Page 1

• fimmtudagurinn 20. október 2016 • 41. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Suðurnesin fjársveltasta heilbrigðissvæði landsins

Fishershús tekur á sig upprunalega mynd

●●Íbúar vilja umbætur í heilbrigðismálum, samkvæmt nýlegri könnun. ■■Hjúkrunarfræðingur á HSS segir ljóst að Suðurnesin séu fjársveltasta heilbrigðissvæði landsins. Nýleg íbúakönnun sem gerð var á Suðurnesjum sýnir að heilbrigðismálin eru meðal þeirra sem íbúar telja hvað brýnast að ráðast í úrbætur á. Könnunin var kynnt á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um síðustu helgi. Í Víkurfréttum í dag er viðtal við Jón Garðar Viðarsson, svæfingahjúkrunarfræðingur á HSS. Meðal þess sem fram kemur í viðtalinu er að á þessu ári hafi orðið 30 prósent aukning í komum á HSS og að árið sé orðið metár í sjúkraflutningum hjá Brunavörnum Suðurnesja. Þá er Slysa- og bráðamóttakan á HSS sú þriðja stærsta á landinu á eftir Reykjavík og Akureyri. Hann segir stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökunni á Akureyri talsvert fleiri en á HSS. „Við hjúkrunarfræðingarnir á Slysa- og bráðamóttöku HSS sinnum kannski að meðaltali um 15 sjúklingum á hverri vakt en á Slysa- og bráðamóttöku LSH þykir mikið fyrir hjúkrunarfræðingana að fá 4 til 5 sjúklinga á vakt,“ segir hann. Í viðtalinu við Jón Garðar kemur jafnframt fram að frá árinu 2007 hafi íbúum á Suðurnesjum fjölgað gríðarlega en að heilbrigðiskerfið hafi engan veginn náð að fylgja fjölguninni eftir. „Það kemst í fréttirnar ef 100 manns mæta sama daginn á síðdegisvakt heimilislækna á Selfossi en það er eitthvað sem gerist að minnsta kosti tvisvar til þrisvar sinnum í viku hérna á Suðurnesjum.“ // 16

FÍTON / SÍA

Jón Garðar Viðarsson, svæfingahjúkrunarfræðing á HSS

einföld reiknivél á ebox.is

■■Smiðir eru þessa dagana að ljúka við að klæða framhlið Fishershúss í Keflavík en þá hafa þrjár hliðar þessa sögufræga húss verið klæddar í upprunalegum stíl. Hjá Reykjanesbæ, sem er eigandi hússins, fengust þær upplýsingar er verið væri að skoða tilboð í klæðningu á bakhlið hússins. Ekki liggur fyrir hvaða starfsemi verður í húsinu eða hvort það verður leigt eða selt. Handan götunnar stendur svo Gamla búð en þar verður upplýsingamiðstöð ferðamála í Reykjanesbæ ásamt því sem skrifstofur menningarsviðs Reykjanesbæjar flytja í það hús. Gömul hús, eins og Fishershús, eru miklar gersemar í sveitarfélögum víða um land og þar hefur oftar en ekki byggst upp skemmtilegur bæjarbragur. VF-mynd: Hilmar Bragi

Eðlilegt að litið sé til Suðurnesja með ráðstöfun Varnarliðs-hagnaðs ●●segir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra segir að það sé eðlilegt að það verði litið til atvinnuuppbyggingar á Sigurður Ingi Miðnesheiði og á SuðurJóhannsson, nesjum þegar hagnaði forsætisráðaf rekstri Þróunarfélags herra Ke f l av í ku r f lu g v a l l ar verði ráðstafað en hann mun nema um 10 milljörðum króna. Suðurnesin sem hafi um tíma staðið verst á landinu eftir brotthvarf Varnarliðsins og síðan bankahrun, hljóti að njóta þess nú. Þróunarfélagið yfirtók byggingar Varnarliðsins við brotthvarf þess árið 2006 og er sölu þeirra nú að ljúka. Sigurður ávarpaði aðalfund Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem fram fór í Garðinum um síðustu helgi. Forsætisráðherra sagði ánægjulegt hversu mikil umskipti hafi orðið á Suðurnesjum á undanförnum árum og atvinnuleysi heyri nú nánast sögunni

til. Hann kom inn á nokkur atriði eins og fjárframlag frá ríkinu til Helguvíkurhafnar sem hann sagði að hefði verið nokkur höfuðverkur í kerfinu en vonaðist til að þau leystust fyrr en seinna. Sigurður kom í ræðu sinni inn á málefni samgangna meðal annars að framkvæmdir við Reykjanesbraut frá Fitjum að flugstöð væru komnar inn á Samgönguáætlun næstu fjögurra ára

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

og það væri einnig ljóst að huga þyrfti að ýmsum tengdum málum í samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli, ekki síst í ljósi nýrra upplýsinga um áframhaldandi fjölgun ferðamanna. Þegar hann var spurður hvort það gætu verið atriði eins og hraðlest, þá jánkaði hann því. „Leifsstöð er svona eimreið ferðaþjónustunnar, stærsti gluggi landsins og það eru ævintýralegar breytingar í fjölgun starfa,“ sagði forsætisráðherra. Sigurður nefndi sérstaklega að áhugahópurinn sem stofnaður var á Suðurnesjum um öryggi Reykjanesbrautar í sumar hafi haft góð áhrif á framgöngu mála sem hann hafi þrýst á. „Þetta var gott dæmi um það þegar mikill fjöldi íbúa leggur sitt af mörkum í ákveðnum málum. Hópurinn átti gott samtal og samstarf við þingmenn og ráðherra og tryggði þannig framgang verkefna,“ sagði forsætisráðherra.

Nesfiskur að kaupa Garðvang ■■Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Nesfiskur í Garði er að kaupa Garðvang, þar sem Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum, DS, rak áður hjúkrunarheimili. Garðvangi var lokað í mars árið 2014 og heimilisfólk flutti á Hrafnistu í Reykjanesbæ. Nesfiskur hefur hug á að breyta Garðvangi í íbúðarhúsnæði fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Tilboð Nesfisks í Garðvang var samþykkt í gær í stjórn DS. Þá liggur fyrir að öll fjögur aðildarsveitarfélög Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum eru að samþykkja kauptilboðið í þessari viku. Þannig var haldinn aukafundur í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs í gærkvöldi þar sem kaupin voru samþykkt. Fjögur sveitarfélög á Suðurnesjum, Reykjanesbær, Sandgerði, Garður og Vogar, standa að DS. Þau eru nú í ferli sem gengur út á að slíta DS og er sala á Garðvangi liður í því ferli. Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum hafa ekki lengur rekstur með höndum eftir að Garðvangur verður seldur. Eftir stendur að Hlévangur er í eigu DS og þar rekur Hrafnista hjúkrunarheimili með samningi við DS. Með því að Nesfiskur kaupir Garðvang þarf Sveitarfélagið Garður að gera breytingu á deiliskipulagi á svæðinu því gert er ráð fyrir opinberri starfsemi í húsinu skv. skipulaginu.


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 20. október 2016

Bera saman loftlínu og jarðstreng ●●Skýrsla Landsnets væntanleg í vikunni ●●Samanburður á Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu og jarðstreng

Unnið er að valkostaskýrslu á vegum Landsnets þar sem skoðaðar eru tvær útfærslur af Suðurnesjalínu 2 sem jarðstreng og þær bornar saman við loftlínu. Þetta kom fram í erindi Sverris Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóra Þróunarog tæknisviðs Landsnets, á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var í Garði um síðustu helgi. Undirbúningur að lagningu Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu hófst í lok árs 2006 og var verkið boðið út undir lok síðasta árs. Ekki náðist samstaða um loftlínu meðal allra landeigenda á Vatnsleysuströnd en línan myndi liggja um land þeirra. „Verkið hefur vægast sagt verið umdeilt og öll skref í ferlinu verið kærð, annað hvort til dómsstóla eða úrskurðarnefnda,“ sagði Sverrir í erindi sínu um síðustu helgi. Hann segir þá stöðu ekki góða en þegar hafa fallið hæstaréttardómar um framkvæmdina. Þann 12. maí síðastliðinn féll hæstaréttardómur þar sem stjórnvaldsákvörðun

t

iðnaðarráðherra um eignarnám á fimm jörðum á Reykjanesi var felld úr gildi. Þá féll dómur í Hæstarétti 13. október síðastliðinn þar sem ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsneti leyfi til að reisa og reka Suðurnesjalínu 2 var ógild. Skýrslan, sem unnið er að hjá Landsneti, er um 90 blaðsíður og fjallar um mismunandi aðferðir við lagningu Suðurnesjalínu 2, umhverfisáhrif og kostnað. Skýrslan verður birt á vef Landsnets í þessari viku. Í erindi sínu sagði Sverrir frá því að meðal efnis í skýrslunni væri að jarðstrengirnir bili síður en loftlínur en að töluvert tímafrekara væri að laga þá. Loftlínur sjást betur en jarðstrengir og hafa mögulega áhrif á fugla. Hann segir jarðstrengina þó valda meira raski á landi því grafa þurfi skurði og hafa þjónustuslóða við þá. Þá segir hann ljóst að kostaður við jarðstreng sé að minnsta kosti tvisvar sinnum meiri en við loftlínur.

GLÆNÝ VÖRULÍNA FRÁ LG Á SÉRSTÖKU KYNNINGARTILBOÐI Hágæða HDR PRO Ultra HD sjónvörp með harman/kardon hljóðkerfi. Ekki missa af frábærum sjónvörpum á ótrúlegu verði.

Breyta Ragnarsseli í fjölbýlishús ●●Nær allar íbúðirnar þegar seldar ■■Verið er að breyta Ragnarsseli í átta íbúða hús og hafa flestar íbúðirnar þegar verið seldar. Íbúðirnar verða 52 til 76 fermetrar að stærð og tveggja til þriggja herbergja. Mikill skortur hefur verið á litlum íbúðum á Suðurnesjum að undanfarin misseri. Að sögn Ólafs Thordersen, eins af eigendum fasteignafélagsins F1, hafa framkvæmdir gengið vel og er áætlað að afhenda fyrstu íbúðirnar um næstu áramót. Húsið stendur við Suðurvelli í Reykjanesbæ og var áður í eigu Þroskahjálpar á Suðurnesjum og var þar margvísleg starfsemi fyrir börn með fötlun.

NÝ SENDING KOMIN LG UH668V Smart IPS LED sjónvarp. UHD 4K 3850 x 2160 upplausn. UHD Mastering Engine – 4K uppskölun. HDR Pro. Real Cinema 24p. 20W ULTRA surround harman/kardon hljóðkerfi. Stafrænn DVB-C/T2/S2 móttakari Gervihnattamóttakari. 2x USB 2.0 og 3 HDMI tengi. USB upptökumöguleiki. App fyrir síma og spjaldtölvur. Magic Remote fylgir.

43“

1200Hz PMI

TILBOÐ

49“

55“

65“

1200Hz PMI

1700Hz PMI

1700Hz PMI

TILBOÐ

TILBOÐ

TILBOÐ

109.995

139.995

179.995

279.995

VERÐ ÁÐUR 149.995

VERÐ ÁÐUR 199.995

VERÐ ÁÐUR 249.995

VERÐ ÁÐUR 379.995

ht.is HAFNARGÖTU 90 - REYKJANESBÆ - Sími 414 1740

Rísa 74 íbúðir að Hafnargötu 12? ■■Óskað hefur verið eftir afstöðu Reykjanesbæjar til hugmyndar um byggingu 74 íbúða, þriggja hæða fjölbýlishúss með bílakjallara á lóð Hafnargötu 12 í Keflavík. Hafnargata 12 hýsti síðast skyndibitastaðinn Hlöllabáta en í húsinu hafa einnig verið bæjarskrifstofur Keflavíkurbæjar og rútustöð SBK, svo eitthvað sé nefnt. Þar sem um mikinn fjölda af íbúðum er að ræða í fyrirhuguðu húsi þá verður að breyta gildandi deiliskipulagi. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar heimilar lóðarhafa, Hrífufangi ehf., að gera tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi á sinn kostnað og leggja fyrir ráðið til frekari umfjöllunar. Ráðið leggst gegn því að byggt verði hús hærra en þrjár hæðir.


Okkur finnst að fjölskyldur landsins eigi miklu betra skilið Við viljum búa til samfélag þar sem fjölskyldum líður vel. Þar sem þær

12 mánaða fæðingarorlof

eiga tíma saman, lausar við endalausar

600 þúsund króna hámarksgreiðslur

áhyggjur af fjármálum og geta búið sér

Tvöföldum barnabætur

heimili til frambúðar.

Styttum vinnuvikuna 3 milljóna króna forskot á fasteignamarkaði 4000 leiguíbúðir á næstu fjórum árum 1000 námsmannaíbúðir

Kjósum heilbrigðara samfélag Kjósum Samfylkinguna


markhönnun ehf

Betra verð fyrir þig Úrval af kjöti

-34%

-40%

LAMBA PRIME HVÍTLAUK OG RÓSMARÍN ÁÐUR: 4.498 KR/KG KR KG

2.969

-20%

BAYONNESKINKA ÁÐUR: 1.996 KR/KG KR KG

1.198

Pulsupartý

-30% KALKÚNABOLLUR FULLELDAÐAR ÁÐUR: 2.198 KR/KG KR KG

KJÚKLINGALEGGIR ÁÐUR: 798 KR/KG KR KG

VÍNARPYLSUR 10 STK Í PAKKA ÁÐUR: 528 KR/PK KR PK

1.758

694

370

-23% WERTHERS ORIGINAL ÁÐUR: 259 KR/PK KR PK

199 Extra gott snakk

ORGANIC PIZZA MARGHERITA ÁÐUR: 498 KR/STK KR STK

349

-20%

X-TRA SNAKK 3 TEGUNDIR ÁÐUR: 369 KR/PK KR PK

295

-20%

X-TRA KORNFLEX 500 G ÁÐUR: 249 KR/PK KR PK

199

KR STK

Gott með kaffinu

X-TRA KREMKEX M. SÚKKULAÐI ÁÐUR: 369 KR/PK KR PK

295

ORGANIC PIZZA 2 TEGUNDIR ÁÐUR: 598 KR/STK KR STK

498

-25% X-TRA MÚSLÍ M. ÁVÖXTUM ÁÐUR: 398 KR/PK KR PK

299

Tilboðin gilda 20. – 23. október 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


g

G R G

Hvað er í matinn?

-31%

-20%

HAMBORGARHRYGGUR ÁÐUR: 1.593 KR/KG KR KG

1.099

-20% SKINNEY ÝSUBITAR FROSNIR - 1 KG ÁÐUR: 1.698 KR/KG KR KG

1.358

NAUTALUNDIR ERLENDAR - FROSNAR ÁÐUR: 3.998 KR/KG KR KG

3.398

-15%

Svalaðu þorstanum

ANDALÆRI BARBARY 2 STK SAMAN ÁÐUR: 1.998 KR/KG KR KG

1.598

Ilmandi gott kaffi

-50% KLAKI - 2 L 3 TEGUNDIR ÁÐUR: 169 KR/STK KR STK

149

TÓMATAR - 500 G ÁÐUR: 578 KR/PK KR PK

289 CAFESSO KAFFIPÚÐAR F. DOLCE GUSTO VÉLAR KR PK

789

Ferskir og frískanid

-21%

-25% Ella´s barnamatur

LIBERO BLEYJUR 6 STÆRÐIR ÁÐUR: 1.887 KR/PK KR PK

1.498

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 20. október 2016 Kísilver United Silicon í Helguvík. VF-myndir: Hilmar Bragi

RITSTJÓRNARPISTILL Páll Ketilsson

HVER ERU KOSNINGAMÁLIN? Það er óhætt að segja að þau séu óþrjótandi verkefnin sem stjórnmálamennirnir okkar fá að glíma við á næstunni. Þeir hafa verið að fá viðbrögð frá kjósendum og hér á Suðurnesjum er nokkuð ljóst að það eru heilbrigðismálin, húsnæðismálin og samgöngumálin sem skora hæst hjá fólki. Í fyrsta skipti í mörg ár eru atvinnumál ekki efst á listanum en þau voru í þremur efstu sætunum, er hægt að segja, fyrir alþingiskosningarnar fyrir þremur og hálfu ári síðan. Það er óhætt að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan þá, sérstaklega í atvinnumálum svæðisins. Árið 2012 var ástandið verst í atvinnumálum á Suðurnesjum yfir allt landið. Nú er öldin önnur. Atvinnuleysi í sögulegu lágmarki og miðað við spár og þróun í ferðaþjónustunni er ljóst að það verður á brattann að sækja til að finna út úr því hvernig manna á öll störf sem munu bætast við hér á svæðinu á næstu árum og áratugum. Sveitarfélögin fá að hluta til þetta verkefni inn á borð til sín. Árið 2030 er gert ráð fyrir því að um 35 þúsund manns búi á Suðurnesjum. Það liggur því fyrir að á næstu 15 árum þarf að byggja tíu leikskóla, fimm til sex grunnskóla og annan framhaldsskóla, svo fátt eitt sé nefnt. Á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum var sveitarstjórnarmönnum kynnt skýrsla um gríðarlega fjölgun atvinnutækifæra á svæðinu í tenglsum við fjölgun ferðamanna. Þetta mun verða mikil áskorun fyrir sveitarfélögin sem þurfa að styrkja innviðina, byggja skólana, huga að samgöngum, heilbrigðismálum og fleiru sem tengist þjónustu við íbúana. Og auðvitað þarf ríkið að koma hér að málum með sveitarfélögum og fleiri aðilum. Nú reynir enn meira á samvinnu sveitarfélaganna á Suðurnesjum þegar kemur að framtíðarplönum. Fulltrúar þeirra rifust um sameiningarmál á aðalfundi SSS um síðustu helgi. Grindvíkingar, Sandgerðingar og Garðmenn vilja helst ekki ræða sameiningarmál og vísuðu frá tillögu fulltrúa Reykjanesbæjar, um að gera óháða úttekt á kostum og göllum sameiningar, hluta eða allra sveitarfélaganna. VF hefur alla tíð haft þá skoðun að vinna eigi áfram í sameiningarmálum sveitarfélaga á Suðurnesjum. Sameining Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna er gott dæmi um vel heppnaða sameiningu en hún var gerð árið 1994. Nú þegar verkefnin verða bara stærri hlýtur það að vera betra og auðveldara að klára mál þegar eitt stórt sveitarfélag fær málið inn á borð, en ekki þrjú eða fjögur. Svo ekki sé talað um hagræðingu og sparnað í rekstri en lang stærsti kostnaður sveitarfélaga er launakostnaður. (Sjá umfjöllun um sameiningarumræðu frá aðalfundi SSS um síðustu helgi annars staðar í blaðinu.) Kjósendur á Suðurnesjum og í Suðurkjördæmi vilja úrbætur í samgöngu- og vegamálum og lang flestir vilja þeir sjá miklu meiri áherslu lagða á heilsugæsluna og heilbrigðismál. Í blaðinu er viðtal við hjúkrunarfræðing, ungan karlmann, sem segir að Suðurnesjamenn séu talsvert á eftir bæði Akureyri og Selfossi. Í viðtalinu kemur jafnframt fram að frá árinu 2007 hafi íbúum á Suðurnesjum fjölgað gríðarlega en að heilbrigðiskerfið hafi engan veginn náð að fylgja fjölguninni eftir. Hjúkrunarfræðingurinn á HSS segir ljóst að Suðurnesin séu fjársveltasta heilbrigðissvæði landsins. Nýleg íbúakönnun sem gerð var á Suðurnesjum sýnir að heilbrigðismálin eru meðal þeirra sem íbúar telja hvað brýnast að ráðast í úrbætur á. Hvað samgöngumálin varðar þá komst Reykjanesbrautin ofar á framkvæmdalistann fyrir dugnað og baráttu áhugahóps sem stofnaður var í sumar. Forsætisráðherra segir að barátta hópsins hafi haft mikil áhrif. Tvöföldun frá Fitjum að flugstöð er komin í samgönguáætlun og hringtorg verða gerð á næstu tveimur árum þangað til tvöföldun verður kláruð á þeim kafla. En betur má ef duga skal. Gjaldeyristekjur hafa tvöfaldast á síðustu fjórum árum vegna ferðamanna. Það þarf að mæta auknu álagi á vegum landsins með meiri innspýtingu í samgöngumál.

SJÓNVARP V Í K U R F R É T TA

NÝR ÞÁTTUR Í HVERRI VIKU INNÁ

WWW.VF.IS/VEFTV

SJÁÐ’ANN Í HÁSKERPU Í TÖLVUNNI, SPJALDTÖLVUNNI EÐA SÍMANUM ÞÍNUM!

