Afskrifa ónýta höfn í Höfnum

Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag að ráðast í áframhaldandi stuðningsaðgerðir fyrir íbúa og fyrirtæki í Grindavík. Breytingar verða gerðar á úrræðum með það að markmiði að færa stuðninginn úr sértækum neyðarúrræðum yfir í almennari farveg.
Lög um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavík falla úr gildi 31. mars næstkomandi, en í staðinn verður veittur sérstakur stuðningur við tekju- og eignaminni fjölskyldur til áramóta. Framkvæmd þessara aðgerða verður áfram í höndum þjónustuteymis Grindavíkurnefndar.
Frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði verður
framlengdur um þrjá mánuði, en stjórnvöld hyggjast ekki ráðast í uppkaup á atvinnuhúsnæði. Þá verður rekstrarstuðningur við fyrirtæki ekki framlengdur, en stuðningslán verða framlengd til 1. júní 2026. Sóknaráætlun Suðurnesja mun gegna lykilhlutverki í áframhaldandi stuðningi við atvinnulíf í bænum.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Grindavíkur og þingmönnum Suðurkjördæmis á mánudag og segir áherslu ríkisstjórnarinnar nú felast í að tryggja velferð einstaklinga og fyrirtækja. Undirbúningur að samtali við íbúa um framtíð bæjarins hefst á næstu vikum. Nánar er fjallað um málið á vef Víkurfrétta, vf.is.
Fyrstu rafmagnsstrætisvagnarnir hafa nú verið teknir í notkun í Reykjanesbæ. Um er að ræða fjóra King Long vagna sem fyrirtækið BUS4U hefur fest kaup á. Sævar Baldursson, eigandi BUS4U, segir vagnana bæði umhverfisvæna og hagkvæma í rekstri, en um er að ræða 250 milljóna fjárfestingu. „Ég er stoltur af því að bjóða farþegum
upp á umhverfisvænan ferðamáta,“ segir Sævar, sem hefur verið í rútuakstri í 30 ár og rekið BUS4U í 20 ár. Rafmagnsvagnarnir eru hljóðlátari, með mikla drægni og þarfnast minna viðhalds en eldri díselvagnar. Þeir verða eingöngu notaðir í akstri í bænum, en díselvögnunum hefur verið lagt. BUS4U annast strætóakstur í Reykjanesbæ
og flytur um 45-47.000 farþega mánaðarlega.
Sævar bætir við að undirbúningur að kaupum hafi tekið fjögur ár og með nýrri tækni sé nú hægt að hámarka rekstrarhagkvæmni. Nánar er rætt við Sævar í blaði vikunnar og í Suðurnesja-magasíni síðar í vikunni. Þar förum við í ökuferð með rafmagnsvagni um Reykjanesbæ.
Fyrstu rafmagnsstrætisvagnarnir hafa nú verið teknir í notkun í Reykjanesbæ. Hér koma þeir akandi til Reykjanesbæjar á dögunum. VF/Hilmar Bragi
n Enn á eftir að semja við fimm landeigendur á þremur jörðum n Rúmlega 300 milljónir króna greiddar í bætur
Önnur sending mastra fyrir Suðurnesjalínu 2 er komin yfir hafið frá Spáni. Nú bíða möstrin í Kúagerði eftir að taka sér stöðu í hrauninu við hlið Suðurnes jalínu 1. Næstu skref hjá Lands neti eru að setja möstrin upp og taka Suðurnesjalínu 2 í rekstur í haust ef allt gengur upp. Framkvæmdir eru í fullum gangi á þeim svæðum þar sem leyfi liggja fyrir og gengur vel. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu nokkurra landeigenda um að ógild
yrði ákvörðun umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra frá 21. júní 2024 um heimild Landsnets til eignarnáms réttinda vegna lagningar Suðurnesjalínu 2 í landi þriggja
jarða í Sveitarfélaginu Vogum. Landsnet segir að brýnt sé að ljúka framkvæmdum við Suðurnesjalínu 2 til að tryggja afhendingaröryggi raforku til íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum.
„Niðurstaðan kemur ekki á óvart enda hefur Suðurnesjalína 2 farið í gegnum mikla og vandaða vinnu ásamt samtali og samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu. Matsnefnd eignarnámsbóta hefur þegar úrskurðað um fjárhæð eignarnámsbóta vegna
framkvæmdarinnar og er það von okkar hjá Landsneti að aðilar uni við afdráttarlausa niðurstöðu héraðsdóms og að málinu sé lokið,“ ef haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets, á vef fyrirtækisins. Suðurnesjalína 2 verður 29 km löng lína með 87 möstrum. Samningum er lokið við alla landeigendur nema fimm á þremur jörðum. Rúmlega 300 milljónir króna hafa verið greiddar í bætur til landeigenda.
Framkvæmdir við uppbyggingu á þéttingareit við Hafnargötu 22-24 í Keflavík eru hafnar. Jarðvinna er hafin á svæðinu og undirbúningur þess að flytja húsin Hafnargötu 22 og 24 á nýjar
lóðir en húsin verða svo endurbyggð samkvæmt núverandi útlitsteikningum á Kirkjuveg 8 og Klapparstíg 11 í Keflavík. Á Hafnargötu 22-24 mun myndast glæsilegur miðbæjar-
Íslenskar
kjarni með 24 íbúðum og verslun/ veitingarstaði á fyrstu hæð með porti þar sem gæti myndast skemmtileg stemning þegar vel viðrar úti, svo vitnað sé í síðu framkvæmdaaðilans, Reykjanes Investment. Einnig verða stæði í bílastæðahúsi. Drónamyndirnar voru teknar yfir framkvæmdasvæðið í síðustu viku. Þá eru einnig sýndar útlitsteikningar af þeim mannvirkjum sem munu rísa á svæðinu.
Einsöngstónleikar verða í Duus safnahúsum laugardaginn 22. mars kl. 20. Flutt verða íslensk einsöngslög, þekktar íslenskar söngperlur.
Söngvari: Aron Axel Cortes, bariton. Undileikur: Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari.
í Duus safnahúsum á laugardag Miðasala á
Nú er unnið að vinnslutillögu vegna deiliskipulags fyrir Hafnargötu 101 í Vogum, Um er að ræða vinnslutillögu sem var afgreidd til kynningar á fundi bæjarstjórnar þann 26. febrúar síðastliðinn. Skipulagssvæðið er skilgreindur reitur sem staðsettur er við hafnarsvæðið í Vogum. Lóðin hefur götuheitið Hafnargata 101. Gert er ráð fyrir íbúðabyggð á lóðinni í einu stölluðu fjölbýlishúsi. Tillagan er í samræmi við endurskoðun á Aðalskipulagi Voga 2024-2040, sem er í kynningar- og staðfestingarferli.
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Með deiliskipulaginu fyrir Hafnargötu 101 er unnið samkvæmt markmiðum og áherslum í aðalskipulagi um uppbyggingu í Hafnargötu. Uppbyggingin styður við fjölbreyttara framboð af íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu og jafnframt verndun og varðveislu atvinnusögunnar með endurbyggingu elsta húshluta núverandi fiskvinnsluhús. Í endurbyggðum húshluta til vesturs verður gert ráð fyrir verslun- og/eða þjónustu og fjarvinnuaðstöðu (skrifstofuhótel). Í nýjum húshluta til
austurs verður fjölbýlishús með inngöngum, bíl- og hjólageymslum ásamt geymslum íbúða á jarðhæð en íbúðir á 2-4. hæð, að því er fram kemur í deildiskipulagsuppdrætti sem er aðgengilegur á vef Sveitarfélagsins Voga. Uppdrátturinn var kynntur á opnu húsi á dögunum, þar sem íbúum í Vogum bauðst að koma á framfæri ábendingum. Uppbygging á lóðinni styður við markmið sveitarfélagsins um fjölbreyttara búsetuform og nýtist bæjarbúum öllum vegna verslunar- og þjónusturýma og skrifstofuhótels. Gert er ráð fyrir nýju bæjartorgi við endurbyggðan eldri húshluta. Við val á byggingarefnum og útfærslur verður lög áhersla á vistvænar lausnir.
Á svæðinu er m.a. gamalt fiskvinnsluhús sem talið er hafa söguog menningarlegt gildi. Gert er ráð fyrir að elsti hluti hússins verði áfram á svæðinu og að endurbætur á húsinu verði unnar í samráði við sveitarfélagið. Við sjávargarðinn eru heillegar rústir, u.þ.b. 150 ára gamlar vegghleðslur af bænum Norðurkoti í Vogum sem vernda þarf ásamt hólnum í kring og hugsanlega endurbyggja. Við gerð deiliskipulags skal tekið tillit til minja um atvinnu- og byggðarsögu Voga sem finna má á svæðinu. Á lóðinni verður heimilt að reisa eitt 4ra hæða fjölbýlishús án kjallara með allt að 65 íbúðum. Elsti húshluti fiskvinnsluhúss sem stendur á svæðinu skal endurbyggður. Nýbygging skal stallast niður að núverandi íbúðarbyggð til austurs. Bygging er 1-4 hæðir þar sem hæðirnar stallast næst núverandi íbúabyggð. Með stöllun á efri hæðum er leitast við að lágmarka áhrif á aðliggjandi íbúðarbyggð við Hólagötu og Mýrargötu. Gert skal ráð fyrir 1 bílastæði á hverja íbúð sem er 80m2 eða minni en 1,5 bílastæði á íbúð stærri en 80m2. Leggja skal áherslu á að mynda skjólgóð dvalarsvæði á lóð sem liggja vel til sólar. Sérstaklega ber að hafa í huga greiðan aðgang barna að leiksvæði og öryggi þeirra gagnvart umferð. Staðsetning byggingarreita er sýnd á deiliskipulagsuppdrætti og á mæliblöðum. Byggingarreitir eru málsettir. Gefnir eru upp byggingarreitir fyrir íbúðarhús, inndregnar hæðir, bílgeymslu, samfélagsrými og leiðbeinandi byggingarfleti. Brjóta skal húsin upp í ásýnd.
Verið velkomin
í A4 Reykjanesbæ, Hafnargötu 27a.
Opið virka daga 9 - 18, og laugardaga 10 - 17
séð yfir höfnina í Höfnum á mánudaginn. Höfnin er í dag ónýt og verður ekki lagfærð.
sjógangurinn í byrjun mánaðarins lék höfnina í Höfnum grátt. Bryggjan er stórskemmd og verður ekki lagfærð. stórt stykki fór úr hafnargarðinum og sést það liggja á hafsbotni.
Höfnin í Höfnum hefur verið úrskurðuð ónýt. Hún verður afskrifuð sem hafnarmannvirki. Höfnin fór mjög illa í sjávarflóðunum sem urðu í byrjun mánaðarins. Skemmdirnar á hafnarmannvirkinu eru mun meiri en í fyrstu var talið. Nú liggur fyrir að ekki verður ráðist
HAFNIR
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Jón Pétursson, hafnsögumaður og verkefnastjóri framkvæmda og viðhalds hjá Reykjaneshöfn, tók á móti fulltrúum Vegagerðarinnar við höfnina í Höfnum á mánudagsmorgun. Þar var það tjón sem varð í flóðunum í byrjun marsmánaðar skoðað. Jón sagði í samtali við Víkurfréttir að það væri ljóst að ekki verði gert við skemmdir á höfninni. Heldur verður ráðist í aðgerðir til að loka hafnarmannvirkinu fyrir
Jarðveg hefur skolað undan bryggjugólfinu að hluta og þar eru göt í þekjunni. Að sögn Jóns
eru aðstæður mjög hættulegar og bryggjan alls ekki leiksvæði barna eins og aðstæður eru þar núna. Þá er stórt stykki farið úr bryggjunni utarlega og þekjan einnig mikið skemmd og götótt. Framundan er að loka fyrir að
þekjuna á þeim kafla þar sem jarðvegurinn er farinn undan henni. Verður þekjan því brotin niður á um 30 metra kafla. Þá verður hafnargarðurinn girtur af og umferð um hann bönnuð.
Nokkuð er síðan bátar voru gerðir út frá höfninni í Höfnum en hún hefur verið vinsæl hjá fólki sem stundar veiðar á þessum hefðbundnu fiskum sem veiðast við bryggjur, ufsa, marhnúti og kola. Þá hefur sést til veiðimanna leggja
Elsku mamma mín, tengdamamma, amma og langamma,
PÁLÍNA GÍSLADÓTTIR
lést á Hrafnistu Hlévangi, þriðjudaginn 11. mars. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 20. mars kl. 13. Einlægar þakkir sendum við starfsfólki Hlévangs fyrir frábæra umönnun, hlýtt viðmót og vináttu.
Linda Sigurgeirsdóttir
Íris Björk Ármannsd. Dahl
Eydís Rós Ármannsdóttir
Ármann Jóhannsson
Mads Balleby Dahl
Hilmar Örn Kjartansson Amalie Rós
Frosti Þór
til 23. mars
20% appsláttur af um 300 vörum frá Änglamark
20% appsláttur
Lífrænar matvörur, Svansvottaðar hreinlætisvörur
Sjálfbærasta vörumerki Danmerkur þriðja árið í röð! Hvert er þitt uppáhalds Änglamark?
Afslátturinn birtist sem inneign í appinu. Sæktu appið og byrjaðu að spara!
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
sigurfari gk fór í smá ferðalag, hann fór austur undir Þjórsárósa, og var þar við veiðar sem og í kringum Vestmannaeyjar, túrinn var í heildina um tveir dagar og kom báturinn með í land um 45 tonn. VF/Hilmar Bragi
Marsmánuður orðinn hálfnaður og veðurfarslega séð þá hefur verið nokkuð gott veður það sem af er og bátar því getað róið nokkuð duglega.
Inni í Faxaflóa hafa netabátarnir verið á veiðum sem hafa verið að landa í Keflavík og eru það bátarnir sem eru á vegum Hólmgríms sem og Erling KE. Addi Afi GK er kominn með um 40 tonn í tíu róðrum og um 8,5 tonn mest í róðri. Sunna Líf GK 20.6 tonn í átta róðrum. Friðrik Sigurðsson ÁR með 118 tonn í átta róðrum og um 24 tonn mest í róðri, Erling KE 266 tonn í ellefu róðrum og mest 32 tonn.
Reyndar þá réri Dímon GK á færum líka frá Keflavík í mars og var hann líka að veiða fyrir Hólmgrím, fékk um 6 tonn í sex róðrum.
Ansi mikill fjöldi báta er búinn að vera á veiðum utan við Sandgerði og hefur ýsuveiði verið mjög góð hjá bátunum.
Kristján HF sem hefur landað allan mars í Sandgerði, er kominn með 151 tonn í ellefu róðrum og
AFLAFRÉTTIR
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
mest um 20 tonn í róðri. Eins og staðan er núna þá er Kristján HF fjórði aflahæsti báturinn í sínum flokki á landinu. Óli á Stað GK með 125 tonn í tólf og mest um 15 tonn. Indriði Kristins BA með 141 tonn í átta og mest 27 tonn en af þessum afla þá hefur báturinn landað um 91 tonni í Sandgerði, restin er í Ólafsvík. Margrét GK með 78 tonn í átta, Hópsnes GK með 62 tonn í sjö, mest um 15 tonn og Geirfugl GK með 55 tonn í sjö róðrum. Einhamars bátarnir hafa að mestu verið að landa í Grindavík, Vésteinn GK er með 88 tonn í ellefu, Auður Vésteins SU með 77 tonn í tíu og Gísli Súrsson GK með 22 tonn í tveimur róðrum, fyrri löndunin í Sandgerði, Fjölnir GK með 88 tonn í sjö og af þeim afla eru 15,5 tonn í Sandgerði, restin í Grindavík. Reyndar er Fjölnir GK
Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga
núna í slippnum í Njarðvík, báturinn skemmdist smá í mikla sjóganginum sem var snemma í mars. Stóru línubátarnir tveir hafa landað í Grindavík og Hafnarfirði. Sighvatur GK er kominn með 234 tonn,og Páll Jónsson GK með 217 tonn, báðir í tveimur.
Heldur er að glæðast aflinn hjá dragnótabátunum og Sigurfari GK fór í smá ferðalag, hann fór austur undir Þjórsárósa, og var þar við veiðar sem og í kringum Vestmannaeyjar, túrinn var í heildina um tveir dagar og kom báturinn með í land um 45 tonn. Ekki langt frá honum var annar bátur á vegum Nesfisks en það var togarinn Pálína Þórunn GK sem hefur landað um 130 tonnum í tveimur löndunum og báðar landanir í Sandgerði. Það er nokkuð merkilegt að bera þessa tvo báta saman, Sigurfara GK og Pálínu Þórunni GK. Báðir voru smíðaðir í Huangpu skipasmíðastöðinni í Kína og báðir sama árið, 2001.
Heyrðu
Helstu verkefni og ábyrgð:
Seiðaeldi
Matfiskeldi
Vinnsla
Fóðrun
Menntunar- og hæfniskröfur Reynsla úr fiskeldi, sjómennsku, fiskvinnslu eða sambærilegu.
Skipulögð og öguð vinnubrögð. Kraftur og vinnusemi
Ensku- og íslenskukunnátta. Lágmarksaldur 20 ár.
Fríðindi í starfi
Heitur og veglegur hádegismatur
Akstur til og frá vinnustað til Reykjanesbæjar
Stolt Sea Farm leitar að áhugasömum og duglegum einstakling í framtíðarstarf að starfstöð á Reykjanesi við frábærar aðstæður. Eldisstöð á Reykjanesi er öll innan hús og er stærst sinnar tegundar á heimsvísu. Áhugasamir eru hvattir til að sækja
Smá lengdarmunur er á þeim, Sigurfari GK er 28,91 metri á lengd og 9 metrar á breidd, Pálína Þórunn GK er 28.62 metrar á lengd, og 9,17 metrar á breidd. Vélarstærðin í þeim er þannig að í Pálínu Þórunni GK er 952 hestafla vél, en í Sigurfara GK er 1115 hestafla vél.
Það sem vekur kannski mesta athygli við að bera bátanna saman er djúpristan þeirra en Pálína Þórunn GK ristir 6.05 metra á meðan að Sigurfari GK ristir 6,65 metra. Núverandi Sigurfari GK hefur aldrei verið á trollveiðum en gamli Sigurfari GK sem heitir í dag Jóhanna ÁR, var á trollveiðum í ansi mörg ár, áður en skipt var um veiðarfæri og gamli báturinn fór að stunda dragnótaveiðar.
Stolt Sea Farm er alþjóðlegt, leiðandi fiskeldisfyrirtæki og sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða fiskafurðum. Framleiðsluafurðir eru Sandhverfa, Koli og Senegal flúra. Stolt Sea Farm rekur fiskeldi í 5 löndum: Frakklandi, Noregi, Portúgal, Spáni og á Íslandi.
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
English version below
Við bjóðum fjölbreytt og spennandi störf fyrir hæfileikaríkt og áhugasamt fólk á einum stærsta vinnustað á Íslandi.
Nemar frá Suðurnesjum stóðu sig vel á Íslandsmóti verk- og iðngreina fyrir 22 ára og yngri sem haldið var um síðustu helgi í Laugardalshöllinni en að auki var framhaldsskólakynningin Mín framtíð haldin í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Þrír Íslandsmeistaratitlar komu í hús auk verðlauna fyrir 2. og 3. sæti.
Valgerður Amelía Reynalds dóttir, nemi á 2. önn í hárgreiðslu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja varð Íslandsmeistari í fantasíugreiðslum með víkingaþema.
