Víkurfréttir 12. tbl. 46. árg

Page 1


Svona verkefni kemur bara einu sinni á lífsleiðinni

Lægra verð meira úrval

300 íbúðir í flottum bæ

Byggingafyrirtækið Reykjanes Investment í Reykjanesbæ er með nokkra bolta og byggingakrana á lofti. Á verkefnalistanum eru nærri 300 íbúðir á þremur stöðum í Keflavík á nokkrum árum við sjóinn eða nálægt honum. Annað tveggja háhýsa við sjóinn er tilbúið og hitt vel á veg komið. Svo eru hafnar

framkvæmdir á Hafnargötu og á næsta ári hefjast viðamiklar framkvæmdir í Grófinni í Keflavík.

„Það er fullt af boltum á lofti og þetta getur alveg verið stressandi en það verður að hafa nóg fyrir stafni. Verkefnin á Hafnargötu og í Gróf eru umbótaverkefni í sveitarfélaginu og hóp-

Umsækjendum um fjárhagsaðstoð fækkaði verulega

Með skýrara utanum haldi og markvissu samstarfi við Mið stöð símenntunar á Suðurnesjum, Heilbrigðisstofnun

Suðurnesja og Vinnu

málastofnun hefur

náðst að vinna með markvissari hætti að því að fylgja eftir

málum umsækjenda um fjár hagsaðstoð hjá Reykjanesbæ út frá aðstæðum hvers og eins. Þetta kemur fram í gögnum velferðarráðs Reykjanesbæjar. Þar lagði Hilma H. Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og

árin 2022 og 2023 voru velferð arsviðinu þungbær og fjölgaði mikið og hratt í hópi þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð frá sveitar félaginu.

urinn okkar brennur fyrir því að gera hlutina fallega og vel,“ segja þeir Magnús Guðmundsson og Sigurgeir Jóhannsson hjá Reykjanes Investment. Þeir félagar eru tveir af fjórum eigendum fyrirtækisins sem er aðeins fjögurra ára gamalt. Nánar er rætt við þá félaga og fjallað um verkefni fyrirtækisins sem eru mjög áhugaverð.

Suðurnesja-

mönnum fækkaði í febrúar

Á Suðurnesjum fluttu 462 lögheimili í síðasta mánuði. Þar af fluttu fluttu 323 innan landshlutans og 114 til höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í tilkynningu Þjóðskrár. Einn flutti á Vesturland og tveir á Vestfirði. Þrír einstaklingar fluttu á Norðurland vestra og fimm á Norðurland eystra. Þá fluttu fimm á Austurland og níu manns á Suðurland. Alls fluttu 57 frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja í síðasta mánuði, tveir frá Vesturlandi, einn frá Norðurlandi vestra, sem og frá Norðurlandi eystra og Austurlandi. Þá fluttu tíu einstaklingar frá Suðurlandi til Suðurnesja í febrúar. Alls fluttu 72 til Suðurnesja og 139 frá Suðurnesjum.

„Það er ekkert verra en að neyða fólk til að vera kyrrt,“ segir Dagmar Valsdóttir, eigandi Grindavík Guesthouse en hún eins og aðrir grindvískir atvinnurekendur, beið spennt eftir útspili ríkisstjórnarinnar. Miklar vonir voru bundnar við aðgerðir eftir framboðsfund í Grindavík viku fyrir kosningar, þá lýstu allir frambjóðendur því fram að atvinnurekendum yrði rétt hjálparhönd. Svikin loforð vilja grindvískir

Á vef Víkurfrétta, vf.is, er rætt við Dagmar um stöðu hennar eftir nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar í málefnum Grindavíkur.

AUÐUR INGVARSDÓTTIR

Njarðarvöllum 2, Njarðvík

Snorri Gestsson

Gestur Snorrason

Gísli Árni Snorrason

Ingvar Eyfjörð

Jónína Kristín Snorradóttir

Birna Rós Snorradóttir

Örn Eyfjörð Einar Snorrason

lést á Hrafnistu Nesvöllum, mánudaginn 17. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 28. mars klukkan 12. barnabörn og barnabarnabörn.

Margrét E. Knútsdóttir

Guðjón S. Guðmundsson

Helga Hjarðar

Valeria R. Barba

Aðalfundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum

verður haldinn föstudaginn 4. apríl 2025 kl. 14.00 á Nesvöllum, Njarðarvöllum 4, Reykjanesbæ.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

Stjórn FEBS

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR

OG MYRKVUNARGARDÍNUR

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

förunum en viðbygging klofnaði frá gamla hlutanum. Hinum megin var verið að byggja aðra viðbyggingu og er hún að mestu leyti í lagi. Þar sem sprunga liggur þar undir verður ekki byggt í staðinn fyrir það sem er verið að rífa í burtu.

Jón & Margeir hefur komið að mörgum viðgerðum í Grindavík síðan hamfarirnar áttu sér stað í nóvember ´23 en lítill kraftur hefur verið í viðgerðum á bænum síðan síðasta sumar. Það vantar meira fjármagn og Jón Gunnar vill að haldið verði áfram með viðgerðir og uppbygging hefjist tafarlaust. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við skýrslu Deloitte voru Jóni Gunnari mikil vonbrigði.

Þetta verkefni við Víðihlíð hófst í síðustu viku og miðar vel áfram.

„Við byrjuðum á þriðjudag í síð-

Aðalfundur Félags eldri borg ara á Suðurnesjum verður haldinn föstudaginn 4. apríl 2025 á Nesvöllum, að Njarðarvöllum 4 Reykja nesbæ. Fundurinn hefst kl. 14.00.

Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

ríkið hefur ekki verið með neinar framkvæmdir hér síðan í fyrra og það er miður. Þessi viðbygging var byggð á sínum tíma og hún fór illa í hamförunum, hún rifnaði hreinlega frá gamla hlutanum. Það liggur sprunga þarna sem við munum líka laga en ég á ekki von á að byggt verði aftur þarna. Hinum megin var framkvæmd á nýrri álmu langt komin og hún er svo til í lagi sýnist mér. Þetta eru því miður einu framkvæmdirnar að viti, þeir eru eitthvað farnir að skoða sprungur á gamla fótboltavellinum en það hefur í raun ekkert verið í gangi síðan í fyrra. Það var mikill kraftur síðasta sumar og mikið sem

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Grunn- og leikskólar Reykjanesbæjar Upplýsingar um yfir 30 laus störf í grunn- og leikskólum má finna á vef Reykjanesbæjar, reykjanesbaer is Félagsmiðstöð í Innri Njarðvík Deildarstjóri

Menntasvið Kennsluráðgjafi

Velferðarsvið Reykjanesbæjar Stuðningsþjónusta við börn

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Upplýsingar um laus störf má finna á reykjanesbaer is

og hefur ekki fengist fjárveiting í frekari viðgerðir. Mér reiknast til að fyrir utan stóru sprunguna í Hópshverfinu, að þá sé hægt að gera við allar aðrar sprungur fyrir 1200 - 1500 milljónir. Það gekk mjög vel að laga þessar sprungur í fyrra og góður skriður kominn í verkið, því sorglegt að þurfa stoppa, það tekur alltaf tíma að koma sér í gang aftur. Það er grátlegt að allt sé orðið stopp aftur, á sama tíma og við Grindvíkingar viljum keyra bæinn aftur í gang. Það er eins og fólk gleymi að þetta bæjarfélag var að skila 60-70 milljörðum í tekjur á ári. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar í síðustu viku voru mér mikil vonbrigði, á sama tíma og við Grindvíkingar erum búin að stofna hagsmunasamtök og bundum vonir við að ríkisstjórnin ætlaði að keyra á uppbyggingu með okkur, þau voru jú heldur betur búin að lofa því þegar þau mættu hingað í aðdraganda kosninganna í atkvæðaveiðum, þá var öllu fögru lofað en svo gerist bara ekki neitt. Þetta er eins og að fá blauta tusku í andlitið, eða vera sleginn niður. Ég heyri það á öllum Grindvíkingum að þeir þrá ekkert heitar en geta komið og mátað sig við bæinn. Ég veit af mörgum af gamla fólkinu okkar, þeim líður ekki vel og vilja komast aftur heim og inn á Víðihlíð. Það hefur engin hætta verið í Grindavík síðan í janúar í fyrra, jarðfræðingarnir telja hverfandi líkur á að eitthvað meira muni gerast í Grindavík, varnargarðarnir breyta öllu fyrir okkur og einfaldlega ekkert sem mælir á móti því að uppbygging hefjist sem fyrst. Ég skil bara ekki að ríkisstjórnin setji ekki bara allt í gang, það er eins og einhverjir aðrir hagsmunir ráði för,“ sagði Jón Gunnar að lokum.

– sjáumst

Krossmóanum Við erum flutt

í

Við hlökkum til að taka á móti þér á nýjum stað. Við erum flutt í Krossmóa 4a, sama hús og Landsbankinn.

