þér fyrir þúsund kall? Örugglega bara venjuleg heyrnatól. Án hvaða hlutar getur þú ekki verið? Símans míns. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Planið er að reyna að verða söng- eða leikkona en annars langar mig að verða viðburðastjóri.

Uppáhalds... ...matur: Lasagna. ...tónlistarmaður: Sam Smith eða Jón Jónsson. ...app: Instagram. ...hlutur: Síminn minn. ...þáttur: Castle.


174760

1.899 kr.

SÍA

BOSS-BORGARI, 3 HOT WINGS, FRANSKAR, GOS OG PIPAREGG

1.199 kr.

PIPAR\TBWA

HANN ER VOLDUGUR. HANN ER STÓRFENGLEGUR. HANN ER BETRI EN ÞIG MINNTI. BOSS BACON HEFUR SNÚIÐ AFTUR.


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.

Enginn á heimavelli í Háaleitisskóla

Háaleitisskóli á Ásbrú í Reykjanesbæ fagnaði 10 ára afmæli á dögunum. Skólinn hóf starfsemi sína árið 2008 en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þegar skólinn tók til starfa voru nemendur 80 talsins en nú áratug síðar eru þeir að nálgast þriðja hundraðið „og má segja að mikill fjölbreytileiki einkenni nemendahópinn okkar en í skólanum telst okkur til að séu nem-

endur frá um það bil 25 löndum. Það kom því að sjálfu sér að í upphafi skólaárs var ákveðið að leggja aukna áherslu á fjölmenningu og þróa fjölmenningarlega kennsluhætti með því að nýta þann fjölbreytta tungumála- og menningarbakgrunn sem nemendur bera með sér í skólastarfið og þá má ekki gleyma því að íslensku nemendurnir okkar búa yfir ólíkri reynslu hvað varðar búsetu á Íslandi,“

sagði Anna Sigríður Guðmundsdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla í ávarpi sem hún flutti í afmælishátíð sem haldin var í skólanum. „Það má seg ja að „enginn sé frá Ásbrú“ Í Háaleitis-

skóla. Enginn er á heimavelli í þeirri merkingu að hann sé hér fæddur og uppalinn og eigi jafnvel foreldra sem gengu í sama skóla. Ég tel þetta vera styrkleika skólans og hafa margir sem hér starfa haft orð á því hversu vel nemendur

taki á móti nýjum nemendum og að þeir eigi auðvelt með að aðlagast,“ sagði Anna Sigríður. Starfsmannahópurinn hefur líka stækkað og dafnað á þessum áratug sem liðinn er og nú starfa 44 starfsmenn við skólann. Þegar skólinn opnaði haustið 2008 var einungis notaður lítill hluti skólabyggingarinnar. Næsta haust mun Háaleitisskóli nýta allt skólahúsið og þar á meðal húsnæðið sem Heilsuleikskólinn Háaleiti hefur haft afnota síðustu 10 ár.

Nokkrir starfsmenn sem hafa verið frá stofnun skólans. Þeir eru: Anna Sigríður Guðmundsdóttir skólastjóri, Árdís Lára Gísladóttir, Margit Lína Hafsteinsdóttir, Sigfríður Ingibjörg Sigurðardóttir og Tone Solbakk. Á myndinni er einnig Jóhanna Sævarsdóttir aðstoðarskólastjóri. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Reykjanesbær

Skólastjóri Holtaskóla Reykjanesbær auglýsir starf skólastjóra í Holtaskóla. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leiða skólann inn í framtíðina. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. maí 2018. Umsóknarfrestur

Upplýsingar og umsókn

Starfssvið Veita skólanum faglega forystu. Móta framtíðastefnu skólans innan ramma laga og reglugerða, í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og menntastefnu Reykjanesbæjar. Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða. Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. Þekking og færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun. Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfileikar. Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni.

11. mars

� � � � �

Capacent — leiðir til árangurs

capacent.is/s/6373

� � � � � �

Holtaskóli er heildstæður 450 barna grunnskóli. Kjörorð skólastarfsins eru virðing, ábyrgð, virkni og ánægja. Þau eru höfð að leiðarljósi við öll störf sem aðilar skólasamfélagsins koma að. Í skólanum er unnið eftir hugmyndafræði PBS um heildstæðan stuðning við jákvæða hegðun. Holtaskóli hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og er stöðugleiki í starfsmannahaldi. Mikilvægt er að skólastjóri sé tilbúinn að viðhalda góðum skólabrag og hafi ánægju af því að vinna með nemendum, starfsfólki og foreldrum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.


SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM DAGANA 10.–11. MARS ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN

Garður

SÓKNARÁÆTLUN SUÐURNESJA

Sandgerði Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur

Reykjanesbraut

Vogar

Hafnir

Suðurstrandarvegur Reykjanestá

Grindavík

Sjá dagskrá á safnahelgi.is


SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM DAGANA 10.–11. MARS

ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN

Garður

Grindavíkurbær

Reykjanesbær

Einkasafn Ásgeirs Hjálmarssonar í Græna bragga

Kvennó: SÖGUSLÓÐIR

Söfn og setur:

Saga Grindavíkur skoðuð út frá persónusögu fjögurra einstaklinga sem bjuggu í Grindavík á fyrrihluta 20. aldar. Sýningin er opin 13–17 Safnahelgina og alla daga í Menningarviku 10.–18. mars. Sýning: 10. og 11. mars kl. 13:00–17:00.

Hvar: Duusgötu 2–8, Keflavík. Opið: Laugardag og sunnudag kl. 12:00–17:00. duusmuseum.is sofn.reykjanesbaer.is

Hvar: Skagabraut 17 í Garði (á horni Skagabrautar og Nýja lands). Opið: Laugardag og sunnudag 12:00– 17:00. Lýsing á sýningu: Ásgeir hóf þá vinnu sem varð að Byggðasafninu á Garðskaga og hefur nú sett upp einkasýningu á munum sem ýmist eru tengdir sjósókn, landbúnaði og lífinu í Garðinum.

Byggðasafnið á Garðskaga

Duus Safnahús

Framsóknarhúsið: ÞORPIÐ – ÞÓRKÖTLUSTAÐAHVERFI Sýning á ljósmyndum Sólveigar M. Jónsdóttur, ljósmyndara. Hér fáum við að skyggnast inní líf íbúanna og mannlífið í Þórkötlustaðahverfi. Sýningin er opin 13–17 um Safnahelgina og alla daga í Menningarviku 10.–18. mars. Sýning: 10. og 11. mars kl. 13:00–17:00.

Kvikan: Hjartsláttur – Fólkið sem byggir jörðina

Hvar: Út á Garðskaga. Opið: Laugardag og sunnudag 12:00–17:00. Lýsing á sýningu: Byggða- og sjóminjasafn. Þar eru ríflega sextíu gangfærar vélar úr gömlum bátum sem heiðursborgari Garðs Guðni Ingimundarson gerði upp.

Sjö ólíkar sýningar í sjö sýningarsölum

Bátasalur: Bátafloti Gríms Karlssonar Rúmlega 100 bátalíkön úr skipaflota landsmanna sem Grímur Karlsson fyrrverandi skipstjóri og líkanasmiður hefur gert. Viðburður: 10.mars kl. 15.00: Félag harmonikkuunnenda á Suðurnesjum leikur sjómannalög.

Gryfjan: Verndarsvæði í byggð Er ástæða til að vernda ákveðin svæði í Reykjanesbæ vegna menningarsögulegs mikilvægis? Íbúum gefst kostur á að koma með tillögur um framtíðarásýnd áhugaverðra svæða í bæjarlandinu. Viðburður: 11.mars kl. 14.00: Leiðsögn um sýninguna. Einnig verður Leikfélag Keflavíkur með lifandi gjörning í sýningunni.

Listasalur: Hjartastaður

Fyrirlestur í Byggðasafninu í Garði Á sýningunni eru sýnd verk unnin í samvinnu Önnu Sigríðar Sigurjónsdóttur, myndhöggvara og leikskólabarna í Grindavík, á leikskólanum Króki og Laut. Sýningin er opin 13–17 um Safnahelgina og alla daga í Menningarviku 10.–18. mars. Sýning: 10. og 11. mars kl. 13:00–17:00.

Einar Ásgeirsson fyrrum skipstjóri flytur fyrirlestur með myndefni, sem hann nefnir Max Pemberton. Fyrirlesturinn verður fluttur laugardaginn 10. mars 2018, hefst kl. 14:00. Flutningur tekur um eina klukkustund.

Einkasafn Hilmars Foss

Víðihlíð: Blítt og létt Sönghópurinn Blítt og létt frá Vestmannaeyjum, heimsækir eldri borgara í Víðihlíð. Tónleikar: 10. mars kl.14:00.

Grindavíkurkirkja: Opnunarhátíð Menningarviku 2018 Menningarvikunni ýtt úr vör með opnunarhátíð í Grindavíkurkirkju. Ungir grindvískir söngvarar flytja gestum tónlist, bæjarlistamaður Grindavíkur verður útnefndur og eftir dagskrána verður boðið uppá veitingar í safnaðarheimilinu. Viðburður: 10. mars kl. 16:00.

Salthúsið: Blítt og létt

Hvar: Iðngörðum 2 í Garði (gengið inn á hlið hússins, í portinu). Opið: Laugardag og sunnudag frá kl. 12:00–17:00. Lýsing á sýningu: Hilmar hefur sett upp einkasýningu á munum sem eru sérstakir og sögulegir fyrir flugvéla- og bílasögu á Íslandi.

Ævintýragarðurinn í Garði Hvar: Urðarbraut 4 Opið: Laugardag og sunnudag 12:00–17:00. Lýsing á sýningu: Listamaðurinn Helgi Valdimarsson, íbúi í Garði, hefur byggt ævintýragarð á lóð sinni með glæsilegri hönnun lóðarinnar og gerð fjölda listaverka sem prýða lóðina.

Listasafn Reykjanesbæjar sýnir Þingvallamyndir eftir marga helstu listamenn þjóðarinnar. Sýningin er framlag Reykjanesbæjar í tilefni 100 ára afmælis fullveldis á Íslandi. Viðburður: 11.mars kl. 15.00: Leiðsögn sýningarstjóra um sýninguna. Einnig verður myndlistargjörningur í salnum á sama tíma.

Bíósalur: Íslensk náttúra Listaverk í eigu Listasafns Reykjanesbæjar sem spanna yfir 100 ára sögu náttúrumyndlistar á Íslandi. Viðburður: 11.mars kl. 16.00: Tónleikar Kvennakórs Suðurnesja.

Gestastofa Reykjanesjarðvangs Sýning um myndun og mótun Reykjanesskagans, lífríki og náttúrufar. Reykjanes Geopark er á jarðvangaskrá UNESCO ásamt 119 öðrum svæðum í heiminum.

Stofan: Afmælissýning Kvennakórs Suðurnesja

Sýning sem Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur sett upp í samstarfi við Kvennakór Suðurnesja til að minnast 50 ára afmælis kórsins en Kvennakór Suðurnesja er elsti starfandi kvennakór landsins. Síðasta sýningarhelgi.

Miðloft: Þyrping verður að þorpi Sönghópurinn Blítt og létt frá Vestmannaeyjum efnir til mikillar söngskemmtunar þar sem allir geta tekið undir. Tónleikar: 10. mars klukkan 22:00.

Grunnsýning Byggðasafns Reykjanesbæjar á Miðlofti í Bryggjuhúsi þar sem stiklað er á stóru um sögu svæðisins frá níundu öld til miðrar síðustu aldar.


SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM DAGANA 10.–11. MARS

Sandgerði

ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN

Vogar

Sýning í Sandgerði Frá hafi til hafnar Hvar: Miðhúsum. Opið: Laugardagur og sunnudagur kl. 13:00–16:00 Skipslíkön, myndir og minnigabrot frá ævi sjómannsins. Jónatan Jóhann Stefánsson vélstjóri opnar heimili sitt í Miðhúsum í Sandgerði. Margir merkilegi munir eru þar til sýnis frá ævi Jónatans. Sýningin er opin laugardaginn 10. mars og sunnudaginn 11. mars milli kl. 13:00 og 16:00.

Rokksafn Íslands Hvar: Hljómahöll, Hjallavegi 2, Ytri-Njarðvík. Opið: Laugardag og sunnudag kl. 11:00–18:00. rokksafn.is

Þekkingarsetur Suðurnesja

Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Þar er saga tónlistar á Íslandi sögð allt frá árinu 1830 til dagsins í dag. Á safninu er að finna tvær sérsýningar um íslenska tónlistarmenn, önnur um Pál Óskar Hjálmtýsson og hin um Björgvin Halldórsson.

Bókasafn Reykjanesbæjar Hvar: Ráðhúsinu, Tjarnargötu 12, Keflavík Opið: Laugardag 11:00–17:00 sofn.reykjanesbaer.is Teiknimyndasögusýning Lóu Hlínar eða Lóaboratoríum. Sýningin verður í unglinga- og teiknimyndasöguhorni safnsins.

