Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

Hringbraut 99 - 577 1150

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 3 0. JANÚAR 2 0 14 • 4. TÖ LU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R

Rokksafn Íslands opnar í mars H

önnun sýningar Poppm i nj a safns Íslands sem mun nú bera heitið Rokksafn Íslands/Iceland Rock Museum var kynnt fyrir menningarráði Reykjanesbæjar á dögunum. Gert er ráð fyrir að sýningin opni í mars í Hljómahöllinni. Í Hljómahöll verða samkomuhúsið Stapi, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og sýning á vegum Poppminjasafns Íslands. Menningarráð Reykjanesbæjar fagnar þessu nýja húsi, sem orðið getur einn af burðarásum menningarferðaþjónustu svæðisins og óskar bæjarbúum til hamingju með nýtt húsnæði fyrir tónlistarskólann.

Vöffluveisla á bóndadaginn! Byrlar stúlkum slævandi lyfi

V

egna atviks sem átti sér stað á skemmtistað í Reykjanesbæ um síðustu helgi, þegar ungri stúlku var byrlað ketamín, sem flokkast undir slævandi lyf, vill lögreglan á Suðurnesjum beina þeim tilmælum til gesta skemmtistaða í umdæminu að vera á varðbergi gagnvart slíku athæfi. L ögregla hefur undir höndum lýsingu á einstaklingi, sem grunaður er um verknaðinn og er hans nú leitað. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið á þessu stigi.

Konurnar sem starfa í viðhaldsskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli gerðu heldur betur vel við karlana í skýlinu á bóndadaginn. Risastór vöffluveisla var haldin þar sem boðið var upp á nýbakaðar vöfflur með sultu og rjóma. Það er árleg hefð á bóndadag að konurnar í skýlinu baki vöfflur fyrir karlana. Þeir mæta svo með konfekt og blóm í tengslum við konudaginn.

„Þetta eru svik við okkur“ - Ásmundur Friðriksson alþingismaður ósáttur við innanríkisráðherra og Vegagerðina „Ég er hugsi um framtíð samgangna á Suðurnesjum. Sú góða vinna sem sveitarstjórnarmenn og SSS hafa lagt í uppbyggingu almenningssamgangna á svæðinu, og hefur vakið athygli annarra héraðssambanda, er nú í uppnámi. Samningur sem Vegagerðin gerði við SSS og er til 7 ára hefur nú verið brotinn og svikinn af Vegagerðinni og Innanríkisráðuneytinu. Hryggjarstykkið í sam-

göngumálum á Suðurnesjum, „auðlindin“ okkar flugrútan, hefur verið af okkur tekin. Þetta eru svik við okkur og setur öll framtíðaráform SSS í uppnám. Þessi ákvörðun setur líka almenningssamgöngur í landinu í uppnám. Ég sem hélt að ráðherrann ætti að halda áfram að hlúa að því góða starfi sem sveitarfélögin um allt land hafa gert með uppbyggingu almenningssamgangna er nú ráðist gegn hagsmunum almennings,“ segir Ásmundur Friðriksson alþingismaður í viðtali við Víkurfréttir í dag. - Sjá nánar „Þingmaður og svarið er“ á síðu 7.

www.lyfja.is

Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ Betri kjör fyrir heldri borgara

Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ.

16%afsláttur

af lyfjum utan greiðsluþátttöku

12% afsláttur

af lausasölulyfjum og öðrum vörum

FÍTON / SÍA

Við stefnum að vellíðan. einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Lyfja Reykjanesbæ Krossmóa 4 Sími 421 6565

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19 laugard. 10–16 sunnud. 12–16


2

fimmtudagurinn 30. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

ÍBÚAVEFUR

Viltu hafa meiri áhrif á málefni og rekstur bæjarins? Ef svarið er já, þá er íbúavefurinn fyrir þig. Íbúavefur Reykjanesbæjar www.rnb.ibuavefur.is. Tjáðu þig þar sem það telur!

FORNSÖGUNÁMSKEIÐ BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR

Fornsögunámskeið um Gísla sögu Súrssonar hefst 4. febrúar n.k. ef næg þátttaka fæst. Þorvaldur Sigurðsson bókmenntaog íslenskufræðingur stýrir námskeiðinu sem verður á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 - 22:00 til 4. mars, samtals 5 skipti. Skráning í afgreiðslu safnsins eða með tölvupósti á bokasafn@reykjanesbaer.is.

LIST ÁN LANDAMÆRA LISTAHÁTÍÐ FJÖLBREYTILEIKANS

-fréttir

Frá undirritun fjárfestingarsamnings milli Algalíf og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. VF-myndir: Olga Björt Þórðardóttir

n Þrjátíu ný störf í þörungaverksmiðjunni Algalíf á Ásbrú:

GETA SELT ALLA FRAMLEIÐSLU SÍNA

L

íftæknifyrirtækið Algalíf byggir 7.500 fermetra örþörungaverksmiðju á Ásbrú og verður hún fullkláruð um mitt næsta ár. Skrifað var undir fjárfestingarsamning vegna verkefnisins milli Algalíf og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins á þriðjudag. Þegar starfa átta manns hjá fyrirtækinu og verður þeim fjölgað í febrúar og verða um 30 þegar verksmiðjan verður komin í fullan gang. Í verksmiðjunni verða ræktaðir örþörungar og úr þeim er unnið sterkt andoxunarefni sem notað er í fæðubótarefni og vítamínblöndur, auk þess að vera neytt í hylkjaformi. Verksmiðjan verður sú fullkomnasta sinnar gerðar í heiminum. Beinlínis skortur á vörunni „Það er beinlínis skortur á vörunni og það er erfitt að framleiða hana.

List án landamæra er Listahátíð sem haldin er á landsvísu einu sinni á ári. Þar er pláss fyrir alls konar fólk og alls konar atriði. List án landamæra á Suðurnesjum, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, leitar að atriðum og þátttakendum, til þátttöku í Viltu taka út fyrstu ordin „Þorrablót hátíðinni 2014 sem hefst 24. apríl 2014 og og stendur í Miðhúsum“ getur þúyfir bættí víð um tvær vikur. Listafólk, aðstandendur listafólks, listnemar, leiðbeinendur, gallerýrekendur, leikhússtjórar, tónleikahaldarar, forsetar, hugmyndasmiðir, smiðir og aðrir þeir sem áhuga hafa á að leggja hönd á plóg eru sérstaklega hvattir til að hafa samband. Áhugasamir hafi samband fyrir 5. febrúar á netfangið menningarfulltrui@reykjanesbaer.is eða í síma 863-4989.

pósturu vf@vf.is

Það er mjög þægileg staða að geta selt allt þú getur framleitt og meira til. Óvenjulega góð staða,“ segir Skarphéinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs. Þá segir hann staðsetninguna hafa fljótlega komið til greina en aðrir staðir, bæði hér innanlands og erlendis, hafi einnig verið til skoðunar. „Á endanum var stuðningur og jákvæðni hér í Reykjanesbæ það mikil að þetta varð svona tiltölulega augljós kostur fyrir okkur og við erum mjög ánægð með að vera hér.“

„Stuðningur og jákvæðni hér í Reykjanesbæ voru það mikil að þetta varð svona tiltölulega augljós kostur fyrir okkur“

TIL SÖLU

veitingarekstur á besta stað í Reykjanesbæ með nætursölu og bílalúgu. Áhugasamir sendið tölvupóst á r70@simnet.is

ÞORRABLÓT ELDRI BORGARA

Í MIÐHÚSUM FIMMTUDAGINN 6. FEBRÚAR Nú er komið að hinu árlega þorrablóti eldri borgara í Miðhúsum í Sandgerði. Harmonikkuleikarar leika undir söng og dansi Borðhald hefst kl. 18:00.Verð kr. 5000,- á mann. Skráning og upplýsingar í síma 866 8679 Skráning fyrir 3. febrúar

Hátæknistörf í nýjum og spennandi geira „Þetta eru hátæknistörf í nýjum, spennandi geira sem getur þróast út í stærra og meira ef allt gengur vel. Við gerðum hérna fjárfestingarsamning og ég skrifaði undir hann fyrir hönd ríkisins, sem veitir tilslakanir á opinberum gjöldum. Sveitarfélagið kemur líka inn í það til þess að greiða fyrir að þessi fjárfesting, sem við erum í samkeppni um við önnur lönd um, komi hingað,“ segir Ragheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Eins og forsvarsmenn fyrirtækisins hafi sagt þá er þessi staðsetning valin með tilliti til þess að hér er hreint vatn, nálægð við flugvöll og hæft starfsfólk. Ragnheiður Elín segist vera afar glöð með að þetta hafi gengið eftir og forsvarsmenn þessa fyrirtækis hafi ákveðið að setja þessa aðstöðu hér. „Ég var að ræða við þá starfsmenn sem eru þegar hér, sem eru matvælafræðingar og líffræðingar, þannig að þetta eru sérfræðistörf, vel launuð störf, sem er afar mikilvægt,“ segir Ragnheiður Elín.

Við erum í samkeppni við önnur lönd Sterkur kjarni og góð laun „Þetta er mikilvægt innlegg í jarðauðlindagarðinn sem við erum að skapa hér. Ef við skoðum Reykjanesið, gufuna, orkuna og sjóinn, þá er þetta mjög skemmtilegt innlegg þar í. Við erum að leggja áherslu á að störfin séu ekki bara einhver; það séu vel launuð störf,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Árni bætir við að hér sé að myndast mjög sterkur kjarni svona starfsemi og kosturinn við hana sé að þetta eru störf sem kalli á vísindamenn og eru vel launuð. „Ég heyri mikið af ungu fólki sem er einmitt að tala um það að það er að fara að mennta sig og hefur kannski að engu að koma þegar það kemur hingað aftur. Og hér eru tækifærin að myndast,“ segir Árni.

Þetta er líka mikilvægt innlegg í jarðauðlindagarðinn sem við erum að skapa hér


SIMPLY CLEVER

MEST SELDI B´LL BÍLL Á ÍSLANDI 2013

Nýr ŠKODA Octavia Combi Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) valdi ŠKODA Octavia bíl ársins á Íslandi 2014. Auk þess að vera sigurvegari í flokki stærri fólksbíla fékk ŠKODA Octavia hæstu einkunn af þeim níu bílum sem öttu kappi í lokaúrslitunum. Þessi úrslit ættu ekki að koma Octavia­eigendum á óvart, enda hefur það sýnt sig að ŠKODA Octavia er með allra hagkvæmustu, öruggustu, þægilegustu og sparneytnustu bílunum í sínum flokki. Það kemur því ekki á óvart að ŠKODA Octavia var mest seldi bíll á Íslandi árið 2013.

