Page 1

Gleðilega jólahátíð! vf.is

F IMMTUdagur inn 2 0. d ese mbe r 2 0 12 • 5 0. tölubla ð • 33. á rga ngur

LÍKAR VEL VIÐ FLÖKKULÍFIÐ AXEL NIKULÁSSON - SJÁ SÍÐU 26-28

Samkaup styrkir Velferðarsjóð Suðurnesja - sjá síðu 10

Frábær og persónuleg þjónusta í jólaverslun á Suðurnesjum

Heillandi og hrikalegt landslag íslenskra jökla

- sjá síðu 12

Létu hárið fjúka fyrir góðan málstað - sjá síðu 18

Ljósahús Reykjanesbæjar - sjá síðu 34

Flottur dans á Ásbrú - sjá síðu 42

MAGNAÐAR MYNDIR ELLERTS GRÉTARSSONAR - SJÁ SÍÐU 24-25

50%

afsláttur MEI MÍ BEIBÍSITT VERÐ ÁÐUR 4.599 KR

2.300

KR

TILBOÐIN GILDA FRÁ 20. - 23. DESEMBER


2

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað II

AUGLÝSING

BREYTING Á DEILISKIPULAGI Í HELGUVÍK OG DEILISKIPULAGSTILLAGA ATHAFNASVÆÐIS Á ÁSBRÚ Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar til kynningar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsbreytingu og deiliskipulagi, ásamt greinagerð um umhverfisáhrif skv. lögum nr.105/2006 um umhverfismat áætlana. a) Breyting á deiliskipulagi í Helguvík. Breytingin felst í að gerð er ný 50.000 fermetra lóð á hafnarsvæðinu, sem verður nr. 6 við Stakksbraut. Einnig er lóðinni nr. 4 við Stakksbraut snúið frá höfninni. Við þessar breytingar færast mörk efra svæðis og lóðirnar nr. 2 og 4 við Selvík minnka um 37.917,5 fermetra. b) Deiliskipulagstillaga athafnasvæðis á Ásbrú Um er að ræða 73.ha landsvæði sem skilgreint er sem A5 Tæknivellir í greinagerð Aðalskipulags. Fyrst og fremst er gert ráð fyrir atvinnustarfssemi þar sem lítil hætta er á mengun. Svæðið er að hluta til nú þegar byggt. Tillögur ásamt fylgigögnum verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 20. desember 2012 til 17. janúar 2013. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. janúar 2013. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkja hana. Reykjanesbæ, 19.desember 2012. Skipulagsfulltrúi

VIÐ ERUM ÖLL Í SAMA LIÐI!

Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar býður foreldrum leikskólabarna í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði á fræðslufund um mikilvægi þess að stuðla að sem bestum málþroska barna á aldrinum tveggja til sex ára. Skoðað verður hvernig foreldrar geta lagt sitt af mörkum til að sem best takist að byggja upp góða undirstöðu undir frekara nám og þroska. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 16. janúar 2013 kl. 16:30 - 18:15 í Heiðarskóla Reykjanesbæ. Fyrirlesarar verða Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur og Ingibjörg B. Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar.

Frá fundi í bæjarstjórn Garðs sl. mánudagskvöld. Einar Jón Pálsson, nýkjörinn forseti bæjarstjórnar, í pontu.

n Kolfinna S. Magnúsdóttir hættir í bæjarstjórn Garðs:

Nýr meirihluti D-lista og L-lista myndaður í Garði N

ýr meirihluti hefur verið myndaður í Garði. Hann skipa D-listi með fjóra bæjarfulltrúa og L-listi með einn bæjarfulltrúa. Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi D-lista, sem myndaði nýjan meirihluta í vor með fulltrúum Nlista og L-lista, óskaði á laugardag eftir lausn frá bæjarstjórn frá og með næstu áramótum. Þar með er meirihlutinn sem myndaður var í vor fallinn og D-listamenn komast aftur til valda með hreinan meirihluta. D-listinn hefur hins vegar ákveðið að styrkja meirihlutann með því að fá Davíð Ásgeirsson,

bæjarfulltrúa L-lista til samstarfs. Kolfinna sagði í bréfi til bæjarfulltrúa í Garði á laugardag að vegna stöðu sinnar sem foreldri fatlaðrar dóttur og baráttu hennar við að fá lögbundna þjónustu af hendi Sveitarfélagsins Garðs, sem er í höndum félagsþjónustu Sandgerðis, Garðs og Voga, og vegna þess ágreinings sem orðið hefur vegna stöðu sinnar sem bæjarfulltrúa og þeirrar stöðu sem hún hefur verið í vegna þess atburðar sem nýverið átti sér stað á skammtímavistununni Heiðarholti í Garði, væri sér ekki annað fært en að óska eftir hléi eða lausn

á bæjarstjórnarstörfum sínum í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs frá 1. janúar 2013 um óákveðinn tíma. Boðað var til bæjarstjórnarfundar í Garði sl. mánudagskvöld, þar sem kosið var í nokkrar nefndir að nýju og einnig voru kjörnir forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs, auk nokkurra annarra embætta. Einar Jón Pálsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar og Gísli Heiðarsson formaður bæjarráðs. Einar Jón þakkaði Kolfinnu fyrir störf hennar í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs á kjörtímabilinu.

n Keilir á Ásbrú:

Mikill fjöldi umsókna í fjarnám Háskólabrúar L íkt og undanfarin ár hefur mikill fjöldi umsókna borist í fjarnám Háskólabrúar Keilis fyrir vorönn 2013, en árlega eru innritaðir yfir hundrað nýnemar. Verið er að vinna úr umsóknum og verður haft samband við alla umsækjendur fyrir miðja næstu viku. Umsóknarfrestur um fjarnám í Háskólabrú er liðinn, en tekið er við umsóknum á biðlista fram til 28. desember. Á Háskólabrú Keilis er boðið upp á nám fyrir einstaklinga sem ekki hafa lokið stúdentsprófi og eru teknir inn nemendur tvisvar á ári, í staðnám á haustin og fjarnám í byrjun ársins. Rúmlega 300 nemendur stunda nú nám á Háskólabrú og eru tæplega helmingur þeirra í fjarnámi. Að loknu námi uppfylla nemendur inntökuskilyrði í háskóla og telst námið sambærilegt stúdentsprófi samkvæmt samningi Keilis og Háskóla Íslands.

Meirihluti þeirra nemenda sem sækja aðfaranám að háskólanámi á Íslandi hafa undanfarin ár valið að stunda nám sitt í Háskólabrú Keilis. Skólinn hefur þannig náð að skipa sér sess sem öflug menntastofnun, þar sem kennsluhættir leggja áherslu á þarfir fullorðinna nemenda og persónulega þjónustu. Keilir er í fararbroddi varðandi kennslutækni í fjarnámi, sem hentar þeim sem vilja nýta sér nýjustu tækni í kennslu og haga námstímanum eftir sinni eigin þörf. Rúmlega 700 manns hafa útskrifast úr Háskólabrú Keilis síðan skólinn hóf starfsemi og hafa langflestir þeirra valið að halda áfram í námi. Brautskráðir nemendur Háskólabrúar stunda nú nám á flestum sviðum Háskóla Íslands, fjölda annarra háskóla bæði hérlendis og erlendis, auk þess sem margir velja að vera áfram hjá Keili og leggja stund á BS nám í tæknifræði. Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Keilis á slóðinni: www.keilir.net/haskolabru

NESVELLIR

FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER KL. 14:00 Jólahugvekja Sr. Skúli Ólafsson ásamt Arnóri og félögum úr kór Keflavíkurkirkju. Jólaseríurnar Tónlistaratriði

ALÞRIF: VERÐ FRÁ 8.500,VIÐ SÆKJUM OG SKILUM

sími 421-5566 - www.bilahotel.is


3

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

PIPAR\TBWA-SÍA

Jólablað II

Gleðileg jól Starfsfólk Kadeco sendir íbúum og fyrirtækjum á Ásbrú − viðskiptavinum og landsmönnum öllum − innilegar óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Upplýsingar um Ásbrú má finna á www.asbru.is

Sími 425 2100 | www.kadeco.is


4

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað II RITSTJÓRNARBRÉF PÁLL KETILSSON

vf.is

Ljós og skuggi á jólum Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: BlaðamENN: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.

það vel. Það er mikilvægt að þeir sem standa styrkari fótum í samfélaginu hugi að þeim sem minna mega sín. Það er alltaf mikilvægt en aldrei eins mikilvægt og á jólum. Það skal einnig þakkað að fjölmargir einstaklingar leggja fram vinnufúsar hendur í sjálfboðaliðastörf á þessum vettvangi. Þrátt fyrir slæmar fréttir af atvinnuástandinu hér á Suðurnesjum þá er margt skemmtilegt í gangi. Vaxtasprotar hér og þar. Ekki bara svartnætti, langt frá því. Ekki má heldur gleyma því að yfir 90% Suðurnesjamanna hafa atvinnu. Atvinnuleysi á Spáni og víðar er um 25%. Það er þó ekkert launungarmál að við viljum sjá tölu um fjölda atvinnulausra lækka. Atvinnuleysi er böl. Leiðarahöfundur ræddi við sextugan atvinnulausan einstakling hér á svæðinu sem hafði haft vinnu alla sína tíð. Þessi maður sagði að það sem væri erfiðast við atvinnuleysið væri

einsemdin. „Maður verður einhvern veginn svo afskiptur, svo einn,“ sagði hann. Atvinnuleysið verður því ekki bara peningalegt vandamál heldur félagslegt. Þess vegna hlýtur það að vera forgangsverkefni stjórnvalda að taka á þessari meinsemd. Gera umhverfinu og samfélaginu kleift að vaxa á nýjan leik. Koma þannig hjólum atvinnulífsins í fullan gang án þess þó að allt fari á annan endann í einhverri vitleysu eins og gerðist í góðærinu. Ekki er ólíklegt að þetta verði stærsta málið þegar gengið verði til kosninga til Alþingis í vor. Jólaljósin í Reykjanesbæ eru ótrúlega mörg og hús Suðurnesjamanna eru fallega skreytt. Lýsa upp skammdegið sem frá og með morgundeginum gefur eftir þegar daginn fer að lengja. Við skulum vona að ljósið fari að verða skammdeginu sterkara í samfélaginu okkar á nýju ári. Starfsmenn Víkurfrétta senda lesendum og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð.

Stu tta r

Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Jólin eru ekki bara fæðingarhátíð frelsarans og trúarlegs eðlis þegar mörg okkar fara í jólamessu. Jólin eru líka tími til að verja með fjölskyldunni. Hátíð ljóss og friðar og ljúfra stunda. Við ræðum um gjafirnar, matinn, smákökurnar og jólafríið og allt sem tilheyrir þessum yndislega tíma. Allir vilja eiga gleðileg jól. Vissulega er þetta ekki veruleikinn hjá öllum. Fréttir um að það séu margfalt fleiri sem leiti til hjálparstofnana og hvers kyns aðila sem hjálpa þeim sem minna mega sín, eru sláandi. Velferðarsjóður Suðurnesja sem stofnaður var eftir bankahrun hefur síðan þá sinnt þessu hlutverki mjög vel og látið skjólstæðinga sína fá gjafakort sem gilt hafa í verslunum á Suðurnesjum. Gert þeim þannig lífið léttara á erfiðum tímum. Fjölmargir aðilar, fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir og einstaklingar hafa komið Velferðarsjóði til aðstoðar með ýmiskonar framlögum og er

Tveir ungir piltar teknir við innbrot

L

ögreglan á Suðurnesjum handtók í síðustu viku tvo unga pilta, sem staðnir höfðu verið að því að brjótast inn í bíla og stela úr þeim. Piltarnir, sem eru þrettán og fjórtán ára, höfðu í þetta skiptið komið að ólæstri bifreið og voru að fjarlægja muni úr henni þegar lögreglan kom á vettvang. Við yfirheyrslur játuðu þeir að hafa brotist inn í bíla og selt þýfi það sem þeir höfðu haft upp úr krafsinu. Barnaverndarnefnd var tilkynnt um málið.

Neytti fíkniefnakokteils

L

ögreglan á Suðurnesjum handtók ökumann á fertugsaldri sem reyndist hafa neytt fjögurra tegunda af fíkniefnum. Sýnatökur staðfestu neyslu á amfetamíni, metamfetamíni, kókaíni og kannabis. Hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Þá stöðvaði lögreglan för tvítugs ökumanns sem var réttindalaus. Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni og númer klippt af tveimur bifreiðum þar sem þær voru ótryggðar.

Kannabisræktun í Reykjanesbæ

Í

húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í húsnæði í Reykjanesbæ í vikunni, að fenginni leitarheimild, var lagt hald á tugi kannabisplantna og búnað. Mikla kannabislykt lagði út úr húsinu, þegar lögreglumenn fóru þar inn. Kannabisplönturnar voru ræktaðar í tveimur herbergjum húsnæðisins. Tveir einstaklingar, karlmenn á þrítugs- og fimmtugsaldri voru handteknir vegna málsins og þeir færðir á lögreglustöð. Þeim var sleppt að loknum skýrslutökum. Málið telst upplýst.

S

kólinn er ein af grunnstoðum samfélagsins og grunnþáttur velferðar þess. Mikilvægi þeirra í undirbúningi framtíðarþegna þjóðfélagsins er gífurlegt. Skólastarf á að miða að framförum og vellíðan nemenda sinna. Metnaður, áhugi og vilji til góðra verka þarf að endurspegla skólastarfið allt. Þegar ég tala um skólastarf á ég vissulega við það starf sem fer fram innan alls skólasamfélagsins þ.e. skólans, heimilisins og allra þeirra sem bera ábyrgð á menntun þeirra einstaklinga sem koma til með að erfa landið og lifa í íslensku framtíðarsamfélagi. Velferð barna skal höfð að leiðarljósi í öllu því starfi sem fram fer innan sem utan skólanna. Menntun felur í sér samstíga skólasamfélag sem rær í sömu átt. Grunneiningin, fjölskyldan, ræður samkvæmt rannsóknum um 70-80% af árangri og líðan barnanna. Þar með gefur að skilja að tengsl heimilisins við skólann, vilji þeirra til árangurs og metnaður gagnvart menntun skiptir sköpum. Úttekt á starfi Grunnskólans í Sandgerði Nú nýverið gaf Mennta- og menningarmálaráðuneytið út skýrslu um starf Grunnskólans í Sandgerði eftir úttekt sem gerð var á skólanum. Rauði þráðurinn í skýrslunni er að efla þurfi tengsl aðila skólasamfélagsins og skilning á mikilvægi menntunar. Með þessum skrifum óska ég enn og aftur eftir

Klapp, klapp út!

frekari þátttöku foreldra í skólastarfinu. Grunnskólinn í Sandgerði er Heilsueflandi skóli sem leggur metnað sinn í að ala af sér hamingjusama, heilbrigða og hrausta einstaklinga, bæði líkamlega og andlega. Skólastarf sem miðar að heilsueflingu stuðlar að góðri heilsu og líðan nemenda og starfsfólks. Áhersla á bættan námsárangur nemenda er greinileg sem og örvun til þátttöku og ábyrgðar með virðingu fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum. Einnig er mikil áhersla á að efla nemendur í félagslífi og virkri þátttöku í samfélaginu. Með þessum áherslum erum við Sandgerðingar að tengja saman heilsuog menntamál og efla heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks skólans í samvinnu við foreldra og bæjarstjórn. Heilsueflingin fléttar heilsumálin saman við daglegt skólalíf, námskrá og árangursmat.

