Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Senn líður að

Mundu að panta tíma í sjónmælingu hjá okkur í síma 421-3811

Ljósanótt

vf.is

FIMMTUdagurinn 16. ágúst 2012 • 32. tölubl að • 33. árgangur

›› Nýr bæjarstjóri

›› Arnór Ingvi

›› Ferðaþjónusta

Hræðist ekki málin í Garðinum

Hermenn aftur til Keflavíkur

„Erfitt að kveðja Keflvíkinga

› Síða 2

› Síða 14

› Síða 23

Hagnaður af Suðurnesjalöggu í uppsafnaðan halla

V

erkefni lögreglunnar á Suðurnesjum á árinu 2011 voru umtalsverð og á það við um allar deildir og starfseiningar. Mikil aukning varð á flugumferð til og frá landinu sem hafði í för með sér auknar kröfur til landamæraeftirlits segir lögreglustjórinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir m.a. í nýrri ársskýslu lögreglunnar á Suðurnesjunum sem birt var á dögunum. Þar segir hún ennfremur að það hafi staðið upp úr í starfinu að ekkert dauðsfall varð í umferðinni í umdæminu á árinu 2011 og er það að sönnu gleðilegt. Ríflega tíu milljóna króna afgangur varð á rekstri innan ársins og fóru þær til greiðslu upp í uppsafnaðan halla embættisins frá fyrri árum. Fleiri fréttir úr ársskýrslunni á bls. 18.

14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011

spennandi uknattleikir ehf.

Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17

to.

kosti með gen.

endur vænn er ari

Skemmtilegur yndisgarður að Langholti 4.

Opið allan sólarhringinn Hraundalur 1. Snyrtilegur og vel hirtur garður.

Viðurkenningar fyrir fagurt umhverfi í Reykjanesbæ

S

TM

Fitjum - sjá nánar á bls. 23

kemmtileg hefð hefur skapast fyrir því að veita þeim sem af stakri prýði sinna Þaðviðurkenningu er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undanumhverfi sínu og þannig fegra bæinn. úrslitum Iceland Express-deildar karlaUmhverfisí körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er 2:2. ogOddaleikur skipulagssvið Reykjanesbæjar afhendir í dag um- í Reykjavík í kvöld. Spennan er ekki minni verður í viðureign liðanna í KR-heimilinu hverfisverðlaun í Víkingaheimum kl.17. Í blaðinu í úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar orðin 2:0 má sjáKeflavík myndir eftir af þeim og görðum sem fengu Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar fyrir tvo húsum æsispennandi háspennuleiki. viðurkenningar í ár. Nánar á bls. 8. kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB

NÝ T T

Morgu nver matseð ðarill A ðeins í b Subway oði á Fitjum

VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND

Vegleg útgáfa VF á Ljósanótt að venju. Hafið samband við auglýsingadeild tímanlega.

| www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |

rðarbraut 13 @heklakef.is

Easy ÞvoTTaEfni

Holtsgötu 52 - 260 Reykjanesbæ s. 420 5000 - Fax: 421 5946

Easy MýkingarEfni


2

FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Hræðist ekki erfiðu málin

HÆFINGARSTÖÐIN

SKEMMTILEGT OG FJÖLBREYTT STARF Hæfingarstöðin, dagþjónusta fyrir fatlað fólk óskar eftir tveimur starfsmönnum í 70% og 50% stöður. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt, hentar jafnt konum sem körlum. Þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst. Upplýsingar gefur forstöðumaður Fanney St. Sigurðardóttir í síma 420-3250 fanney.st.sigurdardottir@reykjanesbaer.is Fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar

LISTASAFN

REYKJANESBÆJAR Sýningunni Millilandamyndir lýkur sunnudaginn 19. ágúst. 45 verk eftir ýmsa listamenn. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur. Duushús, Duusgötu 2-8, opið virka daga 12:00-17:00, helgar 13:00 -17:00

TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR

Laust er til umsóknar starf ræstitæknis við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, um er að ræða 100% stöðu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. september nk. Nánari upplýsingar veitir Haraldur Á Haraldsson, skólastjóri í síma 421-1153 eða á netfangið haraldur.a.haraldsson@reykjanesbaer.is Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf og er umsóknarfrestur til 27. ágúst.

UMHVERFISVIÐURKENNINGAR

M

-segir Magnús Stefánsson nýráðinn bæjarstjóri í Garði

agnús Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra var ráðinn bæjarstjóri í Garði fyrir rétt rúmum mánuði. Magnús var ráðinn til starfa eftir að meirihlutinn í Garði sagði upp ráðningarsamningi við Ásmund Friðriksson fyrrum bæjarstjóra. Ferill Magnúsar er glæstur en hann hóf feril sinn í stjórnmálum sem bæjarritari í Ólafsvík og sveitarstjóri í Grundarfirði áður en hann tók sæti á Alþingi árið 1995. Magnús var félagsmálaráðherra 2006-2007 og lét af þingmennsku vorið 2009. Magnús var einnig framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi 1999-2001. Síðustu þrjú ár hefur Magnús unnið að ýmsum ráðgjafar- og rekstrarverkefnum. Frá árinu 2010 hefur Magnús setið í fjölmörgum nefndum sem þingmaður, m.a. í samgöngunefnd, landbúnaðarnefnd, félagsmálanefnd, utanríkisnefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd, umhverfisnefnd, fjárlaganefnd og einnig sem formaður fjárlaganefndar, kjörbréfanefnd, efnahagsog skattanefnd, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. Á alþjóðavettvangi hefur Magnús starfað m.a. í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 1995-1999, Íslandsdeild ÖSE-þingsins 2001-2003 sem formaður, Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um Norðurskautsmál 2002-2006, Íslandsdeild NATO-þingsins 2003-2006 og 2007-2009. Víkurfréttir tóku hús á Magnúsi nú fyrir skömmu og spurðu hann hvernig hann kynni við sig í nýja starfinu. Magnús hefur nú verið við störf í tæpan mánuð sem bæjarstjóri. Hann segir það ágætt að taka við svona starfi þegar það er svona rólegt yfir enda þurfi hann að koma sér inn í ýmis mál. Magnús segist kunna vel við sig

en hann segir blaðamanni frá því að hann hafi einungis þekkt tvær manneskjur í Garðinum áður en hann kom til starfa. „Svo kannast maður strax við fleiri þegar maður kemur í bæinn,“ segir hann. Hvernig er að koma inn í málin hérna í Garðinum sem oft á tíðum hafa verið ansi eldfim og umdeild, er þetta eitthvað sem hræðir þig eða hlakkar þú til að takast á við verkefnin? „Það hræddi mig ekki neitt. Þennan tíma sem ég hef verið hér hef ég ekki orðið var við neitt óvenjulegt. Ég trúi því að hér sé gott að starfa. Ég veit að hér hefur verið mikið starf í gangi við það að koma hlutunum í gott stand og ég mun að sjálfsögðu leggja mig fram við það líka, myndirnar eru að skýrast og ég hlakka bara til að takast á við þessi verkefni“ segir Magnús en hann kann afar vel við fólkið í Garðinum. „Mér líst mjög vel á starfsfólk bæjarins, það sem ég hef kynnst af því. Það er gott að starfa með þessu fólki og það hefur aðstoðað mig í því að komast inn í hlutina hérna.

Umhverfis- og skipulagssvið veitir viðurkenningar fyrir fallega garða og snyrtileg hús, auk þess sem styrkir verða afhentir úr umhverfissjóði Reykjanesbæjar, fimmtudaginn 16. ágúst. klukkan 17:00 í Víkingaheimum. Allir velkomnir.

Hvað er það sem þú hefur hugsað þér að afreka í starfi þínu sem bæjarstjóri í Garðinum? „Ég legg mig fram við að leysa þetta starf vel af hendi í þágu bæjarbúa og allra hér á svæðinu. Ég er nú þannig gerður að ég legg mig yfirleitt fram við að vinna vel með fólkinu í kringum mig og í sameiningu þá hefst þetta,“ sagði Magnús að lokum.

›› Fréttaskýring – málefni hælisleitenda:

Flóttafólki skal ekki refsað fyrir fölsuð skilríki Í

Umhverfisviðurkenningar og úthlutanir úr umhverfissjóði.

Hefurðu myndað þér skoðun á bæjarbragnum í Garðinum? „Ekki ennþá þar sem ég er ekki orðinn búsettur hérna en það stendur til, maður kemst fyrst í takt við bæinn þegar maður býr á staðnum. Mér finnst þetta vera vinalegt samfélag hérna og get ímyndað mér að hér sé mjög gott að búa.“ Magnús segir að hann sé þegar búinn að hafa samband við kollega sína í nærliggjandi sveitarfélögum. „Það er auðvitað mikið samstarf á milli þessara sveitarfélaga og þetta er meira og minna allt fólk sem ég þekki úr fyrri störfum. Ég hef góða tengingu inn í bæjar- og sveitarstjórnarmálum á Íslandi og þekki mikið af fólki í þeim bransa, það er allt hið besta mál.“

umræðunni um hælisleitendur hefur orðræðan oft snúist um að hér séu glæpamenn á ferð, þeir noti fölsuð skilríki og brjóti þar af leiðandi lög. Einnig hafa komið upp nokkrar smygltilraunir þar sem hælisleitendur hafa orðið vísir að því að reyna að flýja úr landi með flutningaskipum eða farþegaflugvél. Í sumar komu hingað ungir hælisleitendur með fölsuð skilríki sem hafa mikið verið í fjölmiðlum, en raunin er sú að flestir hælisleitendur hafa slík skilríki með í fórum sér. Þetta stafar af því að þau ríki sem þau koma frá geta verið ófús að gefa út vegabréf eða þá að viðkomandi þorir ekki að nota sín eigin skilríki vegna hættu á að vera handtekinn á flugvellinum vegna þess að viðkomandi er ofsóttur af stjórnvöldum. Fölsuð skilríki er því oft eina leiðin fyrir flóttafólk að flýja hættulegar eða óbærilegar aðstæður og komast til annarra landa til þess að sækja um hæli.

Í Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna kemur fram að ekki skuli refsa flóttafólki fyrir að framvísa stolnum eða fölsuðum vegabréfum. Þrátt fyrir að það sé ólöglegt að framvísa stolnum og fölsuðum skilríkjum njóta flóttamenn verndar gegn þessu sakhæfi sökum stöðu sinnar. Því ætti það að vera svo að allir sem óska eftir hæli um leið og þeir koma til landsins ættu ekki að vera vistaðir í fangelsi þrátt fyrir að hafa framvísað stolnum eða fölsuðum skilríkjum. Ísland er skuldbundið til að fara eftir alþjóðlegum samningum sem ríkið hefur gert en dómafordæmi

hér á landi í þessum málum hefur verið á þá leið að hælisleitendur hafa yfirleitt fengið 30 daga fangelsisdóm ef þeir framvísa stolnum eða fölsuðum skilríkjum. Þetta veldur því að þeir hælisleitendur sem fá dvalarleyfi á landinu byrja aðlögun sína að samfélaginu með dóm á bakinu og eru komnir á sakaskrá, sem veldur því að takmörkun er á því hvaða vinnu þeir geta sótt um í kjölfar veitingu atvinnuleyfis. Einnig hefur fólk velt því fyrir sér hvers vegna hælisleitendur hafa sífellt komist upp með smygltilraunir, bæði í flutningaskip og flugvélar. Fyrirtækin sem verða fyrir skaða af smygltilraunum verða sjálf að leggja fram kæru ef vilji er fyrir því og hefur Icelandair nú þegar lagt fram kæru á hendur tveggja hælisleitenda sem komu sér fyrir í óleyfi inni á klósetti einna véla flugfélagsins.


3

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012

LISTDANSSKÓLI REYKJANESBÆJAR

BRYN BALLETT AKADEMÍAN

Skráning er hafin á www.bryn.is

Skólanámskrá BRYN býður upp á námsframboð til samræmis við kröfur menntamálaráðuneytisins um kennslu í listdansi. Boðið er upp á fjölbreytt og metnaðarfullt nám við skólann og er listdansskólanum skipt í 4 námsleiðir: Klassíska listdansbraut, Nútíma listdansbraut, Almenna braut og Forskóla.

FRAMHALDSSKÓLADEILD – LISTDANSBRAUT hefst miðvikudaginn 22. ágúst INNTÖKUPRÓF - mánudaginn 20. ágúst kl. 18:00 - 19:30. Skráning er hafin á www.bryn.is Krefjandi og árangursríkt nám fyrir þá sem hafa áhuga á listdansi. Listdansnámið er samkvæmt aðalnámskrá mennta - og menningamálaráðuneytisins á framhaldsskólastigi og skólanámskrá BRYN. Æskilegt er að nemendur hafi lokið grunnnámi í listdansi eða sambærilegu námi. Áfangar í boði: Klassískur ballett, táskótækni, nútímalistdans, djassdans og spuni. Ef þú ert 16 ára og eldri og búin að velja kjarna áfanga hjá FS þá getur þú tekið valáfanga sem er metin til eininga hjá Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Nemendur geta sótt um nám á framhaldsstigi á þrenns konar forsendum: 1. 2. 3.

Nemandi er skráður á listnámsbraut á listdanskjörsviði í framhaldsskóla. Nemandi er skráður á bóknámsbraut eða starfsnámsbraut í framhaldsskóla og tekur einingar í BRYN sem valgreinar. Nemandi er eingöngu skráður í nám í BRYN.

GRUNNSKÓLADEILD - LISTDANSBRAUT hefst miðvikudaginn 22. ágúst INNTÖKUPRÓF - þriðjudaginn 21. ágúst 9 - 12 ára kl. 17:00 - 18:00 og 13 - 15 ára kl. 18:00 - 19:30 Skráning er hafin á www.bryn.is Listdansnám á grunnskólastigi fyrir 9 - 15 ára. Inntökuskilyrði er á listdansbrautina til þess að meta samstarfsvilja nemanda og áhuga hans á dansi. Námið er krefjandi og samkvæmt aðalnámsskrá BRYN og mennta- og menningarmálaráðuneytsins fyrir grunnnám í listdansskóla. Frá 9 - 10 ára er kenndur klassískur ballett/karakter og djassdans, 11 - 12 ára stunda klassískan ballett/karakter, táskótækni, nútímalistdans og djassdans/spuna. 13 - 15 ára stunda klassískan ballett/karakter, táskótækni/dansverk, nútímalistdans, djassdans og listdanssögu.

ALMENN BRAUT - TÓMSTUNDABRAUT hefst mánudaginn 3. september Almenna brautin er fyrir þá sem eingöngu vilja stunda dans sem tómstund, einu sinni til tvisvar sinnum í viku. Áfangar í boði: Djassballett og klassískur ballett. Skemmtilegir og metnaðarfullir tímar fyrir þá sem vilja ná árangri í dansi og jafnvel undirbúa sig undir enn meira dansnám á listdansbraut sem er krefjandi nám. Aldurshópar: 7 - 9 ára, 10 - 12 ára, 13 - 15 ára og 16 ára og eldri.

FORSKÓLI hefst mánudaginn 3. september Forskóladeild skólans skiptist í fjóra flokka: 1. Flokkur: 3 - 4 ára ballett 2. Flokkur: 5 ára ballett og steppdans 3. Flokkur: 6 ára ballett og steppdans 4. Flokkur: 7 - 8 ára klassískur ballett/karakter og djassdans (fornám fyrir listdansbraut). HEIMSÆKIÐ VEFSÍÐU SKÓLANS OG FÁIÐ FREKARI UPPLÝSINGAR UM NÁMIÐ WWW.BRYN.IS Bryn Ballett Akademían er listdansskóli Reykjanesbæjar, viðurkenndur til kennslu á grunnnámi í listdansi og einnig á framhaldsskólastigi af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Skólinn hefur það að markmiði að veita nemendum þekkingu og sterka undirstöðu í klassískum ballett og nútímalistdansi á heimsvísu.