ŠKODA Octavia Combi kostar frá 3.970.000,-

Eyðsla frá 3,8 l/100 km

CO2 frá 99 g/km

Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Sími 420 3040 www.heklarnb.is

5 stjörnur í árekstrar­ prófunum EuroNcap


4

fimmtudagurinn 30. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Þúsundasti nemandinn útskrifaður af Háskólabrú Keilis

Guðbjörg, Ágústa, Álfhildur og Hafdís.

n Sameinuðust með starfsemi sína í Kjarna:

Útskriftarhópurinn sem var útskrifaður frá Keili sl. föstudag. Mynd: Oddgeir Karlsson

K

eilir útskrifaði 102 nemendur af fimm brautum 24. janúar síðastliðinn og hafa þá í allt 1.709 nemendur útskrifast frá skólanum síðan hann hóf störf árið 2007. Útskrifaðir voru nemendur af Háskólabrú, einkaþjálfaranámi, flugumferðarstjórn, flugþjónustu og atvinnuflugmannsnámi. Þau tímamót voru við þetta tækifæri að þúsundasti nemandinn útskrifaðist af Háskólabrú og féll sá heiður Valgerði Grétu Guðmundsdóttur. Fékk hún viðurkenningu frá Keili. Þá útskrifaðist Andrés Magnús Vilhjálmsson frá Verk- og raunvísindadeild með hæstu einkunn Háskólabrúar til þessa eða 9,56 í meðaleinkunn, og var hann jafnframt dúx. Aðrir dúxar voru sem hér segir: Jakob Þór Eiríksson í flugumferðarstjórn með 8,94 í einkunn, Jónas Hallgrímsson í atvinnuflugmannsnámi með 8,52 og Svana Ósk Jónsdóttir af flugþjónustubraut með 9,57 í meðaleinkunn. Icelandair, Flugfélag Íslands, ISAVIA og Ís-

landsbanki veittu dúxum deildanna viðurkenningar. Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis flutti ávarp og Valdimar Guðmundsson flutti tónlistaratriði ásamt Björgvini Ívari Baldurssyni gítarleikara. Ræðu útskriftarnema fyrir hönd Flugakademíu Keilis flutti Bylgja Sif Árnadóttir nemandi í flugumferðastjórn, og

Hilmar Bjarnason fyrir hönd Háskólabrúar. Árni Sigfússon, stjórnarformaður Keilis og bæjarstjóri í Reykjanesbæ, heiðraði þúsundasta útskrifaða nemandann á Háskólabrú. Útskriftin fór fram að viðstöddu fjölmenni í Andrews leikhúsinu á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Árni Sigfússon stjórnarformaður Keilis, Andrés Magnús Vilhjálmsson frá Verk- og raunvísindadeild með hæstu einkunn Háskólabrúar til þessa eða 9,56 í meðaleinkunn, og var hann jafnframt dúx, Valgerður Gréta Guðmundsdóttir, sem er nemandi nr. 1000 frá Háskólabrú og Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

UPPGJÖR & BÓKHALD

Fjölbreytt dekur á einum stað „Þetta er draumur sem við erum búnar að ganga með í mörg ár. Hafdís var búin að vera með stofu í þessum hluta Kjarnans og var bara ein þar. Svo stóð til að Álfhildur nuddari kæmi og yrði með Hafdísi en af því varð ekki. Vorum búnar að pæla í þessu og leita að staðsetningu og féllum fyrir þessu strax þegar Bergþóra stakk upp á þessari staðsetningu og við féllum strax fyrir henni. Svo kom Guðbjörg inn í þetta og þá gátum við farið að gera tilboð og láta drauminn rætast,“ segir Ágústa Hildur Gizurardóttir, jógakennari, jógaþerapisti og einn af stofnendum fyrirtækis sem bjóða mun upp á fjölbreytta þjónustu margra aðila á einum stað. Ásamt Ágústu standa að þessu þær Hafdís Lúðvíksdóttir, snyrti- og förðunarfræðingur, Álfhildur Guðlaugsdóttir, heilsunuddari og Guðbjörg Óskarsdóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Fimra fingra.

Blönduð þjónusta stórs hóps Stöllurnar fengu húsnæðið afhent um áramótin og er heilmikið búið að gera síðan, m.a. setja upp tvo veggi og lagfæra aðeins herbergin þar sem áður voru skrifstofur Landsbankans. „Við erum

komnar í Kjarna bæjarins, hér eru næg bílastæði og bæjarbúar þekkja bygginguna,“ segir Ágústa. Ferlið hafi gengið allt mjög vel, eftirspurn er mikil og eflaust hjálpi til að hægt er að nálgast þessa fjölbreyttu þjónustu á einum stað. „Það hefur stoppað mann þegar maður hefur ætlað að fara í einhvers konar þjónustu að þurfa að fá meðmæli með einhverjum og nálgast hann. Hér er þetta allt á einum stað og hægt að fá blandaða þjónustu og koma út sem ný manneskja,“ segir Ágústa og brosir. Vantar gott nafn á staðinn Þá verður jógasalurinn einnig nýttur og leigður úr fyrir fyrirlestra, fundi og annað. Helgarnar verða nánast alveg lausar og flestöll kvöld. „Svo verðum við í samvinnu við Vocal um léttan hádegisverð og ætlum að vera með hráfæði. Það vantar slíkt hér á svæðið.“ Laugardaginn 8. febrúar verður opnunarhátíð staðarins og eina sem vantar núna er gott nafn á starfsemina. Hér með er auglýst eftir tillögum að nafni og verða glæsileg verðlaun í boði. Tillögurnar er hægt að koma á framfæri á Facebook síðunum „Jóga með Ágústu Gizurar“ eða „Carisma snyrtistofa“.

Fast verð í launavinnslu Meðhöndlun launaupplýsinga er viðkvæmt mál og flækjurnar við útreikninga geta verið miklar. Settu launavinnsluna í traustar hendur fagfólks. Hafðu samband við Lilju í síma 545 6057 og fáðu fast verð í þína launaútreikninga. kpmg.is

Aðalheiður Guðrún Halldórsdóttir naglafræðingur Linda Jósefsdóttir fótaaðgerðafræðingur

Dagbjört Magnúsdóttir heilari og hugleiðsla

Elsa Lára Arnardóttir sjúkranuddari

Margrét Knútsdóttir meðgöngu- og krílajógakennari

Bjarnrún Tómasdóttir svæðanuddari

Lovísa Rut Ólafsdóttir jógakennari

Jóhanna Sigurjónsdóttir svæðanuddari og Pilates-kennari

Carla Evans jógakennari

Margrét Magnúsdóttir regndropaþerapisti og svæðanuddari

Bryndís Kjartansdóttir jógakennari


Markhönnun ehf

Kræsingar & kostakjör

-30%

LambahryGGur

fjaLLaLamb -frosinn

1.599

Lambaprime

-28%

áður 2.284 kr/kG

hvítLauk&rosmarin

2.699 áður 3.749 kr/kG

pítubuff

6 stk m/brauði

959

-100kr

áður 1.199 kr/pk

nn

iku rv

vínber Græn

449

áður 898 kr/kG

! ar

áður 1.979 kr/kG

179 áður 279 kr/stk

-50%

u xt

danskar

ö áv

-30% 1.385

svínaLundir

chia bia

stykki - ný vara

ðá ka ba m

nu

ð sta

-46%

Margarita

ananassafi 1L co-operative

129 áður 239 kr/stk

-50% 180/199 pizzstykki

bakað á staðnum

Salami

áður 359/398 kr/stk

-500kr

utz

ostakúLur

799

-72%

áður 1.299 kr/stk

Tilboðin gilda 30. jan - 2. feb 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

GaLaxy

cookie crumbLe

98 áður 349 kr/stk


6

fimmtudagurinn 30. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf

Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson // hilmar@vf.is // Texti: Olga Björt Þórðardóttir // olgabjort@vf.is

Páll Ketilsson skrifar

Menntunarstig á flugi á Suðurnesjum

Það er aldeilis frábært hvernig menntunarstig Suðurnesjamanna stígur upp þessi dægrin. Fleiri sækja nú háskólanám eða annað framhaldsnám og fleiri fá tækifæri til þess. Fólk sem í raun eru brottfallsnemendur en fengu annað tækifæri í lífinu eru hluti þess góða hóps. Fólk sem hefur náð sér í stúdentshúfu hjá Keili á Ásbrú. Þúsundasta húfan fór á höfuð nemanda í síðustu viku. Fjarnámsnemendur skipa þann hóp fyrst og fremst, en fólk af öllu landinu getur nýtt sér frábæra fjarnámstækni (með speglaðri kennslu). Háskólabrú Keilis á Ásbrú gerir fólki kleift að opna sér braut inn í háskólanám eða annað framhaldsnám, eða bara til að klára stúdentinn. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem lýkur námi á Háskólabrú heldur þó áfram námi í háskóla. Auk Háskólabrúarinnar hafa rúmlega sjö hundruð aðrir lokið öðru námi frá Keili frá því hann hóf starfsemi árið 2007. Það er oft sagt að þegar einar dyr lokist opnist aðrar og það á við í tilfelli Keilis því hann varð að veruleika þegar Varnarliðið fór með manni og mús. Varnarliðið og sjávarútvegur voru stærstu atvinnurekendur á Suðurnesjum frá alda öðli eða þar til fór að molna undir fisknum með tilkomu kvótakerfis og herstöðinni var lokað á Keflavíkurflugvelli fyrir nokkrum árum síðan. Í hálfa öld var atvinna í boði hjá Varnarliðinu þar sem boðið var hærra kaup en annars staðar auk þess sem lítillar eða engrar menntunar var krafist. Suðurnesjakarlar fóru á sjóinn og konur í frystihúsin. Langflest fóru ekki í framhalds- eða háskóla. Þetta eru tvær stærstu ástæður fyrir því að lægra menntunarstig hefur verið á Suðurnesjum. Tilkoma Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafði auðvitað gríðarmikið að segja í skóla- og menntunarmálum Suðurnesjamanna og hefur enn. Uppbygging háskólasamfélags á Ásbrú hefur einnig mikil og jákvæð áhrif á svæðið. Við höfum sagt frá því að fjölmargir starfsmenn og nemendur frá Flugakademíu Keilis hafi fengið góð störf í fluggeiranum. Mikil sókn er í flugnám hjá Keili og flugvélaflotinn að stækka. Sama er uppi á teningnum í öðrum námsgreinum hjá Keili. Mikil ásókn og góður gangur. Það er því hægt að taka undir orð í auglýsingu frá Ásbrú að svæðið sé sannkallaður suðupottur tækifæra. Ekki aðeins í skólamálum heldur og í nýsköpun og í blaðinu er t.d. sagt frá einu slíku fyrirtæki, þörungaverksmiðjunni Algalíf. Það nýtir eina af mörgum byggingum sem Varnarliðið skildi eftir þegar það fór af landi brott. Í dag er stærsti atvinnurekandinn á Suðurnesjum ferðaþjónustan og flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þangað sogast fólk í alls kyns störf, m.a. þar sem háskólamenntunar er krafist en einnig eru í boði störf fyrir minna menntað fólk. Nýjum fyrirtækjum í kringum flugstöðina fjölgar stöðugt. Þetta er okkar stóriðja sem komið hefur okkur til bjargar eftir brotthvarf Varnarliðsins og bankahrun. Stóriðju sem spáð er áframhaldandi stækkun á næstu árum með tilheyrandi tækifærum fyrir Suðurnesjamenn.

Krabbameinsfélagið með dagskrá á þriðjudögum í vetur K

rabbameinsfélag Suðurnesja stendur fyrir dagskrá í vetur fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Skrifstofa félagsins er að Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ (í húsi Rauða krossins) og er opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 12 – 16. Síminn er 4216363 og vefslóðin www.krabb.is/ sudurnes, en einnig má finna þau á Facebook. Svarað er í símann á öðrum tímum ef erindið er brýnt. Á skrifstofunni er veitt ráðgjöf og hægt er að nálgast bæklinga og annað fræðsluefni sem tengist krabbameinum. Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur starfar hjá félaginu og hægt er að fá viðtalstíma hjá henni eftir þörfum. Á opnunartíma er alltaf heitt kaffi á könnunni. Minningarkort eru til sölu á skrifstofunni og einnig í Lyfju í Krossmóa, Lyfjum og heilsu á Suðurgötu, í Pósthúsinu í Reykjansebæ og í Pósthúsinu í Garðinum. Í vetur og fram á vor verður opið hús fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl 19:30 – 21:00. Þetta er fyrst og fremst hugsað fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra til að hittast og eiga góða stund saman en við munum einnig fá til okkar góða fyrirlesara.

Fyrirlesari er Anna Lóa Ólafsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og stofnandi Hamingjuhornsins. Erindi hennar er um hamingjuna og lífið. Þriðudaginn 4. mars kl 19:30 – 21:00. Kaffi, spjall og huggulegheit. Upplagt að koma með handavinnu. Þriðjudaginn 11. mars kl 19:30 – 21:00. Fyrirlesari er Ásdís Ragna Einarsdóttir, grasalæknir BSC. Erindi hennar er um nátturúlegar leiðir til heilsusamlegrar uppbyggingar. Þriðjudaginn 1. apríl kl 19:30 – 22:00. Fyrirlesari er Helga Birgisdóttir. Gegga/Helga Birgisdóttir er hress listakona, skapari og brosari! Hún hefur sótt fjölda námskeiða í andlegum (spiritual) fræðum. Erindi Geggu heitir Smiler getur öllu breytt. Stofnaður hefur verið gönguhópur. Gengið er frá Sundmiðstöðinni á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:00. Markmið hópsins er að auka þrek og þol og geta tekið þátt í hinu árlega kvennahlaupi í júní nk.