Ljósmyndasýning í íþróttamiðstöð

Skessan í hellinum Hvar: Svarti hellir við smábátahöfnina í Gróf, Keflavík. Opið: laugardag og sunnudag kl. 10:00–17:00. skessan.is Skessan úr bókunum Sigga og Skessan, er flutt til Reykjanesbæjar og hefur komið sér fyrir í Svarta helli í Gróf í Keflavík. Hún býður gestum og gangandi að heimsækja sig í hellinn. Viðburður: 10. og 11.mars kl. 12.00–17.00. Börn geta komið við í Duus Safnahúsum og fengið skessublöðru og þrautabækling.

Sýningar opnar laugardaginn 10. mars og sunnudaginn 11. mars frá kl. 13:00 til 17:00.

Hvar: Sundlaugin Vogum, Hafnargata 17. Opið: Laugardagur kl. 13:00– 15:00.

Náttúrusýning

Myndir af mannlífi og náttúru í Vogum fyrr og nú.

Náttúrugripasýningu með yfir 70 uppstoppuðum dýrum. Þar má einnig sjá ýmis lifandi sjávardýr og jafnvel koma við þau.

Sýningin Heimskautin heilla

Kálfatjörn Vatnsleysuströnd Kálfatjarnarkirkja

Slökkviliðssafn Íslands Hvar: Safnamiðstöðin Rammi, Seylubraut 1, Innri-Njarðvík . Opið: Laugardag og sunnudag 13:00–17:00. Sýning þar sem aldarlöng saga slökkviliða á Íslandi er rakin eins og hún birtist í bílum og tækjabúnaði auk fjölda ljósmynda frá þessari sögu. Sýningin var sett upp og er rekin af slökkviliðsmönnum í sjálfboðastarfi. Nú fer hver að verða síðastur til að sjá þessa sýningu því hún verður bráðlega tekin niður.

Orkuverið jörð, Reykjanesvirkjun

Opið: Sunnudagur kl. 13:00–15:30. Sýningin er um franska heimskautafarann Jean-Baptiste Charcot, einn merkasta landkönnuð síðustu aldar en hann fórst með skipi sínu Pourquoi-pas? og áhöfn við Mýrar 1936.

Lista- og fræðslusýningin Huldir heimar hafsins – Ljós þangálfanna Lista- og fræðslusýning. Sýningin er tileinkuð minningu Guðmundar Páls Ólafssonar, rithöfundar og náttúrufræðings, sem skrifað hefur einstakar bókmenntaperlur um náttúru Ísland.

Málþing um séra Stefán Thorarensen, sveitarhöfðingja, prest, sálmaskáld og menntafrömuð á 19. öld í Kálfatjarnarkirkju og safnaðarheimili.

Norðurkot Opið: Sunnudagur kl. 12:00–13:00 og 15:30–16:30 Kálfatjörn Vatnsleysuströnd Opið í Norðurkotsskóla, sem starfaði 1903–1910 í tengslum við skólann sem Stefán stofnaði og Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar hefur endurbyggt á Kálfatjörn sem skólasafn.

Opið: Sunnudag kl. 12:30–16:30. powerplantearth.is Sýningin rekur sögu orkunnar á myndrænan hátt allt frá Miklahvelli að virkjun jarðhita á Íslandi.

Handverk, vinnustofur:

Gallerí Svarta pakkhúsið Hvar: Hafnargötu 2, Keflavík. Opið: Laugardag og sunnudag 13:00–17:00. Alls kyns handverk og listmunir eftir íbúa á svæðinu á góðu verði Gler, leir, prjón, fatnaður, skrautmunir, skartgripir o.fl.

www.safnahelgi.is


www.safnahelgi.is ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN

VERIÐ VELKOMIN Á SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM DAGANA 10.–11. MARS

SÓKNARÁÆTLUN SUÐURNESJA


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.

19

Fjölskylda úr Grindavík fer árlega í rokksiglingu

„Lífið er eitt ævintýri og maður þarf að taka þátt í því“

Guðjón á útgáfurtónleikum Ring of Gyges.

Grindvíkingarnir og tónlistarfólkið Sólný Pálsdóttir og Sveinn Ari Guðjónsson fóru ásamt elsta syni sínum, Guðjóni, og næstelsta syni þeirra, Sighvati, í fyrsta sinn í tónlistarsiglingu fyrir þremur árum síðan. Siglingin er fyrir tónlistarfólk sem leikur og hlustar á Progressive Rock-tónlist og eru um 2500 manns um borð í skemmtiferðaskipi í fimm daga að spila tónlist og ræða saman. Þau hafa farið saman í siglinguna í þrjú ár og stefna að því að halda því áfram en að eigin sögn er þetta sannkölluð tónlistarveisla. Guðjón þurfti þó að sannfæra foreldra sína töluvert að koma með sér í siglinguna og valdi hann það að fara frekar í hana heldur en útskriftarferð eftir að hann útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands. Þau eru öll sammála því að þau sjá ekki eftir þessari ákvörðun í dag. Víkurfréttir hittu þau í heimastúdíóinu þeirra eitt rigningarkvöld í Grindavík og við fengum þau til að segja okkur frá ferðunum.

VIÐTAL

Sólný, Fjölnir, Sveinn og Sighvatur.

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir rannveig@vf.is

Segið mér aðeins frá ævintýrinu ykkar. Sveinn: „Hvar á ég að byrja, þetta er í þriðja sinn sem við förum í svona siglingu, með nánast sama fólkinu.“ Guðjón: „Ég sá þessa siglingu auglýsta, ákvað að fara og spurði hvort þau vildu koma með mér. Þetta er tónlistarhátíð á sjó þar sem að tónlistin sem er spiluð er svokallað Progressive Rock. Hljómsveitirnar koma héðan og þaðan, margir frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Svíþjóð en það er allur gangur á því. Líka frá Japan, Argentínu eða bara héðan og þaðan. Þetta er svipaður markhópur sem er um borð, við getum a.m.k. orðað það þannig.“ Sveinn: „Hljómsveitirnar og flytjendur þurfa að falla undir þau gildi að vera Progressive Rock-hljómsveitir. Það er í rauninni ákveðið form tónlistar, ekki of þung en sumt svolítið flókið, taktbreytingar og kaflaskipti.“ Guðjón: „Þetta er kannski ákveðið formleysi. Tónlist án takmarkana. Það er ekki mikið um svona hljómsveitir hérna á Íslandi, ég held ég geti talið um tíu hljómsveitir hér á landi.“ Sólný: „Þetta er svolítið sérstakt, þarna safnast saman um 2500 manns

sem koma saman um borð, víðsvegar úr heiminum, sem eiga það sameiginlegt að hlusta á þessa tónlist. Ég heyrði það um borð að það væru ekki nema um 5% af heiminum sem hlusta á þessa tónlist en það er samt erfitt að segja til um það. Það eru að minnsta kosti ekki mjög margir. Þannig að það má segja að þetta sé veisla fyrir okkur að fara þangað og hlusta á allar þessar hljómsveitir sem við höfum verið að fylgjast með í mörg ár. Þarna eru bæði eldri hljómsveitir og nýjar sem koma saman, það er ein hljómsveit sem er svokölluð „grunnhljómsveit“ sem heitir Yes sem margir kannast örugglega við sem heldur utan um þetta og fær til sín bönd.“

Hefur þróast gegnum árin

Dagskrá ferðarinnar eða uppstilling atriða um borð hefur þróast frá því að farið var í fyrstu siglinguna. Í byrjun var spilað frá klukkan tíu á morgnanna til ellefu á kvöldin og síðan settust flytjendur saman við píanóbarinn og spiluðu saman langt fram eftir nóttu. Þannig myndaðist ákveðin partýstemning og á öðru ári var ákveðið að hafa opið svið. Fyrsta árið sem Sólný, Sveinn og Guðjón tóku þátt í, var ákveðið að breyta aftur til og þurfti fólk að sækja um þátttöku. En undirbúningsferlið er ansi skemmtilegt. Sólný: „Ég ákveð kannski eitthvað ákveðið lag sem mig langar að syngja og óska eftir einhverjum til að spila með mér og þá fæ ég bassaleikara, trommuleikara og svo framvegis til að spila með mér. Svo æfum við okkur heima en það skemmtilega við þetta er að við mætum og hittumst kannski í fyrsta sinn á sviðinu, æfum ekki saman, heldur eru allir í sínu horni að æfa heima áður en þeir mæta um borð. Þetta er ótrúlega magnað og skemmtilegt, svo kemur þú upp á svið og þá gerist eitthvað magnað, það er eiginlega ekki hægt að lýsa því.“ Sveinn: „Já það er gríðarlega mikil spenna í gangi til að sjá hvernig allt gengur.“ Guðjón: „Það gengur ekki alltaf allt upp og það kemur alveg fyrir að menn fara út af sporinu.“ Sólný: „Það sem er skemmtilegt við þetta er að tónlist hjá atvinnufólki

Hljómsveitirnar koma héðan og þaðan, margir frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Svíþjóð en það er allur gangur á því. Líka frá Japan, Argentínu eða bara héðan og þaðan. er orðin mjög vönduð og flutningur og annað orðið mjög fullkomið eða það mætti segja sem svo, þannig að fegurðin við þetta er að þú mátt gera mistök og eins og þeir feðgar segja að stundum tekst það og stundum ekki.“ Sveinn: „Auðvitað gerir maður allt til að lágmarka mistökin sín og sem betur fer eru þau ekki mörg þegar allt kemur til alls. Svo er það fallega við þetta eins og þarna um borð að tónlistarmenn sem ég hef verið að fylgjast með í mörg ár eru þarna og maður sest bara niður með þeim með kaffibolla og spjallar. Fer yfir tónlistina og plöturnar þeirra. Svo er það líka skemmtilegt að körlunum úr stóru hljómsveitunum finnst prógrammið okkar svo skemmtilegt að þeir eru farnir að spila með okkur þannig að við erum búin að spila með fullt af meðlimum úr stóru hljómsveitunum.“ Sólný: „Það er eiginlega óskráð regla að ef einhver vill syngja eða spila sitt lag úr stærri hljómsveitunum þá leyfir maður þeim það eða þarf að víkja. Maður er kannski búinn að vera æfa það lag heima í langan tíma og svo allt í einu dettur þú út.“ Guðjón: „Já, þegar meðlimur hljómsveitarinnar sem þú ert að spila lag með/eftir vill syngja eða spila þá þarft þú að víkja.“ Sólný: „Í fyrra þá gerðist það að einn bassaleikari vildi ekki gefa lagið sitt eftir, þannig að það voru tveir bassaleikarar á sviðinu. Þetta er gríðarlega mikil spenna og oft á tíðum pínu hlátur og grátur. Þetta er alveg þannig og eins og til dæmis fyrsta skiptið sem við komum þrjú saman á sviðinu var stór stund. Að koma öll saman á stóru


20

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.

... við erum kölluð „The Vikings“ um borð, víkingafjölskyldan frá Íslandi og auðvitað vekur það athygli að við séum fjögur úr sömu fjölskyldunni í þessu prógrammi að spila. skipi í Karabíska hafinu, við vorum búin að æfa mikið og svo fékk gamla einhvern sviðskrekk, við vorum með mjög flottum trommara úr einu af stóru böndunum þannig að þetta var dálítil spenna hjá okkur fjölskyldunni. Ég ætla alveg að viðurkenna það að sonur minn gaf mér frekar illt auga þegar ég var búin að gera þriðju mistökin á sviðinu. Eftir á var meðal annars sagt að það væri ekki víst að við myndum halda jólin saman a.m.k. miðað við svipinn sem hann sendi mömmu sinni. En við kláruðum þetta með stæl að lokum.“ Hvað eruð þið lengi á siglingu? Guðjón: „Við erum fimm daga á siglingu.“ Sveinn: „Við förum frá Tampa til Belice, Costa Maya en oft á tíðum förum við ekkert frá borði, það eru tónleikar út um allt og ég held að meirihlutinn fari ekki frá borði, það er svo mikið að gera.“ Sólný: „Það er kannski líka svolítið skemmtilegt að segja frá því að þetta eru í raun og veru ekki bara tónleikar heldur eru þetta líka svona spjall stundir við hljómsveitirnar eða spurt og svarað. Um tíu á morgnana byrjar spjallstund og þú getur verið að spyrja hetjurnar þínar, sem þú ert búin að vera að fylgja í mörg ár persónulega spurninga og þannig að það er það kannski það sem gerir þetta sérstakt. Sumir hafa hlegið af okkur og spurt hvers vegna við förum í siglingu og förum ekkert í land, af hverju förum við ekki bara á tónleika í landi. Þetta er svolítið sérstakt því við erum þarna saman í fimm daga með öllum þessum listamönnum og fólki eins og okkur sem eru áhugamenn og höfum gaman af því að spila og fáum tækifæri þarna til að flytja tónlist sem við höldum upp á. Þetta er svolítið sérstakt, þú ert kannski að spjalla við gítarleikarann sem þú varst alveg dolfallin yfir að hlusta á kvöldinu áður í morgunkaffinu. Samfélagið er líka svolítið sérstakt og við brosum stundum og segjum að þetta sé svolítið nördasamfélag. En það má

Rokkfleyið.