Sími: 426 5560 - www.bryn.is - bryn@bryn.is


4 markhonnun.is

FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

USA nautagrillsteik Kræsingar & kostakjör

tur t á l s f a 40%

1.799 áður 2.998 kr/kg

bestu tilboðin plómUr

ýSUflök

kjúklingUr

okkAR - fERSkuR

500 G ASkjA

okkAR - fRoSin

ttUr

50% AfSlá

199

694

áður 398 kr/pk

987

áður 798 kr/kg

áður 1.299 kr/kg

X-trA kAffi

pepSi/pepSi mAX

400 GR

330 Ml

Ur

látt 100 kr AfS

289 áður 389 kr/pk

ttUr

34% AfSlá

HAmBorgArAr eASy UppþvottAlögUr XXl 6500 STk.MlfRySTiVARA

2fyrir 1

65

199

áður 99 kr/stk

áður 398 kr/2stk

kr/2stk

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


5

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012

BrAzil grísavöðvi

1.198 áður 1.498 kr/kg

Í nettó glóAldin SAfi - 1l

gUlrótArBrAUð BAkAð á StAðnUm*

50% AfSláttUr

39% AfSláttUr

áður 489 kr/stk

tAlent eldHúSrúllUr

169 áður 225 kr/stk

coop SAlerniSpAppír 16 STk

4 STk

*Gildir ekki um Nettó Salaveigi

298

299

NÝBAKAÐ

pizzUr nice’n eASy

áður 598 kr/stk

comfort tAUmýkir 750 G

ttUr

40% AfSlá

179 áður 298 kr/pk

869 áður 1.198 kr/pk

299 áður 399 kr/stk

Tilboðin gilda 16. - 19. ágúst Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6

FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Leiðari Víkurfrétta

vf.is

Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Ferðamennskan er ekkert grín Það sjá sennilega flestir að það er allt morandi í ferðamönnum á þessu skeri okkar og tölur sýna það að stöðugt fleiri ferðamenn heimsækja Ísland ár frá ári. Mikið hitamál tengt ferðaþjónustu hérlendis kom upp núna í vikunni þegar kunngerðar voru færslur ríkisstjórnarinnar á hótel- og gistiþjónustu í almennt virðisaukaskattþrep. Frá 7% í 25,5% sem óneitanlega er mikil hækkun. Skiptar skoðanir eru á þessum málum og í blaði okkar í dag má sjá ummæli frá fjármálaráðherra okkar Suðurnesjamanna, Oddnýju Harðardóttur og jafnframt er birt viðtal við Steinþór Jónsson formann gistináttanefndar Samtaka ferðaþjónustunnar og eiganda Hótel Keflavíkur sem segir hækkunina vera fráleita. Telur hann jafnframt að þessar áætlanir fari langt með það að rústa ferðamennsku á svæðinu. Sitt sýnist hverjum í því og ætla ég ekki að tíunda það frekar hér. Hins vegar er mikið um að vera í ferðamennsku á svæðinu og ýmsar háleitar hugmyndir á lofti. Spennandi verkefni tengt Ásbrúarsvæðinu er að fara í gang sem tengist hermönnum sem ferðamönnum. Aftur gæti því gamli völlurinn orðið fullur af hermönnum ef allt gengur eftir, hvern hefði grunað það. Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis er einn af þeim sem hafa veg og vanda að verkefninu og hann segir

Eyþór Sæmundsson, blaðamaður

að samstaða í ferðamálum hér á svæðinu sé mjög mikilvæg. Gangi hugmyndirnar eftir telur hann að verkefnið geti valdið straumhvörfum í ferðamálum Reykjaness. Nánar er fjallað um það mál á síðu 14 hér í blaðinu. Við fórum líka á stúfana og heyrðum í aðilum sem tengjast ferðaþjómustu á svæðinu með ýmsum hætti og við munum halda því áfram á næstunni. Einnig höldum við áfram umfjöllun okkar um mál hælisleitenda en þau mál halda áfram að vera á milli tannanna á fólki. Að lokum er vert að minnast á metnaðarfulla óperu sem Jóhann Smári Sævarsson og ýmsir góðir aðilar standa fyrir í Reykjanesbæ um þessar mundir. Þar er á ferðinni glæsilegt framtak sem blæs sannarlega lífi í menningarlífið á Suðurnesjum.

Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 23. ágúst 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða fusi@vf.is

„Fjármálaráðherra áformar að rústa ferðaþjónustu“ O

-umtalsverð hækkun á hótelgistingu undanfarin ár hefur ekki haft áhrif, segir Oddný Harðardóttir

ddný Harðardóttir fjármálaráðherra gerði í vikunni grein fyrir hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu á Íslandi, en hækkunin hefur vakið hörð viðbrögð hjá aðilum í ferðaþjónustu. „Fjármálaráðherra okkar Suðurnesjamanna áformar að rústa ferðaþjónustu á svæðinu með nýju heimsmeti á virðisaukaskatti,“ sagði Steinþór Jónsson formaður gistináttanefndar Samtaka ferðaþjónustunnar í samtali við vef Víkurfrétta í fyrradag. Oddný svaraði ummælum Steinþórs og sagði hann nota stór orð um fyrirhugaða færslu hótel- og gistiþjónustu í almennt virðisaukaskattþrep. Steinþór segir í viðtali við VF þessa hugmynd um hækkun vera bæði alltof háa og koma allt of seint, enda séu samningar og verðskrár í ferðaþjónustu gefnar út með 18 til 20 mánaða fyrirvara. Öll hækkun skatta innan þess tímaramma komi því beint niður á gististöðum og að stóru leyti eftir það. Hann bendir á að í þessu samhengi hafi aðeins 3 af 33 löndum í Evrópu virðisaukaskatt á gistingu í efra þrepi og er meðaltal virðisaukaskatts nú um 10% í þessum löndum. Steinþór segir einnig það skjóta skökku við að ráðherra frá Suðurnesjum, þar sem ferðaþjónustan er yngst og mestur uppgangur á sér stað, skuli hafa klárt frumkvæði að skattlagningu sem án alls vafa feli í

L sér fækkun ferðamanna og um leið fækki atvinnutækifærum, m.a. við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Flugþjónustan hér á svæðinu skapar vel á annað þúsund störf, ferðaþjónustan með Bláa lónið í fararbroddi annað eins og nýráðningar í þessum geira haldið hæstu atvinnuleysisprósentu landsins neðar en annars væri. Sá mikli fjöldi sem nú í sumar gat loks yfirgefið atvinnuleysið í von um framtíðarstörf er nú aftur kominn á byrjunarreit. Suðurnesin hafa ennþá hlutfallslega flesta á atvinnuleysisskrá og hlutfallslega langflesta starfandi við ferðaþjónustu á landinu og þetta eru hugmyndir ráðherra Suðurnesjamanna“. Oddný svaraði Steinþóri og segist ekki ætla að elta ólar við stóryrðin

sem ekki eiga við rök að styðjast. „Ég vil frekar ræða við hagsmunaaðila beint en í gegnum fjölmiðla. Þó er ein fullyrðing Steinþórs sem ég get ekki látið hjá líða að leiðrétta. Hann segir í viðtali við Víkurfréttir: „Það er ljóst að ef hótelog gististaðaeigandur hefðu talið sig geta hækkað verðin síðustu ár hefðu þeir gert það því afkomutölur greinarinnar eru því miður ekki góðar. Fjölgun ferðamanna gaf þó von um að afkoman gæti farið batnandi en sá draumur virðist nú þegar vera úti. Nú á að slátra Gullgæsinni og draga úr ferðamannastraum til Íslands.“ Það er sannarlega ánægjulegt að ferðaþjónustan vaxi og dafni, bæði á Suðurnesjum sem og um allt land. Umtalsverð hækkun á verðlagningu hótel- og gistiþjónustu undanfarinna ára hefur ekki haft hamlandi áhrif á fjölda ferðamanna til landsins. Þeim hefur þvert á móti fjölgað svo mikið að ferðaþjónusta er nú ein þriggja meginstoða atvinnulífsins á Íslandi. Engin ástæða er til að draga upp kolsvarta mynd af framtíðinni. Það er eðlilegt að fulltrúar hótelog gististaða verji hagsmuni sína þegar áformað er að hækka virðisaukaskattinn upp í það þrep sem flest önnur þjónusta í landinu býr við. Betra er þó að hafa það sem sannara reynist í þeirri hagsmunabaráttu.

Fjórir vindar í Garði

istamaðurinn Helgi Valdimarsson færði Sveitarfélaginu Garði heldur veglega gjöf á dögunum. Hann færði bænum forláta listaverk sem stendur á horni Heiðarbrautar og Garðbrautar fyrir framan bæjarskrifstofur í Garði. Nýr bæjarstjóri í Garði, Magnús

Stefánsson veitti gjöfinni móttöku en listaverkið á að tákna höfuðáttirnar fjórar að sögn listamannsins. Listamaðurinn hafði það á orði að hann teldi vanta slíkan áttavita í bæinn því sjálfur væri hann ekki alltaf með áttirnar á hreinu. Verkið kallar Helgi Fjóra vinda.

Fjölskyldudagar í Vogunum

F

jölskyldudagar verða haldnir í Vogunum helgina 16.-19. ágúst. Fjölbreytt dagskrá er í boði þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og áhersla lögð á virka þátttöku bæjarbúa. Dagarnir hefjast með golfmóti fimmtudaginn 16. ágúst kl. 09:00. Á föstudagskvöldinu verður nýr heimavöllur Þróttar vígður og í framhaldi af því munu Þróttarar taka á móti liði Grundarfjarðar í æsispennandi leik. Að leik loknum verður varðeldur og foreldrum boðið að grilla sykurpúða fyrir yngri kynslóðina. Á laugardeginum hefst dagskráin kl. 9:30 með fjölskyldudorgveiði. Fjölbreytt dagskrá verður í Aragerði þar sem m.a. verður boðið upp á leiktæki, tónlist, fjársjóðsleit, list-

flug, karamelluflug, Brúðubílinn, sölutjöld og sápufótbolta. Um kvöldmatarleytið verður hverfagrill á þremur stöðum í Vogunum og upp úr kl. 20:00 sameinast síðan allir í Aragerði. Þar fara fram hverfaleikar, íþróttaálfurinn og Solla stirða kíkja í heimsókn, Melkorka Rós ásamt Jóhannesi Bjarka, Valdimar Guðmundsson og Magni munu halda uppi stuði fram að magnaðri flugeldasýningu sem fer í loftið um kl. 23:00. Sunnudagurinn verður helgaður menningu og listum. Má þar nefna list- og handverkssýningu, bæjargöngu, kvikmyndasýningu og þjóðlagahópinn Osminka frá Tékklandi. Nánari upplýsingar um dagskrána er hægt fá á heimasíðu Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is.


Fjölbreytt fundaraðstaða

Fundarstaður: Ásbrú

Á ÁsbRú eR FRÁbæR aðstaða til Funda og RÁðsteFna aF öllum stæRðum og geRðum. FyRiRlestRasaliR Á svæðinu eru allir búnir nýjasta tækjabúnaði, þ.á m. myndvarpa, tjaldi og hljóðkerfi í stærri sölum eins og andrews-leikhúsinu. svanurinn í eldey er tæplega 120 m2 hugarflugsrými með töflum á tveimur stórum veggjum, en salinn má einnig nota til fyrirlestra. Önnur þjónusta á svæðinu, t.d. veitingaþjónusta, er fyrsta flokks og nálægð við flugvöllinn hentar sérstaklega vel fyrir alþjóðlegar

Ásbrú í Reykjanesbæ er samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs.

ráðstefnur. Nýttu þér frábæra aðstöðu í spennandi og skapandi umhverfi sem hentar vel undir hugmynda- og stefnumótunarvinnu fyrirtækja og hópa. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Sími 425 2100 | fyrirspurnir@kadeco.is


8

FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

VIÐBURÐIR Á LJÓSANÓTT Viðburði á Ljósanótt þarf að skrá á vef Ljósanætur, ljosanott.is. Þannig fara þeir inn í dagskrá og kynningarefni Ljósanætur. Síðasti dagur til að koma dagskrárviðburðum í prentaða dagskrá er 20. ágúst. Þetta er gert með því að smella á flipann „Skrá viðburð“ á forsíðu og setja inn upplýsingar og mynd tengda viðburðinum.

ROKKSTOKK 2012 Ungir tónlistarmenn og hljómsveitir takið eftir ! Samsuð í samstarfi við Ljósanæturnefnd kynnir tónlistarkeppnina Rokkstokk 2012 sem haldin verður í Frumleikhúsinu fimmtudaginn 30. ágúst nk. Glæsileg verðlaun í boði. Skráning og nánari upplýsingar á netfangið hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is eða í síma 898-1394

HELGARVINNA

Í VÍKINGAHEIMUM OG DUUSHÚSUM Óskum eftir áhugasömu fólki í helgarvinnu og afleysingar í Víkingaheimum og Duushúsum. Lágmarksaldur 20 ár, áhugi á sögu og listum skilyrði. Sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund, snyrtimennska og nokkur kunnátta í erlendum tungumálum nauðsynleg. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf. Umsóknarfrestur er til 27. ágúst.

Freyjuvellir 6

›› Reykjanesbær – veitir viðurkenningar fyrir:

Fagurt umhverfi S

kemmtileg hefð hefur skapast fyrir því að veita viðurkenningu þeim sem af stakri prýði sinna umhverfi sínu og þannig fegra bæinn. Mikill tími og kostnaður getur farið í að sinna stórum heimagarði og margir sem sinna görðunum sínum vel og eru til fyrirmyndar. Íbúar eiga þakkir skilið fyrir fjölda tilnefninga og fyrir löngu búið að sýna það og sanna að gróður vex vel og dafnar hér suður með sjó. Umhverfis- og skipulagssvið hefur nú tekið að sér það verkefni að yfirfara tilnefningar og veita viðurkenningar. Þetta var ekki auðvelt verkefni og margir verðugir garðar á listanum. Í dag verða viðurkenningar fyrir 2012 afhentar með athöfn í Víkingaheimum klukkan 17:00.

Viðurkenningar hljóta: • Svavar Garðarsson Hafnargata 42, fyrir vel uppgert eldra hús. • Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fyrir fallegan innri garð. • Jónas Jóhannesson og Erla Hildur Jónsdóttir Borgarvegur 1, fyrir góða samþættingu á nýjum palli og eldri gróðri. • Jón Gunnarsson og Guðrún Gunnarsdóttir Hraundalur 1, fyrir snyrtilegan og vel hirtan garð. • Hannes Friðriksson og Þórunn Benediktsdóttir Freyjuvellir 6, fyrir vel hannaðan og fallegan garð. • Ásgeir Eiríksson og Ólöf Jónsdóttir Heimavellir 13, fyrir góða samþættingu á villtri náttúru og fallegum heimagarði. • Örn Bergsteinsson og Þorgerður Aradóttir Langholt 4, fyrir fallegan yndisgarð.