Aleksander Klak, nemi í forritun í FS varð í 2. sæti í forritun. Þá varð rafvirkjaneminn Aron Kristinsson í 3. sæti í rafiðn en hann er nemi í FS. Þá unnu tveir fyrrverandi nem endur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrstu verðlaun. Berglind Elma Baldvinsdóttir varð Íslandsmeistari í fantasíu greiðslu með Bridgeton þema en hún er nemi á 5. önn í Tækniskólanum. Helgi Líndal Elíasson, nemi í Tækniskólanum varð Íslandsmeistari í gullsmíði en hann er nemi í Tækniskólanum. Þess má geta að fjögur þeirra, þau Valgerður, Berglind, Helgi og Alexander hafa búið eða búa í Garðinum í Suðurnesjabæ.
Viðhaldssvið Icelandair ber ábyrgð á rekstri og eftirliti með viðhaldi flugvélaflota Icelandair.
Hjá Viðhaldssviði Icelandair starfar öflugur hópur sem sér til þess að öryggi, áreiðanleiki og hágæða vinnubrögð séu höfð að leiðarljósi. Við leitum að áhugasömum einstaklingum í almenn flugvirkjastörf á stórskoðunum á flugvélaflota Icelandair og öðrum tilfallandi viðhaldstengdum verkefnum. Afleysingar í línuumhverfi koma einnig til greina, séu tilskilin réttindi fyrir hendi. Flugvirki kemur til með að vera í samvinnu við samheldinn hóp flugvirkja sem hafa áralanga reynslu í greininni.
Um er að ræða framtíðarstörf og er starfshlutfall er 100%. Æskilegt er að geta hafið störf sem fyrst.
Ábyrgðarsvið:
• Almenn viðhaldsvinna • Önnur tilfallandi verkefni
Hæfnikröfur:
• Handhafi sveinsprófs og part 66 skírteinis eða hafa lokið viðurkenndu námi í flugvirkjun
• Tegundaráritun er kostur
• Góð öryggisvitund
• Góð skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
• Jákvætt hugafar og góðir samskiptahæfileikar
• Geta og vilji til að skapa góðan liðsanda
• Góð tölvukunnátta er æskileg
Stefna Icelandair er að stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika á meðal starfsfólks og hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.
Umsóknir óskast ásamt ferilskrá eigi síðar en 30. mars 2025.
Nánari upplýsingar veita:
Kristrún Guðmundsdóttir gaf nýlega út bókina Palestínuljóð. Bókin er eins og nafnið gefur til kynna ljóð um og frá Palestínu. Þau eru ort í ljósi þeirra voðaatburða sem nú eru að gerast við Miðjarðarhafsbotn fyrir augum alls heimsins.
Höfundar upplifa vonleysi og samkennd með hinni palestínsku þjóð í þjáningum hennar.
Dropinn holar steininn þótt segja megi að þessi ljóðabók sé lítill dropi en það er von höfunda að ljóðin opni augu fólks frekar en orðið er fyrir þeim hryllingi sem á sér stað í Palestínu.
Allur ágóði Palestínuljóða rennur til stuðnings Palestínu.
Pétur Kristinn Pétursson, Manager, peturp@icelandair.is
Hildur Jóna Bergþórsdóttir, People Manager, hildurb@icelandair.is
The Maintenance Division of Icelandair is responsible for the operation and oversight of maintenance for Icelandair’s aircraft fleet.
We have a strong team dedicated to ensuring safety, reliability, and high-quality workmanship in all our operations. We are looking for enthusiastic individuals for general aircraft maintenance technician roles, primarily focused on major inspections of Icelandair’s aircraft fleet, as well as other maintenance-related tasks. Temporary assignments in the line maintenance environment may also be available for candidates with the necessary qualifications. As an aircraft maintenance technician, you will be working in close collaboration with an experienced team of technicians with years of expertise in the field.
These are permanent, full-time positions (100%), and we are seeking candidates who can start as soon as possible.
Responsibilities
• General maintenance work • Other related tasks as needed
Qualifications
• Holder of journeyman’s certificate and EASA Part-66 license or have B1 or B1/B2 Certificate of Recognition from Part-147 institution
• Type rating is an advantage
Strong safety awareness
• Organized and disciplined work approach
Positive attitude and strong communication skills
• Ability and willingness to contribute to a strong team spirit
Good computer skills are desirable
In accordance with the equal rights policy of Icelandair, all applicants regardless of gender are encouraged to apply.
Applications, including a resume, should be submitted no later than March 30th, 2025
For more information, please contact
Pétur Kristinn Pétursson, Manager – peturp@icelandair.is
Hildur Jóna Bergþórsdóttir, People Manager – hildurb@icelandair.is
n BUS4U kaupir fjóra rafmagnsvagna og bílaflotinn telur yfir 50 bíla. n Sævar Baldursson er stoltur að geta boðið farþegum uppá að geta ferðast á umhverfisvænan máta.
Bus4u er stórt fyrirtæki í rekstri hópferðabíla og almenningsvagna með 60 manns í vinnu yfir vetrar mánuðina og tvöfaldar starfsmannafjöldann yfir sumartímann.
Bus4u í tuttugu ár en verið þrjátíu ár í rútuakstri. Eins og svo oft vill verða þá er stýrið á bílunum sínum og vinnudagurinn, sem oft er langur, er meira og minna við tölvuna. því vel í þá hugmynd blaðamanns að kíkja bara á rúntinn um Reykjanesbæ á glænýjum rafmagnsvagni á meðan viðtalið væri tekið.
ATVINNULÍFIÐ
Fyrstu rafmagnsvagnarnir í Reykjanesbæ
Fyrstu rafmagnsstrætisvagnarnir hafa verið teknir í rekstur í Reykjanesbæ. Um er að ræða fjóra King Long vagna. Einn King Long PEV9 9 metra strætisvagn með 284kW rafhlöðu ásamt þremur King Long PEV12 sem eru 12 metra strætisvagnar með 429kW rafhlöðum. Vagnarnir eru með mjög góðri drægni og hleðslugetu, en hægt er að hlaða allt að 260kW á klukkustund.
„Það er búið að taka okkur fjögur ár að eignast þessa bíla. Það hefur ekki verið neitt grín að komast í röðina.“
Hvernig eru þessir bílar frá brugðnir þeim vögnum sem þú hefur verið með?
„Við erum ekki lengur að treysta á olíu sem orkugjafa og erum að sjá fram á að reksturinn verði hagkvæmari. Kosturinn við að vera á rafmagni er að þetta er um hverfisvænni orkugjafi heldur en díselolían. Við erum að hlaða bílana í samstarfi við Brimborg/ Bílorku, sem er með hleðslustöðvar fyrir þessi tæki á Flugvöllum í Reykjanesbæ. Þar er ein öflugasta hleðslustöð landsins og eiginlega sú eina sem annar okkar orkuþörf.“
Sævar segir að það sé kostur að það þurfi ekki að fara með vagnana í olíuskipti þar sem það sé engin olía á mótornum. Þá er hemlakerfið þannig að það þurfi aldrei að stíga á bremsuna. Það sé nóg að sleppa inngjöfinni til að stoppa bílinn. „Bremsuviðhald, sem er stór þáttur í rekstri svona vagna, er nánast ekkert.“
Sjávarflóð verði flokkuð með
Sævar segir nýju bílana vera bæði hljóðlátari og þægilegri í allri umgengni fyrir farþegana.
„Það suðar bara í þessu eins og í Back to the future,“ segir Sævar og hlær.
Ýmsar nýjungar eru í nýju bílunum eins og til dæmis stafrænir speglar. Þeir eru inni í bílnum og þess í stað eru myndavélar utan á honum sem varpa myndefni í speglana. Og ef stafrænu speglarnir bila, þá eru varaspeglar upp á gamla mátann sem má hengja á bílinn með lítilli fyrirhöfn.
Sævar segir að það sé ný hugsun fyrir bílstjórann að keyra á rafmagni heldur en hefðbundnum orkugjöfum.
BUS4U hefur séð um strætisvagnaakstur í Reykjanesbæ í sjö ár
„Það er augljóst að byggja þarf upp mun öflugri varnir gegn sjávar flóðum og styrkja varnir víða með ströndinni, þar sem ágangur sjávar hefur aukist og reikna má með að sú þróun haldi áfram í nánustu framtíð. Miðað við núverandi aðstæður eru ýmis konar mannvirki og verðmæti í hættu,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Deildarstjóri umhverfismála hefur tekið saman minnisblað um þau sjávarflóð sem urðu m.a. í Suðurnesjabæ í byrjun mánaðar. Í minnisblaðinu koma fram lýsingar á umtalsverðum sjávarflóðum í Suðurnesjabæ í byrjun mars ásamt upplýsingum um áherslur Suðurnesjabæjar til Vega-
gerðarinnar og stjórnvalda um uppbyggingu varna gegn sjávarflóðum. Bæjarráð Suðurnesjabæjar skorar á stjórnvöld að styðja mun
meira við aðgerðir til varnar sjáv arflóðum með ströndum landsins og verja til þess mun meira fjármagni en nú er gert ráð fyrir í samgönguáætlun. Jafnframt skorar bæjarráð á stjórnvöld að skoða þann kost að sú náttúruvá sem felst í sjávarflóðum verði flokkuð með ofanflóðum og hraunflóðum og byggður verði upp sérstakur sjóður til að fjármagna aðgerðir og framkvæmdir til að verjast þeim náttúruhamförum.
og á þeim tíma hefur notendahópurinn stækkað mikið. Það sé því talsverð áskorun að halda áætlun. Í Reykjanesbæ eru um 45-47.000 innstig af farþegum á mánuði, sem þýðir að hver bæjarbúi noti strætó að jafnaði tvisvar í mánuði. Þegar hælisleitendur voru sem flestir í Reykjanesbæ fóru innstigin upp í 65.000 á mánuði, sem er gríðarlega mikið álag á ekki stærra samgöngukerfi en þetta. Ferðast á umhverfisvænan hátt
„Þetta eru mikið notaðar samgöngur í bænum og það er gott. Ég er stoltur af því að geta boðið farþegum uppá að geta ferðast á umhverfisvænan máta.
