27 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

ELLERT GRÉTARSSON

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

þekkir „undirheima“ Reykjanessins betur en flestir.

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Fékk hæstu einkunn í ML

bls. 6

bls. 8-9

Elías Ómarsson vekur mikla lukku í Noregi:

bls.14

vf.is

F IMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2 0 15 • 27. TÖ LUBL A Ð • 36. Á RGA NGU R

Svona mun ofninn líta út samsettur

Könnunin var gerð í samráði við forráðamenn sölustaða:

Skömmin hjá þeim sem selja börnum tóbak segir formaður Heilbrigðisnefndar Suðurnesja.

Helgi Björn, yfirverkfræðingur hjá United Silicon við staðinn þar sem ofninn kemur.

Risaofn kominn til Helguvíkur - Sá fyrsti af fjórum. Stórt skref í byggingu kísilverksmiðju United Silicon.

FÍTON / SÍA

„Það eru stór tímamót að ofninn sé kominn til landsins. Það er búið að vinna í þessu í tæpt ár frá því skrifað var undir samninga. Við hófum svo framkvæmdir á svæðinu í september. Það er búið að teikna og hanna en menn hafa ekki almennilega séð hvernig afraksturinn verður fyrr en núna þegar búnaðurinn kemur,“ segir Helgi Björn, yfirverkfræðingur hjá United Silicon. Stórt skref var stigið í byggingu kísilverksmiðju þegar félagið tók á móti 32 megavatta ofni á mánudag fyrir fyrsta áfanga verksmiðjunnar. Ofninn, sem er frá Tenova Pyromet, mun framleiða um 21.500 tonn af kísli á ári en

einföld reiknivél á ebox.is

framleiðsla mun hefjast á vormánuðum á næsta ári. Kísilverið verður 36 metrar á hæð og mun mest sjást í lofthreinsibúnaðinn, sem verður um 18 metrar. Strax verður hafist handa við að setja ofninn saman á ný, en hann var settur saman á Ítalíu í maí til prufu. Von er á næstu sendingu með meiri framleiðslubúnaði strax í næsta mánuði. Vinnu á lóð félagsins miðar vel að sögn Helga Björns, yfirverkfræðings hjá United Silicon. IAV sér um byggingu ofnhús auk annara bygginga fyrir United Silicon. „Þessi ofn er fyrsti áfanginn í fjögurra ofna verksmiðju. Hönnun lóðar og

verksmiðjunnar í heild sinni hefur alltaf miðað við að hér gæti staðið fjögurra ofna verksmiðja þegar kísilmarkaður og raforkuframboð gæfi tilefni til,” segir Helgi Björn. Gildandi starfsleyfi United Silicon miðast við fyrir fjögurra ofna verksmiðju með ársframleiðslu upp á 100.000 tonn. Gildandi starfsleyfi United Silicon miðast við fyrir fjögurra ofna verksmiðju með ársframleiðslu upp á 100.000 tonn. United Silicon er íslenskt félag í meirihlutaeigu Íslendinga og meðal fjárfesta eru samtals 24 íslenskir, hollenskir og danskir einstaklingar ásamt 8 íslenskum lífeyrissjóðum.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

XX„Þetta eru skelfilegar niðurstöður en erfitt að meta þetta í raun. Við höfum t.d. ekki heimild til að gera slíkar kannanir eins og vitnað er í. Þarna er farið inn í verslun gagngert í þeim tilgangi að fá afgreiðslumann til að afgreiða tóbak til yngri en 18 ára án þess að sá hinn sami sé neytandi. Ekki veit ég hvernig þau bera sig að þegar þau biðja um tóbakið eða hvernig þessi hópur er samsettur sem var í þessu. En það er alltaf slæmt þegar afgreiðslufólk fellur í þá gryfju að áætla aldurinn frekar en að spyrja um skilríki. Það er jú erfitt að sanna aldur ungmenna á þessu reiki öðruvísi en að sjá skilríki. Auk þess sem brot á reglum og auðveldara aðgengi gæti ýtt undir neyslu þeirra á tóbaki,“ segir Þórður Karlsson, formaður Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, um niðurstöður könnunar Samsuð á sölu á tóbaki til ungmenna yngri en 18 ára. Um þriðjungur eða 33% verslananna sem voru í úrtakinu, 8 af 24, seldu krökkunum sígarettur og 37% verslana, 9 af 24, seldu þeim munntóbak. Samkvæmt reglugerð um smásölu tóbaks fer heilbrigðisnefnd hvers landsvæðis með leyfisveitingar og eftirlit á smásölu tóbaks. Ýmsar ástæður gætu legið að baki Þórður segir skýringar á sölu tóbaks til ungmenna geta verið ýmist vegna álags á starfsfólk, kunningsskapar, kunnáttuleysis eða agaleysis sem fellst í því að spyrja ekki um persónuskilríki. „Einnig gæti það verið ungur aldur og reynsluleysi afgreiðslumanns. Og svo þarf þetta ekki endilega að vera einhver ein ástæða, sjálfsagt misjafnt milli verslana, fer eftir stjórnun og aga.“ Heilbrigðisnefnd Suðurnesja mun að sögn Þórðar halda eftirliti áfram eftir sem áður. „Við styðjumst við reglugerð við leyfisveitingar og þarf að uppfylla þau ákvæði sem þar eru til að leyfi sé veitt. Við ræddum niðurstöður síðustu könnunar á fundi í október 2014 og niðurstaðan þá var að halda áfram að minna söluaðila á lagaskyldur sínar. Við höfum engin önnur vopn í höndunum enda fáum við ekki upplýsingar úr könnuninni um hverjir það eru sem brjóta af sér.“ Forráðamenn sölustaða líti í eigin barn Þar sem könnunin var gerð í samráði við forráðamenn sölustaða þá sýnist Þórði skömmin vera hjá þeim sem selja tóbak til yngri en 18 ára. Væntanlega hafi allir sem samþykktu að taka þátt talið þetta vera í lagi hjá sér. „Það er nauðsynlegt að forráðamenn sölustaða líti í eigin barm og geri það rétta í stöðunni eins og t.d. að hafa meiri aga á því hvernig afgreiðslu er háttað og veita afgreiðslufólki upplýsingar varðandi verklag og ábyrgð gagnvart þeim reglum sem gilda um sölu tóbaks. Það ætti að gera strax við ráðningu og reglulega þar á eftir. Eftir því sem mér skilst þá er þetta svipuð útkoma og í síðustu könnun. Það væri fróðlegt að sjá upplýsingar um samanburð frá Samsuð við síðustu könnun, t.d. hvort þetta eru sömu aðilar sem standa sig eða eru með ítrekuð brot. Ég bara trúi því ekki að þeir sem hafa verið brotlegir í þessum könnunum séu svo metnaðarlausir að taka sig ekki á,“ segir Þórður.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.