Þegar öllu er á botninn hvolft er það sjálfsvirðing, þrautseigja, vilji og hamingja sem kemur okkur áfram í lífinu. Við viljum vinna að því að einstaklingar sem útskrifast úr Grunnskólanum í Sandgerði standi jafnfætis jafnöldrum sínum, trúi á sjálfa sig og viti hvernig þeir eigi að geta verið besta útgáfan af sjálfum sér með hraustan líkama og heilbrigða sál. Þetta getum við gert saman. Viltu með í leikinn þramma? Þetta gerir skólinn ekki einn. Fjölmiðlar, foreldrar, samborgarar og yfirvöld þurfa að huga að því að efla unga fólkið til dáða. Horfa á það sem gengið hefur vel og gefa börnum okkar von um að það sé einhvers virði að huga að árangri sínum í námi og styrkja sjálfsmynd þeirra svo þeir geti staðið með sjálfum sér í síbreytilegu samfélagi. Hættum neikvæðri umræðu um

Suðurnesin. Hefjum okkur upp yfir umræðuna og horfum á það sem vel gengur. Mikil framþróun hefur orðið í rannsóknum á högum og líðan skólabarna sem byggir á gögnum Rannsóknar og Greiningar. Upplýsingarnar komnar frá börnunum sjálfum. Gögnin hafa aðstoðað þá sem vinna með börnum að finna leiðir til að bæta árangur, auka vellíðan og skoða hvernig megi koma til móts við þarfir komandi kynslóða. Við Íslendingar getum verið stolt af því barnvæna umhverfi sem við búum í. Rannsóknir sýna að unglingar byrja seinna að drekka nú en fyrir 15 - 20 árum, reykingar hafa minnkað og börnum líður betur auk þess sem þau eyða fleiri stundum með foreldrum sínum í frítíma sínum nú en áður fyrr. Þessi þróun er einstaklega jákvæð og eitthvað sem við þurfum að horfa til. Við eflum börnin okkar með samræðum, stuðningi og áhuga á lífi þeirra og störfum. Stöndum saman um hag barnanna, vinnum saman að velferð þeirra. Áhrifavaldar í lífi barna og ungmenna eru fjölskyldan, skólinn og nærumhverfið. Eflum tengslin, minnkum tímann fyrir framan skjái, hreyfum okkur, verum kröfuhörð á næringarríkar máltíðir, hugleiðum og njótum augnabliksins. Með von um samstíga samfélag! Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði


5

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

Jólablað II

Tilboðin gilda 20. - 23. desember

gulleikgeomag se sælu! föngin vin ndaflug Örva hugmy aldri barna á öllum t er að þar sem hæg rúlegustu t ó a in h a p a sk . hluti úr þeim Geocolor 14 Geo Glow – 20

Geocolor 20 Geo Dynamic Starter

Geocolor 60 Geocolor 42 Shrimmer Pink 60 Geo 42 just Pink Ice 60 Geo Glow – 42 Geo Dynamic Master Geo Dynamic Classic Geopanels 46 Geo Panels 84 Shrimmer Pink 42 Geo Glow – 96 Pastel Panels 84 Geocolor - 132

25%

afsláttur

efst á óskalistanum

g n ö f leik

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri


6

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

markhonnun.is

Jólablað II

Gleðileg

Íslenskur kalkúnn

1.392

kr kg

jól

jólahús Nettó ak ur ey ri | Njar ðv ík Mj ódd | Bo rgar Ne si egils stöðuM | self os si

opið 7. - 24. deseMBer fáðu ráðleggingar hjá sérfræðingi okkar varðandi jólasteikina og hangikjötið

Stiklur 1977-2005

4.998kr

the expandables 2

2.398kr viðskipTaspil jóakims

4.998

kr

Frozen Planet attenbourough 4 dvd diskar

4.998kr

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


7

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

Jólablað II

lindt swiss luxury selection 215 G lindt lindor mjólkursúkkulaði 200 G

989

kr pk

celebrations 855 G

after eight CoLLeCtion 143 G

1.349

1.698

kr pk

2.489krpk

kr pk

all gold mjóLkur eða dökkt 380 G

1.499

kr pk

Jólasokkur 285 G kr pk

698

twilight mint 150 G

449 cadburry roses 800 G

1.989

kr pk

cadbury selection 173 G

249 krpk cadbury roses 200 G

kr pk

649

bassetts Lakkrískonfekt 800 G

1.349

kr pk

Opnunartímar

kr pk

cadbury heroes 200 G

649

kr pk

20. fim 21. fös 22. lau 23. sun 24. mán 25. þri 26. mið

10 - 22 10 - 22 10 - 22 10 - 23 10 - 13 Lokað Lokað

27. fim 28. fös 29. lau 30. sun 31. mán 1. þri

10 - 19 10 - 19 10 - 22 10 - 22 10 - 15 Lokað

Tilboðin gilda 20. - 23. des Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


8

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað II

n Grindavík:

Nýr tónlistarskóli og bókasafn 2014

B

Áramótablað Víkurfrétta

æjarstjórn Grindav í kur hefur ákveðið að sameina almennings- og skólabókasafn í nýju húsnæði sem fyrirhugað er að byggja við grunnskólann. Jafnframt verður nýtt húsnæði tónlistarskólans í sömu byggingu. Markmið sameiningarinnar er að hagræða í rekstri og bæta þjónustu bókasafns fyrir skóla og almenning. Bæjarstjórn hefur jafnframt ákveðið að flytja starfsemi Tónlistarskóla Grindavíkur í nýtt húsnæði sem fyrirhugað er að byggja við Grunnskóla Grindavíkur. Markmið þeirrar breytingar er að auka samstarf skólanna enn frekar, efla samfellu í námi nemenda í grunn- og tónlistarskóla og stuðla að aukinni grósku í menningarlífi Grindvíkinga.

Þegar þessu verkefni er lokið verður til rými í skólanum sem mun nýtast undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar. Þegar öll þessi starfsemi; grunnskóli, tónlistarskóli, bókasafn og félagsmiðstöð, er komin undir sama þak skapast miklir möguleikar í eflingu á menningartengdri starfsemi fyrir allar kynslóðir samfélagsins og húsnæðið mun verða suðupottur lærdóms, tómstunda og menningar öllum til heilla. Heildarkostnaður framkvæmda er áætlaður um 350 milljónir króna. Áætlað er að verkið verði boðið út á fyrri hluta árs 2013. Framkvæmdir muni hefjast í júní 2013 og verkinu verði lokið fyrri hluta árs 2014.

kemur út fimmtudaginn 27. desember. Skilafrestur auglýsinga er á morgun, föstudag. Auglýsingasíminn er 421 0001 eða fusi@vf.is

Óskum starfsmönnum okkar og Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári


9

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

Jólablað II

Nú færð þú allt vöruúrval Sjónvarpsmiðstöðvarinnar hjá Omnis í Reykjanesbæ

Verð

Verð

99.900

Verð

159.900

199.900

Finlux 40” LCD

Panasonic 42” IPS LED

Toshiba 47” LED

Glæsilegt 40” Full HD LCD sjónvarp frá Finlux. 1920x1080 punkta upplausn, innbyggður stafrænn móttakari, 50.000:1 skerpuhlutföll. 2x HDMI tengi, 2x scart tengi. Borðstandur fylgir með.

Örþunnur IPS LED Full HD hágæða sjónvarp frá Panasonic. 150Hz backlight scanning, V-Audio Surround, Vreal Live örgjörvi. Innbyggður media spilari sem spilar af SD korti eða í gegnum USB tengi.

47” Full HD, 3D LED sjónvarp með LED Edge baklýsingu. 7.000.000:1 skerpuhlutfall. Intelligent 3D. 400 Active Motion Rate Processing. 24P mode. Innbyggður stafrænn DVB-T móttakari. 4x HDMI tengi.

Skoðaðu vöruúrvalið á vefnum www.sm.is og láttu Omnis að þjónusta þig í heimabyggð. REYKJAVÍK Ármúla 11

REYKJANESBÆR Tjarnargötu 7

AKRANES Dalbraut 1

BORGARNES Borgarbraut 61

444-9900 www.omnis.is


10

Gleðilega hátíð

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað II

Samkaup gaf 500.000 kr. í Velferðarsjóð Suðurnesja

Sími 420 2500 I skolamatur@skolamatur.is

Auglýsingasíminn er 421 0001

S

amkaup hf., sem meðal annars eiga og reka Nettó, Kaskó og Samkaup Strax á Suðurnesjum, hafa á síðustu dögum gefið miklar fjárhæðir í ýmis góð samfélagsmál. Eitt af stóru samfélagsverkefnunum á Suðurnesjum er Velferðarsjóður Suðurnesja. Verkefni hans er að styðja við bakið á fjölskyldum sem eiga erfitt nú fyrir jólin. Samkaup gaf 500.000 krónur í Velferðarsjóðinn í vikunni og var gjöfin afhent í Nettó í Reykjanesbæ. Á myndinni eru frá vinstri Ómar Jónsson, svæðisstjóri hjá Samkaupum, Bjarki Þór Árnason verslunarstjóri Nettó í Reykjanesbæ, Hjördís Kristinsdóttir, fulltrúi Velferðarsjóðs Suðurnesja og Erla Valgeirsdóttir aðstoðarverslunarstjóri í Nettó Reykjanesbæ. VF-mynd: Hilmar Bragi

Skyrgámur og félagar

hans mæta á Hafnargötuna

Það hefur verið ómissandi þáttur í jólaundirbúningi Betri bæjar í Reykjanesbæ að fá Skyrgám í heimsókn á Þorláksmessu niður í bæ. Hann og bræður hans munu gefa börnunum nammipoka og með jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar halda uppi fjöri og jólastemmningu rétt áður en jólin ganga í garð. Opið í verslunum 20., 21., og 22. desember til kl. 22:00, Þorláksmessu til kl. 23:00 og á aðfangadag kl. 9:00 - 12:00.

Gleðileg jól í Betri bæ

Stærstu styrktaraðilar jóladaga eru:


11

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

Jólablað II

GEFÐU FRÍ UM JÓLIN

JÓLAPAKKAR ICELANDAIR ÞAR SEM ALLT ER INNIFALIÐ* Evrópa frá 31.900 kr. USA frá 54.900 kr. eða 27.900 Vildarpunktar og 12.000 kr.

eða 47.900 Vildarpunktar og 22.000 kr.

*Innifalið: Flug, flugvallarskattar, sætisbókun án endurgjalds og ein taska, allt að 23 kg.

*Innifalið: Flug, flugvallarskattar, sætisbókun án endurgjalds og tvær töskur, allt að 23 kg hvor.

Jólapakkatilboðið á þessu verði gildir til London Heathrow, London Gatwick, Manchester, Glasgow, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Oslóar, Amsterdam, Frankfurt, Munchen, París og Helsinki í Evrópu og til New York, Boston, Denver, Seattle og Toronto í Norður-Ameríku. Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 15. apríl 2013 (síðasti ferðadagur). Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign upp í fargjöld Icelandair.

+ Kauptu jólapakka á www.icelandair.is * Innifalið: Flug fram og til baka, skattar og önnur gjöld. Sölutímabil er frá 23. nóv. til 24. des. 2012 kl. 18.00. Bókunartímabil jólafargjalda er frá 20. des. 2012 til og með 11. jan. 2013. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags nema á Saga Class. Takmarkað sætaframboð. Sjá nánar á icelandair.is. Þessar ferðir gefa 3.000 -16.200 Vildarpunkta. Jólafargjöld eru ekki endilega í boði í hverju flugi og sætaframboð er takmarkað.


12

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað II

n Jólaverslun í Reykjanesbæ

Frábær og persónuleg þjónusta S

Úr jólaglugga Bústoðar við Tjarnargötu.

- segja gestir sem heimsækja jólabæinn Reykjanesbæ fyrir hátíðirnar

vo virðist sem fólk sæki til Reykjanesbæjar í auknum mæli og geri jólainnkaupin. Hótel Keflavík hefur undanfarin 11 ár boðið upp á ókeypis gistingu á hótelinu gegn framvísun kvittunar upp á a.m.k. 16.800 kr. í einhverri af verslunum bæjarins. Það er að skila sér í auknum heimsóknum en Víkurfréttir heyrðu í ánægðum viðskiptavinum sem nutu jólastemningarinnar í bænum ásamt því að klára að versla. Einnig könnuðum við hvernig jólaverslun hefði gengið þetta árið en nú eru aðeins fjórir dagar til jóla. Hjónin Rúna Bjarnadóttir og Gísli Norð-

dahl hafa undanfarin ár sótt Reykjanesbæ heim til þess að versla fyrir jólin en þau eru búsett í Kópavogi. Hjónin gista þá alltaf á Hótel Keflavík og nýta sér tilboð á gistingu. Það tilboð hófst fyrir 11 árum og þau hafa því nýtt sér það allt frá upphafi að einu ári undanskildu. Hjónakornin tóku alltaf dætur sínar tvær með þegar þær voru ungar og þrátt fyrir að þær séu nú orðnar fullorðnar þá koma þær enn með, enda þekkja þær lítið annað en þessa jólahefð sem skapast hefur hjá fjölskyldunni. Rúna sagði í samtali við Víkurfréttir að hér sé þægilegt að versla og komast burt frá ösinni á höfuðborgarsvæð-

inu. Segir hún að fjölskyldan sæki í sömu verslanir og veitingastaði en þau fara t.d. alltaf á Langbest að borða. Hefur þessi hefð orðið til þess að þau sæki hingað í meira mæli og ekki einungis um jólin. Sérstaklega vildi Rúna koma því áleiðis hve veglegur og góður morgunverðurinn á Hótel Keflavík væri og líkti hún hlaðborðinu við sverustu fermingarveislu. Hún segir að hún reyni nú að benda fólki á höfuðborgarsvæðinu á að hér megi gjarnan gera góð jólainnkaup og mælir hún hiklaust með því við alla. Ragna Ívarsdóttir hótelstjóri á Hótel Glym í Hvalfirði nýtti sér tilboð Hótel Keflavíkur

og ákvað að klára jólaverslunina í leiðinni. Hún var hæstánægð með allar verslanir sem hún heimsótti í Reykjanesbæ og sagði að þjónustan hafi verið frábær og persónuleg í senn. „Það var frábært að versla í rólegheitunum og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að finna bílastæði og standa í stressinu sem oft vill verða á höfuðborgarsvæðinu í kringum jólin,“ sagði Ragna í samtali við Víkurfréttir. Hún segir að framtakið sé til fyrirmyndar og gjarnan mætti láta vita betur af þessu því margir myndu eflaust nýta sér þessa þjónustu.

Svipuð jólaverslun R

úna í Gallerí Keflavík við Hafnargötu segir að það sé að skila sér fólk inn til hennar sem komi af höfuðborgarsvæðinu og geri sér glaðan dag á Suðurnesjum. Hún segist hafa orðið vör við það að hingað hafi komið fólk sem var hér í óvissuferð og tekið jólainnkaupin í leiðinni og gist síðan á Hótel Keflavík. Það framtak er því að skila sér að hennar mati. Hún telur að hér fái fólk betri þjónustu og verðið sé oft á tíðum betra. Hún er annars sátt við jólaverslunina í ár og telur að margir séu á síðustu stundu með innkaupin eins og oft vill verða. „Það er gott hljóð í okkur. Þunginn í matvöru fór aðeins seinna af stað en það hefur líka áhrif hvernig jólin liggja, þ.e. hvaða dag í vikunni aðfangadag ber upp á. Það hefur verið aukning hjá okkur í haust þannig að við erum mjög sátt með gang mála,“ sagði Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa hf. um jólaverslunina á Suðurnesjum en fyrirtækið rekur einnig marga tugi verslana um allt land. Björn Pálsson hjá raftækjaversluninni Omnis segir að töluvert sé um það að brottfluttir Suðurnesjamenn og

þá sérstaklega þeir sem búa í Noregi séu að versla hjá Omnis. „Það er ekki verra að vera á norskum launum og versla á Íslandi“ segir Björn léttur í bragði en hann segir að jólaverslunin sé svipuð og í fyrra. Oft vilji það verða þannig að fólk sé fram á síðustu stundu að ákveða hvað og hvar skuli verslað. Hann segir spjaldtölvur vera sérstaklega vinsælar líkt og í fyrra en þær kosta frá tæplega 20 þúsund krónum. Verslunin er með mikið úrval af raftækjum og öllu mögulegu sem því tengist sem oftar en ekki eru vinsælar jólagjafir. „Það er fremur rólegt núna en þetta er að glæðast,“ segir Sigurður Björgvinsson kaupmaður í K-sport við Hafnargötu. Hann segist vera var við fólk sem komi sem gestir hingað og versli og eins eru þeir sem nýlega eru fluttir í sveitarfélagið duglegir að versla við hann og hrósa búðinni í hástert. „Það yljar manni um hjartarætur að fólk sé jákvætt í okkar garð.“ Sigurður vildi einnig koma því sérstaklega á framfæri að ekki stæði til að loka K-sport en hann segir að sögur þess efnis eigi við engin rök að styðjast. Jólaskreytingar í verslun Cabo við Hafnargötu.

Skreytingar í glugga Hárfaktorý við Hafnargötu.

Jólaþorpið í Kjarna vekur lukku

J

ólaþorpið í Kjarna við Icelandair Hotel í Keflavík hefur sannarlega vakið mikla lukku og hafa bæði Suðurnesjamenn og fólk hvaðanæva að heimsótt þennan skemmtilega stað þar sem jólaandinn ræður ríkjum. Í desember hafa ýmsar uppákomur verið í Kjarna og ber þar að nefna að Sirrý útvarpskona sendi þátt sinn út frá þorpinu og í kjölfarið lögðu fjölmargir leið sína til Reykjanesbæjar. Bergþóra Sigurjónsdóttir hótelstjóri Icelandair Hotel í Keflavík sagði að sífellt fleira handverksfólk og hönnuðir skjóti

upp kollinum á svæðinu og þeir eru margir hverjir að selja varning sinn á göngugötunni í Kjarna. Þar má eflaust finna jólagjöfina í ár. Leikskólabörnin hafa verið dugleg að heimsækja þorpið og er þá gjarnan boðið upp á kakó. Framundan eru ýmsir atburðir sem vert er að skoða en m.a. ætlar Einsi Júll að koma við og syngja en opið er frá 17:00-21:00 alla virka daga og lengur á Þorláksmessu. Telur Bergþóra jafnframt að jólaþorpið sé komið til að vera og muni eflaust vaxa á komandi árum.


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

Jólablað II

Tilboðin gilda 20. - 23. desember

víðiDalsá oG fitjá

DvD mynD veiðivaktin

5.243kr

2.398kr

Jólagjöf veiðimannsins Bjarni Kristjánsson

S Glet tni veiðiGyðjunnar

Glettni vei ð i Gy ð j unna r – ekki nema það þó!

– ekki nema það þó!

Gl e tt ni v e i ðiG y ð junna r – e k ki n e ma þ a ð þ ó!

vötn & veiði

2.843kr

Hér er hvorki fjallað um mannraunir né magnveiði, en sá sem hefur áhuga á furðulegum tilviljunum tengdum veiðiskap með stöng og byssu, finnur víða í bókinni eitthvað við sitt hæfi.

r u k æ b

Glettni veiðiGyðjunnar

4.418 kr

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri


14

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað II

Réttindakennurum fjölgar í grunnskólum

G

LA JÖ FI N R

ÍÁ

G

runnskólakennurum með réttindi hefur fjölgað mjög í grunnskólum Reykjanesbæjar undanfarin ár. Frá hausti 2011 eru 93% kennaranna með full réttindi til kennslu. Þeir leiðbeinendur sem starfa við skólana eru flestir með einhverja háskólamenntun. Hafa ber í huga að þeir sem nýlega hafa lokið þriggja ára kennaranámi

(B.Ed. gráðu), en eiga eftir að ljúka tilskildu mastersnámi, teljast nú til leiðbeinenda í starfi og á það við um nokkra þeirra leiðbeinenda sem nú starfa við skólana. Gera má ráð fyrir því að þetta sé einn þátturinn í því að margir skólanna sýna betri árangur á niðurstöðum samræmdra könnunarprófa en áður.

Endurnýja Bryggjuhús Duushúsa

F

ramkvæmdir við endurnýjun Bryggjuhúss Duushúsanna eru nú í fullum gangi en síðustu árin hefur alltaf verið unnið eitthvað á hverju ári við Duushúsin, annaðhvort úti eða inni. Frá þessu er greint á heimasíðu Reykjanesbæjar. Nú er unnið að því að ljúka neðstu hæð Bryggjuhússins að innan með það í huga að hægt verði að opna þar Listasafn Erlings Jónssonar í lok sumars.

Unnið er eftir teikningum Arinbjörns Þorvarðarsonar og lagt upp með það að hafa allt sem upprunalegast en þó þannig að nýtist í nútíma samfélagi. Hjalti Guðmundsson ehf fékk núverandi verkhluta eftir útboð. Reykjanesbær leggur sjálfur til mest allt fjármagnið sem til þarf en verkefnið hefur þó hlotið styrki bæði frá Húsafriðunarsjóði ríkisins og Menningarsjóði Suðurnesja.

Gefðu gleðigjöf! Umsagnir fólks um Mei mí beibísitt? „Bókin er hlaðin skemmtilegum sögum af uppátækjum barna. Þannig eru margar sögur Mörtu í bókinni einmitt afar íslenskar, lýsa lífinu í litlum bæ með verslunarháttum smákaupmanna og samfélagi í íslenskum sjávarútvegi á árum áður. Framsetningin er þannig að við eignumst skemmtilegar sögur um merkilega fortíð, sem skapar Suðurnesjum skemmtilega sérstöðu.“ - Bryndís og Árni. „Mér finnst bókin rosalega sniðug og svo gaman hvað hún rifjar upp fyrir manni. Af því ég er nú gamall skáti þá finnst mér sérstaklega gaman að minnast þess í bókinni hve skemmtilegt var alltaf á Sumardaginn fyrsta á skátaskemmtun í Félagsbíó.“ - Eydís B. Eyjólfsdóttir. „Þessi bók tekur mig aftur í fortíðina, svo margt sem ég kannast við sjálf að hafa gert. Ég er alveg að fíla bókina. Þetta er alveg geggjað!“ - Heba Ingvarsdóttir. „Mér finnst bókin rifja upp skemmtilegar minningar. Gaman að hoppa aftur í tímann og skoða aðstæður og lýsingar á umhverfinu eins og var þá og lífshlaup foreldranna okkar.“ - Skúli Þ. Skúlason. „Mér fannst mjög gaman að lesa hana. Ég byrjaði á bókinni og kláraði að lesa hana á einum sólarhring. Skemmtilegt að rifja upp lífið í gamla daga.“ - Sólveig Á. Guðmundsdóttir.

Marta áritar bókina sína í Nettó Reykjanesbæ föstudaginn 21. desember frá kl. 16:00 - 18:00

Bók fyrir alla fjölskylduna


VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

15

Jólablað II

Bestu óskir um gleðilega hátíð, þökkum fyrir viðskiptin á árinu. Megi komandi ár verða þér og þínum gæfu og heillaríkt.


16

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað II Aukið umferðareftirlit lögreglunnar

Flugeldasala Keflavíkur verður í gamla íþróttavallarhúsinu við Hringbraut.

na

Hamingjuhornið

Kauptu þína jólagjöf sjálf!

L

ögreglan á Suðurnesjum heldur nú úti sérstöku umferðareftirliti, sem beinist meðal annars gegn ölvunar-, lyfja- og fíkniefnaakstri. Einnig er fylgst með því að búnaður bifreiða sé í lagi, svo sem ljósabúnaður, sem nauðsynlegt er að hyggja sérstaklega að í skammdeginu. Lögreglan vill hvetja ökumenn og aðra vegfarendur til að sýna varkárni og tillitssemi í hvívetna. Akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna getur haft skelfilegar afleiðingar eins og dæmin hafa sannað.

An

Heyrðu elskan, ég var að spá í hvort við gætum farið saman í Kringluna á fimmtudagskvöldið. Opið til kl. 22.00 sem þýðir að við ættum að geta klárað að kaup allar jólagjafirnar. Hann leit upp úr íþróttasíðunum og horfði svona beint í augu mér (eins og ég hefði gert eitthvað): ég var búinn að segja þér að við strákarnir í vinnunni erum að fara með vinnufélaga okkar á tónleika með Bjarna Ara þetta kvöld. Afmælisgjöf til hans frá okkur. Hann dýrkar Elvis og Bjarna og tónleikarnir eru Elvis gospel. Erum meira að segja búnir að fá leyfi til að fara með hann baksviðs eftir á og þar fær hann áritaðan disk. Gunni er nýhættur með kærustunni svo hann hefur gott af því að lyfta sér aðeins upp. Já ok, ég hélt að þið hefðuð gefið honum gjöf um daginn, áritaðan Manchester United bol sem þú ANNA LÓA pantaðir sérstaklega og fótboltaÓLAFSDÓTTIR kvöld á sportbarnum þar sem SKRIFAR fram fór greinilega lengsti fótboltaleikur sögunnar! Hann leit á mig eins og hann tryði ekki því sem hann var að heyra: þá átti Siggi afmæli og það var EKKI Manchester United!!! Hvað ætlarðu að vera lengi að læra þetta – það er Manchester City, CITY og að rugla þessum liðum saman er eins og að rugla saman Duran Duran og Wham. Finnst stundum eins og þú sért ekki að hlusta á mig þegar ég er að tala um það

Að rugla þessum liðum saman er eins og að rugla sama Duran Duran og Wham. sem skiptir MIG máli!! Og já við vorum lengi enda ekki hægt að lýsa fyrir þér þeim tilfinningum sem fylgja þessu. Veistu hvað þetta er búið að vera erfitt fyrir okkur CITY áhangendur síðustu ár – svo gengur loksins vel hjá okkur núna og er þá til of mikils mælst að fá SMÁ stuðning hérna heima fyrir!! Ég áttaði mig á því á þessu augnabliki að ég mundi aldrei skilja þetta en sagði það ekki við hann, en hann var ekki hættur. Þetta snýst svolítið um að kynnast fólki og þú sem ert alltaf í þínum mannlífspælingum ættir nú að leggja meira á þig við svona hluti, ha! Það er mjög óþægilegt þegar við erum að hitta vinnufélagana fyrir utan vinnu og þú ruglar öllum saman. Mjög pínlegt í vorpartýinu þegar þú ræddir endalaust um konuna hans Wayne Rooney við golfarann og kærustuna hans McIlroy við fótboltanördinn. Ég mundi aldrei klikka á svona. Sjáðu til, ég legg mig fram um að komast að áhugamálum fólks. Fótbolti, golf, tónlist.....þetta skiptir máli og gerir vinnuna skemmtilegri. Í vinavik-

unni kaupir maður gjafir sem henta viðkomandi , óvissuferðirnar eru úthugsaðar og fólkið áttar sig á að maður er búinn að hafa svolítið fyrir hlutunum. Já elskan mín, það er engin tilviljun að þinn heittelskaði er búinn að fara fyrir starfsmannafélaginu í 3 ár í röð. Með því að leggja þig svona fram ertu að senda fólkinu skýr skilaboð – „þú“ skiptir máli. Karlinn er með‘etta! Ég brosti til hans; flott hjá þér, æ bara smá stress hjá mér, korter í jól og eftir að kaupa allar gjafirnar. En ég fer bara ein í Kringluna og redda þessu sem er eftir. Ekki eins og ég sé óvön því (passaði alveg upp á að halda pirringnum í lágmarki). Hann stóð upp tók um mig og sagði; þú rúllar þessu upp eins og alltaf. Kauptu svo eitthvað fallegt handa sjálfri þér í jólagjöf frá mér til þín!! Ég leit á hann; bíddu á ég að kaupa jólagjöfina mína sjálf.......aftur!! En varstu ekki einmitt að segja......... Hann horfði á mig með svip sem hann setur upp þegar hann vill segja „ég er bæði særður og hissa“: bíddu hvað er að því, þú veist alveg hvernig þetta er, ég veit aldrei hvað ég á að gefa þér og svo hélt ég að það væri hugurinn á bak við gjöfina sem skipti öllu máli. Stundum átta ég mig bara alls ekki á þér kona!! Þangað til næst – gangi þér vel! Anna Lóa Fylgstu með mér – http://www. facebook.com/Hamingjuhornid

Nánar auglýst í næsta blaði

Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um

gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!

GRÓFIN 14B - 230 REYKJANESBÆR SÍMI: 421 4566 - tv @ i4tec.com

Bílaþjónusta

Ló a

Simi: 421 2598


17

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

Jólablað II

FRIÐSÆL JÓL Við óskum þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með kærri kveðju og þökk

ÍSLENSKA SIA.IS SEC 62266 12.2012

fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.


18

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

All ta f!

Jólablað II

Þessar föngulegu fléttur verða líklega að hárkollum í þágu Krabbameinsfélagsins.

Vinir þeirra Helgu Sóleyjar og Birtu Dísar fylgdust spennt með.

Þ Bjarnveig Björnsdóttir, hárskeri, sá um að klippa þær stúlkur.

Hárið fékk að fjúka fyrir UNICEF

ær Birta Dís Jónsdóttir og Helga Sóley Halldórsdóttir, nemendur í 10. bekk Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ, stóðu við stóru orðin og létu hárið fjúka til styrktar UNICEF. Eins og við greindum frá í síðustu viku þá söfnuðu þær stúlkur áheitum til styrktar UNICEF og áformuðu í staðinn að láta snoða sig. Eftir að hafa safnað yfir 100 þúsund

krónum var kominn tími til að láta hárið fjúka og það gerðu þær stúlkur síðastliðið þriðjudagkvöld. Birta Dís var fyrri til og svo fylgdi Helga Sóley í kjölfarið. Það voru blendnar tilfinningar hjá þeim stúlkum eftir að slökkt var rakvélinni. „Ég lít út eins og bróðir minn,“ sagði Helga Sóley eftir að hárið var farið. „Strákarnir eiga örugglega ekki eftir að taka vel í þetta,“ segir Birta Dís og hlær. „Það gerir

þetta mikið léttara að við vorum að gera þetta fyrir gott málefni.“ Söfnunin verður ennþá í gangi fram á föstudagkvöld og má heita á þær stúlkur með því að leggja inn frjáls framlög á bankareikning sem þær Birta og Helga hafa stofnað. R.nr.: 0142-05-071036, kt.: 230197-2969.

Næsti úrdráttur á aðfangadag iðum

lalukkum Munið að skila Jó vinning í kassa eð sem eru ekki m ó í Nettó eða Kask Gl eð ile Gl ga eð há ile títí Gl ga ð!ð! eð há ile Gl ga eð ile títí gahá ð!ð! há

Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum

JÓLALUKKAN VAR MEÐ HELGA Í ÖÐRUM ÚRDRÆTTI

Vinningshafar:

Helgi Þór Hafsteinsson, Urðarbraut 10 Garði, Icelandair ferðavinningur til Evrópu Ástríður Sigmundsdóttir, Pósthússtræti 1 Keflavík, kr. 15.000,- gjafabréf í Nettó Hildur Kristjánsdóttir, Hafnargata 23 Keflavík, kr. 15.000,- gjafabréf í Nettó

ÞAÐ ER GOTT AÐ VERSLA HEIMA!

12 20 20 12 20 12 2012

urnesjum sjum og verslana á Suð Suðurne urnesjum kur Víkurfrétta tta og verslana áááSuð alei fmið Ska aleikur Víkurfré rfrétta og verslana lana Suðurnesjum fmið Ska fmiðaleikur Víku Víkurfrétta og vers Ska Skafmiðaleikur

X VEISTTSTRA OG ÞÚ STRAXX SKAFÐU ÞÚ VEIS OGHEFU ÐUÞÚ STRA X UNN T IÐ! SKAF VEIS ÞÚ R OGHEFU RT ÐUÞÚ STRA UNN HVO T IÐ! SKAF VEIS ÞÚ R OGHEFU RT ÐUÞÚ HVO R UNNIÐ! SKAF HVORT R UNNIÐ! HVORT ÞÚ HEFU

12 Evrópuferðir með Icelandair 8 gjafabréf að upphæð 15.000 kr. í Nettó eða Kaskó og stærsti vinningurinn er

100.000 kr. gjafabréf í Nettó Njarðvík

5200 vinningar!

3 Evrópuferðir og 100 þús. kr. gjafabréf frá Nettó ásamt fleiri

veglegum vinningum í úrdráttum! Munið að skila miðum með engum vinningi í Kaskó/Nettó til að eiga möguleika á flottum vinningum í úrdrætti 23. desember.


VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

19

Jólablað II

SLAKAÐU Á HEIMA SETTU BLÁA LÓNIÐ UNDIR JÓLATRÉÐ FIMM MISMUNANDI JÓLAPAKKAR EÐA GJAFAKORT Í ÖSKJU Hafðu ekki áhyggjur af jólaösinni, keyptu jólagjöfina á bluelagoon.is og fáðu vörurnar upp að dyrum þér að kostnaðarlausu.

ÍSLENSKA SIA.IS BLA 61782 11/12

Gjafapakkarnir, sem kosta frá 4.500 krónum, og gjafakortin fást einnig í verslun Blue Lagoon, Laugavegi 15, hjá Hreyfingu í Glæsibæ, í verslun okkar í Bláa Lóninu og í Leifsstöð.


