Víkurfréttir 10. tbl. 39. árg.

Page 1

Vox Arena sýnir Burleque Opið lengur

Einnig heimsókn í Kaffitár, skipslíkön Jónatans Stefánssonar og svipmyndir frá Nettómótinu í körfubolta.

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

S U Ð U R N E S J A

fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is

MAGASÍN

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Gullskipið sýnt á Safnahelgi Het Wapen van Amsterdam var hollenskt skip sem sigldi frá Austur-Indíum árið 1667. Það strandaði á Skeiðarársandi 19. september 1667. Skipið var hlaðið dýrmætum varningi og með 200 manns innanborðs. Af þeim björguðust 60 eftir mikla hrakninga en hinir 140 létust úr sjóvolki og kulda. Skipið hefur alltaf verið kallað „Gullskipið“ á Íslandi en þess var leitað í mörg ár, án árangurs. Jónatan Stefánsson, íbúi í Miðhúsum í Sandgerði, á nákvæmt líkan af skipinu. Líkanið var smíðað í fangelsi í Víetnam. Það og önnur skipslíkön verða til sýnis á heimili Jónatans á Safnahelgi á Suðurnesjum um komandi helgi. Rætt er við Jónatan í Suðurnesjamagasíni í á Hringbraut og vf.is. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Rósa Víkingsdóttir á langveikt barn:

Bærinn hafnaði öllum tilboðum í Stapaskóla

„Óvissan er verst“

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur hafnað öllum tilboðum sem bárust í byggingu Stapaskóla í Reykjanesbæ. Ástæðan er að tilboðin voru öll verulega yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði uppá rúmlega 3.487 milljónir króna. Þrjú fyrirtæki buðu í verkið. ÞG verktakar rúmlega 4.736 milljónir króna, MT Hogard rúmlega 3.839 milljónir króna og Munk var með tilboð upp á rúmlega 3.779 milljónir króna. Lægsta tilboðið var því tæpum 300 milljónum króna yfir kostnaðaráætlun.

Rósa Víkingsdóttir, hjúkrunarfræðingur og móðir langveiks barns, sendi opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra í síðustu viku í Morgunblaðið. Í bréfinu talar hún um hversu mikið álag er á foreldra sem eiga langveik börn. Jenný, dóttir hennar er með arfgengan efnaskiptasjúkdóm sem ræðst á taugakerfið og nefnist Batten Disease, en líftími einstaklinga með sjúkdóminn er 20-30 ár. Jenný er blind og flogaveik og þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. - Sjá nánar á síðu 2 í blaðinu í dag.

AÐALSÍMANÚMER 421 0000 FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR

12°

fimmtudagur 8. mars 2018 // 10. tbl. // 39. árg.

4kg

REYKJANESBÆR

40kg

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

FRÉTTASÍMINN 421 0002

SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI

-20°

150kg

GRINDAVÍK

14°

1250kg

VOGAR

12°

75kg

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.