Kísilbræðsla að hefjast í Helguvík ●●Enginn strompur á kísilverinu

Framleiðsla á kísil er að hefjast í kísilveri United Silicon í Helguvík. Eins og við greindum frá í síðasta blaði var kveikt upp í fyrsta ofni kísilversins á miðvikudag í síðustu viku. Það var gert til að baka fóðringar í ofninum en sú aðgerð átti að taka að lágmarki 60 klukkustundir. Síðustu dagar hafa farið í að prófa allan búnað kísilversins sem nú á að vera tilbúið til framleiðslu. Víkurfréttir tóku Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóra United Silicon, tali í síðustu viku þegar hann hafði formlega kastað fyrsta logandi kyndlinum í bræðsluofninn og þar með kveikt eld í ofninum sem mun loga næstu áratugi. „Þetta er góður dagur,“ sagði Magnús í samtali við blaðamann. Hvernig er þá staðan á verkefninu í dag? Staðan er sú að verksmiðjan er fullkláruð og við erum núna að prufukeyra framleiðslubúnaðinn og framkvæma svokallað „hot run test“ þar sem kveikt er upp og athugað hvort allar græjur séu í lagi, skynjarar og stýrikerfið tali saman og hafi stjórn á allri verksmiðjunni. Þetta er nokkuð stór áfangi þótt við séum ekki enn byrjuð að nota raforku. Í dag, fimmtudag, er áætlað að fylla á bræðsluofninn með hráefnum til kísilframleiðslunnar og halda áfram prófunum en allir verkferlar þurfa að virka áður en framleiðsla hefst formlega. Það hafa verið nokkur ljón á veginum og þetta hefur tafist lengur en þið gerðuð ráð fyrir. Já það hafa verið steinar á leiðinni og við erum núna 60 dögum of seinir að setja þetta í gang. En þetta er mjög stórt verkefni og ófyrirséðir hlutir hafa gerst. Meðal annars þá sprakk hjá okkur einn spennir í júlí og það tók tíma að finna annan spenni sem passaði og við fengum að leigja hann. Mjög flott hjá HS veitum að hjálpa okkur með að útvega þennan spenni. Á meðan er verið að búa til nýjan spenni á Ítalíu og það tekur allt saman tíma. Ertu búinn að manna fyrirtækið og ertu kominn með starfsfólk til að hefjast handa? Já, við erum komnir með starfsmenn í flestar stöður. Okkur vantar svona 10 til 12 manns í viðbót en akkúrat núna erum við með 13 manns frá Noregi sem eru hér að hjálpa okkur að starta verksmiðjunni. Þeir fara svo heim um

Magnús Garðarsson með kyndil sem notaður var til að kveikja upp í ofni kísilversins í síðustu viku.

jólin nema fimm sem verða hér fram í febrúar. Svo við reiknum með að þurfa að ráða um það bil 12 Íslendinga í staðinn fyrir þá. Hvernig er svo framhaldið? Eruð þið eitthvað farin að hugsa um næstu áfanga? Já, við hugsum alltaf um næstu áfanga en akkúrat núna fókuserum við á það að koma þessum fyrsta ofni okkar í góðan og stöðugan rekstur og þá förum við að huga að ofni númer tvö. Við erum með rekstrarleyfi og pláss á lóðinni fyrir fjóra ofna allt í allt. En við tökum eitt skref í einu og einbeitum okkur að því. Þegar horft er yfir svæðið hjá ykkur sér maður hrúgur af kvarsi, viðarspæni og kolum. Ertu kominn með allt sem þarft til framleiðslunnar og hvernig verður þetta? Það kemur að meðaltali eitt skip í viku með hráefni fyrir okkur frá Portúgal, Hollandi, Kanada og Póllandi. Við erum með fullar birgðir núna til að geta sett framleiðsluna í gang. Við erum með birgðir fyrir sex vikna framleiðslu og byrjum að nota þær í þessari viku. Þá sjáum við hvenær við þurfum að fá næstu skip sem verður væntanlega í lok nóvember og byrjun desember. Fyrir hinn almenna borgara sem veit ekki mikið um svona framleiðslu, hvað er nákvæmlega að gerast í þessum mannvirkjum hér í Helguvík? Þetta er efnabreyting sem fer fram í ofninum. Kvars er kísiloxíð og við blöndum réttum hlutföllum af kvarsi, kolum og tréflís í ofninn. Þegar það er hitað upp þá á sér stað efnabreyting og

kolefnið stelur súrefninu frá kísilnum í kvarsinum. Það gufar upp í gegnum lofthreinsivirkið okkar og svo fáum við hreinan kísil í botninum á ofninum þar sem hann lekur út. Við erum með það sem heitir „continuous tapping“ þar sem kísillinn lekur stöðugt út. Þegar maður horfir á þessar byggingar ykkar hér í Helguvík, há og mikil mannvirki, þá sést enginn strompur á þessari verksmiðju? Nei, það er enginn strompur. Það er bara loftfilter-hús sem er með hreinsibúnaði sem hreinsar reykinn frá verksmiðjunni svo hann mun ekki sjást. Það er ekkert hættulegt í honum annað en brennisteinsoxíð eins og við sáum í eldgosinu í Holuhrauni. Það hefur verið reiknað út og skráð að það er allt undir viðmiðunarmörkum og mun ekki hafa nein áhrif á samfélagið. Fólk mun þá ekki sjá neinn reyk frá þessu húsi? Nei, það mun það ekki. Og við erum meira að segja með okkar hönnun þannig að það eru ekki neyðarskorsteinar. Verksmiðjan á Grundartanga, sem er reyndar kísiljárnverksmiðja, er byggð með sambærilegum ofnum og er með neyðarskorsteina, þar sem reykurinn getur farið beint út. Okkar verksmiðja er ekki með slíkt, svo við erum alltaf að keyra loftið í gegnum hreinsibúnaðinn. Magnús Garðarsson segir ástæður þess að ekki séu neyðarskorsteinar á verksmiðjunni þá að hún standi við hliðina á flugvelli og það sé ekki vilji þeirra hjá United Silicon að blása reyknum í mótora flugvéla sem fljúga yfir verksmiðjuna.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


ALLT Á SÍNUM

FULLKOMNA STAÐ

Öruggur, fullkomið skipulag, nákvæmur frágangur og betri í alla staði. Honda HR-V er ekki bara fimm stjörnu bíll hvað varðar öryggi, í HR-V á hver hlutur sinn stað og hlutverk. Við hönnuðum nýjan Honda HR-V með þetta að leiðarljósi. Útkoman er fallegur borgarjeppi, með frábæra eiginleika innan sem utan. Nýr Honda HR-V, fullkominn fyrir þig.

Honda HR-V

kostar frá kr. 3.840.000 MEÐ SJÁLFSKIPTINGU

www.honda.is

Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 7800 • www.bernhard.is


8

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 20. október 2016

Samgöngumál sveitarstjórnarmönnum hugleikin

Ennþá stórt

NEI

hjá Garði, Sandgerði og Grindavík ●●Sjóðheitar umræður á aðalfundi sveitarfélaganna (SSS) um tillögu Reykjanesbæjar um að gerð verði könnun á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaga á Suðurnesjum Mjög heitar umræður urðu um sameiningarmál á aðalfundi SSS, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, í Garði um síðustu helgi. Fulltrúar Reykjanesbæjar lögðu fram tillögu um að gerð yrði úttekt á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaga á Suðurnesjum. Tillagan féll í grýttan jarðveg hjá Garðmönnum, Sandgerðingum og Grindvíkingum. Vogamenn voru hins vegar samþykkir tillögunni og töldu það vera bæjarbúanna að ákveða síðan þegar niðurstöður kæmu úr óháðri könnun. Til upprifjunar má nefna að fulltrúar Reykjanesbæjar hótuðu að slíta öllu samstarfi við hin sveitarfélögin á aðalfundinum í fyrra. Gunnar Þórarinsson úr meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar lagði fram tillöguna sem hann sagði alls ekki vera ósk um sameiningu heldur væri eingöngu verið að ræða um að gera könnun um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þar skyldu kannaðar ýmsar sameiningar. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga styrkti svona könnun og því yrði um mjög lítinn kostnað að ræða við gerð hennar. Gunnar sagði að það væri mikilvægt að sveitarfélögin á Suðurnesjum settu sig í stellingar í ljósi stórtíðinda frá miklum vexti í flugstarfsemi í og við Keflavíkurflugvöll. Huga þyrfti að innviðum og mörgum málum sem munu koma upp á borðið í ljósi þess að yfir 400 ný störf verða til árlega næstu áratugina. Grindvíkingar hafa aldrei verið í neinum sameiningargír og líklega er langt í það. Kristín María Birgisdóttir, bæjarfulltrúi sagði að þessi tillaga yrði ekki samþykkt. Enginn hvati væri til staðar í bæjarfélaginu. Sandgerðingar sögðu að smærri sveitarfélög græddu aldrei á sameiningu. „Ég er ekki til í svona partý en ég er til í partý með Garðmönnum,“ sagði Fríða Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi úr Sandgerði. Þegar hér var komið við sögu kom innlegg frá Kolbrúnu Pétursdóttur, bæjarfulltrúa úr Reykjanesbæ: „Mér finnst við þurfa að taka þessa tilfinningasemi út og spyrja okkur hvað sé skynsamlegt að gera. Langar ykkur í alvöru ekki að vita hvað kæmi úr svona könnun, hver hagkvæmnin gæti verið í því að sameina sveitarfélög,“ spurði hún. Svarið var einfalt hjá fulltrúum Garðs, Sandgerðis og Grindavíkur: Nei. Bæjarfulltrúi úr Vogum sagði það á valdi íbúanna að kjósa um sameiningu, því styddu Vogamenn tillöguna.

Kolbrún Jóna Pétursdóttir bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ brosir til ljósmyndarans en hún er næsti formaður Sambands sveitarfélag á Suðurnesjum, SSS. Kjartan Már bæjarstjóri brosir yfir því.

Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, sagði að samkvæmt búsetuþróun væri gert ráð fyrir að íbúar á Suðurnesjum verði um 35 þúsund eftir rúman áratug. „Miðað við þá fjölgun þarf að byggja sex nýja grunnskóla, tíu leikskóla, nýjan framhaldsskóla, svo fátt eitt sé nefnt. Við erum að tala um meiri breytingar á okkar svæði en nokkru öðru á Íslandi. Við verðum að bregðast við.“ Böðvar Jónsson og Baldur Guðmundsson, bæjarfulltrúar úr Reykjanesbæ, bættu við í umræðuna og sögðu mikilvægt að geta brugðist við tíðindum um þennan mikla vöxt sem í vændum væri í atvinnulífinu. Skoða þyrfti breytingar í stjórnsýslu og hvernig hægt væri að breyta og bæta. Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, sagði að ljóst væri að bæjarfulltrúar minni sveitarfélaganna væru hræddir. „Það heyrast fleiri og fleiri raddir um að það sé tóm della að vera að reka 5 sveitarfélög á þessu svæði. Við þurfum að leyfa umræðunni að koma upp og legg ég til að stjórn SSS kalli fram umræðu í sveitarfélögunum.“ Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, bæjarfulltrúi úr Sandgerði sagðist ekki vera hræddur bæjarfulltrúi. „Við erum að tala við Garðmenn um sameiningu. Ég vil byrja á því og skoða svo framhaldið á eftir“. Félagi hennar, Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis, sagði tillöguna ekki tímabæra. Skynsamlegast væri að leyfa Sandgerðingum og Garðmönnum að ljúka við sína sameiningarumræðu. Of dýrt væri að skoða fleiri kosti á

sama tíma. Jónína Hólm og Einar Jón Pálsson úr Garði sögðu þau einfaldlega ekki hafa bakland í að samþykkja tillöguna. All nokkur umræða hafi átt sér stað í Garði að undanförnu og hún væri á þá leið að skoða fyrst sameiningu við Sandgerði. Páll Pálsson, þingmaður úr Grindavík, var ekki að skafa utan af hlutunum og sagði það yfirgang hjá fulltrúum Reykjanesbæjar að mæta með tillöguna á fundinn. „Mér finnst þetta vera dónaskapur að mæta með svona tillögu á meðan sveitarfélög á svæðinu eru að tala saman. Hún er ekki tæk þessi tillaga. Það þarf að fara fram einhver vinna áður,“ sagði þingmaðurinn en bróðir hans, Pétur, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík, sagði fyrr á árinu að sameining allra sveitarfélaga á Suðurnesjum væri það eina rétta. Það var mjög áhugavert að fylgjast með umræðunum sem líktust á stundum rifrildi leikskólakrakka í sandkassanum. Svo heit var hún að forseti bæjarstjórnar Sandgerðis sagði að það væru ekki góð skilaboð út í samfélagið á Suðurnesjum að það væri óeining meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum. Fulltrúar Reykjanesbæjar voru hvattir til að draga tillöguna til baka því ljóst væri að það væri ekki eining um hana, og vísa henni til stjórnar sambandsins, SSS, sem gæti fylgt henni eftir. Gunnar Þórarinsson gerði það og sagði: „Það er leitt að það skuli ekki vera hægt að leita eftir upplýsingum um það hvort það sé hagkvæmt eða ekki að einhver sameining fari fram.“

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 14.-15. október 2016 skorar á Innanríkisráðherra að beita sér fyrir úrbótum á lagaumhverfi almenningssamgangna. Nauðsynlegt er að tryggja landshlutasamtökunum einkaleyfi almenningssamgangna eins og kemur fram í samningum milli Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Vegagerðarinnar. Leggja verður áherslu á að einkaréttur landshlutasamtakanna til að starfrækja almenningssamgöngur á tilleknum leiðum og svæum verði virtur og að þeim rétti sé veitt ríkari vernd í lögum. Gera verður skýrari greinarmun á almenningssamgöngum og farþegaflutningum í atvinnuskyni. Þá skorar fundurinn á stjórnmálamenn að standa vörð um almenningssamgöngur á Suðurnesjum sem og á landinu öllu og tryggja að þær séu raunhæfur kostur fyrir almenning.

Reykjanesbrautar tvöföldun verði lokið

Fundurinn bendir á að mikilvægt er að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar frá Hafnarfirði að Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að bregðast við auknum umferðarþunga og tryggja öryggi notenda. Nauðsynlegt er að auka umferðaröryggi við Aðalgötu og Þjóðbraut inn á Reykjanesbraut, sem og tengingu við Hafnarveg. Aðalfundurinn leggur áherslu á að unnið verði að því að breikka Grindavíkurveg. Vegurinn er einn af fjölförnustu ferðamannavegum landsins en tæp milljón gesta sækja Bláa lónið heim ár hvert. Þá er vegurinn illa farinn vegna mikilla þungaflutninga og mjög sprunginn á köflum. Vert er að benda á að vegurinn liggur í gegnum vatnsverndarsvæði Suðurnesja og því afar mikilvægt að hann sé þannig úr garði gerður að hægt sé að bregðast við mengunarslysum. Mikilvægt er að ljúka við gerð Suðurstrandavegs og tryggja fjármagn til vetrarþjónustu. Lagt er til við Vegagerðina að breytt verði um skilgreiningu á vetrarþjónustu fyrir

Suðurstandaveg með þeim hætti að þjónusta á veginum verði færð upp um þjónustuflokk. Miðað við þjónustuskilgreiningar Vegagerðarinnar ætti Suðurstandavegur að vera í þjónustuflokki 3 og fá vetrarþjónustu 5 daga vikunnar. Fundurinn bendir á að þetta er ekki einungis hagsmunamál Suðurnesjanna heldur líka allra þeirra sem fara um Suðurlandið. Mikilvægt er að geta beint umferð um veginn vegna tíðra lokanna Suðurlandsvegar á Hellisheiði og í Þrengsla. Nauðsynlegt er að gera aðra leið færa á milli Suðurlands og Suðurnesja.

Bæta þarf símasamband á Suðurstrandarvegi

Nýlegar mælingar sem Póst- og fjarskiptastofnun lét gera á GSM símasambandi á þjóðvegum landsins sýndi að mjög misjafnt er eftir fjarskiptafélögum hvernig símasamband er á Suðurstandarvegi, allt frá því að vera lélegt upp í að vera þokkalegt. Því skorar fundurinn á að fjarskiptafélögin að samnýta fjarskiptasenda við Suðurstrandaveg með það í huga að bæta þjónusta og tryggja almannaöryggi vegfarenda um leið og komið verði í veg fyrir offjárfestingu á fjarskiptabúnaði Laga þarf vegi til Sandgerðis og Sveitarfélagsins Garðs, sem og á milli þeirra sveitarfélaga. Breikka þarf vegina og þarfnast þeir talsverðar lagfæringa. Nokkur straumur er um vegina af stórum bifreiðum m.a. vegna fiskflutninga sem og aukins ferðamannastraums og uppfylla vegirnir ekki öryggiskröfur.

Áfram með gönguog hjólareiðastíga

Aðalfundurinn leggur áherslu á að haldið verði áfram að byggja upp göngu- og hjólreiðastíga á milli sveitarfélaga Suðurnesjum og við flugstöðvarsvæðið. Þetta er sérstaklega mikilvægt til að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem sífellt fjölgar á svæðinu, segir í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi SSS í Garði.

Auka þarf framlög til markaðsstofa landshlutanna Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 14.-15. október 2016 skorar á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum á tekjustofunum sveitarfélaganna til að tryggja að þeir séu í samræmi við þau verkefni sem sveitarfélögum er falin og þeim ber að uppfylla samkvæmt lögum. Útgjöld sveitarfélaganna hafa vaxið og verkefnum þeirra fjölgað án þess að tekjuliðir hafi fylgt þeirri þróun, segir í ályktun frá fundinum. Afar mikilvægt er að sveitarfélögin fái aukna hlutdeild í heildarskatttekjum. Ferðaþjónustan hefur skapað tekjur í heimabyggð en einnig kallað á aukin útgjöld, bæði við ferðamannastaði

sem og við ýmsa innviði samfélagsins. Í stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014-2018 kemur fram að sveitarfélögum skuli tryggðir nauðsynlegir tekjustofnar í samræmi við þau verkefni sem þeim eru falin. Þeir skulu vera nægjanlega fjölþættir og sveigjanlegir í eðli sínu svo þeir geti staðið undir þeirri fjölbreyttu þjónustu sem íbúar þeirra kalla eftir. Auka þarf einnig framlög til Markaðsstofa landshlutanna svo þær geti brugðist við fjölgun verkefna. Eins og staðan er í dag dugir styrkur Ferðamálastofu ekki nema fyrir 25-50% af rekstri landshlutamiðstöðvanna, segir í ályktun frá fundinum.

Mikilvægt er að Suðurnesjalína 2 verði lögð sem fyrst Mikilvægt er að Suðurnesjalína 2 verði lögð sem fyrst og Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 14.-15. okt. 2016 skorar á Iðnaðar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir öryggi í raforkumálum á Suðurnesjum. Flutningsgeta núverandi línu er fullnýtt og hamlar núverandi kerfi uppbyggingu á svæðinu. Suðurnesjalína 1 er eina tenging Reykjanesskagans

við meginflutningskerfi Landsnets og hafa bilanir á henni valdið straumleysi. Það er ekki ásættanlegt m.a. með tilliti til þess að eini alþjóðaflugvöllur landsins er staðsettur á Suðurnesjum. Mikið álag veldur enn frekari hættu á truflunum á raforkuflutningum, sem og getur valdið tjóni hjá notendum. Það er brýnt hagsmunamál íbúa og atvinnulífs á Reykjanesi að flutningskerfi raforku verði styrkt sem fyrst, segir í ályktun frá fundinum.


r a g a d a t t Þvo u n i d n a l í n i l i m fyrir hei

15%

LÆKKAÐ VERÐ* MEÐ AFSLÆTTI AÐ AUKI

Íslenskt stjórnborð

Íslenskt stjórnborð

Íslenskt stjórnborð

Íslenskt stjórnborð

3 ára ábyrgð

3 ára ábyrgð

3 ára ábyrgð

3 ára ábyrgð

10 ára ábyrgð á mótor

10 ára ábyrgð á mótor

Þvottavél

Þvottavél

Þvottavél

Tekur 7 kg af þvotti. 1200 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Íslensk notendahandbók.

Tekur 7 kg af þvotti. 1400 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Íslensk notendahandbók.

Tekur 8 kg af þvotti. 1400 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Kolalaus mótor. Íslensk notendahandbók.

Lavamat 63272FL

Lavamat 63472FL

Lavamat 76485FL

Þvottavél Lavamat 76806FL

Tekur 8 kg af þvotti. 1600 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Kolalaus mótor.

LÆKKAÐ VERÐ: kr. 89.900,-

LÆKKAÐ VERÐ: kr. 99.900,-

Nú kr. 84.900,-

Nú kr. 109.900,-

Þurrkari - barkalaus

Þurrkari - barkalaus

uppÞvottavél

uppÞvottavél

Tekur 7 kg af þvotti. Ný tegund af tromlu sem minnkar slit og dregur úr krumpum. Snýr tromlu í báðar áttir og er með rakaskynjara.

Barkarlaus þurrkari með rakaskynjara. Tekur 8 kg. af þvotti. Ný ryðfrí tromla sem minnkar slit og snýst í báðar áttir.

Topplaus, undir borðplötu. Hljóðlát 43db með 7 þvottakerfi og þurrkun.

Topplaus, undir borðplötu. Hljóðlát 39db með 6 þvottakerfi og þurrkun.

Nú kr. 75.900,-

T61271AC

Nú kr. 84.900.-

LÆKKAÐ VERÐ: kr. 99.900,-

*

T76280AC

Nú kr. 92.900.-

LÆKKAÐ VERÐ: kr. 109.900,-

LÆKKAÐ VERÐ: kr. 129.900,-

F66692MOP

hVÍT Nú kr. 109.900,LÆKKAÐ VERÐ: kr. 129.900,-

Nú kr. 126.900,-

LÆKKAÐ VERÐ: kr. 149.900,-

FSILENCM2P

STáL Nú kr. 101.900,LÆKKAÐ VERÐ: kr. 119.900

Í síðasta mánuði lækkaði Ormsson öll verð á AEG þvottavélum, þurrkurum, uppþvottavélum vegna styrkingar á gengi krónunnar og hagstæðra innkaupa.

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18. Laugardaga kl. 11-14.

HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535

Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði


HALLOWEEN

298

298

kr. 400 g

259

kr. 400 g

KW Pipardropar 400 g

skt Íslen ERONI PEPP

kr. kg

Bónus Piparkökur 400 g

Grasker

SAMA VERd

um land allt 395 kr. pk.

498

Ný sending

LÆGRA VERÐ

Stjörnugrís Pepperoni 180 g

kr. 370 g

MS Rifinn Ostur 370 g

Aðeins

50kr stykkið

Engin

Kolvetni

179 kr. 591 ml

Powerade Zero 591 ml, 3 teg.

898 kr. pk.

598

Nicky Salernispappír 16 rúllur í pakka - Verð áður 998 kr.

Plaisir Kattamatur 12x100 g

kr. pk.

Er birílvletiunrn inn?

klár fyr

ga ótarltúí lne otkun einf

NÝTT Í BÓNUS

398 kr. 2,5 l

Rúðuvökvi Frostþol -18°C, 2,5 l

179 kr. stk.

Rúðuskafa Verð gilda til og með 23. október eða meðan birgðir endast

1.198 kr. stk. EZ Carnauba Bílabón 482 ml


korið SérsA I LAMB LÆR

30%

Meira magn

Sama verð

1kg

379 kr. 1 kg

1.398 kr. kg

Myllu Heimilisbrauð 1 kg

Íslandslamb Lambalæri Ferskt, kryddað, sérskorið

GOTT VERÐ Í BÓNUS 2

brauð í pakka

1.698 kr. kg Íslandsnaut Ungnautahakk Ferskt

r ka 5 í ppo akka

1Ís0le 0% nskt

ungnautakjöt

69

kr. 400 g Tómatar 400 g, 2 tegundir

159 kr. pk.

Hvítlauksbrauð 2 stk. í pakka

Roð- og ð u s n i e r h bein

198 kr. pk.

1.498 kr. kg

998

Heima Basmati Hrísgrjón Í suðupokum, 5x100 g

Norðanfiskur Ýsuflök Sjófryst, roð- og beinhreinsuð

Norðanfiskur Þorskbitar Roð- og beinhreinsaðir, frosnir

kr. kg

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 20. október 2016

Byggingaland undir 246 íbúðir til sölu í Vogum Hjá Geymslum á Iðavöllum er hægt að leigja geymslur af ýmsum stærðum.

Geymslur ehf. opna útibú í Reykjanesbæ Fyrirtækið Geymslur ehf. hefur opnað útibú við Iðavelli í Reykjanesbæ. Þar geta fyrirtæki og einstaklingar leigt geymslur af ýmsum stærðum. Að sögn Ómars Jóhannssonar, framkvæmdastjóra, hafa leigutakar aðgang að geymslum sínum allan sólarhringinn, allan ársins hring. Hjá Geymslum er til dæmis hægt að geyma búslóðir, dánarbú, bókhaldsgögn, skjöl, lager fyrir fyrirtæki, efni og áhöld verktaka og vetrarvörur eins og skíði og vetrardekk.

Slíkar geymslur eru vinsælt fyrirbæri í Bandaríkjunum og víðar og voru Geymslur ehf. fyrsta fyrirtækið til að bjóða upp á slíka þjónustu hér á landi. „Við fylgjum ströngustu stöðlum um hreinlæti, öryggi, aðgang og innréttingar. Einkageymsla er húsnæði sem þú leigir í sérhæfðu geymsluhúsnæði. Húsnæðið er sérstaklega innréttað til að uppfylla strangar öryggiskröfur varðandi bruna- og innbrotavarnir, auk þess að vera vaktaðar með öryggismyndavélum sem tengdar eru stjórnstöð Securitas.”

