36 tbl 2015

Page 1

FLUG&FJÖR

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

Vöxturinn í flugstöðinni og heimatónleikar í Keflavík

Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN í kvöld kl. 21:30

Auglýsingasíminn er 421 0001

Þátturinn er endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring og aftur um helgina.

vf.is

F IMMTUDAGUR 17. SE PTE MBE R 2 0 15 • 3 6. TÖLU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R

XÞó X svo komið sé fram í miðjan september er ferðamannastraumur um Flugstöð Leifs Eiríkssonar enn mjög mikill. Þar standa yfir miklar framkvæmdir til að bregðast við aukningu í farþegaflutningum. Í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld verður púlsinn tekinn á lífinu í flugstöðinni. Það er ekki bara líf við flugstöðina því á öðrum svæðum flugvallarins blómstrar einnig starfsemi. Hervélar hafa verið tíðir gestir að undanförnu. Um er að ræða bandarískar flugsveitir á leið yfir Atlantshafið. Sveitirnar eru skipaðar fjölda A10 árásarvéla sem njóta stuðnings eldsneytis- og birgðaflutningavéla. Þá hafa hervélar í loftrýmisgæslu einnig verið áberandi. Innan um allt þetta hernaðarbrölt blómstrar svo friðsöm starfsemi Flugakademíu Keilis. Myndin er tekin á dögunum þar sem sjá má vélar flugskólans í forgrunni og bandarískar hervélar þar á bakvið.

Ys og þys á Keflavíkurflugvelli Vinsæll ferðamannavegur á Reykjanesi er gjörónýtur:

Fæddi barn eftir að hafa hossast að Reykjanesvita

V

FÍTON / SÍA

egurinn að Reykjanesvita er svo slæmur að verðandi mæður eru farnar að nota veginn í fæðingarhjálp. Þeir sem aka veginn, sem er slæmur malarvegur, mega eiga von á að hossast og hristast á grjóthörðum og holóttum veginum. Kristín Guðmundsdóttir Hammer er nýbökuð móðir í Grindavík. Hún gerði sér ferð að Reykjanesvita um hádegi síðasta laugardag með fjölskyldu sína, komin á steypirinn. „Það er nú ekki hægt að neita því að það tók vel í bumbuna að fara þennan holótta veg og fékk ég einhverja samdrætti. Fyrstu alvöru verkirnir komu svo rúmlega 17 og drengurinn var fæddur rúmlega 22 á laugardagskvöld,“ segir Kristín í samtali við Víkurfréttir. Drengurinn fædd-

einföld reiknivél á ebox.is

ist jafnframt í belgnum og það er víst talið gæfumerki, þó svo vegurinn að Reykjanesvita sé ekki gæfulegur. Drengurinn vóg 3355 gr. og var 50 sentimetrar en hann fæddist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bæði móður og barni heilsast vel en þau eru nú komin í faðm fjölskyldunnar í Grindavík. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar hefur átt nokkra fundi með Vegagerðinni um ástand vegarins. Hann var lagaður að hluta með veghefli í sumar en keyra þarf fyllingu í veginn til að gera hann ásættanlegan. Í næstu viku mun Vegagerðin fara í verðkönnun og gera kostnaðarmat á því hvað kostar að leggja klæðningu á veginn að Reykjanesvita. Gert er ráð fyrir að fyllingarefni verði ekið í veginn nú í haust og að hann verði lagður klæðningu næsta sumar.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

Eins og sjá má er ástand vegarins mjög bágborið. VF-mynd: Hilmar Bragi.

Drengurinn nýfæddur eftir að móðirin hafði hossast í bíl að Reykjanesvita.

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Sjónvarp Víkurfrétta

Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.