Page 1

i k k e r e „Ég “ k s í b s e l Thelma Hrund Helgadóttir skilgreinir sig sem tvíkynhneigða og er ósátt með að fólk tali um það sem tímabil

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþátttöku

Hringbraut 99 - 577 1150

Félagar í FEB fá 16% afslátt af öllum vörum og lyfjum utan greiðsluþátttöku

Opið: Mánudaga-föstudaga 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

SJÁ VIÐTAL Í MIÐOPNU

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. janúar 2018 // 3. tbl. // 39. árg.

Síminn og Sensa í gagnaver Verne

ÚTSVARSTEKJUR HAFA HÆKKAÐ HLUTFALLSLEGA MEST Í REYKJANESBÆ Frá árinu 2013 hafa útsvar­ stekjur Reykjanesbæjar hækkað um 71,5% en til samanburðar þá hafa útsvarstekjur Grindavíkur­ bæjar hækkað um 38,2% frá 2013 og 4,3% frá 2016. Útsvarstekjur Reykjanesbæjar hafa hækkað um 19,8% frá 2016. Þetta kemur fram í nýjum tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga um staðgreiðslu útsvars árin 2016 og 2017 en fjallað var um málið í Morgunblaðinu. Aukinn íbúafjöldi í Reykjanesbæ endurspeglar þessa aukningu útsvarsins en útsvarstekjur skiluðu 8,4 milljörðum króna í fyrra eða 71,5% meira en 2016 og 19,8% meira en 2013. Þetta er mesta aukning milli tímabila í báðum tilvikum. Sigmundur Á. Snævarr, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir í samtali við Morgunblaðið að aukning hjá sveitarfélögum milli áranna 2016 og 2017 vera í takt við hækkandi laun í landinu. Þá skilaði útsvar allra sveitarfélaga 10,5% meiri tekjum árið 2017 en 2016. Grunnrekstur Reykjanesbæjar hefur aldrei verið betri en á síðasta ári sagði Kjartan Már Kjartanson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, í Víkurfréttum í síðustu viku en farið var í ýmsar endurskipulagningar sem eru að skila góðum grunnrekstri í sveitarfélaginu. Aukinn fjöldi bæjarbúa þýðir einnig auknar tekjur til bæjarfélagsins en innviðir hafa verið vel nýttir og framundan eru ýmis kostnaðarsöm verkefni í bæjarfélaginu svo sem bygging nýs skóla í Innri Njarðvík og ýmsar fjárfestingar.

Bikarmeistarar Keflavíkur í kvennaflokki mættu kampakátar eftir bikarsigurinn í Laugardalshöll beint á Þorrablót Keflavíkur í TMhöllinni þar sem þeim var vel fagnað. Þær stilltu sér upp við Keflavíkurvegginn með verðlaunagripina. Nánar er fjallað um bikarhelgina í blaðinu í dag. Myndir frá þorrablótinu eru einnig í blaðinu og á vf.is.

Drapst Hvalsneslang­ reyðurin úr plastmengun? – engin sýnileg ummerki um árekstur við báta né veiðarfæri

Hvalurinn í fjörunni við Nesjar á Hvalsnesi. Til að komast að dánarorsök langreyðar sem rak á land við Nesjar á Hvalsnesi um þar síðustu helgi þarf að fara fram krufning á dýrinu. „Krufningar á hvalshræjum geta verið erfiðar og kostnaðarsamar og tekið mörg ár til að ná upp í nægilegan sýnafjölda,“

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

FÍTON / SÍA

Síminn, Verne Global og Sensa, sem er dótturfyrirtæki Símans, hafa tekið höndum saman og ætla að bjóða eina bestu net- og hýsingaraðstöðuna á Íslandi á al­ þjóðamarkaði. Síminn hyggst flytja fjóra af sex hýsingarsölum sínum í gagnaver Verne Global en Verne Global starfrækir nú þegar stærsta gagnaver landsins á Ásbrú í Reykjanesbæ. Sensa er leiðandi þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni fyrir fyrirtæki og veitir þjónustu við hýsingu og rekstur sem og net-, samskipta- og öryggislausnir. Sensa starfar með Cisco, Microsoft, Paolo Alto, Fortinet, Amazon Web Services og NetApp sem og öðrum leiðandi fyrirtækjum á sínu sviði.

einföld reiknivél á ebox.is

segir Sölvi Rúnar Vignisson, líffræðingur Þekkingarseturs Suðurnesja. Athygli vakti að hvalurinn var mjög magur þar sem hann fannst dauður í fjörunni. Spurningar hafa vaknað um hvort langreyðurin hafi drepist vegna plastmengunar. Sölvi Rúnar segir að hvorki Þekkingarsetur Suðurnesja né Hafrannsóknarstofnun Íslands hafi kíkt í maga hvalsins. „Það þarf ekkert að vera að þetta sé plastmengun en á sama tíma getur það vel verið. Þetta fæst ekki staðfest nema með krufningu“. Dánarorsök hjá hluta skíðishvala má rekja til plastmengunar í hafinu en það hefur þó ekki verið rannsakað hér við land. „Plast hefur fundist í mjög mörgum dauðum hvölum erlendis þó að það sé ekki endilega megin ástæða dauða þeirra. Plast getur haft óbein áhrif á dauða þeirra svo sem meltingartruflanir sem valda svelti og þar af leiðandi dauða. Sumar tegundir svo sem búrhvalir og hvalir af ætt Svínhvela virðast viðkvæmari fyrir plastmengun en aðrir. Líklega er það vegna þess að plastpokar og annað

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

plast líkist fæðu þeirra,“ sagir Sölvi Rúnar í samtali við Víkurfréttir. Sölvi Rúnar segir plastumræðu og mengun frá mannavöldum vera nauðsynlega umræðu ásamt veiðarfærum sem hafa neikvæð áhrif á flest alla hvalastofna og ein af megin ástæðum hvaladauða af mannavöldum. „Ég undirstrika þó að það er algjörlega óvíst úr hverju þessi hvalur drapst. Hvali rak á land löngu áður en plast kom til sögunnar svo hann hafði leikandi getað verið veikur, ruglaður, slasaður eða gamall og það orsakað þetta mikla svelti. Hann hafði engin sýnileg ummerki um árekstur við báta né veiðarfæri,“ segir Sölvi Rúnar Vignisson, líffræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja. Hvalurinn er nú kominn ofar í fjöruna við Nesjar. Landeigendur hafa verið í sambandi við Sandgerðisbæ um að losna við hræið úr fjörunni, enda mun það taka nokkur ár að rotna með tilheyrandi mengun og ólykt á svæðinu en fjörurnar á Hvalsnesi eru vinsælar til útivistar.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. janúar 2018 // 3. tbl. // 39. árg.

GRÆNUBORGARHVERFI Í VOGUM BYGGT UPP Á 10 ÁRUM

Mikið tjón í bruna á skemmtistað við Hafnargötu

Horft yfir hluta byggðarinnar í Vogum. Götur í Grænuborgarhverfi í baksýn. VF-mynd: Hilmar Bragi

- Þrotabú hefur samþykkt kauptilboð í byggingalandið Svo gæti farið að svokallað Grænuborgarhverfi í Vogum byggist upp á næstu árum. Fyrir liggur samþykkt kauptilboð í Grænuborgarsvæði og hafa kaupendur lagt fram drög að samkomulagi við Sveitarfélagið Voga varðandi uppbyggingu og deiliskipulag svæðisins. Bæjarráð Voga hefur tekið jákvætt í fyrirliggjandi samningsdrög, og fellst almennt á þær hugmyndir sem þar koma fram um breytingu á deiliskipulagi og áfangaskiptingu uppbyggingarinnar. Hefur bæjarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins verið falið að vinna áfram að málinu, í samstarfi aðila. Grænuborgarsvæðið hefur verið í eigu þrotbús, en fyrirtækið sem átti byggingalandið á sínum tíma fór í þrot. Byrjað var á gatnagerð á árunum fyrir hrun. Engar lagnir voru komnar, einungis búið að jarðvegsskipta.

„Nú eru aðilar komnir til sögunnar sem hafa gert kauptilboð í landið, og þrotabúið hefur samþykkt. Þessa dagana standa yfir viðræður þessara kaupenda og sveitarfélagsins um hraða uppbyggingarinnar, sem og breytingu á deiliskipulaginu, einkum er gert ráð fyrir að fjöldi íbúða og samsetning íbúðategunda breytist. Áformin eru um að byggja þetta upp á 10 árum,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, við fyrirspurn Víkurfrétta. Hann telur málið muni skýrast nú í janúar en fundað verður um málið á næstu dögum.

Mikið tjón er inni á skemmtistaðnum eftir að eldur kom þar upp um þrjúleitið aðfararnótt sl. laugardags. Mynd: Brunavarnir Suðurnesja Mikið tjón varð af völdum elds á skemmtistað við Hafnargötu í Keflavík aðfararnótt sl. laugardags. Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um eldinn frá Neyðarlínunni kl. 03:10. Tilkynnt var um mikinn svartan reyk frá skemmtistaðnum Studio 16. Skemmtistaðurinn var lokaður og hefur verið það í einhvern tíma. Allur tiltækur mannskapur Brunavarna Suðurnesja á vakt fór á staðinn og var strax ljóst að eldur var innanhús og búinn að krauma lengi. Mikill hiti var innandyra og þurftu reykkafarar nokkrar tilraunir til að

brjóta sér leið innar í rýmið, segir í færslu á fésbókarsíðu Brunavarna Suðurnesja. Gler var byrjað að springa sökum hita. Kalla þurfti út slökkviliðsmenn af frívakt og voru mest ellefu slökkviliðsmenn að störfum á tveimur dælubílum og körfubíl. Slökkvistarfi lauk

Húsnæðið er illa farið eftir brunann.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

um 06:00 á laugardagsmorgunn, tæpum þremur tímum eftir að útkall barst. Húsnæði skemmtistaðarins er steypt í hólf og gólf og bjargaði það miklu annars hefði eldur borist greiðlega í önnur verslunarými og svo fjölbýlishús sem var sambyggt. Reykræsta þurfti rými við hliðina en það tókst að ráða niðurlögum elds áður en til rýmingar á fjölbýlishúsi hófst. Skemmdir voru töluverðar eftir brunann, segir jafnframt á fésbókarsíðu slökkviliðsins.

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Skemmtistaðurinn Studio 16 við Hafnargötu er illa farinn eftir brunann. VF-mynd: Páll Ketilsson

PÁSKA- OG SUMARÚTHLUTUN 845 0900

Starfsmannafélag Suðurnesja auglýsir orlofshús félagsins laus til umsóknar.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri, ábm. og auglýsingamál: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið asta@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Umsóknarfrestur vegna Páska er til 5. febrúar 2018. Úthlutað 12. febrúar 2018 Umsóknarfrestur vegna Sumars er til 15. mars 2018. Úthlutað 20. mars 2018.

Um er að ræða eftirtalin orlofshús: Munaðarnes 1 hús (páskar) / 3 hús (sumar) með heitum potti Verð: 19.000,- - 30.000,-

Reykjaskógur 1 hús með heitum potti Verð: 30.000,-

Akureyri 2 íbúðir Verð: 25.000,-

Páskaúthlutun er frá 28. mars til 4. apríl 2018. Sumarúthlutun er frá 1. júní til 10. ágúst 2018 (vikuleiga) Ath. Örfá tímabil laus í húsi félagsins á Spáni í sumar einnig er laust um páskana Hægt er að sækja um orlofshús á vef félagsins www.stfs.is Eða vera í sambandi við starfsfólk á skrifstofu félagsins að Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ. Sími 421 2390. Orlofsnefnd STFS

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Auglýsingin er einnig á vefsíðu okkar www.stfs.is

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM


SUMARSTÖRF Í FRÍHÖFNINNI Ein vinsælasta verslunin í flugstöðinni óskar eftir að ráða starfsfólk í sumarafleysingar 2018 Um er að ræða sumarstörf í verslunum, á lager og skrifstofu Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Við leitum að þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, eiga auðvelt með að nálgast fólk, hafa lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi. UMSÆKJENDUR SKULU VERA 20 ÁRA EÐA ELDRI

VERSLUN

LAGER

SKRIFSTOFA

Starfið felst í sölu og þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins og áfyllingum í verslun. Unnið er í vaktavinnu.

Starfið felst í almennum lagerstörfum. Unnið er í vaktavinnu.

Starfið fellst í símsvörun, móttöku viðskiptavina, skráningu reikninga, tollskýrslugerð auk almennra skrifstofustarfa. Vinnutími er kl. 8–16 virka daga.

Hæfniskröfur • Söluhæfileikar og rík þjónustulund • Reynsla af verslunarstörfum er kostur • Hæfni í mannlegum samskiptum • Gott vald á íslenskri og enskri tungu

Hæfniskröfur • Meirapróf og/eða lyftarapróf er æskilegt • Hæfni í mannlegum samskiptum • Góð tölvukunnátta • Gott vald á íslenskri og enskri tungu

Hæfniskröfur • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði • Góð tölvukunnátta og þekking á Navision er kostur • Gott vald á íslenskri og enskri tungu

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf um miðjan maí og starfað fram yfir miðjan ágúst. Umsóknum skal skilað inn rafrænt á www.dutyfree.is/atvinna. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 21. JANÚAR 2018 Fríhöfnin hefur hlotið gullmerki jafnlaunaúttektar PwC og er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi. Hún hefur einnig hlotið fjölda viðurkenninga síðastliðin ár, m.a. í starfsmenntamálum, fyrir að vera besta fríhöfn í Evrópu og fjölskylduvænt fyrirtæki. Stærstu vöruflokkarnir í verslunum félagsins eru áfengi, tóbak, snyrtivörur og sælgæti. Fríhöfnin hefur sett sér það markmið að vera ávallt til fyrirmyndar í jafnréttismálum og leggur áherslu á góðan starfsanda.

www.dutyfree.is

VIð BJÓÐUM UPP Á FRÍAR RÚTUFERÐIR TIL OG FRÁ HÖFUÐBORGARSVÆÐINU


4

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. janúar 2018 // 3. tbl. // 39. árg.

Þorrablót Keflavíkur 2018 - sjáið allar myndirnar á vf.is! Hátt í sjöhundruð manns skemmtu sér konunglega á Þorrablóti Keflavíkur 2018 sem haldið var í TM höllinni sl. laugardag. Fjörið var mikið eins og sjá má á meðfylgjandi myndum en allar myndirnar frá Þorrablóti Keflavíkur má sjá á ljósmyndavef Víkurfrétta á vf.is.


markhönnun ehf

ÞORRABAKKI LÍTILL

1.798 ÞORRABAKKI STÓR

2.598

JARÐABER 250 GR. KR PK

-50%

245

KR PK

KR PK

ÁÐUR: 489 KR/PK

LAMBASVIÐ FROSIN KR KG ÁÐUR: 498 KR/KG

398

LAMBAFILE M/FITU FERSKT KR KG ÁÐUR: 4.498 KR/KG

-20%

3.598

-20% SÚRMATUR Í FÖTU 700 GR. KR STK

1.689

ÁÐUR: 1.898 KR/STK

LAMBAPRIME SOUS VIDE M/FERSK KR KG ÁÐUR: 3.898 KR/KG

-21%

3.469

-20%

Hollt og

gott!

SKINNEY ÝSUBITAR 1 KG. KR KG ÁÐUR: 1.698 KR/KG

1.358

LAMBALÆRI GRILL KRYDDAÐ KR KG ÁÐUR: 1.898 KR/KG

1.499

DANPO KJÚKLINGALUNDIR 700 GR. KR PK ÁÐUR: 1.498 KR/PK

974

-35%

Tilboðin gilda 18. - 21. janúar 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

www.netto.is


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. janúar 2018 // 3. tbl. // 39. árg.

Frítt í strætó fyrir nemendur utan síns skólahverfis

- Strætókortið er frítt ef göngufjarlægðin er lengri en 1,5 kílómetri Meirihluti bæjarráðs Reykjanesbæjar samþykkti að þeir nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar, sem sækja þurfi skólaúrræði utan skólahverfis, eigi rétt á strætókorti. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs frá 4. janúar sl. Meirihlutinn samþykkti að þeir nemendur í 1.-10. bekk í grunnskólum, sem búa í meira 1,5 km göngufjarlægð frá sínum hverfisskóla, fái strætókort án endurgjalds. Böðvar Jónsson og Árni Sigfússon, fulltrúar Sjálfstæðisflokkins, sátu hjá við afgreiðslu málsins þar sem að þeir hafa frá upphafi lagst gegn gjaldtöku í strætó og taka því ekki afstöðu til útfærslu á henni.

Magnús Ágústsson látinn

Frá biðstöð strætisvagna í Krossmóa. Mynd: bus4u

Frumskógarlögmál ríkir í strætó „Það er okkur ljóst að frumskógarlögmál virðist ríkja um borð í strætó,“ segir Sævar Baldursson, framkvæmdastjóri Bus4u Iceland, á Facebooksíðunni „Reykjanesbær - Gerum góðan bæ betri“ en uppákomur í strætó hafa vakið gríðarlega athygli bæjarbúa síðustu mánuði. „Það eru nokkur grundvallaratriði sem notendur strætókerfisins þurfa að kunna skil á og fara eftir og það væri gott ef foreldrar geta farið yfir þessi mál með sínum börnum. Kynn-

ingarefni verður gefið út fljótlega og dreift í skólana,“ segir Sævar. Sem dæmi um grundvallaratriði nefnir Sævar að farþegar skuli fara inn í vagninn að framan og út að

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Hljómahöll – Umsjónarmaður veitinga/verkefnisstjóri Íþróttahúsið við Sunnubraut – Störf í vaktavinnu Hæfingarstöðin – Hlutastarf við ræstingar Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

aftan, að þeir hafi greiðslu eða kort tilbúin áður en gengið sé inn, þeir hraði sér í sæti eða tryggi öryggi sitt með því að halda í þar til gerð handrið og noti stopphnappa til að láta vita að þeir ætli út úr vagninum. Þá bendir hann einnig á að neysla matar og drykkja sé stranglega bönnuð í vögnunum og að bannað sé að tala við vagnstjórann í akstri.

„Það er alveg á hreinu að okkar markmið er að strætókerfið okkar verði eins og hjá siðmenntuðu fólki. Fólk á bara að geta tekið strætó frá A til B án þess að verða fyrir einhverri sérstakri upplifun eða skrifa um það sögu til næsta bæjar. Strætó á bara að vera þarna og virka og til þess þurfa notendur að kunna að nota kerfið, þekkja reglur þess og fara eftir þeim.“

Samkaup vill flettiskilti við Reykjanesbraut

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins var skipulagsfulltrúa veitt heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi þar sem

markað er svæði og settir eru skilmálar varðandi auglýsingaskilti við Reykjanesbraut milli Grænáss og Aðalgötu.

Faldi bifreið sína og sig á verkstæði eftir árekstur Ökumaður sem ók í veg fyrir annan á mikilli ferð í Keflavík í síðustu viku og olli þar með árekstri, stakk af og faldi sig og bifreið sína á verkstæði. Lögreglan á Suðurnesjum hafði upp á honum og viðurkenndi hann að hafa stungið af og verið réttindalaus. Annar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku og endaði hún á

ljósastaur og í blómabeði í Njarðvík. Þá hafnaði bifreið utan vegar eftir að ökumaðurinn hafði mætt bifreið sem ekið var eftir Norðurljósavegi miðjum með háu ljósin á, hann missti stjórn á bifreiðinni þegar hann sveigði henni til hliðar til að forða árekstri. Hún var mikið skemmd en ökumaðurinn slapp án meiðsla.

Magnús Ágústsson, sem útnefndur var heiðursborgari Sveitarfélagsins Voga á síðasta ári, andaðist nú í byrjun árs á 96. aldursári. Magnús fæddist þann 25.maí 1922 í Halakoti á Vatnsleysuströnd. Magnús gekk í Brunnastaðaskóla, skólavistin á þessum árum var fjögur ár. Magnús lauk síðar vélstjóraprófi frá Vélskóla Fiskifélagsins árið 1944. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd skrifar pistil um Magnús sem var hreppsstjóri í Vogum í áratugi. Magnús lét alla tíð til sín taka á vettvangi atvinnulífs og sveitarstjórnar. Hann hóf ungur að árum sjósókn, fyrst á árabát þegar róið var úr Halakotsvör. Árið 1949 var keyptur 21 tonns dekkaður bátur, sem hafði í för með sér mikla umbreytingu á útgerðarháttum. Árið 1957 er síðan samið um nýsmíði á 5 tonna bát frá Danmörku. Útgerðin og verkunin var flutt í Voga árið 1958 vegna betri hafnaraðstöðu. Útgerðarfélagið Valdimar var stofnað í framhaldinu og óx útgerð og vinnsla jafnt og þétt næstu áratugina. Magnús varð þá talsmaður útgerðar og verkunar með fjölda manns í vinnu. Árið 1963 er aftur samið um nýsmíði á 85 tonna bát frá Danmörku. Voru þá komin tvö vegleg skip í rekstur. Laust upp úr 1970 vex útgerðin með sölu á 55 tonna bátnum og í stað hans fenginn 101 tonna bátur ásamt því að ráðist var í frystingu á afla jafnhliða saltfiskverkun. Árin 1977 og 1982 er skipt upp í stærri skip og þá 186 tonna stálskip. Skipin nefndi Magnús eftir foreldrum sínum, Ágúst Guðmundsson I og II og Þuríður Halldórsdóttir og voru alla tíð talin aflaskip. Útgerðin var ávallt mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í sveitarfélaginu. Magnús átti sæti í hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps 6 kjörtímabil, frá árinu 1958 fram til árins 1982. Gegndi hann jafnframt starfi hreppsstjóra lengst af þennan tíma. Að leiðarlokum þakkar sveitarfélagið heiðursborgara sínum samfylgdina og það mikla mark sem hann setti á samfélag sitt. Fjölskyldunni allri er vottuð innileg samúð.

Viðburðir í Reykjanesbæ Hljómahöll - Viðburðir framundan Söngvaskáld - Rúnar Júlíusson: 6. febrúar Úlfur Úlfur á trúnó: 15. febrúar Söngvaskáld - Magnús Kjartansson: 1. mars KK á trúnó: 15. mars Nánari upplýsingar og miðasala á www.hljomaholl.is Foreldrafærninámskeið framundan Uppeldi barna með ADHD: 29. janúar - 12. mars. Uppeldri sem virkar - færni til framtíðar: Námskeið 1, 12. febrúar og námskeið 2, 12. mars. Klókir litlir krakkar: 12. mars - 8. maí. Nánari upplýsingar á www.reykjanesbaer.is: Þjónusta: Menntun og fræðsla: Skólaþjónusta.

Teikning af nýja leikskólanum.