20

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað II FS-INGUR VIKUNNAR ÍRIS ÓSK HILMARSDÓTTIR SUNDKONA ÚR KEFLAVÍK

FS fullkominn eins og hann er

E

yþór Eyjólfsson er tvítugur Reykjanesbæingur sem stundar nám á listnámsbraut en hyggur á frama í myndlist. Eyþór segir sjálfur að hann sé best klæddur FS-inga og hann hlustar á Willow Smith í laumi. Eyþór er FS-ingur vikunnar.

ris Ósk Hilmarsdóttir sundkona úr ÍRB er nýbakaður Norðurlandameistari í 200 metra baksundi og tjáði hún blaðamanni Víkurfrétta að sú tilfinning væri einstaklega góð, en Norðurlandamótið fór fram í Vaasa í Finnlandi á dögunum. Þessa sigurtilfinningu þekkir Íris ágætlega en hún varð einnig Norðurlandameistari síðastliðið sumar í Danmörku í sömu grein en núna bætti hún tíma sinn töluvert og sló eigið Íslandsmet telpna. Íris er 14 ára og hefur verið í lauginni síðan hún var þriggja ára gömul. Eins og margir þekkja þá eru jafnan miklar og stífar æfingar sem fylgja sundiðkun og stundum þarf að færa töluverðar fórnir. Íris þurfti m.a. að fresta fjórum jólaprófum en kennarar og stjórnendur skólanna í Reykjanesbæ sýna keppendum mikinn skilning. Íris var aðeins ein níu keppenda frá ÍRB á mótinu en félagið átti langflesta fulltrúa í landsliðinu.

Af hverju valdir þú FS?

Af því að skólinn var í göngufæri frá heimili mínu. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?

Mjög gott ef maður tekur þátt. Áhugamál?

Tónlistin og myndlistin. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?

Stefni á listaháskólann og svo þarf ég að sjá hvert það fer með mig. Ertu að vinna með skóla?

Yes sir.

Hver er best klæddur í FS? Ég sjálfur auðvitað. Hvað er skemmtilegast við skólann?

Að vita að maður sé að fara að útskrifast bráðum. Hvar hangirðu í eyðum og frímínútum?

Oftast hangi ég aleinn niðri í matsal.

Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tómstundum?

Engar íþróttir því miður en er í tónlistarskóla. Hvað borðar þú í morgunmat?

Samlokur eða Cheerios.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur?

Sölvi Elísabetarson.

Hvað fær þig til að hlæja?

Ég sjálfur auðvitað.

Hvað er heitasta parið í skólanum?

Græna Converse skó-parið hans Inga Þórs Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?

Ekki neinu, hann er fullkominn eins og hann er. Eftirlætis: EFTIRLÆTIS... Sjónvarpsþættir:

American Horror Story og South Park Vefsíður:

Facebook og Google Flík:

Það er 66°Norður úlpan mín, keeps me warm on cold winternights. Skyndibiti:

OlsenOlsen

Umsjón: Páll orri pálsson • pop@vf.is

Kartafla í skóinn frá Stúfi Á

rni Vigfús Karlsson er nemandi í 10. bekk og gengur í Heiðarskóla. Ein af uppáhalds jólamyndunum hans er Jólaósk Önnubellu og hann fílar öll íslensk jólalög ásamt Mistletoe með Justin Bieber.

Hvar verslarðu jólagjafirnar?

Fyrstu jólaminningarnar?

Fer alltaf í hangikjöt þ an n 2 5 . d e s . hj á ömmu minni og hef það notalegt.

Þegar ég var þriggja eða fjögurra ára þá fékk ég kar töf lu í skóinn frá uppáhalds jólasveininum mínum honum Stúfi og eftir það hef ég alltaf fengið einhvað gott frá honum. Jólahefðir hjá þér?

Við förum í möndlugraut kl. 12:00 og eftir það fer mömmu fjölskylda í kirkjugarðinn, svo fer maður í LANGT bað og eftir það borðar maður sig pakksaddan og svo eru gjafirnar opnaðar.

Gefurðu mikið af jólagjöfum?

Já og nei ekkert sérlega mikið. Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?

Ertu mikið jólabarn?

jólabarn ég er.

Já einum of mikið það er eiginlega bara vandræði hversu mikið

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?

Það myndi vera snjóbretti frá mömmu minni og pabba. Hvað kemur þér í jólaskap?

Ekki er vika án Víkurfrétta! - sem koma næst út fimmtudaginn 27. desember

Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðirnar?

Það er súpa, hamborgarhryggur og tobleron ísinn hennar mömmu, mmm...

( þriðja í jólum)

Jólabíómyndin?

Bara eitthvað í góðu chilli með fjölskyldu og vinum.

Fag:

Ein af mínum uppáhálds myndi vera Jólaósk Önnubellu, hún klikkar seint.

Tónlistin:

Allt sem er íslenskt og Mistletoe með Justin Bieber.

Jólatónlistin?

Ég bara get ekki valið eftirlætis, en Queen eru alveg góðir Hvað tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)?

I Whip My Hair Back and Forth með Willow Smith

Hér og þar, aðallega þar.

Það er að heyra jólalög og finna jólalykt, það klikkar ekki.

Nei ég myndi ekki segja það ég legg oftast bara á borðið.

Myndlist

Íris var ekki ein ÍRB liða sem nældi sér í verðlaun á mótinu en Ólöf Edda Eðvarðsdóttir vann til bronsverðlauna í 400 metra fjórsundi annað árið í röð. Áður æfði Íris einnig fótbolta og síðan þurfti hún að velja á milli íþróttagreina. Hún segir að áhuginn á sundinu hafi verið ívið meiri þar sem hún var nokkuð góð þar og verðlaunin voru byrjuð að hrannast inn. Núna hefur hún ekki tölu á verðlaunapeningunum sem hún á og bikararnir eru ófáir og fylla hillurnar í herberginu hennar. Í framtíðinni er draumurinn að komast á Ólympíuleika og þá sérstaklega á þá næstu sem haldnir verða í Ríó árið 2016. Það er stefnan hjá nokkrum félögum hennar í ÍRB en Íris segir mikinn metnað vera hjá félaginu og stefnan ávallt sett á toppinn. Nú er hins vegar langþráð jólafrí framundan, en fyrst verður jú að klára prófin.

n Árni VIGfÚS KARLSSON // UNG

Kennari:

Þorvaldur íslenskukennari

Tvöfaldur Norðurlandameistari Í

ALLT

G

45 K

Hvað er í matinn á aðfangadag?

Hvernig ætlar þú að eyða jólafríinu?

Eftirminnilegasta gjöfin?

Það er DVD ferðaspilari sem ég fékk frá mömmu og pabba, ég nota hann alltaf þegar ég fer eitthvert út á land með fjölskyldunni.

750

KR.

OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA

| www.flytjandi.is | sími 421 7788 |


21

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

Jólablað II

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári


22

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað II

Sögufrægt hús jafnað við jörðu

H

ið sögufræga hús „Stóra milljón“ við Hrannargötu í Keflavík mun brátt hverfa sjónum bæjarbúa en þessa stundina er verið að jafna húsið við jörðu. Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta þá

var síðasti eigandi hússins Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga. Lengst af var Hraðfrystihús Keflavíkur hf. starfrækt í húsinu sem var lengi vel með afar farsælan rekstur og stór hluti af bæjarlífinu.

Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér er lítið eftir af þessu stóra húsi og fer hver að verða síðastur að bera það augum en Viðar Ellertsson verktaki sér um verkið. VF-mynd: Eyþór Sæmundsson

FS fær aukna fjárveitingu - Staða skólans tryggð

Gleðilega jólahátíð!

S

taða Fjölbr autaskól a Suðurnesja hefur verið tryggð eftir að menntamálaráðherra samþykkti í fyrradag að veita skólanum fjárveitingu sem er sambærileg því sem að aðrir framhaldsskólar landsins fá. Fyrir lá að skólinn gæti ekki haldið rekstri í sama horfi

miðað við fjárveitingu úr fjarlögum án þess að fækka nemendum um 200 og einnig starfsfólki um 12-14. Kristján Ásmundsson, skólameistari FS, sagði í samtali við Víkurfréttir í október að skólinn þyrfti að fá um 70 milljóna aukafjárveitingu til að geta rekið skólann líkt og undanfarin ár.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, vakti athygli á þessum málalokum í ræðu á Alþingi í gærmorgun. Ragnheiður hrósaði Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, fyrir að hafa tryggt stöðu FS. „Ég vil þakka hæstvirtum

ráðherra sérstaklega fyrir að höggva á hnút í þessu máli og vona svo sannarlega að þetta verði til að efla skólastarfið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og tryggja þeim nemendum sem þarna um ræðir farsælan skólaferil á komandi mánuðum,“ sagði Ragnheiður.

SKATA Í STAPA 21. DESEMBER

ásamt öðrum frábærum réttum kr. 3.700,-

Skrifstofustarf

Lionsklúbbur Keflavíkur og Örn Garðars hafa tekið sig saman að sjá um skötuhlaðborð. Hluti af matarverði gengur til góðgerðarmála. Húsið opnar kl. 11:30 – 14:30, borðapantanir í síma 421-7646, 692-0200 eða á www.soho.is

Airport Associates leitar eftir starfsmanni í fullt starf á skrifstofu fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Við leitum af jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur opinn hug til að takast á við fjölbreytt verkefni. Starfssvið:

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Bókhaldsstörf

• Háskólamenntun kostur

• Innkaup

• Góð enskukunnátta, bæði rituð og töluð, skilyrði

• Uppgjörsvinna

• Bókhaldsþekking

• Önur tilfallandi skrifstofustörf

• Haldgóð almenn tölvukunnátta s.s. Excel, Word og Powerpoint • Sjálfstæð, skipulögð og vönduð vinnubrögð • Frumkvæði og metnaður í starfi

Áhugasamir sæki um starfið á heimasíðu fyrirtækisins, www.airportassociates.com. Nánari upplýsingar gefur Telma Dögg Guðlaugsdóttir, telma@airportassociates.com. Umsóknarfrestur er til 7. janúar 2013.

GJAFAKORTIN ERU FRÁBÆR JÓLAGJÖF GILDA Í VERSLANIR Í REYKJANESBÆ

Starfsemi Airport Associates tekur til allrar þjónustu við farþega og fraktflugvélar svo sem hleðslu flugvéla sem og annarar þjónustu á flughlaði, farþegainnritunar, hleðslueftirlits og alls þess er lítur að flugvélaafgreiðslu. Meðal viðskiptavina okkar eru: British Airways, Cargolux, Delta Airlines, UPS, Air Berlin, Germanwings, Bluebird Cargo, Fly Niki, First Choice Airways, WOW air, Primera Air, easyJet, Norwegian, Baseops Europe, Avcon, Transavia, Corendon, MNG Airlines, Volga Dnepr, Airbridge, ABX air og fleiri félög.


VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

23

Jólablað II

Gleðilega hátíð

Við óskum þér gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Starfsfólk Íslandsbanka í Reykjanesbæ

Við bjóðum góða þjónustu

islandsbanki.is | Sími 440 4000


24

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað IIII Jólablað n Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndari:

Á göngu yfi sumar mæt landslag þa vatnagosin inn endilang þessu var m inn á milli h kviksyndi, s jökulsvelgir auðvelt fyri leið í gegnu við að snúa Að lokum ko eftir sat min lega upplifu landslagi se heyra annar

Heillandi og hrikalegt Dulúð á Skeiðarárjökli.

a l k ö j a r k s n e l s í g a l lands

A

ð ganga á skriðjökul með myndavélina mína er með því skemmtilegasta sem ég geri. Það er eins og maður sé kominn í aðra veröld þar sem maður finnur kraftinn í þessari stórbrotnu náttúru og fyllist óttablandinni lotningu frammi fyrir djúpum sprungum og ógnvænlegum jökulsvelgjum í þessu kynngimagnaða, hrikalega og myndræna landslagi. Þessi ósnortna náttúra er full af hughrifum og náttúruupplifunum sem draga mann á jökul aftur og aftur. Með því að ganga á jökul er maður kominn í annan og heillandi heim með myndavélina og sannarlega með allt aðra sýn og sjónarhorn heldur en þær ljósmyndir sýna sem teknar eru frá þjóðveginum eða við jökulsporðinn. Þær eru orðnar þó nokkrar ljósmyndirnar sem ég hef tekið uppi á jöklunum og jafnvel innan í þeim því gaman er að kíkja inn í hella og jökulsvelgi og skoða innviði þeirra. Gæti vel hugsað mér að gera einhverntímann bók eða veglega ljósmyndasýningu með þessu viðfangsefni en hvort af því verður kemur bara í ljós. Slíkt verkefni gæti verið einskonar óður til jöklanna

sem verða horfnir eftir 150-200 ár ef spár vísindamanna ganga eftir. Hún er skrýtin sú tilhugsun að komandi kynslóðir eigi ekki eftir að sjá jökla nema á ljósmyndum ef svo fer sem horfir. Ég er gjarnan spurður að því hvort jöklaferðir af þessum toga séu ekki hættulegar. Að þvælast einn upp á jökul án þekkingar á aðstæðum, þjálfunar og rétts búnaðar er vitaskuld stórhættulegt. Dapurleg örlög sænsks ferðamanns á Sólheimajökli í nóvember 2011 er dæmi um það. Jöklagöngu ættu óvanir aldrei að fara í nema í fylgd sérþjálfaðra leiðsögumanna með reynslu og réttan útbúnað. Hér á landi eru sérhæfð ferðaþjónustufyrirtæki, t.d. Íslenskir fjallaleiðsögumenn, sem bjóða upp á skipulagðar jöklagöngur og leggja til þann búnað sem þarf. Hins vegar eru það mest erlendir ferðamenn sem sækja í þetta, ekki Íslendingar. Ég veit ekki almennilega hvað veldur því. Þar sem jöklarnir eru svo stór hluti af náttúru Íslands hefði maður haldið að Íslendingar fyndu hjá sér forvitni og þörf til komast í meira návígi við þá.

Gön

Gægst

Klifrað upp úr sprungu á Sólheimajökli.

Gengið eftir mjórri ísspöng með sprungur til beggja handa. Broddarnir gera sitt gagn.

Íshellar jöklanna eru heillandi og fagrir. Ísinn er kristaltær og sést langt inn í hann.


25

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

Jólablað IIII Jólablað Á göngu yfir Skeiðarárjökul í sumar mætti manni ótrúlegt landslag þar sem askan úr Grímsvatnagosinu hafði lagst yfir jökulinn endilangan á breiðu belti. Í þessu var mikil strýtumyndun og inn á milli hárra strýta leyndust kviksyndi, sprungur og hyldjúpir jökulsvelgir. Það var því ekki auðvelt fyrir gönguhópinn að finna leið í gegnum þetta og oft urðum við að snúa við og finna aðra leið. Að lokum komumst við í gegn og eftir sat minning um ógleymanlega upplifun í kynngimögnuðu landslagi sem leit út fyrir að tilheyra annarri plánetu.

Pínulítið fólk í stórbrotnu landslagi á Fjallsjökli.

Tilboðin gilda 20. - 23. desember

ómissandi á hvert heimili um jólin Lí

fle

g

og Geg h g or n ju st it ei m ð bó nn i Eg ðu k! ge ð rt ss frá on s

MARTA EIRÍKS

DÓTTIR

Mei mí beibísitt?

ög

n.

50%

afsláttur

Gönguhópur á ferð á Svínafellsjökli.

mEi mí bEibísitt

Æskuminningar

verð áður 4.599 kr

2.300

kr

úr bítlabænum Kefl

avík

a J G N SPRE

ð r E V a Bók Gægst ofan í jökulsvelg á Sólheimajökli.

Texti og myndir

Ellert Grétarsson - fleiri myndir á elg.is

bækur

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri


26

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað IIII Jólablað Keflvíkingurinn Axel Nikulásson hefur upplifað margt áhugavert í starfi sínu á síðustu tæpum tveimur áratugum. Hann hefur vegna starfa sinna búið í stórborgunum New York og Peking, en þessi dægrin er hann búsettur í London þar sem Eyþór Sæmundsson blaðamaður Víkurfrétta heimsótti hann. Axel starfar sem sendiráðunautur í sendiráði Íslands í London en í því starfi felst ótalmargt. Allt frá því að gegna stöðu staðgengils sendiherra að því að sinna viðhaldi, mála eða spartla veggi, sé þess þörf. Sendiráðið er sem stendur við Hans Street í fínu hverfi Lundúnarborgar þar sem andrúmsloftið er frekar afslappað miðað við mörg önnur sendiráð. Jafnvel heimilislegt mætti segja.

Fjölskyldan saman komin, Egill, Bjargey, Axel, Fríða og Guðný.