Dagskráin til vors: Þriðjudaginn 4. febrúar kl 19:30 – 21:00.

vf.is

SÍMI 421 0000

Grétar Sigurbjörnsson hefur verið hafnarvörður í Sandgerði í fimm ár og man ekki eftir öðru eins. Stór hluti tekna hjá höfninni séu aðkomubátar sem landi þar því kvóti sé ekki stór hjá Sandgerðisbátum.

n Mikil bræla frá því í haust erfið fyrir Sandgerðishöfn:

Höfnin byggir alla afkomu sína á minni bátum „Það hefur ekki verið hægt að róa neitt að ráði í langan tíma fyrr en síðustu 10 daga. Óvenjulega erfið tíð hefur verið síðan í haust. Það komu aldrei þessar hauststillur þar sem róið er kannski í þrjá til fjóra daga í einu og svo bræla,“ segir Grétar Sigurbjörnsson, verkefnastjóri Sandgerðishafnar, í samtali við Víkurfréttir. Hann segir ekki gott hljóð hafa verið í trillusjómönnunum, sérstaklega frá því í haust. „Við tökum ekki fram fyrir hendurnar á máttarvöldunum. Línubátarnir voru að skjótast út á milli lægða og róa bara grunnt og í land aftur.“

arar sem eiga sinn dag einu sinni í mánuði. Höfnin hér byggir alla afkomu sína á minni bátum.“

Bátar ílengdust fyrir norðan Þá segir Grétar segir mynstrið orðið breytt hjá þessum minni bátum. Þeir séu kannski sex mánuði burtu úr heimahöfn. „Menn eru farnir að elta fiskinn út um allt land. Bátar hafa verið að róa fyrir norðan yfir sumartímann og komið hingað til mín í nóvember. Þeir ílengdust bæði fyrir norðan og austan. Núna voru þeir meira og minna fluttir yfir Holtavörðuheiðina til Akraness á vörubílum því þeir komust ekki fyrir Vestfirðina. Mikill kostnaður felst í flutningi og svo þarf stóra krana til að hífa þá upp á bílana,“ segir Grétar.

Um leið og loðnan kemur hér sópast hingað færabátar víða af á landinu

Lönduðu í Keflavík í staðinn Grétar segir að með tilkomu kvótans taki menn ekki ákvarðanir með að róa í vitlausum veðrum, það hafi breyst. En auðvitað geti menn alltaf freistast til þess, þetta sé atvinna þeirra. „Hérna í Sandgerði var mikið minni afli en haustin áður. Þetta hefur mikil áhrif hér því togararnir koma þá ekkert inn hér þegar það er brælutíð. Þeir fóru inn í Keflavík í hörðustu vestanáttunum í stað þess að landa hér.“ Mikil smábátaútgerð sé í Sandgerði og trúlega með þeim stærstu á landinu er varðar smábáta, sem komast ekki á sjó í svona tíð. Stærri skip í Grindavík Einnig segir Grétar þetta hafa gríðarleg áhrif fyrir hafnirnar sem slíkar. „Það koma engar tekjur inn á hafnirnar þegar svona er. „Í höfninni hjá okkur eru oftast í nóvember og desember verið stórir mánuðir og mikið af bátum en tíðin var bara þannig að það var svo ríkjandi vestanáttin sem er versta áttin hér og í Grindavík. Munurinn á Sandgerði og Grindavík er svo sá að útgerðirnar og skipin eru miklu stærri í Grindavík og ólík útgerðarmynstur. Stórir línubátar landa þar einu sinni í viku og róa í öllum veðrum og stórir frystitog-

Skrautlegt hjá Nesfiski Grétar hefur verið hafnarvörður í Sandgerði í fimm ár og man ekki eftir öðru eins. Stór hluti tekna hjá höfninni séu aðkomubátar sem landi þar því kvóti sé ekki stór hjá Sandgerðisbátum. „Nesfiskur er stór þáttur í rekstri Sandgerðishafnar sem er með stóra flota en þeir eru með litla báta líka og síðasti báturinn kom 10. janúar og var fluttur á bíl. Búið að vera skrautlegt hjá þeim.“ Bjartsýnir í eðli sínu Grétar tekur þó fram að góð veiði og tíð séu búin að vera síðan 10. janúar. „Það hefur verið að lyftast brúnin á mönnum og þeir gleyma leiðindunum um sinn. Svo er besti tíminn eftir á línu. Um leið og loðnan kemur hér sópast hingað færabátar víða af á landinu.“ Svæðið úti fyrir Sandgerði sé mjög gjöfult og stutt og róa á mið. „Við verðum að líta björtum augum á bjartari tíma og vera bjartsýnir. Það er í eðli okkar, “ segir Grétar og lokum.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


7

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 30. janúar 2014

-fréttir

Það verða litlar framfarir í samfélaginu ef við lítum ekki til framtíðar

pósturu vf@vf.is

Stefanía stýrir bókasafninu - 15% fækkun útlána

ÞINGMAÐUR OG SVARIÐ ER S

uðurnesjamenn hafa aldrei áður átt eins marga fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Af þingmönnum Suðurkjördæmis eru sjö búsettir á Suðurnesjum og þá er einn þeirra jafnframt með ráðherraembætti. Í vetur ætlum við hjá Víkurfréttum að fylgjast vel með störfum þingmanna okkar og spyrja þá reglulega út í málefni sem tengjast Suðurnesjum á einn eða annan hátt. Við viljum einnig gefa lesendum kost á að senda inn spurningar sem við vinnum úr og berum undir þingmenn svæðisins. Spurningar má senda á vf@vf.is

Að þessu sinni situr Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokks fyrir svörum.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur fengið glæsilegan mótorfák í sína þjónustu.

Nýr 150 hestafla mótorfákur til lögreglunnar

RÍKUR VILJI TIL AÐ R REKA ÖFLUGAR HÉRAÐSSAMGÖNGUR

Það verða litlar framfarir í samfélaginu ef við lítum ekki til framtíðar og skoðum hvernig við getum náð betri árangri og aukið þjónustuna við íbúa og fjölda ferðamanna sem fara um Keflavíkurflugvöll. Án þess að hafa kafað í málið eða kynnt mér rekstrargrundvöll farþegalestar er ljóst að kostnaðurinn er mikill. Ég hef heyrt um og séð hugmyndir um lagningu teina (brautar) Frá Keflavíkurflugvelli að Straumi og þaðan fari lestin í stokk og göng inn í Reykjavík. Það væri ótrúlegt fyrir okkur Suðurnesjamenn að komast til höfuðborgarinnar á 15-20 mín og geta hoppað upp í strætó og vera komin til vinnu á 30-35 mín. En enn er kostnaðurinn að koma upp í hugann. Í hugmyndavinnu um samgöngur hefur komið fram að lágmarksfjöldi þjóðarinnar verði að vera um 500.000 manns til að kostnaðurinn verði verjanlegur. Það hefur þó aldrei mér vitandi verið reiknaður allur

sparnaður og þjóðhagslegur „arður“ af slíkri framkvæmd. .Hvað sparast mikið í kostnaði við bílaflotann, eldsneyti og rekstur bifreiða. Færri slys og styttri tími í ferðalög eru líka verðmæti sem þarf að skoða. Ég er auðvitað spenntur fyrir hugmyndinni en þá kemur að því hver vill borga. Geti menn reiknað arðsemi af slíkri framkvæmd opnast ýmsir möguleikar. Það þarf öfluga aðila sem hafa fjármagn til að undirbúa og gera rekstrar- og kostnaðaráætlanir fyrir slíka lest. Þeir eru til, spurning um áhuga eða þor? Ég er hugsi um framtíð samgangna á Suðurnesjum. Sú góða vinna sem sveitarstjórnarmenn og SSS hafa lagt í uppbyggingu almenningssamgangna á svæðinu, og hefur vakið athygli annarra héraðssambanda, er nú í uppnámi. Samningur sem Vegagerðin gerði við SSS og er til 7 ára hefur nú verið brotinn og svikinn af Vegagerðinni og Innanríkisráðuneytinu. Hryggjarstykkið í samgöngumálum á Suðurnesjum, „auðlindin“ okkar flugrútan, hefur verið af okkur tekin. Með bréfi 19. desember sl. tilkynnti Vegagerðin SSS að hún hafi ákveðið að flugrútan verði ekki lengur hluti af samgönguneti Suðurnesja og þar muni ríkja frjáls samkeppni. Þetta eru svik við okkur og setur öll framtíðaráform SSS í uppnám. Þessi ákvörðun setur líka almenningssamgöngur í landinu í uppnám. Ég sem hélt að ráðherrann ætti að halda áfram að hlúa að því góða starfi sem sveitarfélögin um allt land hafa gert með uppbyggingu almenningssamgangna er nú ráðist gegn hagsmunum almennings. Á meðan svo er mun draumur um bættar almenningssamgöngur ekki fá byr undir báða vængi og draumar um lest týnast í þokunni. Ásmundur Friðriksson alþingismaður

Nýju bifhjólin eru af gerðinni Yamaha FJR-1300, þau vega um 290 kg og eru 150 hestöfl. Meðal annars er nýja bifhjólið búið tækjum til radarmælinga auk upptökubúnaðar. Það er með ABS-hemlakerfi, stöðugleikabúnaði og nýjum forgangsbúnaði. Það ætti því að nýtast betur í baráttunni gegn hraðakstri, ekki síst bifhjólamanna.

Gestum Duushúsa fækkaði um 6% u Gestum Duushúsa í Reykjanesbæ fækkaði um 6% á milli ára og komu alls 34.684 gestir í safnið árið 2013. Helstu ástæður má rekja til þess að færri tónleikar voru í húsinu og einnig var minna um fundi og ráðstefnur. Á sama tíma varð hins vegar 30% aukning á erlendum ferða-

mönnum. Þeir voru 1.812 árið 2012 en 2.493 í fyrra og einnig var mikil fjölgun á nemendaheimsóknum. Framkvæmdastjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar bendir á að gestafjöldi Duushúsa er enn margfalt hærri en gengur og gerist hjá sambærilegum söfnum.

Mikil fjölgun gesta í Víkingaheima uGestum Víkingaheima fjölgar nú með hverju árinu og hefur frá árinu 2011 fjölgað um 145% og eru nú komnir upp í 20.803. Stærsti hópurinn eru erlendir gestir eða 13.706 og flestir koma í safnið frá maí til septembe

PIPAR\TBWA • SÍA • 132503

.Hvað finnst þér um mögulega háhraðalestar á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur? Hvaða áhrif mun hún hugsanlega hafa á svæðið? Þetta er stórskemmtileg hugmynd og allra góðra gjalda verð. Ég þekki vel til í samgöngumálum á Suðurnesjum. Hef unnið við skipulagningu þeirra óslitið frá árinu 2007. Hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum er ríkur vilji til að reka öflugar héraðssamgöngur og ekki síður hefur verið unnið markvisst að þéttu áætlunarneti til höfuðborgarinnar. Í því sambandi hefur „flugrútan“ verið hluti af samgöngukerfinu. Í allri vinnu við eflingu samgangna hefur hugmyndin um farþegalest skotið upp kollinum. Framsýnir menn og konur hafa komið fram með tillögur um farþegalest og síðast var góður maður, Runólfur Ágústsson, með þessa hugmynd og komin nokkuð langt með hana.

íkislögreglustjóri afhenti nýtt og glæsilegt bifhjól til lögreglustjórans á Suðurnesjum í síðustu viku. Bifhjólið er hið glæsilegasta, af gerðinni Yamaha FRJ-1300 og mjög vel tækjum búið. Þetta vel útbúna bifhjól á án efa eftir að nýtast vel í þeim verkefnum sem lögreglan á Suðurnesjum kemur að.

uAuk hefðbundinna verkefna sem menningar-, upplýsinga-, þekkingar- og samverusetur verður stærsta verkefni ársins að aðlaga Bókasafn Reykjanesbæjar nýju húsnæði og kynna safnið fyrir bæjarbúum. Nýr forstöðumaður hefur verið ráðinn til safnsins en Stefanía Gunnarsdóttir hefur tekið við safninu af Huldu Þorkelsdóttur. 15% fækkun varð á útlánum á milli áranna 2012 og 2013 hjá Bókasafni Reykjanesbæjar. Árið 2013 voru útlánin alls 86.598. Nokkrar ástæður geta legið til þessa s.s. að bókasafnið var lokað allan maí og fram í júní vegna flutnings. Forstöðumaður benti á það á fundi menningarráðs Reykjanesbæjar nýverið að sambærileg lækkun virðist vera annars staðar á landinu.