kannski líkja þessu við að fótboltamenn hvaðanæva að úr heiminum kæmu saman um borð í skipi og gerðu ekkert annað en að spila og spjalla um fótbolta í fimm daga.“ Sveinn: „Værum kannski bara að taka leik með Messi eða Ronaldo í hádeginu.“ Sólný: „Það er það sem gerir þetta sérstakt, við erum í þessum heimi. Strákurinn okkar hann Sighvatur sem er sautján ára í dag, kom með okkur fyrir þremur árum og var ekkert að spila á gítar og var ekkert í tónlist. Þetta varð vendipunktur í hans lífi, þarna kviknaði áhugi á tónlist og hann hefur varla sleppt gítarnum síðan, hann tók þátt í fyrra og núna. Hann spilaði einmitt með okkur á búgarðinum núna og um borð í skipinu en í annari siglingunni spilaði hann á búgarðinum.“ Þið fóruð fimm saman í fjölskyldunni í siglinguna núna, hvernig gekk það? Guðjón: „Bara mjög vel.“ Sveinn: „Okkur vantar trommara og sá næst yngsti er líklegur kandídat í það.“ Sólný: „Þetta prógram hefur stækkað töluvert frá því að það byrjaði og núna byrjuðum við til dæmis á búgarði.“ Guðjón: „Það eru hjón sem eru hluti af skipulagshópnum í kringum þetta sem búa rétt hjá Tampa á búgarði og þau ákváðu að bjóða þeim sem taka þátt í þessu prógrammi eða þeim sem vildu, tveimur dögum fyrir hátíðina að koma fram, sú hátíð heitir „Prog on the Ranch“. Alls tóku þrjátíu flytjendur þátt í þeirri hátíð en það voru töluvert fleiri að hlusta. Það var búið að setja upp svið og svo er bara spilað, bæði Progressive Rock og önnur tónlist. Síðan voru líka lögin tekin sem eru spiluð á skipinu, þannig að þetta var smá undirbúningur fyrir það og þarna gafst smá tími til þess að æfa fyrir þá sem gátu komið saman.“ Sólný: „Núna var þetta í rauninni fyrir okkur sjö daga tónlistarhátíð og

fyrsta daginn á búgarðinum þá voru flutt 57 lög frá tíu um morguninn til ellefu-tólf um kvöldið og ætli við höfum ekki verið um þrjátíu þarna samtals. Við leigðum okkur húsbíl og vorum í honum við þennan búgarð að flytja tónlist og spila. En það er skemmtilegt að segja frá því að þegar Guðjón útskrifast úr Verslunarskóla Íslands og flestir vinir hans voru á leiðinni til Benidorm, þá fann Guðjón þessa ferð og langaði að fara. Hann bað okkur að koma með, en þá var þetta kerfi komið, að þú þurftir að senda inn upptökur sem voru þátttökuskilyrði og við vorum alls ekkert að fara að gera það enda höfðum við ekkert verið í tónlist á okkar seinni árum, þótt við hefðum verið hér áður fyrr svolítið að spila. En Guðjón hætti ekki fyrr en að við samþykktum að senda inn og fer með okkur í sitthvoru lagi upp í stúdíóið sitt, tekur upp og sendir, síðasta kvöldið sem skilafresturinn rann út! Síðan var þetta svolítið skemmtileg helgi því ég fékk tölvupóst og Svenni líka, og ég fékk póst um að ég kæmist inn og var alveg jii, hvað ef ég kemst inn en ekki Svenni.“ Sveinn: „Og ég fékk tölvupóst þar sem að ég var samþykktur í hópinn og ég þorði ekki að segja neitt við Sólný.“ Sólný: „Þannig að það leið eiginlega heill sunnudagur án þess að nokkur þyrði að segja frá en við vorum svo heppin að fá að taka þátt í þessu sem er alveg einstakt að okkar mati því þetta er eiginlega orðin eins og fjölskyldan okkar, fólkið sem er með okkur í siglingunum.“ Eignist þið ekki góða vini í gegnum þetta? Sólný: „Jú, tónlist tengir fólk saman, það skiptir engu máli hver þú ert.“ Sveinn: „Hvort sem þú ert úr stóru hljómsveitunum eða ekki, það eru allir á sama stigi. En það sem er líka svo skemmtilegt núna er að það hefur aldrei verið jafn mikil þátttaka eða

Ljósmyndir: Olga Helgadóttir.

AÐALFUNDUR Í SAMKAUPUM HF. Stjórn Samkaupa hf. boðar hér með til aðalfundar í félaginu fyrir rekstrarárið 2017. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 14. mars kl. 15.00 á skrifstofu félagsins að Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ. Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. Þá verður lögð fyrir fundinn tillaga um að félagið megi eignast og eiga allt að 10% hlutafjár í félaginu í þrjú ár. Stjórn Samkaupa hf.

SAMÞYKKT DEILISKIPULAG: OFAN SKAGABRAUTAR, SVÆÐI ÍB 10, Í6, ÍB8, ÍB11 OG MV3. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs samþykkti þann 7.2. 2018 deiliskipulag fyrir ofangreint svæði sunnan Skagabrautar. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ein athugasemd barst og hefur þeim sem gerði athugasemdir verið send niðurstaða sveitarstjórnar. Deiliskipulagið var samþykkt óbreytt. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs.

Guðjón í Ljósmyn


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.

... við erum þarna saman í fimm daga með öllum þessum listamönnum og fólki eins og okkur sem eru áhugamenn og höfum gaman af því að spila og fáum tækifæri þarna til að flytja tónlist sem við höldum upp á.

... við vorum svo heppin að fá að taka þátt í þessu sem er alveg einstakt að okkar mati því þetta er eiginlega orðin eins og fjölskyldan okkar, fólkið sem er með okkur í siglingunum. viðvera eins og núna hjá stærri köllunum á „djamminu“ okkar þannig að þeir sátu bara í salnum og maður var bara farinn að venjast því að uppáhalds tónlistarmennirnir manns sætu í salnum og væru að fara að hlusta á mann spila. Fyrst var maður nötrandi.“ Sólný: „Fyrsta árið var ég einmitt að syngja lag með hljómsveitinni Yes og var með söngvarann á fremsta bekk og ég viðurkenni það að það var pínu stressandi en þetta snýst ekkert um það að koma, sjá og sigra, þetta snýst meira um að koma upp á svið og hafa gaman. Það er bara það sem þetta snýst um, snýst ekki um heimsfrægð eða að við séum að reyna að verða fræg í útlöndum heldur um

þessa gleði og eins og við þekkjum öll, hvernig tónlistin sameinar okkur og við erum þakklát fyrir það að fá að deila þessu áhugamáli með strákunum okkar.“ Það er örugglega ekki algengt að nánast heil fjölskylda fari bara út og taki þátt í svona viðburðum, ekki rétt? Sveinn: „Nei, nei og ég viðurkenni það alveg að þetta hefur vakið mikla athygli og við erum kölluð „The Vikings“ um borð, víkingafjölskyldan frá Íslandi og auðvitað vekur það athygli að við séum fjögur úr sömu fjölskyldunni í þessu prógrammi að spila.“ Sólný: „Sem er kannski algengara á Íslandi heldur en annars staðar, við þekkjum það á mörgum tónlistarfjölskyldum hér, fólk heldur kannski meira saman. En þetta er náttúrulega alveg einstakt að fá að upplifa það að vera með manninum sínum og sonum sínum að spila og syngja á Karabíska hafinu. Sumir fara í skíðaferðir og þetta er svolítið okkar skíðaferð, við erum mjög þakklát.“ Guðjón: „Fyrir utan það hvað þetta er skemmtilegt.“ Víkkar þetta ekki tengslanetið ykkar í þessum tónlistarheimi, eins og þið sögðuð að þá eru ekki margir í þessari tónlist hér á landi? Guðjón: „Ég stofnaði hljómsveit frá því á síðasta ári, kynntist þeim sem eru með mér í henni í siglingunni og

Sviðið á skipinu.

við erum að vinna að plötu en þeir eru báðir frá Kanada.“ Sveinn: „Það er farið að auglýsa þetta sem fyrsta afkvæmi okkar frá „Late Night Jam Sessions,“ þarna voru leiddir saman strákar frá Kanada og Íslandi og úr varð eining sem er að taka upp plötu.“ Guðjón: Við unnum plötuna bæði hér heima og í Toronto. Sólný: „Þetta eru trommuleikari og gítarleikari sem hann er að tala um og síðan fengu þeir líka til liðs við sig bassaleikara úr frábærri hljómsveit sem heitir Haken.“ Sveinn: „Haken er einmitt ein af stóru hljómsveitunum um borð.“ Guðjón: „… eða, hún er mjög þekkt innan þessa samfélags.“ Sólný: „Síðan er tæknin líka orðin þannig í dag að Guðjón gat sent honum tölvupóst þar sem þeir voru í samskiptum fyrir plötuna og hann spilaði inn á sjö lög á þessari plötu.“ Guðjón: „Platan hefur ekki enn verið kynnt en hljómsveitin heitir Umæ, svo var ég að gefa út disk sem heitir „Beyond the Night Sky“ með hljómsveitinni „Ring of Gyges“. Við erum allir héðan frá Íslandi í þeirri hljómsveit og hún var stofnuð fyrir fimm árum síðan. Fjórir af fimm meðlimum hennar voru með okkur í síðustu siglingu.“ Sólný: „Þessi diskur er að fá mjög góða dóma innan þessa „Prog“-heims frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi og Spáni. Þeir vönduðu líka til verks og eru að taka ákvarðanir þessa dagana upp á samninga og annað fyrir tónleikatúr. Það hefur eitt leitt að öðru í öllu þessu ferli og gaman að sjá barn fæðast.“ Guðjón: „Ég er meira og minna í tónlist fyrir utan vinnutíma, ég byrjaði að spila á gítar um fermingu, frekar seint en var búinn að spila á píanó áður.“ Sveinn: „Þú varst náttúrulega líka alinn upp við þessa tónlist.“ Guðjón: „Já ég hlustaði á hana frá unga aldri og enduruppgötvaði hana um fimmtán ára aldurinn, ég byrjaði að semja fyrir um þremur, fjórum árum það efni sem ég er að gefa út í dag en maður var byrjaður að semja fljótlega eftir að maður tók upp gítarinn. En ekkert sem hefur svo sem ratað í útgáfu.“ Hvar sérð þú þig í framtíðinni? Guðjón: „Ef ég ætti að ráða þá myndi ég vinna sem upptökustjóri, bæði fyrir eigin verkefni og fyrir aðra. Platan okkar var tekin upp í Stúdíó Brautarholti og hún var lokaverkefnið mitt í hljóðtækninámi.“ Hvernig gengur fjölskyldulífið með svona marga hljóðfæraleikara, söngvara og skapandi einstaklinga undir sama þaki? Sveinn: „Það gengur bara vel, eins og fyrir þetta prógramm á skipinu þá eru

því þar er fólk á öllum aldri að spila og koma fram og að láta draumana sína rætast í tónlist. Það er meira að segja „Prog“-band sem samanstendur bara af konum í dag sem kynntust á skipinu og eru þær allar yfir fimmtugt, þannig að það er aldrei of seint að byrja. Ég er bara rétt að byrja. Ég viðurkenni samt alveg eitt, ég bý náttúrulega ein með sex karlmönnum. Að vera úti með fjórum karlmönnum í húsbíl og síðan um borð í skipinu í pínulítilli káetu, verandi eina konan, að það var komin smá þreyta í lokin í konuna en þeir höfðu ekki mikinn skilning á því að konan þyrfti að græja sig á daginn og mála sig. En þetta er mikið ævintýri og ég hef alltaf sagt að lífið er eitt ævintýri og maður þarf að taka þátt í því. Þetta er ævintýrið okkar og mjög skemmtilegt ævintýri og sameiginlega áhugamálið okkar.“ Ætlið þið aftur á næsta ári? Öll: „Já.“ Sólný: „Núna ætlar Sighvatur, næstelsti sonur okkar líka að fara í prógrammið á skipinu en hann er búinn að sýna sig og sanna og tekur þátt af fullum krafti á næsta ári. Strákkurinn sem hafði bara áhuga á tölvuleikjum þegar hann fór í fyrstu siglinguna fyrir þremur árum. En það verður spennandi að skrá sig inn í prógrammið fyrir næsta ár en glugginn opnar eftir tvo mánuði og eru flytjendur á mismunandi tímabeltum, þannig að við þurfum líklega að vakna um miðja nótt til þess að ná lögunum sem við viljum flytja.“

Sólný og Sveinn á sviðinu ásamt Jace Grey frá Kaliforníu.

