Víkurfréttir 8. tbl. 39. árg.

Page 1

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is

Við getum aðstoðað lyfja.is | Krossmóa 4

Sólnýjar og fjölskyldu

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Þór fyllti í Keflavík!

VARÐSKIPIÐ ÞÓR vekur athygli hvar sem það kemur. Þetta flaggskip íslenska flotans hafði viðkomu í Keflavíkurhöfn á sjálfan öskudaginn. Ástæða heimsóknarinnar var að varðskipsmenn þurftu að taka olíu á skipið. Það var þungur sjór við höfnina þegar skipið kom inn og því tilkomumikið að fylgjast með skipinu að koma til hafnar. Þór hafði stuttan stans og var farinn í birtingu daginn eftir. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Rafmagnslaust í tæpa fimm tíma - íbúar Grindavíkur ósáttir með ástandið Um klukkan þrjú aðfararnótt þriðjudags varð truflun í flutningskerfinu á Reykjanesi sem varð þess valdandi að rafmagnslaust varð í Grindavík í nokkra klukkutíma. Ástæða bilunarinnar var bilaður eldingarvari á Fitjalínu 1 sem liggur á milli Fitja og Rauðamels. Viðgerð í Fitjum hófst strax um nóttina og var henni lokið rétt fyrir klukkan átta á þriðjudagsmorgun. Íbúar Grindavíkur eru ósáttir með stöðuna eins og hún er en töluvert hefur verið um það á undanförnum mánuðum að rafmagni hefur slegið út í sveitarfélaginu. Einn íbúi talar um að þetta sé orðið eins og í gamla daga og þegar hús eru hituð með rafmagnskyndingu þá verði ansi kalt í þeim eftir nokkrar klukkustundir án rafmagns.

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

Grunnskólinn sendi meðal annars frá sér tilkynningu og bað foreldra að halda börnum heima þar til að rafmagn kæmi á en það kom á stuttu fyrir skólabyrjun. Undanfarin ár hefur Landsnet verið að vinna að lagningu Suðurnesjalínu 2, í þeim tilgangi að auka afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum. Eins og staðan er í dag er einungis um að ræða eina línu frá Hafnarfirði til Suðurnesja og því ekki hægt að tryggja afhendingaröryggi á svæðinu þegar um truflun eða bilun eins og í nótt er um að ræða. Drög að matsáætlun vegna Suðurnesjalínu 2 eru búin að vera í kynningu og athugasemdafresti er nú nýlokið. Nú er verið að vinna úr ábendingum sem bárust. Vinna að undirbúningi Suðurnesjalínu 2 er unnin í samráði og samvinnu við samfélagið.

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

LÆKKA ÁLAGNINGU Á FASTEIGNASKATTI Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á bæjarráðsfundi þann 8. febrúar sl. að lækka álagningu á fasteignaskatti á íbúðarhúsnæði (A-húsnæði) úr 0,48% í 0,46% og að lækka álagningu á holræsagjaldi úr 0.17% í 0,15% fyrir A-húsnæði og úr 0,36% í 0.35% fyrir C-húsnæði. Endurálagningin kemur til framkvæmda í mars og gildir fyrir allt árið, samtals lækka tekjur Reykjanesbæjar um 66 milljónir árið 2018 vegna þessa og verða um 1550 milljónir. Er það í samræmi við gildandi fjárhags- og aðlögunaráætlun sveitarfélagsins.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

Súpa og brauð í hádeginu alla virka daga S U Ð U R N E S J A

Kaffihúsið er opið alla daga vikunnar

fimmtudagur 22. febrúar 2018 // 8. tbl. // 39. árg.

Mán-fös- kl. 7:00–17:30 Helgar kl. 8:00–17:00

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 8. tbl. 39. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu