Page 1

GUÐNÝ MARÍA FRÁ ISAVIA OG KJARTAN MÁR BÆJARSTJÓRI ERU GESTIR SUÐURNESJAMAGASÍNS ÞESSA VIKUNA

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþátttöku

Vill starfa áfram sem bæjarstjóri - segir Kjartan Már í viðtali við Suðurnesjamagasín

SJÁ EINNIG Á SÍÐUM

Hringbraut 99 - 577 1150

Félagar í FEB fá 16% afslátt af öllum vörum og lyfjum utan greiðsluþátttöku

Opið: Mánudaga-föstudaga 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

12-14

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 11. janúar 2018 // 2. tbl. // 39. árg.

Mögur langreyður á Hvalsnesi Hún var nokkuð mögur langreyðurin sem rak upp í fjöru neðan við bæinn Nesjar á Hvalsnesi og varð vart um nýliðna helgi. Þar gekk fuglaljósmyndarinn Guðmundur Hjörtur Falk fram á dýrið í fjörunni. Sérfræðingar frá Þekkingarsetri Suðurnesja og Hafrannsóknarstofnun skoðuðu svo dýrið á mánudag. Það reyndist 17 metra langt kvendýr. Langreyðurin var mögur og er langt undir meðalþyngd slíkra dýra en langreyður getur orðið yfir 20 metra löng og 70 tonn. Ekki voru sjáanlegir áverkar á dýrinu aðrir en þeir sem orðið hafa eftir núning við klappirnar í fjörunni. Tekin voru sýni úr dýrinu en ekki er hægt að segja til um dánarorsök. Nú er langreyðurin á forræði landeigenda. Óljóst er með næstu skref en beinagrind dýrsins gæti verið áhugaverður sýningargripur, því hvalir af þessari tegund eru einir þeir stærstu sem synda um heimshöfin.

Sjórekin 17 metra langreyður í fjörunni neðan við Nesjar á Hvalsnesi. VF-mynd: Hilmar Bragi

Verður komið í veg fyrir niðurrif gömlu Sundhallarinnar? -Fyrrverandi ráðherra mótmælir niðurrifi og segir það verða óafturkræft stórslys Sjö athugasemdir bárust vegna deiliskipulagstillögu við Framnesveg og Víkurbraut í Reykjanesbæ sem auglýst var nýlega. Sex af tíu stórum fjölbýlishúsum sem byggð verða við ströndina í Keflavík falla undir þessa breytingu á deiliskipulagi. Af sjö athugasemdum sem bárust, voru

fimm þeirra vegna niðurrifs á gömlu Sundhöllinni. „Sundhöllin er ekki bara mikilvæg í byggingarsögu okkar Keflvíkinga, heldur má einnig líta til byggingarsögu Íslands,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra en hún er ein fjölmargra sem hafa lýst því sem stórslysi

ef gamla Sundhöll Keflavíkur verði rifin. Hún sendi athugasemd við auglýsta breytingu á deiliskipulagi við Framnesveg en fundur var haldinn um deiliskipulagsbreytinguna við Framnesveg 11 og Víkurbraut 21-23 í Reykjanesbæ í Duussafnahúsum í síðustu viku. Sjá nánar á síðu 15.

Íbúum Voga fjölgaði um 5% Gamla Sundhöllin í Keflavík og byggingareiturinn þar sem til stendur að byggja þrjú stórhýsi. VF-mynd: Hilmar Bragi

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

FÍTON / SÍA

Íbúum Voga hefur fjölgað um 5% frá því á sama tíma á síðasta ári en þetta kemur fram í föstudagspistli bæjarstjóra Voga á heimasíðu bæjarins. Sveitarfélagið finnur fyrir aukningu íbúa á Suðurnesjum en nú um áramótin voru íbúar Voga 1.266 en voru á sama tíma í fyrra 1.206 og alls hefur því fjölgað um 60 íbúa á einu ári í sveitarfélaginu. Á síðasta ári hófust framkvæmdir við gatnagerð fyrir nýja íbúabyggð í Vogum og verður áframhald á þeirri þróun árið 2018. Mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu og hefur meðal annars öllum þeim lóðum, sem sótt var um á síðasta ári, verið úthlutað.

einföld reiknivél á ebox.is

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

FRÉTTASÍMINN 421 0002

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 11. janúar 2018 // 2. tbl. // 39. árg.

Togarinn Orlik dreginn úr í Njarðvíkurhöfn sl. sumar. Togarinn fór í slipp í Hafnarfirði en kom svo aftur eftir þéttingu þar. VF-mynd: Hilmar Bragi

Sækja um leyfi til að rífa togarann Orlik í Helguvík:

BRÁÐUM VERÐUR ENGINN Spurning hvenær ÚLFUR VIÐ GIRÐINGUNA alvarlegt óhapp verður

Sýningu Úlfs Karlssonar, Við girðinguna, lýkur á sunnudag í Listasafni Reykjanesbæjar. Hér er á ferðinni einkasýning Úlfs sem er fæddur árið 1988 og er með eftirtektarverðustu listmálurum sinnar kynslóðar. Verk hans eru litríkar og átakamiklar hugleiðingar um mannlífið í abstrakt-expressjónískum anda. Úlfur hefur sýnt verk sín víða, bæði á Íslandi og erlendis og m.a. í Hilger, hinu þekkta gallerí í Austurríki. Heiti sýningarinnar, Við girðinguna, vísar til eiginlegrar staðsetningar hennar, nálægt gömlu flugvallargirðingunni þar sem fyrrum mættust íslensk og bandarísk menning: Íslendingasögur og teiknimyndasögur, rímnastemmur og rokktónlist, sviðakjammar og Hersheys súkkulaði. En sýningin er líka um girðingar í óeiginlegri merkingu, mörkin milli hins smáa

og hins stóra, eyjaskeggja og meginlandsbúa, hins heimatilbúna og aðfengna, hins þekkta og óþekkta. Sýning Úlfs staðfestir með sínum hætti, og af sérstökum ástríðukrafti, að girðingin er ekki lengur held. Fiðrildi austur í Asíu blakar vængjum og kemur af stað hvirfilbyl hinum megin á hnettinum. Ofbeldi og óáran utan landsteina eru á augabragði orðin hluti af heimsmynd okkar, þökk sé snjallsímanum. Verk Úlfs eru litríkur vettvangur óútkljáðra átaka, skyndilegra hugljómana og ókláraðra frásagna. Mörkin milli veruleika og óraunveruleika eru yfirleitt óljós og á endanum skilur listamaðurinn eftir heilmikið fyrir okkur að ígrunda, löngu eftir að myndir hans eru horfnar okkur sjónum. Listasafn Reykjanesbæjar er í Duus Safnahúsum. Þar er opið alla daga frá kl. 12 til 17. Verið velkomin.

Hringrás hf. hefur óskað eftir því með bréfi til Reykjaneshafnar að fá aðstöðu á hafnarsvæðinu í Helguvík til niðurrifs á togaranum Orlik. Togarinn hefur legið bundinn við bryggju í Njarðvíkurhöfn frá árinu 2014. Stjórn Reykjaneshafnar hefur samþykkt niðurrifið með skilyrðum enda spurning um tíma hvenær alvarlegt óhapp verður af geymslu skipsins í Njarðvíkurhöfn. Á fundi hafnarinnar um miðjan desember sl. var eftirfarandi bókun samþykkt: „Togarinn Orlik kom til Njarðvíkurhafnar á haustdögum 2014. Á þeim tíma stóð til að rífa togarann þó ekki lægi fyrir hvernig staðið yrði

að þeirri framkvæmd. Leitað hefur verið ýmissa leiða til þess verkefnis, bæði innanlands og í útlöndum, án þess að það hafi gengið eftir. Ljóst er að töluverð vá er af togaranum í Njarðvíkurhöfn, tvisvar sinnum hefur hann næstum slitið landfestar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og einu sinni munaði litlu að hann sykki við hafnarkant. Að mati hafnaryfirvalda er það spurning um tíma hvenær alvarlegt óhapp verður af veru skipsins í Njarðvíkurhöfn og því forgangsmál að finna varanlega lausn á þeim vandamálum sem togaranum fylgir. Ef lausnin er að draga togarann á landi á hafnarsvæði Helguvíkur-

Samgöngustofa geri úttekt á aðstæðum í höfnum

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri, ábm. og auglýsingamál: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið asta@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

hafnar til niðurrifs þá heimilar Stjórn Reykjaneshafnar slíka framkvæmd, ef önnur þar til bær stjórnvöld gefa heimild til þess. Heimildin er þó bundin því að Reykjaneshöfn verði ekki fyrir fjárhagsútlátum af framkvæmdinni, að framkvæmdin hafi skilgreindan tímaramma og togarinn greiði skipagjöld eins og við viðlegukant væri þar til framkvæmdinni líkur. Hafnarstjóra er falið að gera skriflegt samkomulag við Hringrás hf. ef til framkvæmdarinnar kemur þar sem fyrrnefndar forsendur koma fram. Jafnframt ber Hringrás hf. að leggja fram ábyrgðir sem tryggja viðkomandi forsendur.“

TF KEF vill byggja starfsmannaíbúðir á Ásbrú TF KEF ehf. hefur lagt fram fyrirspurn til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ um að fá að skipta upp/taka út hluta lóðar Valhallarbrautar 756-757 á Ásbrú til byggingar starfsmannaíbúða á tveimur hæðum. Um er að ræða lóð við BASE Hotel. Í fyrirspurninni er talað um ca. 7.000m2 hluta lóðar sem afmörkuð er

á teikningu sem fylgdi fyrirspurninni. Stærðir íbúða í húsinu væru 30 til 45m2. Svalainngangar og stigagangar væru utanhúss og nýtingarhlutfall 0,42. Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í erindi TF KEF, sem þarfnast þá nánari útfærslu.

TIL LEIGU Á ÁSBRÚ Herbergi til leigu í fjölbýlishúsi á Ásbrú með sameiginlegri aðstöðu. Einnig nokkur herbergi með salerni og baði. Tilvalið fyrir einstaklinga eða pör. Um er að ræða leigu fram á vor að minnsta kosti. Nánari upplýsingar í síma 780100 og netfangið vinna@verkleigan.is

ROOMS FOR RENT IN ÁSBRÚ KEFLAVÍK Rooms for rent in a detached house in Ásbrú Keflavík. Avalable are rooms with private or shared facilities. Good location and Ideal for individuals or couples. Renting time is at least until April – May 2018. Interested parties can contact vinna@verkleigan.is or by phone 7801000

Hafnarstjóri Reykjaneshafnar hefur óskað eftir úttekt Samgöngustofu á aðstæðum í höfnum Reykjaneshafnar með hliðsjón af þeim slysahættum sem þar leynast. Þetta var gert í kjölfarið á sameiginlegu dreifibréf frá Samgöngustofu og Hafnarsambandi Íslands, dags. 06.12.2017, þar sem hvatt er til þess að hafnir landsins leiti leiða til að minnka hættu á slysum á starfssvæðum sínum.

Sóttu bát sem fékk í skrúfuna Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein sótti á mánudagskvöld Andey HU um fimm sjómílur suðvestur af Sandgerði.Báturinn hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna. Andey var dregin til Sandgerðis og gekk verkefnið vel. Útkallið á björgunarskipið var það þriðja á jafnmörgum dögum.

Íbúar við Klapparstíg fá botnlanga Íbúar við Klapparstíg í Keflavík óskuðu eftir því við umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar að gatan þeirra yrði að botnlanga. Það hefur nú verið samþykkt til reynslu. Klapparstígur liggur frá Hafnargötu, yfir Túngötu og að Vallargötu. Ekið er inn í götuna frá Túngötu og hluti hennar, milli Túngötu og Vallargötu, er einstefnugata. Með tilkomu Bónus við Túngötu hefur umferð um götuna aukist en hús standa mjög nærri götu og einstefna er á stundum ekki virt. Skipulagsyfirvöld samþykktu að senda erindi íbúanna í grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust og þá gáfu lögregla og slökkvilið jákvæða umsögn.


markhönnun ehf

ÓDÝRT Í

VATNSMELÓNA KR KG ÁÐUR: 209 KR/KG

146

GUL MELÓNA KR KG ÁÐUR: 269 KR/KG

188

-30% LIME

370 -30%

KR KG ÁÐUR: 529 KR/KG

SÍTRÓNUR

KR Frískandi! KG ÁÐUR: 299 KR/KG

209

-30%

Hollt og gott!

-30% -30%

QUESTBAR 60 GR.

1.539

COOKIE DOUGH/CHOCOLATE BROWNIE CINNAMON ROLL/ROCKY ROAD COOKIES CREAM/S’MORES WHITE CHOCOLATE/MINT CHOCOLATE OATMEAL CHOCOLATE/BLUEBERRY MUFFIN

-25%

224

KR STK ÁÐUR: 298 KR/STK

DIT VALG MANGO 250 GR. JARÐARBER LAUSFR. 400 GR. KR PK

249

ÁÐUR: 299 KR/PK

NUPO CAFE LATTE KAKÓ/JARÐABERJA 12 BRÉF. 384 GR. KR PK ÁÐUR: 2.198 KR/PK

DIT VALG BERJABLANDA 300 GR. KR PK ÁÐUR: 349 KR/PK

299 DIT VALG HINDBER LAUSFR. 225 GR. GRANATEPLAKJARNAR 250 GR. BRÓMBER 250 GR. KR PK

299

ÁÐUR: 349 KR/PK

Gott í smoothie-inn

DIT VALG BLÁBER STÓR 250 GR. KR PK

299

ÁÐUR: 379 KR/PK

Tilboðin gilda 11. - 14. janúar 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 11. janúar 2018 // 2. tbl. // 39. árg.

Verumargur þrettándafagnaður Þrettándafagnaðurinn í Reykjanesbæ var ekki bara fjölmennur, því fjölmargar verur sem ekki eru mennskar, voru einnig á sveimi um svæðið. Álfakóngur og drottning fóru þar fremst í flokki en einnig voru púkar og tröll af öllum stærðum, ljúf og grimm. Þrettándinn var hefðbundinn og veðrið lék við bæjarbúa sem ekki létu sig vanta þegar jólin voru kvödd á hátíðarsvæðinu við Hafnargötu. Hátíðin hófst með skrúðgöngu sem leidd var af álfum frá Myllubakkaskóla. Grýla gamla tók hins vegar á móti hersingunni við hátíðarsvæðið á sama tíma og kveikt var upp í brennu við Bakkalág, sem er svæðið milli Hafnargötu og Ægisgötu. Veislunni lauk svo með flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Suðurnes á Berginu. Upptöku af þeirri sýningu má sjá á fésbókarsíðu Víkurfrétta. Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi, var með myndavélina á lofti á þrettándanum og smellti af meðfylgjandi myndum af mannfólki og verum úr öðrum heimi.