Sama starfsfólk og áður mun halda áfram að veita þér framúrskarandi þjónustu og trausta ráðgjöf um öll tryggingatengd mál – sama hvar þú ert í lífinu.

Þarf ekki að gera svo mikið til að gera bæinn starfhæfan

Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu, hefur frá 2021 komið að mörgum verkefnum í tengslum við eldsumbrotin við Grindavík og Svartsengi, mest í tengslum við varnargarðana og vegagerð, en einnig við lagfæringar á bænum. Hann var meðal þátttakenda á fundi Vegagerðarinnar sem var með yfirskriftina: Vegagerð í skugga eldsumbrota, þar sem kynnt var það sem gert hefur verið í vegagerð í og við Grindavík síðan eldsumbrotin hófust á Reykjanesskaganum. Á fundinum lýsti Jón Haukur því hvernig nýr vegur er lagður yfir nýrunnið hraun.

„Vegagerðin heldur svona fundi nokkuð reglulega, þar sem farið er yfir hvað hefur verið gert og eins hvað sé framundan. Það er gott að koma öllum saman í einu og fara yfir málin, upplýsa og fræða í leiðinni,“ segir Jón Haukur í samtali við Víkurfréttir.

Mátti búast við að vá væri í aðsigi

Jón Haukur er hjá Eflu, sem ásamt Verkís eru hluti af hópi sem settur var saman skömmu áður en fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli kom árið 2021 til að huga að vörnum mikilvægra innviða. „Fyrsta verkefnið var að fara í mikla greiningarvinnu, hvað var mikið af veitum, vegum, mikilvægum rekstrareiningum eins og orkuverið í Svartsengi o.s.frv. Tveimur árum fyrr hófst mikil skjálftahrina í kringum Þorbjörn og út frá sögunni og jarðfræðinni mátti búast við að vá væri í aðsigi,“ segir Jón Haukur.

Jarðsaga hjálpað okkur að spá fyrir um komandi atburði

„Fyrir u.þ.b. 35-40 árum var teiknuð upp nokkuð afgerandi mynd af þekktum gosreinum á Reykjanesskaganum og árið 1978 var gefin út stór skýrsla um jarðfræði Reykjanesskagans og þar með um öll hraunlög á svæðinu. Þannig var hægt að tímasetja gostímabilin á undan og þá kom í ljós svipaður tími á milli eldgosa tímabila, út frá því voru yfirgnæfandi líkur á hvað væri í vændum og fyrir það þyrftum við að undirbúa okkur. Á síðasta gostímabili, frá 1210 til u.þ.b. 1240, kom hraun upp í Eldvarpakerfinu. Þar á undan, fyrir um 2000 árum, var Sundahnjúkakerfið virkt. Eldvörp og Sundhnjúkar eru samkvæmt venjubundinni túlkun, sama kerfið enda má sjá það á landrisinu, Sundhnjúkar eru í öðrum jaðrinum við það, Eldvörpin hinum megin. Þessi jarðsaga hefur hjálpað okkur mjög mikið við að spá fyrir um komandi atburði, það er í raun nánast það það sama að gerast í dag og fyrir u.þ.b. 2000 árum á Sundhnjúkareininni. Í dag getum við líka stuðst við upplýsingar um landris, jarðskjálfta og aðrar jarðeðlisfræðilegar mælingar í rauntíma sem eru gríðarlega góðar upplýsingar sem vöktun Veðurstofunnar byggir á,“ segir Jón Haukur jafnframt. urðum að hugsa varnargarðana sem leiðigarða

Vinna við hönnun varnargarða hófst strax árið 2021. Hugmyndafræðin fæddist þá en eðlilega gat sjálf vinnan ekki hafist strax því ekki var vitað nákvæmlega hvar eldgos kæmi upp eða vitað hversu langan tíma tæki að byggja varnargarðana.

urðum að hugsa þá sem leiðigarða, að leiða hraunið ákveðna leið þar sem væri rými í landinu. Augljóslega gengur ekki að að reisa vegg til að stöðva hraun. Þarna þurftum við einfaldlega að prófa okkur áfram, til dæmis hvernig best væri að hafa garðana í laginu. Það þurfti líka að sjá hvernig væri að vinna í námunda við nýtt hraun og raunar fór það svo að það þurfti að fara með vélar út á nýja hraunið að hluta til. Sú reynsla nýttist gríðarlega vel þegar hraunið rann yfir Grindavíkurveg og það þurfti að leggja nýjan veg yfir hraunið.

Stysti tíminn frá því að nýr vegur var kominn yfir nýrunnið hraunið var u.þ.b. vika. Eftir þessu hefur verið tekið úti í heimi og að sjálfsögðu hafa varnargarðarnir vakið mikla athygli,“ segir Jón Haukur.

Fyrirséð í hvað stefndi og allt fór á fullt

Vinna við varnargarðana hófst strax 10. nóvember 2023 þegar rýma þurfti Grindavík. „Þá var fyrirséð í hvað stefndi og allt fór á fullt við að reisa garðana við Svartsengi og Bláa lónið. Blessunarlega kom fyrsta gosið upp nokkuð fjarri en síðan þá hafa þessir varnargarðar heldur betur sannað gildi sitt. Það er nokkuð ljóst að Svartsengi, Bláa lónið og Grindavík, væru komin undir hraun ef þessir garðar hefðu ekki risið. Við sem komum að þessu höfum tekið þátt í mörgum stórum verkefnum í gegnum tíðina, t.d. Kárahnjúkavirkjun og Vaðlaheiðargöngum. Það er ekki hægt að gera upp á milli barnanna sinna en þetta varnargarðarverkefni, og önnur verkefni í Grindavík, verða líklega alltaf ofarlega í huga allra þeirra sem þarna hafa starfað. Það er búið að vera einstakt að vera hluti af þessu liði og allt frá fyrstu mínútu var samheldnin ofboðslega mikil, allir voru hluti af liði, sama hvort voru verkfræðingar frá mismunandi verkfræðistofum, verktakar frá ólíkum fyrirtækjum eða hvað, þetta var ein öflug liðsheild. Við erum stolt af þessu verkefni en því er ekki lokið þó svo að ekki sé unnið í dag í varnargörðum, nú bíðum við eftir næsta atburði og tökum svo stöðuna,“ segir Jón Haukur.

ekki alveg upp sanngjarna mynd af stöðunni. Sumar forsendur eru skrítnar, aðalatriðið er að það er ekki gerður neinn greinarmunur varðandi enduruppbyggingu, þ.e.a.s. tímalínan. Það er nánast sagt berum orðum að það taki því ekki að hefja neina uppbyggingu fyrr en eftir langan tíma, þegar öllum jarðhræringum er að fullu lokið, en það þarf ekki að gera svo mikið til að gera bæinn starfhæfan. Það er mikill munur á að setja strax í gang aðgerðaráætlun sem miðar af því að gera bæinn starfhæfan, á móti því að fara í fullnaðar endurbætur. Þetta mun taka langan tíma og því fyrr sem vinnan hefst, því betra. Þeir Grindvíkingar sem búa og starfa í bænum upplifa sig nokkuð örugga, varnargarðarnir breyta miklu varðandi það. Hitaveitulagnir frá Svartsengi, hvort sem er út á Reykjanes eða til Grindavíkur, hafa haldið en báðar liggja þær inni í samloku af hrauni, þær liggja ofan á einu hrauni, og undir öðru. Þetta hefur haldið og engin ástæða til að ætla annað en svo verði áfram um einhver ár, þótt vissulega sé meira álag á meðan atburður er í gangi. Á einhverjum tímapunkti þarf að hefja uppbyggingu, ekki síst til að skapa tiltrú íbúa og atvinnurekenda.

Einhvers staðar þarf að byrja. Það hafa engar sprungumyndanir átt sér stað í Grindavík síðan í janúar í fyrra, allt bendir til þess að það versta sé afstaðið og þ.a.l. sé hægt að hefja uppbyggingu en það taka aðrir ákvörðun um það,“ sagði Jón Haukur að lokum.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

- segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. ... Á einhverjum tímapunkti þarf að hefja uppbyggingu, ekki síst til að skapa tiltrú íbúa og atvinnurekenda. Einhvers staðar þarf að byrja. ...

„Við fengum góða æfingu í eldgosunum í Fagradalsfjalli. Við lærðum mikið af þeim en þar rísa fyrstu varnargarðarnir. Við sáum að við

grindavík og framtíðin

Jón Haukur hefur komið að mörgum framkvæmdum í

Framtíð Grindavíkur óviss

n Skýrsla Deloitte kallar eftir afgerandi ákvörðun stjórnvalda

Framtíð Grindavíkur er óljós samkvæmt nýrri skýrslu sem Deloitte vann fyrir forsætisráðuneytið. Skýrslan dregur upp alvarlega mynd af stöðu bæjarins í kjölfar eldsumbrota á Reykjanesskaga og bendir á að stór óvissa ríki um hvort og hvenær hægt verði að byggja upp samfélag í bænum að nýju.