Óskað eftir tilboðum í færanlega viðbyggingu fyrir leikskóla Reykjanesbær hefur óskað eftir tilboðum í um 585 fermetra viðbyggingu við núverandi byggingu að Skógarbraut 932 í Reykjanesbæ. Um er að ræða leikskólabyggingu. Verkið er fólgið í útvegun og byggingu viðbyggingar sem skal vera úr einingum sem auðvelt er að reisa og taka niður til uppsetningar annarsstaðar. „Viðbygging skal vera úr gámaeiningum eða öðrum sambærilegum og jafngóðum einingum sem unnt skal vera að taka niður eftir uppsetningu og setja upp annarsstaðar

ákveði verkkaupi svo seinna. Einingar eru gólf-, vegg- og þakeiningar skulu vera fullbúnar utan sem innan tilbúnar til notkunar eftir uppsetningu,“ segir í útboðsgögnum. Útboðsgögn eru afhent á rafrænu formi en tilboð skulu hafa borist á skrifstofur umhverfissviðs Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 í Reykjanesbæ fyrir kl. 11:00 mánudaginn 29. janúar 2018 og verða tilboð opnuð þar á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.


GÓÐ VERÐ Í JANÚAR SPARKLING ICE 500 ML

129

SNAPPLE 473 ML

KR/STK

VERÐ ÁÐUR 249 KR/STK

169

258 KR/L

KR/STK

VERÐ ÁÐUR 199 KR/STK

357 KR/L

ÞRISTUR 250 G

299 KR/PK

VERÐ ÁÐUR 449 KR/PK

1.196 KR/KG

RÍSKÖKUR 100 G

199

KELLOGG´S SPECIAL K 5*21,5 G

KR/PK

VERÐ ÁÐUR 299 KR/PK

199

1.990 KR/KG

KR/PK

VERÐ ÁÐUR 249 KR/PK

KELLOGG´S SPECIAL K RED BERRY 21,5 G

1.851 KR/KG

69

VIT HIT 500 ML

KR/STK

VERÐ ÁÐUR 99 KR/STK

3.209 KR/KG

199 KR/STK

VERÐ ÁÐUR 299 KR/STK

398 KR/L

CORNY 50 G

69 KR/STK

COLD PRESS 250 ML 4 TEG.

NUTKAO SNACK 52 G

249

69

VERÐ ÁÐUR 329 KR/STK

VERÐ ÁÐUR 99 KR/PK

KR/STK

996 KR/L

VERÐ ÁÐUR 99 KR/STK

1.380 KR/KG

KR/PK

1.327 KR/KG

KRAFTUR 44 G

169 KR/STK

VERÐ ÁÐUR 329 KR/STK

3.841 KR/KG

TORO KARRÍOG SVEPPASÓSA HLEðSLA 250 ML

169 KR/STK

VERÐ ÁÐUR 229 KR/STK

676 KR/L

169 KR/PK

VERÐ ÁÐUR 199/249 KR/PK

SNAXY PORK ROLL 50 G

199 KR/STK

VERÐ ÁÐUR 249 KR/STK

3.980 KR/KG


Fullmeyrnað

ÍSLENSKT Ungnautakjöt

798 kr. 360 g

2.998 kr. kg

Íslandsnaut Hakkbollur Með grískum hætti, 360 g

Íslandsnaut Piparsteik Ungnautasteik, fersk

4.598 kr. kg Íslandsnaut Ungnauta Ribeye

ÍSLENSKT Lambakjöt

1.398 kr. kg SS Lambalæri Fersk, kryddlegin, 2 teg.

Kassatilboð

79

kr. 500 ml Egils Pilsner 500 ml

Þú sparar

700

KR.

Verð gildir til og með 21. janúar eða meðan birgðir endast

5.180 kr. ks. Nocco Orkudrykkur Kassi, 330 ml, 24 dósir Verð á kassa áður 5.880 kr.


1.398 kr. 200 g VH Harðfiskur Þorskur, 200 g

398 kr. kg

KS Lambasvið Frosin

ÞORRAVEISLA í Bónus

398 kr. 450 g

Kjarnafæði Lifrapylsa Soðin, 450 g

698

2.598 kr. fatan SS Blandaður Súrmatur 1,35 kg

229

2.298 kr. kg

kr. 350 g

Nonni Rófustappa 350 g

Kosta Sviðasulta

kr. 100 g

3.159 kr. kg

3.298 kr. kg

Norðanfiskur Hákarl Frá Hildibrandi, 100 g

SS Hrútspungar Súrir

Súr Hvalur Langreyður

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. janúar 2018 // 3. tbl. // 39. árg.

„Ég er ekki lesbísk“

- Thelma Hrund Helgadóttir skilgreinir sig sem tvíkynhneigða og er ósátt með að fólk tali um það sem tímabil „Ég hef orðið ástfangin af strák og ég hef líka orðið ástfangin af stelpu. Það er særandi þegar fólk segir við mig að ég vilji bara ekki koma út úr skápnum „alla leið“,“ segir Thelma Hrund Helgadóttir, en hún skilgreinir sig sem tvíkynhneigða og er ósátt með það að fólk tali um tvíkynhneigð sem eitthvað tímabil. „Þetta tímabil er þá greinilega mjög langt hjá flestum. Þetta eru alvöru tilfinningar sem verið er að tala um. Hjá mér skiptir það í raun engu máli af hvaða kyni manneskjan er. Fólk hefur sagt við mig að ég sé lesbísk og þegar ég svara því neitandi hefur það sagt að ég muni átta mig á því fyrr en síðar að svo sé. Ég er ekki lesbísk þó ég hafi verið með stelpu, rétt eins og ég er ekki gagnkynhneigð því ég hef verið með strák.“

Tvíkynhneigð ekki ákvörðun

„Farið í sleik“

Thelmu þykir fólk klámvæða það þegar stelpur laðast að öðrum stelpum. Hún hefur heyrt fólk, en þá aðallega stráka, tala um það hversu heitt það sé að hún hrífist af stelpum en hún segist þó ekki skilja hvað það eigi nú eiginlega að þýða. „Ef ég á að segja eins og er þá finnst mér það ekkert ofboðslega heitt að heyra að það sé heitt. Þá finnst mér strákar vera að segja að ég velji það að vera með stelpum til að ganga í augun á þeim, en þetta er ekki þannig,“ segir hún. Þá hefur hún einnig lent í því að strákar ýti henni á aðrar stelpur og segi þeim að fara í sleik. „Þetta er bara niðrandi. Ég er ekkert með stelpum því einhverjum finnst það svo heitt.“ Thelma verður ekki hrifin af öllum stelpum, rétt eins og hún verður ekki

Þegar ég loksins kom út tóku allir því svo vel. Ég skildi ekki hvernig ég gat búið til allt þetta drama í hausnum mínum. Það var öllum alveg sama í kringum mig. Vinir mínir vildu áfram vera vinir mínir, fjölskylda mín vildi áfram vera fjölskylda mín, ég bjóst ekkert við því, en það gerðist. Mér líður hundrað sinnum betur í dag.

hrifin af öllum strákum. „Fólk gerir oft ráð fyrir því að ég verði skotin í öllum stelpum. Gagnkynhneigð vinkona mín verður ekki hrifin af öllum strákum sem hún hittir.“

Fordómar í garð hinsegin fólks eiga ekki að líðast

Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um það þegar ungur strákur var laminn í miðbæ Reykjavíkur fyrir það eitt að að vera samkynhneigður. Varðandi það mál og fordóma í garð hinsegin fólks segir Thelma að svoleiðis eigi ekki að líðast. „Erum við ekki komin lengra en þetta? Ég gæti alveg eins búið það til í hausnum á mér að tvíkynhneigðir séu bestir og að ég ætli bara að fara og berja alla þá sem eru það ekki. Það er fáránlegt að einhver þarna úti skuli hugsa svona um mann, bara fyrir það eitt að maður er maður sjálfur. Getum við ekki bara öll lifað okkar lífi og virt náungann?“

„Það var öllum sama í kringum mig“

Thelma Hrund tók þátt í fræðslumyndbandi hjá Samtökunum 78 fyrir nokkrum árum síðan þar sem hún útskýrði kynhneigð sína og sagðist þá vera gagnkynhneigð. „Þá leið mér svolítið skringilega. Ég var í kringum fólk sem var hrifið af alls konar fólki og ég vissi að þetta myndband yrði sett á netið. Ég var alltaf að reyna að vera önnur en ég var, eins ömurlegt og það er að segja það.“ Thelma var hrædd við fordóma, hrædd við viðbrögð fólks og hrædd við það að henni yrði ekki tekið nákvæmlega eins og hún væri. „Þegar ég loksins

VIÐTAL

Thelma kom út úr skápnum fyrir tæpu ári síðan en þá hafði hún nokkrum sinnum orðið hrifin af stelpum en verið í ákveðinni afneitun með það. „Þegar þetta gerðist aftur og aftur vissi ég að þetta var komið til að vera og ég vildi segja umheiminum frá því. Ég gat loksins bara sagt: „Hæ, svona er ég“ og það var ótrúlega góð tilfinning. Það er enginn eins og ég og ég ætla bara að vera stolt af því,“ segir Thelma, en hún segir það hafa þurft mikinn kjark að koma út úr skápnum og að hún myndi aldrei taka það bara „hálfa leið“. Þá hefur fólk einnig talað um það sem hennar ákvörðun að vera tvíkynhneigð en Thelma segir það bara ekki virka svoleiðis. „Ég vaknaði ekkert bara einn morguninn og ákvað að vera það.“

Þegar þetta gerðist aftur og aftur vissi ég að þetta var komið til að vera og ég vildi segja umheiminum frá því. Ég gat loksins bara sagt: „Hæ, svona er ég“ og það var ótrúlega góð tilfinning. Það er enginn eins og ég og ég ætla bara að vera stolt af því.

Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is

kom út tóku allir því svo vel. Ég skildi ekki hvernig ég gat búið til allt þetta drama í hausnum mínum. Það var öllum alveg sama í kringum mig. Vinir mínir vildu áfram vera vinir mínir, fjölskylda mín vildi áfram vera fjölskylda mín, ég bjóst ekkert við því, en það gerðist. Mér líður hundrað sinnum betur í dag.“

Sýnir karakter að vera þú sjálfur

Þegar aðrir sjá að Thelma Hrund, bara venjuleg manneskja, gat komið út úr skápnum segist Thelma vona að þeim finnist þau þá geta gert það líka. „Ég fer varla út úr húsi án þess að stelpur segi það við mig að þær væru alveg til í að vera með öðrum stelpum. Þetta þarf ekki að vera svona mikið mál, fólk verður bara að stíga út fyrir þennan blessaða ramma,“ segir hún og hvetur fólk til að láta bara vaða. „Þú veist ekki hvað er fyrir utan skápinn fyrr en þú opnar hann. Það sýnir miklu meiri karakter að koma út og vera þú sjálfur heldur en að vera eitthvað annað alla ævi fyrir einhverja aðra.“


Regnský

25% afsláttur af allri innimálningu

Fallegir litir fyrir

Skoðaðu nýja Gjøco litabæklinginn á byko.is

AS Farge & Interiør

Timbur og þil Grunnur Vatnsþynnt, silkimött Vatnsþynntur, mattur sérstaklega þróuð milli grunnur fyrir notkun akrýlmálning sem að rlag innandyra. Hindrar og efsta málninga kvistur sjáist í gegnum á hurðir, glugga, í veg málninguna. Kemur ð gluggakarma, lista, og sót nikótín, fyrir að innréttingar og þil. í gegn mjög ýmis litaefni komi úr Málningin hefur eins á máluðu yfirborði , góða viðloðun og fyrir og þil, gifs- og er þekur vel, einnig byggingarplötum, ð, olíugrunnað undirlag. veggfóðri og á gömlum Veitir slitsterkt og steypu. múr, múrhúð eða co hart yfirborð sem Hindrar vel og einangrar shion auðvelt er að þrífa. Má mislitað undirlag. Málningarverkfæri með ekki nota á nýja steypu. hreinsa að verður Málningarverkfæri vatni. með verður að hreinsa

ur

SUPERFINISH 40

og Innréttingar, hurðir listar. Vatnsþynnt, hálfga glansandi sérstakle ing sem þróuð akrýlmáln rmilli og efsta málninga lag á hurðir, glugga, gluggakarma, lista, innréttingar og þil. mjög Málningin hefur þekur góða viðloðun og vel, einnig fyrir olíugrunnað undirlag. hart Veitir slitsterkt og yfirborð sem auðvelt er að þrífa. Málningarverkfæri með verður að hreinsa vatni.

vatni. í litum. ábyrgt fyrir frávik liti og Gjøco er ekki , ljóss og glansa. leiðbeiningar um m skal líta á sem ndi vegna undirlags getur verið mismuna beiningar og litur

Marie Maur • Þakkir

til Gunn Lystad, Maximal

SUÐURNES

Pål Sandnes & Lisa

SUPERFINISH 15

yk • Útlitshönnun:

Timbur, þil og innréttingar t Fullglansandi vatnsþynn notkun olíumálning fyrir sem innandyra. Er notuð rmilli og efsta málninga lag á hurðum, gluggum, listum, gluggakörmum, innhúsgögnum, réttingum og þiljum rinnandyra. Málninga verkfæri verður að hreinsa með vatni.

Karolina Gorzelancz

01 GRUNNUR

Timbur, þil og innréttingar ött Vatnsþynnt, hálfsilkim ng glansandi olíumálni . fyrir notkun innandyra og Er notuð sem milli efsta málningarlag á hurðum, gluggum, listum, gluggakörmum, innréttm, húsgögnu innaningum og þiljum rverkfæri dyra. Málninga með verður að hreinsa vatni.

Nýtt

FASHION 80

• Ljósmyndir: Studio400,

Timbur, þil og innréttingar Vatnsþynnt, silkimött olíumálning fyrir . Er notkun innandyra efsta notuð sem milli og málningarlag á hurðum, gluggum, gluggahúskörmum, listum, um gögnum, innrétting . innandyra þiljum og Málningarverkfæri með hreinsa verður að vatni.

FASHION 40

Hönnun: Eggedosis

FASHION 15

heimilið þitt!

INNI

t. Viltu á Gjøco

KOMDU Í HEIMSÓKN!

Auglýsingin er birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Tilboð gildir 17. - 24. janúar.

Litur#349


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. janúar 2018 // 3. tbl. // 39. árg.

GUNNUHVER

Rétt austan við Reykjanesvita er mikið jarðhitasvæði, eitt af mörgum á Reykjanesi. Gunnuhver er þekktasti hverinn þar en hann mun draga nafn sitt af Guðrúnu nokkurri sem gekk aftur og olli miklum usla á svæðinu þar til að Eiríkur Magnússon, prestur í Vogsósum, tókst að koma draugnum fyrir með því að senda hann í hverinn. Á árinu 2006 hljóp mikill hamagangur í svæðið sem stækkaði mikið og eyðilagði akveg og göngupalla. Í endaðan júní 2010 hafa verið teknir í notkun nýjir göngupallar og útsýnispallar þar sem er aðgengi fyrir alla.

á Reykjanesi Á Reykjanesi eru magnaðar náttúruperlur sem fjölmargir leggja leið sína til að skoða. Svæðið í kringum Valahnúk við Reykjanesvita er fjölsótt og þar getur verið magnað að fylgjast með briminu. Karlinn rís 50 metra úr sæ skammt undan landi og utar er Eldey. Í göngufæri frá Reykjanesvita er einnig hverasvæðið sem kennt er við Gunnuhver. Aðeins austar er svo Brimketill. Hann er nýlega uppgötvuð náttúruperla sem aðgengi hefur stórbætt. Hilmar Bragi flaug yfir svæðið og smellti af meðfylgjandi myndum.

BRIMKETILL Á sólríkum degi minnir grjótmyndunin helst á heitan pott. Brimketill og katlarnir í nágrenni hans urðu til vegna stöðugs núnings brims við hraunklettana. Þar hefur ytra álag smátt og smátt mótað bolla og katla í basalthraunið. Hafið hefur mikil áhrif á landmótun á Reykjanesi. Með því að fylgjast með brimi skella á klettunum í nágrenni Brimketils má sjá þann kraft sem býr í Norður-Atlantshafinu. Aldan vinnur á föstu berginu með því að þrýsta þétt saman lofti í rifum og sprungum. Við útsogið dregur sjórinn loftið með sér. Þá verður til undirþrýstingur. Þessi ferill brýtur bergið smám saman. Við bætist svo rof vegna bergbrota sem aldan skellir á sjávarkletta og laust grjót, og auk þess frostveðrun þegar vatn í glufum þenst út við að harðna, og jafnvel sandblástur. Hraunið umhverfis Brimketil er gróft, sprungið og með háum úfnum jöðrum og yfirborði. Líklega hefur það runnið í Reykjaneseldum á árunum 1210-1240.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

KARLINN

Karlinn sést utan við Reykjanesið. Hann er gígtappi úr einum gíga gígaraðarinnar í Stömpunum, sá syðsti frá yngra Stampagosinu. Karlinn um 50 metra hár og þétt setinn fugli yfir sumarmánuðina.

fimmtudagur 18. janúar 2018 // 3. tbl. // 39. árg.

13


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. janúar 2018 // 3. tbl. // 39. árg.

BÓKASAFNSPISTILL

Merkisárið 2018

Árið 2018 er merkisár fyrir Bókasafn Reykjanesbæjar. Þann 7. mars verður Bókasafn Reykjanesbæjar 60 ára og er þar með elsta opinbera stofnun bæjarins.

Við opnun safnsins á Mánagötu 7 árið 1974.

Frá opnun sýningar í Átthagastofu um Jamestown strandið. F.v. Jón Marínó Jónsson, Eyþrúður Ragnheiðardóttir, Helga Margrét Guðmundsdóttir og Tómas Knútsson.

Bæjar- og héraðsbókasafn Keflavíkur var opnað formlega þann 7. mars árið 1958 og starfaði sjálfstætt til ársins 1994. Þá sameinuðust Hafnir, Keflavík og Njarðvík í eitt sveitarfélag og í kjölfarið voru Bæjar- og héraðsbókasafn Keflavíkur, Lestrarfélagið í Höfnum og Bókasafn Njarðvíkur sameinuð í Bókasafn Reykjanesbæjar. Bókasafn Reykjanesbæjar, líkt og önnur bókasöfn, hefur gengið í gegnum miklar breytingar og má segja að starfsemi þess hafi gengið í gegnum endurnýjun lífdaga í nokkur skipti. Eitt er það þó sem ávallt heldur velli en það er kjarninn. Kjarninn er að sjálfsögðu að lána bækur og hvetja fólk á öllum aldri til lesturs. Hvort sem það eru gamlar bækur, nýjar bækur, fræðibækur, léttlestrarbækur eða rafbækur. Kjarnann stefnum við að því að varðveita og hlúa að þó svo að umgjörðin taki margs konar breytingum. Á þessum tímamótum notum við samt tækifærið og lítum í eigin barm því við viljum alltaf gera betur. Rafræn þjónustukönnun er opin um þessar mundir og myndi það hjálpa okkur mikið ef sem flestir gæfu sér tíma til að svara henni. Hlekk á könnunina má nálgast á heimasíðu safnsins og Facebook síðu okkar. Markmiðið er að vinna með nærsamfélaginu með þátttöku íbúa. Við gleymum þó alls ekki að fagna og njóta þessara merku tímamóta. Við stefnum að því að nýta hvert tækifæri

Börn í sögustund í Bókasafninu þegar það var við Hafnargötu.

Halla Karen les af innlifun í Notalegri sögustund sem er síðasta laugardag hvers mánaðar. sem gefst allt árið um kring. Á afmælisdaginn sjálfan verður blásið til veislu og við hvetjum alla að fylgjast vel með komandi viðburðum, sýningum, námskeiðum, nýjum bókum og öðru sem verður á döfinni hjá okkur á afmælisárinu.

https://sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn/forsida https://www.facebook.com/BokasafnReykjanesbaejar/

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

Fjölbreyttir kennsluhættir og aukið val í Akurskóla í 1. - 4. bekk annars vegar og 5. - 7. bekk hins vegar skipt upp í minni hópa sem fara í fjölbreytta vinnu á mismunandi stöðum. Hóparnir fara svo á milli stöðva og prufa nýja stöð í hverri viku. Stöðvarnar eru eins mismunandi eins og þær eru margar s.s. leiklist, vísindi, hreyfing, söngur, þrautir og spil.

Vinnustundir á elsta stigi

Á unglingastigi var farin önnur leið með að auka val nemenda með svokölluðum vinnustundum. Nemendum er boðið upp á tvær kennslustundir á viku þar sem þeir geta leitað sér aðstoðar við nám/heimanám í öllum bóklegum greinum. Tilgangurinn með þessum tímum er að auka frelsi nemenda og

Vorið 2017 fór Akurskóli í gegnum svokallað ytra mat á vegum Menntamálastofnunnar. Einn af þeim þáttum sem bent var á að betur mætti fara í skólastarfinu var að auka val nemenda. Til að koma til móts við þessa ábendingu matsaðila og til að auka fjölbreytni nemenda tóku starfsmenn Akurskóla upp nýja hætti. Fjölval á yngsta stigi og miðstigi Á yngsta og miðstigi var tekið upp á að bjóða upp á val einu sinni í viku í tvær kennslustundir. Lagt var upp

með að kennarar byðu upp á fjölbreyttar stöðvar sem allir nemendur gætu prufað og svo yrði valið meira í næsta hring. Á föstudögum í tveimur fyrstu tímunum er Fjölval hjá yngsta stigi og á miðvikudögum kl. 10:00 til 11:20 hjá miðstigi. Þá er öllum nemendum

Þökkum auðsýnda samúð og vinsemd við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu

GAUJU GUÐRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR Magnús J. Kjartansson Sigríður K. Oddsdóttir Finnbogi G. Kjartansson Þuríður Hallgrímsdóttir Sigrún Kjartansdóttir Bjarni Jóhannes Guðmundsson Ingvi Jón Kjartansson Erna Ólafsdóttir Kjartan Már Kjartansson Jónína Guðjónsdóttir Viktor Borgar Kjartansson Margrethe Ödegaard barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

ábyrgð á eigin námi sem og að koma til móts við sérþarfir nemenda. Þannig er stuðlað að eftirfarandi þáttum í lykilhæfni aðalnámskrá grunnskóla: Að nemandi geti við lok 10. bekkjar: Tekið frumkvæði í námi sínu og verið sjálfstæður og ábyrgur í vinnubrögðum. Gert sér grein fyrir hvernig hann getur hagnýtt sterkar hliðar sínar á skapandi hátt í námi og haft skýra sjálfsmynd. Sett sér raunhæf markmið um frammistöðu og framvindu eigin náms, unnið eftir þeim og lagt mat á hvernig til hefur tekist. Skipulagt og borið ábyrgð á eigin námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum aðalnámskrár, skipulagt og endurskoðað með tilliti til mats á árangri. Nemandi mætir í þá stofu sem tilgreint fag er kennt í og hann kýs að vinna að. Nemendur vinna í eigin efni undir leiðsögn kennara eða fá efni frá kennara. Það sem af er hausti hafa þessar vinnustundir tekist ákaflega vel. Nemendur eru mjög áhugasamir og taka ábyrgð á eigin námi og vali. Bæði kennarar og nemendur eru ánægðir með þetta nýja fyrirkomulag. Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla.

SÓLRISUHÁTÍÐ Sólrisuhátíð Kvenfélagsins Hvatar Sandgerði verður haldin í samkomuhúsinu Sandgerði 21. janúar n.k. kl. 15:00. Messa í safnaðarheimilinu kl. 14:00.

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is


Kynntu þér sumarstörfin bluelagoon.is/atvinna og sæktu um

SUMARSTÖRF Í EINSTÖKU UMHVERFI Við leitum að metnaðarfullum starfsmönnum með ríka þjónustulund í fjölbreytt og spennandi störf í sumar. Við leggjum áherslu á góða samskipta- og samstarfshæfni og bjóðum upp á þægilegan vinnutíma og góðan aðbúnað. MEÐAL STARFA Í BOÐI

- Móttaka og gestgjafar - Þjónustu- og gæslustörf - Ýmis störf á veitingasviði - Ræstingar og þvottahús - Sölustörf í verslunum - Ýmis störf á hóteli - Skrifstofustörf Umsóknarfrestur er til og með 31. mars. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 18 ára aldri.

Einstakt umhverfi

Frábær starfsandi

Skemmtilegt félagslíf

Góður matur

Góð fríðindi

Þjálfun og fræðsla

Rútuferðir til og frá vinnu

2-2-3 vaktavinna eða dagvinna


16

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. janúar 2018 // 3. tbl. // 39. árg.

Skólar Garðs þarfnast stækkunar

Stækka þarf leikskólann í Garðinum og bæta aðstöðu hans, samkvæmt föstudagspistli Magnúsar Stefánssonar, bæjarstjóra Garðs. Íbúum sveitarfélagsins fjölgar jafnt og þétt og þá þarf að huga að innviðum bæjarins og þjónustu við íbúa. Leikskóli bæjarins er nú þegar fullnýttur og fer því að líða að stækkun hans svo að öll börn sem eru komin á leikskólaaldur fái leikskólavist. Einnig þarf að hefja undirbúning að stækkun

grunnskólans en á komandi árum mun nemendum við hann fjölga. Unnið var að deiliskipulagi fyrir tvö ný íbúðarsvæði á síðasta ári og stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu fyrri hluta ársins en mikil eftirspurn er eftir lóðum fyrir íbúðarhúsnæði í Garði.

LISTASAFNI REYKJANESBÆJAR BERAST GÓÐAR GJAFIR Uppeldi barna með ADHD Foreldrafærninámskeið 29. janúar til 12. mars Tilgangur námskeiðsins er að fræða foreldra um áhrif ADHD á tilveru barna og styðja þá í að tileinka sér uppeldisaðferðir sem henta börnum með ADHD. Foreldrar skoða núverandi stöðu, gera áætlanir og framfylgja þeim til að taka á eða fyrirbyggja ýmsan vanda sem algengt er að upp komi. Markmiðið er að foreldrar læri hagnýtar og sannreyndar aðferðir sem nýtast þeim til lengri tíma. Efni námskeiðsins hentar best fyrir foreldra barna á aldrinum 5-12 ára.

Listasafni Reykjanesbæjar barst góð gjöf í lok síðasta árs. Listamaðurinn Stefán Geir Karlsson sem fæddur er og uppalinn í Keflavík færði safninu að gjöf 10 listaverk sem hann hefur unnið að á síðustu 20 árum. Stefán Geir er þekktastur fyrir skúlptúra sína sem oft eru hlutir úr daglegu lífi sem hann hefur stækkað að miklum mun og hér í bæ má m.a. sjá stóra olíutrekkt eftir hann við Olís á Fitjum en hann smækkar

líka hlutina og á Parísartorginu í Keflavík má sjá Eiffelturninn sem hann vann með aðstoð Kínverja og sett var upp á Ljósanótt árið 2013. Verkin sem hann færði listasafninu að gjöf eru öll inniverk af ýmsu tagi og m.a. nokkur sem voru á sýningu listmannsins í Duus Safnahúsum árið 2003. Forstöðumaður safnsins, Valgerður Guðmundsdóttir tók á móti verkunum í safngeymslunum á Njarðvík og lét þess getið að mikill fengur

Listamaðurinn Stefán Geir Karlsson og Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar.

Kennsla á námskeiðinu er í höndum sálfræðinga skólaþjónustu og er alls sex skipti á tímabilinu 29. janúar til 12. mars kl. 17:00 - 19:00, að 5. mars undanskildum. Skráningu á námskeiðið er hjá sálfræðingum skólaþjónustu í síma 421-6700 eða netfangið einar.t.einarsson@ reykjanesbaer.is. Nánari upplýsingar eru á vef Reykjanesbæjar undir Þjónusta: Menntun og fræðsla: Skólaþjónusta.

væri fyrir safnið að eignast listaverk eftir heimamenn.

SUNNUDAGURINN 21. JANÚAR KL. 11:00

Guðsþjónusta í Keflavíkurkirkju, sr. Fritz Már þjónar ásamt messuþjónum. Njótum saman yndislegrar stundar með söng og gleði. Strax eftir guðsþjónustu verður súpusamfélag í Kirkjulundi þar sem okkur verður boðið upp á yndislega súpu. Jón „okkar“ Ísleifsson kemur með brauð handa okkur sem Sigurjónsbakarí gefur að venju. MIÐVIKUDAGURINN 24. JANÚAR KL. 12:00

Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar í umsjón presta og Arnórs organista, komum saman og njótum góðrar stundar í hádeginu. Gæðakonur bera fram dásemdarsúpu og brauð eftir stundina. MIÐVIKUDAGURINN 24. JANÚAR KL.13:00

Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda tekur á móti innflytjendum og flóttafólki ásamt prestum Keflavíkurkirkju og leiðir bænastund með þeim á ensku. Verið alltaf öll velkomin

HAFNARFJÖRÐUR – REYKJANES Suðurnesjalína 2 – Mat á umhverfisáhrifum Landsnet vinnur að undirbúningi umhverfismats fyrir Suðurnesjalínu 2. Tillaga að matsáætlun er nú á vinnslustigi og er birt á heimasíðunni www.landsnet.is sem Drög að tillögu matsáætlunar. Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum sem geta nýst við komandi matsvinnu og geta allir gert athugasemdir við drögin.

Helgihald og viðburðir í

Njarðvíkurprestakalli Ytri-Njarðvíkurkirkja

Guðsþjónusta 21. janúar kl.20. Sr. Brynja Vigdís þjónar. Sunndagskóli kl.11. Spilakvöld aldraðra og öryrkja fimmtudaginn 18. janúar kl.20. Umsjón hefur starfsfólk kirkjunnar og Lionsklúbbur Njarðvíkur. Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 23. janúar kl.19.30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Vinavoðir miðvikudaginn 24. janúar kl.10:30-13:30. Fermingarfræðsla miðvikudaginn 24. janúar kl.14 og kl. 16.

Njarðvíkurkirkja

Athugasemdir má senda til Smára Jóhannssonar á netfangið smari@landsnet.is frá 18. janúar til og með 5. febrúar. Einnig má senda athugasemdir til Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík og merkja „Suðurnesjalína 2. Drög að tillögu matsáætlunar“.

Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is

Guðsþjónusta 21. janúar kl. 20 og sunnudagskóli kl.11 og fer hvort tveggja fram Ytri-Njarðvíkurkirkju Æskulýðsstarfssemi KFUM/K í safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju (Innri-Njarðvík) 18. janúar kl. 19.30.-20.30. Umsjón hefur Heiðar Örn Hönnuson. Foreldramorgun í safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 23. janúar kl.10.30. Umsjón hefur Emilía B. Óskarsdóttir. Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 23. janúar kl.19.30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Fermingarfræðsla miðvikudaginn 24. janúar kl.15.


markhönnun ehf

-25% ALLOS SMYRJA 135 GR. PAPRIKU TRIO/SPÍNAT FURUH/BLAÐL/BASIL KR STK

371

HIMNESK HOLLUSTA 40 GR. HNETUBITI/KÓKOSBITI KR STK

109

ÁÐUR: 145 KR/STK

ÁÐUR: 495 KR/STK

ALLOS VEGAN EXPRESS 60 GR FJÓRAR BRAGÐTEGUNDIR KR STK

299

ÁÐUR: 398 KR/STK

MÖNDLUMJÓLK 1L ISOLA. KR STK

338

MÖNDLUMJÓLK 1L ÓSÆT. ISOLA. KR STK

352

MÖNDLUMJÓLK 1L RÍS M/KÓKOS. ISOLA. KR STK

ÁÐUR: 450 KR/STK

ÁÐUR: 469 KR/STK

ÁÐUR: 399 KR/STK

299

MÖNDLUMJÓLK 1L 3%. ISOLA. KR STK

224

ÁÐUR: 298 KR/STK

NT

LÍFRÆ

REBEL KITCHEN DAIRY FREE REBEL KITCHEN DAIRY FREE ORGANIC CHOCOLATE MILK 330ML KR ORGANIC COFFEE MILK 330ML STK KR ÁÐUR: 298 KR/STK STK

224

202

ÁÐUR: 269 KR/STK

UPTONS 200 GR. ORIGINAL/BARBEQUE /THAI CURRY KR STK

374

ÁÐUR: 498 KR/STK

TZAY SOYA BITAR/SPJÓT/STRIMLAR 250 GR. KR PK

PR VEGAN HAMBORGARI M/SVEPPUM & KJÚKLING KR STK

ÁÐUR: 789 KR/PK

ÁÐUR: 598 KR/STK

679

449

NOW 120 TBL.

2.699

KR STK

ÁÐUR: 3.598 KR/STK

NOW VITAMIN D VEGETARIAN 120 CAPS. KR STK

1.274

NOW B-12 1000 MCG. 100 CHEW. KR STK

ÁÐUR: 1.699 KR/STK

ÁÐUR: 1.299 KR/STK

NOW PRÓ PEA 907 GR.

3.224 KRSTK ÁÐUR: 4.299 KR/STK

974

NOW PRÓ PLANT COMPLEX 907 GR. KR STK

4.274

NOW B-100 COMPLEX 100 CAPS. KR STK

2.099

NOW IRON COMPLEX VEGETARIAN 100 TBL. KR STK

1.049

ÁÐUR: 1.398 KR/STK

ÁÐUR: 2.799 KR/STK

NOW MACA 500MG 100 CAPS. KR STK

1.011

NOW COQ10 30 MG VEG. 60 VC. KR STK

1.372

ÁÐUR: 1.829 KR/STK

ÁÐUR: 1.348 KR/STK

ÁÐUR: 5.699 KR/STK

Tilboðin gilda 18. - 21. janúar 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

www.netto.is


18

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. janúar 2018 // 3. tbl. // 39. árg.

Að gera betur Fjölmenning er frábær fyrir Suðurnesin Undirritaður flutti tvær breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið sem afgreitt var á Alþingi nú fyrir áramótin. Lagði ég til hækkun til löggæslumála, þar af 60 milljónir til Lögreglustjórans á Suðurnesjum svo fjölga mætti rannsóknarlögreglumönnum við embættið. Álag á rannsóknarlögreglumönnum á Suðurnesjum er mjög mikið og geta þeir engan veginn sinnt öllum þeim málafjölda sem kemur á þeirra borð. Ástæða þess er mikil fólksfjölgun á svæðinu, sem og fjölgun ferðamanna, hælisleitenda og erlendra borgara er starfa á svæðinu. Sami fjöldi rannsóknarlögreglumanna hefur starfað hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum síðan 2007. Þetta er brýnt hagsmunamál allra íbúa á svæðinu en skipulögð glæpastarfsemi hefur færst í aukana síðustu ár og við sem borgarar gerum þá kröfu að unnið sé markvisst að uppræta slíka starfsemi. Í raun þarf embættið enn frekari hækkun á fjárveitingum en tillagan var skref í rétta átt.

Fjölgun lögreglumanna á Suðurnesjum

Því er skemmst frá að segja að tillaga mín var felld í þinginu og voru það vonbrigði. Það voru hins vegar mun meiri vonbrigði að af fimm þingmönnum búsettum á Suðurnesjum sögðu þrír þeirra; Nei í atkvæðagreiðslunni.

Tækjakaup fyrir Heilbrigðis­ stofnun Suðurnesja

Auk þess lagði ég til aukafjárveitingu til tækjakaupa allra heilbrigðisstofnanna út á landi, þar af 90 milljónir til Heilbrigisstofnunnar Suðurnesja. Tillögurnar voru báðar felldar, meðal annars af þingmönnum sem hafa lagt áherslu á að ljúka beri tvöföldum Reykjanesbrautar sem fyrst. Undirritaður barðist fyrir því í fjárlaganefnd, ásamt þingmönnum kjördæmisins, að settar yrðu 200 milljónir í Grindavíkurveg og náðist það í gegn ásamt 50 milljónum aukalega til Fjölbrautaskóla Suðurnesja og auka fjár-

Komið hefur í ljós að börn af erlendum uppruna nýta ekki hvatagreiðslur með sama hætti og íslensk börn og ungmenni. Við þessu er verið að bregðast og unnið er að því að koma þjónustuvef Reykjanesbæjar, „MITT REYKJANES”, á fleiri tungumál en íslensku til þess að auðvelda aðgengi erlendra íbúa að þjónustu sem þar er til staðar. Það er nauðsynlegt að auka virkni erlendra íbúa, flýta fyrir aðlögun og um leið auka lífsgæði þeirra. Til þess að bregðast við þessari stöðu

verður lögð fram tillaga í bæjarstjórn Reykjanesbæjar um að ráðinn verði starfsmaður, einhvers konar fjölmenningarfulltrúi, sem hafi það hlutverk að þjónusta þennan hóp, greina aðstæður þeirra og vinna að aukinni virkni erlendra íbúa í samfélaginu okkar. Við lifum á tímum breytinga og við eigum að taka þeim fagnandi. Fjölmenning og fjölbreytni í mannlífinu getur ekki orðið til neins annars en góðs.

Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar og oddviti Beinnar leiðar

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Óbreytt gjaldskrá í leikskólum Reykjanesbæjar

Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð

Þetta er hins vegar ekki öll sagan. Á síðustu metrum fjárlagavinnunnar kom fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins með inn í frumvarpið að bílaleigur skyldu áfram njóta skattaafsláttar af vörugjöldum, vegna þess að þær hafi „offjárfest í bílum að undanförnu“, eins og segir í greinagerðinni með frumvarpinu. Afslátturinn átti að renna út um áramótin og höfðu leigurnar góðan undirbúningstíma. Afslátturinn kostar ríkissjóð 1500 milljónir. Þetta eru miklir peningar en hinn almenni borgari getur ekki fengið skattaafslátt ef hann offjárfestir í bifreiðakaupum. Lagði ég fram breytingartillögu við frumvarpið þess efnis að afslátturinn félli niður, eins og til stóð upphaflega. Þeir peningar sem kæmu þá til ríkisins, þessar 1500 milljónir, yrðu nýttar í mikilvæg samfélagsverkefni, meðal annars yrðu nýttar 820 milljónir í tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð. Það er mjög brýnt verkefni sem gagnast öllum landsmönnum og þá ekki síst Suðurnesjamönnum.

Íbúar Reykjanesbæjar, sem eru af erlendu bergi brotnir, eru nú orðnir rúmlega fimmtungur íbúa. Flestir koma þeir frá Póllandi en einnig frá fjölda annarra ríkja. Það er mikil áskorun í því fólgin að vera útlendingur langt frá sínum heimahögum. Menningarheimar geta verið mismunandi, sem gerir það að verkum að aðlögun að nýju samfélagi getur reynst erfið og tekið tíma. Því er mikilvægt að til staðar séu verkfæri og verkferlar sem hjálpa til við þessa aðlögun.

-engin hækkun á gjaldskrá frá 2017

veitingu til almenningssamgangna. Í þessum málum stóðu þingmenn saman og er það ánægjulegt. Flokkslína framar hagsmunum íbúa Með áðurnefndum breytingartillögum var undirritaður að reyna að rétta hlut svæðisins, sem hefur fengið hlutfallslega lægri fjárveitingar en aðrir landshlutar. Allir þingmennirnir voru sammála um það, á fundi í Reykjanesbæ fyrir kosningar, að brýnt væri að leiðrétta ranglætið í fjárveitingum til Suðurnesja. Stjórnarþingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna virðast hins vegar einungis samþykkja fjárveitingar til Suðurnesja á þeirra forsendum. Ljóst er að fyrirfram gefin flokkslína réð för í atkvæðagreiðslunni og virðist hún ganga framar hagsmunum íbúa svæðisins, sem þingmenn Suðurkjördæmis eru kjörnir til að starfa fyrir. Þetta er ekki í anda nýrra vinnubragða í stjórnmálum, sem þjóðin hefur kallað eftir. Ríkisstjórnin sagði þegar hún tók við völdum að hún ætlaði að innleiða ný vinnubrögð á Alþingi og styðja góð mál, hvaðan sem þau kæmu. Allt virðist það hljóm eitt. Birgir Þórarinsson Höfundur er þingmaður Miðflokksins og situr í fjárlaganefnd Alþingis.

Reykjanesbær hefur ekki hækkað leikskólagjöld né gjöld fyrir fæði á leikskólum á milli ára en foreldrar í Reykjanesbæ borga 8.265 kr. fyrir fullt fæði á leikskólum bæjarins. Á sama tíma hefur fæðugjaldið hækkað um 2,7% í Reykjavík frá því í fyrra og borga foreldrar 10.770 kr. fyrir fult fæði. Tímagjald hefur hins vegar lækkað um 15% á höfuð­ borgarsvæðinu. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands á úttekt á leikskólagjöldum í sextán fjölmennustu sveitarfélögum landsins en þar kemur fram að allt að 145 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári milli sveitarfélaga. Töluverður verðmunur er á hæstu og lægstu leikskólagjöldunum (almennu gjaldi) eða 52% sem gerir 13.231 kr. á mánuði eða ríflega 145.000 kr. á ári. Foreldrar í Reykjanesbæ borga 30.855 kr. fyrir níu tíma vistun en forgangshópur borgar 23.231 kr. fyrir sama tímafjölda, forgangshópar eru víðast einstæðir foreldrar, námsmenn og öryrkjar. Foreldrar í Reykjavík borga 24.467 kr. fyrir níu tíma og forgangshópar 10.133 kr. Systkinaafsláttur er veittur í Reykjanesbæ og er hann 50% með öðru barni en með þriðja barni er hann 100%.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Leikskólinn Gefnarborg í Garði. VF-mynd: Hilmar Bragi

Hafna leiðréttingu á rekstrarframlagi til leikskóla í Garði Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt samhljóða að hafna ósk rekstraraðila leik­ skólans Gefnarborgar í Garði um leiðréttingu á rekstrarframlagi. Rekstraraðilinn óskaði eftir annars vegar afturvirkri leiðréttingu vegna annars rekstrarkostnaðar, sem hefur ekki hækkað til samræmis við hækkun neysluverðsvísitölu. Hins vegar vegna aukins kostnaðar við rekstur á eldhúsi. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða

á síðasta fundi að hafna erindinu, með tilvísun í grein í samningi um rekstur leikskólans. Ekki er fallist á leiðréttingu vegna breytingar á vísitölu neysluverðs fyrir það árabil sem óskað er eftir og ekki hafa orðið verulegar kostnaðarhækkanir undanfarin tvö ár. Varðandi aukinn kostnað við rekstur á eldhúsi, er ekki fallist á að greiða þann aukna kostnað, enda á ábyrgð rekstraraðila. Jónína Magnúsdóttir vék af fundinum undir þessum lið vegna vanhæfni.

Heilakúnstir á bókasafninu Heilakúnstir er heimanámsaðstoð sem boðið er upp á í Bókasafni Reykja­ nesbæjar á vegum Rauða kross Suðurnesja. Heimanámsaðstoð er fyrir börn í Reykjanesbæ frá 4. bekk. Hún verður alla þriðjudaga frá klukkan 14.30 til 16 og alla fimmtudaga frá klukkan 16 til 17.30. Nemendur og sjálfboðaliðar Rauða krossins hittast á neðri hæð safnsins í vinnuherbergi sem nefnist „Búrið“. Afslappað andrúmsloft verður í forgrunni þar sem hver og einn hefur tækifæri til að vinna á eigin hraða. Heimanámsaðstoðin er ókeypis og allir eru velkomnir. Ekki þarf að skrá sig fyrir fram.

ÞORRABLÓTSSTEMNING

Í LYFJU KEFLAVÍK

Puntaðu þig upp fyrir Þorrablótið með Maybelline.

20% AFSLÁTTUR af völdum vörumerkjum 19. og 20. janúar


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. janúar 2018 // 3. tbl. // 39. árg.

19

Þrjúþúsundasti nemandinn útskrifast frá Keili Keilir útskrifaði 117 nemendur við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú í Reykjanesbæ föstudaginn 12. janúar síðastliðinn. Við athöfnina voru brautskráðir 64 nemendur af Háskólabrú, 28 atvinnuflugmenn, 22 flugvirkjar og þrír ÍAK einkaþjálfarar. Þau tímamót urðu við þetta tækifæri að þrjúþúsundasti nemandinn útskrifaðist úr Keili og hafa nú samtals 3.028 nemendur lokið námi við deildir skólans sem fagnaði tíu ára afmæli á síðasta ári. Þrjúþúsundasti nemandinn er Þórarinn Guðmundur Andrésson, nemandi í Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar, sem fékk blómvönd frá Keili við þetta tækifæri. Í hátíðarræðu sinni minntist Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, meðal annars á þá umræðu sem hefur átt sér stað í samfélaginu undanfarið, bæði hér heima og erlendis, og hófst með metoo baráttunni. Lagði hann sérstaka áherslu á mikilvægi þessarar umræðu og þá gagnkvæmu virðingu sem við þurfum að sýna hvert öðru. Bregðast þarf við og taka á öllu ofbeldi, í hvaða mynd sem það birtist, og þar

er skólasamfélagið ekki undanskilið. Ofbeldi sem getur birst með ýmsum hætti. Líkamlegt eða kynferðislegt, í orði, í skrifum eða athöfnum. En hver sem myndin er, hljótum við að vilja fjarlægja hvers konar ofbeldi og í hvaða mynd sem það birtist. Með orðræðunni hefur myndast góður vettvangur til að takast á við þetta vandamál á opinskáan hátt og skapa þannig grundvöll til varanlegra breytinga.

Útskrift fjarnámsnemenda Háskólabrúar Keilis

Háskólabrú Keilis brautskráði samtals 64 nemendur úr öllum deildum. Berglind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Háskólabrúar, flutti ávarp og afhenti viðurkennignarskjöl ásamt Skúla Frey Brynjólfssyni, náms- og starfsráðgjafa. Dúx Háskólabrúar var Ragnheiður Pálsdóttir með 9,38

í meðaleinkunn, og fékk hún bók frá Íslandsbanka ásamt spjaldtölvu frá Keili sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Þá fékk Jón Fannar Smárason viðurkenningu frá HS orku fyrir góðan námsárangur af Verkog raunvísindadeild Háskólabrúar. Sigurjón Jóhannesson flutti ræðu útskriftarnema. Með útskriftinni hafa samtals 1.598 nemendur lokið náminu frá árinu 2008 og hafa lang flestir þeirra haldið áfram í háskólanám bæði hérlendis og erlendis. Aldrei hafa jafn margir nemendur stundað frumgreinanám í Keili og á þessu ári, en á annað hundrað umsóknir bárust í fjarnám Háskólabrúar sem hófst í byrjun janúar. Þeir bætast við fjölmennasta hóp nýnema í Háskólabrú sem hófu nám síðastliðið haust og stunda þar með núna hátt í þrjú hundruð nemendur frumgreinanám í Keili.

