36 tbl 2014

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Útibúi Landsbankans í Sandgerði lokað:

„Að ákveðnu leyti eru þetta vonbrigði fyrir mig“

Bls 10

Bls 13

Sigri Suðurnesjaliðin tolla þau uppi

■■Ný revía í undibúningi hjá Leikfélagi Keflavíkur:

„Með ryk í auga“

Bls 15

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 18. SE PTE MBE R 2 0 14 • 3 6. T ÖLU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R

Gunnuhver laðar að fjölda gesta „Svæðið er lifandi þessa dagana og við höfum orðið vör við meiri áhuga á því. Við erum að sjá hérna mikinn fjölda ferðamanna og gesta sem eru að koma til að sjá og upplifa hvað er að gerast,“ segir Eggert Sólberg Jónsson, verkefnastjóri hjá Heklunni. Í tengslum við ferðaþjónustu á Reykjanesi sé Gunnuhver er hluti af heildinni sem verið er að skapa með Reykjanes Jarðvang. „Það er mjög góð yfirsýn yfir svæðið af pöllunum sem eru nú báðir opnir eftir að lögreglan lokaði öðrum tímabundið,“ segir Eggert.

Keilir í kuldanum í nýjum fjárlögum Bifröst fékk 160 milljónir vegna „Nám er vinnandi vegur“

P

FÍTON / SÍA

áll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi bar upp spurningar um verkefnið Nám er vinnandi vegur á Alþingi í gær. Þar furðar hann sig á vinnubrögðum ríkisstjórnar við styrkveitingar í verkefninu. Keilir á Ásbrú sendi inn umsókn samkvæmt auglýsingu. Skólinn átti svo að mæta á fund hjá menntamálaráðuneytinu, en þeim fundi var frestað. Þetta var í nóvember á síðasta ári. Leið og beið í málinu og Keilismenn heyrðu ekkert.

einföld reiknivél á ebox.is

Síðan kemur það upp úr krafsinu í nýju fjárlögunum að Bifröst hafði hlotið styrkinn upp á 160 milljónir. Bifröst ekki á lista umsækjenda „Niðurstaðan í fjárlögunum er síðan sú að Háskólinn á Bifröst fær alla úthlutunina, 160 millj. kr. Mig langar bara til að vita hvers vegna það er. Hvers vegna fer þetta allt á einn stað og hvers vegna var ekki haft samband við aðrar stofnanir? Eftir því sem mínar heimildir segja

var Bifröst ekki einu sinni á lista þeirra sem voru að sækja um eða sendu inn hugmyndir,“ segir þingmaðurinn í fyrirspurn til ráðherra um fjárlögin. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra svaraði Páli á þá leið að skipaður hafi verið starfshópur um verkefnið sem hafi svo ákveðið hvernig fjármununum skyldi varið. „Ég var reyndar ekki sáttur við þá aðferðafræði sem þar var lögð til grundvallar og tel að þessir fjármunir hafi ekki nýst nægilega vel. Síðan var skipaður starfshópur þar

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

sem komu að aðilar frá atvinnulífinu, verkalýðshreyfingunni o.s.frv. sem unnu að því að útfæra það hvernig þessum fjármunum var varið. Ég get ekki á þessari stundu tjáð mig nákvæmar um þetta en ef þingmaðurinn óskar þess þá get ég skoðað það alveg sérstaklega,“ sagði ráðherra við spurningum Páls. Nám er vinnandi vegur er samstarfsverkefni fyrri ríkisstjórnar við aðila vinnumarkaðarins um átak á sviði vinnumarkaðsaðgerða

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

og eflingu menntunar í samræmi við tillögur samráðshóps um vinnumarkaðsmál. Vinnumálastofnun sá um framkvæmd verkefnisins gagnvart atvinnuleitendum. Í tölum frá Menntamálaráðuneytinu kemur fram að af þeim atvinnuleitendum sem gert hafa námssamning eru 242 manns búsettir á landsbyggðinni. Tæplega helmingur af þeim, eða 103 manns eru með lögheimili á Suðurnesjunum.

Sjónvarp Víkurfrétta

Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
36 tbl 2014 by Víkurfréttir ehf - Issuu