Page 1

Stærra og efnismeira blað í hverri viku!

Víkurfréttir

Grundarvegur 23, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Kátir skátar á leið á alheimsmót í Svíþjóð

LJÓSMYND: HELGI BIERING

vf.is

FIMMTUdagurinn 28. JÚLÍ 2011 • 30. tölublað • 32. árgangur

›› Sportið

›› Viðtal

›› Menning

Íslandsmeistari í fimmgangi

Margt spennandi í íslenskri hönnun

Metnaðarfull uppfærsla á Tosca

› Síða 15

› Síða 8

› Síða 13

MÁLNING

Kátir skátar í Leifsstöð

DEKA PRO þakmálning, 10 lítrar

9.995,-

Á

þriðjudagskvöldið héldu 110 skátar á alheimsmót skáta í Svíþjóð og þar af eru 12 skátar úr Heiðabúum. Skátarnir settu svip sinn á Leifsstöð en alls fara 260 skátar frá Íslandi á mótið. Mótið er í nágrenni við Rinka­ by og hafa um 46.000 skátar víðsvegar að úr heiminum boðað komu sína á svæðið, bæði sem þátttakendur og starfsmenn. Fyrir þá sem vilja fylgjast með íslensku skátunum er frétta­ síða hópsins www.facebook. com/icejamboree.

DEKAPRO útimálning, 10 lítrar

6.495,-

14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011

Opið mánud.-föstud. kl. 8-18 Fuglavík 18, Reykjanesbæ

spennandi uknattleikir ***

ehf.

Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17

to.

kosti með gen.

endur vænn er ari

Gönguhátíð um verslunarmannahelgina

G

Slysagildra við Tjarnarbraut

önguverkefnið AF STAÐ á Reykjanesið verður með gönguhátíð í Opið allan umdæmi Grindavíkur um ð Tjarnarbraut 14 í Innri-Njarðvík stendur nýlegt 20 íbúða fjölbýlishús sem búið er í að hluta, verslunarmannahelgina. þrátt fyrir að byggingaframkvæmdum við húsnæðið sé ekki lokið og margt sé ófrágengið sem sólarhringinn Boðið verður upp á fjórar tryggir hollustu og öryggi þeirra sem nú þegar hafa hafið búsetu í húsnæðinu og þeirra sem búa gönguferðir með leiðsögn í nágrenninu því mikið er um það að börn séu að leik í þessu húsi. Ljóst er að það er bara nánast frá föstudegi til mánudags. tímaspursmál hvenær einhver slasist, en það virðist oftar en ekki þurfa slys til svo að eitthvað sé gert Mælt er með að vera í góðum í málum sem þessum. Víkurfréttir leituðu upplýsinga um stöðu mála hjá embætti byggingafulltrúa gönguskóm og taka með sér Reykjanesbæjar. Sjá nánari umfjöllun á bls. 2 nesti í ferðir. Allir eru á eigin ábyrgð í ferðum. Þátttökugjald í hverja ferð kr. 1.000, frítt fyrir börn. Leið­ Morgu 4. ágúst Víkurfréttir koma ekki út fimmtudaginn sögumaður, Sigrún Jónsd. nverða rFranklín, gsm 691í körfuboltanum 8828. Nán­ matseðverður Það er háspenna í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík KR eigast við starfsfólks. í undanvegna og sumarleyfa Skrifstofan ill ar úrslitum um ferðirIceland á www.sjfmenn­ Aðeins Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan ílokuð viðureign liðanna er 2:2. í boði á frá föstudeginum 29. júlí til 8.ay Fiágúst. Subw tjum ingarmidlun.is og tjaldsvæði, Oddaleikur verður í viðureign liðanna í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennan er ekki minni Fréttaþjónusta verður á vf.is veitingar og aðra þjónustu á og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar orðin 2:0 í úrslitaviðureign Keflavíkur www.grindavik.is fyrir Keflavík eftir tvo æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar Beinn sími fréttadeildar er 421 0004

A

Holtsgötu 52 - 260 Reykjanesbæ s. 420 5000 - Fax: 421 5946

TM

Fitjum

Sumarleyfi hjá Víkurfréttum NÝ T T - sjá nánar á bls. 23

SUMARDEKK OG FELGUR Á ALLAR GERÐIR BIFREIÐA

kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB

VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND | www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |

rðarbraut 13 @heklakef.is

N1 GRÆNÁSBRAUT 552

Easy ÞvoTTaEfni

Easy MýkingarEfni

Meira í leiðinni


2

FIMMTudagurinn 28. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR

›› FRÉTTIR ‹‹

Ofsaakstur í Innri-Njarðvík

L

ögreglu var tilkynnt um ofsaakstur og mikinn atgang í íbúðarhverfi við Tjarnarbraut í Innri-Njarðvík um klukkan 4 aðfaranótt föstudags. Svo virðist sem bifreið hafi verið ekið yfir fjölmarga garða í hverfinu og loks hafi hún staðnæmst á hól hjá Tjarnarbraut og líklegast fengið þar mikinn skell því bifreiðin var í annarlegu ástandi eins og sjá má á myndunum. Það sama átti líklega við um ökumanninn og félaga hans því þeir voru báðir handteknir grunaðir um ölvunarakstur.

Í

Íþróttamannvirki tekin í gegn á Ásbrú

þróttamannvirki á Ásbrú hafa fengið andlitslyftingu að undanförnu eftir að ekki hafði verið hirt um þau í langan tíma. Kadeco hefur í samstarfi við Lauftækni ehf. m.a. ræktað upp knattspyrnuvöllinn á Ásbrú sem hefur ekki verið notaður í fjölda ára og mótaður hefur verið 6 holu golfvöllur á svæði þar sem áður var svokallað Kínahverfi á tímum varnarliðsins. Golfvöllurinn er ætlaður sem leiksvæði en ekki til keppni og er aðeins notast við efnivið sem fyrir er á staðnum. Á Ásbrú er knattspyrnuvöllur rétt

Fótboltakappinn Guðmundur Steinarsson sést hér merkja fótboltavöllinn á Ásbrú.

Golfvöllurinn er fínn fyrir þá sem vilja æfa stutta spilið eða taka laufléttan hring við tækifæri enda völlurinn stuttur. Myndir/EJS

COCO Snyrtistofa Iðavöllum 9a, 230 Reykjanesbæ, Sími 898 1258

Öll almenn snyrtiþjónusta

s.s. andlitsmeðferðir, húðhreinsun, handsnyrting, fótsnyrting, vaxmeðferðir, litun og plokkun, gelneglur, förðun o.fl.

Vörur frá Lanéche og Golden Rose.   Sveigjanlegur opnunartími eftir þörfum einstakra viðskiptavina.

Ragnheiður Gunnarsdóttir, snyrtifræðingur

LOKAÐ VEGNA SUMARLEYFA 28. júlí - 8. ágúst

Minnum á gáminn við Ragnarsel. Starfsfólk Dósasels og Þroskahjálpar Suðurnesja.

Hrefna á makrílveiðum við Njarðvíkurhöfn

S

hjá Andrews Theater sem kominn var í algjöra órækt og hefur lítið verið haldið við frá því Varnarliðið fór. Þetta er völlur sem Kaninn vandaði vel til á sínum tíma og menn telja ekki mikið mál að gera hann að mjög góðum velli og það er stefnan að gera mjög flott íþróttasvæði þar sem knattspyrnuvöllurinn er sem nýst getur íþróttafélögum á Suðurnesjum. Einnig var tekið til hendinni á gamla hafnarboltavellinum sem er gegnt Langbest veitingastaðnum á Ásbrú. Þar hafði verið svæði sem hundaeigendur höfðu verið að nýta.

vo virðist sem Hrefna hafi verið á makrílveiðum rétt utan við Njarðvíkurhöfn í gær. Mikill markíll var rétt utan við land og mátti sjá torfurnar sprikla við yfirborðið. Hrefnan fældi makrílinn að inn í víkina og myndaðist mikill hamagangur í öskjunni. Töluvert af fólki var á staðnum og fylgdist með þessari tignarlegu skepnu sem eltist við markríll og voru einhverjir komnir með veiðistöng á loft og tóku þátt í veiðinni eins og sjá má á myndunum sem ljósmyndari Víkurfrétta tók.

Bygging fjölbýlishúss í pattstöðu

A

ð Tjarnarbraut 14 í InnriNjarðvík stendur nýlegt 20 íbúða fjölbýlishús sem búið er í að hluta, þrátt fyrir að byggingaframkvæmdum við húsnæðið sé ekki lokið og margt sé ófrágengið sem tryggir hollustu og öryggi þeirra sem nú þegar hafa hafið búsetu í húsnæðinu. Víkurfréttir greindu frá svipuðu máli í síðustu viku og hafa íbúar í InnriNjarðvík haft samband við blaðið vegna málsins og bent á margt m.a. ófrágengin svalahandrið, óheft aðgengi að sameignum og tæknirýmum sem getur orsakað slys á börnum og þeim sem í íbúðunum dvelja. Nágrannar segjast jafnframt vera á nálum vegna þessarar slysagildru og spurning hver sé ábyrgur ef einhver hrapar fram af svölunum eða annað. Ljóst er að það sé bara tímaspursmál hvenær einhver slasist, en það virðist oftast eitthvað þurfa að koma upp á til að eitthvað sé gert í svona málum. Víkurfréttir leituðu upplýsinga um stöðu mála hjá embætti byggingafulltrúa Reykjanesbæjar. Sigmundur Eyþórsson starfsmaður byggingafulltrúa sagði að mál af þessu tagi séu flókin og taki tíma en ábyrgðin sé fyrst og fremst eigenda og/eða byggingastjóra, sé um að ræða byggingasvæði eða mannvirki í byggingu. Ferlið hjá byggingafulltrúa sé þannig að fyrst eru send út ábendingabréf, þar sem viðkomandi eru upplýsir um það sem ábótavant er og bent á mögulegar lausnir til úrbóta. Virða þarf andmælarétt og önnur stjórnsýsluleg ákvæði m.a. að reyna að leysa mál af fremsta megni þannig að það valdi sem minnstum skaða og kostnaði. Verði hins vegar ekki lausn í málinu, eins og þetta mál virðist stefna í, þá þarf jafnvel að rýma húsið með lögregluvaldi og málið er í raun komið á það stig. Byggingaleyfi fyrir fjölbýlishúsunum var útgefið árið 2005, framkvæmdin fór síðan í gjaldþrot árið 2008, en þá hafði verkið stöðvast í nokkurn tíma. Í framhaldi komu nýir aðilar að málinu og unnu vel