Frá því að eldgos hófust í Sundhnúksgígaröðinni í nóvember 2023 hefur Grindavík orðið fyrir miklum áhrifum. Jarðfræðingar telja að gosskeiðið geti staðið um ókomin ár og jafnvel áratugi. Nýleg jarðkönnun sýnir að stórir hlutar bæjarins eru undirlagðir sprungum, og sérfræðingar telja að umfangsmiklar viðgerðir og frekari hættumat þurfi áður en hægt verður að huga að enduruppbyggingu. Í skýrslunni kemur fram að vesturbær Grindavíkur sé að mestu laus við sprungur, en miðog austurhlutar bæjarins séu varasamir. Þrátt fyrir mikla fjárfestingu í varnargörðum sem hafa verndað innviði og atvinnulíf að hluta til, er framtíð bæjarins óljós. Atvinnulíf í Grindavík hefur dregist verulega saman. Starfsemi margra fyrirtækja byggir enn á örfáum stærri aðilum, svo sem Bláa Lóninu og stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum bæjarins. Ef þau draga frekar úr starfsemi gæti það haft keðjuverkandi áhrif á annan rekstur í bænum. Í skýrslunni er tekið fram að lítil eftirspurn sé eftir

þjónustu í bænum og fátt bendi til þess að atvinnulíf í Grindavík nái fyrri styrk til skemmri tíma. Ríkið hefur fjárfest mikið í fasteignum í Grindavík í gegnum félagið Þórkötlu, sem hefur keypt um 83% íbúðarhúsnæðis í bænum. Skýrslan bendir þó á að ólíklegt sé að þessi húsnæði seljist á næstu árum, enda sýni íbúakönnun að margir fyrrum íbúar Grindavíkur hafi aðlagast nýjum búsetustöðum og séu ekki tilbúnir til að snúa aftur strax, jafnvel þótt öryggi verði tryggt. Íbúakönnun sem fylgdi skýrslunni sýnir einnig að margir Grindvíkingar upplifa óvissu um framtíð bæjarins sem streituvaldandi, en atvinnu- og húsnæðismál þeirra virðast annars í föstum skorðum. Deloitte ályktar að nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að taka afstöðu til framtíðar Grindavíkur hið fyrsta, þar sem sveitarfélagið sjálft stendur frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda og rekstraróvissu. Sérstaklega þurfi skýr stefna að liggja fyrir áður en sveitarstjórnarkosningar fara fram árið 2026.

EINHELL KAUPAUKI

FYLGIR ÖLLUM KEYPTUM EINHELL

RAFHLÖÐUTÆKJUM*

RAFHLÖÐUSETT 18V, 2,5Ah PXC

*Eitt stykki af Einhell kaupauka fylgir hverju keyptu rafhlöðutæki frá Einhell. -20% AF ÖLLUM EINHELL VERKFÆRUM

AÐALFUNDUR

STARFSMANNAFÉLAGS SUÐURNESJA

Verður haldinn þriðjudaginn 8.apríl 2025 kl. 20:00 í Krossmóa 4a , 5 hæð , 260 Reykjanesbæ.

Kosning stjórnar skv. 7 gr. laga. Í kjöri er formaður í stjórn STFS til fjögurra ára. Í kjöri eru 2 aðalmenn í stjórn til tveggja ára. Í kjöri eru 2 varamenn í stjórn til eins árs.

Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Önnur mál.

Kaffiveitingar og happdrætti. Félagar hvattir til að mæta.

Stjórn STFS

Stefnt að 10.000 tonnum hjá Vísi í Grindavík

n Starfsfólkið hefur tekið þessu ástandi með jafnaðargeði. n 98% af því er sama fólkið og starfaði hjá Vísi áður en náttúruhamfarirnar hófust.

Frystihús Vísis í Grindavík tekur á móti um það bil helming þess afla sem Vísisskipin afla. Til viðbótar kemur fiskur til vinnslu frá öðrum skipum Síldarvinnslusamstæðunnar. Stefnt er að því að vinna 10.000 tonn á ári en þau markmið hafa tafist vegna náttúruhamfaranna. Vonast er til að markmiðin náist fljótlega. Sagt er frá þessu á heimasíðu Síldarvinnslunnar hf.

Rætt er við Ómar Enoksson, rekstrarstjóra frystihúss Vísis, á síðu Síldarvinnslunnar.

„Ég er búinn að vinna hjá Vísi í um það bil 30 ár og samfellt frá árinu 2007. Ég starfaði alllengi sem tæknistjóri en tók við starfi rekstrarstjóra frystihússins í júní á síðasta ári. Í frystihúsinu tökum við á móti um það bil helmingi þess afla sem Vísisskipin færa að landi og þar er bæði um að ræða línufisk og togarafisk. Hinn helmingur aflans fer til vinnslu í salthúsi fyrirtækisins hér í Grindavík. Nú fer sem sagt öll vinnslan hjá Vísi fram í Grindavík en fram til ársins 2014 var fyrirtækið með vinnslustöðvar á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi

Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is

Bílaviðgerðir

Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Rétturinn

Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga

Starfsmannafjöldinn í frystihúsinu er um 70 manns og við erum mest að vinna þorsk og ýsu og erum reyndar nýlega byrjaðir í ufsa einnig. Frá okkur fer fiskurinn bæði ferskur og frystur og síðan frystum við einnig töluvert af léttsöltuðu sem kemur frá salthúsinu.

Frá okkur fer fiskurinn víða, til dæmis til Belgíu, Frakklands, Ameríku, Bretlands og Spánar. Markaðarnir hafa reynst traustir og það bendir til þess að varan sé góð. Stefnt hefur verið að framleiðsluaukningu eftir að Síldarvinnslan festi kaup á Vísi og það er mjög jákvætt. Langflestir starfsmennirnir í frystihúsinu eru af erlendum uppruna. Þetta er þrælduglegt fólk og stór hluti þess hefur verið lengi hjá okkur, jafnvel í 15 – 20 ár,“ segir Ómar.

Þegar Ómar er spurður um áhrif náttúruhamfaranna við Grindavík á starfsemi frystihússins segir hann að þau hafi ekki verið mikil síðustu mánuðina.

„Auðvitað var röskunin mikil framan af. Til dæmis má nefna að fyrri hluta ársins í fyrra var fiskur

unninn í Helguvík. Frá vorinu 2024 til dagsins í dag hefur vinnsla hins vegar gengið fyrir sig með eðlilegum hætti hér í Grindavík þó fólk búi ekki í bænum. Það hafa einungis nokkrir dagar dottið út vegna rýminga. Við höfum þurft að rýma í síðustu gosum í öryggisskyni en síðan hefur vinnsla hafist fljótlega á ný þegar í ljós hefur komið að bænum er ekki ógnað. Við tökum reglulega rýmingaræfingar hjá Vísi og þær hafa gengið vel. Starfsfólkið hefur tekið þessu ástandi með jafnaðargeði og það er athyglisvert að 98% af starfsfólkinu okkar er sama fólkið og starfaði hér áður en náttúruhamfarirnar hófust. Það er athyglisverð staðreynd,“ sagði Ómar að lokum. Texti af vef Síldarvinnslunnar hf.

AFLAFRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Góð veiði í mars – bátar víða á veiðum

Marsmánuður er kominn nokkuð langt á leið og veiðin hjá bátunum hefur verið mjög góð, eins og við mátti búast. Fjöldi báta hefur verið á veiðum á svæðinu frá Garðskagavita og allt að Hafnarbergi, þar sem ýsuveiði hefur reynst afbragðsgóð. Fjöl margir línubátar hafa verið með línuna út frá Sand gerði, beint til norðvesturs. Meðal þeirra eru stórir línubátar á borð við Núp BA frá Patreksfirði, Tjald SH frá Rifi og Rifsnes SH, einnig þaðan.

Netabátar nálægt landi

Netabátarnir hafa haldið sig í Faxaflóa, og sumir verið það nálægt landi að hægt hefur verið að taka myndir af þeim með dróna – til að mynda við Straumsvík, þar sem Jón Steinar Sæmundsson, ljósmyndari úr Grindavík, hefur nýtt tækifærið.

Hér eru nýjustu aflatölur netabáta::

• Erling KE hefur fengið 389 tonn í 16 róðrum, mest 37 tonn.

• Friðrik Sigurðsson ÁR: 231 tonn í 15 róðrum, mest 22 tonn.

• Halldór Afi KE: 78 tonn í 17 róðrum, mest 9,8 tonn.

• Addi Afi GK: 66 tonn í 17 róðrum, mest 8,3 tonn.

• Sunna Líf GK: 45 tonn í 14 róðrum, mest 7,3 tonn.

Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu

HEYRN.IS

Í Grindavík hafa einnig nokkrir bátar landað afla.

Dragnótabátar sækja í sig veðrið Veiði hjá dragnótabátunum hefur tekið við sér og nú eru margir þeirra í Sandgerði. Þar hefur m.a. Maggý VE lagt leið sína frá Vestmannaeyjum. Nýr bátur, Stapafell SH, hefur einnig hafið róðra þaðan. Hann er í eigu Péturs á Arnarstapa, sem einnig gerir út Bárð SH, bát sem hefur verið að veiða mikið af þorski í net. Stapafell SH er hins vegar að sækja í ufsa, ýsu og kola. Þegar þetta er skrifað hefur hann farið í tvo róðra og landað um 22 tonnum.