United Silicon og Sigmundur Davíð ásamt einhyrningum á þrettándagleði í Grindavík

-Mikið lagt í búningagerð Það var mikið um dýrðir þegar jólin voru kvödd á þrettándagleði í Grindavík sem fram fór um síðastliðna helgi. Hefð er fyrir því að börn fari í hús á þrettándanum, sníki gott í poka og uppskera margir nokkur kíló af sælgæti í pokann sinn eftir að hafa gengið í hús. Hér áður fyrr gengu börn í hús á gamlárskvöld en því var síðar breytt og nú er það gert á þrettándanum í staðinn. Mikið var lagt í búningagerð þetta árið en meðal furðuvera og annarra voru Sigmundur Davíð, United Silicon ásamt starfsmönnum heilbrigðiseftirlitsins, Salka Sól og einhyrningar, Snapchat filterar, Crayola litir og sturtuhengi. Það var glæsileg dagskrá við Kvikuna þar sem álfadrottning og kóngur tóku nokkur lög, Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir söng fyrir áhorfendur og Viktor Örn Hjálmarsson rappaði við góðar undirtektir unga fólksins. Arnari Má Ólafssyni

var veitt viðurkenning en hann var útnefndur „Grindvíkingur ársins 2017“. Þá voru veitt verðlaun fyrir bestu búningana og jólasveinarnir kvöddu rétt áður en þeir héldu aftur upp til fjalla. Flugeldasýning var í lok þrettándagleðinnar, en það voru fjölmargir styrktaraðilar sem sáu til þess að sýningin, sem var í umsjá Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, yrði sem glæsilegust. Meðfylgjandi myndir tók Rannveig Jónína, blaðamaður Víkur­frétta.

ARNAR MÁR ÓLAFSSON

ER GRINDVÍKINGUR ÁRSINS 2017

- Arnar Már Ólafsson er Grindvíkingur ársins 2017, þetta kemur fram á grindavik.is. Arnar hefur vakið athygli í Grindavík en hann er sérlega duglegur og ósérhlífinn í garð samborgara sinna, hann er mættur með skófluna að moka snjó frá húsum bæjarbúa nánast um leið og það er byrjað að snjóa. Hann þiggur ekki greiðslu fyrir og þegar honum er boðin greiðsla segir hann brosandi: „Ég vil bara að fólk njóti þess.“ Víkurfréttir hittu Arnar í fyrra en þar sagði hann frá því að hann hefði tekið upp betri lífstíl og byrjað að ganga upp á Þorbjörn, það gerir hann daglega og eftir að hann fór að hreyfa sig og borða hollari mat þá hefur hann misst 50 kg. Hann er ekki nema nokkrar mínútur að skokka upp fjallið og suma daga fer hann oft á dag. Einn daginn fór hann 15 sinnum upp fjallið en nafn hans er orðið ansi áberandi í gestabókinni á toppi fjallsins. „Það er smá pása hjá mér

í bókinni. Þannig að ég klári nú ekki enn eina bókina,“ sagði Arnar léttur í lundu við Víkurfréttir í fyrra. Arnar starfar sem húsvörður í Hópsskóla í Grindavík en hann er einnig liðsstjóri hjá meistaraflokk karla í knattspyrnu. Arnar fékk fjölmargar tilnefningar í ár sem Grindvíkingur ársins, enda má segja að þetta sé framferði sem eftir er tekið og til eftirbreytni fyrir aðra. Jákvæðni hans og drifkraftur smitar hratt út frá sér og lætur fáa ósnortna. „Arnar Már Ólafsson er góð fyrirmynd og hann gerir góðan bæ enn betri. Ef allir væru jafn jákvæðir og glaðir og Arnar Már þá væri heimurinn betri.“ - Sagði í einni tilnefningunni sem Arnar fékk. Víkurfréttir óska Arnari til hamingju með nafnbótina.


markhönnun ehf

LAMBAINNRALÆRI FERSKT. KR KG ÁÐUR: 3.598 KR/KG

3.166

ÞORRABAKKI LÍTILL

1.898 KRPK

NAUTA PIPARSTEIK FERSKT. KR KG ÁÐUR: 4.698 KR/KG

3.289

ÞORRABAKKI STÓR

2.598

KR PK

HANGIKJÖT SOÐIÐ

4.598

SÚRMATUR Í FÖTU 700 GR. KR KG

1.898

KR KG

Heilsuréttir Guðrúnar Bergmann KJÚKLINGARÉTTUR M. GRÆNMETI KR PK ÁÐUR: 1.198 KR/PK

-20%

958

Hollt og gott

EKKO GOURMET RAUÐBEÐU- & JARÐHNETUBUFF 340 GR. KR PK ÁÐUR: 689 KR/PK

599 KÓKOSKARRÝPOTTRÉTTUR M. HÝÐISHRÍSGRJÓNUM KR PK

718

ÁÐUR: 898 KR/PK

KJÚKLINGALUNDIR FROSNAR. 700 GR. KR PK ÁÐUR: 1.498KR/PK

-30%

-20%

1.049

-30%

jFl ótlegt!

QUORN NUGGETS 280 GR KR PK

559

Vegan!

QUORN FILETER 312 GR FARS 300 GR KR PK

479

ÁÐUR: 599 KR/PK

-20%

ÁÐUR: 699 KR/PK

Tilboðin gilda 11. - 14. janúar 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 11. janúar 2018 // 2. tbl. // 39. árg.

Eldur í ruslagámi barst í íbúðarhúsnæði Eldur kom upp í þremur ruslagámum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Í einu tilvikinu hafði kviknað í ruslagámi við íbúðarhúsnæði í Sandgerði með þeim afleiðingum að eldurinn læsti sig í húsnæðið. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja mættu á vettvang en þá hafði húsráðendum tekist að slökkva eldinn sem einungis virtist hafa valdið tjóni utan húss. Þá kviknaði í ruslagámi í Njarðvík og öðrum í Keflavík. Slökkvilið var kallað út í báðum tilvikum.

Niðurgreiðslur til dagforeldra hækkaðar Niðurgreiðslur Reykjanesbæjar til dagforeldra í bæjarfélaginu verða hækkaðar um 10 þúsund krónur fyrir hvert barn, en það var samþykkt á bæjarstjórnarfundi á dögunum. Niðurgreiðslunar fara þar með úr 40 þúsund krónum í 50 þúsund krónur. Þá samþykkti bæjarstjórn fyrir skemmstu hækkun á hvatagreiðslum til íþrótta- og tómstundaiðkunar barna og ungmenna um sjö þúsund krónur og frá og með 1. janúar 2018 eru hvatagreiðslurnar samtals 28 þúsund krónur með hverju barni frá sex ára aldri til átján ára aldurs. Réttur til nýtingar hvatagreiðslu var um áramótin hækkaður úr sextán árum í átján ár.

Ljósmyndari Víkurfrétta flaug yfir framkvæmdasvæðið við slippinn í Njarðvík fyrir síðustu helgi. Þá var svona umhorfs. VF-myndir: Hilmar Bragi

IGS fyllir nýtt gistihús af starfsmönnum - 60 herbergja starfsmannahús rís við slippinn í Njarðvík Fyrirtækið Potter II byggir nú 60 herbergja starfsmannahús við slippinn í Njarðvík. Húsnæðið var áður í eigu Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur en skipasmíðastöðin hafði ekki lengur not fyrir húsið sem í voru smiðjur, mötuneyti og skrifstofur.

Spyr um hundagerði í Vogum Hulda Árnadóttir reifar hugmyndir um hundagerði til útivistar fyrir hunda í tölvupósti til bæjaryfirvalda í Sveitarfélaginu Vogum þann 4. desember sl. Umhverfis- og skipulagsnefnd Voga tók jákvætt í erindið. „Þar sem sveitarfélagið á ekki land til þessara nota þarf að kanna vilja landeigenda að heimila slíkt,“ segir í afgreiðslu nefndarinnar.

Potter II er í eigu þriggja athafnamanna í Reykjanesbæ, Karls Finnbogasonar, Vignis Óskarssonar og Þorleifs Björnssonar. Þeir keyptu húsnæðið af Skipasmíðastöð Njarðvíkur fyrir um ári síðan og hófu þá stax að undirbúa verkefnið. Undirbúningi lauk í lok sumars og framkvæmdir eru nú á fullu við breytingar á húsnæðinu. Meðal annars er unnið að því að bæta einni hæð ofan á húsið. Karl Finnbogason hjá Potter II sagði í samtali við Víkurfréttir að samið hafi verið um útleigu á húsinu til IGS. Í því verði 60 tveggja manna herbergi og verður húsinu skilað til leigjanda fullbúnu húsgöngum. „Hér verður allt nema tannbursti,“ sagði Karl í samtali við blaðið. Horft er til Mar guesthouse í Grindavík við frágang á húsinu við slippinn í Njarðvík. Þannig verður húsið klætt flísum að utan og allur frágangur innandyra vandaður og mun uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til starfsmannahúsa sem þessara. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að bæta þriðju hæðinni ofan á húsið og hefur það verkefni gengið vel eða allt til á þriðjudagsmorgun

að fyrsta óveðurslægð ársins olli smá tjóni. Veggur skekktist undan óveðrinu en Karl átti ekki von á því að tjónið myndi tefja verkið. Um 20 iðnaðarmenn eru að störfum við uppbyggingu og breytingar á húsinu. Fyrstu herbergin verða afhent IGS um miðjan apríl og um miðjan maí er ráðgert að framkvæmdum verði að fullu lokið og herbergin 60 tilbúin. Þá geti 100-120 starfsmenn IGS flutt inn í húsið.

Veggur á nýbyggingunni skekktist undan óveðri snemma á þriðjudagsmorgun. Tjónið mun ekki tefja verkið að ráði.

ÞORRABLÓT Félags eldri borgara á Suðurnesjum Verður haldið á Nesvöllum 19. janúar 2018 kl. 19. Forsala miða verður föstudaginn 12. janúar kl. 14 á Nesvöllum. Einnig hjá skemmtinefnd. Hægt er að skrá sig á heimasíðu FEBS og á Facebook: FEBS fréttir. Upplýsingar gefa: Baldvin s: 662-3333 Harpa s: 778-1746 Elísabet s. 421-1669 Úlfar: s. 661-4065 Eygló s. 661-3041 Frábær matur, skemmtiatriði, happdrætti og dans. Fjölmennum! Skemmtinefnd F.E.B.S.

Smáhýsin eru komin á undirstöður á steyptum sökkli við hlið Þekkingarseturs Suðurnesja í Sandgerði með útsýni út á sundið við innsiglinguna til Sandgerðis. VF-mynd: Hilmar Bragi

Flutt inn í smáhýsin í Sandgerði í byrjun febrúar - Bjarg byggir fimm íbúða raðhús í bænum Bæjaryfirvöld í Sandgerði gera ráð fyrir að hægt verði að flytja inn í fjögur ný smáhýsi í bænum í byrjun febrúar. Húsunum var komið fyrir á undirstöðum við hlið Þekkingarseturs Suðurnesja við Garðveg nú í upphafi árs. Í samtali við Víkurfréttir sagði Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði, að um sé að ræða fjögur smáhýsi í tveim stærðum, um 50 fermetra, hugsuð fyrir minni fjölskyldur, og um 25 fermetra einstaklingsíbúðir.

„Við gerum ráð fyrir að unnt verði að flytja inn í byrjun febrúar. Um er að ræða bráðabirgðahúsnæði og þessi leið var ákveðin í ljósi mikillar eftirspurnar, en á annan tug umsókna eftir félagslegu húsnæði liggja fyrir,“ segir Sigrún.

Auk þess hefur sveitarfélagið veitt Bjargi Íbúðafélagi stofnframlag til byggingar fimm íbúða raðhúss og verða það leiguíbúðir sem stefnt er að verði byggðar í nýju hverfi á þessu ári. Á árinu verða einnig teknar í notkun fimm 66 fermetra leiguíbúðir fyrir fólk með fötlun sem byggðar eru af Landssamtökunum Þroskahjálp með stofnframlagi frá Sandgerðisbæ og Íbúðalánasjóði.


Kynntu þér starfið á bluelagoon.is/atvinna og sæktu um

PÍPULAGNINGAMAÐUR, VÉLVIRKI EÐA VÉLSTJÓRI Við leitum að aðila til að hafa umsjón með lögnum, tækjum og búnaði Bláa Lónsins, halda utan um samskipti við verktaka auk annarra tilfallandi verkefna á fasteignasviði. MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR

• • • • • • •

Sveins- eða meistarapróf í pípulögnum / sveins- eða meistarapróf í vélvirkjun / vélstjóri Reynsla af viðhaldsverkefnum og nýsmíði Hæfni til að vinna sjálfstætt Þjónustulund og jákvæðni Áreiðanleiki og stundvísi Góð samskipta- og samstarfshæfni Fagmannleg og öguð vinnubrögð

Við hvetjum bæði kynin til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Ámundínus Öfjörð í síma 660 8820. Umsóknarfrestur er til og með 16. janúar. Bláa Lónið er fjölbreyttur, ört vaxandi og skemmtilegur vinnustaður, umhverfið er einstakt og fríðindin góð.

Einstakt umhverfi Skemmtilegt félagslíf Góð fríðindi Rútuferðir til og frá vinnu Frábær starfsandi Góður matur Þjálfun og fræðsla


PRÓTEINBOMBA

Íslenskur

KJÚKLINGUR á góðu verði

1.795 kr. kg 1.398 kr. 200 g VH Harðfiskur Þorskur, 200 g

Bónus Kjúklingabringur Ferskar

HOLLT og gott

í Bónus

679 kr. kg.

Bónus Kjúklingur Ferskur, heill

V

ENGIN KOLVETNI

1kg

80 mg koffein

259 kr. 1 kg

Bónus Tröllahafrar 1 kg

2L

69

129

kr. 250 ml ES Orkudrykkur Sykurlaus, 250 ml

kr. 2 l

Klaki Kolsýrt vatn 2 lítrar, 3 tegundir

459

459

298

198

Kellogg’s Corn Flakes 1 kg

Kellogg’s Special K 750 g

Kellogg’s Múslí 500 g, 2 teg.

Kellogg’s Múslí Bar 5x20 g, 2 teg.

kr. 1 kg

kr. 750 g

kr. 500 g

Verð gildir til og með 14. janúar eða meðan birgðir endast

kr. pk.


VEGAN

498 kr. pk.

298

Tofurky Vegapylsur Ferskar, 250 g

Linda McCartney Veganborgarar Frosið, 2 stk., 227 g

kr. pk.

VEGAN

298 kr. 200 g

259

259

Dream Möndlumjólk Með kalki, 1 l

Dream Möndlumjólk Sykurlaus, með kalki, 1 l

kr. 1 l

Emborg Ostur Vegan, 200 g, 3 teg.

LÍFRÆNT

kr. 1 l

LÍFRÆNT

279

259

259

279

Dream Haframjólk Lífræn, glúteinfrí, 1 l

Dream Haframjólk Með kalki, 1 l

Dream Hrísmjólk Með kalki, 1 l

Dream Hrísmjólk Lífræn, 2 teg., 1 l

kr. 1 l

kr. 1 l

kr. 1 l

kr. 1 l

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


10

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 11. janúar 2018 // 2. tbl. // 39. árg.

Þöggun í Reykjanesbæ verður ekki liðin ❱❱ Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ bregðast við #metoo

DAGBÓK LÖGREGLU

Fíkniefni fundust við húsleit á Suðurnesjum

Meint amfetamín og kannabisefni fundust við húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í húsnæði í umdæminu í fyrir helgi. Húsráðandi játaði eign sína á efnunum og var hann handtekinn. Hann var látinn

laus að aflokinni skýrslutöku. Þá reyndist ökumaður, sem lögregla stöðvaði vegna gruns um fíkniefnaakstur, hafa kannabis í fórum sínum. Hann var einnig handtekinn og færður á lögreglustöð.

Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, tengdasonur og mágur.

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ vilja árétta og renna styrkari stoðum undir þá afdráttarlausu stefnu að kynbundin og kynferðisleg áreitni eða ofbeldi af nokkru tagi sé ekki liðið á vinnustöðum sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í bókun sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi þann 19. desember síðastliðinn. Bókunin var lögð fram í ljósi þeirrar mikilvægu umræðu sem átt hefur sér stað í samfélaginu síðustu misseri þar sem fjöldi kvenna hefur stigið fram og lýst reynslu sinni undir myllumerkinu #metoo. Í starfsmannastefnu Reykjanesbæjar segir að traust og virðing séu undirstaða samskipta. Samskipti sem með orðum, látbragði eða atferli, sem ógni, trufli eða ögri öðrum á vinnustaðnum séu óásættanleg. Leggi starfsmaður annan samstarfsmann í einelti eða sýni honum kynferðislega áreitni, teljist sá hinn sami vera að brjóta grundvallarreglur samskipta á vinnustað. Slíkt

geti leitt til áminningar og brottreksturs úr starfi. Kynbundin áreitni er, samkvæmt reglugerð nr. 1000/2004, hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi hegðun, sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið

líkamleg, orðbundin eða táknræn. Þá er kynferðisleg áreitni hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi kynferðisleg hegðun sem er í óþökk. Ábyrgð Reykjanesbæjar sem vinnuveitanda nálægt eitt þúsund einstaklinga er afar rík og leggja bæjaryfirvöld því ríka áherslu á að stjórnendur í sveitarfélaginu fái þjálfun og aðstoð við að greina og koma með kerfisbundnum hætti í veg fyrir kynferðislega og kynbundna áreitni í sínu nærumhverfi. Hvers kyns þöggun eða afneitun gagnvart þessu málefni verður ekki liðin og bera stjórnendur, bæjaryfirvöld og aðrir sem kunna að verða varir við framkomu af þessu tagi sameiginlega ábyrgð á að uppræta hana.

Kynferðisleg áreitni ekki umborin

Grindavíkurbær hefur brugðist við ábendingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem bent var á nauðsyn þess að öll sveitarfélög setji sér formlega stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni, enda sé slík hegðun ólíðandi með öllu. Grindavíkurbær er með stefnu og viðbragðsáætlun í ofangreindum atriðum, sbr. inngangi í starfsmannastefnu Grindavíkurbæjar:

„Það er stefna Grindavíkurbæjar að starfsmenn vinni í anda samstarfs og sýni þannig samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í sam-

skiptum. Einelti og önnur áreitni, svo sem kynbundin og kynferðisleg áreitni, verður ekki undir neinum kringumstæðum umborin. Meðvirkni starfsmanna í slíkum tilvikum er jafnframt fordæmd.” Þetta kemur fram í fundargerð frá bæjarráði Grindavíkur þann 2. janúar sl.

HAUKUR ÞÓR BERGMANN

tölvunarfræðingur, Kögurseli 1, Reykjavík sem lést föstudaginn 29. desember verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 12. janúar kl. 13:00. Aðalheiður Kristjánsdóttir Halldóra Rún Bergmann Þóra Lilja Bergmann Hekla Lind Bergmann Þóra Jónsdóttir Sigurður Bergmann Sólveig St Guðmundsdóttir Halldóra Gísladóttir

Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir

SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Veghúsum, Keflavík

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 7. janúar. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 19. janúar kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á orgelsjóð Keflavíkurkirkju. Ingvi Þór Sigríðarson Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir barnabörn, barnabarnabarn og systkini.

SUNNUDAGURINN 14. JANÚAR KL. 11:00

Guðsþjónusta í Keflavíkurkirkju, Sr. Stefán Már Gunnlaugsson þjónar ásamt messuþjónum. Njótum saman góðrar stundar með góðu orði og fallegum sálmasöng. Arnór og kór Keflavíkurkirkju sjá um að leiða okkur í söng. MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR KL. 12:00

Fyrsta kyrrðarstund ársins verður haldin í Kapellu vonarinnar í umsjón presta og Arnórs organista. Njótum saman kyrrðar í önn dagsins, gæðakonur bera fram dásemdarsúpu og brauð eftir stundina. Verið alltaf öll hjartanlega velkomin

SLÖKKVILIÐIÐ „BJARGAÐI“ KETTI NIÐUR ÚR TRÉ Slökkvilið Grindavíkur fékk harla óvenjulegt útkall korter í jól, þar sem köttur sat fastur efst upp í tré við Víkurbraut 42 í Grindavík. Tveir slökkviliðsmenn mættu á staðinn með körfubíl en þegar karfan var komin upp og ekkert eftir nema að grípa köttinn fékk hann nóg af skógarferðinni og fór niður af sjálfsdáðum. „Sumir myndu eflaust halda að útköll sem þessi gerist bara í kvikmyndum og sjónvarpi, og sennilega er það rétt. Þetta var í það minnsta í fyrsta skipti sem Slökkvilið Grindavíkur fer í svona útkall, og mögulega líka í það síðasta,“ segir á vef Grindavíkurbæjar, sem einnig birtir tvær myndir af ævintýrinu.

Helgihald og viðburðir í

Njarðvíkurprestakalli Njarðvíkurkirkja

Fjölskylduguðssþjónusta 14. janúar kl. 11. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson þjónar. Æskulýðsstarfssemi KFUM/K í safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju (Innri-Njarðvík) 18. janúar kl. 19.30.-20.30. Umsjón hefur Heiðar Örn Hönnuson. Foreldramorgun í safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 16. janúar kl.10.30. Umsjón hefur Emilía B. Óskarsdóttir. Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 16. janúar kl.19.30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Fermingarfræðsla miðvikudaginn 17. janúar kl.15.

Ytri-Njarðvíkurkirkja

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Fjölskylduguðssþjónusta í Njarðvíkurkirkju (Innri-Njarðvík) 14. janúar kl.11. Spilakvöld aldraðra og öryrkja fimmtudaginn 18. janúar kl.20. Umsjón hefur starfsfólk kirkjunnar og Lionsklúbbur Njarðvíkur. Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 16. janúar kl.19.30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Vinavoðir miðvikudaginn 17. janúar kl.10:30-13:30. Fermingarfræðsla miðvikudaginn 17. janúar kl.14 og kl. 16.

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 11. janúar 2018 // 2. tbl. // 39. árg.

11

Bíða ævintýra á nýju ári

Bílaleigum hér suður með sjó hefur heldur betur vaxið fiskur um hrygg með ört vaxandi ferðamannastraumi til landsins. Helsta birtingarmynd þess um þessar mundir eru stór geymslusvæði þar sem bílum er raðað þétt á meðan beðið er eftir sumarvertíðinni sem er

Sjóvá

mun stærri en vetrarvertíðin. Ljósmyndari Víkurfrétta flaug yfir geymslusvæði bílaleigubíla í í Helguvík og smellti af meðfylgjandi ljósmynd. Þarna bíða hélaðir bílaleigubílarnir spennandi ævintýra víðsvegar um land á nýju ári. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

440 2000

sjova.is

Við leitum að kraftmiklum stjórnanda í Reykjanesbæ Við óskum eftir öflugum einstaklingi til að leiða útibú okkar í Reykjanesbæ. Um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf sem krefst frumkvæðis og leiðtogahæfileika.

Við leitum að einstaklingi:

Starfið felur í sér:

› með reynslu og hæfileika á sviði stjórnunar

› umsjón og ábyrgð á rekstri útibúsins

Hjá Sjóvá starfar sterkur og skemmtilegur

› sem hefur góða þekkingu og reynslu af

› ráðgjöf um sölu trygginga og umsýslu tjóna

hópur fólks sem kappkostar að veita

› viðhald og uppbyggingu viðskiptatengsla

viðskiptavinum afburðaþjónustu. Kannanir

þjónustu á svæðinu › sem er framsýnn, skipulagður og með mikla þjónustulund › með háskólamenntun og/eða iðnmenntun

á svæðinu › ábyrgð á að tryggja framúrskarandi þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki

sem nýtist í starfi

Umsóknir skilast inn á www.sjova.is/starfsumsoknir. Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2018.

Nánari upplýsingar veitir María Guðmundsdóttir, forstöðumaður útibúa á Sölu- og ráðgjafasviði, í síma 440 2000 eða maria.gudmundsdottir@sjova.is.

sýna að starfsánægja hjá Sjóvá er með því allra mesta sem mælist hérlendis.


12

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 11. janúar 2018 // 2. tbl. // 39. árg.

Framtíðin er ótrúlega björt og tækifærin mörg

Dagdvöl aldraðra – Sjúkraliðar Íþróttahúsið við Sunnubraut – Störf í vaktavinnu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - Foreldramorgun Fimmtudaginn 11. janúar kl. 11.00 kemur Kristín Maríella á Foreldramorgun í safninu og fjallar um RIE uppeldisaðferðina. Afsláttur í Ráðhúskaffi. Hugleiðsluhádegi eru alla mánudaga kl. 12.15 – 12.30. Allir hjartanlega velkomnir.

Duus Safnahús Listasalur: Úlfur við girðinguna. Síðasta sýningarhelgi. Gryfja: Verndarsvæði í byggð? Komið og hafið áhrif! Ókeypis aðgangur.

MittReykjanes.is Frá 1.1. 2018 verður eingöngu hægt að auðkenna sig með Íslykli eða rafrænum skilríkjum, til að tryggja öryggi notenda.

Guðný María Jóhannsdóttir, forstöðumaður hjá Isavia og einn af efnilegustu stjórnendum landsins samkvæmt nýlegri úttekt, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hafa staðið í framlínunni á undanförnum árum. Guðný hjá Isavia sem er nokkurs konar móðurfyrirtæki í ferðaþjónustunni og Kjartan hjá Reykjanesbæ, sveitarfélagi sem hefur verið í sviðsljósinu vegna mikillar uppbyggingar en einnig vegna erfiðrar stöðu í fjármálum. Víkurfréttir og Sjónvarp VF fengu þau í spjall um nýliðið ár og um horfurnar á nýbyrjuðuðu ári. Guðný, þetta hefur verið fordæmalaus aukning í komu ferðamanna til Íslands undanfarin ár. Hvernig var árið 2017 og hvernig leggst nýja árið í þig hvað þetta varðar? Guðný: „2017 var mjög gott ár og mikill áframhaldandi vöxtur frá því sem verið hafði á árinu undan. Við erum að sjá svona prósentulega minni vöxt, þegar við horfum fram í næstu ár. Ef við horfum á starfsemina á Keflavíkurflugvelli þá hefur gengið mjög vel hjá okkar fólki að halda utan um þennan vöxt og takast á við hann. Við höfum stofnað nýjar deildir og við erum eitt af stærstu rútufyrirtækjunum á landinu í dag. Það hafa verið margar stórar áskoranir sem við höfum verið að takast á við en svona í heildina þá hefur gengið mjög vel. Auðvitað er sumarið alltaf stærsti tíminn hjá okkur og erfiðasti og þá tökum við á móti mikið af nýju starfsfólki. Heilt yfir var 2017 mjög gott ár og við horfum bara björt fram á nýtt ár. Við tókum á móti tæplega níu milljónum ferðamönnum í gegnum flugvöllinn á síðasta ári og við munum fara yfir tíu milljónir á þessu ári, ef allt gengur eftir. Við sjáum ekkert annað en að það eigi að standast. Það verður mjög spennandi. Ég hefði aldrei trúað því, ef þú hefðir talað við mig fyrir tíu árum síðan að við myndum taka á móti tíu milljónasta farþeganum í gegnum flugvöllinn á þessu ári, en það er að fara að gerast.“ Spjótin hafa oft beinst að ykkur fyrir það að vera ekki nógu fljót að þessu og hinu og hvernig ykkur gengur að þjónusta markaðinn og láta allt

ganga í flugstöðinni. Ertu sátt með það hvernig þetta hefur gengið þrátt fyrir stöku gagnrýni? Guðný: „Já, ég held það hljóti bara að vera eðlilegt að það komi einhverjar gagnrýnisraddir þegar við erum að fara í gegnum slík verkefni, en ég er alveg sannfærð um það að við erum búin að gera allt sem við getum til þess að gera það besta í stöðunni. Ég held það sé ekki bara Isavia, heldur öll fyrirtækin sem starfa á flugvellinum og það eru auðvitað líka fyrirtækin sem starfa í ferðaþjónustu almennt og í þjónustu, sem hafa lagt hönd í plóginn í því verkefni. Ég held við getum bara verið stolt af því. Við sjáum það að farþegarnir sem fara í gegn eru flest allir mjög ánægðir með þjónustuna. Flugfélögin eru ánægð með það sem við erum að gera. Auðvitað er alltaf hægt að gera betur, það geta allir gert betur, en svona heilt yfir þá erum við að gera mjög flotta hluti.“ Erum við að sjá áfram tuttugu og eitthvað flugfélög að fljúga til Keflavíkur á þessu ári? Guðný: „Já, mér skilst að talan sem við erum með núna sé 29 sem verða hjá okkur næsta sumar. Þegar við tölum um sumar þá erum við alltaf að tala um þetta sumartímabil í fluginu sem er frá enda mars og út október. Við erum að fara að sjá núna tvö amerísk flugfélög bætast í hópinn, United og American Airlines. Svo ætlar S7, sem er rússneskt félag, að fara að fljúga inn til okkar, þannig það er bara mjög áhugavert að sjá hvernig þetta heldur áfram að þróast, en klárlega þá er Ísland á kortinu.“

VIÐTAL

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

- Guðný María Jóhannsdóttir forstöðumaður hjá Isavia og einn af efnilegustu stjórnendum landsins og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ rýna í tækifærin og áskoranirnar Páll Ketilsson pket@vf.is

Kjartan, þú sagðir á síðasta ári þegar vinnu lauk við aðlögunaráætlun Reykjanesbæjar og fjármálin að nú gætir þú farið að snúa þér að fleiru en hvað er eftirminnilegast frá árinu 2017 hjá þér? Kjartan: „Það er nú margt sem kemur upp í hugann. Í fyrsta lagi er það að við kláruðum, í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, þessa svokölluðu aðlögunaráætlun sem er það plan sem sveitarfélagið, hver svo sem kemur að því að stýra því eða vera við stjórnvölinn, þarf að fylgja mjög ítarlega og strangt eftir til lok árs 2022. Það plan liggur nú fyrir, búið að samþykkja á öllum vígstöðum. Við erum þegar farin að vinna eftir því. Það stendur upp úr og samstaðan sem ríkti um þá vinnu, líka í bæjarstjórninni, alls staðar, bara frábært. Annað sem stendur upp úr er kannski þessi gríðarlega íbúafjölgun. Það eru vaxtarverkir hjá okkur eins og kannski hjá flugstöðinni, Isavia og fyrirtækjunum þar. Það eru líka vaxtaverkir hérna í sveitarstjórninni og sveitarfélögunum hér í kringum okkur. Það er fordæmalaus fjölgun íbúa á svæðinu og kallar á alls konar verkefni og viðfangsefni sem við erum bara á fullu að reyna að bregðast við og leysa. Það þriðja sem ég myndi vilja nefna er að Reykjanesskaginn var útnefndur einn af hundrað sjálfbærustu stöðum í heiminum á árinu síðasta. Það var mjög ánægjulegt fyrir okkur og það verður áskorun að standa undir þeirri útnefningu og reyna að viðhalda henni.“ Þú komst inn sem, eins og það var kallað, ópólitískur bæjarstjóri, eftir að sami meirihluti hafði verið í langan tíma með pólitískan bæjarstjóra. Þið þurftuð að taka á mörgum


VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 11. janúar 2018 // 2. tbl. // 39. árg.