í því á tímabili en því miður stöðvaðist verkið aftur árið 2009, síðan þá hefur lítið verið aðhafst í þessu fjölbýlishúsi. Ýmsir aðilar fara með eignahald á íbúðunum en Íbúðalánasjóður hefur eignast flestar íbúðir undanfarið. Undanfari þeirra stöðu sem ríkir í dag eru mikil afskipti embætti byggingafulltrúa, fjöldi eigenda og verktaka hafa komið að málinu á þessu tímabili. En í maí sl. fengu allir viðkomandi aðilar bæði íbúar, eigendur og skráðir iðnmeistarar bréf þess efnis að byggingastjórinn hefði sagt sig frá verkinu, framkvæmdir væru því stöðvaðar þar til nýr byggingastjóri ásamt iðnmeisturum væri skráður á húsið, búseta í íbúðunum væri óheimil þar sem margt sem tengist öryggi og hollustuháttum sé verulega ábótavant m.a. vegna umræddra svalahandriða, ófrágengin rými í sameign og óheft aðgengi að tæknirýmum. Að auki var flestum íbúum gerð grein fyrir þessari hættu munnlega og aðilar hvattir til að leita sér að öðru húsnæði þar til málin leysast. Alvarlegast er þó að eigendur íbúða hafa ítrekað fengið bréf þess efnis að búseta í þessum íbúðum er ekki heimil, þrátt fyrir það hafa íbúðir verið settar í leigu og ákveðin fasteignasala með skipulögðum hætti staðið að gerð leigusamninga á þessum ófullgerðu íbúðum. Rétt er líka að benda á að lögreglan á Suðurnesjum hefur til meðferðar mál er varðar innbrot í þessa byggingu þ.e. í stigaganga og inn í mannlausar íbúðir þar sem innréttingar og fleira hefur verið fjarlægt. Undanfari þessa máls er því fjöldi úttekta og skýrslna um ástand þessara íbúða og í raun komið að því neyðarúrræði að húsið verði rýmt.

Sigmundur fagnar ábendingum nágranna og umfjöllun Víkurfrétta um þetta mál, sem er nokkuð einstakt. Umfjöllunin sé fyrst og fremst upplýsandi fyrir þá sem eru í þeirri stöðu að leita sér að húsnæði og ekki síður ákveðin upphrópun til foreldra að gæta vel að öryggi og hollustu barna sinna. Sigmundur bendir á að í heild sinni sé ástandið hér í Reykjanesbæ ekki slæmt til samanburðar við önnur sveitarfélög. Byggingafulltrúaembættið hefur þó í nógu að snúast í umsýslu mála sem tengjast þessu tímabili þ.e. á árunum 2005 til 2009, þegar mikið var byggt á stuttum tíma. Ástandið í dag er hins vegar algjör pattstaða. Verktakar hafa stoppað framkvæmdir á byggingasvæðum og geymt „tæki og tól“ á þeim lóðum, en þó án þess að hefta aðgengi að þeim. Flestir verktakar hafa þó brugðist vel við ábendingum okkar um tiltektir og að hefta aðgengi að þeim „byggingasvæðum“, sem oft virðast áhugaverð leiksvæði krakka í nágrenni þeirra. Nú eru hins vegar liðin þrjú ár frá fallinu og ljóst að samdrátturinn er að taka mun lengri tíma en menn vonuðust til. Byggingaleyfi eru því jafnvel fallin úr gildi og verktakar þurfa jafnvel að endurskoða hvað þeir hyggjast gera við sín „tæki og tól“ sem eru enn á byggingalóðum í íbúðahverfum, og þá sérstaklega þeir fáu verktakar sem ekki hafa orðið við beiðni okkar um tiltekt o.fl. Vonast er þó til að líf fari að færast í byggingaiðnaðinn þannig að málin fari aftur í sinn eðlilega farveg. En þangað til verðum við öll að sína ákveðna tillitsemi og þolinmæði.


3

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 28. júLí 2011

Betri þjónusta í Vörðunni Varðan er vildarþjónusta fyrir viðskiptavini Landsbankans. Markmið þjónustunnar er að veita yfirsýn yfir fjármálin, persónulega þjónustu og fríðindi fyrir heildarviðskipti.

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Kynntu þér Vörðuna eða pantaðu Vörðuráðgjöf á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


4

FIMMTudagurinn 28. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR

Leiðari Víkurfrétta

vf.is

EYÞÓR SÆMUNDSSON, BLAÐAMAÐUR

Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15.

Ágúst er Liverpool mánaðanna Þ

að hefur verið frekar rólegt hér á Suðurnesjum síðustu vikur enda fólk í sumarfríi og á ferð og flugi innan- jafnt sem utanlands. Þó hafa komið upp mál sem vert er að minnast á. Í Grindavík átti sér stað skelfileg árás sem var virkilega óhugnaleg og vakti óhug hjá fólki. Mörgum er umhugað um mál bygginga í Innri-Njarðvík þar sem slysagildrur eru víða og foreldrar skiljanlega áhyggjufullir vegna þessa. Síðasta helgi var viðburðarík í íþróttalífinu hér á svæðinu en þá eignaðist Hestamannafélagið Máni Íslandsmeistara á Íslandsmóti yngri flokka sem haldið var með glæsibrag á Mánagrund. Íslandsmeistarinn, Jóhanna Margrét Snorradóttir sigraði einnig unglingaflokkinn á Landsmóti hestamanna sem fram fór á dögunum og ljóst að þarna er stórefnileg hestakona á ferð. Íslandsmótið í höggleik fór fram á Hólmsvelli í Leiru en Suðurnesjamenn riðu ekki feitum hesti frá því móti, þótt umgjörðin hafi verið með besta móti. Annars er farið að síga á seinni hluta sumars en mér persónulega hefur alltaf fundist sumarið vera búið eftir verslunarmannahelgina og í minningunni hefur ágúst aldrei verið annað en vonbrigði. Það mætti segja að ágúst sé Liverpool mánaðanna, lofar alltaf góðu en stendur svo aldrei undir væntingum. Kannski er það bara rugl í mér. Framundan eru þó atburðir þar sem ærleg ástæða er til að lyfta sér upp. Næstu helgi er Gay Pride hátíðin í Reykjavík en hún hefur vaxið og dafnað síðustu ár og er nú meðal stærstu viðburða ársins. Menningarnótt er

svo á næsta leiti en Suðurnesjamenn fjölmenna jafnan þangað og njóta þess besta sem menningarlíf landsins býður upp á. Svo er það rúsínan í pylsuenda okkar Suðurnesjamanna, Ljósanóttin sjálf. Hátíð sem markar endalok sumars og upphaf haustsins. Hátíð sem er fyrir löngu orðin landsþekkt og fólk hvaðanæva að kemur og heimsækir Reykjanesbæ. Virkilega væri gaman að sjá þátt eins og Landann kíkja við á Ljósanótt og leyfa okkur að láta ljós okkar skína. Oft verðum við Suðurnesjamenn útundan í þáttum af þessum toga, erum ekki á landsbyggðinni og ekki á höfuðborgarsvæðinu. Ég efast þó ekki um að hér megi finna margt áhugavert fólk og skemmtilega staði og oftar en ekki finnst mér verið að leita langt yfir skammt í þessum efnum.

Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 11. ágúst. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is

Starf framkvæmdastjóra UMF Þróttur auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra félagsins. Starfshlutfall er 30-50% og er hluti starfsins viðvera á skrifstofu félagsins í íþróttamiðstöðinni í Sv. Vogum. Æskilegt er að umsækjendur séu liprir í samskiptum og hafi góða þjónustulund, geti tekið frumkvæði og hafi getu til að vinna sjálfstætt. Góð þekking á tölvum og geta til að koma frá sér rituðu íslensku máli er nauðsynleg. Umsóknir skulu berast stjórn Þróttar á netfangið throttur@throttur.net fyrir 10. ágúst. Frekari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 866-1699.

YOGA-HÚSIÐ

Holtsgötu 6, Njarðvík sími 823 8337

Haustnámskeiðin okkar hefjast 8.ágúst

Innritun er þegar í fullum gangi í síma 8238337

ATVINNA

Pulsuvagninn við Tjarnartorg auglýsir eftir starfsmanni 25 ára og eldri. Viðkomandi þarf að hafa góða þjónustulund og vera reyklaus.