Öflug fjáröflun fyrir hópinn Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins

Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

Skeifunni 11 | Sími 515 1100

www.rekstrarland.is


8

fimmtudagurinn 30. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

AÐALFUNDUR

-mannlíf

pósturu eythor@vf.is

Verður haldinn fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20:00 í Sjálfstæðishúsinu, Hólagötu 15, Njarðvík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Gestur fundarins: Árni Sigfússon, bæjarstjóri. Stjórnin

700 gestir á þorrablóti í Garði

S

Sjálfstæðisfélagið Njarðvíkingur

AÐALFUNDUR verður haldinn þann 5. febrúar í Sjálfstæðishúsinu Holtsgötu í Njarðvík og hefst fundurinn kl. 20:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Fundarstjóri: Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar

Gestur fundarins: Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður, formaður allsherjarnefndar alþingis.

Sjálfstæðisfélag Keflavíkur

SPARIDAGAR fyrir eldri borgara á Örkinni 6. - 11. apríl 2014

Verð: kr. 44.000.- á mann í tveggja manna herbergi, aukagreiðsla fyrir einsmanns herbergi kr. 6000.Örkin býður fría rútu frá Nesvöllum kl. 14:00 og tilbaka kl. 12:00. Áríðandi að láta vita við skráningu en ekki seinna en 1. apríl 2014. Ath! skráning hefst 31. janúar eftir kl. 12:00 hjá Oddnýju 421 2474 og 695 9474, Jórunni 423 7601, Brynju 422 7177 og 849 6284, Guðlaugur 897 5217, Kristín 895 1898, Lella 4212177 og 861 8133. Áríðandi að láta vita ef hætt er við.

Tenerifefarar mynda- og upplýsingafundur á Nesvöllum 5. febrúar kl 16:30.

jö hundruð manns mættu á Þorrablót Suðurnesjamanna sem haldið var í Garði á laugardagskvöld. Það eru Björgunarsveitin Ægir og Knattspyrnufélagið Víðir sem standa að

þorrablótinu sem nú var haldið í fimmta sinn. Ljósmyndari Víkurfrétta var á staðnum og smellti myndum af þorrablótsgestum. Á vef Víkurfrétta, vf.is, eru jafnframt vel á annað hundrað myndir

frá þorrablótinu en m.a. munu fleiri myndir frá þessu þorrablótskvöldi bætast í myndasafn þar í dag, fimmtudag.


9

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 30. janúar 2014

-fréttir

pósturu vf@vf.is

KRÍA/KLETTUR/MÝ í Listasafni Reykjanesbæjar S

ýning á nýjum verkum Svövu Björnsdóttur, myndlistarmanns, var opnuð í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum um liðna helgi. Fyrir sýninguna í Listasafni Reykjanesbæjar setti Svava saman innsetningu sem hún nefnir KRÍA/ KLETTUR/MÝ, og er tilraun til að skapa samnefnara fyrir ákveðna náttúruinnlifun. Og þó að þessi innlifun sé ekki bein endurspeglun aðstæðna hér í Keflavík, er eflaust

margt í henni sem Suðurnesjabúar kannast við. Sýningin er opin alla daga vikunnar og aðgangur er ókeypis.

40 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar 10. apríl u Grindavíkurbær fagnar 40 ára kaupstaðarfmæli fimmtudaginn 10. apríl nk. Verið er að leggja drög að dagskrá þar sem höfðað verður til allra aldurshópa á afmælisdaginn. Hátíðarfundur verður í bæjarstjórn og afmælishátíð í Hópsskóla. Þá verður íþróttaafmælisfjör í íþróttahúsinu fyrir 3 - 8 ára, diskótek fyrir 4.-6. bekk, skemmtun fyrir 7.-10. bekk og sér skemmtun fyrir 16 ára og eldri ásamt ýmsu fleira. Fyrirtæki og stofnanir í Grindavík eru hvött til þess að vera með opin hús og uppákomur í tilefni afmælisdagsins 10. apríl.

Bryggjuhúsið opnar fjóra sýningarsali í vor

1 4 - 0 1 8 5 - H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

u St arfs em i D uushús a í Reykjanesbæ verður með svipuðu sniði í ár og síðustu ár. Þó verður mun meira sýningarrými opnað á árinu. Stærsta breytingin í ár verður að Bryggjuhúsið opnar 31. maí með sína fjóra sýningarsali á þremur hæðum og fjölgar sýningum og viðburðum í takt við það. Í Duushúsum eru sýningar, tónleikar, fyrirlestrar o.fl. menningarviðburðir.

-helgin

mín

pósturu eythor@vf.is

Bíó og bakstur um helgar - gott að fara til ömmu í pönnsur

H

in tvítuga Keflavíkurmær Anna Katrín Gísladóttir starfar á skrifstofu þjónustudeildar Icelandair technical service en samhliða er hún í píanónámi á framhaldsstigi. Hún ætlar sér svo að sækja háskóla í haust. Áhugamál Katrínar eru af ýmsum toga en helst má þar nefna píanó, fimleika, hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl. „Ég get alveg gleymt mér tímunum saman inná heilsusíðunum. Ég hef einnig mikinn áhuga á körfubolta.“ Við fengum Önnu til þess að segja okkur frá því sem hún tekur sér fyrir hendur um helgar. Hver er hin fullkomna helgi í hennar augum? „Ég er algjör B manneskja og finnst rosalega gott að sofa út. Ég myndi byrja daginn eins og aðra daga á grænu boozti sem ég er alveg sjúk í. Mér þykir mjög gaman að hjóla svo ég myndi pottþétt taka hjólreiðatúr um bæinn og enda svo í sundi. Svo er alltaf jafn skemmtilegt að fá boð frá ömmu í pönnsur. Leiðinni væri svo haldið í höfuðborgina að borðað á veitingastaðnum Gló en hann er í

miklu uppáhaldi hjá mér og mjög fúlt að ekki sé hægt að sækja neinn heilsumatsölustað hér í Reykjanesbæ! Eftir matinn er svo farið uppí bústað hjá ömmu og afa fyrir austan fjall og þá er ekkert skemmtilegra en að spila með góðu fólki og borða Doritos og salsa.“ Er eitthvað sérstakt sem þú leyfir þér um helgar? Eitt af því skemmtilegra sem ég geri er að fara í bíó á virkilega góða mynd sem fær helst yfir 8 í einkunn á vefsíðunni IMDB, svo ég nýti gjarnan tækifærið og fer í bíó um helgar. Ég fer stundum á fínni veitingastaði um helgar en ég er mjög hrifin af veitingastaðnum Ítalía, svo auðvitað freistast maður í 50% afslátt af nammibarnum á Ungó. Hvað gerir þú um helgar sem þú gerir ekki á virkum dögum? „Mér finnst mjög gaman að því að baka svo oftar en ekki eru prufaðar nýjar uppskriftir og skellt í eitthvað gómsætt,“ segir Anna Katrín að lokum.

Garður endurnýjar vefsíðu S

veitarfélagið Garður hefur opnað nýja og endurbætta vefsíðu sveitarfélagsins. Hugbúnaðarfyrirtækið Hvítur ehf. sá um framleiðslu á vefnum í samstarfi við Garð en Brynja Kristjánsdóttir var verkefnastjóri fyrir hönd sveitarfélagsins. Myndefni og myndaval var í höndum Guðmundar Magnússonar kvikmyndagerðamanns, ásamt því að skrifa og endurvinna texta. http://svgardur.is/

Spennandi störf á Keflavíkurflugvelli Isavia leitar að öflugum starfsmönnum með mikla færni í samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /

DEILDARSTJÓRI ÞJÓNUSTU

ÞJÓNUSTUSTJÓRI KEF - PARKING

Meðal verkefna eru: • Daglegur rekstur á flugverndarþjónustu og farþegaþjónustu hjá Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar • Ábyrgð á að öryggisleit og þjónusta sé samkvæmt öryggis- og þjónustumarkmiðum • Hönnun og viðhald á öryggis-, flugverndar-, vinnu- og þjónustuferlum • Gerð rekstraráætlana og rekstrargreininga fyrir þjónustudeild

Meðal verkefna eru: • Daglegur rekstur á bílastæðaþjónustu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar • Halda utan um og ganga frá reikningsviðskiptum • Daglegt uppgjör og utanumhald á reikningsviðskiptum • Samskipti við þjónustuveitendur og undirverktaka • Umsýsla athugasemda vegna þjónustu og samskipti við viðskiptavini • Umsjón með vefsíðu KEF Parking og markaðsmál • Vaktaskrá og önnur dagleg starfsmannamál

Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði viðskipta, reksturs, þjónustu eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af stjórnunarstörfum er nauðsynleg • Reynsla eða menntun á sviði öryggis eða þjónustu nauðsynleg • Reynsla í rekstri og þekking á gerð rekstraráætlana er nauðsynleg • Góð íslensku- og enskukunnáttu bæði í töluðu og rituðu máli ásamt góðri tölvukunnáttu

Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði viðskipta, reksturs, þjónustu eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af stjórnunarstörfum er nauðsynleg • Reynsla í rekstri og þekking á gerð rekstraráætlana er nauðsynleg • Góð íslensku- og enskukunnáttu bæði í töluðu og rituðu máli ásamt góðri tölvukunnáttu

Nánari upplýsingar fást hjá Þóri Þorvarðarsyni, thorir@hagvangur.is . Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar. Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 850 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.


10

fimmtudagurinn 30. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

- fréttaskýring // Náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum Suðurnesjum

ÞAR SEM HJÖRTU SKÓLANNA SLÁ Náms- og starfsráðgjafar sinna afar mikilvægu starfi í samfélagi okkar, meðal annars innan skólakerfisins. Með því að ræða við þá gefast tækifæri til að skoða og meta eigin stöðu, til dæmis áhuga og hæfni, átta sig á hvaða möguleikar eru í boði og gera áætlun um hvert skal stefna. Að mati náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum á Suðurnesjum hefur áhersla breyst á undanförnum áratug úr því að vera það sem lögverndað starfsheiti þeirra gefur til kynna yfir í viðtöl vegna líðan skólabarna. Í sumum tilfellum hafa ofbeldismál á heimilum eða vitneskja um slæmt bakland komið fyrst í ljós í slíkum viðtölum. Olga Björt hitti þau sem sinna þessu starfi í grunnskólunum og ræddi við þau um afar fjölbreytt verkefni sem þau fást við og það sem skiptir þau mestu máli, velferð barnanna. Fjallað verður um þetta í þessu tölublaði og næstu blöðum.

n Fjölbreytt starf og ýmislegt sem kemur á borð:

Virkjum áhugahvöt og finnum styrkleika Þorvarður Guðmundsson hefur kennt við Myllubakkaskóla undanfarin fimm ár og sinnt starfi námsráðgjafa við skólann síðan í haust í hlutastarfi samhliða dönskukennslu. Verkefnum námsráðgjafa hefur verið dreift á fleiri en Þorvarð til þess að mæta þörfum nemenda sem best.

