Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
bls 18
bls 21
Eyrún Jónsdóttir missti 35 kíló
bls 22
Óli Haukur Mýrdal ljósmyndari Mikið ævintýri að vera hluti af íslenska landsliðinu Nýtt sjónarhorn með drónum -segir Jóhanna Margrét Snorradóttir, hestakona úr Mána
vf.is
F IMMTUDAGUR 13 . ÁGÚST 2 0 15 • 3 1. TÖ LUBLA Ð • 36. Á RGA NGU R
Jóhanna Gísladóttir GK á túnfiskveiðum suður af landinu:
Nítján grindvískir túnfiskar í japanskt sushi
J
óhanna Gísladóttir GK kom til Grindavíkur í gærmorgun með nítján fallega túnfiska eftir fyrstu veiðiferð sumarsins. Vísir hf. í Grindavík gerir skipið út til túnfiskveiða en þetta er annað sumarið í röð sem skipið stundar þennan veiðiskap en nú er byrjað þremur vikum fyrr en í fyrra. „Við erum að prófa hvernig markaður og veiðar á túnfiski eru í ágústmánuði. Við viljum frekar nota þann tíma en október. Fyrsta veiðiferðin gekk alveg þolanlega og skilaði 19 fiskum í land og við erum alveg sæmilega bjartsýnir á að áhöfnin hafi náð góðum tökum á þessum veiðum og við notum reynslu okkar frá því í fyrra til að koma túnfisknum á markað í Japan,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í samtali við Víkurfréttir. Túnfiskurinn er mjög verðmætur en hann verður sendur með flugi til japan
Kostaði 2 milljónir að ráða skólastjóra
FÍTON / SÍA
XXÞað fylgir því töluverður kostnaður fyrir sveitarfélög að skipta um stjórnendur. Það kostaði Sveitarfélagið Garð t.a.m. rúmar tvær milljónir að ráða skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Gerðaskóla í byrjun sumars. Þetta kemur fram í gögnum bæjarráðs Garðs frá því í júlí en þá voru teknar fyrir tvær breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2015. Kostnaður vegna ráðningar skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Gerðaskóla var 2.031.000 kr. Hann mun þó ekki hafa áhrif á rekstrarniðurstö ðu fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.
einföld reiknivél á ebox.is
þar sem hann verður seldur á uppboði á stærsta fiskmarkaði heims. Í Japan fer túnfiskurinn á japanska sushi-staði en um 10.000 krónur eru að fást fyrir kíló af túnfiski á japanska markaðnum. Því fylgir einnig mikill kostnaður að koma fisknum á markaðinn í Japan með flugfrakt. Gengið er frá hverjum fiski í sérstakar kistur hér heima en túnfiskurinn er verkaður undir eftirliti sérfræðings með 45 ára reynslu frá japanska fiskmarkaðnum. Þá er vel fylgst með hitastiginu á hverjum fiski á leiðinni á markaðinn og m.a. síriti fyrir hitastig í hverri flutningskistu. Pétur bindur miklar vonir við túnfiskveiðarnar en fyrirtækið er með 32 tonna kvóta sem er um 170 fiskar. Nánar er fjallað um túnfiskveiðarnar á vef Víkurfrétta og birtar fleiri myndir birtar.
Er ég eitthvað kindarleg?
Er ég eitthvað kindarleg? spurði Hulda G. Geirsdóttir með ljósmynd sinni sem hún tók við rústir á Hópsnesinu við Grindavík þar sem kind horfði til hennar í gegnum glugga í rústunum. Mynd Huldu hlaut flest atkvæði þeirra þriggja mynda sem dómnefnd sem skipuð var af ritstjórn Víkurfrétta valdi. Leikurinn fór þannig fram að lesendur gátu sett inn myndir á fésbókina og merkt #forsidavf. Dómnefnd valdi svo úr þeim
myndum þrjár myndir til úrslita og sú mynd sem fengi flest „like“ í úrslitunum færi á forsíðu Víkurfrétta í dag. Í úrslitum voru einnig mynd af Snæfellsjökli eftir Ingveldi Ásdísi Sigurðardóttur og mynd af öldnum sjómanni sem Birgitta Ína Unnarsdóttir tók. Svo fór að mynd Huldu hlaut 668 „like“ á fésbókarsíðu Víkurfrétta, mynd Ingveldar Ásdísar fékk 528 „like“ og Birgitta Ína fékk 164 „like“ á myndina sína í úrslitum.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
Túnfiskurinn undirbúinn fyrir flutning til Japans. Á neðri myndinni má sjá japanskt sushi með grindvískum túnfiski. VF-myndir: Hilmar Bragi
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.