13

Ég hefði aldrei trúað því, ef þú hefðir talað við mig fyrir tíu árum síðan að við myndum taka á móti tíu milljónasta farþeganum í gegnum flugvöllinn á þessu ári, en það er að fara að gerast.

held við eigum að horfa á þetta sem tækifæri, ekki áhyggjuefni. Þetta er klárlega áskorun en ég held að í þessu felist fullt af góðum hlutum og við eigum að vinna við það þannig og marka okkar stefnu út frá því.“

Guðný María Jóhannsdóttir, Kjartan Már Kjartansson og Páll Ketilsson sem ræddi við þau. Viðtalið má sjá í heild sinni í Suðurnesjamagasíni sjónvarps Víkurfrétta.

Það bíða okkar alls konar fjárfestingar og til þess að geta farið í þær þá verður sveitarfélagið að vera rekið réttu megin við núllið, annars er þetta bara endalaus skuldasöfnun. Þannig getur maður ekki rekið sveitarfélag, heimili eða fyrirtæki til langs tíma.

erfiðum málum út af þungri stöðu í fjármálum bæjarins, starfsmannamál, launamál og annað. Þegar þú horfir til baka, var þetta mjög erfitt? Kjartan: „Þetta voru bara verkefni sem voru óhjákvæmileg og það þýðir ekkert að velta því fyrir sér hvort þau voru erfið eða hvort það var eitthvað framundan sem þú þurftir að hafa áhyggjur af. Þetta var óhjákvæmilegt og við fórum í alls konar endurskipulagningar og hluti sem eru að skila okkur því núna, ásamt náttúrulega auknum fjölda íbúa og þar með auknum tekjum. Þær tölur sem ég er að horfa á núna fyrir síðastliðið ár, 2017, sýna að grunnrekstur Reykjanesbæjar hefur aldrei verið betri heldur en á síðasta ári. Við erum að sjá mjög flotta útkomu út úr því og það kannski samanstendur af því að, eins og ég segi, tekjur hafa verið að aukast en við höfum verið að nýta innviðina betur þannig við höfum ekki enn þurft að leggja út í mikinn kostnað en það bíður handan hornsins, við vitum af því. Við erum að byrja byggingu nýs skóla í Innri Njarðvík sem mun kosta milljarða króna. Það bíða okkar alls konar fjárfestingar og til þess að geta farið í þær þá verður sveitarfélagið að vera rekið réttu megin við núllið, annars er þetta bara endalaus skuldasöfnun. Þannig getur maður ekki rekið sveitarfélag, heimili eða fyrirtæki til langs tíma.“ Guðný, hvernig hefur gengið hjá ykkur að huga að uppbyggingunni í samvinnu við sveitarfélögin? Nú hafa þau komið inn í ýmis mál. Hefur þetta ekki verið smá flækja eða gengur þetta bara mjög vel? Guðný: „Ég myndi nú segja að þetta gangi nú bara mjög vel, en þetta er auðvitað ákveðin áskorun vegna þess að, eins og ég hef sagt, flugvöllurinn og starfsemin þar getur náttúrulega

ekkert vaxið ef það er ekki fólk til að takast á við störfin og einhvers staðar þarf þetta fólk að búa. Það er alveg ljóst að þetta þarf allt saman að haldast í hendur. En við höfum átt samtal við sveitarfélögin þar sem við höfum verið meðal annars að draga fram, miðað við okkar farþegaspár og umferðaspár um flugvöllinn, hvað þetta þýðir í fjölda beinna starfa til þess að reyna að átta okkur á því hvað þetta þýðir varðandi innviði sem sveitarfélögin þurfa þá að undibúa. Mér finnst mikil breyting eftir að við fórum í þá vinnu, þá vorum við komin með ákveðinn grunn til þess að taka þetta samtal betur út frá. Það er auðvitað ákveðin áskorun að ná þessu jafnvægi þarna á milli, vöxturinn er svo mikill. Við höfum alveg heyrt þau sjónarmið að það sé erfitt að vera í sveitarfélagi og stýra sveitarfélagi sem vex svona hratt. Við þurfum öll að vera opin í samskiptum varðandi þetta og eiga eins gott samtal og við mögulega getum.“ Kjartan, þessi mikla fjölgun er búin að gerast mjög hratt og það hefur verið mjög mikil áskorun fyrir Reykjanesbæ og sveitarfélögin hérna í kring. Hvernig hefur gengið að taka á þessum málum? Kjartan: „Það hefur bara gengið ótrúlega vel af mörgum ástæðum. Kannski sú fyrsta er að hér var mikið framboð af lausu húsnæði, sem er nú að mestu uppurið núna. Við vitum af því að fólk býr við kannski ósamþykktar og óviðunandi aðstæður í einhverjum tilfellum nú þegar en það er rosalega mikið í pípunum. Það eru margir að byggja og margir að undirbúa framkvæmdir þannig á næstu árum og misserum munu koma á markaðinn fjöldi íbúða af ýmsu tagi. Það er svona hvað varðar búsetuna. Varðandi þjónustuna, við erum svo heppin að við áttum talsvert pláss í skólum og leikskólum laus. Háaleitisskóli á Ásbrú er að stækka ört á hverju ári og við höfum náð að fjölga nemendum í öðrum skólum en um leið fórum við líka að reisa bráðabirgðahúsnæði á lóð nýja skólans í Innri Njarðvík og erum þar komin núna með yfir hundrað börn. Við erum svona að bregðast við og kannski ekkert ósvipað og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, að þegar aukningin verður svona mikil þá er maður alltaf einu skrefi á eftir, því miður. Það væri voða ákjósanlegt ef maður gæti verið einu skrefi á undan, en við bara erum einu skrefi á eftir. Það kemur fram kannski í þjónustunni að einhverju leyti líka. Við höfum séð umræður um að hér vanti félagslegt húsnæði. Við vitum um einhverja einstaklinga sem

eru jafnvel húsnæðislausir o.s.frv. En þetta eru bara verkefni og áskoranir og við erum bara á fullu að reyna að ná í skottið í okkur í öllum þessum málum.“ Eitt af stóru málunum hérna fljótlega eftir hrun var mikið atvinnuleysi. Isavia hefur dregið til sín mikið af fólki og hafa mörg störf verið í boði hjá ykkur, meðal annars fyrir betur menntað fólk. Hvernig hefur þetta gengið Guðný, að ná í hæfileikaríkt fólk til starfa hjá félaginu? Guðný: „Það hefur bara gengið ótrúlega vel. Við erum að byrja að undirbúa ráðningar fyrir þetta sumar. Þegar það kemur reyndar að sérfræðistörfum hefur verið þyngra að ráða í þau, en það hefur gengið miklu betur en við áttum von á. Síðasta sumar áttum við alveg eins von á að það yrði erfiðara að klára þessar ráðningar en það er spennandi að vinna á flugvellinum og fólk sækist í þetta. Það er einhver ástæða fyrir því að maður er búinn að vera þarna öll þessi ár.“ Það er talsvert af fólki héðan af svæðinu sem hefur komið til starfa, sem er kannski búið að ljúka námi, var að vinna á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar. Þið viljið auðvitað fá vel menntað fólk til starfa, sem vill búa á svæðinu og er héðan. Guðný: „Klárlega. Stór hluti af okkar starfsfólki býr hérna á svæðinu og það er einmitt mjög jákvætt að fólk vilji setjast hér að og starfa þannig það sé sem styst frá vinnustaðnum sínum í staðinn fyrir að vera að keyra þennan rúnt á hverjum einasta degi. Nú erum við bara komin í þá stöðu að nú vantar húsnæði þannig það þarf bara að ná jafnvægi og þá næst allt saman, ég hef fulla trú á því.“ Kjartan: „Fyrirtækin í kringum flugið, bæði flugfélögin, flugstöðin, flugafgreiðslufyrirtækin og aðrir eru bara byrjuð að auglýsa eftir sumarfólki í fyrstu viku janúarmánaðar. Það má vel vera að það hafi gerst áður en ég minnist þess ekki. Mér finnst það vera vísbending um að það sé möguleg vöntun á fólki, en örugglega líka að það þarf að þjálfa fólk. Við höfum séð átak í því mjög víða, að það er verið að þjálfa og mennta, fólk þarf að byrja á námskeiðum mörgum vikum áður en það hefur störf o.s.frv. sem er allt hluti af því að bæta þjónustu og gera betur. En þetta vakti athygli mína.“ Það er mikil samkeppni um starfsfólk? Guðný: „Gríðarlega samkeppni og við gerðum það í fyrsta skipti síðasta sumar að við lækkuðum aldurinn fyrir þá sem gátu hafið störf í öryggisleitinni hjá okkur, til þess að geta sótt í stærri hóp. Sum fyrirtæki

á flugvellinum hafa farið erlendis og sótt vinnuafl, við höfum ekki gert það. En það er alveg ljóst að það að auglýsingarnar séu að koma svona snemma sýnir okkur að það er mikil samkeppni. Fyrirtækin eru svolítið að keppa um besta fólkið og að geta mannað öll þessi störf.“ Þú komst inn á það í ræðu sem þú fluttir á nýjársdag í Keflavíkurkirkju að útlendingarnir væru orðinn um fimmtungur af bæjarfélaginu Reykjanesbæ eða rúm 20%, það hlýtur að vera enn ein áskorunin fyrir ykkur að taka á því. Kjartan: „Við erum það sveitarfélag sem er með stærsta hlutfall nýrra íbúa af erlendu bergi. Það eru áskoranir í því, ekki bara fyrir okkur og þessar fjölskyldur, heldur fyrir skólakerfið, fyrir leikskólana og fyrir í rauninni alla innviði og alla sem að málinu koma. Það er líka mikil áskorun fyrir fólk að flytja í nýtt land, þurfa að venjast nýjum siðum og kynnast nýju fólki, læra að rata á kerfið og allt þetta. Þannig þetta er heilmikil breyting fyrir allt og alla. Ég sagði það í ræðu minni í Keflavíkurkirkju á nýjársdag að mér fyndist við þurfa að gera betur. Það er mikil fjölgun í flugstöðinni og það er fyrirséð mikil aukning á störfum þar og við munum þurfa á erlendu vinnuafli að halda með einum eða öðrum hætti á þessu svæði um ókomin ár. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk finni sig sem fyrst sem hluta af samfélaginu, að við tökum vel á móti því, tökum vel á móti börnum þessa fólks og að þau fái þá þjónustu sem við viljum geta veitt þeim.“ Þú þekkir þetta mál Guðný. Það eru mörg fyrirtæki í flugtengdri starfsemi sem hafa verið að gera þetta, hver er reynsla þín af því? Eruð þið með mikið af útlendingum í vinnu? Guðný: „Við erum ekki með mikið af erlendum starfsmönnum, en þó eitthvað. En svona það sem ég hef heyrt og þekki til, varðandi það hvernig hefur gengið hjá þessum fyrirtækjum sem hafa farið út í það að fara erlendis og ráða, að þá hefur það gengið nokkuð vel. Auðvitað eru áskoranir sem fylgja þessu, fólk er að koma í nýtt land og við vitum það, við sem höfum flutt erlendis sjálf, hvernig það er. Það skiptir öllu máli að það náist samstaða meðal þessara fyrirtækja og sveitarfélaganna á svæðinu um að gera þetta sem allra best. Ég held við sjáum það öll að það er eitthvað sem við verðum að undirbúa, að þessum erlendu íbúum mun fjölga á þessu svæði og ég held það sé ekkert annað en tækifæri. Unga kynslóðin í dag vill búa í fjölmenningarlegu samfélagi. Ég

Kjartan, útlendingar eru að sinna mörgum störfum sem Íslendingar vilja ekki sinna. Kjartan: „Það er svo margt í þessu, þetta er stór málaflokkur og það eru mjög margar hliðar. Okkur er ráðlagt, til dæmis af vinabæ okkar, Trollhättan í Svíþjóð, sem er búinn að ganga í gegnum þetta, við erum svolítið á eftir Norðurlöndunum hvað tímarás varðar, en það er að leggja áherslu á börnin, að þeim líði vel og koma þeim í gott samband við vini og kunningja, koma þeim í skóla, kenna þeim íslensku, koma þeim í íþrótta- og tómstundastarf. Við þurfum að gefa þeim tækifæri á því að lifa svona eðlilegu lífi sem börn og ef þau eru ánægð þá verða foreldrarnir ánægðir og þá gengur allt betur. Við munum meðal annars leggja áherslu á það að hugsa vel um móttöku barna.“ Ertu sammála því Guðný? Gríðarlega mikilvægt þar sem við þurfum að reiða okkur á þetta fólk. Guðný: „Algjörlega og það er mikilvægt að virkja okkur sem íbúa til að taka á móti þessu fólki. Ég get til dæmis tekið það á mig sem fjölskylda að kynnast einni fjölskyldu. Þegar maður fór sem skiptinemi þá fékk maður einhvern sem leiddi mann svolítið og hjálpaði manni að komast inn í samfélagið. Það er líka tækifæri í því að virkja okkur íbúa í svona verkefni, að líta á þetta sem tækifæri og leið til þess að öðlast nýja sýn, læra eitthvað nýtt og þroskast.“ Hver verða brýnustu málin í Reykjanesbæ 2018? Kjartan: „Það eru náttúrulega sveitastjórnarkosningar í vor. Brýnasta verkefni í Reykjanesbæ núna árið 2018 og næstu ár er að halda vel á spöðunum, að keyra ekki fram úr sér og ætla sér ekki um of, halda þessari aðlögunaráætlun sem mikil vinna hefur farið í að búa til. Svo eru mörg önnur verkefni, eins og þessi nýi skóli í Innri Njarðvík, Stapaskóli, sem við erum að hefja framkvæmdir við og þetta, hvernig við ætlum að taka á móti þessum gríðarlega fjölda ef þessi aukning bæjarbúa heldur áfram. Þá er mjög stutt í að við verðum um átján þúsund og það er mjög stutt í að við verðum stærri en Akureyri og verðum þá fjórða stærsta sveitarfélag landsins. Það eru mörg verkefni sem fylgja því, uppbygging ferðaþjónustu, uppbygging húsnæðis og hverfa, skipulagsmál, undirbúningur framkvæmda, það er á mörgu að taka.“ Hefðurðu áhuga á að starfa áfram sem bæjarstjóri í vor, sama hvaða meirihluti verður í nýrri bæjarstjórn? Kjartan: „Ég hef nú verið spurður að þessu og er svo sem að velta því fyrir mér núna. Ég held ég verði að svara því játandi, ég er alveg til í það. Við erum úti í miðri á. Ég held að það gæti bara verið af hinu góða að menn fengju að klára það verkefni. Auðvitað er það svo undir því komið hverjir verða í meirhluta, hvort þeir kæri sig um að hafa mig eða einhvern annan, það verður bara að koma í ljós, en ég er til.“ Framhald á næstu síðu >


14

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 11. janúar 2018 // 2. tbl. // 39. árg.

