Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
vf.is
F IMMTUDAGUR 3 . SE PTE MBE R 2 0 15 • 3 4. TÖ LU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R
Gleðilega Ljósanótt með Víkurfréttum XXAuk hefðbundinnar útgáfu Víkurfrétta sem reyndar er mjög vegleg eða 48 bls. gefa VF út sérstakt dagskrárrit sem dreift er í hús í Reykjanesbæ en einnig víðar, m.a. liggur það frammi á mörgum sýningarstöðum og verslunum. Í ritinu sem er í handhægu broti er að finna alla dagskrárliði Ljósanætur 2015, kort af sýningarsvæðinu og auglýsingar.
Dagskrá 2. til 6. Ljósanæ septem tur daga na ber n.k .
Reykja nesbæ r 2015
ljosano
Ljósmyndaleikur á Ljósanótt XXVíkurfréttir efna til ljósmyndaleiks á Ljósanótt. Valdar verða þrjár myndir sem fá vegleg verðlaun. Greint verður frá því í næsta blaði og á vf.is. Settu mynd eða myndir frá Ljósanótt 2015 á Facebook síðu þína og merku þær #vikurfrettir. Þá áttu möguleika á vinningi.
Andlit bæjarbúa á aðal sýningu Ljósanætur XXLjósanótt var þjófstartað í gærkvöldi með söngskemmtun Bliks í auga, „Lög unga fólksins“ í Andrews salnum á Ásbrú. Húsfyllir var á tónleikunum og stemmningin frábær. Ljósanótt var síðan formlega sett með blöðrusleppingum grunnskólabarna við Myllubakkaskóla í morgun. Við tekur gríðarlega umfangsmikil menningar- og fjölskyldudagskrá sem stendur fram á sunnudagskvöld. „Við erum stolt af því að heimamenn eru í aðalhlutverkum í dag-
FÍTON / SÍA
Makrílveisla í Keflavíkurhöfn
einföld reiknivél á ebox.is
skránni. Undirbúningur hefur gengið vel og við erum tilbúin í þessa sextándu ljósahátíð okkar,“ sagði Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar. Sjónvarp Víkurfrétta tók aðeins forskot á sæluna og leit við á aðalsýningu Ljósanætur 2015, „Andlit bæjarins“ í aðalsýningarsal Duushúsa. Björgvin Guðmundsson, ljósmyndari í áhugaljósmyndarafélaginu Ljósopi var í óða önn að setja upp 300 myndir af bæjarbúum sem hann myndaði í sumar. Hann stefnir að
því að gera ljósamyndabók með myndunum. Fyrirsæturnar geta keypt myndirnar á sýningunni en peningana ætlar Björgvin að nota til að fjármagna bókaútgáfuna.Þá ætlar hann að bjóða fleirum að koma í myndatöku á Ljósanótt. „Það fór eiginlega allt sumarið í þetta en verkefnið var gríðarlega skemmtilegt.“ Hann lýsir því í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta í vikulegum þætti sem er sýndur á ÍNN frá kl. 21.30 (og svo á 2 klst. fresti í sólarhring) og einnig á vf.is. VF-mynd/pket.
XXÞað hefur verið mikið makrílfjör við og í Keflavíkurhöfn síðustu daga og þessum sprettharða fiski verið landað í miklu magni frá bátum og þá hafa stangveiðimenn ekki látið sitt eftir liggja og einnig rifið hann upp. „Það er búið að vera gaman að vera hér á bryggjunni undanfarið. Menn róta makrílnum upp og svo hefur selur verið hér í sömu veislu. Honum hefur ekki leiðst,“ sagði einn af nokkrum bryggjugestum við VF. Sem sagt makrílfjör í hæstu hæðum þó verð hafi lækkað og erfiðar gangi að selja hann.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Rafræn Helguvíkurkosning verður ekki bindandi XXBæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að undirbúa íbúakosningu vegna deiliskipulags í Helguvík. Lagt til að kosningin fari fram á tímabilinu frá 8. til 20. nóvember nk. og standi í 10 daga og að miðað verði við 18 ára aldur kjósenda. Þá var samþykkt á fundi bæjarráðs í morgun að niðurstaða kosninganna verði ekki bindandi. Bæjarráð samþykkti einnig að óska eftir því við ráðherra að íbúakosningin fari eingöngu fram með rafrænum hætti og að kjörskrá vegna kosninganna verði á rafrænu formi.
ÞJÁLFUN LAUS PLÁSS
tt.is