24 tbl 2013

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Tilboð Súpa, brauð og Salat 798kr Einungis í rEykjanEsbæ

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

Kræsingar & kostakjör

Auglýsingasíminn er 421 0001

vf.is

F IMMTUdagur inn 2 0. júní 2 0 13 • 24. tö lubla ð • 34. á rga ngur

Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur fjallaði í þjóðhátíðarræðu um einelti og pressu sem hún upplifði:

Hef fengið mjög góð viðbrögð við ræðunni

-segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, forseti Bæjarstjórnar Grindavíkur „Ég hef bara fengið mjög góð viðbrögð. Fólk tók þessu ótrúlega vel,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur en hún flutti magnþrungna ræðu á þjóðhátíðardaginn í Grindavík. Í ræðunni fjallar Bryndís um hversu erfitt geti verið að búa í litlu samfélagi og í gegnum hvaða erfiðleika hún gekk sem ung kona í Grindavík og nefnir einelti og pressu í því sambandi. „Ég var ein af þeim sem upplifði einelti á unglingsárum og bar þau sár ein – ég var fyrirmyndarnemandi, formaður nemendaráðs og leikmaður í bæði fótbolta- og körfuboltaliðinu. Ég átti ekki að verða fyrir einelti svo ég setti upp bros – bros sem samfélagið bað um. Mér leið eins og mér hefði verið rétt handrit að lífi sem ég átti að lifa sem einhver annar en ég hafði skrifað. Svo ég fór, til að finna mig án þess að verða fyrir utanaðkomandi áhrifum af þessari ósýnilegu pressu sem ég upplifði í samfélaginu hér í Grindavík. Bryndís segir að forseti bæjarstjórnar fái ekki oft svona tækifæri til að koma einhverju á framfæri og því hafi hún ákveðið að láta slag standa. „Umræðan upp á síðkastið ýtti við mér. Viðbrögðin hafa verið mikil og mjög góð eftir að

Fjör á 17. júní

„Þurfti ekki að hugsa mig um“ segir Kristján Guðmundsson nýr þjálfari Keflavíkur

FÍTON / SÍA

Nánar á bls 14

������� ��������� � e���.��

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

ræðan kom á Facebook og birtist á netmiðlum Grindavíkur og VF, því það koma ekki mjög margir á hátíðarhöldin á 17. júní. Þetta er auðvitað sérstakt mál. Við höfum ekki fundið fyrir kreppunni í Grindavík en svona mál geta grasserað. Við Grindvíkingar eigum það til að standa vel saman í ýmsum málum, t.d. erfiðleikum fólks en við eigum það líka til að vera dómhörð, grimm og langrækin. En mér finnst þó stemmningin vera að breytast í jákvæða átt en það gerist ekki nema að ræða um hlutina.“ Nánar er fjallað um ræðu Bryndísar í forystugrein blaðins á bls. 4.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.