Borgarvegur 1

INNILEIKJAGARÐUR Innileikjagarðurinn er farinn að taka við bókunum fyrir afmælisveislur. Innileikjagarðurinn opnar svo í byrjun september. Bókanir eru í síma 898-1394

Hafnargata 42

AKURSKÓLI

Hraundalur 1

LAUS STÖRF

Heimavellir 13

Akurskóli auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar: Starfsmaður skóla/stuðningsfulltrúi Starfar með nemendum í leik og starfi utan og innan kennslustofu. Menntun og hæfni • Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi æskileg. • Hæfni í mannlegum samskiptum Frístundaskóli/Akurskjól Starfsmenn frístundaskóla vinna með börnum í skipulögðu starfi eftir að hefðbundnu skólastarfi er lokið Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf

HSS

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um þessi störf. Nánari upplýsingar um störfin veita Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri og Bryndís Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 420-4550

Langholt 4


9

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012

Verð

159

krónur stk.

Ýmsar gerðir yddara

Staedtler blýantur HB. Þríhyrndur. Margir litir.

A4 Tímaritabox fást í mörgum litum.

Sjáðu Verðið!

Verð

399

Verð

269

Milliblöð A4 plast. 6 litir.

krónur

krónur

Milliblöð A4. Númeruð frá 1- 12.

Verð

799

krónur stk.

Vildarklúbbur fyrir námsmenn

5%

Sérstök vildarverð á völdum vörum. Taktu eftir merkinu!

Verð

379

krónur stk.

afsláttur af ÖLLUM SKÓLAVÖRUM einnig af tilboðum

A5 Stílabók vírheft 9mm. Ýmsir litir.

Skráðu þig í næstu heimsókn!

30% afSláttur með VildarafSlætti

LOKSINS!

Skiptibókamarkaður Griffils í Eymundsson Reykjanesbæ.

69,-

Verð nú kr. Verð áður kr. 99,Gildir til og með 17. ágúst.


10

FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

STARFSMAÐUR ÓSKAST Í SKÓLASEL GERÐASKÓLA Starfsmaður óskast í hlutastarf í skólasel Gerðaskóla. Um er að ræða gæslustarf með yngri nemendum skólans frá lokum skóladags til um kl. 16:00. Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi sem er tilbúinn í krefjandi og jafnframt gefandi starf með börnum. Upplýsingar gefa skólastjórnendur í síma 422-7020. Umsóknir skulu berast til skólastjóra. Umsóknir má senda í netfangið: skarphedinn@gerdaskoli.is.

SKÓLASETNING Stóru-Vogaskóli, Vogum Skólaárið 2012-2013 Skólasetning verður miðvikudaginn 22. ágúst í Tjarnarsal 6.-10. bekkur mæti kl. 10 1.-5. bekkur mæti kl. 11 Foreldrar/forráðamenn velkomnir með nemendum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst. Starfsfólk Stóru-Vogaskóla

GRUNNSKÓLAR REYKJANESBÆJAR

Crossfit fólk lætur gott af sér leiða

C

rossfit íþróttin er sannarlega búin að ryðja sér til rúms hér á Íslandi og þar eru Suðurnesin engin undantekning. Nú ætlar Crossfitfólk hér í Reykjanesbæ að láta gott af sér leiða og halda sérstakt góðgerðar Wod (workout of the day, æfingu dagins) í dag þar sem þátttökugjald, sem er 2.500 krónur, rennur til styrktar FSMA félaginu á Íslandi. Bjarni Sigurðsson ætlar sér að gera gott betur en að taka þátt í Crossfit söfnunni á fimmtudag en hann mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn ásamt konu sinni Kristjönu Margréti Harðardóttur. Kristjana er með SMA taugahrörnunarsjúkdóm og hefur síðastliðin þrjú ár þurft að styðjast við hjólastól. Bjarni ætlar því að hlaupa með hana í sérstökum hlaupahjólastól. Kristjana var ákaflega þakklát fyrir hlýhug í hennar garð þegar blaðamaður Víkurfrétta heyrði í henni. „Þetta er bara stórkostlegt og ég átti engan veginn von á þessu. Ég er alveg æðislega þakklát fyrir þetta framtak,“ sagði Kristjana. Bjarni hljóp 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra og safnaði þá 100 þúsund krónum fyrir FSMA samtökin. „Hann hljóp í fyrra og stóð sig vel. Hann hafði svo gaman af þessu að hann langaði að leyfa mér að upplifa þetta með honum í ár.“ Stefnan var að hlaupa á næsta ári en Kristjana segir að síðan Bjarni hafi byrjað að æfa Crossfit í byrjun árs þá

hafi áætlanir þeirra breyst. „Hann er bara kominn í svo gott form að við ákváðum að taka þátt núna í ár,“ en Bjarni ætlar aftur að fara 10 km, en nú er Kristjana með í för. Kristjana greindist með sjúkdóminn þegar hún var rúmlega eins árs gömul. Hún hefur enn styrk í fótum en hún hefur undanfarin ár þurft að notast við hjólastól. Crossfit tíminn til styrktar framtakinu fer fram í dag frá klukkan 1719 hjá Crossfit Reykjanesbæ. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta mætt þar á Holtsgötu 52 í Njarðvík eða styrkt Bjarna og Kristjönu á hlaupastyrkur.is.

SKÓLASETNING Í GRUNNSKÓLUM REYKJANESBÆJAR VERÐUR MIÐVIKUDAGINN 22. ÁGÚST 2012 Nemendur mæti sem hér segir: Akurskóli

Holtaskóli

Háaleitisskóli

Myllubakkaskóli

Kl. 09:00 Kl. 10:00 Kl. 11:00 Kl. 13:00 Kl. 14:30

2.-3.bekkur 4.-7. bekkur 8.-10. bekkur 1. bekkur 1.-7. bekkur

Heiðarskóli Kl. 09:00 Kl. 10:00 Kl. 11:00 Kl. 13:00

2.- 4. bekkur 5.-7. bekkur 8.-10. bekkur 1. bekkur

Kl. 09:00 Kl. 10:00 Kl. 11:00 Kl. 13:00 Kl. 09:00 Kl. 10:00 Kl. 11:00 Kl. 13:00

2.- 4. bekkur 5.-7. bekkur 8.-10. bekkur 1. bekkur 2.- 4. bekkur 5.-7. bekkur 8.-10. bekkur 1. bekkur

Njarðvíkurskóli Kl. 09:00 Kl. 10:00 Kl. 11:00 Kl. 12:00

2.-5. bekkur 6.-7. bekkur 8.-10. bekkur 1. bekkur

Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum á skólasetningu. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst. Innkaupalistar nemenda verða aðgengilegir á heimasíðum skólanna.

E

Kviknaði í gömlu blaðamannastúkunni

ldur kom upp í gömlum skúr við gamla fótboltavöllinn við Vallargötu í Njarðvík nýverið. Að sögn slökkviliðsmanna á vettvangi gekk greiðlega að slökkva eldinn í skúrnum. Þeir höfðu á orði að logað hefði ansi glatt en skjót viðbrögð björguðu því að eldurinn

breiddist út en mikið gras er í kringum skúrinn. Skúrinn gegndi m.a. hlutverki blaðamannastúku og sjoppan á Njarðvíkurvellinum var einnig þarna til húsa. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða.


11

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012

›› FRÉTTIR ‹‹

Óperuhátíð Hljómahöllin í Reykjanesbæ 24. & 26. ágúst 2012 kl. 20.00

Stal hjartastuðtæki og var með kannabis í Bláa lóninu

L

ögreglan á Suðurnesjum handtók gest í Bláa lóninu á dögunum. Karlmann á þrítugsaldri sem grunaður var um vörslu fíkniefna. Hafði sígarettupakki fallið úr vasa á baðslopp mannsins á bakka Lónsins og reyndist í honum vera glær poki. Í pokanum var grænt efni sem talið er vera kannabisefni. Í skáp mannsins í baðklefanum fannst síðan hjartastuðtæki, sem horfið hafði úr sjúkraherbergi Bláa lónsins. Var það vafið inn í blátt handklæði. Þá hafði hann tekið út veitingar fyrir rúmlega tíu þúsund krónur, sem hann kvaðst síðan ekki vera borgunarmaður fyrir. Loks reyndist maðurinn vera með fjóra farsíma þegar hann var handtekinn. Grunur leikur á að um þýfi sé að ræða.

Tveir ökuþrjótar stungu af

E

kið var á tvær kyrrstæðar og mannlausar bifreiðar á bifreiðastæðum í Reykjanesbæ um síðastliðna helgi, önnur þeirra stóð gegnt Hótel Keflavík og hin á Skógarbraut á Ásbrú framan við byggingu 1106, stigagang 2. Í báðum tilvikum létu þeir sem valdir voru að ákeyrslunum sig hverfa af vettvangi án þess að gera vart við sig. Talsvert tjón varð á báðum bílunum. Þeir sem kynnu að hafa upplýsingar um þessi tvö atvik eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 420-1800.

Tschaikovsky

Eugene

Onegin

Jóhann Smári Sævarsson, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson Rósalind Gísladóttir, Viðar Gunnarsson, Dagný Jónsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir Egill Árni Pálsson, Bragi Jónsson, Gunnar Kristmannsson, Sigurjón Jóhannesson Leikstjórn/Leikmynd: Jóhann Smári Sævarsson, Tónlistarstjórn: Antonia Hevesi Lýsing: Magnús Kristjánsson, Hljómsveit og Kór Norðuróp, Bryn Ballett Akademían

Miðasala á midi.is P

R

I

N

T

I

N

G

P

L

A

N

T

Hefur þú áhuga á heilsu- og heilsuvörum?

STARFSMAÐUR Í SÖLU OG RÁÐGJÖF

Heilsuhúsið í Reykjanesbær óskar eftir starfsmanni í sölu og ráðgjöf.   Vinnutími er á virkum dögum frá kl. 13:00 til kl. 18:00. Við leitum að sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingi með ríka þjónustulund, þekkingu og áhuga á heilsu og heilsuvörum.   Hæfniskröfur:   • Mikill áhugi á heilsu og heilsuvörum • Góð tölvukunnátta • Reynsla af verslunar- og þjónustustörfum er æskileg.

Umsóknarfrestur er til 23. ágúst. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Líndal, umsjónarmaður Heilsuhússins í Reykjanesbæ í síma: 893-3088. Umsóknum skal skilað á netfang hennar, bryndis@heilsuhusid.is

www.heilsuhusid.is

Hringbraut 99 • Keflavík • Sími 578 5560 Opið: mánud. - föstud. 10 -18


12

FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Ferðasumarið á Suðurnesjum 2012

Stefnir í metsumar

Aðilar í ferðaþjónustu á Suðurnesjum eru á einu máli um að ferðamönnum er að fjölga á Suðurnesjum og hafa sennilega aldrei verið fleiri en í ár. Víkurfréttir höfðu samband við ýmsa aðila í ferðaþjónustunni á Suðurnesjum og spurðust fyrir um hvernig gengi að anna stöðugum straumi ferðamanna sem koma hingað til lands. „Ofan á toppár í fyrra, þá erum við að horfa á 10-15% aukningu á gistinóttum á þessu ári. Ferðir um svæðið sjálft eru svo enn fleiri en í fyrra. Þannig að við sjáum fram á metsumar,“ segir Kristján Pálsson hjá Ferðamálasamtökum og Markaðsstofu Suðurnesja. „Ef við reynum að meta stöðuna eins og hún er núna með fjölda ferðamanna um Reykjanesið, þá sjáum við að það er aukning miðað við í fyrra. Í fyrra töldum við ferðir um 100 gíga garðinn svokallaða við Reykjanesið og þar fórum um 110 þúsund manns, það sama má segja um Krýsuvík og nágrenni. Okkur sýnist að í Krýsuvík sé um 30% meiri rútuumferð en í fyrra. Þar hefur verið sett upp hús í Seltúni sem er með salernisaðstöðu og lágmarksþjónustu.“ Varðandi Suðurstrandaveginn þá segir Kristján að hann sé nú ekki enn kominn inn á kortið en hann hefur þó verið auglýstur nokkuð að mati Kristjáns og segir hann að fólk fari nú líklega að átta sig á að þessi vegur sé til. Kristján segir stöðuga uppbyggingu

eiga sér stað hér á þessu svæði og þar ber að nefna Reykjanesið en þar koma fjölmargir ferðamenn með rútum m.a. úr skemmtiferðaskipum. Þar skortir hins vegar salernisaðstöðu og eru þau mál öll í vinnslu og undirbúningur fyrir byggingu þjónustuhúss í gangi. Ferðamálasamtökin eru nú með það land á Reykjanesi sem ekki tilheyrir virkjunum á leigu og með því að byggja upp aðstöðu og bjóða upp á þjónustu þá á það að standa undir kostnaði af leigu og til þess að halda uppbyggingu þar áfram. „Með þessu hugsum við okkur að fá ferðamenn til þess að stoppa lengur og gefa í leiðinni af sér til þess að við getum gert meira fyrir það svæði,“ segir Kristján. Eins og staðan er í dag nú yfir háannatímann þá eru öll hótel full og Bláa lónið tekur ekki við fleiri ferðamönnum. Það er því möguleiki fyrir fleiri aðila að fara á þann markað að bjóða upp á gistingu fyrir ferðamenn að sögn Kristjáns. „Það eru auðvitað miklir möguleikar á Ásbrú. Mál varðandi nýt-

ingu húsnæðis hér á Ásbrú undir gistingu eru auðvitað viðkvæm gagnvart samkeppni við þá sem eru með gistirekstur annars staðar á Suðurnesjum. Allt verður þetta að gerast í góðri sátt og ég vona að svo geti verið. Ef menn sjá fram á mikla aukningu ferðamanna þá þarf að ríkja sátt um hvaða ráðstafanir verða gerðar.“ Kristján segir svæðið hérna vera sérstaklega aðgengilegt fyrir ferðamenn og það sé líka opið allt árið um kring. Kristján er einnig á því

að ferðamenn séu í miklum mæli að stoppa hér á svæðinu. „Það keyri hér um á bílaleigubílum og fólk virðist í auknum mæli vita af þessu svæði. Þegar hótelunum fjölgar og fjölbreytnin í gistiaðstöðu verður meiri, þá fjölgar ferðamönnum, það hefur sýnt sig. Í fyrra jókst nýtingin á hótelunum frá 30% upp í 40%, þrátt fyrir aukið gistirými. Það sýnir okkur að það var þörf fyrir meira og fjölbreyttara gistipláss,“ en með tilkomu nýrra gistiheimila í Garði og Sandgerði eru núna komin gistiþjónusta í öll bæjarfélög á svæðinu. Kristján segir að það séu aðallega þrír staðir á Suðurnesjum sem dragi hvað flesta ferðamenn að. „Bláa lónið sem er auðvitað stærsti ferðamannastaður á landinu, Krýsuvík og það svæði, og að lokum Reykjanesið. Aðstaðan er orðin boðleg í Krýsuvík og nú þarf það sama að gerast úti á Reykjanesi.“ Yfir 100 þúsund gistingar á hótelum og gistihúsum eru árlega á Suðurnesjum og Kristján segir að í raun sé verið að spenna bogann að fullu.