Hætti að syngja eftir að hann fékk réttindin

S

igurður Sævarsson er tónskáld sem lærði söng og tónsmíðar í Bandaríkjunum á sínum tíma, nánar til tekið í Boston. Þar áður hafði hann lært söng í tónlistarskólanum í Keflavík og í Nýja Tónlistarskólanum í Reykjavík. „Ég segi alltaf að ég hafi hætt að syngja um leið og ég fékk réttindin. Þannig er að ég fór upphaflega í háskólanám í söng, við Boston University. Fljótlega fékk ég að bæta við tónsmíðanáminu og lauk síðan meistaragráðu í báðum greinum. Söngnámið gekk mjög vel en það voru tónsmíðarnar sem heilluðu mig meir. Ég syng stundum með Schola cantorum en læt einsönginn alveg vera. Til að vera góður einsöngvari þarf maður að æfa sig daglega til að halda sér í formi. Þegar ég er ekki að „skólastjórast“ sit ég við píanóið, þannig að það er enginn tími fyrir sönginn,“ sagði Sigurður eftir að hann var spurður um hvort hann hefði alveg sagt skilið við sönginn og snúið sér alfarið að tónsmíðum. Sigurður er að gefa út nýjan disk þessa dagana. Hann heitir Missa Pacis og eru það Hljómeyki, Steingrímur Þórhallsson, orgel, Sigurður Halldórsson, selló og Frank Aarnink, slagverk, sem flytja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Verkið var hljóðritað í janúar á þessu ári í Skálholtsdómkirkju en Sigurður var staðartónskáld Sumartónleikanna í Skálholti 2010 og samdi við það tilefni þessa messu. Sigurður segist hafa verið að sýsla við ýmislegt eftir námið í Boston og þá aðallega verk fyrir röddina. „Fyrsta verkið var óperan Z-ástarsaga, byggð á samnefndu skáldverki Vigdísar Grímsdóttur. Óperan

var sýnd á óperuhátíð Norðuróps sem haldin var hér í Reykjanesbæ 2001. Næsta stóra verk var Hallgrímspassía, verk fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Passían var frumflutt í Hallgrímskirkju 2007 og svo flutt aftur í Ytri-Njarðvíkurkirkju 2010 og á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju sama ár. Eftir það samdi ég óperuna Hel, byggða á samnefndu skáldverki Sigurðar Nordal. Óperan var flutt í Íslensku Óperunni á Listahátíð 2009. Það var einmitt eftir sýningu á Hel að ég var beðinn um að vera staðartónskáld Sumartónleikanna í Skálholti 2010. Ósk kom um að ég semdi eitthvað fyrir kammerkórinn Hljómeyki við trúarlegan texta. Fyrir valinu varð latneski messutextinn. Þessi texti hefur verið notaður af stórum hluta tónskálda í gegnum aldirnar og virðist alltaf vera sem nýr. Nafnið sem ég gaf messunni, Missa Pacis (messa friðar) er skírskotun í þann frið sem dvöl í Skálholti veitir

manni og í leiðinni ósk mín um frið fyrir alla, ekki síst sálarfrið. Verkið var svo frumflutt á áðurnefndum sumartónleikum í Skálholti 2010 og síðan hljóðritað í Skálholti í janúar á þessu ári og flutt aftur á Myrkum músíkdögum þann sama mánuð. Þeir sem hafa áhuga, geta farið inn á heimasíðu mína: www.sigurdursaevarsson.com til að heyra tóndæmi. Sigurður var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna í fyrra í flokki klassískrar og samtímatónlistar fyrir hljómplötu sína Hallgrímspassía sem gefin var út í desember á síðasta ári. Flytjendur eru kammerkórinn Schola cantorum, Caput hópurinn og Jóhann Smári Sævarsson, undir stjórn Harðar Áskelssonar. En þess má geta að Jóhann Smári er bróðir Sigurðar. Það er ýmislegt í gangi þessa dagana hjá Sigurði. „Ég hef lítið getað setið við píanóið þar sem það er búið að vera mikið að gera í kringum útgáfu disksins. Síðan er verið að vinna þýðingar á Hallgrímspassíunni, bæði enska og danska, með tilheyrandi fundarsetum. Svo er ætlunin að bæta við þýskri þýðingu. Það verður spennandi að sjá hvað verður úr þessu öllu. Varðandi næstu verkefni, þá lýk ég við verk fyrir óbó og strengjakvartet í haust. Áætlað er að frumflytja það öðru hvoru megin við næstu áramót. Síðan er annað stórt verk í burðarliðnum, óratoría fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Verið er að vinna textann þessa dagana og vonast ég til að geta hafist handa við tónlistina í haust,“ sagði tónskáldið Sigurður Sævarsson að lokum.

Vinnutími frá kl. 10:00 - 17:00 á daginn og eitthvað um helgar. Upplýsingar gefur Inga á staðnum eða í síma 896 2538.

Vertu í góðu sambandi við VF!

Auglýsingadeild í síma 421 0001 (gunnar@vf.is) Fréttadeild í síma 421 0002 (hilmar@vf.is) Ritstjórn og afgreiðsla í síma 421 0000

vf.is • m.vf.is


5

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 28. júLí 2011

Vel heppnuð Skötumessa í Garðinum

RAUNGREINAKENNARI HEIÐARSKÓLA Vegna forfalla vantar raungreinakennara á unglingastigi í Heiðarskóla fyrir skólaárið 2011 - 2012. Umsóknarfrestur er til 11. ágúst. Upplýsingar veitir Gunnar Þór Jónsson skólastjóri í síma 894-4501, umsóknir eiga að berast starfsmannaþjónustu, Tjarnargötu 12, eða á mittreykjanes.is

KARLAR OG KONUR

S

kötumessa var haldin í Garðinum í sjötta sinn síðastliðinn miðvikudag með miklum glæsibrag. Herlegheitin voru haldin í sal Gerðaskóla og var ekki eitt einasta sæti laust í húsinu. Bornar voru fram kræsingar frá Axeli Jónssyni og var skatan vinsælust þrátt fyrir að saltfiskur, plokkfiskur og annað góðgæti væri á boðstólum. Ýmsir þjóðkunnir skemmtikraftar komu fram þ. á m. Hreimur Örn Heimisson, Raggi Bjarna, Bjartmar Guðlaugsson og Árni Johnsen sem að öðrum ólöstuðum stal senunni og myndaði sannkallaða þjóðhátíðarstemningu í salnum þar sem fólk læsti saman örmum og ruggaði sér og trallaði. Ágóðinn af Skötumessunni í ár mun fara til aðstoðar íþróttafélagsins NES en þau eru að fara að keppa á Íslandsmeistaramóti í Boccia í haust. Einnig er ætlunin að styrkja fatlaðan sundmann úr Hafnarfirði.

Dagdvöl aldraðra Reykjanesbæ auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf . Umsóknir skulu berast starfsmannaþjónustu, Tjarnargötu 12, eða á mittreykjanes.is. Umsóknarfrestur er til 11. ágúst. Upplýsingar veitir forstöðumaður Inga Lóa Guðmundsdóttir í síma 420-3400, inga.l.gudmundsdottir@reykjanesbaer.is Fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar

EKUR ÞÚ VARLEGA? 30 km hámarkshraði er í íbúðahverfum. Hvetjum íbúa til að aka varlega

Sýnum tillitssemi – ökum varlega.

30

ER NÁGRANNAVARSLA Í ÞINNI GÖTU? Skötukallinn Ásmundur Friðriksson afhenti Axeli Jónssyni, Skólamat, Valgerði Pálsdóttur, Víkurfréttum og Ragnari H. Kristjánssyni, Fiskmarkaði Suðurnesja viðurkenningarskjal fyrir gott samstarf á liðnum árum.

Reykjanesbær minnir á nágrannavörslu þar sem íbúar geta gert samkomulag um vöktun í sinni götu. Til þess að taka þátt þarf undirskriftir allra íbúa í götunni og er hún þá og húsin merkt sérstaklega. Nágrannavarsla felur m.a. í sér að tilkynna til lögreglu grunsamlega hegðun í götunni sem þá verður fylgt eftir. Góður granni er áhrifaríkasta afbrotavörnin. Sjá nánar á reykjanesbaer.is/usk

BÆKLINGAR FYRIR FERÐAMENN Tveir nýir bæklingar hafa komið út þar sem íslenskum ferðamönnum og auðvitað heimamönnum líka, er bent á áhugaverða staði í bæjarfélaginu og næsta nágrenni, hvað hægt er að gera og hvert er hægt að fara. Annar bæklingurinn er sérstaklega ætlaður börnum og þar er bent á fjölda skemmtilegra tækifæra sem hægt er að njóta án mikilla fjárútláta, flestir staðirnir eru meira að segja alveg ókeypis fyrir börnin.

Söfnuðu 1,5 milljón til styrktar arfgengri heilablæðingu N ýlega afhentu þær María Ósk Kjartansdóttir og Aðalheiður Ásdís rannsóknarhópi á Keldum myndarlega upphæð sem safnast hefur til styrktar rannsóknum á arfgengri heilablæðingu. María Ósk er af heilablæðarafjölskyldu og er umhugað um að rannsóknirnar haldi áfram. Stúlk-

urnar stóðu fyrir hinum ýmsu viðburðum eins og Hip-Hop tónleikum og barnaskemmtun í 88-húsinu. Einnig var slegið upp veislu á Manhattan á sínum tíma og fólki var frjálst að veita málefninu framlög eftir getu hvers og eins. Þegar allt var saman talið höfðu safnast 1.475.075 kr.

Hægt er að nálgast þessa bæklinga á vef Reykjanesbæjar, á Markaðsstofu Suðurnesja og á helstu ferðamannastöðum bæjarins s.s. Víkingaheimum og Duushúsum.


6 markhonnun.is

FIMMTudagurinn 28. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR

hvítLauks LambaLæri á GriLLið

25 % afsláttur

Kræsingar & kostakjör

1.199

kr/kg áður 1.598 kr/kg

GOtt Á grillið LambaLærissneiðar ferskar

LambaLærissteik fersk

kjúkLinGabrinGur

37%

nettó

b í

afsláttur

1.698

kr/kg áður 1.998 kr/kg

1.699

svínarifjabitar kryddaðir

1.999

kr/kg áður 2.698 kr/kg

kr/kg áður 2.295 kr/kg

Grísahnakki

30% afsláttur

manGó-chiLi

30 % afsláttur

d ó v h

349

kr/kg áður 498 kr/kg

1.399

kr/kg áður 1.998 kr/kg

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes


7

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 28. júLí 2011

i

svínahnakkasneiðar

ð

ferskar

40 % afsláttur 1.199

kr/kg áður 1.998 kr/kg

GriLLað GriLLbók vöLLa snæ 2.998 kr bökunarkartöfLur

nautahamborGarar

í Lausu

5 x 115 G

47 % afsláttur

98

898

kr/kg

kr/pk.