Hjálmar Árnason og Þórarinn Guðmundur Andrésson, þrjúþúsundasti nemandinn sem útskrifast frá Keili. 50 nemendur útskrifast úr flugtengdum greinum

Útskriftarhópur Keilis í janúar 2018.

Flugakademía Keilis útskrifaði 28 atvinnuflugnema og var þetta í átjánda skiptið sem Keilir brautskráir nemendur úr atvinnuflugnámi skólans. Hafa þá samtals 203 atvinnuflugmenn útskrifast frá upphafi skólans. Aukin aðsókn hefur verið í flugnám við skólann og hefur verið fullbókað í síðustu bekki í náminu, en aldrei hafa fleiri einstaklingar lagt stund á atvinnuflugmannsnám í Keili en nú. Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis flutti ávarp og afhenti atvinnuflugmönnum prófskírteini ásamt Snorra Pál Snorrasyni skólastjóra Flugakademíunnar. Sören Molbech Madsen fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í atvinnuflugmannsnámi með 9,75 í meðaleinkunn. Fékk

hann gjafabréf frá WOWair og bók frá Icelandair. Þá útskrifaði Flugakademían í fjórða sinn flugvirkjanema, en boðið er upp á námið í samvinnu við AST (Air Service Training) í Skotlandi. Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, þjálfunarstjóri flugvirkjanáms, aðstoðaði við útskriftina. 22 nemendur útskrifuðust úr náminu að þessu sinni og fékk Bergur Sverrisson viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Fékk hann bókagjöf frá Isavia. Með útskriftinni hafa samtals 68 nemendur lokið flugvirkjanámi við skólann. Davíð Ingi Jóhannsson, nemandi í flugvirkjanámi, flutti ræðu útskriftarnema fyrir hönd Flugakademíu Keilis. Hann hlaut einnig viðurkenningu frá deildinni fyrir góðan árangur og eljusemi og fékk bókagjöf frá Isavia.

AUGLÝST EFTIR TILNEFNINGUM UM

BÆJARLISTAMANN GRINDAVÍKUR 2018 Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar auglýsir eftir tilnefningum um Bæjarlistamann Grindavíkur 2018. Útnefningin verður tilkynnt í tengslum við Menningarviku Grindavíkurbæjar 10.-18. mars nk. Ábendingar þurfa að hafa borist frístunda- og menningarnefnd í síðasta lagi 1. febrúar 2018 á netfangið bjorg@grindavik.is. Nefndin óskar hér með eftir tilnefningum eða ábendingum um einstakling eða samtök listamanna í Grindavík, eða sem tengjast Grindavík á einn eða annan hátt, til að bera sæmdarheitið Bæjarlistamaður Grindavíkur 2018. Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkur útnefnir annað hvert ár Bæjarlistamann Grindavíkur og annað hvert ár Menningarverðlaun Grindavíkur, samkvæmt Menningarstefnu Grindavíkur.


20

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. janúar 2018 // 3. tbl. // 39. árg.

„Trúi því að ég geti verið öðrum íþróttastelpum góð fyrirmynd“

Auglýst eftir styrkumsóknum í Menningarsjóð Reykjanesbæjar 1. Þjónustusamningar við menningarhópa Ákveðnu fjármagni verður varið í þjónustusamninga við menningarhópa í bæjarfélaginu árið 2018 eins og verið hefur. Um ýmis konar þjónustu af hálfu menningarhópanna getur verið að ræða, s.s. þátttöku í viðburðum, námskeiðahald o.fl. í þeim dúr gegn ákveðinni greiðslu.

- Jóhanna Júlía Júlíusdóttir er Íslandsmeistari í CrossFit og stefnir á Heimsleikana

2. Verkefnastyrkir til menningartengdra verkefna Ákveðnu fjármagni verður varið í verkefnastyrki á árinu 2018 sem miða að því að hægt verði að fá fjármagn til einstakra menningarverkefna sem standa munu bæjarbúum til boða á árinu. Eyðublöð er að finna á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer. is undir Allar umsóknir: Menning. Umsóknum skal skilað á netfangið menningarfulltrui@ reykjanesbaer.is eða á skrifstofu menningarfulltrúa á Tjarnargötu 12 í síðasta lagi 5. febrúar nk.

ATVINNA

Stelpurnar og strákarnir á Íslandi eru svo öflug, maður þarf að hafa fyrir hlutunum. Markmið mitt fyrir mótið var alltaf að vinna en það var aldrei öruggt. Það getur allt gerst í svona keppnum.

100% atvinna hjá Icelandair Cargo ehf. Keflavíkurflugvelli

Icelandair Cargo ehf. óskar eftir að ráða þjónustulipran og ábyrgðarfullan starfsmann í 100% atvinnu á skrifstofu félagsins á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða fjölbreytt skrifstofustarf við tollskjalagerð, skjalavinnslu og almenn skrifstofustörf þar sem reynir á sjálfstæð og öguð vinnubrögð auk skipulagsfærni og nákvæmni í starfi. STARFSSVIÐ: • Tollskjalagerð • Samskipti og þjónusta við viðskiptavini • Skjalavinnsla • Upplýsingagjöf • Önnur skrifstofustörf MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR: • Námskeið í tollskjalagerð eða hafa unnið við tollskjalagerð er æskilegt • Stúdentspróf eða sambærileg menntun • Góð almenn tölvukunnátta m.a. á Microsoft Office forrit og Navision • Jákvæðni og rík þjónustulund • Hæfni til þess að vinna sjálfstætt sem og undir álagi • Góð samskiptahæfni • Góð íslensku- og enskukunnátta Unnið er virka daga frá 8-16. Fólk með þekkingu og/eða reynslu úr flugheiminum er sérstaklega hvatt til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2018 Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir óskast sendar til Soffíu Axelsdóttur, deildarstjóra Miðlunar hjá Icelandair Cargo ehf. á Keflavíkurflugvelli, á netfangið soffia@icelandaircargo.is. Lágmarksaldur umsækjanda er 20 ár.

„Þetta var klárlega mitt besta ár síðan ég byrjaði í CrossFit,“ segir Jóhanna Júlía Júlíusdóttir þegar hún rifjar upp síðastliðið ár í samtali við Víkurfréttir, en Jóhanna varð meðal annars Íslandsmeistari í CrossFit árið 2017. „Ég get ekki annað sagt en að ég sé mjög ánægð með árið í heild sinni. Það sem mér fannst standa upp úr var að komast á Heimsleikana í ágúst. Ég var hluti af sex manna liði CrossFit XY á Evrópuleikunum þar sem við settum allt kapp á að vinna okkur inn þátttökurétt á Heimsleikunum.“ Aðeins fjörtíu bestu liðin í heiminum af fjórtán þúsund komust á leikana. „Það tókst og við enduðum í þriðja sæti á Evrópuleikunum.“

Góður stuðningur munar öllu

Jóhanna ákvað fyrir rúmu ári síðan að byrja að æfa CrossFit hjá CrossFit XY í Garðabæ en áður hafði hún æft hjá CrossFit Suðurnes. „Ég gerði það bara fyrir mig vegna þess að mér fannst ég hafa fleiri tækifæri til þess að ná langt þar. Ég sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun þar sem ég hef gert svo margt síðan þá, farið í fjölda æfingabúða, bæði hérlendis og erlendis. Það munar öllu að hafa góðan stuðning í kringum sig.“

Íslendingarnir eru öflugir

Íslandsmeistaramótið sem Jóhanna sigraði fór fram í nóvember síðast-

liðnum en hún segir það ekkert gefins að vinna svoleiðis mót. „Stelpurnar og strákarnir á Íslandi eru svo öflug, maður þarf að hafa fyrir hlutunum.

Markmið mitt fyrir mótið var alltaf að vinna en það var aldrei öruggt. Það getur allt gerst í svona keppnum.“ Utan íþróttarinnar stundar Jóhanna nám við Háskólann í Reykjavík en hún segir það oft mikið púsluspil að tvinna æfingum og náminu saman. „Maður þarf að fórna ýmsu til að ná öllu sínu. CrossFit fylgir mikið æfingaálag og íþróttin krefst þess að ég setji allan minn frítíma í að hvílast og ná að byggja upp gott orkustig fyrir næstu æfingu,“ segir Jóhanna. Það er alltaf gaman að mæta á fjölbreyttu æfingarnar að hennar sögn, en sumir dagar eru þó erfiðari en aðrir. „Æfingarnar eru til dæmis lyftingar, þrekæfingar, fimleikar, sund, hjól, hlaup og fleira. Ég æfi CrossFit því ég hef trú á því að ég geti náð miklum árangri á þessum vettvangi og verið öðrum íþróttastelpum góð fyrirmynd.“

solborg@vf.is


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. janúar 2018 // 3. tbl. // 39. árg.

21

Fjórir Maltbikarar til Suðurnesja

Sannkölluð bikarstemning var í Laugardalshöllinni um helgina en leikið var frá föstudegi til sunnudags. Fjórir Maltbikarar komu til Suðurnesja en ásamt því að meistaraflokkur kvenna í Keflavík landaði titlinum, í fimmtánda sinn, urðu þrjú önnur kvennalið Maltbikarmeistarar í sínum flokkum. Keflavík er Maltbikarmeistari í stúlknaflokki en liðið mætti KR í úrslitaleiknum. Keflavík sigraði leikinn með átján stiga mun og voru lokatölur leiksins 77-59. Birna Valgerður Benónýsdóttir var valin besti leikmaður leiksins en hún var með 18 stig, tók 10 fráköst, gaf 3 stoðsendingar, stal 4 boltum og var með eitt varið skot. Þess má einnig geta að hún tapaði engum bolta í leiknum. Grindavík varð Maltbikarmeistari í 9. flokki stúlkna eftir sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík. Grindavík náði forskoti í upphafi leiks en liðið hélt því stóran hluta af leiknum, Njarðvík setti í fimmta gír í fjórða leikhluta og náði að minnka muninn niður í tvö stig þegar skammt var til leiks-

Stúlknaflokkur Keflavíkur.

10. flokkur stúlkna Grindavík.

loka. Grindavík reyndist vera sterkari aðilinn á lokasprettinum og sigaði liðið með þremur stigum og urðu lokatölur leiksins 50-47. Elísabeth Ýr Ægisdóttir var valin besti leikmaður leiksins en hún var með 11 stig, 6 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 varin skot. Grindavík varð einnig Maltbikarmeistari í 10. flokki stúlkna eftir nágrannaslag við Keflavík. Leikurinn var jafn framan af, Grindavík var yfir allan tímann en Keflavík var aldrei langt undan. Lokatölur leiksins urðu 44-57 fyrir Grindavík. Anna Margrét Lucic Jónsdóttir var besti leikmaður leiksins en hún skoraði 20 stig fyrir Grindavík.

Myndir kki.is

9. flokkur stúlkna Grindavík.

Auka fjárveiting í Fjölþætta heilsueflingu

Nýliðar í landsliðinu, f.v.: Samúel Kári Friðjónsson, Anton Ari Einarsson, Mikael Neville Anderson, Andri Rúnar Bjarnason, Felix Örn Friðriksson og Hilmar Árni Halldórsson. Á myndinni eru einnig Keflvíkingurinn Rúnar Vífill Arnarson, formaður landsliðsnefndar, og Jóhannes Ólafsson.

Samúel Kári og Mikael léku sína fyrstu landsleiki

Keflvíkingarnir Samúel Kári Friðjónsson og Arnór Ingvi Traustason voru í byrjunarliði Íslands í báðum vináttu landsleikjunum í knattspyrnu gegn Indónesíu í Jakarta í sl. viku. Ísland vann örugglega fyrri leikinn 0–6 og þann seinni 1–4.