Byggingaland það sem alla jafna er nefnt Grænuborgarsvæðið í Sveitarfélaginu Vogum hefur nú verið auglýst til sölu. Hér er um að ræða byggingasvæði í landi Austurkots og MinniVoga, norðan núverandi þéttbýlis í Vogum. Svæði þetta var í eigu einkahlutafélags, sem á sínum tíma hóf undirbúning gatnaframkvæmda. Það félag fór síðar í þrot, en þrotabú þess félags hyggst nú freista þess að selja svæðið. Á svæðinu er gert ráð fyrir 246 íbúðum, samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð, það er einbýlishúsum á einni hæð, parhúsum og raðhúsum á einni og tveimur hæðum, ásamt þriggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er síðan gert ráð fyrir öðrum áfanga á síðari stigum, þannig að fullbyggt svæðið þýðir umtalsverða stækkun á þéttbýlinu í Vogum, segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, í pistli sem hann skrifar í fréttabréf sitt í Vogum. Mikil uppbygging fyrirsjáanleg á Suðurnesjum, og ekki að efa að eftirspurn eftir byggingalóðum fari vaxandi á næstunni. Það verður fróðlegt að fylgjast með framgangi þessara mála, og óhætt að segja að spennandi tímar séu framundan, segir Ásgeir ennfremur.

Birgir Örn Ólafsson, þáverandi forseti bæjarstjórnar Voga, tekur fyrstu skóflustunguna að nýju 500 íbúða hverfi í Vogum sem Nesbyggð ætlaði að byggja árið 2008. VF-mynd: Hilmar Bragi

VILTU ÞÚ OPIN LANDAMÆRI OG ÓHEFTAN INNFLUTNING HÆLISLEITENDA?

ÞAÐ VILJUM VIÐ EKKI! KJÓSUM XE SÍMI 831-1867 GUÐMUNDUR KARL ÞORLEIFSSON.

Hópurinn sem tekur þátt í uppsetningu „Á stoppistöð“.

Íslenska Þjóðfylkingin

„Á STOPPISTÖГ ●●Unglingasöngleikur í Frumleikhúsinu

HEIÐARLEIKI - FAGMENNSKA - METNAÐUR

RB

RB

RB

SELUR ALLT

RB

GR

GR

Þórarinn Kópsson

Páll Þorbjörnsson

Arnar Hólm

Elínborg Jensdóttir

Þorbjörn Pálsson

Dagbjartur Willardsson

Löggiltur fasteignasali

Aðstoðarmaður

Aðstoðarmaður

Aðstoðarmaður

Löggiltur fasteignasali

Aðstoðarmaður

Sími: 615-3343

Sími: 698-6655

Sími: 892-4445

Sími: 823-1334

Sími: 898-1233

Sími: 861-7507

RB ALLT FASTEIGNIR - FASTEIGNASALA SUÐURNESJA Hafnargata 91 - Reykjanesbær - sími 560-5515 sudurnes@alltfasteignir.is

GR ALLT FASTEIGNIR - FASTEIGNASALAN Í GRINDAVÍK Víkurbraut 46 - Grindavík - sími 426-8890 - grindavik@alltfasteignir.is

Nú í haust auglýsti Leikfélag Keflavíkur eftir unglingum til þess að taka þátt í uppsetningu á unglingasöngleik. Hugmyndin var að setja á svið eitthvert þekkt leikrit og voru þær stöllur Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir ráðnar til að leikstýra verkefninu. Á kynningafundinn mættu tæplega sjötíu ungmenni úr flestum grunnskólum á Suðurnesjum sem öll vildu taka þátt. Ekkert fyrirhugaðra verka passaði þessum gífurlega fjölda þátttakenda og því var ákveðið að semja verk, sérsniðið að hópnum. Leikstýrurnar unnu að hugmyndum með leikhópnum og hófu skrif en fengu sér til aðstoðar Arnar Inga Tryggvason. „Verkið varð eiginlega til á æfingunum með þessum frábæru krökkum, spunavinna og ýmsar hugmyndir kveiktu á handritinu sem varð að skemmtilegum söngleik.“

„Á stoppistöð“ er heiti verksins sem fjallar í stórum dráttum um líf unglinga. Hversu ólíkir þeir eru í hugsunum, gjörðum, útliti og fleiru. Mörg þekkt lög skreyta sýninguna auk dansa sem hópurinn hefur tekið þátt í að semja. „Þetta er auðvitað algjört brjálæði,“ sögðu leikstýrurnar þegar blaðamaður VF kíkti á æfingu. „Við vildum alls ekki skilja neinn útundan, ákváðum bara að skella okkur í þessa vinnu og nú þegar langt er liðið á æfingaferlið og styttist í frumsýninguna þá ganga æfingar vel og við lofum hörku sýningu.“ Þær Guðný og Halla Karen hafa báðar mikla reynslu af leikhúsvinnu og hafa áður sett upp sýningar með unglingum. Stefnt er á frumsýningu í byrjun nóvember og spennan að magnast innan hópsins.


Við erum

1 árs %

20

AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM F&F VÖRUM

AÐEINS Í NJARÐVÍK

20.-23. OKTÓBER

Opið til kl. 22:00 fimmtudaginn 20. október

Léttar veitingar og ýmsar uppákomur Þökkum frábærar viðtökur


14

VÍKURFRÉTTIR

Til Sölu Tilboð óskast í hluta fasteignarinnar Víkurbraut 25, Grindavík

fimmtudagur 20. október 2016

Afþreying: Eyrún Ósk Elvarsdóttir

MAÐUR LÆRIR ÝMISLEGT AF HEIMILDAMYNDUM Eyrún Ósk Elvarsdóttir er sjúkraliði úr Njarðvík og hefur starfað á því sviði frá 2008. Eyrún á einn 6 ára gamlan strák og hefur mjög gaman að íþróttum. Þá helst körfubolta en hún fylgist sérstaklega vel með íslenskum körfubolta. Einnig finnst henni mjög gaman að elda og borða góðan mat. Annars er það fjölskyldan, vinirnir og almenn hreyfing sem á hug hennar allan. Við spurðum Eyrúnu hvaða afþreyingu hún sækist helst í þessa dagana.

15811 – Víkurbraut 25, Grindavík

Bókin

Um er að ræða helming efri hæðar í norður hluta húsnæðisins, sem áður var útibú sýslumanns. Eignin er vel staðsett og með góða aðkomu. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands - fasteignaskrá er skrifstofuhúsnæðið 107,8 m², byggt 1962 ásamt 30 m² svölum. Brunabótamat eignarinnar er kr. 21.500.000,- og fasteignamat er kr. 10.400.000,-.

Bækurnar sem ég hef verið að lesa undanfarið eru barnabækur sem ég les fyrir son minn fyrir svefninn. Fyrir utan barnabækurnar þá voru það bara skólabækurnar þar sem ég er rosalega lítið fyrir bókalestur. En það er spurning hvort maður fari að bæta það upp og detta í lestur um jólin.

Húsnæðið er í ágætu ástandi en þarfnast einhvers viðhalds. Mikilvægt er að bjóðendur kynni sér ástand eignarinnar vel.

Þættirnir

Húseignin verður til sýnis í samráði við Sigurð Ágústsson í síma 892 4116. Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá Ríkiskaupum ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði. Gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is Tilboð skulu berast til Ríkiskaupa, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík fyrir kl. 10:00 þann 2. nóvember 2016 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska.

Þættirnir sem ég er að horfa á núna heita Narcos og eru um kólumbíska eiturlyfjasalann Pablo Escobar. Mjög spennandi og vel gerðir þættir. Einnig er Grey’s Anatomy í miklu uppáhaldi hjá mér þar sem þeir

tengjast áhugasviði mínu. Heimildaþættir og -myndir finnst mér mjög áhugavert að fylgjast með og lærir maður ýmislegt af því.

Tónlistin

Ég er alæta á tónlist, fer allt eftir stað, stund og skapi. En til að nefna dæmi eru Strumbellas og þá aðallega eitt lag með þeim sem heitir Spirits. Calvin Harris, mér finnst nýja lagið hans, My way, mjög gott. B e yoncé og Coldplay eru líka nokkuð oft í spilun hjá mér þessa dagana.

Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is

SNJÖLL ÖPP EINARS:

ÆTLAR ÞÚ, AÐ STANDA VÖRÐ UM ÍSLENSKA ÞJÓÐARHAGSMUNI, Í KOMANDI ALÞINGISKOSNINGUM ÞAÐ GERUM VIÐ X-E ÍSLENSKA ÞJÓÐFYLKINGIN. SÍMI 831-1867 GUÐMUNDUR KARL ÞORLEIFSSON.

Sér nýjustu uppgötvanirnar í Vísindaappi Einar Thorlacius Magnússon er 24 ára Njarð-

víkingur. Hann vinnur í hlaðdeildinni hjá IGS á Keflavíkurflugvelli og hefur gaman að körfubolta. Hann, ásamt nokkrum vel völdum félögum, leigir íþróttasalinn í Vogunum tvisvar í viku til að spila körfu. Auk þess spilar hann körfubolta með gamlingjunum í Njarðvík-B þegar hann hefur tíma. Einar hefur gaman að alls kyns fróðleik og horfir á mikið af þáttum og bíómyndum. Við báðum Einar um að segja okkur frá hans uppáhalds snjallsímaöppum.

NBA

Íslenska Þjóðfylkingin

Fyrir körfuboltaáhugamann eins og mig er mikilvægt að fylgjast með deild þeirra bestu. Aðallega nota ég appið til að horfa á leiki í gegnum „League Pass,“ en þar getur þú horft á hvaða leiki sem þú vilt, hvenær sem þú vilt. Algjör snilld fyrir „næturdeildina.“

Duolingo

HAUSTFAGNAÐUR Á PARK INN (FLUGHÓTEL) 4. NÓVEMBER 2016 Borðhald hefst kl. 19:00. Veislustjóri Jón Berg Halldórsson Skemmtiatriði Happdrætti Hljómsveit Suðurnesjamenn spilar fyrir dansi til kl. 23:30. Miðasala verður á Nesvöllum 26. október kl. 16:00 til 17:30. Miðaverð kr. 6000,-

Besta appið til að læra tungumál. Einfalt í notkun og öll stærstu tungumál í heimi eru inni á appinu. Þú getur stillt hversu lengi þú vilt læra á hverjum degi og getur sett áminningu ef þú villt læra á ákveðnum tíma sólahringsins. Ég er til dæmis nýbyrjaður að læra rússnesku, очень хорошо!

Alfreð

Mjög sniðugt app ef þú ert atvinnulaus eða í leit að nýrri vinnu. Það sýnir laus störf um land allt á mjög einfaldan og þægilegan hátt, sem er andstæðan við síður eins og störf.is, sem oft er þungt að „skrolla“ í gegnum. Er ennþá með appið þó ég sé með vinnu enda veit maður aldrei hvenær draumastarfið birtist á skjánum.

VF.IS Í NÝJUM FÖTUM

FYLGSTU MEÐ Í...

Science news

Fyrir mann eins og mig sem hefur gaman af alls konar fróðleik um heiminn þá er Science News frábær síða. Þar færðu allar nýjustu fréttir úr heimi tækni og vísinda á einum stað og býður appið upp á að flokka vísindagreinar ef þú villt skoða eina frekar en aðra. Á appinu færðu daglegan skammt af „amazement“ yfir nýjustu uppgötvununum.

Veður

Þegar þú býrð á Íslandi þá er nauðsynlegt að vita hvernig veðrið verður á morgun. Sérstaklega gott í vetur þegar kemur að því að vakna fyrr til að skafa, þá er fínt að vita hvort það sé næturfrost, þótt íslenska veðrið gefi oft skít í veðurspána.

TÖLVUNNI

SNJALLSÍMANUM

SPJALDTÖLVUNNI


16

VÍKURFRÉTTIR

Gefandi að hjálpa fólki í gegnum verstu daga lífs síns

fimmtudagur 20. október 2016 Jón Garðar Viðarsson er svæfingahjúkrunarfræðingur á HSS og slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Hann segir starfið skemmtilegt enda starfi hann með einstaklega vel menntuðu og færu fólki á HSS. VF-mynd/dagnyhulda

●●Jón Garðar Viðarsson flutti til Reykjanesbæjar að loknu námi í hjúkrun eftir að hafa fengið spennandi atvinnutilboð frá HSS l Stundum heldur fólk að hann sé læknirinn því hann er karlkyns l Segir Suðurnesin fjársveltasta heilbrigðissvæði landsins Jón Garðar Viðarsson, svæfingarhjúkrunarfræðingur á Slysa- og bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er einn fárra karla á Íslandi sem starfa við hjúkrun. Eftir útskrift úr hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri árið 2003 fékk hann gott atvinnutilboð frá HSS og flutti því með fjölskyldunni til Reykjanesbæjar. Hann segir gott að vinna á fleirum en einum stað í einu og hefur tekið vaktir hjá Brunavörnum Suðurnesja en hann er einnig lærður sjúkraflutningamaður. Þá kennir hann kúrsa í hjúkrun við Háskóla Íslands og við Sjúkraflutningaskólann, ásamt því að stunda meistaranám í svæfingahjúkrun. „Þetta hefst með því að sofa hratt og skipuleggja sig vel,“ segir hann. Áður en Jón Garðar hóf nám í hjúkrunarfræði lærði hann nudd og lauk sjúkraliðanámi og í starfi sínu sem sjúkraliði kynntist hann starfi hjúkrunarfræðinga og ákvað að læra fagið. Hann kveðst vera stoltur hjúkrunarfræðingur og segir starfið gríðarlega skemmtilegt, enda starfi hann með gríðarlega vel menntuðu og færu samstarfsfólki á HSS. „Samskiptin við fólkið sem leitar til okkar eru svo gefandi. Við hittum það á versta degi lífsins, hjálpum því og komum því lifandi í gegnum daginn. Til okkar kemur oft fólk í alvarlegu ástandi og við gerum allt sem við getum. Fólk lifir þetta af og kemst heim til fjölskyldunnar.“ Jón Garðar segir álagið þó mikið. Það hjálpi því til að dreifa kröftum sínum líkt og hann geri til að koma í veg fyrir að brenna út af álagi.

Þarf stórar hreðjar til að vera karl í hjúkrun

Karlar eru rétt innan við 2 prósent hjúkrunarfræðinga á Íslandi og segir Jón Garðar eina af ástæðunum þá að

ímynd starfsins sé að það sé kvennastarf. „Áður var alltaf talað um hjúkrunarkonur en þetta er smám saman að breytast enda er það mín skoðun að það þurfi ansi stórar hreðjar til að vera karl í hjúkrun,“ segir hann og brosir. „Stundum þegar ég hitti sjúklinga er með mér læknir sem er ung kona og þá kemur nokkuð oft fyrir að fólk haldi að ég sé læknirinn.“ Á fyrsta ári sínu í hjúkrunarfræði varð Jón Garðar svekktur yfir því hversu fáir karlar voru í hjúkrun en tveir aðrir karlar hófu nám á sama tíma og hann. Annar hætti og hinn ákvað að seinka sínu námi. „Tveir félagar mínir, sem eru bráðatæknar, útskrifuðust úr hjúkrunarfræði í vor. Ég held að þegar slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru farnir í hjúkrun þá sé starfið orðið töluvert karlmannlegra.“ Að mati Jóns Garðars mættu laun hjúkrunarfræðinga vera talsvert betri og telur hann þau hluta af þeim vanda hve fáir karlar sæki í fagið. „Margir hjúkrunarfræðingar vinna sem flugfreyjur yfir sumarið og fá þar talsvert

hærri laun fyrir auðveldari vinnu.“ Hann segir að sama skapi mikilvægt að fleiri karlar komi í hjúkrun til að launin hækki. „Við þekkjum það af reynslunni að laun hjá starfsstéttum hækka þegar körlum fjölgar. Svo er líka skemmtilegra þegar fólk af báðum kynjum vinnur að sömu hlutunum.“ Á Englandi er hlutfall karla í hjúkrun á milli 15 og 20 prósent og Norðurlöndunum er hlutfallið 10 til 17 prósent. Í Bandaríkjunum er það milli 10 og 15 prósent. Átakinu „Karlmenn hjúkra“ var hleypt af stokkunum á Facebook síðasta sumar og hefur fengið góð viðbrögð. Jón Garðar vonar að það verði til þess að fleiri karlmenn kynni sér fagið og leggi fyrir sig. Það er þó ekki einungis skortur á körlum meðal hjúkrunarfræðinga því að útlit er fyrir að á næstu þremur árum fari 25 prósent hjúkrunarfræðinga hér á landi á eftirlaun. dagnyhulda@vf.is

Skurðstofum lokað eftir hrun

Þing Evrópska endurlífgunarráðsins var haldið á Íslandi síðasta sumar og var Jón Garðar einn fimm liðsmanna í íslenska liðinu sem hafnaði í 2. sæti á eftir Englendingum. „Við ætlum okkur sigur á næsta ári í Þýskalandi. Við gátum ekki unnið Englendinga sama sumarið bæði í fótbolta og endurlífgun.“ Í liði Íslands voru einvörðungu hjúkrunarfræðingar og bráðatæknar en í öllum hinum liðunum voru einnig læknar.

■■Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru tvær stórar skurðstofur og ein minni og er engin þeirra í almennri notkun. Lokið var við endurbætur á skurðstofunum rétt fyrir hrun, árið 2008, en þá var þeim lokað vegna fjárskorts. Jón Garðar segir ljóst að ef skurðstofurnar yrðu hluti af almennri starfsemi á HSS þá myndi það miklu breyta fyrir íbúa á svæðinu og létta álagi af Landspítala. „Það er engin spurning að hérna á Suðurnesjum væri hægt að reka heilmikla starfsemi ef til þess fengist fjármagn. Hérna væri hægt að framkvæma minni aðgerðir sem ekki krefjast gríðarlegs tækjakosts og eftirlits dagana á eftir.“ Hann bendir á að biðlistar eftir aðgerðum á Landspítala geti verið langir og að það valdi fólki óþarfa sársauka. „Þegar ég hef verið að vinna á Landspítalanum hef ég tekið á móti mjaðmagrindarbrotnu fólki sem beðið hefur í þrjá daga eftir aðgerð. Oft er þetta aldrað fólk sem liggur þá fyrir og bíður. Það getur valdið legusárum, auk þess sem kyrrstaðan getur aukið líkur á blóðtappa, lungnabólgu og öðrum vandamálum sem gera bataferlið lengra og erfiðara. Þetta er mjög erfitt ástand þegar nær öllu flæði sjúklinga er beint til Reykjavíkur.“ Skurðstofur á HSS eru leigðar út og þar framkvæmdar sérhæfðar aðgerðir. Auk þess að starfa á slysa- og bráðamóttöku HSS starfar Jón Garðar sem svæfingahjúkrunarfræðingur hjá einum þeirra, Auðuni Sigurðssyni, almennum skurðlækni, sem framkvæmir magabandsaðgerðir og svokallaðar magaermar sem eru umfangsmeiri aðgerðir þar sem numinn er brott hluti af maganum. Aðgerðirnar eru ætlaðar til að hjálpa fólki í yfirvigt að léttast. Sjúklingarnir sem fara í magaermarnar dveljast yfirleitt á HSS í eina nótt og útskrifast næsta dag.

„Svo er líka skemmtilegra þegar fólk af báðum kynjum vinnur að sömu hlutunum.“

Fjársveltasta heilbrigðissvæði landsins

Jón Garðar er einnig slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og kennir við Sjúkraflutningaskólann.

■■Jón Garðar segir ljóst að Suðurnesin séu fjársveltasta heilbrigðissvæði landsins og að gera þurfi mikinn skurk í heilbrigðismálum á Suðurnesjum. Hann bendir á að Slysa- og bráðamóttakan á HSS sé sú þriðja stærsta á landinu á eftir Reykjavík og Akureyri. „Á Akureyri eru stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku talsvert fleiri en hér á HSS. Við hjúkrunarfræðingarnir á Slysa- og bráðamóttöku HSS sinnum kannski að meðaltali um 15 sjúklingum á hverri vakt en á Slysa- og bráðamóttöku LSH þykir mikið fyrir hjúkrunarfræðingana að fá 4 til 5 sjúklinga á vakt.“ Heilbrigðismálin hafa verið töluvert í umræðunni núna í aðdraganda Alþingiskosninga og kveðst Jón Garðar vona að málin færist til betri vegar. „Frá árinu 2007 hefur íbúum á Suðurnesjum fjölgað gríðarlega og eru íbúar á þjónustusvæði HSS í kringum 25.000. Heilbrigðiskerfið hér hefur samt engan veginn náð að fylgja þessari fólksfjölgun eftir. Það kemst í fréttirnar ef 100 manns mæta sama daginn á síðdegisvakt heimilislækna á Selfossi en það er eitthvað sem gerist að minnsta kosti tvisvar til þrisvar sinnum í viku hérna á Suðurnesjum.“ Jón Garðar bendir á að á þessu ári hafi orðið 30 prósent aukning í komum á HSS og árið er orðið metár í sjúkraflutningum hjá Brunavörnum Suðurnesja. „Þess má einnig geta að hér er ekki sólarhringsvakt hjúkrunarfræðinga sem er fyrir hendi á Akureyri og Selfossi og árið 2014 frá 1. jan til 10. nóvember komu 1478 sjúklingar sem læknir á vakt á HSS þurfti að sinna einn síns liðs og undirstrikar það þörfina fyrir sólarhringsvaktir hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðamóttöku HSS.“


EITT ÁR Ársbirgðir af eldsneyti fylgja nú kaupum á öllum nýjum bílum frá Opel*

OPEL VEISLA opel.is | benni.is

Reykjavík Tangarhöfða 8 590 2000

Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330

Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur

OPEL Á ÍSLANDI Kynntu þér Opel fjölskylduna á benni.is | opel.is


18

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 20. október 2016

Gunnar Hámundarson GK verður hvalaskoðunarbátur Fjölmargir sóttu fyrirlesturinn í Akademíunni á dögunum.

Fyrirlestur um kvíða unglinga FFGÍR foreldrafélög grunnskólabarna í Reykjanesbæ bauð á dögunum foreldrum upp á fyrirlestur um kvíða unglinga. Fyrirlesturinn fór fram í Akademíunni fyrir fullum sal foreldra. Sálfræðingarnir Bettý Ragnarsdóttir og Ester Ingvarsdóttir fjölluðu ítarlega um kvíða unglinga og komu inn á eðli og einkenni. Foreldrum var kennt að þekkja kvíða og kvíðaeinkenni, birtingarmynd og helstu kvíðaraskanir barna og unglinga. Ítarlega var rætt um hvenær kvíði er orðinn að vandamáli og hvaða fylgiraskanir geta fylgt. Komið var inn á þá þætti

sem viðhalda kvíða og foreldrum kenndar hagnýtar aðferðir til að aðstoða börn/unglinga til að takast á við kvíða. Einnig var rætt um leiðir sem foreldrar geta notað til að koma í veg fyrir þróun kvíða hjá börnum og unglingum. Fjallað var um áhrifaríkar leiðir í samskiptum við unglinga og hvernig sé hægt að byggja upp sterkan og sjálfsöruggan einstakling með jákvæðum aðferðum. Foreldrar, kennarar og annað fagfólk var sérstaklega boðið velkomið og þakkar FFGÍR fyrir frábæra mætingu, segir í tilkynningu.

