Page 1

• fimmtudagurinn 8. desember 2016 • 48. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

NÝR ÞÁTTUR Í K VÖLD Á HRINGB RAUT

Loftgæði og mengunarmælingar í Reykjanesbæ

Jólaundirbúningur í Reykjanesbæ

REYKJANES AURORA

HLJÓMAHÖLL OG ROKKSAFN

Byggir upp ferðaþjónustu á Reykjanesi

SUÐURNESJAMAGASÍN • FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 21:30 • HRINGBRAUT • VF.IS

Hafa áhyggjur af mengun Bæjarráð Reykjanesbæjar fundaði með fulltrúa Umhverfisstofnunar um reyk- og lyktarmengun frá kísilveri United Silicon á fimmtudag í síðustu viku. Ráðið bókaði að ljóst væri að frávik hefðu orðið á viðmiðum þar og ítrekaði áhyggjur sínar. Eftir fundinn komu Kjartan Már Kjartansson og Sigríður Kristjánsdóttir, teymisstjóri eftirlitsteymis Umhverfisstofnunar, í viðtal í myndveri Víkurfrétta. Þar kom fram að forsendur fyrir veitingu starfsleyfis til kísilvers Thorsil í Helguvík hafi ekki breyst nægilega

mikið til að forsendur séu fyrir Umhverfisstofnun að veita það ekki. Áætlað er að það kísilver rísi eftir tvö ár og hafa rúmlega þrjú þúsund manns skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ og til Umhverfisstofnunar um að veita ekki starfsleyfið. Mengun frá kísilveri United Silicon er mæld á þremur stöðum í nágrenni þess; í Leiru, Mánagrund og í Helguvík. Orkurannsóknir Keilis ehf. hafa umsjón með þeim mælingunum sem aðgengilegar eru á vefnum andvari.is. Á fundi bæjarráðs með fulltrúa

Umhverfisstofnunar var ákveðið að setja fjórða mælinn upp í Heiðarhverfi. Sá mælir mun mæla magn kolmónoxíðs í andrúmslofti en það efni er að finna í reyk. Fyrsti kísilmálmurinn sem framleiddur er í kísilveri United Silicon var fluttur með Lagarfossi úr Helguvíkurhöfn síðasta mánudagskvöld og fóru þá tólf gámar með rúmlega 300 tonn af kísilmálmi til Rotterdam. Nánar er fjallað um Helguvík á bls. 14.

Kálver í álver ■■„Mengandi stóriðja er ekki rétta leiðin til að tryggja atvinnu fyrir fólk hér á landi, heldur á að rækta grænmeti til útflutnings. Suðurnesin eru besti staðurinn til þess með tengingu til bæði Bandaríkjanna og Evrópu,“ segir leikarinn góðkunni Stefán Karl Stefánsson. Hann greindi frá þeirri hugmynd sinni á Facebook í síðustu viku að hann vilji rækta grænmeti í stórum stíl í byggingum Norðuráls í Helguvík sem fyrirhugað var að myndu hýsa álver. Hugmynd Stefáns fékk glimrandi góðar móttökur. Í samtali við Víkurfréttir segir Stefán að honum sé fúlasta alvara með hugmyndinni sem á sér margra ára aðdraganda. Undanfarin misseri hefur Stefán ræktað grænmetissprettur í snjallbýlum og meðal annars selt til veitingastaða.

Þessar tvær ungu dömur í Heiðarskóla voru glaðar í jólaföndri á dögunum. VF-mynd Óskar Birgisson

Stórkostleg bæting hjá nemendum í Reykjanesbæ í PISA

FÍTON / SÍA

„Reykjanesbær er eitt þriggja sveitarfélaga á landsbyggðinni sem bætir sig stórkostlega,“ sagði Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun. Tilefni viðtalsins var slæm niðurstaða íslenskra nemenda í nýjustu PISA könnun, sem opinberuð var í gær, en framkvæmd 2015. Hin sveitarfélögin tvö eru Árborg og Hafnarfjörður.

einföld reiknivél á ebox.is

Árangurinn í grunnskólum Reykjanesbæjar má rekja til þess að farið var í markvissar aðgerðir við að bæta árangur nemenda eftir niðurstöður PISA könnunar árið 2012. Hún sýndi einnig slakt gengi íslenskra nemenda. Nemendur bættu sig ekki aðeins í lestri, heldur einnig í náttúrufræði og stærðfræði. Arnór sagði Þjóðarsáttmála um læsi vera byggðan á því módeli sem skólarnir þrír notuðu til

að bæta árangur nemenda. Þjóðarsáttmáli um læsi byggir síðan á Hvítbók menntamálaráðherra, Illuga Gunnarssonar, sem enn er starfandi menntamálaráðherra. Hann sagði í fjölmiðlum í gær að aðgerða væri þörf. Arnór sagði hins vegar í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að árangur þeirra aðgerða sem settar voru á í kjölfar slæmrar niðurstöðu 2012, s.s. Hvítbókar, ætti að sjást innan fárra ára,

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

ef ekki þá þyrftu Íslendingar að hafa áhyggjur. Árni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri, sem lagði mikla áherslu á þetta mál í síðustu bæjarstjórn Reykjanesbæjar segir á Facebook síðu sinni að það sé ekki lengra en frá síðustu aldamótum sem margvísleg unglingavandamál í Reykjanesbæ voru umfjöllunarefni fjölmiðla og skólarnir voru með slökustu meðaleinkunn á landinu. „Þarna var verk að vinna. Staðan er gjörbreytt. Ég hef alltaf haldið því fram að erfið fjárhagsleg eða félagsleg staða barna eigi ekki að marka nám þeirra og framtíðarmöguleika ef við stöndum með þeim í gegnum skólana okkar. Við settum stefnu á verða í hópi bestu skóla, ekki verstu! En til þess þurfti viðhorfsbreytingu til menntunar, skýra aðferðarfræði og samstillt átak.“

Í umsögn á ferðavefnum HitIceland segir að tjaldsvæðið í Grindavík sé það besta á landinu.

Grindavík valinn einn áhugaverðasti bær landsins ■■Ferðavefurinn HitIceland hefur tekið saman lista yfir áhugaverðustu sveitarfélögin á Íslandi og er Grindavík það eina af Suðurnesjum sem komst á listann og vermir sjötta sætið. Í fyrsta sæti er Húsavík, Vestmannaeyjar í öðru sæti, Akureyri í þriðja sæti, Stykkishólmur í fjórða sæti og Ísafjörður í því fimmta. Á vefnum segir að Grindavík sé í næsta nágrenni við Bláa lónið og að þar sé blómlegur sjávarútvegur. Sífellt fleiri ferðamenn komi þangað á ári hverju enda sé þar að finna góða veitingastaði, frábæra gistingu og besta tjaldsvæðið á landinu. Þá sé þar að finna mörg falleg gömul hús.


2

VÍKURFRÉTTIR

Uppgangur í Vogum

fimmtudagur 8. desember 2016

Hress jólasveinn í Bryggjuhúsi Duus um síðustu helgi.

●●Íbúum hefur fjölgað um 5,3% á árinu ■■Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að úthluta lóðum til íbúðabygginga og ráðast í gatnagerð. Síðast var lóðum í bæjarfélaginu úthlutað upp úr síðustu aldamótum. Að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum, hafði sveitarfélagið um hríð átt eina lausa lóð til úthlutunar en eftirspurnin lítil. „Nú finnum við á hinn bóginn fyrir auknum áhuga, ekki síst í ljósi þess að húsnæði hér í sveitarfélaginu virðist nú seljast bæði fljótt og vel.“ Á þessu ári hefur íbúum í Vogum fjölgað um 5,3 prósent eða um 61. Í upphafi ársins

voru íbúar í Vogum 1.148 eru eru nú 1.209. Áætlað er að sumar lóðanna sem nú verða lausar til úthlutunar geti hentað fyrir fólk sem vill byggja minna húsnæði en gengur og gerist, til dæmis það sem er að kaupa sína fyrstu eign eða vill minnka við sig. Í deiliskipulagi miðbæjarsvæðis í Vogum er gert ráð fyrir alls 94 nýjum lóðum, þar af eru 40 íbúðir í fimm hæða fjölbýlishúsum. Ásgeir segir að gera megi ráð fyrir að sá hluti deiliskipulagsins eigi eftir að breytast og að fallið verði frá áformum um byggingu fimm hæða húsanna. Í fyrsta áfanga verður 22 lóðum úthlutað.

TÖLVUSTÝRÐ LYFJASKÖMMTUN GERIÐ VERÐSAMANBURÐ Á SKÖMMTUNARGJÖLDUM

Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00.

Hringbraut 99 - 577 1150

„Aldagömul“ Jólatrésskemmtun Duus Safnahúsa Skyggnst verður um það bil hundrað ár aftur í tímann í Bryggjuhúsi Duus Safnahúsa á sunnudag frá klukkan 15 til 16. Þá verður boðið til jólatrésskemmtunar til að minnast þeirra skemmtana sem haldnar voru af Duus-versluninni um tuttugu ára skeið upp úr aldamótunum 1900. Hugmyndin er að njóta þess að koma saman í fallegu gamaldags umhverfi, dansa í kringum jólatré, syngja jóla-

söngva við píanóundirleik og reyna að laða fram hinn sanna jólaanda. Í heimsókn koma tveir gömlu jólasveinanna og taka þátt í gleðinni en eins og flestir vita eru þeir ólíkindatól og aldrei að vita hverju þeir geta tekið upp á. Þá hefur fróðleikur um gömlu jólatrésskemmtanirnar sem haldnar voru í húsinu hér áður fyrr verið settur fram þannig að fólk geti sagt börnunum sínum þessa skemmtilegu sögu.

Um liðna helgi var haldin föndurstund í Bryggjuhúsinu þar sem börnin í bænum tóku þátt í því að skreyta salinn og jólatréð fyrir jólatrésskemmtunina og er hann nú glimrandi fallegur. Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.

Íbúabyggð þétt í endurskoðuðu aðalskipulagi Reykjanesbæjar

Átt þú Menningarkort?

Menningarkort Reykjanesbæjar

2017

Menningarkortið fæst í Duus Safnahúsum, Rokksafni Íslands og Bókasafni Reykjanesbæjar.

Kortið kostar 3.500 krónur og veitir þér aðgang að söfnunum ásamt bókasafnskorti sem gildir út árið 2017. Handhafar kortsins fá einnig 10% afslátt í safnbúðum ofan taldra safna, afslátt á ýmsa viðburði, sýningar og þjónustu á vegum menningarhópa og stofnana í bæjarfélaginu. Þetta reikningsdæmi er ofur – einfalt!

Stærstu breytingarnar í endurskoðuðu aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2015 til 2030 er minna umfang íbúðabyggða og þétting hennar þar sem ekki er gert ráð fyrir eins mikilli íbúafjölgun nú og gert var ráð fyrir í núgildandi skipulagi, 2008 til 2024. Þá er einnig gert ráð fyrir að dregið verði úr nýjum atvinnusvæðum frá því sem áður var og lagt til að falla frá þeim hugmyndum að breyta atvinnusvæðum í byggð í íbúðasvæði. Þetta kom fram á íbúafundi í Bergi í Hljómahöll í síðustu viku. Fólki gefst kostur á að senda inn athugasemdir vegna skipulagsins til 20. janúar 2017. Þó að íbúafjölgun hafi verið hröð að undanförnu er gert ráð fyrir 1,5 prósenta fjölgun íbúa að meðaltali til ársins 2030. Núgildandi skipulag gerði ráð fyrir 3,3 prósenta íbúafjölgun til ársins 2024. Stærstu breytingarnar í endurskoðuðu skipulagi eru því fækkun íbúðasvæða því Dalshverfi tekur enn við um 400 íbúðum og Hlíðarhverfi er deiluskipulagt. Stapahverfi og hverfi sunnan Reykjanesbrautar eru því ekki lengur á aðalskipulagi. Á fundinum kom fram að þó að fjölgun í bænum fari fram úr þeim 1,5 prósenti sem gert er ráð fyrir er Reykjanesbær vel settur með skipulögð svæði. Áhersla er á þéttingu byggðar, meðal annars með því að nýta fyrrum atvinnusvæði og vannýtt svæði fyrir íbúabyggð í núverandi byggð. Annar veigamikill þáttur í endurskoðuðu aðalskipulagi er bætt umferðaröryggi á Reykjanesbraut frá Innri Njarðvík að Flugstöð með hringtorgum, tengibrautum og breytingum

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs, fór yfir helstu breytingar í endurskoðuðu aðalskipulagi á íbúafundinum.

á legu gatna á fjölförnustu stöðunum. Þær breytingar verða að sjálfsögðu að vera í samræmi við samgönguáætlun og aðgerðir Vegagerðarinnar. Þá hafa breytingar orðið á verslunarog þjónustusvæðum miðað við fyrra aðalskipulag. Þess má geta að nær öllum lóðum við verslunar- og þjónustusvæðið Flugvelli hefur verið úthlutað og munu framkvæmdir við það hverfi hefjast eftir áramótin. Í endurskoðuninni er gert ráð fyrir að ekki verði frekari útblástursmengun og að hafnarsvæðið sem nú er í gildandi aðalskipulagi verði ekki stækkað. Þar með er ekki gert ráð fyrir frekari losun á flúor og brennisteinsdíoxíði á iðnaðarsvæði í Helguvík, en þá er gert ráð fyrir bæði annarri kísilmálmverksmiðju og álveri. Vinna við endurskoðað aðalskipulag hófst með íbúaþingi í Hljómahöll í september 2015. Þar var tekið á móti hugmyndum íbúa sem síðan var unnið úr. Í framhaldi var skipaður stýrihópur sem meðal annars vann úr hugmyndunum.