„Það hefur tekið langan tíma að byggja upp ferðamannaþjónustuna. Menn hafa ekki verið of ginkeyptir fyrir því að setja nógu mikinn pening í þessi mál. Bæði í Krýsuvík og á Reykjanesi skortir pening en hægt og bítandi er það að gerast. Þegar þau svæði hafa verið byggð upp þá höfum við fullkominn hring. Við höfum alla möguleika á að bjóða upp á það sama og best er í boði annars staðar.“ Kristján bætir því við að uppbyggingin hér hafi verið sérstök að því leyti að ferðaþjónustan hafi ekki fengið mikinn stuðning fjárhagslega frá sveitarfélögum á svæðinu. „Þau hafa kannski ekki haft burði til þess á undanförnum árum, en þegar fjármagn var til þá voru ekki að renna miklir peningar í ferðaþjónustuna með beinum hætti. Ferðamálasamtökin fengu t.a.m. engan stuðning við stofnun Markaðsstofu Suðurnesja. Sveitarfélögin vildu ekki taka þátt í því. Markaðsstofan fær eingöngu styrki frá ríkinu og einkaaðilum,“ sagði Kristján að lokum.


13

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012

Ferðamenn komu fyrr í ár Svala Sveinsdóttir hjá B&B Guesthouse við Hringbraut í Reykjanesbæ segir að hún finni fyrir mikilli aukningu á straumi ferðamanna hingað. Hún segir að heimsóknir ferðamanna hafi hafist fyrr þetta árið en vanalega og hún segir að það sé alls staðar fullt eftir því sem hún best veit. Hún segir ennfremur að töluvert af Íslendingum heimsæki gistiheimili hennar, bæði þeir sem séu áð leið í flug, sem og aðrir ferðalangar. Hún finnur fyrir því að þrátt fyrir að töluvert hafi aukist af heimagistingum og öðru slíku hér þá sé alltaf fólk að koma til hennar sem vantar herbergi. Hún telur ekkert óvanalegt við ferðasumarið í ár fyrir utan aukinn fjölda ferðamanna en hún er ekki alls kostar sátt við aðstöðu til þess að taka á móti ferðamönnum við Leifsstöð. Þar er engin aðstaða að hennar sögn fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. „Við megum hvergi leggja og það er ekkert pláss fyrir okkur til þess að þjónusta okkar gesti. Við megum hvergi vera og ég tel að þarna þurfi að breyta til, þessu er mjög ábótavant,“ sagði Svala í samtali við Víkurfréttir.

Útlendingar sækja í fuglalífið í Sandgerði Reynir Sveinsson hjá Fræðasetrinu í Sandgerði segist finna fyrir gríðarlega mikilli aukningu ferðamanna og margir greinilega að nýta sér Suðurstrandarveginn, en Reynir segist gefa sér góðan tíma til þess að spjalla við ferðamenn og forvitnast um ferðir þeirra og áhugasvið. Hann segir að margir hafi á orði að hér á svæðinu séu tvö af flottari tjaldstæðum landsins, þá á hann við tjaldstæðin í Grindavík og Sandgerði. Reynir segir mikið af Þjóðverjum komi hingað og nýti sér þjónustu í Sandgerði. Útlendingarnir sækja mikið í fuglalífið hérna á svæðinu. „Með tilkomu Ósabotnavegar opnast hér skemmtilegur hringur sem allur skaginn getur notið góðs af.“

Töluverð umferð um Suðurstrandarveginn Sverrir Karl Björnsson starfsmaður á tjaldsvæðinu í Grindavík segir að umferðin sé töluverð um Suðurstrandarveginn. Hann segir hlutfallslega fleiri útlendinga koma á tjaldstæðið og þá eru það aðallega þýskumælandi ferðamenn frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Hann telur að það sé töluverð aukning af ferðafólki sem heimsæki Grindavík þetta sumarið en hann starfaði einnig á tjaldstæðinu síðasta sumar. Auðvitað séu flestir sem heimsæki Bláa lónið en þó séu margir að skoða svæðið og keyra m.a. veginn sem liggur frá Grindavík að Reykjanesvita.

Úr fiskvinnslu í ferðabransann

Ekki annað eftirspurn „Það er líklega um 50% aukning í útleigu hjá okkur á þessu ári,“ segir Magnús Þorsteinsson hjá bílaleigunni Blue car rental. Fólk er mikið að sækjast í minni bíla að sögn Magnúsar og þá sérstaklega minni fjórhjóladrifna. Magnús segist skynja það dálítið að fólk fari nánast samstundis af svæðinu og á höfðuborgarsvæðið eða út á land. Það er þróun sem Magnús vill sjá breytast til betri vegar. Við rekstur bílaleigu er mikið verið að sækja farþega upp í Leifsstöð en þar er aðstaðan sífellt að verða minni. „Aðstaðan á Keflavíkurflugvelli er nánast engin og með fjölgun farþega er aðstaðan sprungin,“ segir Magnús en hann kvartar þó ekki enda hefur verið mikið að gera í allt sumar og hefur bílaleiga ekki haft undan að anna eftirspurn eftir bílum.

Bræðurnir Þorsteinn, Gísli og Einar Heiðarsynir hófu rekstur gistihúss í Garðinum síðastliðið haust en fóru á fullt strax eftir áramót og líkar vel að sögn Þorsteins sem var að undirbúa komu hóps á gistiheimilið þegar blaðamann Víkurfrétta bar að Garði, en það er einmitt nafn gistihússins. „Þetta er búið að vera nokkuð gott í júní, júlí og ágúst, september lofar svo góðu. Við erum öðruvsí að því leyti að við erum bara með íbúðir í boði en við erum með gistiaðstöðu fyrir 30 manns,“ segir Þorsteinn. En fyrirtækið stílar aðallega inn á hópa. „Við byrjuðum með herbergi en breyttum því strax en við erum að reyna að koma til móts við fjölskyldur og hópa sem ferðast saman.“ Þeir bræður voru lengi vel með fiskvinnsku en ákváðu svo að breyta húsnæði sínu í gistiheimili. Það var það fyrsta sem kom til greina að sögn Þorsteins. Bókanir fara að langmestu leyti fram á netinu og þá með góðum fyrivara, en þó segir Þorsteinn að það hafi komið á óvart hve margir hreinlega detti inn af götunni og spyrjist fyrir um gistingu. Þorsteinn segir þetta vera skemmtilegt starf og hann hefur sérstaklega orð á því hve fólk gangi vel um og er ánægt hér á svæðinu. Hann telur svo vera að fólk gisti hér fyrstu nætur sínar á ferðalagi um landið og svo undir lok ferðar, það er því ekki mikið um langtímagistingu. Langflestir eru útlendingarnir en þó gistir þarna fólk sem er að sækja ættarmót og ferðir á vegum fyrirtækja

Aukning í Sandgerði Valborg Jónsdóttir hjá Listatorgi í Sandgerði segist hafa orðið vör við mikla aukningu erlendra ferðamanna til Sandgerðis í sumar. Hún ásamt um tug annarra selja handverk og hönnun í Listatorg Gallerý í Sandgerði. Hún sagði að það komi fleiri rútur að heimsækja Fræðasetrið í Sandgerði en meira af því fólki mætti hugsanlega kíkja við í Gallerýið að hennar sögn, enda mikið af fallegum munum þar til sölu og sýnis.

Strandblak og sjósund vinsælt „Aukningin er gífurleg,“ segir Kristinn Ólafsson sem sér um rekstur Byggðasafnsins og tjaldstæðisins á Garðskaga þegar hann er spurður um það hvort hann hafi orðið var við aukningu í heimsóknum ferðamanna í sumar. „Það var gott í fyrra en aukningin er orðin miklu meiri, því get ég alveg lofað.“ Kristinn segir vera aukningu á heimsóknum Íslendinga á tjaldstæðið en auðvitað eru útlendingar í miklum meirihluta. Sérstaklega eru húsbílahópar duglegir í því að heimsækja svæðið að hans sögn. Kristinn segir það vera verulega vinsælt að stinga sér til sunds við Garðskagann og hafi aldrei fleiri stundað sjósund þar en einmitt núna í sumar. „Það var talað um það í fyrra að bæta aðstöðuna fyrir sjósundið en það hefur lítið gerst í þeim málum enn sem komið er,“ segir Kristinn. Einnig hefur hann orðið var við það að strandblakvöllurinn sé mikið notaður, ekki síst vegna veðurblíðunnar sem hefur verið í sumar.


14

FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Hópur aðila á Suðurnesjum vinnur að stórhuga verkefni:

Straumhvörf í ferðamálum á svæðinu

Óskum eftir að ráða vanan vélamann og verkamann til starfa. Uppl. í síma 660 2488 og 660 2480

-samstarf við vefsíðu hermanna sem hefur 20 milljón notendur

STAÐA SÉRFRÆÐINGS VIÐ BJÖRGINA

Björgin – geðræktarmiðstöð Suðurnesja auglýsir eftir starfsmanni í fullt starf. Menntunar og hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi • Þekking á málefnum fólks með geðraskanir/ geðfatlanir æskileg • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi • Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til þverfaglegs samstarfs Starfssvið: • Þátttaka í faglegri ábyrgð á innra starfi og frekari þróun starfseminnar • Klínísk vinna með einstaklinga og hópa • Einstaklingsbundin endurhæfing og eftirfylgni • Þverfaglegt samstarf við stofnanir Laun eru skv. kjarasamningum Reykjanesbæjar og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Hafdís Guðmundsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar í síma 420 3270, netfang: hafdis.gudmundsdottir@reykjanesbaer.is. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Umsóknarfrestur er til 29. ágúst . Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

K

eilir hefur veg og vanda að verkefninu en Guðmundur Pétursson framkvæmdastjóri ÍAV-þjónustu hefur unnið ötullega að því að koma verkinu í réttan farveg. Einnig hefur Iðnaðarráðuneytið komið að verkefninu. Verkefnið snýst um það að koma gamla hervellinum inn á þennan markhóp sem Military.com er og um leið stuðla að því að ónotaðar íbúðir á Ásbrú komist í notkun. Þetta myndi styrkja atvinnumál hér hjá iðnaðarmönnum og ekki síður rekstraraðilum þeirra húsa sem færu í notkun. Hugmyndin að þessu spennandi verkefni kviknaði fyrir tilstuðlan Thomas F. Hall sem um tíma var aðmíráll á Keflavíkurflugvelli og þekkir því vel til hér. Thomas er mikill Íslandsvinur og hefur verið tíður gestur hérlendis allt frá því að hann yfirgaf landið á sínum tíma. Eiginkona hans, Barbara er m.a. verndari Garðvangs í Garðinum en þau hjónin voru búsett hérlendis á árunum 1992-1998. Thomas er einn þeirra sem koma að vefsíðunni military.com sem er vefsíða fyrir hermenn Bandaríkjahers. Þar inni eru 20 milljón skráðir notendur, allt frá þeim sem eru að huga að því að ganga í herinn til þeirra sem eru komnir á eftirlaun. Á mánuði eru um 6 milljón manns sem eru virkir á síðunni. „Markhópurinn telur um 20 milljónir manna. Eitt promill af því eru 20.000 manns. Sumir myndu segja að það væri

Fjölskyldu- og félagssvið

Grunnskóli Grindavíkur

Upphaf skólastarfs haustið 2012 Skólasetning verður fimmtudaginn 23. ágúst sem hér segir: Kl. 9.30 4., 5. og 6. bekkur í Grunnskólanum Kl. 10.30 2. og 3. bekkur í Hópsskóla Sama dag mæta nemendur í 1., 7., 8., 9. og 10. bekk í viðtöl ásamt foreldrum. Til þessara viðtala verður boðað með bréfi. Kennsla hefst hjá öllum árgöngum samkvæmt stundaskrá föstudaginn 24. ágúst. Skráning í Skólasel fer fram í Skólaseli fimmtudaginn 16. ágúst, föstudaginn 17. ágúst, þriðjudaginn 21. og miðvikudaginn 22. ágúst frá kl. 9.00 – 15.00. Skráning nýrra nemenda er á skrifstofu skólans við Ásabraut, sími 420-1150. Frekari upplýsingar um skólabyrjun munu birtast á heimasíðu skólans http://www.grindavik.is/grunnskoli/heim Skólastjóri

ekki metnaðarfullt. Svo geta menn bara reiknað út hvað þetta myndi færa svæðinu hér í gistingu, mat, afþreyingu, bílaleigum og öðru sem fylgir ferðþjónustu,“ segir Hjálmar Árnason framkvæmdarstjóri hjá Keili. Ætlunin er að einblína á þennan markhóp. Hermenn sem fara snemma á eftirlaun og margir þeirra eru duglegir að ferðast eftir starfslok. Hér gæti verið gott að nýta húsnæði og aðstöðu sem er í boði á Ásbrú til þess að taka á móti þessum hópi hermanna. Markmiðið er að fá þessa ferðamenn til þess að heimsækja Suðurnesin og bjóða upp á fjölbreytta þjónustu í þágu þeirra en verkefnið er þróað með þá sérstaklega í huga. Tugþúsundir hermanna bjuggu hérlendis á þeim tíma sem herinn var og hét og má ætla að fjölskyldur þeirra og vinir viti af Íslandi og þá sér í lagi Keflavíkurflugvelli. Þar kemur að þætti vefsíðu sem verið er að setja á laggirnar samhliða verkefninu en hún mun bera heitið keflanding.com. Markmið vefsíðunnar keflanding. com er að hafa allt á einum stað með áherslu á Suðurnesin. Vefsíðan býður upp á ferðaþjónustu þar sem gestir geta fengið aðstoð við að útbúa eigin dagskrá eða keypt tilbúin ferðapakka. Sérstök áhersla er lögð á ferðir tengdar sögu Naskef ásamt því sem sérstök athygli er vakin á því sem Suðurnesin sjálf hafa upp á að bjóða. Samkeppni við erlendar herstöðvar „Þar sem við erum í samkeppni við erlendar herstöðvar er mikilvægt að sýna gildi Íslands í hnotskurn líka. Vefsíðan á að auðvelda alla undirbúningsvinnu þar sem fólk getur valið sjálft hvað það nákvæmlega á meðan það skoðar og fer í gegnum þá staði sem við mælum með og segjum frá,“ segir Bryndís Hjálmarsdóttir verkefnisstjóri. Bryndís segir að ekki sé nóg að hafa góða vöru og bjóða upp á frábæra þjónustu heldur sé nauðsynlegt að markhópurinn viti af okkur og hefur Bryndís því unnið að markaðsáætlun sem einblínir á að skapa vitund innan markhópsins ásamt því að örva áhuga á verkefninu. „Við höfum í gegnum Tom Hall komið á góðu samstarfi við military.com þar sem við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð og munu forsvarsmenn þar aðstoða okkur við að kynna sérstaklega keflanding.com,“ segir Bryndís. Verkefnið ætti bæði að auka fjölda ferðamanna á svæðinu með því að

ná til þessa hnitmiðaða markhóps auk þess að hafa þann möguleika á að stækka með aðkomu almennra ferðamanna. Þar með getum við einnig beint almennum ferðamönnum á svæðið okkar á skilvirkari hátt og lagt sérstaka áherslu á náttúruperlur, afþreyingu og menningu sem svæðið býður upp á því við höfum jú eitt umfram öll önnur landsvæði og það er staðsetningin. Hér munu skapast mikil fjárfestingartækifæri í kjölfarið að mati Guðmundar Péturssonar hjá ÍAV og er öllum sem tengjast ferðaiðnaði á Suðurnesjum velkomið að koma að þessu verkefni sem þó er enn á vinnslustigi. „Það er þó gríðarlega sterkt og mikilvægt að hafa Thomas Hall innanborðs en hann er hátt settur og mikils metinn. Hann er í lykilstöðu til þess að gera þessu kleift að fæðast og dafna. Verkefnið snýst einnig um að vera með alla sem eru hér í ferðamálum á þessum vef til að bjóða alla þjónustu sem til er á svæðinu. Þarna er stór markhópur og hér er t.d. verið að undirbúa kaldastríðssafn í gamla officera klúbbnum sem mun klárlega tengjast þessu er að kemur. Þetta gæti orðið öflug vefsíða með alla um borð sem hafa á því áhuga,“ bætti Guðmundur við. Samtök atvinnurekenda á Suðurnesjum sem stofnuð voru árið 2010 mun fjárfesta í verkefninu en hugsanlega mun þetta auka atvinnutækifæri á svæðinu en töluverðar ráðstafarnir þarf líklega að gera í húsnæðismálum ef slíkur fjöldu myndi sækjast eftir gistingu hingað. Bæði þyrfti að bæta við gistiplássi og gera endurbætur á öðru húsnæði. Hjálmar Árnason framkvæmdarstjóri Keilis er fullur bjartsýni og vill sjá samstöðu í þessu mikla grettistaki ferðamála á svæðinu. „Gangi hugmyndirnar eftir tel ég að þetta geti valdið straumhvörfum í ferðamálum Reykjaness. Mikið virðist vanta upp á að næg samstaða sé fyrir hendi meðal ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Keppikefli allra hefur lengi verið að fá ferðamenn til að staldra aðeins við á Reykjanesi í stað þess að þeysa strax burt og skila engu hér. Nægt höfum við að bjóða en hefur einhvern veginn ekki tekist að koma til skila. Þó ekki væri annað en að þjappa fólki í þessum bransa saman þá væri til mikils unnið. Hins vegar er þessi hugmynd Tom Hall að laða hingað þennan tiltekna markhóp athyglisverð,“ sagði Hjálmar.