áður 998 kr/pk.

dósahjáLmar ómissandi um versLunarmannaheLGina

1.299

kr/stk. áður 1.598 kr/stk.

fanta oranGe fanta fruittwist 6 x 33 cL

34%

afsláttur

395

kr/pk. áður 598 kr/pk.

Tilboðin gilda 28. - 31. júlí eða meðan birgðir endast

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.

áður 185 kr/kg


8

„Margt spennandi að gerast í íslenskri hönnun“

FIMMTudagurinn 28. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR

›› - segir Elínrós Líndal, stofnandi Ella design

E

línrós Líndal stofnandi framleiðslufyrirtækisins ELLA er fædd og uppalin í Keflavík til 7 ára aldurs en segist alltaf líta á sig sem Keflvíking. „Ég hef alltaf verið með annan fótinn hér, ég ólst að hluta til upp hjá ömmu minni og afa; þeim Fjólu Eiríksdóttur og Haraldi Líndal á Framnesveginum og á því margar góðar minningar síðan þá. Nú eru þau bæði fallin frá en hluti af fjölskyldunni býr hér ennþá og erum við afar

samrýmd sem er gott. Ég hef gríðarlega sterkar taugar til Keflavíkur – hér býr yndislega hlýlegt og gott fólk og veit ég fátt skemmtilegra en að koma hér við þrátt fyrir að ég verði að viðurkenna að eftir

fráfall ömmu hefur heimsóknunum fækkað töluvert. Elínrós flutti til Keflavíkur átján ára að aldri og vann um tíma m.a. á Flughótelinu með námi sínu í Verzlunarskóla Íslands. „Ég bjó hér í nokkur ár á menntaskólaaldri og vorum við nokkur sem keyrðum á degi hverjum til að sækja nám í Reykjavík.“ Elínrós er menntuð sálfræðingur og blaðamaður – með MBA meistaragráðu í stjórnun. „Ég er eigandi og listrænn stjórn-

andi ELLU, sem er nýtt framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í Slow Fashion. Ég hef starfað við fyrirtækið í ein tvö ár, en við opnuðum netverslunina www.ellabyel. com 8. apríl síðastliðinn. Við erum ótrúlega ánægð að vera komin inn hérna í Dutyfree Fashion, það er mikil viðurkenning fyrir nýtt fyrirtæki. Ásta Dís nýr framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar er að leiða verslun þar á mjög spennandi staði þar sem boðið er upp á íslenska hönnun sem er einmitt það sem við viljum að ferðamennirnir okkar kynnist í heimsóknum sínum hér á landi. Fyrir okkur er þetta því kjörið tækifæri í viðleitni okkar að koma ELLU áfram á erlendri

grundu – að kynna vöruna fyrir ferðamönnum víðsvegar um heiminn hér,“ segir Elínrós. Starfar með fagfólki á ýmsum sviðum Elínrós segir margt spennandi að gerast í íslenskri hönnun. „Margir eru að vinna skemmtilega hluti í hönnun og vinnan er vönduð hérlendis. Við erum slow-fashion fyrirtæki eins og það kallast, í því felst meiri áhersla á gæði og góð snið.

Fyrirtækið er samfélagslega ábyrgt í framleiðslu sinni. Við framleiðum í Evrópu og kynnum okkur vel aðstæður fólks sem að framleiðslunni vinnur. Við viljum ekki nýta okkur fátækt fólks og bjóðum heiðarleg laun fyrir gott handverk.“ Elínrós starfar með fagfólki á ýmsum sviðum, m.a. Katrínu Maríu Káradóttur yfirhönnuði ELLU. Hún starfar einnig sem aðjúnkt við Listaháskóla Íslands og hefur unnið fyrir merki á borð við Christian Dior og John Galliano. „Með mér er fullt af góðu og sterku fólki,“ segir Elínrós sem segist vera mikill frumkvöðull í sér. „Ég hef starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og fannst það frá-

bært starf. Einnig lærði ég sálfræði því mig langaði að reyna fyrir mér á þeim vettvangi en áhugi minn á tískunni varð ofar öllu öðru sem er bara gott þar sem mikil sálarfræði og textaskrif nýtast í starfinu mínu í dag. Eftir að tískumerkin fóru á hlutabréfamarkað á tíunda áratug síðustu aldar fór ég að finna fyrir síaukinni kröfu á ávöxtun eiginfjárs þeirra fjárfesta sem inn á markaðinn komu sem kom fram í lakari gæðum, meiri fjöldaframleiðslu og minni klassík. Af þessum sökum fannst mér vanta fleiri fallega sniðnar flíkur, gerðar á heiðarlegan hátt með það að markmiði að þær ættu að standast tímans tönn bæði þegar kemur að útliti og endanleika. Í þeim efnahagslega árfarvegi sem við upplifum í dag, þurfum við að gera meiri kröfur til þess að flíkur endist. Þú notar 20% af fataskápnum þínum 80% af tímanum. Þannig að ef þú kaupir frekar 20% af þeim flíkum sem þú gerir vanalega á ári þá er buddan betur sett. Einnig er ómissandi að eiga einn góðan svartan kjól sem hægt er að dressa upp og niður. Þannig að ég er sannfærð um að ELLA eigi erindi í dag. Við höfum náð vel til markhóps okkar en við höfum verið að selja á netinu og erum núna komin hingað í Fríhöfnina. Verslunin Kronkron hefur einnig verið að bjóða upp á kjóla og peysur frá ELLU og svo höfum við opnað okkar eigin verslun á Ingólfsstræti 5. Við höfum einnig fengið fjölmargar fyrirspurnir erlendis frá og erum

komin með umboðsmenn í London og New York, þannig að það er ýmislegt á dagskránni hjá okkur á næstu vikum og mánuðum. Við viljum þó vera einbeittar í því að vaxa rétt. Við höfum fengið tilboð frá stórri verslunarkeðju sem við erum að velta fyrir okkur, en framtíðarstefnan er að opna litlar verslanir sjálfar í New York og London svo við getum stýrt upplifun viðskiptavinarins á ELLU allt frá upphafi til enda.“ Var ekkert erfitt að komast hérna að í Fríhöfninni? „Ætli ég hafi ekki bara verið heppin,“ segir Elínrós og heldur áfram: „Ég hafði samband við Ástu Dís en ég hef lengi fylgst með því sem hún er að gera, hún er kona sem ég ber virðingu fyrir sem stjórnanda og ég hef mikla trú á því sem hún er að gera. Þetta finnst mér vera hugrekki að breyta svona stefnu Dutyfree Fashion búðarinnar og bjóða upp á íslenskt. Það er löngu orðið tímabært að íslensk hönnun sé aðgengileg, enda er svo margt spennandi að gerast hér á landi í þeim efnum. Við höfum löngum verið þekkt fyrir tónlistina okkar, hreina náttúru og nú er án efa kominn tími tískunnar líka. Ísland er góður staður til að byrja rekstur á, að undanskyldri veikri krónu, því þú ert í svo mikilli nálægð við viðskiptavininn og íslenskar konur, sem eru algerlega ófeimnar við að vera þær sjálfar og segja þér hvað sé gott og hvað ekki, sem ég kann vel að meta,“ sagði Elínrós að lokum.


9

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 28. júLí 2011

›› Bryn Ballett Akademían hlýtur viðurkenning frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu:

Viðurkenning á grunnnámi í listdansi og framhaldsskólastigi B

r y n B a l l e tt A k a d em í an (BBA), listdansskóli í Reykjanesbæ hefur hlotið viðurkenningu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að kenna listdans á grunn- og framhaldsskólastigi samkvæmt aðalnámskrám listdansskóla og framhaldsskóla í listdansi 2006. Kennslan á kjörsviði listnámsbrautar fer fram í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og við Keili um námsferilskráningu hjá listdansskólanum og nemendaráðgjöf. Skólinn hefur það að markmiði að veita nemendum þekkingu og sterka undirstöðu í klassískum ballett og nútímalistdansi á heimsvísu. Inntökupróf munu fara fram vegna grunnnáms í listdansi hjá grunnskóladeild fimmtudaginn 19. ágúst 2011 í BBA og mun framhaldsskóladeildin byrja hægt og sígandi með því að nemendur við FS geta hafið nám í vissum áföngum í klassískum og nútímalistdansi og fengið það nám metið til eininga. Síðan mun framhaldsskóladeildin starfa af fullum krafti skólaárið 20122013 og verða inntökupróf haldin í listdansskólanum í maí 2012.

Listdanssnámi í Bryn Ballett Akademíunni (BBA) verður skipt í tíu samliggjandi stig, sem hvert um sig tekur eitt ár að ljúka. 1.-7. stig á grunnskólastigi fyrir 9-15 ára og síðan eru þrjú stig á framhaldsskólastigi fyrir 16 ára og eldri. Skólaárinu er skipt í haust- og vorönn og er skólaárið að meðaltali 36 vikur í heild. Kennsla hefst mánudaginn, 23. ágúst hjá listdansbrautinni. Listdansskólinn opnaði í Reykjanesbæ árið 2008 og er skólinn staðsettur á Ásbrú, í fyrrverandi skotfærageymslu varnarliðsins. Starfsaðstaða skólans er til fyrirmyndar. Í skólanum er búningsaðstaða með sturtum, verslun með ballett- og dansfatnað og biðstofa. Kennsla fer fram í 218 fm danssal sem er með sérútbúnu dansgólfi og dansdúk, ballettstöngum, speglum og hljómflutningstækjum. Tveir minni salir í skólanum verða teknir í notkun fljótlega. Skrifstofa og kaffistofa er einnig til staðar fyrir starfsfólk. Forskóli mun sem áður vera starfræktur við skólann fyrir yngstu kynslóðina, 3-8 ára og mun áframhaldandi almenn braut vera í boði fyrir þá sem vilja stunda dansnám sem

tómstund. Kennsla hjá forskóla og almennri braut hefst 5. sept. Nemendasýningar skólans fara fram á vor- og haustönn í Andrews leikhúsinu á Ásbrú sem er 499 sæta leikhús. Yfir skólaárið hafa nú þegar yfir 200 nemendur stundað nám við skólann. Viðurkennt námsframboð Í grunnskóladeild þá er grunnnámið klassískur ballett og við það bætast önnur fög; spuni, nútímalistdans, karakter, táskór, danssmíði og jazzballett. Frá 9 ára aldri stunda nemendur nám fyrsta árið þrisvar sinnum í viku og eykst námið hægt og sígandi upp í 14-15 klukkustundir á viku í 7. flokki, efsta flokki grunnskóladeildar. Framhaldsdeild skiptist í tvær brautir á kjörsviði annars vegar sem klassískur listdans og hins vegar sem nútímalistdans. Þegar fram-

haldsskóladeildin tekur til fullra starfa fyrir skólaárið 2012-2013 þá munu nemendur þreyta inntökupróf í maí nk. inn í framhaldsskóladeildina og velja þá hvora brautina þeir vilja einbeita sér að og er námið framhald af því sem að þeir lærðu á grunnskólastigi. Bryndís Einarsdóttir er skólastjóri og ballettmeistari skólans. Hún hefur kennt dans víða um heim síðastliðna tvo áratugi og var með eigin skóla í London. Bryndís útskrifaðist frá California Institute of the Arts með BFA gráðu og kennslufræðum í klassískum listdansi frá Royal Academy of Dance. Hún útskrifaðist með diploma við listkennsludeild frá Listaháskóla Íslands, er meðlimur hjá International Dance Teachers Association, Royal Academy of Dance og Félagi íslenskra listdansara.

Kristján Pétur Ásmundsson, skólameistari hjá FS: „Mér finnst þetta frábært framtak hjá Bryndísi og óska henni alls hins besta með þetta. Tilkoma listdansskólans eykur fjölbreytileikann og breiddina í námsframboði á Suðurnesjum sem er mjög gott fyrir nemendur. Ég fagna þessari viðurkenningu listdansskólans og hlakka til samstarfsins við Bryndísi með listdansbrautina“.

„Bryndís segist vera hæstánægð með viðurkenningu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins til listdansskólans. Það eru aðeins tveir aðrir skólar á Íslandi sem eru viðurkenndir til kennslu á kjörsviði í klassískum listdansi; Listdansskóli Íslands og Klassíski Listdansskólinn. Einnig eru þessir tveir listdansskólar viðurkenndir til kennslu á kjörsviði í nútímalistdansi ásamt Danslistarskóla JSB. Allir þrír skólarnir eru einnig viðurkenndir til kennslu á grunnnámi í listdansi fyrir grunnskólastigið. Við erum í þann mund að fara að auglýsa eftir fleiri faglærðum kennurum við skólann og undirbúa stundatöfluna fyrir skólaárið hérna í BBA á Ásbrú. Það er síðan mikið tilhlökkunarefni að vera í faglegu samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keili. Ný og aðgengilegri vefsíða skólans með vefslóðina www.bryn.is mun opna á næstu dögum og þar verður að finna nánari upplýsingar um námsframboð hjá Bryn Ballett Akademíunni.“ Ítarlegri frásögn má finna á vf.is


10 markhonnun.is

FIMMTudagurinn 28. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR

Kræsingar & kostakjör

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes


11

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 28. júLí 2011

uppskrift að einföldu ævintýri

fráBært úrval af cupcake vörum í afmælið/í pic-nic/í kaffiBoðið

kökuform 2stk.

298 kr/pk.

398 kr/pk.

dúkur einnota

kökuform risa

498 kr/stk.

1.798 kr/pk.

servíettur

kökuskreytinGarsett 1.798 kr/pk. kökustandur 3 hæða 1.398 kr/stk. kökustandur 4 hæða 1.998 kr/stk. BökunaráHöld ýmisl. 298 kr/pk. Borðskraut

398 kr/pk

Glös einnota 298 kr/pk.

Hnífar/Gafflar/ skeiðar 298 kr/pk.

Blöðrur

298 kr/pk.

298 kr/pk.

Bollakökur rikku fæst í nettó

2.998 frábært verð!

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.

diskar einnota

Tilboðin gilda 28. - 31. júlí eða meðan birgðir endast


12

Veiðimaður vikunnar

FIMMTudagurinn 28. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR

Sumarspjall Universal Studios um verslunarmannahelgina

G

uðjónína Sæmundsdóttir fagnar 10 ára starfsafmæli sínu hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum þ an n 1 . á g ú s t næstkomandi. Hún segir það hafa verið frábært tækifæri að koma að uppbyggingu á svona góðu fyrirtæki. Guðjónína er þessa stundina á ferðalagi um Bandaríkin en hún hefur komið víða við í sumar. Hvernig hefur sumarið verið hingað til hjá þér? Sumarið hefur verið bara yndislegt. Skemmtileg ferðalög, göngutúrar, hjólatúrar og yndisleg samvera með fjölskyldunni. Hvað fer á grillið hjá þér? Það getur allt farið á kolagrillið mitt. Ætli lambakjötið sé nú ekki algengast en grillaður fiskur er algjört lostæti.

Á að ferðast eitthvað innanlands í sumar? Ég fer óvenjulega lítið um Ísland í sumar. Ég er búin að fara í tvær útilegur í sumar með krakkana, á Úlfljótsvatn og í Hvalfjörðinn. Frábærar ferðir í góðum félagsskap. Einnig fór ég á N1 mótið á Akureyri en yngsti sonur minn var að keppa. Þessi fótboltamót eru svo skemmtileg og alveg ómissandi á sumrin. En erlendis? Fór í yndislega ferð til Noregs í byrjun maí með frábæru samstarfsfólki. Lærði þar ýmislegt um námskeiðahald fyrir einstaklinga sem eru án atvinnu. Við löbbuðum líka upp á Preikestolen, alveg æðisleg gönguferð. Í Noregi hitti ég líka vini síðan á háskólaárunum. Ein vinkona mín þar er að vinna í því hverfi sem sprengjan sprakk um daginn en hún var svo heppin að hún fór fyrr heim úr vinnunni en skrifstofan þar sem hún vinnur eyðilagðist mjög mikið og slösuðust þeir sem voru þar inni. Það er skrítin tilfinning þegar svona hlutir gerast svona nálægt manni á stöðum sem maður þekkir vel til og hefur verið á. Hvað á annars að gera í sumarfríinu? Við lokuðum hjá MSS í júlímánuði. Fyrstu tvær vikurnar voru

notaðar í sambland af vinnu og að gera hluti heima sem maður þarf að gera en gefur sér ekki venjulega tíma í eins og þrífa, smá garðvinna, sortera myndir og prenta út, taka til í skápum og annað skemmtilegt. Síðan var ferðinni heitið til USA með stórfjölskyldunni; New York, Orlando, Chigaco, Michigan. Þar verður slappað af, skoðað, farið í skemmtigarða, ættingjar heimsóttir, farið á ströndina, spilað o.s.frv. Er eitthvað sem er einnkennandi fyrir íslenskt sumar að þínu mati? Birtan, grasilmur frá nýslegnu túni, náttúrufegurðin á Íslandi, að geta vakað alla nóttina og aldrei verður dimmt, meiri hreyfing en venjulega, hjólatúrar, göngutúrar, fótboltamót. Svo verða bara allir svo glaðir á sumrin. En sumarið er bara of stutt. Hvað á að gera um verslunarmannahelgina? Föstudagurinn byrjar eldsnemma og verður farið í Universal Studios Orlando. Síðan um kvöldið ætlum við stórfjölskyldan að fara út að borða í tilefni þess að faðir minn sem lést á síðasta ári hefði orðið 70 ára þennan dag. Síðan kveðjum við tvo fjölskyldumeðlimi sem halda til Íslands en við hin höldum áfram að njóta sólarinnar hér í USA.

ÚTBOÐ

Birgir með 20 pundarann úr Fljótaá í fyrra.

Fyrsti 20 pundarinn á flugustöng í Fljótaá Veiðimaðurinn: Birgir Már Bragason, umsjónarmaður fasteigna hjá Keili í Keflavík byrjaði að veiða ungur að árum þegar hann fór fyrst í veiði með föður sínum, Braga Pálssyni og bræðrum, þeim Tryggva Þór og Ólafi Braga. „Pabbi fór alltaf í Geirlandið og Baugstaðarós með okkur bræðurna. Síðan þá hafa veiðifélögunum og ánum fjölgað.“

Öryggisgæsla í gagnaveri Verne

Uppáhalds flugan: 1/2" rauður Francis með keiluhaus og rauð Francis með gullkrók (a la Hjálmar)

Verne Real Estate ehf. óskar eftir tilboðum í öryggisgæslu við gagnaver fyrirtækisins að Ásbrú í Reykjanesbæ. Um er að ræða öryggisgæslu allan sólarhringinn, alla daga ársins ásamt því að sinna móttöku og öðrum tilfallandi viðvikum. Útboðsgögnin eru einungis aðgengileg á ensku, þau er hægt að fá send á rafrænu formi frá birtingu þessarar auglýsingar með því að hafa samband við Helga Helgason í síma 8966961 eða með tölvupósti til helgi@verneglobal.com. Útboðsgögnin innihalda nánari kröfulýsingu og skilmála. Gefa skal upp nafn tilboðsgjafa, nafn tengiliðs, símanúmer og tölvupóstfang. Tilboðum skal skilað á ensku fyrir kl. 16, þann 12. ágúst 2011, sjá nánari leiðbeiningar í útboðsgögnum. Tilboðin verða opnuð kl. 10:00 þann 16. ágúst 2011 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska að skrifstofu félagsins Valhallarbraut 868 að Ásbrú í Reykjanesbæ

Verne Real Estate ehf.