FLÍSALAGNIR ARINHLEÐSLA MÚRVIÐGERÐIR Ólafur Eyþór Ólason múrarameistari 789-4554 oo@simnet.is

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Guðjón í fyrstu siglingunni árið 2015. Ljósmynd: Mike Savoia.

menn svolítið í sínu horni að æfa en ég nýt stundum aðstoðar Guðjóns þegar það er eitthvað flókið sem ég þarf að kryfja betur. Þá hjálpar hann mér í gegnum það, en svo komum við saman og prófum að taka lögin, þó við séum ekki að spila þau saman, þá getum við æft þau hér.“ Sólný: „En það er líka bara gaman að segja frá því að Svenni hafði ekki snert bassann í mjög mörg ár þegar þetta kom til, þannig að við erum mjög þakklát Guðjóni fyrir að hafa hvatt okkur í þetta því á þessum þremur árum þá hefur kallinn bætt sig svolítið vel og þetta er eins og með íþróttir og annað að æfingin skapar meistarann. Það er líka svo skemmtilegt að maður finnur það úti í siglingunni,

21

Myndir á Facebook: Flísalagnir-Arinhleðsla-Múrviðgerðir

RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ Opnunartímar Miðvikudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Fimmtudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Fatnaður og skór.

Rauði krossinn á Suðurnesjum


22

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.

„SKREYTUM KÖKUNA EN BÖKUM EKKI ÞRJÁTÍU NÝJAR SORTIR“ Hátt í eitt hundrað manns tóku þátt í líflegum vinnufundi menningarráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku þegar bæjarbúum var gefinn kostur á að koma að endurskoðun menningarstefnu sveitarfélagsins sem nú stendur yfir. Í máli Guðbjargar Ingimundardóttur, formanns menningarráðs kom fram að nú væri góður tími til að taka stöðuna og að það verkefni biði nýs ráðs að vinna úr því efni sem fram kæmi og móta menningarstefnu til framtíðar. Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi rakti þróun og stöðu menningarmála í sveitarfélaginu í stuttu máli og myndum og í framhaldinu var lagt upp í hópavinnu. Þátttakendur gátu valið sér þrjá

umræðuhópa af sex og tuttugu mínútna skoðanaskipti fóru fram í hverjum hópi þannig að snarpar og fjölbreyttar umræður sköpuðust. Á fundarmönnum var að heyra að flestum fannst mikið og gott starf hafa unnist í menningarmálum á síðustu 15-20 árum og ef fólk ætlaði sér að mæta á alla þá menningarviðburði sem í boði eru í sveitarfélaginu hefði það vart undan. Alltaf megi þó gera betur en með því sé ekki endilega átt við að fjölga þurfi viðburðum eða menningarstofnunum heldur frekar með því að hlúa vel að því starfi sem er til staðar með því að styrkja það, þróa og bæta sbr. fyrirsögnin hér að ofan. Í því samhengi var m.a. nefnt að mikilvægt væri að skapa

aðstöðu eða vettvang til að menningin geti blómstrað svo sem fyrir grasrótarstarf. Þá var nokkuð rætt um hvernig best verði staðið að kynningu á menningarviðburðum og starfi þannig að það nái í gegn til fólks. Loks var áberandi fjölmenningartónn í umræðunni í ljósi þess að erlendum íbúum hefur fjölgað til mikilla muna í bænum og var þátttakendum umhugað um að sá hópur hefði aðkomu að menningarstarfi bæjarins. Tillögur fundarmanna verða nú lagðar fram á næsta fundi menningarráðs Reykjanesbæjar sem tekur ákvörðun um næstu skref í endurskoðun stefnunnar.

Garður dæmdur til að greiða fyrrverandi deildarstjóra biðlaun - vegna niðurlagningar stöðu hans sem deildarstjóra við Gerðaskóla árið 2015

GRINDIN EHF MEÐ LÆGSTA TILBOÐ Í ÍÞRÓTTAMANNVIKI Í GRINDAVÍK Grindin ehf var með lægsta tilboð í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Grindavík en opnun tilboða í verkið fór fram þann 20.febrúar sl. á bæjarskrifstofu Grindavíkur. Tilboð bárust frá Þarfaþing ehf, Munck Ísland, Grindinni ehf og H.H. smíði ehf. Tæknideild Grindavíkurbæjar lagði til

á bæjarstjórnarfundi þann 27.febrúar sl. að ganga frá samningum við lægstbjóðanda, Grindin ehf, tilboð þeirra hljóðaði upp á 518.071.060 kr. og var það 107% af kostnaðaráætlun. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að taka tilboði Grindarinnar.

Sveitarfélagið Garður hefur í Hæstarétti verið dæmt til að greiða Birni Vilhelmssyni rétt tæpar fimm milljónir króna með dráttarvöxtum. Björn var deildarstjóri við Gerðaskóla en staða hans var lögð niður árið 2015. Þá á sveitarfélagið einnig að greiða Birni samtals 1,5 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Björn krafði Sveitarfélagið Garð annars vegar um biðlaun vegna niðurlagningar stöðu hans sem deildarstjóra við Gerðaskóla á árinu 2015 og hins vegar miskabætur vegna ætlaðs brots sveitarfélagsins við ráðningu í stöðu skólastjóra við skólann á árinu 2012 en Björn var meðal ellefu umsækjenda um starfið. Gerður var skriflegur tímabundinn ráðningarsamningur við Björn um starf við skólann árið 2003 en eftir að hann rann sitt skeið á enda var ekki gerður nýr skriflegur samningur við hann. Hélt Björn engu að síður áfram starfi við skólann með starfsheitinu deildarstjóri og tók samkvæmt vinnuskýrslum laun sem slíkur í samræmi við ákvæði kjarasamnings. Í dómi Hæstaréttar kom fram að Sveitarfélagið Garður yrði að bera

Vönduð parhús L=34,00

G=35,18

MHL-02

MHL-01

B

Sorp

STAÐGREINIR: 2000-5-25130180

A-02

7300

GERT ER RÁÐ FYRIR TVEIMUR BÍLASTÆÐUM VIÐ HVORT HÚS.

7700 1500

1260

220 600

1100

1500

7700

700

3000

565

565

3000

1500

1100

3980

BO

BO

120

300

2600

BO

BO

120

3980

hjónaherbergi

9.0 m²

13.8 m²

EINANGRUN:

1500

EINANGRUN (U-gildi 0,4 W/m²)

300 120

ÞAK ER EINANGRAÐ MEÐ 225 mm STEINULLAREINANGRUN (U-gildi 0,2 W/m²)

geymsla

3.5 m²

7.1 m²

150

930

120

8.9 m² 3600

13700 4400

GLUGGAR OG GLER:

R

OPNANLEG FÖG OG HURÐIR SKULU VERA ÚR HARÐVIÐ OREGON PINE EÐA

HSL

stofa/borðstofa

SAMBÆRILEGT.

31.0 m²

1435

4500

GLER SKAL VERA TVÖFALT K-GLER. (U-gildi 2,0 W/m²).

INNVEGGIR:

900 60

BYGGÐIR UPP AF BLIKKSTOÐUM OG KLÆDDIR AF MEÐ TVÖFÖLDUM GIPSPLÖTUM. EINANGRAÐIR MEÐ STEINULL.

hæð á vegg 1.8 m

ÞAK GRÁTÓNA OG VEGGIR LJÓSIR JARÐARLITIR , INNSKOT Í DEKKRI LIT. 2500 5100

1300

160 900

1300

1200

2195

1465

1200

1465

1465

1200

4130

5755

1465

2195

4130

A

1200

1300

900 160

1300

2500

1300

GLUGGAR, HURÐIR OG ÞAKKANTUR ER HVÍTT.

5100

5755

15000

A-02

HAFA SKAL SAMRÁÐ VIÐ AÐALHÖNNUÐ UM ENDANLEGT LITAVAL.

15000

C

B

A-02

A-02

TÆKNIBÚNAÐUR: LAGNALEIÐIR: BYGGINGIN ER UPPHITUÐ MEÐ OFNUM, LAGNIR ERU Í VEGGJUM. NEYSLUVATNSLAGNIR ERU ÁL/PEX LÖGÐ Í VEGGJUM. G=34,78

L=34,00

INNTÖK VEITNA ER Í BÍLSKÚR. Á NEYSLUVATNSKERFI SKAL KOMA FYRIR VARMASKIPTI EÐA UPPBLÖNDUNARLOKA TIL AÐ TRYGGJA AÐ HITASTIG FARI EKKI YFIR 65°C. GÓLFNIÐURFÖLL: KOMA SKAL FYRIR NIÐURFÖLLUM Í ÖLLUM VOTRÝMUM, ÍBÚÐAR Þ.E. Í

16

ÞVOTTAHÚSI OG BAÐI.

14

AUK ÞESS SKAL VERA GÓLFNIÐURFALL Í BÍLGEYMSLU.

9 LOFTRÆSING: BAÐ, ÞVOTTAHÚS ÁSAMT GEYMSLU ERU LOFTRÆSTAR UM OPNANLEG L=35.00

15,4m

Sorp Sorp

18

7,3m

4m

Furudalur

Sorp

20

1m

8,4m 13,7m

7,3m

2m

Sorp

32m

GLUGGAFÖG.

L=36.88

SJÁLFTREKKJANDI ÚTLOFTUNARVENTILL ER Í BÍLSKÚR. 4m

EFNI OG VINNA SKAL VERA Í SAMRÆMI VIÐ BYGGINGARREGLUGERÐ, VIÐKOMANDI ÍST STAÐLA OG REGLUGERÐ UM BRUNAVARNIR.

BRUNAVARNIR Í BYGGINGUNNI SKAL AÐ ÖÐRU LEYTI VERA Í SAMRÆMI VIÐ BYGGINGARREGLUGERÐ. Á UPPDRÁTTUM KEMUR FRAM BRUNAMÓTSSTAÐA BYGGINGARHLUTA, Þ.E. Í AÐALATRIÐUM, EN AUK ÞESS SKAL BYGGINGIN UPPFYLLA EFTIRFARANDI KRÖFUR:

LEYFILEGAR KÓLNUNARTÖLUR BYGGINGARHLUTA ERU:

11

ÞAK

0,2 W/m² K (t.d. 200 mm steinull)

VEGGIR

0,4 W/m² K (t.d.80 mm polystyren)

GÓLF Á FYLLINGU

0,3 W/m² K (t.d.75 mm polystyrenl)

Eignamiðlun Suðurnesja

1) HÚSIÐ SKAL VERA ÚTBÚIÐ VIÐURKENNDUM REYKSKYNJURUM OG HANDSLÖKKVITÆKI.

R BO ET LR GN

REYKSKYNJARI BJÖRGUNAROP ELDTEPPI VIÐKOMANDI RÝMI SKAL VERA LOFTRÆST VIÐKOMANDI RÝMI SKAL HAFA GÓLFNIÐURFALL

Hafnargötu 50, Reykjanesbæ Sími: 420-4050 / 894-2252 - www.es.is

EI-60 BRUNAMÓTSTAÐA VIÐKOMANDI BYGGINGARHLUTA REI-90 BRUNAMÓTSTAÐA VIÐKOMANDI BYGGINGARHLUTA EICS-30 BRUNAMÓTSTAÐA VIÐKOMANDI BYGGINGARHLUTA

YFIRBORÐ ÚTVEGGJA OG ÞAKS:

VEGGIR ERU SLÉTTPÚSSAÐIR AÐ UTAN OG ÞAK ER KLÆTT MEÐ BÁRUJÁRNI.

LITIR: 1300

BRUNAKRAFA VEGGJA MILLI BÍLSKÚRS OG ÍBÚÐAR SKAL VERA EINS OG FRAM KEMUR Á GRUNNMYND. ÞAKKLÆÐNING SKAL VERA Í FLOKKI T. KLÆÐNING LOFTA OG VEGGJA Í BÍLSKÚR SKAL VERA Í FLOKKI 1 OG KLÆÐNING LOFTA Í ÍBÚÐ SKAL EKKI VERA LAKARI EN Í FLOKKI 2. Í HVERJU HERBERGI SKAL VERA BJÖRGUNAROP. KOMA SKAL FYRIR REYKSKYNJURUM Í BYGGINGUNNI Í SAMRÆMI VIÐ ÞAÐ SEM FRAM KEMUR Á GRUNNMYNDUM.

TÁKN:

GLUGGAR ERU HEFÐBUNDNIR ÍSTEYPTIR ÁLKLÆDDIR TIMBURGLUGGAR ÚR ÞURRKAÐRI FURU.

300

þvottur

GN

300

290

3800

6490

ET

EI-60

2520

1230

GN

ÚTVEGGIR BYGGINGARINNAR ERU EINANGRAÐIR MEÐ 100 mm POLYSTYREN

2500

120

EICS-30

EI-60

120

GK: 35.30

1250

3.5 m²

2890

2875

3500 24.7 m²

LR

1230

þvottur

7.1 m²

EINANGRUN (U-gildi 0,3 W/m²).

290

2520

geymsla

2880

150

BO

150 120

24.5 m²

bílskúr

EI-60

4630

4630

2400

930

1300

alrými

0102

GK: 35.20 LR

EICS-30

eldhús

120

120

0101

2675

EI-60

GK: 35.20

bílskúr

24.7 m² EI-60

2690

120

150

6500

HSL

eldhús

8.9 m² 3600

9.7 m²

GN 2435

150

R

REI-90

120 900 60

ET

1250

2500

150

0102

1435

300

EI-60

2675

24.5 m²

HSL

4500

3800

150

herbergi

8.3 m²

2400

150

HSL

SÖKKLAR OG BOTNPLATA ERU EINANGRUÐ MEÐ 100 mm POLYSTYREN

300

3800

150

150

13700 4400

6490

R

stofa/borðstofa

INNTÖK

300 2435

6500

120

R

alrými

31.0 m²

1200

AÐAL BURÐARVIRKI BYGGINGARINNAR ER ÚR JÁRNBENTRI STEINSTEYPU, Þ.E

ÞAK ER BORIÐ UPPI AF TRJÁVIÐ.

