Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Höfum fengið nýt t símanúmer 590 5090
Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
vf.is
F IMMTUDAGUR 1. O KTÓ BE R 2 0 15 • 3 8. TÖ LUBLA Ð • 36. Á RGA NGU R
Bæjarstjórn Grindavíkur:
Jakkafatajóga á bókasafninu
XXJakkafatajóga er nýjung sem Ágústa Gissurardóttir kynnti í bókasafni Reykjanesbæjar fyrr í þessari viku. Kynningin var hluti af dagskrá Heilsu- og forvarnarviku bæjarfélagsins. Jakkafatajóga er ekki bara fyrir þá sem vinna í jakkafötum heldur alla sem sitja mikið í vinnunni. Við sýnum ykkur meira frá því í Sjónvarpi Víkurfrétta í þessari viku. VF-mynd/pket.
Ekki eining hjá meirihlutaflokkunum um móttöku flóttamanna
E
kki var eining í meirihluta bæjarstjórnar Grindavíkur um mótttöku flóttamanna. Tillaga Mörtu Sigurðardóttur, Samfylkingu, um að taka á móti flóttamönnum var samþykkt með fjórum atkvæðum B, S og G-lista á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag. Þrír fulltrúar D-lista sátu hjá og bókuðu að ekki væri tímabært að fara í viðræður við Velferðarráðuneytið um móttöku á flóttamönnum. D-listi er í meirihlutasamstarfi með Grindavíkurlista (G). Í bókun Sjálfstæðismanna segir: „Eftir skoðun á minnisblaði sem unnið var af bæjarstjóra Grindavíkur er það okkar
mat að húsnæðisskortur er í Grindavík og vegur það þyngst við þessa ákvörðun. Nú þegar hafa allnokkur sveitarfélög boðist til þess að fara í viðræður við velferðarráðuneytið um móttöku á flóttamönnum. Mörg af þeim stærri eru talsvert betur í stakk búin til verkefnisins varðandi þjónustu eins og túlkun, sálfræðiaðstoð, og fl. Þar sem stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um hversu marga flóttamenn á að taka inn til landsins teljum við ekki tímabært að fara í þessa vinnu að svo stöddu. Þegar það skýrist og það verður vöntun á sveitarfélögum til að taka við flóttamönnum, erum við að sjálfsögðu tilbúin til að endurskoða okkar afstöðu.“
Háaleitisskóli heildstæður og nýr skóli í Innri-Njarðvík 2017
Miklu færri þiggja framfærslubætur
ræðsluráð Reykjanesbæjar er að skoða möguleika á því að gera Háaleitisskóla á Ásbrú að heildstæðum skóla. Þá verði nemendur í honum frá 1. til 10. bekkjar í stað 7. bekkjar í dag. Í fundargerð fræðsluráðs er sagt að skoða þyrfti samstarf við Keili um kennslu valgreina, verkefni Öndvegisskóla og frumkvöðlasetrið á Ásbrú. Kallað verði eftir hugmyndum frá
stjórnendum skólans um útfærsluna og nýta stuðning annarra skóla við valgreinar. Nemendur annarra skóla gætu einnig sótt valgreinatíma í Keili. Í fundargerð fræðsluráðs er einnig rætt um framtíðarstöðu skólahalds í Innri-Njarðvík. Fræðslustjóri skýrði frá hugmyndum um að vinna að málinu með íbúum hverfisins og í fræðsluráði. Undirbúningur er hafinn og stefnt að því að nýr skóli taki til starfa 2017.
Nærri 10% færri þáðu húsaleigubætur
U
m þriðjungi færri einstaklingar fengu fjárhagslega aðstoð frá Reykjanesbæ í júlí og ágúst miðað við sömu mánuði í fyrra. Þá var tæplega 10% minna greitt í húsaleigubætur nú en í fyrra. Þetta kemur fram í fundar-
FÍTON / SÍA
F
einföld reiknivél á ebox.is
gerð Velferðarsviðs Reykjanesbæjar. Í júlí 2015 fengu 126 einstaklingar fjárhagsaðstoð samtals kr. 14,7 millj. kr.. Í sama mánuði 2014 voru greiddar 20,1 millj. kr. til 191 einstaklinga.
Í júlí 2015 voru greiddar kr. 32.690.767,- í húsaleigubætur. Árið 2014 var greitt í sama mánuði kr. 35.348.158. Í ágúst 2015 var greitt kr. 32.509.449,en árið 2014 var greitt í sama mánuði kr. 34.920.535.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Sjónvarp Víkurfrétta
Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN