Víkurfréttir 2. tbl. 2018

Page 1

GUÐNÝ MARÍA FRÁ ISAVIA OG KJARTAN MÁR BÆJARSTJÓRI ERU GESTIR SUÐURNESJAMAGASÍNS ÞESSA VIKUNA

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþátttöku

Vill starfa áfram sem bæjarstjóri - segir Kjartan Már í viðtali við Suðurnesjamagasín

SJÁ EINNIG Á SÍÐUM

Hringbraut 99 - 577 1150

Félagar í FEB fá 16% afslátt af öllum vörum og lyfjum utan greiðsluþátttöku

Opið: Mánudaga-föstudaga 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

12-14

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 11. janúar 2018 // 2. tbl. // 39. árg.

Mögur langreyður á Hvalsnesi Hún var nokkuð mögur langreyðurin sem rak upp í fjöru neðan við bæinn Nesjar á Hvalsnesi og varð vart um nýliðna helgi. Þar gekk fuglaljósmyndarinn Guðmundur Hjörtur Falk fram á dýrið í fjörunni. Sérfræðingar frá Þekkingarsetri Suðurnesja og Hafrannsóknarstofnun skoðuðu svo dýrið á mánudag. Það reyndist 17 metra langt kvendýr. Langreyðurin var mögur og er langt undir meðalþyngd slíkra dýra en langreyður getur orðið yfir 20 metra löng og 70 tonn. Ekki voru sjáanlegir áverkar á dýrinu aðrir en þeir sem orðið hafa eftir núning við klappirnar í fjörunni. Tekin voru sýni úr dýrinu en ekki er hægt að segja til um dánarorsök. Nú er langreyðurin á forræði landeigenda. Óljóst er með næstu skref en beinagrind dýrsins gæti verið áhugaverður sýningargripur, því hvalir af þessari tegund eru einir þeir stærstu sem synda um heimshöfin.

Sjórekin 17 metra langreyður í fjörunni neðan við Nesjar á Hvalsnesi. VF-mynd: Hilmar Bragi

Verður komið í veg fyrir niðurrif gömlu Sundhallarinnar? -Fyrrverandi ráðherra mótmælir niðurrifi og segir það verða óafturkræft stórslys Sjö athugasemdir bárust vegna deiliskipulagstillögu við Framnesveg og Víkurbraut í Reykjanesbæ sem auglýst var nýlega. Sex af tíu stórum fjölbýlishúsum sem byggð verða við ströndina í Keflavík falla undir þessa breytingu á deiliskipulagi. Af sjö athugasemdum sem bárust, voru

fimm þeirra vegna niðurrifs á gömlu Sundhöllinni. „Sundhöllin er ekki bara mikilvæg í byggingarsögu okkar Keflvíkinga, heldur má einnig líta til byggingarsögu Íslands,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra en hún er ein fjölmargra sem hafa lýst því sem stórslysi

ef gamla Sundhöll Keflavíkur verði rifin. Hún sendi athugasemd við auglýsta breytingu á deiliskipulagi við Framnesveg en fundur var haldinn um deiliskipulagsbreytinguna við Framnesveg 11 og Víkurbraut 21-23 í Reykjanesbæ í Duussafnahúsum í síðustu viku. Sjá nánar á síðu 15.

Íbúum Voga fjölgaði um 5% Gamla Sundhöllin í Keflavík og byggingareiturinn þar sem til stendur að byggja þrjú stórhýsi. VF-mynd: Hilmar Bragi

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

FÍTON / SÍA

Íbúum Voga hefur fjölgað um 5% frá því á sama tíma á síðasta ári en þetta kemur fram í föstudagspistli bæjarstjóra Voga á heimasíðu bæjarins. Sveitarfélagið finnur fyrir aukningu íbúa á Suðurnesjum en nú um áramótin voru íbúar Voga 1.266 en voru á sama tíma í fyrra 1.206 og alls hefur því fjölgað um 60 íbúa á einu ári í sveitarfélaginu. Á síðasta ári hófust framkvæmdir við gatnagerð fyrir nýja íbúabyggð í Vogum og verður áframhald á þeirri þróun árið 2018. Mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu og hefur meðal annars öllum þeim lóðum, sem sótt var um á síðasta ári, verið úthlutað.

einföld reiknivél á ebox.is

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

FRÉTTASÍMINN 421 0002

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 2. tbl. 2018 by Víkurfréttir ehf - Issuu