120

herbergi

bað

7.5 m²

3500

2690

0101

120

120

anddyri

2880

1300

GK: 35.30

GN

300

120

120

3800

INNTÖK

7.5 m²

2875

1500

8.3 m²

9.7 m²

GN

anddyri

bað

herbergi

GN 300

BURÐARVIRKI:

300

SÖKKLAR, BOTNPLATA, ÚTVEGGIR OG VEGGUR MILLI BÍLSKÚRS OG ÍBÚÐAR.

3600

3600

4100

3480 2890

BO

BYGGINGAEFNI:

1640

NF

120

9.0 m²

1500

4000

300

NF herbergi

13.8 m²

1400

1000

2600

hjónaherbergi

1500

1200

300

4000 300

1260Sorp

600 220

BRUNAVARNIR Í BYGGINGUNNI:

Einnig er hægt að semja um annað byggingarstig eins og tilbúið undir tréverk. Allar upplýsingar fást hjá Eignamiðlun Suðurnesja.

7300

700

300

1400

3480

1500

2000

1640

BYGGINGIN ER PARHÚS Á EINNI HÆÐ MEÐ INNBYGGÐUM BÍLSKÚRUM.

C

A-02

4100

A

A-02

BYGGINGARLÝSING: FURUDALUR 18-20, REYKJANESBÆ LANDNR: 210010

8400

18

8400

20

Til sölu tvö 171m2 vönduð staðsteypt parhús með bílskúr, Furudalur 2-4 til afhendingar strax fokheld að innan með rafmagnsinntaki og fullbúin að utan. Verð 37,2 milljónir.

STÆRÐIR:

STÆRÐ LÓÐAR = 1216 m²

n=341.2 / 1216=0,28

FURUDALUR 18 m² STÆRÐ ÍBÚÐAR : 142.9 m² STÆRÐ BÍLGEYMSLU : 27.7 m² HEILDARSTÆRÐ HÚSS : 170.6 m²

m³ 454.977 m³ 102.999 m³ 557.976 m³

FURUDALUR 20 STÆRÐ ÍBÚÐAR : 142.9 m² STÆRÐ BÍLGEYMSLU : 27.7 m² HEILDARSTÆRÐ HÚSS : 170.6 m²

454.977 m³ 102.999 m³ 557.976 m³

hallann af því að ekki hefði verið gengið frá nýjum tímabundnum samningi við Björn eftir að gildistíma samningsins frá 2003 lauk. Yrði því lagt til grundvallar að komist hefði á ótímabundinn samningur um ráðningu hans í starfið. Í grein 14.12 þess kjarasamnings sem gilti þegar uppsögnin kom til framkvæmda var mælt fyrir um að starfsmaður sem hafið hefði störf sem kennari, námsráðgjafi eða stjórnandi grunnskóla í tíð laga nr. 72/1996 um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla eða fyrir gildistöku þeirra og hefði starfað óslitið síðan, enda væri um stöðu í skilningi 14. gr. laganna að ræða, ætti rétt á biðlaunum yrði starf hans lagt niður. Var talið að Björn hefði í skilningi 14. gr. laga nr. 72/1996 gengt stöðu deildarstjóra við skólann. Með uppsagnabréfi til Björns á árinu

2015 hefði sú staða hans verið lögð niður í skilningi kjarasamningsins. Væri ekki unnt að líta svo á að rof hefði orðið á ráðningu Björns með launalausu leyfi sem hann tók skólaárið 2008 til 2009 enda hefði leyfið verið tekið í samráði við skólayfirvöld. Þar sem Björn hefði átt að baki 19 ára starfsaldur þegar honum var sagt upp stöðunni var talið að hann ætti rétt til biðlauna í tólf mánuði. Hins vegar var ekki talið að Björn hefði hnekkt því mati sveitarfélagsins að þeir sex umsækjendur sem boðaðir voru í viðtöl vegna skólastjórastöðunnar hefðu staðið honum framar samkvæmt þeim menntunarog hæfniskröfum sem gerðar voru í auglýsingu um stöðuna. Þegar af þeirri ástæðu voru ekki talin skilyrði til að fallast á kröfu hans um miskabætur.

Dýpkun í Grindavíkurhöfn ekki háð mati á umhverfisáhrifum Hafnarstjórn Grindavíkurhafnar, sem framkvæmdaraðili, fór þess á leit við bæjarstjórn Grindavíkur, með vísan í 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum 106/2000, að ákveða hvort dýpkun í Grindavíkurhöfn sé háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdir í Grindavíkurhöfn hafa staðið yfir undanfarnar vikur en um er að ræða dýpkun framan við nýtt stálþil við Miðbakka á alls um 4.764 fermetra svæði. Dýpkunarsvæðið er allt hrein klöpp og áður hefur verið

dýpkað í höfninni á svæðum sem liggja að því svæði sem dýpka á nú. Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti samhljóða að í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hafi Grindavíkurbær farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða Grindavíkurbæjar er sú að dýpkun framan við endurnýjað þil við Miðbakka er ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.


frá bý

kaf fitá r býli í bolla frá

kaffitár frá bý li í b

oll

áR fit

la bol

frá bý í boll li a

a

kaffitá r

í li

a í boll ýli áb fr

r frá býli í bolla fitá kaf

ka f


24

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.

KVENFÉLAG GRINDAVÍKUR FÆRÐI KIRKJUNNI GJAFIR Kvenfélag Grindavíkur gaf Grindavíkurkirkju brúðuleikhús sem notað er í sunnudagaskólanum og eru þær Kristín Pálsdóttir og Margrét Þorláksdóttir, umsjónarmenn sunnudagaskólans hæstánægðar með gjöfina. Sunnudagaskólinn fékk einnig að gjöf nokkur ásláttarhljóðfæri frá kvenfélaginu. Meðfylgjandi myndir voru teknar í sunnudagaskólanum þegar gjafirnar voru afhentar.

Frá afhendingu gjafarinnar. Frá vinstri: Gunnar Þórarinsson bæjarfulltrúi, Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns, Karvel Granz, Guðbjörg Ingimundardóttir formaður menningarráðs, Ásbjörn Jónsson staðgengill bæjarstjóra, Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi og forstöðumaður Listasafns Reykjanesbæjar.

Reykjanesbæ afhentur fjöldi listaverka Reykjanesbæ var á dögunum afhent stór gjöf sem komin er úr dánarbúi hjónanna Áka Gränz og Guðlaugar S. Karvelsdóttur. Áki var lengi einn af forsvarsmönnum Njarðvíkinga, sat þar m.a. lengi í bæjarstjórn og hann og Guðlaug tóku þátt í bæjarlífinu af lífi og sál á sínum tíma. Gjöfin samanstóð af fjölda listaverka, ýmsum skjölum og bréfum og fjölbreyttu steinasafni ásamt nokkrum fágætum fuglum. Áki var lengi einn af virkustu listamönnum Reykjanesbæjar og gjöfinni fylgdu alls 158 listaverk af margvíslegu tagi; teikningar, málverk og vatnslitamyndir. Er þetta stærsta einstaka gjöf sem Listasafni Reykjanesbæjar hefur borist og lét forstöðumaður safnsins þess getið að þetta væri góður fengur fyrir sögu myndlistar

á svæðinu. Skjöl og ljósmyndir fór til Byggðasafns Reykjanesbæjar og náttúrugripirnir verða sýndir í Duus Safnahúsum í sumar. Sonur Áka og Guðlaugar, Karvel Gränz afhenti gjöfina fyrir sína hönd og tveggja systkina sinna, þeirra Guðrúnar F. Gränz og Carls B. Gränz heitins en þetta var þeirra arfhluti úr dánarbúi foreldranna. Formaður menningarráðs Guðbjörg Ingimundardóttir ásamt safnstjórunum Sigrún Ástu Jónsdóttur og Valgerði Guðmundsdóttur tóku á móti gjöfinni en Ásbjörn Jónsson settur bæjarstjóri í forföllum Kjartan Más Kjartanssonar og Gunnar Þórarinsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ voru einnig viðstaddir og vottuðu gjörninginn. Voru fjölskyldunni færðar góðar þakkir fyrir höfðingsskapinn.

AÐALFUNDUR

Aðalfundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum fer fram föstudaginn 9. mars 2018 kl.16:00 á Nesvöllum. Venjuleg aðalfundastörf. Boðið upp á kaffi og meðlæti. Eldir borgarar hvattir til að mæta. Stjórnin.

Vox Arena sýnir Burleque Í ANDREWS THEATRE

Leikfélag FS, VoxArena-listanefnd FS, mun nk. föstudagskvöld, 9. mars kl. 20:00, frumsýna nýjan söngleik í Andrews Theatre. Burlesque er heiti verksins og hafa bæði núverandi og fyrrverandi nemendur FS æft stíft undanfarnar vikur að þessari uppsetningu. Helga Ásta Ólafsdóttir, eigandi Danskompaní, samdi dansana af

sinni alkunnu snilld en leikstjórn er í höndum fyrrum nemanda FS, Brynju Ýrar Júlíusdóttur og er þetta frumraun hennar í leikstjórn. Það þarf ekki að taka það fram hversu mikil vinna liggur að baki uppsetningu sem þessari og því er það skylda okkar Suðurnesjamanna að koma og styrkja ungviði okkar með því að koma og sjá sýninguna.

Þetta eru hæfileikaríkir krakkar sem þarna sýna sitt besta í leik, söng, dansi og gleði. Aðeins verða sex sýningar í boði svo það er um að gera að tryggja sér miða sem fyrst. Allar upplýsingar um sýningar og miðakaup er að finna á Facebooksíðu NFS Burlesque, segir í tilkynningu.


magasín Suðurnesja

á Hringbraut og vf.is kl. 20 á fimmtudagskvöld

AÐALHEIÐUR HÉÐINSDÓTTIR OG KAFFITÁR

Vox Arena sýnir Burleque NETTÓMÓTIÐ Í KÖRFUBOLTA

SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


26

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.

Gríðarlega vel sóttir foreldramorgnar í Bókasafni Reykjanesbæjar

Notaleg sögustund með Höllu Karen er vinsæl hjá yngstu gestunum.

Foreldramorgnar eru vikulegir viðburðir sem starfsfólk Bókasafn Reykjanesbæjar býður upp á og hafa gert síðustu þrjú ár. Á hverjum fimmtudegi kl. 11 mæta foreldrar í fræðslu eða spjall, fá sér kaffi saman og ræða um áskoranir barnauppeldis. Anna Margrét Ólafsdóttir verkefnastýra hjá Bókasafni Reykjanesbæjar fékk hugmyndina um Foreldramorgna þegar hún hafði nýlega hafið störf á bókasafninu en hún hafði fylgst með samskonar viðburðum á bókasöfnum annars staðar á landinu. „Þetta er verkefni sem bókasöfn annars staðar á landinu eru með og við erum dugleg að miðla hugmyndum á milli okkar. Við vildum prófa þetta hérna, en þetta hefur ekki verið með þessu sniði áður í Bókasafninu.“

Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - afmæli og Gamandrama Öllum bæjarbúum er boðið í 60 ára afmæli safnsins 7. mars kl. 15-18. Þann 8. mars opnar Lóuboratoríum Lóu Hlínar kl. 17. Allir hjartanlega velkomir. Tónleikar lengra kominna nemenda Verða haldnir í Bergi Hljómahöll 7. mars kl. 19:30. Fjölbreytt og spennandi efnisskrá. Allir velkomnir. Safnahelgi á Suðurnesjum 10. - 11. mars Sjá dagskrárliði á vefnum safnahelgi.is Hljómahöll - Viðburðir framundan 15. mars - KK á trúnó. Örfáir miðar eftir. Miðasala á hljomaholl.is Gjafakort til sölu í móttöku Hljómahallar. Tilvalin gjöf!

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Duus Safnahús– Safnvörður í hlutastarf Velferðarsvið – Störf í heimaþjónustu Holtaskóli – Skólastjóri Málefni fatlaðs fólks – Sumarstörf í Einidal Leikskólinn Hjallatún – Aðstoðarmatráður Málefni fatlaðs fólks – Störf í sumardagvistun Hæfingarstöðin – Sumarstörf Málefni fatlaðs fólks – Umönnunarstörf á heimilum Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf.