Aflatölur annarra dragnótabáta:

• Sigurfari GK: 150 tonn í átta róðrum, mest 44 tonn.

• Siggi Bjarna GK: 132 tonn í sex róðrum.

• Benni Sæm GK: 95 tonn í sex róðrum.

• Aðalbjörg RE: 83 tonn í átta róðrum.

Frystitogararnir á Suðurnesjum með 10 milljarða aflaverðmæti Nú liggja fyrir allar tölur um aflaverðmæti frystitogara fyrir árið 2024. Frystitogararnir á Suðurnesjum skiluðu samanlagt rúmum 10 milljörðum króna í aflaverðmæti (FOB).

Hér eru stærstu skipin:

• Tómas Þorvaldsson GK: 3,29 milljarðar, 7.337 tonna afla.

• Hrafn Sveinbjarnarsson GK: 3,43 milljarðar, 8.383 tonna afla.

• Baldvin Njálsson GK: 3,9 milljarðar, 9.073 tonna afla.

Baldvin Njálsson GK var í öðru sæti á landsvísu yfir mest aflaverðmæti, aðeins á eftir Sólbergi ÓF. Frekari upplýsingar um frystitogarana og aflaverðmæti þeirra má finna á vefnum Aflafrettir.is.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamaður: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Hefja

fyrir fatlað fólk

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra og sviðsstjóra velferðarsviðs umboð til að hefja viðræður við Brynju leigufélag um byggingu og rekstur íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Garði, Suðurnesjabæ.

Framtíðarsjóður Sveitarfélagsins Garðs ekki lengur til

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar tók í janúar síðastliðnum til umfjöllunar tillögu fulltrúa D, O og S-lista, ásamt greinargerð, um að bæjarstjórn samþykki að fella úr gildi samþykkt fyrir Framtíðarsjóð Sveitarfélagsins Garðs. Bæjarstjórn samþykkti tillögu og að henni væri vísað til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn, eins og kveðið er á um í samþykktinni.

Á fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar var samþykkt með átta atkvæðum bæjarfulltrúa B, D, O og S lista að fella úr gildi samþykkt fyrir Framtíðarsjóð Sveitarfélagsins Garðs, eftir síðari umræðu í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúi Magnús Sigfús Magnússon sat hjá við afgreiðsluna.

n Fjórmenningar í byggingafyrirtækinu Reykjanes Investment í Reykjanesbæ eru með nokkra bolta og byggingakrana á lofti. n Byggja nærri 300 íbúðir á þremur stöðum í Keflavík á nokkrum árum við sjóinn eða nálægt honum.

Vilja gera bæinn sinn flottan

„Það er fullt af boltum á lofti og þetta getur alveg verið stressandi en það verður að hafa nóg fyrir stafni. Verkefnin á Hafnargötu og í Gróf eru umbótaverkefni í sveitarfélaginu og hópurinn okkar brennur fyrir því að gera hlutina fallega og vel,“ segja þeir Magnús Guðmundsson og Sigurgeir Jóhannsson hjá fyrirtækinu Reykjanes Investment. Þeir félagar eru tveir af fjórum eigendum fyrirtækisins sem er aðeins fjögurra ára gamalt. Með þeim eru feðginin Viktoría Hrund Kjartansdóttir innanhúsarkitekt og Kjartan Guðmundsson fjárfestir en hún hefur komið að hönnun og vali á innréttingum og fleiru í verkefnum fyrirtækisins.

ATVINNULÍFIÐ

því má vænta að framkvæmdinni verði lokið fyrir Ljósanótt að ári.

Fyrirtækinu hefur vaxið fiskur um hrygg á stuttum tíma. Þeir Magnús, Sigurgeir og Viktoría eru á kafi í rekstrinum en faðir hennar fylgist með úr fjarska. Fastir starfsmenn auk þeirra eru á annan tuginn og þegar veltan eykst þarf fjármálastjóra sem verið var að ráða. Þau þrjú eru ung eða á milli þrítugs og fertugs. Eldmóðurinn er mikill, áhuginn líka og tengist því að gera bæinn sem þau eru alin upp í flottari. Víkurfréttamenn hittu þá Magnús og Sigurgeir við húsaflutning á Hafnargötu og notuðu tækifærið og ræddu við þá um framkvæmdirnar þar og starfsemi fyrirtækisins.

Þetta var alls ekki það sem við báðum teikningarnar þá var þetta allt í þessum bæinn okkar. Það er verið að taka upprunalegt hérna en lyfta þeim upp. Og nýbyggingarnar verða í þessum kvistastíl, sem

Páll Ketilsson pket@vf.is að skoða teikningarnar þá var þetta allt í þessum gamla stíl sem minnir á gamla bæinn okkar. Það er verið að taka upprunalegt útlit húsanna sem voru hérna en lyfta þeim upp. Og nýbyggingarnar sem verða byggðar hérna verða í þessum kvistastíl, sem er bara mjög skemmtilegt,“ segir Magnús. En hvað er næst?

Andlitslyfting í miðbæ Keflavíkur

Nýjasta verkefnið fer vissulega í þann flokk þar sem flíkkað verður upp á gömlu, góðu Hafnar götuna í Keflavík. Tvö aldargömul íbúðarhús voru í síðustu viku flutt frá Hafnargötu í Keflavík og á geymslusvæði í Helguvík. Fram kvæmdir eru að hefjast á lóðum húsanna og við Klapparstíg þar sem munu rísa 24 íbúðir, auk rýmis fyrir verslun og veitinga sölu. Framkvæmdatíminn er áætlaður um eitt og hálft ár og

„Húsin eru flutt út í Helguvík þar sem þau verða tekin í sundur og því bjargað sem hægt er að bjarga úr þeim. Undir búningurinn fyrir flutninginn er búinn að taka þrjá mánuði og við gripum tækifærið núna þegar við gátum fengið öll tæki og tól til verksins að klára þetta. Þetta heppnaðist vel og við erum bara ánægðir með daginn. Við erum ánægðir með íbúana hérna og verslunareigendur að þeir hafi sýnt okkur þolinmæði á meðan á þessu stóð,“ segir Sigurgeir.

Steyptur kassi með 50 íbúðum — Punktur!

Aðspurður hvernig verkið hafi verið undirbúið og hvort þeir hafi átt von á því að húsin myndu

hrynja, sagði hann svo ekki vera. Það hafi hins vegar þurft að huga að ýmsu og til dæmis hafi þurft að snúa ljósastaurum og skiltum við Hafnargötuna á flutningaleiðinni. Þá var vinna að koma stálbitum undir húsin og aftengja allar lagnir. Þá þurfti að fá ýmiskonar leyfi og heimildir til að koma húsunum á flutningabílum út í Helguvík.

Það er talsverður kostnaður við svona flutninga og stóru tækin

kosta sitt, tímagjaldið er hátt. „Það er ekkert gaman að bíða í korter ef ekkert er að gerast. Það kostar 100.000 krónur,“ segir

Sigurgeir. Magnús segir okkur frá því hvernig verkefnið á þessum lóðum við Hafnargötu og Klapparstíg hófst. Allt byrjaði þetta með því að árið 2016 óskaði Reykjanesbær eftir tilboði í Hafnargötu 22. Sigurgeir hafði lagt línuna með það hvað mætti bjóða í eignina og hvert væri hámarksboð. Hann var hins vegar erlendis þegar kom að tilboðinu og það var því Magnúsar að skila inn tilboði. Hann skilaði inn tilboði 20 mínútum áður en tilboðsfresti lauk og ákvað að tvöfalda tilboðsfjárhæðina. Eitt annað tilboð barst og það var upp á nákvæmlega sömu krónutölu.

Það fór því þannig að varpa þurfti hlutkesti og þeir félagar fengu

„Ári síðar var Hafnargata 24 auglýst til sölu í gegnum dánarbú.

Við ákváðum að gera tilboð í það líka en vorum á þeim tíma ekki með á hreinu hvað við ætluðum að gera. Þegar við höfðum eignast húsið fórum við að hugsa að eins út fyrir rammann og hvort við gætum ekki gert eitthvað skemmtilegt. Þá fengum við Jón Stefán hjá JeES arkitektum með okkur í lið og fyrsti fundurinn var mjög áhugaverður. Við fórum til hans og sögðumst vera með um 1.000 fermetra lóð og vildum fá steyptan kassa með 50 íbúðum. Punktur!,“ segir Magnús um upp hafið af því sem myndi koma við

Allt í þessum stíl sem minnir á gamla bæinn „Við vorum með háleit markmið. Hann hlustar á okkur og boðar síðan á fund nokkrum vikum seinna og biður okkur um að vera undirbúna. Svo mætum við og hann skellir teikningunum á borðið og segir að svona verði þetta. Þetta var alls ekki það sem við báðum um en þegar við fórum

„Það er bara að klára að moka og fylla upp í. Svo sjáum við fyrir okkur eftir svona tvær vikur að við verðum farnir að slá upp og steypa,“ segir Sigurgeir. Og þegar spurt er um framkvæmdahraða segir Magnús að stefnt sé á að ljúka framkvæmdum haustið 2026. Íbúðirnar í húsunum verða frá 40 og upp í 80 fermetra og meðaltalið er í kringum 60 fermetra, sem sé þægileg stærð og miðbæjarstemmning í því.