Tækifærin okkar bara miklu meiri og stærri og við þurfum bara að þora að trúa því. Við eigum að þora að sjá þau. Það er það sem ég horfi á sem skemmtilegasta verkefnið á árinu 2018 og árunum sem eru framundan. Ég segi alltaf að næsta borg á Íslandi, hún byggist hér, við erum að fara að byggja hana, við Kjartan. Guðný, þú varst valin einn af fjörtíu efnilegustu stjórnendum landsins sem er skemmtilegt. Hvernig upplifir þú það, verandi stjórnandi í stóru fyrirtæki? Guðný: „Nei, mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt. Mér finnst það vera að breytast svo mikið hvernig við nálgumst stjórnun. Við erum alltaf einhvern veginn að fara nýjar leiðir, við tölum meira um það að vera leiðtogar, að leiða fólkið okkar og hvernig við nálgumst það að komast að bestu niðurstöðunni hverju sinni. Það kom mér skemmtilega á óvart að vera á þessum lista og ég hef oft spurt mig í gegnum tíðina hvort maður vilji vera stjórnandi alla tíð eða hvort maður vilji gera eitthvað annað, því lífið er bara ansi stutt. Þetta er mjög áhugavert og mjög skemmtilegt. Ég var á flugvellinum þegar við förum í gegnum hrunið og hef svo fengið að taka þátt í þeirri vegferð sem það hefur verið síðan þá. Þetta er náttúrulega búið að vera ævintýri og ég er mjög þakklát fyrir það á hverjum degi að hafa fengið að taka þátt í þessu. Það er náttúrulega langt frá því að vera sjálfgefið, að vera með þetta í reynslubankanum. Auðvitað eru sumir dagar erfiðari en aðrir, það er bara oft þannig, en þetta eru allt saman skemmtilegar áskoranir og ég

Eitthvað sérstakt framundan, Guðný, sem fjölskyldan ætlar að gera á árinu? Guðný: „Við ætlum bara að halda áfram að þakka fyrir hvern dag sem við fáum og njóta þess að vera saman. Börnin mín eru núna að verða átta og tólf ára þannig nú eru þau að verða svona almennilega ferðafær. Við eigum mikla drauma um að fara að ferðast á fjarlægari slóðir með þau en jafnframt líka innanlands og á mína heimahaga sem eru fyrir norðan. Ég held það sé bara áframhaldandi markmið að njóta hvers dags en svo á ég mér svona persónulegt markmið og það er að nú er komið að því að fara að veiða lax sem er yfir hundrað sentimetrar. Hann á eftir að koma á.“ Kjartan: „En þú verður að sleppa honum.“ Guðný: „Já, ég sleppi öllu. Hann fær frelsi sko. En ég held að það sé komið

held, að ef við berum okkur saman við tækifæri sem aðrir hafa, þá eru tækifærin okkar bara miklu meiri og stærri og við þurfum bara að þora að trúa því. Við eigum að þora að sjá þau. Það er það sem ég horfi á sem skemmtilegasta verkefnið á árinu 2018 og árunum sem eru framundan. Ég segi alltaf að næsta borg á Íslandi, hún byggist hér, við erum að fara að byggja hana, við Kjartan. Kjartan: Framtíðin er ótrúlega björt og það eru ótrúlega mörg tækifæri hérna á svæðinu. Við þurfum núna að negla niður sýn á þau verkefni og það ástand sem við við viljum fram á næstu árum. Það er margt sem bendir til þess, allar tölur og spár, að við verðum þrjátíu þúsund á þessu svæði fyrr en varir og fyrr heldur en við áttum okkur á. Það er bara spennandi.

að því núna. Það verður markmið sumarsins í veiðinni.“ Kjartan: „Ég veiddi fyrsta flugulaxinn í fyrrasumar. Ég á mér aðeins svona hófstilltari markmið hvað það varðar, ég væri voða glaður ef ég næði sextíu sentimetrum á næsta ári. Minn var fimmtíu og sjö. Hann var flottur og smakkaðist vel, ég þurfti ekki að sleppa honum, ég spændi hann í mig. En það eru fullt af skemmtilegu framundan, ferðalög og fleiri barnabörn. Það er margt skemmtilegt í pípunum. Maður er fyrst og fremst þakklátur fyrir allt. Það eru allir af manns nánustu heilbrigðir og við höfum ekki yfir neinu að kvarta. Ég vona bara að árið 2018 verði okkur öllum, fjölskyldum okkar allra, bara hagfellt og ánægjulegt.“

Við erum úti í miðri á. Ég held að það gæti bara verið af hinu góða að menn fengju að klára það verkefni. Auðvitað er það svo undir því komið hverjir verða í meirhluta, hvort þeir kæri sig um að hafa mig eða einhvern annan, það verður bara að koma í ljós, en ég er til.

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Vönduð parhús L=34,00

G=35,18

MHL-01

B

Sorp

FURUDALUR 18-20, REYKJANESBÆ LANDNR: 210010 STAÐGREINIR: 2000-5-25130180

A-02

7300

7700

3980

1500

BO

BO

120

1260

220 600

1100

1500

7700

700

3000

565

565

3000

7300

700

1500

1100

600 220

300

BO

1400

1500

BO

120

3980

hjónaherbergi

9.0 m²

13.8 m²

AÐAL BURÐARVIRKI BYGGINGARINNAR ER ÚR JÁRNBENTRI STEINSTEYPU, Þ.E

EINANGRUN:

1500

120

3.5 m²

7.1 m²

150

930

120

8.9 m² 3600

13700

alrými

R

OPNANLEG FÖG OG HURÐIR SKULU VERA ÚR HARÐVIÐ OREGON PINE EÐA

HSL

stofa/borðstofa

SAMBÆRILEGT.

31.0 m²

1435

4500

GLER SKAL VERA TVÖFALT K-GLER. (U-gildi 2,0 W/m²).

INNVEGGIR:

900 60

300

geymsla

GLUGGAR OG GLER:

GLUGGAR ERU HEFÐBUNDNIR ÍSTEYPTIR ÁLKLÆDDIR TIMBURGLUGGAR ÚR ÞURRKAÐRI FURU.

1250

þvottur

GN

BYGGÐIR UPP AF BLIKKSTOÐUM OG KLÆDDIR AF MEÐ TVÖFÖLDUM GIPSPLÖTUM. EINANGRAÐIR MEÐ STEINULL.

VEGGIR ERU SLÉTTPÚSSAÐIR AÐ UTAN OG ÞAK ER KLÆTT MEÐ BÁRUJÁRNI.

LITIR: ÞAK GRÁTÓNA OG VEGGIR LJÓSIR JARÐARLITIR , INNSKOT Í DEKKRI LIT. 1300

2500 5100

1300

160 900

1300

1200

2195

1465

1200

1465

1465

1200

4130

5755

1465

2195

4130

A-02

1200

1300

900 160

1300

2500

1300

GLUGGAR, HURÐIR OG ÞAKKANTUR ER HVÍTT.

5100

5755

15000

A

HAFA SKAL SAMRÁÐ VIÐ AÐALHÖNNUÐ UM ENDANLEGT LITAVAL.

15000

C

B

A-02

A-02

TÆKNIBÚNAÐUR: LAGNALEIÐIR: BYGGINGIN ER UPPHITUÐ MEÐ OFNUM, LAGNIR ERU Í VEGGJUM. NEYSLUVATNSLAGNIR ERU ÁL/PEX LÖGÐ Í VEGGJUM. G=34,78

L=34,00

INNTÖK VEITNA ER Í BÍLSKÚR. Á NEYSLUVATNSKERFI SKAL KOMA FYRIR VARMASKIPTI EÐA UPPBLÖNDUNARLOKA TIL AÐ TRYGGJA AÐ HITASTIG FARI EKKI YFIR 65°C. GÓLFNIÐURFÖLL: KOMA SKAL FYRIR NIÐURFÖLLUM Í ÖLLUM VOTRÝMUM, ÍBÚÐAR Þ.E. Í

16

ÞVOTTAHÚSI OG BAÐI.

14

AUK ÞESS SKAL VERA GÓLFNIÐURFALL Í BÍLGEYMSLU.

9 LOFTRÆSING: BAÐ, ÞVOTTAHÚS ÁSAMT GEYMSLU ERU LOFTRÆSTAR UM OPNANLEG L=35.00

15,4m

Sorp Sorp

7,3m

4m

dalur

Sorp

2m

7,3m

1m

8,4m

Sorp

m

GLUGGAFÖG.

L=36.88

SJÁLFTREKKJANDI ÚTLOFTUNARVENTILL ER Í BÍLSKÚR. 4m

BRUNAKRAFA VEGGJA MILLI BÍLSKÚRS OG ÍBÚÐAR SKAL VERA EINS OG FRAM KEMUR Á GRUNNMYND. ÞAKKLÆÐNING SKAL VERA Í FLOKKI T. KLÆÐNING LOFTA OG VEGGJA Í BÍLSKÚR SKAL VERA Í FLOKKI 1 OG KLÆÐNING LOFTA Í ÍBÚÐ SKAL EKKI VERA LAKARI EN Í FLOKKI 2. Í HVERJU HERBERGI SKAL VERA BJÖRGUNAROP. KOMA SKAL FYRIR REYKSKYNJURUM Í BYGGINGUNNI Í SAMRÆMI VIÐ ÞAÐ SEM FRAM KEMUR Á GRUNNMYNDUM. EFNI OG VINNA SKAL VERA Í SAMRÆMI VIÐ BYGGINGARREGLUGERÐ, VIÐKOMANDI ÍST STAÐLA OG REGLUGERÐ UM BRUNAVARNIR.

BRUNAVARNIR Í BYGGINGUNNI SKAL AÐ ÖÐRU LEYTI VERA Í SAMRÆMI VIÐ BYGGINGARREGLUGERÐ. Á UPPDRÁTTUM KEMUR FRAM BRUNAMÓTSSTAÐA BYGGINGARHLUTA, Þ.E. Í AÐALATRIÐUM, EN AUK ÞESS SKAL BYGGINGIN UPPFYLLA EFTIRFARANDI KRÖFUR: 1) HÚSIÐ SKAL VERA ÚTBÚIÐ VIÐURKENNDUM REYKSKYNJURUM OG HANDSLÖKKVITÆKI.

TÁKN:

R BO ET LR GN

REYKSKYNJARI BJÖRGUNAROP ELDTEPPI VIÐKOMANDI RÝMI SKAL VERA LOFTRÆST VIÐKOMANDI RÝMI SKAL HAFA GÓLFNIÐURFALL

EI-60 BRUNAMÓTSTAÐA VIÐKOMANDI BYGGINGARHLUTA REI-90 BRUNAMÓTSTAÐA VIÐKOMANDI BYGGINGARHLUTA EICS-30 BRUNAMÓTSTAÐA VIÐKOMANDI BYGGINGARHLUTA

YFIRBORÐ ÚTVEGGJA OG ÞAKS:

hæð á vegg 1.8 m

300

290

ÞAK ER EINANGRAÐ MEÐ 225 mm STEINULLAREINANGRUN (U-gildi 0,2 W/m²)

4400

120

2675

ET

EI-60

2520

1230

GN

ÚTVEGGIR BYGGINGARINNAR ERU EINANGRAÐIR MEÐ 100 mm POLYSTYREN EINANGRUN (U-gildi 0,4 W/m²)

300

290

3.5 m² 2880

7.1 m²

3800

GK: 35.30

6490

EICS-30

EI-60

EINANGRUN (U-gildi 0,3 W/m²).

2500

24.7 m²

LR

1230

þvottur

120

150

bílskúr

EI-60

2520

geymsla

2890

2875

3500

4630

2400

150

1300

24.5 m²

0102

GK: 35.20 LR

EICS-30

eldhús

930

120

0101

150

GK: 35.20

bílskúr

24.7 m² EI-60

120

9.7 m²

2690

120

2400

6500

HSL

eldhús

8.9 m² 3600

SÖKKLAR OG BOTNPLATA ERU EINANGRUÐ MEÐ 100 mm POLYSTYREN

BO

GN 2435

150

R

REI-90

120 900 60

ET

1250

2500

300

EI-60

2675

0102

1435

3800

150

herbergi

8.3 m²

BRUNAVARNIR Í BYGGINGUNNI:

Einnig er hægt að semja um annað byggingarstig eins og tilbúið undir tréverk. Allar upplýsingar fást hjá Eignamiðlun Suðurnesja. ÞAK ER BORIÐ UPPI AF TRJÁVIÐ.

300 150

HSL

24.5 m²

HSL

4500

150

4400

6490

INNTÖK

3800

150

EI-60

2435

150

13700

alrými

R

31.0 m²

1200

BURÐARVIRKI:

300

120

herbergi

bað

4630

120

R

stofa/borðstofa

INNTÖK

300 2690

0101

120

120

120

1300

GK: 35.30

2880

120

120

3800

anddyri 7.5 m²

6500

GN 300

GN

300

9.7 m²

7.5 m² 3500

8.3 m²

GN

anddyri

bað

herbergi

2875

2890

BO

BYGGINGAEFNI:

1640

SÖKKLAR, BOTNPLATA, ÚTVEGGIR OG VEGGUR MILLI BÍLSKÚRS OG ÍBÚÐAR.

3600

3600

3480

4100

9.0 m²

2600

NF

120

herbergi

13.8 m²

1500

4000 300

NF hjónaherbergi

1260Sorp

1000

2600

1200

300

300

300

1400

4000

3480

1500

GERT ER RÁÐ FYRIR TVEIMUR BÍLASTÆÐUM VIÐ HVORT HÚS.

2000

1640

BYGGINGIN ER PARHÚS Á EINNI HÆÐ MEÐ INNBYGGÐUM BÍLSKÚRUM.

C

A-02

4100

A

A-02

1500

BYGGINGARLÝSING:

8400

18

MHL-02 8400

20

Til sölu fjögur 171m2 vönduð staðsteypt parhús með bílskúr, Furudalur 2-4 og 18-20 til afhendingar strax fokheld að innan með rafmagns- og vatnsinntökum, og fullbúin að utan.

LEYFILEGAR KÓLNUNARTÖLUR BYGGINGARHLUTA ERU:

STÆRÐIR:

STÆRÐ LÓÐAR = 1216 m²

n=341.2 / 1216=0,28

FURUDALUR 18 m² STÆRÐ ÍBÚÐAR : 142.9 m² STÆRÐ BÍLGEYMSLU : 27.7 m² HEILDARSTÆRÐ HÚSS : 170.6 m²

m³ 454.977 m³ 102.999 m³ 557.976 m³

FURUDALUR 20 STÆRÐ ÍBÚÐAR : 142.9 m² STÆRÐ BÍLGEYMSLU : 27.7 m² HEILDARSTÆRÐ HÚSS : 170.6 m²

454.977 m³ 102.999 m³ 557.976 m³

Eignamiðlun Suðurnesja Hafnargötu 50, Reykjanesbæ Sími: 420-4050 / 894-2252 - www.es.is

Við hjá Sjónvarpi Víkurfrétta hvetjum ykkur til að benda okkur á áhugavert efni í Suðurnesjamagasín og aðra miðla Víkurfrétta. Ábendingar má senda á póstfangið vf@vf.is eða hringja í síma 421 0002.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 11. janúar 2018 // 2. tbl. // 39. árg.