Dauður köttur á bókasafninu ●●Dagskrá í Bókasafni Reykjanesbæjar ● í vetrarfríi grunnskólanna ■■Í Bókasafni Reykjanesbæjar verður lifandi og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríi grunnskóla Reykjanesbæjar á föstudag og mánudag. Dagskráin á bókasafninu verður dagana 19. til 24. október. Safnið er opið á virkum dögum frá klukkan 09.00 til 18.00 og á laugardögum frá klukkan 11.00 til 17.00. Boðið verður upp á ratleik, kvikmyndasýningu, hrekkjavöku-grímugerð og að sjálfsögðu frábærar bækur. „Við ætlum að kynnast sögunni um Diddu og dauða köttinn betur í vetrarfríinu. Söguna skrifaði Kikka sem bjó lengi vel í gamla bænum í Keflavík og samnefnd kvikmynd er einmitt tekin upp þar. Ratleikurinn

verður úr sögunni og opinn fyrir alla sem vilja taka þátt. Þá geta vinir, fjölskyldur og einstaklingar farið í leikinn. Allir sem skila þátttökuseðli eiga kost á að vinna bókina um Diddu og dauða köttinn,“ segir í tilkynningu frá Bókasafni Reykjanesbæjar. Kvikmyndin um Diddu og dauða köttinn verður sýnd tvisvar sinnum; föstudaginn 21. október og mánudaginn 24. október klukkan 11.00 í safninu. Sérstakt tilboð á barnamatseðli verður í Ráðhúskaffi þessa daga, hálft panini og svali eða kókómjólk á 500 krónur. Frábært tækifæri fyrir fjölskyldur að leika sér saman og kynnast skemmtilegum sögupersónum.

Opnun kosningaskrifstofu

Reykjanesbær

Framsóknarhúsinu við Hafnargötu 92 Föstudag 21. okt. kl 17-20 Silja Dögg Alþingismaður og Ásgerður Kristín hjúkrunarstjóri Léttar veitingar

Aflaskipið Gunnar Hámundarson GK 357 hefur verið selt norður í land þar sem það verður notað sem hvalaskoðunarbátur. Gunnar Hámundarson GK er eikarbátur, smíðaður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur árið 1954 og hefur smíðanúmerið 1. Báturinn er 21,5 metra langur og 5,2 metra breiður og 50 brúttótonn. Seljendur eru bræðurnir Halldór og Vilberg Þorvaldssynir en kaupendur er þeir Árni Halldórsson, Halldór Halldórsson og Garðar Níelsson en þeir reka hvalaskoðunarfyrirtæki á Hauganesi. Fyrir eru þeir með eikarbátinn Níels Jónsson EA 106. Gunnar Hámundarson GK hefur alla tíð verið gerður út af sömu útgerð, Gunnari Hámundarsyni ehf., sem var elsta útgerðarfélag landsins, stofnað í Garði árið 1911.

300 tonn af þorski á 10 dögum

Aflasögurnar eru margar af Gunnari Hámundarsyni GK og Þorvaldur heitinn Halldórsson, útgerðarmaður og skipstjóri sagði í samtali við Víkurfréttir árið 2003 að honum hafi alltaf gengið vel á bátnum. „Við komum með þúsund tonn ár eftir ár af þorski og síðan fór maður á reknetasíld á sumrin. Þegar ég var með bátinn var ég á línu í janúar og febrúar, en skipti þá yfir á net og var á reknetum yfir sumartímann,” segir Þorvaldur en mest var hann á síld í flóanum og í Grindavíkursjó á árunum frá 1950 til 1970. Eitt árið fékk hann um 300 tonn af þorski á 10 dögum. „Nú megum við veiða rúm 100 tonn allt árið,” segir Þorvaldur og hann hefur oft lent í mokfískiríi og bætir því við að Gunnar Hámundarson GK sé mikið happaskip. „Það skiptir þó mestu máli að ég hef enga menn misst, það er sannkölluð Guðslukka.”

Gunnar Hámundarson GK koma til hafnar í Keflavík árið 2007 með 31 tonn af þorski út netaróðri. Keflavíkurhöfn var lengi heimahöfn Gunnars Hámundarsonar GK. Útgerð bátsins var í Garði.

Gnúpur vélarvana vestur af Dyrhólaey ■■Gnúpur GK-11, sem gerður er út af Þorbirni í Grindavík, varð vélarvana síðasta föstudag vestur af Dyrhólaey. Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út. 27 manns voru um borð í Gnúpi. Áhöfninni tókst að koma akkeri út og stöðva rekið þegar skipið var um fjóra til fimm kílómetra vestur af Dyrhólaey. Togarinn Bergey frá Vestmannaeyjum var skammt undan og stóðu vonir til að hún gæti dregið Gnúp til Vestmannaeyja. Eftir að taug hafi verið komið á milli skipanna tókst skipverjum á Gnúpi að gera við bilunina og koma skipinu aftur í gang og var því siglt til Vestmannaeyja í viðgerð.

LAUST STARF Á SKRIFSTOFU Sveitafélagið Vogar auglýsir laust starf þjónustufulltrúa á bæjarskrifstofu. Um er að ræða 100% stöðu. Starf þjónustufulltrúa er víðtækt og fjölbreytt og tekur á flestum þeim verkefnum sem unnin eru innan bæjarskrifstofu. Hæfniskröfur: • Stúdentspróf eða sambærileg menntun og/eða reynsla af skrifstofustörfum • Góð almenn þekking á skrifstofustörfum og tölvuvinnslu • Góð íslensku kunnátta • Reynsla eða þekking á sveitarstjórnarmálum og stjórnsýslu • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi • Hæfni í mennlegum samskiptum • Ath. Vinnustaður er reyklaus Umsókn ásamt ferilskrá skal skila á skrifstofu Sveitafélagsins Voga að Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is fyrir 7. nóvember næstkomandi. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitafélga og Starfsmannafélgs Suðurnesja.

Framsókn fyrir fólkið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Hulda Friðriksdóttir skrifstofustjóri, anna@vogar.is eða í síma 440-6200.


fimmtudagur 20. október 2016

19

VÍKURFRÉTTIR

Félagsheimili hestamanna við Mánagrund. VF-mynd: Hilmar Bragi

Bílaleigustarfsmenn fá ekki að sofa í hesthúsabyggð ■■Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur hafnað óskum Bílaleigu Flugleiða sem spurðist fyrir um það hvort leyfi fengist til að breyta notkun félagsheimilis hestamanna við Mánagrund í gistiaðstöðu fyrir starfsmenn bílaleigunnar. Í umsögn Umhverfis- og skipulagsráðs segir að gistiaðstaðan í félagsheimilinu samræmist ekki skipulagi svæðisins.

Aðdáendur norðurljósa ollu árekstri ■■Umferðaróhapp varð á Grindavíkurvegi við Seltjörn á mánudagskvöld þegar tveir erlendir ferðamenn voru þar á ferðinni til að skoða norðurljósin. Ökumaðurinn ákvað að breyta um akstursstefnu og tók u – beygju á veginum. Ökumaður bifreiðar sem ekið var í sömu átt sá fyrrnefndu bifreiðina ekki fyrr en of seint og hafnaði bifreið hans í hlið hinnar. Mikil þoka og myrkur voru á vettvangi þegar óhappið varð. Flytja þurfti ökumann annarrar bifreiðarinnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en ferðamennirnir erlendu sluppu ómeiddir. Þá var bifreið ekið á skilti á Sandgerðisvegi. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið en engin slys urðu á fólki.

Falast eftir jarðvegstipp

16-2719 — HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

■■Fyrirtækið Lea ehf. hefur lagt fram tillögu um að yfirtaka rekstur og umráð jarðvegs tipps Reykjanesbæjar að Innri Skor á Stapa og meðal annars setja þar upp endurvinnslu jarðefna. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar tók erindið fyrir á síðasta fundi sínum og þakkar góðar tillögur en ef og þegar þessi starfssemi verður einkavædd þá mun sveitarfélagið bjóða hana út á almennum markaði eins og vera ber hjá opinberum aðila.

V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI? Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Nú vantar okkur fleiri til að vera hluti af góðu ferðalagi með okkur.

SÉRFRÆÐINGUR Á SVIÐI REIKNINGSHALDS OG UPPGJÖRA Helstu verkefni eru greining og undirbúningur gagna til uppgjörs, almennt rekstrar- og kostnaðareftirlit, ýmis sérverkefni á sviði reikningshalds, innleiðing umbótaverkefna á fjármálasviði, eftirfylgni og skýrslugerð í samráði við stjórnendur.

Hæfniskröfur: • Háskólamenntun í viðskiptafræði er skilyrði • Góð þekking á upplýsingatækni og greiningarvinnu í Excel • Reynsla og þekking á Navision er kostur

Isavia hlaut gullmerki PwC fyrir launajafnrétti í jafnlaunaúttekt PwC 2015 og 2016. Við erum stolt af þeirri niðurstöðu og er hún í takt við jafnréttisáætlun félagsins sem hefur það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað.

STARFSSTÖ Ð: R E Y KJANESBÆR

UMS ÓK NA RF RE ST UR: 3 0 . OKTÓBE R 2 0 16

Hringur er flugumferðarstjóri í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Hann er hluti af góðu ferðalagi.

UMS ÓK NIR I SAVI A. I S/ATVIN N A


20

VÍKURFRÉTTIR

Sanngjarnar kjarabætur til eldra fólks Dæmi um 42% hækkun tekna

Í tæp þrjú ár starfaði svokölluð Pétursnefnd, sem kölluð er í höfuðið á Pétri heitnum Blöndal, að einföldun á bótakerfi eldra fólks og öryrkja. Nefndin Ásmundur Friðriksson skilaði af sér tillögum sem alþingiseinfalda bótakerfið og hækka maður. lífeyri, tekur í burtu krónu á skipar 2. sæti á framboðs- móti krónu skerðinguna og bætir í heild kjör eldra fólks lista Sjálfstæðisflokks- verulega. Það skyggði þó á að ins í Suðuröryrkjar tóku ekki þátt í lokaafkjördæmi greiðslu málsins úr nefndskrifar. inni og þess vegna fá öryrkjar ekki sambærilegar kjarabætur og einföldun á kerfi sínu eins og eldra fólk. Það er auðvitað mjög bagalegt og mikilvægt að forysta ÖBÍ komi strax að samningaborðinu að loknum kosningum og lokið verði við samninga við þá svo öryrkjar megi njóta sömu kjara og einföldunar á bótakerfinu eins og til stóð.

300 þúsund lágmarkslífeyrir

Með lögunum sem samþykkt voru í lok þings eru eldra fólki tryggðar mestu kjarabætur í áratugi með kerfisbreytingum á almannatryggingakerfinu. Minnihlutinn í þinginu gat ekki stutt kjarabæturnar og sat hjá við afgreiðslu laganna. Með samþykktinni verður almannatryggingakerfið einfaldara og gagnsærra, sanngjarnara og skiljanlegra. Mikilvægustu áherslur nýrra laga utan kerfisbreytingarinnar eru; 300 þúsund króna lágmarksbætur einstaklinga frá og með 1. janúar 2018 Frítekjumark, 25.000 krónur óháð tegund tekna tryggt Bótaflokkar sameinaðir „Króna á móti krónu“ skerðingin er afnumin 45% skerðingahlutfall allra tekna gagnvart greiðslum almannatrygginga Hér er um að ræða mjög sanngjarna leið að gera ekki mismun á þeim tekjum sem fólk aflar sér. Stærsti kostnaður við kerfisbreytinguna og hækkanir koma til framkvæmda strax um áramótin og nemur heildarkostnaður vegna þeirra 10.800 milljónum, 10,8 milljörðum króna.

Liprara og sveigjanlegra kerfi

lífeyriskerfið sveigjanlegara og nú má frá og með áramótum fresta töku lífeyris til 80 ára aldurs, rétt eins og flýta má lífeyristöku, en þó er það ekki hægt fyrir 65 ára aldur. Bæði frestun og flýtir lífeyristöku hafa varanleg áhrif á fjárhæð lífeyrisins. Byrji fólk að taka hann snemma er upphæðin lægri, en hækkar sé hann tekinn síðar. Sá sem á rétt á ellilífeyri frá lífeyrissjóði getur tekið hálfan lífeyri, en frestað töku hins helmingsins, sem þá hækkar í samræmi við reglur viðkomandi lífeyrissjóðs. Samhliða lífeyristöku að hluta má sækja um hálfan lífeyri frá almannatryggingum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að lífeyrisaldur hækki úr 67 ára í 70 ár. Þessu til viðbótar var frumvarp um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, sem unnið var í framhaldi af samstarfi aðila vinnumarkaðarins um að stuðla að samræmingu réttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði, afturkallað á síðustu stundu vegna ósættis hjá opinberum starfsmönnum. Lífeyrisréttindi eru einn mikilvægasti þátturinn í slíkri samræmingu og verður það brýnasta verkefni nýs þings að ljúka málinu fyrir næstu áramót svo koma megi einni mikilvægustu kjarabót allra tíma í framkvæmd.

Myntráð virkar, sjáið Singapore Sigurjón Vídalín Guðmundsson 6. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi skrifar

Gunnar Þórarinsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og í 4. sæti á framboðlista Viðreisnar í Suðurkjördæmi skrifar

Við fögnum hverju skrefi og sýnum í verki að við viljum halda áfram að bæta kjör eldra fólks og öryrkja sem nú verða að koma að samningaborðinu svo þeir njóti líka þeirra bættu kjara sem þeim ber.

Eitt af helstu verkefnum Pétursnefndarinnar var að gera

DO YOU LOVE CLEANING? AÞ-Þrif is looking for people to work at the airport, both for daytime work and shift work

If you are interested, please apply via www.ath-thrif.is or email: gerda@ath-thrif.is

PROFESSIONALISM GOOD SERVICE HONESTY

næðislánum í kringum 3% (ekki gleyma að þetta eru lán til 15 ára, óverðtryggð). Vextir á innlánum lækkuðu niður í 0,11% á sama tímabili. Árið 1985 var ég 11 ára. Í dag vildi ég helst óska þess að íslensk stjórnvöld hefðu verið jafn framsýn og stjórnvöld í Singapore voru árið 1985. Ég hef það hins vegar á tilfinningunni að stjórnvöld þá og nú hafi ekki haft neinn sérstakan áhuga á því að skapa hér efnahagslegt jafnvægi fyrir alla landsmenn. Það er fjármagnseigendum sérstaklega hagstætt að hér sé hátt vaxtastig, verðtrygging á húsnæðislánum og óstöðugur gjaldmiðill. Við sjáum það leynt og ljóst að fjármagnseigendur hafa sterk ítök á stjórn landsins í gegnum ákveðna stjórnmálaflokka þar sem silfurskeiðungar ganga erinda þeirra, þvert á hagsmuni almennings. Augljóslega vilja fjármagnseigendur engar kerfisbreytingar enda eru þeir búnir að koma sér upp frábæru viðskiptamódeli. Innanlandsfjármagnið vex og dafnar í háu vaxtaumhverfi, þegar gengið er sterkt flæða peningarnir til Tortóla og bíða þar í sólinni eftir að gengið veikist

en þá er þeim kippt heim enda hafa þeir margfaldast í verðgildi. Þannig er hægt að græða og græða og græða. Gallinn er bara sá að við hin, nánast öll þjóðin, getum ekki tekið þátt í þessari snilld. Við fáum bara að borga og borga og borga. Í dag eru fullt af börnum 11 ára eins og ég var árið 1985. Munurinn á þeim og mér er sá að núna er kominn fram flokkur sem hefur það á stefnuskránni að taka upp myntráð og berjast gegn sérhagsmunum fyrir hagsmuni almennings. Knýja fram breytingar á peningastefnunni sem gerði það að verkum að verðtrygging yrði óþörf og vextir á húsnæðislánum yrðu samkeppnishæfir við vexti húsnæðislána í löndunum sem við berum okkur saman við. En til þess að það verði að veruleika verður fólk að þora að standa í lappirnar. Þora að standa með sjálfu sér og veita þeim flokkum brautargengi sem tala fyrir breytingum. Vegurinn til bættra lífskjara liggur fram á við en ekki í stöðnun og að verjast breytingum á kerfi sem er ekki að þjóna okkur öllum heldur bara sumum.

Sigtryggur Sigtryggsson ritar grein í Mbl. 13. okt. undir fyrirsögninni: Nýtt „álver“ á hverju ári. Hann vitnar í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Aton sem spáir því að störfum á Keflavíkurflugvelli muni fjölga um 10.000 til ársins 2040, að meðaltali 474 á ári. Þannig jafngildi árleg aukning beinna og óbeinna þjónustustarfa á flugvellinum því til starfa taki nýtt álver. Er það trúlegt? Svarið kom reyndar daginn áður: „Hagkerfið berskjaldað fyrir áföllum í ferðaþjónustu“. Hér er vísað í frétt Þorbjörns Þórðarsonar á Stöð 2 sem vitnar í Fjármálastöðugleika, nýútkomið rit Seðlabankans. Þar eru birtar niðurstöður úr álagsprófum varðandi áhrif samdráttar í ferðaþjónustu á íslenska hagkerfið. Niðurstöðurnar eru sláand að mati ÞÞ: „Nýir útreikningar Seðlabanka Íslands sýna að Íslendingar myndu lenda í miklum efnahagssamdrætti sem myndi smita út frá sér inn í allt hagkerfið ef fækkun yrði í fjölda ferðamanna hér á landi og fjöldinn yrði aftur svipaður og hann var 2012.“ Af leiðingar þ ess að ferðamönnuum fækkaði um 40 prósent væru m.a. 10% samdráttur í heildarútflutningi fyrsta árið.

Atvinnuleysi myndi aukast, yrði 6,5% fyrsta árið og 7,9% annað árið og verg landsframleiðsla drægist saman um 3,9% fyrsta árið og 1,3% á öðru ári. Auk almenns fjárhagsvanda almennings s.s. rýrnun kaupmáttar, má búast við gjaldþrotum og hópuppsögnum. Í riti Seðlabankans er drepið á orsakir mögulegs bakslags, t.d. ef hækkun olíuverðs eða náttúrhamfarir valda erfiðleikum í flugrekstri. Þá rýrir ört hækkandi gengi íslensku krónunnar virði þess að heimsækja Ísland. Margir koma hingað með lággjaldaflugfélögum. Fari sætanýting niður fyrir 60-80%, hætta flugfélögin flugi hingað. Þó að vöxtur í ferðaiðnaði hafi verið þjóðarbúinu einstaklega mikilvægur, erum við minnt rækilega á hve óviturlegt það er að reisa nýjar skýjaborgir í anda áranna fyrir hrun. Þá spáðu skýrsluhöfundar því eimitt að ekkert lát yrði á vexti íslenska bankakerfisins – góðærisbrekkan héldi endalaust áfram. En raunveruleikinn er ekki þannig. Ferðaiðnaðurinn er háður sveiflum í eftirspurn og óútreiknanlegum náttúruöflum, að ekki sé minnst á þau ósköp sem hryðjuverk eru. Fyrirsögnin „Nýtt álver á hverju ári“ er óraunhæf samlíking fyrir

ferðaiðnaðinn. Meðallaun í áliðnaði svo miklu hærri. Álver skapa líka miklu fleiri bein og óbein störf en 474, nefnilega 1.500 -2.000. Loks gera álver samninga um orkukaup til margra áratuga og flýja ekki land þó að efnahagsaðstæður breytist. Erum við strax búin að gleyma bjarghring okkar í hruninu 2008? Það voru nefnilega framleiðslugreinarnar sjávarúvegur og áliðnaður sem héldu þjóðinni á floti eftir fall fjármálageirans og komu í veg fyrir yfirvofandi þjóðargjaldþrot. Þessar máttarstoðir, sem alls konar lukkuriddarar höfðu reynt að útmála sem gamaldags, stóðust álagsprófið þegar allt annað brást. Þær héldu áfram að dæla erlendum gjaldeyri til landsins þegar skýjaborgir væntinga um endalausa hagsæld hrundu til grunna og útbólgin pappírsfyrirtæki urðu að engu. Við skulum meta ferðaiðnaðinn að verðleikum fyrir hans stóra framlag varðandi gjaldeyrisöflun og atvinnustig sem hefur verið þjóðinni kærkomin lyftistöng. En reynum nú í þetta sinn að læra af reynslunni frá 2008 og forðast froðu ofurvæntinga á veikum grunni. Slíkur hugsunarháttur leiðir til ófarnaðar.

Stutt saga af fjölskyldu á Suðurnesjum

Punctual and efficient individual, between the age of 20–40 years old with driving license and no criminal record. Must speak english and/or icelandic. Challenging work in a multicultural environment.

Ég er heillaður af Singapore, samt hef ég aldrei komið þangað enda er Singapore nokkuð langt frá okkur og ekki alveg í alfaraleið. Samt er ég heillaður. En hvað veldur þessari hrifningu minni á Singapore ? Þeir eru með stöðugan gjaldmiðil. Þeir eru með lágt vaxtastig. Þeir eru með myntráð. Árið 1985 tóku þeir upp gengisskráningu á myntinni sinni með myntráði. Þeir höfðu reynt hinar ýmsu leiðir til að skrá gengið með lélegum árangri. Allar tilraunir til að beintengja við annan gjaldmiðil mistókust. Árið 1985 voru þeir því með um og yfir 10% vexti af húsnæðislánum (lán til 15 ára, óverðtryggð) og í kringum 6% vexti á innlánum. Hljómar kunnuglega? Án þess að fara nákvæmlega út í tæknileg atriði þá fóru þeir þá leið að tengja gjaldmiðil sinn myntkörfu sem samanstendur af myntum þeirra landa sem þeir eiga mest viðskipti við og einnig er eitthvað tillit tekið til gjaldmiðla þeirra landa sem þeir eru í mestri samkeppni við. Og hvað gerðist svo? Jú, vextir á húsnæðislánum lækkuðu á fyrstu árunum nokkuð hratt niður í 7% og í dag eru vextir á hús-

Ofurvæntingar á ótryggum grunni?

Gott skref til betri kjara

Með þessum lögum, eins og hér er lýst, er það klárt að kjör eldra fólks eru að batna verulega og kerfið að auki einfaldara, gagnsærra og skýrara á allan hátt. Það er mikilvægt að einfalda flækjustigið um leið og við bætum kjörin. Við eru þó sammála um að við ætlum að halda áfram á sömu braut, og taka næstu skref til bættra kjara á næsta kjörtímabili. Heilbrigðiskostnaður mun lækka á næsta ári þegar 60.000 króna þak kemur á greiðslu sjúkrakostnaðar og næsta skref er að taka lyfjakostnað inn í þá mynd og gera enn betur.

fimmtudagur 20. október 2016

Oddný G. Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar og skipar 1. sæti lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi skrifar.

Ung hjón, með tvö börn, labba inn í banka. Þau þurfa lán fyrir sinni fyrstu íbúð, langar í þriggja herbergja íbúð. Þau vita að það verður þröngt á þingi, en telja sig ekki ráða við stærra. Bæði hafa ágætis menntun, örugga vinnu og laun. Með erfiðismunum hafa þau safnað milljón en meira þarf til fyrir útborgun. Viðbótarlánið sem þau geta fengið í bankanum, fellir þau í greiðslumati. Fjölskyldan er orðin þreytt á óörygginu. Síðustu fimm ár hafa þau leigt á þremur stöðum og borgað háa leigu. Börnin hafa skipt tvisvar um skóla; jafn harðan og þau tengjast skólafélögunum eru

þau rifin upp og flutt er á nýjan stað. Hjónin merja leiguna en þrá meiri stöðugleika fyrir börnin og vita auk þess að afborgun af íbúðarláninu yrði talsvert lægri en leigan; ef þau ættu bara fyrir útborguninni. Þessi hjón munu, ásamt öðru ungu fólki, bera uppi samneysluna okkar næstu 40 árin. Þau fara illa nestuð í þá ferð. Er það furða þótt þau hafi oft velt því fyrir sér að flytja til útlanda? Samfylkingin vill hjálpa þessari fjölskyldu. Við viljum bjóða þeim fyrirfram greiddar vaxtabætur til fimm ára; alls þrjár milljónir króna. Þetta mun

koma þeim yfir þröskuldinn. Framtíð fjölskyldunnar verður tryggari og börnin búa við meira öryggi og ánægju. Nánar má kynna sér leið Samfylkingarinnar; þriggja milljón króna forskot á fasteignamarkaði á slóðinni: www. xs.is. Til viðbótar við forskotið á fasteignamarkaði verða byggðar 4.000 almennar leiguíbúðir og 1.000 íbúðir fyrir námsmenn á næsta kjörtímabili, fái Samfylkingin nægilegt brautargengi í kosningunum sem framundan eru. Markmiðið er öryggi á húsnæðismarkaði og raunverulegt val um að leigja eða eiga.


fimmtudagur 20. október 2016

Burt með slysagildrurnar

Til hvers eru stjórnmálamenn? Að mínu mati hafa stjórnmálamenn það eina hlutverk og þá einu skyldu að gera það sem í þeirra valdi stendur til að bæta lífsgæði fólks í nútíð og framtíð og að tryggja því sem jöfnust tækifæri. Ég er sannfærður um Páll Valur að þjóðfélag þar sem sátt er um Björnsson það meginmarkmið að tryggja þingmaður fólki og fyrirtækjum sem jöfnust Bjartrar framtíðar í tækifæri tryggir líka almenna velS u ð u r k j ö r - megun, frelsi, framtak og sanndæmi skrifar. girni og stuðlar þannig að stórbættum lífsgæðum og hamingju alls almennings. Við sem störfum í Bjartri framtíð viljum skipuleggja þjóðfélagið þannig að allir landsmenn hafi jöfn tækifæri til að nýta margbreytilega hæfileika sína sjálfum sér og okkur öllum til framdráttar. Við leggjum áherslu á að allt þetta sé gert í fullkominni sátt við náttúruna og umhverfið, með sjálfbærni og ábyrgð og langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Við viljum leggja okkar af mörkum við að byggja hér upp lifandi efnahags- og velferðarkerfi sem býr við heilbrigt samkeppnisumhverfi sem hvetur fjárfesta og frumkvöðla til framtaks, athafna og fjárfestinga. Það mun skapa ótal tækifæri sem munu gera okkur öllum kleift að fá vinnu sem henta okkar margvíslegu hæfileikum og áhugamálum.

Enga fordóma

21

VÍKURFRÉTTIR

Við í Bjartri framtíð viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að hér verði gott að lifa og starfa fyrir alla og allir fái tæki-

færi til að vera með, án þess að þurfa að þola mismunun og fordóma. Þetta hefur alltaf verið mikilvægt en þó aldrei sem nú á þessum tímum fjölmenningar og margbreytileika mannlífsins og allra þeirra stórkostlegu tækifæra sem því fylgja. Við þurfum að hafa vit á að nýta þessi tækifæri en reisa ekki veggi og óþarfar, gagnslausar hindranir fyrir okkur sjálf og aðra með þröngsýni og kjarkleysi. Stórt skref var stigið í þá átt með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og með samþykkt geðheilbrigðisstefnu til fjögurra ára í vor sem á að tryggja að þeir sem eiga við geðheilbrigðisvanda að etja fái viðeigandi þjónustu hratt og örugglega. Við eigum að sjálfsögðu að leggja höfuðáherslu á að efla forvarnir og mæta börnum sem eiga við ýmis konar raskanir að stríða strax á fyrstu stigum. Börnin okkar eru framtíðin og við berum öll saman ábyrgð á að þau fái öll notið öll hennar. Það er langmikilvægasta verkefnið sem okkur er treyst fyrir, sem einstaklingum og sem samfélagi.

Stöndum saman og vinnum saman!

En að byggja hér upp samfélag sem verður besta útgáfan af sjálfu sér er mikil áskorun; áskorun sem krefst kjarks og þátttöku allra þeirra sem þetta samfélag byggja. Þátttöku stjórnvalda, sveitarfélaga, atvinnulífsins, fræðasamfélagsins, hvers konar samtaka

og félaga og ekki síst alls fólksins sem í landinu býr, ungra og gamalla, kvenna og karla. Við eigum ekki að einblína á það sem skilur okkur að, okkur greinir á um og sundrar okkur heldur eigum við að horfa fyrst og fremst á það sem við eigum sameiginlegt og hvernig við getum eflt og styrkt það sem sameinar okkur. Sú ríkisstjórn og það löggjafarþing sem við tekur eftir kosningar verður að taka mannréttindi og skyldur sínar til að gera það sem mögulegt er til að fólki fái jöfn tækifæri mjög alvarlega. Til að tryggja að allir fái notið arðs af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Ekki bara fáir útvaldir. Þannig getum við búið hér til betra og réttlátara samfélag, samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt, samfélag sem setur málefni barna sinna og þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu í forgang, samfélag sem tekur opnum örmum nýjum þegnum sem hér vilja búa, og síðast en ekki síst samfélag sem tryggir eldri borgurum sínum áhyggjulausa göngu inn í sólarlag lífs síns. Þannig samfélag lendir ekki í hruni, þannig samfélag setur bönd á græðgina, það hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð. Þannig samfélag viljum við í Bjartri framtíð að okkar góða og gjöfula land verði.

Forgangsröðun núverandi ríkisstjórnar hefur verið á að ná tökum á efnahagsmálum þjóðarinnar, ná stöðugleika og búa til fjárhagslegt svigrúm sem þarf til að byggja upp innviðina. Heilbrigðiskerfið hefur Silja Dögg verið í fyrirrúmi á forgangsGunnarsdóttir, listanum en við megum ekki þ i n g m a ð u r gleyma samgöngunum. Við Framsóknar- verðum að auka fjármuni til flokksins samgangna, bæði viðhalds og nýframkvæmda, og hagsmuni Suðurnesja verður að verja á þeim vettvangi.

Reykjanesbrautina efst á listann

Fyrir nokkrum árum fór af stað átak á vegum Suðurnesjamanna sem börðust fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. En brautin var mikil slysagildra. Samstaðan skilaði okkur tvöföldun. Nú er snýst verkefnið um að klára tvöföldun að Flugstöð Leifs Eiríkssonar og laga öll gatnamót sem liggja að brautinni. Þar hafa orðið dauðaslys og fleiri alvarleg slys. Við það getum við ekki búið. Um brautina fer mikil umferð daglega, hraðinn er mikill og þungaflutningar algengir bæði á vörum og fólki. Ásigkomulag vegakaflans er ekki ásættanlegt.

Næst á dagskrá

Alþingi hefur samþykkt samgönguáætlun til næstu fjögurra ára og þar með að veita 300 milljónum króna í bráðaaðgerðir sem fela í sér gerð tveggja hringtorga við gatna-

mót á Reykjanesbraut, við Aðalgötu og við Flugvallarveg auk endurbóta á Hafnavegi. Tvö hundruð milljónum króna verður veitt í gerð hringtorganna á árinu 2017 og á árinu 2018 verða hundrað milljónum veitt til endurbóta á Hafnavegi, þar sem meðal annars er mjög hættuleg vinstri beygja. Það er áfangasigur að ná þessum framkvæmdum inn í samgönguáætlun þar sem ferlið við gerð hennar er bæði langt og þungt. Um þennan vegakafla fara nú 15 þúsund bílar á dag. Næstu skref felast í að tvöfalda Reykjanesbraut frá Fitjum að Rósaselshringtorgi. En í fyrsta áfanga þess verks verða framkvæmdir við mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg.

Þvottabrettin

Í sumar voru talsverðar framkvæmdir á Grindavíkurvegi, við gatnamót Bláa lónsins, til að auka umferðaröryggi á þeim kafla. Það var þarft og gott verk en enn þarf að bæta ástand Grindavíkurvegarins þar sem umferð um hann hefur stóraukist hin síðari ár. Hið sama á við um Reykjanesbrautina, frá Fitjum að Hafnarfirði. Vegagerðin hefur nýtt sumarið í viðhaldsframkvæmdir á nokkrum köflum en betur má ef duga skal. Auka þarf fjárframlög til viðhalds og nýbygginga vega og bæta umferðaröryggi kerfisbundið samkvæmt sérstakri umferðaröryggisáætlun.

Gaman milli skólastiga

Randi Træen - minning

Með breyttum áherslum og þörfum í nútímasamfélagi þarf skólinn að aðlaga sig að þeim kröfum og finna leiðir til að uppfylla þau skilyrði sem bæði atvinnulífið og Aðalnámskrá grunnskóla kallar á. Þessar nýju áherslur kalla á aðra nálgun í raungreinum í skólanum og þar hefst samstarf Háaleitisskóla og Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Vinkona okkar Randi Træen er látin. Við höfðum fylgst með veikindum hennar um nokkurn tíma en héldum að nú væri hún komin á græna grein og því kom snöggt andlát hennar okkur öllum að óvörum. Randi var fædd í Noregi en hafði búið hér á Íslandi í tæplega hálfa öld. Hún bjó lengst af í Reykjavík en vann alla tíð sem textílkennari í Holtaskóla í Reykjanesbæ, áður Gagnfræðaskóla Keflavíkur og það var þar sem við stöllurnar kynntumst henni en við vorum samkennarar hennar í mislangan tíma og sumar meira að segja nemendur hennar áður. Við stofnuðum félagsskapinn R áðhildur Fróðadóttir fyrir all löngu og í nafni Ráðhildar áttum við saman fjölda gleðistunda og var Randi virkur þátttakandi í þeim flestum. Skemmst er að minnast sumarbústaðaferða þar sem Randi dró upp koníaksflöskuna til að bjóða okkur hinum og lýsti það vel höfðingsskap þessarar einstöku konu sem aldrei smakkaði vín sjálf.

Þekkingarþorpið á Ásbrú

Á Ásbrú vex hratt nýtt þekkingarþorp sem leysir af hólmi herstöð sem þar var í áratugi. Á svæðinu búa nú yfir 2000 manns og fjöldi fyrirtækja er orðinn yfir 100. Tveir leikskólar eru á Ásbrú (Heilsuleikskólinn Háaleiti og Völlur sem rekinn er af Hjallastefnunni). Þá er þar grunnskóli, Háaleitisskóli, með nemendur upp í 8. bekk en til stendur að taka einnig upp 9. og 10. bekk. Einnig er á Ásbrú Keilir sem bæði kennir á framhaldsskólastigi og háskólastigi.

Háaleitisskóli og Keilis

Háaleitisskóli er enn í mótun. Stjórnendur hafa mikinn hug á að nýta sér aðstöðuna á Ásbrú. Í því skyni var leitað til Keilis um samstarf. Niðurstaða þess varð tilraun sem hófst í vor og mun líklegast halda áfram. Fyrsta skrefið er að Keilir tekur að sér að sinna kennslu fyrir nemendur í 8. bekk í annars vegar nýsköpun og tækni og hins vegar í flugtengdri starfssemi.

Tæta og rífa og byggja

Á vegum Keilis er starfrækt stafræn smiðja, Hakkit, sem nú hefur verið felld undir FabLab smiðju Keilis. Þar gefst nemendum færi á að kynnast undraheimum tækni og nýsköpunar. Þeir fá að rífa í sundur tölvur og skyldar græjur, smíða og setja saman fjarstýrða bíla, læra einfalda forritun og sýna í verki, kíkja í rafmagnstæki o.s.frv. Markmið með þessu er að vekja forvitni og áhuga nemenda á þeim tækjum og tólum sem þau

sjá í daglegu lífi ásamt því að opna augu fyrir möguleikum með þeim. Kennslan/leikurinn fer fram í áðurnefndri smiðju Keilis og kennarar eru tæknifræðinemar Keilis. Þannig er nýtt bæði aðstaða á svæðinu og mannauður.

Allt um flugið

Eftir áramót er ætlunin að leggja áherslu á flugtengdar greinar. Nemendurnir fá að kynnast fjölbreytileika flugsins með heimsóknum í flugverkstæði, flugturn, flugafgreiðslu, vinna létt og skemmtileg verkefni í flugvirkjun, læra um flugveðurfræði, kynnast því að fljúga í flughermi og jafnvel að fara fyrstu tímana í „alvöru“ flugvél. Markmiðið er hið sama: Að efla áhuga nemenda grunnskóla á tæknigreinum og atvinnulífi. Aðstaðan er til staðar hjá Flugakademíu Keilis og hinum fjölbreyttu fyrirtækjum á Ásbrú er tengjast flugi.

Randi var afskaplega sérstök kona og alls ekki allra. Hún var einfari að eðlisfari sem vildi helst fara eigin leiðir en var þó yfirleitt tilbúin að deila með okkur samferðarfólkinu vitneskju sinni og reynslu en hún var fjölgáfuð kona ef hægt er að nefna eina slíka. Oft kom hún okkur á óvart með fjölbreyttri vitneskju sinni og gaman var að sitja með henni á spjalli. Randi var líka tilbúin að gefa okkur hinum með sér af þeirri gnótt sem hún átti meira af en flestir aðrir og það var einstakt listfengi og mikil sköpunargleði og hefði hún örugglega notið sín sem listakona ef lífsins vegur hefði legið aðra leið. Við í félagsskapnum Ráðhildi Fróðadóttur kveðjum nú gamla vinkonu með virðingu og væntumþykju og þökkum henni samfylgdina í áratugi. f.h. Ráðhildar Fróðadóttur Valgerður Guðmundsdóttir

Raungreinabúðir fyrir grunnskóla?

Verkefnið hófst síðastliðið haust og er óhætt að segja að það fari vel af stað. Nemendur eru spenntir og sýna verkefnunum mikinn áhuga. Kennarar gæta þess að hafa verkefnin fjölbreytt og aðlaðandi fyrir nemendur. Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð. Þegar eru fleiri grunnskólar búnir að hafa samband við Keili um að komast inn í sambærilegt samstarf. Keilisfólk stefnir að því að bjóða fleiri grunnskólum að taka þátt í þessu samstarfi. Atvinnulíf kallar eftir tæknimenntuðu fólki. Nemendum finnst gaman að vinna raunhæf verkefni, „Learning by doing.“ Mikilvægt er að efla og viðhalda forvitni nemenda okkar. Það er trú okkar að með samstarfi á borð við það, er hér hefur verið reifað, megi stíga jákvæð skref í þá átt. Anna Sigríður Guðmundsdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla og Hjálmar Árnason,framkvæmdastjóri Keilis

SJÓNVARP V Í K U R F R É T TA

NÝR ÞÁTTUR Í HVERRI VIKU INNÁ

WWW.VF.IS/VEFTV

SJÁÐ’ANN Í HÁSKERPU Í TÖLVUNNI, SPJALDTÖLVUNNI EÐA SÍMANUM ÞÍNUM!


22

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 20. október 2016

Verðmætasköpun í atvinnulífinu

Enga bílaleigubíla á Afreksbraut

■■Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja mun standa fyrir hádegisfundi í Hljómahöll þann 27. október þar sem fjallað verður um verðmætasköpun í atvinnulífinu og skoðuð þau tækifæri sem búa á Suðurnesjum í dag. Þar verða atvinnumálin skoðuð í sinni víðustu mynd og fengið sjónarhorn fjölbreyttra fyrirlesara sem fjalla munu um efnið. Þeir eru Grímur Sæmundsen formaður Samtaka Ferðaþjónustunnar (SAF) og forstjóri Bláa Lónsins hf., Heiðar Guðjónsson hagfræðingur og formaður stjórnar Vodafone og varaformaður stjórnar HS veitna og Hjördís Rut Sigurjónsdóttir sérfræðingur hjá Nordregio. Ari Eldjárn uppistandari mun slá á létta strengi á fundinum og er hann öllum opinn en skrá þarf þátttöku á heklan.is.

Alþýðufylkingin fundur Alþýðufylkingin boðar til fundar í Duus-húsi Reykjanesbæ, sunnudaginn 23. október kl. 14:00 Guðmundur Sighvatsson og Erna Lína Baldvinsdóttir, sem skipa tvö efstu sæti á lista Alþýðufylkingarinnar í Suðurkjördæmi koma á fundinn ásamt Þorvaldi Þorvaldssyni og ræða við fundarmenn um málefni kosninganna.

Verið velkomin og grípið tækifærið til að ræða við Alþýðufylkinguna

LAUS STÖRF AKURSKÓLI NJARÐVÍKURSKÓLI VELFERÐARSVIÐ AKURSKÓLI

Skólaliðar Myndmenntakennari Tilsjónarmaður Heimilisfræðikennari

Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf eða beint á Ráðningavefinn https://reykjanesbaer.hcm.is/ storf/. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

VIÐBURÐIR HANDVERKSMARKAÐUR Í DUUS Óskað er eftir þátttakendum í jólamarkaði sem verður í Stofunni, Duus Safnahúsum 26. og 27. nóvember nk. Leitað er eftir handverki. Borðið kostar 3000 kr. yfir helgina og verður opið kl. 12.00 - 17:00. Áhugasamir sendi á duushus@reykjanesbaer.is LITIÐ YFIR FARINN VEG - FRÆÐSLUFUNDUR Tómas Knútsson deilir minningum sínum frá Keflavíkurflugvelli í máli og myndum á fræðslufundi í Bíósal Duus Safnahúsa í dag kl. 17:30. Allir velkomnir. ALÞINGISKOSNINGAR 2016 Allar upplýsingar vegna kjörs til Alþingis 2016 eru nú aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar, www. reykjanesbaer.is. Kjördeildir, kjörskrá o.fl.

Knattspyrnudeild UMFN vill geta leigt þessi bílastæði til t.d. bílaleiga sem langtímageymslustæði. VF-mynd: Hilmar Bragi

■■Umhverfis- og skipulagsráð Re ykjanesbæjar hefur hafnað óskum stjórnar Knattspyrnudeildar Njarðvíkur, sem fór þess að leit við Reykjanesbæ að deildin fái til umráða hluta af bílastæðum sem eru við knattspyrnuvöll deildarinnar við Afreksbraut í Njarðvík. Þar vill knattspyrnudeildin bjóða þau til útleigu, til dæmis til bílaleiga. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir ekki tillöguna þar sem svæðið er ætlað sem skammtímastæði til almennra nota. Vöntun virðist vera á langtímastæðum þar sem bílaleigur geta geymt bílaflota sinn yfir vetrarmánuðina en fjölgun bílaleigubíla hefur verið gríðarleg síðasta árið.

Tvö ný hús rifin fyrir hótel ■■Tvö svokölluð „Kanadahús“ sem risu á Berginu árið 2000 hafa verið rifin. Hótel rís í stað húsanna. Það vakti athygli þegar Bakkavegur 19 var rifinn fyrir nokkrum misserum. Húsið, um 300 fermetrar á tveimur hæðum, var rifið. Grind þess var varðveitt en annað fór á haugana. Í framhaldinu var síðan ráðist í byggingu hótels á lóðinni. Í síðustu viku var svo Bakkavegur 17 rifinn. Hann var, eins og húsið á nr. 19, stórt og myndarlegt íbúðarhús sem síðustu ár hefur verið rekið sem hótel en byggt hafði verið við húsið fyrir nokkrum árum. Húsið að Bakkavegi 17 var orðið að tengibyggingu á milli tveggja hótelbygginga og því fengu eigendur leyfi til að rífa húsið og byggja nýja og hentugri tengingu á milli hótelhlutanna.

Búið er að rífa íbúðarhúsið að Bakkavegi 17. Þar verður byggð ný bygging sem tengir nýja og eldri hótelálmu. VF-mynd: Hilmar Bragi

Kvöddu vinkonu sem flutti til Hvammstanga ■■Nokkrar vinkonur úr Njarðvíkurskóla kíktu í heimsókn til Víkurfrétta á dögunum. Vinkonurnar eru í 5. og 6. bekk og voru þennan dag að kveðja vinkonu sína, hana Eyrúnu, sem var að flytja til Hvammstanga. Myndin var tekin við þetta tækifæri. VF-mynd: Hilmar Bragi

ALÞINGISKOSNINGAR LAUGARDAGINN 29. OKTÓBER 2016 Kjörskrá liggur frammi almenningi til sýnis, frá miðvikudegi 19. október fram að kjördegi á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga. Kosið er í Stóru-Vogaskóla, Tjarnargötu 2. Kjörstaður opnar kl. 10:00 og lokar kl. 22:00. Kjósendur skulu framvísa persónuskilríki á kjörstað. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga


fimmtudagur 20. október 2016

VÍKURFRÉTTIR

23

Starfsmenn fá ekki að sofa í gámi ■■Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur hafnað umsókn fyrirtækisins Fíbra ehf. um stöðuleyfi fyrir tvo gáma sem áttu að vera svefnaðstaða fyrir fjóra starfsmenn. Fíbra ehf. sótti um stöðuleyfi fyrir þrjá 20 feta gáma á lóð fyrirtækisins við Jónsvör í Vogum. Í tveimur gámanna var fyrirhugað að hafa svefnaðstöðu fyrir fjóra starfsmenn, skv. umsókn frá 19. september síðastliðinn. Í þriðja gámnum átti svo að vera geymsla. Umsókninni um gáma fyrir svefnaðstöðu er hafnað enda samræmist það ekki deiliskipulagi og byggingareglugerð að heimila búsetu í iðnaðarhverfi. Stöðuleyfi er hins vegar samþykkt fyrir einn 20 feta geymslugám í 12 mánuði frá 1. október síðastliðnum. Skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að ganga frá leyfinu.

Ofurhugar í óveðri ■■Í óveðrinu í síðustu viku mátti sjá þessa ofurhuga að störfum uppi á þaki á annarri hæð á húsi í Reykjanesbæ. Þeir létu ekki léttan hvirfilbyl stoppa sig. Veðurguðirnir voru líka með læti í gær, miðvikudag. VF-mynd/dagnýhulda.