Koma og ræða málin „Ég hef til dæmis séð um viðtöl vegna vanlíðunar, námsframmistöðu og námsframvindu. Svo hafa nemendur komið og rætt málin og sum mál eru svo rædd með foreldrum og bekkjakennurum,“ segir hann. Þá hefur Þorvarður kennt námstækni í elstu bekkjum skólans. Hann segist hafa vitað fyrir að starfið yrði fjölbreytt en ýmislegt komi á borð hans sem gefi því gildi, bæði gott og ekki eins gott. Vangaveltur um framtíðina Þorvarður segir að helst hafi komið til hans kasta mál sem tengist vanlíðan unglinga, t.d. vangaveltur þeirra um stöðu sína, bæði gagnvart námi og félögum. „Þau eru að pæla í hvað þau ætla að gera eftir grunnskóla, hvað þau geta og hvað þau þurfa að leggja á sig. Vangaveltur um framtíðina.“ Þá gangi starfið einnig út á að virkja áhugahvöt, hvernig þau geti betur staðið sig í námi og fundið styrkleika sína. Aðspurður um möguleg vandamál vegna hás hlutfalls nýbúa meðal nemenda í skólanum segir Þorvarður slík mál ekki hafa komið upp hjá sér. Þeim hópi sé svo vel sinnt í fjölþjóðadeildinni sem heldur vel utan um þau. „Ef eitthvað kemur upp með líðan eða t.d. með að hjálpa þeim með rafrænar bækur, hlustunarefni á netinu og svona, þá göngum við að sjálfsögðu í það. Þau eru annars mjög sjálfbjarga,“ segir Þorvarður.

nám geti átt sér stað þurfi nemendum að líða vel í skólanum. Ef vanlíðan, kvíði eða vanmat eigi sér stað þá sé ekki mikið nám í gangi yfir höfuð. „Stefna okkar, óskrifuð og skrifuð, er að þeim líði vel. Við reynum að standa vörð um hag hvers og eins, bjóða upp á fjölbreytta kennsluhætti og hlúa að nemendunum. Það er fullt tilefni til því kröfur samfélagsins, þessar óútskýrðu, um velgengni, útlit og slíkt, brenna svo mikið á unglingunum. Í viðtölum hefur komið fram að félagasamskipti eiga sér mikið stað á samfélagsmiðlum og í rafrænu spjalli. Þau hópast ekki lengur saman og spjalla,“ bendir Þorvarður á.

Stefna okkar, óskrifuð og skrifuð, er að þeim líði vel

Þeim á að líða vel hér Hann er á þeirri skoðun að til þess að eiginlegt

Horfa á málin með augum nemenda Að sögn Þorvarðar glíma margir unglingar við ýmis mál sem reynast þeim erfið. Því sé það mikilvægt að horfa á málin með þeirra augum. Stundum leysast vandamálin við það að þau séu rædd en stundum þarf að vísa málunum áfram og til þess hefur skólinn sálfræðing sem hefur viðveru í skólanum einu sinni í viku og vinnur svo úr málunum þess á milli. Nemendur eru ávallt velkomnir til Þorvarðar og banka oft upp á. „Stundum hitta þau mig á göngunum og spyrja hvort þau megi koma. Þau eru með frjálsan aðgang að mér. Ég hef náð að sinna því sem á mitt borð hefur komið. Mér er afar mikilvægt að kenna nemendum gildi menntunar og að þau finni sína hvöt þegar þau velja sér náms- eða starfsvettvang. Líti ekki á launin sem aðalatriði eða láti undan þrýstingi annarra,“ segir Þorvarður að lokum.

n Fann nýjar til þess að mæta þörfum nemenda:

Er einnig til staðar utan skólatíma Lovísa Hafsteinsdóttir er menntaður tómstunda- og félagsmálafræðingur og hefur starfað við Akurskóla frá stofnun hans. Fyrst sem tómstundafræðingur, byggði upp frístundaskólann og starfaði með unglingum. Hún sá fram á að geta ekki mætt krökkunum innan skólans í gegnum tómstundirnar svo að hún ákvað að læra námsog starfsráðgjöf. Fjölbreytt hlutverk

Hlutverk Lovísu eru að kenna náms- og starfsfræðslu, námstækni, leggja fyrir áhugasviðskannanir, aðstoða nemendur sem eru með sértæka námsörðugleika, sjá um sjálfstyrkingarnámskeið og tilfinninganámskeiðið Baujuna, vera með einstaklings- og hópviðtöl, stuðningkerfið Watch fyrir nemendur sem eru í áhættuhóp varðandi brotthvarf og ýmislegt annað í samstarfi við kennara og starfsfólk skólans.

Flott án fíknar

„Starfið er mjög skemmtilegt og fjölbreytt og ég er mikið í málum sem eru einnig utan skólans vegna reynslunnar sem tómstundafræðingur. Ég er að eiga við mál sem koma gjarnan ekki á borð hjá öðrum,“ segir Lovísa. Til dæmis sé hún klúbbstjóri í klúbbi sem heitir Flott á fíknar sem

hún stofnaði 2007. Í honum felst að nemendur á unglingastiginu geta skráð sig í klúbbinn og skrifa undir samning þess efnis að þau muni ekki reykja eða neyta vímuefna og í staðinn fá þau umbun í formi viðburða þar sem hist er tvisvar í mánuði og svo lokaferð á vorin. Eina sem þau þurfa að gera er að halda sig frá þessu og þá eru þau gjaldgeng í klúbbinn,“ segir hún og að ef eitthvað gerist segi krakkarnir henni frá því sem gerist utan skóla eða um helgar.

n Gott foreldrasamstarf og gagnkvæm virðing lykillinn að farsæld:

Börnin eru eins og við lítum á þau Laufey Erlendsdóttir hefur sinnt 25% starfi sem námsráðgjafi við Gerðaskóla í sjö ár, samhliða kennslu á unglingastigi. Hún er íþróttakennari að mennt og lýkur viðbótarnámi á BS stigi sem íþróttafræðingur í vor. Laufey hefur kennt við skólann í 16 ár og þá flestar greinar á miðstigi og unglingastigi, þó minnst íþróttir.

Kynnir starf sitt fyrir yngri nemendum Börnin leita stundum beint til Laufeyjar en meira er um að þeim sé vísað til hennar. Hún leggur þó áherslu á að það sé ávallt í boði að koma til hennar ef hún er laus. „Ég hef unnið meira með eldri nemendum því yngri nemendur eru smám saman að læra inn á hvert hlutverk námsráðgjafa. Því legg ég áherslu á að kynna starfið mitt fyrir yngstu nemendum, kynnast þeim og hvetja þau til að koma í spjall þó ekkert bjáti á,“ segir Laufey. Tilfinningastjórnun mikilvæg Hún hefur mikinn áhuga á almennri lífsleikni og segir að í almennri umræðu séu unglingar opnari en áður, sérstaklega í einstaklingsviðtölum. „Þau eru opin en þurfa kannski að koma orðum að tilfinningum sínum. Þau finna að eitthvað angrar þau, svo sem magapína, kvíði eða pirringur en vantar að geta skilgreint það. Þau þekkja oft ekki umræðu um tilfinningar og hvort þau stjórni þeim sjálf eða ekki. Það er hægt að hjálpa þeim að koma þeim í farveg,“ segir Laufey og bætir við að tilfinningastjórnun sé mikilvæg, sem og skilningur á eigin tilfinningum.

Nær til unglinganna á Facebook

sína, sérstaklega ef um einhverja námserfiðleika er að ræða.“ Foreldrar miklu velkomnari en þá grunar Erfiðustu málin sem Laufey segist fást við tengjast oft heimilisaðstæðum. „Ef það er eitthvað að heima þá er alltaf erfiðara að hjálpa barninu. Það er alltaf erfiðara að vinna í málum og styrkja barnið í slíkum málum og þau eru viðkvæm. Ef um er að ræða einhverskonar vanda heima, erfið samskipti, veikindi, vanlíðan eða jafnvel eitthvað enn verra.“ Það geti verið sérstaklega erfitt ef foreldrar eru í afneitun gagnvart vandamálum. Gott foreldrasamstarf sé lykillinn að farsæld og forsenda þess að barninu gengur vel og líður vel í skóla. „Skólinn er miklu opnari fyrir foreldra en þá grunar. Þeir mega miklu meira koma og fylgjast með í tímum og taka þátt í skólastarfinu.“

Sumir eru ekki með sjálfsmyndina á hreinu og ekki alveg klár á því á hverju þau eiga að byggja hana

Óöruggir á samskiptamiðlum Laufey segir suma unglinga ekki nógu örugga á samskiptamiðlum og staðsetji sig í vinahópum eða í samfélaginu út frá einhverjum forsendum sem koma fram á slíkum miðlum. Það geti haft heilmikið með sjálfsmyndina að gera þó að það komi ekki auga á það sjálf. „Börn og unglingar eru á alls kyns miðlum sem maður þekkir varla sjálfur. Sumir eru ekki með sjálfsmyndina á hreinu og ekki alveg klár á því á hverju þau eiga að byggja hana. Hvað er það sem þeim líður vel með, eru stolt af og sátt við? Hver er þeirra vilji?“

Sumir hlusta en heyra ekki neitt Þá segir Laufey gagnkvæmt traust og virðingu skipta miklu máli. „Það skiptir einfaldlega miklu máli hvernig við tölum við börn. Við verðum að sýna þeim áhuga og virðingu til að skapa traust. Það er vel hægt að tala við börn með virðingu eins og hentar aldri þeirra, t.d. með því að horfa í augun á þeim og leyfa þeim að finna að þú ert að hlusta. Sumir hlusta en heyra ekki neitt,“ segir Laufey og bætir við að samskipti séu svo mikið lykilatriði. „Ég sé víða samskipti sem mættu vera betri, bæði innan skóla og utan. Börn eru næm á tón þegar eitthvað er ekki í lagi. Því er mikilvægt að nota ekki alltaf sama tóninn þegar verið er að skamma og leiðbeina. Það skiptir meira máli hvernig hluturinn er sagður en hvað er sagt. Þeir sem þú átt samskipti við muna ekki endilega hvað þú sagðir en þeir muna hvernig þú lést þeim líða,“ segir Laufey.

Spegla sig í „like“ og „snapchat“ Hún segir marga til dæmis horfa á vini sína áður en þeir rétta upp hönd og segja sína skoðun. „Í gamla daga var bara litið í spegil til þess að meta hvað maður var sáttur með og hvað ekki. Núna snýst þetta allt um einhvers konar athygli sem þau ráða ekki við. Þau spegla sig í svo mörgu öðru. Er það hvað þau segja, skoðanir þeirra, hvernig þau líta út eða hversu mörg „like“ eða „snapchat“ þau fá. Forsendurnar geta verið flóknar.“ Laufey bendir í þessu samhengi á að mikilvægt sé að börn útskrifist úr grunnskóla með þekkingu á styrkleikum sínum og einn af mikilvægustu þáttum skólastarfsins gangi út á það. „Þau eru oft mun meðvitaðri um veikleika

Gagnkvæmt traust og virðing Í starfi sínu og utan þess segir Laufey suma tækla samskipti og agamál mjög vel en aðra bara alls ekki. Hún segist jafnframt þroskast sjálf mikið í starfinu og læri svo mikið af því sem hún fæst við allan daginn. „Þegar ég á jákvæð samskipti við nemendur og get rætt við þá í gagnkvæmu trausti og virðingu þá veit ég að ég er að gera rétt. Þá skilar sér það sem ég er að gera. Góður félagsskapur við börn og tengsl við þau eru mjög gefandi. Ef maður fer með það viðhorf út í daginn að börnin séu öll heilbrigðir og skemmtilegir einstaklingar þá bara verða þau það. Viðhorfið skiptir svo miklu máli. Börnin eru eins og við lítum á þau,“ segir Laufey að lokum.

ýmsum toga og tengjast oftast líðan þeirra eins og slök sjálfsmynd, vinaleysi, brothætt bakland, þunglyndi, kvíði, svefnleysi, tölvufíkn og vímuefnaneysla. „Ég er með Facebook síðu og er þar í samskiptum við krakkana. Set inn efni sem tengjast almennri líðan og góðri sjálfsmynd. Er líka heima á kvöldin að sinna þessu. Ég næ vel til þeirra í gegnum síðuna og spjalla við þau. Þau leita sum til mín beint í pósthólfið þar.“ Lovísa segir stelpur vera opnari á tilfinningar en strákarnir en þeir þurfi kannski aðstoð við að skilningur sé á heimili sínu um að þeir þurfi að fá að fara með í ferðir og slíkt.

samhengi,“ segir Lovísa.

