Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
vf.is
F IMMTUDAGUR 10. SE PTE MBE R 2 0 15 • 3 5 . TÖLU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R
Árgangaganga eins og stórfljót á Hafnargötu
Slitnaði upp í Njarðvíkurhöfn:
Makrílbátur endaði uppi í grjóti XXMakrílbáturinn Hreggi AK slitnaði upp í Njarðvíkurhöfn í óveðrinu í fyrrinótt og rak upp í grjót innan hafnarinnar. Björgunarsveitin Suðurnes var kölluð til ásamt lögreglu og hafnsögubátnum Auðunni. Böndum var komið á bátinn, sem var kominn á hliðina í grjótinu þannig að sjór flæddi inn fyrir borðstokkinn, og hann dreginn aftur á flot og komið að bryggju. Meðfylgjandi mynd tók Siggeir Pálsson hjá Björgunarsveitinni Suðurnes á vettvangi í Njarðvíkurhöfn.
S
Innpakkaður í trampólín í óveðri
FÍTON / SÍA
extánda Ljósanótt í Reykjanesbæ fór fram um síðustu helgi þar sem tugþúsundir bæjarbúa og gesta komu saman á hápunkti hátíðarinnar á laugardagskvöldið þegar fram fóru stórtónleikar á sviði á hátíðarsvæðinu, ljósin á Berginu voru kveikt og því fagnað með glæsilegri flugeldasýningu sem var sérstök í ár þar sem ljósagangurinn hvarf að hluta á bakvið súldarský. Fyrr um daginn söfnuðust þúsundir saman við Hafnargötuna og sameinuðust í hinni árlegu árgangagöngu sem svo rann niður Hafnargötuna eins og stórfljót að hátíðarsvæðinu. Nánar er fjallað um Ljósanótt í miðopnu VF og einnig í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld á ÍNN kl. 21:30.
einföld reiknivél á ebox.is
XÍbúi X í Sandgerði kom að bílnum sínum innpökkuðum í trampólín eftir óveðrið sem gekk yfir Suðurnes í fyrrinótt. Þrátt fyrir viðvaranir um að mikið óveður væri í vændum, þá létu einhverjir þær sem vind um eyru þjóta. Á meðfylgjandi mynd sem Kristinn Ingi Hjaltalín tók í Sandgerði í gærmorgun má sjá trampólínið þar sem það umvefur jepplinginn. Ekki er vitað um stórtjón af völdum veðursins en víða fóru smáhlutir af stað. Gámur fauk um koll í Grófinni í Keflavík, fánar slitnuðu niður og grill létu ófriðlega.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Mannlaus á rúntinum XXBifreið sem lagt hafði verið í bifreiðastæði í Keflavík lagði óvænt af stað og rann aftur á bak út úr stæðinu, norður Hafnargötu þar sem hún fór þversum á götunni og hafnaði á annarri bifreið sem var kyrrstæð og mannlaus í nokkurri fjarlægð. Lítilsháttar skemmdir urðu á báðum bifreiðunum en ekki urðu aðrar afleiðingar af ferðalagi þeirrar fyrrnefndu.