JÓLALEIKUR NETTÓ OG PEPSI MAX KAUPTU KIPPU AF 4X2 L PEPSI EÐA PEPSI MAX

OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ GJAFABRÉF Í NETTÓ FYRIR SÖMU UPPHÆÐ OG ÞÚ VERSLAÐIR Í ÞEIRRI FERÐ

75 HEPPNIR VIÐSKIPTAVINIR FÁ VINNING DREGIÐ 23. DESEMBER Þú kaupir kippu af 4x2 l Pepsi eða Pepsi Max, skrifar nafn, símanúmer og netfang aftan á kassakvittun og setur í Pepsikassann í Nettó. Á Þorláksmessu fá 5 heppnir viðskiptavinir í hverri Nettó verslun gjafabréf í Nettó fyrir sömu upphæð og er á kassakvittuninni þinni.


markhönnun ehf

Veislan heldur áfram… kalkúNN Heill - frosiNN 3 stærðir KR KG

-32%

998

laMbaHryggur kryddaður - ferskur Áður: 2.197 kr/kG KR KG

1.494

Franskur gæðakalkúnn á betra verði!

Hátíðarsúpa HuMarsöluNNar, 850 Ml KR stK

Hs skelbrot 1 kG blandað - Frosið Áður: 3.895 kr/kG KR KG

laMbapriMe ferskt Áður: 3.298 kr/kG KR KG

2.474

1.298

2.999

HreiNdýr luNdir - frosið Áður: 8.989 kr/kG KR KG

7.910

nýtt í

-23%

-25%

Frábært verð

HreiNdýr fille - silverskin on Frosið Áður: 9.498 kr/kG KR KG

8.358

aNdabriNgur Franskar - Frosið Áður: 2.998 kr/kG KR KG

2.698

Frábært verð MackiNtosH dós - 1,315 kg./pk KR PK

1.798 liNdor koNfektkúlur Ýmsar teGundir - 200 Gr. KR PK

998

oNly jólasveiNN súkkulaði - 150 eða 60 Gr. verð frá: KR stK

199

oNly jólakúlur súkkulaði - 400 Gr. KR PK

498

Tilboðin gilda 8. – 11. desember 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


-40% Grísabógur á frábæru verði!

Frábært verð

aðveNtusteik grísabógur fylltur M/kaNil og epluM Áður: 2.498 kr/kG KR KG

1.499

Nauta MíNútusteik Áður: 3.798 kr/kG KR KG

2.659

-30%

kjötsel HaNgilæri - úrbeinað Áður: 3.798 kr/kG KR KG

HaNgilæri með beini Áður: 2.298 kr/kG KR KG

-22%

2.962

1.999

Sætar karföflur á tilboði

-50%

-23% NautaluNdir erleNdar - frosið Áður: 3.998 kr/kG KR KG

3.398

Ódýrt og girnilegt

USA kleinuhringir bakaðir á staðnum

NautaHakk 8-12% - 500 Gr. Áður: 898 kr/Pk KR PK

691

-20%

sætar kartöflur uPPrunaland: sPÁnn Áður: 298 kr/kG KR KG

149

-40% usa kleiNuHriNgir Áður: 198 kr/stk. KR stK

119

alMoNdy kaka með daim eða toblerone - 400 Gr. Áður: 998 kr/Pk KR PK

798

kjörís Mjúkís súkkulaði - 1 ltr. Áður: 550 kr/Pk KR PK

499

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 8. desember 2016

RITSTJÓRNARPISTILL Dagný Hulda Erlendsdóttir

Latibær til Springfield Stóriðjan í Helguvík hefur verið mál málanna undanfarnar vikur, ekki síst eftir að íbúar Reykjanesbæjar fóru að finna fyrir sterkri lykt frá kísilveri United Silicon sem tók til starfa fyrir nokkrum vikum. Skiljanlega er fólk ekki sátt við stöðuna og orðið langþreytt á ástandinu sem sagt er tengjast byrjunarörðugleikum. Það er vonandi að þeir verði úr sögunni sem fyrst. Ýmsir hafa gantast með ástandið og að bæjarfélagið minni helst á Springfield, heimabæ Simpson fjölskyldunnar í samnefndum sjónvarpsþáttum. Þar sem mengandi verksmiðja, rekin af herra Burns, er nálægt byggðinni. Á þeim dögum þegar mengunin er sem verst kemst ég ekki hjá því að ímynda mér herra Burns í Helguvík, í jakkafötunum sínum að tipla fingurgómunum saman og Homer sjálfan við stjórnvölinn á tækjum verksmiðjunnar. Í síðustu viku bárust svo loks fréttir af álveri Norðuráls í Helguvík sem kúrt hefur þar eitt og yfirgefið í nokkur ár. Þær voru þess efnis að mjög ólíklegt sé að álverið taki nokkurn tíma til starfa þar sem það hefur ekki raforku til álframleiðslu. Grænmetisbóndi í Reykjavík, Stefán Karl Stefánsson, sem líklega er þekktastur fyrir að leika Glanna glæp í Latabæ, lýsti því samdægurs yfir á Facebook-síðu sinni að hann vilji stofna stóra grænmetisframleiðslu í byggingum álversins sem standa auðar. Það skemmtilega er að Stefán er ekkert að grínast með þessa hugmynd. Hann hefur lengi stefnt að því að framleiða grænmeti fyrir innlendan og alþjóðalegan markað og vill hafa framleiðsluna sem næst Keflavíkurflugvelli. Á samfélagsmiðlum hefur verið nefnt að líklega sé ekki leyfilegt að framleiða matvæli á þynningarsvæði eins og því sem er í kringum stóriðjuna í Helguvík. Mig langar því til að nýta tækifærið og hvetja forsvarsfólk sveitarfélaganna á Suðurnesjum til að setja sig í samband við Stefán lumi það á hentugum lóðum undir risavaxna grænmetisframleiðslu. Þar sem ég ólst upp í Sandgerði sé ég fyrir mér að gamla Rockwille svæðið gæti verið alveg prýðilegt enda jafnvel enn styttra þaðan á flugvöllinn en frá Helguvík. Hvernig sem á málið er horft eru allar líkur á því að meiri sátt verði um stórtæka grænmetisræktun á Suðurnesjum en um stóriðju. Þó svo að þættirnir um Simpson fjölskylduna séu stór skemmtilegir vill enginn að bærinn sinn breytist í Springfield. Þá er Latibær miklu betri.

Erlingur Helgason og bróðir hans Þorsteinn Helgason standa vaktina og sjá til þess að Suðurnesjamenn séu flottir í tauinu.

STRÁKAR

SPÁ ROSALEGA MIKIÐ Í FÖTUM ●●Vibes Keflavík er ný herrafataverslun við Hafnargötu Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is

ATVINNA KEF seafood óskar eftir handflakara í fiskvinnslu okkar í Reykjanesbæ. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Upplýsingar í síma 892 2590, Einar

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, sími 421 0002, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www. vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

„Það er fáránlegt að búa í bæjarfélagi þar sem er engin karlmannsverslun. Þetta er auk þess áhugamálið og það er algjör snilld að gera blandað saman áhugamáli og vinnu,“ segir Erlingur Helgason sem nýlega opnaði herrafataverslunina Vibes í Keflavík. Þessi 25 ára Keflvíkingur hefur lengi fylgst með og spáð í tískunni og að eigin sögn væri hann mun betur settur í dag ef fataskápurinn hans væri örlítið minni. Hann ákvað að taka til sinna ráða og bæta úr þessu verslunarleysi og keypti húsnæði við Hafnargötu 32 í Reykjanesbæ. Með hjálp fjölskyldunnar var húsnæðið tekið í gegn frá toppi til táar svo úr varð þessi glæsilega verslun. Vibes Keflavík var opnuð í lok sumars og hafa viðtökurnar verið góðar að sögn Erlings. Hann viðurkennir að gangandi umferð á Hafnargötunni mætti hins vegar vera meiri. Fatnaðurinn höfðar meira til ungra karlmanna en þó ættu allir að gera fundið eitthvað við sitt hæfi enda eru bindi og skyrtur og allt þetta klassíska á boðstólum. „Strákar spá rosalega mikið í fötum og það er mjög gaman af því. Þetta er orðið þannig að það er orðið erfitt fyrir mömmurnar að versla fyrir strákana sína. Þeir gera miklar kröfur, vilja vissa liti eða vissa sídd,“ segir verslunareigandinn. Erlingur telur að jólafötin í ár séu fremur hefðbundin fyrir karlpeninginn - skyrta, jakki og svartar gallabuxur. Kínakraginn á skyrtum er vinsæll og svo eru slaufur búnar að festa sig í sessi hjá yngri kynslóðinni og komnar til að vera að hans mati.

„Jólafötin í ár eru fremur hefðbundin fyrir karlpeninginn“


t

ÚRVALIÐ ER HJÁ OKKUR Philips 55PUS6031 55“ UHD Smart LED sjónvarp með Ultra HD 3840x2160 punkta upplausn. Pixel Plus Ultra HD myndvinnsla. Micro Dimming Pro baklýsing. 700Hz PPI. Snjallsjónvarp með Netflix 4K.

55”

KAUPAUKI 2 Senseo kaffiglös og 5 pakkar af Senseo kaffi meðan birgðir endast

VERÐ

109.995 FRÁBÆRT VERÐ

Ariete 2952 Poppvél með heitum blæstri. Tekur 2 mínútur að poppa. Gegnsætt lok með áfyllingar íláti.

Braun MQ325 SPAGHETTI Öflugur 550w töfrasproti með stálskafti. Vandaðir hnífar með skvettivörn. 350ml hakkari, 600ml mæliglas og þeytari fylgja.

VERÐ

VERÐ

5.495

7.995

FRÁBÆRT VERÐ

FRÁBÆRT VERÐ

Fissler 05938028100 Vönduð 28cm panna. Viðloðunarfrí. Framleidd í Þýskalandi.

Melissa 16310176 SOUS VIDE vacumsuðutæki fyrir alla potta. Dælir vatni í 360°. LED skjár. Nákvæm hitastýring frá 5-100°C. Nákvæmni uppá 0,1°C. Tímastillir.

Philips FC8322 750w PowerLife Eco range ryksuga með. 3 í 1 TriActive+ ryksuguhaus. CleanAir filter sem hægt er að þvo.

VERÐ

VERÐ

16.995

17.995

FRÁBÆRT VERÐ

FRÁBÆRT VERÐ

VERÐ

13.995

Philips HD781760 Original Senseo kaffivél sem hellir upp á 1 eða 2 bolla í einu. Hver bolli er ferskur og með froðu.

FRÁBÆRT VERÐ

VERÐ

9.995 FRÁBÆRT VERÐ

Chef Classic

Delonghi ECAM22110B 1,8L espresso kaffivél með kaffikvörn. Cappucino System. Malar baunir og býr til kaffi. Býr til gufu til að flóa mjólk og fyrir heita drykki. Sjálfvirkt hreinsikerfi.

Kenwood KM336 Vönduð 800w hrærivél með 4,6 lítra skál úr ryðfríu stáli, K-járni, hnoðara, þeytara og hraðastilli.

VERÐ

VERÐ

44.995

59.995

FRÁBÆRT VERÐ

FRÁBÆRT VERÐ

ÓTRÚLE JÓLATIL GT BOÐ

-20.000

8“ SPJALDTÖLVA FYRIR BÖRNIN Á 12.995 !

i5 OG 512GB SSD ! ASU-F556UADM331T Ofurfartölva með kraftmiklum Intel i5 örgjörva, FullHD skjá og risastórum og hraðvirkum 512GB SSD.

149.995 95

ÁÐUR 169.9

ASU-F556UADM331T

Vinsæl jólagjöf fyrir börnin á ótrúlegu tilboði. Fjögurra kjarna örgjörvi og Android Kit Kat 4.4.2. sem gefur aðgang að þúsundum ókeypis leikja og smáforrita.

-30%

Risastór 10.000mAh USB hleðslurafhlaða með allt að 2.4A hraðhleiðslu. Hægt að hlaða flest tæki 2-3 sinnum. ASU-ZENPOWERSI

6.995

12.995

5 ÁÐUR 9.99

5 ÁÐUR 14.99

NEX-NX785QC8G

-10.000

LEGT ÓTRÚ RÐ E V

13,3” OG FJÓRIR KJARNAR

Allt efnið er birt með fyrirvara um prentvillur og myndabrengl.

RISAHLEÐSLA Í KREDITKORTASTÆRÐ

WI-FI OG SNJALLPRENTUN

RAZER DEATHADDER CHROMA

ÞRÁÐLAUS BLUETOOTH HEYRNARTÓL

STÓR EXTREME BLUETOOTH HÁTALARI

Traust Acer Aspire fartölva með fjögurra kjarna Intel örgjörva. Hentar vel í alla hefðbundna tölvuvinnslu heimilisins.

Fjölnotaprentari sem prentar, skannar og ljósritar. Einfalt og notendavænt stjórnborð.

Leikjamús fyrir kröfuharða. Sérhönnuð fyrir leikjaspilun sem krefst næmni og hraða.

Sérstaklega flott samanbrjótanleg JBl heyrnartól með Bluetooth tækni fyrir þráðlausa hlustun á ferðinni eða heima.

Ótrúleg hljómgæði með þessum geggjaða JBL Extreme hátalara sem er jafnframt vatnsheldur.

