33 2015

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

vf.is

F IMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2 0 15 • 3 3 . TÖ LUBLA Ð • 36. Á RGA NGU R

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja:

Bíða út vikuna með að auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum - fjórtán uppsagnir enn til staðar Stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, ætla að bíða út vikuna með að auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum til starfa hjá stofnuninni. Fimmtán hjúkrunarfræðingar sögðu upp störfum sínum í sumar í kjarabaráttu. Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir að sl. föstudag hafi ein af þessum fimmtán uppsögnum verið dregin til baka. Eftir standa því 14 hjúkrunarfræðingar sem hafa sagt upp störfum við stofnunina. Í samtali við Víkurfréttir sagði Halldór að hjúkrunarfræðingar væru þessa dagana að kynna sér kjör sín í kjölfar úrskurðar kjaradóms. Þessi vika fengi því að líða áður en ráðist yrði í að auglýsa lausar stöður á HSS.

Palli vildi sjálfsmynd með Sandgerðingum Stærsta „sjálfa“ Sandgerðis var tekin í gær þegar Sandgerðisdagar voru settir með formlegum hætti í Grunnskóla Sandgerðis. Þangað mætti sjálfur Páll Óskar og skemmti skólabörnunum og fékk þau til að hreyfa sig við taktfasta tónlist. Þegar fjörið náði hámarki kallaði söngvarinn ljósmyndara á svið til að fá mynd af sér með nemendum skólans. Þetta var árangurinn, kannski ekki svokölluð selfie en a.m.k. mynd af Páli sjálfum.

Samningur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja við Gravitas:

Innlagnir sjúklinga af skurðdeild skapa meiri vinnu - veita sjúklingum Gravitas meiri þjónustu í september

H

FÍTON / SÍA

eilbrigðisstofnun Suðurnesja vonast til að starfsemi skurðdeildar HSS haldi áfram í vetur. Stofnunin gerði í byrjun sumars samning við fyrirtækið Gravitas, sem Auðun Sigurðsson skurðlæknir rekur, en Auðun hefur sérhæft sig í aðgerðum vegna yfirþyngdar. Samningur HSS og Gravitas er tímabundinn og nær til loka september á þessu ári. Gravitas leggur til starfsfólk á sjálfa skurð-

einföld reiknivél á ebox.is

stofuna, en HSS til annarra verka, m.a. í móttöku, skráningu, vöknun, sótthreinsun o.fl. Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, vonast til að þessi starfsemi haldi áfram á skurðstofunni í vetur. Ekki hafi verið gengið frá samningum milli HSS og Gravitas en í september verður starfsemin umfangsmeiri fyrir starfsfólk HSS þar sem gert er ráð fyrir innlögnum

sjúklinga eftir aðgerðir samhliða aðgerðum þar sem sjúklingar fara heim sama dag og aðgerð fer fram. Þá vonast Halldór jafnframt til að fleiri aðilar komi og nýti sér skurðdeild HSS fyrst starfsemi hennar sé á annað borð komin í gang að nýju en samningur HSS og Gravitas er grunnur að frekari starfsemi á skurðdeildinni.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Sex sóttu um prest í Keflavík XXSex umsækjendur voru um starfs prests í Keflavíkurkirkju en frestur til að sækja um embættið rann út 7. ágúst sl. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar en viðtöl við umsækjendur fara fram í lok þessarar viku. Í valnefnd eru níu manns úr Keflavíkursókn auk prófasts. Umsækjendur eru þessir: Mag. theol. Dís Gylfadóttir. Cand. theol. Erla Björk Jónsdóttir. Cand. theol. Eva Björk Valdimarsdóttir. Mag. theol. Fritz Már Berndsen Jörgensson. Cand. theol. María Gunnarsdóttir. Séra Þórhallur Heimisson.

Verið tímanlega með auglýsingar í Ljósanæturblað Víkurfrétta 3. september.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
33 2015 by Víkurfréttir ehf - Issuu