15

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012

Hafnargötu 90 (fyrir ofan Tölvulistann)

s. 420 6070

Reynir Ólafsson lögg, fasteignasali. Júlíus Steinþórsson lögg, leigumiðlari, sölumaður Sigrún Inga Ævarsdóttir sölumaður

ERUM MEÐ Í EINKASÖLU 16 STÓRGLÆSILEGAR NÝJAR 3ja OG 4ra HERBERGJA ÍBÚÐIR VIÐ BJARKARDAL 33 Með fjölbýlishúsinu eru til sölu aðeins 8 bílskúrar og á þar við fyrstur kemur fyrstur fær! Möguleiki er að fá íbúðirnar á ýmsum byggingarstigum.

Möguleiki er á 100% fjármögnun! Verðdæmi á 3ja herbergja tilbúinni íbúð með 20.280.000 kr. láni, 100% lán: 80% lán á 4,2% vöxtum frá ILS miðað við 40 ár – greiðslubyrði ca. 70.000 kr. 20% lán á 4,2% vöxtum frá seljanda miðað við 30 ár – greiðslubyrði ca. 20.000 kr. Samtals greiðslubyrði lána: ca. 90.000 kr. á mánuði.

Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar.


16

FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR Ljósmynd: Helga Erla

Jóhanna

Linda

Marta

Svala

Hársnyrtistofan

sameinast í

Föstudaginn 24. ágúst opnum við saman nýja hársnyrtistofu undir nafninu ProModa sem staðsett verður á Nesvöllum. Nýtt símanúmer 421-4848 Allir velkomnir! Njarðarvellir 4, 260 Reykjanesbær

ATVINNA

Forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja Óskað er eftir öflugum stjórnanda í stöðu forstöðumanns nýs Þekkingarseturs Suðurnesja sem staðsett er að Garðvegi 1 í Sandgerði. Meginhlutverk Þekkingarsetursins er að stuðla að rannsóknum og vera miðstöð rannsóknastarfs og rannsakenda í náttúrufræðum og tengdum greinum á Suðurnesjum. Setrinu er jafnframt ætlað að stuðla að margvíslegri háskólakennslu og fræðslustarfsemi og efla tengsl atvinnulífs, rannsókna- og fræðastarfs á svæðinu. Þannig skal stefnt að auknu frumkvöðlastarfi og nýsköpun, ásamt eflingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu. Forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja ber m.a. ábyrgð á: • öflun styrkja úr samkeppnissjóðum og utanumhald um styrkumsóknir, • stefnumótun og útfærslu á starfsemi Þekkingarsetursins, • fjármálum og rekstri, • þróun samstarfsverkefna, • starfsmannamálum, • tengslum við innlenda og erlenda aðila.

Draumur að komast erlendis Hafdís Hildur Clausen er 16 ára stúlka úr Keflavík sem er að vekja athygli víða sem fyrirsæta um þessar mundir. Hún hefur verið að vinna í Lífstíl í sumar en í haust ætlar hún að hefja nám í FS þar sem stefnan er tekin á tungumálabraut. Hafdís ætlar svo í frekara nám en hefur ekki ákveðið hvað verður fyrir valinu. Hún hefur verið í hestaíþróttum frá 6 ára aldri en fjölskylda hennar er á fullu í hestunum. Önnur áhugamál hennar eru dans og körfubolti. Þar nýtist hæðin henni eflaust vel en Hafdís er 180 cm á hæð.

H

afdís er á samningi hjá Elite Model á Íslandi en hún er einn keppenda í aðþjóðlegri fyrirsætukeppni sem heitir Fresh Faces 2012. Í október mun Traffic Models og modelmanagement. com velja 10 módel sem komast í lokakeppnina í Barcelona. Val þeirra mun ákvarðast af fjölda atkvæða og hvort að viðkomandi hafi það sem þeir eru að leitast eftir. Hafdís var lengi vel í efsta sætinu í Fresh Faces International en hún er í 6. sæti þessa stundina. Til gamans má geta að þeir sem hafa komist í topp 10 í Fresh Faces hafa t.d. náð að landa samningum hjá Prada & Armani, Karl Lagerfeld og fleiri stórum nöfnum.

Hefurðu áhuga á því að starfa í þessum bransa í framtíðinni? „Já það er draumur minn að vinna við þetta í framtíðinni. Draumurinn er að fá vinnu við þetta erlendis þar sem möguleikarnir eru fleiri. Ég er reyndar komin með eitt tilboð hjá módelskrifstofu á Ítalíu sem ég er að skoða í augnablikinu.

Hvernig kom það til að þú fórst að fást við fyrirsætustörf? „Það má eiginlega segja að það hafi byrjað þannig að ég fór í myndatöku hjá áhugaljósmyndara og þar fann ég að þetta var eitthvað sem að ég hafði virkilegan áhuga á.“

Eitthvað sem fáir vita um þig? Ég er með rosalega fóbíu fyrir köngulóm! Svo eru fáir sem myndu trúa því en ég er mjög feimin manneskja, en ég læt mig bara hafa hlutina!

Umsækjendur skulu hafa: • háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi, • hæfni, þekkingu og reynslu á rannsóknaumhverfi, • reynslu af stjórnun og stefnumótun, • frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, • leiðtogahæfileika, • góða samskiptahæfni, • gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði á íslensku og ensku, og hæfileika til að setja fram efni á skýran hátt. Með umsókn skal fylgja kynningarbréf auk yfirlits um námsferil og fyrri störf (CV). Umsóknir skulu merktar „Þekkingarsetur Suðurnesja“ og berast á rafrænu formi til Sandgerðisbæjar á netfangið: sandgerdi@sandgerdi.is. fyrir 1. september. Öllum umsóknum verður svarað. Ljósmynd: Karen Jóns

Hér að neðan er svo vefsíðan þar sem hægt er að greiða Hafdís atkvæði í keppninni. http://www.modelmanagement. com/model/hafdis-hildur/

Yfirheyrsla

Hvað er í uppáhaldi hjá Hafdísi? Matur: Kjúklingur með spínati, tómötum og fetaosti. Drykkur: Kristall plús með bláberjabragði. Tónlist: Ég er alæta á tónlist, en Ed Sheeran er í miklu uppáhaldi. Kvikmynd: Þessa stundina er það The Hunger Games. Sjónvarpsþáttur: Blue Mountain State, Supernatural, Geordie/ Jersey Shore, The Vampire Diaries, svo er Friends alltaf klassískt! Skyndibiti: Subway Flík: Það er engin uppáhalds flík, en kósýfötin eru alltaf í uppáhaldi. Hlutur: Ég gæti varla lifað án símans, tölvunnar og Ipodsins. Bókin: Ég les voða lítið bækur, en „Ég man þig“ eftir Yrsu Sigurðardóttur finnst mér rosalega góð.


VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012

17


18

FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Annasamt ár hjá lögreglunni Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,

Ólafía Jónína Gísladóttir, Vallarbraut 10, Reykjanesbæ, lést á Garðvangi sunnudaginn 5. ágúst. Útför hennar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 17. ágúst kl. 13:00. Hákon Þorvaldsson, Birgir Vilhjálmsson, Ólafía Sigríður Friðriksdóttir, Hildur Guðrún Hákonardóttir, Hákon Matthíasson, Hilmar Hákonarson, Þórunn Guðmundsdóttir, barnabörn og langömmubörn

Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,

V

erkef ni l ög reg lunnar á Suðurnesjum á árinu 2011 voru umtalsverð og á það við um allar deildir og starfseiningar. Mikil aukning varð á flugumferð til og frá landinu sem hafði í för með sér auknar kröfur til landamæraeftirlits segir lögreglustjórinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir m.a. í nýrri ársskýslu lögreglunnar á Suðurnesjunum sem birt var á dögunum. Hér að neðan má sjá nokkur atriði úr skýrslunni sem Víkurfréttir tóku saman. Þar segir hún ennfremur að það hafi staðið upp úr í starfinu að ekkert dauðsfall varð í umferðinni í umdæminu á árinu 2011 og er það að sönnu gleðilegt. Ríflega tíu milljóna króna afgangur varð á rekstri innan ársins og fóru þær til greiðslu upp í uppsafnaðan halla embættisins frá fyrri árum.

Hreins Guðmundssonar, Túngötu 2, Sandgerði.

Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar sjúkrahúss Suðurnesja fyrir mjög góða umönnun. Einnig færum við Álftagerðisbræðrum sérstakar þakkir. Bryndís Eðvarðsdóttir, Sigurður Smári Hreinsson, Unnur G.G. Gretarsdóttir, Berta Súsanna Hreinsdóttir, Þórhallur Ingason, Guðrún Sonja Hreinsdóttir, Markús Karl Valsson, barnabörn og barnabarnabörn.

Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og jarðarfarar eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa,

Sigfúsar Kristjánssonar,

fv. yfirtollvarðar á Keflavíkurflugvelli, Garðavegi 12, Keflavík, sem andaðist á Hlévangi mánudaginn 9. júlí. Sérstakar þakkir og kveðjur til starfsfólks á Hlévangi og Garðvangi. Jónína Kristjánsdóttir, Hilmar Brimar Jónsson, Elín Káradóttir, Magnús Brimar Jóhannsson, Sigurlína Magnúsdóttir, Hanna Rannveig Sigfúsdóttir, Ágúst Pétursson, Drífa Jóna Sigfúsdóttir, Óskar Karlsson, Sjöfn Eydís Sigfúsdóttir, Jóhann Ólafur Hauksson, Snorri Már Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn

Sölumann vantar í Epal Design Epal Design á Keflavíkurflugvelli leitar að starfsmanni í 100% starf. Unnið er á 3-2-2 vöktum. Verslunin selur íslenska og erlenda gjafavöru auk íslenskra skartgripa. Allar nánari upplýsingar veitir Guðný Hermannsdóttir í síma 843 9093. Umsóknum skal skila á netfangið gudny@epal.is fyrir 22 ágúst.

Starfsmenn embættisins voru 96 talsins á árinu 2011. Fjöldi lögreglumanna var svipaður á milli ára eða um 83 talsins. Sex starfsmenn létu af störfum á árinu og tveir þeirra vegna aldurs. Kynjahlutfall í starfsliði lögreglu var svipað og árið á undan eða 10 konur og um 73 karlmenn. Það gerir hlutfall kvenna um 12% og hlutfall karla um 88%. Hjá öðrum starfsmönnum en lögreglumönnum var hlutfall kvenna mun hærra eða um 69%, það er níu af þrettán starfsmönnum. Almennt má segja að árið 2011 hafi verið gott hjá rannsóknardeild lögreglunnar og er þá litið til þess að engin verulega umfangsmikil mál komu til rannsóknar. Árið var engu að síður mjög annasamt því enginn hörgull var á málum til rannsóknar og voru mörg þeirra vissulega alvarleg. Rannsóknir líkamsárása og kynferðisbrota eru helstu verkefni rannsóknardeildar auk annarra hegningarlagabrota. ***

Fleiri líkamsárásir en alvarlegum brotum fækkar Líkamsárásarmálum í umdæmi Lögreglunar á Suðurnesjum fjölgaði aðeins milli ára en 82 mál komu til rannsóknar árið 2011 í stað 69 mála árið 2010. Það jákvæða við þróun líkamsárásarmála undanfarin tvö ár er að alvarlegri málum fækkar hlutfallslega. Áhersla hefur verið lögð á að hraða rannsóknum líkamsárásarmála enda málaflokkurinn í hópi forgangsmála samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara. Verulegur árangur hefur náðst í því efni segir í skýrslunni.

Mun meira handlagt af LSD og E-pillum Starfsemi Fíkniefnateymis embættisins lögreglunnar á Suðurnesjum árið 2011 var með svipuðum hætti og fyrri ár. Engar mannabreytingar voru frá fyrra ári innan deildarinnar og hófst árið tiltölulega rólega en febrúar og mars voru þó mjög annasamir hjá deildinni. Handlagt amfetamín fór úr rúmum þremur kílóum árið 2010 í tæplega 400 grömm árið 2011. Aukning er í fljótandi amfetamíni og efnum til ætlaðrar framleiðslu amfetamíns, sem þykir benda til að framleiðsla efnisins hér á landi hafi færst verulega í aukana, enda virðist framboð efnisins ekki hafa minnkað. Rúm tvö kíló af kókaíni voru haldlögð en árið 2010 voru rúm fjögur kíló haldlögð. Aukning var í haldlögðum kannabisefnum, LSD, Ecstacy pillum (E-pillur) og MDMA dufti. Ein stærsta kannabisræktun sem stöðvuð hefur verið hér á landi fannst í umdæminu en hald var lagt á 800 kannabisplöntur í því máli. Haldlagðar Ecstacy pillur voru 66.834 talsins árið 2011 á móti 15.084 árið 2010 og LSD skammtar voru 4.472 en einn skammtur var haldlagður árið 2010. ***

Engin banaslys í umferðinni Ekkert banaslys varð í umferðinni í umdæmi lögreglunar á Suðurnesjum á árinu 2011 og má eflaust þakka það stöðugum umbótum á umferðarmannvirkjum fyrst og fremst, en greinileg þróun í átt að fækkun umferðslysa hefur orðið frá tvöföldun Reykjanesbrautar. Allnokkur fjöldi umferðarslysa, vinnuslysa og frítímaslysa varð að venju en aðeins eitt banaslys. Grænlenskur sjómaður drukknaði þegar hann tók út af grænlensku fiskiskipi þann 27. febrúar. Skipið var að veiðum í Faxaflóa þegar slysið varð og kom til hafnar í Helguvík. *** 22 kynferðisafbrot á árinu Alls komu 22 kynferðisbrotamál til rannsóknar lögregluembættisins á Suðurnesjum árið 2011 sem er svipaður málafjöldi og árið á undan. Brotin voru af margvíslegum toga og varða fjölmargar greinar kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Samkvæmt skýrslunni hefur áhersla verið lögð á að hraða rannsóknum kynferðisbrotamála enda málaflokkurinn í hópi forgangsmála skv.