ACE-NXMZUED028

EPS-XP235

RAZ-RZ0101210100R3G1

JBL-E50BTBLACK

JBL-XTREMEBLACK

59.995 5 ÁÐUR 69.99

9.995 5 ÁÐUR 11.99

1FR1ÁBÆ.9RT9VER5Ð

1FR4ÁBÆ.7RT9VER5Ð

3FR7ÁBÆ.9RT9VER5Ð

ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ Sími 414 1740


8

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 8. desember 2016

LISTRÆN FJÖLSKYLDA í gamla bænum ●●Már og Ísold halda ókeypis jólatónleika á Ránni - Núi og Nía er nýtt app Línu Rutar Hildur Björk Pálsdóttir hildur@vf.is

Það er nóg um að vera hjá listakonunni Línu Rut Wilberg og fjölskyldu hennar en á dögunum kom út nýtt app sem er gert út frá fyrstu barnabók Línu, Núa og Níu, og heitir sama nafni. Lína Rut var líka að gefa út nýja bók, Þegar næsta sól kemur, en það er þriðja bókin úr því ævintýri. Már og Ísold, börn Línu Rutar, ætla að endurtaka leikinn frá því í fyrra og halda ókeypis jólatónleika á Ránni, en hafa fært út kvíarnar og verða með stærra „show“ í ár. Appið Nía og Núi er fyrsta appið sem gert er út frá íslenskri barnabók og er gefið út af NB forlagi, eins og bækurnar. Í appinu er

hægt að lesa bókina, hlusta á hana á íslensku og ensku, auk þess að spila leiki. Einnig er búið að gera stutta teiknimynd um bókina í tvívídd. „Þetta er stór stund. Mér skilst að þetta sé sambærilegt og þegar fyrsta barnabókin var prentuð í lit,“ segir Lína um útgáfu appsins. Hún segist sjálf ekki vera tæknivædd og sé því að fara leið sem er ný fyrir henni. „Þetta eru spennandi tímar. Ég er full tilhlökkunar að takast á við þetta. Það er gaman að sjá ævintýrið sitt lifna svona við. Þetta er góð kynning og ég er þakklát forlaginu fyrir að velja mína sögu í verkefnið.“ Um hvað eru bækurnar? Hugmyndin kviknaði fyrir um það bil 10 árum síðan en þá ætlaði ég bara að búa til fígúru og safna fjármunum til styrktar fötluðum. Þá hét Núi reyndar „Happyface“ en mér fannst það ekki ganga eftir að hann endaði í bók. Síðan fóru fleiri fígúrur að „poppa upp“ í kollinum á mér, ég kom þeim frá mér á blað, lék mér með þær og þróaði svo hægt og rólega fór að myndast saga í kringum þær og að lokum var ég komin með efnivið í heila bók. Ég labba oft fallega göngustíginn hér meðfram sjávarsíðunni og ákvað að nota umhverfið þaðan í heiminn þeirra, og hafið, ég elska hafið og finnst gott að búa nálægt því og því skipar hafið og vatnið líka stóran sess í bókinni. Ég fór öfugt á við flesta í gerð bókarinnar því ég myndskreytti alla söguna fyrst, síðan kom textinn. Þar sem ég er enginn

rosalegur penni hafði ég áhyggjur af því að það tæki mig allt of langan tíma að skrifa hana. Ég fann að ég þurfti að fara að koma þessu frá mér enda búið að vera í 10 ár í vinnslu. Ég fékk því Þorgrím Þráinsson í lið með mér. Hann kom þessu í orð og lét ævintýrið lifna við. Að skrifa sögu út frá myndskreytingum er kannski ekkert auðvelt, svo að í annarri bókinni, Nía fýkur burt, þá kom ég með grófa hugmynd að söguþráð og leyfði Þorgrími að skrifa söguna fyrst og síðan myndskreytti ég eftir á. Í þriðju bókinni, Þegar næsta sól kemur, gaf ég Þorgrími frí og gerði þetta bara sjálf, bókaútgefandinn hvatti mig til þess og ég ákvað að prufa og sé ekki eftir því, það er mun skemmtilegra að gera þetta allt saman sjálf og mér finnst heildarmyndin koma betur út með þessu móti. Þegar næsta sól kemur fjallar um Níu. Hún lendir í ævintýrum ein síns liðs og þarf að treysta á eigin kosti og í lokin áttar hún sig á að hún er ekki eins ómöguleg og hún stundum heldur. Nafn þeirrar bókar, „Þegar næsta sól kemur,“ er komið frá setningu sem Nói, sonur minn notaði ávallt þegar hann var ungur og þýddi „á morgun.“ Mér fannst þetta svo falleg setning og langaði að gera eitthvað með hana. Bókin er því búin að vera í vinnslu síðastliðin sjö ár. Nói elskaði líka að klæða sig í búninga og mig langaði að blanda þessu saman, Þetta var mikið púsluspil og miklar pælingar í endalausum smáatriðum. Næst á dagskrá hjá listakonunni er sýning í London á listaverkum hennar, en hún verður opnuð í janúar næstkomandi. Svo kemur út nýtt ævintýri fyrir næstu jól. „Vinnutitill þeirrar bókar er Petra Puttalingur en það er 20 ára gömul saga sem ég las fyrir börnin mín í gegnum árin. Hún fjallar um Petru litlu sem býr í málverki og upplifir sig eina í heiminum. Hún telur sig svo finna föður sinn og leggur af stað í langt ferðalag til þess að hitta hann,“

segir Lína Rut og bætir við að auk þess sé hún með fleiri hugmyndir, ný ævintýri sem vonandi líta dagsins ljós einn daginn.

Upphitun fyrir jólin

Listin rennur greinilega í blóðinu, en þau Már Gunnarsson og Ísold Wilberg Antonsdóttir eru bæði tónlistarmenn. Már spilar á píanó, syngur og semur tónlist og Ísold syngur og semur einnig tónlist, en hún er útskrifuð úr jazz söng frá FÍH og er þessa dagana að keppa í The Voice. Þau ætla að halda jólatónleika á Ránni þann 14. desember og með þeim verða þeir Jón Ragnar Magnússon á gítar, Björn Kristinsson á saxófón, eða Bjössi sax eins og hann er oft kallaður, og Einar Júlíusson, eða Einsi Júll, mun syngja. Svo er aldrei að vita nema þau lumi á óvæntum gestum. „Þetta er hugsað sem eins konar upphitun fyrir jólin. Tilefni fyrir fólk að eiga notalega stund saman og komast í jólaskap. Við erum að skipuleggja þetta sem „show“ eða skemmtun fyrir alla og það er ókeypis aðgangur,“ segja Már og Ísold. „Í fyrra var Már með tónleikana og ég söng nokkur lög með okkur en núna erum við saman og ákváðum að gera þetta aðeins umfangsmeira. Svo á næsta ári verðum við með heilt „big band“ á bak við okkur,“ segir Ísold og skellir upp úr. Hún segir þau Má þekkja vel inn á hvort annað þegar þau spila og syngja saman, enda æfa þau oft saman og hjálpa hvort öðru þegar

þau eru að semja eigin tónlist. „Ég er mikið hér í Keflavík þar sem ég vinn sem flugfreyja. Og þegar ég er hér þá biður Már mig oft um að syngja með einhverju lagi sem hann var að semja á píanóið eða ég bið hann um að hlusta á lag sem ég var að semja og segja mér hvort honum finnist það alveg hræðilega ömurlegt.“ segir Ísold. Hún segist vera orðinn mikill Keflvíkingur í sér þótt hún hafi ekki alist upp hér og að næsta skref sé að flytja hingað. „Uppáhalds fatabúðin mín, Galleri, er hér, uppáhalds veitingastaðurinn minn, Thai Keflavík, er hér og uppáhalds staðurinn minn er hérna meðfram sjónum.“ Meðal þess sem gestir tónleikanna munu fá að heyra er jólalag sem Már samdi þegar hann var tíu ára og bjó í Lúxemborg. „Það heitir Jólin í dag og ég er tiltölulega nýbúinn að gefa það út. Það var í útsendingu Vilhjálms Guðjónssonar og er til í tveimur útgáfum. Annars vegar þar sem ég syng með barnakór og svo þar sem einungis barnakórinn syngur. Við gerðum tónlistarmyndband við það lag sem hægt er að finna á Youtube. Það sem mér finnst svolítið skemmtilegt við tónlistarmyndbandið er að ég fór og talaði við forstöðukonuna á leikskólanum Vesturbergi og bað hana um að fá börnin til að teikna jólamyndir. Þau létu mig svo hafa um fimmtíu myndir sem við svo settum saman og gerðum myndbandið úr. Mér fannst það koma skemmtilega út,“ segir Már að lokum.


EINSTAKUR

Bíll á mynd: Honda Jazz Elegance

Á ALLA VEGU

Það er ekki að ástæðulausu sem nýr Honda Jazz fékk verðlaunin Besti bíllinn í sínum flokki af Euro NCAP! Í Jazz færðu ekki aðeins mesta fáanlega öryggi sem bíll í þessum stærðarflokki býður uppá! Þú færð einnig ríkulegan staðalbúnaði og eitt mesta rými fyrir farþega og farangur sem þekkist í bílum í þessum flokki! Ekki skemmir fyrir að Jazz er einstaklega hagkvæmur í rekstri en hann eyðir aðeins frá 4,6 L/100km í blönduðum akstri!* Jazz er frábær kostur fyrir þá sem vilja viðhaldslítinn og endingargóðan bíl en Jazz er fyrir löngu orðinn þekktur fyrir áræðanleika og hátt endursöluverð.

Honda Jazz

kostar frá kr. 2.840.000

Kynntu þér Jazz verðlaunabílinn frá Honda, einum áræðanlegasta bílaframleiðanda heims!

MEÐ SJÁLFSKIPTINGU

Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00

www.honda.is

Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 7800 • www.bernhard.is


Ódýr pizzuveisla

1kg

198 kr. 400 g

598

Wewalka Pizzadeig Ferskt, 400 g

kr. 600 g

ORA Hátíðarsíld 600 g

Hið eina sanna

2L

195 kr. 2 l

Pepsi og Pepsi Max 2 lítrar

kr. 0,5 l

98

kr. 330 ml

Egils Appelsín 0,5 l

Ceres Jóla Hvítöl Danskt, 330 ml

98

359 kr. 850 ml

Ribena Sólberjaþykkni 850 ml

1kg

1kg

kr. 0,5 l

98

kr. 0,5 l

95

Víking Hátíðarblanda 0,5 l

Víking Malt 0,5 l

kr. 100 g

Blomberg’s Jólaglögg Óáfeng, 1 l

Taveners Lakkrís 1 kg

Walkers Karamellur 1 kg

kr. 1 kg

g Verndar o hreinsar

169

kr. 1 l

998

kr. 1 kg

g Jólaglög

598

498

479 kr. 500 g

Toblerone 100 g

Only Stollen brauð 500 g

Verð gildir til og með 11. desember eða meðan birgðir endast

398 kr. stk.

Bónus Scrubstone Með svampi


Takmarkað magn

skilar til viðskiptavina ólöglegri gjaldtöku ríkisins við útboð á nautakjötskvóta til innflutnings.

2.798 kr. kg

2.959 kr. kg

Verð áður

98 3.7 kr. kg

Norðanfiskur Reyktur eða grafinn lax

Nautalundir Þýskaland, frosnar Verð áður 3.798 kr. kg

GOTT VERÐ Í BÓNUS t Norðlensk

Kofareykt

hangikjöt

hangikjöt

2.998 kr. kg

2.198 kr. kg

1.259 kr. kg

1.398 kr. kg

Kjarnafæði Hangikjöt Kofareykt, úrbeinað

Kjarnafæði Hangiframpartur Kofareyktur, úrbeinaður

KEA Hangiframpartur Sagaður, með beini, frosinn

Bónus Hamborgarhryggur Með beini

SAMA VERd

um land allt

Roð- og beinhreinsaðir

Rjúpur

1Ís0le 0% nskt

ungnautakjöt

1.698 kr. kg Íslandsnaut Ungnautahakk Ferskt

798 kr. 800 g

Bónus Ýsubitar og sporðar 800 g, frosnir

698 kr. 375 g

Rjúpa Bretland, 375 g, frosin

ne

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 8. desember 2016

Settu saman og forrituðu vélmenni ●●og kepptu svo um hver kom fyrstur í mark Nemendur í sjöunda bekk Háaleitisskóla á Ásbrú sem hafa nýsköpunarog tækniáfangann „Hakkit“ sem valfag tóku þátt í svokallaðri línueltikeppni í Eldey, aðstöðu tæknifræðináms Keilis og Háskóla Íslands. Áfanginn snýst um að kynnast undraheimi nýsköpunar og tækni og fengu nemendur meðal annars það verkefni að smíða lítil vélmenni sem eru eins og bílar og forrita þau til þess að geta ekið eftir strikaðri braut ásamt því að geta stjórnað þeim með snjallsímaappi. Keppt var um hvaða vélmenni fór hraðast í gegnum brautirnar. En hvernig voru vélmennin smíðuð? „Við fengum kassa með litlum hlutum og áttum að setja vélmennið saman og notuðum örtölvur til að forrita hugbúnaðinn,“ segir Jón Kristófer Vignisson, nemandi í Háaleitisskóla, sem sigraði aðra keppnina, þar sem hann stýrði vélmennabíl sínum hraðast í gegnum brautina með snjallsímaapp fyrir fjarstýringu. Aðspurðir segja kennararnir, þeir Marek Antoni Kraciuk og Pétur Freyr Kristmundsson hugmyndina að keppninni hafa komið þegar krakkarnir voru búnir að setja saman vélmennabílana og forrita þá. Þ e i m h af i þótt frábær hugmynd að halda keppni um hver gæti komist í gegnum brautir á sem stystum

tíma. Önnur brautin var þannig að bílarnir áttu að keyra sjálfir eftir miðlínu en hin brautin gekk út á að nemandinn stýrði bíl sínum með fjarstýringu í gegnum brautina, en sú fjarstýring var í formi snjallsímaapps. „Það fóru tólf vikur í undirbúning á vélmennunum, en fyrst þurftum við að kenna nemendunum hvernig rafmagn virkar. Við kveiktum á perum, sýndum þeim plús og mínus og fórum yfir hvað straumur og spenna er. Svo fórum við að vinna í að setja vélmennin saman, tengja alla mótora og svo notuðum við örtölvur til að forrita hvað vélmennin ættu að gera. Við notuðum mjög einfalda forritun sem var blanda af C og C++ og innihélt aðeins einfaldar skipanir eins og „if “ og „else“ og lesa skynjara, hvort hann segir einn eða núll og úr því settum við saman forrit. Við vonum að við höfum náð að kveikja frekari áhuga hjá krökkunum fyrir tækni og nýsköpun,“ segja Marek og Pétur. Keilir hefur tekið að sér að annast valg re i nar f y r i r nemendur í Háaleitisskóla á Ásbrú. Fyrir ár am ót verða nemendurnir í „ Ha k k i t “ smiðjunni í Eldey en eftir áramót kynna þau sér fluggreinar eins og flugvirkjun og flugnám.