MENNINGARRÁÐ SUÐURNESJA

VERKEFNASTYRKIR

Uppáhaldsveiðiá: Verð að segja Iðan, Miðfjarðará og Fljótaá. Fyrsti fiskur á stöng kom: Maríulaxinn fékk ég í Iðu fyrir all löngu síðan. Veiddist á íslenskt buff. Man að baráttan stóð í ca 30 mín. og ég skalf allur þegar mér loksins tókst að koma honum á land eftir mikla baráttu. Eftirminnilegasta stundin í veiðinni: Þær eru svo margar. Verð þó að nefna tvær. Þegar ég og Hjálmar Árnason fórum í Skógá fyrir tveimur árum. Vorum staddir við veiðistað sem heitir Ingólfur, það var smá

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum

Auglýst er eftir styrkumsóknum til Menningarráðs Suðurnesja vegna menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu á grunni samnings sveitarfélaga á Suðurnesjum og mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. Úthlutunarreglur, umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar er að finna á vefsíðu Menningarráðs Suðurnesja http://menning.sss.is Verkefni sem geta komið til greina: 1. Samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað. 2. Nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu. 3. Verkefni sem fjölgar atvinnutækifærum á sviði lista og menningar. 4. Verkefni sem styðja við ferðaþjónustu. 5. Verkefni sem fara fram á vinnustöðum.

vindur og skýjað. Við vorum ekkert búnir að fiska að ráði og okkur leist frekar illa á þennan veiðistað. Um leið og Hjálmar segir: „Þetta er glatað. Það er enginn fiskur í þessum pitt. Eigum við ekki að færa okkur“ datt hann í dúnalogn og sólin fór að skína. Viti menn, pitturinn var fullur af fiski og við náðum að landa nokkrum. Svo verð ég að nefna þegar ég fékk fyrsta 20 pundarann á flugustöng í Fljótaá í ágúst í fyrra með vini mínum Rúnari Ingibergs. Það var frábært.

Dulúð Í Listatorgi L

Stærsti fiskurinn sem ég hef veitt, hvar og hvenær: 20 pundarinn í Fljótaá 24. ágúst 2010. Veiðin í sumar 2011: Blanda, Stóra Laxá, Kjósin og að sjálfsögðu í Fljótaá og Iða. Svo veit maður aldrei hvað dettur meira inn?

Flugukastke

Einhendu- og tvíh leiðsögn þeirra K einn allra besti ka Hilmars Hansso Sveinssonar.

Flugukofinn, Sólvallagötu 6, Reykjanesbæ, sími 821

istatorg er mjög stolt af því að nú sé komið að formanni Listatorgs Guðnýju Jóhönnu Karlsdóttur að halda myndlistarsýningu á Listatorgi. Guðný hefur verið Listatorgi mikil vítamínsprauta, og komið með nýjar og ferskar hugmyndir í starfsemina. Guðný hefur unnið að endurskipulagningu á Gallerýinu og hlotið mikið lof fyrir. Guðný nam myndlist í FB og í Myndlistarskóla Reykjavíkur og er þetta hennar önnur einkasýning. Sýningin opnaði 16. júlí kl. 14 og stendur sýningin yfir til 21. ágúst. Listatorg er opið alla daga vikunnar frá kl. 13:00 – 17:00 og eru allir velkomnir.

Frekari upplýsingar veitir Björk Guðjónsdóttir, bjork@sss.is, verkefnastjóri á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Iðavöllum 12b, Reykjanesbæ, sími 420 3288. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 22. ágúst. Umsóknum skal skilað í 7 eintökum á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum eða á netfangið menning@sss.is .

vinalegur bær

Þær Guðný Birna Falsdóttir, Ásta Rún Arnmundsdóttir, Lovísa Gunnlaugsdóttir og Steinunn Ástrós Sighvatsdóttir söfnuðu 4.050 krónum á tombólu á dögunum.


13

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 28. júLí 2011

værum heppnir að eiga svona góða söngvara eins og raun ber vitni. Suðurnesjamærin Bylgja Dís fer með hlutverk Tosca en hún hefur reynslu af því að syngja í Englandi þar sem hún var í söngnámi. „Við sem til þekkjum höfum í raun beðið eftir því að Bylgja fengi stóra tækifærið en hún hefur einungis verið í smærri hlutverkum hérlend-

is hingað til. Það mun svo koma í ljós eftir þessa uppfærslu hvort hún fái ekki fleiri tækifæri til að sanna sig,“ sagði Jóhann Smári sem sjálfur er í sínu 58. hlutverki í óperuverki en hann hefur sungið í mörgum Evrópulöndum, m.a. Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi, Ítalíu og Englandi þar sem hann nam söng. Bragi Jónsson er efnilegur söngvari frá Sandgerði og Jóhann segist búast við því að Bragi verði orðinn flottur söngvari eftir nokkur ár en Bragi er að hefja nám við skólann þar sem Jóhann Smári lærði en hann heitir Royal College of Music í London og er einn af bestu skólum heims á sviði tónlistar. Einnig sé frábært að fá söngvara eins og Bergþór Pálsson og Jóhann Friðgeir til liðs við sýninguna en þeir eru þekkt stærð í heimi óperunnar. Jóhann Smári segir marga vera spennta fyrir þessari sýningu og hann hvetur jafnframt fólk til að kynna sér þá miklu upplifun sem óperan er og mæta í Keflavíkurkirkju. Hægt er að nálgast miða á midi.is.

Sérfræðingar í bílum

- Notaðir bílar -

Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, s. 420 3330, www.benni.is 20 08

inum milli safnaðarheimilisins og kirkjunnar. Tosca er eftir tónskáldið Puccini og er verkið mjög aðgengilegt fyrir alla en verkið er dramatísk ástarsaga eins og þær gerast bestar. Söngvarar í uppsetningunni eru Bragi Jónsson, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Jóhann Smári Sævarsson, Bergþór Pálsson, Magnús Guðmundsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Kristján Þorgils Guðjónsson. Sönghópurinn orfeus og kór Keflavíkurkirkju eru líka með en verkið er í samvinnu við Tónlistarfélag Reykjanesbæjar. Áhorfendur munu flytja sig milli rýma á milli þátta og taka þannig virkan þátt í sýningunni. Óperan er flutt á ítölsku með píanó-, orgel-, flautu- og slagverksundirleik. Tónlistarstjóri er Antonia Hevesi og leikstjóri er Jóhann Smári Sævarsson sem sagði í samtali við Víkurfréttir að þetta væri í fyrsta sinn sem þetta verk væri sett upp með þessum hætti. Hann sagði jafnframt að við Suðurnesjamenn

VIKING EPIC 2108 5/2008, Álf. Cd. heitt og kalt vatn, ískápur, Ægis fortjald ofl. Verð: 1.950.000,-

20 10

Tilboð: 1.650.000,-

CHEVROLET SPARK LS

20

08

7/2010, ek. 14 þús. km. 1,2 vél, 5 dyra, 5gíra, Abs. Cd. Álf. ofl. Elds.notkun blandaður akstur 5,1 L/100 Verð: 1.790.000,-

OPEL CORSA ENJOY 6/2008, Ek. 80 þús. km. 1,2 vél, 5 dyra, 5 gíra, Abs. Cd. ofl. Verð: 1.490.000,-

Möguleiki á allt að 90% láni

20

05

Erum með fleiri bíla á sömu kjörum

RENAULT MEGANE SCENIC 7/2005, Ek. 116 þús. km. 1,6 vél, 5 dyra, 5gíra, Abs. Cd. Nýleg tímareim. Verð: 1.290.000,-

20

08

TILBOÐ: 990.000,- stgr.

CHEVROLET AVEO LS 2/2008, Ek. 78 þús. km. 1,4 vél, 4 dyra, SSK. Abs. Cd. Nýleg tímareim. Verð:1.490.000,-

07

in heimsfræga og vinsæla ópera Tosca eftir Puccini verður sett upp í Keflavíkurkirkju 12. og 14. ágúst með frekar óhefðbundnum hætti. Fyrsti þáttur óperunnar fer fram í Keflavíkurkirkju og svo færist annar þáttur óperunnar út í safnaðarheimili kirkjunnar. Loks fer þriðji og síðasti þáttur óperunnar fram í garð-

Víkurfréttir koma ekki út fimmtudaginn 4. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Skrifstofan verður lokuð frá föstudeginum 29. júlí til mánudagsins 8. ágúst.

20

H

Metnaðarfull uppfærsla á Tosca

SUMARLEYFI

Sönghópurinn Orfeus

Sýningargestir fá

10% afslátt á Vocal Restaurant

NISSAN NAVARA SE 3/2007, Ek.73 þús. km. 2,5 Dísel, SSK. Drátt. kúla, Álf. 32"dekk, Gangbretti, Klædd skúffa ofl Verð: 3.690.000,-


14

FIMMTudagurinn 28. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR

SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU

ÓSKAST Bílskúr óskast til leigu fyrir stórann jeppa. Helst í Innri-Njarðvík, en má vera í Reykjanesbæ. Hringja í Hildi, sími 866-3845

Gisting Akureyri; Skemmtilegar íbúðir í Amaróhúsinu við göngugötuna Tilboð: Vikuleiga með tveim uppábúnum rúmum, 60.000 Kr. Í íbúðinni er svefnpláss fyrir fjóra. sjá gistingamaro.is. Sími 461 5403

HJÁLP!!!!! 4 manna fjölskylda óskar eftir 4 herbergja íbúð helst í innri Njarðvík en skoða líka í Keflavík. Getum tekið við henni strax og öllum greiðslum heitið. Sími: 866 6260.

Ýmsar stærðir og gerðir af herbergjum, með eða án húsgagna, með sameiginlegu eldhúsi og baðherbergi eða sér eldhús og bað, með eða án húsgagna. Aðgangur að gufubaði og borðtennisborði. Internet og orka innifalin og allur sameigilegur kostnaður. Góð staðsetning og hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909.

Óska eftir raðhúsi, parhúsi eða einbýlishúsi, til langtímaleigu í Njarðvík. Reyklaus fjölskylda, góðri umgengni heitið, fyrirframgreiðsla og öruggar greiðslur. Upplýsingar í síma 899 0274.