Nýju rafmagnsvagnarnir eru nýlega komnir til bæjarins og hefur einn vagn verið tekinn í notkun þar sem Sævar og hans fólk hefur verið að skoða ýmsa þætti í rekstri vagnanna, endingu á hleðslu rafhlöðunnar við fjölbreyttar aðstæður.
Það skiptir t.a.m. máli hvaða hitastig er í vögnunum upp á eyðslu orku, hvort hitastigið er 15 eða 20 gráður inni í vögnunum.
„Við höfum verið að hámarka nýtni vagnanna,“ segir Sævar en á þriðjudaginn fóru allir þrír vagnarnir í notkun og verða í akstri á leiðakerfinu í Reykjanesbæ. Sævar segir að vagnarnir hafi næga orku fyrir daginn og þeir séu settir í hleðslu í lok hvers dags og það taki
Sævar segir alltaf vera nóg að gera og það þetta starf sé alltaf jafn skemmtilegt. Framundan sé stórt sumar sem Sævar segir að sé m.a. vegna þess að Icelandair sé að byrja með sumaráætlun sína mánuði fyrr en vanalega. Sumarið er líka stærsti tíminn hjá BUS4U. Þá fjölgi starfsmönnum úr 60 upp í 120. Það gangi misjafnlega að manna öll þessi störf en það hafi alltaf gengið.
sjö ár og það eru komin fjögur ár síðan Sævar fór að huga að því að fá rafmagnsvagnana. Á þeim tíma hefur verið mikil þróun í rafmagnsvögnunum. „Við fáum að njóta þess í dag að hafa ekki fengið vagnana fyrr. Nú á þetta að vera skothelt og menn komnir yfir helstu vandamálin við rekstur svona bíla.“
Sævar segir að eldri kynslóð þessara vagna hafi verið í rekstri á Akranesi í fjögur ár og komið mjög
Nú stendur yfir útboð á akstri strætisvagna í Reykjanesbæ á sama tíma og Sævar fær nýju vagnanna. Hann segist þurfa að vanda sig þegar hann skilar inn tilboði í aksturinn en segir að á sama tíma og farið sé inn í nýja tíma með rafmagnsvögnum sé það bænum til hagsbóta og hann geti boðið betra verð með minna viðhaldi.
kvöðull að mörgu leyti þegar kemur að farþegaakstri. Baldur var bæði með stóra leigubíla og litlar skutlur fyrir flugáhafnir. Það eru komin 30 ár síðan Sævar byrjaði að keyra rútu fyrir föður sinn og í sumar hefur Sævar verið í 20 ár með rekstur BUS4U. Það sé því gaman að taka þessa rafmagnsvagna í rekstur á þeim tímamótum. Sævar keypti hins vegar fyrstu rútuna sína 1. maí árið 2000 og því verið aldarfjórðung í eigin rekstri.
sjávarflóð við Hvalsnes í byrjun marsmánaðar 2025. samskonar flóð varð á Hvalsnesi fyrstu helgina í steptember 2023 eða fyrir rétt um einu og hálfu ári síðan. Þá flæddi einnig yfir veginn að Hvalsneskirkju „Varlega ákvarðað er endurkomutími þessa flóðaatburðar í innanverðum Faxaflóa og úti á Reykjanesi að minnsta kosti 40 til 50 ár,“ hafði RÚV eftir sigurði sigurðarsyni, strandverkfræðingi hjá Vegagerðinni um nýliðna helgi. VF/Hilmar Bragi Bárðarson
um tvær klukkustundir að „fylla tankinn“ fyrir næsta dag.
Mesta álagið á strætisvagnana er á skólatíma, þegar skólarnir byrja á morgnana og þegar skólatíma lýkur. „Svo er mikið álag um miðjan daginn og það er fólk úr öllum stigum samfélagsins sem nýta sér þessar samgöngur, hvort sem þeir eru ungir eða aldnir.“
Strætó ekur þrjár aðalleiðir um Reykjanesbæ og svo er einnig ekið í Hafnir. Þangað eru tvær fastar ferðir á rútu og þá er í boði pöntunarþjónusta þannig að íbúar í Höfnum geta pantað akstur á þeim tíma sem strætó gengur í Reykjanesbæ.
BUS4U hefur séð um strætisvagnaaksturinn í Reykjanesbæ í
250 milljóna króna fjárfesting Rafmagnsvagnarnir eru mikil fjárfesting eða um 250 milljónir króna. Vagnarnir eru fjórir talsis, þrír tólf metra vagnar og einn níu metra. Stærri bílarnir eru allir að fara í daglegan rekstur í samgöngukerfinu í Reykjanesbæ og sá minni er til vara. Nýju vagnarnir taka 75 farþega hver. Það verða því bara rafmagnsvagnar í rekstri og díselvögnunum hefur verið lagt. Þeir verða nú væntanlega seldir úr landi.
Sævar segir það leggjast vel í bílstjórana að skipta yfir á rafmagnsvagnana. Þeir séu búnir að vera á sömu bílunum síðustu ár.
Byrjaði að keyra rútur fyrir 30 árum
Sævar hefur verið í rútuakstri í
Ein rúta urðu fljótlega tvær, svo voru þær orðnar tíu en í dag er BUS4U með í rekstri yfir 50 hópferðabíla og strætisvagna. Fyrirtækið er með fjölmörg föst verkefni, m.a. í tengslum við flugið en einnig akstur hópferðabíla sem fara hvert á land sem er. Það eru dagsferðir, hópferðir og skólaferðir. Það er sólarhrings vakt hjá fyrirtækinu alla daga ársins sem sér um allan akstur á áhöfnum fyrir Icelandair.
Sævar segir alltaf vera nóg að gera og það þetta starf sé alltaf jafn skemmtilegt. Framundan sé stórt sumar sem Sævar segir að sé m.a. vegna þess að Icelandair sé að byrja með sumaráætlun sína mánuði fyrr en vanalega. Sumarið er líka stærsti tíminn hjá BUS4U. Þá fjölgi starfsmönnum úr 60 upp í 120. Það gangi misjafnlega að manna öll þessi störf en það hafi alltaf gengið.
Þú ert ekkert að leggja árar í bát? „Nei, nei. Ég verð fimmtugur í júní, þannig að það er nóg eftir.“ Nánar er rætt við Sævar Baldursson í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta síðar í vikunni.
Afburða handverksmenn, góður tækjakostur, tengsl við iðnaðarmenn úr öllum greinum og áratuga reynsla af verklegum framkvæmdum. Vogaklettur er fyrsta símtalið þegar skipuleggja á verk.
n Þýskir sérfræðingar í framtíðarfræðum koma að vinnunni
„Það munu fjórar leiðir birtast úr þessari vinnu, taka þátt í ákvarðanatöku um hvernig standa eigi að uppbyggingu bæjarins,“ segir Víðir Reynisson, þingmaður kjördæmi, en brátt mun ríkisstjórnin kynna fyrirætlanir sínar varðandi grindavík, bæði hvað eigi að gera á næstunni en líka verður kynnt skipulag til tíu ára.
GRINDAVÍK
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Víðir er líklega betur þekktur sem yfirlögregluþjónn Almanna varna en hann var tíður gestur á skjám landsmanna þegar covidheimsfaraldurinn reið yfir frá ár unum 2020 - 2022.
Víðir var líka talsvert í sviðs ljósinu eftir hamfarirnar í Grindavík en ákvað að svara kallinu og bauð sig fram fyrir Sam fylkinguna í síðustu alþingiskosn ingum, tók fyrsta sætið í Suður kjördæmi og flaug inn á þing.
Víðir er frá Vestmannaeyjum en hefur búið uppi á landi meira og minna síðan 1978. Hann hafði verið í björgunarsveitum, var kominn inn í starf Landsbjargar og var í framhaldinu boðið starf hjá Almannavörnum. Starfið fluttist síðan undir ríkislögreglustjóra og eftir að hafa unnið hjá lögreglunni og sveitarfélögum á Suðurlandi í skipulagningu í almannavarnarmálum, svo í öryggismálum hjá KSÍ í tvö ár, tók hann aftur til starfa hjá Almannavörnum, um það leyti sem covid-heimsfaraldurinn skall á. Í því var hann svo þar til síðasta haust þegar honum bauðst forystusætið á lista Samfylkingar í suðurkjördæmi.
Hættumat í grindavík?
Hvernig leggst nýja þingmannsstarfið í Víði?
„Starfið leggst mjög vel í mig, þetta er ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt starf. Kosningabaráttan undirbjó mig vel fyrir starfið og í raun hefur ekki mikið komið mér á óvart, líka því ég þurfti oft að koma fyrir þingnefndir í störfum mínum fyrir Almannavarnir. Mitt kjördæmi er auðvitað risastórt en maður heyrir það samt alls staðar að það eru sömu mál sem brenna á fólki, heilbrigðis- og samgöngumál eru alls staðar ofarlega á baugi. Ég hafði velt þingmennsku fyrir mér fyrir síðustu kosningar og þegar ríkisstjórninni var slitið var þessu skotið að mér og ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um, þetta var góður tímapunktur að skipta um starfsvettvang. Það sem ég lagði áherslu á í minni kosningabaráttu voru heilbrigðis- og samgöngumál, sem er kannski samheiti yfir öryggismál. Samgöngur eru stór hluti öryggismála og heilbrigðismálin að sjálfsögðu líka.“ sérfræðingar í framtíðarfræðum
Málefni Grindavíkur hafa verið ofarlega á baugi nýrrar ríkisstjórnar, Víðir fór yfir vinnuna sem hefur farið fram að undanförnu.