Full búð af fallegum skóm

Velja jólahús Sandgerðisbæjar ■■Umhverfisnefnd Sandgerðis stendur fyrir vali á jólahúsi bæjarfélagsins árið 2016. Hægt er að senda inn ábendingar um vel skreytt hús og verða tilnefningar að berast móttöku bæjarskrifstofu fyrir klukkan 15:00 fimmtudaginn 16. desember 2016. Fulltrúar umhverfisnefndar munu verða á ferðinni í desember og skoða þau hús sem hlotið hafa tilnefningu. Eigendum jólahússins verða svo afhent verðlaun stuttu fyrir jól. Nánari upplýsingar um valið má nálgast á vef Sandgerðisbæjar.

á alla fjölskylduna 201 66 201 201 66 201

ta rfrétta Víkurfrét leikurrVíku miðaleiku Skafmiða ta rfrét Skaf Víkurfrét jum rnes leikur Suðu ár ta miða lana Skaf jum verslana Víku rnes ogmiða Suðu leiku áSuðu vers Skaf rnesjum og lanaááSuðu og verslana rnesjum vers og

Hafnargötu 29, 230 Reykjanesbær - Sími 421 8585

NÚ BORGAR SIG AÐ SKILA

Jólalukku miðum í Nettó því það verður dregið 14., 21. og 24. des.


konukvöld-print.pdf

1

07/12/16

08:30

aður n t Barnavörur a f u Döm Herrafa tnaður t Jólaskrau

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

KONU KVÖLD

r Barnafatnaðu Jólagjafir

Fimmtudaginn 8. desember 2016 Milli klukkan 19 - 22 Bjóðum upp á fjölbreytt úrval af fallegum jólavörum og glæsilegan týzkufatnað á bæði konur og karla. Sigga Kling og Jónína Ben verða á staðnum og gefa tízkuráð. Kaffi og lúxus terta frá Sigurjónsbakarí.

Verzlun Fjölskylduhjálpar Íslands Baldursgötu 14, Reykjanesbæ


14

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 8. desember 2016

Taka ferskvatnssýni þrisvar sinnum á ári ●●Sýni tekin úr jarðvegi áður en kísilver tók til starfa ●●Verða borin saman við sýni sem tekin verða á næsta ári

Umhverfisstofnun hefur metið heildarlosun frá kísilveri United Silicon meiri en fyrirtækið gerði upphaflega ráð fyrir. Myndin er af ofni kísilversins en til að hita hann hafa tréflísar verið brenndar og af því komið lyktar- og reykmengun yfir Reykjanesbæ.

Ólíklegt að undirskriftir hafi áhrif ●●Bæjarráð lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála í Helguvík á fundi með fulltrúa Umhverfisstofnunar ●●Fulltrúi Umhverfisstofnunar segir forsendur starfsleyfis til Thorsil ekki hafa breyst það mikið að hægt verði að hætta við útgáfu þess Bæjarráð Reykjanesbæjar fundaði um mengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík með fulltrúa Umhverfisstofnunar síðasta fimmtudag. Bæjarráð bókaði á fundinum að ljóst væri að frávik hefðu orðið á viðmiðum verksmiðju United Silicon í Helguvík og ítrekaði áhyggjur sínar af stöðu mála þar. „Þetta var mjög góður fundur og fulltrúar voru vel undirbúnir og með ýmsar spurningar sem snéru bæði að núverandi ástandi, forsendum starfsleyfis og um framtíðina. Við fengum greinargóð svör,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta eftir fundinn. Brunalykt frá kísilveri United Silicon á að hverfa þegar búið verður að ná upp fullum hita í ofni kísilversins, að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, teymisstjóra eftirlitsteymis Umhverfisstofnunar. „Starfsleyfið fjallar um að allur reykur eigi að fara í gegnum reykhreinsivirki og við höfum farið vel yfir þetta með fulltrúum fyrirtækisins,“ segir hún. Reyk- og lyktarmengun undanfarna daga hefur meðal annars stafað af því að vegna byrjunarörðugleika hefur reykur farið óhreinsaður frá kísilverinu. Hann hefur svo lagt yfir Reykjanesbæ í norðanátt. Ofninn sem kveikt var upp í á dögunum er sá fyrsti af fjórum hjá kísilverinu en áætlað er að hinum verði bætt við á næsta áratug. Sigríður segir að sú krafa sé gerð að slíkt reyk- og lyktarmengun endurtaki sig ekki þegar kveikt verður upp í fleiri ofnum á næstu árum. Að sögn Kjartans Más hafa bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ sýnt því skilning að um nýja verksmiðju sé að ræða en að óljóst sé hversu stuttur sá þráður sé og að það styttist í honum.

Segir forsendur Thorsil ekki hafa breyst mikið

Áætlað er að annað kísilver, á vegum Thorsil, verði byggt í Helguvík á næstunni. Fram til 2. janúar verður hægt að senda inn athugasemdir við starfsleyfi þess. Nú er verið að safna undirskriftum gegn frekari stóriðjuuppbyggingu í Helguvík. Sigríður segir Umhverfisstofnun gefa sér ákveðnar forsendur fyrir veitingu starfsleyfis og að þær hafi ekki breyst mikið. Því sé ekki líklegt að starfsleyfið verði ekki gefið út. Að sögn Kjartans Más kom fram vilji allra framboða sem sitja í bæjarstjórn til þess að ljúka þeim verkefnum sem hafin voru í Helguvík. „Ég hef ekki heyrt af áherslubreytingu varðandi það hjá kjörnum fulltrúum. Við embættismennirnir vinnum við gefin loforð.“ Hann sagði erfitt að segja hvort þúsundir undirskrifta hafi áhrif á kjörna fulltrúa.

Breyttir tímar

Aðspurður um lærdóm af uppbyggingu stóriðju í Helguvík, sem hluti íbúa Reykjanesbæjar er ósáttur við, þá segir Kjartan Már að hafa verði í huga það ástand sem var á Suðurnesjum þegar ákveðið var að ráðast í byggingu á verksmiðjunum í Helguvík. „Atvinnuleysi var í sögulegu hámarki og erfið staða víðast hvar og Helguvíkurhöfn illa nýtt. Þá var þetta töfralausnin og frekar tvær verksmiðjur en ein. Núna eru breyttir tímar og allir hafa vinnu og mikil tekjuaukning er alls staðar. Ef menn hefðu séð það fyrir þá getur vel verið að ákvarðanir hefðu orðið aðrar.“ Ákveðið hefur verið að halda íbúafund um loftgæðismál og iðnaðaruppbyggingu í Helguvík á næstu vikum.

Búist er við að brennisteinstvíoxíð, köfnunarefnisoxíð og svifryk verði helstu mengunarefnin frá vinnslu kísilmálms í Helguvík og er magn þess í andrúmslofti mælt á þremur mælistöðvum í eins til tveggja kílómetra radíus frá verksmiðjunni. Ein mælistöðin er í Helguvík, í næsta nágrenni við Múrbúðina, önnur í Leiru, nálægt golfvellinum, og sú þriðja í hesthúsabyggðinni við Mánagrund. Í Helguvík og Leiru er símæling á öllum efnunum sem eiga uppruna sinn í verksmiðju United Silicon en í mælistöðinni á Mánagrund er einungis mælt brennisteinstvíoxíð. Orkurannsóknir Keilis ehf. sjá um mælingarnar sem framkvæmdar eru samkvæmt vöktunaráætlun United Silicon. Niðurstöðurnar eru birtar á tíu mínútna fresti á vefnum www.andvari.is. United Silicon greiðir fyrir mælingarnar og eru Orkurannsóknir verktakar þeirra. Staðsetningar á mælistöðvunum voru ákveðnar út frá loftdreifilíkönum og vindlíkani. Tekin voru sýni úr jarðvegi, gróðri og ferskvatni árið 2015, rúmlega ári áður en verksmiðja United Silicon tók til starfa og er vöktunaráætlun United Silicon fyrir tímabilið 2015 til 2025 lögð til grundvallar við sýnatökuna. Sýnin voru tekin af Náttúrufræðistofu Suðvesturlands. Að sögn Egils Þóris Einarssonar, efnaverkfræðings hjá Orkurannsóknum, hafa sýnin öll verið efnagreind og mældir eru þungmálmar, brennisteinn og svokölluð PAH efni. Ferskvatnssýnin eru tekin úr tveimur tjörnum norðan við Helguvík þrisvar sinnum á ári. „Sýnataka á jarðvegi verður endurtekin seinna á næsta ári og þá verður hægt að gera samanburð á ástandinu fyrir og eftir gangsetningu verksmiðunnar.

Mengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík er mæld á mælistöðvum; í Leiru, Helguvík á Mánagrund. Á myndinni er Egill Þórir Einarsson, efnaverkfræðingur hjá Orkurannsóknum Keilis, í mælistöðinni í Helguvík. VF-mynd/hilmarbragi

Bakgrunnsmælingarnar eru mjög mikilvægur og stór hluti af ferlinu,“ segir Egill. Ákveðið var að setja upp mæla á þessum þremur stöðum því þar var gert ráð fyrir hæstu mengunargildum, að sögn Egils. Byrjað var að kynda upp í ofni kísilvers United Silicon fyrir tæplega fjórum vikum og lagði þá reyk- og lyktarmengun yfir hluta Reykjanesbæjar í norðanátt. Þá var verið að brenna timbur og þau efni sem þá lagði frá kísilverinu eru önnur en þau sem mæld eru á mælistöðvunum. Kolmonoxíð er eitt efnanna sem myndast við bruna á timbri og verður á næstunni settur upp mælir í Heiðarhverfi sem mun mæla magn

Fyrsta útskipun á kísilmálmi hjá United Silicon hf. í Helguvík Fyrsti kísilmálmurinn, sem framleiddur er í nýrri verksmiðju United Silicon hf. í Helguvík, var fluttur með Lagarfossi frá Helguvíkurhöfn á mánudagskvöld. Samtals fóru 12 gámar með rúmlega 300 tonn af kísilmálmi voru lestaðir um borð í Lagarfoss sem sigldi síðan af stað með farminn á leið til Rotterdam. „Þetta eru stór og mikil tímamót fyrir okkur enda fyrsti kísilmálmurinn sem framleiddur er á Íslandi. Kísill framleiddur hjá United Silicon hf. á Íslandi er þar með á leið til viðskiptavina félagsins í Evrópu. Um helmingurinn af öllum kísli, sem við munum framleiða, fer áfram til framleiðslu á polysilicon, sem er ofurhreinn kísilmálmur sem

einungis er notaður í sólarrafhlöður. Þær eru meðal annars settar upp á húsþök víða um heim og framleiða viðvarandi græna orku. Þannig er orðið að veruleika eitt aðalmarkmið okkar, sem er að flytja út græna orku Íslands til framleiðslu á enn grænni orku erlendis,“ segir Magnús Garðarsson, stjórnarmaður hjá United Silicon hf. í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Framundan eru spennandi tímar fyrir félagið og við megum vera stolt af því að framleiðsla á Íslandi taki þátt í þessum framtíðariðnaði sem nú þegar hefur komið í ljós að muni breyta orkuframleiðslu í öllum heiminum. Þar má til dæmis benda á að nýtt met var slegið á fyrsta helmingi ársins 2016, samkvæmt

fréttum BBC, sem greindi frá því að um hálf milljón sólarrafhlaða, að meðaltali, voru settar upp á hverjum degi á þessu tímabili. Þetta eru góð tíðindi og sérstaklega gleðilegt að Ísland taki nú þátt í sólariðnaði heimsins,“ segir hann. „Starfsmenn United Silicon hf. hafa unnið hörðum höndum nótt sem nýtan dag undanfarnar vikur við að koma kísilverksmiðjunni í gang og láta þetta verða að veruleika. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka þeim sérstaklega fyrir frábært vinnuframlag síðustu mánuðina,“ segir Helgi Þórhallsson, forstjóri United Silicon hf. í tilkynningunni sem send var til Víkurfrétta.

Er ekki rétt að staldra við? Málefni uppbyggingar iðnaðar í Helguvík eru mikilvægt mál sem ber að taka alvarlega. Málið er ekki eins og margir virðast gefa sér; einkamál núverandi eða fyrrverandi

Hannes Friðriksson

Sigríður Kristjánsdóttir frá Umhverfisstofnun og Kjartan Már Kjartansson komu í myndver Sjónvarps Víkurfrétta í síðustu viku. Viðtalið í heild sinni má nálgast á vef Víkurfrétta, vf.is.

þess í andrúmslofti. Þegar reykur slapp út úr kísilverinu mældist ekki hækkun á gildum þeirra lofttegunda sem mældar eru á mælistöðvunum þremur. Að sögn Egils gætu þó ýmis efni sem fylgja fíngerðri ösku í reyk mælst í ryksýnum sem safnað er í Helguvíkur mælistöðinni. „Safnað hefur verið ryksýnum í síur allan tímann sem verksmiðjan hefur verið í gangi og verða þau send í greiningu um áramót. Þá fáum við svör við því hvort einhver óæskileg efni hafi verið í svifryki á þeim tíma.“ Í ryksýnum eru mæld efni eins og þungmálmar, brennisteinn og svokölluð PAH-efni sem eru lífræn og myndast við bruna á kolefni.

bæjarfulltrúa. Sú uppbygging og framtíðarsýn sem kynnt hefur verið er mál bæjarbúa allra og snýst um framtíðarásýnd og lífsskilyrði bæjarbúa. Nú þegar mannvirkin eru tekin að rísa með tilheyrandi áhrifum og áhyggjum bæjarbúa hlýtur það að vera skylda okkar að fara yfir málið einu sinni enn. Vega og meta gallana og kostina um leið og við áttum okkur á því hvað er okkur og bænum okkar fyrir bestu til framtíðar litið. Áhyggjur bæjarbúa snúa að því hvað það er sem koma skal. Verður það allt í lagi fyrir okkur sem íbúa að svo stutt frá bænum muni hugsanlega rísa mengandi iðnaður sem hugsanlegt er að hafi áhrif á heilsufar íbúa? Áhyggjurnar snúa líka að ásýnd mannvirkjanna sjálfra.