15

Segir niðurrif verða óafturkræft stórslys -Fyrrverandi ráðherra mótmælir harðlega niðurrifi gömlu Sundhallarinnar í Keflavík Sjö athugasemdir bárust vegna deiliskipulagstillögu við Framnesveg og Víkurbraut í Reykjanesbæ sem auglýst var nýlega. Sex af tíu stórum fjölbýlishúsum, sem byggð verða við ströndina í Keflavík, falla undir þessa breytingu á deiliskipulagi. Af sjö athugasemdum sem bárust, voru fimm þeirra vegna niðurrifs á gömlu Sundhöllinni. „Sundhöllin er ekki bara mikilvæg í byggingarsögu okkar Keflvíkinga, heldur má einnig líta til byggingarsögu Íslands,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, en hún er ein fjölmargra sem hafa lýst því sem stórslysi ef gamla Sundhöll Keflavíkur verður rifin. Hún sendi athugasemd við auglýsta breytingu á deiliskipulagi við Framnesveg en fundur var haldinn um deiliskipulagsbreytinguna við Framnesveg 11 og Víkurbraut 21-23 í Reykjanesbæ í Duussafnahúsum í síðustu viku. Verktakafyrirtækið Húsanes keypti Sundhöllina fyrir tæpu ári síðan af Landsbankanum og lóðina við hliðina á Framnesveg 11 í desember 2015 og áætlar að byggja þar þrjú stór fjölbýlishús, þ.e. við Framnesveg 9-11. Fyrirtækið er einnig með í áætlun að byggja þrjú önnur stórhýsi við Víkurbraut sem er við Keflavíkurhöfn. Á fundinum þar sem þessar byggingarframkvæmdir voru kynntar sátu fyrir svörum Jón Stefán Einarsson, arkitekt Húsaness, og Gunnar K. Ottósson, skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar. Ekki komu fram margar athugasemdir á fundinum sjálfum. Nokkrir fundargestir sem búa við Pósthússtræti voru með ábendingar sem skipulagsstjóri og arkitektinn sögðu hafa verið gagnlegar. Ekki kom nein gagnrýni á þessi áform nema því sem sneri að því að Sundhöll Keflavíkur yrði rifin. Ragnheiður Elín segir það ótækt verði af því að gamla Sundhöllin verði rifin. „Ég lít svo á að ef þetta sögufræga hús verður rifið yrði þar um óafturkræft stórslys að ræða, bæði þegar litið er til byggingarsögunnar og menningar- og íþróttasögu okkar Keflvíkinga. Vissu-

lega má húsið muna sinn fífil fegurri og ljóst að kostnaðarsamt verður að koma því í upprunalegt horf. Það er hins vegar einfaldlega verkefni sem ráðast verður í og ég er sannfærð um að hægt sé að bindast samtökum um að fjármagna þær breytingar og finna húsinu verðugt verkefni til framtíðar. Húsið er eitt af þremur hér í bænum sem teiknuð eru af Guðjóni Samúelssyni og er því mikilvægt í byggingarsögulegu samhengi. Þrátt fyrir að Bárður Ísleifsson hafi einnig komið að hönnun hússins á sínum tíma ber húsið skýrt höfundareinkenni Guðjóns og var stórfalleg bygging. Breytingar sem gerðar hafa verið í gegnum tíðina hafa ekki allar verið vel heppnaðar en þær eru afturkræfar.“ Í bréfi Minjastofnunar um bygginguna segir: „Sundhöll Keflavíkur er meðal nokkurra sundhallabygginga sem Guðjón Samúelsson, húsameistari, hannaði um svipað leyti, eins og t.d. sundhöll Seyðisfjarðar sem byggð var árið 1948 og sundhöll Ísafjarðar, sem tekin var í notkun árið 1946. Báðar eru þessar sundlaugar enn í notkun og hafa fengið gott viðhald.“

Framtíðarsýn um byggingu stórhýsa á byggingareitnum við Framnesveg.

„Til viðbótar má einnig nefna Sundhöll Reykjavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni árið 1937 sem Reykjavíkurborg er nýlega búin að byggja við af miklum sóma. Mér þætti dapurlegt til þess að hugsa og bera vott um mikla skammsýni að nánast á sama tíma yrði okkar sögufrægu byggingu fargað,“ segir Ragnheiður Elín, en hún er borin og barnfæddur Keflvíkingur. Hún segir í lokakafla athugasemdarinnar: „Að lokum vil ég nefna að strandleiðin okkar er ein af best heppnuðu framkvæmdum hér í bæ og gríðarleg lífsgæði sem felast í því fyrir okkur íbúana að geta stundað útivist og notið náttúrunnar alla daga á þessari fallegu leið í hvaða veðri sem er. Það sem helst mætti bæta við strandleiðina eru

Byggingareiturinn við Framnesveg og gamla Sundhöllin.

áfangastaðir þar sem hægt væri að setjast niður yfir kaffibolla og njóta mannlífsins í bland við náttúruna. Ég sé Sundhöllina fyrir mér sem slíkan áningarstað, hvort sem hún yrði gerð að safni, veitingastað, hóteli, svo nokkur dæmi, sem verið hafa í umræðunni, séu nefnd og að með vel heppnaðri endurbyggingu mætti tryggja líf í húsinu og gróskumikið mannlíf. Ég fer fram

á að þessi áform verði endurskoðuð og að leitað verði allra leiða af alvöru til þess að koma í veg fyrir niðurrif Sundhallar Keflavíkur. Eins og Minjastofnun bendir á er framtíð hússins í höndum sveitarfélagsins og brýnt að bæjaryfirvöld axli þá ábyrgð.“ Umhverfis- og skipulagsráð fundaði um málið á þriðjudagskvöld. Nánar um það á vf.is.

Starf í boði

Við leitum að hressu, skemmtilegu og metnaðargjörnu starfsfólki til að vinna með okkur í þjónustu við ferðamenn. Fullt starf og hlutastarf í boði. Ökuskírteini og góð enskukunnátta skilyrði. • Afgreiðsla bílaleigubíla, þrif og umsjón bílaleigubíla. Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2018. Umsókn skal senda ásamt ferilskrá (CV) á:

starf@faircar.is Job Available

We are looking for cheerful, fun and ambitious employees to join us in company with focus on tourists. Full time and part time available. Driving license and English language, spoken and written, is required. Application deadline is 21st of January 2018. The application must be accompanied by a resume (CV) and sent to:

starf@faircar.is

Bókari Það er margt að gerast hjá Keili og spennandi tímar framundan Elín Guðnadóttir og Gunnþórunn Gunnarsdóttir, fyrir hönd líknarsjóðs Lionessuklúbbsins, afhenda Þórunni Þórisdóttur, umsjónarmanni Velferðarsjóðsins, gjafabréfið.

Lionessur afhentu Velferðarsjóði rausnarlegan styrk

Lionessuklúbbur Keflavíkur styrkti Velferðarsjóð Keflavíkurkirkju fyrir jólin um 400 þúsund krónur, en árlega selja Lionessur sælgætiskransa og rennur ágóðinn til líknarmála. „Við höfum styrkt Velferðarsjóðinn í mörg ár. Það eru margir sem þurfa á aðstoð að halda og Velferðarsjóðurinn úthlutar til þeirra sem leita til

hans. Okkur Lionessum er það mikil ánægja að geta aðstoðað við það,“ segir Gunnþórunn Gunnarsdóttir í samtali við Víkurfréttir. Frá stofnun klúbbsins hafa Lionessur styrkt einstaklinga og félög í samfélaginu. Lionessuklúbbur Keflavíkur er eini Lionessuklúbbur landsins en hann er hluti af Lionshreyfingunni.

Það hafa aldrei verið fleiri nemendur hjá Keili. Þess vegna þurfum við að bæta við okkur bókara í 50% starf (til að byrja með). Reynsla af bókhaldi er skilyrði. Reynsla af Navision er æskileg. Umsóknarfrestur til 20. janúar n.k. Umsóknir sendist til Ástu Gunnarsdóttur, fjármálastjóra, asta@keilir.net, en hún veitir frekari upplýsingar.

Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

• Customer service, cleaning and general car rental care


16

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 11. janúar 2018 // 2. tbl. // 39. árg.

Alþjóðlegir og ferskir listavindar í Garði

- Listahátíðin haldin í fimmta sinn í Sveitarfélaginu Garði Eliza Reid, forsetafrú Íslands, opnaði Ferska vinda, alþjóðlega listahátíð í Garði, um liðna helgi. Ferskir vindar eru nú haldnir í fimmta sinn en verkefnið er í samstarfi Mireyu Samper og Sveitarfélagsins Garðs. VF-myndir: Hilmar Bragi

Söngvaskáld á Suðurnesjum 2018

„Vildum alls ekki svona týpíska tónleika“

Tónleikaröðin Söngvaskáld á Suðurnesjum heldur áfram göngu sinni í Hljómahöll á nýju ári þar sem fjallað verður um tónlistarmenningu Suðurnesja en óhætt er að segja að hún hafi hlotið góðar viðtökur undanfarin ár þar sem uppselt hefur verið á flesta tónleika. Að þessu sinni verður fjallað um Rúnar Júlíusson eða Hr. Rokk, fjöltónlistarmanninn Magga Kjartans og svo söngvaskáld sem stöldruðu við en það eru Bjartmar Guðlaugsson, Sverrir Stormsker og Gylfi Ægisson. Skipuleggjendur og flytjendur eru að venju þau Dagný Maggýjar, Arnór B. Vilbergsson og Elmar Þór Hauksson. Að sögn Dagnýjar eru þau alltaf jafn spennt fyrir verkefninu og er þegar farið að vinna lagalista og handrit. „Þetta er alltaf skemmtileg byrjun á árinu, að takast á við eitthvað nýtt og krefjandi og kynnast nýjum tón-

listarmönnum og nýjum lögum. Svo leitumst við líka við að kynna ýmislegt sem fólk vissi ef til vill ekki um þessa tónlistarmenn og draga fram í dagsljósið óþekktar perlur.” Eruð þið ekkert farin að verða uppiskroppa með tónlistarmenn? „Nei alls ekki, við erum svona að fikra okkur áfram í átt að nýrri tónlist en í ár erum við með stórar kanónur sem eru Rúnni Júll og Maggi Kjartans og svo eigum við Gunna Þórðar alveg eftir. Við bryddum þó upp á þeirri nýbreytni í ár að fjalla um söngvaskáld sem stöldruðu hér við þótt þeir séu ekki beint héðan og

það væri gaman að gera meira af því að fjalla um nokkur söngvaskáld í einu eftir hinum ýmsum flokkum.” Að sögn Dagnýjar verða tónleikarnir með svipuðu sviði þar sem áhersla er lögð á notalega og heimilislega stemningu. „Við vildum alls ekki hafa þetta svona týpíska tónleika, þolum illa formlegheit og vildum bara hafa þetta afslappað og á persónulegum nótum. Við segjum söguna á milli laga og bregðum upp myndum og myndbrotum frá ferli söngvaskáldanna svo það má eiginlega segja að þetta sé „live“ heimildarmynd,” segir Dagný og hlær. Við höfum sjálf mjög gaman af þessu og myndum aldrei gera þetta öðruvísi. Vonandi njóta gestir eins og við.” Rúnni Júll verður fyrstur í röðinni þann 6. febrúar, fjallað verður um Magga Kjartans 1. mars og tónleikaröðinni lýkur með Bjartmari þann 5. apríl. Miðasala fer fram á hljomaholl.is og er miðaverð kr. 3.700. Boðið er upp á afslátt fyrir þá sem kaupa miða á alla tónleikaröðina.

Alþjóðlegur hópur listamanna hefur starfað og búið í Garði frá 16. desember sl. og unnið að listsköpun sinni. Þema Ferskra vinda í ár er „draumar“ og því hafa fjörtíu listamenn af tuttugu og einu þjóðerni unnið að draumkenndri listsköpun síðustu vikur. Afraksturinn var frumsýndur um liðna helgi og næstu helgi, dagana 13. og 14. janúar, verður boðið upp á leiðsögn um sýningar frá kl. 14 báða dagana. Ferskir vindar standa svo formlega til 17. janúar nk. en verkin eru innblásin af náttúru og menningu staðarins. Sýningar eru í sýningarsal að Sunnubraut 4 og þaðan verður farið með rútu í Listaverkagarð Garðs, íþróttahúsið, Útskálahúsið, á Garðskaga og

víðar um bæinn. Listamenn verða á staðnum og túlka verk sín. Gestir geta átt von á óvæntum uppákomum. Þátttakendur í Ferskum vindum hafa unnið verk sín í tónum, gjörningum, myndverkum og skúlptúrum. Verkin er að finna á átta stöðum í Garði en í sýningarskrá á slóðinni fresh-winds. com er einnig vísað á þrettán eldri verk frá fyrri hátíðum en öll verk sem sköpuð eru á listahátíðinni verða eftir í Garði. Sum þeirra munu lifa áfram en önnur eru tekin niður eftir að sýningum lýkur, enda þannig verk að ekki er hægt að varðveita þau til framtíðar. Meðfylgjandi myndir voru teknar við setningarathöfnina að Sunnubraut 4 um síðustu helgi.


KA

BÚMM! -30% AF HARÐPARKETI -30% AF FLÍSUM -30% AF HÁÞRÝSTIDÆLUM -30% AF EINHELL RAFMAGNSVERKFÆRUM -40% AF HOUSE OF YARN GARNI -40% AF PLASTBOXUM -30% AF POTTUM OG PÖNNUM -30% AF BARNABÍLSTÓLUM -40% AF GLÖSUM, BOLLUM OG KÖNNUM -30% AF HUNDA- OG KATTAMAT -30% AF MYNDARÖMMUM -40% AF SPILUM OG LEIKFÖNGUM -40% AF KLUKKUM -40% AF JÓLAVÖRU -30% AF LJÓSUM - 30% AF LOFTAÞILJUM -30% AF MOTTUM OG DREGLUM -40% AF BAÐFYLGIHLUTUM -30% AF BÍLAHREINSIVÖRUM -30% AF ÖRYGGISSKÓM -30% AF ÁLTRÖPPUM OG STIGUM -30% AF CAT VINNUSOKKUM -30% AF JÁRNHILLUM -30% AF TRANEMO VINNUFÖTUM -40% AF KAFFI- OG MATARSTELLUM

VALDAR VÖRUR Á ENN BETRI AFSLÆTTI!

VÁ!

Komdu og gerðu góð kaup!

Auðvelt að versla á byko.is


18

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 11. janúar 2018 // 2. tbl. // 39. árg.

Tímamót hjá Toyota Reykjanesbæ

Séð yfir bíla-Fitjarnar, Toyota Reykjanesbæ er fremst á myndinni.

- Ævar Ingólfsson fagnar tuttugu ára opnun Toyota á Fitjum en ferillinn er þó lengri

Ævar á tali við gamlan viðskiptavin, Óskar Þórhallsson.

Ævar Ingólfsson með starfsfólki sínu í Toyota Reykjanesbæ.