Ljóðasamkeppni Unu í Sjólyst haldin í annað sinn ●●Þemað þetta árið er gömul hús á Suðurnesjum Hollvinir Unu í Sjólyst efna til ljóðasamkeppni í annað sinn á Suðurnesjum. Keppt er í þremur flokkum. Grunnskólabörn á aldrinum 6 til 9 ára, 10 til 13 ára og 14 til 16 ára. Þemað þetta árið er gömul hús á Suðurnesjum. Öll gömul hús, kirkjur og vitar. Dómnefnd mun velja sigurljóðin. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir besta ljóðið í öllum flokkum en auk þess fá tvö ljóð í viðbót viðurkenningu. Ljóðin skal merkja með dulnefni og aldri höfundar og senda í lokuðu umslagi, merkt Dagstjarnan 2016, á bæjarskrifstofu Garðs, heimilisfangið

Sunnubraut 4, 250 Garður. Nafn höfundar, heimili, sími og aldur skal fylgja með í öðru lokuðu umslagi merkt sama dulnefni. Skilafrestur rennur út 15. nóvember. Vinningsljóðin verða tilkynnt á aðalfundi hollvina 19. nóvember 2016. Þar mun einnig fara fram skemmtun til minningar um Unu Guðmundsdóttur. Vinningshafar lesa upp ljóðin sín. Öll innsend ljóð verða geymd í Unuhúsi undir dulnefni, nema höfundur óski annars. Frekari upplýsingar veitir Guðmundur Magnússon, gudmundur@ steinbogi.is

Komið verði í veg fyrir kosningamál ■■Aðalstjórn Ungmennafélags Grindavíkur hefur sent bæjaryfirvöldum í Grindavík bréf varðandi hönnun á þriðja áfanga íþróttamannvirkja í Grindavík. Aðalstjórnin leggur áherslu á að framkvæmdum við nýtt íþróttahús verði flýtt eins og kostur er, þannig að það verði ekki að kosningamáli árið 2018, eins og orðað er í fundargerð bæjarráðs.

Naumur sigur Sandgerðinga í Útsvari ■■Sandgerði vann nauman sigur á Rangárþingi eystra í Útsvari á RÚV en liðin mættust síðasta föstudagskvöld í Sjónvarpssal. Lokaniðurstaðan var að Sandgerði vann með 50 stigum gegn 49. Fulltrúar í liði Sandgerðisbæjar í ár voru þau Bylgja Baldursdóttir, Sigursveinn Bjarni Jónsson og Bergný Jóna Sævarsdóttir. Þau færðu liði Rangárþings eystra gjafir í lok keppni, sem voru púðaver frá Kolbrúnu Vídalín og húðsnyrtivörur frá Tara Mar. Sveitarfélagið Garður keppti einnig á dögunum í Útsvari og varð að sætta sig við tap gegn liði Árneshrepps.


24

VÍKURFRÉTTIR

Ásmundur Friðriksson, Garði, 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokks

Týndi rúgbrauði í hrauninu á Heimaey Hvers vegna ákvaðst þú að fara í framboð? Á tímamótum í lífi mínu sumarið 2012 var skorað á mig að bjóða mig fram í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Eftir nokkra íhugun ákvað ég að láta slag standa og flaug inn á þing í kosningunum í apríl 2013, svo framhaldið var ráðið. Hvað vilt þú sjá gerast á Suðurnesjum á næsta kjörtímabili? Ég vil sjá samfélagið fyllast af sjálfstrausti. Eftir nokkur þung ár drjúpa tækifærin af hverju strái á Suðurnesjum og ég veit að hér eru mestu vaxtatækifæri landsins alls. Hér skortir fólk til starfa og á næstu árum vantar hér mikið af fólki til að svara þeirri eftirspurn sem atvinnulífið kallar á. Við verðum að efla heilbrigðisþjónustuna, styrkja Heilbrigðisstofnun Suðurnesja svo hún gangi í takt við aukinn fjölda íbúa og mikla fjölgun á vinnumarkaði. Auka heilsu og heilbrigði eldra fólks á skipulegan hátt, bæta í heimaþjónustu og fjölga hjúkrunarrýmum. Styrkja innviði, klára að tvöfalda Reykjanesbrautina, endurbyggja Grindavíkurveg, lagfæra Garðveg og fleiri vegi, ganga í takt við „Stopp, hingað og ekki lengra.“ Ljúka við fjármögnun og uppbyggingu viðlegukants og þjónustuvega í Helguvík. Standa við gefin loforð. Ná til fleiri ferðamanna sem koma til landsins en Reykjanesið er eitt best varðveitta leyndarmál ferðaþjónustunnar en með tilkomu Reykjanes Geopark og aukningu í gistimöguleikum á svæðinu á ferðaþjónustan á Suðurnesjum mikið inni með stærsta segulinn á landinu, Bláa lónið í hjarta Reykjaness og flugstöðina á Miðnesheiði. Með tugmilljarða uppbyggingu á flugvallarsvæðinu, hugmyndum um björgunarmiðstöð á Ásbrú, fjölgun atvinnutækifæra með nýsköpun, gagnaverum og fjölda hátæknifyrirtækja verða Suðurnes land tækifæranna á næstu árum og áratugum. Hverja telur þú möguleika þíns framboðslista í kjördæminu í kosningunum í lok mánaðarins? Mjög góða, málefnastaðan er góð. Við höfum skilað hallalausum fjárlögum í þrjú ár, verðbólga er undir væntingum Seðlabankans, við höfum lagt af vörugjöld og tolla af flestum vöruflokkum, laun hafa hækkað og kaupmáttur vaxið mikið og á sama tíma mælist jöfnuður mestur á

Íslandi. Við höfum því góðan grunn til að byggja á, samtaka frambjóðendur sem áfram vilja bæta hag fólksins í landinu. Við erum á réttri leið og ætlum að halda fjórum þingmönnum. Hvað færð þú þér oftast í morgunmat? Hafragraut. Hvar lætur þú klippa þig? Hjá Kjartani á Selfossi, Kamillu í Garðinum eða hjá Ágústi Friðrikssyni í Reykjavík, allt eftir því hvernig stendur á. Uppáhalds útvarpsmaður? Þorgeir Ástvaldsson síðustu 30 árin eða svo. Hver væri titill ævisögu þinnar? Er búinn að gefa út tvær minningabækur um æsku mína og samferðafólk en lokatitillinn gæti verið „56 módelið klikkar ekki.“ Innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar? Ég vil innanlandsflugið í Reykjavík en ef það fer þaðan er Keflavík eini kosturinn. Fallegasti staður á Suðurnesjum? Eldvörp. Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Að hætta að neyta áfengis. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Árið 1986 þegar ég bakaði rúgbrauð í hrauninu á Heimaey fyrir Þorstein vin minn Pálsson sem kom með alla fjármálaráðherra Norðurlanda til Eyja. Við vorum klárir með veislu á nýja hrauninu, uppdekkuð borð, síld, vín og aðrar veitingar. Þegar ráðherrarnir komu ætluðum við að grafa upp brauðið en fundum ekki. Grófum síðan langan skurð í ca 30 mínútur í 60 gráðu heitum skurðunum og litum frekar illa út, pungsveittir af ógurlegum hita og svartir af vikurryki þegar loks fannst dollan með brauðinu, en þá var búið að redda niðurskornu rúgbrauði úr bakaríinu. Frekar heit og þungbúin staða. Dagblað eða net á morgnana? Morgunblaðið. Sameinuð sveitarfélög á Suðurnesjum eða áfram eins og nú? Þessa umræðu þarf að þroska, skoða möguleikana, leggja fram kosti og galla. Leggja undir íbúana til ákvörðunar, þar liggur valdið sem við förum eftir.

Guðmundur Sighvatsson, Reykjanesbæ, 1. sæti Alþýðufylkingin

Besta ákvörðunin að hafa farið á vetrarvertíð 16 ára gamall Hvers vegna ákvaðst þú að fara í framboð? Mér var nú eiginlega bara nóg boðið af stjórntökum pólitíkusa í gegnum árin. Hvað vilt þú sjá gerast á Suðurnesjum á næsta kjörtímabili? Ég vil að sjúkrahúsið verði eflt og Reykjanesbrautin kláruð. Ég vil að við fáum félagslega rekinn banka á Suðurnesin. Ég vil einnig losna við háværar vítisvélar NATO af himninum. Hverja telur þú möguleika þíns framboðslista í kjördæminu í kosningunum í lok mánaðarins? Mjög miklar ef kjósendur lesa stefnuskrá flokksins og „Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar.“ Hvað færð þú þér oftast í morgunmat? Kaffi. Hvar lætur þú klippa þig? Hjá Svandísi Georgsdóttur í Keflavík.

Uppáhalds útvarpsmaður? Ætli það sé ekki bara Illugi Jökuls eða dóttir hans Vera. Hver væri titill ævisögu þinnar? Rembst við staurinn. Innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar? Nei. Fallegasti staður á Suðurnesjum? Ég get ekki gert upp á milli svo margra staða. Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Að hafa farið á vetrarvertíð 16 ára. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Ég segi ekki frá því.

fimmtudagur 20. október 2016

Oddný Harðardóttir, Garði, 1. sæti á lista Samfylkingar

„Í gegnum glerþökin“ yrði titillinn á ævisögunni Hvers vegna ákvaðst þú að fara í framboð? Ég fór í framboð vorið 2009 vegna þess að ég var viss um að ég gæti gert gagn við endurreisnina eftir hrun og mér fannst afar mikilvægt að við tækjum á þeim vanda með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Hvað vilt þú sjá gerast á Suðurnesjum á næsta kjörtímabili? Ég vil sjá Heilbrigðisstofnunina öflugri og Fjölbrautaskóla Suðurnesja vaxa og dafna bæði faglega og einnig að viðbygging með aðstöðu fyrir nemendur verði að veruleika. Ég vil sjá tvöföldun Reykjanesbrautarinnar frá Fitjum að flugstöðinni og uppbyggingu á mörgum sviðum svo að við getum tekið vel á móti auknum fjölda ferðamanna, bæði í flugstöðinni og annars staðar á Suðurnesjum. Hverja telur þú möguleika þíns framboðslista í kjördæminu í kosningunum í lok mánaðarins? Ég vona að formaður Samfylkingarinnar verði á þingi á næsta kjörtímabili. Ég held að það sé bæði mikilvægt fyrir Suðurnesin og Samfylkinguna. Til þess þurfa fleiri að kjósa flokkinn en gefa sig upp í könnunum og ég bið hér með um þann stuðning. Hvað færð þú þér oftast í morgunmat? Hafragraut með banönum. Hvar lætur þú klippa þig? Hjá henni Bryndísi Knútsdóttur á hárgreiðslustofunni Kamillu í Garðinum.

Hver væri titill ævisögu þinnar? Í gegnum glerþökin. Innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar? Já – og miklu frekar en í Hvassahrauni. Fallegasti staður á Suðurnesjum? Garðskagi. Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Ég hef tekið þær margar góðar. Ein þeirra var að fara í Kennaraháskólann. Þar kynntist ég krökkum sem eru enn mínir bestu vinir og þar hitti ég líka hann Eirík minn. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Að sitja við hliðina á manni sem prumpaði mjög hátt í þögn á sinfóníutónleikum í kirkju í London. Hljómburður var sérlega góður og við sátum á svölum fyrir ofan hljómsveitina og fimmtán hundruð tónleikagestir sem sátu niðri litu allir upp og ásakandi á mig. Dagblað eða net á morgnana? Hvoru tveggja. Sameinuð sveitarfélög á Suðurnesjum eða áfram eins og nú? Sameinuð, en ef ekki þá þéttara samstarf en nú.

Heiða Rós Hauksdóttir, Reykjanesbæ, 2. sæti á lista Flokks fólksins

Nýtur náttúrunnar úr fisflugvél Hvers vegna ákvaðst þú að fara í framboð? Því mig langar að reyna að breyta sem mestu fyrir fólkið í landinu. Hvað vilt þú sjá gerast á Suðurnesjum á næsta kjörtímabili? Launahækkun í 300.000 krónur útborguð laun hjá öldruðum, öryrkjum og láglauna fólki. Vil afnema verðtryggingu og keyra niður okurvexti þannig að þeir verði ekki hærri en best þekkist í löndunum í kringum okkur. Þannig verður unga fólkinu gert kleift að eignast sitt eigið húsnæði og hafa efni á að fæða og klæða börnin sín og geta leyft þeim að stunda íþróttir og aðrar tómstundir. Hverja telur þú möguleika þíns framboðslista í kjördæminu í kosningunum í lok mánaðarins? Ég er svo bjartsýn, við förum alla leið. Hvað færð þú þér oftast í morgunmat? Ab-mjólk. Hvar lætur þú klippa þig? Aníta Inga Arnarsdóttir klippir mig. Uppáhalds útvarpsmaður? Svali og Svavar á K100.

Dagblað eða net á morgnana? Net. Sameinuð sveitarfélög á Suðurnesjum eða áfram eins og nú? Eins og nú þar til íbúarnir ákveða annað.

Uppáhalds útvarpsmaður? Óðinn Jónsson.

KOSNINGAR Á VF.IS

Hver væri titill ævisögu þinnar? Líf og fjör Heiðu. Innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar? Nei, ekki eins og er. Fallegasti staður á Suðurnesjum? Þegar ég flýg á træk (vélknúnum svifdreka) og Kolbeini, fisflugvél Bjarna vinar míns yfir Reykjanesið og Bláa lónið, þá sé ég fallegasta landsvæðið á Suðurnesjum. Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Að eignast stelpuna mína hana Sædísi Ósk. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Þegar ég hrasaði í fjörunni í Keflavík að lokinni flugeldasýningu á Ljósanótt, og brákaði á mér olnbogann. Það neyðarlegasta við það atvik var það hversu margir sáu það. Dagblað eða net á morgnana? Netið. Sameinuð sveitarfélög á Suðurnesjum eða áfram eins og nú? Áfram eins og það er.


fimmtudagur 20. október 2016

Jóhannes A. Kristbjörnsson, Reykjanesbæ, 2. sæti Viðreisnar

Páll Valur Björnsson, Grindavík, 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar

Sagði skilið við feimnina Hvers vegna ákvaðst þú að fara í framboð? Ég hef fylgst með stjórnmálum í langan tíma og oft orðið fyrir vonbrigðum, bæði með frammistöðu þeirra flokka sem ég hef kosið og með Alþingi í heild. Þegar Viðreisn var stofnað ákvað ég að taka þátt. Valið var í raun þetta: „Ætla ég að láta æviárin líða hjá óánægður eða ætla ég að leggja mitt af mörkum til að reyna að breyta þjóðfélaginu?“ Í Viðreisn fann ég orkuna, hugrekkið og jákvæðnina sem þarf til að takast á við þjóðfélagsbreytingar, almenningi til hagsbóta. Hvað vilt þú sjá gerast á Suðurnesjum á næsta kjörtímabili? Ég sé fullt af tækifærum. Mikilvægt er að sveitarfélögin leiti leiða til enn nánara samstarfs, jafnvel með sameiningu sveitarfélaga. Uppbygging flugvallarsvæðisins og tengdrar starfsemi er lykilatriði og þurfa sveitarfélögin einmitt að standa saman hvað það varðar. Varðveisla og þróun Reykjanesfólkvangs þarf að halda áfram. Málefni ferðamanna ættu að vera Suðurnesjunum hugleikin og nýta þarf þar frumkvöðlakraftinn sem býr í okkur heimamönnum. Bæta þarf samgöngur því umferðaröryggi er verulega ábótavant, bæði á Reykjanesbrautinni sem Grindavíkurvegi. Byggja þarf upp innviði ferðamannaiðnaðarins og innheimta fyrir það sanngjarnt gjald. Suðurnesjamenn þurfa að leggja höfuðið í bleyti hvað varðar úrræði í málefnum aldraðra og bæta stöðuna í heilbrigðismálum almennt, en staða Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er óviðunandi. Þróa þarf áfram hafnarstarf og tryggja viðunandi stöðu sjávarútvegsins. Hverja telur þú möguleika þíns framboðslista í kjördæminu í kosningunum í lok mánaðarins? Ég skynja sterkt ákall um breytingar. Viðreisn er nýtt og öflugt stjórnmálaafl sem vill leiða ábyrgar kerfisbreytingar í gjaldmiðilsmálum, í sjávarútveginum, í landbúnaðarkerfinu og aðlaga stjórnarskrána að 21. öldinni. Viðreisn trúir á jafnrétti kynjanna og hugvit frjálsra einstaklinga. Hvert sem ég hef farið hef ég notið jákvæðrar viðtöku. Ég tel Viðreisn eiga möguleika á að ná meira fylgi en nokkur ný stjórnmálahreyfing síðustu áratugina og verða afl jákvæðra breytinga til framtíðar. Hvað færð þú þér oftast í morgunmat?

Lýsi, ab-mjólk og múslí. Hvar lætur þú klippa þig? Bylgja Sverrisdóttir, kjarnakona, hefur séð um að snyrta á mér kollinn. Uppáhalds útvarpsmaður? Love Guru, Þórður Helgi Þórðarson. Er annars mikill Bylgju hlustandi og aðdáandi morgunútvarpsins. Hver væri titill ævisögu þinnar? Lifðu lífinu lifandi maður! Innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar? Skynsamlegasta ákvörðunin, bæði fyrir ferðamannaiðnaðinn og landsmenn alla, væri að samtvinna alþjóða- og innanlandsflugvöll. Fallegasti staður á Suðurnesjum? Klettarnir við Reykjanesvita í góðum rigningarstormi á háflóði! Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Annars vegar að ákveða að segja skilið við feimnina og hins vegar að huga að ástinni á hverjum degi. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Ætli það hafi ekki verið aftanákeyrsla á gatnamótum Hringbrautar og Vatnsnesvegar í Keflavík árið 1993. Var uppábúinn í skrautbúning lögreglumanna á leið í útskrift frá Lögregluskóla ríkisins, með ræðu fyrir hönd nemenda í höndunum. Enginn slasaðist sem betur fer og þegar ég loks mætti í útskriftina var öll streita á bak og burt! Dagblað eða net á morgnana? Net. Sameinuð sveitarfélög á Suðurnesjum eða áfram eins og nú? Öll rök renna til sameiningar! Misgóður fjárhagur letur, sem og misgóðir möguleikar til tekjuöflunar. Grindavík er fyrirmyndarsveitarfélag okkar Suðurnesjamanna og mögulega væri ráðlegra fyrir sum sveitarfélögin að líta þangað eftir bæjarstjóraefnum en til Vestmannaeyja.

Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, Sandgerði, 2. sæti á lista Dögunar

Með viljann að vopni væri titillinn á ævisögunni Hvers vegna ákvaðst þú að fara í framboð? Vegna þess að ég er búin að tala svo lengi fyrir breytingum sem ég vildi sjá en gerðust ekki, svo þá er að verða sjálfur breytingin sem maður vill sjá. Hvað vilt þú sjá gerast á Suðurnesjum á næsta kjörtímabili? Ég vil sjá heilsugæsluna og sjúkrahúsið eflast og auka við starfsemi sína, eiga kost á heimilislækni eins og gert er ráð fyrir í lögum. Að óhagnaðardrifin húsnæðis- og leiguréttarsamvinnufélög verði stofnuð sem bjóði fólki leiguhúsnæði á verði sem er ekki meira en um það bil einn þriðji af launum þess, þetta er langtímaleiguréttur íbúða eins og tíðkast í löndunum í kringum okkur. Ég vil einnig að skólakerfið, félagslega kerfið og heilbrigðisþjónusta vinni meira saman og að börn og ungmenni sem þurfa sérfræðiþjónustu eins og sálfræði- og/eða geðlæknisþjónustu fái hana en séu ekki sett á margra mánaða biðlista.

Uppáhalds útvarpsmaður? Hlusta mjög lítið á útvarp og er ekki með neinn sérstakan útvarpsmann en Jónas Jónasson heitinn var ótrúlega flottur. Hver væri titill ævisögu þinnar? Með viljann að vopni. Innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar? Já, að sjálfsögðu, það er þjóðhagslega hagkvæmt og við höfum ekki efni á þeim flottræfilshætti að setja upp flugvöll í um það bil 15 mínútna fjarlægð frá þeim sem fyrir er. Í nágrannalöndunum er fólk að fara í að minnsta kosti klukkutíma akstur inn í miðborgirnar. Fallegasti staður á Suðurnesjum? Erfitt að velja úr, svo margir ótrúlega fallegir staðir. Reykjanesskaginn eins og hann leggur sig séð frá Keili. Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Að mennta mig þar sem ég átti litla möguleika á að komast aftur út á vinnumarkað eftir vinnuslys. Þann 4. maí 1981 missti ég höndina sem var svo grædd á aftur en eftir það slys varð ég öryrki. Kláraði BA í félagsfræði, kennsluréttindanám (grunn- og framhaldsskóla) og lauk svo MA í náms- og starfsráðgjöf sumarið 2015.

Hverja telur þú möguleika þíns framboðslista í kjördæminu í kosningunum í lok mánaðarins? Ég tel möguleika okkar framboðslista bara nokkuð góða því það býr svo skynsamt fólk í kjördæminu sem sér í gegnum endurnýtt kosningaloforð. Þeir flokkar sem hafa farið með stjórn landsins í áratugi, hafa haft áratugi til að breyta hlutunum af réttlæti en hafa ekki gert og því hafa þeir misst trúverðugleika sinn. Hvers vegna ætti þá ekki að hleypa nýju fólki að með nýjar hugmyndir og lausnir?

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Datt fyrir utan heima hjá mér í slabbi á stéttinni og stakk bíllyklinum hálfum inn í lófa hægri handar og þurfti læknisaðstoð til að ná honum aftur úr hendinni.

Hvað færð þú þér oftast í morgunmat? Ég fæ mér oftast Cheerios eða létt ab-mjólk.

Dagblað eða net á morgnana? Dagblað.

Hvar lætur þú klippa þig? Fer yfirleitt á Hárgreiðslustofu Þórunnar, svo yndisleg kona og veit hvernig ég vil hafa hárið.

Sameinuð sveitarfélög á Suðurnesjum eða áfram eins og nú? Skynsamlegt að stefna að sameiningu þó síðar verði.

