Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
-í
bls 10
eldhúsinu bls 13
Enginn ætti að elda nema að hafa hvítvín við hönd
Hrökklaðist hræddur aftur inn í skápinn
vf.is
F IMMTUDAGUR INN 2 5 . SE PTE MBE R 2 0 14 • 37. TÖLU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R
35.000 tré gróðursett á Ásbrú XXÁ næstu þremur árum verða gróðursett 20.000 tré innan íbúðabyggðarinnar á Ásbrú. Nemendur í 4. bekk Háaleitisskóla settu niður fyrstu trén með aðstoð stjórnar og starfsmanna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, KADECO, á degi Íslenskrar náttúru í síðustu viku og marka þar með upphaf nýs kafla í umhverfisendurbótum fyrrum varnarsvæðisins. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar
hefur á undanförnum þremur árum unnið að aukinni trjárækt á Ásbrú. Gróðursetningin hefur verið unnin í samstarfi við Reykjanesbæ og Skógræktarfélag Suðurnesja. Alls hafa, á þessum þremur árum, verið gróðursett yfir 15.000 tré flest í jaðri byggðar Ásbrúar meðfram Reykjanesbrautinni en einnig á svæðum innan Ásbrúar. - Sjá nánar á vf.is.
Myndarlegur hópur skólabarna úr 4. bekk Háaleitisskóla ásamt stjórn og starfsmönnum Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. VF-mynd: Hilmar Bragi
Yfir þrjúþúsund störf á leynilista - listinn „trúnaðarmál af hinu góða“ og á bara heima á skrifstofu hafnarstjóra
K
FÍTON / SÍA
ristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagði á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að góðar fréttir væru í fundargögnum Atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar. Vísaði Kristinn þar til lista sem ráðið lumar á og inniheldur 3166 atvinnutækifæri. Kristinn sagðist á bæjarstjórnarfundinum í fullum rétti til að ræða málið, þar sem hann eða fulltrúar Framsóknarflokksins ættu ekki sæti í Atvinnu- og hafnarráði Reykjanesbæjar. „Verkefnalisti atvinnutækifæra í Reykjanesbæ“ er plagg sem Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Atvinnu- og hafnaráðs hefur umsjón með. Listinn var lagður fram á síðasta fundi ráðsins þar sem farið var
einföld reiknivél á ebox.is
yfir hann með stjórnarmönnum. Þá kemur fram að listinn verði uppfærður samkvæmt upplýsingum frá stjórnarmönnum. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra, sagði á bæjarstjórnarfundinum í Reykjanesbæ í síðustu viku að verkefnalistinn yfir atvinnutækifæri í Reykjanesbæ væri í endurskoðun. Hann sagði að listinn væri umdeildur og ýmislegt á honum þarfnist endurskoðunar. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði listann vera vinnuplagg hafnarstjórans og mjög gróf áætlun um hugsanlega mannaflaþörf þeirra fyrirtækja sem eru að koma eða hafa í hyggju að koma. Hann sagði listann vera vinnuplagg
sem ætti heima inni á skrifstofu hafnarstjórans og vinnuplagg fyrir atvinnu- og hafnarráð „en ekki gagn sem við eigum að taka sem heilagan sannleika hér á bæjarstjórnarfundi“. Jóhann Snorri Sigurbergsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði á bæjarstjórnarfundinum að á listinn væri skrá yfir þá aðila sem hafa rætt við bæjaryfirvöld eða sóst eftir aðstöðu við höfnina. Verkefnin á listanum væru flokkaskipt eftir því hversu langt þau væru komin. Hann sagði gott að geta fylgst með verkefnunum á þennan hátt en listinn „væri trúnaðarmál af hinu góða“ enda var ekki upplýst á bæjarstjórnarfundinum um hvaða atvinnutækifæri væri að ræða.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
20 - 30 grunnskólakennara vantar í Reykjanesbæ Grafalvarlegt mál segir fræðslustjóri RNB. „Við vorum nánast með kennara í öllum stöðum fyrir ári síðan. Á milli 20 og 30 kennara vantar núna til að manna allar stöður í grunnskólum í Reykjanesbæ, segir Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar. Landlægt vandamál sé að ekki útskrifist nógu margir kennarar til að halda í við eðlilega endurnýjun í stéttinni. Vandamálið að ekki útskrifist nógu margir kennarar til að halda í við eðlilega endurnýjun í stéttinni sé þó á landsvísu, kennara vanti víða um land. „Við lengingu á náminu höfðu kennarar og kennaranemar væntingar um meiri launahækkanir er raunin var. Námið þarf auðvitað að borga sig til að ungt fólk sæki í það. Önnur skýring er á kennaraskortinum er að að námið var lengt og lengri tíma tekur að útskrifa nýja kennara.“ Gylfi Jón segir að hjólin í atvinnulífinu séu aðeins byrjuð að snúast aftur og þá leiti kennarar í betur launuð störf. Um 220 kennarar starfa í Reykjanesbæ en á þriðja tug leiðbeinenda eru í kennarastöðum á undanþágum. „Þetta er grafalvarlegt mál hjá okkur. Leiðbeinendur eru gott og oft hámenntað fólk sem stendur sig vel og er stýrt af góðum stjórnendum í samstarfi við kennara. Við höfum bara sett markið hátt í Reykjanesbæ að okkar skólar séu með þeim bestu á landinu og hluti af því er að við viljum hafa menntaða kennara í þessum stöðum.“ Þá segir Gylfi Jón að kennarar í Reykjanesbæ séu í fararbroddi vegna góðs árangurs í skólamálum og hann vonar að sá árangur laði að hæft fólk. „Við þurfum að tryggja okkar grunnmenntun þannig að meginþorri okkar nemenda fari í framhaldsnám og starfi síðan í sinni heimabyggð, hvort sem það er kennsla eða eitthvað annað.“