Keflavík - New York N

okkur aðdragandi var að því að Axel hóf störf í utanríkisráðuneyti Íslands á sínum tíma en hann hafði fengist við ýmislegt áður en hann fetaði þessa slóð. Axel fór til Pennsylvaníu í Bandaríkjunum ungur að aldri þar sem hann náði sér í gráðu í stjórnmálafræði ásamt því að spila körfubolta. Þar var Axel talsvert í félagslífinu og var m.a. talsmaður erlendra nemenda við skólann. Þá kviknaði áhugi hans á alþjóðamálum og hann sótti um í utanríkisráðuneyti Íslands í kjölfarið eftir að heim var komið. Það leið og beið og Axel heyrði ekki frá utanríkisráðuneytinu fyrr en átta árum síðar en þá var hann ráðinn til starfa. Þá hafði Axel m.a. verið að kenna sögu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en það kunni hann ákaflega vel við. Ásamt kennslustörfum sinnti Axel stöðu verslunarstjóra hjá Samkaup og fór þaðan til Körfuknatteikssambands Íslands til starfa. Axel var meira í

kringum körfuboltann, en hann var um tíma ritstjóri tímaritsins Karfan, og þjálfaði einnig nokkur unglingalandslið Íslands.

Körfuboltinn ennþá aðaláhugamálið Eins og gefur að skilja er Axel mikill áhugamaður um körfubolta enda var það stór partur af lífi hans áður fyrr og það er augljóst að íþróttin er honum afar kær. „Ég fylgist alltaf með gangi mála í körfunni heima. Ég vafra mikið um þessar vefsíður sem fjalla um boltann og það sem ég hef séð þá virðist karfan sífellt vera að batna. Leikmenn eru alltaf að verða betri.“ Axel gerði garðinn frægan með Keflvíkingum á árum áður og hann minnist þess þegar hann byrjaði. „Körfuboltinn var ekki talinn líklegur til afreka en þá var Keflavík fótbolta- og handboltabær.“ Axel var mikill harðjaxl og þótti harður af sér á velli. Hann lék með Keflvíkingum um stund eftir að hann sneri heim úr námi en svo lá leiðin í KR þar sem hann

Frá heimsókn til hirðingja í Mongólíu.

átti góðu gengi að fagna bæði sem leikmaður og síðar þjálfari. Hann lagði svo skóna á hilluna þegar hann var þrítugur, á meðan enn var gagn af honum eins og Axel orðar það. Frá árinu 1995 hefur Axel sinnt utanríkisstörfum. Fyrst um sinn í hefðbundnum skrifstofustörfum í Reykjavík en árið 1998 fór Axel til fastanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York. Þar dvaldi hann næstu fjögur árin. Hann var þar á eftir-

minnilegum tíma þegar árásin á tvíburaturnana var gerð. Í New York er svokallaður áætlanapóstur, stofnunarstarfsstöð þar sem starfsemi er öll samkvæmt áætlun og lítið óvænt sem kemur upp á í hinu daglega starfi. Næstu þrjú árin starfaði Axel á Íslandi á auðlinda- og umhverfisskrifstofu utanríkisráðuneytisins, þar fékkst hann m.a. við Norðurskautsmál, fiskveiðisamninga og umhverfismál.

Næst lá leiðin til Kína þar sem Axel dvaldi næstu fimm árin. Þess tíma minnist hann með hlýhug en á meðan á dvöl hans stóð þar fóru m.a. fram Ólympíuleikarnir í Peking árið 2008. Þegar fjölskyldan bjó í Kína nýttu þau tímann vel og ferðuðust mikið um Asíu. Víetnam, Kambódía, Hong Kong, Tæland, Singapore, Malasía, Japan, Mongólía og Norður-Kórea eru meðal landa sem heimsótt voru. „Það var mjög spes að koma til Norður-Kóreu,“ rifjar Axel upp en hann fór þangað ásamt sendiherra Íslands í Kína, Gunnari Snorra Smára Gunnarssyni. Ekki er auðvelt að komast inn í landið og því greip Axel tækifærið þegar það gafst og var heimsóknin mjög eftirminnileg að hans sögn.

Þungur róður Suðurnesjamanna Axel fylgist náið með málum heima í Reykjanesbæ. „Ég hef nú sopið hveljur stundum og þótt að mínum bæ sótt. Atvinnuástandið


27

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

Jólablað IIII Jólablað

Axel er fjölskyldumaður og er fjölskyldan ávallt með í för á flakkinu um heiminn. Saman eiga Axel og kona hans Guðný Reynisdóttir, sem einnig er Keflvíkingur, þrjú börn.

rk - Peking - London er eins og það er og fjármál bæjarins mjög erfið. Það er svo leiðinlegt allt þetta mál með Sparisjóðinn og það má segja að róðurinn fyrir Suðurnesjamenn sé þungur um þessar mundir. Keilissvæðið finnst mér áhugavert og ég fylgist grannt með gangi mála þar. Við þurfum ekkert að fara út í búð og kaupa okkur kaðal en við erum í holu, og þegar maður er í holu þá er útsýnið ekki alltaf gott. Þó ástandið sé e.t.v. erfitt er engin bót að örvænta eða sökkva sér í vonleysi.“

sinnar erlendis. Skólinn hjá þeim er alltaf á ensku en á heimilinu er lögð áhersla á að tala íslensku. „Við reynum að leiðrétta þau í íslenskunni en það var nú líka gert við mig þegar ég var krakki,“ segir

Axel. „Þeirra heimur er eingöngu enskur nema þessar stundir sem þau verja með okkur. Þannig að þetta er töluvert meiri vinna en margur ætlar, að halda málinu við.“

Menning og fótbolti í London Axel kann vel við sig í London. „London er auðveld borg ef maður t.d. ber hana saman við Kína, að því leytinu til að hér tala allir ensku. Ég get ekki kvartað því það er nóg

Bara töluð íslenska heima fyrir Axel er fjölskyldumaður og er fjölskyldan ávallt með í för á flakkinu um heiminn. Saman eiga Axel og kona hans Guðný Reynisdóttir, sem einnig er Keflvíkingur, þrjú börn. Saman eiga þau Fríðu 17 ára, Egil 14 ára og Bjargeyju 7 ára. „Þetta myndi aldrei ganga nema öll fjölskyldan væri samstíga í einu og öllu,“ segir Axel en öll börnin hafa búið meirihluta ævi

Við rót stóra skjálftans í Kína 2008 – barnaskóli sem hrundi orðinn að minnismerki í Chengdu.

um að vera hérna í London.“ Axel hefur verið í Ameríku, Evrópu og Asíu eins og áður segir og hver staður hefur sína stóru kosti og litlu galla að hans mati. Lífið í kringum skólana er mikið og ávallt eitthvað um að vera þar og mikil áhersla er lögð á þátttöku foreldra í skólastarfinu. Axel nýtur líka menningarlífsins og fer í leikhús og á sýningar þegar færi gefst. Hann fer einnig oft á fótboltaleiki og lifir sig inn í stemninguna þar. West Ham leikir verða oftast fyrir valinu að þar er andrúmsloftið magnað og tiltölulega auðvelt að nálgast miða. Liðið sem Axel styður eru þó Úlfarnir og hefur verið frá því á fyrstu árum í barnaskóla. Axel verður í London fram á næsta sumar a.m.k. en svo er ekki víst hvað tekur við, þannig er lífið í hans fagi. „Maður ræður ekki för en þú veist að þegar þú ferð í þessa vinnu þá kallar það á brottför að heiman og ferðalög, það er bara hluti af vinnunni. Ég lít bara á þetta sem einstakt tækifæri Framhald í næstu opnu

Skammt frá rót skjálftans - leifar af brú í bakgrunni.


28

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað II Hvað er meira London en tveggja hæða rauður strætó?

Í St. James Park.

Líkar líf flökkukindarinnar vel Tilbúin og í réttum litum til að styðja Ísland á Ólympíuleikunum.

og fjölbreytnin við starfið gerir það svo skemmtilegt.“ Fjölskyldan verður að hafa nóg fyrir stafni en það er yfirleitt ekki vandamál í þessum stóru og lifandi borgum. Guðný kona Axels stundaði nám á meðan á dvöl þeirra í Kína stóð yfir en hún er heimavinnandi eins og er. Makarnir verða jafnan að fylla hjá sér daginn að sögn Axels og finna sér eitthvað að gera sem er oftast auðvelt því þátttaka foreldra í skólastarfi alþjóðlegra skóla er mjög mikil. Aðlögunin er þó fyrst og fremst aðallega hjá börnunum og konunni þar sem Axel er ávallt með nóg fyrir stafni vegna vinnu sinnar. Börnin eru vön því að hrærast í þessu umhverfi og skipta um skóla og skólafélaga reglulega. Þar er það oft þannig að mikil endurnýjun er meðal nemenda og

jafnvel er það svo að fjórðungur nemenda yfirgefur skólana milli ára. Fyrir vikið venjast krakkarnir því að kynnast öðrum mjög fljótlega því umhverfið býður ekki upp á mikinn tíma til þess að kynnast hægt og rólega. Það á líka við um þau Axel og Guðnýju. „Þetta er þannig umhverfi að ókunnugt fólk kemur meira upp að manni og byrjar að spjalla ef við erum t.d. í einhverjum boðum. Þarna eru allir í sömu stöðu og umhverfi og þú verður bara að stökkva í djúpu laugina. Þetta er að mörgu leyti sérkennileg staða fyrst um sinn og það tekur smá tíma að venjast þessu.“ Eins og að vera í útlöndum Í Peking þar sem fjölskyldan dvaldi í fimm ár eru á bilinu 1517 milljónir íbúa og þar af eru

rúmlega 200 þúsund útlendingar. Þeir mynda sitt eigið litla vestræna samfélag. Að sögn Axels var dvölin í Kína ógleymanlegur og skemmtilegur tími. Þar var allt annar menningarheimur. Axel ritaði bók um dvöl sína í Kína sem finna má á Bókasafni Reykjanesbæjar en upphaflega var bókin til í formi bloggsíðu sem Axel hélt úti. „Ég lýsi þessu stundum sem ljósmynd í orðum. Þetta eru mest hversdagslegir hlutir en þetta var á lokuðu bloggi og aðallega gert fyrir sjálfan mig.“ Það var svo gamall skólabróðir Axels úr Keflavík sem stakk upp á því að gefa þetta út eftir að hafa lesið bloggið. „Það voru nokkur eintök gerð og ég hef nánast náð að selja upp í kostnað,“ segir Axel og hlær en hann segir þetta fyrst og fremst hafa verið gert í gríni. Axel viðurkennir það að hann hafi ávallt haft gaman af því að skrifa en er ekki viss um hvort það blundi í honum rithöfundur. „Kína var mjög framandi. Þar var allt öðruvísi. Hvort sem þú varst að kaupa mat eða föt eða fara á klósettið. Það var ekki neitt sem var eins og maður er vanur. Maður kemur í land þar sem maður er ótalandi, ólesandi og óskrifandi en auk þess er menning þeirra allt öðruvísi. Við grínuðumst oft með það að þetta væri hreinlega eins og að vera í útlöndum. Svo frábrugðið var þetta frá því sem við eigum að venjast. Kínverjar segja t.d. aldrei nei og alls kyns líkamstjáning er notuð í samskiptum fólks.“ Axel segist sakna Kína og dvölin þar

var honum dýrmæt. „Það hljómar kannski asnalega að segja það en maður saknar oft þorpsandans í Peking. Þar eignaðist maður marga vini sem enn eru í góðu sambandi við okkur.“ Stefnir á Ólympíuleikana í Ríó 2016 Axel var staddur í Kína þegar Ólympíuleikarnir fóru fram þar árið 2008 en eins og kunnugt er fóru síðustu Ólympíuleikar fram í London síðastliðið sumar. Þar sótti Axel fjölda viðburða eins og hann hafði gert í Kína fjórum árum áður. Samstarfsfólk Axels grínast stundum með það að opna verði ræðisskrifstofu í Ríó í Brasilíu þar sem næstu leikar fara fram árið 2016 en hann segir mikla upplifun að vera viðstaddur þvílíkan stórviðburð. „Ætli eina leiðin sé ekki bara að fara sem keppandi. Maður verður bara að fara að koma sér í form,“ segir Axel og hlær dátt. Í hinu daglega starfi getur mikið komið inn á borðið til Axels. Íslendingar sem lenda í vandræðum, týnd vegabréf, aðstoð við fólk í viðskiptahugleiðingum, viðskiptasamböndum komið á,

menningartengd verkefni eins og að stundum þarf að setja upp málverkasýningar og þess háttar. Oft eru málin erfið eins og gengur og gerist, skilnaðir og forræðisdeilur, afbrotamál og fleira. „Þú veist í raun aldrei hvað er á skrifborðinu hjá þér þegar þú mætir til vinnu, það er það skemmtilega við þetta starf,“ segir hann. En hvernig sérðu þetta fyrir þér, endar þú sem sendiherra? „Maður veit ekkert um það. Þetta eru hlutir sem maður ræður ekkert við og þá borgar sig ekkert að velta slíku fyrir sér og hafa áhyggjur af því. Maður fer heim eftir þennan tíma í London og svo fer maður annan rúnt eitthvert annað, hvert eða í hvaða stöðu, það verður bara að koma í ljós,“ en Axel telur að hann vilji þó ekki setjast að á Íslandi á næstunni þar sem honum líkar líf flökkukindarinnar vel og vill helst vera lengur en skemur erlendis. „Ég held að mig myndi fljótlega kitla í iljarnar ef ég þekki mig rétt. Ég er kannski ekki þessi dæmigerði ævintýramaður en mér finnst gaman að sjá og upplifa nýja hluti og ferðalögin eru skemmtileg.“

„Kína var mjög framandi. Þar var allt öðruvísi. Hvort sem þú varst að kaupa mat eða föt eða fara á klósettið. Það var ekki neitt sem var eins og maður er vanur“.

not unlike chairman mao Sitjandi á steini sem Mao nýtti sér til að hugsa málin – í höfuðstöðvum Flokksins áður en lagt var af stað í gönguna miklu í Jiangxi.

Formaðurinn á steininum.

Axel Nikulásson í „action“ með Keflavík á körfuboltavellinum fyrir þó nokkrum árum síðan


29

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

Viðtökur framar björtustu vonum L

eikfélag Keflavíkur sýnir um þessar mundir jólaleikrit eftir þá Jón Bjarna Ísaksson og Arnór Sindra Sölvason, sem báðir eru félagar í Leikfélagi Keflavíkur. Jólaleikritið heitir Jólin koma… eða hvað? og hefur því verið tekið ákaflega vel að sögn þeirra félaga. Blaðamaður Víkurfrétta settist niður með þessum ungu og efnilegu höfundum sem leikstýra verkinu ásamt því að semja, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir reyna fyrir sér á báðum sviðum. Þeir hafa frá því í ágústmánuði nánast lítið annað gert en að hrærast í heimi þeim sem þeir setja á svið á fjölum Frumleikhússins þessa dagana. Nú þegar hafa verið sýndar sjö sýningar og segja þeir Jón Bjarni og Arnór að viðtökur hafi verið framar þeirra björtustu vonum, og í raun langt síðan sýning hjá leikfélaginu var jafn vel sótt. „Þetta er fjölskylduleikrit með gamansömu ívafi,“ segir Jón Bjarni og eru þeir sérstaklega ánægðir með hve gríni þeirra hafi verið vel tekið og mikið hlegið á sýningum. Allir ættu því að hafa gaman af sýningunni. Spennufall eftir frumsýningu Eftir mikla vinnu og töluvert stress má segja að það hafi hreinlega slokknað á þeim piltum þegar þeir stóðu á sviðinu eftir frumsýningu og áhorfendur klöppuðu þeim lof í lófa. „Maður var í hálfgerðri vímu eftir þetta allt saman og maður áttaði sig á því að nú væri þetta bara búið,“ segir Arnór en þeir viðurkenna að síðustu mánuði hafi þeir gefið svefn að mestu leyti upp á bátinn. Það hafði lengi blundað í þeim að skrifa sitt eigið verk en þeir hafa verið viðloðandi leikhúsið um nokkurra ára skeið en þeir eru aðeins 19 og 21 árs gamlir. Jón Bjarni hefur verið mikið að leika og hann sér fyrir sér að sækja um í Leiklistarskólanum fljótlega. Arnór ætlar að stúdera fjölmiðlafræði en hann gæti hugsað sér að vinna í fjölmiðlum eða við eitthvað skapandi. Það er sannarlega mikið verk að setja upp eitt stykki leiksýningu og að mörgu að huga. Strákarnir segjast hafa fengið mikinn stuðning frá sínum nánustu og öllum hjá leikfélaginu til þess að sýningin yrði að veruleika. Þrjár mismunandi sögur tvinnast saman í leikritinu og koma saman í lokin með ægilegum endaspretti. Verkið hefur fengið mikið lof og er síðasta sýning í kvöld en þó búast þeir félagar við því að jafnvel verði bætt við fleiri sýningum ef áhugi er fyrir hendi. Jón Bjarni t.v. og Arnór Sindri.

