Víkurfréttir 3. tbl. 2018

Page 1

i k k e r e „Ég “ k s í b s e l Thelma Hrund Helgadóttir skilgreinir sig sem tvíkynhneigða og er ósátt með að fólk tali um það sem tímabil

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþátttöku

Hringbraut 99 - 577 1150

Félagar í FEB fá 16% afslátt af öllum vörum og lyfjum utan greiðsluþátttöku

Opið: Mánudaga-föstudaga 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

SJÁ VIÐTAL Í MIÐOPNU

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. janúar 2018 // 3. tbl. // 39. árg.

Síminn og Sensa í gagnaver Verne

ÚTSVARSTEKJUR HAFA HÆKKAÐ HLUTFALLSLEGA MEST Í REYKJANESBÆ Frá árinu 2013 hafa útsvar­ stekjur Reykjanesbæjar hækkað um 71,5% en til samanburðar þá hafa útsvarstekjur Grindavíkur­ bæjar hækkað um 38,2% frá 2013 og 4,3% frá 2016. Útsvarstekjur Reykjanesbæjar hafa hækkað um 19,8% frá 2016. Þetta kemur fram í nýjum tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga um staðgreiðslu útsvars árin 2016 og 2017 en fjallað var um málið í Morgunblaðinu. Aukinn íbúafjöldi í Reykjanesbæ endurspeglar þessa aukningu útsvarsins en útsvarstekjur skiluðu 8,4 milljörðum króna í fyrra eða 71,5% meira en 2016 og 19,8% meira en 2013. Þetta er mesta aukning milli tímabila í báðum tilvikum. Sigmundur Á. Snævarr, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir í samtali við Morgunblaðið að aukning hjá sveitarfélögum milli áranna 2016 og 2017 vera í takt við hækkandi laun í landinu. Þá skilaði útsvar allra sveitarfélaga 10,5% meiri tekjum árið 2017 en 2016. Grunnrekstur Reykjanesbæjar hefur aldrei verið betri en á síðasta ári sagði Kjartan Már Kjartanson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, í Víkurfréttum í síðustu viku en farið var í ýmsar endurskipulagningar sem eru að skila góðum grunnrekstri í sveitarfélaginu. Aukinn fjöldi bæjarbúa þýðir einnig auknar tekjur til bæjarfélagsins en innviðir hafa verið vel nýttir og framundan eru ýmis kostnaðarsöm verkefni í bæjarfélaginu svo sem bygging nýs skóla í Innri Njarðvík og ýmsar fjárfestingar.

Bikarmeistarar Keflavíkur í kvennaflokki mættu kampakátar eftir bikarsigurinn í Laugardalshöll beint á Þorrablót Keflavíkur í TMhöllinni þar sem þeim var vel fagnað. Þær stilltu sér upp við Keflavíkurvegginn með verðlaunagripina. Nánar er fjallað um bikarhelgina í blaðinu í dag. Myndir frá þorrablótinu eru einnig í blaðinu og á vf.is.

Drapst Hvalsneslang­ reyðurin úr plastmengun? – engin sýnileg ummerki um árekstur við báta né veiðarfæri

Hvalurinn í fjörunni við Nesjar á Hvalsnesi. Til að komast að dánarorsök langreyðar sem rak á land við Nesjar á Hvalsnesi um þar síðustu helgi þarf að fara fram krufning á dýrinu. „Krufningar á hvalshræjum geta verið erfiðar og kostnaðarsamar og tekið mörg ár til að ná upp í nægilegan sýnafjölda,“

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

FÍTON / SÍA

Síminn, Verne Global og Sensa, sem er dótturfyrirtæki Símans, hafa tekið höndum saman og ætla að bjóða eina bestu net- og hýsingaraðstöðuna á Íslandi á al­ þjóðamarkaði. Síminn hyggst flytja fjóra af sex hýsingarsölum sínum í gagnaver Verne Global en Verne Global starfrækir nú þegar stærsta gagnaver landsins á Ásbrú í Reykjanesbæ. Sensa er leiðandi þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni fyrir fyrirtæki og veitir þjónustu við hýsingu og rekstur sem og net-, samskipta- og öryggislausnir. Sensa starfar með Cisco, Microsoft, Paolo Alto, Fortinet, Amazon Web Services og NetApp sem og öðrum leiðandi fyrirtækjum á sínu sviði.

einföld reiknivél á ebox.is

segir Sölvi Rúnar Vignisson, líffræðingur Þekkingarseturs Suðurnesja. Athygli vakti að hvalurinn var mjög magur þar sem hann fannst dauður í fjörunni. Spurningar hafa vaknað um hvort langreyðurin hafi drepist vegna plastmengunar. Sölvi Rúnar segir að hvorki Þekkingarsetur Suðurnesja né Hafrannsóknarstofnun Íslands hafi kíkt í maga hvalsins. „Það þarf ekkert að vera að þetta sé plastmengun en á sama tíma getur það vel verið. Þetta fæst ekki staðfest nema með krufningu“. Dánarorsök hjá hluta skíðishvala má rekja til plastmengunar í hafinu en það hefur þó ekki verið rannsakað hér við land. „Plast hefur fundist í mjög mörgum dauðum hvölum erlendis þó að það sé ekki endilega megin ástæða dauða þeirra. Plast getur haft óbein áhrif á dauða þeirra svo sem meltingartruflanir sem valda svelti og þar af leiðandi dauða. Sumar tegundir svo sem búrhvalir og hvalir af ætt Svínhvela virðast viðkvæmari fyrir plastmengun en aðrir. Líklega er það vegna þess að plastpokar og annað

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

plast líkist fæðu þeirra,“ sagir Sölvi Rúnar í samtali við Víkurfréttir. Sölvi Rúnar segir plastumræðu og mengun frá mannavöldum vera nauðsynlega umræðu ásamt veiðarfærum sem hafa neikvæð áhrif á flest alla hvalastofna og ein af megin ástæðum hvaladauða af mannavöldum. „Ég undirstrika þó að það er algjörlega óvíst úr hverju þessi hvalur drapst. Hvali rak á land löngu áður en plast kom til sögunnar svo hann hafði leikandi getað verið veikur, ruglaður, slasaður eða gamall og það orsakað þetta mikla svelti. Hann hafði engin sýnileg ummerki um árekstur við báta né veiðarfæri,“ segir Sölvi Rúnar Vignisson, líffræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja. Hvalurinn er nú kominn ofar í fjöruna við Nesjar. Landeigendur hafa verið í sambandi við Sandgerðisbæ um að losna við hræið úr fjörunni, enda mun það taka nokkur ár að rotna með tilheyrandi mengun og ólykt á svæðinu en fjörurnar á Hvalsnesi eru vinsælar til útivistar.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.