Hlutverk bókasafna er að þróast og hefur breyst mikið á undanförnum árum. Það er ekki lengur þannig að þú labbar inn og það á að vera algjör þögn og má ekkert segja. Verkefnið hefur gengið vonum framar en það var hugsað út frá þörfum foreldra í fæðingarorlofi, þó að vissulega séu allir foreldrar velkomnir. Boðið er upp á fræðslu annan hvern fimmtudag en hinn fimmtudaginn er samvera, kaffi í boði og tilboð á veitingum á Ráðhúskaffi. „Við bjóðum upp á fræðslu en líka samveru þannig að foreldrar geti komið og myndað tengslanet. Það er margt nýtt fólk að flytja í bæinn og þá er mikilvægt að geta myndað tengsl og sérstaklega fólk í fæðingarorlofi, það hættir til að einangrast. Þá er mikilvægt að geta miðlað alls konar fræðslu, eitthvað tengist bókum en ekki allt. Þátttaka í svona viðburðum skiptir máli upp á menningarlegt og samfélagslegt læsi sem er eitthvað sem bókasafnið leggur mikla áherslu á,“ segir Anna Margrét. Flestir fræðsluviðburðirnir eru vel sóttir af foreldrum enda fjölbreytt dagskrá í boði allt árið. Fræðslan miðar að því að ná utan um öll þau krefjandi verkefni sem foreldrar takast á við á fyrsta aldursári barns. Ebba Guðný Guðmundsdóttir heilsukokkur hefur verið með kynningu á matargerð fyrir börn sem eru að byrja borða, Rauði Krossinn var nýlega með skyndihjálparnámskeið miðað að ungabörnum og Kristín Maríella, sem er einn vinsælasti snappari landsins sem fjallar um barnauppeldi, kynnti RIE-uppeldisnálgunina fyrr í vetur. Að auki hefur verið kynning á ungbarnanuddi, taubleyjum, smekkjum og krakkajóga. Anna Margrét segir mikilvægt að Bókasafnið byrji snemma að kynna starfsemi safnsins fyrir fólki. „Við

erum að kynnast mörgum börnum og foreldrum sem síðan koma til okkar næstu árin. Þau kynnast bókasafninu strax mjög ung, með foreldrum sínum á foreldramorgnum og svo eldast þau með safninu. Við höldum áfram að þekkja þau og fá þau í heimsókn en hér eru líka viðburðir á öðrum tímum fyrir börn á öllum aldri.“ Bókasafn Reykjanesbæjar er 60 ára í dag, 7. mars, og er þar með orðin ein elsta, opinbera stofnun bæjarins. Bókasafnið mun bjóða upp á ýmsa viðburði á afmælisárinu en í dag, miðvikudag, verður afmælisveisla frá kl. 15 til 18 þar sem öllum bæjarbúum er boðið að koma og fá sér köku og kaffi. Annað á dagskránni á afmælisárinu er að opna sýningu um sögu safnsins og svo verður opnuð sýning í teiknimyndasögudeildinni þar sem Lóa Hlín Hjálmarsdóttir sýnir verk sín ásamt því að halda námskeið 17. mars um teiknimyndasögugerð. Þangað eru allir velkomnir og engin þörf á því að kunna að teikna eða vera með góða kímnigáfu. Aðrir fastir viðburðir halda áfram út árið en Bókasafnið tekur á móti leikskólum bæjarins í hverri viku í sögustund og einnig hittast konur sem eru hættar að vinna og prjóna föt fyrir leikskólana til að eiga. Notaleg sögustund með Höllu Karen á laugardögum er mjög vinsæll viðburður og svo er Bókabíó einu sinni í mánuði, Leshringur, Heilakúnstir sem er heimanámsaðstoð fyrir börn,

Lóa Hlín verður með námskeið í teiknimyndasögugerð í Bókasafninu.

Bókasafn Reykjanesbæjar er lifandi bókasafn, hér er að auki kaffihús og þjónustumiðstöð bæjarins. Sumarlestur í sumar, Hugleiðsluhádegi alla mánudaga, Heimskonur og Erlingskvöld. Hlutverk bókasafna er að þróast og hefur breyst mikið á undanförnum árum. Það er ekki lengur þannig að þú labbar inn og það á að vera algjör þögn og má ekkert segja. „Bókasafn Reykjanesbæjar er lifandi bókasafn, hér er að auki kaffihús og þjónustumiðstöð bæjarins. Það er samt líka hægt að fá ró og næði sem margir vilja en margir námsmenn nýta lærdómsaðstöðuna á neðri hæð hússins. Okkar hugmynd er að við viljum vera þriðji staðurinn í lífi fólks, einhvers konar heimili utan veggja heimilisins. Fólk er heima hjá sér, í vinnu eða skóla og svo á Bókasafnið að gegna hlutverki þriðja staðarins sem fólk hefur í lífinu. Sú stefna er rekin víðast hvar á Norðurlöndunum. Bókasafn á að vera samkomustaður og menningarmiðstöð enda er okkar hlutverk að efla samfélagslegt og menningarlegt læsi, læsi þarf ekki endilega að þýða lestur á bók,“ segir Anna Margrét að lokum.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.

Bókasafnið er samverustaður – Bókasafn Reykjanesbæjar 60 ára

Bæjar- og héraðsbókasafn Keflavíkur var formlega opnað þann 7. mars árið 1958 á efri hæð íþróttahúss Barnaskólans í Keflavík, nú Myllubakkaskóli. Fyrsti bæjarbókavörður var Hilmar Jónsson og gegndi hann því starfi til ársins 1992. Árið 1974 fékk safnið nýtt húsnæði að Mánagötu 7, þar var safnið til ársins 1993 en þá var það flutt í Kjarna að Hafnargötu 57. Hulda Björk Þorkelsdóttir tók við sem forstöðumaður árið 1992 og lét af störfum í lok árs 2013. Tók þá undirrituð við starfi forstöðumanns og hefur gegnt því síðan. Um mitt ár 2013 flutti safnið í núverandi húsnæði í Ráðhús Reykjanesbæjar, húsnæði sem skiptist í tvær hæðir. Það var upphaflega byggt fyrir banka og því þurfti að aðlaga safnið að húsinu. Hugmyndafræðin á bak við flutninginn var að öll kjarnaþjónusta bæjarins væri undir einu þaki. Safnið er í opnu rými þar sem þjónustuver Reykjanesbæjar er á sama stað auk þess sem Ráðhúskaffi er skemmtileg viðbót í húsinu. Á neðri hæð safnins er upplýsingaþjónusta, almenn fræðirit, lessalur og hópavinnuborð. Á aðalhæð safnins er afgreiðsla, barnadeild, tímarit, skáldrit og ævisögur. Gamla peningageymslan er orðin að Átthagastofu sem varðveitir sögulegan fjársjóð um Reykjanesbæ auk sýningarrýmis. Bókasafnið er menningar-, upplýsinga- og þekkingasetur bæjarbúa. Í safninu er lögð áhersla á að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost til að

geta þjónað öllum almenningi, sinnt fræðslu og menningarviðburðum. Bókasöfn nútímans eru oft kallaðir þriðji staðurinn; griðastaður í amstri dagsins, þar sem hægt er að njóta, læra, taka þátt og styrkja andann. Staður til þess að hitta fólk, lesa, læra, sækja viðburði og fræðslu á eigin forsendum og frumkvæði. Á síðasta ári komu tæplega 10.000 manns á skipulagða viðburði í Bókasafninu. Þá er frátalið fólk sem sækir sér bækur, kíkir í tímarit eða kemur til að læra. Bókasöfn 21. aldar eru að þróast í öflug menntunar- og menningarsetur. Söfnin eru ekki lengur bara fyrir bækur heldur eru þau hlutlausir staðir fyrir samskipti fólks og þekkingaröflun í sinni fjölbreyttustu mynd. Þau eru lifandi menningarstofnanir sem eru að þróast í takt við breyttar þarfir íbúa og bókasöfn eru staðir þar sem hjartað slær í samfélögum. Bókasafnið býr yfir fjölhæfum starfsmönnum með breiðan bakgrunn og er það einn helsti styrkleiki safnsins. Safnið er á vefnum og á samfélagsmiðlum. Haldið verður upp á 60 ára afmæli Bókasafns Reykjanesbæjar miðvikudaginn 7. mars milli kl. 15 og 18. Við fögnum því með súkkulaðiköku, kaffi og djús fyrir alla. Til hamingju bæjarbúar með safnið okkar allra, við vonumst til að sem flestir bæjarbúar mæti og taki þátt í gleðinni. Stefanía Gunnarsdóttir, forstöðumaður.

27

OPNAR SÝNINGU OG HELDUR NÁMSKEIÐ Í BÓKASAFNINU Teiknarinn og söngkonan Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er með mörg járn í eldinum um þessar mundir. Lóa Hlín gerir teiknimyndasögur undir nafninu Lóaboratoríum og syngur með hljómsveitinni FM Belfast sem hún stofnaði ásamt Árna Rúnari árið 2005. Í byrjun janúar var sett upp verk eftir hana í Borgarleikhúsinu. „Leikkonan María Heba Þorkelsdóttir og leikhópurinn Sokkabandið komu til máls við mig og spurðu hvort ég vildi taka þátt í verkefni með þeim og skrifa leikrit upp úr myndasögunum mínum. Ég sagði já og svo hófust hugmyndavinna og handritaskrif.“ Leikritið fjallar um samskipti, mæðgur og systur sem eiga ekki frábær samskipti. Ákveðin atburðarrás fer svo af stað og konurnar neyðast til að kynnast betur. Lóa Hlín er strax komin með fleiri leikverk í kollinn en segir það allt á hugmyndastigi. Það er í mörgu að snúast hjá listakonunni og þegar hún er innt eftir því hvernig gangi að sameina myndlistina, tónlistina, leikhúsið og móðurhlutverkið stóð ekki á heiðarlegum svörum. „Þetta gengur misvel. Stundum vinn ég allt of mikið. Ég er einmitt í þessum töluðu orðum að reyna að greiða úr flækjum sem ég hef sjálf skapað,“ segir Lóa Hlín kímin á svip. Það er ekki eingöngu leikhúsið sem á allan hug Lóu um þessar mundir en sýning á teiknimyndasögum hennar opnar í Bókasafni Reykjanesbæjar fimmtudaginn 8. mars. Sýningin heitir Gamandrama og verður í unglinga- og teiknimyndasöguhorni safnsins. „Ég hef verið með svipaða sýningu í Borgarbókasafninu í Grófinni. Þar fékk ég líka að leggja undir mig veggplássið í myndasögudeildinni.“ Lóa Hlín lærði myndskreytingu við Parsons í New York en hún byrjaði ung að teikna eða frá því

að hún uppgötvaði að það væri hægt eins og hún segir sjálf. Hún hefur verið atvinnumanneskja síðan árið 2005 en eftir hana hafa komið út þrjár bækur: Alhæft um þjóðir (2009), Lóaboratoríum (2014) og Lóaboratoríum: Nýjar rannsóknir hafa mögulega leitt eitthvað í ljós (2015). Myndasögur eftir hana hafa komið út víða, m.a. í Grapevine, ÓkeiPiss, Mannlífi og Very Nice Comics. „Elsta myndasagan í mínum fórum er síðan ég var átta ára og fór á námskeið þar sem við áttum að skrifa myndasögur. en ég byrjaði að vinna við þetta meðfram öðrum verkefnum árið 2005.“ Í kjölfar sýningarinnar í Bókasafni Reykjanesbæjar mun Lóa Hlín bjóða upp á námskeið í teiknimyndasögugerð í safninu laugardaginn 17. mars milli klukkan 12.00 og 16.00. Námskeiðið er opið fyrir alla og kostar ekkert, það eina sem þarf er að skrá sig á námskeiðið. Lóa Hlín hefur margsinnis verið með námskeið af þessu tagi, m.a. í Myndlistaskóla Reykjavíkur, Listaháskóla Íslands, Bókasafni Kópavogs, í ýmsum grunnskólum, þar á meðal í Garði í tengslum við verkefnið Skáld í skólum. „Það eina sem fólk þarf til að koma á námskeiðið er áhugi og almenn forvitni. Ímyndunarafl sakar ekki. Teiknikunnátta er góð en hún er ekki nauðsynleg. Ég hvet alla til að koma, bæði til að prófa eitthvað nýtt og njóta þess að vera innan um teiknandi fólk. Það er svo huggulegt,“ segir Lóa Hlín að lokum. Áhugasamir geta fengið allar nánari upplýsingar á heimasíðu Bókasafns Reykjanesbæjar: sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn

VETRARFUNDUR FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Á REYKJANESI

Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark bjóða til morgunverðarfundar um ábyrga ferðaþjónustu og markaðssetningu í Hljómahöll fimmtudaginn 15. mars kl. 8:30-10:30. » Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga » Rakel Theodórsdóttir, markaðsstjóri Friðheima » Sveinn Waage, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu » Afhending viðurkenninga ferðaþjónustunnar á Reykjanesi 2018 Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis en skrá þarf þátttöku á markadsstofareykjaness.is


28

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.