fyrirmælum ríkissaksóknara með ágætum árangri. Einnig hefur mikil áhersla verið lögð á að vanda til rannsókna kynferðisbrota hjá embættinu og þess má geta að af sex starfsmönnum rannsóknardeildar eru tvær rannsóknarlögreglukonur sem mun vera hæsta hlutfall kvenna í deild sem rannsakar kynferðisbrot hér á landi svo best er vitað. Árið 2009 komu 23 kynferðismál til meðferðar alls. Fjögur þeirra voru nauðgunarmál sem féllu að fyrirmælum ríkissaksóknara og var meðalmeðferðartími þeirra 66 dagar. Þrjú þessara mála voru undir tímamörkunum en eitt þeirra fór yfir. Árið 2010 komu 26 mál til meðferðar alls. Níu þeirra voru nauðgunarmál sem féllu að fyrirmælum ríkissaksóknara og var meðalmeðferðartími þeirra 43,5 dagar. Sjö þessara mála voru undir tímamörkum en tvö þeirra fóru yfir. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2011 komu 18 mál til meðferðar alls. Sex þeirra voru nauðgunarmál sem féllu að fyrirmælum ríkissaksóknara og var meðalmeðferðartími þeirra 87,3 dagar. Eitt þessara mála var undir tímamörkum en fimm fóru yfir. Með vísan til fyrirmæla ríkissaksóknara um málsmeðferðartíma verður að hafa í huga að fleira kann að skýra langan málsmeðferðartíma en langur rannsóknartími hjá lögreglu eða langur afgreiðslutími í lögfræðideild. *** Veruleg fækkun í innbrotum og þjófnuðum Skráðir þjófnaðir voru 360 en innbrot og þjófnaðir voru 130 og er fækkun slíkra mála veruleg frá árinu áður. Nokkuð var um að erlendir brotamenn kæmu við sögu í þessum innbrotamálum en innlendir aðilar létu einnig að sér kveða og nú er verið að ganga frá rannsóknum fjölda mála á nokkra mjög afkastmikla brotamenn á þessu sviði. ***

34 með fölsuð skilríki Framvísun falsaðra ferðaskilríkja eða önnur misnotkun slíkra skjala er nokkuð fyrirferðamikill málaflokkur hjá embættinu og nokkuð árstíðabundinn, þ.e. frá vori og fram á haust. Á þessu ári voru 34 einstaklingar stöðvaðir með fölsuð skilríki í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þessi málaflokkur nýtur forgangs hjá embættinu enda annað vart í boði þar sem viðkomandi aðilar eru stöðvaðir á ferð sinni. Skilríkjasérfræðingar lögreglu í flugstöðinni rannsaka skilríkin og þegar leitt hefur verið í ljós til dæmis að um fölsun er að ræða eða viðkomandi notar skilríki annarrar persónu þá fer fram frekari rannsókn og upplýsingaöflun hjá rannsóknardeild og síðan eru viðkomandi aðilar ákærðir og færðir fyrir dóm.

Víkurfréttir hafa flutt ritstjórnarskrifstofur blaðsins að Krossmóa 4 í Reykjanesbæ


19

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012

Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir

Metnaðarfull óperusýning í Hljómahöllinni M

ikil óperuhátíð fer fram í Reykjanesbæ 24. og 26. ágúst. Nú er það óperan Eugence Onegin eftir Tschaikovsky sem verður flutt í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Þetta verður töluvert stærri uppfærsla en á TOSCA eftir Puccini sem flutt var í fyrra og sló svo eftirminnilega í gegn. Jóhann Smári Sævarsson sem sér um leikstjórn á verkinu og leikur eitt aðalhlutverka sagði í samtali við Víkurfréttir að sviðsmyndin væri með þeim glæsilegri sem sést hefði hérlendis en verkið verður flutt í bæði Hljómahöll og Stapanum á tveimur sviðum þar sem áhorfendur verða í miklu návígi við leikarana. Sýningin er gríðarlega metnaðarfull og fjöldi fólks er að leggja fram óeigingjarnt starf til þess að þessi uppfærsla verði að veruleika. Jóhann ætlar að 400 gestir komist fyrir á hverri sýningu. Þetta er áttunda sýningin sem Jóhann Smári setur upp og hann segir að með hverri sýningu verði uppfærslan veigameiri og faglegri. „Maður lærir af hverri sýningu og safnar góðu fólki í kringum sig sem er tilbúið að leggja hönd á plóg,“ segir Jóhann. Hann segist hafa gaman af þessu og oft verði söngvarar og listamenn hreinlega að búa sér til verkefni þegar lítið er um vinnu eins og yfir sumartímann. „Maður verður þó seint ríkur á þessu,“ segir Jóhann léttur í bragði. Jóhann fer ótroðnar slóðir að þessu sinni eins og endranær en sýningin er sett upp að hluta til í Hljómahöllinni sem er eins og flestir vita ekki fullkláruð. „Árna Sigfússyni bæjarstjóra leist vel á þessa hugmynd um að halda sýninguna hér. Með því er verið að nýta húsnæðið þó að það sé ekki enn komið alveg í gagnið.“ Óperan sem flutt verður í sumar heitir Eugene Onegin eins og áður segir og er eftir rússneska tónskáldið Pjotr Tschaikovsky við sögu

Púskin. Óperan fjallar um ástir, vináttu og afbrýði sem endar með einvígi þar sem Onegin drepur vin sinn Lensky. Sagan hefst í sveitasælu og endar á hátíðlegu balli Gremins fursta í St. Pétursborg. Tónlistin er stórfengleg, rómantísk og lagræn. Fyrsti hluti sýningarinnar fer fram í hráu umhverfi í Hljómahöllinni og meðal annars fer stórt bardagaatriði fram á gítarnöglinni stóru sem oft hefur verið talað um sem stærstu gítarnögl í heiminum. Jóhann sér ekki bara um leikstjórn heldur fer hann með eitt aðalhlutverkanna, sér um hönnun á sviðsmynd og auk þess málar hann og smíðar sjálfa sviðsmyndina. Hann rétt lagði frá sér pensilinn til þess að eiga orð við blaðamann Víkurfrétta en vissulega er mikil vinna í svona uppsetningu. „Þetta er óhemju mikil vinna og líklega er þetta stærsta söngsýning eða ópera sem sett hefur verið upp hér á svæðinu,“ segir Jóhann. Honum til halds og trausts eru þó margir aðilar sem vinna hreinlega sjálfboðavinnu og svo koma góðir styrktaraðilar að uppfærslunni. Jóhann er virkilega ánægður með þá söngvara sem taka þátt í sýningunni en einsöngvarar í sýningunni eru: Jóhann Smári Sævarsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Rósalind Gísladóttir, Viðar Gunnarsson, Dagný Jónsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Egill Árni Pálsson, Bragi Jónsson, Gunnar Kristmannsson og Sigurjón Ólafsson. Auk þeirra verður kór sem leikur stórt hlutverk í sýningunni. Þar eru kórfélagar úr mörgum kórum hér af Suðurnesjum og úr kór Íslensku óperunnar. Tekið skal fram að óperan er sungin á íslensku í þýðingu Þorsteins Gylfasonar. Minnt er á að miðasala er hafin á midi.is og eru allir hvattir til að tryggja sé miða í tíma á þessa óvanalegu og spennandi sýningu.

Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja Þá er sumarfríið okkar búið og miðlarnir okkar Lára Halla Snæfels , Þórhallur Guðmundsson ætla að starfa hjá okkur dagana 23. ágúst og 30. ágúst. Upplýsingar og tímapantanir í síma 421-3348.

Veitir ókeypis ráðgjöf á afsláttardegi íbúa Heilsuhússins, Hringbraut 99, Reykjanesbæ miðvikudaginn 22. ágúst milli kl. 15:00 og 18:00. www.heilsuhusid.is

Hringbraut 99 • Keflavík • Sími 578 5560 Opið: mánud. - föstud. 10 -18

UPPHAF SKÓLASTARFS Í GERÐASKÓLA HAUSTIÐ 2012 Skólasetning fyrir 2.-10. bk. verður miðvikudaginn 22. ágúst kl. 9:30 í Miðgarði, sal skólans. Skóladegi lýkur hjá öllum árgöngum kl. 13:25. Nemendur í 1. bekk mæta með forráðamönnum til viðtals hjá umsjónarkennara þennan sama dag. Til þeirra verður boðað með bréfi. Kennsla hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst. Eins og áður geta foreldrar sótt um mataráskrift fyrir börn sín á www.skolamatur.is. Skólinn mun sjá um innkaup fyrir 1.-5. bk. eins og verið hefur. Skólastjóri

STÖRF HJÁ IGS 2012 Við bjóðum fjölbreytileg og skemmtileg störf í spennandi umhverfi flugheimsins. IGS ehf. vill ráða fólk til vinnu. Um er að ræða störf við ræstingu flugvéla. Áhersla er lögð á reglusemi, stundvísi og árvekni. Lágmarksaldur 18 ár, almenn ökuréttindi, íslensku- og/eða enskukunnátta skilyrði. Umsóknarfrestur rennur út 20. ágúst 2012 Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is


20

FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Kirkja samfélagsins E

Sr. Skúli S. Ólafsson, Benedikt Gunnarsson, Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir og dr. Gunnar Kristjánsson.

Þú skalt ekki stela!

Fátt er betra í þessu yndislega veðri sem við höfum upplifað í sumar en að njóta útiverunnar við eitthvað sem veitir okkur gleði. Ég eins og svo margir aðrir hef notið þess að fara í golf, göngur, langa og skemmri hjólatúra og margt fleira. Ég elska að hjóla, hvort sem það er innan- eða utanbæjar og sé ekki eftir að hafa fjárfest í fjallahjóli fyrir nokkrum árum. Ja ekki stelur maður hjóli, svo mikið er víst, alla vega ekki nema einu sinni! Við vorum nýflutt í íbúð í ágætis blokk í Heiðarhverfinu. Eina helgina var ákveðið að hafa hreingerningardag í sameign blokkarinnar og hjólageymslan yrði m.a. tekin í gegn. Í gegnum árin höfðu safnast saman fjöldinn allur af hjólum og nokkuð ljóst að einhver þeirra tilheyrðu fyrrverandi íbúum. Því var ákveðið að allir sem ættu hjól í geymslunni tækju þau frá svo það væri hægt að sjá hvaða hjól stæðu eftir og þeim síðan hent eða komið til fyrri eigenda ef því væri komið við. Þetta gekk allt eftir og mikið rétt, fjöldinn allur af hjólum sem áttu ekki lengur „heima“ í húsinu stóðu eftir. Flest voru þau í þannig ásigkomulagi að ekki var lagt út í stórtækar aðgerðir til að finna eigendur en þó með einhverjum undantekningum. Innan um „draslið“ leyndist líka þetta fína DBS hjól – rautt og silfrað og í góðu ásigkomulagi. Enginn kannaðist við hjólið og við því sammála um að þarna væri komið hið fínasta hjól fyrir mig. Miðað við fjárráðin okkar á þessum tíma var hjólið eins og himnasending og þurfti lítið annað en laga keðju og pumpa í dekkin og mín var komin af stað. Ég hjólaði um göturnar eins og yngra eintakið af Jessicu Fletcher, með körfu á stýrinu og barnið á bögglaberanum (jú jú í viðurkenndu hjólasæti) og þarna smitaðist ég af hjólabakteríunni fyrir alvöru. Hjólið reyndist hinn mesti gæðagripur og dugði næstu árin. Það var reyndar orðið ansi lúið undir það síðasta og ég því farin að láta mig dreyma um að fjárfesta í öðru. Það var svo 7 árum, einhverjum mánuðum, nokkrum húsum og öðrum syni síðar, að ég er úti í garði að reyta arfa þegar vinkona mín kemur við hjá mér á svona líka flottu hjóli. Ég fer að dásama hjólið og spyrja þessara praktísku spurninga: hvar, hvenær, hversu mikið og hvernig er það. Vinkonan svaraði þessum spurningum samviskusamlega og seldi mér á ógnarhraða þá hugmynd að ég ætti algjörlega skilið að fá nýtt hjól. Ég var auðvitað alveg sammála henni og segi: á það svo sem alveg skilið, er á eldgömlu DBS hjóli sem má muna fífil sinn fegurri! Á þessu augnabliki fékk vinkonan alveg nýjan glampa í augun og horfði dreymin fram fyrir sig: ertu á DBS hjóli, ég trúi þér ekki, það er nú bara Rollsinn í hjólum. Ég átti sjálf svona hjól, elskaði það, því það er ekkert sem kemst nálægt DBS. En því var stolið úr hjólageymslunni okkar. Hugsaðu þér, við hjónin fluttum til Danmerkur í eitt ár og leigðum íbúðina á meðan og þegar við komum til baka þá var búið að stela hjólinu. Hver gerir svona! HVER GERIR SVONA!! – bergmálaði í eyrum mínum á sama tíma og rósirnar í garðinum fölnuðu og ég missti sumarbrúnkuna úr andlitinu á augabragði. Mér leið undarlega og vissi að ég þurfti ekki að spyrja: var þetta þegar þið bjugguð í Heiðarhverfinu?? því svarið lá þarna í loftinu. Ég leiddi vinkonuna út í bílskúr þar sem „hræið“ lá illa hirt og sært á gólfinu og ég get svarið að það var eins og það reisti sig aðeins upp þegar það heyrði í „mömmu“ sinni koma (já já þannig var tilfinningin). Ég leit á vinkonu mína og sagði: við þurfum að tala saman! Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Fylgstu með mér - http://www.facebook.com/Hamingjuhornid

ins og kunnugt er þá standa yfir viðgerðir og endurnýjun á kór og kirkjuskipi Keflavíkurkirkju. Þessi vinna hófst með eins dags sjálfboðavinnu fjölda fólks. Þegar mikið hefur staðið til í kirkjunni hefur samfélagið í kringum hana lagst á eitt til þess að sem best megi til takast. Þegar helgidómurinn var byggður fyrir nær 100 árum var það fyrir rausnarskap og samstöðu, sem tókst að vinna það þrekvirki. Fyrir tæplega 50 árum, var það einnig sameiginlegt átak sem stuðlaði að endurbótunum. Fyrir 34 árum komu svo steindu gluggarnir. Sú gjöf var til minningar um alla látna Keflvíkinga og verður því minnisvarði um samfélagið um alla tíð. Við þær endurbætur sem nú er verið að vinna að er stuðst við álit húsafriðurnarnefndar, en Keflavíkurkirkja er friðuð. Húsafriðunarnefnd hefur mælst til þess að gluggar kirkjunnar verði færðir í upprunalegt horf en þeir voru úr gegnsæju gleri með steyptum gluggapóstum úr málmi. Það er því ljóst að sóknarnefnd er nokkur vandi á höndum. Steindu gluggarnir í kirkjunni innan við rúðuglerið hafa verið þar síðan 1977 en höfundur þeirra er Benedikt Gunnarsson myndlistarmaður. Nokkur viðbrögð hafa orðið við þeirri hugmynd að taka þá niður og eðlilegt að sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Þar sem gluggarnir hafa verið þarna í svo langan tíma finnst mörgum að þeir hafi alltaf verið þar og séu órjúfanlegur hluti af kirkjunni. Aðrir fagna því að þeir verði teknir niður, segja að þeir hafi aldrei verið sáttir við gluggana, kirkjan sé dimm þeirra vegna. Þó þeir séu ekki á móti gluggunum, vilji þeir fá birtuna til að flæða í kirkjunni, sem var hugmynd arkitektsins í upphafi. Það er nauðsynlegt að taka gluggana niður vegna viðgerða og hreinsunar

og því hefur sóknarnefnd ákveðið að þeir verði ekki settir aftur upp í bráð. Fyrir vikið gefst tækifæri til að kynnast kirkjunni án þeirra, meta kosti þess og galla að vera án steindu glugganna og að þeim tíma liðnum endurskoða ákvörðunina. Ýmsar hugmyndir eru uppi um hvað gera skuli við steindu gluggana ef þeir verða ekki settir aftur í kirkjuna. Helst hefur verið rætt um að koma þeim fyrir í safnaðarheimilinu þangað sem yfir 70 þúsund gestir leggja leið sína á hverju ári. Jafnframt verði möguleiki á að setja þá aftur upp í kirkjuskipinu, ef það samræmist sjónarmiðum sóknarnefndar og húsfriðunarnefndar og þá kæmi jafnvel til greina að lýsa þá upp að innan svo að gluggarnir fái að njóta sín sem skyldi. Listamaðurinn Benedikt Gunnarsson heiðraði kirkjuna með heimsókn 9. ágúst sl. og sat fund með sóknarnefndarfomanni, sóknarpresti ásamt dr. Gunnari Kristjánssyni prófasti. Fjallaði listamaðurinn um gluggana, sagði sögu þeirra, og útskýrði listrænt gildi og trúarlegt táknmál þeirra auk þess sem hann ræddi almennt hugmyndir sínar um trúarlega list innan og utan kirkjuhússins. Var fundurinn hinn fróðlegasti. Full ástæða er til að biðja listamanninn velvirðingar á þeim óviðeigandi ummælum að steindu gluggarnir hefðu enga trúarlega skírskotun, í umfjöllun sem birtist í kynningu á breytingunum í Víkurfréttum 16. júlí sl. Fundurinn var liður í því að virða og heiðra sögu þessa helgidóms með þeim listaverkum sem þar er að finna. Túlkun á myndlist er að sönnu margbreytileg og erum við margs fróðari eftir þessa ánægjulegu heimsókn. Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir og Skúli S. Ólafsson