Er það örugglega það sem við viljum að ímynd bæjarins verði háreistar byggingar og skorsteinar sem burt séð frá öllum hreinsibúnaði munu spúa svo mengandi efnum út í loftið að allar þær stofnanir sem um hafa fjallað telja að vöktun á umhverfisáhrifum sé nauðsyn. Við verðum að komast upp úr skotgröfum umræðunnar þar sem tekist er á um álit sérfræðinganna eða efnahagsleg áhrif framkvæmdanna. Við verðum að komast á það stig í umræðunni sem í raun hefði átt að vera fyrsta stigið. Er þetta sú framtíðarsýn sem við viljum fyrir bæinn okkar, þar sem mörg okkar hafa alist upp, og margir vildu svo gjarnan ala börnin sín upp? Við verðum að vera sannfærð um hvað það er sem við viljum og sýna samtakamátt til að hafna því sem við viljum ekki. Við skulum sýna okkur sjálfum þá virðingu. Með bestu kveðju, Hannes Friðriksson


HART Í JÓLAPAKKANN! 35%LITIR AFSLÁTTUR 3vi0lda% rafsláttur

Sígild borðspil í “Retro” útfærslu

Stóra smákökubókinn

Endalokin

VILDARVERÐ: 3.799.Verð: 5.999.-

VILDARVERÐ: 2.999.Verð: 4.499.-

VILDARVERÐ: 1.749.Verð: 2.499.-

3v0ild% arafsláttur

Staflaspil í “Retro” útfæslu VILDARVERÐ: 2.449.Verð: 3.499.-

ÖLL

KORTA- OG SEÐLAVESKI 30 % vildarafsláttur

Pabbi prófessor

Verjandinn

VILDARVERÐ: 3.399.Verð: 4.799.-

VILDARVERÐ: 4.499.Verð: 6.999.-

40% LITABÆKUR VILDARAFSLÁTTUR! ERLENDAR

Austurstræti 18

Álfabakka 16, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Húsavík - Garðarsbraut 9

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Vildarverð gilda 8. desember, til og með 11. desember Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


16

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 8. desember 2016

Jólasveinar dönsuðu í kringum jólatréð með bæjarbúum og sprelluðu fyrir ljósmyndarann.

Jólatré

í Reykjanesbæ vekur athygli í Noregi

Kristiansand, vinabær Reykjanesbæjar í Noregi, hefur gefið jólatré til Reykjanesbæjar og áður Keflavíkur í yfir 50 ár. Það, að kveikja ljósin á trénu, hefur markað upphaf jólaundirbúnings í Reykjanesbæ. Athöfnin á torginu framan við bæjarskrifstofurnar á Tjarnargötu er líka alltaf vel sótt og hefur verið lögð áhersla á að hafa skemmtilega dagskrá fyrir yngstu bæjarbúana. Í helgarútgáfu norska blaðsins Fædrelandsvennen sem gefið er út í Kristiansand og kom út síðasta laugardag er ítarleg umfjöllun um langt ferðalag jólatrésins frá Kristiansand til Reykjanesbæjar. Fædrelandsvennen, eða Föðurlandsvinurinn, gerir málefninu skil á fjórum síðum í blaðinu. Umfjöllunin hefst á opnumynd frá því er kveikt var á jólaljósum á trénu í Reykjanesbæ í byrjun aðventunnar og svo kemur önnur opna þar sem sýndar eru myndir frá því að tréð var fellt í skógi við Kristiansand og það flutt til Reykjanesbæjar. Þá eru birtar fleiri myndir frá skemmtuninni á ráðhústorginu í Reykjanesbæ en mynd-

irnar tók Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, fyrir norska blaðið. Víkurfréttir hafa þær upplýsingar frá norsku ritstjórninni að þar á bæ hafi það komið á óvart hversu margir bæjarbúar hafi safnast saman við jólatréð þegar ljósin voru tendruð. Það var sendiráðsritarinn úr norska sendiráðinu, Carina Ekornes, sem afhenti tréð formlega og Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, veitti því viðtöku. Bergur Leon Bjarnason, nemandi í 6. bekk Holtaskóla, tendraði svo jólaljósin. Skjóða og Langleggur, sem eru systkini jólasveinanna, komu svo og skemmtu yngstu bæjarbúunum. Skjóðu finnst gaman að segja sögur úr Grýluhelli en Langleggur er eitthvað fámálli. Þau stýrðu svo jólaballi þar sem dansað var í kringum jólatréð. Til að halda hita á mannskapnum sá svo Tónlistarskólinn í Reykjanesbæ um heitt kakó og piparkökur. Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar þegar kveikt var á jólatrénu í Reykjanesbæ um fyrri helgi.

Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilaði jólalög og kom fólki í stemmningu.

Skjóða og Langleggur skemmtu yngstu kynslóðinni.

Guðbrandur Einarsson veitti trénu viðtöku frá Carinu Ekornes sendiráðsritara.


fimmtudagur 8. desember 2016

17

VÍKURFRÉTTIR

„kom á óvart hversu margir bæjarbúar hafi safnast saman við jólatréð þegar ljósin voru tendruð“

Norska blaðið Fædrelandsvennen var með fjórar síður um jólatréð í Reykjanesbæ.

ÍBÚAFUNDUR Í STAPA Vegna ófyrirséðrar mengunar frá kísilveri United Silicon í Helguvík verður haldinn íbúafundur í Stapa miðvikudaginn 14. desember kl. 20:00. Fulltrúar eftirtalinna aðila flytja framsögu: Bæjarstjórn Reykjanesbæjar United Silicon Orkurannsókna Keilis Umhverfisstofnunar Pallborðsumræður og fyrirspurnir úr sal.


18

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 8. desember 2016

Jólaandi

í bókasafninu

■■Jólaandinn byrjaði snemma í Bókasafni Reykjanesbæjar en á laugardag fyrir fyrsta í aðventu var fjölskyldu- og jólahátíð. Lesið var upp úr bókum og þá var jólaföndur fyrir alla fjölskylduna. Sönghópur Suðurnesja leit við og tók nokkur lög og síðan var sérstök fjölmenningar dagskrá þar sem íslenskar jólahefðir voru kynntar fyrir innflytjendum. VF leit við og smellti nokkrum myndum.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í desember Við lengjum opnunartímann í desember. Fjöldi glæsilegra tilboða og kaupauka. Hlökkum til að sjá ykkur. Apótekarinn Keflavík

Apótekarinn Fitjum

Laugardagurinn 17. desember kl. 10–18

Annar í jólum, 26. desember kl. 10–14

Þorláksmessa 23. desember kl.10.30–19

Gamlársdagur 31. desember kl. 10–12

Sunnudagurinn 18. desember kl. 10–18

27. desember kl. 10–19

Aðfangadagur 24. desember kl.10–12

Nýársdagur 1. janúar LOKAÐ

Þorláksmessa 23. desember kl. 9–23

Gamlársdagur 31. desember kl. 10–12

Jóladagur 25. desember LOKAÐ

Aðfangadagur 24. desember kl.10–12

Nýársdagur 1. janúar LOKAÐ

Annar í jólum 26. desember LOKAÐ

Jóladagur 25. desember LOKAÐ

2. janúar 2017 kl. 10–19

Apótekarinn Keflavík Suðurgötu 2 S: 421 3200

Apótekarinn Fitjum Fitjum 2 S: 534 3010

- lægra verð


RAFMAGNSSKRÚFJÁRN, IXO V + IXO Lino leikfang

5.995

RYKSUGA, 900 BS-900MT.

POTTASETT, 10 stk. metallic, carbon.

8.245

18.745

kr.

kr.

kr.

Almennt verð: 10.995 kr. 65103270

Almennt verð: 7.995 kr. 74864006

Almennt verð: 24.995 kr. 41114420

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboð gilda til 12. desember.

25% AFSLÁTTUR AF MATAR- OG KAFFISTELLUM HEIL SETT

HNÍFAPARASETT, 25 stk. Windsor 18-10.

8.995

kr.

Almennt verð: 9.995 kr. 41114127

HRAÐSUÐURAFHLÖÐUBORVÉL, PSR 14,4Li

22.495

kr.

Almennt verð: 27.995 kr. 74864116

MIKIÐ ÚRVAL FÖNDURFRÆSARI, 3000MD 3 Star Kit

7.995

kr.

Almennt verð: 9.995 kr. 74780311

byko.is

JÓLATRÉSFÓTUR, 5” grænn eða rauður.

5.495 41114127

kr.

10.DESEMBER - LAUGARDAGUR - OPIÐ 10-16 AUÐVELT AÐ PANTA Á BYKO.IS

af

GERVITRJÁM

SKREYTUM SAMAN


20

VÍKURFRÉTTIR

Jólaskreytingadagur í Heiðarskóla

■■Sköpunargleði nemenda fékk að njóta sín í jólaföndri og stofuskreytingum í Heiðarskóla föstudaginn 25. nóvember síðastliðinn. Nemendur í 1. til 6. bekk undu syngjandi glaðir við ýmis konar jólaverkefni og nemendur í 7. til 10. bekk tóku þátt í stofuskreytinga-keppni en þetta var í þriðja sinn sem sú keppni fór fram. Keppnin var ekki síður metnaðarfull í ár en síðustu ár. Nemendur fengu fjórar kennslustundir til að setja skólastofur sínar í jólabúning og eftir að þeir höfðu yfirgefið skólann hóf leynileg dómnefnd störf. Dagurinn var einnig nýttur til að baka piparkökur sem öllum nemendum verður boðið upp á með súkkulaði fyrir jólafrí. Svo fór að lokum að 10. bekkur sigraði í stofuskreytinga-keppninni.

Jólagjöfina færðu hjá okkur

Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbæ | www.siraf.is | Si01@simnet.is | Sími: 421 7104

fimmtudagur 8. desember 2016


Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl, úrval getur verið mismunandi milli verslana.

20-30% afsláttur

Rafmagnsverkfæri, smáraftæki, búsáhöld og fatnaður

vefverslun husa.is

Verslaðu þegar þér hentar www.husa.is Byggjum á betra verði

w w w. h u s a . i s


22

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 8. desember 2016

Gamaldags

hátíðarstemning í messu á jóladag ●●Elíza Newman tók upp nýja og gamaldags jólahefð þegar hún flutti í Hafnir fyrir þremur árum l Sendi á dögunum frá sér plötuna Straumhvörf sem fengið hefur góðar móttökur Tónlistarkonan Elíza Newman Geirsdóttir flutti í Hafnir fyrir þremur árum og tók þá upp þá hátíðlegu hefð að fara alltaf með pabba sínum í messu í Kirkjuvogskirkju á jóladag. „Við sitjum á bekkjunum króknandi og það er mjög gamaldags og notalegt,“ segir hún. Pabbi Elízu, Geir Newman, ólst upp í Höfnum og í messunni hitta þau alltaf bróður hans og gamla vini. „Þetta er ný og skemmtileg hefð hjá mér en þær hafa breyst töluvert í gegnum enda er ég búin að flytja oft.“ Eftir messuna fara þau alltaf í kirkjugarðinn, heimsækja ættingja þar og kveikja ljós. Vann að nýju sólóplötunni í þrjú ár

Elíza sendi á dögunum frá sér sólóplötuna Straumhvörf. Hún er ánægð með móttökurnar en lögin Fagurgalinn og Af sem áður var hafa hlotið góðar viðtökur og verið mikið leikin á útvarpsstöðvum. „Ég vona að fólk velji að kaupa diskinn og gefi hann jafnvel í jólagjöf. Svo er auðvitað hægt að nálgast lögin á Tónlist.is og Spotify.“ Tónlistin á plötunni er rokkuð popptónlist með „söngvaskálda-fílingi.“ „Það er mikið stuð á plötunni, úkúléle, flautur, fiðlur, gítar og trommur. Þá má eiginlega segja að ég láti allt flakka,“ segir Elíza en hún samdi öll lögin og textana á plötunni sem tekin var upp í Stereohóli í Höfnum. Elíza vann að plötunni í þrjú ár með hléum. „Ég hef gefist upp og hætt við og breytt. Mest var unnið í sumar og var platan kláruð í haust. Ég ákvað í byrjun árs að klára plötuna á árinu og er mjög ánægð með að hafa lokið við hana.“ Aðspurð um titilinn segir Elíza hann hafa átt vel við þar sem lögin voru samin í Höfnum. Fyrir utan heimilið hennar ólgi sjórinn og því eigi nafnið vel við. Útgáfu- og jólatónleikar verða haldnir í Kirkjuvogskirkju í Höfnum, næsta sunnudag, 11. desember og þar ætlar

frá bý

kaf fitá r í bolla býli frá

kaffitár frá bý li í b

oll

áR fit

la bol

hátíð í bæ

a

kaffitá r

í li

a í boll ýli áb fr

Elíza að leika nokkur lög af plötunni í bland við jólalög. Á tónleikunum verða kertaljós, kökur og kósíheit. Elíza ætlar líka að kynna plötuna í bókabúðum og víðar í desember. Eftir áramót kemur hljómsveitin hennar saman og fer í tónleikaferð.

Fiðlunámið ekki alltaf leikur einn

Elíza hóf tónlistarferilinn sex ára gömul í Tónlistarskólanum í Keflavík þegar hún byrjaði að læra á blokkflautu. Átta ára gömul hóf hún svo fiðlunám undir leiðsögn Kjartans Más Kjartanssonar sem nú er bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hún segir fiðlunámið oft að hafa reynt á þolinmæðina. „Það var viss eldraun að ná tökum á fiðlunni. Hún er samt mjög góður grunnur og gefur manni fullkomið tóneyra.“ 16 ára gömul sigraði Elíza í Músíktilraunum með félögum sínum í hljómsveitinni Kolrössu krókríðandi og segir hún fiðluna hafa gefið sér sterka rödd á þeim tíma. Elíza fékk fiðlu 12 ára gömul og leikur enn á sama hljóðfærið og á nýju plötunni eru einmitt fiðlusóló og fiðluútsetningar. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@vf.is

Við sitjum á bekkjunum króknandi og það er mjög gamaldags og notalegt

Elíza samdi öll lög og texta á nýju sólóplötunni Straumhvörfum. Á plötunni er mikið stuð, úkúléle, flautur, fiðlur, gítar og trommur.

r frá býli í bolla fitá kaf

ka f


markhönnun ehf markhönnun ehf

Skrautlegu jólapeysurnar fást í NETTÓ 2.998 kr.

Jólaskrautið er komið Jólasveinn dansandi 15 cm. KR STK

markhönnun ehf

2.398

Kökudiskur 23 cm.

