4.tbl.2013

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Fáðu lyfseðilinn sendan rafrænt beint í apótekið og lyfin eru tilbúin þegar þú kemur. Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

Hringbraut 99 - 577 1150

vf.is

F IMMTUdagur inn 3 1. janúar 2 0 13 • 4. tö lubla ð • 34. á rga ngur

Grjótkrabbinn er nýjasti landneminn VF-MYNDIR: Eyþór Sæmundsson

„Rannsóknir, vöruþróun og vinnsla á sama tíma. Það er alveg einstakt,“ segir Halldór Pálmar Halldórsson

R

annsóknasetur HÍ á Suðurnesjum sem staðsett er í Sandgerði hlaut á dögunum styrk vegna spennandi verkefnis þar sem vonast er til að hægt verði að nýta nýjan grjótkrabbastofn við Íslands strendur. Niðurstöður rannsókna benda til þess að grjótkrabbastofninn sé lífvænlegur og í veiðanlegu magni hér við land. Verkefnið gengur út á veiðar, vinnslu og markaðssetningu á grjótkrabbanum sem er ný tegund hér við land en er þekkt nytjategund við NA-strönd Ameríku. Krabbinn fannst við strendur Íslands árið 2006 en hann hefur að öllum líkindum borist hingað með kjölfestuvatni. Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum segist vona að krabbinn nái að festa sig í sessi hér við land. Hann telur þó að fara verði varlega í að fagna komu landnemans strax en spurning er hvernig þróunin verði á stofninum hér við land. Öflugt markaðsstarf er grundvöllur þess að vel takist til og mun Þekkingarsetur Suðurnesja vinna að kynningar- og markaðsmálum. Hráefnisöflun verður í höndum Arctic ehf. og Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum. „Við værum þó ekki að þessu ef ekki væri fyrir vaxtarsamninginn. Hann skiptir ótrúlega miklu máli,“ segir Halldór en verkefnið hlaut styrk að upphæð ein milljón króna. Hann segir verkefnið einnig hafa getið af sér samstarf á milli ýmissa aðila og það þykir honum vera jákvætt og gott.

Stefnt er að vinnsluprófunum hjá Slægingarþjónustu Suðurnesja og til þess notuð sérþekking og tæki í eigu Arctic ehf. sem sér um veiðar á krabbanum. Megináherslan verður lögð á þær vinnsluaðferðir sem gefið hafa besta raun, þ.e. vinnsla á heilum kröbbum. Við aukið framboð af kröbbum sem ætla má að verði í framtíðinni, mun sú þekking á mismunandi vinnsluaðferðum sem þegar hefur skapast innan klasans, reynast mjög verðmæt. Áætlaður árangur verkefnisins er margþættur. Með því forskoti sem fæst með verkefninu í vinnslu, vöruþróun og markaðssetningu afurðanna má ætla að verkefnið leiði til verðmætasköpunar, aukinnar veltu,

útflutnings og fjölgunar starfa hjá fyrirtækjunum. Verkefnið mun að mati Halldórs skila auknum rannsóknum og þekkingu á Suðurnesjum og efla þá rannsóknastarfsemi sem fyrir er. Nú þegar hefur verkefnið leitt til nokkurra verkefna háskólanema, bæði í grunnnámi og á framhaldsstigi, og að auki leitt til samstarfs ólíkra aðila sem framhald verður væntanlega á. „Þarna fara saman rannsóknir, vöruþróun og vinnsla á sama tíma. Það er alveg einstakt,“ segir Halldór. Meginmarkmið verkefnisins er þó að sögn Halldórs að komast að því hvernig hægt sé að hámarka verðmæti þeirrar auðlindar sem grjótkrabbinn er.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.