Ríkið og Suðurnesjamenn Á Alþingi bíður umræðu tillaga mín um að fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélagana á Suðurnesjum vinni tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig efla megi þjónustu ríkisins við íbúa á Suðurnesjum og mæta mikilli fólksfjölgun á svæðinu. Við Suðurnesjamenn eigum að gera skýra kröfu um að heilbrigðisþjónusta, símenntun, skólar, samgöngur og þjónusta við þá sem eldri eru, verði í takt við fjölda og aldurssamsetningu íbúa svæðisins og sambærileg við önnur landsvæði. Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað gríðarlega undanfarin ár, eða um tæplega 5.000 manns á sex árum, en hlutfallslega mest síðastliðin tvö ár. Slíkri fólksfjölgun fylgja óhjákvæmilega margvíslegar áskoranir fyrir sveitarfélögin á svæðinu sem sveitarstjórnarmenn þurfa að takast á við. Stór hluti nýrra íbúa er af erlendu bergi brotinn, talar ekki íslensku og þarfnast af þeim sökum meiri aðstoðar. Fólksfjölgunin reynir á heilbrigðisþjónustuna og aðra innviði sem stóðu veikir fyrir þegar að herða tók á fólksfjölguninni. Í næstu ríkisfjármálaáætlun sem leggja á fram á Alþingi 1. apríl, verður að sjá þessari sjálfsögðu kröfu merki. Þingmenn og sveitarstjórnarmenn úr öllum stjórnmálaflokkum verða að standa saman um þá kröfu og láta kröftuglega í sér heyra ef fjármálaáætlunin bætir ekki verulegu fjármagni í þjónustu ríkisins við íbúa Suðurnesja strax á næsta ári. Auk þess er mikilvægt að fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaganna á Suðurnesjum vinni

tímasetta og fjármagnaða áætlun um úrbætur. Vonandi kemst tillagan um það á dagskrá Alþingis sem allra fyrst. Ekki í fyrsta sinn Í nóvember 2014 lagði ég fram svipaða tillögu sem ekki fékk stuðning Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna og náði því ekki fram að ganga. Í greinargerð með þeirri tillögu var bent á það augljósa að samfélögin á Suðurnesjum höfðu ekki að fullu náð sér af þeim áföllum sem gengið hafa yfir svæðið undanfarinn rúman áratug, þ.e. brotthvarfi hersins árið 2006 og efnahagshruni árið 2008. Þessir atburðir höfðu gríðarleg áhrif á stöðu Suðurnesjamanna. Aðkallandi var að bregðast við ástandinu ekki síst þegar enn bættist við vandamál

íbúa svæðisins þar sem stærsta bæjarfélagið átti við stórkostlega fjárhagserfiðleika að stríða. Nú hefur staða Reykjanesbæjar batnað undir forystu Samfylkingarinnar, Beinnar leiðar og Frjáls afls en fjárframlög ríkisins eru enn langt undir því sem þörf er á. Það er ekki nóg að sveitarstjórnarmenn vilji búa vel að íbúum, ríkið verður að standa við sitt. Vonandi fær tillagan sem nú bíður umræðu, stuðning stjórnarþingmanna og aðgerðir fylgi þeim fögru orðum sem þeir létu falla á fundi um fjárframlög ríkisins til þjónustu við íbúa á Suðurnesjum saman borin við önnur landsvæði, sem haldinn var í Duushúsum á dögunum. Ásbrú Þessu til viðbótar má nefna að með lögum sem sett voru árið 2006 við brotthvarf hersins, var Reykjanesbæ gert skylt að gefa ríkinu afslátt af fasteignagjöldum vegna yfirgefinna fasteigna frá hernum sem ríkið hafði eignast. Sá afsláttur taldi í árslok 2016 rúman hálfan milljarð króna. Á sama tíma hefur ríkið selt eignir sem herinn skildi eftir, fyrir marga milljarða króna. Það kostar sitt að fara í nauðsynlegar framkvæmdir svo Ásbrú verði í raun aðlaðandi hverfi Reykjanesbæjar og eðlilegt að ríkið leggi þar sitt að mörkum og endurgreiði Reykjanesbæ í það minnsta afsláttinn í það verkefni. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

AUGLÝSING

Um skipulag í Sveitarfélaginu Vogum. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Frístundabyggð í Hvassahrauni.

SKÝR AFSTAÐA FÉLAGSMANNA VSFK Trúnaðarráð, samningarnefnd og stjórn VSFK greiddi atkvæði um uppsögn kjarasamninga á samningafundi, sem fram fór þann 27. febrúar sl. Niðurstaða þeirrar kosningar var skýr. Félagsmenn töldu forsendur kjarasamninga brostnar og ekkert annað í stöðunni en að segja upp samningum. Það er á kristaltæru að verkalýðnum á Suðurnesjum er nóg boðið með sífelldar himinháar launahækkanir í fjármálageiranum, hjá alþingismönnum og núna síðast í Landsvirkjun svo eitthvað sé nefnd. Guðbjörg Kristmundsdóttir, varaformaður félagsins, fór á formannafund ASÍ í morgun með atkvæði félagsins sem samþykkti uppsögn á kjarasamningi. Niðurstaðan varð hins vegar ekki sú sem við óskuðum. Kjarasamningurinn verður því gildur út samningstímabilið eða til 31. desember

2018 og ljóst að ekkert verður gefið eftir í þeirri samningsgerð. Þetta eru vissulega mikil vonbrigði en 21 greiddu með uppsögn, 28 á móti. Það er því ljóst að mikil vinna er framundan og krafa félagsmanna er skýr. Það er ekki hægt að setja þá kröfu á eina stétt að hún haldi stöðugleika meðan aðrar virðast ekki bera nokkra ábyrgð á honum. Þegar launahækkarnir sem jafngilda mánaðarlaunum verkamanns eru raunveruleiki hjá ákveðnum stéttum hlýtur það að setja tóninn í komandi samningum. Guðbjörg Kristmundsdóttir, varaformaður VSFK.

Frumkvöðull á Kálfatjörn á 19. öld

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 28. febrúar 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Hvassahrauni, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í eftirfarandi: • Lóð númer 22 skiptist í tvær lóðir. Lóðin var áður 8.340 m2 og innan hennar byggingarreitur fyrir eitt frístundahús, verkfærahús og bátaskýli. Aðkoma akandi umferðar og bílastæði er frá aðkomuvegi austan lóðarinnar. Eftir breytingu verða til tvær lóðir og fá þær númerin 22A og 22B. • Lóð 22A er 4.181 m2 og er aðkoma að henni og bílastæði frá aðkomuvegi vestan lóðarinnar. • Lóð 22B er 4.163 m2 og er aðkoma að henni og bílastæði frá aðkomuvegi austan lóðarinnar, á sama stað og gert var ráð fyrir aðkomu og bílastæðum áður en lóðinni var skipt í tvær lóðir. • Ástæða þess að samanlögð stærð lóða 22A og 22B er 4 m2 meiri en lóð 22 var áður er ónákvæmni í uppgefinni stærð á uppdrætti gildandi deiliskipulags. Innan beggja lóða er byggingarreitur fyrir frístundahús, verkfærageymslu og bátaskýli. • Hámarks grunnflötur frístunahúsa innan byggingarreita á lóðum á skipulagssvæðinu fer úr 120 m2 í 190 m2.

• • •

Hámarks grunnflötur verkfærageymsla innan byggingarreita á lóðum á skipulagssvæðinu fer úr 10 m2 í 50 m2. Hámarks grunnflötur bátaskýla innan byggingarreita á lóðum á skipulagssvæðinu fer úr 15 m2 í 30 m2. Heimilt er að hafa verkfærageymslu og bátaskýli sem eitt hús og ef svo er má stærð byggingar vera að hámarki samanlögð stærð þeirra beggja, þ.e. 80 m2. Breytingar eru gerðar á texta á þann hátt að fellt er út að frístundahús á skipulagssvæðinu séu 1 hæð og svefnloft og þess í stað verður aðeins gert ráð fyrir hámarkshæð bygginga, sem hækkar úr 5,0 m í 6,5 m. Vegghæð skal vera að hámarki 5,0 m. Heimilt verður að hafa gististarfsemi í frístundahúsum á skipulagssvæðinu skv. flokki I (heimagisting) og flokki II (gististaður án veitinga) í samræmi við reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Sækja þarf um rekstrarleyfi til sýslumanns vegna starfsemi í flokki II, gististaður án veitinga, í samræmi við 25. gr. áðurnefndrar reglugerðar.

Tillagan er sett fram á uppdráttum ásamt greinargerð og vísast til þeirra um nánari upplýsingar. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með miðvikudeginum 7. mars 2018 til og með miðvikudagsins 18. apríl 2018. Tillagan er einnig aðgengilega vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is/Skipulag/Skipulag_i_kynningu/. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en miðvikudaginn 18. apríl 2018. Vogum, 7. mars 2018 f.h. bæjarstjórnar, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

Stefán Thorarensen var prestur á Kálfatjörn 1857–1886 og kom mörgu til leiðar. Hann ritstýrði sálmabókum, þýddi og orti fjölda sálma og stofnaði skóla sem enn starfar. Minningu Stefáns verður haldið á loft á Kálfatjörn á sunnudaginn, 11. mars, kl. 13. Fjallað verður um störf hans og sungnir sálmar eftir hann. Haukur Aðalsteinsson flytur erindi um Stefán, uppbyggingu hans á Kálfatjörn og um stofnun skólans. Una Margrét Jónsdóttir á Rúv flytur erindi um sálmaskáldið og sálmana og kór Kálfatjarnarkirkju flytur nokkra sálma. Að loknu kaffihléi mun prófessor Hjalti Hugason flytja erindi um prestinn Stefán Thorarensen. Á Kálfatjörn hefur lítið skólahús, sem reist var í Norðurkoti 1903, verið endurbyggt sem skólasafn. Það verður

opið og athyglinni beint að upphafi skóla í Vatnsleysustrandarhreppi 1872 og þætti Stefáns Thorarensen í því. Stefán var vinsæll prestur, stundaði búskap og árabátaútgerð af myndarskap, byggði upp staðinn og stofnaði einn af fyrstu barnaskólum landsins sem nú heitir Stóru-Vogaskóli. Líklega er hann þekktastur fyrr framlag sitt til sálmabóka landsmanna. Hann sat í sálmabókarnefndunum 1867 og 1878, lagfærði eða orti 95 sálma í sálmabókinni sem kom út 1871, og 44 sálma í sálmabókinni1886. Sóknarbörn hans báru honum í alla staði mjög vel söguna. Athöfnin hefst kl. 13 í Kálfatjarnarkirkju og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Skólasafnið opnar kl.12. Sjá nánar um Safnahelgi 2018 á vefnum safnahelgi.is

Miðflokkurinn býður fram í Suðurkjördæmi

Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis (MFS) hefur tekið ákvörðun um að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum sem haldnar verða laugardaginn 26. maí n.k. Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér á framboðslista flokksins í sínu sveitarfélagi eru vinsamlegast

beðnir um að senda eftirfarandi upplýsingar á sudur@midflokkurinn.is: Nafn, heimilisfang, starfsheiti, símanúmer, netfang ásamt því sæti sem óskað er eftir. Lokafrestur til að skila inn framboðum er klukkan 12:00, laugardaginn 3. mars n.k.

Stjórn og varastjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, Einar G. Harðarson, formaður - s.662 5599

Sigrún Gísladóttir Bates, varaformaður – s.896 4509


VOX AR ENA

NEMENDAFÉLAG FJÖLBRAUTASKÓLA SUÐURNESJA KYN N IR

S T ÓRGLÆS ILE GAN S ÖN GLE IK Í

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

ANDREWS THEATER

SÝ NI N G AR : 9. 11. 13. 14. 16.

MARS MARS MARS MARS MARS

20:00 16:00 & 20:00 20:00 20:00 20:00

MI ÐAS A L A Í S Í M A 7 7 2- 9 9 9 8 EÐA M S G Á FA C E B O OK N F S - BURLE S QUE LEI KS T J Ó R I : B R Y N J A ÝR J ÚLÍUS D ÓT T IR DA NS H Ö F U N D U R : H E LGA ÁS TA ÓLAF S D ÓT T IR


30

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.

1265 KRAKKAR Á NETTÓMÓTI Í REYKJANESBÆ

Tuttugasta og áttunda Nettómótinu í körfubolta lauk í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Það er KarfaN, hagsmunafélag barna- og unglingaráða körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur, sem heldur mótið. Leikið er á fimmtán keppnisvöllum í Reykjanesbæ og Garði. Að þessu sinni sendu 24 félög lið til keppni en alls kepptu 267 lið á mótinu. Liðin eru skipuð stelpum og strákum á aldrinum 5-10 ára. Börnin sem tóku þátt í mótinu voru 1265 talsins, leikirnir næstum 600 talsins og það tók samtals 19 klukkustundir að leika alla leikina á mótinu. Það var ekki bara leikinn körfubolti, því margt annað var gert til skemmtunar. Börnin fóru í bíó, leiksvæði var opið í Reykjaneshöll og þá voru fjölmennar matarveislur, kvöldvaka og kvöldkaffi. Þá var haldin pizzaveisla á sunnudeginum þar sem pantaðar voru 470 pizzur af stærstu gerð frá Langbest.

Ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir á Nettómótinu.

Viltu fjárfesta á vaxtarsvæði? GRÆNÁSBRAUT 720 Stærð: 4316 m Byggt: 1972 Tegund: Atvinnuhúsnæði Fasteignamat: 196.400.000 kr.