1.898 Kertastjakar 22 cm.

898

KR STK

Kertastjakar og kerti

KR STK

RTC

Leiðisljós

kross 28 cm.

1.498

KR STK

Ilmkerti í úrvali

Ilmkerti. Verð frá:

349

KR STK

www.netto.is | Tilboðin gilda 8. – 11. desember 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


24

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 8. desember 2016

Vertíð hjá Súluverðlaunahafa

■■Það er vertíð hjá Súluverðlaunahafanum Arnóri B. Vilbergssyni organista og kórstjóra. Það eru að koma jól og söngfólk á hans vegum kemur fram nú á aðventunni í aðdraganda jóla. Ungmennakórinn Vox Felix er einn af þeim sönghópum sem Arnór fer fyrir. Kórinn kom saman í Keflavíkurkirkju í vikunni til að syngja lokalagið í Suðurnesjamagasíni Sjónvarps Víkurfrétta og til myndatöku. Arnór þurfti aðeins að laga bindið fyrir myndatökuna og þá var þessari augnabliksmynd smellt af.

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólatréssala

hefst laugardaginn 10. desember kl. 14:00 Í ár selur Kiwanisklúbburinn Keilir jólatré í porti Húsasmiðjunnar á Fitjum.

Opið virka daga kl. 17–20 og um helgar kl. 14–20 Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar- skreyttar greinar Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála

Vox Felix með jólatónleika næsta fimmtudag Sönghópurinn Vox Felix heldur jólatónleika í Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 15. desember klukkan 20:00. Vox Felix er samstarfsverkefni sem kirkjurnar á Suðurnesjum standa að en stjórnandi er Arnór Vilbergsson. Flutt verða jólalög sem flestir kannast við í nýjum og skemmtilegum útsetningum, lög sem til dæmis eru þekktust í flutningi Frostrósa og Baggalúts. Vox Felix lofar hátíðlegum og skemmtilegum tónleikum en auk þess ætlar sönghópurinn að styrkja gott málefni í anda jólanna. Af hverjum seldum aðgöngumiða munu 500 krónur renna til samtakanna „Lítil hjörtu“. Lítil hjörtu eru samtök með það að markmiði að gleðja börn í

efnalitlum fjölskyldum á jólum og öðrum tyllidögum. Samtökin leiða saman krafta fyrirtækja, einstaklinga og hjálparsamtaka til þess að ekkert barn vakni upp við tóman skó á aðventunni eða fái engar gjafir á aðfangadagskvöld. Aðgangseyrir er 2.000 krónur og er frítt fyrir 12 ára og yngri. Miðasala fer fram við dyrnar en einnig er hægt að nálgast miða í forsölu í gegnum Facebook-síðu Vox Felix og hjá kórmeðlimum. Vox Felix vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta og eiga notalega kvöldstund þann 15. desember næstkomandi klukkan 20:00 í Keflavíkurkirkju. Húsið verður opnað klukkan 19:40.

Aðventusýning í fremri sal Svarta pakkhússins ■■Félag myndlistamanna stendur fyrir aðventusýningu í fremri sal Svarta pakkhússins að Hafnargötu 2a í Keflavík. Sýningin er smá innlegg í jólatraffíkina og má þar líklegast finna veglegar jólagjafir. Eftirtaldir aðilar eru með verk á sýningunni: Þóra Jónsdóttir, Sígríður Rósinkars, Halla Harðardóttir, Sigga Dís, Bjarnveig Björnsdóttir, Ásdís Friðriksdóttir og Ögmundur Sæmundsson. Sýningin er opin á opnunartíma gallerýsins frá klukkan 13 til 17 alla daga fram að jólum.

Yfir 200 ökumenn stöðvaðir af lögreglu ■■Lögreglan á Suðurnesjum var með sérstakt aðventueftirlit um síðustu helgi og voru yfir 200 ökumenn stöðvaðir og ástand þeirra kannað. Fjórir voru teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og einn var ölvaður við aksturinn. Þá mældist áfengi í einum ökumanni, en undir mörkum, og var honum gert að hætta akstri.

Nýtt kortatímabil

Jólafötin komin Glæsilegt úrval af jólagjöfum Hafnargötu 15 // Keflavík // Sími 421 4440

Nýting hótelberbergja best á Suðurnesjum Nýting hótelherbergja á Suðurnesjum var 86,3 prósent í október síðastliðnum og er það besta nýtingin á landsvísu. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Meðal nýting herbergja á landinu öllu í október var 71,2 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu var nýtingin 85,2 prósent.

Á landsvísu voru gistinætur erlendra gesta 88 prósent af heildarfjölda gistinátta og fjölgaði þeim um 38 prósent frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 27 prósent. Talningin á eingöngu við um gistinætur á hótelum sem eru opin allt árið en ekki um gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.


PIPAR \ TBWA •

SÍA •

16435 0

JÓLAFATAN 10 gómsætir Original kjúklingabitar og 2 lítrar af gosi á 3.799 KR.


26

VÍKURFRÉTTIR

​Handavinnusýning í Auðarstofu Garði ■■Félagsstarfið Auður verður með handavinnusýningu sunnudaginn 4. desember frá klukkan 13:00 til 17:00 í Auðarstofu. Þar verða sýnd jólahandverk liðinna ára og handunnir skírnarkjólar. Heitt súkkulaði og vöflur verða til sölu á 1.000 krónur.

Fékk iðnaðarmann innan sólarhrings ■■Víkurfréttum barst ábending frá lesanda um góða þjónustu í Grindavík. Hringt var í eiganda Grindarinnar á miðvikudaginn síðasta og óskað eftir því að sett væri bréfalúga í hurð í Grindavík. Eigandinn tók vel í erindið og næsta dag var bréfalúgan komin upp. Þetta er framúrskarandi! Íbúi í Grindavík

LAUS STÖRF HOLTASKÓLI HEIÐARSKÓLI HEIÐARSKÓLI FRÆÐSLUSVIÐ

Staða kennara Íslenskukennsla á unglingastigi Náttúrufræðikennsla á unglingastigi Sálfræðingur í 50% starfshlutfall

Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf eða beint á Ráðningavefinn https://reykjanesbaer.hcm.is/ storf/. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

VIÐBURÐIR LÉTTUR FÖSTUDAGUR Á NESVÖLLUM Sönghópur Suðurnesja undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar á Léttum föstudegi 9. desember kl. 14:00. Allir velkomnir. JÓLATRÉSSKEMMTUN DUUS SAFNAHÚSA Á sunnudag kl. 15-16 verður jólatrésskemmtun í Bryggjuhúsi, í anda þess sem Duusverslun hélt upp úr aldamótum 1900. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. HLJÓMAHÖLL - VIÐBURÐIR FRAMUNDAN 8. des. - Hátíðartónleikar Eyþórs Inga - UPPSELT 17. des. - Jólin koma - UPPSELT 30. des. - Valdimar - Örfáir miðar eftir! BRÉFAMARAÞON AMNESTY INTERNATIONAL Bréf til bjargar lífi í Bókasafni Reykjanesbæjar til 17. desember.

fimmtudagur 8. desember 2016

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar

Framsækinn og fjölmennur tónlistarskóli Tónlistarskóli Reykjanesbæjar var stofnaður 1. september 1999 í kjölfar þess að Tónlistarskólinn í Keflavík og Tónlistarskóli Njarðvíkur voru lagðir niður. Skólinn starfaði í húsnæði gömlu tónlistarskólanna þar til í febrúar 2014 þegar hann flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði í Hljómahöll. Skólinn er í viðamiklu samstarfi við alla sex grunnskóla Reykjanesbæjar og er því með sjö kennslustöðvar í bæjarfélaginu. Samstarf Tónlistarskólans og grunnskólanna er tvíþætt. Annars vegar að öll börn í 1. og 2. bekk grunnskólanna eru í Forskóla Tónlistarskólans. Forskólinn er kenndur í hverjum grunnskóla fyrir sig, felldur inn í stundatöflu nemenda og þeir greiða engin skólagjöld. Miðað er við að hópastærð í forskóla sé á bilinu 8 til 11 nemendur. Hins vegar felst samstarfið í því að nemendur í 3. til 7. bekk sem eru í tónlistarskólanum, eiga kost á því að fá hljóðfærakennslu á skólatíma. Hljóðfæratímarnir eru þá felldir inn í skóladag nemenda, en með því er stuðlað að samfelldum skóladegi. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar starfar samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla, sem útgefin er af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Skólinn er í samstarfi við Tónlistarskóla FÍH

um kennslu rytmískra (jass, rokk) tónfræðagreina á efri námsstigum. Kennt er á öll hefðbundin hljóðfæri, sem og söngur, innan sígildrar og rytmískrar tónlistar ásamt tónfræðagreinum skv. aðalnámskrá. Nemendur skólans eru á öllum aldri og á öllum námsstigum upp að háskólastigi. Skólinn býður upp á Tónver sem valgrein þar sem nemendur fá kennslu í gerð og vinnslu tónlistar á tölvur, ásamt grunnnámi í upptökutækni. Í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru starfræktar að jafnaði þrjár til fjórar lúðrasveitir, tvær til þrjár strengjasveitir, Léttsveit, jass- og rokkhljómsveitir og smærri samleikshópar. Bjöllukór hefur verið starfræktur í fimm ár en skólinn var lengst af eini tónlistarskólinn á landinu sem bauð nemendum sínum upp á bjöllukór

sem hluta af náminu og hann er enn leiðandi á þessu sviði hérlendis meðal tónlistarskóla. Svo er kór innan söngdeildar og barnakór, en öll börn í Reykjanesbæ á aldrinum 9 til 12 ára eru velkomin í kórinn. Í skólanum er unnið með verkefni sem er ætlað píanó- og öðrum hljómborðsnemendum og ber heitið Slagharpan, en það er annað heiti píanósins. Þetta er þróunarverkefni sem gengur út á það að píanónemendur vinna saman í hópum að margvíslegri tónlistarupplifun, bæði í hljóðfæraleik og túlkun, en einnig skipar sköpunarþátturinn stóran sess í Slaghörpunni. Þetta er skemmtilegt og spennandi verkefni, sem veitir píanó – og hljómborðsnemendum aðra og nýja sýn á tónlist og það er ánægjulegt að fylgjast með þróun þess. Tónlistarskólinn leggur sig fram um að vera virkur í samfélaginu enda er mikið leitað til skólans af bæjaryfirvöldum sem og af samfélaginu öllu. Upplýsingar um nám og skipulag er að finna á vefsíðu skólans, tonlistarskoli. reykjanesbaer.is og einnig veitir skrifstofa skólans sem og skólastjórar allar upplýsingar. Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri

Heilsueflandi leikskólastarf -What´s your move? Heilsuleikskólinn Háaleiti fékk á dögunum Erasmus+ styrkveitingu fyrir samstarfsverkefnið “What’s your move?” Verkefnið er í samstarfi við Læringverkstedet Skogmo í Jessheim Noregi og Pallipõnn í Tallin Eistlandi, en Háaleiti stýrir verkefninu. Verkefnið er samstarfsverkefni um innleiðingu á YAP (Young Athlete Program) aðferðinni, en Háaleiti hefur unnið með YAP-ið í leikskólanum síðan haustið 2015 og er fyrsti leikskólinn á Íslandi sem notar YAP. YAP var upphaflega hannað af Special Olympics samtökunum til að efla alhliða þroska 2-7 ára barna með frávik, í gegnum íþróttir og leik, en efnið er auðvelt að nota með öllum börnum leikskólans. Grunnurinn að lífsvenjum og heilbrigði á fullorðinsárum er lagður í æsku og er dagleg hreyfing börnum nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt, þroska og andlega vellíðan. Skertur hreyfiþroski og önnur þroskafrávik gera börnum erfiðara fyrir að taka þátt í hópleikjum og getur almennt dregið úr löngun þeirra til að hreyfa sig. Því fyrr sem gripið er inn í og tekið á slíkum frávikum því meiri líkur eru á að barnið bæti færni sína, kynnist hreyfingu á jákvæðan hátt og tileinki

Heilsuleikskólinn Háaleiti leggur frumáherslu á heilsueflandi leikskólastarf og er þátttakandi í Heilsueflandi leikskóli verkefni Embætti landlæknis. - Leikskólinn er rekinn af Skólum ehf. sér lífsvenjur sem fela í sér daglega hreyfingu til framtíðar –Embætti Landlæknis. Markmið verkefnisins „What’s your move?“ er að gefa kennurum á leikskólum tækifæri á að tileinka sér nýjar aðferðir í snemmtækri íhlutun með áherslu á hreyfingu og leik. Rannsóknum á YAP ber saman um verulegar framfarir hjá þátttakendum og að sá árangur sem náðist viðhélst og var þá sérstaklega verið að horfa til félagsþroska, hreyfiþroska, málþroska og líðan. Fyrsti fundur samstarfsskólanna var haldin hérlendis dagana 31. október til 4. nóvember, en tveir fulltrúar frá Noregi og þrír frá Eistlandi

sátu fundinn, ásamt stýrihópi Háaleitis. Allir samstarfsskólarnir leggja áherslu á heilsueflandi leikskólastarf og var einstaklega ánægjulegt að Reykjanesbær og Sporthúsið buðu gestunum í sund og líkamsrækt í anda heilsueflandi samfélags. Öll börn ættu að alast upp við það að læra að virða heilsu sína og annarra sem ómetanleg verðmæti og grundvöll fyrir fullnægjandi lífi. „Lengi býr að fyrstu gerð”. Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Þóra Sigrún Hjaltadóttir skólastjóri Heilsuleikskólans Háaleitis

Gagnastjóri AUKAÁRSFUNDUR Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar boðar til aukaársfundar í bæjarstjórnarsal Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ þriðjudaginn 13. desember 2016 kl. 16:30. Fundarefni: • Fyrirhuguð sameining Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar og Brú lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. • Tillögur að breytingum á samþykktum Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar. • Önnur mál. Stjórn Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar

Starfssvið og ábyrgð: - Ábyrgð og yfirumsjón með utanumhaldi og úrvinnslu gagna úr framleiðsludeildum fyrirtækisins

Menntunar og hæfniskröfur: - Háskólamenntun sem nýtist í starfi

- Ábyrgð á ýmsum sérverkefnum

- Nákvæmni og talnagleggni nauðsynleg

- Frumkvæði að úrbótum/nýjum verkefnum

- Góð kunnátta á Excel og eiga auðvelt með að tileinka sér notkun nýrra forrita

- Hluti af frjóvgunarteymi

Í boði er spennandi starf hjá framsæknu fyrirtæki sem er í örum vexti og hefur á að skipa metnaðarfullu og samhentu starfsfólk.