Gert er ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð með Hafnargötunni og aðeins inn á Klapparstíginn. Þá er gert ráð fyrir

Útlitsteikning JeEs arkitekta af byggingum sem munu rísa við Hafnargötu á næstu mánuðum.
Hafnargata 22 og 24 áður en framkvæmdir hófust við lóðirnar.
Þetta svæði á eftir að breytast mikið á næsta eina og hálfa árinu.
Hafnargata 24 flutt á geymslusvæði í Helguvík.
er
Magnús og sigurgeir í grunninum við Hafnargötu í keflavík.

báðum um en þegar við fórum að skoða þessum gamla stíl sem minnir á gamla upprunalegt útlit húsanna sem voru nýbyggingarnar sem verða byggðar hérna er bara mjög skemmtilegt ...

„Mögulega rífum við hana fyrst og björtustu vonir eru í byrjun næsta árs,“ segir Sigurgeir.

Þetta verður í raun hverfi, þetta er það stórt?

„Já, þetta skipulag er allt að 200 íbúðir og u.þ.b. 2000 fermetrar í verslun og þjónustu.

Svo er það okkar mat hvernig við munum dreifa því um svæðið,“ segir Magnús og bætir við að verkefnið í Grófinni taki yfir fimm ára tímabil. Mögulega gætu 500-600 manns búið í hverfinu en það er einnig draumur þeirra félaga að þarna geti þrifist þjónusta eins og hótelgisting, veitingastaðir og mögulega skrifstofur.

„Við viljum sjá líf hérna, enda er þetta bara bullandi rómantík,“ segir Magnús og bendir á smábátahöfnina og umhverfi hennar. Hverfið í Grófinni er teiknað í skandinavískum stíl. Stíllinn er danskur með mænisþökum. Þetta er ekki háreist, kannski fjórar hæðir, plús mínus, að sögn MagnGrófin er í hönnunarferli um þessar mundir og þeir félagar segja verkefnið flókið. Það þurfi að breyta gatnakerfinu á svæðinu. Aðkoma að bryggjunni breytist þannig að ekki verður hægt að aka að henni frá Berginu, aðeins frá Ægisgötu. Einhver ár verða

í það að fyrstu íbúar geti flutt á svæðið þar sem að í dag liggur ekki ljóst fyrir á hvaða hluta hverfisins verður byrjað og í hvað miklu byggingamagni.

Þetta er stór framkvæmd. „Þetta er risapakki. Í heildina er þetta um 18.000 fermetrar,“ segir Magnús. Og aðspurður segir hann að verkefnið sé fjármagnað með brosandi bankastjóra og þá sé Sigurgeir með djúpa vasa — og hlær.

68 íbúðir í Pósthússtræti Tvö fjölbýlishús við Pósthússtræti í Reykjanesbæ eru verkefni sem þeir félagar eru að fást við um þessar mundir. Framkvæmdum við annað húsið, Pósthússtræti 7, er lokið en hitt, Pósthússtræti 9, rís hratt til himins. Hæðirnar eru orðnar sjö, auk kjallara og íbúðirnar eru samtals 68 talsins. Talið berst að því hvernig þetta hófst allt fyrir um fjórum árum síðan. „Hópurinn okkar sem samanstendur af okkur Magnúsi, Kjartani Guðmundssyni og dóttur hans, Viktoríu Hrund, náði saman um fasteign sem við keyptum að Miðtúni 2 í Keflavík sem við gerðum miklar endurbætur á, kláruðum snyrtilega og fína og seldum svo. Á þeim tíma dettur þessi lóð hér við Pósthússtræti til okkar og þá ákváðum við bara að byggja og framhaldið óráðið. Á framkvæmdatímanum ákáðum við að halda áfram og byggja einnig Pósthússtræti 9. Þegar það er mikið af verkefnum er mikilvægt að hugsa um næstu verkefni og vera tilbúin með eitthvað á hendi svo það komi ekki stopp í framleiðsluna. Þar erum við að skipuleggja þessi tvö verkefni sem við höfum áður verið að skoða, við Hafnargötu og í Grófinni. Við megum ekki stoppa, við verðum að halda áfram,“ segir Sigurgeir.

Í Pósthússtræti 7 eru 35 íbúðir en í Pósthússtræti 9 var skipulagi breytt á tveimur efstu hæðunum

og í því húsi eru því 33 íbúðir. Pósthússtræti 7 varð fljótlega frægt fyrir alla þá Grindvíkinga sem þar settust að en Pósthússtræti 9 er ekki formlega komið á sölu. „Það mun gerast á vormánuðum en áhuginn er mikill,“ segir Magnús.

Þið eruð með mikið umleikis. Hvernig er að hafa mannskap í allar þessar framkvæmdir?

„Það er áskorun að vera með svona mikinn mannskap. Við höfum verið ótrúlega heppnir að ráða til okkar starfsfólk og svo undirverktaka sem við erum með í þessum verkefnum. Eins og í þessu verkefni að Pósthússtræti 9 eru 40-50 manns þegar mest er,“ segir Magnús. Byggingin rýkur upp og framkvæmdahraðinn er mikill.

„Þetta gengur mjög vel en janúar og febrúar voru aðeins að stríða okkur í veðrinu en það er bara eins og við má búast í þessum bransa,“ segir Magnús.

Margir boltar á lofti Þegar Sigurgeir er spurður hvort það sé hollt að vera með svona marga bolta á lofti og þá vísað til framkvæmda við Pósthússtræti og fyrirhugaðar framkvæmdir við Hafnargötu og Gróf segir hann það í góðu lagi. „Þó ég segi sjálfur frá þá erum við ánægð með útlitið á bæði Pósthússtræti 7 og 9 og hlökkum til að sýna næstu verkefni,“ segir Sigurgeir. Þeir félagar hafa ekki heyrt annað en það sé mikil ánægja með íbúðirnar við Pósthússtræti. Útsýnið út á sjóinn er einstakt þó það blási stundum hressilega. Þegar Pósthússtræti 9 verður tilbúið hefur fyrirtæki þeirra byggt 68 íbúðir við Pósthússtræti. Svo verða 24 íbúðir við Hafnargötu og 200 í Grófinni. Tæplega þrjúhundruð íbúðir á nokkrum árum. „Það er nóg eftir hjá okkur og langt í land,“ segja þeir Sigurgeir og Magnús.

svona eru fyrstu drög að bryggjuhverfinu í grófinni, þar sem hús dráttarbrautar keflavíkur stendur í dag.

Pósthússtræti 9 í byggingu.
snyrtilega og fína og seldum svo.“ myndinni er Miðtún 2 í

n GÓÐAR SÖGUR HLAÐVARP // Garðar Örn Arnarson segir frá þáttunum um Grindavík

Svona verkefni kemur bara einu sinni á lífsleiðinni

garðar Örn arnarson er einn afkastamesti kvikmyndagerðarmaður landsins og brautryðjandi þegar kemur að gerð íþróttaefnis á Íslandi en hann frumsýndi á dögunum heimildarþætti um grindavík sem sýndir eru á stöð 2.

Garðar Örn var gestur þáttarins Góðar sögur og sagði frá verkefninu sem hefur heltekið líf hans undanfarin ár. Stemmningin á frumsýningu var rafmögnuð en þar fékk hann viðbrögðin beint í æð.

„Maður fann alveg spennuna enda um 600 manns í salnum og þar af 400 Grindvíkingar, en manni leið vel því þeim leið svo vel með þetta. Þau voru þakklát og

ánægð hvernig við náðum að sýna hvernig þetta var allt saman.“

Örlögin höguðu því þannig að Garðar Örn skráði sig í kvikmyndaskóla þegar hann var við það að stimpla sig út úr námi.

Þrennum Edduverðlaunum síðar er hann enn að og má segja að hann sé guðfaðir körfuboltakvölds og hefur hann gert heimildamyndir um Jón Arnór Stefánsson

og Örlyg Sturluson, svo nokkrar séu nefndar.

Upptökur á þáttum um Grindavík hófust fyrir Fagradalsgosin eða þegar mestu jarðskjálftarnir stóðu yfir og upphaflega stóð til að fylgja eftir körfuboltaliði Grindvíkinga.

„Við förum af stað og ætluðum að fylgja atburðunum eftir en það er svo ekki fyrr en í janúar sem við sjáum að þetta er stærra en við gerðum okkur grein fyrir og stærra en íþróttir. Þá fórum við að hugsa hvernig við gætum náð þessum mannlega þætti.

Við fengum í upphafi mikið af myndböndum frá Grindvíkingum þar sem við fáum að upplifa skjálftana í gegnum þá og þannig ertu meira inni í atburðunum. Svo vorum við svo heppnir með menn eins og Ólaf Ólafsson fyrirliða og Ingiberg Jónasson formann körfunnar því þeir eru svo náttúrulegir fyrir framan myndavélina. Þegar þeir þurftu að fara í Grindavík að sinna erindum fengum við að fljóta með með myndavélina.

Það má segja að þetta hafi verið mikil óvissuferð. Svo var Grindavík allt í einu komið í úrslit og möguleiki á því að þeir myndu vinna

AÐALFUNDUR FÉLAGS STJÓRNENDA

Boðað er hér með til aðalfundar Félags stjórnenda en hann verður haldinn í Hlíðarsmára 8, 201 Kópavogi þann 2. apríl næstkomandi.

Matur verður í boði fyrir fundarmenn við setningu kl 19:00. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á stjornandi@stjornandi.is

Dagskrá fundarins:

n Venjuleg aðalfundarstörf. n Lagabreytingar.

n Kosning stjórnar. n Kosning orlofsnefndar. n Önnur mál.

Framboð til stjórnar skal berast skriflega á stjornandi@stjornandi.is 14 dögum fyrir settan aðalfund.

titil. Stærsta eldgosið kemur svo í miðjum oddaleik og það hafði meiri áhrif á leikmenn liðisins en menn gerðu sér grein fyrir. Þetta var miklu meira en bara körfubolti. Þarna voru um þúsund Grindvíkingar í Valsheimilinu og allir að

lesa sömu fréttina, að hraunflæði væri í átt að Grindavík.

Það má segja að þetta hafi verið skrifað fyrir okkur. Ef ég myndi reyna að selja þetta sem bíómynd í Hollywood yrði mér hent út, þetta er svo mikil lygasaga.“ Garðar Örn hyggst kynna þættina erlendis og hafa þeir verið sendir á fjölda kvikmyndahátíða og svo er bara að bíða og sjá til. „Maður veit ekki hvað gerist og kannski hefur enginn áhuga en við ætlum að prófa þetta. Það verða samt engin vonbrigði og ég verð áfram Íslendingur og Keflvíkingur en svona verkefni koma bara einu sinni á lífsleiðinni og þá er bara að keyra á þetta.“

Lýsa miklum vonbrigðum

með

áform ríkisstjórnarinnar

Járngerður lýsir yfir miklum vonbrigðum með tilkynningu ríkisstjórnar Íslands þar sem áformað er að stuðningsúrræði verði látin falla úr gildi með aðeins 12 daga fyrirvara án þess að vitað sé hvað tekur við. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Járngerði, sem eru hagsmunasamtök fyrir byggð í Grindavík.

„Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar er ekki til þess fallin að bæta andlega heilsu Grindvíkinga sem liggur fyrir að er mjög slæm. Vitað er um marga fyrrum íbúa, lítil og meðalstór fyrirtæki sem munu lenda í vandræðum vegna áformanna,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að stjórn Járngerðar mun vinna að því að koma Grindvíkingum sem það kjósa til Grindavíkur sem allra fyrst.

„Fyrsta verkefnið er að fá hollvinasamningi Þórkötlu breytt þannig að leyft verði að gista enda höfum við enga vitneskju um að lög eða reglugerðir komi í veg fyrir það. Stjórn Járngerðar treystir á góða samvinnu með bæjarstjórn Grindavíkur að lausn fyrir alla íbúa. Það er mat stjórnar Járngerðar að þessum markmiðum verði náð með því að treysta Grindvíkingum fyrir sjálfum sér og Grindavík.“

Magnús Orri heiðraður á vetrarleikum Special Olympics

Fjölmiðla- og íþróttamaðurinn Magnús Orri Arnarson var heiðraður á lokahátíð vetrarleika Special Olympics í Tórínó á Ítalíu sem er ný lokið. Við athöfnina var tilkynnt að Magnús Orri hljóti viðurkenn inguna fyrir að vera fyrirmynd, íþróttamaður sem hafi tekið þátt í leikum Special Olympics og haldið áfram að láta drauma sína rætast. Nokkuð þúsund mótsgestir og keppendur voru viðstaddir lokahátíðina sem fór fram í íþróttahöllinni Pala Asti í Tórínó. Önnur lokahátíð fór fram á skíðasvæði leikanna á skíðasvæðinu Siestre í ítölsku Ölpunum. Um 1.500 keppendur eru á leikunum að ótöldum þjálfurum, fjölskyldum og fylgdarliði.

Magnús Orri tók þátt í sumarleikum Special Olympics í fimleikum í Abu Dhabi árið 2019. Eftir að hann kom heim bættist hann við í teymið sem gerir sjónvarpsþættina Með okkar augum og notið hafa mikilla vinsælda á RÚV. Hann og umsjónarfólk Með okkar augum fylgdi íslensku þátttakendunum á sumarleikunum í Berlín árið 2022 og gerði sjónvarpsþátt um leikana fyrir RÚV. Óskað var eftir Magnúsi sérstaklega til að ljósmynda leiðtogaráðstefnu Special Olympics sem fram fór í Berlín í fyrrahaust.

Magnús Orri og Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi UMFÍ, hafa verið með íslenska hópnum í Tórínó á Ítalíu á meðan vetrarleikunum hefur staðið síðustu tíu daga. Þar voru fimm keppendur í þremur greinum og kepptu þau í alpagreinum, á skautum og í dansi.

Þeir Magnús og Jón Aðalsteinn mynda svokallað „unified“-fjölmiðlateymi Special Olympics á Íslandi en það samanstendur af einstaklingi með fötlun og öðrum

Jón aðalsteinn og Magnús Orri ásamt Önnu karólínu, framkvæmdastjóra special Olympics á Íslandi.

Frétt af vef Hvata: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson

sem ekki er með fötlun. Það er í anda Special Olympics, sem stuðlar að æfingum og keppni og vinnu blandaðra liða, fatlaðra og ófatlaðra. Ýmis verkefni á vegum Special Olympics eru til undir „unified“ -forskeytinu. Þeir Magnús og Jón mynda fyrsta „unified“fjölmiðlateymið í sögu Special Olympics og vöktu þeir mikla athygli á leikunum .

Hellulagnir Stéttar

Dren og frárennsli

Afburða handverksmenn, góður tækjakostur, tengsl við iðnaðarmenn úr öllum greinum og áratuga reynsla af verklegum framkvæmdum. Vogaklettur er fyrsta símtalið þegar skipuleggja á verk.

Keflvíkingar stóðu sig vel í sannkallaðri bikarmótsveislu í fimleikum í Egilshöll um helgina en keppt var bæði í áhaldafimleikum og hópfimleikum frá föstudegi til sunnudags.

Keflavík sendi tvö lið frá sér í hópfimleikum, 2. flokk og 3. flokk. Stúlkurnar í 2. flokk stóðu sig vel og lentu til að mynda í 4. sæti á dýnu. 3. flokks liðið sem keypti í B-deild gerði sér lítið fyrir og sigraði en einnig voru þær í 1. sæti á gólfi, 3. sæti á dýnu og í 4. sæti á trampólíni.

Keflavík átti einnig keppendur í áhaldafimleikum og fóru þrjár Keflavíkurstúlkur á mótið.

Guðlaug Emma Erlingsdóttir keppti með sameiginlegu liði Keflavíkur, Stjörnunnar og Bjarkanna og lenti liðið í 2. sæti í 1. þrepi. Guðlaug var einnig 4. hæst á gólfi. Snædís Líf Einarsdóttir og Harpa Guðrún Birgisdóttir kepptu með sameiginlegu liði Keflavíkur og Fjölnis í 3. þrepi, B-deild, og vann liðið til gullverðlauna á mótinu. Jafnframt var Snædís Líf stigahæst í fjölþraut í þeim hluta ásamt því að ná þrepinu. Snædís var einnig stigahæst á tvíslá. Harpa Guðrún var 5. hæst í fjölþraut, stigahæst á gólfi, önnur á slá og þriðja á gólfi.

LAUS STAÐA

AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRA

Við leitum að metnaðarfullum og hæfum einstaklingi til að gegna stöðu aðstoðarskólastjóra tímabundið við Stóru-Vogaskóla skólaárið 2025-2026 vegna námsleyfis. Starfið felur í sér að styðja við skólastjóra í daglegum rekstri skólans og samskipti við nemendur og foreldra. Í Stóru-Vogaskóla eru um 220 nemendur í 1.-10. bekk í ört stækkandi sveitarfélagi. Lögð er áhersla á fjölbreytt, metnaðarfullt og skapandi skólastarf. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og velgengni sem endurspeglast í daglegu starfi. Í skólanum er góður starfsandi og hefur skólinn á að skipa öflugu og áhugasömu starfsfólki.

Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í nálægð við fjölbreytta náttúru. Stóru-Vogaskóli er Grænfána, UNESCO og Erasmus+ skóli.