Pipar\TBWA \ SÍA \ 174921

Opið hús 14. mars frá kl. 13–14. Tilboð óskast eigi síðar en kl. 11, þriðjudaginn 20. mars í lokuðu umslagi. Eignin hýsti áður matvöruverslun varnarliðsins og skiptist í tvær vöruskemmur, 1873 m og 1944 m að stærð auk 373 m tengibyggingar. Nánari upplýsingar á kadeco.is Á innan við áratug hefur byggst upp á Ásbrú, fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll, þróttmikið og litríkt samfélag í gagnaveraiðnaði og örþörungarækt, ásamt nálægð við Keflavíkurflugvöll gera Ásbrú að sönnu vaxtarsvæði til framtíðar.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.kadeco.is

ATVINNA Starfsmaður með meirapróf óskast Upplýsingar í síma 8927512 eða hjá Lyftu ehf., Njarðarbraut 1, Reykjanesbæ.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.

Björk Gunnarsdóttir leikur körfuknattleik með Njarðvík en að hennar sögn er skemmtilegasta sagan af ferlinum þegar þær tryggðu sér annað sætið í Maltbikarnum í janúar sl. Björk svaraði nokkrum Sportspjalls-spurningum fyrir Víkurfréttir.

Elías Már leikur knattspyrnu í Svíþjóð

UTANVALLAR

„Ég keppi alltaf með tyggjó“

31

Fullt nafn: Björk Gunnarsdóttir. Íþrótt: Körfubolti. Félag: Njarðvík. Hjúskaparstaða: Einhleyp. Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Þegar ég var um 7 ára. Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Guðni Erlendsson. Hvað er framundan? Framundan er að klára tímabilið í körfunni og einnig er ég að klára fyrsta árið mitt í verkfræði. Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Örugglega þegar ég var að spila með U18 ára landsliðinu og við lentum í 4. sæti á Evrópumóti sem haldið var í Bosníu. Held að það sé einn besti árangur sem U18 ára landslið kvenna hefur náð á Evrópumóti.

„Sakna Villabars“ Elías Már Ómarsson er uppalinn Keflvíkingur og leikur knattspyrnu með IFK Göteborg. Hann hefur leikið með landsliðinu í knattspyrnu og vonast til að fá fleiri tækifæri með því í framtíðinni. Leiktíðin í sænsku deildinni hefst þann 1. apríl næstkomandi og ætlar Elías sér að vinna sig inn í byrjunarliðið fyrir fyrsta leik. „Bikarkeppnin er byrjuð hjá okkur og við höfum unnið alla leikina í henni hingað til, persónulega hefur mér gengið mjög vel á þessu undirbúningstímabili,“ segir Elías. Hann kann vel við sig í Svíþjóð, býr á þægilegum stað í Gautaborg þar sem allt er mjög nálægt honum. Elías hefur leikið með A-landsliði Íslands í knattspyrnu sem er draumur flestra ungra knattspyrnuiðkenda. „Það er alltaf góð tilfinning að spila fyrir landsliðið og mikill heiður. Ég vona bara að ég fái að spila oftar fyrir Íslands hönd í framtíðinni.“ Elías Már byrjar daginn snemma og er vaknaður rétt um áttaleytið. „Fljótlega eftir að ég vakna fer ég á æfingasvæðið þar sem að ég fæ mér morgunmat, æfingin sjálf byrjar svo um hálfellefu

Uppáhalds...: ...leikari: Julia Roberts. ...bíómynd: Ég er lúmskur Harry Potter aðdáandi. ...bók: Engin ein sem sker sig úr. ...alþingismaður: Ég hef ekki hugmynd. ...staður á Íslandi: Ég er mjög heimakær svo ég verð að segja heima. Hvað vitum við ekki um þig? Ég keppi alltaf með tyggjó. Ég byrjaði á því þegar Margrét Sturlaugsdóttir var þjálfarinn minn, mig minnir að hún hafi sagt að þetta myndi auka vatnsframleiðsluna í munninum, hef verið háð því að keppa með tyggjó síðan. Hvernig æfir þú til að ná árangri? Ég mæti á allar æfingar með það hugarfar að leggja mig 100% fram, svo reynir maður að æfa aukalega eins mikið og maður getur. Hver eru helstu markmið þín? Ég stunda nám í verkfræði við

Háskólann í Reykjavík, langar að klára það nám samhliða því að spila körfubolta. Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Svo margar skemmtilegar sögur, en sú nýlegasta er örugglega þegar við lentum í 2. sæti í Maltbikarnum, þar sem enginn hafði trú á okkur en við sýndum loksins hvað í okkur býr. Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Alltaf gera sitt besta og muna að það er aukaæfingin sem gerir góðan leikmann að frábærum leikmanni.

og eftir hana borða ég hádegismat, sem er líka á æfingasvæðinu. Ég er oftast kominn heim um eittleytið. Einu sinni til tvisvar í viku eru tvær æfingar sama daginn og þá er ég yfirleitt kominn heim um þrjú-hálffjögur. Eftir það hef ég tíma til að gera eitthvað annað. Framundan er sænska deildin en nú er rétt um mánuður í hana og Elías vinnur að því að kappi núna að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu. Elías var spurður að því hvar hann sæi sig fyrir sér eftir fimm ár og því var auðsvarað. „Eftir fimm ár sé ég mig í stærri deild í Evrópu.“ Kærasta Elíasar og hann voru að koma á legg netverslun þar sem þau selja sínar eigin snyrtivörur undir merkinu E & T Cosmetics og er því óhætt að segja að atvinnumaðurinn sitji ekki auðum höndum í Svíþjóð. Þegar Elías er spurður að því hvort hann sakni einhvers á Íslandi er því auðsvarað. „Maður saknar fjölskyldu og vina mest, en reyndar sakna ég Villabars og bakarísins líka.“

MEÐAN ÞÚ SEFUR, GERAST KRAFTAVERKIN

KEFLAVÍK SEMUR VIÐ ÁSTRALSKAN MARKVÖRÐ

MASKINN RÓAR HÚÐINA, DREGUR ÚR ROÐA OG STREKKTRI HÚÐ. HÚÐIN VERÐUR ÞÉTTARI OG LJÓMAR FALLEGA.

SPA BURSTI SEM BIOTHERM HEFUR EINKALEYFI Á

MASKI SEM RÓAR, GRÆÐIR, ENDURNÝJAR OG KÆLIR

LIFE PLANKTON TM

EXPERIENCE

THE STRONGEST REBIRTH CANDICE SWANEPOEL

HEIL LÍNA AF RÓANDI OG STYRKJANDI VÖRUM ÁN ALKAHÓLS, LITAREFNA OG PARABENA

Discover our exclusive massage ritual on www.biotherm.com

BIOTHERM DAGAR Í LYFJU REYKJANESBÆ 7.-10. MARS.

SÉRFRÆÐINGUR FRÁ BIOTHERM VERÐUR Í LYFJU FÖSTUDAGINN 9. MARS.

20%

AFSLÁTTUR AF Ö L L U M D Ö M U - O G H E R R AV Ö R U M FRÁ BIOTHERM

Glæsilegur l l k kaupauki k ffylgir l þ þegar k keyptar eru Biotherm h vörur ffyrir 7.800 k krónur eða ð meira, á meðan ð b birgðir ð endast. d

PURIFYING & CLEANSING BODY FOAM er þétt og rík hreinsifroða sem gefur húðinni mýkt. Froðan slípar húðina, fjarlægir dauðar húðfrumur, frískar og jafnar áferð húðarinnar.

INSTANT SMOOTHING & MOISTURIZING BODY TREATMENT er létt líkamsgel sem gefur

samtundis raka. Það er einstaklega frískandi, mýkir, róar og rakanærir húðina.

FIRMING & RECOVERY BODY EMULSION kremið er kælandi, styrkjandi og þéttir húðina.

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur samið við markvörðinn Jonathan Faerber og mun hann leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Jonathan er fæddur árið 1988 og verður þrítugur síðar í mánuðinum en hann stóð á milli stanganna í marki Reynis í Sandgerði á síðasta tímabili.

Keflavík kynnti Jonathan til leiks á heimasíðu sinni:

Jonathan Mark Faerber gerði samning við Keflavík út 2018. Hann er stór og mikill markvörður og mun veita Sindra Kristni samkeppni um markvarðarstöðuna. Jon er fæddur 1988 og er frá Ástralíu. Hann pilaði með Reynir frá Sandgerði sl sumar.

Gefur frískandi og góðan raka. Inniheldur kamforu sem hjálpar þreyttum og stífum vöðvum með verkjastillandi og bólgueyðandi eiginleikum

FULLKOMNAÐU LÍKAMSRÆKTINA MEÐ STINNARI OG FALLEGRI HÚÐ.


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Handtekinn tvisvar á sama degi Lögreglan á Suðurnesjum handtók um liðna helgi sama ökumann tvisvar sinnum með fárra klukkustunda millibili. Maðurinn var án ökuréttinda og þar að auki grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Honum höfðu verið gefin skýr fyrirmæli um að hann mætti ekki aka bifreið hér á landi eins og staðan væri en hann lét sér ekki segjast. Þá hafði lögregla afskipti af þremur ökumönnum til viðbótar sem höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Einn þeirra var grunaður um ölvun við akstur. Fimmti ökumaðurinn ók sviptur ökuréttindum. Fáeinir ökumenn voru svo handteknir, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

Þrír útibússtjórar!

Hraðaksturinn kostaði 112.500 kr.

Arngrímur Guðmundsson, til hægri, ásamt þeim Geir Newman og Baldri Guðmundssyni en þeir eru báðir fyrrverandi útibússtjórar Sjóvár í Reykjanesbæ. VF-myndir: Hilmar Bragi

Erlendur ferðamaður sem var á hraðferð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina mátti greiða 112.500 krónur í sekt þar sem hann ók á 175 km hraða eftir Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Auk hans hefur löreglan á Suðurnesjum kært 35 ökumenn fyrir hraðakstur á síðustu dögum. Langflest áttu brotin sér stað á Reykjanesbraut. Í mörgum tilvikum, eða 13, var um að ræða erlenda ferðamenn sem stigu of fast á bensíngjöfina.

SJÓVÁ ER KOMIN Í KROSSMÓA

Miklu magni reiðtygja stolið Brotist var inn í hesthús í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina og miklu magni af reiðtygjum stolið. Hesthúsið var læst en hann hafði verið fjarlægður þegar eigandinn kom að húsinu. Meðal þess sem stolið var voru voru sjö hnakkar, mörg beisli, reiðhjálmar og ýmis annar búnaður sem notaður er í hestamennsku.

Kannski pískarnir finnist í BDSM-herbergjum hjá 50+

Útibú Sjóvár í Krossmóa 4a í Reykjanesbæ.

Útibú Sjóvár í Reykjanesbæ flutti 1. mars sl. af Hafnargötu í Krossmóa 4a í Reykjanesbæ. Flutningurinn leggst afar vel í útibússtjórann, Arngrím Guðmundsson, sem hóf störf nú í mars. „Við erum mjög ánægð með þessa nýju staðsetningu og erum búin að koma okkur vel fyrir. Það er heilmikið líf hér í húsinu og við hlökkum til að taka á móti fólki á nýjum stað,“ sagði Arngrímur í samtali við Víkurfréttir. Föstudaginn 9. mars eru gestir og gangandi boðnir sérstaklega velkomnir í útibúið þar sem boðið verður upp á veitingar og ýmsan glaðning. Til vinstri má sjá mynd innan úr nýja útibúinu sem er á jarðhæð við hlið Landsbankans í Krossmóa.

Volkswagen á vistvænu tilboði!

Volkswagen er með breiddina í rafmagns- og tengiltvinnbílum. Nú bjóðast þeir á vistvænu tilboði. Gríptu tækifærið og skiptu yfir í rafbíl frá Volkswagen sem gengur fyrir íslenskri orku.

e-up!

e-Golf

Golf GTE

Passat GTE

Vistvænt tilboð

Vistvænt tilboð

Vistvænt tilboð

Vistvænt tilboð

2.890.000 kr.

3.950.000 kr.

3.850.000 kr.

Við látum framtíðina rætast. www.volkswagen.is

HEKLA Reykjanesbæ · Njarðarbraut 13 · Sími 590 5090 · heklarnb.is

3.990.000 kr.

Féll úr stiga utan á vinnulyftu Tvö vinnuslys urðu um síðastliðna helgi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Maður féll aftur fyrir sig úr stiga utan á vinnulyftu á Keflavíkurflugvelli og lenti á steyptu flughlaðinu. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og Vinnueftirlitinu gert viðvart um óhappið. Í hinu tilvikinu var maður að fara úr bát sem lá við bryggju í Grindavíkurhöfn en skrikaði fótur og datt á bryggjuna. Hann var fluttur á Landspítalann í Fossvogi og reyndist vera með brotna mjaðmarkúlu.

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 10. tbl. 39. árg.  

Víkurfréttir 10. tbl. 2018

Víkurfréttir 10. tbl. 39. árg.  

Víkurfréttir 10. tbl. 2018

Advertisement