KOSNINGAR Á VF.IS

25

VÍKURFRÉTTIR

Doddi litli er uppáhalds útvarpsmaðurinn Hvers vegna ákvaðst þú að fara í framboð? Vegna þess að ég vildi hafa áhrif til breytinga í íslenskri stjórnmálamenningu, okkar helsta markmið og stefna í Bjartri framtíð var og er að breyta stjórnmálunum. Gera þau markvissari og mannlegri, auka virðingu fólks fyrir Alþingi og fulltrúum sínum sem starfa við þá stofnum. En síðast en ekki síst að berjast fyrir aukinni áherslu á almannahagsmuni á kostnað sérhagsmuna sem alltof lengi hafa stjórnað íslensku samfélagi. Hvað vilt þú sjá gerast á Suðurnesjum á næsta kjörtímabili? Það sem ég vil sjá gerast Suðurnesjum á næsta kjörtímabili er að komið verði til móts við þarfir eldri borgara og hér verði fullnægt þörfum fyrir hjúkrunarými. Ég vil ennfremur efla alla grunnþjónustu með höfuðáherslu á málefni barna og þeirra sem höllustum fæti standa, hlúa að menntun og svo verðum við að koma húsnæðism á l u m ungs fólka í viðunandi horf svo þau sjái fram á bjarta framtíð hér á svæðinu. Hverja telur þú möguleika þíns framboðslista í kjördæminu í kosningunum í lok mánaðarins? Ég tel þá bara nokkuð góða og er hæfilega bjartsýnn á gott gengi okkar hér í Suðurkjördæmi. Hvað færð þú þér oftast í morgunmat? Gríska jógúrt með ferskum jarðaberjum, bönunum, múslí, smá rjóma og svo síróp yfir allt saman. Algert lostgæti. Hvar lætur þú klippa þig? Á rakarastofunni Herramönnum í Kópavogi. Uppáhalds útvarpsmaður? Það er að sjálfsögðu Suðurnesjamaðurinn knái hann Doddi litli enda ekki hægt annað þar sem að maður

kveikir ekki á útvarpinu öðruvísi en að heyra í honum. Hann er snillingur. Hver væri titill ævisögu þinnar? Æringi austan af landi, gallaður en með hjarta úr gulli. Innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar? Að sjálfsögðu á að skoða þann möguleika af fullri alvöru, held reyndar að það yrði til mikillar gæfu fyrir alla landsmenn og ekki síst myndi það hafa góð áhrif á dreifingu ferðamanna um landið. Fallegasti staður á Suðurnesjum? Mér finnst Suðurnesin öll falleg en fallegust finnst mér Eldvörpin. Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Að hafa hætt að nota áfengi fyrir 20 árum síðan. Klárlega gæfuríkasta og besta ákvörðun sem ég hef og mun taka í lífinu. Hvað er það ne yðarlegasta sem þú hefur lent í? He f nú of t lent í neyðarlegum aðstæðum í lífinu en ein sú neyðarlegasta gerðist fyrir mörgum árum síðan. Þá var ég ásamt vini mínum að labba niður Laugarveginn á fallegum sumardegi og þá sá ég á gangstéttinni hinum megin götunnar afar fallega stúlku. Það væri svo sem ekki frásögur færandi nema fyrir þá sök að mér var svo starsýnt á hana að ég gætti ekki að mér og gekk beint á stöðumæli og steinlá í götunni. Frekar neyðarlegt. Dagblað eða net á morgnana? Langoftast netið. Sameinuð sveitarfélög á Suðurnesjum eða áfram eins og nú? Ég er ansi hræddur um að þetta verði áfram eins og það er nú, enn um sinn. En að sjálfsögðu eigum við að ræða hlutina og skoða kosti þess og galla að sameina sveitarfélögin. Það skaðar engan og kostar ekki neitt.

FASTEIGN TIL LEIGU

HRINGBRAUT 55, REYKJANESBÆ 100 m2 verslunarhúsnæði til leigu á besta stað í bænum! Frekari upplýsingar veitir: Gunnar Egill Sigurðsson gunnar@samkaup.is 421 5400


26

VÍKURFRÉTTIR

Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ, 2. sæti á lista Framsóknarflokks

Fyrsta stefnumótið með eiginmanninum var besta ákvörðunin Hvers vegna ákvaðst þú að fara í framboð? Ég fór í framboð til Alþingis 2013 vegna þess að ég hef kjark til að berjast fyrir því sem ég trúi á og úthald. Ég var sannfærð um að skuldaleiðrétting heimilanna væri sanngirnismál. Framsóknarflokkurinn barðist gegn Icesave og var andsnúinn inngöngu Íslands í ESB. Ég var mjög sammála þeim málflutningi. Ég er fædd og uppalin á Suðurnesjum og þekki það svæði því mjög vel. Ég starfaði um tíma sem blaðamaður á Víkurfréttum og kynntist samfélaginu þá enn betur. Þannig að það varð úr, ég gaf kost á mér og sé ekki eftir því. Starfið á vel við mig, ég hef náð að koma nokkrum málum áleiðis á kjörtímabilinu og því ákvað ég að gefa kost á mér aftur þar sem ég tel að ég komi að einhverju gagni. Ég vona bara að Suðurnesjamenn hafi trú á mér í verkefnið og merki X við B. Hvað vilt þú sjá gerast á Suðurnesjum á næsta kjörtímabili? Allt snýst þetta um peninga, þannig að ég vil að við náum að tryggja aukið fjármagn til reksturs HSS. Ég vil sjá samgöngubætur, þá á ég við Reykjanesbraut, hafnirnar á Suðurnesjum sem og Grindavíkurveg. Að lokum vil ég nefna fjölgun hjúkrunarrýma á Suðurnesjum, að þau komist framar á áætlanir. Hverja telur þú möguleika þíns framboðslista í kjördæminu í kosningunum í lok mánaðarins? Það er erfitt að segja. Nýjustu kannanir benda til að Framsóknarflokkurinn í Suðurkjördæmi sé með ríflega 23% fylgi og nái þremur þingmönnum. Þannig að ég tel eðlilegt að við miðum baráttuna við að bæta í og ná fjórum mönnum inn. Við erum með afar vel mannaðan lista og góða landfræðilega dreifingu. Forsætisráðherrann leiðir okkar lista og auk mín eru Ásgerður Kristín Gylfadóttir, hjúkrunarstjóri á Hornafirði í 3. sæti en hún er fyrrverandi bæjarstjóri á Höfn og situr nú í sveitarstjórn þar. Hún þekkir því vel til heilbrigðismála og sveitastjórnarmála. Í fjórða sæti er ungur sauðafjár- og ferðaþjónustubóndi, Einar Freyr Elínarson úr Mýrdal, en hann er einnig formaður Ungra bænda. Hvað færð þú þér oftast í morgunmat?

Alltaf kaffi með smá mjólk. Oftast Cheerios og af og til Trópí appelsínusafa, ískaldan með aldinkjöti. Það er toppurinn. Hvar lætur þú klippa þig? Hjá henni Evu á Háráttu. Hún er frábær. Uppáhalds útvarpsmaður? Óðinn Jónsson og Vera Illugadóttir. Þau eru svo fróð og með fallegar raddir. Hver væri titill ævisögu þinnar? Út í óvissuna. Innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar? Já, að lokum. Hvassahraun er tóm vitleysa. Fallegasti staður á Suðurnesjum? Þar sem húsið mitt stendur, efst í Innri Njarðvík, uppi á klettum, við sjóinn. Þar sæki ég mína næringu. Þar hef ég allt; sjóinn, fuglana og fjöllin í fjarska. Og síðast en ekki síst, útsýnið yfir í Ytri Njarðvík. Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Að fara á fyrsta stefnumótið með manninum mínum. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Ég er sem betur fer fljót að gleyma… Ég er alltaf að heilsa fólki sem ég þekki ekki, eða heilsa ekki þeim sem ég þekki. Datt reyndar einu sinni á rassinn fyrir framan Vallabakarí þegar ég var um 14 ára gömul. Rennblotnaði og þótti það að sjálfsögðu „mjög“ neyðarlegt. Dagblað eða net á morgnana? Netið. Þrjóskaðist lengi vel með blöðin, þykir þau reyndar ennþá notalegri en tölvan. Það er eitthvað við pappírinn, önnur stemming. En þeim fylgir svo mikið rusl þannig að netið verður oftar fyrir valinu í dag. Sameinuð sveitarfélög á Suðurnesjum eða áfram eins og nú? Sameinuð. Veit reyndar ekki hversu mörg ár eða áratugi það mun taka, en það gerist að lokum. Þangað til, góð samvinna.

Dagný Alda Steinsdóttir, Reykjanesbæ, 4. sæti á lista Vinstri grænna

Frosin bláber að vestan í morgunmat Hvers vegna ákvaðst þú að fara í framboð? Ég hef alltaf kosið menn og málefni og hef í raun aldrei verið tilbúin að fylgja einum pólitískum flokki, þá sér í lagi ef loforð eru svikin. Stefna VG um að öll áform um mengandi stóriðju séu út af borðinu hugnast mér vel. Það er formaður hvers flokks sem keyrir á stefnuna og finnst mér Katrín Jakobsdóttir vera traustsins verð að halda markmiðum flokksins um umhverfismál. Hvað vilt þú sjá gerast á Suðurnesjum á næsta kjör tímabili? Flokkun á rusli og bann á notkun á plastpokum hér sem og í öllum byggðarlögum. Ísland þarf að vera til fyrirmyndar í öllum umhverfismálum. Hverja telur þú möguleika þíns framboðslista í kjördæminu í kosningunum í lok mánaðarins? Hreint kraftaverk ef ég kæmist inn á þing. Hvað færð þú þér oftast í morgunmat? Kaffi og hafragraut með frosnum bláberjum að vestan.

Hvar lætur þú klippa þig? Halla Harðardóttir hefur séð um mig síðustu 20 ár og ég sé enga ástæðu til að finna upp hjólið í því málefni. Uppáhalds útvarpsmaður? Helgi Seljan og Hulda Geirsdóttir. Hver væri titill ævisögu þinnar? „My Brilliant Career“ Innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar? Nei, næg er umferðin nú þegar og eykst með hverju ári. Fallegasti staður á Suðurnesjum? Heimilið mitt með útsýni yfir flóann og bergið okkar fallega. Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Erfið spurning, ætli ég verði ekki að segja að flytja heim 2006 frá Bandaríkjunum eftir 27 ára fjarveru. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Að labba á staur á Hafnargötunni er bara eitt dæmi af mörgum. Dagblað eða net á morgnana? Net, pappír er rusl. Sameinuð sveitarfélög á Suðurnesjum eða áfram eins og nú? Ekki viss.

KOSNINGAR Á VF.IS

fimmtudagur 20. október 2016

Þórólfur Júlían Dagsson, Reykjanesbæ, 3. sæti á lista Pírata

Sótti fáklætt fólk á flótta undan hvítabirni Hvers vegna ákvaðst þú að fara í framboð? Ég var orðinn þreyttur á aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart fólkinu í landinu, óréttlæti í sjávarútvegi og spillingunni sem vellur hér upp úr öllum pottum. Hvað vilt þú sjá gerast á Suðurnesjum á næsta kjörtímabili? Ég vil sjá fiskeldi stóreflt á svæðinu. Við erum á besta stað á landinu fyrir landeldi á fiski, nóg af vatni og auðveldan aðgang að sjó. Hverja telur þú möguleika þíns framboðslista í kjördæminu í kosningunum í lok mánaðarins? Við munum koma verulega á óvart þegar talið verður upp úr kjörkössunum. Hvað færð þú þér oftast í morgunmat? Það s em er v ið hendi. Uppáhaldið mitt er beikon og egg samt. Hvar lætur þú klippa þig? Þar sem er laust. En Hárátta er besti staðurinn sem ég hef farið í klippingu á. Uppáhalds útvarpsmaður? Þorgeir Ástvaldsson. Hver væri titill ævisögu þinnar? Never gonna give you up, never gonna let you down. Innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar? Klárlega. Vil einnig benda á að við erum með alþjóðaflugvöll hér og það

er alveg fáránlegt að sjúkrahúsið okkar skuli ekki vera af þeirri stærðargráðu sem þarf til að taka á móti stórum hóp af fólki ef til dæmis flugslys eða annars konar stórslys ætti sér stað myndi það skipta sköpum. Fallegasti staður á Suðurnesjum? Reykjanesið, Reykjanesviti, Sandvík, Snorrastaðatjarnir og þannig mætti lengi telja. Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Að eignast dóttur mína. Dóttir mín og framtíð hennar skipta mig öllu máli og hvernig samfélagi hún elst upp í. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Margt sem ég er ekki tilbúinn að segja frá opinberlega. En eitt sem ég get sagt frá er þegar ég sótti fólk í land á Svalbarða sem varð að flýja undan hvítabirni sem réðst á tjaldbúðir. Það voru nemar í jöklafræði og voru margir þeirra fáklæddir og þurftu að komast um borð í skipið sem við höfðum sem fyrst. Mitt verkefni var að sækja það fólk og koma því um borð, það var frekar vandræðalegt. Dagblað eða net á morgnana? Netið. Sameinuð sveitarfélög á Suðurnesjum eða áfram eins og nú? Það væri flott lausn á mörgu að sameina sveitarfélögin en ég held að fólk sé ekki tilbúið í það eins og staðan er í dag.

María Magnúsdóttir, Reykjanesbæ, 5. sæti á lista Íslensku þjóðfylkingarinnar

Trúin á Jesú Krist besta ákvörðunin Hvers vegna ákvaðst þú að fara í framboð? Ég ákvað að fara í framboð fyrir Íslensku Þjóðfylkinguna til að gera gagn fyrir kjördæmið mitt, land og þjóð. ÍÞ hefur á sinni stefnuskrá mál sem allir geta sæst á. Mikil þörf er á úrbótum og Al þing ismenn hafa staðið sig illa og fólk er orðið langþreytt. ÍÞ hefur góða stefnuskrá sem byggir á réttlæti og flokkurinn vinnur til dæmis að málum eins og gegn nýju útlendingalögu nu m . E f þ au ná fram að ganga óbreytt eru töluverðar líkur á að þau muni eyðileggja íslenskt samfélag. Gæta þarf í því sambandi sérstaklega að fjölda innflytjenda og það er aðalatriði hverjir komast inn. Hleypum hingað fólki í neyð og fólki í góðum tilgangi en ekki fólki sem ekki aðlagast vestrænum samfélögum og

er komið til að taka yfir landið okkar. Engar moskur á Íslandi! Lögin opna landamærin fyrir öllum án þess að fortíð viðkomandi sé skoðuð. Við gætum lent í sömu málum og Evrópa sem er að hruni komin. Að hjálpa þeim sem minna mega sín er einnig mitt baráttumál, eins og öldruðum og öryrkjum, bæta heilbrigðisþjónustu, löggæslu, u m hv e r f i s m á l , atvinnnumál, s k at t a m á l o g dýravernd. Mismunum ekki fólki eftir menntun, stöðu eða heilsu og hættum að búa til stéttaskiptingu eins og verið hefur þannig að þeir ríku verði ríkari og þeir fátæku fátækari. X-E. Hvað vilt þú sjá gerast á Suðurnesjum á næsta kjörtímabili? Það þarf að nýta aukinn ferðamannastraum til að skapa atvinnutækifæri


fimmtudagur 20. október 2016

Tælenskt á Hafnargötu 17? vinnutækifæri á Suðurnesjum. Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar alveg frá Leifsstöð inn í Hafnarfjörð. Uppbygging í löggæslu, skólamálum og heilbrigðisþjónusta. Varðandi stóriðju, ef hún þarf að koma til þá er forgangsatriði að heilsa fólks á svæðinu sé tryggð og að séð verði um að mengunarstaðlar séu 100% öruggir. Einnig þarf að bæta ímynd Suðurnesja enda er frábært að búa hér, falleg náttúra og endalausir möguleikar í mannauði. Hverja telur þú möguleika þíns framboðslista í kjördæminu í kosningunum í lok mánaðarins? Íslenska Þjóðfylkingin varð fyrir höggi eins og alkunna er. Í.Þ. var með mest fylgi af „litlu“ listunum fyrir stuttu síðan. Við höfum samt fundið fyrir miklum byr og fengið þakklæti fyrir að minnast á viðkvæm mál sem aðrir flokkar þora ekki að minnast á. Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi á Suðurnesjum í heimsóknum á vinnustaði og víðar. Hvað færð þú þér oftast í morgunmat? Heilsuhristing. Hvar lætur þú klippa þig? Hjá frábærri konu með stofu á Hafnargötunni sem flestir vita af, Þórunn er vandvirk og frábær í alla staði. Uppáhalds útvarpsmaður? Enginn sérstakur, það sem út úr hverjum og einum kemur er það sem skiptir máli, sá/sú verður þá í metum hjá mér sem segir eitthvað af viti.

27

VÍKURFRÉTTIR

Hver væri titill ævisögu þinnar? Konan sem varði rétt manna og málleysingja. Innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar? Vegna öryggismála er nauðsynlegt að hafa innanlandsflug í Reykjavík. Innanlandsflug til Keflavíkur eykur umferð á Reykjanesbraut. Fallegasti staður á Suðurnesjum? Ekki hægt að gera upp á milli, endalaust fallegir staðir á Reykjanesi, Garðskaginn heillar, Reykjanesið er algjör perla sem aðrir landsmenn hafa ekki uppgötvað. Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Að taka trú á Jesú Krist frelsara minn og að eignast börnin mín, fjársjóðinn minn í lífinu. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Gekk einu sinni beint á staur á miðri Hringbrautinni sem krakki á leið í skólann. Þá gengu allir allt en venjulega ekki á staura samt. Smá neyðarlegt, hlaut sem betur fer ekki skaða af og vonaði að enginn sæi þetta. Dagblað eða net á morgnana? Net. Sameinuð sveitarfélög á Suðurnesjum eða áfram eins og nú? Sýnist það ekki raunhæfur kostur að sveitafélögin sameinist eins og staðan er nú.

■■Lovely Thai Restaurant ehf. hefur óskað eftir leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 17 í Keflavík. Húsnæðið hefur staðið autt í nokkur misseri en þar var áður skyndibitastaðurinn Olsen Olsen. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum sendi erindi um veitingahúsareksturinn til Reykjanesbæjar og hefur bæjarráð samþykkt erindið fyrir sitt leyti.

Mannlaus bíll fauk í Njarðvík ■■Fimm tjónvaldar létu sig hverfa af vettvangi í vikunni sem leið eftir að hafa valdið tjóni á jafnmörgum bifreiðum í umdæmi Lögreglunnar á Suðurnesjum. Þessu til viðbótar voru skráð allmörg umferðaróhöpp, þar á meðal árekstur á Reykjanesbraut, milli Grænásbrautar og Hafnavegar og aftanákeyrsla á Hafnargötu. Engin slys urðu á fólki. Þá fauk mannlaus bifreið á aðra bifreið, einnig mannlausa á bílastæði við Sundmiðstöð Njarðvíkur. Loks voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og skráningarnúmer fjarlægð af einni bifreið. Síðastnefnda atvikið væri ekki í frásögur færandi ef bifreiðin hefði ekki verið óskoðuð því hana hefði átt að færa til skoðunar 1. ágúst 2011.

Auglýsingasíminn er

421 0001

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verið velkomin

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

SUNNUDAGURINN 23. OKTÓBER KL. 11:00  Messa og sunnudagaskóli. Súpuþjóna reiða fram súpu og brauð að lokinni messu. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar.  MIÐVIKUDAGURINN 26. OKTÓBER KL. 12:00  Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar. Súpa og brauð í boði. Umsjón hafa Arnór organisti og sr. Erla.  MIÐVIKUDAGURINN 26. OKTÓBER KL. 20:00 Heimsókn frá Kristniboðssambandinu til fermingarbarna. Allir velkomnir að taka þátt í þeirri stundu í kirkjuskipinu.

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi og vinur,

Svavar Þorsteinsson,

Eyjavöllum 2, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, miðvikudaginn 5. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 21. október kl. 13:00. Kristján Þór Svavarsson, Magdalena Smáradóttir, Stefanía Therese Kristjánsdóttir, Hjalti Pálmason, Svavar James Kristjánsson,  barnabarnabörn og Ásta Sigurðardóttir.


28

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 20. október 2016

Banaslys á Reykjanesbraut ■■Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut síðasta mánudag hét Marinó Nordquist. Hann var fæddur árið 1979, búsettur í Keflavík en ættaður frá Akureyri. Marinó var einhleypur og barnlaus en lætur eftir sig foreldra og yngri systur. Slysið varð um hádegisbil á mánudag, skammt frá Rósaselstorgi. Tveir bílar lentu í árekstri og var hinn látni ökumaður annars bílsins. Ökumaður og farþegi í hinum bílnum voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar tildrög slyssins og biður þá er kunna að hafa orðið vitni að því að hafa samband í síma 444-2299.

VG SUÐURKJÖRDÆMI

21. október - Jöfnuður 23. október - Flóttafólk

Málefnafundir á

25. október - Heilbrigðismál

kosningaskrifstofu

27. október - Ferðaþjónusta

okkar að Hafnargötu 31

28. október - Menning Skrifstofan er opin frá 17-19 alla virka daga, málefnafundir hefjast kl. 18

Verið öll velkomin!

Hverjum treystir þú?

Málað hvítt um miðjan október ■■Það viðraði vel til málningarvinnu í byrjun vikunnar. Þessi málari var uppi í stiga við apótekið á horni Suðurgötu og Tjarnargötu og málaði húsið í ljósum litum. VF-mynd: Hilmar Bragi

Sjónvarp Víkurfrétta • fimmtudagskvöld kl. 21:30 • ÍNN og vf.is

FLUGIÐ & FRAMTÍÐARVINNAN varnarliðið & leiklistarlífið

Vöxturinn á Keflavíkurflugvelli hefur verið ævintýralegur á síðustu misserum og á eftir að verða enn meiri á næstu árum. Við erum að tala um ígildi eins álvers á ári nætu ár. Við ræðum við Björn Óla Hauksson, forstjóra ISAVIA í þættinum. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Sjónvarp Víkurfrétta kíkti að starfsgreinakynningu sem haldin var í Reykjanesbæ fyrir nemendur í grunnskólum á Suðurnesjum. Á stoppistöð er nýtt sviðsverk sem Leikfélag Keflavíkur setur upp í samvinnu við ungmenni á Suðurnesjum. Söngur, dans og fjör. Sjónvarp Víkurfrétta kíkti á æfingu í Frumleikhúsinu. Brotthvarf Varnarliðsins er enn til umfjöllunar í þættinum. Við sjáum þriðja og síðasta hluta umfjöllunar Sjónvarps Víkurfrétta um málið.

Sjónvarp Víkurfrétta er í háskerpu á vf.is

D

íH Horfðu

Þú getur horft á Sjónvarp Víkurfrétta í háskerpu í tölvunni þinni eða snjalltæki. Efnið má nálgast á vef Víkurfrétta, vf.is eða á Youtube undir heitinu Sjónvarp Víkurfrétta.


fimmtudagur 20. október 2016

29

VÍKURFRÉTTIR

Suðurnesjafólk í efstu sætum hjá Alþýðufylkingunni ■■Guðmundur Sighvatsson og Erna Lína Baldvinsdóttir úr Reykjanesbæ skipa efstu tvö sætin á lista Alþýðufylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar, 29. október. Listinn er eftirfarandi: 1. Guðmundur Sighvatsson, byggingafræðingur, Reykjanesbæ 2. Erna Lína Baldvinsdóttir, nemandi, Reykjanesbær 3. Sigurjón Sumarliði Guðmundsson, nemandi, Reykjavík 4. Helgi Ás Helgason, sendill, Reykjanesbær 5. Jón Múli Egilsson Prunner, nemandi, Reykjavík 6. Unnur Snorradóttir, nemandi, Reykjavík 7. Íris Helga Guðlaugsdóttir, atvinnulaus, Reykjanesbær 8. Íris Dröfn Bjarnadóttir, öryrki, Reykjanesbær 9. Arna Björk Bjarnadóttir, öryrki, Reykjanesbær 10. Bjarni Gunnar Kristjánsson, nemandi, Reykjarvík 11. Bjartmey Jenný Jónsdóttir, nemandi, Reykjanesbær 12. Ólína Erna Jakobsdóttir, afgreiðslukona, Reykjanesbær 13. Ásta Sóley Hjálmarsdóttir, nemandi, Reykjanesbær 14. Dalbert Þór Arnarsson, verkamaður, Reykjanesbær 15. Björn Geirsson, nemandi, Reykjavík 16. Sigurjón Tryggvi Bjarnason, nemandi, Reykjavík 17. Erna Lína Alfredsdóttir, öryrki, Reykjanesbær 18. Andrea Lind Arnarsdóttir, nemandi, Reykjavík 19. Birkir Þór Kristjánsson, afgreiðslumaður, Reykjavík 20. Hafdís Baldvinsdóttir, húsmóðir, Reykjanesbær

Tafir á framkvæmdum við Iðndal í Vogum Eitt stærsta verkefni Sveitarfélagsins Voga í ár var endurnýjun götunnar Iðndals. Verkið hefur tafist, en því átti að vera lokið um síðustu mánaðamót. Sem stendur er gatan lokuð við Stapaveg. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, segir vonir standa til að framkvæmdum ljúki á næstu tveimur vikum eða svo.