- Afleysing gæðafulltrúa - Vinna samkæmt gæðakerfi félagsins

- Kunnátta á uppsetningu og úrvinnslu tölulegra gagna

- Vera opinn fyrir fjölbreytni í starfi og hafa frumkvæði - Jákvæðni og lipurð í samskiptum. - Vinna vel í teymi

Skrifleg umsókn ásamt ferilskrá skulu berast á netfangið gudbjorg@stofnfiskur.is fyrir 19. desember 2016 Starfstöð Gagnastjóra er í Vogum og frekari upplýsingar um Stofnfisk má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins www.stofnfiskur.is Frekari upplýsingar um starfið má nálgast á gudbjorg@stofnfiskur.is


Við komum því til skila fyrir jól

Gjafavara og innpökkun

Sendu jólakortin tímanlega

Við bjóðum upp á fallega gjafavöru á góðu verði, ásamt því að hafa úrval af sælgæti sem hægt er að lauma með í sendinguna. Þú getur líka keypt gjafapappír, umbúðir, bóluplast og kassa í ýmsum stærðum. Njóttu þess að útbúa sendinguna þína í góðu umhverfi hjá okkur.

Það er ódýrara að senda jólakortin í B-pósti. Sjá nánar um A- og B-póst á postur.is.

Jólafrímerkin í ár vísa í þann sið sem hefur skapast á síðustu árum að prjóna og klæðast skrautlegum jólapeysum. Við sendum þau frítt heim 6. - 16. desember ef þú pantar á postur.is/jol.

Pakkar Utan Evrópu – 9. des. Til Evrópu – 14. des. Til Norðurlanda – 16. des. Innanlands – 20. des.

Kort í A-pósti Utan Evrópu – 9. des. Til Evrópu – 16. des. Innanlands – 20. des.

Flýttu fyrir þér á pósthúsinu Skráðu sendinguna á postur.is/skrasendingu. Láttu svo skanna strikamerkið á fylgibréfinu í síma eða útprentað á pósthúsinu. Þannig flýtir þú fyrir þér og greiðir ekki skráningargjald.

Allt um jólasendingar, opnunartíma og örugga skiladaga fyrir jólin á postur.is/jol

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 6 - 3 1 4 8

Fáðu jólafrímerkin send frítt heim

Öruggir skiladagar fyrir jól


28

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 8. desember 2016

VILL STOFNA KÁLVER Í HELGUVÍK ●●Stefán Karl vill rækta grænmeti í húsnæði sem hýsa átti álver ●●Myndi skapa 150 til 200 störf „Mengandi stóriðja er ekki rétta leiðin til að tryggja atvinnu fyrir fólk hér á landi, heldur á að rækta grænmeti til útflutnings. Suðurnesin eru besti staðurinn til þess með tengingu til bæði Bandaríkjanna og Evrópu,“ segir leikarinn góðkunni Stefán Karl Stefánsson. Hann greindi frá þeirri hugmynd sinni á Facebook í síðustu viku að hann vilji rækta grænmeti í stórum stíl í byggingum Norðuráls í Helguvík sem fyrirhugað var að myndu hýsa álver. Hugmynd Stefáns fékk glimrandi góðar móttökur. Í samtali við Víkurfréttir segir Stefán að honum sé fúlasta alvara með hugmyndinni sem á sér margra ára aðdraganda. Undanfarin misseri hefur Stefán ræktað grænmetissprettur í snjallbýlum og meðal annars selt til veitingastaða.

Grænmeti á alþjóðlegan markað

Hugmyndir Stefáns fela ekki aðeins í sér að rækta grænmeti í Helguvík heldur einnig að starfrækja þar stóran grænmetismarkað fyrir verslanir í Bandaríkjunum og Evrópu. „Íslenskar verslanir versla sitt grænmeti og ávexti á svona mörkuðum í útlöndum,“ segir Stefán og bendir á að í Boston og á Spáni og í Hollandi séu þekktir markaðir. „Fulltrúar íslenskra innflytjenda fara á þessa markaði, sem líkjast fiskmörkuðum í eðli sínu. Svo er þessu flogið heim á 300 krónur kílóið. Hvers vegna ekki að hafa svona markað í Reykjanesbæ sem gæti þjónað Evrópu með það grænmeti sem þau kaupa frá Bandaríkjunum og öfugt?“ Stefán nefnir að rafmagn og vatn sé ódýrt hér á landi miðað við í nágrannalöndunum og því kjörið að starfrækja hér slíkan markað. Grænmetisræktun á Suðurnesjum gæti skapað 150 til 200 störf. Hugmynd Stefáns nokkuð á veg komin og á hann í samstarfi við KPMG varðandi fjármálahliðina og við bandaríska fyrirtækið American

Arnar Hauksson tekur við starfi útibússtjóra útibús Landsbankans í Reykjanesbæ.

Berglind Rut Hauksdóttir hefur starfað hjá Landsbankanum í Reykjanesbæ um margra ára skeið en tekur nú við stjórnartaumum útibús bankans í Hafnarfirði.

Ólíklegt er að álver Norðuráls í Helguvíkur taki nokkurn tíma til starfa. Gerðardómur úrskurðaði í síðustu viku að HS Orka væri laus undan raforkusamningi við Norðurál sem gerður var árið 2007. Leikarinn Stefán Karl vill nýta húsnæðið og rækta þar grænmeti.

Nýir útibússtjórar Landsbankans í Reykjanesbæ og Hafnarfirði

Hydroponics sem er stærsta fyrirtækið í heiminum í framleiðslu á kerfum til vatnsræktunar. Undanfarið hafa Stefán og félagar leitað að staðsetningu fyrirtækisins til framtíðar. „Þegar ég sá fréttir um að ekkert yrði af álveri í Helguvík, hugsaði ég með mér: Af hverju ekki að framleiða grænmetið þarna?“ Lítill hópur hefur myndast í kringum hugmyndina og að sögn Stefáns draga þau til sín aðila héðan og þaðan.

Arnar Hreinsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ og Berglind Rut Hauksdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði. Bæði búa yfir mikilli reynslu af bankaþjónustu en þau hafa unnið hjá Landsbankanum um margra ára skeið. Arnar er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, M.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og M.Sc.-gráðu í stjórnmálafræði frá Aarhus Universitet í Danmörku. Hann er einnig löggiltur verðbréfamiðlari. Arnar hóf störf í Landsbankanum árið 2000. Hann var meðal annars sérfræðingur í markaðsdeild bankans, sérfræðingur í fyrirtækjaviðskiptum og forstöðumaður á sölu- og markaðssviði um tveggja ára skeið. Eftir samruna Landsbankans og SpKef stýrði Arnar um skeið fyrirtækjaþjónustu

Óttast ekki mengunina

Eitt kísilver er risið í Helguvík og annað á teikniborðinu en Stefán Karl óttast ekki mengun þaðan, þvert á móti komi hún að góðum notum. „Grænmetisræktunin verður eins og lofthreinsun á svæðinu. Mengunin á eftir að nýtast okkur vel. Grænmetisfyrirtæki dæla tilbúnum koltvísýringi inn í góðurhúsin til að auka á vöxt grænblöðunganna svo koltvísýringurinn mun nýtast okkur.“ Stefán segir hefðbundnar aðferðir í grænmetisræktun, með appelsínugulum ljósum, vera barn síns tíma. Hugmyndir hans byggjast á því að nota engin eiturefni eða sýru. „Við notum LED lýsingu sem notar 70 pró-

sent minna rafmagn en í hefðbundinni gróðurhúsaræktun. Það þarf því engar virkjanir til að útvega okkur rafmagn.“ Þá er ætlunin að nota 70 prósent minna af vatni en í hefðbundinni ræktun. Stefán segir hugmyndina fullkomlega raunhæfa en möguleika sem fólk skoðar síður. „Það er búið að kenna fólki að það græði ekkert nema það sé með skítuga putta og svo verður að koma mengun upp úr strompnum. Peningalyktin í þessu verkefni verður lyktin af hreina loftinu.“ Stefán Karl hefur ekki enn borið hugmyndina undir bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ en hann og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, þekkjast vel síðan þeir unnu saman að gerð sjónvarpsþáttanna um Latabæ. „Það verða því hæg heimatökin að ræða við Kjartan um það hvort starfsemin verði í þessu húsi í Reykjanesbæ eða í öðru. Ég er að bjóða bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ upp í dans og vonandi koma þau og dansa. Kjartan er mikill dansari og ég veit að hann hefur lengi langað að dansa með mér.“

útibúsins í Reykjanesbæ. Arnar varð aðstoðarútibússtjóri í Hafnarfirði árið 2012 og tók við starfi útibússtjóra í Hafnarfirði í upphafi árs 2014. Hann tekur við stjórn útibús Landsbankans í Reykjanesbæ 15. desember næstkomandi. Berglind Rut Hauksdóttir er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og lýkur brátt námi til vottunar sem fjármálaráðgjafi. Berglind var fastráðin hjá Landsbankanum árið 1995, þá sem gjaldkeri í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Hún vann síðar í skuldabréfadeild útibúsins í Reykjanesbæ, sem þjónustufulltrúi og sérfræðingur í einstaklingsviðskiptum. Berglind tók við starfi aðstoðarútibússtjóra í Reykjanesbæ árið 2006 og mun taka við stjórn útibús Landsbankans í Hafnarfirði 15. desember næstkomandi.

Stórhert eftirlit með ölvunarakstri

ATVINNA UMSJÓNARKENNARI Í 7. BEKK

Í Grunnskóla Grindavíkur vantar umsjónarkennara í 7. bekk á vorönn 2017. Ráðið er í stöðuna frá 1. janúar. Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með tæplega 500 nemendur í tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að skapa námsumhverfi í samráði við foreldra þar sem allir eru virkir, að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Í framtíðarsýn skólans kemur fram að skólinn er lærdómssamfélag þar sem áhersla er á að allir nemendur hljóti góða menntun og fái hvatningu til náms í samræmi við þroska sinn og áhuga í öruggu og uppbyggilegu umhverfi. Nemendur, starfsfólk og foreldrar eru virkir þátttakendur í lærdómssamfélaginu. Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar á heimasíðu skólans www.grindavik.is/grunnskolinn. Við leitum að einstaklingi með réttindi til kennslu í grunnskóla sem er metnaðarfullur og góður í mannlegum samskiptum, með skipulagshæfileika, er sveigjanlegur og tilbúinn að leita nýrra leiða í skólastarfi. Starfsmenn Grindavíkurbæjar hafa sett sér eftirfarandi gildi sem unnið er eftir í starfsemi bæjarins, þau eru jafnræði, jákvæðni, þekking, framsækni og traust. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið halldorakm@grindavik.is Nánari upplýsingar veitir Halldóra K. Magnúsdóttir skólastjóri í síma 420-1150. Umsóknarfrestur er til 18. desember 2016.

■■Lögreglan á Suðurnesjum mun efla eftirlit með ölvunarakstri í desember og janúar og þá sérstaklega um helgar í nánd við veitingastaði, en markmiðið verður að fækka og koma í veg fyrir ölvunarakstur, en því miður eiga þau það til að færast í aukana fyrir jólin. Talsvert er um bæði jólahlaðborð og jólaglögg og við hvetjum alla þá sem ætla sér að fara á jólahlaðborð eða slíka skemmtun yfir jólin að skilja bílinn eftir heima. Endum ekki jólagleðina með ölvunarakstri, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Verið velkomin

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

SUNNUDAGUR 11. DESEMBER KL. 11:00 Jólaball Keflavíkurkirkju. Yngri þátttakendur í skapandi starfi koma fram í kirkjunni. Því næst er haldið í Kirkjulund þar sem dansað verður í kringum jólatréð undir söng kórfélaga. Kaffi, piparkökur og mandarínur. Það er nokkuð víst að óvæntir gestir koma í heimsókn. SUNNUDAGSKV. 11. DESEMBER KL. 20:00 Aðventukvöld. Vox Felix og eldri þátttakendur í skapandi starfi koma fram í söng og gleði. Jólasaga sögð.   FIMMTUDAGSKV. 15. DESEMBER KL. 20:00 Jólatónleikar Vox Felix. Aðgangseyrir er 2000 kr. Af þeirri upphæð renna 500 kr. í Lítil hjörtu.


JÓLALUKKU VF FÆRÐU Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: GEORG V. HANNAH Úr og skartgripir

6 ÞÚSUND VINNINGAR AÐ VERÐMÆTI UM 7 MILLJÓNIR KRÓNA ÞAÐ GETUR FYLGT ÞVÍ MIKIL LUKKA AÐ GERA JÓLAINNKAUPIN Á SUÐURNESJUM

1. ÚTDRÁTTUR - VINNINGSHAFAR Iphone 7 - Helga M. Pálsdóttir Suðurgötu 13 Keflavík

16 20 16 20 16 20 16 20 étta urfrétta Víkurfr kurVík aleikur fmiðalei Skafmið étta urfr Ska m Víkurfr esju kur urn alei Suð áSuð fmið étta m lana Ska esju vers Vík urn og kur áSuð alei lana m fmið vers Ska esju og urn og verslana á esjum og verslana á Suðurn

Icelandair ferðavinningur - Davíð Þór Faxabraut 36a Keflavík 15 þús. kr. Nettó-gjafabréf - María Erlinda Aðalsteinsdóttir Akurbraut 19 Njarðvík 10 þús. kr. Nettó-gjafabréf - Sigríður Kjartansdóttir Mánagata 27 Grindavík 10 þús. kr. Nettó-gjafabréf - Kristrún Ingadóttir Skipastíg 16 Grindavík

NÆSTU ÚTDRÆTTIR 14., 21. OG 24. DESEMBER.