Helstu verkefni og ábyrgð: q Aðstoð við daglegan rekstur skólans q Stjórnun og stuðningur við kennara og annað starfsfólk q Samskipti við nemendur og foreldra q Þátttaka í stefnumótun og þróun skólastarfs q Önnur verkefni í samráði við stjórnendateymi

Menntunar- og hæfniskröfur:

q Leyfisbréf til kennslu

q Reynsla og/eða menntun í skólastjórnun er æskileg

q Góð tölvukunnátta, mjög góð þekking á Mentor, upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu og starfi

q Reynsla og þekking af stundatöflugerð er æskileg

q Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma

q Framúrskarandi samskiptahæfni, lausnamiðun og hæfni til að vinna í teymi

q Frumkvæði, sjálfstæði, skipulögð vinnubrögð og faglegur metnaður

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Skólastjórafélags Íslands.

Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð sbr. 11. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008.

Umsóknum skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil, afrit af leyfisbréfi og kynningarbréf.

Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl.

Umsóknir skulu berast á netfangið hilmar@vogar.is

Nánari upplýsingar veitir Hilmar Egill Sveinbjörnsson skólastjóri.

Þorsteinn með

Keflvíkingurinn Þorsteinn Helgi Atlason vann til gullverðlauna á British International Open í taekwondo sem haldið í Manchester í Englandi. Á mótinu kepptu um 800 keppendur frá öllum heimshornum og voru tíu Íslendingar á meðal keppenda, þar af fimm frá Keflavík.

Þorsteinn keppti fyrsta bardaga sinn við heimamann og sigraði tvær lotur en sá enski sigraði eina. Til að vinna taekwondo bardaga þarf að sigra tvær lotur af þremur og Þorsteinn stóð sig vel í lotu tvö og þrjú og skilaði það sigri. Í næsta bardaga keppti Þorsteinn við danskan andstæðing sem var mun stærri en Þorsteinn sigraði tvær lotur örugglega og fékk því gullverðlaun í flokknum +78 kg flokki unglinga.

Þorsteinn Helgi með Helga rafni guðmundssyni þjálfara sínum, hampandi verðlaunapeningi.

„ÞRUMAÐÁÞRETTÁN“

Gamlir liðsfélagar

Einu sinni voru Björn Vilhelmsson og Guðjón Guðmundsson liðsfélagar í Víði en núna munu þessi stinnu stál mætast á tippvellinum. Þeir voru báðir eitilharðir í horn að taka inni á knattspyrnuvellinum og eflaust munu þeir ekki beita hvorn annan neinum vettlingatökum í tippinu. Þeir voru miklir keppnismenn, áttu stóran þátt í ótrúlegum uppgangi Víðismanna í knattspyrnunni og verður fróðlegt að sjá hvernig barátta þeirra í tippinu mun fara. Guðjón er eins og andstæðingurinn, gallharður stuðningsmaður Manchester United.

„Ég er fæddur árið 1960 og tengi aðdáun mína á Manchester United, flugslysinu í Munchen ´58. Það atvik snerti mig greinilega og ég hef haldið með þeim frá því að ég var líklega um tíu ára gamall. Ég fylgdi þeim niður 1974 og það verður að segjast eins og er að þau voru mörg mögur árin en samt tókst mér að boða fagn aðarerindið þegar ég var að þjálfa ungviðið í Garði um 1988, að mér skyldi takast að afla United stuðn ingsmanna á þeim tímapunkti var ákveðið afrek mætti segja. Ég byrjaði ungur að æfa fótbolta í Garði og tel mikla breytingu verða þegar við stálum þjálfaranum Eggerti Jóhannessyni frá Reyni Sandgerði árið 1980. Haukur Haf steins kom svo á eftir honum og gerði sömuleiðis frábæra hluti. Ég byrjaði meistaraflokksferilinn í gömlu þriðju deildinni og eftir tíu ára frábært tímabil, lauk ferlinum sömuleiðis í þriðju deildinni. Við Víðismenn fórum upp í 2. deildina ´82, upp í þá efstu ´84 og héldum okkur í henni í þrjú tímabil. Tókum þrjú ár í annarri deildinni og settum stigamet þegar við fórum upp en sumarið ´91 var bensínið einfaldlega búið. Við féllum um tvær deildir á tveimur árum og ferlinum lauk því hjá mér þar sem hann hófst, í þriðju deildinni. Ég hef verið duglegur að tippa með félögum mínum, við hittumst

öll miðvikudagskvöld og tippum, þetta er eins og okkar saumaklúbbur, við köllum okkur tippklúbbinn Guðrúnu. Ekki spyrja mig út í ástæðu nafngiftarinnar. Við erum með sparnaðarseðill, erum með tíu tvítryggingar og höfum einu sinni náð þrettán réttum, það gaf þrjár milljónir á sínum tíma. Ég held við séum nú ekki í plús en við höfum gaman af þessu og munum halda áfram. Það verður gaman að mæta gamla liðsfélaganum, ég ætla ekki gefa Bjössa nein grið,“ sagði Guðjón.

STÁLIN STINN Björn hlakkar til rimmunnar við sinn gamla liðsfélaga.

„Það var gaman þegar við Gaui mættumst á æfingunum í gamla daga, hvorugur gaf þumlung eftir og ég á von að sama barátta verði á milli okkar núna. Ég er auðvitað himinlifandi með byrjun mína í þessum tippleik, ég er kominn í þriðja sætið en ætla mér auðvitað

Ungmenni vikunnar

Tæki mömmu

með á eyðieyju

Nafn: Bríet Silfá Möller.

Aldur: 13 ár.a

Bekkur og skóli:

8 - US í Njarðvíkurskóla.

Áhugamál: Körfubolti og félagslífið - elska böllin!

Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir og stærðfræði (Torfi stærðfræðikennari gæti örugglega gert öll fög skemmtileg).

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Rósa mín besta vinkona gerir alla daga geggjaða. Hún er líka svo góð að syngja og leika, alltaf hressust.

skóla kom í stutta starfskynningu á Víkurfréttir. Hún tók viðtöl við tvo nemendur í skólanum en auk þess fékk hún stutta kynningu á starfsemi Víkurfrétta. Viðtölin verða einnig í Suðurnesjamagasíni vikunnar.

Langar í Versló

Sesselja Ásta Svavarsdóttir, nemandi í Sandgerðisskóla

Hvað heitir þú?

Sesselja Ásta Svavarsdóttir.

Hvaða bekk ertu í? Níundi.

Í hvaða skóla ertu?

Sandgerðiskóla.

Hvað er það besta við að vera í Sandgerðisskóla?

Nemendurnir, eða nei, vinkonur mínar.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera eftir skóla? Sofa.

Ef þú fengir að sleppa að læra eitthvað fag, hverju myndir þú sleppa og afhverju?

Dönsku, það er tilgangslaust.

Hvaða braut ætlar þú í þegar þú ferð í framhaldsskóla?

Er ekki viss.

Hvaða framhaldsskóla ætlar þú í?

Versló, ef ég kemst inn.

Við hvað viltu vinna?

Hjúkrunarfræðing, flugfreyja, flugmaður eða söngkona.

Hvað myndir þú gera ef þú ynnir

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar ég hoppaði á græna vegginn við skólann og fékk gat á hausinn. Ég fékk rosalega mikla athygli.

Hver er fyndnastur í skólanum? Bergur, hann er alltaf fyndinn.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Hvað ertu nú með Maron og Theódór.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sushi en við pabbi elskum að fá okkur sushi saman.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? útaf því hún er best, mat og vatn (enda laust af klökum og helst í OWALA brúsa)

Hver er þinn helsti kostur? og reyni alltaf að vera brosmild. Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Að geta lesið hugsanir annarra. Ég held að það sé „cool“.

Stærðfræði hundleiðinleg

Benjamín F. Ragnarsson, nemandi í Sandgerðisskóla

Hvað heitir þú?

Benjamín Fossmar Ragnarsson

Hvaða bekk ertu í? Tíunda.

Í hvaða skóla ertu? Sandgerðiskóla.

Hvað er það besta við að vera í Sandgerðisskóla?

Nákvæmlega ekki neitt

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera eftir skóla? Spila á gítar.

Ef þú fengir að sleppa að læra eitthvað fag, hverju myndir þú sleppa og af hverju?

Stærðfræði, af því að það er hund leiðinlegt.

Hvaða braut ætlar þú í þegar þú ferð í framhaldsskóla? Ég veit ekki.

Hvaða menntaskóla ætlar þú í? FS.

Við hvað viltu vinna? Flugmaður.

Hvað myndir þú gera ef þú ynnir lottó?

Kaupa helling af McDonald’s.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? White chicks.

Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Ég stunda körfubolta og styrktaræfingar. Ég æfði crossfit og hlakka til að byrja aftur. Ætla að verða sterkari en bræður mínir.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Partýstuðbolti!