Nýtt ár með nýjum áherslum? Bókhald Launavinnsla Uppgjör Afstemmingar Ársreikningar Skattframtöl Skattaráðgjöf

„Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar litið er til baka til ársins 1986 þegar ég byrjaði í bílasölu eru yfir 30% vextir á skuldabréfum og víxlum sem voru töluvert notaðir í bílaviðskiptum þegar ég var að byrja. Við fluttum í nýtt húsnæði á Fitjum fyrir tuttugu árum síðan og það var gæfuspor,“ segir Ævar Ingólfsson, eigandi Toyota Reykjanesbæ en á tímamótunum var bílasýning um síðustu helgi. Ævar steig sín fyrstu spor í bílasölu hjá Brynleifi Jóhannssyni sem rak Bílasölu Brynleifs að Vatnsnesvegi 29 í Keflavík. Ævar keypti bílasöluna af Brynleifi og hóf eigin rekstur 1996. Þegar við biðjum hann um að rifja meira upp á bílasöluferlinum segir hann að auk vaxtaokurs fyrri tíma sé hægt að horfa til þess að fjármögnun bíla sé komin í mun heilbrigðara umhverfi, með tilkomu bílalána þar sem ekki er nauðsynlegt að hafa ábyrgðarmenn á lánum eins og í gamla daga. „Svo getum við sagt að tilkoma farsímans, sérstaklega GSM-símans hafi verið bylting fyrir bílasala. Það var oft mjög erfitt að ná í fólk yfir daginn þegar það var kannski bara hægt að hringja í vinnusímann eða

heimasímann. Sé nú ekki talað um tölvupóst,“ segir Ævar. Toyota Reykjanesbæ undir stjórn Njarðvíkingsins hefur gengið vel í gegnum tíðina og verið iðulega söluhæsta bílasalan undir merkjum Toyota en einnig verið með vinsælustu bílasölum á Suðurnesjum. Það hafi verið bylting þegar bílasalan opnaði í nýju húsnæði að Fitjum í Njarðvík. Í kjölfarið opnuðu fleiri bílasölur á Fitjum en þar eru núna fimm bílasölur. Ævar og félagar selja ekki bara Toyota heldur líka notaða bíla af öllum gerðum. Hann segir að á undanförnum árum hafi bílaleigur komið mjög sterkar inn en einstaklingar hafi einnig sett í gír eftir að hagur fólks fór að vænkast að nýju eftir bankahrun. Nýja árið segir hann byrja mjög vel en hann er ekki í vafa þegar hann er spurður út í breytingar á bílum í gegnum tíðina. „Bílar eru almennt stærri og miklu öruggari. Það er veruleg þróun varðandi mengun bíla en Toyota leggur mikla áherslu á hybrid-bíla sem eru 50% rafmagn og 50% bensín bílar þar af leiðandi mjög umhverfisvænir og eyðslugrannir,og mun framboð slíkra bíla aukast töluvert á næstu árum“ sagði Ævar.

Við hjálpum þér að leysa verkefnin 580 3000 | www.deloitte.is

Toyoturnar eru til í mörgum stærðum og gerðum.


Sumar og framtíðarstörf hjá Airport Associates 2018 Vilt þú starfa í skemmtilegu og alþjóðlegu starfsumhverfi? Airport Associates leitar að starfsfólki í sumarstörf sem og framtíðarstörf. Um er að ræða hluta– og heilsdagsstörf í vaktavinnu.

Summer and permanent positions at Airport Associates 2018

Umsækjendur þurfa að sækja undirbúningsnámskeið áður en til starfa kemur.

The positions are both part time positions and full time shift positions. Employees will need to finish training before they start work.

Nánari upplýsingar um störfin, hæfniskröfur og aldurstakmörk:

More information about the positions:

Farþega – og farangursþjónusta

Passenger services

Fraktvöruhús

Cargo warehouse

Innritun og ýmis þjónusta við farþega. Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg, tölvukunnátta og góð enskukunnátta. Lágmarksaldur 19 ár.

Skimun, móttaka og afhending á flugfrakt. Ökuréttindi, tölvukunnátta, enskukunnátta, vinnuvélaréttindi æskileg. Lágmarksaldur 18 ár.

Hlaðdeild

Hleðsla og afhleðsla farangurs og frakt. Ökuréttindi, enskukunnátta, vinnuvélaréttindi æskileg. Lágmarksaldur 18 ár.

Hleðslueftirlit

Gerð hleðsluskráa, þjónusta við áhafnir og samræming gagna frá öðrum deildum. Stúdentspróf æskilegt, tölvukunnátta og góð enskukunnátta. Lágmarksaldur 20 ár

Ræsting flugvéla

Passenger handling at the airport terminal. Good computer skills, english knowledge and great customer service skills. Minimum age is 19 years.

Screening, buildup/breakdown, reception and delivery of air freight in warehouse. Valid driving license required and english knowledge. Minimum age is 18 years.

Ramp handling

Loading and offloading of luggage, cargo and mail to and from aircrafts. Valid driving license required and english knowledge. Minimum age is 18 years.

Aircraft cleaning

Cleaning aircrafts arriving and departing at Keflavik Airport. Driving license required and english knowledge. Minimum age is 18 years.

Ökuréttindi, enskukunnátta. Lágmarksaldur 18 ár. Mikilvægt er að umsækjendur búi yfir færni í mannlegum samskiptum, hafi ríka þjónustulund, séu stundvísir og agaðir í starfi en jafnframt sveigjanlegir. Reynsla á sviði flugafgreiðslu er kostur. Sótt er um störfin rafrænt á www.airportassociates.com. Umsóknarfrestur starfa er til 20. febrúar 2018

It is important that all applicants have good english skills, are good in human relations, service minded and are punctual and flexible. Applications are submitted electronically on the website www.airportassociates.com. Deadline is the 20th of February 2018.


20

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 11. janúar 2018 // 2. tbl. // 39. árg.

Snóker á heimsmælikvarða í Keflavík

Menn skemmtu sér augljóslega vel yfir leiknum. Jón Ingi Ægisson (annar frá hægri) er Evrópumeistari í tvímenningi ásamt Kristjáni.

Kristján einbeittur og setur kúlu niður.

Fyrsti ramminn gaf forsmekkinn af því sem koma skyldi, þegar búið var að setja allar kúlurnar niður var staðan jöfn og því þurfti að leika aftur um svörtu kúluna og þar hafði Eden betur. Í öðrum ramma lék Eden vel og gerði slétt 100 stig í einni rispu, staðan 2-0. Kristján var ekki af baki dottinn og vann næstu tvo ramma, staðan var því jöfn eftir fjóra ramma. Viðureignin var jöfn og spennandi allt til loka og þurfti að leika ellefta rammann til að knýja fram úrslit. Að lokum stóð Kristján

Kristján Helgason, margfaldur Íslandsmeistari með meiru, og Eden Sharav, atvinnumaður í snóker­, áttust við í Keflavík í síðustu viku. Leikurinn fór fram í snóker­aðstöðu Barkar Birgissonar í Grófinni, en kunnugir segja hana vera eina þá bestu á landinu. Snókeráhugamenn fjölmenntu í Gróf­ ina til fylgjast með einvígi þessara tveggja meistara. Leikfyrirkomulag var þannig að sá sem yrði fyrri til að vinna sex ramma færi með sigur

af hólmi. Áhorfendur voru ekki sviknir af þeirri veislu sem boðið var uppá því gæði snóker­sins voru í heims­ klassa.

Eden Sharav mundar kjuðann.

Kristján Helgason og Eden Sharav. Kristján getur lítið annað gert en horft á meðan Eden gerir 100 stig.

Helgason uppi sem sigurvegari og snóker­áhugamenn búnir að fá sinn skammt af frábærri skemmtun. Kristján Helgason er án efa besti snóker­­spilari okkar Íslendinga, hann er margfaldur Íslandsmeistari, hefur orðið heimsmeistari áhugamanna undir 21 árs og Evrópumeistari áhuga­ manna fjórum sinnum. Þá eru hann og Suðurnesjamaðurinn Jón Ingi Ægisson ríkjandi Evrópumeistarar áhugamanna í tvímenningi 40 ára og eldri. johann@vf.is

Dómari leiksins, Jón Örvar Arason, gerir klárt fyrir viðureignina.

PENNAVINUR ÓSKAST Í LEIFSSTÖÐ Óskum eftir harðduglegum og brosmildum starfsmanni í verslun okkar í Leifsstöð.

HÆFNISKRÖFUR •

Um framtíðarstarf er að ræða og er unnið eftir vaktaskipulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Góð tungumálakunnátta

Út í vitann • Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg

Vinsamlegast sækið um á heimasíðu Pennans Skrímslakisi Eymundsson https://www.penninn.is/is/laus-storf

• Góð3.499.almenn tölvukunnátta, þekking á Navision er kosturVerð: 3.499.Verð:

Umsóknarfrestur er til 18. janúar nk.

Rík þjónustulund og jákvæðni

Hæfni í mannlegum samskiptum

RFÍsafirði - Hafnarstræti 2

Surtsey í sjónmáli

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Verð: 7.499.LeifsstöðLeifs Eiríkssonar Flugstöð

Nánari upplýsingar veitir Hildur Halldórsdóttir, hildurh@penninn.is.

Manndómsár

Út í vitann

Verð: 3.299.-

Verð: 3.499.-

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is Austurstræti 18

Álfabakka 16, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

LeifsstöðLeifs Eiríkssonar Flugstöð

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

Húsavík - Garðarsbraut 9

Vöoktóber, ruúrval mtil ism andi12. eftiroktóber. verslunuUpplýsingar m. Upplýsingeru ar ebirtar ru birtameð r mefyrirvara ð fyrirvaraum umvillur villurog ogmyndabrengl. myndabrengl. mi tilboða er frá 9. ogunmeð

540 2000

Vöoktóber, ruúrval mtil ism andi12. eftiroktóber. ve Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er frá 9. ogunmeð


Sumarstörf á Keflavíkurflugvelli

Hæfni og eiginleikar Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvæðni og þjónustulund

Ef þú hefur brennandi áhuga á að veita góða þjónustu í lifandi umhverfi átt þú mögulega samleið með okkur. Við óskum eftir jákvæðum og kraftmiklum einstaklingum til að sinna gestgjafahlutverki, almennri gjaldkeraþjónustu og til að annast endurgreiðslu virðisaukaskatts í útibúi okkar á Keflavíkurflugvelli. Um vaktavinnu er að ræða. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf um miðjan maí og starfað til loka ágúst 2018.

Góð enskukunnátta

Nánari upplýsingar veitir Elísabet Hilmarsdóttir mannauðsráðgjafi, sími 444-7000, netfang elisabet.hilmarsdottir@arionbanki.is. Reynsla af þjónustustörfum er æskileg

Umsóknarfrestur er til og með 28.janúar 2018 og sótt er um störfin á arionbanki.is. Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Arion banki er líflegur og spennandi vinnustaður. Við vinnum með viðskiptavinum okkar að því að búa í haginn fyrir framtíðina. Við ræktum jákvæðan starfsanda og leggjum áherslu á að starfsfólk okkar þroskist og þróist í starfi með markvissri fræðslu og þjálfun. Straumlínustjórnun er hluti af daglegri menningu með stöðugum umbótum og samvinnu allra starfsmanna. Jafn réttur kvenna og karla til starfa er okkur hjartans mál og árið 2015 hlutum við Jafnlaunavottun VR. Saman látum við góða hluti gerast.


22

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 11. janúar 2018 // 2. tbl. // 39. árg.

„Ég held að sundferillinn sé búinn”

- Davíð Hildiberg var kjörinn besti sundmaður landins á liðnu ári

Drengirnir hita upp fyrir Íslandsmót U18. Coach Pétur fylgist grannt með framgangi mála.

Ný aðstaða Pílufélags Reykjanesbæjar opnuð á Ásbrú Ný aðstaða Pílufélags Reykjanesbæjar var formlega opnuð á dögunum að Keilisbraut 755 á Ásbrú. Félagsmenn höfðu sjálfir unnið baki brotnu í sjálfboðaliðastarfi við að gera aðstöðuna að veruleika, en aðeins fyrir nokkrum mánuðum síðan kviknaði sú hugmynd að nota þetta tiltekna rými undir starfsemi félagsins. Pílufélag Reykjanesbæjar var stofnað þann 22. febrúar árið 1999 og hýsir mörg mót á vegum Pílusambands Íslands og meðal annars Íslandsmót U18 sem hófst strax eftir opnunina sjálfa. Pílufélagið mun á næstunni

bjóða upp á valáfanga í grunnskólum til að efla barna- og unglingastarf félagsins en það verður í umsjón Péturs Rúðriks Guðmundssonar. Við opnunina var skrifað undir samkomulag Reykjanesbæjar við Pílu-

félagið, en það gerðu bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, Lovísa Hafsteinsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, og Halldór Gísli Gunnarsson fyrir hönd Pílufélags Reykjanesbæjar. Að undirritun lokinni köstuðu Kjartan Már og Lovísa fyrstu pílunum til marks um vígslu á nýju aðstöðinni. Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Guðbrandsdóttir við opnunina.

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson þótti standa sig best allra íslenskra karla í sundi á árinu 2017 og var kjörinn „Sundmaður ársins“ hjá Sundsambandi Íslands. Þá var hann einnig kjörinn Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2017. Í samtali við Víkurfréttir segir Davíð það skemmtilegt að enda ferilinn á góðum nótum. Árangur Davíðs á síðastliðnu ári var vægast sagt magnaður en hann vann gull á Norðurlandameistaramótinu í 100m baksundi, komst í úrslit í 50m baksundi á sama móti og vann til tveggja bronsverðlauna á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Þá var hann einnig í landsveit Íslands í boðsundi sem setti tvö landsmet á mótinu og vann til tveggja silfurverðlauna.

ÞJÁLFARINN SKUTLAÐI Á ALLAR MORGUNÆFINGAR

Davíð byrjaði að æfa með ÍRB þegar hann var einungis sjö ára gamall. Þeir Eðvarð Þór Eðvarðsson og Steindór Gunnarsson hafa verið þjálfarar Davíðs nánast allan tímann og segir Davíð þá hafa náð að byggja upp frábært lið. „Ég man eftir því að Steindór þjálfari sótti mig á hverja einustu morgunæfingu í þrjú ár svo ég gæti æft eins mikið og ég þurfti. Hann er gull af manni og tilbúinn að gera hvað sem er fyrir sundmennina sína.“ Margir efnilegir sundmenn æfa með ÍRB og segist Davíð spenntur að sjá hvað þeir muni afreka á næstu árum. „Þeir geta brillerað ef þeir halda rétt á spilunum.“

BOÐSUNDIN SÆTUSTU SIGRARNIR

Kjartan Már bæjarstjóri og Lovísa Hafsteinsdóttir formaður íþrótta- og tómstundaráðs kasta fyrstu pílunum til marks um vígslu á nýju aðstöðunni.