Vill vera til staðar fyrir börnin

„Löngun mín með að vera til staðar fyrir unglingana var svo sterk. Vanlíðan þeirra tengdist oft vanlíðan þeirra í skólanum og hendur mínar voru bundnar. Hér var enginn námsráðgjafi og ég fann að þau þurftu slíkan og náði mér þá í menntunina.“ Hún segar að alltaf séu opnar dyr hjá henni fyrir nemendur og hún sé alltaf vakandi yfir því sem gerist. Áhuginn fyrir velferðinni heldur mér gangandi og ég finn fyrir jákvæðri uppskeru. Ég borða oft með þeim í salnum og nota frímínútur til að fylgjast með. Starfsmaðurinn á gólfinu er svo mikilvægur í þessu

Ef skólastarfið getur mótast af því að barnið sé glatt í skólanum þá líður því vel

Mál sem koma á borð Lovísu segir hún vera af

Texti og mynd: Olgabjort@vf.is

Námsgeta, félagar og baklandið

Lovísa vill ekki tengja bara líðan barna við aðstæður í þjóðfélaginu. Kröfur séu kannski settar á nemenda sem honum finnst hann ekki geta mætt. „Þá fer hann í feluleik með líðan sína, skellir sér í hlutverk og slíkt. Við reynum að mæta þeim þarna.“ Hún bætir við að í könnun sem hún gerði, og stór hluti unglinga svaraði, voru niðurstöður áberandi á þá leið að námsgeta og félagsleg staða höfðu mest áhrif á líðan þeirra. „Ef skólastarfið getur mótast af því að barnið sé glatt í skólanum þá líður því vel,“ segir Lovísa með áherslu og bætir við að félagslega sterkur einstaklingur geti allt í lífinu.

Of fáir menntaðir námsráðgjafar

Þá hefur Lovísa einnig sterka skoðun á starfi starfs- og námsráðgjafa. „Mér finnst starfið okkar eitt af mikilvægustu störfum innan grunnskólanna og skil því ekki hvernig skólarnir geta komist af með námsráðgjafa í 3040% starfi. Það eru bara þrír slíkir menntaðir í grunnskólum í Reykjanesbæ og það er eitthvað sem við þurfum að bæta í bæjarfélaginu,“ segir Lovísa að lokum.


11

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 30. janúar 2014

Svona verða Norðurljósaturnarnir

L

istamaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson er að v i n n a hu g my n d si n n i u m Norðurljósaturna í Reykjanesbæ brautargengi. Hann hefur sett upp vefsíðu þar sem hann óskar eftir stuðningi við verkefnið. Hver sá sem styrkir verkefnið um 10 dollara fær nafn sitt grafið á eina súluna í verkinu. Norðurljósaturna Guðmundar og nánari upplýsingar má nálgast á síðunni http://northernlighttower.weebly.com

Rísa norðurljósaturnar í Reykjanesbæ?

B

æjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa verið hvött til að taka vel í hugmyndir listamannsins Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar. Hann er með hugmyndir um átta metra háa norðurljósaturna í bæjarlandinu. Málið kom til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Á bæjarstjórnarfundinum hvöttu bæjarfulltrúarnir Friðjón Einarsson og Kristinn Jakobsson til þess að bæjaryfirvöld veittu þessu verkefni Guðmundar Rúnars eftirtekt.

Menningarráð fjallaði um hugmynd Guðmundar Rúnars um norðurljósaturna á síðasta fundi sínum. Umhverfis- og skipulagssvið bæjarins hefur veitt verkefninu sína umsögn en verið er að skoða staðsetningu fyrir norðurljósaturnana. Menningarráði finnst hugmynd Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar um norðurljósaturna áhugaverð en leggur áherslu á að ef til þess kemur að þeir verði settir upp í landi Reykjanesbæjar að tekið verði tillit

til umhverfis og hæðar verksins. Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sagði Kristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, að fyrirhugað verk Guðmundar yrði mikið aðdráttarafl. Guðmundur er að falast eftir landi undir verkið en ætlar sjálfur að standa straum af kostnaði við verkið sjálft, eftir því sem fram kom á fundinum.

Óska eftir lögbanni á ákvörðun DS F

ulltrúi Sveitarfélagsins Garðs telur ákvörðun stjórnar Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum, DS, frá 15. júlí 2013 um flutning hjúkrunarrýma úr hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Sveitarfélaginu Garði ólögmæta þar sem ákvörðun meirihluta stjórnar DS um flutninginn hafi ekki fullnægt lagaskilyrðum. Þetta segir í bókun sem lögð var fram á fundi DS á miðvikudag í síðustu viku. „Ákvörðun af því tagi að leggja niður starfsemina í Garðvangi er þess eðlis að einróma samþykki allra eigenda þarf til svo viðamikillar breytingar á starfsemi innan DS. Þar sem DS er sameign allra sveitarfélaganna sem mynda DS getur hluti sveitarfélaganna ekki ráðstafað málefnum félags-

ins á þann hátt sem gert var með ákvörðuninni 15. júlí 2013. Allar ákvarðanir sem teknar hafa verið í framhaldi af og í tengslum við ofangreinda ákvörðun eru einnig ólögmætar. Verði hin ólögmæta ákvörðun ekki formlega afturkölluð eða felld úr gildi af stjórn DS innan viku frá bókun þessari mun Sveitarfélagið Garður óska eftir lögbanni við flutningi hjúkrunarrýmanna auk þess að ganga úr DS og krefjast innlausnar á eignarhlut sínum í sameignarfélaginu. Allt ofangreint er í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs 15. janúar 2014,“ segir í bókun fulltrúa Garðs í stjórn Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum.

Mynd: Guðmundur Rúnar Lúðvíksson

Hvað verður um Vatnsnes? U

mræða um hlutverk hússins á Vatnsnesi, sem áður hýsti Byggðasafn Reykjanesbæjar, var tekin á síðasta fundi menningarráðs Reykjanesbæjar. Árið 1969 eignaðist Keflavíkurkaupstaður húseignina Vatnsnes með gjafaafsali og fylgdi sú kvöð að eignin yrði notuð fyrir Byggðasafn Keflavíkur. Liðin eru 45 ár síðan og margt hefur breyst og nú er svo komið að húsnæðið stendur ekki lengur undir þeim kröfum sem nútíma safnahús-

næði er ætlað. Aðstæður safnamála í bæjarfélaginu hafa breyst mikið m.a. með endurnýjun á Duushúsum og kaupum á safnamiðstöðinni við Seylubraut og byggingu Víkingaheima. Húsnæðismál byggðasafnsins eru tryggð til frambúðar og á þessum tímamótum telur menningarráð bæjarins rétt að gefa kost á því að Vatnsnes fái nýtt hlutverk hvort sem það felur í sér að fela húsið öðrum til varðveislu, t.d.

með sölu þess, eða því sé fundið nýtt hlutverk á vegum Reykjanesbæjar. Mynd: Vatnsnes hefur verið í eigu bæjarins frá árinu 1969 eða í 45 ár. Nú þarf að finna húsinu nýtt hlutverk. VF-mynd: Hilmar Bragi

FERÐARÁÐGJAFAR

Icelandair leitar að öflugum liðsmönnum sem hafa áhuga á krefjandi ferðaráðgjafastörfum á söluskrifstofu á Keflavíkurflugvelli í hröðu og síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi.

Starfssvið: · · · ·

Sala á flugfargjöldum, hótelgistingu og bílaleigubílum Upplýsingaveita, ráðgjöf og þjónusta Útgáfa ferðagagna Önnur tilfallandi verkefni sem fara fram á söluskrifstofunni

Hæfniskröfur: · · · · · · · ·

Stúdentspróf eða menntun í ferðafræðum IATA-UFTAA próf er æskilegt Þekking og reynsla í farseðlaútgáfu og Amadeus bókunarkerfi Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg Góð almenn tölvufærni er nauðsynleg Jákvætt hugarfar, frumkvæði og rík þjónustulund Færni í almennum samskiptum og samvinnu Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Hér er um sumarstarf og hlutastarf að ræða. Vaktafyrirkomulag er 2-2-3. Nánari upplýsingar veita: Ólafía G. Ólafsdóttir, netfang: olafia@icelandair.is Kristín Björnsdóttir, netfang: starf@icelandair.is Umsóknir óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 9. febrúar 2014.


12

fimmtudagurinn 30. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

ATVINNA

-fréttir

pósturu vf@vf.is

HLJÓMAHÖLLIN

STARFSMAÐUR Í MÓTTÖKU/AFGREIÐSLU HLJÓMAHALLAR Hljómahöll óskar eftir því að ráða starfsmann í móttöku/afgreiðslu Hljómahallar/Rokksafns Íslands. Starfsmaður í móttöku/afgreiðslu Rokksafnsins er ábyrgur fyrir fagmannlegri móttöku gesta sem koma í safnið og að þeir fari ánægðir og margs vísari um Rokksögu Íslands en þegar þeir komu. Verksvið • Móttaka einstaklinga og hópa sem koma í Rokksafn Íslands • Miðasala og upplýsingagjöf til gesta • Afhending og kennsla á snjalltæki, sem eru hluti af safninu, og eftirlit með að þeim sé skilað að notkun lokinni • Símsvörun og upplýsingagjöf ásamt móttöku pantana • Afgreiðsla og sala veitinga í samráði við umsjónarmann veitinga Hljómahallar • Afgreiðsla og sala minjagripa og annars varnings sem kann að verða seldur í Rokksafninu • Önnur störf í samráði við framkvæmdastjóra og umsjónarmann veitinga Hæfniskröfur • Rík þjónustulund • Mjög góð íslensku og enskukunnátta. Færni í fleiri tungumálum kostur. • Áhugi og þekking á sögu íslenskrar popp- og rokktónlistar. • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð • Mjög góð tölvukunnáttta • Reynsla af kassauppgjöri æskileg Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar nk Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á vef Reykjanesbæjar

UMSJÓNARMAÐUR VEITINGA Í HLJÓMAHÖLL Hljómahöll óskar eftir því að ráða umsjónarmann veitinga. Umsjónarmaður veitinga Hljómahallar er ábyrgur fyrir allri veitingaþjónustu í húsinu s.s. vínveitingum, aðkeyptri vöru og þjónustu, eftirliti og samskiptum við utanaðkomandi veitingamenn auk eftirlits og umsjónar með tengdum tækjum, búnaði og húsgögnum Hljómahallar. Um fullt starf er að ræða. Verksvið • Umsjón og eftirlit með allri veitingaþjónustu í húsinu við hin ýmsu tækifæri • Umsjón og eftirlit með eldhústækjum, húsgögnum, borðbúnaði og öðrum tengdum búnaði • Viðvera þegar boðið er upp á veitingar í húsinu • Samskipti, ráðgjöf og aðstoð við leigutaka við undirbúning viðburða • Samskipti við veitingamenn sem koma í húsið og starfsfólk þeirra • Ráðningar, mönnun og stjórnun þjónustufólks Hljómahallar • Umsjón með eigin veitingasölu hússins við almenna viðburði • Uppröðun og undirbúningur sala og húsbúnaðar í samvinnu við sviðsog tæknistjóra • Móttaka hópa og þjónusta Hæfniskröfur • Menntun eða mikil reynsla sem nýtist í starfi • Hæfni í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar n.k. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á vef Reykjanesbæjar.