LAUSAR STÖÐUR Í STÓRU-VOGASKÓLA

Við í Stóru-Vogaskóla í Vogum við Vatnsleysuströnd leitum að skapandi, faglegum og áhugasömum kennurum og starfsfólki í eftirfarandi stöður fyrir skólaárið 2025-2026: q Umsjónarkennara á öll stig q Verkgreinakennara í smíði

q Dönskukennara

q Íþrótta- og sundkennara

q Sérkennara

q Bókasafnskennara/Bókasafnsfræðing í 50% með möguleika á almennri kennslu í 50% stöðu

q Náms- og starfsráðgjafa eða nemendaráðgjafa í 50% með möguleika á almennri kennslu í 50% stöðu

Menntunar- og hæfniskröfur:

q Leyfisbréf til kennslu q Önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi

q Þekking og reynsla á teymiskennslu æskileg q Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum q Góð tölvukunnátta, góð þekking á Mentor, upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu og starfi q Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma q Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður q Ábyrgð og stundvísi q Áhugi á að starfa með börnum

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Í Stóru-Vogaskóla eru um 220 nemendur í 1.-10. bekk í stækkandi sveitarfélagi. Lögð er áhersla á fjölbreytt, metnaðarfullt og skapandi skólastarf, þar sem sveigjanleiki og gott starfsumhverfi er í forgangi. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og velgengni sem endurspeglast í daglegu starfi. Í skólanum er góður starfsandi og hefur skólinn á að skipa öflugu og áhugasömu starfsfólki..

Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í nálægð við fjölbreytta náttúru.

Stóru-Vogaskóli er Grænfána, UNESCO og Erasmus+ skóli.

Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð sbr. 11. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008.

Umsóknum skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil, afrit af leyfisbréfi og kynningarbréf.

Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl.

Umsóknir skulu berast á netfangið hilmar@vogar.is

Nánari upplýsingar veitir Hilmar Egill Sveinbjörnsson skólastjóri.

Umsjón: Gunnlaugur Sturla.

Njarðvík VÍSbikarmeistari kvenna

ÆSISPENNANDI LOKAMÍNÚTUR EN NJARÐVÍK SETTI STÓRU SKOTIN OFAN Í Á LOKAMÍNÚTUNUM OG TRYGGÐI SÉR SIGUR GEGN GRINDAVÍK.

Njarðvíkingar eru VÍS bikarmeistarar í körfubolta kvenna eftir sigur á Grindvíkingum í úrslitaleik í Smáranum síðasta laugardag. Leikurinn var æsispennandi og þær njarðvísku voru sterkari á endasprettinum og tryggðu sér sigur 81-74 eftir að hafa

Grindavík skoraði fyrstu stigin í leiknum en fljótlega tók Njarðvík við stjórninni og leiddi í hálfleik, 42-34. Munurinn hélt áfram að aukast og fór mestur upp í fimmtán stig, 53-48. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, tók þá leikhlé og allt annað Grindavíkurlið mætti til

Stoltur af liðinu og starfinu

segir Einar Árni Jóhannsson sem tók við liði Njarðvíkur fyrir þetta tímabil.

Grindavík jafnaði í byrjun fjórða leikhluta og var nánast jafnt á öllum tölum þar til rúm mínúta var eftir. Njarðvík var yfir 75-73, Grindavík fékk nokkur tækifæri til að jafna eða komast yfir en niður vildi boltinn ekki og þriggja stiga skot úr ólíkri átt, frá Emilie Hesseldal, var of stór biti

Halldór Karlsson, formaður kkd. UMFN, var kampakátur í leikslok.

„Ef fólk myndi bara vita vinnuna sem liggur að baki svona titli, ég á varla til orð. Ég er svo ánægður. Þetta er minn fyrsti titill sem formaður og vonandi verða þeir fleiri en ég náði þeim nokkrum sem leikmaður. Það er mjög ánægjulegt að ná þessum titli núna og kannski má segja að við séum á undan áætlun því við fórum í ákveðna uppbyggingu á liðinu, fækkuðum útlendingum um einn og byggjum liðið á ungum Njarðvíkingum. Það var mjög gott að fá Einar Árna til að taka við liðinu, hann kemur með mikla reynslu og nú byggjum við ofan á þetta,“ segir Halldór. Byggjum

Stóru skotin ofan í

Lára Ösp Ásgeirsdóttir er ein þessara ungu Njarðvíkinga í liðinu.

„Þetta var ofboðslega gaman, ég var í liðinu sem varð Íslandsmeistari ´23 en er í stærra hlutverki í dag. Þetta var hörku leikur. Ég þakka baráttu okkar sigurinn en hann hefði getað dottið báðum megin en við settum stóru skotin niður í lokin en þær ekki, þetta snýst jú um að setja þau niður,“ sagði Lára Ösp.

logi gunnarsson og sara björk, dóttir hans með sinn fyrsta titil.
kjartan Már kjartansson, bæjarstjóri með væna ávísun til Njarðvíkinga.
Emilie Hesseldal
skoraði þrist í blálokin sem tryggði Njarðvík endanlega sigurinn.
stuðningsmenn beggja liða fjölmenntu á leikinn.
brittany dickens lék frábærlega fyrir uMFN og var maður leiksins.

með VÍS-bikarinn í körfuknattleik kvenna 2025

Hornsteinn

Ég er oft spurð að því hvort ég sakni ekki stjórnmálanna og hvort mig dreymi ekki um að koma aftur?

Því er fljótsvarað af minni hálfu: Nei. Ekki misskilja mig. Ég naut þess að vera í stjórnmálum í um tuttugu ár í alls konar hlutverkum – aðstoðarmaður ráðherra í þremur ráðuneytum í níu ár, þingmaður í tæp tíu og þar af ráðherra í fjögur ár. Ég var bæði í stjórn og í stjórnarandstöðu, í þéttbýlis- og landsbyggðarkjördæmi, á uppgangstímum sem og á efnahagslegum erfiðleikatímum. Ég spilaði hlutverkin ágætlega vel, var brjálæðislega leiðinleg og alltaf rosalega reið (eða mjög fylgin mér eins og mamma mín hefði orðað það) þegar ég var í stjórnarandstöðu og með einstaklega mikinn samningsvilja þegar ég var komin í ráðherrastól og þurfti að semja við stjórnarandstöðuna við að koma málum í gegnum þingið. Ég fékk endalaus tækifæri og var treyst fyrir alls konar verkefnum, stórum sem smáum, og það sem mikilvægast var, hafði þau forréttindi að fá að taka þátt í að gera gott íslenskt samfélag enn betra. Í þessu starfi kynntist ég fjöldanum öllum

RAGNHEIÐAR ELÍNAR

af frábæru fólki og eignaðist suma af mínum bestu vinum um allt land og úr öllum flokkum. Þetta hljómar nú bara nokkuð vel og þegar ég lít til baka þá vel ég að dvelja við þennan hluta stjórnmálanna. Oftast var nefnilega gaman, en stundum var þetta hreint út sagt hörmulega leiðinlegt. Eins og lífið sjálft myndi einhver segja.

En þá aftur að spurningunni um söknuðinn eftir stjórnmálunum – af hverju er ég svona fljót að svara neitandi? Ástæðan fyrir því er nokkuð einföld. Ég hét því þegar ég hætti að hér eftir myndi ég aðeins vinna að skemmtilegum verkefnum með skemmtilegu fólki og það er ekki endilega hægt að tryggja í stjórnmálastarfi. Pólitíkin dregur nefnilega bæði það besta og það versta fram í fólki.

Það þarf hins vegar gott fólk í öllum flokkum; lýðræðið er ekki fullkomið sagði Churchill, en það er það besta sem við höfum. Það hefur ekki átt betur við í lengri tíma. Pössum upp á það.

Það er greinilegt á þessari skemmtilegu stemningsmynd að tvíburarnir Róbert Aron og Rebekka Kristín eru heillaðir af ljúfum tónum gítarins í höndum Magna Freys þar sem þau horfa inn um gluggann á Tónlistarskóla Reykjanesbæjar ásamt mömmu sinni Anítu.

VF-MYND: HRÓS

börnin: „Gætum við fengið að

Kennarasamningur

kostar 70 milljóna króna aukaútgjöld fyrir Suðurnesjabæ

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að fela stjórnsýslu- og fjármálasviði bæjarins að vinna tillögur til bæjarráðs um aðgerðir til að mæta útgjaldaauka umfram fjárhagsáætlun að fjárhæð um 70 mkr., sem eru áhrif af kjarasamningunum sem gerður var við kennara á dögunum. Minnisblað frá bæjarstjóra og mannauðsstjóra um fjárhagsleg áhrif af kjarasamningum sveitarfélaga við KÍ var tekið fyrir á fundinum. Því er beint til stjórnsýsluog fjármálasviðs að eiga um það verkefni náið samstarf við önnur svið, mannauðsstjóra og bæjarstjóra. Mikilvægt er að tillögur berist til bæjarráðs hið allra fyrsta.

Við óskum meistaraflokki kvenna hjá Njarðvík innilega til hamingju með VÍS bikarmeistaratitilinn!

Sögðu
heyra eitthvað íslenskt?“

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.