39 tbl 2014

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Stórir draumar hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja

Þekkt vörumerki ekki nóg

bls. 6

bls. 12

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 9. O KTÓ BE R 2 0 14 • 39. TÖLU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R

VF-mynd: Eyþór Sæmundsson

Milljarða framkvæmd sem skapar 30 störf

Ö

rþörungaverksmiðja líftæknifyrirtækisns Algalífs hefur tekið til starfa á Ásbrú í Reykjanesbæ, aðeins átta mánuðum eftir undirritun fjárfestingasamnings. Þessi tveggja milljarða króna græna fjárfesting skapar þrjátíu ný störf á Suðurnesjum í fullkomnustu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum. Á myndinni hér til hliðar opnar Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verksmiðjuna formlega með því að klippa á grænan borða. Nánar má lesa um verkefnið á síðu 2 í Víkurfréttum í dag.

Hitamál út af fiskifýlu í Grindavík -Eigandi eins stærsta fiskvinnslufyrirtækisins hótaði að hætta að styrkja íþróttahreyfinguna ef hann fengi ekki framlengt starfsleyfi. Fékk leyfið framlengt til fjögurra ára þrátt fyrir mótmæli Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Vandræðagangur í bæjarstjórn Grindavíkur út af málinu.

FÍTON / SÍA

„Ef ég er að styrkja íþróttalífið í Grindavík og bæjarapparatið ætlar að setja fyrir okkur fótinn, þá er ekki hægt að styrkja íþróttastarfið. Það er bara verið að benda á að ef fyrirtækið lokar þá getur það ekki styrkt íþróttastarfið,“ segir Hermann T. Ólafsson, eigandi Stakkavíkur, eins stærsta fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækis í Grindavík en hann sendi í vor hótun í tölvupósti til bæjarfulltrúa Grindavíkur og forráðamanna Ungmennafélags Grindavíkur þess efnis að fái hann ekki starfsleyfi til fjögurra ára fyrir fyrirtækið Þurrkaðar fiskafurðir, sem hann á helmingshlut í, þá myndi fyrirtæki hans (Stakkavík) hætta stuðningi við íþróttastarf í bæjarfélaginu. Hermann og fyrirtæki hans hafa verið einn stærsti stuðningsaðili íþrótta í Grindavík um árabil.

einföld reiknivél á ebox.is

Vandræðgangur var með afgreiðslu málsins í Bæjarstjórn Grindavíkur fyrir kosningarnar í vor og ekki samstaða um málið á þeim bæ. Svo fór að lokum að fulltrúi Grindavíkurlistans (G-listans) keyrði í gegn samþykkt á fundi Heilbrigðisnefndar Suðurnesja um að Þurrkaðar fiskafurðir fengju starfsleyfið til fjögurra ára, þrátt fyrir hávær mótmæli og þvert á vilja Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar og fulltrúi G-lista, segir að ekki hafi verið samstaða um málið í bæjarstjórninni. „Við fórum hins vegar og kynntum okkur málið mjög vel áður en tekin var ákvörðun um þetta í heilbrigðisnefndinni. Við kynntum okkur hvernig búnaðurinn virkaði, heimsóttum fyrirtækið og ræddum við sérfræðinga hjá Matís. Við vissum líka

að það að vera með ársleyfi setur fyrirtæki í erfiða stöðu þegar þau eru að fjárfesta og byggja upp.“ „Bærinn hefur hagsmuni af því að fyrirtæki styðji við íþróttastarf í bænum, þá á bærinn að styðja vel við bakið á okkur líka, en ekki brjóta okkur niður,“ segir Hermann og líkir málinu við hryðjuverk. „Svona starfsemi á ekki heima inni í þéttbýli. Það eru tvær fiskþurrkanir í Garðinum og þar eru eilífar kvartanir og vandamál í kringum þetta. Fólk einfaldlega kærir sig ekki um þessa lykt inni hjá sér. Við viljum að þessi fyrirtæki færi sig fjarri mannabyggð. Úti á Reykjanesi er kjörinn staður fyrir svona fyrirtæki,“ sagði Magnús Guðjónsson hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Ítarleg umfjöllun um þetta hitamál á bls 10 og 11.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Yfir 200 ný störf á hverju ári

K

eflavíkurflugvöllur mun stækka ört á næsta áratug. Árið 2023, eftir níu ár, verður fjöldi farþega sem fer um Flugstöð Leifs Eiríkssonar kominn yfir sjö milljónir. Störfum í tengslum við flugvöllinn mun fjölga hratt á næstu árum en þumalputtareglan er að til verði 900 ný störf fyrir hverja milljón farþega sem fjölgar um. Samkvæmt áætlunum Isavia mun störfum fjölga jafnt og þétt eða um yfir 200 ár ári. Þannig mætti segja að ígildi álvers verði til í tengslum við flugið á Keflavíkurflugvelli á tveggja ára fresti næsta áratuginn. Nánar um vöxtinn á Keflavíkurflugvelli í viðtali VF við Þröst V. Söring, framkvæmdastjóra flugvallarsviðs Keflavíkurflugvallar í þessu tölublaði.

ILMANDI OKTÓBER 15% afsláttur af völdum dömu og herra ilmum. Gildir frá 4. - 19. október.

Hringbraut 99 - 577 1150


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.