Umsóknum um störfin þurfa að fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í það sem starf sem sótt er um. Nánari upplýsingar veitir Tómas Young (tomas@hljomaholl.is), framkvæmdastjóri Hljómahallar. Hljómahöll er ný menningarmiðstöð í Reykjanesbæ sem er ætlað að vera máttarstólpi menningarlífs á Reykjanesi.

n Styttist óðum í „Iceland Air Meet 2014“:

Finnsku björgunarþyrlurnar komnar F

innar leggja til tvær björgunarþyrlur sem geta verið til aðstoðar Landhelgisgæslunni í leitar- og björgunarverkefnum á meðan æfingin „Iceland Air Meet 2014“ fer fram hér á landi. Þyrlurnar komu með flutningaskipi til hafnar í Helguvík í gær og voru Víkurfréttir á staðnum og smelltu af myndum. Eins og Víkurfréttir hafa áður fjallað um stendur nú yfir fjölþættur undirbúningur fyrir æfinguna sem mun fara fram samhliða loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við

Ísland. Gert er ráð fyrir að samtals verði um að ræða 300 liðsmenn frá þjóðunum og um 20 flugvélar á landinu vegna æfingarinnar. Æfingin þjónar m.a. þeim tilgangi að þjálfa þjóðirnar í að flytja mannafla og búnað til björgunarstarfa fjarri heimahögum og íslenska samstarfsaðila í að taka á móti og þjónusta svo fjölmennt björgunarlið. Hún verður að þessu sinni í umsjón flugsveitar norska flughersins. Sænskar og finnskar flugsveitir taka þátt í æfingunni auk Norðmanna.

n Tónleikar til styrktar rannsóknum á arfgengri heilablæðingu:

Hefur fulla trú á að fylla salinn „Ég læt ekkert stöðva mig,“ segir María Ósk Kjartansdóttir, einstæð móðir sem er búin að fá fimm heilablæðingar. Þá síðustu fékk hún 12. október í fyrra. María Ósk stendur fyrir tónleikum í Norðurljósasal Hörpu 9. febrúar n.k. og mun hagnaður af tónleikunum renna til rannsókna á arfgengri heilablæðingu. Margir landsþekktir tónlistar-

menn munu koma fram, m.a. Kaleo, Bubbi Morthens, Einar Ágúst, Þórunn Antonía, Einar Ágúst, Lögreglukórinn og svo verður atriði frá Verslunarskóla Íslands. Kynnir verður Auðunn Blöndal. Aðgangseyrir er kr. 3900 og hægt er að nálgast miða á miði. is. Einnig með barnaskemmtum Klukkan 14:00 til sama dag verður barnaskemmtun í sama sal þar sem m.a. munu koma fram Íþróttaálfurinn, Solla stirða, Friðrik Dór og töframaðurinn Einar Mikael. - Nánar á vf.is

NEMENDUR OG STARFSFÓLK KEILIS EFTIRSÓTTIR K

ristjana Henný Axelsdóttir hefur verið ráðin nýr þjálfunarstjóri bóklegrar deildar Flugakademíu Keilis og tekur hún við starfinu af Írisi Erlu Thorarensen sem hefur verið ráðin til Icelandair. Einnig hafa Guðleifur Árnason, Gunnar Thorarensen, Søren Bendixen, Robin Farago og Michael Dencker Lauritzen verið ráðnir til kennslu við skólann. Kemur það til bæði vegna aukinna umsvifa í flugkennslu og sökum þess að fjöldi kennara og starfsmanna skólans hafa undanfarið verið ráðnir til starfa við flugfélög bæði hérlendis og erlendis. Þá hafa einnig fjölmargir útskrifaðir nemendur úr atvinnuflugmannsnámi Keilis verið ráðnir til starfa sem flugmenn á undanförnum misserum. Samkvæmt Tómasi Beck, skólastjóra

Flugakademíu Keilis er erfitt að sjá á eftir svona mörgum góðum starfsmönnum, en engu að síður ánægjulegt að svona margir aðilar sem tengjast skólanum hafi fengið draumastarfið sem atvinnuflugmenn. Það sé staðfesting á því að þeir aðilar sem leggja stund á flugnám og starfa hjá Keili séu eftirsóknarverðir starfskraftar í flugheiminum. Á síðasta ári voru 4.250 skráðir flugtímar hjá Flugakademíu Keilis og eru líkur á að sá tímafjöldi verði enn meiri á þessu ári, enda mikil ásókn í flugnám hjá Keili bæði meðal innlendra og erlendra nemenda. Þess má geta að fullt er í atvinnuflugmannsnám við skólann á vorönn 2014.


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 30. janúar 2014

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi

Björgvin Árnason, Fv. félagsmálastjóri, Suðurgötu 8, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 18. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 6. febrúar kl. 13:00.

Sigurður Björgvinsson, Þórdís Guðjónsdóttir, Svala Björgvinsdóttir, Baldur Kristjánsson, Árni Björgvinsson, Friðbjörg Helgadóttir, Sveinn Vopnfjörð Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,

Sigurjón Reykdal, vélstjóri og leigubifreiðastjóri, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 15. janúar. Útför fór fram í Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 23. janúar í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir vilja aðstandendur færa starfsfólki á legudeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Nakkaew Sara Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, Kristján Reykdal Sigurjónsson, Jóhannes Snævar Harðarson, Hörður Snævar Harðarson, Karl Narong Seelarak, og barnabörn.

Seelarak, Elín Or Seelarak, Aðalheiður Bjarnleifsdóttir, Unnur Svava Sverrisdóttir, Súsanna Björg Fróðadóttir, Rathcanee Malai,

fs-ingur vikunnar

Myndi hiklaust fá Bjarnabolta aftur Alexander Hauksson er á 17. ári og stundar nám á Náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Alexander er Húsvíkingur að upplagi en hann fluttist til Innri-Njarðvíkur árið 2009. Alexander er í Gettu betur liði FS en um síðustu helgi tapaði liðið eftir bráðabana í 16-liða úrslitum keppninnar. Alexander er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Helsti kostur FS? Eini skólinn í Reykjanesbæ og svo er líka mikið um skemmtilega viðburði. Hjúskaparstaða? Ég er á lausu. Hvað hræðistu mest? Að missa einhvern nákominn mér. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ég held að Sölvi Elísabetarson eigi eftir að verða þekktur fyrir hin ýmsu uppátæki. Hver er fyndnastur í skólanum? Að mínu mati er það meistari Tryggvi Ólafsson. Hvað sástu síðast í bíó og hvernig var sú mynd? Anchorman 2, hún var frábær.

Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og systir

Hrafnhildur Betty Young, andaðist að heimili sínu í South Carolina þann 10. janúar sl. Jarðarförin verður auglýst síðar.

William Young, Guðrún Helga Mehrins, Sigríður Anna Adolfsdóttir, Vilhelm Bernhöft Adolfsson, og fjölskyldur.

Gísli Kristján Traustason, lést föstudaginn 24. janúar, útför hans fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 31. janúar kl.14:00.

Michael Anthony Weaver, Kristín Guðmundsdóttir,

- Til styrktar Barnaspítala Hringsins

N

Óska eftir strákum Það eru þegar í kringum 10 manns sem hafa leigt borð og munu verða með föt til sölu á markaðnum. Enn er hægt að næla sér í borð. „Við vonumst til þess að fá miklu fleiri til þess að taka þátt í þessu með okkur,

Krapvél. Hver er þinn helsti galli? Ég á það til að vera allt of ákveðinn. Hvað er heitasta parið í skólanum? Er það ekki í tísku að vera single? Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi hiklaust fá Bjarnabolta aftur og svo myndi ég líka laga netið í skólanum. Áttu þér viðurnefni? Hef verið kallaður Alli, Alex og Lexi. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? „Sæll“ Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Fólk mætti horfa á það með jákvæðara hugarfari og taka meiri þátt. Annars er það bara mjög gott. Áhugamál? Íþróttir, ferðalög, tónlist og að gera eitthvað skemmtilegt með vinunum. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ég hef ekki ákveðið mig ennþá. Ertu að vinna með skóla? Nei ekki í augnablikinu. Hver er best klædd/ur í FS? Hún Maríanna Líf er alltaf vel til höfð. Hver myndi leika þig ef gerð yrði kvikmynd um líf þitt? Bradley Cooper eða Jason Statham.

ung // Aníta Mist Albertsdóttir

Eftirlætis: Kennari? Haukur Ægis er snillingur Fag í skólanum? Efnafræði Sjónvarpsþættir? Breaking bad, Hawaii five O og Family guy Kvikmynd? Pulp fiction eða The Dark knight. Get ekki valið á milli Hljómsveit/tónlistarmaður? Avicii Leikari? Jason Statham Vefsíður? Facebook, Youtube og Google Flíkin? Blend úlpan mín Skyndibiti? Domino's Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Mér hefur alltaf fundist Party in the USA með Miley Cyrus vera gott lag

pósturu pop@vf.is

Hress og opin Aníta Mist Albertsdóttir er í gerðaskóla í 9. bekk. Hún væri til í að hitta Beyonce og segir að samfélagsfræði sé leiðinlegasta fagið í skólanum. Hvað geriru eftir skóla? Læri og fer á fótboltaæfingar og hitti vinkonur mínar. Hver eru áhugamál þín? Fótbolti. Uppáhalds fag í skólanum? Íslenska og stærðfræði.

Fatamarkaður NFS á laugardag emendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja mun halda fatamarkað á sal skólans næstkomandi laugardag frá kl. 14-17. Öllum Suðurnesjabúum er velkomið að koma og gera góð kaup. Nemendur skólans geta leigt borð á 2500 krónur og allur ágóðinn af seldum borðum fer til Barnaspítala Hringsins.

-

Hildur Björk Sigurgeirsdóttir,

húsasmíðameistari, Háseyla 25, Innri Njarðvík,

Sigríður Guðrún Ólafsdóttir, Svanhildur Heiða Gísladóttir, Trausti Gíslason, Bergrós Gísladóttir, og barnabörn.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?

Monique Mehrins,

Ástkæri eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi

pósturu eythor@vf.is

þetta eru allt stelpur sem hafa ákveðið að vera með en við viljum endilega fá strákana líka með! Við verðum ekki bara með föt fyrir okkar aldurshóp heldur verða föt á alla aldurshópa, þú getur fundið allt frá barnafötum og uppúr,“ sagði Elva Dögg Sigurðardóttir formaður NFS í samtali við Víkurfréttir. Gestum verður svo boðið upp á atriði úr nýjum söngleik skólans, Dirty Dancing, klukkan 16:00. Svo verður leikhópurinn með góðgæti til sölu á meðan á markaðinum stendur. Fyrirhugað er að hefja sýningar á söngleiknum 20. febrúar næstkomandi.

En leiðinlegasta? Ég verð að segja samfélagsfræði. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Ég væri til í að hitta Beyonce. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Það væri gaman að geta flogið. Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Mig langar til þess að verða sálfræðingur. Hver er frægastur í símanum þínum? Bára Kristín. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Cristiano Ronaldo. Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag? Stríða vinkonum mínum.

Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum? Bara ósköp venjulegur. Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu? Ég er mjög hress og opin. Hvað er skemmtilegast við Gerðaskóla? Félagskapurinn og kennararnir. Hvaða lag myndi lýsa þér best? Free - Rudimental. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Friends.

Besta: Bíómynd? Notebook er í uppáhaldi. Sjónvarpsþáttur? Friends.

Tónlistarmaður/Hljómsveit? Beyonce. Matur? Pizza. Drykkur? Mountain Dew er besti drykkurinn. Leikari/Leikkona? Ryan Gosling. Fatabúð? Forever 21 og HM. Vefsíða? Facebook. Bók? Sogblettur.


14

fimmtudagurinn 30. janúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu eythor@vf.is

Aníta Lóa með sigur á bikarmóti Um síðustu helgi fór fram Bikarmót í samkvæmisdansi og sigruðu þau Aníta Lóa Hauksdóttir Njarðvíkurmær og dansfélagi hennar Pétur Fannar Gunnarsson frá dansdeild HK í flokki Ungmenna Standard og urðu þau einnig í 2. sæti í flokki fullorðinna. Pétur og Aníta eru aðeins 15 ára

gömul. Þau eru einnig Norður Evrópumeistarar í Standard og Latín dönsum. Þau eru á leiðinni nú í febrúar til Danmerkur þar sem þau munu keppa á Copenhagen Open sem er mjög stór alþjóðleg keppni. Pétur og Aníta hafa nú þegar tryggt sér þátttöku með A- landsliði Íslands fyrir árið 2014.

Inga María og Elvar Már íþróttafólk Njarðvíkur U

ngmennafélag Njarðvíkur tilkynnti á þriðjudagskvöld um val á íþróttafólki UMFN 2013. Í ár voru kjörnir tveir íþróttamenn, karl og kona. Íþróttafólk Njarðvíkur eru Elvar Már Friðriksson körfuknattleiksmaður og Inga María Henningsdóttir kraftlyftingakona. Íþróttamenn deilda félagsins voru valin: Júdómaður: Bjarni Darri Sigfússon Júdókona: Sóley Þrastardóttir Sundmaður: Alexander Páll Friðriksson Sundkona: Sunneva Dögg Friðriksdóttir Þríþrautarmaður: Rafnkell Jónsson Þríþrautarkona: Þuríður Árnadóttir Knattspyrnumaður: Theódór Guðni Halldórsson Kraftlyftingamaður: Þorvarður Ólafsson Kraflyftingakona: Inga María Henningsdóttir Körfuknattleiksmaður: Elvar Már Friðriksson Körfuknattleikskona: Erna Hákonardóttir Íþróttakarl UMFN: Elvar Már Friðriksson Íþróttakona UMFN: Inga María Henningsdóttir

KÆRU ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ!   Aðfaranótt  5. febrúar mun Kapalvæðing setja upp nýja sjónvarpsstöð sem getur breytt uppröðun á sumum eldri boxum og sjónvörpum.     Nýjustu sjónvörpin eiga að uppfærast sjálfkrafa. Hjá þeim sem kemur tilkynning á skjáinn um að uppfæra sjónvarpið/boxið þá er best að setja (ok) við því!     Endilega komið á skrifstofuna til að skipta út eldri TechniSat boxinu yfir í nýtt HD smart box.   Nánari upplýsingar verða á heimasíðu kapalvæðingar  www.kv.is Skrifstofa  sími: 421-4688, Þjónustu sími: 894-4688.