Jólablað II

Frábær leiksýning krakkar!

V

á hvað það var gaman að sjá jólasýningu Leikfélags Keflavíkur sem nefnist Jólin koma...eða hvað? Ég ákvað að skella mér í leikhús eina kvöldstund, eins og ég geri alltaf þegar Leikfélag Keflavíkur setur upp leiksýningu áhugafólks. Takk fyrir mig! Þessi leiksýning er einstök. Ekki bara vegna þess að þarna er ungt fólk sem leikur á sviðinu, heldur einnig vegna þess að leikritið er frumsamið af ungum piltum og leikstýrt af þeim. Það er mikill húmor og flott uppbygg-

ing í leiktexta. Öll hliðarvinna í kringum sýninguna er einnig studd af ungu fólki, þannig að maður fyllist stolti af að sjá hversu vel Leikfélagi Keflavíkur hefur tekist að ala upp nýja kynslóð ungs áhugafólks um lifandi leikhús á svæðinu. Í sýningunni taka þátt á fjórða tug krakka, sem koma einnig úr nærliggjandi bæjarfélögum. Þetta er stórkostlegt! Ég vil þakka ykkur öllum fyrir frábæra sýningu, yndislega upplyftingu og fyrir að leyfa okkur hinum að hlæja dátt, sem vorum þarna í salnum þetta föstudagskvöld. Þið leikið

svo vel, þið syngið svo vel, leikritið er svo skemmtilega samið, leikstjórn er stórgóð og leikgleðin ykkar allra er sterka hliðin í þessari sýningu ykkar. Þið getið sko farið í jólafrí með bros á vör, því sýningin ykkar er æðisleg og þið eruð öll æðisleg. Haldið áfram að gera svona góða hluti krakkar! Þið eruð að gleðja okkur öll hin með fallegri útgeislun ykkar og frábæru hæfileikum. Áfram! Áfram! Meira! Meira! Marta Eiríksdóttir

SKEMMTILEG jóL kr. 3.499

Tilboð

kr. 4.999 Áður kr. 5.599

Vinsælar þáttaraðir Crayola fatahönnunarsett.

Frá

kr. 1.299

kr. 2.999

kr. 2.999

íslensk tónlist

Möndlugjöfin fæst hjá okkur.

kr. 2.799

Spennandi verkfærasett. Minnum á gjafakortin!


30

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað II

SENDUM ÍBÚUM Í VOGUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR

Leikskólabörn sýndu helgileik í Njarðvíkurkirkju.

Jólaandinn Mei mí beibísitt? Jólabókin í ár!

Fæst í Nettó og hjá Eymundsson

í Innri Njarðvík

Þ

að var sannkallaður jólaandi á aðventusamkomu í Njarðvíkurkirkju 9. des. sl. þar sem fjöldi söngvara og tónlistarmanna kom fram auk leikskólabarna. Börn frá Leikskólanum Holti í Njarðvík önnuðust helgileik með aðstoð fóstranna. Söngdömur úr Vox Felix sönghópnum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sungu nokkur lög undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Hinir kunnu stórsöngvarar Davíð Ólafsson úr Keflavík og Stefán Helgi Stefánsson tóku nokkur lög og þá söng kór kirkjunnar undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar, organista. Eftir aðventustundina í kirkjunni var safnaðargestum boðið í jólakaffi í safnaðarheimilinu. Páll Orri Pálsson leit við í kirkjunni og tók þessar myndir.

Nemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar komu fram og léku nokkur jólalög.

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Stefán og Davíð Ólafsson eru frábærir söngvarar og fylltu kirkjuloftið með ljúfum söng.

Vox Felix sönghópurinn úr FS söng nokkur lög.

Óskum öllum nemendum og Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.


VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

31

Jólablað II


32

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað II

Ný sjoppa á Ásbrú var svar við atvinnuleysi Þ Á Ásbrú hefur ekki verið matvöruverslun eða sjoppa síðan Samkaup Strax lokaði verslun sinni fyrir að verða tveimur árum. Óskar hafði augastað á húsnæði við Keilisbraut, þar sem rekin var rakarastofa á tímum Varnarliðsins.

Jólagjafir Í LYFJU OG MIKLU MEIRA! Föstudaginn 21. desember frá kl. 13:00 - 18:00 verður sérfræðingur frá Oroblu, L´Oréal og Maybelline á staðnum og veitir góð ráð.

20% afsláttur verður á öllum Oroblu sokkabuxum á meðan á kynningu stendur.

- bland í poka, mjólk og brauð

egar maður er atvinnulaus og hefur engan áhuga á að sitja aðgerðarlaus heima, þá er aðeins um eitt að ræða. Að finna sér eitthvað að gera. Óskar Óskarsson var kominn í þessa stöðu. Konan var kasólétt og hann bráðvantaði vinnu. Á Ásbrú hefur ekki verið matvöruverslun eða sjoppa síðan Samkaup Strax lokaði verslun sinni fyrir að verða tveimur árum. Óskar hafði augastað á húsnæði við Keilisbraut, þar sem rekin var rakarastofa á tímum Varnarliðsins. Hann hafði samband við Háskólavelli, sem eru eigendur húsnæðisins. Eftir um mánaðarvinnu við að standsetja húsnæðið hefur nú verið opnuð lítil sjoppa þar sem einnig má fá nauðsynjar eins og mjólk, brauð, morgunkorn og bleiur, svo eitthvað sé nefnt. Óskar stendur vaktina í Sjoppunni Ásbrú frá kl. 08 á morgnana virka daga og til kl.13. Þá er lokað en opnað að nýju kl. 16 og opið til kl. 22. Laugardaga er opið frá kl. 10-24 og á sunnudögum er opið kl. 11-22. Sjoppan er í sama húsi og Langbest á Ásbrú en inngangurinn er um dyr við gamla innganginn í Samkaup Strax. Sjoppan á Ásbrú er með nammibar

þar sem er 50% afsláttur föstudaga og laugardaga. Í samtali við Víkurfréttir sagði Óskar að móttökur við sjoppunni hafi verið framar vonum, sérstaklega í ljósi þess að hún hafi ekkert verið auglýst öðruvísi en með tilkynningu á íbúavef Ásbrúar á Fésbókinni og með dreifimiðum í póstkassa á Ásbrú. Vöruúrval í sjoppunni verður aukið jafnt og þétt. Allt verði þetta að gerast í rólegheitum, það borgi sig ekki að fara of hratt af stað í svona rekstri. Þá sé hann að taka niður óskalista frá viðskiptavinum varðandi þær vörur sem ættu einnig heima í sjoppunni. Óskar segist ætla að vera samkeppnishæfur við aðrar sjoppur en það sé ljóst að hann geti ekki boðið samkeppnishæf verð við lágvöruverðsverslanir. Hann hafi strax á fyrstu dögunum fengið að kynnast því að heildsölur séu að bjóða honum vörur á hærra verði en þær fáist í Bónus og Nettó. Hann reyni þó að selja nauðsynjar á eins sanngjörnu verði og mögulegt sé miðað við aðstæður. Allar nánari upplýsingar um Sjoppuna Ásbrú má finna á Facebook. com/sjoppanasbru. n

Óskar Óskarsson, verslunarmaður í Sjoppunni Ásbrú.

Við tökum Þorlák snemma í ár

Föstudaginn 21. desember skötuhlaðborð að Nesvöllum frá kl. 12:00 - 14:30 Forréttir Síldarsalöt 3 teg

Aðalréttir Kæst skata og tindabykkja

Reyktur lax með piparrótarsósu

Skötustappa

Grafinn lax með sinnepssósu

Plokkfiskur

Sjávarréttasalat Heitreyktur lax með kornasinnepshjúp

Siginn fiskur Saltfiskur Hangikjöt með uppstúf

Villibráðarpate

Meðlæti Hnoðmör, hamsatólg, lauksmjör, hrásalat, laufabrauð, rúgbrauð, kartöflusalat, grænar baunir, rauðkál. Eftirréttur Ris a la mande

Gefðu gjöf að betri HEILSU OG VELLÍÐAN

Verð kr. 3700,Borðapantanir í síma 421-4797 Lifandi tónlist

Allir velkomnir

asdis@grasalaeknir.is / 899 8069


33

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

Jólablað II

óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla

Eimskipafélagið leggur fjölmörgum aðilum lið, þar á meðal þessum:

Eimskipafélag Íslands er stór vinnustaður með starfsemi um allan heim. Fyrirtækið hefur verið mikilvægur hlekkur í atvinnulífi Íslendinga í tæp 100 ár með flutningastarfsemi á ýmsum sviðum. Eimskip leitast við að leggja samfélaginu lið á margvíslegan hátt. Það er gert meðal annars með framlagi til forvarna, uppbyggingar margs konar íþróttastarfsemi, stuðningi til lista-, menningar- og góðgerðamála. Að auki er það árviss gjöf frá félaginu að annast flutning á Óslóartrénu á Austurvelli fyrir jólin. Leiðir Eimskips og landsmanna hafa því legið saman á fjölmörgum sviðum á liðnu ári og þakkar félagið landsmönnum af alhug ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.

Fimleikasamband Íslands, styrktaraðili. Fjölskylduhjálp Íslands, styrktaraðili. Golfsamband Íslands, aðalstyrktaraðili golfs á Íslandi. Eimskip hefur gefið öllum grunnskólabörnum reiðhjólahjálma síðan árið 2004. Landsbjörg, Slysavarnaskóli sjómanna, styrktaraðili.

Rauði kross Íslands. Eimskip leggur fatasöfnun RKÍ lið með því að flytja fatnað með Flytjanda af landsbyggðinni til Reykjavíkur og áfram út til Alþjóðaskrifstofu Rauða krossins. Sjóminjasafnið, einn helsti styrktaraðili þess. Skátasamband Íslands, styrktaraðili. Skógrækt ríkisins (starfsemin í Brynjudal). Vesturport, einn helsti styrktaraðili.

Mæðrastyrksnefnd, styrktaraðili.

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is


34

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað II

Jól alj

ós

Bragavellir 3 í Keflavík voru í 2. sæti.

Hjónin Grétar Ólason og Þórunn Sigurðardóttir eru eigendur Týsvalla 1 í Keflavík en húsið hefur margoft verið valið Ljósahús Reykjanesbæjar. Nú völdu bæjarbúar húsið Ljósahús Reykjaensbæjar 2012 í rafrænni kosningu á vf.is. Óðinsvellir 6 í Keflavík lentu í 3. sæti.

n Ljósahús Reykjanesbæjar 2012 valið af lesendum Víkurfrétta:

Bæjarbúar elska Týsvelli 1 R

eykjanesbær hefur staðið fyrir samkeppni um Ljósahús bæjarins frá árinu 2001 og er þetta því í tólfta sinn sem veittar eru viðurkenningar fyrir bestu ljósaskreytingarnar í bænum. Reykjanesbær hefur lengi verið þekktur fyrir mikla ljósadýrð og margir gera sér sérstaka ferð á aðventunni til bæjarins til að skoða ljósadýrðina. Viðurkenningar í samkeppninni um Ljósahús Reykjanesbæjar 2012 voru afhentar mánudaginn 17. des. kl. 18.00.

Í ár var breytt verklag tekið upp og hin skipaða „jólanefnd“ tilnefndi nú tíu hús sem bæjarbúar sjálfir fengu að velja úr í rafrænni kosningu á vef Víkurfrétta í stað þess að áður tilnefndu bæjarbúar fjölda húsa sem nefndin valdi svo úr. Tæplega 1.500 manns tóku þátt í valinu og er það miklu fleira fólk en sendi venjulega inn tilnefningar. Þessi aðferð virðist því ná betur til íbúanna og ákveðið er að halda þessu verklagi áfram á næsta ári. Í valnefndinni sátu fulltrúar frá menningarráði, umhverfis- og skipulagsráði ásamt fulltrúa

Víkurfrétta en það voru auðvitað íbúarnir sjálfir sem kusu sér Ljósahús. Úrslitin urðu eftirfarandi: 1. Týsvellir 1 2. Bragavellir 3 3. Óðinsvellir 6

Verðlaunahafar fengu viðurkenningarskjal frá Reykjanesbæ og frá Hs Orku/Veitu fengust ávísanir upp í orkureikninginn í desember að upphæð kr. 30.000 fyrir fyrsta

Björk Þorsteinsdóttir (t.h.) frá Reykjanesbæ afhenti verðlaunin en Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta var í Ljósanefndinni og er til vinstri. Á milli þeirra eru Unnar Geir Einarsson, fulltrúi Óðinsvalla 6 sem hlaut 3. sætið, Grétar Ólason, eigandi Týsvalla 1, Ljósahúss Reykjanesbæjar 2012 og Víðir Jónsson frá HS Orku sem gefa verðlaunin. Fulltrúar Bragavalla 3 voru ekki viðstaddir verðlaunaafhendinguna. VF-mynd/Stefán Bjarkason.

sætið, 20.000 fyrir annað sætið og 15.000 fyrir þriðja sætið. Enn er hægt að sjá hvaða hús voru tilnefnd og myndir af þeim öllum á vef Víkurfrétta vf.is. Við sama tækifæri voru veittar þrjár viðurkenningar fyrir fallegustu jólagluggana í verslunum og fyrirtækjum bæjarins og eftirfarandi fyrirtæki hlutu viðurkenningar fyrir glæsilegar skreytingar. 1. Bústoð 2. Cabo 3. Hárfaktorý

Heiðarbraut 5c í Keflavík, fjórða fallegasta Ljósahús Reykjanesbæjar 2012.

Kæru vinir á Suðurnesjum Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Borgarvegur 20 í Njarðvík varð í 5. sæti í kosningunni.

Vinnum saman að því að gera Ísland að fram­ sæknu landi þar sem eftirsóknarvert er að lifa. Ásmundur Friðriksson, Sigríður Magnúsdóttir í Garði Málverkið „Biðjum fyrir þeim“ eftir Ásmund Friðriksson, málað eftir Vestmannaeyjagosið 1973.

Gauja Jóns frá Hárfaktorý, Valþór Pétursson frá Cabó, Ása Fossdal frá Bústoð, Magnea Guðmundsdóttir formaður jólaglugganefndar, Guðrún Þorsteinsdóttir og Guðlaug M. Lewis frá Reykjanesbæ.


236x390 DBL - Víkurfréttir. 35

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

Jónsson & Le’macks

jl.is

sÍa

Jólablað II

TM sendir þér og þínum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári

Tryggingamiðstöðin Hafnargötu 31 Reykjanesbæ Sími 515 2000 tm@tm.is tm.is


36

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað II

Le stu r

Mamma Jörð og dætur hennar

Í

Ömmur lesa fyrir börnin í grunnskólum Reykjanesbæjar

byrjun október leitaði félag eldri borgara á Suðurnesjum eftir samstarfi við grunnskóla Reykjanesbæjar. Ýmsar hugmyndir komu fram hvernig hægt væri að haga því samstarfi og eru nokkrar þeirra komnar í framkvæmd. Tengiliður Njarðvíkurskóla við félag eldri borgara er Erna Agnarsdóttir. Lestrarömmurnar Erna Agnarsdóttir og Ása Lúðvíksdóttir eru farnar að mæta í skólann og aðstoða nemendur við að lesa og einnig fyrrum kennarar skólans þær Guðrún Jónsdóttir og Guðríður Helgadóttir. Sig-

rún Valdimarsdóttir, fyrrverandi starfsmaður í Njarðvíkurskóla kom og aðstoðaði í textíl við prjón auk þess sem hún var gestadómari í kökukeppni unglinga og von er á fleiri góðum gestum til okkar. Á Degi íslenskrar tungu komu fulltrúar eldri borgara og lásu ljóð fyrir nemendur, Eyjólfur Eysteinsson formaður eldri borgara las fyrir yngri nemendur og Guðbjörg Böðvarsdóttir las fyrir eldri nemendur. Samstarfið hefur gengið mjög vel og vakið ánægju bæði hjá nemendum og meðal eldri borgara.

