Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
NÝR OG BETRI OPNUNARTÍMI
Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17
OPIÐ ALLA DAGA 10-20
kræsingar & kostakjör
NETTÓ REYKJANESBÆ
Auglýsingasíminn er 421 0001
vf.is
F IMMTUDAGUR 8. O KTÓ BE R 2 0 15 • 39. TÖ LU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R
Gengið eftir Tjarnargötu í haustblíðunni
Það er orðið haustlegt yfirbragð á gróðrinum og alveg kjörið að skella sér í göngutúr og njóta haustlitanna. Þessar gengu eftir gangstéttinni við Tjarnargötu í Keflavík og var ferðinni heitið á bókasafn Reykjanesbæjar til að skila góðri bók. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fámennt á íbúafundi andstæðinga byggingar kísilvers Thorsils í Helguvík:
Það er alltaf hægt að komast út úr samingum ef vilji er fyrir hendi „Ég er sannfærður um að sú staðreynd að niðurstaða kosninganna verði ekki bindandi hafi haft áhrif á það hversu fáir mættu á fundinn. Umræður voru samt góðar og fjörugar og baráttuandinn hjá þeim sem eru á móti efldist við fundinn,“ segir Benóný Harðarson, fundarstjóri og einn
skipuleggjenda íbúafundar á Mánagrund í Reykjanesbæ í fyrrakvöld. Tilefni fundarins var bygging kísilvers Thorsils í Helguvík en milli 40 og 50 manns mættu á fundinn. Hópurinn sem að fundinum stóð safnaði í sumar undirskriftum yfir 25 prósent kosn-
ingabærra íbúa Reykjanesbæjar sem vilja fá að kjósa um breytingu á deiliskipulagi í Helguvík vegna fyrirhugaðrar byggingar kísilversins. Áætlað er að kosningarnar muni fara fram 8. til 20. nóvember en bæjarstjórn hefur samþykkt að niðurstaða þeirra
verði ekki bindandi. „Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, sagði að kosningarnar myndu ekki skipta neinu máli en það verða haldnir fleiri fundir fyrir kosningarnar og fólk verður að gera sér grein fyrir að auðvitað skipta niðurstöðurnar máli sama hvað bæjarstjórinn segir,“ sagði Benóný. Sjá nánar á bls 15.
Ný íslensk netverslun með aðsetur á Ásbrú:
„Getum valdið byltingu í vöruverði“ X„Við X erum stór hópur fólks sem sættir sig ekki við að borga allt frá áttfalt eða jafnvel fimmtánfalt verð fyrir vöru, aðeins vegna tolla, milliliða og flutningsmáta. Oshop.is hefur verið í undirbúningi sl. 4 ár eða allt frá því samningarviðræður hófust á milli Íslands og Kína um fríverslun,“ segir Védís Hervör Árnadóttir, framkvæmdastjóri Oshop, sem er ný vefverslun sem hefur aðsetur á Ásbrú í Rreykjanesbæ. „Við sýnum það strax í verðinu sem við kynnum að ef almenningur tekur þessu vel, getum við saman valdið byltingu í verðlagi á Íslandi og gefum engan afslátt í gæðum,“ segir Védís jafnframt. Oshop.is er ný hugsun í verslun, ný íslensk netverslun sem opnaði sl föstudag. Oshop. is hefur það markmið að bylta verðlagi sérvöru á Íslandi fyrir almenning. Markmið oshop.is er að ná gæðavöru á sem allra bestu verði, segir Védís. „Við herjum sérstaklega á þá vöruflokka sem eru hvað dýrastir hér á Klakanum. Við eltumst ekki við merkjavöru né bjóðum við upp á ólöglegar eftirlíkingar. Viðskiptavinir kaupa kynnta vöru beint af oshop.is en geta einnig leitað uppi vörur á stórum alþjóðlegum netverslunum og kannað síðan hvort Oshop nær að skila vörunni á lægra verði með safnkaupum og hagkvæmari flutningsmáta. Íslenskir starfsmenn eru m.a. staðsettir í Kína þar sem oshop.is rekur vöruhús. Starfsmenn þar kanna gæði vöru frá framleiðanda, áður en gefin er heimild á að flytja vöruna til Íslands. Þar er jafnframt séð um að pakka vörunni áður en hún leggur af stað til kaupanda á Íslandi. Varan fer síðan í fjölsendingu til Íslands, til að lækka flutningskostnað. Nánar er fjallað um netverslunina á vef Víkurfrétta, vf.is.
FÍTON / SÍA
VIKULEGUR MAGASÍNÞÁTTUR SJÓNVARPS VÍKURFRÉTTA einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
HORFÐU Í KVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN
rnesjum!
Alltaf eitthvað nýtt frá Suðu