Skúr til leigu á góðum stað í Keflavík ca 50m2. Sér bað,niðurföll og innkeyrsluhurð UPPLÝSINGAR Í 6911685/8985599 LEIGA 48.000 PER MÁN/ laus strax.

ÝMISLEGT

Studio íbúð til leigu. Allur búnaður innifalin. Í miðbæ Keflavíkur. Upplýsingar í síma 698 7626. 43m2 íbúð á Háleiti 1 í Keflavík. Leiga 55.000kr á mán. fyrir utan hita og rafmagn. Laus strax. Áhugasamir sendið póst með nafni og kennit. á lilja@sovon.is Til leigu 4 herbergja íbúð (neðri hæð) á frábærum stað í Keflavík. Laus um næstu mánaðarmót júlí/ ágúst. Gæludýr leyfð. Upplýsingar í síma 896 6267. 125m , 4ra herbergja, falleg og björt íbúð í Njarðvík er laus til leigu. 100 þús á mán fyrir utan hita og rafmagn. Allar nánari uppl. í síma 661 7069. 2

Til leigu herbergi í Sandgerði. Sér inngangur samleiginleg snyrting. 25þús pr. mán. Upplýsingar í sima 820 7494 Laust 1. ágúst.

HEILSA Meiri orka – Betri líðan! H3O Pro Isotonic drykkurinn, ShapeWorks & flr. góðar vörur Ásdís og Jónas Herbalife dreifingaraðilar S: 843-0656 (Á), 864-2634 (J) og 421-4656 Tölvupóstur: asdisjul@internet.is Heimasíða/netverslun: http:// www.betriheilsa.is/aj

Garðlist Vantar fólk í garðslátt í sumar.

Sláttur í Njarðvíkurhverfi. Umsóknir á gardlist.is

flutningar ehf.

www.go2.is Sími 770 3571

Óskast til leigu (langtímaleigu) Óskum eftir 4herb íbúð til leigu í nánd v/Holtaskóla. Erum reglusamt par með litla stelpu sími 842 2525.

Kirkjur og samkomur:

Hvítasunnukirkjan Keflavík. Samkomur falla niður um verslunarmannahelgi vegna sumarmóts í Kirkjulækjarkoti.

GÆLUDÝR Chihuahua. Chihuahua til sölu 9 vikna ættbókafærður hreinræktaðir foreldrar, sanngjarn verð. Upplýsingar í síma 421 6255.

Stefna allir á Los Angeles árið 2015

Kisan okkar er týnd. Kleópatra er smágerð svört með koparblæ, hún er með bleika ól með nafni heimilsfangi og símanúmeri. Kleópatra hvarf 13 júlí, Hennar er sárt saknað. Ef einhvert ykkar verðið var við hana vinsamlegast hafið samband í 897-0454 eða 867-3325. FUNDARLAUN.

TIL SÖLU Rafmagnspíanó til sölu. Roland HP 2e rafmagnspíanó til sölu verð. 200.000. Upplýsingar gefur Vallý í síma 481 1844 - 897 6656. Furuborð hálfhringur og 2 stólar, sjálfvirk ryksuga, og Overlock saumavél sem sker, Til sölu, upplýsingar í sima 698 7486.

HÚSAVIÐGERÐIR ÞAKVERND - Þakviðgerðir. Ryð- og Lekavarnir, 100% vatnsþéttingar með Paceaðferðinni 10 ára ábyrggð, margir litir í boði. Tilboð í síma: 777 5697. Lekabani@gmail.com

Túnþökusala Oddsteins Erum með til sölu gæða túnþökur, fótboltagras, gólfvallagras, holtagróður, lyng og gras á opin svæði. Margra ára reynsla.

erðlaunahafarnir okkar frá Alþjóðaleikum Special Olympics komu heim fyrir skömmu eftir að hafa náð glæsilegum árangri í Aþenu á dögunum. Blaðamaður hitti þá Sigurð Guðmundsson, Guðmund Markússon, Jakob Gunnar Lárusson og Jósef Daníelsson á Kaffitári á dögunum og spurði þá um förina til Aþenu. Þeir Sigurður og Guðmundur voru í knattspyrnuliðinu sem hlaut silfurverðlaun á leikunum eftir 2-1 tap gegn Svartfjallalandi í spennandi leik. Þeir sögðust hafa verið óheppnir að tapa leiknum og litlu hefði munað á liðunum. Jakob Gunnar náði að landa bronsi í langstökki og varð fimmti í 100m hlaupi, sannarlega frábær árangur hjá kappanum. Þeir Sigurður og Guðmundur spiluðu með knattspyrnuliði Íslands á Alþjóðaleikum Special Olympics. Jakob Gunnar og bróðir hans Jósef eru í frjálsum íþróttum en Jósef fór á Special Olympics í Kína árið 2007 og er sá eini af hópnum sem farið hefur áður.

Búslóðaflutningar og allur almennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi. Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567.

V

Hvernig fannst ykkur í Grikklandi? „Það var bara mjög skemmtilegt og náttúrulega mjög flott. Fullt af flottum munum út um allt,“ segja strákarnir sem þó sögðust ekki hafa haft mikinn tíma til þess að skoða söfn og þvíumlíkt. Þó sáu þeir rústirnar á Akropólisarhæð og hrifust mjög af þeim. Hitinn var gríðarlegur þarna úti og sérstaklega rétt eftir hádegi þegar leikirnir kláruðust oftast. „Samt var eiginlega alltaf heitt, sama hvað klukkan var,“ segir Jakob.

Rósi er týndur í Grindavík. Bröndóttur og hvítur högni týndist í Grindavík 25 júní . Hann er geltur og örmerktur. Fólk er vinsamlega beðið um að ath. í bílskúra og geymslur hjá sér. Þeir sem verða hans varir eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 691 2183 FUNDARLAUN.

Leigusamningar! Gerum leigusamninga fyrir einstaklinga og fyrirtæki. 15.000 + vsk. Við erum ódýrastir. www.leigumidlun.com s. 445-3500. Útibú á Suðurnesjum.

Hvað stóð upp úr í ferðinni til Grikklands? „Það var eiginlega grín sem við gerðum í hvor öðrum þegar við vorum á hótelinu,“ segir Guðmundur og rifjar upp þegar að hann var tekinn á beinið af félögum sínum. „Ég var að fara í sturtu og þvæ á mér hárið með sjampói eins og gengur. En áður hafði Beggi liðsfélagi minn sett heila tannkremstúbu í sjampóið mitt. Eftir að hafa þvegið mér var hárið á mér klístrað og ég skildi ekkert í því, hárið á mér var líka hálf aflitað eftir þennan þvott.“ Strákarnir skellihlæja af þessari sögu og það er augljóst að stemningin var góð í hópnum. Strákarnir segjast hafa kynnst mörgu fólki frá öðrum löndum og hafi jafnvel samband við þá enn þann dag í dag. Margir töluðu þó ekki ensku sem gerði samskiptin erfiðari fyrir vikið. Hvað æfið þið oft í viku? Þeir æfa allir fótbolta með Öspinni og svo NES þegar þær æfingar hefjast aftur og eru að jafnaði þrisvar í viku. Strákarnir eru sammála um að það sé frekar léleg aðstaða til þess að æfa frjálsar íþróttir hér á Suðurnesjum en þeir æfa oftast fótbolta í Heiðarskóla. Jakob Gunnar keppti í langstökki og 100 metra hlaupi úti í Aþenu en hann segir langstökkið vera sína sterkustu grein en þó segist hann ekki muna hversu langt hann hafi stokkið, það sé alla vega hellingur. Næstu leikar eru árið 2015 í Los Angeles og það hlakkar í strákunum þegar þeir tala um þá leika, þangað vilja þeir allir fara. „Stefnan er bara að æfa af fullum krafti og stefna á þá leika, við ætlum allir að fara þangað. Svo er fótboltamót í London á næsta ári og þangað langar strákana að fara enda en þó segja þeir mikla samkeppni vera um stöðurnar í fótboltaliðinu. Fótboltaliðið með þá Sigurð og Guðmund innanborðs sigraði 6 leiki í Aþenu og töpuðu tveimur, báðum gegn Svartfjallalandi sem sigraði mótið. „Þeir voru mjög góðir og spiluðu aðeins betur en við. Við sigruðum samt Þýskaland, Austurríki, Holland, Slóveníu og stóðum okkur vel,“ segir Guðmundur sem leikur í vörn íslenska liðsins. Sigurður spilar sem bakvörður eða hægri kantur.

ALHLIÐA LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF. Kynntu þér málið á www.lögfræðistofan.is

s. 445-3500. Við störfum á Suðurnesjum.

sími: 663-6666/663-7666

ERTU Í ÁBYRGÐ? Viltu vita rétt þinn eða fá hann leiðréttann? Hafðu samband. Sími. 445-3500 www.lögfræðistofan.is Við störfum á Suðurnesjum.

Strákarnir æfa allir fleiri en eina íþróttagrein og eru að allan ársins hring. Til stendur að hefja æfingar í Reykjaneshöllinni þrisvar í viku en þar hafa þeir ekki æft áður og svo eru tveir úr hópnum að æfa sund fjórum sinnum í viku. „Það væri stór plús fyrir okkur að æfa í höllinni og geðveikt fyrir okkur. Annars erum við bara í Heiðarskóla sem er of lítill fyrir okkur því við erum 22-24 þar inni, það er allt of lítið. Eigið þið ykkur fyrirmyndir í íþróttunum? „Það er auðvitað Vidic,“ segir Guðmundur. „Og svo auðvitað Maradona.“ Sigurður segist hafa átt uppáhalds golfara sem hann hafi haldið upp á þegar hann var yngri. Sá heitir Tiger Woods en Sigurður hefur heyrt að hann sé ekkert svo góður lengur. Efirlætis íþróttamenn Jakobs Gunnars eru þeir Kobe Bryant hjá L.A Lakers og Luis Suarez hjá Liverpool, að ógleymdum þeim Andy Carroll og Steven Gerrard. Jósef tekur undir þetta með Jakobi bróðir sínum og bætir Xabi Alonso á listann. „Því hann var vanur að skora frá miðju,“ segir Jósef. Um kvöldið eftir viðtal okkar tóku strákarnir á móti viðurkenningu á Skötumessunni í Garðinum og fannst Jakobi virkilega skrýtið að þeir hinir borði ekki skötu, hann skildi ekkert í því hreinlega. Að lokum sögðust strákarnir ætla að leggja sig alla fram til þess að komst á næstu leika því þetta væri frábær upplifun sem þeir vildu ekki missa af.


