3tbl_2011

Page 1

3. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 20. janúar 2011 Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi

Flugstjóri með magapínu lenti í Keflavík

Farþegaþota frá Air France með 232 um borð varð að lenda í Keflavík í vikunni eftir að flugstjóri þotunnar hafði veikst skyndilega þegar þotan var djúpt út af Reykjanesi. Mikill viðbúnaður var settur í gang og voru um 100 björgunarsveitarmenn, lögregla og sjúkralið í viðbragðsstöðu ásamt Slökkviliði Keflavíkurflugvallar. Lendingin gekk vel og var flugstjóranum ekið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sína magapínu þar sem hann fékk lausn sinna mála.

4 Lítið að gera hjá iðnaðarmönnum á Suðurnesjum

Das Auto.

Nýttu þér kosti metans með Volkswagen. Metan er innlendur og umhverfisvænn orkugjafi sem er helmingi ódýrari en bensín.

Býður ókeypis raflagnaskoðun í heimahúsum

„Síminn hringir ekki og það er lítið sem ekkert framundan í verkefnum. Við verðum að gera eitthvað og vonumst til þess að þessi tilraun okkar geti skapað okkur einhver verkefni,“ sagði Hjörleifur Stefánsson hjá Nesraf en fyrirtækið auglýsir í blaðinu í dag ókeypis ástandsskoðun raflagna. Nesraf hefur haft tólf menn í vinnu frá hruni en sú vinna hefur að mestu leyti verið á höfuðborgarsvæðinu. Vinnu við stórt verk þar lauk nýlega og því ákváðu forsvarsmenn Nesrafs að leita á heimamarkaðinn, til bæjarbúa á Suðurnesjum. „Við komum heim til fólks og skoðum raflagnir

án nokkurs gjalds og getum svo, ef fólk vill, gert grófa kostnaðaráætlun á því sem þarf að gera. Við vitum að það er víða sem þarf að laga ýmislegt á heimilum fólks. Nú er gott tækifæri að fá rafvirkja í vinnu og í ljósi stöðunnar á markaðnum er nokkuð öruggt að hægt er að fá hagstætt verð,“ sagði Hjörleifur. Vitað er að staðan hjá öðrum iðnaðarmönnum, t.d. smiðum er mjög slæm. Nokkur verkefni hafa verið í gangi en nú er fátt um fína drætti og mörg fyrirtæki hafa sagt upp smiðum eða munu gera það á næstunni. pket@vf.is

Fjölbreytt námskeið við allra hæfi Áskorun Lífsstíls • Box Power Pump • CrossFit Heilsurækt fyrir konur Hressó • TTB (Tabata og Tae Bo) Ketilbjöllur • Boot cAmp Zumba • Aðhald konur

Skráning í 420 7001 Ný og fjölbreytt tímatafla tók gildi 3. janúar 2011

Velkomin í Lífsstíl, betra líf hefst hjá okkur!

420 7001 t lifsstill.net

VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND | www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |

K. Steinarsson – Njarðarbraut 13 420 5000 - heklakef@heklakef.is

Grillaður KjúKlinGur og 2l Coke

998kr


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
3tbl_2011 by Víkurfréttir ehf - Issuu