Gullverðlaunin á Norðurlandameistaramótinu segir Davíð augljóslega hafa verið stór sigur fyrir sig. Sætustu sigrarnir hafi þó verið allir titlarnir og Íslandsmeistaramótin sem strákarnir í landsveitinni náðu á síðustu tveimur árum í boðsundum. „Við Baldvin, Kristófer, Árni og Þröstur ákváðum að leggja mikla áherslu á boðsundin.“

LÍTIL ÁLAGSMEIÐSLI OG SÚPER FORM

Sund er frábær íþrótt að sögn Davíðs og margt sem heillar hann við íþróttina. „Þetta er besta hreyfing sem fólk stundar. Álagsmeiðsli eru sjálfgæf og maður kemst í súper form.“ Það sem heillar hann þó mest við sundið er það að keppa. „Ég er mjög mikill keppnismaður og reyni að fá fólk í kringum mig til þess að keppa í hverju sem er. Í sundi er manni stillt upp við hliðina á keppinauti og og markmiðið er einfalt, að klára á undan honum. Þó það sé stressandi þá er það skemmtilegt.“

HANNAR SUNDLAUGAR

Í dag starfar Davíð hjá Basalt Arkitektum, sem eru sérfræðingar í hönnun baðstaða, en Davíð útskrifaðist sem arkitekt frá Arizona State University í maí 2016. Lokaverkefni hans fjallaði um hönnun baðstaða og segist Davíð alltaf hafa haft mikinn áhuga á hönnun. Lokaverkefnið í skólanum vann Davíð í samvinnu við Bob Bowman, þjálfara Michael Phelps, eins besta sundmanns allra tíma. „Ég hef alltaf haft mikinn metnað fyrir öllu tengdu sundinu. Ég vænti þess að metnaðurinn sé sá sami hjá hönnuðum sundlauga og annarra íþróttamannvirkja.“

„KANNSKI KEM ÉG AFTUR“

Aðspurður hver lykillinn að svona góðum árangri sé segir Davíð það mikilvægast að æfa skynsamlega og hafa gaman. „Maður á alls ekki að fara á æfingu einungis til að klára hana. Það þarf alltaf að vera eitthvað markmið, þó það sé bara lítið. Það allra mikilvægasta er svo að hafa gaman. Íþróttir eru bara leikur. Þetta á að vera gaman og þá gengur líka best.“ Davíð telur þó líklegt að sundferlinum hans sé lokið. „En hver veit? Kannski kem ég aftur. Vinir mínir gera grín af því að ég geti ekki hætt.“ solborg@vf.is

Haukur kláraði 200. hringinn á aðfangadag „Ég var alveg búinn á því og þurfti góðan tíma til að jafna mig. Þetta var strembinn lokakafli,“ segir kylfingurinn Haukur Guðmundsson sem kláraði 200. golfhringinn á árinu á aðfangadag á nýliðnu ári.

STUÐNINGSFULLTRÚI

Haukur lék 12 hringi á nokkrum dögum og þar af sex samtals á Þorláksmessu og aðfangadag til að ná markmiðinu sem var að klára 200 hringi á árinu. Þessa síðustu hringi

fór hann í Leirunni í ágætis veðri. „Það spáði ekki nógu vel fyrir síðustu daga ársins svo ég ákvað bara að klára þetta,“ sagði Haukur sem setti tilkynningu inn á Facebook-síðu sína

Gerðaskóli auglýsir eftir starfsfólki: • Þroskaþjálfa • Stuðningsfulltrúa í 80% starf • Umsjónarmanni frístundar 56% starf Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 18. janúar 2018. Umsóknir, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila, berist á netfangið johann@gerdaskoli.is eða eva@gerdaskoli.is Nánari upplýsingar veita Jóhann 8984808 og Eva 8984496.

ekki fyrr en á gamlársdag. „Ég var aðeins að stríða starfsfélögum mínum út af þessu markmiði mínu og setti þetta ekki í loftið fyrr en þá,“ sagði kylfingurinn úr Golfklúbbi Suðurnesja. Hann segir að nýtt markmið fyrir árið 2018 verði ekki tengt fjölda hringja heldur forgjöfinni sem hann ætlar að reyna að koma úr 14 niður í 10. Á Facebook-síðu Hauks kemur fram að annar Keflvíkingur, reyndar brottfluttur, Ellert Magnason hefur nokkrum sinnum leikið 190 hringi á ári.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 11. janúar 2018 // 2. tbl. // 39. árg.

23

MARGRÉT GUÐRÚN SLÆST EINS OG STELPA Margrét Guðrún Svavarsdóttir var valin „Hnefaleikakona ársins“ hjá Hnefaleikasambandi Íslands en hún æfir með Hnefaleikafélagi Reykjaness. Margrét er aðeins nítján ára gömul og er núverandi Íslandsmeistari í -75 kg flokki kvenna þar sem hún hefur sigrað allar innlendar viðureignir sínar. Hvernig er að fá allar þessar viðurkenningar eftir frábært ár hjá þér? „Þetta er svolítið skrítið en ótrúlega skemmtilegt á sama tíma.“ Hvað finnst þér standa upp á árinu? „Að fá að keppa á Norðurlandamótinu í Danmörku í apríl, það var allavega ný upplifun.“ Hvaða sigur var sætastur? „Ég er ekki viss, þeir eru allir sætir.“ Hvernig er að æfa með HFR? „Það er mjög gaman, gott og skemmtilegt fólk þar. Svo er það stór plús að það er alltaf einhver nýr að byrja að æfa.“ Hvernig sérðu næstu ár fyrir þér? „Markmiðið mitt er bara að halda

UTANVALLAR

- Hnefaleikakona ársins hefur unnið allar innlendar viðureignir sínar og er tilbúin í áskoranir næstu ára

Vináttudagur í körfuboltabænum mikla ❱❱ Framtíðin er björt í körfuboltanum í Reykjanesbæ mínu striki og reyna enn betur. Ég er ekki viss hvað næstu ár munu bjóða upp á en ég er til.“ Hver er lykillinn að því að ná svona góðum árangri? „Áhugi og þolinmæði.“ Hvað er það sem heillar þig við hnefaleikanna? „Þetta er svo mikil útrás.“ Slæstu eins og stelpa? „Auðvitað!“

Markmiðið mitt er bara að halda mínu striki og reyna enn betur. Ég er ekki viss hvað næstu ár munu bjóða upp á en ég er til.

Marko Blagojevic íþróttamaður ársins í Vogum árið 2017

Efnilegasti leikmaður Keflavíkur framlengir við liðið

Hinn átján ára Ísak Óli Ólafsson, efnilegasti leikmaður Keflavíkur 2017 í knattspyrnu, framlengdi á dögunum samning sinn við liðið til þriggja ára. Ísak spilaði alla leikina í Inkasso-deildinni nema einn og skoraði eitt mark. Að auki spilaði hann einn leik í Borgunarbikarnum. Í samtali við Víkurfréttir segir Ísak það leggjast gríðarlega vel í sig að framlengja við liðið. „Ég er virkilega spenntur fyrir komandi tímum með Keflavík.“ Ísak hefur leikið tíu landsleiki fyrir U17 ára lið Íslands og einn leik með U19 ára liðinu, en á heimasíðu Keflavíkur kemur fram að stjórnin fagni þessum tíðindum og hlakki til þess að sjá Ísak þreyta frumraun sína í efstu deild í sumar. „Ísak var einn af máttarstólpum liðsins síðasta sumar og það þarf ekkert að hafa mörg orð um það hversu mikilvægur leikmaður hann sé.“

Grindavík semur við Aron Jóhannson

Knattspyrnumaðurinn Marko Blagojevic var valinn íþróttamaður ársins í Vogum árið 2017. Marko var lykilmaður í liði Þróttar Vogum sem tryggði sig upp í 2. deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Marko er fæddur 1985 í Serbíu, nú búsettur í Vogum. Hann var í sumar lykilmaður í liði Þróttar í Vogum sem tryggði sig upp í 2. deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Marko spilaði í vörn og fékk liðið á sig næst fæst mörkin í deildinni. Hann er öruggur á bolta, með frábærar staðsetningar og góðar sendingar, mikill félagsmaður og góð fyrirmynd. Ferill Marko á Íslandi er á þá leið að hann lék með Víði Garði í 2. deild 2008 – 2009; Völsungi í 2. deild og 1. deild. 2012 – 2013; KF Í 2. deild 2014; Magna Grenivík í 2. deild 2016; og svo Þrótti Vogum nú árið 2017. Þá voru einnig veitt hvatningarverðlaun, en þau eru veitt iðkendum á aldrinum 12 til 16 ára sem eru áhugasamir, með góða ástundun, sýna góða hegðun innan vallar sem utan, góðir félagar og teljast vera góðar fyrirmyndir annarra unglinga.

færi að körfubolti sé skemmtileg íþrótt sem sé opin öllum börnum og unglingum. Fjöldi barna æfir körfubolta hjá Keflavík og Njarðvík og frábær árangur hefur náðst síðustu ár. Áætlað er að vináttudagurinn verði nú árlegur.

Að þessu sinni fá hvatningar­verðlaun:

Dagbjört Kristinsdóttir – dansari – fædd 2004. Jóhann Jakobsson – júdómaður – fæddur 2005. Jón Gestur Ben Birgisson – knattspyrnumaður – fæddur 2001. Lið Stóru-Vogaskóla í skólahreysti 2017 fékk einnig verðlaun við athöfnina. Val á íþróttamanni ársins er samstarfsverkefni Frístunda og menningarnefndar, íþróttafélaga í sveitarfélaginu Vogum og íbúa sveitarfélagsins. Í ár voru þrír öflugir íþróttamenn tilnefndir: Adam Árni Róbertsson, knattspyrnumaður, f. 1999, leikur nú með Keflavík, Emil Barja, körfuknattleiksmaður, f. 1991, leikur með

Grindavík hefur samið við Aron Jóhannsson, fyrrum leikmann Hauka, og mun hann spila með liðinu í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar. Aron samdi við Grindavíkinga til þriggja ára. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Aron skrifaði undir og á myndinni eru þeir Jónas Karl Þórhallson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, Aron Jóhannsson og Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur.

Haukum, og Marko Blagojevic – knattspyrnumaður, sem leikur nú með Þrótti, Vogum.

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur, í samstarfi við Humarsöluna, bauð nágrönnum sínum úr Njarðvík til leiks í TM-hölllina í Keflavík um síðustu helgi. Um 350 börn á aldrinum fjögurra til tólf ára mættu til leiks á þessum vinadegi félaganna tveggja, en dagurinn tókst með eindæmum vel. Sylvía Þóra Færseth, meðlimur hópsins „Allir í körfu“, segir að hópnum hafi fundist mikilvægt að hefja árið með flottum körfuboltadegi þar sem krakkarnir í Reykjanesbæ fengju að njóta sín í vináttuleikjum, þó það sé nú alltaf stutt í keppnisskapið þegar „erkifjendurnir“ mætast. Hópurinn „Allir í körfu“ var stofnaður af barna- og unglingaráði körfuknattleiksdeildar Keflavíkur haustið 2017 með það að markmiði að koma þeim skilaboðum á fram-

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Knattspyrnudeild Keflavíkur óskar öllum stuðningsmönnum og styrktaraðilum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir stuðninginn á árinu sem var að líða. Hlökkum til að njóta skemmtilegra samverustunda á vellinum og víðar á nýju ári.


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

MUNDI Menn blóta ekki glænýrri sendingu af hval, svona rétt fyrir þorrann!

LOKAORÐ

VIÐBURÐARÍKT ÁR Í SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA

ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON

Þú hefur fullkomna sjón!

Jólin eru búin og við tekur frekar dimmur janúar. Það verður fyrst um sinn þungt yfir fólki, deyfð og vonleysi hrjáir marga en tíðari ferðir í ræktina og þegar daginn fer aðeins að lengja kemur brosið á flesta þegar líður á mánuðinn. Janúar er samt að mínu mati afar skemmtilegur, ekki síst vegna þess að nú fer tími Þorrablótanna í gang. Ákveðin deyfð var komin í þessa skemmtilegu hefð en á árunum eftir hrun þá hafa þau (blótin) tekið all hressilega við sér hérna á Suðurnesjunum sem og reyndar um land allt. Í raun þá má segja að þetta hafi byrjað í þeirri mynd sem við þekkjum núna með þorrablóti Garðmanna árið 2010 sem rétt rúmlega 700 manns sóttu (eða rétt rúmlega tífaldur íbúafjöldinn í Garðinum)! Svona gróft áætlað sækja sennilega um 2200 til 2400 manns stóru blótin hérna á svæðinu (Garðurinn, Keflavík, Njarðvík og Grindavík) og færri komast að en vilja. Þorrablótin eru aldagömul og skemmtileg hefð okkar Íslendinga sem hafa þó breyst í tímanna rás en aðalsmerki Þorrablótanna eru þó ávallt þau sömu, menn gera vel við sig í mat og drykk, syngja, dansa og hlægja saman. Þetta er einhver allra skemmtilegasti mannfögnuður ársins fyrir okkur flest, þarna hittast ungir sem aldnir og skemmta sér (detta í það) ærlega saman. Óhætt er að segja að öllu sé tjaldað til og blótin hafa verið einstaklega vegleg undanfarin ár – en síðast en ekki síst er þetta nánast eina skiptið á árinu þar sem kynslóðirnar skemmta sér saman. Barnabörnin detta í það með ömmu og afa, gamlir vinir hittast á nýjan leik og rifja upp gamla tíma og ilmurinn af súrmetinu skapar stemmingu sem ekki er hægt að bera saman við neitt annað. Þetta eru einfaldlega partý sem geta bara ekki klikkað. Ein af breytingunum í gegnum árin er sú að gjarnan er líka boðið upp á nútímalegri mat fyrir þá sem ekki líkar súrmetið, pottréttir eða kjötsúpa sem dæmi og ætla ég rétt að vona að menn fari ekki að bjóða uppá vegandraslið líka. Þá verður þetta fljótt að fara til andskotans. Keflvíkingar ríða á vaðið og halda upp á fyrsta blótið í ár eða núna á laugardaginn 13. janúar en svo rúllar þetta koll af kolli. Ég óska Suðurnesjamönnum góðrar skemmtunar á þeim blótum sem eru framundan, gangið hægt um gleðinnar dyr og farið varlega. Sérstaklega þó við karlpeningurinn, ég nefnilega man vel eftir því að hafa hitt einn ágætan mann sem ég er kunnugur, á einu blótinu í hitteðfyrra, sá var með mjög myndarlegt glóðarauga. Ég spurði hann hvað hefði eiginlega komið fyrir. „Þetta gerðist rétt fyrir blótið kallinn minn,“ sagði hann frekar dapur í bragði. „Konan var eins og venjulega búin að vera í nokkra klukkutíma að taka sig til og stóð fyrir framan spegilinn. Ég var orðinn afar pirraður að bíða og bíða en þá segir hún blessunin: „Mér finnst ég vera svo feit“…. „Viltu nú einu sinni hrósa mér“….. og eftir smá hugsun sagði ég „Þú hefur fullkomna sjón.“

Við hjá Sjónvarpi Víkurfrétta hvetjum ykkur til að benda okkur á áhugavert efni í Suðurnesjamagasín og aðra miðla Víkurfrétta. Ábendingar má senda á póstfangið vf@vf.is eða hringja í síma 421 0002.

GÓÐIR GESTIR Í MYNDVERI Guðný María Jóhannsdóttir stjórnandi hjá Isavia og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ eru gestir Páls Ketilssonar í myndveri Víkurfrétta Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar á fimmtudagskvöld kl. 20 Þátturinn er einnig aðgengilegur á vef Víkurfrétta Þá má lesa hluta úr viðtalinu í þessu tölublaði Víkurfrétta S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN

Suðurnesjamagasín er öll fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is

Víkurfréttir 2. tbl. 2018  
Víkurfréttir 2. tbl. 2018  

Víkurfréttir 2. tbl. 39. árg.

Advertisement