4 STK

IPHÐA ODRENGNIREÚT7Í VER NI JÓLALUKKUN

NÚ BORGAR SIG AÐ SKILA Jólalukku miðum í Nettó því það verður dregið 4 sinnum í desember og meðal vinninga eru  4 STK. IPHONE 7  2 STK. 120.000,- KR GJAFABRÉF FRÁ NETTÓ  4 STK. ICELANDAIR FERÐAVINNINGAR  10 STK. 10.000,- OG 4 STK. 15.000,- KR. GJAFABRÉF FRÁ NETTÓ Í NJARÐVÍK OG GRINDAVÍK  20 STK. KONFEKTKASSAR


30

VÍKURFRÉTTIR

ÍÞRÓTTIR

fimmtudagur 8. desember 2016

Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is

Hildur Björk Pálsdóttir hildur@vf.is

SKEMMTILEG ÁSKORUN

●●segir körfuboltakonan Sandra Lind Þrastardóttir sem nú spilar í Danmörku Sandra Lind Þrastardóttir, landsliðskona í körfubolta frá Keflavík, býr nú í Hørsholm í Danmörku og spilar með Hørsholm 79ers í dönsku úrvalsdeildinni. Sandra kann vel við sig í Hørsholm og segir liðsfélaga sína hafa tekið sér mjög vel. Liðið er mjög sterkt, hefur aðeins tapað einum leik á leiktíðinni og situr í öðru sæti deildarinnar. „Þetta tímabil leggst mjög vel í mig. Skipulagið á deildinni er ekki ósvipað því sem er heima. Við eigum fullan möguleika á því að komast mjög langt og stefnum alla leið í úrslit. Við erum með blöndu af ungum og reyndum leikmönnum og stefnum alla leið,“ segir Sandra. Aðspurð segir Sandra sig vera með nokkur markmið, sum töluleg og önnur ekki. Aðalmarkmið hennar sé að verða betri leikmaður en hún var áður en hún fór út. Hana langaði að prófa eitthvað nýtt og segir þetta skemmtilega áskorun að takast á við. „Ég kann rosalega vel við mig hérna. Er í góðum bæ þar sem allt er til alls en líka stutt til Kaupmannahafnar, sem er mikill plús. Klúbburinn tók svo ótrúlega vel á móti mér og stelpurnar í liðinu

eru frábærar sem gerði það að verkum að breytingin var eins auðveld og hún verður. Þessar stelpur hafa spilað saman mjög lengi og hafa flestar alist upp í klúbbnum.“ Sandra kom heim til Íslands nýlega til að æfa og spila með landsliðinu í undankeppni EuroBasket. Hópurinn var mikið breyttur frá síðustu landsliðstörn, en þrír fyrrverandi liðsfélagar Söndru úr Keflavík bættust meðal annars í hópinn. „Þetta var stutt og erfið törn en ótrúlega skemmtileg. Við æfðum tvisvar á dag flesta daga og hópurinn náði að þétta sig vel saman á þessum stutta tíma. Mórallinn var mjög góður.“ Landsliðið endaði í 3. sæti síns riðils og komst ekki áfram en átti flottan sigur gegn Portúgal hér heima. „Auðvitað er alltaf hægt að gera betur og útileikurinn gegn Portúgal situr aðeins í mér því mér finnst við hefðum átt að taka þann leik en það þýðir ekkert að pæla í því. Annars er ég ótrúlega sátt með okkur. Sérstaklega núna í síðasta leik þar sem við spiluðum án nokkurra lykilleikmanna undanfarinna ára og sýndum hvað í okkur býr með því að ná í sigurinn. Þetta er reynsla sem við ætlum að byggja á og gera ennþá betur næst,“ segir Sandra.

„Við sýndum hvað í okkur býr með því að ná í sigurinn“

Sandra í leik með Hörsholm 79ers.

Gengið upp og ofan hjá Keflvíkingum Það er æði misjafnt gengi karla- og kvennaliðanna í körfuboltanum í Keflavík. Heyrst hefur talað um krísu hjá körlunum á meðan Keflvíkingar hafa komið öllum á óvart og sitja einar á toppi deildarinnar í kvennaboltanum. Karlalið Keflvíkinga í körfuboltanum hefur nú tapað fimm leikjum í röð í deildar- og bikarkeppni. Síðasti deildarsigur Keflvíkinga kom þann 3. nóvember gegn Stólunum. Síðan þá hafa Keflvíkingar tapað fyrir Skallagrím, Haukum, Grindavík og KR. Síðustu tveir ósigrar hafa verið sérstaklega stórir gegn KR og Haukum - þannig að óhætt er að segja að liðið sé í nokkurri lægð um þessar mundir en erfitt að segja hvað veldur. Næsti leikur liðsins er gegn Þórsurum á Akureyri í kvöld fimmtudag, en Þórsarar eru á mikilli siglingu og hafa sigrað í þremur

leikjum í röð og lögðu m.a. Njarðvíkinga á útivelli á dögunum, þannig að Keflvíkingar eiga ærið verkefni fyrir höndum. Í kvennaboltanum eru Keflvíkingar á fjögurra leikja sigurgöngu og tróna á toppi deildarinnar með tveggja stiga forystu á Íslandsmeistara Snæfells. Á laugardag taka þær Keflvísku á móti grönnum sínum frá Njarðvík sem eru í fjórða sæti deildarinnar. Síðast þegar liðin áttust við þá höfðu Keflvíkingar 65:71 sigur í spennandi leik þar sem fyrrum Keflvíkingurinn Carmen Tyson-Thomas reyndist gömlu liðsfélögunum erfið með 30 stig og 22 fráköst. Ungu stelpurnar í Keflavík hafa á að skipa sterkri liðsheild en þar er erfitt að nefna einn leikmann fremur öðrum sem skarað hefur framúr í vetur. Leikurinn hefst klukkan 16:30 í Keflavík.


fimmtudagur 8. desember 2016

31

VÍKURFRÉTTIR

Keflvíkingar á HM unglinga í Kanada ■■Þrír Taekwondo keppendur frá Keflavík kepptu á Heimsmeistaramóti unglinga í Taekwondo sem haldið var í Kanada á dögunum. Það voru þeir Svanur Þór Mikaelsson, Ágúst Kristinn Eðvarðsson og Daníel Arnar Ragnarsson. Daníel og Ágúst kepptu á fyrsta keppnisdegi og fengu mótherja frá Palestínu og Mexíkó. Báðir þurftu að játa sig sigraða þrátt fyrir góða baráttu. Svanur keppti svo á næst síðasta keppnisdegi gegn keppanda frá Tékklandi. Því miður töpuðu allir íslensku keppendurnir sínum viðureignum en börðust vel og söfnuðu dýrmætri reynslu fyrir næstu mót.

Jólatónleikar Kvennakórs Suðurnesja

Góður árangur á Opna skoska meistaramótinu ■■Tólf Taekwondo keppendur frá Keflavík lögðu land undir fót og kepptu á Opna skoska meistaramótinu um þar síðustu helgi. Mótið hefur verið vinsælt hjá deildinni síðustu ár og lét árangurinn ekki á sér standa. Hópurinn vann til 9 gullverðlauna, 10 silfurverðlauna og 8 bronsverðlauna. Auk þess var Helgi Rafn Guðmundsson valinn besti keppandi mótsins í tækni og var liðið í 3. sæti yfir heildarárangur í tækni og í 2. sæti í bardaga.

ásamt Vox Felix og Barnakór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Ytri-Njarðvíkurkirkju

Davíð og dómarinn fulltrúar ÍRB á HM í Kanada Suðurnesjamenn eiga tvo fulltrúa á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fer í borginni Windsor í Kanada þessa dagana. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson keppir þar fyrir hönd ÍRB. Davíð keppti í 100 metra baksundi á þriðjudag og synti á tímanum 54.12 og hafnaði í 34. sæti. ÍRB á annan fulltrúa á mótinu en sá heitir Haraldur Hreggviðsson og er sunddómari. „Þetta er langstærsta mót sem ég hef dæmt á,“ segir Haraldur en níu dómarar frá Evrópu koma á mótið að þessu sinni. Haraldur hefur haft alþjóðleg dómararéttindi í átta ár og var að fá framlengingu um fjögur ár til viðbótar. Hann hefur þegar dæmt á tveimur Evrópumótum. „Það helsta sem dómarar gera er að fylgjast með því að sundmenn fari eftir þeim reglum sem settar eru um hverja sundgrein, til dæmis í bringusundi að það sé bara tekinn einn höfrungasporður í upphafi sunds og eftir snúning og að báðar hendur snerti bakkann samtímis.

8. fimmtudaginn

desember

kl. 20:00

Dómarar fylgjast með að rétt sund séu synt og margt fleira sem viðkemur framkvæmd mótsins.“ Um 30 dómara þarf á bakkann við framkvæmd á svona stóru móti.

Vilt þú leggja okkur lið við að þjónusta ferðalanga?

Arion banki leitar að fólki til sumarstarfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Ef þú hefur brennandi áhuga á því að veita góða þjónustu í lifandi umhverfi átt þú mögulega samleið með okkur. Um er að ræða hlutastörf sem unnin eru í vaktavinnu. Við óskum eftir jákvæðum og kraftmiklum einstaklingum til að sinna gestgjafahlutverki, almennri gjaldkeraþjónustu og til að annast endurgreiðslu virðisaukaskatts. Hæfni og eiginleikar • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvæðni og þjónustulund

Nánari upplýsingar veitir Maríanna Finnbogadóttir mannauðsráðgjafi, sími 444 6268, netfang marianna.finnbogadottir@arionbanki.is. Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2017 og sótt er um störfin á arionbanki.is. Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

• Góð enskukunnátta • Reynsla af þjónustustörfum er æskileg Arion banki er líflegur og spennandi vinnustaður Við vinnum með viðskiptavinum okkar að því að búa í haginn fyrir framtíðina. Við ræktum jákvæðan starfsanda, og leggjum áherslu á að starfsfólk okkar þroskist og þróist í starfi með markvissri fræðslu og þjálfun. Straumlínustjórnun er hluti af daglegri menningu með stöðugum umbótum og samvinnu allra starfsmanna. Jafn réttur kvenna og karla til starfa er okkur hjartans mál og nýverið hlutum við Jafnlaunavottun VR. Saman látum við góða hluti gerast.


Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

Mundi

Er þá búið að kála álverinu?

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

LOKAORÐ Ragnheiðar Elínar

Óvenjulegt Ég held að mest notaða orðið þessa dagana sé orðið „óvenjulegt“. Það er allt eitthvað svo óvenjulegt. Það er óvenjulegt veðurfar, tíðin er óvenjulega góð og óvenjulegt að það sé vorveður í desember. Ástandið í stjórnmálunum er mjög óvenjulegt, kosningarnar voru á óvenjulegum tíma við óvenjulegar aðstæður, óvenjulega margir flokkar náðu á þing, óvenjulega margir nýliðar og óvenjulega margar konur kjörnar. Það er líka óvenjulegt að það taki svona langan tíma að mynda ríkisstjórn. Fyrir mig persónulega er óvenjulegt á aðventunni að vera ekki alla daga fram á nótt á Alþingi, en á sama tíma var það líka mjög óvenjulegt að ég væri á Alþingi nú í vikunni við þingsetningu. Ég átti satt að segja ekki von á því þegar ég hélt mína síðustu (að ég hélt) ræðu þar í október. Það er því óvenjulega mikið af óvenjulegum hlutum að gerast. En þá koma blessuð jólin og allt sem þeim fylgir og bjarga málum. Þau vega upp allan óvenjuleikann með venjum, siðum og hefðum sem ekki má hrófla við. Að minnsta kosti ekki heima hjá mér - ég er nefnilega ekki íhaldsmaður fyrir ekki neitt. Ég held að mesta ábyrgð sem mér hefur verið falin í lífinu...og þá er ég að tala í fyllstu alvöru...sé sú að synir mínir vaxi úr grasi og eigi eins og ég dásamlega minningu af jólum og jólahaldi. Pressan er á mér - það má ekkert klikka. Ég tek það fram að það er enginn sem setur þessa pressu á mig nema ég sjálf. Og ég vil helst hafa allt alltaf eins. Þegar ég var barn á Garðaveginum var jólatréð alltaf á sama stað, alltaf eins skreytt, alltaf lagt eins á borð og rjúpan alltaf í jólamatinn. Ég held mikið í þær hefðir sem ég ólst upp við en við fjölskyldan höfum líka skapað okkar eigin. Notalegar hefðir, sumar skrýtnar, en allar bera þær jólin inn í húsið okkar. Það er því ekkert óvenjulegt við jólin og undirbúning þeirra á mínu heimili, en á sama tíma er sannarlega heldur ekki neitt venjulegt við jólin og undirbúning þeirra, þar sem það eru jú ekki alltaf jólin og jólin sjálf eru tilbreyting við annað sem gerist á árinu. Þannig eru jólin því líka aðeins óvenjuleg. En eins og venjan er í aðdraganda jóla þá óska ég lesendum Víkurfrétta gleðilegra jóla og vona að þau verði óvenjulega góð í ár.

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

HAFÐU ÞAÐ GOTT UM JÓLIN Lenovo

,1 Yoga 310

tölva

10” spjald

í Fartölvur li a rv ú miklu

39.990,-

Símar og snjalltæki

GoPro í Sjónvörp m u öll stærðum

ki Fjölnotatæ rar og prenta

Þráðlausu lin heyrnartó

lar Myndavé a ll fyrir a

Blutooth hátalarar

201 66 201 201 66 201

frétta Víkurfrétta kurVíkur iðaleikur Skafmiðalei frétta Skafm m Víkurfrétta nesju kur Suður iðalei na m Skafm nesju versla Víkur ogversla kur ááSuður iðalei na Skafm nesjum og og verslana á Suðurnesjum og verslana á Suður

NÚ BORGAR SIG AÐ SKILA

Jólalukku miðum í Nettó því það verður dregið 14., 21. og 24. des.

HAFNARGATA 40 - S. 422 2200

Úrvalið af tölvu og fylgihlutum eru í Omnis

REYKJANESBÆ

48 tbl 2016  

37. árg.

48 tbl 2016  

37. árg.

Advertisement