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

L

-Töfranámskeið fyrir konur

angar þig að galdra þig inn í nýtt og skemmtilegt ár? Langar þig að setja púður í draumana þína og láta þá rætast á nýju ári? Ef svo er, þá áttu erindi á frábært nýárs námskeið fyrir konur, þar sem við ætlum að kveðja það úr lífi okkar, sem er að hindra velgengni okkar og opna fyrir nýja orku árið 2013, þar sem við erum uppfullar af gleði, hugrekki og krafti. Þann 28. desember, sem er föstudagskvöld á fullu tungli, verður boðið upp á magnað námskeið fyrir konur, þar sem við ætlum að töfra inn góða hluti í líf okkar á nýju ári og hreinsa út það gamla. Þetta verður skemmtileg stund

þar sem við finnum að við erum örlagadísir í eigin lífi. Það erum við sjálfar, sem látum hlutina gerast. Við tengjumst innsta gleðikjarna okkar þetta kvöld og sjóðum saman töfraþulu sem hjálpar okkur að fagna nýju ári á einstaklega kröftugan hátt.Komdu og vertu með okkur þetta föstudagskvöld þann 28.desember frá klukkan 18:00 til 21:00 í Heilsuhótelinu Ásbrú. Námskeiðsgjald er aðeins krónur 5.500. Takmarkað pláss! Marta Eiríksdóttir heldur þetta eina námskeið hér á Íslandi, áður en hún hverfur aftur af landi brott til Noregs. Skráning er þegar hafin í síma 857 8445 og á netfangi gydjuroggledi@gmail.com

Páll Jóhann Pálsson í Grindavík

Ávallt í kirkju á aðfangadag

P

áll Jóhann Pálsson starfar sem bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn í Grindavík. Auk þess gerir Páll út smábátinn Daðey GK -777 ásamt konu sinni Guðmundu Kristjánsdóttur en þau eru einnig í hrossarækt á búi sínu í Stafholti, Þórkötlustaðahverfi. Saman eiga þau fimm börn og sjö barnabörn og því mikið um að vera um jólin á þeirra heimili yfir hátíðirnar. Páll segir að jólin gangi ekki í garð fyrr en hann heyrir „Heims um ból“ en hann fer ávallt í kirkju klukkan 18:00 á aðfangadag. Þegar kemur að því að versla jólagjafirnar þá viðurkennir Páll að hann sé oft á síðustu stundu en hann verslar ávallt í heimabyggð. Fyrstu jólaminningarnar? Á Hólabrautinni í Keflavík þegar við bræður vorum með nýja herraklippingu að klæða okkur í sparifötin og á leið í kirkju.

Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Fer alltaf í kirkju kl. 18:00 á aðfangadag, svo koma jólin þegar sungið er „Heims um ból“.

Jólahefðir hjá þér? Ég fer í jólaboð á jóladag með fjölskyldunni og messur um jólin.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Allar jólagjafir eru bestar, ekki hægt að gera upp á milli þeirra.

Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Nei því miður get ég ekki sagt það. Jólamyndin? Gömlu góðu „Home alone“ myndirnar. Jólatónlistin? „Ég kemst í hátíðarskap“ með Helgu Möller. Hvar verslarðu jólagjafirnar? Ég er alltaf á síðustu stundu og þá í heimabyggð. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Börnum og barnabörnum og svo auðvitað frúnni.

Hvað er í matinn á aðfangadag? Hamborgarhryggur og allt tilheyrandi. Eftirminnilegustu jólin? Jólin mín á Kanaríeyjum þegar ég fór þangað sem ungur maður með félögum. Þar voru engin jól og löng bið eftir næstu jólum. Hvað langar þig í jólagjöf? Nýja sokka svo ég fari ekki í jólaköttinn.


37

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

Jólablað II

á Suðurnesjum

Í

slandsþáttur CNN Business Traveller var sendur út hjá alþjóðlegu fréttastöðinni fyrir helgi. Það er Richard Quest sem stýrir þættinum sem verður samtals sýndur 10 sinnum á þeirri rás CNN sem dreift er um allan heim. Quest og tökulið frá CNN dvaldi hér á landi í lok nóvember við gerð þáttarins sem er í tvennu lagi. Töluvert var tekið upp af efni á Suðurnesjum en Quest fór með forsetahjónunum í Bláa lónið. Þá fékk

Icelandair mikla athygli í þættinum og var tökuliðið hálfan dag í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við tökur. Íslandsþætti CNN með Suðurnesjaívafi má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is

Flugfreyjukórinn söng í þættinum undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar.

Gleðilega hátíð Richard Quest skreytir Eyjafjallajökul, þotu Icelandair.

Flugeldasala Keflavíkur verður í gamla íþróttavallarhúsinu við Hringbraut. Nánar auglýst í næsta blaði

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

Áramótablað Víkurfrétta kemur út fimmtudaginn 27. desember Skilafrestur á auglýsingum er á morgun, föstudaginn 21. desember. aulýsingasíminn er 421 0001 eða fusi@vf.is


38

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað II Fanney Dóróthe Halldórsdóttir í Sandgerði

Flugeldasala Keflavíkur F verður í gamla íþróttavallarhúsinu við Hringbraut. Nánar auglýst í næsta blaði

Björgvin Halldórsson kemur með jólin

anney Dóróthe Halldórsdóttir býr í Sandgerði þar sem hún er skólastjóri grunnskólans. Hún er 38 ára og gift Arnari Óskarssyni aðstoðarverslunarstjóra Byko á Suðurnesjum. Saman eiga þau þrjú börn, þau Ósk, Thelmu og Óskar sem hlakka öll mikið til jólanna. Fjölskyldan á saman sérstakt jóladagatal sem er ansi skemmtilegt. Jólin koma aldrei almennilega í hús hjá Fanneyju og fjölskyldu hennar fyrr en Björgvin Halldórsson þenur raddböndin og fjölskyldan hefur það gjarnan notalegt

í náttfötunum fyrir framan sjónvarpið um hátíðirnar. Fyrstu jólaminningarnar? Það koma upp nokkrar myndir í hugann. Ein hjá ömmu og afa á Suðurgötunni í Keflavík. Í minningunni var alltaf snjór, amma í eldhúsinu, öll stórfjölskyldan saman, heimagerði jólaísinn hennar ömmu með ávöxtum úr dós og stórar hnallþórur. Önnur minning um mig og mömmu að setja carmen rúllur í hárið, lakka neglurnar og gera okkur sætar og fínar saman. Mamma á afmæli 20. desember og við

skreyttum alltaf jólatréð á afmælinu hennar. Við áttum amerískt gervijólatré sem í minningunni var risastórt (líklega 150 cm). Jólahefðir hjá þér? Uppáhalds jólahefðin mín er líklega jóladagatal okkar fjölskyldunnar. Dagatalið okkar virkar þannig að ég set miða í dagatalið á hverjum degi. Á miðanum er eitthvað sem við fjölskyldan eigum að gera saman þann daginn. Þarf ekki að vera mikið, langt né flókið. Bara svona þetta vanalega sem fjölskyldur gera saman, baka, versla jólagjafir, pakka inn, skreyta, fara á tónleika, bíó eða bara elda eitthvað saman. Oftast tengist það samt jólaundirbúningnum. Þetta hefur alla tíð verið vinsæl hefð hjá börnunum mínum og þau bíða spennt eftir hvað stendur á miðanum á hverjum morgni. Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Hmmm... já, já, ætli það ekki bara. Finnst mjög gaman að baka alls konar jólatrjóla, hefðbundnar smákökur og svo að prófa eitthvað nýtt á hverju ári. Elska að elda jólamatinn, dúlla í jólasósunni minni og nostra við alls kyns meðlæti.

ÓSKUM SUÐURNESJAMÖNNUM

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Jólamyndin? Love Actually kemur fyrst upp í hugann en þær eru mjög margar góðar. Við erum miklir sjónvarps „gláparar“ yfir jólahátíðina. Það er fátt betra en að slappa af heima í náttfötunum um jólin og horfa á góða jólamynd. Ég hlakka líka mikið til að fara á Hobbitann um þessi jól! Jólatónlistin? Þegar ég var í lokaprófunum í Kennó fyrir langa löngu gaf maðurinn minn mér óvænt jóladisk með Celine Dion. Hann er alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér, maðurinn og diskurinn. Bjöggi Halldórs stendur líka alltaf fyrir sínu, en við förum alltaf á jólatónleikana með honum. Það eru ekki komin jól heima hjá mér fyrr en Björgvin er farinn að hljóma um húsið.

Gleðileg jól Óskum Suðurnesjamönnum öllum

gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

Hvar verslarðu jólagjafirnar? Það er mjög misjafnt. Ég er að tína gjafirnar inn í rólegheitum í október og nóvember. Við förum

samt alltaf þessar týpísku ferðir á höfuðborgarsvæðið og gerum loka stórinnkaupin okkar. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Nei, nei, ekkert svo. Nærfjölskyldan og nánir vinir fá eitthvað fallegt. Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Ætlaði að svara þessu neitandi en þegar ég fer að huga að því þá er ég það líklega. Geri sömu hlutina á hverju ári og jólin koma ekki nema réttu hlutirnir séu gerðir í réttri röð. Sýð t.d. alltaf jólahangikjötið á Þorláksmessu og heimsæki uppáhaldsfólkið mitt á aðfangadag. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Uppáhalds jólagjafirnar mínar eru tvær, báðar frá börnunum mínum. Sú fyrri eru tvær styttur sem ég er með inni í svefnherbergi hjá mér af fallegum litlum tvíburastelpum og strák sem heldur á hjarta úr gulli. Hina fékk ég í fyrra og er einnig frá afkvæmum mínum. Mynd sem tengdasonurinn tók af gullmolunum mínum prentuð á stóra álplötu. Hvað er í matinn á aðfangadag? Hátíðarkjúklingur og hamborgarhryggur með heimsins bestu jólasósu! Eiginmaðurinn sér um forréttinn sem er alltaf eitthvað nýtt og framandi. Fæ svo góða gesti í heitt súkkulaði og sörur þegar líða fer á kvöldið. Eftirminnilegustu jólin? Ætli það séu ekki fyrstu jólin með börnunum mínum. Jólin fá aftur æskuljóma og nýja merkingu þegar maður er orðin mamma. Börnin gera jólin að þessari fullkomnu hátíð sem þau eru. Hvað langar þig í jólagjöf? Góð bók hljómar vel. Mér skilst að það séu spennandi bókajól framundan og fullt af nýjum höfundum að skjóta upp kollinum. Væri líka alveg til í nýja skó og galla í ræktina, já og kannski ég biðji um rúmföt enn ein jólin. Hef nefnilega ekki fengið þau enn. Svo auðvitað gleði og kærleika. Er það ekki alltaf vinsælt? Það er alla vega í miklu uppáhaldi hjá mér.

Áramótablað Víkurfrétta

kemur út fimmtudaginn 27. desember. Skilafrestur auglýsinga er á morgun, föstudag. Auglýsingasíminn er 421 0001 eða fusi@vf.is


39

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

Jólablað II

Jólaskemmtun verslunarmiðstöðvarinnar Krossmóa Jólasveinninn kemur í heimsókn og syngur fyrir börnin og verður með góðgæti í poka. Hljómsveitin Suðurnesjamenn spilar tónlist.

Laugadagurinn 22. des kl. 16:30 Velkomin í Krossmóa


40

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað II

Jólaball í brottfararsal

BÍLAÞJÓNUSTA FITJAVÍKUR

NJARÐARBRAUT 3 - SÍMI 562-5050 - WWW.FITJATORG.IS

Tökum að okkur almennar bifreiðaviðgerðir, sérhæfum okkur í Wolkswagen, Audi og Skoda

J

ólaball fyrir börn starfsmanna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar var haldið í brottfararsal flugstöðvarinnar fyrir sl. helgi. Þar var sungið og dansað í kringum jólatré og jólasveinar og aðrar furðuverur komu í heimsókn og færðu börnunum gjafir. Það voru þau Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson sem spiluðu og sungu á dansleiknum en einnig kom María úr Söngvaborg og söng nokkur lög með Siggu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á jólaballinu.

Erum með startara og Alternator viðgerðir

Fitjatorg.is

VF-myndir: Hilmar Bragi

Gleðilegt jól

og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið

Blái herinn

ATVINNA Óskum eftir að ráða verkstjóra til okkar. Fiskval er aðallega í vinnslu og útflutningi á ferskum sjávarafurðum. Umsóknarfrestur er til 31. desember 2012 Nánari upplýsingar um starfið er veitt á skrifstofu Fiskvals að Iðavöllum 13, sími 421 4815 og hjá Framleiðslustjóra í síma 844 1384

Ef þú lendir í tjóni þá sér Bílnet um málin ! Hjá Bílneti færð þú bestu viðgerð og þjónustu sem völ er á. Bílnet er gæðavottað verkstæði og með 5 stjörnur frá Sjóvá. Bílnet leggur áherslu á fagleg og snögg vinnubrögð. Við notum einungis vottað hágæða lakk frá Du Pont í samstarfi við Poulsen.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem eru að líða Þjónusta í boði hjá Bílneti

Bílasprautun - Bílaréttingar - Tjónaskoðun - Plastviðgerðir Bílrúðuskipti - Mössun - Sprautulökkun

• Brekkustíg 38 • 260 Reykjanesbær • Sími: 420-0040 • GSM: 698-5693 •  Bílasprautun • Réttingar • Sprautulökkun • Plastviðgerðir • Mössun • Bílrúðuskipti Bílnet ehf. - 420 0020 - Brekkustíg 38 - 260 Reykjanesbæ - www.bilnet.is


41

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

Jólablað II

JólA

ÚtsAlA 20-50% afsláttur

hefst fimmtudaginn 20. desember

20-50% afsláttur

20-50% afsláttur

20% afsláttur

20% afsláttur

allar jólavörur

jólagjafir

allar seríur

hýasinta 2 fyrir 1 399 kr. Blómaval

Afgreiðslutími um jólin

allt jólaskraut

túlípanar 10 stk. 1.490 kr. Blómaval

Jólasýpris 399Blómaval kr/stk.

Húsasmiðjan Fitjum Reykjanesbæ Fimmtudagur ..................... 20. des Föstudagur ......................... 21. des Laugardagur ....................... 22. des Þorláksmessa ..................... 23. des Aðfangadagur .................... 24. des

LÆG S LÁGA TA VER Ð

HÚSA SMIÐJ UNNA R

10-18 10-18 10-16 12-22 09-12

Afsláttur gildir ekki af vörum merktum „Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“ eða tilboðsvörum.

*

Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956


42

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað II

Dansað á Ásbrú Árleg jólasýning BRYN ballett, Listdansskóla Reykjanesbæjar, var haldin á dögunum í Andrews, menningarhúsinu á Ásbrú. Dansskólinn er staðsettur á Ásbrú í Reykjanesbæ og allar götur frá því skólinn var settur á stofn hefur hann haldið danssýningar bæði að vori og einnig fyrir jólin og þannig auðgað mjög mannlífið á Ásbrú. Meðfylgjandi myndir voru teknar á jólasýningunni.


43

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

Jólablað II

Fagleg, traust og persónuleg þjónusta

Puma Green gjafakassi kr. 2071,-

Puma Yellow gjafakassi kr. 2070,-

Naomi Campbell gjafakassi kr. 2841,-

Mikið úrval af

herra- og dömu ilmum

Apótek Suðurnesja

óskar íbúum Suðurnesja gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Deo stick 75ml kr. 2266,-

Sturtugel 150ml kr. 1872,-

James Bond Edt 30ml kr. 3527,Edt 50ml kr. 5123,-

Hringbraut 99 - 577 1150

Sendum SuðurneSjamönnum beStu óSkir um gleðileg jól og farSæld á nýju ári Starfsfólk Blue Lagoon


44

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað II

Sömdu sögu um Nilla

L

eikskólabörnum í Reykjanesbæ hefur á síðustu dögum verið boðið í heitt súkkulaði á Flughóteli í Keflavík. Þar hafa verið hengdar upp myndskreytingar við skemmtilega jólasögu sem leikskólabörnin á leikskólum bæjarins hafa sameinast um að

semja. Sagan er um Nilla, lítinn strák í Reykjanesbæ og jólaundirbúninginn hjá honum. Meðfylgjandi myndir voru teknar fyrir helgi þegar hópur barna þáði heitt súkkulaði. Sagan um Nilla mun birtast á vef Víkurfrétta, vf.is, um jólin.

vf@ vf.

PÓSTKASSINN

is

n Oddný G. HarðarDÓTTIR skrifar:

Jóla- og nýárskveðja U

Marta Eiríksdóttir áritar

Mei mí beibísitt?