„Það var að sjálfsögðu engin spurning um að málefni Grindavíkur yrðu hluti af stjórnarsáttmálanum. Vinnan að málefnum Grindavíkur byrjaði fljótlega á þessu ári, þá voru stofnaðir vinnuhópar ráðuneytana og ég var fenginn til að vera Kristrúnu forsætisráðherra innan handar. Vinna
mánuði að fá niðurstöðuna sem gervigreindin afgreiddi á nokkrum vikum. Hugmyndin er svo að nota þessar niðurstöður til að taka ákvörðun með Grindvíkingum, hvaða leið þeir vilji fara. Þetta er ekki þannig að niðurstaðan segi að það eigi að gera þetta svona eða hinsegin, við spurðum Þjóðverjana hvernig Grindavík geti orðið eftir tíu ár og hvað þurfi að gera til að ná því. Út úr þessu komu fjórar leiðir og við munum setjast yfir þessar leiðir með Grindvíkingum og sameiginleg ákvörðun verður tekin. Ég vil meina að við höfum vandað okkur mjög mikið við vinnuna, við fengum aðila úr atvinnulífinu í Grindavík að borðinu, sóknarpresturinn kom að þessu og ég trúi því að mjög góðir hlutir muni koma í kjölfarið á þessari vinnu,“ segir Víðir.
Reynsla frá Vestmannaeyjum
Víðir hefur reynslu af sambærilegum hamförum og riðu yfir Grindavík, hann var sex ára gamall þegar eldgosið í Vestmannaeyjum átti sér stað en hluti vinnunnar að undanförnu hefur farið í að greina áhrifin á það samfélag sem lendir í hamförum.
„Ef við skoðum hamfarafræðin
Við erum búin að læra mikið af þessum eldgosum til þessa, við vitum að strax í kjölfarið á eldgosi er minni hætta en hún eykst eftir því sem landrisið er hærra. Sumum líður þá ekki vel að dvelja í bænum og þá yfirgefa þeir hann, aðrir treysta sér og eru áfram.
eru einstakar en afleiðingarnar á samfélögin eru oft mjög sambærilegar. Samfélagið rifnar upp með rótum og dreifist út um allt, fólk missir jafnvel allt sem það á, tapar rótunum sínum og þar með samfélaginu sínu. Það að byggja samfélagið upp er jafnvel áratuga vinna en allir eru sammála um að gera Grindavík aftur að blómlegum bæ, fólki kemur bara ekki saman um tímalínuna. Við höfum fullt af íslenskum dæmum af hamförum en höfum líka skoðað miklu stærri hamfarir úti í heimi. Alls staðar þarf markvissa samvinnu stjórnvalda, fólksins sem bjó í samfélaginu, fólksins sem hyggst flytja þangað aftur, jafnvel fólksins sem getur ekki hugsað sér
vægt að vera tilbúin með aðgerðaráætlun þegar kemur að því að þessu lýkur og talið verður öruggt að byggja Grindavík upp að nýju. Við þurfum bæði að vera undirbúin fyrir að uppbygging fari hægt af stað, ef landris heldur áfram þá munu hugsanlega einhverjir ekki treysta sér strax, við þurfum líka að vera undirbúin fyrir að uppbygging rjúki af stað ef næsta eldgos ef til þess kemur, sé það síðasta. Pabbi minn var skólastjóri í Vestmannaeyjum og tók þátt í uppbyggingunni, hann sagði að þegar skólahald hófst hafi örfáir krakkar verið í skólanum en strax tveimur vikum seinna var búið að fjölga, fólk frétti að skólahald væri hafið og þá breyttist hugsunarhátturinn og fleiri og fleiri komu allan veturinn. Fjölgunin gekk hraðar næsta vetur og enn hraðar veturinn þar á eftir. Ég sé alveg fyrir mér að svona sviðsmynd geti átt við í Grindavík en þá þarf líka að skipuleggja það, skólinn er t.d. ekki tilbúinn á þessari stundu en gæti hugsanlega orðið það í haust. Ef ekki, þá þarf að koma börnum annað í skóla en það þarf að fara að huga að þessu öllu. Við viljum fá alla Grindvíkinga að þessari vinnu, líka þá sem ætla ekki heim fyrr en skóli og íþróttastarf sé komið á fullt, þeir Grindvíkingar þurfa líka
Þær spurningar hafa brunnið á mörgum Grindvíkingum, hvort yfirvöld viti af einhverjum hættum í Grindavík, sem Grindvíkingar viti ekki af. Víðir segir svo ekki vera. „Grindvíkingar vita allt sem Almannavarnir og lögregluyfirvöld vita því þær ákvarðanir eru teknar út frá hættumati sem Veðurstofan gefur út. Það er svo Grindavíkurnefndin og lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem gefur út áhættumatið en það byggir á hættumati Veðurstofunnar. Yfirvöld eru bundin af þessu hættumati svo hugsanlega er leiðin að rýmri reglum í gegnum Veðurstofuna, sem heyrir undir Umhverfisráðuneytið. Það má bara ekki gleyma að Veðurstofan ber lagalega ábyrgð að gefa út þetta hættumat og eðlilega vill fólk þar fara að öllu með gát. Veðurstofan hefur slakað á í ýmsu, t.d. með sveigjanlega kerfið í litunum í áhættumatinu, það hefur aldrei verið gert áður og ég hef þá trú að meiri slaki komi eftir næsta eldgos, ef það kemur upp og ef það kemur upp á svipuðum slóðum og áður. Ég minni á að fyrst var mælst gegn því að fólk gisti í Grindavík, Úlfar lögreglustjóri hætti svo með það orðalag svo ég vil meina að þetta sé að þokast í rétta átt. Við erum búin að læra mikið af þessum eldgosum til þessa, við vitum að strax í kjölfarið á eldgosi er minni hætta en hún eykst eftir því sem landrisið er hærra. Sumum líður þá ekki vel að dvelja í bænum og þá yfirgefa þeir hann, aðrir treysta sér og eru áfram. Án þess að hægt sé að spá fyrir um þessa hluti þá er það mín tilfinning að þessu ljúki senn á þessari Sundhnúkagígaröð og þá er vonandi mesta hættan liðin hjá í Grindavík. Nú er mikilvægt að Þórkatla komi að borðinu og vinni hlutina með þeim Grindvíkingum sem vilja máta sig við bæinn og prófa að dvelja þar. Ég hef þá trú að þessi mál verði endurskoðuð hjá Þórkötlu þegar þessum atburði sem er væntanlegur, lýkur. Það er skrýtið finnst mér að lögreglustjórinn sé ekki á móti því að gist sé í bænum, en fasteignafélag sé það. Hugsanlega þarf að breyta einhverjum lögum og þá gerum við það. Ég lít svo á að við séum að hefja legg tvö í þessu ferðalagi, fyrsti leggurinn er búinn að vera mjög erfiður en er nánast búinn og næsti tekur við. Í þeim hluta ferðalagsins verður horft til lengri tíma, það eru allir sammála um að hægt er að byggja þennan bæ upp aftur og þarna verði gott að búa. Það þurfa allir að koma að þessari ákvarðanatöku og ég hef fulla trú á að greiningarvinnan að undanförnu muni hjálpa okkur við það. Grindvíkingar vilja og munu fá að taka þátt í þessum ákvörðunum, við þurfum að búa til kerfi sem tekur á þessu öllu. Hlutirnir geta breyst á örskömmum tíma, það veit ég frá mínum gamla heimabæ. Við þurfum bara að vera undirbúin þegar kemur að uppbyggingunni en hún mun taka tíma, það verða allir að vera meðvitaðir um það. Það er mikilvægt að hvert skref í uppbyggingunni sé úthugsað og gangi vel upp, þannig fær fólk trú á verkefnið og það gengur betur. Við þurfum að taka örugg skref, ekki of stór, það eru allir með þá sýn að Grindavík byggist upp aftur, þetta snýst bara um tímalínuna,“ sagði Víðir að lokum.
Ótal
„Hingað hafa ótal börn sótt sér þekkingu og gleði og þroskast í hóp með jafningjum í skjóli fullorðinna. Það er dýrmætt. Í veggjum Holts situr nefnilega ótrúlega mikil þekking og reynsla já og gæska og virðing. Hér er barnið í brennidepli, áhugi þess, hæfileikar og áskoranir. Hér vöxum við saman í takt við hugmyndafræði skólans sem er einstaklega barnvæn og í skjóli kennaranna okkar yndislegu. Börni á Holti eru afskaplega heppin, heppin með umhverfi sem er styðjandi og hvetjandi til þroska og góðra verka og allt okkar yndilega fólk sem kemur hingað á hverjum degi tilbúið að gera sitt besta, sitt allra besta fyrir börnin okkar allra. Takk fyrir ykkur elsku börn, takk fyrir ykkur kæra starfsfólk og takk fyrir ykkur góðu foreldrar. Höldum áfram saman að hlúa að og byggja upp gott skólastarf í leikskólum Reykjanesbæjar því börn eiga það besta skilið,” sagði Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, leikskólastjóri á þessum tímamótum.
n Leita að leikskólastjóranum frá 1988 til 1990 til að hafa með í sögu Holts Það var gleði og gaman á leikskólanum Holti í Innri Njarðvík síðasta föstudag þegar þar var fagnað 40 ára afmæli. Boðið var í opið hús þar sem afmæliskaka var í boði og til sýnis voru verkefni sem börnin hafa unnið að. Þá voru sýndar myndir úr sögu skólans þar sem gestir gátu kynnt sér sögu skólans í gegnum myndir og minningar. Leikskólinn var fallega skreyttur á afmælisdaginn og auðvitað fengu börnin ís í tilefni dagsins.
Þau hafa verið leikskólastjórar á Holti:
Sigríður Sigurðardóttir 1985-1986
Díana Sigurðardóttir 1986-1988
Sigríður Hólmsteinsdóttir 1990-1992
Anna Sveinsdóttir 1992-1993
Kristín Helgadóttir 1993-2019
Sigfríður Sigurðardóttir 1997-1998
Laut og Lundi, tekinn í notkun. Árið 2022 var leikskólinn stækkaður um tvær deildir til viðbótar, Móa og Þúfu og er í dag sex deilda leikskóli með rými fyrir 105 börn.
með rými fyrir 105 börn. Holt er nesbæjar og sinnir fjölbreyttu og -
Leikskólinn Holt er staðsettur við Stapagötu 10 í Innri-Njarðvík og var formlega opnaður 15. mars 1985 og voru deildirnar tvær, Kot
Elín B. Einarsdóttir 2002-2003
Heiða Ingólfsdóttir 2016-2017
María P. Berg 2019-2024
Hólmfríður J. Árnadóttir núverandi
og Hlíð. Þann 2. janúar 2004 áttu sér stað endurbætur og stækkaður skóli með tveimur nýjum deildum,
Stöðugildi við skólann eru 33, tónlistarkennari starfar við skólann og sér um tónlistarkennslu einn dag í viku.
