Víkurfréttir 6. tbl. 2018

Page 1

18-19

Okkar stjarna í Eurovision

SÓLBORG GUÐBRANDSDÓTTIR Í EUROVISION Á LAUGARDAG

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþátttöku

Hringbraut 99 - 577 1150

Félagar í FEB og öryrkjar fá 16% afslátt af öllum vörum og lyfjum utan greiðsluþátttöku

Opið: Mánudaga-föstudaga 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Vetur konungur

með sýningu við Grindavíkurveg!

Erum við tilbúin fyrir íbúafjölgun? - Málþing um þróun íbúabyggðar á Suðurnesjum haldið í Hljómahöll á föstudaginn

Málþing um þróun íbúabyggðar á Suðurnesjum verður haldið í Hljómahöll nk. föstudag. Það er svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja sem boðar til málþingsins þar sem fjallað verður um vöxt á Suðurnesjum í bráð og lengd. Spurt verður spurninga eins og hver sé framtíðarsýn sveitarfélaganna um vöxt og fólksfjölgun á svæðinu til skemmri og lengri tíma og eins til hvaða aðgerða þurfa sveitarfélögin og ríkið að grípa. Til málþingsins er boðið fulltrúum þeirra

stjórnvalda, fyrirtækja og félaga sem gegna lykilhlutverki við ákvarðanatöku um skipulag og þróun íbúðabyggðar á Suðurnesjum. „Við okkur blasir áskorun sem við verðum að taka þátt í að takast á við og leysa í sameiningu. Þess vegna blásum við til þessa málþings til þess að stjórnendur í sveitarfélögunum geri sér grein fyrir að áskorunin er núna á morgun en ekki eftir 10 ár. Við þurfum að bregðast við núna til að bjóða nýja íbúa velkomna til Suðurnesja,“ segir Áshildur Linnet, sem á sæti

í undirbúningsnefnd fyrir málþingið og bætir við: „Það vantar húsnæði og öll sveitarfélögin þurfa að taka þátt í að skipuleggja þá íbúðabyggð sem þarf til að svara kalli fólksins sem hingað er að koma. Það þarf líka að byggja upp innviði samfélaganna samhliða þannig að við getum tekið vel á móti fólki og boðið hingað fólki sem tekur þátt í samfélaginu en er ekki bara til hliðar við samfélagið,“ segir Áshildur. Sjá nánar á síðu 2 í blaðinu í dag.

ÓHÖPP Í BLINDBYL

Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í því vetrarveðri sem hefur verið að hrella okkur síðustu sólarhringa. Árekstrar hafa verið tíðir og önnur óhöpp vegna hálku og blindbyls. Þannig varð þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut miðja vegu milli hringtorga á Fitjum og við Grænás. Bílar höfnuðu utan vegar, eins og rútan á meðfylgjandi mynd. Engin slys urðu á fólki í þessu slysi. Hins vegar lentu fjórir bílar í árekstri á Njarðarbraut í Njarðvík fyrir síðustu helgi. Þar þurfti fólk að leita til slysamóttöku með áverka eftir áreksturinn. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi

FÍTON / SÍA

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

einföld reiknivél á ebox.is

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

fimmtudagur 8. febrúar 2018 // 6. tbl. // 39. árg.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 6. tbl. 2018 by Víkurfréttir ehf - Issuu