„Þá verður búið að endurnýja allar lagnir, auk þess sem ný og sverari kaldavatnslögn verður komin í notkun. Að lokum verður svo gatan malbikuð og frágengin að öðru leyti. Það var löngu tímabært að gatan yrði lagfærð, enda slitlagið orðið illa farið á stórum köflum,“ segir bæjarstjórinn í vikulegu fréttabréfi sínu í Vogum.

IGS EHF. ÓSKAR EFTIR VERÐTILBOÐI Í SNJÓHREINSUN OG HÁLKUVARNIR IGS EHF. ÓSKAR EFTIR VERÐTILBOÐI Í HREINSUN Á SNJÓ OG HÁLKU VIÐ BYGGINGAR FYRIRTÆKISINS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI, BÆÐI INNAN FLUGVERNDARSVÆÐIS OG UTAN ÞESS S.S. VIÐ BÍLASTÆÐI OG GÖNGULEIÐIR. UM ER AÐ RÆÐA VETURINN 2016-17. FREKARI UPPLÝSINGAR UM FRAMKVÆMD OG UMFANG ER HÆGT AÐ NÁLGAST HJÁ GUÐJÓNI SKÚLASYNI Á TÖLVUPÓSTFANGINU GUDJONS@IGS.IS.

Óboðinn kanadískur gestur svaf í stofusófanum ■■Íbúi á Suðurnesjum hafði samband við lögregluna í umdæminu snemma í morgun og greindi frá því að að í sófa í stofu sinni hvíldi óboðinn gestur sem hann kannaðist hreint ekkert við. Við eftirgrennslan reyndist sá þreytti vera kanadískur ferðamaður sem sagðist hafa verið að skemmta sér með félaga sínum í nótt og hefðu þeir síðan farið af skemmtistaðnum í heimahús, ásamt fleira fólki, til að halda gleðskapnum áfram. Hann kvaðst ekki hafa hugmynd um hvernig hann hefði endað sofandi í þessu ókunnuga húsi. Enn fremur kom í ljós að ferðamaðurinn gistir í camper sem hann er með á leigu meðan hann dvelur hér á landi. Honum var ekið til gististaðar síns og segir ekki frekar af ferðum hans.

LAGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA ÓSKAR EFTIR STARFSMÖNNUM Vegna góðrar verkefnastöðu þurfum við að bæta í hóp flottra starfsmanna okkar. Við leitum af öflugum einstaklingum sem treysta sér til að gera það sem þarf til þess að ná árangri í krefjandi umhverfi.  Lagnaþjónusta Suðurnesja er stærsta pípulagningarfyrirtækið á Suðurnesjum með starfstöðvar bæði í Grindavík og Reykjanesbæ. Samhennt fyrirtæki sem tileinkar sér stundvísi,samviskusemi og fagleg vinnubrögð. ALMENN PÍPULAGNINGARVINNA Við leitum að einstakling vönum pípulögnum,meistara,sveini eða verkamanni vönum byggingarvinnu. Þurfa að vera sjálfstæðir,þjónustuliprir og vera tilbúnir að tileinka sér nýjungar.

NEMAR Hefur þú áhuga á því að læra pípulagnir? Við erum að leita af einstaklingum sem hafa áhuga á því að læra pípulagnir og komast á samning.

Umsóknir skal senda á lagnaths@simnet.is


30

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 20. október 2016

Fylltist stolti að keppa fyrir Íslands hönd ●●„Eftir keppnina áttaði ég mig svo á því að það að keppa á Evrópumótinu hafi verið það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Kolbrún Júlía Fimleikakonan Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman úr Keflavík var í hópi landsliðs Íslands í blönduðum flokki fullorðinna sem keppti á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fór í Maribor í Slóveníu í síðustu viku. Liðið stóð sig frábærlega og hreppti bronsið, en Ísland hefur aldrei áður komist á verðlaunapall í þessum flokki.

MEISTARAFLOKKUR KARLA

FIMMTUDAGINN, 20. OKTÓBER KL. 19:15 HAMBORGARARNIR VERÐA Á SÍNUM STAÐ HÆGT VERÐUR AÐ NÁLGAST ÁRSKORTIN. HEIMALEIKJAKORTIN VERÐA TIL SÖLU Á LEIKNUM KR. 10.000,- Á ALLA KARLA OG KVENNA LEIKI

SJÓNVARP V Í K U R F R É T TA NÝR ÞÁTTUR Í HVERRI VIKU INNÁ

WWW.VF.IS/VEFTV

SJÁÐ’ANN Í HÁSKERPU Í TÖLVUNNI, SPJALDTÖLVUNNI EÐA SÍMANUM ÞÍNUM!

3. sætið staðreynd. Frábær árangur. En hvað fannst liðinu um að hafa endað í 3. sæti? Liðið var himinlifandi yfir því að hafa endað í 3. sæti. Í undanúrslitunum enduðum við í 5. sæti, sem við vorum ekki alveg nógu sátt með vegna þess að við vissum að við áttum nóg inni. Í úrslitunum sjálfum gekk hins vegar allt upp hjá okkur og við náðum að hækka okkur upp um tvö sæti á milli keppnisdaga, sem var frábær árangur sem allir voru mjög ánægðir með. Það sem gerði þetta enn skemmtilegra var það að við erum fyrsta liðið frá Íslandi sem kemst á pall í blönduðum flokki fullorðinna. Hvernig var tilfinningin að keppa á Evrópumótinu? Geturðu lýst henni? Tilfinningin sem fylgdi því að keppa á Evrópumótinu var æðisleg. Evrópumótið í ár var mitt fyrsta stórmót þannig að ég vissi ekki við hverju ég átti að búast en ég var búin að heyra það frá mörgum að þetta væri mjög skemmtilegt. Þegar ég hljóp inn á gólfið ásamt liðinu mínu á fyrsta áhaldið okkar fékk ég staðfestingu á því sem ég hafði heyrt. Ég fylltist þvílíku stolti að vera að fara að keppa fyrir Íslands hönd og áttaði mig á því hvað keppnin myndi verða ótrúlega skemmtileg. Eftir keppnina áttaði ég mig svo á því að það að keppa á Evrópumótinu hafi verið það skemmtilegasta sem ég hef gert. Það að ná öllum sínum markmiðum eftir þrotlausar æfingar er ótrúlega gaman og gefandi og tilfinningin er í rauninni ólýsanleg.

uðum að ná frá fyrri deginum. Ég var samt ekki lengi að snúa hugarfarinu við með hjálp liðsfélaganna og þjálfaranna og ákvað að veita liðinu minn stuðning af stuðningsmannapöllunum og hvetja það áfram eins og ég gat. Einnig vorum við með mjög sterkt lið og ég vissi að þau myndu standa sig vel sama hvað, sem þau gerðu síðan. Ert þú með eitthvað persónulegt markmið fyrir veturinn í fimleikunum? Mín markmið fyrir veturinn í fimleikunum eru einföld og skýr. Fyrir það fyrsta ætla ég að hafa félagsskipti fljótlega og hlakka ég mikið til þess. Ég ætla að nota tímann núna fram að mótatímabilinu í að bæta við mig nýjum og erfiðari stökkum en aðal markmiðið samt s em áður er að hafa gaman og njóta þess að gera það sem ég elska á meðan ég get.

Þú veiktist og þurftir að draga þig úr hópnum fyrir úrslitadaginn. Það hlýtur að hafa verið svekkjandi? Já, það var magapest að ganga á milli liða sem ég var svo óheppin að grípa nóttina fyrir úrslitin. Í kjölfar þess gat ég ekki keppt í úrslitunum sem var ótrúlega svekkjandi og leiðinlegt vegna þess að mig langaði að hjálpa liðinu við þá bætingu sem við ætl-

„Var aðallega að reyna að

lenda ekki á varnarmanninum“ Katla Rún Garðarsdóttir leikmaður Keflavíkur í Dominos deild kvenna setti niður skot af dýrari gerðinni í leik gegn Haukum í þriðju umferð deildarkeppninnar. Leiktími fyrsta leikhluta var alveg að renna út þegar Katla, stödd við miðlínu vallarins, skýtur á körfuna og hittir beint ofan í, „ekkert nema net,“ um leið og flautan gall. „Ég var ekki beint að búast við að hitta úr þessu. Ég var aðallega að reyna að lenda ekki á varnarmanninum sem var á leiðinni í áttina að mér,“ segir Katla Rún. „Þegar ég sá að boltinn fór ofan í þá brá mér smá því ég sá ekki hvernig skotið leit út eða hvort ég hefði hitt á hringinn. En síðan var ég bara nokkið fegin að hafa hitt úr þessu því ég hef tekið nokkur svona skot en aldrei hitt úr þeim.“ segir Katla. Meistaraflokkslið Keflavíkur kvenna í ár er eitt það yngsta í sögu félagsins en meðalaldur liðsins ef frá er talinn erlendi leikmaðurinn er 18 ár. Stelpurnar hafa margar spilað saman í yngri flokkum og verið gríðarlega sigursælar þar. En þrátt fyrir ungan hóp hafa þær byrjað tímabilið nokkuð vel, unnið tvo leiki og tapað einum.

Hvernig leggst tímabilið í Kötlu? „Tímabilið leggst bara mjög vel í mig, held að þetta verði skemmtilegt og lærdómsríkt tímabil. Liðsandinn er mjög góður, við erum allar góðar vinkonur og höfum flestar spilað saman upp alla yngri flokkana. Stemningin er einnig mjög góð, við erum allar spenntar fyrir tímabilinu og viljum allar standa okkur sem best.“ Hvaða markmið hefur liðið sett sér fyrir veturinn og hvaða væntingar hafið þið? „Við setjum okkur það markmið að komast í topp 4. Við teljum okkur geta það þrátt fyrir ungan aldur. Við förum í alla leiki með það markmið að ná í 2 stig og ef við spilum vel saman þá getum við gert það,“ segir Katla Rún að lokum.


fimmtudagur 20. október 2016

31

VÍKURFRÉTTIR

Keflavík í 2. sæti á Íslandsmótinu ■■Íslandsmótið í Taekwondo tækni, eða formum, var haldið um helgina. Mótið var haldið hjá Ármanni og kepptu þar margir af bestu Taekwondo keppendum landsins í tækni. Tækni er þegar fyrirfram ákveðin runa af hreyfingum er sýnd og dæmd út frá krafti, liðleika, hraða, nákvæmni og ákveðni. Keflvíkingar urðu í 2. sæti í liðakeppninni en Ármenningar sigruðu annað árið í röð. 3. sætið hreppti Afturelding. Keflvíkingar fengu 5 gull, 9 silfur og 6 brons á mótinu.

Þrekmót Framhaldsskólanna

FS þriðji hraustasti skóli landsins

„Spennandi að vera í nýju hlutverki“ Ómar Jóhannsson er nýráðinn markmannsþjálfari Keflavíkur. Ómar hefur verið aðstoðarþjálfari og leikmaður hjá Njarðvík síðastliðin 2 ár og kom inn sem markmannsþjálfari í lok síðasta tímabils hjá Keflavík þegar Sigmar Ingi Sigurðarson lét af störfum. Hvernig líst þér á að vera kominn aftur til Keflavíkur? „Mér finnst mjög gaman að vera kominn til Keflavíkur og spennandi að

vera í nýju hlutverki sem þjálfari en ekki að spila.“ Er liðið búið að setja sér markmið fyrir næsta tímabil? „Hvað markmið varðar þá er nýr þjálfari bara rétt kominn til liðsins og hópurinn fyrir næsta tímabil langt í frá tilbúinn, svo það hefur ekki verið rætt neitt sérstaklega um það en ég held að allir Keflvíkingar séu sammála um það að þeir vilja sjá Keflavík í efstu deild,“ segir Ómar.

■■Þrekmót framhaldsskólanna fór fram um liðna helgi í HK húsinu þar sem keppt var um titilinn „Hraustasti framhaldsskóli Íslands.“ Fjölbrautaskóli Suðurnesja átti titil að verja en endaði í 3. sæti í ár. Sigurvegari mótsins var Verzlunarskóli Íslands og annað sætið hreppti Fjölbrautaskólinn í Garðabæ. Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja var skipað þeim Guðmundi Juanito Ólafssyni, Atla Hauki Brynleifssyni, Nínu Kareni Víðisdóttur og Ingibjörgu Önnu Artúrsdóttur. Keppt var í 6 greinum sem reyndu jafnt á styrk og þrek. Kristjana Hildur Gunnarsdóttir, þjálfari FS-inga, var stolt af sínu liði og sagði framtíðina bjarta hjá FS. „Suðurnesjamenn eru keppnisfólk og stefna alltaf á gullið. Guðmundur Ólafsson var sá eini sem var í liðinu í fyrra, þar sem hinir eru útskrifaðir. Liðið í ár var því skipað þremur nýjum liðsmönnum og einum reynslubolta.

Þau stóðu sig öll mjög vel og gerðu sitt besta. FG og Verzló voru einfaldlega sterkari að þessu sinni en þess má geta að í liði FG var Suðurnesjamærin Katla Ketilsdóttir en hún átti stóran þátt í velgengni FG-inga. Það er því

verðugt markmið að ná henni í FS fyrir næsta mót þar sem Nína Karen mun væntanlega útskrifast á næstu mánuðum og þarf því að fylla hennar skarð,“ sagði Kristjana.

SUÐURNES | GARÐUR | GRINDAVÍK | REYKJANESBÆR | SANDGERÐI | VOGAR

Verðmætasköpun í atvinnulífinu Haustfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja fimmtudaginn 27. október. Fundurinn hefst kl. 12.00 í Bergi, Hljómahöll, en húsið opnar kl. 11.45 með léttu hádegissnarli. Grímur Sæmundsen. Formaður Samtaka Ferðaþjónustunnar (SAF) og forstjóri Bláa Lónsins hf. — Tækifæri í ferðaþjónustu á Suðurnesjum.

Keflavík/Víðir Íslandsmeistarar í 50 ára og eldri

Heiðar Guðjónsson. Hagfræðingur og formaður stjórnar Vodafone, varaformaður stjórnar HS Veitna. — Vandamál eða tækifæri.

■■Sameinað lið Keflavíkur og Víðis sigraði á Íslandsmótinu í knattspyrnu eldri en 50 ára, eða „old boys“ eins og það er oft kallað. Lokaumferðin var haldin í Reykjaneshöll og sigraði Keflavík/Víðir alla leiki sína og tryggði sér þannig titilinn. Mótið var haldið með hraðmótssniði þar sem leikið var í þremur umferðum. Spilaðir voru 10 leikir og sigraði Keflavík/Víðir 7 og gerði 3 jafntefli. Gamlingjarnir tryggðu með þessum sigri eina Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu hjá Suðurnesjaliði árið 2016.

Hjördís Rut Sigurjónsdóttir. Sérfræðingur hjá Nordregio. — Atvinnuhorfur og möguleikar Reykjaness í norrænum samanburði. Ari Eldjárn. — uppistand.

Samið við fjórar ungar og efnilegar Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur samið við fjóra leikmenn um að spila áfram með liðinu. Framlengt var við landsliðskonurnar Anitu Lind Daníelsdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur og samið var við tvíburasysturnar Kötlu og Írisi Þórðardætur. Anita á að baki 27 leiki og 7 mörk með meistaraflokksliði Keflavíkur og hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands. Hún hefur spilað 13 leiki með U17 og 4 leiki með U19, en Anita er 17 ára gömul. Sveindís Jane á að baki 25 leiki og heil 31

mörk fyrir meistaraflokk Keflavíkur. Auk þess hefur hún spilað með yngri landsliðunum, 7 leiki með U17 og 1 leik með U19 þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára gömul. Katla hefur spilað 20 leiki og Íris 19 með meistaraflokksliði Keflavíkur. „Eftir frábært gengi hjá stelpunum í sumar er stefnan bara sett upp á við, ætlunin er að spila í Pepsi deildinni að ári og einn af þeim liðum til þess að tryggja það er að halda þeim öllum á heimahögum,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Fundarstjóri er Berglind Kristinsdóttir. Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Heklunnar.

Öllum er heimill aðgangur Skráning fer fram á heklan.is.

heklan.is


Mundi

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

Afhverju tók bréfberinn ekki hnausþykkar Víkurfréttirnar og lamdi hundinn í hausinn?

Fæstir kusu forseta í Sandgerði

LOKAORÐ Ingu Birnu Ragnarsdóttur

Það sem þú veitir athygli vex Er aðeins hugsi yfir þessari gríðarlegu umræðu um jafnréttismál, trúið mér, ég er með stærstu réttlætiskennd sem fundin hefur verið upp en mér finnst umræðan í vestrænu samfélagi á frekar lágu plani og ekki alveg í takt við árið 2016. Jafnrétti er náttúrulega runnið af sama meiði og réttlæti og ætti þar af leiðandi að vera meðhöndlað á sama hátt. Vestrænt samfélag, það þróaðasta af öllum samfélögum er ennþá statt þar að konur þurfa að berjast fyrir því að ekki sé talað um þær á niðrandi hátt, að þær séu metnar á sama hátt og karlkynið og fái sömu umbun fyrir sömu verk. Ég vil fyrir alla muni berjast fyrir því að allir óháð kyni séu verðmetnir á sama hátt. Ég er hins vegar á því að ef umræðan er á þessu stigi sem hún er á í dag þá séum við ekki að stíga framfararskref í átt að jafnrétti kynjanna heldur að samþykkja að þessi umræða sé „eðlileg,“ því það sem þú veitir athygli vex og þessi umræða er orðin mjög „gömul frétt.“ Hér er ég kannski helst að vísa í slag Hillary Clinton við Donald Trump í forsetakosn-

ingunum í Bandaríkjunum. Að mínu viti hefði hún getað stýrt umræðunni á mun betri veg, komið sínum sjónarmiðum mun betur á framfæri og þannig náð mun betra forskoti á andstæðing sinn. Trump er eins og allir vita harðsvíraður „bisnessmaður,“ sem fær sínu framgengt með hvaða hætti sem er og trúið mér, hann kann markaðsfræði 101. „Öll athygi er góð, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð.“ Þetta er nú kannski ekki svo einfalt en við vitum öll að neikvæð athygli hefur oft þveröfug áhrif og við neytendur erum öll sek um að veita umræðu eða vöru athygli á jákvæðan hátt sem hefur fengið neikvæða umfjöllun. Ég fæ stundum á tilfinninguna að Trump sé með leikstjóra í þessari uppfærslu af forsetaframboði sínu, hann hafi beinlínis ákveðið að vera ögrandi. Hingað til hefur fylgi hans nefnilega aukist í réttu hlutfalli við þá neikvæðu athygli sem hann hefur fengið. Hér er ég alls ekki að samþykkja neitt af því sem Trump hefur sagt eða gert, en geri þær kröfur til Hillary sem konu að hún beini sjónum sínum að því hvernig hún sjái fyrir

K E F L AV Í K U R F L U G VÖ L L U R TILLÖGUR AÐ DEILISKIPULAGI - SAMRÁÐSFUNDUR

Isavia vinnur nú að gerð deiliskipulags fyrir vestur- og austursvæði Keflavíkurflugvallar. Tillögurnar liggja fyrir í drögum og kallar Isavia því eftir samráði við hagsmunaaðila svæðanna. Kynningarfundur og vinnustofa verður haldinn í Hljómahöll, þriðjudaginn 25. október klukkan 13.00-16.00. Þar verða drög að deiliskipulagstillögum kynnt og ábendingum þátttakenda safnað saman í vinnuhópum. Áhugasamir um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eru hvattir til þess að mæta á vinnufundinn. Óskað er eftir skráningum á netfangið skipulagsfulltrui@isavia.is Forkynning stendur yfir til 15. nóvember. Á meðan á forkynningartímabili stendur er hægt að senda ábendingar á skipulagsfulltrui@isavia.is Nánari upplýsingar um markmið og útfærslur deiliskipulagsins eru aðgengilegar á heimasíðu Isavia, www.isavia.is/skipulag

NÁNARI UPPLÝSINGAR www.isavia.is/skipulag

sér jafnrétti í sinni fullkomnustu mynd, ekki dvelja við og síst af öllu taka þátt í umræðunni á þessu plani. Það er öllum ljóst að umræðan í vestrænum heimi hefur litast af þessari umræðu og orðaskiptum milli frambjóðendanna tveggja. Í stað þess að láta verkin tala og taka því sem eðlilegum hlut að jafnrétti og réttlæti sé sjálfsagt, þá erum við að vekja athygli á ógeðfelldum athugasemdum sem Trump hefur látið falla og með því að taka mörg skref afturábak í jafnréttisbaráttunni án þess beinlínis að gera okkur grein fyrir því. Aðalatriðið er að jafnrétti kynjanna er barátta sem við höfum átt í löngu og ströngu sambandi við og munum eiga áfram, en fyrir alla muni reynum að samþykkja ekki þegar talað er niðrandi um konur eða að veita því athygli, frekar að snúa umræðunni okkur öllum í hag og gera það að umtalsefni hvert við viljum fara. Hvernig við sjáum jafnrétti kynjanna verða að veruleika í eitt skipti fyrir öll. Þetta er málefni sem skiptir okkur öll máli, ekki bara konur!

■■Grindvíkingar voru duglegastir á Suðurnesjum að mæta á kjörstað í forsetakosningunum í júní sl. Alls var kosningaþátttaka 72,4% í Grindavík. Versta kjörsóknin á Suðurnesjum var í Sandgerði þar sem 66,9% kosningabærra íbúa tóku þátt í kosningunni. Svona var þátttakan á Suðurnesjum: Grindavík 72,4% - Sandgerði 66,9% - Sveitarfélagið Garður 67,6% - Reykjanesbær 69,3% - Sveitarfélagið Vogar 69,5%

Hundur beit bréfbera ■■Hundur beit póstbera í umdæmi Lögreglunnar á Suðurnesjum í síðustu viku. Atvikið varð með þeim hætti að bréfberinn hafði sett póst inn um lúgu og var að ganga frá viðkomandi húsi þegar hundurinn slapp út. Hann beit starfsmanninn í hönd og fót. Póstberinn fór á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar og lögregla tilkynnti málið til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

Staðinn að verki við að stela sjónvarpi ■■Rúmlega þrítugur karlmaður var staðinn að verki þegar hann reyndi að stela sjónvarpi á hóteli í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á dögunum. Starfsmaður hótelsins kom að honum þar sem hann var búinn að taka sjónvarpið niður úr hillu í setustofu og draga það fram á gang sem liggur að neyðarútgangi. Þegar hann varð starfsmannsins var sleppti hann sjónvarpinu og hljóp út af hótelinu. Hinn óboðni gestur lét ekki staðan numið því í framhaldinu reyndi hann að fara inn í íbúð og bíla sem stóðu mannlausir. Lögregla hafði fljótlega upp á manninum. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla.

41 tbl 2016  

37. árg.

41 tbl 2016  

37. árg.

Advertisement