í Eymundsson fimmtudagskvöldið frá klukkan 20:00 til 22:00. VÍKURFRÉTTIR 220. desember

sMÁAUGLÝsiNGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS

ÓSKAST

TIL LEIGU

Til leigu gott 132 ferm. iðnaðarhúsnæði að Strandgötu 22A, Sandgerði. Eignin er laus til afhendingar strax. Leiguverð: 85.000 kr. á mánuði fyrir utan hita og rafmagn. Allar nánari upplýsingar gefnar í síma 421 8787. 50 fm. íbúð til leigu, 2ja herbergja, eldhús og bað. Skilvísi, reyklaus og ekki gæludýr. Íbúðin losnar í byrjun janúar.Uppl. í síma 894 1242. 3ja herb íbúð til leigu Til leigu 85 fm endaíbúð á jarðhæð 100 þús. á mán. Fyrirframgreiðsla og meðmæli æskileg. Uppl. í síma 893 9888.

TIL SÖLU Toyota Corolla árgerð 1990 í góðu lagi ekinn 112 þúsund km. Verð kr. 50 þúsund. Upplýsingar í síma 857 1475.

Óska eftir 2ja til 4ra herbergja íbúð til leigu. Upplýsingar í síma 662 4343.

ÝMISLEGT

Bryggjubásar – Skemmtilegur markaður í Reykjanesbæ Erum með opið föstud. frá kl. 16 til 20 og vikuna frá 17. des. laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 til 18. Skemmtileg markaðsstemmning. Básaleiga s. 666-3938.

AFMÆLI 70 ÁRA Helgi Þór Magnússon verður 70 ára föstudaginn 21. desember. Þeir sem vilja gleðjast með honum eru velkomnir í kaffiveitingar á afmælisdaginn í Víðihlíð milli kl. 14 og 17. Gjafir eru afþakkaðar en söfnunarbaukur til styrktar Víðihlíðar verður á staðnum.

www.vf.is

m leið og ég þakka Suðurnesjamönnum fyrir góð samskipti á árinu sem er að líða vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þegar áramót nálgast er vert að horfa um öxl og líta yfir farinn veg. Ljóst er að afleiðingar bankahrunsins haustið 2008 lagði byrðar á alla landsmenn. Almenningur varð leiksoppur kringumstæðna sem hann bar enga ábyrgð á. Uppgjörið eftir hrun hefur leitt margt ógeðfellt í ljós og slíkt samfélag viljum við ekki byggja upp að nýju. Grípa þurfti til margvíslegra ráðstafana til að stýra landinu upp úr efnahagslægðinni. Við úrvinnslu vandans hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur haft það að leiðarljósi að dreifa byrðum á eins sann-

gjarnan hátt og mögulegt er og með skýrri forgangsröðun varið velferðar- og menntakerfið. Árangur í ríkisfjármálunum er augljós og fjárlög ársins 2013 sem ég mælti fyrir í september síðastliðnum, sýna best þann árangur. Auknar tekjur af auðlindum í almannaeign, ábyrg efnahagsstjórn og stöðugur hagvöxtur gera mögulegt að auka stuðning við fjölskyldurnar í landinu. Fæðingarorlofsgreiðslur hækka strax á næsta ári og fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði í áföngum til ársins 2016. Greiðslur til barnabóta eru hækkaðar umtalsvert og einnig greiðslur til húsaleigubóta en það er í samræmi við nýja húsnæðisstefnu. Nýja stefnan felur í sér fleiri valkosti en séreignarstefnuna með auknu framboði á leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Fjárlögin fela einnig í sér áherslur jafnaðarmanna í atvinnusköpun. Þannig er fjórum milljörðum króna af veiðileyfagjaldinu veitt til samgöngubóta, til að styrkja Rann-

sóknarsjóði og Tæknisjóði og til sóknaráætlunar landshluta. Aðrir 6 milljarðar fara í ýmis verkefni, s.s. byggingu fangelsis, uppbyggingu ferðamannastaða og innviði friðlýstra svæða, grænar áherslur í atvinnusköpun og skapandi greinar. Markmiðið er aukin fjárfesting og fjölgun starfa. Kosningarnar næsta vor munu snúast um hvort við viljum halda áfram á leið jafnaðarmanna til aukins jöfnuðar og réttlætis. Við endurreisn samfélags eftir hrun setja jafnaðarmenn hag barna í forgang ásamt áherslu á skilvirkt Fimmtudagurinn apríl 2011 menntakerfi, öflugt 14. velferðarkerfi og að mæta eldri borgurum með virðingu og sanngirni. Við höfum lært að það er ekki hægt að stytta sér leið, taka góðæri að láni eða svindla sér upp úr kreppunni. Það er ekki hægt að taka lán fyrir nýju Íslandi. Þar verðum við að treysta á eigin hug og hönd. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar

n Arndís Soffía Sigurðardóttir og Inga Sigrún Atladóttir skrifa:

Fátækt og ríkidæmi J

ólin eru á næsta leiti, eftirvæntingin allsráðandi hjá krökkunum, fjölskyldur koma saman borða veislumat og standa á blístri. Þetta er sá árstími sem neysla Íslendinga nær hámarki og þykir mörgum nóg um. En öfgarnar geta verið mi k lar og því miður eru ekki allir sem hlakka til jólanna eða sjá fram á veislumat, hitta fjölskyldur, vini eða bara að sitja í hlýju húsi. Reyndar er það svo að fjöldi Íslendinga þiggja matargjafir fyrir jólin, um 10% Íslendinga eru taldir undir fátæktarmörkum og hátt í 200 Íslendingar teljast til heimilislausra. Eiga ekkert. Samfélag jafnaðar er sterkara og réttlátara er samfélag ójafnaðar Við erum 300 þúsund manns á þessari eyju. Við erum vellauðug af orku, landi og vatni – eyjan okkar er matarkista. Á Íslandi þarf enginn að vera svangur. Við höfum búið við krappari kjör síðustu ár en lífsgæði hér á landi teljast engu að síður ein þau mestu á Vesturlöndum, sem sagt Íslendingar búa við ein þau mestu lífsgæði í heimi. Samfélagið okkar er þó ekki sterkara en svo að við getum ekki hjálpað fólki sem á ekkert og reyndar gátum við það heldur ekki fyrir hrun. Við getum ekki hjálpað fólki sem er heimilislaust og er

ekki fært um að hjálpa sér sjálft. Við getum reiknað það út að útgerðin, ferðaþjónustan, hátekjufólk og fleiri hópar geti ekki greitt nema svo og svo mikinn skatt til samfélagsins, ella fái viðkomandi ekki þrifist. Raunveruleikinn er sá að í samfélaginu er fólk sem fær ekki þrifist vegna þess að samfélagið telur sig ekki hafa fjárhagslega burði til að mæta þörfum þeirra. Misskiptingin er óþolandi Hjálparstofnanir og sjálfboðaliðar hafa af mikilli ósérhlífni og dugnaði mætt brýnustu þörfum fátækra og heimilislausra Íslendinga en þannig á það ekki að vera. Við eigum öll heima á þessari eyju. Við búum öll saman í þessu samfélagi og við eigum öll að deila gæðum þannig að við fáum notið mannsæmandi lífs. Staðreyndin er sú að nóg er af gæðum – þeim er einfaldlega misskipt. Misskiptingin er afleiðing þess að við höfum ekki tekið málstað fátækra. Við hlustum á Samtök atvinnulífsins en Samtök fátækra eru ekki til. Við hlustum á Landssamband íslenskra útvegsmanna en Landssamband heimilislausra Íslendinga er ekki til. Við hlustum á Samtök fjármálastofnana en Samtök þeirra sem þiggja matargjafir eru ekki til. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar eru þeirra málsvarar þegar kemur að því að taka málstað fátækra og skipta gæðum Íslendinga. Skiptum jafnt. Arndís Soffía Sigurðardóttir, 1. sæti Vg Suðurkjördæmi Inga Sigrún Atladóttir, 2. sæti Vg Suðurkjördæmi


45

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

Jólablað II

Svindlarar enn á ferð E

Skötuhlaðborð í Garði F

östudaginn 21. desember verður Skötuhlaðborð unglingaráðs Víðis haldið í Samkomuhúsinu í Garði. Skötuhlaðborðið er árlegur viðburður sem mörgum þykir ómissandi hluti af jólahátíðinni. Í fyrra mættu hátt í 300 gestir sem skemmtu sér vel og nutu vel kæstrar skötunnar og úrvals sjávarfangs úr Garðsjónum.

Á boðstólum er meðal annars að finna saltfisk, plokkfisk, siginn fisk að ógleymdri skötunni ásamt tilheyrandi meðlæti. Verðinu er stillt í hóf og kostar aðeins 2500 kr. á manninn. Hádegishlaðborðið er opið milli 11:00 og 13:30 og kvöldborðið milli 17:30 og 21:00.

nn eru brögð að því að hringt sé í fólk og reynt að plata út úr því fjármuni. Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning af þessum toga, þar sem hringt var í konu í umdæminu frá „tækniþjónustu tölvufyrirtækis.“ Hringjandi bað hana um að prófa ýmislegt á netinu, gefa upp ýmsar stillingar og fleira í þeim dúr. Þegar samtalið hafði staðið í um það bil klukkustund, vildi hringjandinn að konan færi að borga sér. Hún bað hann þá vel að lifa og lagði á. Fleiri svipuð mál hafa verið tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu. Full ástæða er til að vara við atvikum af þessu tagi og hefur embætti Ríkislögreglustjóra margsinnis sent út viðvaranir af slíkum tilefnum.

JÓLAGJÖFIN ER...

OPNUNARTÍMAR YFIR JÓL OG ÁRAMÓT

BÆJARSKRIFSTOFUR

Bæjarskrifstofur verða lokaðar aðfangadag, jóladag og annan dag jóla. Opnað verður kl. 10:00 fimmtudaginn 27. desember. Lokað verður 2. janúar en skrifstofurnar opna aftur 3. janúar kl. 09:15. Þjónustuborð Þjónustumiðstöðvar er opið allan sólarhringinn, sími 420 3200. 112 – þegar áhyggjur eru af líðan og umönnun barna. Barnavernd Reykjanesbæjar vill minna á að hægt er að tilkynna til barnaverndarnefndar í gegnum 112 ef áhyggjur eru af því að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, að það verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að heilsu þess og þroska sé stefnt í alvarlega hættu. Bókasafn Reykjanesbæjar Lokað á Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag, annan dag jóla, gamlársdag og nýársdag. Annars gildir hefðbundinn opnunartími. Opnað miðvikudaginn 2. janúar kl. 10:00. Vatnaveröld – Sundmiðstöð Opið Þorláksmessu frá kl. 08:00 – 16:00 Lokað aðfangadag, jóladag og annan dag jóla. Opið gamlársdag frá kl. 06:45 – 10:30. Lokað nýársdag. Að öðru leyti venjulegur opnunartími. Innileikjagarðurinn Lokað frá 15. desember til 5. janúar. Á nýju ári verður opið um helgar frá kl. 14:30 – 16:30. Tekið við bókunum fyrir afmælisveislur frá 4. janúar 2013 í síma 898 1394. Íþróttamiðstöð við Heiðarskóla, Myllubakkaskóla og Akurskóla. Reykjaneshöll, íþróttahús Sunnubraut og Njarðvík. Lokað Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Skessan í hellinum Lokað Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag, annan dag jóla, gamlársdag og nýársdag. Annars opið frá kl. 10:00 – 17:00. Duushús og Víkingaheimar Lokað verður frá og með 23. desember til 2. janúar 2013. NÝTT OG BETRA

Hafnargötu 21 - Sími: 421 1011 - www.skart.is

STRÆTÓKERFI 2013

Kynnið ykkur nýtt leiðakerfi á vefsíðu Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is og www.sbk.is


46

fimmtudagurinn 20. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Jólablað II

Flott fimleikasýning

Fimleikadeild Keflavíkur hélt árlega jólasýningu sína núna um liðna helgi og að venju var sýningin hin glæsilegasta. Öllu var tjaldað til og iðkendur deildarinnar á öllum aldri stóðu sig með stakri prýði enda kraftmiklir og duglegir krakkar þar á ferð. Víkurfréttir voru á staðnum og tóku meðfylgjandi myndir. Fleiri myndir eru í ljósmyndasafni á vf.is og þá er væntanlegt myndband frá sýningunni inn á vf.is um jólin.

PIPAR\TBWA • SÍA • 123769

Bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Starfsfólk Lyfja & heilsu Keflavík

Jólakveðja Rauði krossinn á Suðurnesjum óskar öllum sjálfboðaliðum deildarinnar og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með innilegri þökk fyrir þeirra frábæra starf í þágu hreyfingarinnar.

Keflavík

Rauði krossinn á Suðurnesjum


47

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. desember 2012

Jólablað II

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Um leið minnum við á að ál er ekki bara létt, sterkt og fallegt, heldur má endurnýta það nánast endalaust. Munum að endurvinna um hátíðarnar! Takk fyrir frábært samstarf Starfsfólk Norðuráls


auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001

Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540

Fimmtudagurinn 20. desember 2012 • 50. tölublað • 33. árgangur

Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting

FIMMTUDAGSVALS

Gleðileg Hitti jól & naglann farsæld á höfuðið á komandi ári! H VALUR KETILSSON SKRIFAR

rekk upp með ónotum. Hvar er ég eiginlega? Klæddur vaðmálsfötum í eymdinni. Umhverfið kalt og hráslagalegt. Ég á ekki heima hérna. Ég lifi á tuttugustu og f yrstu öldinni. Hvurn andskotann er ég að gera hérna? Umhverfið hrörlegt og óaðlaðandi. Staddur einhverstaðar á átjátundu eða nítjándu öld, klæddur þessum líka djöfulsins druslum! En þetta er bara draumur, sem betur fer. Maður lætur sig hafa það þegar svoleiðis ber undir. Ég sný mér á hina hliðina og óska þess að draumurinn fari annað. En hann kemur aftur. Blautur og kaldur.

HamborgarHryggur

É

g horfi framan í fólkið sem á verulega bágt. Það á ekkert annað en hrúgu af nöglum. Angistin skín úr augum þeirra allra. Grátbiðja um hjálp. Það verður ekki um villst að þörfin er mikil. Stingandi. Biðja mig aumkunarverðum augum að koma eigum sínum í lóg. Einhver verðmæti. Verðum að eiga fyrir mat. Þetta er það eina sem þau eiga. Getur þú komið þessu í not eða verð? Gerðu það. Tárvot augu þeirra glitra í sólinni og ég finn innra með mér að ég verð að gera eitthvað í málinu. Hjartað í mér segir mér að gera eitthvað.

% 0 3 afsláttur

1.392

kr/kg Verð áður 1.989 kr/kg

Hangilæri úrbeinað

% 0 3 afsláttur

lambalæri íslandskryddað

Þ

au leggja allar sínar eigur í sandinn. Ströndin víðfem og svöl. Á Vestfjörðum. Hrúga af nöglum. Af öllum stærðum og gerðum. „Komdu þessu í verð, við eigum ekkert annað!“ Ég lofa að „sortera“ naglahrúguna. Sé fram á að geta hugsanlega hjálpað til. Litlir, stórir, beinir, bognir, ryðgaðir, tærir, svartir, silfurlitaðir. Hrúgan stór og auðvelt að finna góðu naglana frá þeim slæmu. Finnst ég geta unnið verðmæti út úr hrúgunni. Tekst ætlunarverkið. Brosi framan í fjölskylduna. Vakna við ónotin í hundunum. Geltið rýfur þögnina og ég sný mér á hina hliðina. „Andskotans ónæði er þetta“ kalla ég stúrinn og pakka koddanum í hálsakotið.

2.449

kr/kg Verð áður 3.498 kr/kg

lakkrískonfekt bassetts 800 dós

1.393

kr/kg Verð áður 1.498 kr/kg

rauðkÁl ferskt

% 0 5 afsláttur

ugurinn vaknaður en líkaminn kallar á meiri hvíld. Ég drattast fram úr og brosi framan í heiminn. Spegillinn eitthvað skrýtinn. Andlitið ekki eins og það á að vera. Draumráðningarbókin í augnsýn. Græna bókin. Á borðinu. Hvað þýðir þetta naglavesen eiginlega? Ég fletti upp í henni. Forvitinn. Nagli getur merkt sársauka, hann getur líka þýtt að eitthvað er endanlegt! Nei, mig langar ekki í það. Hrúgur af ryðguðum og bognum nöglum tákna leiðinlegt umtal. Nýir naglar eru fyrir ágóða. Leiði leiðindin fram hjá mér og ákveð að nýta mér ágóðann. Jólin eru framundan.

markhonnun.is

H

1.349

kr/stk

159

kr/kg Verð áður 318 kr/kg

örugglega ódýrt um jólin!

Reykjanesbæ • www.kasko.is • Verð birt með fyrirvara um prentvillur • Gildir 20. - 23. des. eða meðan birgðir endast

50.tbl  

50.tbl.33.árg.