Styðjum Þroskahjálp á Suðurnesjum

N

ú styttist í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka en það verður haldið í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt laugardaginn 18. ágúst. Áheitasöfnun fer fram í tengslum við hlaupið, en það er almenn söfnun þátttakenda til styrktar góðu málefni að eigin vali. Í fyrrasumar hlupu fimm einstaklingar til styrktar Þroskahjálpar á Suðurnesjum og berum við þeim miklar þakkir fyrir. Vonandi verður fjöldinn enn meiri í ár. Þroskahjálp á Suðurnesjum vill hvetja hlaupara sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu til að hlaupa í nafni samtakanna. Þá eru Suðurnesjamenn allir hvattir til að heita á þá öflugu hlaupara sem kjósa að hlaupa til styrktar Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Áheitasöfnunin fer fram á heimasíðunni www. hlaupastyrkur.is. Hart er unnið að því að styrkja fjárhagsstöðu félagsins og renna allir fjármunir sem samtökunum berast að gjöf beint til fatlaðra einstaklinga á Suðurnesjum og aðstandenda þeirra, sem dæmi í formi námskeiða og ýmissa uppákoma sem brjóta upp daglegt amstur. Vakin er athygli á því að hægt er að gerast félagi í Þroskahjálp á Suðurnesjum, til stuðnings við samtökin, fyrir aðeins 1.500 kr. á ári. Þá eru minningarkort í boði gegn frjálsu fjárframlagi. Hafið endilega samband í síma: 660-5981 eða í gegnum tölvupóst: siggi@vss.is ef þið hafið áhuga eða viljið frekari upplýsingar. Að endingu óskum við öllum hlaupurum af Suðurnesjum góðs gengis í Reykjavíkurmaraþoninu. Sigurður Ingi Kristófersson, formaður stjórnar Þroskahjálpar á Suðurnesjum

›› FRÉTTIR ‹‹ Sex beltislausir ökumenn

L

ATVINNA

ögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem ekki hafa haft öryggisbeltin spennt við aksturinn. Á síðustu dögum hafa sex ökumenn verið staðnir að slíku broti á umferðarlögum. Það er ekki einungis að sá sem gerist brotlegur í þessum efnum þurfi að greiða tíu þúsund krónur í sekt, heldur trassar hann að nota svo mikilvægt öryggistæki sem bílbeltin eru. Það hefur margsannast að alvarleg meiðsl hafa orðið í umferðarslysum af því að umræddu öryggisatriði hefur ekki verið sinnt.

Rafmúli ehf óskar eftir starfsmanni með rafvirkjakunnáttu til starfa.

Gámur í árekstri við flugvél

Þessar duglegu stelpur söfnuðu hvorki meira né minna en 12.345 krónum á dögunum með því að halda tombólu við Nettó í Krossmóa. Þær komu stoltar í heimsókn á skrifstofu Víkurfrétta og að sjálfsögðu smellti blaðamaður af þeim ljósmynd. Frá vinstri eru þær: Brynja Hólm Gísladóttir, Katrín Hólm Gísladóttir og Lilja Þorsteinsdóttir.

STARFSMAÐUR ÓSKAST TIL STARFA

Áhugasamir geta sett upplýsingar um sig inn á netfangið bergsteinn@rafmuli.is Ekki verður tekið við umsóknum í gegnum síma.

Ó

skað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að töskugámur hafði rekist í flugvél við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Verið var að lesta vélina þegar óhappið varð. Ástæða þess var sögð sú, að færibandið hefði ekki verið stillt rétt af miðað við staðsetningu lestarlúgunnar með þeirri afleiðingu að gámurinn rakst utan í hana. Skemmdir urðu litlar.


21

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012

Frá Reykjanesi, Valahnúkur og Reykjanesviti. Ljósmynd: Ellert Grétarsson.

Ný ljósmyndanámskeið hjá Ellerti og Oddgeiri

E

llert Grétarsson, náttúruljósmyndari og Oddgeir Karlsson, atvinnuljósmyndari, efna á ný til ljósmyndanámskeiða sem slógu í gegn síðastliðinn vetur. Um er að ræða tvö námskeið, annars vegar eitt sem miðar að kennslu á DSLR myndavélar og hins vegar námskeiðið „Taktu betri myndir“ þar sem farið er í praktískar hliðar ljósmyndunar. Á myndavélanámskeiðinu eru útskýrð öll helstu tæknilegu atriðin og áhrif þeirra á lýsingu myndar, t.d. hraða og ljósop, White Balance, Iso, dýptarskerpu og fleira gagnlegt. Farið er yfir grunnstillingar myndavéla. Námskeiðið „Taktu betri myndir“ hentar þeim sem hafa lært betur á myndavélina sína á myndavélanámskeiðinu og aðra sem vilja fræðast meira um ljósmyndun. Farið verður í praktísk atriði ljósmyndunar og nálgun á mismunandi viðfangsefni. Fjallað verður um landslagsog náttúrumyndatökur, barna- og fjölskyldumyndatökur, nálgun út frá sjónarhorni, myndbygginu og margt fleira hagnýtt og fróðlegt sem getur gert mann að betri ljósmyndara. Þátttaka verður takmörkuð við ein-

ungis 8-10 manns á hvert námskeið svo hægt verði að sinna betur þörfum hvers þátttakanda. Námskeiðin verða haldin á Ljósmyndastofu Oddgeirs og hvert námskeið er þrjár klukkustundir frá kl. 19 – 22. Námskeiðsgjald er aðeins 5.000 kr á hvort námskeið. Myndavélanámskeiðið verður haldið þriðjudaginn 11. september, fimmtudaginn 13. sept. og þriðjudaginn 18. september. Taktu betri myndir verður haldið miðvikudaginn 19. september, þriðjudaginn 25. sept. og fimmtudaginn 27. september. Skráning á Ljósmyndastofu Oddgeirs í síma 421 6556 eða á ok@ mitt.is eða elg@elg.is Ellert Grétarsson hefur getið sér gott orð sem náttúru- og landslagsljósmyndari og unnið til alþjóðlegra verðlauna á því sviði. Myndir hans af náttúru Íslands hafa vakið athygli víða og m.a. birst hjá National Geographic. Oddgeir Karlsson lauk ljósmyndanámi við Art Institute of Fl árið 1993 og Meistaranámi frá FS árið 2000. Hann hefur um árabil rekið eigin ljósmyndastofu í Njarðvík við góðan orðstír.

STAÐA SÉRKENNARA Í GERÐASKÓLA Óskað er eftir að ráða sérkennara til starfa í Gerðaskóla. Umsækjendur þurfa að hafa kennararéttindi í grunnskóla og æskilegt að þeir séu með reynslu af sérkennslu. Mikilvægt er að viðkomandi sé samviskusamur, stundvís og eigi auðvelt með að starfa með öðrum. Upplýsingar gefa skólastjórnendur í síma 422-7020. Umsóknir skulu berast til skólastjóra fyrir 22. ágúst. Umsóknir má senda í netfangið: skarphedinn@gerdaskoli.is.

Hafnargötu 90 (fyrir ofan Tölvulistann)

s. 420 6070

Reynir Ólafsson lögg, fasteignasali. Júlíus Steinþórsson lögg, leigumiðlari, sölumaður Sigrún Inga Ævarsdóttir sölumaður

Flóamarkaður Föstudaginn 17. ágúst nk., verður haldinn flóamarkaður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ, frá kl. 13:00 - 16:30. Rauði kross Íslands Suðurnesjadeild

ATVINNA

Tjarnabraut 22, 260 Njarðvík Falleg björt 100,5 fm 4ra herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, þvottahús, geymslu, 3 svefnherbergi, baðherbergi og stofu ásamt geymslu í sameign. Möguleg skipti á sumarbústað fyrir vestan. Lækkað verð 18.200.000

Háholt 21, 230 Keflavík Glæsilegt 6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 50 fermetra bílskúr á góðum stað í Keflavík Reykjanesbæ rétt við Holtaskóla, Íþróttamiðstöð Keflavíkur og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Húsið var mikið endurnýjað ca 2006, m.a. skipt um innréttingar, gólfefni, endurnýjað skólp ásamt því að rafmagn var yfirfarið. Á baklóð er stór pallur og heitur pottur. Verð 48.000.000

Klapparstígur 8, 230 Keflavík Vel staðsett 67,9 fm 3ja herb íbúð á 1. hæð í tvíbýli. Möguleiki er að fá þessa íbúð á 100% láni þar sem greiðslubyrði er um 51.000 kr. á mánuði. Verð kr. 12.000.000

Fífumói 18, 260 Njarðvík Vel staðsett 7 herb. parhús á tveimur hæðum í Njarðvík. Húsið skiptist í forstofu, þvottahús, stofu, eldhús, baðherbergi og eitt svefnherbergi á neðri hæð og 4 svefnherbergi og baðherbergi á efri hæð. Verð 25.500.000

Hvalvík 2, 230 Keflavík Gott iðnaðarhúsnæði með geymslulofti. Hentugt sem geymsla eða fyrir smá iðnað. Verð 5.900.000

Heiðarholt 13, 230 Keflavík 4ra herbergja mikið endurnýjað parhús ásamt bílskúr á besta stað í Keflavík rétt við Heiðarskóla. Verð 26.000.000

Laghentir, bílaþjónusta, leitar að bifvélavirkja eða vönum manni til starfa í Reykjanesbæ. Upplýsingar veitir Guðmundur í síma 861 7600 eða á staðnum, Iðjustíg 1 C

ÓsKum eFTir eigNum á söLu- og LeigusKrá


22

FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

DAGSFERÐ

Félags eldri borgara á Suðurnesjum

Farið 6. sept 2012 kl. 09:00 frá SBK, stoppað á Nesvöllum og við Grindavíkur hringtorgið, Bessastaðir heimsóttir, Alþingi og Landnámssýningin. Súpa og meðlæti og Sjóminjasafnið skoðað. Félagsmiðstöð eldri borgara á Vesturgötu 7, kaffi og gaman saman. Verð kr. 4.000 greitt við skráningu, tekið við kreditkortum. Skráning hjá SBK 420 6000 fyrir 3. sept. Nánari upplýsingar hjá Oddnýju 695 9474, og Ingu Lóu 420 3442

2

VÍKURFRÉTTIR

Fimmtudagurinn 14. apríl 2011

sMÁAUGLÝsiNGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS

ÓSKAST

TIL LEIGU Paríbúð til leigu í Garði 115m2 íbúð, 31m2 bílskúr, gæludýr leyfð, sólpallur og pottur, 3 svefnherbergi, tölvuhorn, nuddbaðkar og geymsluloft. 3ja mánaða trygging. Leiga 115.000 + rafm og hiti. Laus núna. Sími 843-7955.

Íbúð óskast til leigu 36 ára gamall sjómaður óskar eftir íbúð eða húsi á Suðurnesjum til leigu. Er reglusamur og skilvís. Hafið samband á maili: danni75j@ gmail.com Vantar húsnæði. Óska eftir stúdíóíbúð eða bílskúr til leigu, er reglusöm. Sími 868 9196.

TIL SÖLU

Einbýlishús í Garði Nýlegt einbýlishús til leigu 233 fm. Leiguverð 150.000 auk rafm. og hita. Óskað eftir 3ja mánaða bankaábyrgðar. Upplýsingar reynir@stafir.is Húsið er laust. Nýtt 115fm parhús, m/geymslulofti.+ 32fm bílskúr í Garðinum til leigu frá 1. sept. Þrjú svefnherbergi, þvottahús, tölvurými, borðstofa/sjónvarpsstofa, eldhús og baðherbergi m/ nuddbaðkari. 73fm afgirtur sólpallur m/nuddpotti og potthúsi. Leiga 115þús, 3 mánuðir í bankatryggingu eða fyrirfram. S:8589144, 843-7955. Til leigu u.þ.b. 80 m2 atvinnuhúsnæði á Hrannargötu með góðri lofthæð. Hagstæð leiga. Uppl. í síma 860 8909 og 895 8230.

IZUZU TROOPER Izuzu Trooper 3 lítra árgerð 1999 Vel með farinn bíll. Nýtt púst- ný kúpling og nýr altenator. Ekinn 278.000 km. Ásett verð 550.000. Upplýsingar í 898-5696 eða 896-8597

AFMÆLI

www.vf.is Öll almenn trésmíðavinna Nýsmíði – viðhaldsvinna Höfum mót og krana til uppsteypu

90 ÁRA Þessi myndarlegi maður, Meinert J Nilssen, verður 90 ára 23. ágúst. Í tilefni dagsins verður heitt á könunni í Safnaðarheimilinu Innri Njarðvík kl. 14-17 gjafir afþakkaðar. Kær kveðja fjölskyldan

Hannes sími 861 5599 Ellert sími 696 9638

Helguvík - Berghólabraut 27 Komdu með öll raftæki, brotajárn og málma til okkar í Helguvík! Við borgum þér fyrir flesta málma. - Skilum betur til baka

Fáðu pening fyrir gamla bílinn þinn. Farðu með hann til Bílastofu Davíðs, Grófinni 7 eða hringdu í 421-1415 og við sækjum hann. BÍLAVIÐGERÐIR

bÍlastofa davÍÐs

SUÐURNES

D.IBSEN ehf.