15

VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurinn 28. júLí 2011

SPORTMOLAR

›› Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum á Mánagrund:

Einar Árni útskrifaður frá FIBA

Systkinin Jóhanna og Ásmundur kampakát með sigurverðlaunin

Jóhanna Margrét Íslandsmeistari H

estamannafélagið Máni stóð fyrir glæsilegu Íslandsmóti yngri flokka á Mánagrund um helgina. Mótið stóð frá fimmtudegi til sunnudags og fyrstu tvo dagana lék veðrið við keppendur sem og aðra en svo tók að hvessa verulega seinni dagana tvo.

Það létu keppendur ekkert á sig fá og eignuðust Mánamenn Íslandsmeistara þegar Jóhanna Margrét Snorradóttir og hesturinn Flaumur frá Leirulæk sigruðu í fimmgangi unglinga en hún vann einnig unglingaflokk á Landsmóti hestamanna fyrir skömmu. Jóhanna Margrét hafnaði einnig í þriðja

sæti í fjórgang á hestinum Bárði frá Skíðbakka. Ásmundur Ernir Snorrason sem er einmitt bróðir Jóhönnu Margrétar hafnaði í þriðja sæti í fjórgang ungmenna og varð fjórði í tölti á hestinum Rey frá Melabergi. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Skálmar frá Hnjúkahlíð frá

Mána komst svo í A-úrslit í T-4 töltkeppni ungmenna og endaði í 5 sæti. Nadía Sif Gunnarsdóttir og Tara frá Hala komust í B-úrslit í 4-gangi barna og enduðu í 10 sæti. Aðrir keppendur frá Mána stóðu sig með mikilli prýði og voru félagi sínu til mikils sóma.

FIBA Europe hefur undanfarin ár verið með þjálfaraverkefni fyrir aðildarlönd sín sem spannar þrjú sumur hvert verkefni. KKÍ valdi Einar Árna Jóhannsson þjálfara Njarðvíkinga árið 2009 til að vera fulltrúa Íslendinga í þessu verkefni. Hvert aðildarland FIBA Europe á eitt öruggt sæti en einungis eru 60 teknir inn hverju sinni. Námið er býsna strembið og þurfa allir sem taka þátt að taka verkleg, skrifleg og munnleg próf á hverju sumri. Verkefnið er sett þannig upp að fyrsta sumarið fer það fram í tengslum við A-deild U-16 ára landsliða, sumar tvö fer fram í tengslum við A-deild U-18 ára og síðasta sumarið fer fram þegar A-deild U-20 ára fer fram og var Einar einmitt staddur í Bilbao þegar Spánn varð Evrópumeistari eftir sigur á Ítölum nú um helgina. Einar Árni útskrifaðist úr þessu verkefni um síðustu helgi og tók hann við Diploma skjalinu úr hendi landa síns, Ólafi Rafnssyni, forseta FIBA Europe.

Logi sá um Dani Logi Gunnarsson var stigahæstur í liði Íslendinga sem vann frækilegan sigur á Dönum á þriðjudag 85-76 en þetta mun vera fyrsti sigur liðsins undir stjórn Peter Öqvist. Logi sem leikur sem atvinnumaður með Solna Vikings gerði 24 stig í leiknum og þ. á m. gerði hann 11 stig í fjórða leikhluta. Næsti leikur Íslendinga er svo gegn Norðmönnum.

Vel heppnað Íslandsmót í Leiru Axel Bóasson gengur einbeittur yfir Vilhjálmsbrúnna og gerir sig kláran fyrir púttið á 16. flöt.

A

xel Bóasson úr Keili og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR eru Íslandsmeistarar í höggleik árið 2011 en mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru og lauk sl. sunnudag. Axel, sem er 21 árs gamall, lék lokahringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með stæl. Hann fékk örn á 18. holunni og sigraði að lokum með þriggja högga mun. Axel lék samtals á tveimur höggum undir pari í mótinu. Kristján Þór Einarsson úr GKj varð annar eftir að hafa leikið lokahringinn á 69 höggum. Hringina fjóra lék hann samtals einu höggi yfir pari. Kristján lék best allra á lokahringnum og setti verulega pressu á Axel á lokaholunum. Bráðabani varð á milli þeirra Alfreðs Brynjars Kristinssonar úr GKG, Heiðars Davíðs Bragasonar úr GÓ og Ólafs Más Sigurðssonar úr GR um þriðja sætið þar sem Alfreð bar sigur úr býtum. Í kvennaflokki fagnaði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR öruggum sigri. Hún lék hringina fjóra samtals á átta höggum yfir pari og varð níu höggum á undan Tinnu Jóhannsdóttir úr Keili sem varð önnur. Signý Arnórsdóttir úr Keili varð þriðja.

Suðurnesjamenn voru ekki í toppbaráttu að þessu sinni en Örn Ævar Hjartarson úr GS hafnaði þó í 10. sæti í karlaflokki. Davíð Jónsson úr GS hafnaði í 19. sæti og klúbbmeistari GS, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson varð í 25. sæti. Í kvennaflokki varð Karen Guðnadóttir úr GS í 14. sæti. Mótið heppnaðist vel þrátt fyrir að vindurinn hafi verið að stríða kylfingum og áhorfendum seinni hluta móts. Umfang Íslandsmóts í höggleik hefur vaxið mikið á undanförnum árum en það kemur mikið til vegna skráningar á skori beint á netið og í beina útsendingu í sjónvarpi sem var laugardag og sunnudag á RÚV. Að sögn Gylfa Kristinssonar, mótsstjóra gekk vel að manna þau fjölmörgu störf með sjálfboðavinnu félaga í Golfklúbbi Suðurnesja. Lokahóf var svo í Lava sal Bláa lónsins á sunnudagskvöldið þar sem verðlaunaafhending fór fram. Þar þakkaði Sigurður Garðarsson, formaður GS hinum fjölmörgu aðilum, fyrirtækjum og einstaklingum sem hjálpuðu til á margvíslegan hátt við framkvæmd mótsins.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sigraði í kvennaflokki


auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is

Bifreiðaskoðun

Opið frá kl. 8:00 - 17:00 Engar tímapantanir

Fimmtudagurinn 28. júlí 2011 • 30. tölublað • 32. árgangur

Gróf líkamsárás í Grindavík í kjölfar deilna um Noregsmálið á Facebook

L

íkamsárás átti sér stað í Grindavík um síðastliðna helgi að því er virðist í kjölfar deilna á samskiptasíðunni Facebook sem tengjast fjöldamorðunum í Noregi. Árásin var kærð til lögreglu sem lítur málið alvarlegum augum. Málið atvikaðist þannig að maður um sextugt sem er fyrrum kennari í Grindavík tjáði sig um árásirnar sem áttu sér stað í Noregi síðastliðinn föstudag á Facebook síðu sinni sem var öllum opin. Maður á fertugs­ aldri sem samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta er fyrrverandi nemandi mannsins, tjáði sig einnig um mál­ ið þar sem hann lýsti sig sammála aðgerðum fjöldamorðingjans And­ ers Behring Breivik. Jafnframt við­ urkenndi maðurinn að hann væri yfirlýstur nasisti og rasisti. Deilurn­ ar mögnuðust á Facebook síðunni og þróuðust þannig að árásarmað­ urinn hótaði fyrrverandi kennara sínum og fjölskyldu hans. Samkvæmt upplýsingum Víkur­ frétta voru útidyrnar ólæstar og árásarmaðurinn fór því í leyfisleysi inn í húsið um klukkan 4 aðfaranótt laugardags. Þar réðst hann á húsráð­ anda og veitti honum áverka í andlit­ ið. Líklegt þykir að árásarmaðurinn hafi notast við hnúa­járn þegar hann réðst inn á heimili fyrrum kenn­ ara síns. Fórnarlambið slasaðist ekki alvarlega og leitaði sér aðhlynning­ ar morguninn eftir árásina. Árás­ armaðurinn var flúinn af vettvangi áður en lögregluna bar að garði en hann var handtekinn á heimili sínu sem er skammt frá húsi fórnarlamb­ isns. Sæmkvæmt heimildum var þar lagt hald á hnúajárn sem talið er hafa verið notað við árásina. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem segist líta mál­ ið alvarlegum augum enda hótaði maðurinn kennaranum fyrrverandi lífláti og hafði í hótunum við ýmsa aðra sem tjáðu sig í áðurnefndri Facebook-færslu. Lögreglan yf­ irheyrði ársásarmanninn sem var sleppt að yfirheyrslu lokinni.

Njarðarbraut 7

GÓÐA FERÐAHELGI!

Sýnum varúð í umferðinni og munum að áfengi og akstur fara ekki saman. Verum tillitssöm og brosum í umferðinni.

Akið varlega Áhugahópur um málefni Reykjanesbrautar

MUNDI

Munið að nei þýðir nei! Gleðilega verslunarmannahelgi

VEITINGASALAN OPIN ALLA DAGA FYRIR KYLFINGA OG AÐRA GESTI GOLFTÍÐIN ER HAFIN

NÝIR FÉLAGAR VELKOMNIR

NÝJAR MOTTUR Á ÆFINGASVÆÐINU OPIÐ TIL 22:00 ÖLL KVÖLD

30.tbl_2011  

30.tbl_2011

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you