5 tbl 2016

Page 1

• Fimmtudagurinn 4. febrúar 2016 • 5. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Bærinn borgar laun kórstjórans n Sveitarfélagið Vogar greiðir laun stjórnanda barnakórs Kálfatjarnarkirkju á vormisseri 2016. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Voga í síðustu viku. Bæjaryfirvöldum í Vogum barst á dögunum erindi frá Kjartani Jónssyni, sóknarpresti í Kálfatjarnarkirkju, þar sem farið var fram á styrk fyrir launum stjórnanda barnakórs Kálfatjarnarkirkju. Óskað var eftir styrk að fjárhæð 320.000 kr.

Þriggja milljarða kvóti á borði Grindavíkur l Bæjarstjórn Grindavíkur óskar eftir fresti vegna Óla á Stað GK-99 l Þúsund tonn fylgja bátnum. Bæjarstjórn Grindavíkur óskaði á fundi sínum 26. janúar síðastliðinn eftir fjögurra vikna fresti til að taka afstöðu til forkaupsréttar á bátnum Óla á Stað GK-99. Báturinn er í eigu Stakkavíkur og með honum fylgja um 1.000 tonn, þar af um 800 tonn af þorski. Verðmæti kvótans er nærri 3 milljarðar króna. Fyrirtækið hyggst selja bátinn þar sem það þarf að selja aflaheimilidr í krókamarkskerfinu því að það er fyrir ofan kvótaþak í því kerfi. Að sögn Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra í Grindavík, myndi það hafa

Óli á Stað GK-99 kemur nýr til hafnar í Grindavík.

töluverð áhrif á atvinnulíf í Grindavík og störfum fækka bæði á sjó og landi ef ekkert kæmi í staðinn fyrir kvót-

ann sem fylgir Óla á Stað. „Stakkavík hyggst hins vegar gera út annan bát og auka við aflaheimildir sínar í

aflamarkskerfinu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið frá fyrirtækinu ætti störfum ekki að fækka vegna þessara breytinga,“ segir hann. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða skal seljandi bjóða sveitarfélagi forkaupsrétt af bát ef selja á hann út fyrir sveitarfélagið. Sveitarfélagið hefur fjórar vikur til að svara seljandanum um það hvort það hyggist nýta forkaupsréttinn. Kjósi sveitarfélagið að nýta forkaupsréttinn, skal það bjóða útgerðum með heimilisfesti í sveitarfélaginu að kaupa bátinn.

Barist um brauðið á Fitjum

Menntaskóli á Ásbrú í mótun l Spennandi valkostur fyrir ungt fólk á Suðurnesjum l Bjóða upp á 3ja ára stúdentsnám frá næsta hausti

FÍTON / SÍA

Keilir á Ásbrú stefnir á að bjóða upp á þriggja ára stúdentsnám frá og með næsta hausti. Skólinn hefur fengið tilskilin leyfi frá menntamálaráðuneytinu og er nú vinna hafin við að koma skólanum á fót en hann mun bera nafnið Menntaskólinn á Ásbrú (MÁS). Hjördís Alda Hreiðarsdóttir og Þorsteinn Surmeli, íslenskukennarar við Háskólabrú Keilis, munu hafa umsjón með námsbrautinni sem þau segja að muni leggja áherslu á nýjustu aðferðir í námi og kennslu og undirbúa nemendur fyrir störf framtíðarinnar. MÁS verður að mörgu leyti frábrugðinn öðrum framhaldsskólum. Skólinn mun leggja áherslu á

Þorsteinn Surmeli og Hjördís Alda Hreiðarsdóttir og, íslenskukennarar við Háskólabrú Keilis, munu hafa umsjón með námsbrautinni.

einföld reiknivél á ebox.is

vendinám (e. flipped classroom) sem hefur verið stór hluti af starfi Keilis á undanförnum árum. Í skólanum verða hvorki hefðbundnar kennslustofur né hefðbundin stundatafla heldur munu nemendur stunda sína vinnu í skólanum þar sem kennarar verða til staðar og leiðbeina þeim. Skóladagurinn í MÁS mun ekki hefjast fyrr en klukkan 9 á morgnana enda vita Íslendingar vel hvaða áhrif myrkrið getur haft á sálarlíf okkar. Dagleg hreyfing verður hluti af skólastarfinu enda mun MÁS leggja áherslu á bæði andlega og líkamlega vellíðan nemenda og starfsfólks. Nánar er fjallað um Menntaskólann á Ásbrú á síðu 6 í Víkurfréttum í dag.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Barnalæknavakt á HSS þrisvar í viku n Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hóf sl. þriðjudag að bjóða upp á móttöku barnalæknis þrjá daga í viku. Ke f l v í s k i b ar n a læknirinn Hörður Snævar Harðarson, sem hefur áður sinnt ungbarnaeftirliti á HSS ásamt Sigurði Björnssyni, verður nú með tíma síðdegis á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Tímapantanir eru í móttöku HSS í síma 422-0500. Fjölnir Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri lækninga á HSS, fagnar þessum áfanga. „Við horfum til þess að þetta verði mjög góð viðbót við þjónustu HSS við börn og foreldra hér á svæðinu. Auk þess er Hörður sérhæfður í smitsjúkdómum barna þannig að við vonumst til þess að hans kraftar muni einnig nýtast stofnuninni með öðrum hætti til lengri tíma litið.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
5 tbl 2016 by Víkurfréttir ehf - Issuu