Friðrik í baráttunni undir körfunni í Sláturhúsinu fyrir nokkrum árum.

„Heimakletturinn“ hættur N

jarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson hefur ákveðið að segja það gott í körfuboltanum og leggja skóna á hilluna góðu. Friðrik hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin ár og hefur að þeim sökum ákveðið að hætta. Í samtali við vefsíðuna Karfan. is sagði Friðrik að skrokkurinn hreinlega væri að hruni kominn. „Þetta hófst svona fyrir alvöru fyrir ári síðan, ég hef meira og minna verið síðan þá að spila hnjaskaður að einhverju leyti. Kálfi, ökkli, nári og þetta er allt svo byrjað að tengjast saman. Þannig

að ég hreinlega verð bara að segja staðar numið í boltanum,“ sagði hinn 37 ára gamli Friðrik í samtali við Karfan.is. Friðrik hefur leikið með Njarðvík síðan árið 1998 en ferilinn hófst á æskuslóðunum í Vestmannaeyjum. „Þegar þetta er byrjað að hafa áhrif á mig í mínu daglega lífi og vinnunni þá held ég að sé bara nóg komið. Ég skil við liðið núna í fínum höndum. Það er komin einn vel kjötaður í teiginn til að taka við keflinu og ég er þokkalega sáttur við minn feril,“ sagði Friðrik í viðtalinu.


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 30. janúar 2014

-

smáauglýsingar

TIL LEIGU Herbergi til leigu Herbergi til leigu. Uppl. í síma 862 7511 Lítil 3ja herbergja íbúð til leigu í Reykjanesbæ. Uppl. í síma 691 0288

ÓSKAST Meðleigjandi óskast Vantar meðleigjanda upp á Ásbrú. Er með 110 fm íbúð og fylgir not á heimilistækjum s.s þvottavél, þurrkari. Leigan er 50.000 kr á mánuði. Samband við Jakob 846 2515

Keflvíkingar hnykluðu vöðvana

K

eflvíkingar sýndu styrk sinn þegar þeir fengu granna sína frá Njarðvík í heimsókn í Domino's deild karla í körfubolta á mánudag. Óhætt er að segja að

gestirnir hafi aldrei séð til sólar í TM-Höllinni en Keflvíkingar unnu öruggan 105-84 sigur. Keflvíkingar leiddu með 10 stigum í hálfleik, 48-38, en í síðari hálfleik

kafsigldu þeir þá grænklæddu algjörlega og unnu verðskuldaðan sigur. Nánari umfjöllun, viðtöl og tilþrif má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is.

Molar úr rimmunni um Reykjanesbæ · Bekkurinn hjá Keflavík skoraði 23 stig gegn 9 frá Njarðvík · Keflvíkingar skoruðu mest 15 stig í röð án þess að Njarðvíkingar næðu að svara. Frá stöðunni 7:6 til 22:6 · Njarðvíkingar voru einu sinni yfir í leiknum, í stöðunni 3:4

Almar og Óli Geir hættir hjá Keflavík -Ragnar í fríi um sinn

K

eflvíkingar hafa misst frá sér þrjá leikmenn í meistaraflokki karla í körfuboltanum að undanförnu. Þeir Almar Guðbrandsson, Óli Geir Jónsson og Ragnar Gerald Albertsson eru hugsanlega hættir hjá liðinu en að baki liggja ýmsar ástæður. Hinn hávaxni leikmaður Keflvíkinga, Almar Guðbrandsson, hefur ákveðið að hætta að leika með liðinu í Domino’s deild karla í körfubolta. Gunnar Stefánsson aðstoðarþjálfari liðsins staðfesti ákvörðun Almars í samtali við Víkurféttir. Gunnar segir að miðherjanum hafi staðið til boða að leika áfram með liðinu en hann hafi ekki óskað eftir því. Almar taldi að hann hafi ekki fengið þau tækifæri sem hann hafði vonast eftir og því taldi hann best að róa á önnur mið. „Almar er að berjast við besta miðherja Íslands (Michael Craion) og því er samkeppnin hörð.“ Hinn 208 cm hái Almar sagði að honum og þjálfaranum Andy Johnston kæmi ekki saman og að þess vegna væri nú komið að leiðarlokum. „Hlutverk mitt í liðinu var lítið sem ekki neitt,“ sagði Almar í samtali við Karfan.is. „Svona stórir menn eru vandfundnir á Íslandi og það er leiðinlegt að missa svona sannan Keflvíking úr liðinu. Hann hafði sínar ástæður en tækifæri stóð honum til boða. Andy ætlaðist til mikils af honum og svo er bara undir honum komið að sýna hvað í

honum býr,“ segir Gunnar og bætir því við að Almar, sem er 23 ára gamall, hafi lengi verið efnilegur en erfitt hafi reynst að stíga næsta skref. Óli Geir Jónsson er mörgum kunnur fyrir allt annað en körfubolta. Óli Geir er frambærilegur leikmaður og hefur undanfarin ár leikið við góðan orðstír hjá Reyni Sandgerði í 2. deild. „Óli Geir vildi fá fleiri tækifæri en þau voru ekki að bjóðast fyrir hann,“ segir Gunnar sem sjálfur þekkir það hlutverk að vinna sér sæti í sterku Keflavíkurliði. „Stökkið er stórt frá 2. deild. Óli er búinn að leggja hart að sér og menn eiga skilið tækifæri ef þeir vinna vel fyrir því. Ég tel að hann hafi fengið ágætis tækifæri. Það eru ekki allir sem taka þetta stökk í úrvalsdeildarlið Keflavíkur og ætlast til þess að fá að spila mikið.“ Eins og staðan er núna er Óli Geir erlendis í leyfi og óvíst hvort hann klæðist Keflavíkurtreyjunni aftur. Ragnar hefur ekki leikið körfubolta um skeið en það mun vera af persónulegum aðstæðum. „Hans er sárt saknað í okkar herbúðum. Þegar hann er tilbúinn þá kemur hann vonandi aftur,“ sagði Gunnar. Keflvíkingar eiga unga stráka sem banka á dyrnar hjá liðinu. „Það kemur maður í manns stað hjá Keflavík. Það er nógur efniviður hér og strákar sem eru tilbúnir að stíga upp,“ sagði Gunnar aðstoðarþjálfari að lokum.

Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 30. jan. - 5. feb. nk.

• Bingó • Listasmiðja • Handverk • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Léttur föstudagur 31. janúar kl.14 dagskrá á vegum FEBS

-

uppboð

UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is.   Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir   Heiðargerði 1 fnr. 227-8337, Vogar, þingl. eig. Leifur Jónsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 4. febrúar 2014 kl. 09:00.   Hólagata 6 fnr. 209-4825, Sandgerði, þingl. eig. þb. Sigríðar Ágústu Jónsdóttur, gerðarbeiðandi Úlfar Guðmundsson hdl., þriðjudaginn 4. febrúar 2014 kl. 10:15.   Kirkjuvegur 31 fnr. 228-7437, Keflavík, þingl. eig. Heimir Sigursveinsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, þriðjudaginn 4. febrúar 2014 kl. 10:35.   Melás 8 fnr. 231-0573, Njarðvík, þingl. eig. Trausti Már Traustason, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík, þriðjudaginn 4. febrúar 2014 kl. 09:40.   Sýslumaðurinn í Keflavík, 28. janúar 2014. Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.

Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is

+ www.vf.is

83%

LESTUR

VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM

· Michael Craion var með 37 framlagsstig í leiknum. Næsti maður var með 26 slík stig, það var Darrell Lewis. Hæsta fram lag Njarðvíkinga kom frá Elvari Friðrikssyni, 20 framlagsstig. · Keflvíkingar hittu úr 60% skota sinna í leiknum sem er besta nýting þeirra í vetur Njarðvíkingar hittu úr 42% skota sinna · Keflvíkingar voru með 48% þriggja stiga nýtingu í saman burði við 24% hjá Njarðvík · Keflvíkingurinn Gunnar Ólafsson var með 78% skot nýtingu í leiknum · Guðmundur Jónsson og Arnar Freyr Jónsson skoruðu samtals 7 stig í leiknum

Atvinna Umsókn og upplýsingar á www.verkmenn.is

PÁSKA OG SUMARÚTHLUTUN Starfsmannafélag Suðurnesja auglýsir orlofshús félagsins laus til umsóknar. Umsóknarfrestur vegna Páska er til 12. febrúar 2014 Umsóknarfrestur vegna Sumars er til 8. apríl 2014

Um er að ræða eftirtalin orlofshús: Munaðarnes 3 hús með heitum potti

Reykjaskógur 1 hús með heitum potti

Akureyri 2 íbúðir

Páskaúthlutun er frá 16. - 23. apríl Sumarúthlutun er frá 30. maí - 5. september (vikuleiga) Hægt er að sækja um orlofshús á vef félagsins www.stfs.is eða vera í sambandi við starfsfólk á skrifstofu félagsins að Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ. Sími:421-2390. Orlofsnefnd STFS


vf.is

FIMMTUDAGURINN 30. JANÚAR 2014 • 4. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

-mundi Er vöffluveisla ekki pínu spark í (hrúts)punginn?

VIKAN Á VEFNUM Ásgeir Elvar Titillinn King of Brooklyn fær Njarðvíkurbaninn @gunniolafs #kingofbrooklyn #kefnja #körfubolti Björn Bragi Arnarson Vil hrósa liði FS fyrir góða frammistöðu í dag og fyrir að taka naumu tapi í bráðabana með mikilli sæmd. Alvöru Suðurnesjamenn! #gettubetur

VILT ÞÚ VERA HLUTI AF SKEMMTILEGU UMHVERFI?

Brynjar Guðlaugsson Tracy Smith ekki fyrsti kaninn sem þyngist vel í flugvélinni á leið til landsins, hvað eru fluffunar að gefa þessu að éta? #korfubolti Þorsteinn Finnbogason Hriklega vona ég að þessi gróðurhús komi! Skúli Sigurðsson Money does Mata! #fotbolti Rúnar I. Erlingsson Að mæta í skólann og fara strax að uppl.skjánum og vonast eftir að allir þínir kennarar séu veikir.. #FSsyndrome #MestiBommerEfÞaðErEnginn Logi Gunnarsson Besti varnarmiðherji sem ég hef spilað með, þó ég hafi spilað með fjöldan allan af liðum í Evrópu. Ég tók þátt í mörgum landsleikjum með " Big Frikk" og hann oftar en ekki pakkaði miðherjum stóru þjóðana þó þeir væru 10 -15 cm stærri. Íslenskir körfuboltaáhugamenn sáu kannski ekki alla þessa leiki þar sem þeir voru margir spilaðir erlendis og kannski átta sumir sig ekki á því að Frikki var nógu góður til að spila allan sinn feril í atvinnumennsku. Kolbrún Jóna Pétursdóttir Var að heyra að Prinsessa væri flutt í götuna mína. Þarf að fara að baka eplapæið handa nýja nágrannanum mínum Berglind Bjarna-Ástudóttir er ekki örugglega til nóg af eplum í Búbbubúð?

ð i e k s m á n n n u r G rúar. Aðeins 17.500 kr. hefst 3. feb

. + 1 mánuður í framhaldstíma 1 mánuður á grunnnámskeið Sportklúbbsins. 30% afsláttur fyrir meðlimi sinu. ossfit Suðurnes og Sporthú Innifalinn er aðgangur að Cr

Námskeið 1 kl.6:05

Námskeið 2 kl.12:05

mánudaga, miðvikudaga og

Námskeið 3 kl.18:30

fimmtudaga

hússins. Skráning í afgreiðslu Sport u. Greiðsla staðfestir skráning Nánari upplýsingar veitir

id.is

Fanney, fanney@sporthus

Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is

4 tbl 2014  

4.tbl.35.árg.

4 tbl 2014  

4.tbl.35.árg.

Advertisement