30 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Höfum fengið nýt t símanúmer 590 5090

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

vf.is

F IMMTUDAGUR 3 0. JÚLÍ 2 0 15 • 3 0. TÖ LUBLA Ð • 36. Á RGA NGU R

Þetta unga par átti rómantíska stund við Keflavíkina í kvöldblíðunni á dögunum en nú stendur yfir kosning um Best Best under-the-radar Romantic Destination, þar sem Reykjanesið keppist um að komast á topp 10 listann hjá USA TODAY en kosið er daglega til 3. ágúst.

„Drusluganga“ fyrir skattaskil í Reykjanesbæ? Alltof margir greiða alltof lítið - segir bæjarstjórinn í harðorðri grein

FÍTON / SÍA

„Nú þegar álagningu opinberra gjalda er lokið er ljóst að hér í Reykjanesbæ, og eflaust víðar, þarf að verða hugarfarsbreyting. Allt of margir einstaklingar nota allar mögulegar leiðir til þess að komast hjá greiðslu útsvars á meðan sveitarfélagið berst í bökkum. Langflestir þeirra, sem lítið eða ekkert greiða, eru í eigin rekstri. Svo eru það auðvitað hinir sem vinna bara svart. Það er efni í aðra grein,“ segir Kjartan

einföld reiknivél á ebox.is

Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í grein sem hann birtir í Víkurfréttum. Álagningarskráin liggur frammi á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar til og með 6. ágúst. Bæjarstjóri útskýrir í grein sinni hvernig fólk getur fundið uppgefin laun. Hann segir að auðvitað geti verið góðar og gildar ástæður fyrir lágum uppgefnum launum í einhverjum tilfellum svosem erfitt árferði og tap. „Þegar maður hins vegar

veit um fólk í eigin rekstri sem hefur það gott, ferðast oft á ári til útlanda, á sumarhús og fleiri eignir, en gefur upp á sig lágmarkslaun, verður maður vonsvikinn. Á sama tíma gerir þetta sama fólk kröfur um fyrsta flokks þjónustu af hálfu Reykjanesbæjar, börnin ganga í skóla, fara í sund, eru á leikskólum, foreldrarnir á elliheimilum, fá aðstoð félagsþjónustunnar o.s.frv. á kostnað launþega sem greiða útsvar.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

Bæjarstjórinn vitnar til „druslugöngu“ í Reykjavík um síðustu helgi en hún var tileinkuð þeim sem höfðu orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Tilgangurinn hafi verið að gefa þeim sem hafi orðið fyrir þeirri reynslu tækifæri að skila skömminni þangað sem hún á heima, til gerandans. „Því velti ég fyrir mér hvort þörf sé á sams konar hugarfarsbreytingu, ekki bara í Reykjanesbæ heldur um allt land, hvað varðar þátttöku bæjarbúa í greiðslu sameiginlegs kostnaðar.“

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

VIRK starfsendurhæfing

Starfsemin hefur skilað góðum árangri - segir Elfa Hrund Guttormsdóttir ráðgjafi XAtvinnurekendur X eru jákvæðir í garð þeirra einstaklinga sem hafa áhuga á að fara í starfsþjálfun og hafa verið í starfsendurhæfingu að sögn Elfu Hrundar Guttormsdóttur ráðgjafa en alls starfa þrír ráðgjafar hjá VIRK á Reykjanesi. Þjónustan miðar að því að auka vinnugetu og er ætluð þeim sem stefna aftur út á vinnumarkað en heildarfjöldi þeirra sem leitað hafa til virk er 526 þar af 150 sem eru í reglulegum viðtölum og eftirfylgd og 266 sem hafa útskrifast. Alls hafa 110 hætt þjónustu. Starfsemin hefur skilað góðum árangri að mati Elfu Hrundar. „Framfærslustaða þeirra sem nýtt hafa sér þjónustu VIRK á landsvísu var í árslok 2014 þannig að 64% þeirra eru með laun á vinnumarkaði, í virkri atvinnuleit eða á námslánum. Einstaklingar sem koma í ráðgjöf til VIRK eiga kost á því að prófa sig í starfi á almennum vinnumarkaði. Í flestum tilfellum hafa einstaklingar verið í starfsendurhæfingu hjá Samvinnu á vegum VIRK og ráðgjafar hjá Samvinnu finna starf fyrir þá einstaklinga sem hafa áhuga á því að fara í starfsþjálfun. Í sumum tilfellum hafa einstaklingar fengið vinnu í framhaldinu en það er ekki markmiðið með starfsþjálfuninni”, segir Elfa Hrund sem segir það jákvætt þegar einstaklingar sem hafa ekki mikla trú á því að eiga afturkvæmt á vinnumarkað fá vinnu eftir að hafa prófað sig í starfi. „Mín upplifun sem ráðgjafi á Reykjanesi er sú að atvinnurekendur eru mjög jákvæðir í garð þeirra sem þurfa að fá tækifæri til að prófa sig í starfi. Atvinnurekendur taka vel á móti einstaklingunum og viðmótið er hlýlegt í garð þeirra sem koma tímabundið í starfsþjálfun. Það græða allir á þessu samstarfi, vinnustaðurinn fær tækifæri til að kynnast einstaklingnum og vera honum innan handar í ákveðinn tíma – einstaklingurinn fær tækifæri til að prófa sig í starfi og samfélagið fær í flestum tilfellum virkari einstaklinga til að taka þátt í mótun þess. Það getur skipt miklu máli fyrir einstakling sem hefur þurft að hætta að vinna vegna heilsubrests eða er kominn á aldur að fá vinnu sem hentar. Þá verða starfslokin mun jákvæðari fyrir vikið.”

Næsta tölublað Víkurfrétta kemur út 14. ágúst vegna sumarleyfa


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.