Suðurnesjamennirnir Arnór Ingvi, Samúel Trausti og Mikael Anderson (annar frá vinstri í neðri röð) í íslenska búningnum gegn Indónesíu.

Þriðji Suðurnesjamaðurinn er Sandgerðingurinn Mikael Anderson en hann kom inn á í fyrri leiknum og lék sinn fyrsta landsleik eins og Samúel Kári. Hann var í hópnum í síðari leiknum en kom ekki inn á. Mikael þekkja ekki margir en han lék með Sandgerðingum í yngri flokkunum um tíma. Arnór Ingvi Traustason meiddist í seinni leiknum eftir um það bil hálftíma leik og fór af velli. Albert Guðmundsson kom inn á fyrir Keflvíkinginn og kom heldur betur við sögu með því að skora þrennu. Markahrókurinn Andri Rúnar Bjarnason sem lék sl. sumar með Grindvíkingum var einn nýliðanna í leikjunum gegn Indónesíu og skoraði mark í fyrri leiknum.

BJARNI DARRI BIKARMEISTARI Í GLÍMU

Bjarni Darri varð bikarmeistari í -80kg flokki fullorðinna um helgina í Bikarglímu Íslands. Njarðvíkingar stóðu sig vel á mótinu en Bjarni varð einnig í öðru sæti í unglingaflokki og Ingólfur Rögnvaldsson í því þriðja. Þá krækti Kári Ragúels Víðisson í þriðju verðlaun í -90kg flokki fullorðinna.

Íslandsmótið í Backhold fór einnig fram um helgina en þar var Kári hlutskarpastur í -90kg flokki unglinga og Ingólfur annar í -70kg flokki unglinga og sá þriðju í -90kg flokki unglinga.

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi þann 11. janúar sl. að veita verkefninu Fjölþætt heilsuefling í Reykjanesbæ aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 2.300.000,- vegna aukinnar þátttöku íbúa í verkefninu. Fjölþætt heilsuefling er verkefni fyrir íbúa Reykjanesbæjar sem eru 65 ára og eldri og hefur hún verið starfrækt frá miðjum maí 2017 undir stjórn dr. Janusar Guðlaugssonar PhD íþrótta- og heilsusérfræðings. Reykjanesbær er Heilsueflandi samfélag og hefur verið það síðan lok árs 2016, en Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu allra aldurshópa. Í þeim tilgangi eru lagðir til grundvallar fjórir áhrifaþættir heilbrigðis sem unnið er með, þ.e. næring, hreyfing, geðrækt og lífsgæði.

Janus Guðlaugsson ásamt Móeiði Skúladóttur

ATVINNA Óska eftir vönum manni á hjólagröfu. Upplýsingar í sími 897 0731.

GÓ VERK EHF


22

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. janúar 2018 // 3. tbl. // 39. árg.

Keflavík - Fimmtándi titill Keflavíkurstúlkna Keflavík varð Malt-bikarmeistari kvenna í körfubolta sl. laugardag þegar liðið lagði nágranna sína úr Njarðvík í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Leikurinn var jafn framan af en í fjórða leikhluta komst Keflavík fram úr Njarðvík og sigruðu að lokum með ellefu stiga mun og voru lokatölur leiksins 74-63. Þetta er fimmtándi Bikarmeistaratitill Keflavíkur en liðið er það sigursælasta í kvennakörfunni.

Ungu stelpurnar stigu upp

Keflavíkurstúlkur fagna eftir að titillinn var í höfn. Njarðvíkurstúlkurnar ekki eins ánægðar. VF-myndir/hildurbjörk.

körfunni. Njarðvíkingurinn Björk Gunnarsdóttir sækir að

„Þetta er geggjuð tilfinning, alveg hreint, leikurinn var ekki auðveldur en Njarðvík er búið að spila ótrúlega vel í bikarkeppninni, þær hafa komið á óvart og við vissum það alveg að við gátum ekkert verið að vanmeta þær,“ sagði Thelma Dís Ágústdóttir,

leikmaður Keflavíkur, í samtali við karfan.is eftir leikinn. „Við vorum að spila ágæta vörn en Kaninn þeirra skoraði mikið af stigum en við náðum að halda hinum í lágmarki.“ Meiðsli og veikindi voru í herbúðum Keflavíkurliðsins fyrir leikinn en Thelma sagði að ungu stelpurnar í liðinu hefðu sýnt karakter og stigið upp þegar þörf var á.

Eltu mest allan leikinn

Stelpurnar í Njarðvík voru hnífjafnar meisturunum stóran hluta leiksins en liðin gengu inn í klefa í hálfleik, jöfn að stigum. Lið Njarðvíkur hefur ekki enn sigrað leik í Domino’s-deildinni og er þetta því góður árangur hjá þeim og mun reynsla bikarkeppninnar án efa nýtast í það sem eftir er af deildinni. Björk Gunnarsdóttir, leikmaður

Shalonda Winton til varnar en hún var yfirburðar leikmaður hjá Njarðvík.

TIL HAMINGJU MEÐ BIKARINN KEFLAVÍK Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Hollt, gott og heimilislegt


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. janúar 2018 // 3. tbl. // 39. árg.

23

k bikarmeistarar 2018 Embla Kristínardóttir átti stórleik með Keflavík. Hér geysist hún upp völlinn.

Birna Valgerður skorar. Njarðvíkur, sagði í samtali við karfan. is eftir leikinn að tapið hefði verið mjög sárt. „Við vorum alveg í þessu, það var jafnt í hálfleik en þær höfðu heppnina með sér í dag og settu niður skotin sín. Við vorum svolítið að elta mest allan leikinn og ég veit eiginlega ekki hvað fór úrskeiðis. Við munum nýta þessa reynslu hér úr höllinni til að klára tímabilið og eigum eftir að klára nokkra leiki núna á þessu ári, reynslunni ríkari.“

Stuðningsmennirnir klúbbnum til sóma

Embla Kristínardóttir var maður leiksins en hún átti stórleik hjá

Keflavík og skoraði tuttugu stig. Embla sagði í samtali við Víkurfréttir að hún sé ótrúlega ánægð með það að vera komin heim aftur og að liðsandinn í liðinu sé mjög góður enda séu þær flestar búnar að spila lengi saman. „Við lögðum upp með að mæta tilbúnar í bikarleikinn og vera fókusaðar, við ætlum að halda áfram að spila eins og við erum búnar að gera síðustu leiki og bæta í.“ Embla segir einnig að það hafi verið ótrúlega sætt að vinna þennan titil fyrir Keflavík og verja hann. „Ég er nýkomin í liðið og að vinna titil strax er bara magnað.“ Stuðningsmenn Keflavíkur létu í sér

Það var iðulega mikil barátta undir körfunni. heyra á leiknum og segir Embla að stuðningur þeirra skipti alltaf máli. „Það var geggjað að sjá alla sem mættu að hvetja okkur og ég er mjög þakklát fyrir allan stuðninginn sem við fengum, frábærir stuðningsmenn sem voru klúbbnum til sóma.“

Til hamingju Keflvíkingar! Við óskum Keflavík til hamingju með Bikarmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna. Landsbankinn er stoltur bakhjarl körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

Meðfylgjandi myndir tók Hildur Björk Pálsdóttir.

Brittanny Dinkins lék mjög vel og skoraði 16 stig, tók 11 fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal fimm boltum.

Telma Ágústsdóttir skoraði 16 stig í leiknum.


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

MUNDI Hægur dauðdagi hvals í plasti er ekki þorra... Meira svona sous vide...

LOKAORÐ

SÚLUHAFAR Í SJÓNVARPI

INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR

Heit og hamingja Mér er ennþá minnistætt þegar ég sat kúrs hjá kennara í stjórnun og stefnumótun í mínu mastersnámi fyrir 14 árum. Hann fór yfir hvernig hann og konan hans settust niður reglulega til þess að setja sér markmið og hvert þau vildu stefna í lífinu. Á þessum tíma fannst mér þetta hljóma hrikalega leiðinlega, í alvöru, hver sest niður og fer yfir eitthvað Excel skjal varðandi eigið líf? Ég hef hins vegar lært með árunum að þetta gerir raunverulega gagn. Þetta heldur manni við efnið. Ég er sem sagt orðin ein af þeim sem set mér nýársheit um hver áramót. Í lok hvers árs fer ég yfir árið sem er að líða og spyr mig spurninga eins og „er ég hamingjusöm?“ og „hef ég náð þeim markmiðum sem ég setti mér fyrir árið?“. Þetta hljómar rosalega leiðinlega, ég veit. En fyrir mér er hamingjan mín og minna það mikilvægasta í lífinu. Ég er líka ein þeirra sem spyr fólk bara svona á mánudegi hvort það sé hamingjusamt. Þetta fer stundum í taugarnar á dætrum mínum en þær vita hvað þetta þýðir. Eru þær að gera þá hluti í dag sem veitir þeim ánægju og eru þær að stefna þangað sem þær langar til?

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN Guðbrandur, Arnór og Kristján eru forsvarsmenn Með blik í auga. Þeir eru handhafar menningarverðlauna Reykjanesbæjar, Súlunnar, fyrir árið 2017. Suðurnesjamagasín Víkurfrétta fékk Svanhildi Eiríksdóttur í hlutverk gestafréttamanns og hún ræddi við Súluhafana á dögunum. Viðtalið og valin tónlistaratriði úr uppfærslum á Með blik í auga er viðfangsefnið okkar í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld kl. 20:00 á Hringbraut og vf.is.

Það er nauðsynlegt að geta skilið að vinnu og einkalíf en engu að síður þá yfirfærir maður margt úr vinnu á sitt persónulega líf og öfugt. Flest fyrirtæki fara að minnsta kosti einu sinni á ári í stefnumótun. Þar eru þrjár lykilspurningar hafðar að leiðarljósi: Hvar erum við? Hvert erum við að fara? Hvernig ætlum við að komast þangað? Þessar spurningar má auðveldlega yfirfæra á eigið líf. Af hverju förum við ekki oftar í stefnumótun með okkur sjálf eins og gert er í fyrirtækjarekstri? Förum svo reglulega yfir hvort við séum að ná okkar markmiðum. Þó þetta hljómi allt frekar „boring“ þá getum við gert margt verra en að marka stefnuna fyrir okkar eigið líf. Auðvitað er ég ekki með mín markmið í Excel skjali, en ég á „bucket“ lista og ég á mér skrifleg heit og markmið fyrir hvert ár. Ég trúi því nefnilega að maður fái meira út úr lífinu með stefnu, meðvitund og dass af núvitund. Þetta þurfa hvorki að vera mikilfengleg heit eða íþyngjandi markmið um að sigra heiminn eða fara fara í fallhlífarstökk. Þetta geta verið einfaldir hlutir eins og að bjóða þeim sem mér þykir vænt um oftar í mat, brosa meira, segja oftar já eða gera einfaldlega meira af því sem veitir manni gleði.

VIÐ HJÁ SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA HVETJUM YKKUR TIL AÐ BENDA OKKUR Á ÁHUGAVERT EFNI Í SUÐURNESJAMAGASÍN OG AÐRA MIÐLA VÍKURFRÉTTA. ÁBENDINGAR MÁ SENDA Á PÓSTFANGIÐ VF@VF.IS EÐA HRINGJA Í SÍMA 421 0002

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Suðurnesjamagasín er öll fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is

Víkurfréttir 3. tbl. 2018  

Víkurfréttir 3. tbl. 39. árg.

Víkurfréttir 3. tbl. 2018  

Víkurfréttir 3. tbl. 39. árg.

Advertisement