Systrafélag Njarðvíkurkirkju stóð að byggingu leikskólans í samvinnu við Njarðvíkurbæ. Leikskólinn stendur í landi jarðarinnar Holts og þaðan kemur nafnið. Leikskólinn er Grænfánaskóli, Heilsueflandi skóli og starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia,
þar sem áherslan er á barnið, hæfileika þess og áhuga, leikinn og umhverfið sem þriðja kennarann. Leikskólastjóri er Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og aðstoðarleikskólastjóri er Sigurbjört Kristjánsdóttir. Í anddyri Holts eru myndir uppi á vegg sem sýna andlit tíu leikskólastjóra sem hafa starfað við Holt. Hins vegar er smá gat í þessari sögu þar sem upplýsingar um hver var leikskólastjóri frá 1988 til 1990 liggja ekki á lausu. Því er leitað til lesenda Víkurfrétta með ábendingar um hver stýrði Holti á þessum tíma.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Grunn- og leikskólar Reykjanesbæjar
Upplýsingar um yfir 30 laus störf í grunn- og leikskólum má finna á vef Reykjanesbæjar, reykjanesbaer is
Velferðarsvið
Búsetuþjónusta fatlaðs fólks, sumarstarf Stuðningsþjónusta við börn
Búsetuúrræði fyrir fatlaða í Aspardal
Einstaklingsstuðningur fyrir 8 ára barn
Menningar- og þjónustusvið Þjónustufulltrúi í þjónustuver
Menntasvið
Kennsluráðgjafi
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
Upplýsingar um laus störf má finna á reykjanesbaer is
frá suðurnesjum, frá hægri: Emelía Bjarnveig skúladóttir, Birta Rós árnadóttir, Natalía Mist
og Emilía Hrönn Björnsdóttir. Mynd úr siguratriðinu til hægri.
Danskeppni Samfés (Landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi) fór fram á dögunum í Garðabæ og sendi félagsmiðstöðvar af Suðurnesjum einn hóp til keppni. Stelpurnar stóðu sig frábærlega og hrepptu þriðja sætið í keppninni.
Hópurinn samanstendur af þeim Emelíu Bjarnveigu Skúladóttur, Birtu Rós Árnadóttur, Natalíu Mist Pétursdóttur og Emilíu Hrönn Björnsdóttur og koma þær frá þremur félagsmiðstöðvum á Suðurnesjum, Fjörheimum, Eldingu og Þrumunni.
Alls tóku yfir 30 hópar og einstaklingar þátt frá yfir tuttugu félagsmiðstöðvum en keppnin hefur lengi verið einn af hápunktum viðburða Samfés fyrir þenna aldurshóp. Keppnin í ár vakti athygli fyrir fjölbreytta dansstíla og var frábær stemning á viðburðinum, sem fjölmörg ungmenni sóttu. Keppnin er einstakur vettvangur fyrir unga dansara til að þróa hæfileika sína, byggja upp sjálfstraust og kynnast jafningjum með sömu áhugamál. Augljóst er að dansmenning meðal ungmenna er í miklum blóma og framtíðin er björt fyrir ungt og skapandi
listafólk, eins og segir á heimasíðu Samfés.
Svala Rún Magnúsdóttir er aðstoðarforstöðumaður Fjörheima, hún var himinlifandi yfir árangri stelpnanna.
„Það var gaman að sjá hvað stelpunum gekk vel en þær koma frá þremur félagsmiðstöðvum, Fjörheimum, Eldingu og Þrumunni sem er frá Grindavík. Einn keppandinn, Birta Rós, er þaðan og hún vildi keppa undir merkjum Þrumunnar, að sjálfsögðu leyfðum við það. Atriðið þeirra var frábært og það kom mér ekki á óvart að þær skyldu hið minnsta ná þriðja sætinu, þær voru frábærar. Ég er búin að vera vinna í Fjörheimum í þrjú ár og okkar keppendum hefur venjulega gengið vel en árangurinn í ár var frábær. Það er mikil gróska í dansinum hér í Reykjanesbæ, ég held að allar stelpurnar í hópnum séu að æfa í Danskompaní og þar
fá þær frábæra æfingu. Síðan virkar þetta þannig að þegar lýður að aðalkeppni samfés þá geta hópar og einstaklingar skráð sig, æfingar hegjast og svo er mætt í keppnina. Það var ofboðslega gaman að vera á keppninni í ár, mjög góð mæting og hörkugóð stemning. Ég held að það sé ekki nokkur spurning um að framtíð dansmenningar hjá ungdómnum okkar er björt,“ sagði Svala Rún.
auk hluta í sameign í Krossmóa 4a í Reykjanesbæ.
Upplýsingar gefur Brynjar í síma 421 5460 eða brynjar@ksk.is
Nafn: Guðný Kristín Þrastardóttir.
Aldur: 16 ára.
Bekkur og skóli: FS, er á fyrstu önn. Áhugamál: Kenna dans og dansa.
Ungmenni vikunnar
Sturla. Hvert er skemmtilegasta fagið? Líklega stærðfræði. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Öugglega Guðjón því hann er bilaðslega góður í að syngja og ætlar sér að verða eitthvað stórt.
Umsjón Gunnlaugur
Hver er fyndnastur í skólanum? Sunneva. Hún er ekkert eðlilega fyndin.
Hvert er uppáhalds lagið þitt? Einmitt núna er það hjörtu með Daniil og Birni.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pasta! Hver er uppáhalds bíómyndin þín? Uppáhalds bíó myndirnar mínar eru allar maze runner myndirnar, sérstaklega sú fyrsta.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Símann minn, brúsann minn og makeup, það eru þrír hlutir sem ég get ekki lifað án.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög skipulögð.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Vera ósýnileg svo ég geti gert hvað sem ég vil.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Einlægni og heiðarleiki.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Eitthvað stórt eins og lögfræðingur, fá mikinn pening. Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Já ég æfi dans og kenni dans.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri
guðný Birna guðmundsdóttir fermdist í keflavíkurkirkju 24. mars 1996. „Presturinn var okkar frábæri sigfús B. ingvarsson,“ segir guðný Birna þegar hún var fengin til að rifja upp fermingardaginn og ýmislegt tengt honum.
Þær minningar sem ég man mest eftir var dagurinn sjálfur og formlegheitin við athöfnina. Ég harðneitaði að vera klædd eins og flestar í hvítum kjól og hælaskóm. Þess í stað gekk ég inn kirkjugólfið í heiðbláum síðkjól með sítt rautt hár og í hermannaklossum. Það var alveg magnað en ég allavega skar mig úr.
Fermingarundirbúningurinn var veigamikill hluti þar sem mér fannst við öll í árganginum kynnast betur þegar við fórum saman í fræðslu og í ferðalag. Í dag er farið í Reyki en við fórum í Vatnaskóg og ég man enn þá hvað þetta var gaman. Á þeim tíma vorum við úr Keflavík öll saman í Myllubakkaskóla og svo Holtaskóla og því margir bekkir.
Fermingardagurinn sjálfur var í raun engin rakettusýning þannig. Ég upplifði ekki skyndilega að vera fullorðin né kristnari en ég var en ég man eftir álaginu í kringum daginn þegar allir leggja sig fram að þetta sé frábær veisludagur og allir að koma saman. Ég held að við hefðum gott af því sem samfélag aðeins að minnka kröfurnar til okkar og frekar að njóta svona daga fremur en að fara á taugum yfir stórri veislu og að muna eftir öllum smáatriðum, það í lokin skiptir ekki máli.
Ég fékk fallegt handskrifað ljóð frá Lindu Maríu systur minni sem hún lét skrifa á gamalt vintage blað. Ég á það enn og þykir afskaplega vænt um það. Svo fékk ég einhverjar styttur sem voru í tísku þá en ég get ekki sagt þér hvar þær eru niðurkomnar.
Tíðarandinn um þetta leyti var náttúrulega æðislegur. Þetta var á 90´s tímabilinu og allir eitthvað svo hressir og skemmtilegir. Það var í loftinu svo mikið af möguleikum og framtíðin björt framundan. Það spillti heldur ekki fyrir hversu frábær tónlistin var á þessum tíma. Bönd sem voru að skína voru meðal annars Fugees, Red Hot Chilli Peppers, Oasis, Tupac og allskonar gersemar. Þegar ég lít til baka þá get ég ekki sagt að fermingin sjálf hafi
umturnað mér, nei. En þetta var verðmætt þroskaferli og ýtir manni á þessum aldri að taka aukna ábyrgð. Þetta er aukið álag á ungmenni og oft álag sem fylgir þessu en ég hvet alla til að reyna að njóta þessa tíma því þeir eru magnaðir og koma ekki aftur. Í dag kann ég að meta það að hafa farið í gegnum þetta æviskeið og upplifað hversu góður og heilbrigður staður kirkjan er. Við oft tökum ekki eftir því fyrr en við giftum okkur eða förum í jarðarfarir en það er unnið mjög gott starf innan kirkjunnar sem ég hvet alla til að kynna sér.
Jóhann smári sævarsson var fermdur í keflavíkurkirkju árið 1980 af séra Ólafi Oddi Jónssyni.
Hvaða minningar standa sterkast frá fermingunni þinni og fermingarundirbúningnum?
Að fara með mömmu að kaupa fermingarfötin. Maturinn sem átti að vera frá veitingamanni klikkaði og mamma reddaði því. Hvernig fannst þér sjálfum fermingardagurinn þinn, var hann eins og þú hafðir ímyndað þér?
Já. Var yndislegur dagur með fjölskyldu og vinum.