Grófin 7

Hringrás smáauglýsing 1a.indd 1

e-mail: dibsen@mitt.is

Sími: 421-1415

Jón Þorkell Jónasson og Guðfinnur S. Jóhannsson úr Golfklúbbi Suðurnesja sigruðu í Vilhjálmsbikarnum sem haldinn var í ellefta skipti á Hólmsvelli í Leiru í sl. viku og urðu þar með Íslandsmeistarar í greensome en fyrirkomulagið er þannig að báðir leikmenn slá upphafshögg en síðan slá leikmenn til skiptis. Veður var mjög gott og verðlaun að vanda glæsileg. Fjölskylda Vilhjálms Vilhjálmssonar hefur staðið fyrir minningarmótinu um Vilhjálm sem dó ungur að aldri árið 2000. Fimmtíu og tvö lið mættu til keppni og léku golf við frábærar aðstæður í Leirunni sem skartaði sínu fegursta. 1. Jón Þorkell Jónasson og Guðfinnur S Jóhannsson GS 45 punktar 2. Guðni Hafsteinsson GR og Þorsteinn Magnússon GKG 41 punktar 3. Pétur Már Pétursson GS og Sigurður Garðarsson GS 41 punktar 4. Garðar K Vilhjálmsson GS og Svanur Vilhjálmsson GS 40 punktar 5. Örvar Þór Sigurðsson GS og Rúnar M Sigurvinsson GS 39 punktar Góður sigur UMFN en tap hjá Reyni Njarðvík sigraði KFR 3-0 í miklum baráttuleik í 2. deild karla í knattspynu í fyrrakvöld. Njarðvíkingar þurftu að hafa fyrir þessum sigri líkt og í fyrri leiknum á Hvolsvelli en staðan í hálfleik var 0-0. Það var svo ekki fyrr en á 68. mínútu að Árni Þór Ármannsson skoraði. Tíu mínútum síðar bætti Ólafur Jón Jónsson við öðru marki og svo því þriðja á 92. mínútu sem kom beint úr aukaspyrnu, glæsilegt mark. Þannig urðu lokatölur og mikilvæg stig í hús hjá Njarðvíkingum. Reynismenn eru sannarlega að missa flugið í 2. deild karla í fótbolta en þeir töpuðu sínum fimmta leik í röð gegn Völsungi fyrr í vikunni. Lokatölur urðu 2-0 fyrir Húsvíkinga sem tróna nú á toppi deildarinnar. Eftir frábæra fyrri umferð þar sem Reynir sátu um tíma á toppnum þá hefur orðið alger viðsnúningur og liðið situr nú í 6. sæti, með einu stigi meira en grannarnir úr Njarðvík.

Nándarverðlaun á par 3 holum: 3. braut Herborg Arnarsdóttir 2,99m 8. braut Gissur H. Þórðarsson 1,60m 13. braut Helgi Runólfsson  4,70 m 16. braut Þröstur Ástþórsson 2,41 m

Fótboltastrákur með hanakamb Þessi ungi knattspyrnukappi heitir Jón Gestur og er í 5. flokki hjá Njarðvík. Einbeitingin skein úr andlitinu og hárið fór í hanakamb þegar hann hljóp á fleygiferð með boltann í leik gegn Val nýlega.

www.facebook.com/grasalaeknir.is

HE- verk ehf.

ALLAR ALMENNAR

Jón og Guðfinnur unnu Vilhjálmsbikarinn í golfi

70 ÁRA Laugardaginn 18. ágúst verður þessi merki maður 70 ára. Þeir gerast ekki mikið betri en þessi elska. Kveðja frá okkur öllum sem elskum þig svo mikið.

5/30/12 2:36:11 PM

5 Jurtir og fæða sem hreinsa líkamann Í

okkar nútímasamfélagi er fjöldinn allur af toxískum efnum í okkar umhverfi eins og skordýraeitur, þungamálmar, mengun, hreinsiefni, lyf, áfengi, aukaefni í mat, o.fl. Líkaminn framleiðir einnig sjálfur úrgangsefni sem eru niðurbrotsefni efnaskipta og toxísk efni framleidd af örverum í meltingarvegi. Óhóf í mat og drykk getur t.d. dregið úr hæfni líkamans til að hreinsa. Allt setur þetta álag á hreinsilíffæri okkar eins og lifrina og nýrun og nokkrar rannsóknir benda

til tengsla mili uppsöfnunar toxískra efna í líkamanum og offitu en þessi efni geta m.a. hugsanlega truflað framleiðslu skjaldkirtilshormóna og haft þannig hamlandi áhrif á þyngdarlosun (http://onlinelibrar y.wiley. com/doi/10.1046/j.1467-789X . 2 0 0 3 . 0 0 0 8 5 . x / ab s t r a c t ) . Hugum því vel að því hvað við veljum ofan í okkur og styðjum

við náttúrulegt afeitrunarferli líkamans með hreinni og góðri fæðu. Mjólkurþistill – hefur hreinsandi áhrif á lifrina og stuðlar að endurnýjun lifrarfrumna. Brenninettla – hefur vatnslosandi og hreinsandi áhrif á nýrun og sogæðakerfi. Sítrónur – örva starfsemi gallblöðru og auðvelda niðurbrot á fitu. Brokkolí – stuðlar að framleiðslu mikilvægra afeitrunarensíma í lifrinni. Kóríander – getur hjálpað líkamanum að losa út þungamálma. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.


23

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012

Erfitt að kveðja Keflvíkinga - segir knattspyrnumaðurinn efnilegi Arnór Ingvi Traustason sem heldur á vit ævintýra atvinnumennskunnar í Noregi

„Mér líst ótrúlega vel á þetta og hlakka til að sýna hvað í mér býr,“ sagði Arnór Ingvi Traustason, hinn stórefnilegi leikmaður Keflavíkur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Keflavík og og norska liðið Sandnes ULF hafa komist að samkomulagi um að Arnór fari til láns til Sandnes frá og með 15. ágúst til 1. desember 2012. Sandnes hefur forkaupsrétt á Arnóri á meðan leigusamningurinn er í gildi. Arnór hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir Keflvíkinga í Pepsi-deildinni þetta árið en hann heldur nú til Noregs. Arnór var að undirbúa sig undir brottför þegar blaðamaður náði tali af honum en hann hélt til Noregs í gær. Arnór sagði að vissulega væri erfitt að kveðja Keflvíkinga á miðju tímabili en hann vonaðist til þess að liðið næði sínum markmiðum. „Það er vonandi að þeir haldi sínu róli en liðsfélagar mínir tóku vel í þessa ákvörðun mína og styðja við bakið á mér, alveg eins og góðir liðsfélagar eiga að gera,“ Arnór segir að hann hafi leitað ráða hjá leikmönnum sem hafa reynslu af því að spila á Norðurlöndum og Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði Keflvíkinga gaf honum m.a. góð ráð. Arnór sagði að hann hefði rætt málin við fjölskyldu sína og þau séu full stuðnings og tilhlökkunar yfir þessu tækifæri. Hann segir Sandnes vera vel spilandi lið og allir leikmenn liðsins leggi sig fram um að spila góðan fótbolta. Tímabilið í Noregi er rétt hálfnað en Sandnes er þessa stundina í 14. sæti af 16 liðum í úrvalsdeild. Arnór vonast til þess að hjálpa liðinu en hann býst kannski ekki við því að ganga inn í byrjunarliðið.

Vertu í besta aldursflokkaliði landsins!

„Maður fer ekkert beint í liðið en það er að sjálfsögðu stefnan,“ segir Arnór. Hann viðurkennir það að norskan sé ekki alveg hans sterkasta hlið en hann skilur hana ágætlega að eigin sögn. Arnór fær íbúð til umráða en hann býr svo vel að eiga skyldmenni og fólk sem getur verið honum innan handar í bænum. Fjöldi fólks hefur sent honum hamingjuóskir og Arnór er afar þakklátur fyrir þær kveðjur. Það eru sannarlega spennandi tímar framundan hjá þessum unga leikmanni. „Þetta er gott tækifæri fyrir mig og ég er ánægður með þessa ákvörðun.“

Ferskar sportfréttir á vf.is Byrjendanámskeið í Haglabyssuskotfimi Allir unglingar 15 ára og eldri sérstaklega velkomnir. Þjálfarinn Theodór Kjartansson er með alþjóðleg skotkennsluréttindi.

Skráning og allar nánari upplýsingar í síma 843-4998 eða á email teddik@simnet.is. Skotdeild Keflavíkur

Skráning er hafin á netinu fyrir alla sem synt hafa með ÍRB sl. ár. Allar upplýsingar má finna á heimasíðum félaganna, www.keflavik.is/sund og www.umfn.is/sund undir VERTU MEÐ! Fyrsti matsdagur fyrir nýja sundmenn er laugardaginn 18. ágúst Systkini frá kl. 13:00-13:40 Stúlkur frá kl. 13:40-14:20 Drengir frá kl. 14:20-15:00 Matið fer fram í Vatnaveröld. Anthony Kattan yfirþjálfari og Hjördís Ólafsdóttir þjálfari sjá um að finna réttan hóp fyrir hvern sundmann. Skráning og frágangur æfingargjalda fer síðan fram á netinu.

Úrslit AMÍ 2012

Næsti matsdagur er sunnudagurinn 26. ágúst frá kl. 14-15 og síðan alla laugardaga eftir það kl. 12:15. Æfingar hefjast mánudaginn 20. ágúst samkvæmt æfingartöflu.

1749 stig 959 stig

829 stig


auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is

Fimmtudagurinn 16. ágúst 2012 • 32. tölublað • 33. árgangur

FIMMTUDAGSVALS

Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540

Í HÁDEGINU ALLA DAGA

Metnaðarfull óperusýning í Hljómahöll:

Valur Ketilsson skrifar

AUSTUR Á KLAUSTUR

E

in ferð á ári. Tilhlökkun allan ársins hring. Undirbúningur og eftirvænting. Jarðhræringarnar trufluðu okkur og aðra veiðimenn á síðasta ári. Varla vært fyrir ösku og djöfulgangi. Búalið á Seglbúðum bauð ekki upp á neina útiveru né viðveru í öskurótinu. Söknuður af útiverunni og náttúrunándinni var farin að segja til sín. Frúin lifir ekki af árið án þess að komast austur á Klaustur. Þetta er hennar tími og ekkert kemur í veg fyrir nautnina nema náttúruöflin láti á sér kræla. Samveran og sameiningin tengir hópinn órjúfanlegum böndum. Allt fær að flakka og það sem sagt er, satt eða logið, er skilið eftir í hraunpollum Grenlækjar. Ægifegurð árinnar og náttúrulistaverkin í landslaginu draga fram dásemdir sálarlífsins.

D

ró með mér Bændablaðið í sjoppunni á Hvolsvelli. Eins og gullmoli í höndum sunnlenskra sveitamanna. Sneisafullt af fróðleik og visku. Á forsíðu mátti lesa um góðar uppskeruhorfur þrátt fyrir þurrkatíð. Í miðopnu mátti lesa fróðleik um viðmiðunarverð stjórnar Landssamtaka sauðfjárbænda á lambakjöti fyrir komandi sláturtíð. Birt á heimasíðu þeirra. Haustið 2011 var meðalverð á lambakjöti til bænda 502 krónur á kíló. Þetta er verð að meðtöldum uppbótargreiðslum sem afurðarstöðvar greiddu. Stjórnin telur að verðið til bænda þurfi að hækka um heilar 48 krónur sem þýði um 9% hækkun. Mig sundlaði við þessar upplýsingar og sá fyrir mér að milliliðir og verslanir kríuðu heldur betur til sín þegar skrokkurinn í heild sinni til bænda leggst á tæpar níu þúsund krónur. Hryggurinn kostar mig helminginn af því verði út úr búð. Þá er allt annað eftir af dýrinu.

V

ið vöknuðum í golu og sudda klukkuna langt gengna í tíu. Erlendur bóndi leit við í gættina og sá að mannskapurinn var hingað kominn til þess að njóta lífsins. Með árunum leggjum við minna upp úr veiði og meira upp úr værð. Fiskarnir hans koma aftur ár eftir ár og svei mér þá ef hann þekkir þá ekki með nafni. Silfurslegnir og doppóttir. Eins og fingraför sjávarguðsins. Hvísla til þín á bakkanum og heilsa með vænu narti.

K

völdvökurnar gerast ekki betri. Farið yfir helstu viðburði dagsins á meðan lambakjötið mallar á sjóðheitu grillinu. Hitaskipti, fataskipti, tímaskipti og pilluskipti eiga öll sínar merkingar. Eitthvað sem enginn skilur nema vera meðlimur. Hlátrasköll og gáski ríða ekki einteyming. Potturinn yljar kroppinn og kertaljósin loga eins og klæðin rauð. Í stjörnubjörtu himinhvolfinu.

SÚPA DAGSINS OG FERSKUR FISKUR

KAFFIVEITINGAR, HAMBORGARAR, SAMLOKUR OG FLEIRA GÓÐGÆTI. OPIÐ ALLA DAGA FRAM Á KVÖLD FYRIR FÉLAGA Í GS OG AÐRA.

Áhorfendur í návígi við leikarana Mikil óperuhátíð fer fram í Reykjanesbæ 24. og 26. ágúst. Nú er það óperan Eugence Onegin eftir Tschaikovsky sem verður flutt í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Þetta verður töluvert stærri uppfærsla en á TOSCA eftir Puccini sem flutt var í fyrra og sló svo eftirminnilega í gegn.

VEITINGASALAN Í LEIRU ER OPIN ALLA DAGA

Jóhann Smári Sævarsson sem sér um leikstjórn á verkinu og leikur eitt aðalhlutverka sagði í samtali við Víkurfréttir að sviðsmyndin væri með þeim glæsilegri sem sést hefði hérlendis en verkið verður flutt í bæði Hljómahöll og Stapanum á tveimur sviðum þar sem áhorfendur verða í miklu návígi við leikarana. Sýningin er gríðarlega metnaðarfull og fjöldi fólks er að leggja fram óeigingjarnt starf til þess að þessi uppfærsla verði að veruleika. Jóhann ætlar að 400 gestir komist fyrir á hverri sýningu.

Mánudagur

HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 421 4100 EÐA NETFANGIÐ GS@GS.IS

Föstudagur

- Nýir Sandgerðingar boðnir velkomnir - Djassveisla á Vitanum kl. 22.00

- Norðurbær – Suðurbær www.nordursudurbaer.is - Sápubolti

Þriðjudagur

- Sundlaugarpartý fyrir 13 ára og eldri kl. 20.00 Jón Jónsson og Friðrik Dór

- Kósýkvöld kvenna í Sundlauginni kl. 20.00

Miðvikudagur

- Söngva og sagnakvöld - Hljóp á snærið á Vitanum - Axlabandið á Mamma Mía

- Setning Sandgerðisdaga í Grunnskólanum - Hátíðardagskrá í Safnaðarheimili kl. 19.00 - Aftan festival á Mamma Mía kl. 22.00

Laugardagur

Fimmtudagur

- Diskótek fyrir yngri kynslóðina - Lodduganga kl. 19.30 „Lítið en ljúft er veitt í Loddu“ Ganga fyrir fullorðna - Valdimar á Mamma Mía - Opið á Vitanum

Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting

VERIÐ VELKOMIN Á SANDGERÐISDAGA 20.-26. ÁGÚST

- Golfmót - Fjölskylduskemmtun frá morgni til kvölds - Hestar, andlitsmálun, leiktæki, skottsala, söguferð og margt fleira - Fræðasetrið - Listatorg - Ball með hljómsveitinni Í svörtum fötum í Samkomuhúsinu - Hljómsveitin Hrafnar á Vitanum

Sunnudagur - Gönguferð - Messa

Fylgist með á sandgerdisdagar.is og sandgerdi.is. Þið finnið okkur einnig á facebook!

32.tbl  
32.tbl  

32.tbl.33.árg.

Advertisement