29 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

bls 4

bls 6

Reykjanes jarðvangur sækir um inngöngu í Global Geoparks Network

bls 10

Björgunarsveitin Ægir fagnar 80 ára afmæli

Hjón úr Vogum á Vatnsleysuströnd fóru hringinn á óvanalegu farartæki

vf.is

F IMMTUDAGUR 2 3 . JÚLÍ 2 0 15 • 29. TÖ LUBLA Ð • 36. Á RGA NGU R

Kríuvarp í góðum málum

Kríuvarp virðist hafa heppnast ágætlega, alla vega miðað við fjölda fugla við Norðurkot í Sandgerði. Þar er eitt stærsta kríuvarp landsins. Vandræðagangur hefur verið með ungana á undanförnum árum vegna ætisleysis en nú virðist sem meira æti sé í sjónum við ströndina á Suðurnesjum. Þegar fréttamaður VF var á ferð í Sandgerði, úti í Garði og við Leiru vakti það athygli að krían var að sækja síli í sjóinn á þessum stöðum, ekki út frá Stafnesi eða í grennd við Norðurkot. Þúsundir fugla flugu í norðurátt frá Norðurkotslandinu, yfir Sandgerðisveg og Garðveg í ætisleit. Og svo til baka með matinn til unganna sem margir eru reyndar komnir á flug en ekki allir. Sumir voru að vandræðast á veginum eins og sjá má á myndinni. VF-myndir/pket.

Atvinnuleysi í sögulegu lágmarki -Markaðurinn hér á svæðinu mettur, að mati sumra atvinnurekenda

A

FÍTON / SÍA

tvinnuleysi á Suðurnesjum er í sögulegu lágmarki að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Atvinnuleysið mælist um þessar mundir rétt um fjögur prósent sem er það lægsta sem mælst hefur á þessum árstíma í næstum 25 ár, að sögn Kristjáns. „Atvinnuleysi á þessum árstíma er alltaf í lágmarki og nær svo aftur hámarki á tímabilinu, nóvember til febrúar. Þetta er þróun sem við könnumst alveg við og er ekkert nýtt. Það er hins vegar mjög gleðilegt að svona lágar atvinnuleysistölur höfum við varla séð í næstum aldarfjórðung.“ Víkurfréttum hefur borist það til eyrna, að erfitt sé fyrir fyrirtæki að ráða til sín starfsfólk þar sem lítið sé til af fólki á svæðinu. Þá virðist sem svo að sum fyrirtæki í flugstöðinni séu ennþá að auglýsa þótt komið sé

einföld reiknivél á ebox.is

fram á mitt sumar. Kristján segir að í tilfelli Suðurnesja sé Flugstöð Leifs Eiríkssonar, stóriðja okkar Suðurnesjamanna sem dragi eðlilega til sín flest starfsfólk. Einnig sé nóg að gera í makrílvinnslu þessa dagana sem sogi til sín fólk. Þeir sem eftir eru á atvinnuleysisskrá geta í mörgum tilfellum ekki stundað vinnu í flugstöðinni. Þar kemur helst tvennt til, að sögn Kristjáns. „Í fyrsta lagi þarf fólk þar nánast undantekningarlaust að hafa bílpróf og í öðru lagi og það sem er oft og tíðum stærsti þröskuldurinn, að fólk þarf að standast bakgrunnsskoðun. Það er nokkuð þétt nálarauga sem langt í frá allir komast í gegnum, oft fyrir litlar sakir.“ Þá hafa fyrirtæki í flugstöðinni sjálfri ekki farið varhluta af þessari þróun. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir að fyrirtækið hafi auglýst í vor eftir starfs-

fólki eins og venja er og eins og alltaf þá hafi margir sótt um. „Samkeppnin um starfsfólk innan flugstöðvarinnar er farin að segja til sín og við fengum bara ekki allan þann fjölda starfsfólks sem við hefðum viljað og þurft, þrátt fyrir margar umsóknir. Það eru ný fyrirtæki í flugstöðinni, til dæmis í veitingarekstri, sem réðu til sín fullt af fólki og við fundum alveg fyrir því. Mikil fjölgun flugfarþega hefur skapað mikla þörf fyrir fleira starfsfólk en til viðmiðunar er áætlað að fyrir hverja milljón farþega þurfi um þúsund starfsmenn. „Í fyrra fóru um 3,9 milljónir farþega um flugvöllinn og í ár gerum við ráð fyrir 4,7 milljónum farþega. Því má gera ráð fyrir að í ár vinni um 4700 manns hjá fyrirtækjum á flugvellinum. Áætlanir benda til þess að á næstu 15 árum fjölgi farþegum um 4-6 milljónir. Ef við gerum ráð fyrir að vinnufæru fólki fjölgi um u.þ.b. 150

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

á ári er ljóst að leita verður leiða til að fjölga fólki á þessu atvinnusvæði á næstu árum.” Guðni tekur þó fram að þótt búast megi við því að hluti starfsfólks komi af höfuðborgarsvæðinu til skamms tíma þá hljóti að koma til fjölgunar íbúa á Suðurnesjum svo ábatinn verði eftir í samfélaginu nær flugvellinum. Heyrst hefur að fyrirtæki í flugstöðinni hafi í sameiningu verið að skoða þann möguleika að bjóða upp á akstur til og frá vinnu fyrir starfsfólk sem býr utan Suðurnesja og jafnvel líka fyrir það fólk sem býr á Suðurnesjum. Þetta staðfestir Guðni og segir fyrirtækin hafa hist til þess að ræða þær áskoranir sem fylgja þessum mikla vexti. Þar hafi komið fram að þörf sé á enn betri samgöngum við höfuðborgarsvæðið og sníða þurfi þær að vakta- og vinnufyrirkomulagi sem hentar starfseminni.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.