Manstu eftir einhverri sérstakri gjöf sem þú fékkst eða einhverju öðru sem hafði sérstaka þýðingu fyrir þig?
Rúm frá mömmu og pabba og skrifstofustóll frá Skúla afa. Hver var tíðarandinn í kringum ferminguna þína – voru einhverjar sérstakar hefðir, tíska eða tónlist sem setti svip á þennan tíma?
Jakkaföt með prjónavesti.
Þegar þú lítur til baka, hvaða gildi eða lærdóm tókstu með þér úr fermingunni sem hefur fylgt þér í lífinu?
Að vera við aðra eins og þú vilt að þau séu við þig.
n Markmaðurinn Sindri Kristinn Ólafsson hefur snúið aftur heim í Keflavík eftir tveggja ára dvöl í FH
ungur að spila fyrir meistaraflokki Keflavíkur og fórum við yfir þau ár, tímann í FH og ákvörðunina um að snúa aftur heim í Keflavík.
Féll fyrst fyrir körfunni
„Ég flyt til Keflavíkur rétt áður en ég byrja í þriðja bekk en ég bjó
... Ég er mjög þakklátur fyrir þá þjálfara sem ég fékk í fótboltanum. Fyrsti þjálfarinn minn var Unnar Stefán, en hann þjálfaði mig í sjötta og fimmta flokki áður en ég fór í Zoggaskólann svokallaða...
Forréttindi að fá að alast upp í yngri flokka starfi keflavíkur
Sindri var partur af öflugum 1997
Bræðurnir saman í FH: sindri og Ísak Óli.
var ekkert með neitt elsku mamma sem mótaði mann þvílíkt og varð maður ómeðvitað tilbúnari fyrir hörkuna sem fylgir því að spila með meistaraflokki. Það voru helst þessir tveir þjálfarar sem mótuðu mig mest sem ungann leikmann ásamt Ómari Jó og Sævari markngur í meistaraflokkinn
Eftir að hafa verið A-liðs markmaður upp alla yngri flokka fékk hann ungur tækifæri til þess að æfa með meistaraflokki Keflavíkur „Ég mæti á mínar fyrstu æfingar með meistaraflokki árið 2012, þá 15 ára gamall en Zoran var með meistaraflokkinn þá. Ég var þá á æfingu með þriðja flokki og var kallaður yfir á miðri æfingu í minni Edwin Van Der Sar Manchester treyju og þó ég hafi verið spenntur og smá hrokafullur þá fann ég snemma hvað aðrir leikmenn meistaraflokks voru langt frá mér í gæðum á þessum tíma. Þá
áttaði ég mig á að ég þurfti að verða betri ef ég ætla að geta verið með þessum gaurum. Eftir það æfði ég eins og skepna og var kominn alveg inn í meistaraflokk árið 2013 og þurfti þá að leggja körfuboltaÍ ,,blackouti“’ í fyrsta leiknum
Eftir að hafa æft með meistaraflokki í eitt ár fékk Sindri óvænt tækifæri í deildarleik fyrir Keflavík
„Ég spilaði mínar fyrstu mínútur í deildarleik árið 2014 á móti Fylki. Árni Freyr Ásgeirsson var í markinu í þeim leik og var að verja ágætlega en svo setur Unnar Már Unnars sem var þá í Fylki hnéð í hausinn á honum og hann steinrotast. Ég tók ekki eftir því hins vegar fyrr en Maggi Þorsteins rífur í hnakkann á mér og segir mér að drífa mig að hita upp sem ég geri. Maggi sér að ég er mjög stressaður og þá segir hann mér að slaka á því ég er hvort sem er að fara beint
horfði á Pepsi mörkin og sá þá að þeir töluðu vel um mína frammistöðu í leiknum sem gerði ungan Sindra mjög sáttan.“ Orðinn aðalmarkvörður 18 ára
„Árið 2015 næ ég að tryggja mér stöðu aðalmarkmanns. Það tímabil tókum við samt hollenskan markmann en ég man að Kristján Guðmundsson sem var þá þjálfari sagði á liðsfundi að þrátt fyrir að það væri að koma annar markmaður þá ætti hann ekkert sætið miðað við hvernig ég var búinn að spila sem gaf mér sjálfstraust til að slá hann út. Í fyrstu leikjunum var hann aðalmarkmaður og á erfitt uppdráttar. Svo meiðist hann í bikarnum og ég spila næsta leik sem varð fyrsti sigurinn okkar það tímabil. Síðan þegar hann verður heill þá setur Kristján hann aftur í byrjunarliðið og tapast sá leikur 7-1 og hann var sendur heim daginn eftir. Þá átti að sækja alvöru markmann til að redda þessu en á endanum var ákveðið að ég fengi að klára tímabilið sem aðalmarkmaður, þá 18 ára gamall. Þrátt fyrir að við höfum skít fallið var þetta tímabil mjög góð reynsla fyrir mig sem markmann.“
Hæðir og lægðir næstu árin ,,Tímabilið eftir tekur Þorvaldur Örlygsson við liðinu og hafði hann verið þjálfarinn minn í U-19 þar sem ég byrjaði alla leiki, svo ég var mjög sáttur þegar hann tók við liðinu enda bjóst ég við að ég yrði algjörlega hans maður. Toddi ákveður hins vegar að taka Beiti Ólafsson og er ég þá aftur orðinn varamarkmaður sem ég var mjög ósáttur með enda fannst mér ég vera klár í að vera aðalmarkmaður í næstefstu deild. Næsta tímabil hættir Beitir í fótbolta og Laugi Ólafs tekur við. Hann sagði snemma við mig að hann ætli að gefa mér fram í febrúar til að sanna mig og ákvað ég að taka mig á og náði ég að sanna að ég væri nægi-
Næsta tímabil var hins vegar lélegt, nánar tiltekið sögulega lélegt. Við bætum ekki nægilega mikið við hópinn og vorum töluvert lélegri heldur en við bjuggumst við en við endum tímabilið með aðeins 4 stig og engan sigur. Það er hægt að segja að togarinn fór algjörlega í strand þarna og var ákveðið að fara í hálfgert „rebuild“. Öllum leikmönnum liðsins er sagt upp en ákveðið er að halda í okkur ungu strákana og gefa okkur séns á að sýna okkur. Þá tekur Jónas Guðni við sem framkvæmdastjóri sem var frábært fyrir klúbbinn og Eysteinn Húni er ráðinn þjálfari. Það tímabil endum við í fjórða sæti og var búið að byggja góðan grunn fyrir næsta tímabil.
góðir í Covid
Tímabilið 2020 kemur Siggi Raggi inn og sækjum við nokkra góða leikmenn og unnum við þá deildina þrátt fyrir að hún var flautuð af vegna Covid þegar við áttum þrjá leiki eftir og árinu eftir vorum við mjög samheldnir og klárir í efstu deild. Byrjunin var brösuleg og margir voru búnir að dæma okkur niður en þá datt Joey Gibbs í gang og fór að skora mikið og við lokuðum markinu almennilega. Tíminn sem okkur fannst við ná að snúa skútunni við var þegar við unnum Breiðablik, sem var þá sterkasta lið Íslands, tvisvar sinnum á einni viku. Heilt yfir vorum við sáttir með það tímabil því við náðum markmiði okkar að halda okkur uppi í deild þeirra bestu.
Tímabilið eftir bætum við í hópinn en eins og tímabilinu áður byrjum við mjög illa. Eftir 5 töp í röð og núll stig í deild fáum við himnasendingu frá Úkraínu í leikmanni að nafni Ivan Kaliuzhnyi. Hann bætti gæðin í liðinu mjög mikið og eigum við margar frábærar frammistöður á tímabilinu og endum tímabilið á að vinna Forsetabikarinn.“
... .Þegar ég horfi til baka á ferilinn minn þá hef ég verið óþolinmóður en það hefur alltaf eitthvað gott komið upp því þegar það lokast gluggi þá opnast hurð. Þetta er eitthvað sem ég er að taka inn í þennan kafla af mínu lífi því það var óvissa um framhaldið mitt í Krikanum og ég hoppaði ekki á það fyrsta sem bauðst ...
Þakklátur fyrir tímann í FH
Eftir mörg ár sem aðalmarkvörður Keflavíkur fannst Sindra tímabært á að fara og varð FH fyrir valinu. ,,Ég er valinn í A-landsliðið eftir tímabilið sem er að sjálfsögðu draumur hvers fótboltamanns og við fórum í skemmtileg verkefni í Dubai og Suður-Kóreu þó ég hafi ekki fengið að spila. Þegar tímabilinu með Keflavík lauk fann ég að ég þurfti á nýrri áskorun að halda og var ég ákveðinn í því að nú væri rétti tíminn á að prófa eitthvað nýtt. Ég fer í viðræður við KR sem að mínu mati voru mjög skrýtnar og ófagmannlegar en enda á að semja við FH. Eftir þau leikmannaskipti fékk maður að heyra það frá öðrum Keflvíkingum en maður reyndi að láta það ekki fara illa í sig og sé ég ekki eftir því skrefi þar sem ég lærði ótrúlega mikið að vera hjá svona stóru liði með alla þessa umgjörð og „vinningskúltúr“. Fyrsta tímabilið mitt var ekki nægilega gott en á síðasta tímabili gekk mér mun betur og leið mér vel þarna. Ég tel mig vera betri markmann og reynslumeiri eftir að hafa farið í Krikann. Þegar ég lít til baka og hugsa um af hverju gekk ekki nógu vel til að byrja með í FH þá vil ég meina að ég hafi verið snemma stimplaður fyrir að vera mistækur vegna þess að ég gaf víti í fyrsta leik mínum með þeim. Maður lét þessa umræðu fara of mikið í hausinn á sér og tímabilið heilt yfir var slakt hjá liðinu, enda vorum við aldrei með sömu varnarlínuna sem er óþæginlegt fyrir markmann.“ auðveld ákvörðun að koma heim
Eftir 2 tímabil í FH ákvað Sindri að yfirgefa Kaplakrika og snúa aftur heim í Keflavík, en hvað varð til þess að hann tók þá ákvörðun?
„FH ákveður að taka annan markmann og tilkynna mér það að hann muni fá að byrja tímabilið sem aðalmarkmaður og væri þá mitt að vinna sætið til baka. Mér leið vel í FH og var tilbúinn að taka slaginn með þeim en svo fann ég að það væri mikill áhugi á mér. Ég talaði við nokkur lið og fékk nokkur samningstilboð. Ég fann það hins vegar skýrt að þegar Keflavík kom að ég fann fyrir meiri spennu fyrir heimkomu heldur en fyrir öðrum tilboðum sem ég fékk,
þrátt fyrir að launin voru hærri annars staðar. Ég man eftir þegar ég var í FH og ég var að spila minn fyrsta leik á heimavelli Keflavíkur í annarri treyju en þeirri bláu og ég hjólaði á völlinn. Sú tilfinning var tilfinningaþrungin því þá hugsaði ég hvað það er gott að geta spilað í sínu nágrenni hjá sínum uppeldisklúbbi og á því augnabliki var ég staðráðinn í að spila aftur fyrir Keflavík einn daginn.“
samkeppni milli markmanna er lúxusvandamál
Markvörður Keflavíkur, Ásgeir
Orri Magnússon, er enn í röðum Keflvíkinga en Keflavík hafa fengið tilboð í hann sem þeir hafa hingað til hafnað. Nú er Ásgeir meiddur en hvernig sér Sindri fram á samvinnu þeirra?
„Ég get verið hreinskilinn með það að ég hefði ekki komið hefði Ásgeir ekki slitið krossband og verður líklegast frá meirihluta tímabils. Ég held mikið með Ásgeiri og hef alltaf gert en það verður að koma í ljós hvor okkar fái að spila þegar við erum báðir heilir, þetta er hausverkur fyrir þjálfarana og ætla ég að einbeita mér á að vera í topp standi og spila minn besta fótbolta fyrir Keflavík.
Við erum öðruvísi leikmenn.
Hann er meira „freak athlete“ en hann hoppar mjög hátt og er með mikla sprengju og spyrnu hæfni á meðan ég er stærri, sterkari og meiri en minn helsti styrkleiki er að vera inn í teignum og hirða fyrirgjafir og svo kem ég með mikla reynslu í liðinu. Annars held ég að þessi samkeppni sé seinni tíma vandamál og hægt að kalla þetta lúxusvandamál fyrir þjálfara liðsins.“
Þrautseigja og þolinmæði
Þar sem að Sindri hefur mjög gaman að heimspeki fékk hann að lokum heimspekilega fótboltaspurningu: „Ef þú gætir sagt eitthvað við þig sjálfan á upphafspunkti ferilsins, hvað væri það?“
„Vertu þolinmóður, það sem gerist á að gerast. Þegar ég horfi til baka á ferilinn minn þá hef ég verið óþolinmóður en það hefur alltaf eitthvað gott komið upp því þegar það lokast gluggi þá opnast hurð. Þetta er eitthvað sem ég er að taka inn í þennan kafla í mínu lífi því það var óvissa um framhaldið mitt í Krikanum og ég hoppaði ekki á það fyrsta sem bauðst heldur beið ég þolinmóður eftir betra og skemmtilegra tækifæri sem varð svo raunin. Maður stjórnar ekki öllu sem gerist bæði á vellinum og í lífinu og er mikilvægt að sýna æðruleysi, sem mér finnst ég hafa gert síðastliðið ár, bæði í mínu persónulega lífi og á fótboltavellinum.“
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Jón Ragnar Magnússon jonragnarfs@gmail.com
„Ég tek við mjög góðu búi af fyrrum formanni, Petru Ruth, starfið gengur vel svo það er engin ástæða að boða breytingar,“ segir nýkjörinn formaður Þróttar í Vogum, Berglind Petra Gunnarsdóttir en aðalfundur Þróttar var haldinn í síðustu viku. Petra Ruth Rúnarsdóttir var búin að skila góðu starfi og sóttist ekki eftir áframhaldandi formannssæti og því urðu skipti og tekur Berglind við keflinu. Berglind er ekki fædd og uppalin í Vogum en var ekki lengi að taka ástfóstri við samfélagið í Vogum.
akureyringur í Vogum
„Ég fæddist árið 1992 á Akureyri en var ung þegar fjölskyldan fluttist suður, n.t. til Hafnarfjarðar. Ég sá alltaf í hyllingum að búa í litlu samfélagi og þegar ég sá íbúðaverðið í Vogum þá þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um og flutti hingað árið 2019. Mér og sonum mínum tveimur var strax mjög vel tekið og við tókum í raun ástfóstri við staðinn og samfélagið um leið og við fluttum. Synir mínir fóru strax að æfa íþróttir og ég tók þátt í því með þeim og kynntist þá mörgum yndislegum Vogabúum, þau voru ófá knattspyrnumótin sem við fórum á og fljótlega var ég farin að hjálpa til í alls kyns sjálfboðastarfi hjá Þrótti. Ég gaf kost á mér til stjórnarsetu fyrir tveimur árum og á síðasta ári var ég líka í stjórn knattspyrnudeildar, það eru mjög góðir aðilar komnir að þeim stjórnarstörfum svo ég ákvað að gefa það frá mér en taka frekar við formanninum í félaginu. Ég hef fengið góða reynslu á þessum tveimur árum og er að taka við mjög góðu búi af Petru Ruth og fyrri stjórn, ég tel mig tilbúna að taka við keflinu.“
það sé áfram sami yndislegi samfélagsandinn ríkjandi. Við viljum bjóða upp á öruggt og jákvætt umhverfi fyrir alla iðkendur en til margra ára höfum við boðið upp á knattspyrnu og sund fyrir börn og unglinga, undanfarin tvö ár höfum við líka verið með raf-
íþróttadeild og svo höfum við líka verið með íþróttaskóla. Fyrir eldri kynslóðina þá bjóðum við upp á badminton og svo koma konur saman tvisvar sinnum í viku og leika sér í Brennó, við reynum að hafa þetta fjölbreytt en mjög góð þátttaka hefur verið í þessu öllu. Ég held að mér sé óhætt að segja að félagsandinn í Þrótti er mjög góður og mér er mikið í mun að hann muni halda sér. Ég hef verið að þjálfa stelpur í fótbolta en okkur hefur ekki gengið nógu vel að halda þeim eins lengi í starfinu og strákunum, við getum bætt okkur þar. Það er ekki ómögulegt að Þróttur geti einhvern tíma haldið úti meistaraflokki kvenna en þá þurfum við að finna leiðir til að stelpurnar haldist lengur í starfinu. Mér hugnast nokkuð vel hugmyndir sem ég hef heyrt frá öðrum félögum, þar sem eldri stelpum er blandað á æfingar með yngri strákum, þannig helst svipað getustig og allir njóta góðs af auknum fjölda. Það getur verið erfitt að halda úti góðum æfingum ef fáir æfa, þetta er eitthvað sem ég væri til í að skoða. Formaður er kosinn til eins árs í senn, ég hlakka til að láta gott af mér leiða í þessu starfi og skoða eftir árið hvort vilji sé fyrir að ég haldi áfram, ég þarf auðvitað líka að sjá hvernig ég kann við mig í hlutverkinu. Ég tek við frábæru búi af Petru Ruth, hún hefur unnið frábært starf fyrir Þrótt. Framtíð Þróttar er björt að mínu mati,“ sagði Berglind Petra að lokum.
„ÞRUMAÐÁÞRETTÁN“ Björn fær gamlan félaga í Garðslag
Sem fyrr fer tippleikur Víkurfrétta í frí þegar landsleikjahlé ber upp. Björn Vilhelmsson er áfram á stallinum, hann fór frekar létt með körfuknattleiksþjálfarann Jón Halldór Eðvaldssson, 8-6 í síðustu umferð. Björn hefur komið sterkur inn, er búinn að tryggja sér þriðja sætið hið minnsta og nær öruggur í 4ra manna úrslit þar sem hann er með jafnmarga leiki í 3-4. sæti og mun pottþétt fá tvo leiki rétta hið minnsta í næstu umferð. Svona er staðan í leiknum: Joey Drummer: 42
Brynjar Hólm: 32
Jón Ragnar og Björn: 26
Búið var að finna andstæðing Bjössa og má heldur betur halda
því fram að stálin stinn mætist! Gamli liðsfélaginn úr Víði Garði,
Guðjón Guðmundsson, mun spreyta sig næstur. Sagan segir að rimma þeirra félaga á æfingum í gamla daga hafi minnt á slag hrúta og verður spennandi að sjá hvor
þeirra beri sigur úr býtum í næstu umferð tippleiksins.
Það var því við hæfi að finna eldri mynd af þeim félögum fagna saman í Víðis stórafmæli fyrir nokkrum árum.
Þorskurinn var eitthvað feiminn við að bíta á krókana hjá sjóaranum á Dímoni GK frá Sandgerði rétt á meðan ljósmyndari Víkurfrétta kíkti á veiðislóðina í Garðsjónum í síðustu viku. Sá guli lét ekki sjá sig í myndavél drónans. Mögulega ekki kunnað að meta suðið í honum. Það var því ekki um neitt annað að ræða en að færa sig á aðrar slóðir. Dróninn fylgdi ekki þangað, enda myndatökumaðurinn eins og margir rafbílaeigendur með drægnikvíða og ekki viss um að rafhlaða drónans myndi endast í frekari ævintýri í Garðsjónum. VF/Hilmar Bragi Bárðarson
Vantar þig gott og þægilegt skrifstofuhúsnæði?
Vilt þú eða þitt fyrirtæki vera hluti af Konvin
Setrinu skrifstofuhótel á Keilisbraut 773 Ásbrú?
Búið öllum helstu þægindum sem völ er á.
Eigum 3 skrifstofur eftir af 11. Stærðir frá 60-70 m2. Öll þjónusta innifalið í leiguverði. Upplýsingar á info@konvin.is